Inngangur og samantekt - Landsbankinn...2020/10/20  · Inngangur og samantekt Byrjar að létta til...

69

Transcript of Inngangur og samantekt - Landsbankinn...2020/10/20  · Inngangur og samantekt Byrjar að létta til...

  • Inngangur og samantekt

    Byrjar að létta til haustið 2021

  • Inngangur

    • Þjóðhagur, ársrit Hagfræðideildar Landsbankans, kemur nú út í tíunda sinn. Í ritinu er fjallað um þróun

    og horfur í efnahagsmálum. Þjóðhags- og verðbólguspá deildarinnar til næstu þriggja ára er kynnt,

    ásamt samanburði við síðustu spá.

    • Það verður seint lögð of mikil áhersla á að óvissa er gríðarlega mikil, bæði hvað varðar þróun Covid-19-

    faraldursins sjálfs og efnahagslegar afleiðingar hans.

    • Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi næsta árs samhliða því

    sem faraldurinn gengur niður í kjölfar þróunar bóluefnis og myndun hjarðónæmis hér á landi og í helstu

    viðskiptalöndum Íslands. Þar er þó engan veginn á vísan á róa en þetta er þó talin líkleg þróun í ljósi

    stöðu bóluefnisrannsókna um þessar mundir.

  • • Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey gaf nýverið út spá um

    hvenær líklegast sé að hjarðónæmi verði náð í

    Bandaríkjunum, en gert er ráð fyrir að þróunin verði

    svipuð í öðrum þróuðum ríkjum. Dregnar eru upp

    þrjár sviðsmyndir m.v. mismunandi forsendur

    varðandi bólusetningu.

    • Líklegast er talið að hjarðónæmi verði náð á þriðja

    ársfjórðungi á næsta ári. Í þessari sviðsmynd, sem

    sýnd er sem blái ferillinn í miðju myndarinnar, er gert

    ráð fyrir að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í

    kringum næstu áramót. Gert er ráð fyrir að framleiðsla

    og dreifing bóluefnisins taki um sex mánuði og vilji

    almennings til að bólusetja sig verði mikill.

    • Í bjartsýnu sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að skilvirkt

    bóluefni verði tilbúið fyrr og framleiðsla þess og

    dreifing gangi mjög hratt fyrir sig. Í svartsýnu

    sviðsmyndinni (ferillinn lengst til hægri) er gert ráð

    fyrir að fyrstu bólefnin hafi lága virkni og/eða

    verulegar aukaverkanir sem dregur úr vilja

    almennings til bólusetningar. Gangi það eftir er ekki

    reiknað með að hjarðónæmi náist fyrr en seinni hluta

    árs 2022.

    4

    Hvenær lýkur Covid-19-faraldrinum?

    Möguleg líkindadreifing á hvenær endalokum faraldursins verður náð

    Heimild: McKinsey & Company

    Í þjóðhagsspá Hagfræðideildar er reiknað með að þróun faraldursins fylgi í grófum dráttum líklegustu sviðsmyndinni hér að ofan. Það er að segja, að almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021. Reiknað er með því að þriðja bylgja faraldursins verði að mestu gengin niður fyrir lok árs og að efnahagsstarfsemi hér innanlands verði með nokkuð eðlilegum hætti, eða í líkingu við þróunina í júní og júlí í sumar. Hins vegar búist við áframhaldandi hörðum sóttvarnarráðstöfunum við landamærin fram undir lok sumars sem gerir það að verkum að komum erlendra ferðamanna fer ekki að fjölga fyrr en næsta haust.

    https://www.mckinsey.com/industries/healthcare-systems-and-services/our-insights/when-will-the-covid-19-pandemic-end

  • Helstu niðurstöður

    5

    • Útlit er fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Útflutningur

    minnkar um 30%, einkaneysla dregst saman um 5,5% og heildarfjármunamyndun um rúmlega 10%. Á móti vegur að

    samneysla og fjárfestingar hins opinbera aukast verulega, auk þess sem innflutningur dregst saman um 22%.

    • Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Við spáum 3,4% hagvexti á næsta

    ári og um 5% árlegum vexti árin 2022 og 2023.

    • Gert er ráð fyrir um hálfri milljón ferðamanna í ár, 650 þúsund ferðamönnum á næsta ári, 1,3 milljónum árið 2022 og

    1,9 milljónum 2023.

    • Atvinnuleysi hefur aukist mikið og verður að meðaltali um 7,8% á árinu, eykst í 8,4% á næsta ári en lækkar í 5,8%

    árið 2022 og 4,8% árið 2023.

    • Þrátt fyrir fall í útflutningi verður lítilsháttar afgangur af viðskiptajöfnuði í ár (+0,1%), minniháttar halli á næsta ári (-

    0,3%) en vaxandi afgangur árin 2022 (+1,4%) og 2023 (+3,4%).

  • Helstu niðurstöður

    6

    • Verðbólga verður lítillega yfir markmiði fram á seinni helming næsta árs vegna veikingar krónunnar það sem af er ári

    en verður að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023.

    • Stýrivextir verða óbreyttir í 1% allt næsta ár, hækka í 1,75% árið 2022 og verða 3,5% í lok árs 2023.

    • Fasteignamarkaðurinn tók verulega við sér í vor í kjölfar vaxtalækkana. Við gerum ráð fyrir því að íbúðaverð hækki

    um 4,5% í ár og að jafnaði um 4% á ári næstu árin. Þetta er ekki mikil hækkun í sögulegu samhengi, en þó nokkur í

    ljósi þess að hagkerfið gengur nú í gegnum djúpt samdráttarskeið.

    • Ríkissjóður hefur tekið á sig veruleg útgjöld og skuldbindingar vegna Covid-19-faraldursins. Ljóst er að tekjur hafa

    minnkað og útgjöld farið langt fram úr þeim markmiðum og viðmiðum sem hafa gilt til þessa. Gert er ráð fyrir að

    samanlagður halli áranna 2020 og 2021 muni nálgast 600 ma.kr. Í samræmi við það munu skuldir ríkissjóðs aukast

    verulega og fara úr 28% af VLF í árslok 2019 í 48% árið 2021.

  • • Samfelldur árlegur hagvöxtur

    árin 2011 til 2019

    • Hagvöxturinn hefur verið

    útflutningsdrifinn með

    ferðaþjónustuna í fararbroddi

    • Hagvöxturinn hefur verið

    sveiflukenndur en

    meðalhagvöxtur á tímabilinu

    2011 - 2019 var 3,5%

    Níu ára hagvaxtarskeiði er lokið

    Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

    9,4%

    2,0%

    -6,8%

    -3,4%

    1,9% 1,3%

    4,1%

    2,1%

    4,7%6,6%

    4,5% 3,9%1,9%

    -5,7%

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 H1

    Hagvöxtur og framlag undirliða

    Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun Útflutningur Influtningur VLF

  • • Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst

    landsframleiðslan saman um 9,3% á öðrum ársfjórðungi,

    er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan

    ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi. Þetta

    bætist við 1,7% samdrátt á fyrsta ársfjórðungi en samtals

    dróst landsframleiðslan saman um 5,7% á fyrri helmingi

    ársins.

    • Samdráttinn á öðrum fjórðungi má fyrst og fremst rekja til

    mikils samdráttar í útflutningi sem minnkaði um 39% og

    má einkum rekja til samdráttar í ferðaþjónustu.

    Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3% og

    fjármunamyndun dróst saman um 18,7%

    • Á móti þessu vó 3% aukning samneyslu og mikill

    samdráttur innflutnings sem minnkaði um 35%

    8

    Verulegur samdráttur á fyrri helmingi ársins

    5,2% 4,6%2,5% 3,3%

    -0,2%

    2,6%0,5%

    4,8%

    -1,7%

    -9,3%

    -30%

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    1 2 3 4 1 2 3 4 1 2

    2018 2019 2020

    Hagvöxtur og framlag undirliða

    Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun Útflutningur Innflutningur VLF

    Breyting frá sama fjórðungi árið áður

    Heimild: Hagstofa Íslands

  • • Við spáum því að hagvöxtur verði neikvæður um 8,5% á

    árinu 2020 sem yrði þá mesti efnahagssamdráttur á einu ári

    frá stofnun lýðveldisins. Við reiknum þó með því að

    samdráttartímabilið vari tiltölulega stutt og að veruleg

    viðspyrna náist í efnahagsbatann næsta haust samhliða því

    sem böndum verður komið á útbreiðslu veirunnar.

    • Á næsta ári gerum við ráð fyrir að landsframleiðslan vaxi um

    3,4% og að vöxturinn verði einkum drifinn af auknum

    útflutningi, einkaneyslu og fjárfestingu. Árin 2022 og 2023

    má reikna með að aukinn kraftur færist í vöxt

    landsframleiðslunnar í takt við upprisu ferðaþjónustunnar og

    aukið flæði erlendra ferðamanna til landsins. Reiknað er

    með að endurreisn ferðaþjónustunnar ásamt hóflegum vexti

    innlendrar eftirspurnar skili um 5% árlegum hagvexti bæði

    árin.

    Snarpur samdráttur í landsframleiðslu á árinu

    Spá Hagfræðideildar.

    Heimild: Hagfræðideild.9

    -8,5%

    3,4%5,0% 4,9%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    2020 2021 2022 2023

    Hagvaxtarspá og framlag undirliða

    Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun Útflutningur Innflutningur VLF

    Magnbreyting milli ára

  • • Útlit er fyrir að verðbólgan aukist í 4% í upphafi næsta árs

    vegna veikingar krónunnar það sem af er ári, en verði að

    meðaltali 3,1% yfir árið. Forsenda fyrir hjöðnun

    verðbólgunnar á næsta ári er að gengi krónunnar verði

    tiltölulega stöðugt. Gangi það eftir er útlit fyrir að verðbólgan

    lækki hratt í ljósi grunnáhrifa frá fyrra ári og að stór hluti

    verðbólgunnar nú sé hækkun á innfluttum vörum. Þrátt fyrir

    mikinn framleiðsluslaka í hagkerfinu er töluverður

    kostnaðarþrýstingur framundan vegna

    kjarasamningsbundinna launahækkana. Því má búast við að

    verðbólga verði lítillega yfir markmiði á seinni hluta

    spátímans, eða að meðaltali rúmlega 2,6%.

    • Ef verðbólga væri nær markmiði mætti færa góð rök fyrir

    frekari vaxtalækkunum. Það verður aftur á móti að teljast

    ólíklegt að stýrivextir verði lækkaðir frekar á meðan

    verðbólga er nokkuð yfir markmiði. Við teljum því að

    peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda vöxtum

    óbreyttum út þetta ár og næsta.

    • Búast má við að það dragi úr framleiðsluslakanum þegar

    líður á spátímabilið og vaxtahækkunarferli hefjist á síðari

    árshelmingi 2022 og að raunstýrivextir verða aftur jákvæðir

    um mitt ár 2023.

    10

    Óbreyttir stýrivextir út þetta ár og næsta

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    2,0%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,0%

    4,5%

    5,0%

    2019 2020 2021 2022 2023

    Verðbólgu- og stýrivaxtaspá

    Verðbólga Meginvextir Seðlabanka Íslands (7 daga bundin innlán)

    Brotalínan er spá Hagfræðideildar frá maí 2020.

    Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

  • Í mö. kr. Magnbreytingar frá fyrra ári (%)

    Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar 2019 2020 2021 2022 2023

    Verg landsframleiðsla (VLF) 2.970 -8,5 (-8,7) 3,4 (4,9) 5,0 (2,7) 4,9

    Einkaneysla 1.502 -5,5 (-7,0) 3,5 (1,5) 4,0 (2,0) 3,0

    Samneysla 727 3,5 (7,0) 2,5 (3,0) 2,0 (2,0) 2,0

    Fjármunamyndun 598 -10,3 (-17,7) 5,9 (4,7) 5,3 (6,7) 5,3

    Atvinnuvegafjárfesting 328 -16,9 (-36,0) 5,7 (9,0) 7,1 (10,0) 7,8

    Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 166 -16,0 (-10,0) 2,5 (-5,0) 2,0 (0,0) 5,0

    Fjárfesting hins opinbera 103 20,0 (29,0) 10,0 (9,0) 5,0 (8,0) 0,0

    Þjóðarútgjöld alls 2.824 -4,1 (-5,6) 3,7 (2,5) 3,7 (2,9) 3,2

    Útflutningur vöru og þjónustu 1.346 -29,6 (-27,5) 7,4 (17,3) 16,6 (7,2) 13,1

    Innflutningur vöru og þjónustu 1.200 -22,0 (-22,6) 8,2 (11,0) 13,0 (8,2) 9,0

    Verðlag og vextir 2020 2021 2022 2023

    Meginvextir Seðlabanka Íslands (7 daga bundin innlán, lok árs, %) 1,00 (0,50) 1,00 (0,75) 1,75 (1,00) 3,50

    Verðbólga (ársmeðaltal, %) 2,9 (2,7) 3,1 (2,8) 2,7 (2,5) 2,6

    Gengi evru (lok árs) 162 (160) 162 (155) 158 (150) 155

    Fasteignaverð (ársmeðaltal, %) 4,5 (2,0) 4,0 (3,0) 4,0 (3,0) 4,0

    Vinnumarkaður 2020 2021 2022 2023

    Kaupmáttur launa (ársmeðaltal, %) 2,8 (2,7) 3,0 (2,0) 2,3 (1,1) 1,3

    Atvinnuleysi (ársmeðaltal, %) 7,8 (9,1) 8,4 (7,0) 5,8 (6,0) 4,8

    Viðskiptajöfnuður 2019 2020 2021 2022 2023

    Fjöldi erlendra ferðamanna (þúsund manns) 1.987 500 (654) 650 (1.250) 1.300 (1550) 1.900

    Vöru- og þjónustujöfnuður (%VLF) -1,0 (0,1) -1,0 (1,7) 0,8 (1,9) 2,9

    Viðskiptajöfnuður (%VLF) 0,1 (0,5) -0,3 (2,1) 1,4 (2,2) 3,4

    Yfirlit yfir þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans

    11Tölur innan sviga eru úr spá Hagfræðideildar frá maí 2020.

    Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Hagfræðideild.

  • Helstu niðurstöður

    12

  • Vinnumarkaður og heimilin

    Meiri áhrif á vinnumarkað en í fyrri kreppum

  • 100

    110

    120

    130

    140

    150

    160

    170

    '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '23

    Þróun launa og kaupmáttar

    Laun Kaupmáttur

    Vísitala - 2015 = 100

    • Þrátt fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu og þungan vinnumarkað halda

    launahækkanir áfram í samræmi við kjarasamninga og staða

    kaupmáttar á mælikvarða launavísitölu er ágæt.

    • Árshækkun launavísitölunnar var um 6,4% ágúst en verðbólga 3,2%

    þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var töluverð, eða 3,2%.

    • Launaþróun hefur verið hagstæð launþegum miðað við aðstæður.

    Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni

    hluta ársins 2019, en tók stökk upp á við, í rúmlega 6%, í apríl og maí

    2020 eftir áfangahækkanir á almennum markaði og nýja

    kjarasamninga á þeim opinbera.

    • Hagfræðideild reiknar með að launavísitalan hækki í takt við

    kjarasamninga um 5,8% milli áranna 2019 og 2020. Hún muni svo

    hækka um 6,1% á árinu 2021, um 5% 2022 og 4% 2023.

    14

    Launa- og kaupmáttarþróun hagstæð ef samningar halda og verðbólga verður lítil

    Kreppan verður mörgum erfiðStór hópur launafólks mun verða fyrir miklu tekjufalli vegna atvinnumissis á árinu 2020 og næstu

    misseri. Þá er vinnutími einnig að styttast eitthvað. Atvinnutekjur munu því hækka minna en

    nemur þróun launavísitölu í ár.

    Við að missa starf sitt og fara yfir á venjulegar atvinnuleysisbætur myndi meðalmaðurinn á

    íslenskum vinnumarkaði tapa um 326 þús. kr. af ráðstöfunartekjum á mánuði. Miðað við

    tekjutengdar bætur, sem nú er hægt að fá í 6 mánuði, yrði tjónið um 221 þús. kr. á mánuði í þá

    sex mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra sem lenda í atvinnuleysi minnka því verulega og heimili

    sem lenda í slíku þurfa að jafnaði að draga verulega úr neyslu sinni.

    2020-2023 er spá Hagfræðideildar.

    Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

  • • Atvinnuleysi hefur aukist verulega á árinu og verður

    viðvarandi vandamál næstu ár. Stjórnvöld hafa gripið til

    ýmissa ráðstafana til þess að bæta stöðu heimila og

    fyrirtækja og ekki sér fyrir endann á þeirri þörf enn.

    • Áhrif samdráttar í efnahagslífinu hafa verið mikil á

    vinnumarkaðnum á þessu ári. Atvinnuleysi hefur aukist,

    starfandi fólki á vinnumarkaði hefur fækkað, dregið hefur

    úr atvinnuþátttöku, vinnutími hefur styst og fjöldi

    vinnustunda hefur dregist saman. Allt eru þetta neikvæð

    merki sem eru í samræmi við það sem er að gerast í

    hagkerfinu að öðru leyti.

    • Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 18.400

    skráðir atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok september

    (án skerts starfshlutfalls), sem samsvarar 9% atvinnuleysi.

    Almennt atvinnuleysi að viðbættu atvinnuleysi í

    hlutabótakerfinu var hins vegar 9,8% í september.

    15

    Atvinnuleysi hefur aukist verulega á árinu

    Okt.- des. er spá Hagfræðideildar.

    Heimild: Vinnumálastofnun, Hagfræðideild Landsbankans.

    4,8% 5,0%5,7%

    7,5% 7,4% 7,5%7,9%

    8,5%9,0%

    9,6%10,4%

    10,9%

    3,5%

    10,3%

    5,6%

    2,1% 0,9%0,9%

    0,8%0,9%

    0,9%0,9%

    0%

    2%

    4%

    6%

    8%

    10%

    12%

    14%

    16%

    18%

    20%

    jan.20 feb.20 mar.20 apr.20 maí.20 jún.20 júl.20 ágú.20 sep.20 okt.20 nóv.20 des.20

    Skráð atvinnuleysi á árinu 2020

  • • Reiknað er með að atvinnuleysi haldi áfram að aukast næstu

    mánuði og verði komið nálægt 12% í lok ársins.

    • Atvinnuleysi hefur verið mest á Suðurnesjum og var komið

    upp í 19,6% í september. Næst mesta atvinnuleysið hefur

    verið á höfuðborgarsvæðinu, 9,8% í september.

    • Frá september 2019 til september 2020 fjölgaði

    atvinnulausum í öllum atvinnugreinum. Mesta fjölgunin var í

    ferðatengdri starfsemi, t.d. í farþegaflutningum og í gisti- og

    veitingaþjónustu. Atvinnuleitendum fjölgaði einnig mikið í

    ýmis konar persónulegri þjónustu, í starfsemi félaga og

    menningarstarfi.

    • Hagfræðideild reiknar með að venjulegt atvinnuleysi án

    hlutabóta verði að meðaltali 7,8% á árinu 2020 og 8,4% á

    árinu 2021. Við reiknum síðan með að draga fari úr

    atvinnuleysi þegar líður á árið 2021 og að það verði 5,8% á

    árinu 2022 og 4,8% á árinu 2023.

    16

    Atvinnuleysi aldrei verið meira

    2020-2023 er spá Hagfræðideildar.

    Heimild: Vinnumálastofnun, Hagfræðideild Landsbankans.

    7,8%

    8,4%

    5,8%

    4,8%

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    5%

    6%

    7%

    8%

    9%

    '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '23

    Atvinnuleysi

  • Dró úr einkaneyslu í kjölfar sóttvarnarráðstafana

    • Á öðrum ársfjórðungi dróst einkaneysla saman um

    8,3% milli ára og eru áhrif sóttvarnaraðgerða

    meginástæða samdráttarins.

    • Einkaneysla í heild mældist um mitt árið í ár

    svipuð og hún var við upphaf árs 2008.

    Einkaneysla mæld á hvern íbúa var hins vegar um

    13% lægri.

    • Breytt íbúasamsetning kann að hafa haft áhrif á

    samsetningu einkaneyslu.

    • Íbúum hefur fjölgað um 15% frá ársbyrjun 2010.

    Þar af hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um

    7% en erlendum ríkisborgurum um 134%.

    • Færri erlendir ríkisborgarar fluttu þó hingað til

    lands á öðrum ársfjórðungi í ár en í venjulegu

    árferði og að sama skapi fluttu færri íslenskir

    ríkisborgarar af landi brott.

    17Einkaneysla og einkaneysla á mann á föstu verðlagi. *Fyrstu tvo ársfjórðunga 2020.Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    60

    70

    80

    90

    100

    110

    120

    Einkaneysla

    Einkaneysla á mann Einkaneysla alls

    Vísitala 2008 F1=100

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    20

    08 1

    F

    20

    08 4

    F

    20

    09 3

    F

    20

    10 2

    F

    20

    11 1

    F

    20

    11 4

    F

    20

    12 3

    F

    20

    13 2

    F

    20

    14 1

    F

    20

    14 4

    F

    20

    15 3

    F

    20

    16 2

    F

    20

    17 1

    F

    20

    17 4

    F

    20

    18 3

    F

    20

    19 2

    F

    20

    20 1

    F

    Einkaneysla

    Breyting milli ára

  • Kortavelta innanlands jókst þegar slakað var á samkomutakmörkunum

    18Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    • Kortavelta innanlands jókst í sumar þegar

    létti á samkomutakmörkunum.

    Vísbendingar eru því um að samdráttur í

    einkaneyslu hafi verið nokkuð minni á

    þriðja ársfjórðungi en á öðrum fjórðungi.

    • Horfur eru á að samdrátturinn aukist á

    fjórða ársfjórðungi vegna þriðju bylgju

    faraldursins.

    • Minni neysla orsakast af færri

    utanlandsferðum.

    • Það sem af er ári hefur kortavelta

    Íslendinga aukist um 3% að raunvirði

    innanlands, en dregist saman um

    44% erlendis.

    • Samanlagt nemur samdráttur í

    kortaveltu rúmum 7% að raunvirði

    milli ára og er framlag kortaveltu

    erlendis til frádráttar upp á tæp 10

    prósentustig. -81

    -7

    -7

    -6

    -2

    5

    6

    9

    13

    20

    32

    35

    61

    -100 -50 0 50 100

    Ferðaskrifstofur og skipul.ferðir

    Menningar-, afþreyingar- ogtómstundastarfsemi

    Veitingar

    Snyrti- og heilsutengd þjónusta

    Eldsneyti

    Fataverslanir

    Verslanir með heimilisbúnað

    Lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslanir

    Stórmarkaðir og dagvöruverslanir

    Byggingarvöruverslanir

    Raf- og heimilistækjaverslanir

    Áfengisverslanir

    Gistiþjónusta

    Breyting í kortaveltu innanlands eftir að Covid-19-faraldurinn hófst

    Velta mars-ágúst 2020 raunvirt með viðeigandi undirlið VNV og borin saman við

    veltu sömu mánaða árið 2019.

    %

    -30%

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    Greiðslukortavelta

    Í verslun hérlendis Erlendis

    Greiðslukortavelta

    Breyting milli ára

    Greiðslukortavelta í verslun hérlendis raunvirt með VNV án

    húsnæðis. Velta erlendis raunvirt með vísitölu meðalgengis.

  • Færri utanlandsferðir skapa svigrúm til annarra stórkaupa og sparnaðar

    19Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands, Samgöngustofa, Hekla, Hagfræðideild Landsbankans.

    ▪ Kortavelta er minni í ár en í fyrra, þar sem

    neysluvilji margra hefur dvínað.

    ▪ Fólk virðist almennt ekki vera að eyða um efni

    fram þar sem innlán hafa aukist frá því að

    faraldurinn skall á.

    ▪ Sumir gætu eflaust verið að fresta neyslu,

    t.d. að spara fyrir utanlandsferðum sem

    farið verður í þegar faraldrinum linnir, aðrir

    að byggja upp varúðarsparnað meðan að

    óvissan er sem mest.

    ▪ Hluti heimila hefur nýtt svigrúm til annarra

    stórkaupa við það að ferðalögum fækkaði.

    Einstaklingar virðast t.d. ekki hafa dregið úr

    kaupum á nýjum bifreiðum milli ára, líkt og

    fyrirtæki og bílaleigur hafa gert.

    Greiðslukortavelta í verslun hérlendis á föstu verðlagi septembermánaðar 2020.

    Kortavelta erlendis á föstu gengi septembermánaðar 2020

    0

    4

    8

    12

    16

    Einstaklingar Fyrirtæki Bílaleigur Alls

    Þús.

    Fjöldi nýskráðra fólksbíla á landsvísu

    2018 2019 2020

    Gögn hvers árs ná frá áramótum fram í miðjan sept.

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    Innlán heimila

    Breyting milli ára í ma. kr.

    Velti og óbundin innlán

    0

    200

    400

    600

    800

    1.000

    1.200

    jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des

    Ma. kr.

    Uppsöfnuð kortavelta frá áramótum

    2020 (alls) 2019 (alls)

    2020 (innanlands) 2019 (innanlands)

    2020 (erlendis) 2019 (erlendis)

  • Væntingar fólks til atvinnu- og efnahagsástands versna

    20

    ▪ Væntingar almennings til atvinnu- og

    efnahagsástands hafa versnað talsvert og

    ekki mælst lægri síðan undir lok árs 2010.

    ▪ Horfur til næstu 6 mánaða mælast þó ofar

    mati fólks á núverandi stöðu og landsmenn

    eru því bjartsýnir á að staðan batni.

    ▪ Á síðustu árum hefur þróun á væntingum

    gefið vísbendingu um þróun

    einkaneyslunnar, sem útlit er fyrir að dragist

    nokkuð saman.

    Heimild: Gallup, Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans. Væntingavísitala Gallup er byggð á viðhorfi almennings til efnahags- og atvinnuástandsins. Gildi yfir 100 sýnir að fleiri eru bjartsýnir en svartsýnir.

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    140

    160

    20

    09 1

    F

    20

    09 4

    F

    20

    10 3

    F

    20

    11 2

    F

    20

    12 1

    F

    20

    12 4

    F

    20

    13 3

    F

    20

    14 2

    F

    20

    15 1

    F

    20

    15 4

    F

    20

    16 3

    F

    20

    17 2

    F

    20

    18 1

    F

    20

    18 4

    F

    20

    19 3

    F

    20

    20 2

    F

    Einkaneysla og væntingar

    Einkaneysla (h. ás)

    Væntingavísitala Gallup (v. ás)

    Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás)

    Breyting milli ára

    -150

    -100

    -50

    0

    50

    100

    150

    Væntingavísitala Gallup

    Gildi yfir núll merkir að væntingar til næstu 6 mánaða séu meiri en mat á núverandi stöðu.

    Munur á væntingum til næstu 6 mánaða og mati á núverandi stöðu

  • • Við spáum því að einkaneysla dragist

    saman um 5,5% í ár en taki við sér þegar

    faraldurinn rénar og Íslendingar geta hafið

    ferðalög á ný. Útgjöld Íslendinga erlendis

    voru um 12% einkaneyslunnar í fyrra, eða

    um 175 ma. kr.

    • Það er viðbúið að neysluvilji og -geta

    aukist eftir því sem líður á spátímann og

    dregur úr óvissu, en að einkaneysla verði

    ekki komin í svipað horf og 2019 fyrr en

    upp úr miðju ári 2022.

    • Vextir eru nú í sögulegu lágmarki sem

    hefur ýtt undir neyslu og gert samdráttinn

    minni en ella. Það er viðbúið að vextir

    hækki á ný á spátímanum, og mun það

    hægja á vexti einkaneyslu. Á móti vegur

    að kjarasamningsbundnar launahækkanir

    og lækkun atvinnuleysis þegar líður á

    spátímann munu styðja við áframhaldandi

    vöxt.

    21

    Mesti samdráttur í einkaneyslu síðan 2009

    Einkaneysla á föstu verðlagi (2019). 2020-2023 er spá Hagfræðideildar.Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    -5,5%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    Einkaneysla

    Breyting milli ára

    0

    200

    400

    600

    800

    1.000

    1.200

    1.400

    1.600

    1.800Ma. kr.

    Einkaneysla

  • Utanríkisviðskipti

    Vöxtur útflutnings ræðst af fjölgun ferðamanna

  • • AGS gerir ráð fyrir að heimsframleiðslan dragist saman um 4,4% á árinu en vaxi

    á ný um 5,2% á næsta ári. Gert er ráð fyrir að samdrátturinn í þróuðum ríkjum

    verði umtalsvert meiri á þessu ári, eða 5,8%, og efnahagsbatinn hægari á næsta

    ári, eða 3,9%, samanborið við 3,3% samdrátt í nýmarkaðs- og þróunarríkjum í ár

    og 6% vöxt á næsta ári.

    • Reiknað er með að höggið verði sérstaklega þungt í Evrópu. Á evrusvæðinu er

    spáð 8,3% samdrætti í ár og 9,8% í Bretlandi, en aðeins 4,3% í Bandaríkjunum.

    • Mikil óvissa er um þróunina og gerir AGS ráð fyrir að samdrátturinn geti orðið um

    0,8 prósentustigum meiri á yfirstandandi ári. Ef bakslag kemur í baráttuna við

    útbreiðslu veirunnar og þróun bóluefnis tefst telur sjóðurinn að batinn á næstu

    tveimur árum verði mjög hægur eða um 1,5% í stað 4-5% í grunnspá.

    • Mjög sjaldgæft er að heimsframleiðslan dragist saman. Síðast gerðist það árið

    2009 og þá aðeins um 0,1%. Fara þarf aftur til kreppunnar miklu árin 1929 til

    1932 til að finna viðlíka samdrátt en þá er áætlað að heimsframleiðslan hafi

    minnkað um alls 15% á fjögurra ára tímabili.

    23

    Djúpur samdráttur í heimshagkerfinu

    2020-2023 spá AlþjóðagjaldeyrissjóðsinsHeimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - WEO september 2020.

    -0,1%

    -4,4%

    -6%

    -4%

    -2%

    0%

    2%

    4%

    6%

    HeimsframleiðslanBreyting milli ára

  • • Tæplega fjórðungur útflutningstekna

    Íslands í fyrra var neysla erlendra

    ferðamanna hér á landi. Við það bætast

    tekjur af farþegaflugi sem skilaði um 10%

    útflutningstekna. Samtals voru

    ferðaþjónusta og farþegaflutningar með

    flugi á bak við næstum 35%

    heildarútflutningstekna í fyrra.

    • Kórónuveirufaraldurinn kemur

    sérstaklega illa niður á ferðaþjónustu um

    allan heim. Áhrifin á greinina verða án

    efa meiri og langvinnari en á aðrar

    útflutningsgreinar.

    • Eylönd eins og Ísland eru mjög háð flugi

    hvað komur erlendra ferðamanna varðar

    og því sérstaklega berskjölduð. Hætt er

    við að á næstu árum verði efnahagsleg

    geta og vilji fólks til að fljúga minni en

    áður (m.a. vegna hræðslu við smit).

    24

    Ísland er útsettara fyrir samdrætti í ferðaþjónustu flest önnur lönd

    1,3%

    2,0%

    2,3%

    2,4%

    3,3%

    3,4%

    3,5%

    3,6%

    4,6%

    5,7%

    5,9%

    7,5%

    7,5%

    9,2%

    16,3%

    18,9%

    18,9%

    23,9%

    24,4%

    0% 5% 10% 15% 20% 25% 30%

    Írland

    Belgía

    Þýskaland

    Holland

    Lúxemborg

    Finnland

    Noregur

    Sviss

    Danmörk

    Bretland

    Svíþjóð

    Ítalía

    Frakkland

    Austurríki

    Spánn

    Portúgal

    Kýpur

    Grikkland

    Ísland

    Hlutfall ferðalaga í útflutningi

    Tölur Íslands miðast við 2019 en tölur annarra landa við 2018.Heimild: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands.

  • • Í nær öllum löndum hverra ferðamenn

    sóttu okkur hvað mest heim í fyrra er

    gert ráð fyrir umtalsverðum samdrætti

    á þessu ári.

    • Í flestum löndum er aftur á móti gert

    ráð fyrir nokkuð kröftugum

    efnahagsbata á næsta ári en þó er

    reiknað með að atvinnuleysi verði

    áfram töluvert hærra en fyrir tíma

    faraldursins.

    Mikill samdráttur í langflestum viðskiptalöndum íslenskrar ferðaþjónustu

    Ferðamenn sem hlutfall af heildarfjölda erlendra ferðamanna hér á landi árið 2019. Hagvaxtarspá fyrir 2020.Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Ferðamálastofa. 25

    0,9%

    0,9%

    1,0%

    1,3%

    2,0%

    2,0%

    2,2%

    2,5%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,8%

    4,9%

    5,0%

    6,6%

    13,1%

    23,3%

    -4,1%

    -5,3%

    -4,0%

    -5,3%

    -2,8%

    -4,7%

    -5,4%

    -10,6%

    -4,5%

    -12,8%

    -7,1%

    -3,6%

    -9,8%

    1,9%

    -6,0%

    -9,8%

    -4,3%

    -15% -10% -5% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30%

    Rússland

    Japan

    Finnland

    Sviss

    Noregur

    Svíþjóð

    Holland

    Ítalía

    Danmörk

    Spánn

    Kanada

    Pólland

    Frakkland

    Kína

    Þýskaland

    Bretland

    Bandaríkin

    Hagvaxtarspá og hlutdeild ferðamanna

    Hagvaxtarspá Hlutfall ferðamanna

  • Á móti um 468 ma.kr. gjaldeyristekjum af

    erlendum ferðamönnum í fyrra eyddu

    Íslendingar um 215 mö.kr. á ferðalögum

    sínum erlendis (innflutt ferðaþjónusta).

    Jöfnuður inn- og útfluttrar ferðaþjónustu

    var því jákvæður um 253 ma.kr.

    Á þessu ári gerum við ráð fyrir að útflutt

    ferðaþjónusta dragist saman um 352

    ma.kr. en innflutt ferðaþjónusta dragist

    saman á móti um 161 ma.kr. Samdráttur

    í nettó gjaldeyristekjum vegna

    ferðaþjónustu í ár gæti því orðið um 191

    ma.kr.

    Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði hlutfallslega álíka mikið og erlendum ferðamönnum sem hingað komu

    Heimild: Hagstofa Íslands

    121139

    159184

    207 215

    265

    332

    466

    564 565

    468

    145

    192

    307

    380358

    253

    0

    100

    200

    300

    400

    500

    600

    2014 2015 2016 2017 2018 2019

    Inn- og útflutningur ferðaþjónustu

    Innflutningur Útflutningur Jöfnuður

    Ma.kr.

    26

  • • Það mun taka millilandaflug með farþega nokkur ár

    að ná fyrra umfangi miðað við flestar spár.

    • Vöxturinn í Evrópu verður hægari en á öðrum

    svæðum.

    • Höggið á þessu ári mun leggjast þyngra á Icelandair

    en önnur flugfélög að meðaltali. Útlit er fyrir að

    sætaframboð Icelandair muni dragast saman um

    76,5% í ár en gert er ráð fyrir að farþegaflug dragist

    saman um 44% í heiminum og 50% í Evrópu.

    • Á móti vegur að Icelandair gerir ráð fyrir meiri

    viðspyrnu á næsta ári. Félagið ráðgerir að vaxa um

    25% borið saman við 16% í heiminum og 14% í

    Evrópu.

    • Árið 2024 er gert ráð fyrir að umfang ferðalaga í

    Evrópu vanti 1,6% upp á það sem var 2019.

    Áformað er að framboð Icelandair verði um 6%

    minna það ár en árið 2019.

    Flestar spár gera ráð fyrir hægum vexti í farþegaflugi

    *Ferðalög með flugi. **Framboð í sætiskílómetrum. Heimild: Alþjóðaflugmálastofnunin, Icelandair group, Hagfræðideild Landsbankans.

    27

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    2019 2020 2021 2022 2023 2024

    Ferðalög í heiminum og áformað framboð flugsæta

    Heimurinn* Evrópa* Icelandair**

    Vísitala (2019=100)

  • • Á fyrstu 8 mánuðum ársins komu 451

    þúsund erlendir ferðamenn til landsins en

    74% þeirra komu fyrstu þrjá mánuði ársins.

    Við gerum ráð fyrir að tiltölulega fáir

    ferðamenn komi það sem eftir lifir árs og að

    þeir verði í kringum hálf milljón allt þetta ár.

    • Spá okkar tekur m.a. mið af áætlun

    Icelandair um þróun sætaframboðs,

    hagvaxtarspá fyrir helstu viðskiptalönd

    okkar og spá

    Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um þróun

    farþegaflugs á næstu árum.

    • Á næsta ári gerum við ráð fyrir tiltölulega

    lítilli fjölgun og að ferðamenn verði um 650

    þúsund. Í maí reiknuðum við með að

    fjöldinn á næsta ári yrði 1.250 þúsund. Nú

    gerum við ekki ráð fyrir viðlíka fjölda fyrr en

    árið 2022.

    • Í lok spátímans árið 2023 gerum við ráð

    fyrir svipuðum fjölda erlendra ferðamanna

    og árið 2019.

    Taka mun ferðaþjónustuna nokkur ár að ná vopnum sínum

    2020 – 2023 er spá Hagfræðideildar.Heimild: Ferðamálastofa, Hagfræðideild Landsbankans.

    28

    654

    1.250

    1.550 1.800

    500

    650

    1.300

    1.900

    0

    500

    1.000

    1.500

    2.000

    2.500

    2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023

    Fjöldi erlendra ferðamanna

    Maí 2020 spá Október 2020 spá

    Þúsund manns

  • Faraldurinn mun ekki hafa nein teljandi langtímaáhrif á sjávarútveg

    29

    0

    100

    200

    300

    400

    500

    600

    Loðnuveiðar

    Þús.tonn

    • Útflutningur sjávarafurða varð fyrir töluverðum

    áhrifum af faraldrinum á öðrum fjórðungi. Sala

    sem og flutningur á fiski til endakaupenda gekk

    illa, m.a. vegna mikils samdráttar í flugumferð.

    • Markaðir hafa þó víða jafnað sig að mestu leyti

    og eru komnir aftur í svipað horf og fyrir

    faraldurinn.

    • Ferskur fiskur hefur færst úr farþegaflugi í

    fraktflug sem hefur tekið mikið af þeim slaka

    sem minnkandi farþegaflug skildi eftir sig.

    • Útfrá nýliðun í loðnustofninum gerum við ráð

    fyrir 100 þúsund tonna veiðum á næsta ári

    sem yrðu þá fyrstu loðnuveiðar í þrjú ár.

    Útflutningsverðmæti á föstu gengi, september 2020.Heimild: Hagstofa Íslands.

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    Aðrar sjávarafurðir Loðna

    Ma.kr.

    Útflutningsverðmæti sjávarafurða

  • • Eftirspurn eftir áli dróst mikið saman í vor vegna

    faraldursins og rekja má það m.a. til lokana

    verksmiðja og samdráttar í bílaframleiðslu.

    • Álverð lækkaði verulega framan af ári en hefur

    hækkað aftur og er komið á svipaðar slóðir og það var

    áður en faraldurinn braust út.

    • Rekstur innlendra álvera hefur gengið erfiðlega

    síðustu ár og Rio Tinto Alcan hefur dregið úr

    framleiðslu sinni.

    • Á fyrri hluta ársins dróst framleiðsla saman um 4,5%

    og útflutningur um 5,3%. Við gerum ráð fyrir að

    álframleiðsla dragist saman um 5% yfir árið í heild.

    • Óvissan um framleiðslu næsta ára snýr að miklu leyti

    að því hvort Rio Tinto hyggist loka álverinu í

    Straumsvík.

    Gerum ráð fyrir samdrætti í framleiðslu á áli

    Heimild: Thomson Reuters.30

    1.400

    1.500

    1.600

    1.700

    1.800

    1.900

    2.000

    2.100

    2.200

    2.300

    2.400

    2018 2019 2020

    Heimsmarkaðsverð á áli

    USD/tonn

  • Útflutningar allra meginstoðanna þriggja mun dragast saman á árinu

    31

    • Faraldurinn mun koma niður á öllum þremur

    útflutningsstoðum Íslands á þessu ári.

    • Við spáum:

    • 75% samdrætti í ferðaþjónustu

    • 5% samdrætti í álútflutningi

    • 6% samdrætti í útflutningi sjávarafurða

    • Langmestu áhrifin koma verða þó í

    ferðaþjónustu og skýrir samdráttur hennar um

    26 prósentustig af tæplega 30%

    heildarsamdrætti.

    • Ef spáin gengur eftir verður þetta mesti

    samdráttur í útflutningi frá lýðveldisstofnun.

    • Á næsta ári er gert ráð fyrir hægum vexti

    vegna tiltölulega lítillar fjölgunar erlendra

    ferðamanna.

    • Þegar fjöldinn eykst verulega árin 2022 og

    2023 fáum við aukinn kraft í

    útflutningsvöxtinn.

    Útflutningur á föstu verðlagi 2019.Heimild: Hagfræðideild Landsbankans, Hagstofa Íslands.

    -29,6%

    7,4%

    16,6%13,1%

    -40%

    -30%

    -20%

    -10%

    0%

    10%

    20%

    2020 2021 2022 2023

    Hu

    nd

    red

    s

    Útflutningur

    Skip og flugvélarStóriðjaSjávarafurðirAnnar vöru- og þjónustuútflutningurFerðalögFarþegaflutningar með flugiSamtals

    Breyting milli ára

    0

    200

    400

    600

    800

    1.000

    1.200

    1.400

    1.600

    2019 2020 2021 2022 2023

    Útflutningur

    Ma.kr.

  • Innflutningur mun dragast verulega saman samhliða minni efnahagsumsvifum

    32

    • Samdrátturinn í innflutningi markast af

    breytingu í einkaneyslu,

    atvinnuvegafjárfestingu, innflutningi á

    þotueldsneyti, breytingu gengis og

    innflutningi á ferðaþjónustu Íslendinga.

    • Við gerum ráð fyrir bæði miklum

    samdrætti í einkaneyslu og

    atvinnuvegafjárfestingu.

    • Samdráttinn í einkaneyslu má rekja að

    töluvert miklu leyti til minni ferðalaga

    Íslendinga erlendis.

    • Innflutningur á þotueldsneyti dregst

    mikið saman.

    • Gert er ráð fyrir 22% samdrætti í ár en

    til samanburðar dróst innflutningur

    saman um 22,3% árið 2009 og 20%

    árið 2008.

    Innflutningur á föstu verðlagi 2019. 2020-2023 er spá Hagfræðideildar..Heimild: Hagfræðideild Landsbankans, Hagstofa Íslands.

    -22%

    8%

    13%

    9%

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    20%

    Innflutningur

    Breyting milli ára

    0

    200

    400

    600

    800

    1.000

    1.200

    1.400

    2019 2020 2021 2022 2023

    Innflutningur

    Ma.kr.

  • • Frá því að uppsveiflan í ferðaþjónustu

    hófst fyrir alvöru 2012 hefur afgangurinn

    af viðskiptum við útlönd verið 825 ma.kr.

    • Óhætt er að segja að þessi afgangur hafi

    skilað sér í stórbættri erlendri stöðu

    þjóðarbúsins.

    • Í lok árs 2011 voru erlendar skuldir

    þjóðarbúsins um 920 ma.kr. meiri en

    erlendar eignir (horft fram hjá stöðu

    innlánastofnana í slitameðferð).

    • Í lok 2. ársfjórðungs 2020 voru erlendar

    eignir 840 ma.kr. meiri en erlendar

    skuldir.

    • Alls hefur hrein staða þjóðarbúsins

    batnað um 1.760 ma.kr. á þessu tímabili.

    33

    Erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri

    -2.000

    -1.000

    0

    1.000

    2.000

    3.000

    4.000

    5.000

    6.000

    2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

    Erlend staða þjóðarbúsins

    Erlend staða þjóðarbúsins Eignir Skuldir

    Ma.kr.

    2012 til F3 2015 er án innlánastofnana í slitameðferð.

    Heimild: Seðlabanki Íslands.

  • • Árið 2019 var 146 ma.kr. afgangur af vöru-

    og þjónustujöfnuði við útlönd.

    • Við reiknum með að það verði 27 ma.kr.

    halli í ár. Munar þar mest um að tekjur af

    erlendum ferðamönnum (útflutt

    ferðaþjónusta) dragast saman um 334

    ma.kr. milli ára. Á móti kemur minni

    innflutningur vegna utanlandsferða

    Íslendinga (útflutt ferðaþjónusta) sem

    dregst saman um 150 ma.kr.

    • Við gerum ráð fyrir að hallinn verði

    svipaður árið 2021 og 2020. Útlit er fyrir

    að bæði útflutningur og innflutningur aukist

    verulega á næsta ári, en álíka mikið sem

    skýrir litla breytingu milli ára.

    34

    Halli á vöru- og þjónustujöfnuði í ár og á næsta ári

    Aukningur í innflutningi kemur til hækkunar á vöru- og þjónustujöfnuði. Spá Hagfræðideildar.

    Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    146

    -27 -30

    +48

    +88

    -92

    -334

    +21

    +150

    -10

    -45

    -250

    -200

    -150

    -100

    -50

    0

    50

    100

    150

    200

    Breyting milli 2019 og 2021

    Ma.kr.

  • • Síðustu sex ársfjórðunga hefur

    afgangurinn af þáttatekjujöfnuði verið að

    meðaltali 13,6 ma.kr. á fjórðungi.

    • Þessi afgangur skýrist að miklu leyti af

    bókfærðu tapi íslenskra dótturfélaga

    erlendra fyrirtækja, sem kemur til

    hækkunar á þáttatekjujöfnuði. Síðustu 6

    fjórðunga var þetta að meðaltali 15,8

    ma.kr. á fjórðungi. Stærstu dótturfélögin í

    eigu erlendra aðila eru í álframleiðslu og í

    lyfjaiðnaði.

    • Hagnaður af erlendum dótturfélögum í

    innlendri eigu var á þessu tímabili að

    meðaltali 7,8 ma.kr. á fjórðungi.

    • Vextir af erlendum lánum voru að meðaltali

    um 5,3 ma.kr.

    35

    Afgangurinn á þáttatekjujöfnuði að miklu leyti vegna bókfærðs taps

    -30

    -20

    -10

    0

    10

    20

    30

    2017 2018 2019 2020

    Þáttatekjujöfnuður

    Frumþáttatekjur - annað Vextir af erlendum langtímalánum

    Hagnaður erlendra dótturfélaga í eigu innlendra aðila Tap innlendra dótturfélaga í eigu erlendra aðila

    Frumþáttajöfnuður

    Ma.kr.

    Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

  • • Í maí spáðum við 13 ma.kr. afgangi af

    viðskiptum við útlönd í ár. Við gerum nú

    ráð fyrir 3 ma.kr. afgangi.

    • Breytingin á spánni fyrir næsta ár er enn

    meiri. Í stað 62 ma.kr. afgangs á

    viðskiptajöfnuði er nú reiknað með 10

    ma.kr. halla.

    • Breytingarnar skýrast að mestu leyti af því

    að nú er útlit fyrir að ferðaþjónustan verði

    lengur að taka við sér en gert var ráð fyrir í

    maí.

    • Þannig gerum við ráð fyrir 500 þúsund

    erlendum ferðamönnum í ár í stað 650

    þúsund í maíspá okkar og 650 þúsund

    erlendum ferðamönnum á næsta ári í stað

    1.250 þúsund í maíspánni.

    36

    Spáum viðskiptajöfnuði nálægt jafnvægi árin 2020 og 2021

    2020-2023 er spá Hagfræðideildar.

    Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    -200

    -100

    0

    100

    200

    300

    400

    2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023

    Viðskiptajöfnuður

    Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður

    Rekstrarframlög Viðskiptajöfnuður Viðskiptajöfnuður (maí 2020 spá)

    Ma.kr.

  • Fasteignamarkaðurinn

    Fasteignamarkaðurinn gefur lítið eftir en hægir á

    framboði

  • 38

    Meirihluti íbúða í byggingu er á síðari byggingarstigum

    2020-2022 eru spá SI um íbúðir sem verða fullbúnar. Fyrri ár eru gögn Þjóðskrár um íbúðir sem eru komnar á matsstig 4 eða hærra og teljast til íbúðastofns svæðisins.

    Heimild: Samtök iðnaðarins, Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    0

    500

    1.000

    1.500

    2.000

    2.500

    Fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu • Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins eru 17% færri íbúðir í byggingu á

    höfuðborgarsvæðinu nú, samanborið við

    stöðuna fyrir ári síðan. Fleiri íbúðir eru

    þó komnar lengra á veg.

    • 47% samdráttur á íbúðum sem eru

    á fyrri byggingarstigum.

    • 6% aukning á íbúðum sem eru

    komnar á síðari byggingarstig.

    • Fullbúnar íbúðir sem skila sér á markað

    á höfuðborgarsvæðinu verða því áfram

    nokkuð margar næstu árin, eða á bilinu

    1.600-1.700 talsins.

    0

    1.000

    2.000

    3.000

    4.000

    5.000

    6.000

    mar.18 sep.18 mar.19 sep.19 mar.20 sep.20

    Íbúðir í byggingu eftir stigum

    Að fokheldu Fokhelt og lengra komið

    -60%

    -40%

    -20%

    0%

    20%

    40%

    mar.19 sep.19 mar.20 sep.20

    Fjöldi íbúða í byggingu

    Að fokheldu Fokhelt og lengra komiðÍ byggingu alls

    Breyting milli ára

  • 39

    Spáum 16% samdrætti í íbúðafjárfestingu á þessu ári

    • Við spáum 16% samdrætti í

    íbúðafjárfestingu á þessu ári og svo á

    bilinu 2-5% árlegum vexti það sem eftir

    er spátímabils.

    • Gangi spáin eftir verður talsvert fjárfest

    í íbúðarhúsnæði, eða alls fyrir 140-150

    ma.kr. á ári, næstu árin.

    • Til samanburðar var fjárfest fyrir að

    jafnaði 155 ma. kr. á ári* á

    uppgangsárunum 2005-2008.

    • Lágt vaxtastig og aðgerðir stjórnvalda,

    sér í lagi hlutdeildarlán, munu örva

    íbúðafjárfestingu og hrinda af stað

    nýjum verkefnum þegar líður á

    spátímann.

    Íbúðafjárfesting á föstu verðlagi 2019. 2020-2023 er spá HagfræðideildarHeimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

    -16%

    -70%

    -60%

    -50%

    -40%

    -30%

    -20%

    -10%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    Íbúðafjárfesting

    Breyting milli ára

    140

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    140

    160

    180

    200

    Ma. kr.

    Íbúðafjárfesting

  • 40

    Miklar sveiflur í tegund íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu

    • Miklar sveiflur hafa verið í íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Sérbýli sem hlutfall af byggðu magni hefur sveiflast frá 50% á árinu 2009, niður í 10%

    að jafnaði á síðustu árum. Viðskipti hafa þó haldist nær stöðug, þar sem tæp 20% eru vegna kaupa á sérbýli.

    • Í september voru um 150 sérbýliseignir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu og tæplega 4.000 íbúðir í fjölbýli. Fyrir ári síðan var fjöldinn 328 í sérbýli og um

    4.600 í fjölbýli.

    Íbúðir í byggingu samkvæmt talningu SI. Árleg íbúðauppbygging metin sem mismunur milli ára á fjölda íbúða sem komnar eru á matsstig fjögur eða hærra samkvæmt Þjóðskrá Heimild: Samtök iðnaðarins, Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    450

    0

    1.000

    2.000

    3.000

    4.000

    5.000

    6.000

    Íbúðir í byggingu

    Fjölbýli (v.ás) Í byggingu alls (v. ás)

    Sérbýli (h.ás)

    -60%

    -50%

    -40%

    -30%

    -20%

    -10%

    0%

    10%

    20%

    30%

    mar.19 sep.19 mar.20 sep.20

    Sérbýli Fjölbýli Í byggingu alls

    Breyting milli ára

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    20

    03

    20

    04

    20

    05

    20

    06

    20

    07

    20

    08

    20

    09

    20

    10

    20

    11

    20

    12

    20

    13

    20

    14

    20

    15

    20

    16

    20

    17

    20

    18

    20

    19

    Hlutfallsleg skipting

    Sérbýli Fjölbýli Hlutfall sérbýlis meðal viðskipta

  • 41

    Framboð til sölu hefur dregist saman og sölutími styst, samhliða aukinni veltu

    • Í ágúst voru 15% færri íbúðir til sölu á

    höfuðborgarsvæðinu en fyrir ári síðan.

    Íbúðir í sérbýli voru rúmlega 40% færri og í

    fjölbýli 10% færri.

    • Meðalsölutími styttist í sumar og fór niður

    fyrir 2 mánuði í júlí og ágúst.

    • Viðskipti drógust saman í apríl og mars, að

    líkindum vegna hertra sóttvarnaraðgerða,

    en jukust svo verulega í sumar.

    • Í september voru alls 882 kaupsamningar

    undirritaðir og hafa þeir ekki verið fleiri í

    stökum mánuði síðan í júní 2007.

    • Það sem af er ári hafa 5.703

    kaupsamningar verið útgefnir sem eru 9%

    fleiri en á sama tíma í fyrra.

    Mánaðarlegt meðaltal fjöldi auglýsinga á fasteignavef mbl.is. Heimild: Seðlabanki Íslands, Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    0,0

    0,5

    1,0

    1,5

    2,0

    2,5

    3,0

    3,5

    0

    200

    400

    600

    800

    1.000

    1.200

    1.400

    1.600

    Sölutími og framboð

    Fjölbýli (v.ás) Sérbýli (v.ás) Meðalsölutími (h.ás)

    MánuðirFjöldi íbúða í sölu

    0

    100

    200

    300

    400

    500

    600

    700

    800

    900

    1.000

    Fjöldi kaupsamninga

    Fjölbýli Sérbýli Samningar alls 2019

  • 42

    Íbúðaverð hækkar í kjölfar vaxtalækkana

    • Íbúðaverð fór að hækka talsvert milli mánaða í vor og sumar í kjölfar vaxtalækkana. Mest var hækkunin í júlí, 1,2% milli mánaða. Sambærileg hækkun í fyrra

    var ekki nema 0,1%.

    • Á síðustu þremur mánuðum hefur sérbýli tekið sérstaklega við sér og hækkað hraðar en fjölbýli, eða að jafnaði um 1,6% milli mánaða, á meðan fjölbýli hefur

    hækkað um 0,4%. Fyrstu átta mánuði ársins hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,9% milli ára, þar af hefur fjölbýli hækkað um 3,8% en sérbýli um 5,3%.

    • Þróunin hefur verið slík að raunverð íbúða þróast hægar en nafnverð þar sem íbúðaverð hefur fylgt ágætlega þróun almenns verðlags.

    Heimild: Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    -1,5%

    -1,0%

    -0,5%

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    jan feb mar apr maí jún júl ágú

    Íbúðaverð

    2020 2019

    Breyting milli ára

    90

    100

    110

    120

    130

    140

    150

    160

    170

    180

    2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

    Raunverð og nafnverð

    Nafnverð Raunverð

    Jan. 2014=100

    90

    100

    110

    120

    130

    140

    150

    160

    170

    180

    190

    2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

    Fjölbýli og sérbýli

    Fjölbýli Sérbýli

    Jan. 2014=100

  • Misjöfn þróun eftir markaðssvæðum

    • Mælingar Hagstofu og Þjóðskrár sýna

    báðar meiri verðhækkun sérbýlis en

    fjölbýlis á allra síðustu mánuðum.

    • Mæling Hagstofu er notuð til grundvallar

    útreikningum á verðbólgu. Þar kemur fram

    að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar

    utan höfuðborgarsvæðis en á

    höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið.

    • Skýringin gæti legið í aukinni sölu

    nýbygginga utan höfuðborgarsvæðis sem

    mælast talsvert dýrari en þær íbúðir sem

    fyrir eru.

    43

    0%

    2%

    4%

    6%

    8%

    10%

    12%

    14%

    Þróun íbúðaverðs eftir svæðum og mælingum

    Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu (Hagstofa) Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu (Hagstofa)

    Utan höfuðborgarsvæðis (Hagstofa) Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu (Þjóðskrá)

    Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu (Þjóðskrá)

    Breyting milli ára

    Tölur Þjóðskrár eru þriggja mánaða hlaupandi meðaltal, tafið um einn mánuð.Heimild: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

  • 44

    Spáum 4,5% hækkun íbúðaverðs í ár

    • Við gerum ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 4,5% milli ára í ár og

    að vöxturinn verði svo að jafnaði 4% á ári út spátímann. Þær

    vaxtalækkanir sem þegar hafa komið fram eru líklegar til þess að

    hafa áfram áhrif á fasteignamarkað, til hækkunar íbúðaverðs.

    • Þegar líður á spátímann mun hækkun vaxta hafa kælandi áhrif á

    íbúðamarkaðinn en á sama tíma er líklegt að aðgerðir stjórnvalda til

    aðstoðar fyrstu kaupendum hafi áhrif til hækkunar. Samantekið

    gerum við ráð fyrir nokkuð stöðugri 4% hækkun að jafnaði næstu

    árin.

    • Munurinn á þróun sérbýlis og fjölbýlis vekur nokkra athygli. Svo

    virðist sem spenna sé meiri á markaði fyrir sérbýliseignir um þessar

    mundir og gæti sú spenna aukist eftir því sem fólk ver meiri tíma

    heima og fjarvinna verður algengari. Fjöldi sérbýliseigna í byggingu

    hefur hlutfallslega dregist mun meira saman en fjölbýliseignir á

    höfuðborgarsvæðinu og ef ekki kemur til aukins framboðs má gera

    ráð fyrir meiri hækkunum á sérbýli en fjölbýli á næstunni.

    2020-2023 er spá Hagfræðideildar Heimild: Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    4,5%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    20%

    25%

    30%

    35%

    40%

    Íbúðaverð

    Ársbreyting (meðaltal milli ára)

  • Atvinnuvegafjárfesting

    Atvinnuvegafjárfesting nær fyrri styrk árið 2023

  • • Atvinnuvegafjárfesting dróst saman um 18% í fyrra og

    11,4% árið áður.

    • Það hægði á fjárfestingu í fyrra í helstu greinum rétt

    eins og árið áður.

    • Almenn atvinnuvegafjárfesting nam 7,4% af

    landsframleiðslu í fyrra sem er lægsta hlutfallið síðan

    2014.

    • Að meðaltali hefur þetta hlutfall verið 8,5% milli 1997

    og 2019.

    • Við gerum ráð fyrir að almenn atvinnuvegafjárfesting

    sem hlutfall af landsframleiðslu verði áfram undir

    sögulegu meðaltali út spátímann.

    Atvinnuvegafjárfesting hefur gefið eftir á síðustu 2 árum

    Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án stóriðju, skipa og flugvéla.Heimild: Hagstofa Íslands.

    46

    -1,3%

    22,9%

    7,6%

    -2,0%

    16,9%

    33,7%

    19,7%

    7,1%

    -11,4%

    -18,0%

    -30%

    -20%

    -10%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019

    Vöxtur atvinnuvegafjárfestingar og framlag undirliða

    Stóriðja Skip og flugvélar Almenn atv.v.fjárf. Atvinnuvegafjárfesting samtals

  • Mat á núverandi stöðu mjög vont en ákveðinnar bjartsýni gætir

    47

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019

    Væntingar stjórnenda

    Mat á núverandi stöðu Væntingar til sex mánaða

    Vísitala

    • Mat á núverandi stöðu hefur hrapað á þessu

    ári .

    • Matið í september var einungis 5 stig og

    hefur ekki verið verra síðan í september

    2010.

    • Væntingar stjórnenda til 6 mánaða hafa

    sveiflast mjög mikið á síðustu fjórðungum,

    enda óvissa mikil, og horfurnar geta breyst

    hratt.

    • Mismunur á núverandi mati og væntingum til 6

    mánaða bendir til þess að stjórnendur séu

    bjartsýnir á að ástandið batni.

    Heimild: Seðlabanki Íslands.

    -200

    -150

    -100

    -50

    0

    50

    100

    150

    200

    2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019

    Væntingar stjórnenda

    Munur á væntingum til næstu 6 mánaða og mati á núverandi stöðu

    Gildi yfir núll merkir að væntingar til næstu 6 mánaða séu meiri en mat á núverandi stöðu.

  • • Fjármunamyndun í helstu greinum

    atvinnulífsins náði hámarki 2017 og dróst

    saman árin 2018 og 2019.

    • Fjárfesting í ferðaþjónustu hefur dregist

    verulega saman á síðustu árum.

    • Fjárfesting í hótel- og veitingarekstri

    var á bilinu 18-21 ma.kr. á árunum

    2015-2017 en 11-12 ma.kr. á árunum

    2018-2019.

    • Fjárfesting í flugsamgöngum nam 2

    mö.kr. á síðasta ári borið saman við

    17-32 ma.kr. á árunum 2015-2018. Lítil

    fjárfesting í greininni á síðasta ári

    skýrist að miklu leyti af sölu WOW air

    á fjórum farþegaþotum til Kanada.

    Fjárfesting í mörgum greinum náði hámarki 2017

    Á föstu verðlagi (2019).Heimild: Hagstofa Íslands.

    48

    1833 34 42

    22 25

    20

    1727

    36

    32 2514

    14

    23

    25

    16 1324

    23

    31

    51

    5345

    10

    16

    28

    27

    11

    10

    12

    20

    21

    18

    12

    11

    6

    30

    30

    17

    32

    2

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    2014 2015 2016 2017 2018 2019

    Fjárfesting í ýmsum greinum

    Flugsamgöngur Hótel- og veitingahúsarekstur

    Flutningaþjónusta, starfsemi ferðaskrifstofa og flutningamiðlun Sala og rekstur fasteigna

    Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

    Fiskveiðar og vinnsla

    Ma.kr.

  • • Atvinnuvegafjárfesting hefur gjarnan fylgt

    þróun krónunnar. Fjárfesting hefur þannig

    jafnan dregist saman þegar krónan hefur

    veikst en aukist þegar hún hefur styrkst.

    • Gengisvísitalan í september var 15,8%

    hærri en allt árið í fyrra.

    • Ef hún breytist ekkert það sem eftir lifir

    árs mun vísitalan hækka um 11,5% milli

    áranna 2019 og 2020.

    • Mikill hluti atvinnuvegafjárfestingar er

    innfluttur og verður hann því dýrari í

    krónum þegar krónan veikist.

    Veiking krónunnar og samdráttur atvinnuvegafjárfestingar fer oft saman

    -60%

    -40%

    -20%

    0%

    20%

    40%

    60%

    1999 2003 2007 2011 2015 2019

    Gengi krónu Atvinnuvegafjárfesting

    Gengi krónunnar og atvinnuvegafjárfestingu

    Breyting milli ára

    Atvinnuvegafjárfesting án stóriðju.Heimild: Hagfræðideild Landsbankans, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

    49

  • ▪ Ný útlán bankakerfisins til atvinnulífsins umfram

    uppgreiðslur drógust saman um 101 ma.kr. í

    fyrra. Hlutfallslegur samdráttur rímar vel við

    samdrátt atvinnuvegafjárfestingar.

    ▪ Á fyrstu 8 mánuðum ársins voru ný útlán 72

    mö.kr. minni en á sama tímabili í fyrra.

    ▪ Samdrátt nýrra útlána á þessu ári má m.a. rekja

    til byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar, og

    orku- og vatnsveitna.

    Ný útlán til atvinnulífsins halda áfram að dragast saman

    Breyting milli fyrstu 8 mánaða áranna 2019 og 2020.Heimild: Seðlabanki Íslands.

    50

    -150

    -100

    -50

    0

    50

    100

    2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

    Breyting í nýjum útlánum og framlag undirliða

    Fiskveiðar og vinnsla Fasteignafélög Verslun o.fl. Annað Atvinnufyrirtæki samtals

    Ma.kr.

  • Atvinnuvegafjárfesting mun gefa mikið eftir

    51

    -16,9%

    5,7%7,1%

    7,8%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    10%

    15%

    2020 2021 2022 2023

    Atvinnuvegafjárfesting

    Stóriðja Skip og flugvélar

    Almenna atv.v.fjárf. Atvinnuvegafjárfesting

    Breyting milli ára

    • Við gerum ráð fyrir að

    heildaratvinnuvegafjárfesting dragist

    saman um 16,9% á þessu ári.

    • Á næstu árum gerum við ráð fyrir

    jákvæðum vexti sem verður mestmegnis

    drifinn af vexti almennrar

    atvinnuvegafjárfestingar.

    • Umfang atvinnuvegafjárfestingar verður

    ekki orðið meira en umfangið í fyrra fyrr en

    árið 2023.

    Atvinnuvegafjárfesting á föstu verðlagi 2019. 2020-2023 er spá Hagfræðideildar.Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

    328

    273288

    309

    333

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    2019 2020 2021 2022 2023

    Atvinnuvegafjárfesting

    Ma.kr.

  • Opinber fjármál

    Ríkissjóður hleypur undir bagga

  • 53

    Opinber fjárfesting lítil fyrri hluta ársins en stór áform eru um aukinn kraft

    • Opinber fjárfesting var um 103 ma.kr. á árinu 2019 og hafði

    dregist saman um tæpa 6 ma.kr. á nafnverði frá fyrra ári.

    • Fjárfesting ríkissjóðs var um 67 ma.kr. á árinu 2019. Í

    fjárlögum fyrir árið 2020 var gert ráð fyrir u.þ.b. 75 ma.kr.

    framlögum til fjárfestinga og síðan bættust 18 ma.kr. við í

    fjáraukalögum sl. vetur.

    • Viðbótin frá síðasta ári var því þegar orðin töluverð. Í vor var

    verið að ræða um 26 ma.kr. viðbót við fjárfestingar ríkissjóðs

    frá síðasta ári, auk mögulegra fjárfestinga ríkisfyrirtækja.

    Viðbótin við fjárfestingar sem rætt var um var því veruleg, eða

    u.þ.b. 40%.

    • Bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga benda til þess að opinber

    fjárfesting hafi dregist saman um 11,2% á fyrri árshelmingi.

    Fjárfestingar námu einungis 41 ma.kr. fyrri hluta ársins m.v.

    birtar áætlanir um tæplega 137 ma.kr. fyrir allt árið.

    • Þrátt fyrir þetta telur Hagfræðideild að fjárfesting hins opinbera

    aukist um 20% í ár þegar upp er staðið. Aukningin verði svo

    10% á árinu 2021, 5% á árinu 2022 og að lokum óbreytt staða

    á árinu 2023.

    Opinber fjárfesting á föstu verðlagi 2019. 2020-2022 er spá Hagfræðideildar.Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild.

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    5%

    6%

    7%

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    140

    160

    Hu

    nd

    red

    s

    Opinber fjárfesting

    Opinber fjárfesting Hlutfall af VLF (h. ás)

    Ma.kr.

  • Hið opinbera í bílstjórasætinu

    54

    • Ríkissjóður hefur tekið á sig veruleg útgjöld og

    skuldbindingar vegna faraldursins.

    • Gera má ráð fyrir að halli ríkissjóðs á árunum

    2020 og 2021 nálgist 600 ma.kr.

    • Opinberar skuldir voru um 30% af landsframleiðslu

    á árinu 2019, en nú er reiknað með að þær verði

    komnar vel yfir 50% í árslok 2021.

    • Skuldaþaki hins opinbera hefur verið lyft í bili, en

    stefnt er að því að skuldasöfnun stöðvist eigi síðar

    en á árinu 2025.

    -30%

    -25%

    -20%

    -15%

    -10%

    -5%

    0%

    5%

    2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025

    Afkoma ríkis og sveitarfélaga

    Ríkissjóður Sveitarfélög

    Hlutfall af tekjum

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    2018 2019 2020 2021 2022

    Skuldir A-hluta hins opinbera

    Ríkissjóður Sveitarfélög

    Hlutfall af VLF

    Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.

  • • Útgjöld hins opinbera til samneyslu jukust í kringum

    4% árlega á árunum 2017-2019. Á milli fyrri

    árshelminga 2019 og 2020 jókst samneyslan hins

    vegar einungis um 2,5% skv. bráðabirgðatölum.

    • Gífurleg útgjaldaaukning ríkissjóðs virðist leita meira í

    aðra farvegi en samneyslu, t.d. jukust félagslegar

    tilfærslur til heimila um 42%, fjárframlög um 23% og

    framleiðslustyrkir um 43% á fyrri hluta ársins.

    • Launakostnaður hins opinbera jókst töluvert í vor

    þegar kjarasamningar voru gerðir við stærstu hópa

    opinberra starfsmanna og mun það hafa áhrif á

    samneysluna á seinni hluta ársins.

    • Hagfræðideild spáir 3,5% aukningu í samneyslu í ár,

    2,5% aukningu á árinu 2021 og 2% á árunum 2022 og

    2023.

    55

    Samneyslan þróast áfram með svipuðum hætti

    Samneysla á föstu verðlagi 2019. 2020-2023 spá Hagfræðideildar.Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

    -4%

    -3%

    -2%

    -1%

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    5%

    6%

    7%

    '98 '00 '02 '04 '06 '08 '10 '12 '14 '16 '18 '20 '22

    Samneysla

    Breyting milli ára

    0

    100

    200

    300

    400

    500

    600

    700

    800

    '98 '00 '02 '04 '06 '08 '10 '12 '14 '16 '18 '20 '22

    Samneysla

    Ma.kr.

  • Verðbólga, vextir og gjaldeyrismál

    Veikari króna stuðlar að verðbólgu og dregur úr

    líkum á frekari vaxtalækkunum

  • Krónan hefur veikst í ár

    57Síðasta dagsetning 9. október 2020.Heimild: Refinitiv Eikon, Embætti landlæknis (covid.is), Seðlabanki Íslands

    135

    140

    145

    150

    155

    160

    165

    170

    jan '20 feb '20 mar '20 apr '20 maí '20 jún '20 júl '20 ágú '20 sep '20 okt '20

    Gengisþróun 2020

    15. júní: Farþegar sem koma til landsins eftir 15. júní 2020 verður gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví.

    9. sept: Seðlabanki Íslands tilkynnir um reglulega sölu á gjaldeyri.

    14. júlí: Ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi verða frá og með fimmtudeginum 16. júlí undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19.

    26. feb: Ísland skilgreinir áhættusvæði, þar á meðal Norður-Ítalíu og Tíról. Öllum sem koma til landsins frá þessum svæðum er gert að sæta fjórtán daga sóttkví.

    19. mars: Öll lönd skilgreind sem áhættusvæði. Allir íslenskir ríkisborgarar og fólk með búsetu á Íslandi sem koma til landsins eftir dvöl erlendis gert að sæta 14 daga sóttkví.

    1. mars: Ísland skilgreinir gjörvalla Ítalíu sem hættusvæði.

    28. feb: Fyrsta Covid-19 smitið staðfest á Íslandi. Hættustig almannavarna virkjað.

    15. maí: Þeim sem koma til landsins er áfram skylt að fara í sóttkví í 14 daga, en heimild til að beita vinnusóttkví er rýmkuð.

    EUR/ISK

    17. mars: Samkomulag SÍ og lífeyrissjóðanna um að þeir síðarnefndu myndu halda sér til hlés í gjaldeyriskaupum.

    14. ágúst: Allir komufarþegar skimaðirtvisvar. Fyrri sýnataka á landamærum síðan 5-6 daga sóttkví.

    17. sept: Samkomulag SÍ og lífeyrissjóðanna rennur út. SÍ selur 24 m.evra umfram reglulega sölu.

  • • Óhætt er að segja að straumar á gjaldeyrismarkaðnum hafi gjörbreyst í ár miðað við árin 2017-2019.

    • Í stað u.þ.b. 100 ma.kr. afgangs af vöru-og þjónustuviðskiptum áranna 2017-2019 er jöfnuðurinn búinn að vera nokkurn veginn í jafnvægi það sem af er ári.

    • Í stað innflæðis vegna nýfjárfestinga erlendra fjárfesta var 17 ma.kr. útflæði fyrstu 8 mánuði ársins. Útflæðið stafar fyrst og fremst af sölu erlendra aðila á ríkisbréfum.

    • Lífeyrissjóðirnir hafa dregið mjög úr kaupum á gjaldeyri, en síðustu ár hafa þeir keypt um 100 ma.kr. á ári.

    • Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir um 100 ma.kr. árið 2017, en hélt sig að mestu til hlés 2018 og 2019. Fyrstu níu mánuði 2020 var nettósala 58 ma.kr. Regluleg kaup það sem eftir er árs munu verða um 32 ma.kr.

    58

    Veruleg breyting á greiðsluflæði inn á gjaldeyrismarkað

    1) Fyrstu 6 mánuði 2020, án skipa og flugvéla. 2) Fyrstu 8 mánuði 2020, 3) Fyrstu 9 mánuði 2020 að viðbættri fyrirhugaðri reglulegri sölu það sem af er ári (3 m.evra á dag).Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

    -150

    -100

    -50

    0

    50

    100

    150

    200

    Vöru- og þjónustuj. 1) Skráðar nýfjárfestingar 2) Lífeyrisjóðir 2) Gjaldeyrisviðskipti SÍ 3)

    Áætlað greiðsluflæði inn á gjaldeyrismarkað

    2017 2018 2019 2020

    Ma.kr.

  • • Í maíspá okkar gerðum við ráð fyrir að evran stæði í 160 krónum í lok árs 2020. Hún er núna kringum 162 krónur. Við gerum ráð fyrir að hún verði á svipuðum stað í lok þessa árs og hún er núna.

    • Í þjóðhagsspá Hagfræðideildar er reiknað með að þróun Covid-19-faraldursins verði í grófum dráttum þannig að almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021.

    • Þetta mun hafa tvennskonar áhrif á krónuna. Í fyrsta lagi ætti fjöldi erlendra ferðamanna að aukast aftur með tilsvarandi gjaldeyristekjum. Í öðru lagi ætti það að skila sér í aukinni bjartsýni á gengi krónunnar, en væntingar hafa jafnan töluverð áhrif á gengi gjaldmiðla.

    • Gangi þetta eftir gerum við ráð fyrir að krónan standi nokkurn veginn í stað 2021 en styrkist nokkuð árin 2022 og 2023 í samræmi við aukinn viðskiptaafgang.

    59

    Gerum ráð fyrir að krónan standi nokkurn veginn í stað það sem eftir er 2020 og 2021

    160

    155

    150

    162 162

    158

    155

    120

    125

    130

    135

    140

    145

    150

    155

    160

    165

    2018 2019 2020 2021 2022 2023

    Gengi evru

    EUR/ISK maí 2020 spá október 2020 spá

    Lok árs 2020, 2021, 2022 og 2023 eru spá Hagfræðideildar.Heimild: Refinitiv Eikon, Hagfræðideild Landsbankans

  • 60

    Raungengið hefur þróast með mismunandi hætti sé miðað við verðlag eða launakostnað

    • Raungengi miðað við hlutfallslegt

    verðlag var 22% lægra á 3. ársfjórðungi

    2020 en þegar það var hæst á 2.

    ársfjórðungi 2017. Miðað við hlutfallsleg

    laun var raungengi á 2. ársfjórðungi

    19% lægra en það var þá.

    • Sögulega hefur raungengið miðað við

    hlutfallslegan launakostnað hækkað

    meira en raungengi miðað við

    hlutfallslegt verðlag í uppsveiflu, en

    þessi munur horfið í niðursveiflum.

    • Gangi spá okkar að öðru leyti eftir er

    útlit fyrir að raungengi miðað við

    launakostnað muni hækka meira en

    raungengi miðað við verðlag á árunum

    2021-2023. Þetta skýrist einkum af

    samningsbundnum launahækkunum

    vegna lífskjarasamningsins sem eru

    töluvert meiri en væntar launahækkanir í

    helstu viðskiptalöndum Íslands.

    4. ársfjórðungur 2020–2023 er spá Hagfræðideildar.Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

    40

    60

    80

    100

    120

    140

    160

    1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021

    Raungengi

    Miðað við hlutfallslegt verðlag Miðað við hlutfallslegan launakostnað

    Vísitala, 1991-1995 = 100

  • • Verðbólgan hefur aukist nokkuð síðan

    í janúar á þessu ári þegar hún

    mældist 1,7%.

    • Þannig mældist 3,5% verðbólga í

    september. Þetta er hæsta mælingin

    síðan í maí á síðasta ári þegar

    verðbólgan mældist 3,6%.

    • Þrátt fyrir þessa hækkun er

    verðbólgan enn innan +/- 1,5%

    vikmarka 2,5% verðbólgumarkmiðs

    Seðlabanka Íslands.

    • Verðbólgan hefur að langmestu leyti

    haldist innan vikmarka síðan í byrjun

    árs 2013.

    61

    Verðbólgan hefur að mestu leyti haldist innan vikmarka síðan byrjun árs 2013

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    5%

    6%

    7%

    8%

    9%

    2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

    Verðbólga

    Verðbólga Verðbólgumarkmið SÍ

    12 mánaða breyting

    Heimild: Hagstofa Íslands

  • • Aukin verðbólga frá því í janúar á þessu

    ári skýrist fyrir og fremst af gengisáhrifum.

    • Þannig hefur framlag innfluttra vara aukist

    úr 0,3 prósentustigum í janúar í 1,9

    prósentustig í september.

    • Framlag þjónustu hefur á hinn bóginn

    lækkað úr 0,6 prósentustigum í janúar í

    0,4 prósentustig.

    • Framlag húsnæðiskostnaðar er svipað og í

    janúar.

    • Framlag bensíns er aftur á móti til

    lækkunar, en heimsmarkaðsverð á bensíni

    hefur lækkað töluvert á árinu.

    62

    Innfluttar vörur aðal drifkraftur verðbólgunnar

    Heimild: Hagstofa Ísland, Hagfræðideild Landsbankans

    -1,0%

    -0,5%

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    2,0%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,0%

    jan'19 apr'19 júl'19 okt'19 jan'20 apr'20 júl'20

    Framlag undirliða

    Innfluttar vörur án bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur Almenn þjónusta Aðrir liðir VNV

    12 mánaða breyting

  • • Verðbólgan var nokkuð hærri á 2. og 3.

    ársfjórðungi en við gerðum ráð fyrir í

    maíspá okkar.

    • Það komu fimm mánuðir í röð (apríl til

    ágúst) þar sem vísitala neysluverðs

    hækkaði meira milli mánaða en hæsta

    opinbera spáin gerði ráð fyrir.

    • Það er þrennt sem skýrir þennan mun:

    1. Gengisáhrif komu hraðar og af

    meiri krafti inn í vísitöluna en búist

    var við.

    2. Húsnæðisverð hækkaði meira en

    greinendur áttu almennt von á.

    3. Sumarútsölur á fötum og skóm

    leiddu til minni verðlækkana en

    síðustu ár.

    63

    Verðbólga reyndist stöðugt umfram spár í sumar

    -1,0%

    -0,8%

    -0,6%

    -0,4%

    -0,2%

    0,0%

    0,2%

    0,4%

    0,6%

    0,8%

    1,0%

    Vísitala neysluverðs

    Opinberar spár * Raun

    Breyting milli mánaða

    * Bil milli hæstu og lægstu birta spáa um breytingu vísitölu neysluverðs milli mánaða.

    Heimild: Greiningardeild Íslandsbanka, IFS Greining, Hagfræðideild Landsbankans, Hagstofa Íslands.

  • Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði

    64

    • Samhliða hækkun verðbólgu það

    sem af er ári hefur verðbólguálag

    á skuldabréfamarkaði hækkað.

    • Það er nú rétt við markmið, eða

    sitt hvoru megin við 2,5% eftir því

    hvaða bréf miðað er við.

    • Í sumar fór það lægst á milli 1,4%

    (stystu bréfin) og 2,1% (lengstu

    bréfin).

    • Munurinn á verðbólguálagi á

    stuttum og löngum bréfum hefur

    því minnkað nokkuð frá því sem

    mest var í sumar.

    Heimild: Kodiak Excel, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    5%

    2019 2020

    Verðbólguálag

    RIKB 21 - RIKS 21 RIKB 25 - RIKS 26

    RIKB 31 - RIKS 30 Meginvextir SÍ

    Verðbólga

    Síðasta dagsetning 9. október 2020

    Ávöxtunarkrafa

    RIKS 21

    RIKS 26

    RIKS 30 RIKS 33

    RIKB 21

    RIKB 22

    RIKB 25

    RIKB 28 RIKB 31

    -3%

    -2%

    -1%

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    29.9.2020 22.3.2026 12.9.2031Á

    vöxtu

    nark

    rafa

    Gjalddagi

    Óverðtryggð og verðtryggð ríkisbréf

    Verðtryggð ríkisbréf Óverðtryggð ríkisbréf

    2,4%

    2,6%

    Staða í lok dags 9. október 2020

  • • Það sem af er ári hafa

    verðbólguvæntingar fyrirtækja og

    heimila til næstu 12 mánaða

    hækkað nokkuð samhliða aukinni

    verðbólgu.

    • Miðgildi væntinga markaðsaðila

    hefur hins vegar hreyfst lítið það

    sem af er ári og var á 3.

    ársfjórðungi 0,1 prósentustigi

    hærra en á 4. ársfjórðungi í fyrra.

    • Væntingar til meðalverðbólgu

    næstu fimm ára hafa haldist

    stöðugar meðal heimila og

    markaðsaðila.

    • Væntingar fyrirtækja til

    meðalverðbólgu næstu fimm ár

    hafa hins vegar lækkað.

    65

    Skammtímaverðbólguvæntingar hækka en langímavæntingar standa í stað

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    2,0%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,0%

    4,5%

    2018 2019 2020

    Til eins árs

    Verðbólga Heimili Fyrirtæki Markaðsaðilar

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    2,0%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,0%

    4,5%

    2018 2019 2020

    Til næstu fimm ára

    Verðbólga Heimili Fyrirtæki Markaðsaðilar

    Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

  • • Aukning verðbólgu í 4% í upphafi næsta

    árs er einkum knúin af veikingu

    krónunnar það sem af er ári.

    • Forsenda fyrir hjöðnun verðbólgunnar á

    næsta ári er að gengi krónunnar verði

    tiltölulega stöðugt. Gangi það eftir er útlit

    fyrir að verðbólgan lækki hratt þegar

    áhrif veikingar krónunnar í ár fjara út.

    • Þrátt fyrir mikinn framleiðsluslaka í

    hagkerfinu er töluverður

    kostnaðarþrýstingur framundan vegna

    kjarasamningsbundinna launahækkana.

    Því má búast við að verðbólga verði

    lítillega yfir markmiði á seinni hluta

    spátímans.

    66

    Áhrif af veikingu krónunnar fjara út þegar líður á næsta ár

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    2,0%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,0%

    4,5%

    F1 F2 F3 F4 F1 F2 F3 F4 F1 F2 F3 F4 F1 F2 F3 F4 F1 F2 F3 F4

    2019 2020 2021 2022 2023

    Verðbólguspá

    Breyting milli fjórðunga Breyting milli ára Maíspá - ársbreyting

    Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

  • Samstaða í peningastefnunefnd um að lækka vexti

    67

    Lagt til (%)

    Greiddu atkvæði

    með

    Greiddu atkvæði á

    mótiNiðurstaða

    (%)Meginvextir

    (%)

    6. feb. '19 óbr. 5 óbr. 4,50

    20. mar. '19 óbr. 5 óbr. 4,50

    22. maí '19 -0,50 5 -0,50 4,00

    26. jún. '19 -0,25 4 ÞGP (óbr.) -0,25 3,75

    28. ágú. '19 -0,25 5 -0,25 3,50

    2. okt. '19 -0,25 5 -0,25 3,25

    6. nóv. '19 -0,25 5 -0,25 3,00

    11. des. '19 óbr. 5 óbr. 3,00

    5. feb. '20 -0,25 4 GZ (óbr) -0,25 2,75

    11. mar. '20 -0,50 5 -0,50 2,25

    18. mar. '20 -0,50 5 -0,50 1,75

    20. maí '20 -0,75 5 -0,75 1,00

    26. ágú. '20 óbr. 5 óbr. 1,00

    7. okt. '20 óbr. óbr. 1,00

    18. nóv. '20

    Heimild: Seðlabanki Íslands

    • Frá því að Seðlabankinn hóf

    vaxtalækkunarferil í kjölfar falls WOW air

    í maí 2019 hafa vextir lækkað um 3,5

    prósentustig.

    • Þar af hefur bankinn lækkað vexti um

    1,75 prósentustig frá því að Covid-19-

    faraldurinn skall á í byrjun mars.

    • Almennt hefur verið samstaða í

    peningastefnunefnd bankans, fyrir utan

    tvo fundi, þar sem einn nefndarmanna

    vildi halda vöxtum óbreyttum í stað þess

    að lækka um 0,25 prósentustig eins og

    seðlabankastjóri lagði til.

    • Nefndin ákvað í júní að Seðlabankinn

    myndi útfæra sérstakan tímabundinn

    veðlánaramma stuðningslána á sömu

    kjörum og eru á sjö daga bundnum

    innlánum hjá Seðlabankanum á hverjum

    tíma.

    0%

    1%

    2%

    3%

    4%

    5%

    6%

    7%

    8%

    2018 2019 2020

    Vextir Seðlabanka Íslands

    Daglánavextir 7 daga veðlán

    7 daga bundin innlán Viðskiptar. innlánast.

    Verðbólga

    Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

  • • Ef verðbólga væri nær markmiði mætti færa

    góð rök fyrir frekari vaxtalækkunum. Það verður

    hins vegar að teljast ólíklegt að stýrivextir verði

    lækkaðir á meðan verðbólga er umtalsvert yfir

    markmiði. Hækkun vaxta til skamms tíma er

    einnig verulega ólíkleg, enda gríðarlegur

    framleiðsluslaki í hagkerfinu um þessar mundir

    sem endurspeglast m.a. í miklu atvinnuleysi.

    Við teljum því að peningastefnunefnd

    Seðlabankans muni halda vöxtum óbreyttum út

    þetta ár og næsta ár (2021).

    • Búast má við að það dragi úr

    framleiðsluslakanum þegar líður á spátímabilið,

    að vaxtahækkunarferli hefjist á síðari

    árshelmingi 2022 og að raunstýrivextir verði

    aftur jákvæðir um mitt ár 2023.

    68

    Óbreyttir stýrivextir út þetta ár og næsta

    0,0%

    0,5%

    1,0%

    1,5%

    2,0%

    2,5%

    3,0%

    3,5%

    4,0%

    4,5%

    5,0%

    2019 2020 2021 2022 2023

    Verðbólgu- og stýrivaxtaspá

    Verðbólga Meginvextir Seðlabanka Íslands (7 daga bundin innlán)

    Brotalínan er spá Hagfræðideildar frá maí 2020.

    Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Hagfræðideild Landsbankans.

  • Fyrirvari

    • Innihald og form skjals þessa er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf.

    ([email protected]) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem

    greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar

    Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

    • Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum

    og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök

    viðskipti.

    • Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta,

    ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptamanna, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða

    þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan

    Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.

    69