Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili...

109
Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir

Transcript of Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili...

Page 1: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

 

Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS

Elísabet Tanía Smáradóttir

Page 2: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig  er  samspili  stefnu  og  stjórnunar  háttað  hjá  

Vátryggingafélagi  Íslands?  

 

 

 

Elísabet  Tanía  Smáradóttir  

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  MS-­‐gráðu  í  viðskiptafræði.  

Leiðbeinandi:  Dr.  Runólfur  Smári  Steinþórsson  

 

Viðskiptafræðideild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands  

Júní  2016

Page 3: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

3  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stefnumótun  VÍS.  Hvernig  er  samspili  stefnu  og  stjórnunar  háttað  hjá  Vátryggingafélagi  Íslands?    Ritgerð  þessi  er  30  eininga  lokaverkefni  til  MS  prófs  við  viðskiptafræði,  Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands.    ©  2016  Elísabet  Tanía  Smáradóttir  Ritgerðina  má  ekki  afrita  nema  með  leyfi  höfundar.    Prentun:  Pixel  Reykjavík,  2016  

Page 4: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

4  

Formáli  

Þessi   ritgerð   er   lokaverkefni   til   meistaraprófs   í   Stjórnun   og   stefnumótun   við  

viðskiptafræðideild  Háskóla  Íslands.  Vægi  hennar  er  30  einingar  (  ECTS  ).  

Leiðbeinandi  var  Dr.Runólfur  Smári  Steinþórsson  og  þakka  ég  honum  faglega  aðstoð,  

greinagóðar  ábendingar  og  góða  leiðsögn.    

Starfsfólki   VÍS   þakka   ég   fyrir   að   gefa   af   sínum   tíma   til   að   svara   rannsókn   minni.  

Sérstakar  þakkir  fá  þeir  stjórnendur  sem  sátu  viðtal  en  ómetanlegt  er  að  þeir  skuli  hafa  

gefið   mér   tíma   til   að   svara   spurningum   mínum   á   háannatíma   vegna   innleiðingu   nýs  

kerfis.  Sérstakar  þakkir  fær  Óskar  Friðrik  Sigmarsson  deildarstjóri  verkefnastofu  en  hann  

var  mér  til  halds  og  trausts  jafnt  innan  sem  utan  höfuðstöðva  VÍS.    

Maríu   Sólveigu   Héðinsdóttur   vil   ég   þakka   einstaklega   vel   fyrir   prófarkalestur   og  

ómetanlega  hjálp.  Að  lokum  vil  ég  þakka  eiginmanni  mínum  fyrir  þolinmæði  og  einstaka  

hjálp  heima  fyrir  en  þessi  ritgerð  hefði  orðið  að  veruleika  án  hennar.  Dætur  mínar  fá  líka  

þakkir   fyrir   að   sýna   mömmu   sinni   skilning   en   ég   veit   að   þeim   hlakkar   mikið   til   að  

ritgerðinni  verði  skilað  því  þá  fá  þær  mömmu  sína  aftur.    

 

Page 5: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

5  

Útdráttur  

Tilgangur  þessa  verkefnis  var  að  rýna  í  stefnumótun  VÍS  og  skoða  tengsl  stefnunnar  og  

stjórnunar.  Árið  2011  kom  nýr  forstjóri,  Sigrún  Ragna  Ólafsdóttir  til  starfa  og  hófst  mikil  

stefnumótunarvinna  í  kjölfarið.  Árið  2011  var  farið   í  mikla  greiningarvinnu  og  var  bæði  

litið  til  innra  umhverfis  og  þess  ytra.  Í  byrjun  árs  2012  var  ný  stefna  kynnt  og  er  sú  stefna  

enn   við   lýði.   Mikil   áhersla   er   lögð   á   stefnuna   og   umfang   hennar   er   mikið   í  

skipulagsheildinni.    

Því  var  lagt  upp  með  þessa  rannsókn  til  að  skoða  hvernig  stefnumótunarferlið  virkaði  

hjá   VÍS,   hvernig   starfsmenn   upplifðu   það   og   hvernig   og   hvort   fræði   stefnumiðaðrar  

stjórnunar   tengist   þeirra   aðferðafræði.   Rannsóknarspurningarnar   voru   tvær,   sú   fyrri  

hljóðar  svo  ,,hvernig  er  samspili  stefnu  og  stjórnunar  háttað  hjá  VÍS”?    Seinni  er  ,,hver  er  

upplifun  starfsmanna  á  stefnumótunarferli  VÍS”?.    

Í  rannsókninni  er  framkvæmd  tilviksrannsókn  með  hjálp  tveggja  aðferða.  Eigindlegum  

og  megindlegum  aðferðum  var  blandað  saman  og  var  vonin  að  fá   ítarlegri  niðurstöður  

með  þeim  hætti.  

Í   eigindlega   hlutanum   var   tekið   viðtal   við   níu   stjórnendur   VÍS   og   þar   á   meðal  

forstjórann  Sigrúnu  Rögnu  Ólafsdóttir  sem  hóf  þetta  stefnumótunarferli.    

Megindlegi  hlutinn  var  spurningakönnun  sem  send  var  á  alla  starfsmenn  VÍS  en  þeir  

telja  218.  62%  starfsmanna  svaraði  könnuninni  víðs  vegar  af  landinu.    

Helstu  niðurstöður  sýna  mikil  tengsl  eru  á  milli  stefnu  og  stjórnunar  hjá  félaginu  og  að  

framkvæmd   stefnu   sé   vel   ígrunduð.     Flestum   þykir   vel   staðið   að   ferlinu   og   hlutverk  

starfsmanna   skýrt   í   því.   Eftirfylgni   virðist   með   ágætum   en   þó   mætti   auka   hana   á  

landsbyggðinni  en  starfsfólk  þar  virðist  örlítið  undanskilið.    

 

 

 

 

 

Page 6: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

6  

Abstract  

The  purpose  of  this  thesis  is  to  review  the  strategy  at  VÍS  and  how  the  interaction  is  

between   strategy   and   management.   In   the   year   2011   a   new   chief   executive   officer,  

Sigrún   Ragna   Ólafsdóttir   was   selected   and   subsequently   a   thorough   strategic  

formulation  was   set   forth.   The   same   year,   alot   of   time  was   invested   in   analysing   the  

internal  and  external   factors  of   the   firm.  Early   in  2012  a  new  strategy  was   introduced  

and   is  still   incorporated.  Great  emphasis   is   laid  upon  the  new  strategy  and  plays  a  big  

role   in   the  whole  organization.  Consequently,   to  better  understand  how   the   strategic  

implementation   at   VÍS   turned   out   one   would   need   to   analyse   how   the   employees  

experienced   the   process   and   how   or   if   the   strategic   science   was   incorporated.   Two  

research   questions   were   raised:   "How   is   the   interaction   between   strategy   and  

management  arranged  at  VÍS"  and  "How  do  employees  experience  the  strategic  process  

at  VÍS".  

In  order   to   approach   the   research  questions   a   case   study  was  executed.   To  better  

support  the  researcher  findings  quantitative  and  qualitative  methods  were  mixed.  

Nine  directors  were  included  in  the  qualitative  part  of  the  research  including  the  CEO  

Sigrún  Ragna  Ólafsdóttir  who  commenced  the  strategic  process.  

All   employees   of   VÍS   were   included   in   the   quantitiatve   research.   Electronic  

questionnaire  was  sent  to  all  218  employees,    generating  62%  response  rate.  

Main   findings   of   the   study   were   that   there   is   positive   interaction   between  

management  method  and  strategy,  and  that  the  strategy  is  well  pondered.  

Most  of  the  respondants  find  that  the  strategy  was  well  implemented  and  the  role  of  

the   employees   is   important   in   that   process.       Respondants   seemed   to   be   generally  

satisfied  with   the   support   and   endorsment   from   directors.   However   findings   showed  

that   employees   in   rural   areas   seemed   somewhat   to   be   neglected   in   the   process.

Page 7: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

7  

Efnisyfirlit  

Myndaskrá  ....................................................................................................................  10  Töfluskrá  .......................................................................................................................  11  1   Inngangur  ................................................................................................................  12  

1.1   Lýsing  á  viðfangsefninu  ....................................................................................  12  1.2   Rannsóknarspurningar  .....................................................................................  12  1.3   Val  rannsóknarefnis  ..........................................................................................  12  1.4   Fyrri  rannsóknir  ................................................................................................  13  1.5   Uppbygging  ritgerðar  .......................................................................................  14  

2   Rannsóknaraðferð  ...................................................................................................  15  

2.1   Tilviksrannsóknir  (e.  Case  study)  ......................................................................  15  2.1.1   Framkvæmd  tilviksrannsókna  ...............................................................  16  

2.1.1.1  Skýr  tilgangur  .................................................................................  17  2.1.1.2  Vel  útskýrt  ferli  ..............................................................................  17  2.1.1.3  Vel  ígrunduð  hönnun  rannsóknar  ..................................................  18  2.1.1.4  Siðferði  rannsóknar  ........................................................................  18  2.1.1.5  Takmarkanir  vel  útskýrðar  .............................................................  18  2.1.1.6  Fullnægjandi  greiningar  .................................................................  19  2.1.1.7  Niðurstöður  eru  fundnar  á  óhlutdrægan  hátt  ...............................  19  2.1.1.8  Niðurstöður  aðlagaðar  að  markmiðum  rannsóknarinnar  ..............  19  

2.1.2   Mismunandi  tegundir  tilvika  .................................................................  20  2.1.3   Rannsóknaraðferð  valin  ........................................................................  21  

2.2   Eigindlegar  eða  megindlegar  rannsóknaraðferðir?  ..........................................  21  2.2.1   Eigindlegar  rannsóknaraðferðir  ............................................................  22  

2.2.1.1  Framkvæmd  eigindlegra  rannsókna  ..............................................  23  2.2.2   Megindlegar  rannsóknaraðferðir  ..........................................................  24  

2.2.2.1  Framkvæmd  megindlegrar  rannsóknar  .........................................  25  2.3   Val  aðferða  og  framkvæmd  rannsóknar  ...........................................................  25  

3   Fræðilegt  yfirlit  ........................................................................................................  28  

3.1   Hvað  er  stefna?  ................................................................................................  28  3.2   Mótun  stefnu  ....................................................................................................  32  3.3   Hvað  er  stefnumiðuð  stjórnun?  ........................................................................  34  3.4   Ólíkar  aðferðir  við  stefnumótun  .......................................................................  35  

3.4.1   Forskriftar  eða  birtingaraðferð?  ...........................................................  38  3.5   Hvað  býr  í  skipulagsheildinni?  ..........................................................................  40  

Page 8: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

8  

3.5.1   Samkeppnisforskot  og  kjarnafærni  .......................................................  40  3.5.1.1  Auðlindanálgun  (e.Resource  based  view)  ......................................  41  3.5.1.2  Atvinnuveganálgun  (e.Industry  based  View)  .................................  43  3.5.1.3  Stofnananálgun  (e.Institution  based  view)  ....................................  44  

3.6   Stefnumiðuð  skipulagsheild  .............................................................................  45  3.6.1   Framkvæmd  stefnu  ...............................................................................  45  3.6.2   Stefnukort  .............................................................................................  48  3.6.3   Skorkort  ................................................................................................  50  

3.7   Hlutverk  leiðtogans  í  innleiðingu  stefnu  ...........................................................  52  3.8   Fyrirtækjamenning  ...........................................................................................  54  

4   Vátryggingafélag  Íslands  (  VÍS  )  ................................................................................  55  

4.1   Stefna,  gildi  og  hlutverk  VÍS  ..............................................................................  56  4.2   Þróun  og  ferli  stefnumótunar  VÍS  .....................................................................  58  

4.2.1   Árið  2011-­‐2012  .....................................................................................  59  4.2.2   Árið  2013  ..............................................................................................  60  4.2.3   Árið  2014  ..............................................................................................  60  4.2.4   Árið  2015  ..............................................................................................  61  

4.3   Samanburður  stefnumótunar  VÍS  við  fræðin  ...................................................  65  

5   Niðurstöður  .............................................................................................................  68  

5.1   Niðurstöður  eigindlegrar  rannsóknar  ...............................................................  69  5.1.1   Hvað  er  stefna  .......................................................................................  69  5.1.2   Mikilvægi  skýrrar  stefnu  .......................................................................  70  5.1.3   Eign  allra  ...............................................................................................  73  5.1.4   Lifandi  ferli  ............................................................................................  75  5.1.5   Aðgreining  .............................................................................................  76  5.1.6   Fjarlægðin  skiptir  máli  ..........................................................................  77  

5.2   Niðurstöður  megindlegrar  rannsóknar  .............................................................  79  5.3   Samtekt  niðurstaðna  ........................................................................................  89  

6   Umræður  .................................................................................................................  95  

6.1   Skýr  stefna  –  líflína  skipulagsheildarinnar  ........................................................  95  6.2   Starfsmennirnir  eru  grunnurinn  .......................................................................  96  6.3   Við  ætlum  að  vera  best  ....................................................................................  98  6.4   Góður  leiðtogi  er  lykill  að  árangri  ...................................................................  101  6.5   Rannsóknarspurningum  svarað  ......................................................................  101  6.6   Annmarkar  rannsóknar,  fyrri  rannsóknir  og  frekari  rannsóknir  .....................  102  

7   Lokaorð  ..................................................................................................................  103  8   Heimildaskrá  ..........................................................................................................  104  

Page 9: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

9  

8.1   Ritaðar  heimildir  .............................................................................................  104  8.2   Rafrænar  heimildir  .........................................................................................  106  

9   Viðaukar  ................................................................................................................  108  

9.1   Viðauki  1.  ........................................................................................................  108  9.2   Viðauki  2.  ........................................................................................................  109  

 

Page 10: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

10  

Myndaskrá  

Mynd  1.Víddirnar  fjórar  (  Runólfur  Smári  Steinþórsson,2003a).  ...........................................  30  

Mynd  2.Stefna  mótuð  með  forskriftarnálgun.(  Lynch  2003).  ...........................................  38  

Mynd  3.Stefna  mótuð  með  birtingarnálgun.(Lynch  2003).  ..............................................  39  

Mynd  4.Nálgunum  blandað  saman.  (Mintzberg,  1985)  ...................................................  40  

Mynd  5.Atvinnuvega,auðlinda  og  stofnananálgun  sett  saman  (Peng,  Sun,  

Pinkham,  and  Chen,  2009)  ...................................................................................  45  

Mynd  6.Hringrás  stefnu  í  stöðugri  endurskoðun.(Kaplan&Norton,2008).  .......................  47  

Mynd  7.  Framtíðarsýn  VÍS  ................................................................................................  56  

Mynd  8.  Skipurit  VÍS  .........................................................................................................  58  

Mynd  9.  Lækkun  rekstrarkostnaðar  vegna  einföldunar,  VÍS  ............................................  61  

Mynd  10.Stefnuhringur  VÍS  ..............................................................................................  64  

Mynd  11.  Aðferðafræði  stefnumótunar  VÍS  .....................................................................  65  

Mynd  12.  Hringrás  stefnumiðaðrar  stjórnunar  VÍS.  .........................................................  66  

Mynd  13.Stefnumarkmið  VÍS  ...........................................................................................  66  

Mynd  14.Mælikvarði  VÍS  ..................................................................................................  67  

Mynd  15.  Stefnukort  VÍS  ..................................................................................................  68  

Mynd  16.Kynjasvarhlutfall  ...............................................................................................  80  

Mynd  17.Aldursdreifing  ...................................................................................................  80  

Mynd  18.Starfsaldur  .........................................................................................................  81  

Mynd  19.Starfsstaða  ........................................................................................................  81  

Mynd  20.Menntunarstig  ..................................................................................................  82  

Mynd  21.Starfsstöð  ..........................................................................................................  82  

Mynd  22.Hversu  vel  þekkiru  hvað  stefna  er?  ...................................................................  83  

Mynd  23.Hversu  vel  þekkiru  stefnu  VÍS?  ..........................................................................  84  

Mynd  24.Hversu  mikilvægt  er  að  hafa  skýra  stefnu?  .......................................................  84  

Page 11: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

11  

Mynd  25.Hefuru  mikið  um  mótun  stefnu  VÍS  að  segja?  ...................................................  85  

Mynd  26.Hversu  vel  er  staðið  að  framkvæmd  stefnunnar?  .............................................  85  

Mynd  27.Viltu  breyta  umfangi  stefnumótunar  hjá  VÍS?  ...................................................  86  

Mynd  28.Er  þitt  hlutverk  í  stefnumótunarstarfi  VÍS  skýrt  ?  .............................................  86  

Mynd  29.Skilar  þitt  vinnuframlag  árangri  sem  styður  við  lykilverkefnin?  ........................  87  

Töfluskrá  

Tafla  1.Kóðar  fyrir  þema  1.  ...............................................................................................  70  

Tafla  2.Kóðar  fyrir  þema  2  ................................................................................................  72  

Tafla  3.Kóðar  fyrir  þema  3  ................................................................................................  75  

Tafla  4.Kóðar  fyrir  þema  4  ................................................................................................  76  

Tafla  5.Kóðar  fyrir  þema  5  ................................................................................................  77  

Tafla  6.Kóðar  fyrir  þema  6  ................................................................................................  79  

Tafla  7.Meðaltal  og  staðalfrávik  lýsandi  spurninga.  .........................................................  88  

Tafla  8.  Fylgni  og  marktækni  lýsandi  spurninga.  ..............................................................  88  

Tafla  9.Krosstafla.  Hversu  mikið  hefur  þú  um  stefnu  VÍS  að  segja.  ..................................  91  

Tafla  10.Krosstafla.  Hvernig  er  staðið  að  framkvæmd  stefnu  VÍS?  ..................................  92  

Tafla  11.Krosstafla.  Er  þitt  hlutverk  skýrt  í  stefnumótun  VÍS?  ..........................................  93  

Tafla  12.Krosstafla.  Stuðlar  þitt  vinnuframlag  að  árangri  í  lykilverkefnum  VÍS?  ..............  94  

 

 

 

 

Page 12: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

12  

1 Inngangur    

1.1 Lýsing  á  viðfangsefninu    Tilgangur   rannsóknarinnar   var   að   skoða   hvernig   samspili   stefnu   og   stjórnunar   er  

háttað  hjá  Vátryggingafélagi  Íslands,  VÍS  hér  eftir.      

Þegar   nýr   forstjóri   ,   Sigrún   Ragna   Ólafsdóttir,   tók   við   árið   2011   urðu   miklar  

áherslubreytingar  á  stefnumótun  félagsins.  Mikil  greiningarvinna  fór  af  stað  og  voru  allir  

starfsmenn   þátttakendur.   Í   byrjun   árs   2012   var   ný   stefna   innleidd   og   var   hún   sett   til  

fimm  ára  eða  til  2017.  Hún  hefur  tekið  breytingum  en  undirstöðuþættir  hennar  eru  þeir  

sömu.  

Áhugi   rannsakanda   á   viðfangsefninu   kviknaði   eftir   að   hafa   unnið   tvö   verkefni     í  

meistaranáminu  um  VÍS  og  fengið  um  leið  viðtöl  við   forstjórann,  Sigrúnu  Rögnu  ásamt  

tveimur   samstarfmönnum   hennar.     Sýn   hennar   á   mikilvægi   skýrrar   stefnu   heillaði  

rannsakanda  mikið  enda  stefnumótun  ávalt  verið  ofarlega   í  áhugasviði  þar.  Hins  vegar  

var   það   hvernig   þau   lístu   ferlinu   og   öllu   því   sem   snýr   að   mótun   og   framkvæmd  

stefnunnar  sem  varð  til  þess  að  ég  vissi  að  mig  langaði  að  rannsaka  það  enn  frekar.  Var  

það  því  ákveðið  í  samráði  við  Sigrúnu  Rögnu  að  rannsóknin  yrði  lögð  fyrir  og  var  Óskar  

Friðrik  Sigmarsson  fenginn  til  að  vera  tengliliður.    

1.2 Rannsóknarspurningar  Til  að  afmarka  rannsóknina  var  ákveðið  að  skoða  stefnumótunina  út  frá  því  hversu  vel  

stjórnun  VÍS  styður  við  stefnuna.  Einnig  var  leitað  eftir  hver  upplifun  starfsmanna  væri  á  

stefnumótunarferlinu.    

Rannsóknarspurningarnar  eru  því  tvær:  

1.  Hvernig  er  samspili  stefnu  og  stjórnunar  háttað  hjá  VÍS?  

2.  Hver  er  upplifun  starfsmanna  á  ferli  stefnumótunar?    

1.3 Val  rannsóknarefnis  Stefnumótun   má   telja   öllum   fyrirtækjum   mikilvæg.   Að   þrífast   í   síbreytilegu   og   kviku  

umhverfi  er  veruleiki  stjórnenda  og  er  því  skýr  stefna  ein  helsta   leiðin  til  að  mæta  því.    

Skilvirkni   stefnumótunar   í   skipulagsheildum   skiptir   gríðarlegu   máli.   Framkvæmd   eða  

Page 13: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

13  

innleiðing  stefnunnar  er  þó  ekki  síður  mikilvæg  ef  ekki  mikilvægari   (Kaplan  &  Norton   ,  

2008).      

Með  þessar  fullyrðingar  í  huga  vildi  rannsakandi  kafa  dýpra  í  þann  hafsjó  af  fræðum  og  

kenningum   um   stefnumótun.   Stefnumótun   er   vítt   hugtak   og   er   það   eitt   af   þeim   sem  

fellur  undir  stefnumiðaða  stjórnun  (e.  strategic  management).    Hvað  er  þá  stefnumiðuð  

stjórnun?    Hvað  er  stefna?  Þessu  og  fleira  til  verður  svarað  í  fræðilega  hlutanum.    

 

1.4 Fyrri  rannsóknir    Til   er   mikið   af   rannsóknum   og   greinum   sem   skrifaðar   hafa   verið   um   stefnumótun  

fyrirtækja.  Bæði  hafa  fræðimenn  og  ýmsir  meistaranemar  skrifað  um  málefnið.    

Þar  sem  þessi  rannsókn  beinist  að  einu  fyrirtæki  var  því  ekki  við  hæfi  að  skoða  þær  

sem  beindust  að  heilum   iðnaði  eða   fræðunum  yfir  höfuð.  En  hér   fyrir  neðan  má  finna  

tvær  rannsóknir  sem  þóttu  áhugaverðar  og  tengjast  rannsóknarefninu.    

Rannsókn   ein   birtist   í   Þjóðarspeglinum   2012   og   höfundar   eru   Börkur   Grímsson   og  

Snjólfur  Ólafsson.   Rannsókn  þeirra   var   gerð   til   að   athuga  hvort   skipulagsbreyting   sem  

var  gerð  2007  á  Símanum  hafi  haft  áhrif  á  innleiðingu  og  framkvæmd  stefnu  Símans.  Var  

þá  leitað  eftir  að  finna  hvaða  þættir  sem  orsakast  af  skipulagsbreytingunni  hefðu  áhrif  á  

framkvæmd   stefnunnar   og   hvaða   leiðum   var   beitt   til   að   styðja   við   framkvæmdina.  

Rannsóknin   var   byggð   á   9   hálfopnum   viðtölum.   Helstu   niðurstöður   leiddu   í   ljós   að  

skipulagsbreytingarnar   höfðu   mikla   þýðingu   fyrir   framkvæmd   stefnunnar.     Í   kjölfar  

breytinganna   var   skipaður   nýr   forstjóri   sem   reyndist   mikill   leiðtogi   og   náði   að   skapa  

sameiginlega   framtíðarsýn   og   styðja   við   fyrirtækjamenningu   sem  hafði   jákvæð   áhrif   á  

framkvæmd  stefnunnar.  

Önnur  rannsókn  eftir  Guðrúnu  S.  Ólafsdóttir  þótti   rannsakanda  mikilvægt  að  skoða.  

Sú   rannsókn   fjallar   um   innleiðingaferli   á   nýrri   stefnu   Landsbankans   og   er   tímabilið  

afmarkað   við   2010-­‐2012.   Framkvæmd   var   bæði   eigindleg   og   megindleg   rannsókn.  

Markmið  hennar  með  rannsókninni  var  að  varpa  ljósi  á  hvort  stefnan  væri  að  skila  þeim  

árangri  sem  vonast  var  eftir  ,  hvernig  innleiðingin  væri  gegn  starfsfólki  og  hvort  tenging  

væri  við  fræðin.    Helstu  niðurstöður  leiddu  í  ljós  að  vel  hafði  gengið  að  innleiða  stefnuna  

Page 14: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

14  

með  hjálp   lykilstarfsmanna  og   leiðtogum  sem  leiddu   innleiðingu  og  eftirfylgni.  Tenging  

þótti  vera  við  fræðin.  

 

1.5 Uppbygging  ritgerðar  Í   upphafi   verður   farið   yfir   rannsóknaraðferðirnar   sem   notaðar   voru.   Í   þeim   kafla  

verður  rýnt  í  fræði  um  tilviksrannsóknir  og  eigndlega  og  megindlega  aðferðafræði.  Næsti  

kafli   er   um   fræðileg   hugtök   sem   tengjast   rannsókninni.   Næsti   kafli   fjallar   um  

viðfangsefnið   eða  VÍS   og   farið   yfir   sögu   félagsins   og   aðferðafræði   stefnumótunar.   Þar  

næst   koma   niðurstöður   en   sá   kafli   er   þrískiptur.   Í   fyrsta   lagi   eru   það   niðurstöður  

eigindlegrar  rannsóknar.  Næst  eru  kynntar  niðurstöður  spurningakönnunar  og  að  lokum  

eru  niðurstöður  dregnar  saman.  Að  því  loknu  er  umræðukafli  og  lokaorð.    

Page 15: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

15  

2 Rannsóknaraðferð  

Rannsóknaraðferðin  sem  varð  fyrir  valinu  var  tilviksrannsókn  (e.  case  study)  og  var  hún  

gerð  til  að  greina  raundæmið  til  hlítar.    

Í  fyrri  hluta  þessa  kafla  verður  farið  yfir  hvað  slík  rannsókn  er  og  hugtökin  sem  henni  

fylgja.   Einnig   er   hentugleiki   tilviksrannsókna   listaður   upp   sem  og  hvers   vegna  hún   var  

valin  að  þessu  sinni.  Fræði  eigindlegra  og  megindlegra  aðferða  er  næsta  umfjöllunarefni  

og   verður   farið   ítarlega   yfir   hvað   þær   rannsóknir   standa   fyrir.   Gerð   er   grein   fyrir  

ástæðum   vals   á   rannsóknaraðferðum.     Einnig   verða   tilgreindir   kostir   og   gallar   hverra  

rannsóknaraðferða.    

Seinni   hluti   fjallar   um   skref   rannsóknarinnar,   ítarlega   lýsingu  á  henni   auk  þess   sem  

vinklar  hennar  verða  listaðir  upp.    

2.1 Tilviksrannsóknir  (e.  Case  study)  Tilviksrannsókn   fjallar   ítarlega  og  vandlega  um  þætti  af  einstaka  tilviki.  Tilviksrannsókn  

inniheldur   því   raunverulega   staðsetningu  og  breytileika  þess   tilviks   sem   rannsakað  er.  

Tilviksrannsóknir  geta  verið  um  ákveðið  samfélag,   skóla,  persónu,   fjölskyldu   ,   fyrirtæki  

eða  atburð  (Bryman,    2012).        

Þrátt  fyrir  að  tilviksrannsóknir  henti  sérstaklega  vel  til  að  rannsaka  einstaka  tilvik  ,  til  

dæmis  eina  skipulagsheild,  þá  má  einnig  nota  hana  til  að  skoða  margar  skipulagsheildir  

en  þá  kallast  rannsóknin  samanburðar  tilviksrannsókn  (Ghauri  og  Grønhaug  ,  2010).  

Tilviksrannsókn   hentar   með   lýsandi   (e.   Explanatory)   ,   skírandi   (e.   Descriptive)     og  

könnunarlegum  (e.  Exploratory)  aðferðum  líkt  og  aðrar  rannsóknaraðferðir.  Talið  var  að  

tilviksrannsóknir  hentuðu  best  eða  jafnvel  eingöngu  í  könnunarlegar  rannsóknir  ,Cooper  

og  Schindler  (2011)  segja  það  þó  ekki  vera  og  hugmyndir  um  slíkt  sé  vegna  reynsluleysi  

af  slíkum  rannsóknum  (Cooper  &  Schindler,  2011).      

Yin   (2009)   skilgreinir   tilviksrannsóknir   sem   fræðilega   og   raunverulega   úttekt   á  

ákveðnu   tilviki   í   raunverulegu   samhengi   þar   sem   tengsl   tilviks   og   aðstæðna   er   ekki  

augljós  og  margvísleg  gagnaöflun  er  notuð.  Einnig  segir  hann  að  með  tilviksrannsóknum  

megi  kafa  djúpt   í  það  ákveðna  tilvik  og  skoða  ákvarðanir  við  þetta  tilvik.    Betra  reynist  

Page 16: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

16  

samkvæmt   Cooper   &   Schindler   (2011)   að   varpa   ljósi   á   ákveðið   tilvik   frá   mörgum  

sjónarhornum   í   raunverulegu   samhengi   með   tilviksrannsókn   heldur   en   öðrum  

rannsóknaraðferðum.      

Ghauri  og  Grønhaug   (2010)  benda  á  að   tilviksrannsókn   sé   lýsing  á   stjórnunarlegum  

aðstæðum  og  að  munnlegar  heimildir,  persónuleg  viðtöl  og  aðhugun  séu  megin  aðferð  

til  gagnaöflunar.    

Því   víðara   sem   sem   sviðið   er   á   tilviksrannsókninni   þeim   mun   líklegra   er   að  

rannsakandi  finni  mynstur  og  útskýringar  sem  ekki  var  búist  við  og  jafnvel  ekki  var  leitað  

að.    Að  því  leyti  er  slík  aðferð  góð  til  að  þróa  kenningu.  Til  að  ná  því  fram  er  best  að  beita  

margvíslegum  rannsóknaraðferðum  við  tilviksrannsóknina.  Með  því  móti  má  einnig  nota  

styrkleika  einnar  aðferðar  til  að  bæta  upp  veikleika  annarrar  (Cooper  &  Schindler  2011).      

Tilgangur   og   framkvæmd   tilviksrannsókna   innan   félagsfræðinnar   hljóta   oft   þá  

gagngrýni  að  ekki  sé  hægt  að  nota  þær  til  þess  að  búa  til  eða  sannreyna  kenningar  þar  

sem   niðurstöður   sé   ekki   hægt   að   alhæfa.   Hins   vegar   er   sú   aðferð   afar   hjálpleg   þegar  

þróa  á  kenningar  þar  sem  hún  hentar  einstaklega  vel  til  að  svara  spurningum  eins  og  ,,af  

hverju"  og  ,,  hvernig  ".    

Góð  tilviksrannsókn  byrjar  á  vandamáli  eða  viðfangsefni  sem  ekki  er  hægt  að  útskýra,  

er  ekki  nægilega  vel  útskýrt  eða  tilfelli   sem  er  útskýrt  á  mismunandi  hátt,   jafnvel  með  

þversögn.  Tilgangur  tilviksrannsókna  er  því  að  skilja  raunverulega  viðfangsefnið  og  nýta  

gagnaöflunina   til   að   leggja   fram   nýjar   skýringar   og   fræðilegar   niðurstöður.   Þó   ekki   sé  

hægt  að  alhæfa  niðurstöður  á  allt  þýðið  þá  má  alhæfa  fræðilega  niðurstöðu.  (Cooper  &  

Schindler  2011).      

2.1.1 Framkvæmd  tilviksrannsókna    

Niðurstöður   tilviksrannsókna   eru   stundum   sagðar   hlutdrægar   og   án   efa   eru   margar  

slíkar   til,   þar   sem   vafasamar   aðferðir   eru   nýttar   til   gagnaöflunar,   gögnin   greind   á  

óþekktan  hátt  og  óskýrt  er  greint  frá  niðurstöðum.      

Þetta   er   þó   því   miður   einnig   raunin   af   rannsóknum   sem   eru   framkvæmdar   með  

öðrum   aðferðum.   Það   er   ekki   aðferðin   rannsóknarinnar   sem   ákveður   gæði   hennar  

heldur  er  það  framkvæmdin.  Framkæmdin  á  tilviksrannsókn  veltur  mikið  á  hvernig  kostir  

Page 17: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

17  

hennar  eru  nýttir  og  hversu  nákvæm  hún  er.    Samkvæmt  Cooper  &  Schindler  (2011)  eru  

níu  þættir  sem  stuðla  að  góðri  framkvæmd  á  tilviksrannsókn.    

• Tilgangur  skýr  

• Ferli  rannsóknar  vel  útskýrt    

• Hönnun  rannsóknar  vel  ígrunduð  

• Fyllsta  siðferðis  gætt  

• Takmarkanir  rannsóknar  vel  útlistaðar    

• Fullnægjandi  greiningar  

• Niðurstöður  kynntar  óhlutdrægar  

• Niðurstöður  aðlagaðar      

2.1.1.1 Skýr  tilgangur    Til  að  tilgangur  rannsóknar  sé  vel  skýrður  þarf  að  ígrunda  vel  hvers  vegna  þetta  tilvik  sé  

til  rannsóknar  og  hvað  á  virkilega  að  rannsaka  við  það.  Best  er  að  vera  eins  nákvæmur  

og  hægt  er  þegar  ákveða  á  hlutverk  rannsóknar.      

Mikilvægt  er  að   lista  vel  upp  tilgátur  rannsakanda  eða  hvernig  útkomu  hann  væntir  

enda  hefur  það  mikil  áhrif  á  hvaða  viðmælendur  verða  fyrir  valinu  og  hvaða  spurningar  

eru  lagðar  fram  og  hvaða  gögn  eru  skoðuð.  Ekki  skiptir  máli  þó  að  tilgátur  eða  útkoma  

sem   vænst   var   verði   ekki   raunin   eftir   gagnaúrvinnslu.   Það   er   í   raun   merki   um   góða  

rannsókn  þegar  tilgátur  eru  vel  skýrðar  í  byrjun  en  að  lokum  leiðir  rannsókn  annað  í  ljós  

og  þær  niðurstöður  eru  þá  vel  útskýrðar  (Cooper  &  Schindler  2011).      

 

2.1.1.2 Vel  útskýrt  ferli    Ítarleg  lýsing  á  ferli  rannsóknar  eykur  trúleika  hennar  þar  sem  lesandi  á  auðveldara  með  

að  skilja  hana.    

Rétt   eins   og   í   öðrum   rannsóknaraðferðum,   þar   sem   nákvæm   grein   er   gerð   fyrir  

þýðinu  sem  er  notað,  nálguninni  og  öðrum  mikilvægum  þáttum  er  slíkt  hið  sama  gert  í  

tilviksrannsóknum  þar   sem  rannsakandi  útskýrir   vel  hvaða  gagna  var  aflað  og  hvernig.  

Það  þýðir  að  þeir  viðmælendur  sem  koma  að  rannsókn,  þau  gögn  sem  eru  send  og  aflað  

eru  vandlega  útskýrð  til  hlítar.    

Page 18: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

18  

2.1.1.3 Vel  ígrunduð  hönnun  rannsóknar    Miklu   skiptir   að   rannsakandi   viti   hvað  hann  ætli   að   fá  út   úr   viðmælendum  sínum  eða  

gögnum  sem  hann  aflar.  Ef  hann  leggur  upp  í  rannsóknina  með  illa  hugsaðar  væntingar  

má   búast   við   að   upplýsingar   sem   aflast   verði   síður   en   svo   mikilvægar   eða   í   takt   við  

rannsóknina.  Þátttakendur  í  rannsókn  geta  ekki  gert  þetta  sjálfir,  rannsakandinn  verður  

að  hugsa  vel  hvernig  hann  ætlar  að  ná  þeim  upplýsingum  fram  sem  vænst  er.    

Tilviksrannsóknir  bjóða  upp  á  margvíslega  gagnaöflun  og  því  er  mikilvægt  að  hugsa  

hvaða  gögn  eru  mikilvæg  og  hvernig  eigi  að  ná  í  þau.    

Einnig  er  gott  að  rannsakandi  vinni  gögnin  sín  vel,  hafi  vel  útskýrt  hvernig  þau  voru  

unnin   og   hafi   vinnuna   gegnsæja.   Með   því   er   auðveldara   fyrir   aðra   að   endurtaka  

rannsóknina  síðar  og  fá  sömu  eða  aðrar  niðurstöður.    

2.1.1.4 Siðferði  rannsóknar    Líkt   og   með   önnur   rannsóknarsnið   þarf   rannsakandi   að   gæta   fyllsta   siðferðis   í  

rannsóknarstarfi  sínu.  Hægt  er  að  setja  helstu  siðerðisreglurnar  í  tvo  leiðarvísa.  

Sá   fyrri  er  að  rannsakandi  verður  að  passa  upp  á  að  réttur  þátttakenda  brjóti  ekki   í  

bága  við  eigin  aðgerðir  eða  við  rannsóknina  sjálfa.  Þagnarskylda  er  mikilvæg  þar  sem  oft  

koma  mikilvægar   upplýsingar   fram   í   tilviksrannsóknum.   Þannig   er  mikilvægt   að   halda  

trúnaði  við  samvinnuaðila  svo  úrvinnsla  gagna  og  skýrslan  leki  ekki  til  samkeppnisaðila.  

Af  þessari  ástæðu  getur  þagnaréttur  verið  í  hættu  í  tilviksrannsóknum  

Sá  seinni  er  að  rannsakandi  hafi  ávallt  heiðarleikann  að  leiðarljósi  við  úrvinnslu  gagna  

og   hafi   ávallt   í   huga   að   niðurstöður   hans   verði   þær   sömu   eða   líkar   niðurstöðum   sem  

annar  rannsakandi  fengi  ef  hann  væri  að  vinna  að  sömu  rannsókn.    

2.1.1.5 Takmarkanir  vel  útskýrðar    

Í   öllum   rannsóknum   ætti   að   útlista   takmarkanir.   Með   takmörkunum   er   átt   við   þær  

hömlur  sem  kunna  að  vera  til  staðar  í  rannsókninni.  Voru  til  dæmis  öll  gögn  aðgengileg?  

Eða  voru  allir  viðmælendur  sem  óskað  var  eftir  lausir?    

Rannsakandi  verður  að  gera  grein  fyrir  öllum  vafa  sem  hann  telur  að  hafi  á  einhvern  

hátt   áhrif   á   upplýsingarnar   sem   aflað   verður.   Með   því   móti   eykst   nýtni   rannsóknar  

einnig  því  niðurstöður  eru  lagðar  fram  án  alhæfingar  fyrir  þetta  ákveðna  tilvik.    

Page 19: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

19  

2.1.1.6 Fullnægjandi  greiningar  

Með  tilviksrannsókn  má  nota  megindlega  aðferðafræði  sem  er  áhrifarík  leið  til  að  greina  

upplýsingar.  Það  er  þó  langt  frá  því  að  vera  eina  leiðin  því  samanburður  og  tímaflokkun  

eru  til  að  mynda  aðferðir  sem  einnig  má  nýta.    

Þó  hafsjór  möguleika  standi  til  boða  í  tilviksrannsóknum  þá  reynist  það  rannsakanda  

oft  erfitt  því  aðferðin  að  greina  reynist  enn  óljós.    

Áður  en  sérstök  greiningarleið  er  ákveðin  er  mikilvægt  að  setja  fram  leiðarvísi.  Til  að  

útbúa  hann  þarf  að  skoða  hvort  rannsóknin  sé  lýsandi  eða  með  könnunarsniði  og  til  þess  

þarf   að   hugsa   um   markmiðið.   Er   rannsakandi   að   leitast   eftir   að   byggja   upp   nýjar  

kenningar?   Eða   er   hugmyndin   að   uppgötva   og   greina   gögn   til   að   geta   lagt   fram  

fræðilegar  tilgátur?    

2.1.1.7 Niðurstöður  eru  fundnar  á  óhlutdrægan  hátt  

Í  góðri  tilviksrannsókn  eru  niðurstöður  lagðar  fram  án  hlutdrægni.  Siðferðið  vegur  þungt    

og   hunsa   þarf   tilfinningar   eða   hugsanir   sem   rannsakandi   kann   að   hafa   jafnt   sem  

fyrirfram  ákveðnar  tilgátur.    

Einnig   er   mikilvægt   að   lesandi   geti   á   einfaldan   hátt   áttað   sig   á   aðalatriðum  

rannsóknarinnar.   Til   þess   þarf   rannsakandi   að   reyna   að   setja   niðurstöður   fram   á  

skilyrðislausan   hátt   og   ef   einhverjar   niðurstöður   eru   skilyrtar   þarf   að   taka   það   skýrt  

fram.   Til   að   ekki   sé   of  mikið  magn   af   niðurstöðum   og   erfitt   sé   að   lesa   hvað   virkilega  

skiptir  máli  þarf  rannsakandi  að  vera  nákvæmur  og  með  skýra  sýn  á  hvaða  niðurstöðum  

var  leitað  eftir.  Gott  getur  verið  að  nota  myndir  og  töflur  sem  auðvelda  lestur  og  skilning  

niðurstaðna.    

2.1.1.8 Niðurstöður  aðlagaðar  að  markmiðum  rannsóknarinnar  

Auðvelt   getur   reynst   að   fá   margsvíslegar   niðurstöður   og   gleyma   rammanum   sem  

rannsóknin  er  innan.  Þegar  niðurstöður  liggja  fyrir  verður  að  aðlaga  þær  að  rammanum  

svo  niðurstöður  nái  ekki  langt  út  fyrir  rannsóknarviðfangsefnið.    

Ekki  má  gleyma  að  niðurstöður  tilviksrannsókna  er  ekki  hægt  að  alhæfa  á  allt  þýðið  

heldur  eingöngu  á  þetta  einstaka  tilfelli.  Því  verður  verður  að  fara  varlega  í  að  yfirfæra  

niðurstöðurnar  á  önnur  dæmi.    

Page 20: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

20  

Tilviksrannsóknir   henta   einstaklega   vel   til   að   rannsaka   viðfangsefni   á   viðskipta-­‐   og  

vísindasviði  þar  sem  niðurstöður  geta  gefið  innsýn  í  hvers  vegna  ákveðin  ferli  virka  eins  

og  þau  virka  og  hvað  þarf  til  að  fá  hluti  til  að  fara  í  þá  átt  sem  er  óskað  eftir.  Hins  vegar  

er   þetta   eingöngu   raunin   ef   rannsóknin   er   framkvæmd   vel.   Illa   framkvæmdar  

tilviksrannsóknir   valda   helstu   fordómum   í   garð   aðferðarinnar   (Cooper   &   Schindler  

2011).      

2.1.2 Mismunandi  tegundir  tilvika  

Hægt  er  að   skipta   tilviksrannsóknum  upp   til   að  átta   sig  á  hvernig  er  best  að   rannsaka  

viðfangsefnið.  Samkvæmt  Yin  (2009)  má  greina  fimm  mismunandi  tegundir  af  tilvikum:  

• Tvísýnt   tilvik   (e.   Critical   case)   Hér   má   sem   dæmi   nefna   þegar   Festinger   et   al  

(1956)  rannsakaði  heimsendir  sem  átti  samkvæmt  ákveðnum  trúarhópi  að  skella  

á.   Þegar   það   svo   gerðist   ekki   þá   gat   hann   rannsakað   hvernig   fólk   brást   við  

brostnum  væntingum.    

• Óvenjulegt  eða  einstakt  tilvik   (e.  Extreme  or  unique  case)  Slík   tilvik  eru  algeng   í  

klínískum  rannsóknum  og  beinist  þá  rannsóknin  að  sjaldgæfum  þáttum.  

• Skýrandi  tilvik  (e.  Representive  or  typical  case)  Tilvik  sem  þessi  eru  hugsuð  til  að  

rannsaka  það  sem  er  í  daglegu  umhverfi  en  í  víðara  samhengi.    

• Umbreytinga   tilvik   (e.   Revelatory   case)   Hér   gefst   rannsakanda   tilefni   til   að  

rannsaka  fyrirbæri  sem  voru  áður  óaðgengileg  til  vísindalegra  prófana.    

• Langtíma  tilvik  (e.  Longitudinal  case)  Þetta  hentar  vel  þegar  rannsaka  á  á  tveimur  eða  fleiri  tímabilum  og  að  hægt  sé  að  rannsaka  það  yfir  tíma.    

Hvert   tilfelli   getur   falið   í   sér   blöndu   af   þessum   tegundum   og   þannig   getur   eitt  

viðfangsefni  verið  til  að  mynda  bæði  mjög  mikilvægt  og  einstakt  á  sama  tíma  (Bryman  ,  

2012).    

Einnig   skiptir   Yin   (1994)   tilviksrannsóknarsniði   upp   í   fjóra   flokka   og   fer   það   eftir  

hvernig  tilvik  um  ræðir  í  hvaða  flokk  það  fer.    Flokkarnir  fjórir  eru:    

• Týpa  1.    Heildrænt  (e.  Holistic)/  einstakt  snið  (e.Single)  

Page 21: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

21  

• Týpa  2.  Inngróið  (e.Embedded)/  einstakt  snið  

• Týpa  3.  Heildrænt  /  margfalt  snið  (e.Multible)  

• Týpa  4.  Inngróið  /  margfalt  snið    

Megin  munur  er   gerður  á  einstaka  og  margföldu   rannsóknarsniði  og  er  því  best   að  

ákveða   snemma   í   ferlinu   hvort   eigi   að   nota.   Einstakt   snið   er   hentugt   þegar   tilvikið   er  

tvísýnt  (e.Critical)  og  við  viljum  nota  það  til  að  prófa  kenningar.    Það  kallast  tvísýnt  tilvik  

þegar  það  mætir  öllum  þörfum  sem  þarf  til  að  staðfesta,  ögra  eða  bæta  við  kenninguna.  

Einstakt  snið  hentar  einnig  með  tilvikum  sem  eru  óvenjuleg  eða  einstök  og  einnig  með  

umbreytingatilvikum.  Margfalt   snið  er   talið  hentugara  með  tilvikum  sem  ekki  eru   talin  

sjaldgæf,  tvísýn  eða  umbreytingaleg  (Yin  ,1994).  

 

2.1.3 Rannsóknaraðferð  valin    Að  gera  tilviksrannsókn  kann  að  hljóma  einfaldara  en  aðrar  aðferðir  en  það  er  þvert  á  

móti.   Til   að   rannsóknin   verði   fullnægjandi   þarf   að   gera   margvíslegar   prófanir   og  

sveigjanleiki  aðferðarinnar  er  bæði  kostur  og  galli  þar  sem  auðvelt  reynist  að  gleyma  sér  

í   endalausum   prófunum   í   stað   þess   að   ákveða   á   skilvirkan   hátt   hvaða   aðferðir   verða  

nýttar  (Cooper  &  Schindler  2011).      

Eigindlegar   rannsóknir   hafa   verið   mikið   tengdar   við   tilviksrannsóknir   og   hafa  

fylgjendur  slíkra  rannsókna  oftast  kosið  þá  aðferð  vegna  þess  að  þær  þykja  sérstaklega  

gagnlegar   til   að   fá  nákvæmar  og  gagnlegar  upplýsingar  og  gefa  mikla  nánd.  Þrátt   fyrir  

það   eru   tilviksrannsóknir   hentugur   vettvangur   fyrir   bæði   megindlegar   og   eigindlegar  

rannsóknaraðferðir   (Bryman   ,2012).    Heppilegt   getur   því   verið   að  nota  báðar   aðferðir  

enda  eigindlegar  rannsóknaraðferðir  hugsaðar  til  fanga  einkenni  og  eðli  einhvers  meðan  

megindlegar  skoða  meira  magnið  (Maanen  ,  Dabbs  &  Faulkner,  1982).        

2.2 Eigindlegar  eða  megindlegar  rannsóknaraðferðir?  Mikill   munur   er   á   hugmyndafræði   eigindlegra   og  megindlegra   rannsóknaraðferða   þar  

sem  önnur  hefur  fyrirfram  ákveðnar  hugmyndir  um  útkomu  og  vegur,  telur  og  mælir  á  

meðan  hin  metur  niðurstöðurstöður  út  frá  tilfinningum,  orðasamböndum,  umhverfi  og  

þróar   þannig   skilning   á   viðfangsefninu.   Þegar   kemur   að   því   að   velja   hvaða  

Page 22: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

22  

rannsóknaraðferð  skal  nota   til  að   framkvæma  rannsókn,   tilviksrannsókn   í  þessu   tilfelli,  

getur  reynst  erfitt  að  finna  hver  hentar  best.  Engin  ein  aðferð  er  rétt  eða  röng  en  velja  

þarf   aðferð   eftir   hrntugleika   viðfangsefnisins   (Silverman,   2010).   Gott   getur   verið   að  

spyrja  sig  eftirfarandi  spurninga  til  að  ákveða  hvaða  aðferð  skal  nota:  

• Hvert  er  viðfangsefni  rannsóknar?    

• Er  rannsóknin  könnunarleg,  lýsandi,  orsakabundin  eða  spádómur?    

• Hvert  er  markmiðið  með  rannsókninni?  Hvernig  útkomu  er  vonast  eftir?  

• Hvernig   upplýsingar   þarf   að   nálgast   og   hvaða   upplýsingar   eru   nú   þegar  

aðgengilegar?  

 

Þrátt   fyrir   að   þessum   spurningum   sé   svarað   á   sama   hátt   geta   mismunandi  

rannsakendur  valið  ólíkar  aðferðir  þrátt  fyrir  að  hafa  verið  með  sömu  svör.  Það  er  nær  

ómögulegt   að   ákveða   hvaða   snið   hentar   hverju   sinni   og   er   það   í   raun   ekki   það   sem  

skiptir  mestu  máli,  heldur  er  það  hversu  vel  rannsóknin  er  framkvæmd  eins  og  talað  var  

um  hér  fyrir  framan  (Cooper  &  Schindler  2011  ).      

2.2.1 Eigindlegar  rannsóknaraðferðir  Creswell   (1998)   segist   hugsa   um   eigindlegar   rannsóknir   sem   margbrotið   efni   sem   er  

samsett   af  mörgum  þráðum,     er  marglitt,  með  ólíkri   áferð  og  úr   ýmsum   tegundum  af  

efnisviði.  Þetta  efni  er  ekki  útskýrt  á  einfaldan  hátt  og  líkt  og  hver  þráður  í  þessu  efni  er  

vafinn  þá  er  allsherjar  beinagrind  sem  heldur  eigindlegri  aðferðafræði  saman.    

Rossman  og  Rallis  (1998)  nefna  nokkur  mikilvæg  einkenni  eigindlegra  rannsókna  :  

• Eigindlegar   rannsóknir   bjóða   uppá   nánd.   Rannsóknin   fer   oft   fram   í  

raunverulegu  umhverfi  þátttakanda,  heimili  hans  eða   skrifstofu.  Gefur  þetta  

rannsakanda  tækifæri  til  að  fá  ítarlegri  innsýn  á  þátttakanda.    

• Eigindlegar   rannsóknir   bjóða   uppá  margskonar   aðferðir   við   gagnaöflun   sem  

eru  bæði  víxlverkandi  og  mannúðlegar.  Opnar  kannanir,  viðtöl  og  fyrirliggjandi  

gögn  eru  algengustu  formin  til  gagnaafla  en  með  tæknivæðingu  hefur  margt  

Page 23: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

23  

bæst   við   líkt   og   tölvupóstar,   hljóðupptökur,   minnisbækur   og   myndir   svo  

eitthvað  sé  nefnt.    

• Eigindlegar   rannsóknir   bjóða   upp   á   útvíkkun   fremur   en   þröngan   ramma.  

Spurningarnar   geta   breyst   eftir   því   sem   rannsakandi   lærir   betur   hvern   á   að  

spyrja  og  að  hverju.  Þannig  getur  rannsóknarspurningin  einnig  breyst  sem  og  

aðgengi  að  gögnum.    

• Eigindlegar  rannsóknir  snúast  að  mestu  leyti  um  túlkun  þar  sem  rannsakandi  

túlkar  gögnin  sem  hann  safnar.  Það  þýðir  að  það  þarf  að  sía  gögnin,  túlka  þau,  

búa  til  þemu  og  kóða  og  að  lokum  leggja  fram  tilgátur  út  frá  þeim.    

• Eigindlegi   rannsakandinn   nálgast   félagsleg   fyrirbæri   á   heildrænan   hátt   sem  

útskýrir   hvers   vegna   slíkar   rannsóknir   virka   svo   stórar   og   yfirgripsmiklar  

fremur  en  örgreindar.    

• Eigindlegar  rannsóknir  endurspegla  rannsakandann  og  hafa  skoðanir,  gildi,  trú  

og   persónuleiki   áhrif   á     rannsóknina.   Þannig   verður   erfitt   að   greina   á   milli  

rannsakandans   og   hans   persónulega   sjálfs.   Það   hefur   áhrif   á   heiðarleika  

rannsóknarinnar  og  verður  hún  lituð  af  gildum  rannsakanda.    

• Eigindlegi   rannsakandinn  nýtir  margskonar   leiðir   í   röksemdarfærslu  sinni.  Að  

mestu  leyti  er  röksemdarfærslan  aðleidd  en  þó  eru  bæði  aðleiðsla  og  afleiðsla  

í  ferlinu.    

• Eigindlegi   rannsakandinn   velur   að   lokum   eina   eða   fleiri   leiðir   til   að  

framkvæma  rannsóknina  (Creswell,  2003).    

Kostir   þess   að   nota   eigindlega   aðferðafræði   í   tilviksrannsóknum   er   að  mismunandi  

sjónarhorn   koma   oftast   fram   og   þær   einfalda   skilninginn   á   hvernig   og   afhverju   hlutir  

gerast  (Simons,  2009).    

2.2.1.1 Framkvæmd  eigindlegra  rannsókna    

Sú  aðferð  sem  er  oftast  notuð  í  eigindlegum  rannsóknum  er  að  taka  viðtöl.  Viðtölin  geta  

verið  formleg  (e.Structured)  eða  óformleg  (e.Un-­‐structured).  Í  eigindlegum  rannsóknum  

er  yfirleitt  stuðst  við  hálf  formleg  (e.Semi-­‐structured)  eða  óformleg  viðtöl.    

Formleg   viðtöl   eru   sérstaklega   hentug   ef   markmiðið   er   að   útskýra   eða   lýsa  

viðfangsefninu  en  þau  gefa  ekki  möguleika  á  að  kanna  það  frekar  þar  sem  spurningar  og  

Page 24: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

24  

svör  eru  fyrirfram  ákveðin  af  rannsakanda.  Til  að  kanna  viðfangsefni  þarf  viðtalið  að  vera  

hálf   formlegt   eða   hálf   opið   en   þannig   fær   viðmælandinn  möguleika   til   að   breyta   um  

stefnu   í   viðtalinu   og   koma   jafnvel   með   nýjar   hugmyndir   og   frekari   rannsóknarefni   á  

yfirborðið  sem  rannsakanda  hafði  ekki   fyrr  dottið   í  hug.     Í  hálf   formlegum  viðtölum  er  

rannsakandi   með   spurningalista   en   nýtir   hann   meira   sem   leiðarvísi   og   gátlista   til   að  

athuga  hvort  viðmælandi  hafi  svarað  þeim  spurningum  sem  brunnu  á  honum.  Með  því  

móti  má  koma  með  nýjar  spurningar  jafnóðum  eftir  því  hvernig  viðmælandi  svarar  og  fá  

jafnvel  nýja  sýn  á  rannsóknarefnið  (Cooper  &  Schindler  2011  ).      

Greining   og   samanburður   aflaðra   gagna   er   mikilvægt   í   hverslags  

rannsóknaraðferðum.  Kóðun  er  algeng  leið  til  þess  að  greina  eigindleg  gögn  og  með  því  

móti  eru  svörin  sett  í  ákveðna  flokka.    Fyrsta  skrefið  er  að  lista  upp  kóðum  og  er  engin  

ein   heilög   regla   um   það   hversu   margir   þeir   eiga   að   vera   heldur   fer   það   eftir  

viðfangsefninu  hverju  sinni  (Ghauri  og  Grønhaug  ,  2010).  

2.2.2 Megindlegar  rannsóknaraðferðir    

Öfugt  við  eigindlegar  rannsóknaraðferðir   fást  megindlegar  aðferðir  við  að  mæla,  sjá  

hversu  mikið   um   ræðir   fremur   en   um   hvað.    Með  megindlegum   aðferðum  má  mæla  

samband  eða  fylgni  milli  breytna,  fá  með  því  mælanleg  gögn  og  með  þeim  er  hægt  að  

leitast   við   að   fá   niðurstöður.   Algengasta   leiðin   til   þessa   er   að   leggja   fram  

spurningakönnun  (Creswell,  2003).  

Megindleg   aðferð   hentar   vel   þegar   óskað   er   eftir   yfirliti   af   heildinni,   þá   geta  

staðalfrávik   og   meðaltal   gefið   góða   sýn   þeirra   eiginleika   sem   eru   flestir   í   hópnum  

(Sigurlína  Davíðsdóttir  ,  2013).  

Spurningakönnun  gefur   af   sér  mælanlega   lýsingu  á   venjum,  hegðun  eða   skoðunum  

hjá   því   þýði   sem   um   ræðir.   Megin   tilgangur   með   megindlegum   aðferðum   er   það   að  

kanna   áhrif   einnar   breytu   á   aðra   með   fullri   stjórn   á   öllum   þáttum.   Sem   dæmi   um  

stjórnun  á  þáttum  er  þegar  úrtaki  er  skipt  í  hópa,  annar  hópurinn  fær  meðferð  en  hinn  

ekki,  þá  er  hægt  að  útiloka  hvort  það  var  meðferðin  eða  persónuleiki  einstaklinganna  í  

hópnum  sem  hafði  áhrif  á  niðurstöðuna  (Creswell  ,  2003).  

Page 25: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

25  

2.2.2.1 Framkvæmd  megindlegrar  rannsóknar  

Eins   og   áður   kom   fram   er   spurningakönnun   algengasta   form  megindlegra   rannsókna  

(Creswell,  2003).  

Þegar   hanna   á   spurningakönnun   er   vert   að   hafa   ýmsa   þætti   í   huga   sem   stuðla   að  

skilvirkri  og  réttmætri  svörun.    

Til  að  byrja  með  þarf  að  velja  úrtak  úr  þýðinu  sem  á  að  rannsaka  og  þarf  að  vanda  

það   vel.   Ef   vel   er   staðið   að   valinu   og   brottfall   ekki  mikið   er   talað   um   að   hægt   sé   að  

yfirfæra   niðurstöðurnar   yfir   á   allt   þýðið.     Til   að   hægt   sé   að   komast   að   niðurstöðu   og  

nálgast   svör   við   rannsóknarspurningum   þarf   að   hafa   spurningar   sem   veita   innsýn   í  

eiginleika  þátttakendanna.  Þá  eru  spurningar   líkt  og  aldur,  kyn,  búseta  og   fleira   lagðar  

fram  til  að  afla  þessara  upplýsingar.  Þegar  þessar  upplýsingar  ásamt  þeim  sem  snúa  að  

viðfangsefninu  er  komnar  má  bera  þær  saman  með  tölfræði  og  finna  þar  með  hvort  ein  

breyta  hafi  áhrif  á  aðra,   til  dæmis  hvort  viðhorf   til   stjórnar   sé  ólíkt  miðað  við  kyn  eða  

aldur.  Tölfræðilegu  upplýsingarnar  gefa  svo  hugmynd  um  réttmæti  niðurstaðna  og  hvort  

þær   séu   líklegar   til   að   standast   frekari   prófun.   Að   lokum   er   hægt   að   gera  

aðhvarfsgreiningu  til  að  finna  orsakasamband  en  erfitt  getur  annars  verið  að  sýna  fram  á  

það  þó   tengslin   hafi   fundist.   Ef   um   langtímarannsókn   er   að   ræða   er   vissara   að   kanna  

forspá  þar  sem  líklegt  er  að  sömu  einkenni  finnist  hjá  sömu  einstaklingum  ef  rannsókn  

er  endurtekin  (Sigurlína  Davíðsdóttir  ,  2013).  

Megindlegar  aðferðir  henta  því  vel  þegar  rannsakandi  veit  nokkurn  veginn  hvað  hann  vill  

vita   ,   hverju   hann   leitast   eftir   að   svara   og   spyr   í   takt   við   það.   Safnar   svo   svörum   og  

skoðar  tölfræðina.  Út   frá  þeim  má  svo  sjá  hvort   tilgátur  sem  settar  voru   fram  standist  

eða  ekki  (Sigurlína  Davíðsdóttir,  2013).  

2.3 Val  aðferða  og  framkvæmd  rannsóknar  Með  því   að  blanda  báðum  aðferðum  má  nýta   kosti   þeirra  beggja  og   vega  upp  á  móti  

göllum  þeirra.    Ýmis  rannsóknarsnið  er  hægt  að  finna  með  blönduðum  aðferðum  og  þar  

á  meðal  það  þar  sem  rannsakandi  aflar  megindlegra  gagna  á  þann  hátt  að  hann  hefur  

aðgang  að  þátttakendum  og  tekur  viðtöl  við  ákveðinn  hóp  innan  þeirra  þátttakenda  sem  

eru  taldir  hafa  eiginleika  til  að  gefa  frekari  innsýn  í  rannsóknarefnið.    

Í  rannsókn  þessari  var  stuðst  við  þá  aðferð.  Tilviksrannsóknin  var  framkvæmt  þannig  

að   megindlegum   gögnum   var   safnað   með   spurningalista   sem   sendur   var   á   alla   218  

Page 26: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

26  

starfsmenn   VÍS.     Áður   hafði   verið   sendur   póstur   til   allra   sem   útskýrði   tilgang  

rannsóknarinnar  og  hvatti  þá  til  að  svara.  Spurningalistinn  innihélt  17  spurningar  og  þar  

af  voru  2  hálfopnar  spurningar  þar  sem  þátttakendum  gafst  færi  á  að  svara  annars  vegar  

neitandi  eða  gefa  upp  svar  við  spurningunni   í  einni  setningu.  Hinar  15  voru   lokaðar  og  

svarmöguleikar  staðlaðir.  Tíu  spurningar  voru  lýsandi  og  sjö  voru  bakgrunnsspurningar.    

Rannsóknin   var   sett   upp  á   SurveyMonkey.com  og   var   keyptur   aðgangur   að  því   forriti.  

Rannsóknin  var  opin  í  4  vikur  og  var  send  ítrekun  til  starfsmanna  einu  sinni  á  því  tímabili.      

Úrvinnsla   gagna   fór   fram  með  aðstoð   SPSS  og  exel.    Með  SPSS   forritinu   var   fundið  

meðaltal   ,   staðalfrávik   og   fylgni   milli   ýmissa   breytna   sem   þóttu   eiga   við   til   að   svara  

rannsóknarspurningum.   Í   exel   voru   töflur   settar   upp   til   að   fá   myndræna   lýsingu   til  

einföldunar.   Einnig   var   framkvæmt   marktæktarpróf   til   að   meta   áreiðanleika  

rannsóknarinnar.    

Eigindlegum  gögnum  var  safnað  með  viðtölum  sem  voru  alls  níu.    Sjö  þeirra  fóru  fram  

í  höfuðstöðvum  VÍS  í  Ármúla  en  tvö  þeirra  í  síma  þar  sem  þeir  viðmælendur  búa  ekki  né  

starfa   á   höfuðborgarsvæðinu.   Allir   viðmælendur   voru   stjórnendur   en   á   mismunandi  

stigi,  deildarstjórar,  framkvæmdarstjórar  og   loks  forstjóri.  Viðmælendur  voru  ;  Magnús  

Jónsson   umdæmisstjóri   Norðurlands,   Guðni   Ólafur   Guðnason   umdæmisstjóri  

Vesturlands,  Óskar  Friðrik  Sigmarsson  deildarstjóri   verkefnastofu,  Anna  Rós   Ívarsdóttir  

framkvæmdastjóri  mannauðssviðs,  Þorvaldur  Jakobsen  framkvæmdastjóri  þróunarsviðs,  

Katrín   Brynjarsdóttir   deildarstjóri   tjónaþjónustu,   Bergrún   Lilja   Sigurjónsdóttir  

deildarstjóri  einstaklinsþjónustu,  Þorvaldur   I.  Birgirsson  deildarstjóri   fyrirtækjaþjónustu  

og  að  lokum  Sigrún  Ragna  Ólafsdóttir  forstjóri  VÍS.  Lengd  sérhvers  viðtals  var  á  bilinu  40-­‐

60  mínútur  og  var  spurningalistinn  hálfopinn  þar  sem  ákveðnar  spurningar  voru  notaðar  

fyrir   rannsakanda  sem  viðmið   fremur  en  staðlaðar  spurningar.  Þannig  var  viðmælanda  

gefið   færi   á   að   koma   með   nýja   sýn   á   málefnið   með   því   að   finna   upp   spurningar  

jafnóðum  í  takt  við  þróun  viðtalsins.    

Eftir  að  viðtöl  voru  tekin  voru  þau  afrituð  jafnóðum  með  rannsóknarspurningarnar  í  

huga  til  þess  að  koma  auga  á  hugsanlega  kóða  og  þemu.  Áhugavert  var  að  afrita  viðtölin  

og  þrátt   fyrir   að  það   sé   verulega   tímafrekt   þá   er   það   ferli   einstaklega   lærdómsríkt   og  

auðveldar  úrvinnslu.  Gögnum  var  skipt  á  þemu  og  reyndust  sex  þemu  vera  áberandi  en  

frá  þeim  verður  greint  í  niðurstöðukafla.  Undir  hverju  þema  voru  listaðir  upp  kóðar  sem  

Page 27: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

27  

áttu   við   og   þeir   settir   upp   í   töflu   með   hjálp   Microsoft   exel.   Töflurnar   má   sjá   undir  

hverjum  þema  kafla.    

Að   lokum   var   rýnt   í   gögnin  með   rannsóknarspurningarnar   að   leiðarljósi   til   að   gera  

tilraun  til  svara  þeim.    Allar  niðurstöður  má  finna  í  niðurstöðu  og  umræðukafla.  

Page 28: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

28  

3 Fræðilegt  yfirlit  

Í   þessum   kafla   verður   farið   yfir   fræðileg   hugtök   sem   beinast   að   rannsóknarefninu   og  

þýðingu  þeirra.    Ítarlega  verður  fjallað  um  stefnumótun,  stefnumiðaða  stjórnun  og  hvað  

stefna   er.   Einnig   verður   farið   yfir   samkeppnisforskot,   kjarnafærni,   ólíkar   áherslur   í  

stefnumótun,   atvinnuvega,   stofnana   og   auðlindasýn,   fyrirtækjamenningu   og  

áætlanagerð.    

3.1 Hvað  er  stefna?  Stefna  (e.  Strategy)  er  flókið  hugtak  sem  erfitt  getur  verið  að  útskýra  en  eitt  virðast  

fræðimenn  vera  sammála  um  og  það  er  mikilvægi  hennar  (McGraw,  Thomas  og  Wilson  

2010).  Með  hliðsjón  af  kenningum  Porter  (1980)  skilgreinir  Runólfur  Smári  Steinþórsson  

(2003)   stefnu   sem   afstöðu   um   þann   sérstaka   ávinning   sem   fyrirtækið   hefur   að   bjóða  

viðskiptavininum   í   samkeppni   við   önnur   fyrirtæki   í   atvinnugreininni   og   það   hvernig  

ávinningurinn  á  einstakan  hátt  er  búinn  til  af  fyrirtækinu  í  samstarfi  við  viðskiptavininn  

og  aðra  hagsmunaaðila.  Svipað  má  hafa  eftir  Barney  &  Hesterly  (2010)  og  Porter  (1980)  

en  þeir  tala  um  mikilvægi  þess  að  stefnan  kortleggi  leiðina  til  árangurs  jafnt  sem  leiðina  

til  samkeppnisforskots.    

Thompson  og   Strickland   (1998)   skilgreina   stefnu   sem  aðgerðaráætlun   stjórnenda   á  

staðsetningu   skipulagsheildar   í   atvinnugrein   og   hvernig   megi   gera   samkeppnina  

árangursríka   og   ná   góðum  viðskiptaárangri   og   þóknast   um   leið   viðskiptavinum.  Nefna  

þeir  enn  frekar  að  fimm  þættir  einkenni  stefnumótun:  

• Framtíðarsýn  mótuð  

• Markmið  sett    

• Útbúa  stefnu  til  að  ná  markmiðum    

• Framkvæma  stefnuna  á  bæði  skilvirkan  og  hagkvæman  hátt  

• Mæla  árangur  og  betrumbæta  eftir  reynslu  og  þörfum  

 

Page 29: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

29  

Lynch   (2000)   lýsir   stefnu   sem   tilgangi   skipulagsheildar   og   áætlun   hvernig   megi   ná  

honum.  Hann  minnist  á  að  stefna  sé  mynstur  tilgangs,  megin  markmiða    og    áætlana  og  

framkvæmda   til   að   ná   þeim,   sett   þannig   fram   að   augljóst   sé   á   hvaða   markaði  

skipulagsheildin  vill  starfa  og  hvernig  skipulagsheildin  er  eða  vill  verða  í  framtíðinni.    

Það  eru  ólík  sjónarhorn  og  skoðanir  á  öllum  vinklum  stefnu  og  því  ómögulegt  að  það  

sé  til  ein  skilgreining  á  henni.    Markmið  fræðimanna  er  ekki  heldur  að  skilgreina  stefnu  á  

einn   hátt   heldur   velta   upp   hennar   ólíku   sjónarhornum   og   meta   virði   hvers   og   eins   ,  

þannig  hvetja  til  krítískrar  hugsunar  um  stefnu  (De  Wit  &  Meyer  2004).  

Stefna  getur  heitið  ýmsum  nöfnum  og  fer  það  eftir  tilgangi  hennar  hvaða  nafn  það  er.  

Fyrirtækjastefna   er   algengust   og   er   hún   einnig   kölluð   heildarstefna   en   hún   er   það  

mynstur   af   ákvörðunum   í   skipulagsheild   sem   ræður   og   opinberar   markmið   hennar,  

hlutverk,   leggur   grunn   að   gildum   og   áætlun   til   að   ná   þessum   markmiðum,   ákveður  

hvaða  markað  á  að  “keppa”  á,  hvernig  á  að  ná  til  þess  markaðar,  hvernig  skipulagsheild  

það   ætlar   að   vera   og   hvaða   framlag   til   efnahagskerfisins   það   ætlar   að   færa.   Í  

heildarstefnu  er  ákveðið  virði  sem  hægt  er  að  ná  með  því  að  stjórna  viðskiptaeiningum  

skipulagsheildarinnar  þannig  að  virði  hennar  sé  hámarkað  (McGee,  Thomas  og  Wilson,  

2010).   Í   öllum   fyrirtækjum,   óháð   stærð   þá   er   fyrirtækjastefna   sú   sem   nær   til   allrar  

skipulagsheildarinnar  meðan  viðskiptastefnan  sem  er  umfangsminni  segir   til  um  hvaða  

vörur  eða  þjónustu  á  að  bjóða  upp  á  ,  viðskiptastefnan  er  sú  sem  mun  ákveða  hvernig  

fyrirtækið  ætlar  að  keppa  á  markaði  og  hvernig  það  ætlar  að  staðsetja  sig  með  tilliti  til  

samkeppnisaðila.   Báðar   eru   afrakstur   vel   ígrundaðrar   stefnumótunarvinnu.   (De  Wit  &  

Meyer  2004).    

Stefnu  má  skoða  út  frá  þremur  víddum.  Þær  eru    ferli  (e.  Process)  stefnu,  innihald  (e.  

Content)  stefnu  og  aðstæður  eða  samhengi    (e.  Context)  stefnu.    Það  er  þó  ekki  þannig  

að  ferli,  innihald  og  samhengi  stefnu  séu  ekki  partur  af  sömu  stefnu  heldur  má  aðgreina  

þessar  víddir.  Í  samhengi  má  segja  að  í  einum  og  sama  kassa  er  talað  um  lengd,  vídd  og  

hæð  en  hver  vídd  er  þó  sértæk  á  sinn  á  hátt  (De  Wit  &  Meyer  2004).  

Með  því  að  skilja  allar  þrjár  víddirnar  er  auðveldara  að  vinna  í  vandamálum  sem  koma  

upp  á  sviði  stefnu  þar  sem  þau  í  eðli  sínu  falla  undir  þær.    Það  er  því  óneitanlega  hægt  

að   segja   að   víddirnar   hafi   áhrif   á   hver   aðra   (Pettigrew   and   Whipp,   1191;   Ketchen   ,  

Thomas   &   McDaniels   1996).   Til   dæmis   mun   það   hafa   mikið   að   segja   um   innihald  

Page 30: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

30  

stefnunnar   hvernig   ferlinu   er   háttað.   Eins   mun   að   öllum   líkindum   samhengi  

framtíðarstefnu  byggjast  á  innihaldi  núverandi  stefnu.  Ef  tengsl  víddanna  eru  hunsuð  má  

leiða   líkur   að   því   að   stefnumótunin   líði   fyrir   vegna   eins   sjónarhorns   í   stað   þriggja.    

Mögulegt  er  að  einblína  á  eina  stefnumiðaða  vídd  ef  hinar  eru  hafðar  í  huga  (De  Wit  &  

Meyer  2004).  

Fjórða  víddin  hefur  verið  sett  fram  þó  hún  komi  ekki  beint  við  stefnu  en  hún  snýr  að  

tilvist   skipulagsheildar  eða  hvers  vegna  hún  er   til   staðar  og  hvers  vegna  stefnan  sé  að  

leiða  hana  í  þá  átt  sem  hún  er  að  fara  (Runólfur  Smári  Steinþórsson,  1995).    

Runólfur  Smári  Steinþórsson  setti  fram  eftirfarandi  mynd  sem  útskýrir  víddirnar  fjórar  

betur  (2003a).  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd  1.Víddirnar  fjórar  (  Runólfur  Smári  Steinþórsson,2003a).  

Að  búa  til  stefnu  er  leiðarvísir  að  framkvæmdum  sem  stuðla  að  settum  markmiðum.  

Skipulagsheildin  hefur  ákveðin  tilgang  og  stefnan  er  sett  fram  til  að  tilgangurinn  skili  sér.    

Stefna  er  þannig  eins  konar  áætlun  um  hvernig  eigi  að  standa  undir  hlutverki  sínu.  Þar  

sem   það   er   mjög   mikilvægt   að   átta   sig   á   hlutverki   skipulagsheildarinnar   til   að   skilja  

stefnuna  þá  hefur  þessi  vídd  verið  sett   fram  og  gerð   jafn  mikilvæg  og  hinar  þrjár.  Þær  

Page 31: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

31  

eru  því  fjórar  settar  fram,  hlutverk  (e.Purpose),    ferli  (e.Process  ),  innihald  (e.Content)  og  

samhengi  (e.Context)  (  Runólfur  Smári  Steinþórsson,  2003a;  De  Wit  &  Meyer  ,2004).  

Hafa  ber   í   huga   að     þegar   talað  er   um   stefnumiðuð   vandamál   er   ekki   endilega  um  

neikvæðan   þátt   að   ræða   þó   það   hljómi   þannig.   Heldur   er   stefnumiðað   vandamál  

(e.strategic   problem)   notað   yfir   aðstæður   sem   þarf   að   takast   á   við   í   stjórnun  

skipulagsheilda   t.d   hagnast   á   tækifærum   og   eins   bregðast   við   mögulegum   áhættum.  

Betra  væri  ef  til  vill  að  nota  orðið  stefnumiðuð  viðfangsefni  fremur  en  vandamál.    Til  að  

bregðast   við   geta   stjórnendur   ekki   bara   hugsað   heldur   þurfa   þeir   að   fara   í   gegnum    

stefnumiðað  ferli  til  að  meta  og  leysa  slíkar  aðstæður.  Stjórnendur  verða  þannig  hver  og  

einn  að  byggja  huga  sinn  upp  á  rökréttan  hátt  og  hugsa  stefnumiðað  (De  Wit  &  Meyer  

2004).    

Þegar  huga  á  að  hvaða  vandamál  geta  orðið  á   vegi   skipulagsheildarinnar  má   skipta  

þeim   hugsunum   (e.   Cognitive)   upp   í   fjóra   hluta.   Fyrsti   hluti   er   að   koma   auga   á  

viðfangsefnið   (e.   Identifying)   og   meta   það.     Næst   er   að   greina   (e.   Diagnosing)   það.  

Þekkja  verður  uppbyggingu  viðfangsefnisins  og  undirliggjandi  þætti  þess.  Þar  á  eftir  er  

að  finna  lausn  (e.  Conceiving).  Ef  fleiri  en  ein  lausn  er  möguleg  þá  þarf  að  vega  og  meta  

hver   mun   líklega   bera   mestan   árangur.   Að   lokum   er   að  mæla   árangur   (e.   Realizing).  

Athuga   verður   hvort   að   aðgerðir   til   að  mæta   áskorunum   virki   og   því   nauðsynlegt   að  

meta  árangurinn.     Stjórnendur  geta  hér  nýtt   sér   ýmis   tæki  og   tól   til   að   finna  og  meta  

möguleg   vandamál   og  má   þar   nefna   til   dæmis   SVÓT   greiningu   sem  metur   styrkleika,  

veikleika,  ógnanir  og  tækifæri  sem  mögulega  geta  herjað  á  skipulagsheildina  (De  Wit  &  

Meyer  2004).  

Ef   stjórnendur  byggja   sínar   stefnumiðuðu  ákvarðanir  eingöngu  upp  á  gömlum  vana  

og  hugsunum  sem  hafa  fest  sig  í  sessi  ómeðvitað  gæti  það  leitt  til  verri  árangurs.  Þannig  

verða   stjórnendur   að   geta   fundið  muninn   á   persónulegum   skoðunum  og   rökstuddum  

grundvelli  þess  að  vandamál   sé   fyrir  hendi.  Því  má   segja  að   stjórnendur  verði   að  hafa  

rökrétta  hugsun  sem  er  öguð  og  nákvæm  leið  til  að  hugsa  á  grundvelli  reglna.    

Þegar  skipuleggja  á  hugsanir  má  hugsa  að  þær  rökréttu  séu  lóðréttar  hugsanir.  Á  móti  

koma  láréttu  hugsanirnar  sem  eru  skapandi  hugsanir.  Þar  er  ímyndunaraflinu  gefinn  laus  

taumur  og  hugmyndir  byggjast  ekki  upp  með  rökstuðningi.  Oftast  er  hugmyndum  sem  

koma  með  skapandi  hugsunarhætti  fylgt  eftir  með  rökréttum  hugsunarhætti.    

Page 32: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

32  

Oft   þarf   að   nota   skapandi   hugsun   þegar   koma   á   auga   á   og   meta   stefnumiðuð  

vandamál.    Sama  máli  gegnir  um  lausn  vandamálanna  en  þar  getur  þurft  nýjar  leiðir  til  

að  mæta  nýjum  stefnumiðum.  Erfitt  getur  verið  að  sameina  slíkan  hugsunarhátt  í  einni  

og   sömu   manneskjunni   og   jafnvel   hópum   því   er   oft   talað   um   að   þversögn   sé   milli  

sköpunar  og  rökréttrar  hugsunar  en  þó  er  krafist  hvoru  tveggja  af  stjórnendum  (De  Wit  

&  Meyer  2004).  

 

3.2 Mótun  stefnu      Í   mótun   stefnu   er   mikilvægt   að   koma   auga   á   tækifæri   og   ógnanir   í   umhverfi  

skipulagsheildarinnar  og  meta  áhættuna  á  staðgönguvörum.  Áður  en  ákvörðun  er  tekin  

má  lista  upp  styrk  og  veikleika  í  samanburði  við  auðlindir.  Raunveruleg  geta  til  að  skynja  

þarfir   markaðarins   og   til   að  mæta  mögulegri   áhættu   ætti   einnig   að  meta   (De  Wit   &  

Meyer,  2004).  

Sú   stefnumiðaða   áætlun   sem   kemur   út   úr   því   að   bera   saman   tækifæri   og   getu  

fyrirtækisins   með   ásættanlegri   áhættu   er   hagkvæmisstefna   (e.   Economic   strategy).      

Ferlinu   sem   lýst   hefur   verið   áætlar   að   sá   sem  mótar   stefnuna   sé   rökvís   og   hlutlægur  

þegar  hann  áætlar  mögulega  getu   fyrirtækisins  og   tækifæri   sem  eru  nú  þegar  eða  eru  

möguleg   á   markaðnum.   Hversu   mikla   eða   litla   áhættu   er   vilji   að   taka   fer   eftir  

hagnaðarmarkmiðum.     Þegar   búið   er   að  meta   hvað   fyrirtækið   gæti   gert  með   tilliti   til  

tækifæra  í  umhverfinu  og  búið  er  að  meta  hvað  fyrirtækið  getur  gert  með  tilliti  til  getu  

og  krafts  þarf  að  finna  milliveg  á  þessu  sem  er  hentugur  jafnvægispunktur  eða  ákveðin  

samnefnari.  Við  ákvörðun  stefnu  þarf  einnig  að  taka  tillit  til  valkosta  sem  forstjórinn  vill  

og   jafnvel   aðstoðamenn   hans   eða   hennar   hvort   sem   þeir   eru   í   takt   við   efnahagsleg  

sjónarmið   eða   ekki.   Persónuleg   gildi,   metnaður   og   hugsjón   hafa   einnig   áhrif   á  

lokaákvörðun  um  hvert  hlutverk  fyrirtækisins  eigi  að  vera.  Einnig  ætti  að  taka  til  greina  

við  ákvörðun  og  mótun  stefnu  það  sem  stjórnendur  hafa   löngun  til  að  gera.  Að   lokum  

hefur   siðferði   áhrif   á   stefnumótandi   ákvarðanir,   mismikið   og   á   ólíkan   hátt   eftir   eðli  

iðnaðar.   Út   frá   siðferði   og   samfélagslegri   ábyrgð   kemur   því   fjórði   þátturinn   í  

stefnumótandi  ákvörðunum  sem  er  hvað  fyrirtæki  ætti  að  gera  (De  Wit  &  Meyer,  2004).    

    Í  einfaldri  mynd  má  segja  að  það  sé  hægt  að  fara  tvær  leiðir  í  mótun  stefnu.  Það  

er  að  hún  flæði  að  ofan  og  niður  (e.  Top-­‐down)  eða  að  hún  verði  til  í  grunninum  og  flæði  

Page 33: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

33  

upp  á  við  (e.  Bottom-­‐up).  Efst  eru  þá  toppstjórnendur  og  neðst  valdaminni  starfsmenn.    

Þegar  fyrri  leiðin  er  notuð  er  aðalatriðið  hvað  stjórnendur  hafa  að  segja  ,  hver  er  þeirra  

vilji  og  hugmyndir.  Allar  mikilvægar  ákvarðanir   líkt  og  hlutverkið,   staðsetning  og  aðrar  

skilgreiningar   eru   teknar   af   stjórnendum   og   síðan   er   útkoman   kynnt   fyrir   öðrum  

starfsmönnum.    Hinn  almenni   starfsmaður  hefur   ekki  mikil   áhrif   á   stefnumótun  þegar  

þessi   leið  er  valin.    Hin   leiðin  er  þveröfug  en  hún  snýst  um  að  byrja   í  grunninum.  Nýta  

þannig   þekkingu   hópsins,   framkvæmdavilja   og   sköpunarkraft   og   þannig   nýta   máttinn  

sem  býr  í  mannauðnum  sem  heild.    Með  þessum  hætti  er  raunveruleg  staða  tekin  með  í  

myndina  og   starfsmönnum   sýnt   að   framlag  þeirra   skipti  máli   í   stefnumótunarstarfinu.  

Með  þessum  hætti  geta  hugmyndir  orðið  áhugaverðar  og  með  góðri  skipulagningu  getur  

framtíðarsýnin   orðið  metnaðarfull.   Starfsmenn   upplifa   hópinn   samheldnari   og   treysta  

hvort  öðru  og  fyrirtæki  sínu  betur.    Með  þessu  móti  má  einnig  bæta  fyrirtækjamenningu  

þar  sem  starfsmenn  móta  sjálfir  starfsmannastefnu  og  eru  með  því  að  ákveða  sjálfir  siða  

og   starfsreglur   sem   þeir   vilja   vinna   eftir   (Helgi   Þór   Ingason   og   Haukur   Ingi   Jónasson,  

2011).    

Kostir  þess  að  vinna  eftir   fyrri  aðferðinni  er  sú  að  stjórnendur  þekkja  vel   raunverulega  

stöðu  fyrirtækisins  og  má  leiða  líkur  að  því  að  starfið  verði  skilvirkt.    Það  er  því  einfalt  og  

þægilegt   að   vissu   leyti.     Ólík   sjónarmið   starfsmanna   verða   þó   þarna   út   undan   og   því  

hætta  á  að  margar  góðar  hugmyndir  skili  sér  ekki.    Einnig  eru  minni  líkur  á  að  starfsmenn  

fylgi  eftir  breytingum  og  finni  mikinn  áhuga  til  að  fylgja  eftir  markmiðum  og  sýnum  sem  

þeir  hafa  ekkert  um  að  segja  (Helgi  Þór  Ingason  og  Haukur  Ingi  Jónasson,  2011).    

Með  seinni  aðferðinni  eru  starfsmenn  virkir  frá  byrjun  til  enda.    Þannig  er  öll  vinnan  

sameiginleg   og   útkoman   einnig.   Helstu   kostirnir   eru   einmitt   þeir   að   hópurinn   er  

samstilltur   og   siglir   í   sömu   átt.   Fram   geta   komið  margar   hugmyndir   sem   geta   reynst  

eflandi   fyrir   fyrirtækið  á  margan  hátt.    Galli   við   slíka  aðferð  er  að  sama  skapi  að  erfitt  

getur  verið  að  halda  nógu  vel  utan  um   ferlið  án  þess  að   setja  því  hömlur  og  því  mjög  

sterk   stjórnun   sem   þarf.   Einnig   getur   slík   nálgun   reynst   erfið   því   að   eftir   að   hin  

sameiginlega   sýn   hefur   verið   sett   á   blað   tekur   við   lengra   og   erfiðara   ferli   sem   er  

framkvæmdin.  Mjög  nauðsynlegt  er  að  starfsmenn  finni  árangur  og  sjái  hlutina  verða  að  

veruleika,   annars   er   hætt   við   að   traustið,   samheldnin   og   sameiginleg   vinna   verði   að  

engu  þegar  ekkert  verður  af  áformum.    

Page 34: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

34  

  Þrátt   fyrir  að   leiðirnar  séu  ólíkar  þá  er  algengast  að  þeim  sé  blandað  saman  og  

ákveðið   jafnvægi   ríki   milli   starfsmanna   og   stjórnenda   í   ferlinu.     Þannig   má   nýta   sér  

helstu   kosti   beggja   leiða   til   hlítar.   Árangursrík   stefnumótun   verður   til   með   sterkri  

leiðsögn   og   þekkingu   æðstu   stjórnenda   á   starfseminni   og   með   því   að   gefa  

starfsmönnum  hlutverk  á  markvissan  hátt  má  auka  enn  fremur  líkur  á  árangri  (Helgi  Þór  

Ingason  og  Haukur  Ingi  Jónasson,  2011).    

3.3 Hvað  er  stefnumiðuð  stjórnun?  Stefnumótun,   stefna,   innleiðing  og   framkvæmd  eru  hluti   af  mörgum  þáttum   sem  upp  

koma  þegar  hugsað  er  um  stefnumarkandi  aðgerðir  en  segja  má  að  öll  þessi  atriði  megi  

setja  í  samnefnarann  stefnumiðuð  stjórnun.      

Samkvæmt   Runólfi   Smára   Steinþórssyni   (2003a)   snýst   stefnumiðuð   stjórnun   um  

hvernig   megi   ná   sem   bestum   árangri   í   skipulagsheild.   Áætlun   um   hvað   eigi   að   vera  

hlutverk  fyrirtækisins  jafnt  sem  það  vill  verða  til  lengri  tíma  litið  hefur  mikið  að  segja  um  

hversu   slæmur   eða   góður   árangurinn   er.   Í   síbreytilegu   umhverfi   er   mikilvægt   að  

stjórnendur   fylgist   grannt  með  og   séu   tilbúnir   að   tryggja   fyrirtækinu  árangur   í   víðustu  

mynd,  allt   frá  arðsemi  til  góðrar   ímyndar,     í  umhverfi  sínu.  Ef  ekki  er   fylgst  vel  með  er  

auðvelt   að   missa   tökin   og   jafnvel   þannig   að   ekki   sé   hægt   að   snúa   til   baka.   Hjá  

fyrirtækjum   sem   ná   góðum   árangri   er   stefnumiðuð   stjórnun   höfð   að   leiðarljósi   og   er  

árangursmiðun  helsta  einkenni  hennar  (Runólfur  Smári  Steinþórsson  ,  2003a).  

Líkt   og   fleiri   greinar   innan   stjórnunar  þá  ber   fræðimönnum  ekki   saman  um  hverjar  

helstu   skilgreiningar   og   áherslur   stefnumiðaðrar   stjórnunar   er.     Það   eru   því   ólíkar  

skoðanir  á   lofti  og  verða  stjórnendur  og   ráðgjafar  að  hafa  það   í  huga  og  geta  greint  á  

milli  fræðilegra  kenninga  eða  tískubóla  þegar  þeir  leita  upplýsinga  um  fræðin  (Runólfur  

Smári  Steinþórsson,  2003a).      

Runólfur   Smári   (2003b)   vitnar   í   Sjöstrand   (1997)   og   hans   orð   um   að   taka   skuli   með  

fyrirvara   kenningum   og   skoðunum   um   stefnumiðaða   stjórnun   þar   sem   þær   beri  

eingöngu   með   sér   kerfisbundna   rökræna   nálgun   en   mannlegi   þátturinn   sé   þar  

undanskilinn  og  því  sé  betra  að  leita  víðari  kenninga  sem  líta  til  þess  að  starfsmenn  þurfi  

að   vita   hvað   þeir   eiga   að   gera   til   að   stefna   skipulagsheildarinnar   gangi   upp   og   beri  

árangur.    Þannig  þarf  að  gæta  að  því  að  innihald  stefnunnar  sé  dregið  fram  og  misskiljist  

ekki  með  því  að  gæta  að  ferlinu  og  öllu  samhenginu  þar  sem  hinn  almenni  skilningur  sé  

Page 35: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

35  

grundvallaratriði.  Því  er  stefnan  sjálf  ekki  það  mikilvægasta  heldur  ferlið  og  samskiptin  

sem  fram  fara  til  að  ná  henni  fram.    Þær  leiðbeiningar  og  viðmið  sem  starfsmenn  fá  til  

að   stuðla   að   árangri   eru   því   mikilvægustu   vörðurnar   í   stefnumiðaðri   stjórnun.  

Einstaklega  mikilvægt   er   því   að   starfsmenn   skilji   hlutverk   skipulagsheildarinnar   og   átti  

sig   á   þeim   ávinningi   og   þeim   gæðum   sem   þeir   eiga   þátt   í   að   skapa.   Runólfur   Smári  

(2003b)  vitnar  aftur  í  Sjöstrand  (1997)  þegar  hann  segir  að  betri  skilningur  leiði  til  betri  

árangurs  (Sjöstrand,  1997;  Runólfur  Smári  Steinþórsson  ,2003b).      

Stefnumörkun  skipulagsheildar  og  stefnumiðuð  stjórnun  ræðst  því  frekar  af  daglegri  

starfsemi   hennar   heldur   en   skilgreindum   verkþáttum,   fundum  og   ráðstefnum   þó   slíkt  

verklag  sé  nauðsynlegt  til  að  starfsmenn  fái   leiðbeiningar,  hugmyndir  og  boð  og  því  er  

það   mikilvægur   vettvangur   fyrir   umræðu,   miðlun   reynslu   og   fræðslu.   Því   er   sú  

afmarkaða   stefnumótunarvinna   gríðarlega   mikilvæg   en   skilar   ekki   árangri   ein   og   sér  

(Runólfur  Smári  Steinþórson  ,2003b).  

3.4 Ólíkar  aðferðir  við  stefnumótun  Til   eru   ólíkar   aðferðir   í   stefnumótun   og  má   rekja   þær   til   ólíkra   skilgreininga   á   stefnu.  

Henry  Mintzberg   segir   að   ekki  ætti   að   reyna   að   einfalda   skilgreiningarnar   á   stefnu  og  

leggur   til   fimm   skilgreiningar   sem   kallast   p-­‐in   fimm   (Mintzberg,   1979;   Mintzberg,  

Ahlstrand  og  Lampel  1998).  

• Áætlun  (  e.Plan  )  Þessi  skilgreining  vísar  til  þess  að  stefna  sé  ekki  tilviljanakennd  

heldur  er  hún  áætlaður  leiðarvísir  fyrir  framtíðina.  Áætluð  stefna  er  einnig  nefnd  

(  e.Intended  strategy  ).  

• Mynstur   (   e.Pattern   )   Önnur   skilgreiningin   bendir   á   að   stefna   verði   til   út   frá  

mynstri  fyrirtækisins,  mótast  þannig  af  aðgerðum  og  hegðun  yfir  tíma.    Stefnan  

hér   er   ekki   áætluð   heldur   aðlagast   og   er   síðar   innleidd   (  e.Realized   strategy   ),  

fyrirtækjamenning    og  verklag  þróast  og  verður  stefnan  til  út  frá  því  samkvæmt  

þessari  skilgreiningu.    

• Staðsetning  (e.  Position).  Skilgreining  þessi   leiðir  að  samkeppnishæfni  fyrirtækja  

og  hvernig  stefna  skuli   fela   í  sér   leiðir  til  að  auka  virði   fyrir  viðskiptavini   framar  

samkeppnisaðilum.   Samkvæmt   þessu   sjónarhorni   felst   stefna,   og   um   leið  

Page 36: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

36  

samkeppnishæfni   fyrirtækja,   í   því   að   skapa   einstakt   og   meira   virði   fyrir  

viðskiptavini  en  keppninautarnir.    Hér  felur  stefna  í  sér  að  mestu  leyti  ytri  þætti  

fyrirtækisins  eða  þá  sem  snerta  viðskiptavininn.    

• Samhengi   (   e.Perspective   )   Þessi   fjórða   skilgreining   snýr   að   því   að   stefna   sé  

samhengi  þess  hvernig  fyrirtækið  starfar  og  gerir  hlutina.    Stefna  sem  þessi  snýr  

að  innra  umhverfi  fyrirtækisins  og  snertir  samhengi  þess  og  viðhorf.    

• Kænskubragð  (  e.Ploy  )  Stefna  er  hér  sett  fram  sem  herkænska  og  hvernig  megi  

ná  árangri  og  hafa  betur  í  samkeppni  með  þeirri  leið.      

Til   að   fjalla   um   ólíkar   leiðir   stefnumótunar   hefur   verið   talað   um  

stefnumótunarskólana   tíu   (Mintzberg,   Ahlstrand  og   Lampel   1998).     Skólunum  er   skipt  

upp   í   þrjá   hluta   og   er   hver   nálgun   ákveðin   einföldun   á   því   flókna   fyrirbæri   sem  

stefnumótun  er.    Fyrstu  þrír  eru  fyrirskipandi  (  e.Prescriptive  )  í  eðli  sínu  og  áhersla  meira  

lögð  á  hvernig   stefna  ætti  að  vera  mótuð   frekar  en  ekki  endilega  hvernig  það  er  gert.  

Þessir   eiginleikar   eru   einkennandi   fyrir   forskriftarnálgun   sem   vikið   verður   að   nánar   í  

næsta   kafla.   Næstu   sex   skólar   eru   meira   lýsandi   og   falla   þeir   að   birtinganálgun   (  

e.Descriptive   ).     Einkenni   þar   eru   að   hugsað   er   um   stefnumótun   sem   lýsandi   ferli   og  

hvernig  þau  eru  búin  til   í  raunveruleikanum.  Síðasti  skólinn  er  einn  í  sínum  flokki  en  sá  

fellur  undir  að  vera  einskonar  stilling  og  er  í  raun  sameining  allra  skólanna  og  sameinar  

forskriftar  og  birtinganálgunina  (Mintzberg,  Ahlstrand  og  Lampel  1998).      

1   Áætlanaskólinn   (e.The   planning   school).     Stefnumótun   er   hér   fastmótaður   ferill  

sem  er  mjög   formlegur.  Nákvæm  greining  er  gerð,  markmið  sett   fram  og   ferlinu  síðan  

haldið  við  með  áætlanagerð,  mælingum  og  endurmati.  

 2.   Hönnunarskólinn   (e.The   design   school).     Megináhersla   hér   er   að   staðsetja  

skipulagsheildina   í   samkeppnisumhverfi   sínu.   SVÓT   greining   sem   mælir   styrkleika,  

veikleika,   ógnanir   og   tækifæri   hefur   reynst   heppileg   fyrir   þessa   nálgun   og   er   hún   sú  

útbreiddasta   í   heiminum.     Hér   er   megin   áhersla   lögð   á   að   fullbúin   stefna   kemur   úr  

sköpunarverki.  

Page 37: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

37  

3.   Staðsetningarskólinn   (e.The   positioning   school).   Staðsetningarskólinn   hefur  

einkenni  af  bæði  áætlana-­‐  og  hönnunarskólanum  en  byggir   í  megin  atriðum  á  hvernig  

megi   ná   að   staðsetja   skipulagsheildina   í   samkeppnisumhverfi   með   sérstöki   tilliti   til   í  

hvaða   viðfangsefni   fyrirtækisins   best   sé   að   eyða   tíma,   orku   og   fjármagni.    

Samkeppniskraftar  eru  vel  skilgreindir  hér.    

4.   Frumkvöðlaskólinn   (e.The   entepreneurial   school).   Sýn   frumkvöðulsins   á  

stefnmótun  hefur  hér  lykilhlutverk.  Hann  hefur  völdin  og  skipulagsheildin  fylgir  honum.  

Lítið  er  hugað  að  vinnuferlinu  hér  heldur  hugsjón  eins  einstaklings.    

5.   Hugræni   skólinn   (e.The   cognitive   school).     Sálfræði   og   huglægar   vangaveltur  

einkenna   stefnumótun   sem   slíka.   Erfitt   getur   reynst   að   útskýra   og   skilja  

stefnumótunarferli  sem  á  sér  stað  í  hugarheimi  einstaklinga.    

6.   Lærdómsskólinn   (e.The   learning   school).   Stefnumótun   er   ferli,   samkvæmt  

lærdómsskólanum,  sem  er  stanslaust   í  þróun  samstíga  því  að  fyrirtækið  og  starfsmenn  

eru   að   læra  með   tímanum.   Stefna   sé   þannig   að   þróast   innan   deilda   og   þekking   sem  

skapast  í  lærdómsferlinu  sé  nýtt  til  að  gera  betur  og  þróa  deildina.    

7.  Valdaskólinn  (e.The  power  school).  Völd  spila  lykilhlutverk  hér  og  verður  stefna  til  

út   frá   samningaviðræðum   valdamikilla   aðila   í   fyrirtækinu.   Slíkar   viðræður   geta   verið  

tímafrekar   og   mögulegt   er   að   farið   sé   á   mis   við   ýmsa   möguleika   sem   geta   orðið   án  

valdabaráttu.    

8.  Menningarskólinn   (e.The   cultural   school).  Menningarskólinn  er   ferli   sem   snýr   að  

því   að   sameiginlegir   hagsmunir   allra   í   skipulagsheildinni   séu   undirstöðuatriði.  

Fyrirtækjamenning   hefur   hér   áhrif   á   stefnumótunina   og   hefur   það   verið   helsta  

gagngrýnin   einnig   þar   sem   sú   áhersla   getur   verið   varasöm   ef   breytingar   eru  

nauðsynlegar.    

9.  Umhverfisskólinn  (e.The  environmental  school).  Ytra  umhverfi  ræður  ríkjum  hér  og  

leggur   megináherslu   á   að   skipulagsheildin   sé   vakandi   fyrir   breytingum   í   því.   Helsta  

gagngrýnin  er  að  erfitt  getur  verið  að  hafa  áhrif  á  það  þrátt  fyrir  að  það  þekkist  að  stefna  

fyrirtækja  geti  það  einmitt.  

10.   Samstillingarskólinn   (e.The   configuration   school).   Hugmyndir   hér   eru   minna  

formaðar   en   tekist   er   á   við   ástand   eins   og   það   er.   Þannig   viðurkennir   hann   áhrif   frá  

Page 38: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

38  

hinum   skólunum   níu   og   sameinar   á   einfaldan   hátt.   Einfaldleikinn   hefur   verið   mesta  

gagngrýnin  og  segja  þeir  að  slíkt  eigi  alls  ekki  við  í  atvinnulífinu.    

3.4.1  Forskriftar  eða  birtingaraðferð?  Eins  og  komið  var  inn  á  í  síðasta  kafla  er  um  tvær  ólíkar  nálganir  að  ræða  þegar  litið  er  á  

hvernig  stefna  er  búin  til.      

Sú  fyrri  sem  er  forskriftarnálgun  (e.Prescriptive)  nálgast  stefnumótun  á  þann  hátt  að  

megin  markmið  og  hlutverk  hafa  verið  skilgreind  áður  en  stefnumótun  hefst.    Helstu  kostir  

með  þessari  nálgun  er  að  hún  stuðlar  að  heildaryfirsýn  af  skipulagsheildinni  sem  gerir  kleift  

að  bera  saman  árangur  og  sett  markmið  (Lynch,  2003).    Með  þessu  móti  er  einfaldara  að  

leggja  mat  á  og  skipuleggja  auðlindir  skipulagsheildarinnar  ,  sérstaklega  þeim  sem  skapa  

samkeppnishæfni  ,  og  nýtingu  þeirra  fágætu.  Með  forskriftarnálgun  er  einnig  auðvelt  að  

vakta  framkvæmdina  og  áætlunina  (Lynch  ,  2003).    

Myndin  hér  fyrir  neðan  lýsir  vel  ferli  áætlaðrar  stefnu.  

Þróun&og&ú*ærsla&á&markmiði&skipulagsheildarinnar&&

Greiningar&á&ytra&umhverfi,&efnahagsumhverfi&ofl.&&

Endurskoða&markmið&með&BlliB&Bl&ytra&umhverfis&

Þróa&stefnumöguleika&

Velja&stefnu&út&frá&möguleikum&að&ná&markmiðum&

Innleiða&valda&stefnu&

 

Mynd  2.Stefna  mótuð  með  forskriftarnálgun.(  Lynch  2003).  

Seinni  nálgunin,  birtingarnálgunin  (e.Emergent)  er  mjög  ólík  þeirri  fyrrnefndu.  Hér  er  

gengið  út   frá  því  að   lokamarkmiðið  sé  ekki  skýrt  og  hlutverkið  er  þróað  með  tímanum  

eftir  hvernig   stefnunni  miðar  áfram   (Lynch,  2003).    Með  þessari  nálgun  er   inntakið  að  

mannfólkið   er   ekki   alltaf   jafn   skynsamt  og   rökvíst   eins   og   forskriftaraðferðin   gerir   ráð  

fyrir.  Birtingaraðferðin  nálgast  stefnuna  þannig  að  hún  verði  til  yfir  tíma,  aðlagist  þörfum  

mannauðsins  og  þróist  áfram.  Lítið  virði  er  sett   í  að  gera   langtímaáætlanir.  Samkvæmt  

þessari   nálgun   er   stefnumótun   flóknari   en   sú   fyrri   gefur   til   kynna   og   samkvæmt  

rannsóknum   fræðimanna   (Pettigrew   ,1985;   Mintzberg   ,1990;   Johnson   ,1986;   Lynch,  

Page 39: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

39  

2003)   má   ekki   undanskilja   þátt   mannauðsins.   Það   þurfi   að   taka   fólkið,   kænsku   og  

menningu  skipulagsheildarinnar  með   í  myndina.  Þannig  er  samkvæmt  þessu  réttast  að  

líta  á  stefnu  sem  lærdómsferli  og  lítil  skref  fram  á  við  (Lynch,  2003).    

Hér  fyrir  neðan  er  dæmi  um  ferli  stefnumótunar  þegar  birtingarnálgunin  er  við  völd.    

Markmið(

Árangur(

Ræða(a/ur(við(stjórnendur(

(Ræða(við(deildir(

og(samstarfsaðila(

Tillaga(A(Mistekst(

Tillaga(B(

Árangur( Mistekst(

Umræða(við(stjórnendur(

Umræða(við(deildir(og(

samstarfsaðila(

 

Mynd  3.Stefna  mótuð  með  birtingarnálgun.(Lynch  2003).  

 

Þrátt  fyrir  að  hér  séu  listaðar  upp  ýmsar  skilgreiningar  þá  verður  sjaldnast  ein  ákveðin  

fyrir   valinu.     Stefna   sem   sprettur   upp   frá   stífri   stefnumótunarvinnu   án   allra   áhrifa   frá  

fyrirtækjamenningu  er  sjaldnast  raunin.  Þannig  er  stefna  oftast  blanda  af  áætlaðri  stefnu  

og  mynstri  (Barney  &  Hesterley,  2010;  Mintzberg  og  Waters,  1985;  Mintzberg,  Ahlstrand  

og  Lampel  1998).    

Hér  fyrir  neðan  er  mynd  sem  lýsir  ágætlega  hvernig  nálgun  stefnu  blandast  saman.  

Page 40: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

40  

Áætluð'stefna'

'

Stefna'sem'var'áætluð'en'var'ekki'innleidd'

'

Stefna'sem'verður'

ómeðvitað'6l'úr'áætluðu'stefnunni'

Innleidd'stefna'

Upprennandi'stefna'

 

Mynd  4.Nálgunum  blandað  saman.  (Mintzberg,  1985)  

3.5 Hvað  býr  í  skipulagsheildinni?    Til   að   skýra   mismunandi   gengi   og   samkeppnisforskot   fyrirtækja   eru   tvær   nálganir  

ríkjandi.  Sú  þriðja  hefur  reyndar  litið  ljós  síðustu  ár  og  er  talin  af  mörgum  fræðimönnum  

eiga  vel  við   í  nútímasamfélagi   (Ingi  Rúnar  Eðvarðsson,  Runólfur  Smári  Steinþórsson  og  

Helgi  Gestsson,  2003  ;  Peng,  Sun,  Pinkham  og  Chen  ,2009).    

Fyrri  tvær  eru  þó  mun  þekktari  enda  töluvert  eldri.   Í  kaflanum  verður  farið  yfir  þær  

allar   þrjár,   auðlindanálgun,   atvinnuveganálgun   og   þá   nýjastu   stofnananálgun.   Einnig  

verður  farið  yfir  hvað  samkeppnisforskot  ,  færni  og  kjarnafærni  er  svo  hægt  er  að  setja  

allt  í  samhengi.    

 

3.5.1 Samkeppnisforskot  og  kjarnafærni    

Það   er   ekki   tilviljun   ein   sem   ræður   hagnaðarmöguleikum   fyrirtækja   heldur   er   það  

uppbygging   atvinnugreinarinnar   í   heild.   Þannig   getur   ein   atvinnugrein   verið   mjög  

hagnaðarsöm  á  meðan  önnur  berst   sífellt   í   bökkum  með   verðstríði   og   litlum  hagnaði.  

Hvernig   samkeppni   þróast   innan   atvinnugreinar  má   rekja   til   kenninga   um   einokun   (e.  

Monopoly  )  annars  vegar  og  fullkominnar  samkeppni  (e.Perfect  competition)  hins  vegar.  

Page 41: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

41  

Í   raunveruleikanum   falla   atvinnugreinar   á  milli   þessara   tveggja   ýktu   kenninga   (Grant,  

2005).      

Greining   á   samkeppnisforskoti   er   órjúfanlegur   þáttur   stefnumiðaðrar   stjórnunar.  

Síendurtekið   ferli   athafna   leiðir   til  hugmynda  að  mögulegri   stefnu   sem  er  prófuð  með  

getu  fyrirtækisins,  stöðu  samkeppnisaðila  og  möguleika  á  fleiri  tækifærum  að  leiðarljósi.  

Þetta   ferli   er   grunnurinn   að   því   að   finna   hvað   það   er   sem   veitir   varanlegt  

samkeppnisforskot   og   ætti   að   vera   hluti   af   heildarstefnu   fyrirtækisins   til   að   berjast   í  

kviku  umhverfi  iðnaðarins  (Quinn,  Mintzberg  &  James,  1988  ).    

McGee,  Thomas  og  Wilson   (2010)   fjalla  um  samkeppnisforskot   sem  mögulega  getu  

skipulagsheildar  til  að  skapa  einstakan  ávinning  til  viðskiptavina  sinna   ,  skapa    arðsemi  

yfir  meðallagi  í  iðnaðinum  sem  hagsmunaaðilar  jafnt  sem  eigendur  njóta  góðs  af.  Til  að  

slíkt  náist  verður  skipulagsheildin  að  hafa  sérstöðu  og  vera  ólík  samkeppnisaðilum.    

Færni  og  geta  skipulagsheildar  til  að  aðgreina  sig  frá  öðrum  er  kölluð  kjarnafærni  (e.  

Core-­‐competencies).   Með   því   að   nýta   þessa   þætti   til   að   nýta   auðlindir   sínar   á  

skipulagðan   hátt   getur   skipulagsheildin   skapað   sér   sérstöðu.     Uppsöfnuð   reynsla,  

fjölbreytt  framleiðslufærni  ,  samþætting  tækni  og  sameiginleg  þekking  skipulagsheildar  

myndar   kjarnafærni.     Þannig   er   hún   upplýsingar   og   ferlar   sem   eru   bæði   áþreifanlegir  

jafnt  sem  óáþreifanlegir  og  einstakir  í  hverri  skipulagsheild  (McGee,  Thoman  og  Wilson,  

2010).  

Haft   er   eftir   Runólfi   Smára   Steinþórssyni   (2003b)   að   kjarnafærni   er   samþætting  

athafna,  hugvits  og  tæknibúnaðar  sem  skipulagsheildin  framkvæmir  á  betri  hátt  en  allar  

aðrar  skipulagsheildir.  Einnig  að  áhersla  sé  lögð  á  rétt  skipulag  mannauðs,  skipulag  sem  

eflir   umboð   starfsmanna   til   athafna,   skuldbindinga   og   ákvarðanatöku   og   eflir   því  

valddreifingu   er   líklegra   til   þróa   ,   skapa   og   viðhalda   kjarnafærni   sinni   og   ná   þannig  

samkeppnisforskoti.    

 

3.5.1.1 Auðlindanálgun  (e.Resource  based  view)  Auðlindir  og  skipulagsheildir  eru  órjúfanlegur  þáttur  og  veitir  greining  á  auðlindunum  

dýpri   þekkingu   á   hvað   virkilega   býr   í   skipulagsheildinni.   Auðlindir   eru   þeir   þættir   sem  

skipulagsheildin  hefur  til  að  moða  úr  verðmæti  og  skapa  einhverskonar  virði.    Auðlindir  

Page 42: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

42  

geta   verið   áþreifan-­‐  og  óáþreifanlegar  eignir   sem  skipulagsheildin  nýtir   til   að  móta  og  

framkvæma  áætluð  verkefni  (Barney  &  Arikan,  2001).  

Margaret  A.  Peteraf  (1993)  fjallar  um  í  grein  sinni  Hornsteinar  samkeppnishæfni  (The  

cornerstones  of  competitive  advantage:  A  research  based  view)  að  síðastliðin  ár  hafi  ný  

nálgun   verið   að   þróast   um   samkeppni   skipulagsheilda   sem   er   einstök   á   sviði  

stefnumiðaðar  stjórnunar.  Nálgun  þessi  kallast  auðlindanálgun  og  er  álitið  af  sumum  að  

hún  geti  haft  örlagaríka  þýðingu  fyrir  kenningar  á  þessu  sviði.  Aðrir  veltu  fyrir  sér  hvort  

sú  nálgun  væri  að  bæta  einhverju  nýju  við  þá  þekkingu  sem  þegar  var  til  staðar.  Til  að  

mynda   byrjar   klassísk   stefnumótun   á   mati   á   samkeppni   á   markaði   og   auðlindum  

skipulagsheildar  (Peteraf,  1993;  Andrews,  1971).    

Með  auðlindum  er  átt  við  það  sem  veitir  fyrirtækinu  styrk  eða  veikleika  og  geta  þær  

verið  áþreifanlegar  og  óáþreifanlegar  og  eru  nánast  bundnar  óaðskiljanlegum  böndum  

við  skipulagsheildina.    

Birger  Wernerfelt   (1984)   lítur   til   kenninga   Penrose   (1959)   í   umfjöllun   sinni   um   að  

fyrirtæki  séu  samansafn  víðtækra  auðlinda  (Wernerfelt  ,  1984).    Hann  fjallar  um,  í  grein  

sinni  um  auðlindanálgun,  leiðir  til  að  finna  samband  auðlinda  og  hagnaðar  jafnt  sem  að  

finna  heppilegar  leiðir  til  að  ráðstafa  auðlindum  skipulagsheildarinnar  yfir  tíma.        

Árið   1986   fjallaði   Jay   Barney   í   grein   sinni   Strategic   Factor   Markets:   Expectations,  

Luck,  and  Business  Strategy  um  hvernig  sum  fyrirtæki  geta  náð  betri  árangri  en  önnur.  

Hann  fjallar  þar  um  að  til  þess  að  svo  verði  þurfi  skipulagsheildin  að  skipuleggja  auðlindir  

sínar   vel   og   innleiða   stefnu   sem   tekur  mið   af   auðlindum   sem  nú  þegar   eru   til   staðar.    

Slíkar  auðlindir  séu  skref  í  rétta  átt  að  auknu  samkeppnisforskoti  svo  framarlega  sem  að  

þær  séu  ekki  á  allra  færi.  Auðlindir  sem  slíkar  gætu  verið  framleiðsluþekking  (Williamson  

,1975)   ,   einstök   blanda   af   reynslu   í   skipulagsheild   (Chamberlin,   1933)   og   teymisvinna  

stjórnenda  (Alchian  and  Demsetz,  1972).    

Barney   kom   síðar   með   aðra   grein   árið   1991   ,   Firm   Resources   and   Sustained  

Competitive  Advantage,  og  fjallaði  sú  um  auðlindanálgun  og  samkeppnishæfni.    

Þar  byggir  hann  á  að  auðlindir  séu  ólíkar  á  milli  skipulagsheilda  og  að  sá  mismunur  sé  

stöðugur   yfir   tíma.   Þannig   skoðar   hann   fylgni   samkeppnishæfni   við   auðlindir.     Hann  

setur   fram  módel  með   fjórum   þáttum   sem   að   geta   sagt   til   um   hvort   að   auðlindin   sé  

Page 43: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

43  

líkleg   til   að   auka   samkeppnishæfni   skipulagsheildarinnar.   Líkanið   heitir   VRIO   og   eru  

þættirnir    V-­‐  virði  ,  R-­‐  fágæti,  I-­‐  hermanleiki  og  O-­‐  skipulag.    

Með  þessu  líkani  má  finna  út  hvað  auðlindin  hefur  að  geyma  en  Barney  vill  meina  að  

auðlindir   skapi  ekki  viðvarandi   samkeppnisforskot  nema  þær  séu  verðmætar,   fágætar,  

erfitt  að  herma  eftir  og  þá  þarf  einnig  skipulag  skipulagsheildarinnar  að  styðja  við  þær  

(Barney  ,  1991).      

Erfitt   getur  verið  að  útskýra  hvað  það  er   sem  gerir  einni   skipulagsheild  kleift   að  ná  

betri   árangri   en   annari   þegar   ekki   er   hægt   að   tengja   það   við   ólíkar   aðstæður   í  

iðnaðinum.  Með  tilkomu  auðlindanálgunar  hefur  það  breyst  og  nú  má  tengja  auðlindir  

skipulagsheildar  við  hagnaðarmöguleika  hennar  (Peteraf,  1993).    

Inga  Jóna  Jónsdóttir  (2003)  vitnar  hér  í  kenningu  Penrose  (1959)  um  vöxt  fyrirtækja.  

„Það   er   sérstaðan   (e.   Heterogenety)   en   ekki   einsleitni   (e.   Homogenety)  

framleiðsluþáttanna   sem   fyrirtæki   ræður   yfir,   eða   hugsanlega   ræður   yfir,   sem   gerir  

hvert  fyrirtæki  einstakt.  Það  er  ekki  aðeins  að  starfsfólk  fyrirtækis  geti   lagt  að  mörkum  

fjölbreytt  úrval  einstæðrar  þjónustu  heldur   líka  að  unnt  er  að  nota  efnislegar  auðlindir  

fyrirtækisins  á  fjölbreyttan  hátt,  sem  þýðir  að  það  getur  boðið  upp  á  mjög  fjölbreytilega  

þjónustu.“    

Telja  má  starfsmennina  eina  mikilvægustu  auðlind  hverrar  skipulagsheildar  og  til  að  

sú  auðlind  skapi  verðmæti  er  nauðsynlegt  að  starfsfólkið  hafi  gleði  og  áhuga  á  starfinu  

sínu.  Til   að  auka   líkur  á  að   svo  verði  er  mikilvægt  að   starfsmenn  og   stjórnendur   sigli   í  

sömu  átt  með  sameiginleg  markmið  skipulagsheildarinnar  að  leiðarljósi  (Runólfur  Smári  

Steinþórsson,  2003a).    

Það   sem   er   hvað   ólíkast   með   auðlindanálgun   og   atvinnuveganálgun   sem   fjallað  

verður  um  í  næsta  kafla  er  að  í  þeirri  fyrri  má  segja  að  horft  sé  að  innan  og  út  á  við  en  í  

seinni  er  því  öfugt  farið  eða  út  á  við  og  inn  (Mintzberg,  Ahlstrand  og  Lampel  1998;  Ingi  

Rúnar,  Runólfur  Smári  &  Helgi,  2003).    

3.5.1.2 Atvinnuveganálgun  (e.Industry  based  View)  Michael  E.  Porter  gaf  út  bókina  Competitive  strategy  árið  1980  og  í  kjölfarið  varð  mikil  

breyting  hjá   ráðgjöfum  og   fræðimönnum,  mikið  var  um  athafnasemi  og  nálgunin  varð  

fljótt   yfirgnæfandi   á   sviðinu.   Nálgunin   sem   um   ræðir   er   staðsetningaskólinn   og   er    

atvinnuveganálgun   í   stefnumótun   ríkjandi   þar   (Porter,   1980;  Mintzberg,   Ahlstrand   og  

Page 44: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

44  

Lampel   1998).   Megintilgangurinn   þar   er   að   staðsetja   fyrirtækið   vel   í  

samkeppnisumhverfi  með  tilliti  til  utanaðkomandi  þátta  ,  læra  hvað  það  er  í  umhverfinu  

sem   getur   skapað   sérstöðu   fyrir   viðskiptavini   og   til   að   skara   fram   úr  

samkeppnisaðilinum.  Hvernig   skipulagsheildin  er   svo   staðsett   í   samkeppnisumhverfinu  

mun   segja   til   um  möguleika   hennar   til   árangurs   og   samkeppnisforskots   (Ingi   Rúnar   ,  

Runólfur  Smári  &  Helgi,  2003).      

Til   að   skýra   betur   hvað   átt   er   við   með   þessari   nálgun   má   horfa   til   nafnsins,  

staðfærsluskólinn.  Með   staðfærslu   hér   er   átt   við   hvernig   skipulagsheildin   skipuleggur  

starfssemi  sína  þannig  að  hún  geti  varist  og  haft  áhrif  á  samkeppni  með  því  að  nýta  sína  

eigin   styrkleika,   gert   er   ráð   fyrir   að   á   markaði   ríki   fullkomin   samkeppni   (Mintzberg,  

Ahlstrand   og   Lampel   1998).    Með   staðfærslunálgun   eru   auðlindir   sagðar   einsleitar   og  

jafn  aðgengilegar  öllum  skipulagsheildum  (Barney,  1986).  

Porter   (1980)   setti   fram   líkan   sem   útskýrir   kraftana   sem   eru   í   atvinnugreininni   og  

hvernig   þeir   hafa   áhrif   á   samkeppni   og   árangur.   Líkanið   er   kallað   fimm   krafta   líkan  

Porters   og   greinir   það   eins   og   nafnið   segir   til   um,   fimm  helstu   kraftana   í   umhverfinu.    

Hvernig  hver  og  einn  kraftur  í  umhverfinu  mun  svo  hafa  áhrif  á  stefnumótunina.  Porter  

(1985)  setur  einnig  fram  annað  módel  sem  leiðbeinir  við  mótun  stefnunnar  og  snýst  það  

um  að  ákveða  hvort  skipulagsheildin  muni  vera  með  aðgreinandi  vöru  eða  þjónustu  eða  

hvort  verðið  verði  í  brennidepli  en  sú  aðgreining  ,  hvort  sem  það  verður  ,  er  lykilatriðið  

aðgreiningin  ef  fyrirtækið  ætlar  að  skara  fram  úr  (Mintzberg,  Ahlstrand  og  Lampel  1998).    

Fleiri  módel  komu  frá  honum  líkt  og  virðiskeðjan  en  ekki  verður   farið   í  hana  né  önnur  

módel  hér.    

 

3.5.1.3 Stofnananálgun  (e.Institution  based  view)  Í  grein  Inga  Rúnars,  Runólfs  Smára  og  Helga  (2003)  er  fjallað  um  nýja  nálgun  sem  kemur  

frá  Peng,  Sun,  Pinkham  og  Chen  (2009)  og  hefur  hún  verið  að  festast  í  sessi  á  21.öldinni.  

Sú  nálgun,   stofnananálgunin,   er   úr   stofnanahagfræði  og   stofnanafélagsfræði.   Í   þessari  

nálgun  eru  aðstæður  og  leikreglur  í  sviðsljósinu.  Samkvæmt  Peng  og  félögum  (2009)  er  

það  stjórnendum  mikilvægt  að  líta  til  þessara  þriggja  nálgana  þar  sem  þær  stuðli  saman  

að  stefnumiðaðri  stjórnun.    

Myndin  hér  fyrir  neðan  sýnir  hvernig  þessar  þrjár  nálganir  blandast  saman.  

Page 45: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

45  

Samkeppni)í)greininni)

Auðlindir)og)geta))

Ástand)skipulagsheildar))

Stefna) Framkvæmd)

 

Mynd  5.Atvinnuvega,auðlinda  og  stofnananálgun  sett  saman  (Peng,  Sun,  Pinkham,  and  Chen,  2009)

 

3.6 Stefnumiðuð  skipulagsheild  

3.6.1 Framkvæmd  stefnu  

Allt   að   80%   fyrirtækja   ná   ekki   sínum   stefnumiðuðu  markmiðum   og   er   algeng   ástæða  

fyrir   því   sú   að   ekki   er   nógu   skýrt   hvernig   framkvæmd   stefnu   á   að   vera   (Kaplan   &  

Norton,2008).      

Þegar   ný   stefna   er   sett   fram  má   áætla   að   henni   fylgi   ný   verkefni,   ný  markmið   og   oft  

breytingar.    

Áður  en  hafist  er  handa  við  að  framkvæma  stefnuna  eru  þrjú  atriði  sem  nauðsynlegt  er  

að   vera   með   á   hreinu.   Það   fyrsta   er   að   útlista   markmið   skipulagsheildarinnar.    

Markmiðin   þurfa   að   vera   skýr,   mælanleg   og   raunhæf.   Í   öðru   lagi   þarf   að   útbúa  

árangursmælikvarða   sem   mæla   árangur   stefnunnar.   Þriðja   atriðið   er   að   innleiða  

stefnumiðað  árangursmat  sem  er  vel  ígrundað  (Niven  ,  2006).    

Samkvæmt  Niven  (2006)  eru  fjórar  ástæður  sem  geta  hindrað  að  framkvæmd  stefnu  

gangi  eins  og  tilætlað  er:    

• Skilningur  er  ekki  nægur  (e.  Vision  barrier).    Stefnunni  er  ekki  komið  nægilega  

vel  til  skila  til  allra  starfsmanna  og  því  ná  þeir  ekki  sömu  tengingu.  

Page 46: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

46  

• Hvatning   er   of   lítil   (e.   People   barrier).   Mikilvægt   er   að   huga   að   og   sníða  

hvatakerfi   sem   snúa   að   markmiðum   til   lengri   tíma   en   ekki   eingöngu   til  

skammtíma.  

• Skortur   á   stjórn   (e.   Management   barrier).   Stjórnendur   fylgja   framkvæmd  

stefnunnar  ekki  nægilega  vel  eftir.  

• Skortur   á   aðföngum   (e.   Resource   barrier).   60%   skipulagsheilda   tengja   ekki  

fjárhagsáætlun   við   framkvæmd   stefnunnar.   Fjárhagsáætlanir   eru   gerðar   til  

styttri   tíma  en  stefna  er   langtímamarkmið  og  því  þarf  að   tengja  þessa  þætti  

saman  ef  þeir  eiga  ekki  að  stangast  á.    

 

Kaplan  og  Norton  (2001)  minnast  á  að  þegar  litið  er  á  nokkrar  skipulagsheildir  sem  hafa  

náð   verulega   góðum   árangri   minnast   stjórnendur   þar   oftast   á   tvö   orð   til   að   útskýra  

hann.  Orðin  eru  uppröðun  (  e.  Alignment  )  og  einbeiting  (  e.  Focus  ).    Þannig  er  átt  við  að  

með  réttri  röðun  og  einbeitingu  má  raða  stjórnunarteymi,  viðskiptaeiningum,  mannafla,  

upplýsingatækni   og   fjárhagstöðu   á   réttan   hátt   til   að   styðja   við   stefnuna   (Kaplan   &  

Norton,  2001).      

Enn   fremur   minnast   þeir   félagar   á   að   það   séu   fimm   lykilatriði   sem   einkenna  

stefnumiðaða  skipulagsheild:  

• Stefnan   er   yfirfærð   á   rekstrarlegan   grundvöll   (e.   Translate   the   strategy   to  

operational  terms)  

• Skipulagsheild  er  skipulögð  með  stefnuna  að  leiðarljósi  (e.  Align  the  organization  

to  the  strategy)  

• Stefnan  er  gerð  mikilvæg  öllum  starfsmönnum  (e.Make  the  strategy  everyone´s  

everyday  job)  

• Stefnan  er  endurskoðuð  (e.  Make  strategy  a  continual  process)  

• Breytingum   er   stjórnað   af   sérfæðingum   (e.  Mobilize   change   through   executive  

leadership)  

Page 47: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

47  

 

Mynd  6.Hringrás  stefnu  í  stöðugri  endurskoðun.(Kaplan&Norton,2008).  

Hægt  er  að  velja  um  ýmsa  aðferðafræði  til  að  búa  til  og  framkvæma  stefnu.  Ein  þeirra  

hefur  reynst  vel  og  er  til  að  mynda  aðferðin  sem  stjórnendur  notuðu  í  dæmunum  hér  að  

ofan  um  fyrirtæki  sem  hafa  náð  góðum  árangri  í  stefnumálum.    Aðferðin  er  stefnumiðað  

árangursmat  (e.  Balance  scorecard)  og  var  hún  sett  fram  fyrst  af  fyrrnefndum  höfundum  

Kaplan   &   Norton   1992.     Aðferðafræðin   snýst   í   meginmáli   um   að   koma   stefnu  

skipulagsheildar   á   skilvirkan   og   árangursríkan   hátt   til   starfsmanna   með   hjálp   tveggja  

verkfæra.  Þegar  sú  aðferðafræði  er  notuð  er  stefnu  komið  áfram  með  svokallaðri  hríslun  

(e.  Cascading).  Með  því  er  átt  við  að  heildarstefna  skipulagsheildarinnar  hríslast  um  allar  

deildir  með  skor  og  stefnukortum  sem  verður  útskýrt  betur  hér  á  eftir.  Heildarstefnunni  

er  því  skipt  upp  í  nokkra  liði  eða  undirstefnur  sem  eru  ítarlega  útskýrðar.  Þannig  komast  

skilaboðin   skýrar   til   allra   starfsmanna   og   skilningur   verður   betri.   Árangurinn   verður  

skilvirkari   því   þó   að   undirstefnurnar   séu   hluti   af   sömu   stefnunni,   heildarstefnunni   ,  

reynist  árangursríkara  að  útskýra  stefnuna  með  því  að  útskýra  hvern  lið  ítarlega  (Snjólfur  

Ólafsson,  2005).  Samkvæmt  Kaplan  &  Norton  (2000)  er  skilningur  starfsfólks  á  innihaldi  ,  

tilgangi   og  markmiðum   stefnunnar   einmitt   grundvallaratriði   til   að   framkvæmd   stefnu  

verði   árangursrík.   Ekki   er  þó  hægt  að   skilja   stefnu   sem  ekki   er  hægt  að   lýsa  og  því   er  

mikilvægt   að   búin   sé   til   umgjörð   á   lýsingu   stefnunnar.   Áður   var   lögð   áhersla   á  

Page 48: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

48  

fjárhagslega  umgjörð  fyrir  stefnulýsingu  og  hentaði  það  ágætlega  fyrir  stefnur  byggðar  á  

kaupum  og  stjórnun  áþreifanlegra  eigna.     Í  dag  eru  viðmiðin  önnur,  þekkingarveröldin  

gerir   það   að   verkum   að   óáþreifanlegar   eignir   skapa   sjálfbært   virði.   Dæmi   um   slíkt   er  

geta   og   þekking   starfsmanna,   upplýsingatæknin   sem   styður   starfsmenn   og   tengir  

skipulagsheildina  við  viðskiptavini  og  birgja  og  umhverfið  sem  hvetur  til  nýsköpunar  við  

lausn   vandamála   og   framfara.   Þessar   óáþreifanlegu   eignir   geta   skapað   virði   en  

fjárhagsmælingum  sem  mikið  voru  og  eru  notaðar   til   að  mæla  árangur  yfirsjást  þetta,  

bæði  að  mæla  og  eins  að  tengja  við  virðissköpun  (Kaplan  &  Norton,  2001).        

Stefnumiðað  árangursmat  er   áhrifarík  umgjörð   til   að   lýsa   stefnu  með  því   að   tengja  

áþreifanlegar   og   óáþreifanlegar   eignir   við   virðissköpun.   Ekki   er   þó   ætlunin   að   reikna  

virði   eignanna   heldur   mæla   þær   í   einingum.   Á   þann   hátt   má   nota   stefnukort   við  

stefnumiðað  árangursmat  til  að   lista  upp  allar  eignir  og  setja  þær   í  samhengi  og  mæla  

hvernig  þær   skapa   virði,   viðskiptavild  og  hagstæða   fjárhagsútkomu   (Kaplan  &  Norton,  

2001).      

Þessi   aðferðafræði   býður   upp   á   tvö   verkfæri   sem   geta   einfaldað   framkvæmdina  

stefnukort  (e.  Strategy  map)  og  skorkort  (e.  Scorecard)  og  verður  farið  yfir  tilgang  þeirra  

í  næsta  köflum.    

3.6.2 Stefnukort  Með   stefnukorti   má   lýsa   stefnunni   myndrænt.   Þá   eru   markmiðin   listuð   upp   og  

aðgerðum  um  hvernig  eigi  að  ná  þeim.  Oft  er  lykilmarkmiðið  þá  sett  eftst  á  kortið  þannig  

að  öll  markmiðin  vinni  að  því.    Áður  var  stefnu   lýst  með  orðum  og  getur  það  hentað   í  

þeim  tilvikum  sem  ekki  þarf  að  lýsa  stefnunni  ítarlega  eða  fá  skilning  starfsmanna.  Hins  

vegar   ef   ætlunin   er   að   skilaboð   stefnunnar   komist   virkilega   til   skila   og   hafi   áhrif   á  

starfsmenn  skipulagsheildarinnar  er  nauðsynlegt  að  beita  öðrum  aðferðum.  Stefnukort  

gefur  möguleika  á  að  stefnunni  sé  lýst  á  annan  og  betri  hátt  en  með  öðrum  aðferðum,  

jafnvel  eina  aðferðin  til  að  lýsa  stefnu  á  djúpan  og  skilvirkan  hátt  ef  hún  er  flókin  og  eða  

ítarleg  (Snjólfur  Ólafsson,  2005).    

Með  stefnukorti  er  hægt  að  setja  stefnuna  fram  á  samloðandi,  náinn  og  kerfisbundinn  

hátt.    Stefnukort  á  að  lýsa  ferli  virðissköpunar  á  öllum  þáttum  stefnunnar.    

Page 49: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

49  

Innihald  og  markmið   stefnunnar  er   sett   fram   í   fjórum  víddum  þar   sem  hver  og  ein  

vídd   inniheldur   lykilmælikvarða.     Víddirnar   í   heild   sinni   innihalda   markmið  

skipulagsheildarinnar  sem  ætlað  er  að  ná  á  næstunni  og  aðgerðaáætlun  til  að  ná  þeim  

og  allt  það  sem  mun  aðgreina  hana   frá  samkeppnisaðilum  og  veita   langtíma  virði   fyrir  

viðskiptavini   og   hagsmunaaðila   (Kaplan   &   Norton,   2001).       Orsakasamhengi   milli  

markmiða  og  vídda  er  oft  útskýrt  með  örvum  og  sýnir  að  eitt  markmið  getur  haft  áhrif  á  

annað  og  jafnvel  fleiri  mörg.    Á  myndinni  hér  fyrir  neðan  má  sjá  stefnukort  VÍS.  

Það  er   talað  um  fjórar  víddir   í   stefnumiðuðu  árangursmati  og  oft  koma  þær   fram  á  

stefnukortinu:  

• Fjármálavídd  (  e.  Financial  perspective  )  

• Viðskiptavinavídd  (  e.  Customer  perspective  )  

• Lærdóms  og  þróunarvídd  (  e.  Innovation  and  learning  perspective  )    

• Ferlavídd/verklag  (  e.  Internal  business  perspective  )  

Fjárhagsvídd   lýsir  áþreifanlegum  þáttum  stefnunnar   líkt  og  arðsemi,  efnahagslegum  

virðisauka,  rekstrarhagnað,  tekjum  á  viðskiptavin  og  kostnað  á  einingu.  Þessir  þættir  eða  

mælikvarðar  gefa  gaum  um  hvort  stefnan  sé  að  skila  sér  í  áþreifanlegum  niðurstöðum  til  

hluthafa.    

Viðskiptavinavídd  inniheldur  mælingar  er  varða  viðskiptavininn  líkt  og  ánægju,  tregðu  

og  vöxt.  Jafnframt  eru  mælingar  til  að  mæla  þjónustuloforð  (  e.Value-­‐proposition  )  eða  

þann   ávinning   sem   lofað   er   af   skipulagsheildinni.   Þjónustuloforðið   er   þannig   sú  

aðgreining   sem   viðskiptavinurinn   upplifir   af   skipulagsheildinni   á   móts   við  

samkeppnisaðila,  þetta  er  hjarta  stefnunnar.      

Verklag  eða  ferlavídd  inniheldur  það  verklag  eða  starfsferla  sem  veitir  viðskiptavinum  

ánægju   og   uppfylla   fjárhagsleg  markmið   hluthafa.  Mikið   af   ferlum   eru   framkvæmdir   í  

hverri  skipulagsheild  og  þó  ekki  sé  meiningin  að  hætta  því  þá  er  mikilvægt  að  koma  auga  

á  þá  sem  virkilega  skipti  máli  í  tengslum  við  stefnuna  og  hafa  þá  í  stanslausri  þróun.  

Lærdóms-­‐   og   þróunarvíddin   listar   upp   þau   störf   og   starfsfólk   ,   upplýsingakerfi   og  

innviði  skipulagsheildarinnar  sem  stuðla  að  virðisaukningu.      

Fjárhags-­‐  og  viðskiptavinavíddin  í  stefnukortum  lýsa  hvaða  stefnu  fyrirtækið  ætlar  að  

hafa  og  verklags  og  lærdómsvíddin  lýsir  hvernig  hún  ætlar  að  innleiða  stefnuna.    

Page 50: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

50  

Stefnukort   hefur   verið   þróað   lengi   og   er   upphafspunktur   allra   sem   ætla   að   nota  

stefnumiðað  árangursmat  (Kaplan  &  Norton,  2008).    

3.6.3 Skorkort  Það   er   lykilatriði   í   stefnumiðuðu   árangursmati   að   setja   fram   mælikvarða   sem  

endurspegla  heildarstefnuna.  Stefnukort  er  notað  til  að  setja  markmið  sem  koma  fram  á  

stefnukortinu  eða  stuðla  að  þeim.  Mælikvarðar  eru  svo   fyrir  hvert  og  eitt  markmið  og  

geta  þeir  verið  einn  eða  fleiri.      

Mikilvægt   er   að   mælikvarðar   séu   góðir   og   það   getur   reynst   flókið   verkefni.  

Mælikvarðar   hafa   bæði   áhrif   á   atferli   starfsmanna   og   gefa   innsýn   í   stöðu   reksturs   en  

einnig  er  mikilvægt  að  ræða  um  gengi  skipulagsheildarinnar  til  að  móta  mælikvarða  og  

þannig  draga  mikilvægan  lærdóm  af.    

Stefnukort   eins  og  það   sem   sýnt   var   í   kaflanum  á  undan  getur   auðveldað  mótun  á  

skilvirkum  mælikvörðum  (Snjólfur  Ólafsson,  2005).    

Kaplan   og  Norton   (1996)   taka   skýrt   fram   að   allir   stjórnendur  ættu   að   hafa   það   að  

markmiði  að   innleiða  einhversskonar  mælikerfi   til  að  framkvæma  stefnuna  á  skilvirkan  

hátt.  Þær  skipulagsheildir  sem  tengja  stefnu  sína  við  mælikvarða  eru  mun  betur  í  stakk  

búnar  til  að  takast  á  við  að   innleiða  hana  á  árangursríkan  hátt  því  hægt  er  að  koma  til  

skila   markmiðum   og   væntingum.  Með   þessum   hætti   geta   stjórnendur   og   starfsmenn  

einblínt  á  þá  þætti  sem  eru  mikilvægastir  og  styðja  við  þá  fjárhagslega  og  á  annan  hátt  

og  þannig  stuðlað  að  því  að  ná  stefnutengdum  markmiðum.    

Til  að  finna  mælikvarða  sem  endurspegla  stefnuna  er  gott  að  horfa  á  þrjá  eftirfarandi  

þætti:  

• Orsök  og  afleiðing    

• Árangursmæling  

• Fjárhagstenging  

Að  finna  út  hvað  er  orsök  og  hvað  afleiðing  er  mikilvægt  í  mælingum.  Því  er  mikilvægt  

að   finna   mælikvarða   sem   er   hlekkur   af   orsaka-­‐   og   afleiðingakeðju   sem   endurspeglar  

þýðingu  stefnunnar  fyrir  skipulagsheildina.    

Gott   skorkort   inniheldur   hentugt   jafnvægi   af   framtíðarmælikvörðum     (e.Lead  

indicators)   annars   vegar   og   fortíðarmælikvörðum   (e.Lag   indicators)   hins   vegar.    

Page 51: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

51  

Fortíðarmælikvarðar   væru   til   dæmis   mæling   á   getu   starfsmanna   en  

framtíðarmælikvarðar   gætu  verið  mæling  þeim  á  markaði   sem  skipulagsheildin   kýs   að  

keppa  á.    

Að   lokum   er   mikilvægt   að   orsakatengsl   allra   mælinga   eigi   tengingu   í   fjárhagsleg  

markmið  (Kaplan  &  Norton,  1996).    

Niven  (2003)  Listar  upp  nokkra  þætti  sem  einkennir  góða  mælikvarða:  

• Tengist  stefnunni    

• Er  auðskiljanlegur  

• Mælanlegur  í  tölum    

• Hægt  er  mæla  reglulega  

• Ekki  endanlegur  

• Hefur  jákvæð  áhrif  á  starfsfólk  

Á   skorkortum   koma   víddirnar   fjórar   oft   fram   og   eru   þær   oft   yfirsýn   yfir  

mælikvarðana.  Fyrir  hverja  og  eina  vídd  gætu  verið  á  milli  fjórar  og  sjö  mælingar  á  þeim  

markmiðum  sem  undir  hana  falla  og  því  innihalda  skorkort  oft  hátt  upp  í  25  mælikvarða.  

Markmið   fyrir   hverja  og  eina   vídd  eru   til   þess   að   tengja  mælikvarðana  við   árangur  og  

stefnuna  (Kaplan  &  Norton,  1996).    

Með  skorkorti  er  það  gert  einfaldara  að  sjá  hvort  markmið  eru  að  nást  og  því  hvernig  

innleiðing   stefnunnar   gengur.   Með   góðum   mælikvörðum   reynist   hvetjandi   fyrir  

starfsmenn   að   fá   endurgjöf   á   hegðun.   Að   sama   skapi   geta   mælikvarðarnir   hringt  

varúðarbjöllum  þegar  svo  á  við.    Oft  eru  notaðir  sömu  litir  og  eru  á  umferðarljósum  og  

er  merking  ljósanna  eftir  því.  Þannig  er  rautt-­‐  stopp  merki  og  þýðir  aðgerðarbil.  Þá  sýna  

mælikvarðar  að  viðmiðum  var  ekki  náð  og  mikilvægt  sé  að  gera  eitthvað  í  stöðunni  strax.  

Gult  er  kallað  starfshæft  bil  og  merkir  það  að  mælikvarðinn  sýni  að  viðmiðum  var  ekki  

náð  en  ekki  endilega  langt  í  það.  Því  þurfi  að  veita  þessu  athygli  og  jafnvel  gera  eitthvað  í  

því.  Grænt  er  kallað  styrkleikabil  og  það  er  það  ákjósanlegasta  því  þá  er  viðmiðum  náð  

(Snjólfur  Ólafsson,  2005).  

 

Page 52: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

52  

3.7 Hlutverk  leiðtogans  í  innleiðingu  stefnu  Komið  hefur  verið   inn  á  ýmis  fræði  er  tengjast  stefnumótun  og  hvernig  megi  stuðla  

að  árangursríkri  framkvæmd  jafnt  sem  hvað  beri  að  varast.    

Ólíkt  er  hver  framkvæmir  og  stýrir  en  oftast  fellur  það  á  hendur  stjórnenda.  Í  þessum  

kafla  verður  farið  yfir  hvert  hlutverk  leiðtogans  er  í  innleiðingu  stefnu.  

Börkur   og   Snjólfur   (2012)   vitna   í   fyrrnefndri   grein   um   stefnumótun   Símans   í  

kenningar   Hrebiniak   (2005;2008),   Kotter   (1996)   og   Speculand   (2005;2009)   þegar   þeir  

fjalla   um   hlutverk   leiðtogans   í   þessum   málum.   Kenningar   fræðimannana   þriggja   eru  

ólíkar  að  mörgu  leyti  en  eitt  eru  þeir  allir  sammála  um  og  er  það  þátttaka  leiðtogans.    

Mikilvægt  sé  að  hann  sé  með  sitt  hlutverk  á  hreinu  og  skilji  hvað  hann  þarf  að  gera  

því   hann   þurfi   einnig   að   geta   sannfært   starfsmennina   um   þörfina   og   mikilvægi  

stefnunnar.   Samkvæmt   Hrebiniak   (2008)   er   einna   mikilvægast   að   upplýsingaflæði   sé  

skilvirkt  og   leiðtoginn  sé   sífellt  með  stefnuna  á  bak  við  eyrað  og   tileinki   sér   leiðir   sem  

styðja  við  stefnuna  (Hrebiniak  ,2008;  Börkur&Snjólfur,2012).    

Hann   þurfi   að   geta   hrifið   starfsmenn   með   sér   og   smitað   eigin   sýn   yfir   á   þá   er  

meiningin   hjá   Kotter   (1996)   og   jafnframt   að   hann  megi   ekki   sofna   á   verðinum   því   ef  

leiðtoginn  gleymir  sér  er  annsi  hætt  við  að  starfsmennirnir  geri  það  líka.  Því  er  mikilvægt  

að  leiðtoginn  hafi  stefnuna  sýnilega  með  ýmsum  hætti  og  fylgi  ferlinu  eftir  frá  byrjun  til  

enda  (Kotter,  1996;  Börkur&Snjólfur,2012).    

Allir   eru   fræðimennirnir   sammála   um   að   árangursríkt   upplýsingaflæði   skipti   miklu  

máli.  Að  endurgjöf  og  ábendingar  á  öllum  stigum  ferlisins  sé  nauðsynlegt.    Kotter(1996)  

og   Speculand(2005)   segja   áhrifaríkt   að   gera   minni   markmið   að   einkonar   vörðum   og  

verðlauna  þegar  þeim  er  náð.  Það  gefi   starfsmönnum   í   skyn  að   starf  þeirra   sé  ekki   til  

einskins  (Kotter,  1996;  Speculand,2005;Börkur&Snjólfur,2012).  

Einnig  nefna  þeir  að  mikilvægt  sé  að  stefnan  sé  ekki  á  skjön  við  fyrirtækjamenningu  

skipulagsheildarinnar   (Kotter,   1996;   Speculand,2005;Börkur&Snjólfur,2012).   Stundum  

geti   reynst   nauðsynlegt   að   gera   breytingar   á   fyrirtækjamenningunni   svo   að   hún   og  

stefnan  eigi  vel  saman  því  ef  svo  er  ekki  er  það  stefnan  sem  mun  gefa  eftir  á  endanum  

(Kotter,1996).    

Page 53: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

53  

Edgar  H.  Schein  vitnar   í  Bennis  and  Nanus,  1985;  Conger,  1989;   Leavitt,  1986   í  bók  

sinni   Organizational   Culture   and   Leadership   (2004)   þegar   hann   segir   að   einfaldasta  

leiðin   til   að   útskýra   hvernig   leiðtogar   koma   skilaboðum   sínum   áfram   sé   með  

persónutöfrum.  Að  það  sé  þessi  óútskýranlegi  þáttur  sem  fær  undirmenn  til  að  hlusta  og  

koma   frá   sér   sýn  og  gildum  á  einfaldann  og  skilvirkann  hátt   (Bennis  and  Nanus,  1985;  

Conger,   1989;   Leavitt,   1986).   Aftur   á   móti   séu   einnig   til   leiðtogar   sem   skortir   þessa  

persónutöfra  en  koma  skilaboðum  vel  frá  sér  með  ýmsum  leiðum  (Schein,2004).  Nefnir  

hann  sex  eftirfarandi  þætti  sem  stuðla  að  því  hvernig  leiðtogar  get  kennt  undirmönnum  

sínum   hvernig   þeir   eiga   að   skynja,   hugsa,   líða   og   hegða   sér  með   sinni  meðvituðu   og  

ómeðvituðu  sannfæringu.      

• Þættir  sem  leiðtogar  taka  eftir,  mæla  og  stýra  daglega.  Þetta  getur  verið  allt  

sem   þeir   kerfisbundið.   Ef   leiðtogar   veita   þessu   athygli   og   eru   samkvæmir  

sjálfum  sér  þá  mun  það  sem  þeir  taka  eftir,  mæla  og  því  um  líkt  verða  til  að  

skilaboðin  komist  áfram  til  starfsmanna.  

• Hvernig   leiðtogar   takast  á  við  mikilvægar  aðstæður  og  krísur  hefur  mikið  að  

segja.   Þegar   slíkar   aðstæður  myndast   þá   skapa   viðbrögð   leiðtogans   ákveðin  

gildi   og   viðmið   um   hvernig   er   tekið   á   málunum.   Krísur   valda   stressi   hjá  

starfsmönnum  og  góð  leiðtogamennska  felst  í  að  lágmarka  það.    

• Hvernig  leiðtogar  ráðstafa  auðlindum  út  frá  gildum  og  eigin  forsendum.    

• Hvernig  leiðtogar  hugsa  um  eigin  fyrirmynd,  kennslu  og  þjálfun.  Leiðtogar  eru  

meðvitaðir  um  að  þeirra  daglega  hegðun  hefur  áhrif   á  hvernig   skilaboð  þeir  

senda  til  starfsmanna,  sérstaklega  nýrra.  

• Hvernig   leiðtogar   ráðstafa   hvatningu.   Leiðtogar   geta   fljótt   komið   gildum  

sínum  og  hugsunum  til  skila  með  því  að  verðlauna  og  “refsa”  á  viðeigandi  

hátt.      

• Hvernig   leiðtogar   velja,   ráða,   hækka   í   tign   og   reka   starfsfólk   sýnir  

starfsmönnum  vel  hvaða  gildi  og  forsendum  hann  tileinkar  sér  (Schein,2004).  

 

Page 54: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

54  

3.8 Fyrirtækjamenning  Þegar  litið  er  á  hvernig  hlutir  eru  gerðir  eða  túlkaðir  á  ólíkum  stöðum  hvort  sem  það  

er  í  mismunandi  bæjarfélögum,  löndum  eða  fyrirtækjum  er  oft  talað  um  ólíka  menningu.    

En  hvað  er  þá  menning?    Samkvæmt  Edgar  H.  Schein  (1999)  er  freistandi  og  stundum  

viðeigandi   að   segja   að   menning   sé   ,,   hvernig   við   gerum   hlutina   hér   “   ,   ,,   venjur   og  

helgisiðir  í  fyrirtækinu  “  ,  ,,árferði  fyrirtækisins  “,  ,,gildin  okkar”  og  svo  mætti  lengi  telja.    

Allt  er  þetta  merki  um  menningu  en  ekkert  sem  sýnir  virkilega  að  menning  skiptir  máli.  

Betri   leið   til   að   átta   sig   á  menningu   er   að   skilja   að   hún   er   til   í  mörgum   lögum  og   við  

verðum  að  skilja  og  geta  stjórnað  dýpri  lögunum.    

Það  eru  þrjú  lög  af  menningu  og  fara  þau  allt  frá  því  að  vera  mjög  sýnileg  yfir  í  mjög  

undanskilinn  og  ósýnileg.    Sú  menning  sem  auðveldast  er  að  koma  auga  á  er  það  sem  er  

á  yfirborðinu  eða  það  sem  þú  sérð,  finnur  og  tekur  eftir  þegar  þú  ert  á  staðnum.  Hægt  er  

að  fá  ákveðna  hugmynd  af  menningunni  við  þetta  en  raunverulegur  skilningur  á  henni  

kemur  ekki  við  að  doka  við  og  taka  eftir  aðstæðum  því  að  það  er  einungis  það  sem  er  á  

yfirborðinu.  Undirliggjandi  geta  verið  hinar  ýmsu  ástæður  (Schein  ,1999).  

Næsta   lag   eru   föstnuð   gildi   og   eru   þar   oft   gömul   gildi   og   venjur   sem   útskýra   að  

einhverju  leyti  það  sem  sést  á  yfirborðinu.  En  ekki  ætti  að  láta  þar  við  sitja  því  kafa  þarf  í  

enn  dýpra  lag  menningar.  Þannig  eru  dýpri  hugsanir  og  skynjun  á  bak  við  og  hvetja  þessa  

hegðun  á  yfirborðinu  (  Schein  ,1999  ).  

Fyrirtækjamenning   hefur   síðastliðin   ár   orðið   samofin   við   leiðtogafræði.   Leiðtogar  

koma   fyrirtækjamenningu   af   stað  með   eigin   gildum   og   áætlunum.   Fyrirtækjamenning  

hefur   verið   ein   leið   af   mörgum   sem   leiðtogar   nýta   sér   til   að   stuðla   að   sterkri  

skipulagsheild  (Madu,  2012).    

Til  að  skilja  mismunandi  menningu  þarf  að  uppgötva  forsendur  sem  eru  til  staðar  án  

þess  að  tekið  sé  eftir  þeim  af  því  að  þær  er  orðnar  að  vana.  Að  hugsa  um  menningu  á  

þennan  hátt  er  djúpstætt  og   fyrir  það   fyrsta  þá  verður  það  skýrt  að  hún  er   stöðug  og  

erfitt   að   breyta.   Það   er   vegna   þess   að   hún   endurspeglar   uppsafnaða   þekkingu   hóps,  

hugsanir,   tilfinningu   og   skynjun   á   umheiminum   sem   hefur   gert   hópinn   árangursríkan.  

Annað   sem   lærist   er   að   mikilvægur   hluti   af   menningu   er   ósýnilegur   og   má   segja   að  

menning   í   svona   djúpum   lögum   sé   sameiginleg   andleg   líkön   sem   eru   tekin   sem  

sjálfsögðum  hlut  af  einstaklingum  í  skipulagsheildinni  (Schein  ,1999).  

Page 55: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

55  

Það  er  því  engin  rétt  eða  röng,  besta  eða  versta  menningin  heldur  er  hún  í  eðli  sínu  

hin   lærða,   sameiginlega   ,hljóðlausa   forsenda   sem   fólk   byggir   sínar   daglegu   hegðun   á  

(Schein  ,1999).  

4 Vátryggingafélag  Íslands  (  VÍS  )  

Á  Íslandi  eru  mörg  tryggingarfélög  en  af  þeim  eru  þrjú  sem  eru  hvað  stærst.  VÍS  er  með  

liðlega   þriðjungs   hlutdeild   á  markaði   og   er   leiðandi   fyrirtæki   í   vátryggingum  á   Íslandi.  

Útibú  VÍS  er  að   finna  um  allt   land  og  státar   félagið  sig  af  öflugu  þjónustuneti.    Félagið  

býður   upp   á   víðtæka   vátryggingaþjónustu   og   er   góð   þjónusta,   viðeigandi   ráðgjöf,  

skilvirkni  og  sveigjanleiki  áhersluatriði  hjá  þeim  (  Vís  e.d.a).    

Víðtækar   tryggingar   er   að   finna   hjá   VÍS   en   meginstarfsemin   liggur   á   sviði  

skaðatrygginga   og   er   þar   áhersla   á   sjó   og   farm   tryggingar,   eignatryggingar,   lögboðnar  

ökutækjatryggingar,   frjálsar  ökutækjatryggingar   ,slysatryggingar,  ábyrgðartryggingar  og  

erlendar   endurtryggingar.     Félagið   á   einnig   og   rekur   Lífís   sem   er   líftryggingafélag   og  

býður  það  upp  á  persónutryggingar  líkt  og  líf  og  sjúkdómatryggingar(  Vís  e.d.a).  

Tryggingafyrirtækið   VÍS,   Vátryggingafélag   Íslands,   var   stofnað   formlega   árið   1989  

þegar  Samvinnutryggingar  og  Brunabótafélags   Íslands  var  sameinað.    Sögu  þess  síðara  

er  hægt  að   rekja   langt  aftur  eða   til   1917  og  var  það   stofnað   til   að  annast   lögbundnar  

brunatryggingar.   Brunabótafélag   Íslands   var   sett   á   fót   til   að   annast   lögbundnar  

brunabótatryggingar   fasteigna  en  þróaðist  sá  rekstur   fljótt   í  alhliða  tryggingastarfsemi.  

Samvinnutryggingar   voru   stofnaðar  1946   sem  gagnkvæmt   tryggingafélag  og  hafði   slíkt  

félagsform   reynst   gagnlegt   víða   um   heim.   Við   sameininguna   færðust   flest   viðskipti  

beggja  félaga  í  nýja  félagið  ,  VÍS,  og  hófst  þar  alhliða  vátryggingastarfssemi  frá  1989.  Ef  

horft   er   til   iðgjalda   urðu   Samvinnutryggingar   fljótt   stærsta   vátryggingarfélagið   en   frá  

stofnun   voru  öll   kaupfélög,   fjöldi   einstaklinga  og   annar   samvinnurekstur   viðskiptavinir  

þeirra.     Einnig   urðu   brunatryggingar   hluti   þjónustu   þeirra   eftir   að   einkaréttur  

Brunabótafélags   Íslands   var   afnumin   árið   1954.   Jafnframt   reyndust   þeir   einstaklega  

nýjungagjarnir   í   vöruúrvali   ,   sérstaklega   fyrir   einstaklinga.   Líftryggingafélagið   Andvaki  

gt.var  svo  stofnað  1949  í  kringum  norskt  félag  sem  keypt  var  þá.  

Page 56: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

56  

VÍS  stuðlar  að  öryggi  og  ber  ábyrgðir  með  viðskiptavinum  með  öflugum  forvörnum  og  

eru  verkefni  sem  eru  forvarnalegs  eðlis  í  forgangi  (Vís  e.d.a).  

4.1 Stefna,  gildi  og  hlutverk  VÍS  1.  mars  árið  2012  var  sett  ný  stefna  um  framtíðarsýn,  gildi  og  hlutverk  með  tilkomu  

nýs  forstjóra,  Sigrúnu  Rögnu  Ólafsdóttir  sem  tók  við  því  starfi  2011.  Framtíðarsýnin  er:  

Ánægja   og   tryggð   viðskiptavina   með   einföldun   að   leiðarljósi.     Áhersla   á   einföldun   á  

öllum   þáttum   starfsseminnar   leiðir   til   skilvirkari   reksturs,   betri   þjónustu   ásamt   lægri  

rekstrarkostnaði  og  er  ávallt  leitað  leiða  til  að  bæta  stöðugt  um  betur.    

Hér  fyrir  neðan  má  sjá  framtíðarsýn  VÍS  

Framtíðarsýn fyrir VÍS

•  Heimasmíðuð UT kerfi

•  Handvirkir ferlar

•  Afsláttadrifin verðlagning

•  Ósamræmi í

þjónustu

•  Stöðluð UT kerfi

•  Skilvirkt verklag

•  Áhættumiðuð verðlagning

•  Ánægja og tryggð

•  Ferladrifin UT kerfi

•  Stöðugar umbætur

•  Mikró verðlagning

•  Einstaklingsmiðuð þjónusta

 

Mynd  7.  Framtíðarsýn  VÍS  

Hlutverk  VÍS  er  að  vera  ,,  traust,  leiðandi  og  framsækið  þjónustu  fyrirtæki  sem  veitir  

viðskiptavinum   viðeigandi   vátryggingavernd   og   stuðlar   að   öryggi   þeirra   með   öflugum  

forvörnum”  (  Vís  e.d.b).  

Gildi   VÍS,   umhyggja,   fagmennska   og   árangur   eru   í   takt   við   hlutverkið   og  

framtíðarsýnina   sem   ,,   fyrirmyndar  VÍS  2017”  og  er   ítarleg   starfsáætlun   til   tveggja  ára  

sett   fram   sem   leiðarvísir.     Gildi   VÍS   eru   höfð   að   leiðarljósi   þegar   unnið   er   að  

lykilverkefnum  sem  stefnan  byggir  á.    Eitt  af  sterkustu  gildum  VÍS  er  umhyggja  en  í  því  

felst   að   velferð   viðskiptavina   ,   starfsmanna   og   samfélagsins   í   heild   skiptir   máli.  

Umhyggjan  endurspeglast   í  viðhorfi  starfsmanna  til  starfsins  síns  og  trú  þeirra  á  að  VÍS  

hjálpi  fólki   í  raunum  og  er   loforð  VÍS  til  viðskiptavina  að  hjá  þeim  snúist  tryggingar  um  

fólk.    

Út  frá  þeirri  stefnu  sem  félagið  setti  sér  um  hlutverk,  gildi  og  framtíðarsýn  stefnir  VÍS  

á  næstu  5  árum  á  að  verða  það  tryggingafélag  sem  aðrir  líta  til  sem  fyrirmyndar  á  öllum  

Page 57: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

57  

sviðum   þ.e.a.s   í   rekstri,   í   ánægju   viðskiptavina,   í   rafrænni   þjónustu   og   í   árangursríku  

forvarnarstarfi.     Jafnframt  því  er  ætlunin  að  gera  góðan  vinnustað   framúrskarandi   (Vís  

e.d.c).  

Í   byrjun   árs   2013   var   stefnan   svo   þróuð   enn   frekar   og   lykiláherslum   breytt   út   frá  

gildum  VÍS  og  stefnunni  sem  byggir  til  næstu  ára.  Lykilverkefnin  eru  nú:    

• Framúrskarandi  þjónusta  og  forvarnir  

• Sækjum  og  ræktum  mikilvæg  viðskiptasambönd  

• Einfaldleiki  að  leiðarljósi  

• Arðsamur  rekstur    

• Öflug  liðsheild  

     VÍS  má   finna  víða  um   land  og  er  það  vegna   ríkrar  áherslu  á   skilvirkni,   sveigjanleika  og  

gæði   þjónustu   við   viðskiptavini.   Einnig   er  VÍS   í   tryggingaviðskiptum  víða  um  heim   ,   til  

dæmis  Bretlandi,  Svíðþjóð,  Noregi  og  Þýskalandi  og  er  það  á  grundvelli  EES  samningsins.  

Auk  landanna  innan  EES  hefur  félagið  einnig  heimild  til  starfssemi  í  fleiri  Evrópulöndum.    

Starfsemi   VÍS   er   skipt   í   6   svið   og   heyra   þau   öll   undir   forstjórann,   Sigrúnu   Rögnu  

Ólafsdóttur.   Sviðin   eru   tjónasvið,   mannauðssvið,   fyrirtækjasvið,   einstaklingssvið,  

fjármálasvið   og   þróunarsvið.   Að   auki   sviðanna   6   heyra   áhættustýring,  

lögfræði/regluvarsla,  tryggingastærðfræðistofa  og  fjárfestingar  beint  undir  forstjóra  (Vís  

e.d.d).  

Page 58: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

58  

 

Mynd  8.  Skipurit  VÍS  

 

4.2 Þróun  og  ferli  stefnumótunar  VÍS  Í  þessum  kafla  verður  farið  yfir  stefnumótun  VÍS  og  hvernig  hún  hefur  þróast  síðustu  ár.  

Miðað  verður  við  árið  2011    en  lítið  er  um  stefnumótun  félagsins  að  finna  fyrir  það.    

Við  tilkomu  nýs  forstjóra  árið  2011  tók  stefnumótun  félagsins  miklum  stakkaskiptum  og  

mikil  greiningarvinna  fór  af  stað:  

,,  Ég  legg  gríðarlega  mikla  áherslu  á  liðsheildina  og  ég  er  mjög  stefnumiðuð,  ég  legg  því  

mikla  áherslu  á  stefnumiðaða  stjórnun  og  með  þátttöku  allra  finnst  mér  það  skila  mestu.  

Þess  vegna  hef  ég  frá  upphafi  verið  að  vinna  að  stefnu  félagsins.  

Mér  finnst  það  rosalega  mikilvægt  að  fólk  sé  vel  upplýst,  viti  hvert  við  erum  að  fara  og  sé  

sammála  um  það  og  eigi  eitthvað  í  því  og  þannig  finnst  mér  ég  ná  að  virkja  einmitt  alla  “  

(Sigrún  Ragna  Ólafsdóttir,  munnleg  heimild  9.mars  2016).  

Haft  er  eftir  forstjóra  að  frá  seinni  hluta  árs  2011  og  fram  til  2012  hafi  verið  farið  í  mikla  

stefnumótunarvinnu   og   byrjaði   hún   hjá   starfsmönnum   félagsins.   Nokkurskonar   SVÓT  

greining  var  gerð  með  starfsmönnum  og  skoðað  hvaða  þættir  snúa   inn  að  fyrirtækinu,  

hvaða   styrk-­‐   og   veikleikar   væri   fyrir   hendi   og   hvaða   tækifæri   og   ógnanir   væru.  Mikil  

greiningarvinna  var  þarna  fyrst  um  sinn  og  leitað  var  ráða  víða.  Litið  var  á  aðstæður  hér  

heima  og  erlendis   jafnt  sem  að  fyrirtæki  sem  voru  að  ná  árangri  voru  skoðuð.    Þannig  

Page 59: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

59  

var  litið  til  fyrirtækja  sem  þóttu  skara  fram  úr  á  einhverjum  sviðum,  hvort  sem  það  væri  

ferlar,   starfsmannamál   ,   þjónustu   eða   annað,   þau   heimsótt   og   lært   af   þeim.  

Hagsmunaaðilar  og   samstarfsaðilar  úr  ólíkum  áttum  voru   fengnir   til   liðs   við   félagið  og  

skiluðu  þessir  þættir  ásamt  fleiru  þeirri  stefnu  sem  er  enn  í  dag.      

Stefnan   er   svo   fínpússuð   á   ári   hverju   og   þar   sem   fyrirtækið   hefur   verið   í   miklu  

breytingarferli   síðan   2011   hefur   verið   haldinn   stór   fundur   á   hverju   ári   þar   sem  

starfsmenn  koma  saman  ,  VÍS  dagur  heitir  það  ,  og  þar  er  farið  yfir  breytingar  áður  en  

stefnan  er  fullkláruð.      

Ólíkt  er  á  hvaða  enda  er  byrjað  en  í  fyrstu  var  það  framkvæmdastjórnin  sem  myndaði  

verkefnahóp,  hvert  og  eitt  í  framkvæmdastjórninni  bar  ábyrgð  á  ákveðnum  þáttum.    Þau  

voru  svo  með  vinnuhópa  með  sér,  fólk  víða  að  úr  fyrirtækinu  til  þess  að  bera  ábyrgð  á  

hverjum  og  einum  þætti.  Eftir  það  voru  allir  starfsmenn  kallaðir  á  fund,  viðskiptavinum  

og  ýmsum  hagsmunaaðilum  var  einnig  boðið  á  fund.  Að  lokum  var  stefnan  samþykkt  af  

stjórn.   Á   síðasta   ári   á   VÍS   degi   komu   ábendingar   frá   starfsfólki   um   að   þeim   aðkoma  

þeirra  að  ferlinu  sein.  Til  að   laga  það  var  byrjað  á  starfsmönnum  og  var  safnað  saman  

ábendingum   ,   niðurstöðum   á   verkefnum   og   ýmsu   fleira   sem   safnaðist   saman   á   VÍS  

deginum  2015.  Þannig  voru  starfsmenn  með  fyrstu  snertingu  að  nýrri  stefnu.  Henni  er  

síðar  komið  til  stjórnenda,  svo  framkvæmdastjórnar  og  að  lokum  til  stjórnar  sem  fer  yfir  

allt   sem   komið   er   og   samþykkir   (Munnleg   heimild,   ýmsir   stjórnendur.   Viðtöl   tekin   í  

byrjun  mars  2016).    

4.2.1 Árið  2011-­‐2012    Ný   heildarstefna   VÍS   var   eins   og   áður   koma   fram   unnin   í   yfirgripsmikilli  

stefnumótunarvinnu  frá  október  2011  til  febrúar  2012.    Stýrihópur  sem  myndaður  var  af  

framkvæmdastjór   annaðist   greiningarvinnu,   gagnaöflun,   hlusta   á   hagsmunaaðila   og  

skoða   fordæmi.  Stefnumótunarfundir  voru  haldnir  með  starfsmönnum  ásamt   forstjóra  

og  komu  því  allir  að  ferlinu.  Einnig  voru  sérstaklir  vinnufundir  stjórnar  og  stjórnenda.    

Í   mars   var   svo   nýtt   hlutverk,   gildi   ,   framtíðarsýn   og   starfsáætlun   kynnt   fyrir  

starfsmönnum.   Lykilverkefni   sem   styðja   við   framgang   og   innleiðingu   stefnunna   og  

lykilmælikvarðar  sem  mæla  hvort  markmið  næðust  voru  einnig  kynnt.    

Page 60: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

60  

Í  ágúst  sama  ár  var  svo  öllum  starfsmönnum  boðið  til  kynningar  í  Hörpu  þar  sem  farið  

var  yfir  hvernig  innleiðing  nýrrar  stefnu  gengi  og  árangri  lykilmælikvarða.  Að  lokum  var  

kynnt  nýtt  merki  VÍS  sem  og  nýrri  auglýsingaherferð  hleypt  af  stokkunum.  

Skipulagsbreytingar  voru  einnig  gerðar  til  að  styðja  enn  frekar  við  nýja  stefnu  og  voru  

starfsmenn  og  verkefni  færð  milli  sviða  og  var  markmiðið  með  þeim  að  einfalda  ferla  og  

auka  hagræði  (  VÍS,  e.d.e).  

4.2.2 Árið  2013  Líkt  og  komið  hefur  verið  inn  á  setti  VÍS  sér  viðamikla  stefnu  árið  2012  og  var  hún  lögð  

fram  til  fimm  ára  með  lykiláherslur  á  einföldun,  skilvirkni  og  betri  rekstur.  Þrátt  fyrir  að  

ekki   sé   lögð   fram   ný   eiginleg   stefna   ár   hvert   er   hún   löguð   að   breyttum   aðstæðum   í  

samvinnu  við  starfsfólk.  Þannig  er  aðkomu  allra  í  fyrirtækinu  háttað  og  eftir  að  allir  hafa  

lagt  sitt  af  mörkum  verður  til  svokallaður  stefnuvísir  fyrir  starfsemina.    

Með  þessum  hætti  má  skerpa  á  áherslunum  í  samræmi  við  helsta  markmið  félagsins  

sem   er   að   veita   framúrskarandi   þjónustu   með   áherslu   á   mikilvægi   forvarna   og   að  

reksturinn  verði  sambærilegur  við  það  besta  sem  gerist  á  hinum  Norðurlöndunum.  

Árið  2013  var  hafið  að  innleiða  straumlínustjórnun  eða  LEAN  aðferðafræði  og  er  það  í  

samræmi  við  stefnu  félagsins  um  að  auka  ánægju  viðskiptavina,  einföldun  á  starfsemi  og  

aukna   skilvirkni.   LEAN   gengur   einmitt   út   á   það   að   einfalda   og   staðla   ferla   og   voru  

fagaðilar   á   þessu   sviði   fengnir   til   liðs.   Í   lok   árs   2013   var   þegar   búið   að  byggja   upp  þó  

nokkra  þekkingu  starfsmanna  á  LEAN  en  þetta  átti  einungis  að  vera  upphafið  að  breyttri  

menningu  til  frambúðar  þar  sem  byggt  verður  á  stöðugum  umbótum  og  hugsjón  um  að  

alltaf  megi  gera  betur  (VÍS  e.d.f)  

4.2.3 Árið  2014  Enn  er   farið   í  betrumbætur  á   stefnunni.   Farið   var   yfir  þann  árangur   sem  hafði  náðst   ,  

breytingar  í  markaðsumhverfinu  og  drög  að  nýrri  starfsáætlun  fyrir  komandi  ár  var  sett  

fram.    Slagorð  VÍS  er  þar  sem  tryggingar  snúast  um  fólk  og  er  reynt  að  láta  það  skila  sér  í  

starfseminni.  Þannig  eru  allir  þættir  sem  snúa  að  viðskiptavininum  kortlagðir  og  skoðað  

hvernig   og   hversu  mikið   hver   og   einn   skiptir  máli.    Með   þeim   hætti  má   bregðast   við  

væntingum  viðskiptavina,  hvar  má  bæta  og  hvar  mikilvægast  sé  að  byrja.    

Page 61: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

61  

Innleiðing  LEAN  menningar  er  á  öðru  ári  og  tókst  að  ljúka  við  þrjár  deildir  á  árinu  og  

þrjár  aðrar  enn   í   ferli.  Ávinningur  þessa  mældist   strax  og  var  hann   í   samræmi  við   sett  

markmið.    

Markmið   voru   sett   fram   um   að   vera   í   fararbroddi   í   rafrænni   þjónustu   í   takt   við  

líklegan  vilja  viðskiptavina  að  afgreiða  sig  sjálfir.  VÍS  varð  fyrst  til  að  taka  í  notkun  rafræn  

skilríki  og  var  ákveðið  að  árið  2015  yrði  settur  nýr  vefur  í  loftið  sem  á  að  styðja  við  það  (  

VÍS  e.d.g).    

 

4.2.4 Árið  2015  Frá  því  að  ný  stefna  var  sett  árið  2012  hefur  verið  fjárfest  mikið  til  að  styrkja  og  einfalda  

innviði   VÍS.   Öll   lykilverkefni   og   stefnumið   eru   þannig   miðuð   að   því   að   undirliggjandi  

rekstur   sé   einfaldaður   og   styrktur   og   virði   búið   til   fyrir   viðskiptavini.   Mun   þessi  

fjárfesting   til   lengri   tíma   auka   hagkvæmni   í   rekstri   og   bæta   þjónustu   VÍS   við  

viðskiptavini.    

Sjá   má   á   myndinni   fyrir   neðan   að   verulegur   árangur   hefur   náðst   í   lækkun  

rekstrarkostnaðar  með  því  að  setja  einföldun  og  stöðugar  umbætur  í  forgang  (VÍS  e.d.h)  

 

Mynd  9.  Lækkun  rekstrarkostnaðar  vegna  einföldunar,  VÍS  

Líkt  og  fyrri  ár  var  stefnan  skoðuð  með  þátttöku  allra  starfsmanna  og  var  það  gert  á  

VÍS  deginum.  Farið  var  yfir  þær  breytingar  í  markaðsumhverfi  félagsins  og  hvaða  árangur  

Page 62: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

62  

hafði  þegar  náðst.  Einnig  var  unnið  í  hópum  þar  sem  rætt  var  hvað  gekk  vel,  hvað  mætti  

betur   fara,   hvort   breytingar   væri   æskilegar   og   hvort   VÍS   væri   á   réttri   leið.   Yfir   500  

ábendingar  í  ýmsum  formum  líkt  og  verkefni  og  hrós  komu  frá  þeirri  hópavinnu  og  voru  

þær  allar  yfirfarnar  og  settar  í  viðeigandi  farveg  til  úrvinnslu.    

Tvö  ný  stefnumið  voru  einnig  til  umræðu  og  komu  yfir  1000  atriði  fram  sem  snúa  að  

þeim  (VÍS  e.d.h)  

Endurbætt  stefna  og  starfsáætlun  er  síðar  unnin  upp  úr  grunninum  sem  hlíst  þessari  

vinnu  og  að  lokum  samþykkt  af  stjórn.  Í  byrjun  nýs  árs  er  þetta  svo  kynnt  fyrir  öllum  og  

svokallaður   stefnubæklingur   með   áhersluþáttum   og   stefnu   er   afhentur   öllum  

starfsmönnum.    

Til   að   framkvæma   stefnuna   eru   skilgreind   stefnumið,   lykilverkefni   og  

lykilmælikvarðar.   Til   að   vita   hvernig   innleiðingin   gengur   er   rýnt   í   mælikvarðana  

mánaðarlega.    

Stefnumiðin   eru   fimm   og   eru   þau   nánari   útfærsla   á   framtíðarsýn,   áherslum   og  

markmiðum  félagsins  næstu  þrjú  til  fimm  árin.    Í  hverju  stefnumiði  er  að  finna  yfirlýsingu  

á   stefnu,   stefnupunkta   fyrir   hvert   og   eitt   ásamt   aðgerðaráætlun   og   lykiláföngum   (VÍS  

e.d.h)  

Stefnumiðin  fimm  eru:  

• Fremst  í  þjónustu    

• Rafræn  þjónusta    

• LEAN  menning    

• Gagnagreind  

• Öflug  liðsheild      

Fremst   í   þjónustu   felur   í   sér   að   veita   þarf   framúrskarandi   þjónustu   til   þess   að  

viðskiptavinir   upplifi   þjónustuloforð   VÍS   sem   er   að   tryggingar   snúast   um   fólk.     Til   að  

bæta   þetta   var   farið   í   skipulagsbreytingar.   Markaðsdeildin   varð   að   þjónustu   og  

markaðsdeild   og   þannig   á   hún   að   styðja   betur   við   nýtt   hlutverk   deildarinnar.  

Verkefni,líkt   og   endurkoðun   á   meðhöndlun   kvartana,   voru   skilgreind   ásamt   bættum  

þjónustumælingum  til  að  ná  þessum  markmiðum.   Jafnframt  var  stór   rannsókn  gerð   til  

Page 63: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

63  

að  skilja  betur  upplifun  viðskiptavina  á  þjónustunni  og  hvað  skiptir  raunverulega  mestu  

máli.     Aðkoma   viðskiptavina   var   einnig   bætt   með   talsverðum   breytingum   á   móttöku  

þeirra   í   anddyri   hússins   með   það   að   markmiði   að   gera   hana   þægilegri   og   meira  

aðlaðandi  og  þykir  það  hafa  tekist  vel.    

Rafræn   þjónusta   er   svar   við   ósk   sífellt   fleiri   viðskiptavina   sem   vilja   nýta   sér   slíka  

þjónustu  og  sjálfsafgreiðslu  og  telja  stjórnendur  VÍS  að  enn  fleiri  vilji  það  á  næstu  árum.    

Mikil   tækifæri   liggja   í   því   að   víkka   út   þjónustunetið   með   rafrænum   hætti   og   er   það  

viðskiptavinum  til  hagsbóta.    

Nýr  vefur  VÍS  var  settur   í   loftið  á  árinu  og  voru  helstu  áherslur  þar  á  einfaldleika  og  

þarfir   viðskiptavina.   Vefurinn   skilaði   VÍS   verðlaunum   frá   samtökum   vefiðnarins   fyrir  

hönnun   og   viðmót.   Í   kjölfar   nýs   vefs   er   mikil   áhersla   lögð   á   tengingu   hans   og   nýs  

tryggingakerfis  en  samþætting  þessara  kerfa  er  afar  mikilvæg  þegar  litið  er  til  sjálfvirkni  

og  sjálfsafgreiðslu  viðskiptavina  (VÍS  e.d.h)  

LEAN  menningin   hefur  nú   verið   innleidd  um  allt   fyrirtækið  og  hafa   allir   starfsmenn  

VÍS   fengið   þjálfun   og   kennslu   og   var   það   eitt   af   markmiðum   ársins.     Ávinningur  

verkefnanna  var  mælanlegur  og  í  takt  við  upphafleg  markmið  og  má  til  dæmis  nefna  að  

með  innleiðingunni  höfðu  21.  593  vinnustundir  verið  sparaðar.  Ýmsu  verklagi  var  breytt  

og   daglegum   starfsmannafundum   komið   á   þar   sem   farið   er   yfir   skipulag   og  

árangursmælingar.     Deildarstjórar   nýttu   sér   svo   LEAN   aðferðafræðina   í   lok  

innleiðingarinnar  til  að  bæta  þjónustu,  auka  skilvirkni  og  fylgdu  þannig  þeirri  menningu  

að  byggja  á  stöðugum  umbótum.    Árangur  VÍS  á  innleiðingu  LEAN  menningu  hefur  vakið  

mikla   athygli   og   hefur   fjöldi   hópa   komið   til   VÍS   fyrir   ráðleggingar   sem   og   að   VÍS   hélt  

ráðstefnu  um  málefnið  í  samvinnu  við  Stjórnvísi.    

Gagnagreind   er   mikilvæg   þar   sem   starfsemi   vátryggingafélaga   byggir   á   öflugri   og  

skilvirkri  vinnslu  gagna.  Til  að  hafa  rétta  verðlagningu  er  áreiðanlegt  áhættumat  ásamt  

virðisgreiningu   sem   byggir   á   sögulegum   gögnum   ómissandi   og   er   forsenda  

einstaklingsmiðaðrar  þjónustu  að  geta  greint  viðskiptavini  og  þeirra  þarfir.    Ný  deild  var  

stofnuð   við   síðustu   skipulagsbreytingar,   gagnagreining,   og   var   það   gert   til   að   styðja  

betur  við  stefnu  VÍS  í  þessum  mikilvæga  málaflokki.  

Öflug   liðsheild  er   fimmta  og   jafnframt  nýjasta  stefnumið  VÍS  og  var  það  skilgreint  á  

árinu  en  hefur  þó  verið   lykiláhersla   frá  2011  þegar  heildarendurskoðun  stefnunnar   fór  

Page 64: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

64  

fram.    Með  stefnumiði  þessu  verða  áherslur  og  verkefni  sem  snúa  að  mannauði  félagsins  

skýrari.  Eins  og  áður  kom  fram  þá  voru  um  900  atriði  sem  komu  fram  á  VÍS  deginum  sem  

snéru  að  þessu  stefnumiði.  Eitt  stærsta  verkefni  ársins  sem  fellur  undir  Öfluga  liðsheild  

er  jafnlaunavottun  og  markmiðið  er  að  ná  henni  árið  2016  (VÍS  e.d.h)  

Hér  fyrir  neðan  má  sjá  nýjasta  stefnuhring  VÍS.    

 

Mynd  10.Stefnuhringur  VÍS  

 

Stefna   er   ákveðinn   vegvísir   sem   segir  mér   hvert   við   viljum   fara   og   hvernig   við   viljum  

vera.  Þannig  er  stefna  fyrirtækis  kort,  risastórt  landakort.  Þú  getur  skoðað  einstaka  lönd  

og  borgir  en  einnig  geturu  farið  og  skoðað  allt  ítarlega  eins  og  vegi  og  þannig.    

Tilvísun   þessi   er   lýsing   eins   viðmælanda   á   hvað   stefna   er.   Stefnumótun   VÍS   hefur  

augljóslega  verið  umtalsverð  síðastliðin  fjögur  á  og  tekið  breytingum  þegar  við  á.      

Þegar  spurt  var  um  mikilvægi  skýrrar  stefnu  var  svarið  einróma  hjá  þeim  er  sátu  viðtal  

hjá  rannsakanda,  lífsnauðsynlegt.  Eins  og  haft  er  eftir  einum  viðmælanda:  

Ef  þú  veist  ekki  hvert  þú  ert  að  fara  þá  skiptir  engu  máli  hvað  þú  ert  að  gera  en  þegar  þú  

ert  komin  með  stefnuna  þá  veistu  það,  þú  verður  að  hafa  framtíðarsýn  til  að  vita  það  og  

þegar   þú   veist   það   þá   geturu   ákveðið   hvað   þú   þarft   að   gera   til   að   ná   því   og   að   lokum  

Page 65: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

65  

hvernig.  Ef  stefnan  er  ekki  skýr  þá  raknar  þetta  allt  upp  og  þú   ferð  að  gera  eitthvað  allt  

annað  (  munnleg  heimild,  mars  2016).    

Stefnan,  lykilverkefni  og  stefnumið  eru  endurskoðuð  árlega  og  eru  breytingar  gerðar  í  

takt  við  breytt  umhverfi.  Hlutverk  og  gildi  hafa  þó  haldist  óbreytt  frá  2011.  Haft  er  eftir  

starfsmanni   að   ,,   þú   ert   aldrei   búin   að   innleiða   eða   framkvæma   stefnuna   því   að  

umhverfið   breytist   og   þá   þarf   að   framkvæma  öðruvísi   verkefni.   Stefnumál   eru   þannig    

mjög  lifandi  verkefni  sem  að  aldrei  lýkur”.    

4.3 Samanburður  stefnumótunar  VÍS  við  fræðin    Þegar  borin  eru   saman   fræði   stefnumiðaðrar   stjórnunar  og  hugmyndafræði  VÍS  má  

finna  góða  tenginu.  Stjórnendur  virðast  þannig  nýta  sér  fræðin  sér  til  aðstoðar.    

VÍS  styðst  við  hugmyndafræði  stefnumiðaðs  árangursmats  (e.Balance  Scorecard)  við  

mótun,   framkvæmd  og  mælingar  á   stefnu   (Óskar  Friðrik  Sigmarsson,  munnleg  heimild  

5.mars  2016).    

Hér  að  neðan  má  sjá  mótun  stefnu  VÍS  á  mynd.    Aðferðafræðin Heimsóknir*stýrihóps*/l*• Icelandair*• Toyota**Tillögur*vinnuhóps.*• LF*• ALKA*• TopDanmark*• Ergo**

Vinnufundur*stjórnar**Vinnufundur*stjórnenda*• 39*þáJtakendur*• 1.298*atriði*seJ*á*blað*• Vinnuhópur*skipaður*7*stjórnendum*vann*úr*niðurstöðum*

j*

Vinnufundir*með*viðskiptavinum*og*samstarfsaðilum*• 110%*mæ/ng*• Vinnuhópur*skipaður*11*starfsmönnum*vann*úr*

*Vinnufundir*starfsmanna*• 13*fundir*–*212*manns*• 2.903*atriði*seJ*á*blað*• Vinnuhópur*skipaður*13*sjálVoðaliðum*vann*úr*

*

Vinnuhópur*vann*að*innri*greiningu**• 6*starfsmenn*• Samandregnar*niðurstöður*

*Vinnuhópur*vann*að*ytri*greiningu*• 7*starfsmenn*• Samandregnar*niðurstöður*

!

*

Mikill*samhljómur!*

 

Mynd  11.  Aðferðafræði  stefnumótunar  VÍS  

 

Líkt  og  áður  var  nefnt  er  stefna  ekki  eitthvað  sem  endir  einhvers  heldur  er  stefna  ferli  

sem   ekki   tekur   enda   ef   vel   er   að   verki   staðið.   Þannig   er   sífellt   verið   að   endurskoða  

stefnuna,   mæla,   greina   og   aðlaga   að   breyttum   aðstæðum.   VÍS   er   með   stefnumálin  

Page 66: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

66  

áberandi   og   er   einbeittur   vilji   að   allir   starfsmenn   skynji   það.   Stefnumótunarferlið   er  

hringrás  og  er  stefnan  að  lágmarki  endurskoðuð  einu  sinni  á  ári  (munnleg  heimild,  ýmsir  

stjórnendur  VÍS,  mars  2016).    

Hér  að  neðan  má  sjá  hringrás  stefnumiðaðrar  stjórnunar  VÍS.  

Stefna'Fram+ðarsýn'

Greiningarvinna'

Hlutverk'og'gildi'

Starfsáætlun'

Verkefni'gangse<'

Mælingar'og'e>irfylgni'

er'hringrás'

Stefnumiðuð stjórnun Endurskoðun stefnu- og starfsáætlunar

 

Mynd  12.  Hringrás  stefnumiðaðrar  stjórnunar  VÍS.  

VÍS   setur   sér   skýr  markmið  og   setur  á   skilvirkan  hátt   lykilverkefni   sem  stuðla  að   settu  

markmiði  í  forgang.    

Hér  fyrir  neðan  má  sjá  stefnumarkmið  VÍS.  Athugið  að  tölunum  hefur  verið  breytt.  

Ánægðir og tryggir viðskiptavinir með einfaldleika að leiðarljósi

Stefnumarkmið VÍS – F3 2015

Ánægjuvog)VÍS)!

Framúrskarandi þjónusta Einfaldleiki og skilvirkni Sækjum og ræktum mikilvæg viðskiptasambönd

Viðskiptatryggð)X!

Endurnýjunarhlu;all)X%!

Kostnaðarhlu;all)X%!

Auka)tryggð)viðskiptavina)með)því)að)veita)persónulega)þjónustu)og)

framúrskarandi)rafrænar)þjónustuleiðir)

Nýta)gögn)Gl)að)velja)eHirsóknaverða)viðskiptavini)og)verðleggja)þá)í)samræmi)við)

áhæJu)og)aðstæður)

Lækka)rekstrarkostnað)og)gera)þjónustu)aðgengilegri)og)skilvirkari)

Auka)Viðskiptatryggð)úr)X)í)X)fyrir)árslok)2016!

Halda)Endurnýjunarhlu;alli)>)X%)á)öllum)mörkuðum!

Lækka)rekstrarkostnað)per)viðskiptavin)um)X%)fyrir)lok)árs)2015!

Hækka)ánægjuvog)úr)X)árið)2014)í)X!fyrir)2017!

Lækka)kostnaðarhlu;all)úr)X!%)í)X%)fyrir)árslok)2017!

Kostnaður)per)viðskiptavin)X!Kr.!

Framsækið VÍS

 

Mynd  13.Stefnumarkmið  VÍS  

 

Page 67: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

67  

Lykiláherslur  VÍS   eru   kallaðar  Stefnumið   (e.   Initiatives)   og   eru  þau   ítarlegri   útfærsla   af  

stefnu   félagsins   til   að   ná   fram   framtíðarsýninni.     Stefnumiðin   hafa   þann   tilgang   að  

útskýra   stefnuna   betur   og   hvað   hver   punktur   í   framtíðarsýninni   merkir   í   raun.  

Stefnumiðin   skilgreina   áfanga   sem   stefnt   er   að   og   er   hver   til   þriggja   ára.   Með  

stefnumiðum  er  stefnan  færð  nær  starfsfólkinu  og  útskýrir  betur  hvað  þarf  til  og  hvernig  

er   hægt   að   vinna   að   framtíðarsýninni.   Þannig   eru   lykilstarfsmenn   virkjaðir   og   valdi   og  

ábyrgð  dreift  (munnleg  heimild,  ýmsir  stjórnendur  VÍS,  mars  2016).  

Hér   fyrir   neðan   má   sjá   dæmi   um   mælikvarða   hjá   VÍS   og   hvernig   litaörvarnar   skýra  

stöðuna.  Athugið  að  tölunum  hefur  verið  breytt.    Skilgreining á mælikvarða

Ánægðir og tryggir viðskiptavinir með einfaldleika að leiðarljósi

Hækka%ánægjuvog%VÍS%úr%x%árið%2014%í%x&fyrir%2017&

Tenging&við&fram3ðarsýn&2015& Tenging&við&fram3ðarsýn&2017&

! Mælingar%staðfesta%aukna%ánægju%viðskiptavina% !  Viðskiptavinir%eru%ánægðir%og%mæla%með%VÍS%

!  VÍS%er%í%fararbroddi%með%rafræna%þjónustu%

!  Allir%verkferlar%og%verkefni%eru%hugsuð%úDrá%virði%El%viðskiptavina%

Mælingar%ánægju%eru%víða%hjá%VÍS%og%ef%við%hreyfum%

þær%í%réGa%áG%á%það%að%endurspeglast%í%ánægjuvoginni.%

Ánægjuvoginn%endurspeglar%heildaránægju%

viðskiptavina.%%

Rafræn%þjónusta%og%horfa%á%virði%viðskiptavina%tengist%

ánægjunni%verulega.%

Umferðaljós& Brey=ng&(Trend)&

Erum%á%áætlun%/%markmiði% Gult%í%Grænt%eða%RauG%í%Gult%

Erum%yfir%aðvaranamörkum% ÓbreyG%staða%

Erum%undir%aðvaranamörkum% Grænt%í%Gult%eða%Gult%í%RauG%

Framsæ

kið VÍS

Á

nægðir viðskiptavinir

með einfaldleika að leiðarljósi

 

Mynd  14.Mælikvarði  VÍS  

Eins  og  fram  kom  í  fræðikaflanum  um  stefnumiðað  árangursmat  þá  er  oft  stuðst  við  

stefnukort   og   er   það   upphafspunkturinn   ef   nýta   á   þá   aðferð   samkvæmt   höfundum  

hennar.  

VÍS  aðhyllist  þessa  aðferðafræði  og  leggur  mikið  upp  úr  að  hægt  sé  að  mæla  stefnuna  

og  eru  skilgreindir  mælikvarðar  fyrir  helstu  lykilverkefnin  til  að  fylgjast  megi  með  árangri  

með  markmiðin  að  leiðarljósi  (munnleg  heimild  ,  ýmsir  stjórnendur  VÍS,  mars  2016).    

Tilgangur  mælikvarðanna  er  að  fylgjast  með  þróun,  mæla  árangur,  mæla  rekstur  og  

áhrif  LEAN  aðferðafræðinnar  og  ná  fram  og  fylgja  eftir  breytingum.  Lykilmælikvarðarnir  

Page 68: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

68  

mæla   svo  hversu  vel   gengur  að   fylgja   stefnunni,  hver  árangurinn  af  henni  er  og  hvort  

félagið   sé   að   nálgast   framtíðarsýnina   (munnleg   heimild,   ýmsir   stjórnendur   VÍS,   mars  

2016).  

Hér  fyrir  neðan  má  sjá  hvernig  mælikvarðar  eru  settir  upp  í  stefnukort  og  hvernig  þeir  

tengjast  allir  innbyrðis.    Allir mælikvarðar styðja hvorn annan

 

Mynd  15.  Stefnukort  VÍS  

Nánar  verður  vikið  að  tengingu  aðferðafræði  VÍS  í  niðurstöðukaflanum.    

5 Niðurstöður    

Í  þessum  kafla  verða  helstu  niðurstöður  rannsókna  kynntar.  Í  fyrri  köflum  verður  farið  

yfir  eigindlega  hlutann  og  verður  þar   farið  yfir  sex  þemu  sem  rannsakanda  þóttu  mest  

áberandi  í  greiningu  gagna.    

Í   seinni   hlutanum   verður   svo   farið   yfir  megindlega   hluta   rannsóknarinnar   og   verða  

þar  helstu  niðurstöður  kynntar  með  hjálp  tölfræðiforritsins  SPSS.    

Að   lokum  verða  niðurstöður  dregnar  saman  og  svör  við  rannsóknarspurningum  sett  

fram.    

Page 69: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

69  

5.1 Niðurstöður  eigindlegrar  rannsóknar  Í  þessum  kafla  verður  farið  yfir  niðurstöður  eigindlegu  rannsóknarinnar.  Leitast  er  við  

að  draga   fram  þær  upplýsingar   sem   fram  komu   í   viðtölunum  og  geta  aðstoðað  við  að  

svara  rannsóknarspurningunni.      

5.1.1 Hvað  er  stefna    Rannsakanda  þótti  áhugavert  að  spyrja  viðmælendur  hvað  stefna  merkir   fyrir  þeim.  

Upphaflega  var   lagt  upp  með  að  sú  spurning  væri  meira  til  að  komast  nær  því  hvernig  

viðmælendur  hugsuðu  um  stefnu  en  eftir  að  öll  viðtölin  höfðu  verið  tekin  og  afrituð  var  

ljóst   að   þetta   væri   einn   kóðanna   enda   síendurtekið   í   gegnum   viðtölin   og   ljóst   að  

merkingin  skipti  miklu  máli  með  tilliti  til  upplifunar  á  ferlinu.  

Allir  viðmælendur  voru  á  sama  máli  að  stefna  væri  einhverskonar  leið  að  markmiði  og  

með   stefnunni   væri   hægt   að   ákveða   hvaða   leið   ætti   að   fara   til   að   ná   því.   Einn  

viðmælandi   segir   stefnu  vera   ,,  uppskrift   til  að  komast  áfram  og  þróa   fyrirtækið   til  að  

mæta  breyttum  aðstæðum   frekar   en   að   vera   einhver   fastmótuð   skoðun  á   hvernig   við  

ætlum  að  vera”  .        

Annar  viðmælandi  nefndi  svo  ,,  stefnan  er  grunnurinn  að  árangri  okkar  “  og  er  það  í  

takt   við   flest   svörin.    Mikið   var  um  að   viðmælendur  notuðu   samlíkingar   til   að  útskýra  

þetta  og  er  hér  ein  ,,stefna  er  bara  svona  risastórt  kort,  landakort,  svo  geturu  farið  niður  

á   mismunandi   level   á   kortinu   hvort   sem   þú   vilt   bara   sjá   löndin   eða   ítarlegar   líkt   og  

vegakerfið   eða   þannig   “.     Önnur   samlíking   kom   frá   öðrum   viðmælanda   sem   sagði   ,,  

stefna  er  bara  eins  mastrið  á  skipinu,  þú  ferð  ekkert  án  þess  “.    

Augljóst  virðist  af  svörunum  að  dæma  að  stefna  er  ákveðinn  þáttur  í  að  starfsfólk  og  

stjórnendur   skilji   sinn   tilgang  betur  og  haft  er  eftir   einum  viðmælanda   ,,   það   sem   fær  

mig  til  að  mæta  í  vinnuna  á  hverjum  einasta  degi  af  því  að  mér  finnst  ég  vita  hvað  ég  er  

að  fara  að  gera  ,  tilhvers  og  hvernig.  Þetta  er  minn  drifkraftur  alla  daga”  .      

Að  stefna  sé  ákveðið  markmið  skein  í  gegnum  svör  viðmælenda  og  minntust  allir  á  að  

hún  væri  ómissandi  hlekkur  til  að  ná  markmiðum  sínum  líkt  og  einn  viðmælandi  sagði  ,,  

við  erum  með  markmið,  eitthvað  æðra  markmið  og  til  að  ná  því  setjum  við  okkur  fleiri  

markmið  og  finnum  okkur   leið  til  að  ná  þeim.  Þannig  að  stefna  er   í   raun   leiðin  að  því,  

útskýring  á  hvernig  við  ætlum  að  ná  okkar  markmiðum”.  

Page 70: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

70  

Á   meðfylgjandi   mynd   má   sjá   kóða   sem   merktir   voru   og   tengjast   því   hvað   stefna  

merkir  fyrir  viðmælendur.  

 

Tafla  1.Kóðar  fyrir  þema  1.  

5.1.2 Mikilvægi  skýrrar  stefnu  

Rannsakanda  þótti  einnig  mikilvægt  að  heyra  hvað  viðmælendum  þótti  vera  mikilvægt  

við  það  vera  með  skýra  stefnu  og  var  augljóst  á  viðtölum  að  einróma  var  að  hún  væri  

gríðarlega   mikilvæg.   Í   gegnum   öll   viðtölin   minntust   viðmælendur   aftur   og   aftur   á  

mikilvægið   og   þótti   rannsakanda   því   ekki   spurning   að   þetta   væri   eitt   af   aðalþema  

rannsóknarinnar.    

Haft  er  eftir  yfirstjórnanda  ,,  það  er  svo  mikilvægt  að  fá  alla  til  að  róa  í  sömu  átt  og  

geta  sagt  fólki  hvert  það  á  að  fara  og  að  auki  vita  það  sjálfur!  “  Einnig  minntist  hann  á  

mikilvægið  kæmi   líka   í   ljós   vegna  þess  að  þá  er   auðveldara  að  útskýra  breytingar   ,   að  

þær  séu  bara  lítill  hluti  af  stærra  púsli.  Að  það  sé  einfaldara  að  fá  fólkið  með  sér  þegar  

það  skilur  tilganginn  með  breytingunum  og  eins  hvað  það  þær  þýði  fyrir  sig.    

Page 71: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

71  

Annar  viðmælandi  segir  ,,  að  hafa  skýra  stefnu  er  bara  lífsnauðsynlegt,  ef  hún  er  ekki  

til  staðar  þá  veit  enginn  hvert  hann  er  að  fara  og  ef  enginn  veit  það  þá  verður  fyrirtækið  

stefnulaust   og   það   getur   endað   illa   og   ekki   á   löngum   tíma”.     Þannig   virðast   allir  

viðmælendur  vera  á  sama  máli  með  að  skýr  stefna  fyrirtækisins  sé  mikil  nauðsyn.      

Að  skýr  stefna  sé  einskonar  leiðarljós  fyrir  alla  stjórnendur  og  starfsmenn  kom  einnig  

fram  og  að  leiðarljósið  þurfi  að  vera  vel  útskýrt  svo  að  allir  sitji  við  sama  borð.  Hvernig  

auðlindum  er  úthlutað  var  einnig  minnst   á   í   flestum  viðtölum   ,,   það   skiptir   gríðarlega  

miklu  máli  að  við  vitum  hvernig  við  ætlum  að  ná  markmiðum  okkar  og  með  auðlindir  við  

þurfum  að  nota,  hvort  sem  þær  eru   fjárhagslegar  eða  mannauður.  Þá  getum  við  verið  

með  fyrirfram  ákveðið  hvað  á  nota  fyrir  hvert  verkefni  og  þá  þarf  ekki  að  standa  í  þeim  

pælingum   fyrir   hvert   verkefni   fyrir   sig.   Hvert   verkefni   á   ekki   að   vera   álitið   sem   stakt  

verkefni   heldur   er   þetta   allt   hluti   af   stærra   verkefni,   stærra   samhengi”.   Þessu   virtust  

flestir  vera  sammála  og  var  margoft  minnst  á  það  að  hvert  verkefni  sem  færi  í  gang  væri  

í   takt   við   stefnuna   og   því   væri   ekki   farið   af   stað  með   verkefni   sem   væru   á   skjön   við  

stefnuna.  Þannig  væru  öll  verkefni  partur  af  heildarmarkmiðinu.  Til  dæmis  nefndi  einn  

viðmælandi   ,,  eitt  af  okkar  markmiðum  og  því  hluti  af  stefnunni  er  að  auka  ánægju  og  

traust   viðskiptavina   og   með   einfaldleikann   að   leiðarljósi   erum   við   að   vinna   að  

hagkvæmari   rekstri   sem   skilar   sér   í   hagstæðari   leiðum   fyrir   viðskipavininn   og   þar   af  

leiðandi  meiri  ánægju  og  trausti  hjá  honum”  .    

Annar  yfirstjórnandi  talar  um  breytingaferlið  sem  félgið  hefur  verið  í  síðustu  ár  ,,  við  

einsettum   okkur   að   taka   félagið   og   umbreyta   því   og   verða   nútímalegri.   Þetta   eru  

rosalega   miklar   breytingar   ,   hvort   kalla   megi   umbyltingu   jafnvel   ,   allavega   risastórt  

samansafn   af   breytingaverkefnum   t.d   upplýsingakerfið   okkar,   ferlar,   vinnubrögð   og  

menningin.  Við  hefðum  aldrei  getað  gert  þetta  á  þessum  skala  ef  ekki  væri  fyrir  stefnuna  

sem   við   gátum   svo   brotið   upp   í   smærri   verkefni.   Þannig   eru   allir   með   vegvísir   að  

verkefnunum  og  vita  hver  er  væntanleg  lokaútkoma”.  

Sami   viðmælandi   minntist   enn   fremur   á   mikilvægi   stefnunnar   í   ljósi   þess   að   ná  

framförum   ,,   það   er   alveg   crusial   að   hafa   skýra   stefnu   ef   þú  ætlar   að   ná   einhverjum  

markmiðum  og  árangri  það  er  að  segja  ef  þú  ætlar  ekki  að  sullast  í  sama  polli  endalaust  

”.    Að   fá  alla  starfsmenn  og  stjórnendur  til  að  sigla   í   sömu  átt  og  stefna   í  átt  að  sömu  

markmiðum   virtist   vera   það   sem   allir   viðmælendur   voru   sammála   um.   Að   auki   var  

Page 72: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

72  

nokkuð   oft   minnst   á   ástæða   fyrir   því   að   viðmælandann   langaði   virkilega   að   mæta   í  

vinnuna  og  hlakkaði  hreinlega  til  væri  vegna  þess  að  hann  vissi  hvað  væri  ætlast  til,  vissi  

hver  ávinningurinn  af  starfi  hans  væri  og  vissi  að  ekki  væri  verið  að  vinna   í  verkefnum  

sem  skipta  ekki  máli.      

Það   var   ólíkur   starfsaldur   viðmælenda  og   var   hægt   að  merkja   í   svörum  þeirra   sem  

lengur   höfðu   verið   að   meiri   vitund   um   stefnumál   ætti   við   síðastliðin   4-­‐5   ár.   Einn  

viðmælenda  sem  lengi  hefur  starfað  hjá  félaginu  sagði  svo   ,,   í   fyrsta  skipti  núna  er  hér  

mjög  ákveðin  sýn  og  það  vita  allir  hvert  er  verið  að  fara  og  að  allt  sem  við  erum  að  vinna  

tengist  þessu  markmiði  og  ég  finn  svo  mikinn  mun  frá  því  áður  því  þá  var  kannski  verið  

að  vinna  hitt  og  þetta,  mismunandi  milli  deilda  og  jafnvel  innan  sviða.  Þannig  var  ekkert  

samræmi,  einn  ákvað  að  fara  í  eitt  en  annar  í  eitthvað  annað  og  ekkert  talað  saman  og  

því  enginn  að  stefna   í   sömu  átt.    Mér   finnst  þess  vegna  vera  miklu  meiri   samstaða  og  

vitund  hjá  okkur  núna  “.    

Á  myndinni  má  sjá  kóða  sem  féllu  undir  þemað  mikilvægi  skýrrar  stefnu.    

 

Tafla  2.Kóðar  fyrir  þema  2  

Page 73: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

73  

5.1.3 Eign  allra  Það   var   nokkuð   ljóst   á   svörum   viðmælenda   að   stefna   félagsins   var   álitin   sem   eign  

allra.  Það  var  einstaklega  áberandi  í  svörum  að  mikilvægt  væri  að  allir  starfsmenn  kæmu  

að   ferlinu,   kæmu  með  ábendingar  og  að  álit   allra   skipti   virkilega  máli.   Einn   tók   svo   til  

orða   ,,    við  fengum  ábendingar   í   fyrra  um  að  starfsmönnum  fannst  þeir  koma  seint  að  

ferlinu   þ.e.a.s   á   eftir   deildar   og   framkvæmdarstjórum   og   því   hlustuðum   við   á   það   og  

snérum  ferlinu  við.  Nú  byrjum  við  hjá  starfsfólkinu  og  við  fengum  svo  mikið  af  frábærum  

ábendingum  ,  yfir  500  stk  ,  þetta  gerum  við  klárlega  áfram!  “.    

Allir   starfsmenn   koma   því   að   þegar   búin   eru   til   svokölluð   stefnumið   en   það   eru  

langtímamarkmiðin   eða   lykiláherslur.   Þá   eru   allir   með   í   því   að   útfæra   stefnumiðin,  

hvernig  á  að  ná  þeim  og  hvaða  auðlindir  þarf   til.  Einn  viðmælandi  segir   ,,  þá  erum  við  

með  allt  starfsfólkið  saman  komið  og  skiptum  í  hópa  og  búin  er  til  ákveðin  framtíðarsýn,  

til   hvers   erum   við   að   þessu   og   það   þarf   að   styðja   við   stefnuna   og   svo   búin   við   til  

stefnupunkta  til  að  vinna  að  framtíðarsýninni  bara  svo  punktar  sem  útskýra  betur  hvað  

við   þurfum   að   gera   til   að   ná   þessari   framtíðarsýn   og   einnig   búum   við   til   vörður   eða  

milestones.  Þá  erum  við  með  framtíðarsýn,  tékklista  og  tímabil  fyrir  hvert  stefnumið  og  

allt  komið  beint  frá  staffinu  “.  

Allir  voru  sammála  um  það  að  stefnan  eigi  að  vera  eign  allra  en  hvort  öllum  fyndist  

það  nú  þegar  var  ekki  alveg  ljóst  hjá  öllum  ,,  til  að  þetta  gangi  upp  verða  allir  að  skilja  til  

hvers  er  ætlast  af  þeim  og  hvaða  áhrif  verkefni  og  breytingar  hafa  áhrif  á  það.  Þetta  er  

það   sem  við  höfum  verið  að  vinna  með.    Með   stefnumiðum  og  mælikvörðum  sem  við  

komum  niður  á  deildirnar  og  þá  verður  einfaldara  fyrir  alla  starfsmenn  að  skilja  að  ef  ég  

geri  þetta  þá  er  ég  að  standa  mig  vel  og  ég  er  að  leggja  mitt  af  mörkum  til  að  félagið  nái  

markmiðum,   þannig   er   tengingin   komin   til   allra.   Þetta   er   allt   í   vinnslu,   ekki   orðið  

fullkomið  en  það  kemur  “.  

VÍS   útbýr   stefnuhring   sem   sýnir   á   myndrænan   hátt   hvernig   stefnumiðin,  

lykilverkefnin  og   aðrir  mikilvægir   þættir   stefnunnar   raðast  upp  og  hvernig   allt   tengist.  

Allir   viðmælendur  voru  sammála  því  að  þessi   stefnuhringur   sé  einn   liður   í  því  að   færa  

stefnuna  nær  öllum  starfsmönnum  og  gera  hana  skiljanlegri   fyrir  alla,  hér  er  haft  eftir  

einum   millistjórnanda     ,,   ...svo   er   þessi   stefnuhringur   sem   er   svo   góður   fyrir   okkur  

stjórnendur   til   að   tengja   verkefnin   og   daglegt   tal   við   stefnuna.   Þó   við   séum   alltaf   að  

Page 74: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

74  

máta  okkur  við  stefnuna  þá  eru  ekki  endilega  allir  starfsmenn  að  því  og  því  er  svo  gott  

að   geta   vitnað   í   auðskiljanlega  mynd   eins   og   stefnuhringurinn   er   og   þannig   ná   flestir  

sömu   tengingunni   og   sama   skilning   á   af   hverju   við   erum   að   gera   hlutina   eins   og   við  

gerum  þá  “.    

Þegar   spurt   var   um   hvort   að   hægt   væri   að   hafa   almenna   starfsmenn   meira   inn   í  

stefnumótunarferlinu  voru  nær  allir  á  sama  máli  um  að  VÍS  biði  nú  þegar  upp  á  þannig  

vettvang   að   allir   starfsmenn   sætu   við   sama  borð  þegar   það   kæmi   að  þessum  málum.  

Einnig  voru  mörg  svör  á  þennan  veg  ,,  VÍS  býður  upp  á  það  að  allir  taki  þátt  en  það  er  þó  

ekki  hægt  að  ætlast  til  að  allir  séu  tilbúnir  í  slíka  vinnu.  Fyrir  þá  sem  vilja  virkilega  taka  

þátt  í  þessu  ferli  þá  er  vettvangur  fyrir  það,  þetta  er  val  eins  og  flest  annað  “.    Það  voru  

flestir  á  því  máli  að  allir  starfsmenn  ættu  að  taka  þátt  og  láta  sér  málið  varða  því  að  að  

stefna   sem  allir   eiga   þátt   í   að  marka   verður   auðveldara   að   fylgja   eins   og   haft   er   eftir  

einum  yfirstjórnanda   ,,  það  er  svo  mikilvægt  að  starfsfólkið  mæti  á  VÍS  daginn  og  láti   í  

sér  heyra,   þau  þekkja  hlutina  best,   vita  hvar   við   erum  að  gera  góða  hluti   og  hvar  má  

gera  betur  “.    

Mikið  var  rætt  um  mælikvarða  og  þótti  það  merkjanlegt  á  svörum  að  ekki  næri  nóg  

farið   yfir   mælingar   og   niðurstöður   þeirra.   Því   væri   ábótavant   að   starfsmenn   fengju  

ábendingar  og  vitneskju  um  þann  árangur  sem  hefði  náðst  og  hvað  væri  enn  eftir.  Einn  

viðmælandi  nefndi  svo  ,,  ef  starfsmenn  taka  þátt  í  stefnumótuninni  þá  eru  þeir  líklegri  til  

að  vilja  fara  eftir  henni  en  þeir  verða  vita  hver  staðan  er  miðað  við  markmið.  Skiptir  því  

öllu  máli  fyrir  starfsmenn  að  vita  hvar  þeir  standa,  hvernig  þeir  eru  að  standa  sig  og  að  

þeirra   framlag   sé   að   skila   einhverju.   Betri   mælingar   og   endurgjöf   myndu   vera   góður  

partur  af  þessu  “.  

 

 

Á  myndinni  fyrir  neðan  má  sjá  kóðana  sem  tengjast  þemanu  eign  allra.    

Page 75: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

75  

 

Tafla  3.Kóðar  fyrir  þema  3  

5.1.4 Lifandi  ferli    Rannsakanda   þótti   áhugavert   að   skoða   hvernig   horft   er   til   stefnunnar   og   hvernig  

endurskoðun  á  henni  virkar.  Svörin  voru  keimlík  því  allir  voru  sammála  því  að  stefnuna  

þarf   að   endurskoða   reglulega   því   umhverfið   væri   kvikt   og   nauðsynlegt   væri   að   vera  

tilbúin  að  mæta  breytingum.  Oft  virðist  talað  um  í  stefnumótun  að  stefna  sé  lokaútkoma  

einhvers  ferlis  og  þá  sé  komið  eitthvað  skjal  sem  má  vinna  eftir.  Allir  viðmælendur  voru  

sammála  því  að  sett  stefna  væri  langt  frá  því  að  vera  lokaútkoma  einhvers  ferlis  því  hún  

væri  lifandi  verkefni  sem  tæki  aldrei  enda.    

Haft   er   eftir   einum   viðmælanda   ,,   þetta   er   eilífðarverkefni,   aldrei   bara   búið!   Það  

koma   áskoranir   úr   öllum   áttum   og   við   leggjum   áherslu   á   það   við   tökum   breytingum  

fagnandi   og   erum  meðvituð   um   að   það   er   allt   á   fleygiferð   í   kringum   okkur   og   því   er  

stefnan  lifandi  og  getur  tekið  breytingum.  Hún  er  endurskoðuð  einu  sinni  á  ári  og  oftar  

ef  okkur  þykir  þurfa  “.  

Einnig  var  mikið  talað  um  að  horfa  ekki   til  baka  heldur  fram  á  við  og  skoða  hvernig  

megi  bæta  árangurinn  í  framtíðinni.  Yfirstjórnandi  tók  svo  til  orða  ,,  breytingar  eru  ekki  

til   að   hræðast   ,   það   er   bara   gott   að   fólk   færist   til   í   starfi   og   að   ferlar   breytist.   Þó   að  

ákveðið   sé  að  breyta  einhverju  þá  þýðir  það  ekki  að  hitt  hafi   verið   rangt  því   við  erum  

ekki   að   horfa   í   baksýnisspegilinn,   ekki   að   horfa   á   breytingar   af   því   að   hitt   hafi   verið  

ómögulegt  heldur  erum  við  að  hugsa  hvað  getum  við  gert  betur  til  framtíðar  og  hvernig  

erum  við  betur  undirbúin  fyrir  hana  “.    

Page 76: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

76  

Allir  virtust  viðmælendur  á  sama  máli  um    það  að  endurskoðun  stefnunnar  væri  opin  

og   vel   væri   horft   til   breytinga.   Einnig   var   minnst   mikið   á   að   oftast   væri   um  

áherslubreytingar  að  ræða  og  því  ekki  of  ruglandi  fyrir  hinn  almenna  starfsmann.    

Á  meðfylgjandi  mynd  má  sjá  kóða  fyrir  þemað  lifandi  ferli.  

 

Tafla  4.Kóðar  fyrir  þema  4  

5.1.5 Aðgreining  Á  upprunalega   spurningalistanum  var  ekki   spurning  um  aðgreiningu  en   líkt  og   farið  

var   yfir   í   aðferðafræðikaflanum   þá   var   hlustað   vel   á   viðmælendur   og   spurningar  

útvíkkaðar   eftir   þörfum.   Þannig   þótti   rannsakandi   augljóst   eftir   fyrstu   viðtöl   að  

aðgreining  var  eitthvað  sem  var  öllum  ofarlega   í  huga  og  því  þótti  vert  að  kafa  dýpra   í  

það.  

Einkennandi   var   stollt   til   vinnustaðar   í   svörum   viðmælenda   en   þótti   þeim   flestum  

vanta  betri  aðgreiningu.  Einn  viðmælandi  sagði  svo  ,,  ef  ég  ætla  að  vera  alveg  brútal  þá  

hefur  tryggingabransinn  ekkert  breyst  í  100  ár  og  ekki  við  heldur,  þess  vegna  höfum  við  

einsett  okkur  að  verða  nútímalegri  “.    

Flestir   virtust   sammála   um   að   tryggingafélögin   væru   í   raun   öll   eins   og   með   eins  

tryggingar   líkt   og   einn   viðmælandi   sagði   ,,   ef   við   finnum   okkur   ekki   eitthvað   sem  

aðgreinir  okkur  frá  hinum  þá  erum  við  aldrei  að  fara  neitt  framar  en  þeir  “.  

Page 77: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

77  

Einnig  talaði  einn  um  að  stefna  allra  tryggingafélaga  væri  nú  líklegast  mjög  svipuð  og  

sagði   ,,   stefnan   okkar   eitthvað   brilliant,   nei   örugglega   ekki!   En   framkvæmdarhlutinn  

okkar  er  virkilega  vel  gerður  ,  þetta  er  sko  ekkert  plagg  ofan  í  skúffu  hér  “.      

Einn  viðmælandi  sagðist  oft  spyrja  um  þetta  á  fundum  ,,  ef  þú  hefðir  15  sekúndur  til  

að  selja  mömmu  þinni  af  hverju  VÍS  en  ekki  eitthvað  annað  tryggingafyrirtæki,  hvernig  

myndiru  gera  það  ?”.    Svörin  við  þessari  spurningu  sagði  hann  snubbótt  og  það  ætti  ekki  

að  vera  það  ,,  VÍS  er  stærst,  skiptir  það  öllu  máli?  ,  víðtækasta  verndin-­‐  hvað  með  það?  

Fókus   á   skilvirkni   og   ánægju,   eru   ekki   allir   að   því?   Þetta   verður   challenge   en  

óhjákvæmilegt  sem  næsta  skref  að  finna  betri  tilgang  “.  

Allir  voru  sammála  um  að  félagið  væri  opið  fyrir  breytingum  og  fylgdist  vel  með  því  

sem  væri  að  gerast  í  umhverfinu.  Þannig  mátti  túlka  að  nýjum  aðferðum  og  hugmyndum  

væri   tekið   fagnandi   ef   það   væri   væntanlegt   til   árangurs.   Hvernig   félagið   ætlar   að  

aðgreina   sig   í   skilmerkilegan   hátt   virðist   þó   ekki   augljóst   og   ef   til   vill   eitt   af  

lykilverkefnum  félagsins  í  nánustu  framtíð.    

Á  myndinni  hér  fyrir  neðan  má  sjá  kóða  fyrir  þemað  aðgreining.    

 

Tafla  5.Kóðar  fyrir  þema  5  

5.1.6 Fjarlægðin  skiptir  máli  

Þegar  lagt  var  upp  í  rannsóknina  voru  nokkrar  tilgátur  settar  fram.  Á  meðal  þeirra  er  

ein  um  að  starfsfólkinu  á  landsbyggðinni  sé  ekki  jafn  mikið  inn  í  stefnumótunaferlinu  og  

þeir  á  höfuðborgarasvæðinu.    Viðmælendur  voru  því  spurðir  hvort  þeir  teldu  að  þekking  

og   skilningur   á   stefnu   félagsins   og  mikilvægi   skýrrar   stefnu   yfir   höfuð   væri   sú   sama   á  

landsbyggðinni  og  á  höfuðborgarasvæðinu.    

Page 78: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

78  

Augljóst  var  á  svörum  að  þetta  væri  eitthvað  sem  þyrfti  að  skoða  betur  því  þegar  um  

var  hugsað  virtust  allir  á  sama  máli  að  líklegast  væri  svo  ekki.    

Einn  viðmælandi  svaraði  ,,  nei  því  miður  örugglega  ekki.  Það  koma  allir  á  VÍS  daginn  

og  svona  en  það  er  bara  svo  mikil  þróun  sem  fer  fram  hér  í  bænum,  já  ætli  það  sé  ekki  

minna  meðvitað  um  mikilvægið,  finnst  það  ekki  ólíklegt  “.    

Eins  var  spurt  hvort  viðmælendum  þótti  skipta  máli  að  allir  væru  með  sömu  þekkingu  

og   skilning   óháð   staðsetningu.   Allir   voru   á   sama   máli   með   það   að   það   væri   ekki  

spurning,   það   skipti   öllu   máli.   Einn   segir   ,,hringiðan   er   hér   í   bænum   en   ætli  

upplýsingaflæðið   gæti   ekki   verið   betra.   Erfitt   að   snúa   sér   í   þessu   því   fjarlægðin   hefur  

alltaf  mikil  áhrif  þrátt  fyrir  skype  og  alla  tækni  sem  er  til  staðar  “.    

Einnig  var  minnst  á  að  það  væri  í  raun  ákveðin  menningarmunur  ,,  það  er  alltaf  talað  

um  þetta  global  vandamál,  þennan  kúltúr,  en  ég  meina  það  er  nóg  að  horfa  á  Reykjavík  

og   landsbyggðina  því  oft   verða  vandamál   vegna  menningarmuns   “.     Sami   viðmælandi  

segir   einnig     ,,   það   er   svo  mikilvægt   að   þau   séu   hluti   af   þessu  með   okkur,   helmingur  

viðskiptavina  er  á  landsbyggðinni  ,þetta  skiptir  bara  öllu  máli.  Hver  segir  líka  að  allt  þurfi  

að  vera  í  Reykjavík,  ef  það  á  að  gera  breytingar  þá  verðum  við  að  horfa  á  fyrirtækið  sem  

eina  heild  og  því  gæti  t.d  þjónustuver  alveg  eins  verið  á  Akureyri  eins  og  í  Reykjavík  “.    

Viðmælandi  úr  höfuðstöðvum  VÍS  á  höfuðborgarasvæðinu  sagði  ,,  með  tækni  og  vilja  

geta  allir  tekið  þátt  í  fundum  sama  hvar  þeir  eru  staðsettir  eða  veikir  heima.  En  það  er  

samt  ekki  það  sama  að  hlusta  á  fund  eða  vera  á  honum  í  alvörunni  “.    

Enn  fremur  nefnir  einn  viðmælandi  að  þetta  sé  nauðsynlegt  að  hafa  á  bak  við  eyrun  

en  að  erfitt  sé  að  snúa  sér  í  þessum  málum  ,,  ...  þau  eru  svo  langt  í  burtu  og  það  er  svo  

mikið  af  örðuvísi  samskiptum  og  verkefnum  hér  í  Reykjavík.  Þau  koma  samt  alltaf  á  VÍS  

daginn  og  það  er  algerlega  ómissandi  “.  Rannsakandi  spurði   í  kjölfarið  hvort  það  skipti  

máli  að  grynna  þetta  bil?  ,,  Ekki  spurning,  það  verður  að  vera  sem  allra  minnst.    Við  erum  

einn  hópur,  eitt  fyrirtæki  “.    

Þannig   virðist   fjarlægðin   skipta  miklu  máli   þrátt   fyrir   að   allir   séu   að   vilja   gerðir   að  

fyrirtækið   sé   sem   einn   hópur.     Frá   einum   viðmælanda   kom   þetta   ,,   starfsmenn   af  

landinu  vilja  vera  meira  með.  Auðvitað  eru  ekki  allir  kannski  sem  vilja  það  en  heilt  yfir  er  

vilji   um  meiri   þátttöku.   Því  mætti   boða   oftar   á   skypefundi   þó   það   sé   ekki   alveg   sami  

hluturinn   og   að   sitja   hann   en   þó   betra   en   lítið   sem   ekkert   samband.   Einnig   mættu  

Page 79: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

79  

framkvæmdarstjórar  koma  oftar   í  umdæmin  út  á   landi,  það  næðist  mikið  betri  tenging  

þannig  ”  .    

Á  myndinni  fyrir  neðan  má  sjá  kóða  fyrir  þemað  fjarlægð.    

 

Tafla  6.Kóðar  fyrir  þema  6  

 

5.2 Niðurstöður  megindlegrar  rannsóknar    Í   þessum   kafla   verða   helstu   niðurstöður   úr   megindlegri   rannsókn   kynntar.   Farið  

verður  yfir  þau  svör  sem  þykja  henta  til  að  komast  að  svari  við  rannsóknarspurningu  og  

einnig  verður  farið  yfir  marktækni  og  fylgni  ýmissa  þátta  er  varða  málefnið.    

Í  spurningakönnuninni  var  spurt  að  sjö  bakgrunnsspurningum  sem  hægt  væri  að  nýta  

til   að   sjá  hvort   fylgni   væri   á  þeim  og   lýsandi   spurningunum  sem  voru   tíu   talsins.     Það  

voru  133  starfsmenn  sem  svöruðu  rannsókninni  og  er  það  62%  af  heildinni.    

Hér  í  fyrsta  hluta  verður  farið  yfir  tíðni  svara  og  hlutfall  við  bakgrunnsspurningunum  en  

þær  eru  síðar  notaðar  til  bera  saman  við   lýsandi  spurningar  og  sjá   fylgni   ,  meðaltal  og  

staðalfrávik.    

 

Fyrsta  myndin   sýnir  hlutfall   kynjanna   en   rannsakanda   þótti   áhygavert   að   sjá   hvort  

munur  væri  á  svörum  eftir  kyni.    

 

Page 80: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

80  

 

Mynd  16.Kynjasvarhlutfall  

Eins  og  sjá  má  á  myndinni  er  lítill  kynjamunur  á  þeim  sem  svöruðu  eða  rétt  um  4%  og  

því  var  marktækt  að  keyra  breytin  kyn  í  krosstöflu  við  lýsandi  spurningarnar.  

Í  næstu  bakgrunnsspurningu  var  spurt  um  aldur  svarenda.    

 

Mynd  17.Aldursdreifing  

Sjá  má   á  myndinni   að   74%  þeirra   sem   svöruðu   voru   á   aldursbilinu   36-­‐67   ára   og   af  

þeim   lang   flestir   á   bilinu   36-­‐50   ára.     Rannsakandi   ákvað   að   keyra   aldur   ekki   saman   í  

krosstöflur  vegna  þess  að  ekki  var  lagt  upp  með  þá  tilgátu  að  fylgni  væri  milli  aldurs  og  

þekkingar  eða  upplifunar  á  stefnumálum.    

Næsta   spurning   var   um   hversu   lengi   viðkomandi   hafði   starfað   hjá   fyrirtækinu   eða  

starfsaldur.    

Page 81: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

81  

 

Mynd  18.Starfsaldur  

Svörin  við  þessari  spurningu  voru  annsi  dreifð  en  þó  voru  flestir  sem  höfðu  starfað  í  

16  ár  eða  meira  eða  rúm  25%,  en  meðalstarfsaldurinn  í  fyrirtækinu  er  12  ár  (Anna  Rós  

Ívarsdóttir,  munnleg  heimild  4.mars  2016).    Næst  mest  var  hópurinn  sem  starfað  hefur  í  

4-­‐6  ár  eða   rétt   rúm  20%.  Rannsakanda  þykir  athugavert  hversu  hátt  hlutfall  neytar  að  

svara  en  tæp  20%  gera  svo.  Starfsaldur  var  engu  að  síður  keyrður  í  krosstöflu  við  lýsandi  

spurningar  en  rannsakanda  þótti  forvitnilegt  að  vita  hvort  fylgni  væri  þar  á  milli.    

Næsta  spurning  var  um  hvaða  stöðu  viðkomandi  gegnir.    

 

Mynd  19.Starfsstaða  

Langflestir  sem  svöruðu  voru  almennir  starfsmenn  eða  rúm  75%.  Hér  er  vakin  athygli  

á   að   rúm   13%   neyta   að   svara   sem   er   nánast   jafn   hátt   hlutfall   og   er   af   stjórnendum.  

Krosstafla  var  keyrð  á  þessar  breytur.  

 

Athugað  var  hvaða  menntunarstig  væri  í  fyrirtækinu.  

Page 82: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

82  

 

Mynd  20.Menntunarstig  

Augljóst   er   að   það   er   hátt   menntunarstig   í   fyrirtækinu   og   voru   um   60%   með  

háskólapróf   eða   framhaldsmenntun   á   háskólastigi,   þar   af   eru   um   20%   sem   eru   með  

MS,MA,MBA,Phd  eða  sambærilega  menntun.    

Næsta  spurning  sneri  að  starfsstöð  viðkomandi  og  var  ákveðið  að  skoða  ekki  einstök  

umdæmi  heldur  horfa  á  landsbyggðina  sem  eina  heild  og  svo  höfuðborgarasvæðið  sem  

aðra.    

 

Mynd  21.Starfsstöð  

Eins  og  sjá  má  á  myndinni  voru  rúm  19%  svarenda  af   landsbyggðinni  sem  er  svipað  

hlutfall   og   starfsmenn   VÍS   á     landsbyggðinni   eru   í   raun   eða   um   20%   (   Sigrún   Ragna  

Page 83: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

83  

Ólafsdóttir,  munnleg  heimild  9.  Mars  2016  ).    Rannsakanda  þótti  áhugavert  að  skoða  vel  

hvernig  staðsetning  vinnustöðvar  hefði  áhrif  og  hvort  það  hefði  áhrif  yfir  höfuð.  Keyrðar  

voru  krosstöflur  við  þessa  breytu  og  eins  var  skoðaðar  fylgnitöflur  og  staðalfrávik,  vikið  

verður  að  því  síðar  í  kaflanum.  

Lýsandi  spurningarnar  voru  tíu  eins  og  áður  sagði  og  verður  farið  yfir  þær  hér  fyrir  neðan  

og  hvernig  útkoma  þeirra  reyndist.  Fyrstu  þrjár  voru  flokkaðar  sem  greining  á  þekkingu  

en  næstu  7  sem  greining  á  upplifun.    

Fyrst   lék  áhugi  á  að  byrja  á  að  heyra  hversu  vel  eða   illa   svarandi  gæti  útskýrt  hvað  

stefna  er  og  voru  svarmöguleikarnir  fimm,  frá  því  að  vera  mjög  illa  yfir  í  mjög  vel.    

 

 

Mynd  22.Hversu  vel  þekkiru  hvað  stefna  er?  

Eins  og  sjá  má  á  myndinni  voru  langflestir  sem  sögðust  þekkja  vel  hvað  stefna  er  eða  

rúm  53%.  Næstflestir  þekkja  mjög  vel  hvað  stefna  er  en  rúm  17%  segjast  hvorki  þekkja  

það  né  ekki.    Aðeins  einn  merkti  við  að  hann  þekkti  mjög  illa  hvað  stefna  væri  og  einn  

illa.  

Rannsakanda  lék  forvitni  að  vita  hversu  hátt  hlutfall  þekkti  hver  stefna  VÍS  væri  og  var  

það  næsta  spurning.    

Page 84: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

84  

 

Mynd  23.Hversu  vel  þekkiru  stefnu  VÍS?  

Rúm  56%  svarenda  segjast  þekkja  stefnu  VÍS  vel  og  rúm  15%  mjög  vel.  Tæplega  15%  

svöruðu   svo  hvorki  né.     Eins  og   sést  á  þessum  niðurstöðum  er  annsi  hátt  hlutfall   sem  

telur  sig  þekkja  stefnu  VÍS  vel  og  jafnvel  mjög  vel.    

Ein   af   tilgátum   rannsakanda   sneri   að   því   að   ekki   væri   allir   sammála   um  mikilvægi  

skýrrar  stefnu  í  skipulagsheild  og  væri  það  ólíkt  eftir  starfsstöðu.    Krosspróf  var  keyrt  á  

þessar   breytur   og  niðurstaða  þess   kynnt  hér   neðar   í   kaflanum.  Á  næstu  mynd  má   sjá  

svar   við   næstu   spurningu   sem   var   um   hversu   mikilvægt   væri   að   hafa   skýra   stefnu   í  

skipulagsheildum.    

 

Mynd  24.Hversu  mikilvægt  er  að  hafa  skýra  stefnu?  

Augljóst  er  miðað  við  svörin  að  svarendur  telja  skýra  stefnu  mjög  mikilvæga  eða  tæp  

50%  og  rúm  25%  segja  hana  mikilvæga.  Hér  vekur  athygli  rannsakanda  að  27  starfsmenn  

ákváðu   að   svara   ekki   þessari   spurningu   en   það   er   um   20%   þeirra   sem   svöruðu  

rannsókninni  en  það  verður  að  teljast  annsi  hátt  hlutfall.    

Page 85: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

85  

Stjórnendur   VÍS   leggja   mikla   áherslu   á   að   allir   starfsmenn   taki   þátt   í   stefnumótun  

félagsins.   Rannsakanda   þótti   því   áhugavert   að   skoða   hvernig   starfsmenn   upplifa   það.  

Næsta  spurning  var  því  ;  telur  þú  þig  hafa  mikið  eða  lítið  að  segja  um  mótun  stefnu  VÍS.  

 

Mynd  25.Hefuru  mikið  um  mótun  stefnu  VÍS  að  segja?  

Næstum  þriðjungur  svarenda  eða  27,3%  svarar  hér  hvorki  né  og  rúm  11%  svara  mjög  

lítið   eða  ekkert  og   tæp  9%   lítið.    Aðeins  22%   svara   að  þau   telji   að  þau  hafi  mikið  um  

stefnuna   að   segja   og   8%   mjög   mikið.   Svör   þessi   virðast   stangast   á   við   það   sem   ósk  

stjórnenda  er,  að  allir   starfsmenn  eigi  hlut   í   stefnunni  og  hafi   sitt  að  segja.  Krosstöflur  

voru  keyrðar  á  þessa  breytu  og  verða  niðurstöður  úr  henni  kynntar  neðar.    

Hvernig  svarendum  þykir  staðið  að  framkvæmd  stefnu  VÍS  var  næsta  spurning.  Þótti  

það  áhugavert  þar  sem  stjórnendur  VÍS   leggja  mikið  upp  úr  því  að  starfsmenn  á  öllum  

lögum   félagsins   taki   þátt   í   framkvæmdinni   enda   sé   það   leiðin   til   að   verkefnin   eða  

stefnumiðin  hafist.    

 

 

Mynd  26.Hversu  vel  er  staðið  að  framkvæmd  stefnunnar?  

Nær  helmingur  eða  tæplega  40%  telur  að  vel  sé  staðið  að  framkvæmdinni  og  önnur  

13%  mjög   vel.   Rúm  20%   velja   hvorki   né  möguleikann  og  má  draga   ályktun   að   það   sé  

Page 86: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

86  

vegna  lítils  skilnings  á  hvað  framkvæmd  stefnu  er  yfir  höfuð.  Tæp  8%  svarenda  segja  að  

mjög  illa  sé  staðið  að  framkvæmdinni  sem  má  teljast  mjög  lítið  hlutfall.  

Rannsakandi  hafði  tekið  viðtal  við  forstjóra  VÍS  áður  en  þessi  rannsókn  var  ákveðinn  

og  því  vissi  hann  vel  hversu  mikil  ákefð  væri  fyrir  stefnumótunarstarfi.  Því  lék  áhugi  á  því  

að  kanna  hvernig  starfsfólki  liði  með  starfinu  sem  færi  fram  í  félaginu  er  sneri  að  stefnu  

og  hvort  þeim  þætti  að  það  mætti  draga  úr  því  eða  auka  umfang  þess.    

 

Mynd  27.Viltu  breyta  umfangi  stefnumótunar  hjá  VÍS?  

Hér  eru  langflestir  sem  vilja  ekki  breyta  neinu  eða  svara  hvorki  né  en  í  þessu  tilfelli  á  

það  við  sama  svarmöguleika  svo  að  langflestir  eða  um  49%  vilja  hafa  umfangið  óbreytt.  

Rétt  tæp  20%  vilja  auka  umfang  á  meðan  um  11%  vildu  draga  úr  því.    

Hvernig  starfsmenn  upplifðu  að  þeir  virkilega  gætu  haft  áhrif  á  framgang  stefnunnar  

var   ofarlega   í   huga   rannsakanda.   Því   var   næsta   spurning   um   hversu   sammála   eða  

ósammála  ertu  um  að  hlutverk  þitt  í  stefnumótunarstarfi  VÍS  sé  skýrt?  

 

 

Mynd  28.Er  þitt  hlutverk  í  stefnumótunarstarfi  VÍS  skýrt  ?  

Page 87: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

87  

Langflestir  eru  sammála  um  að  hlutverk  þeirra  sé  skýrt  eða  um  35%  og  rúm  12%  mjög  

sammála   því.   Aftur   er   frekar   hátt   hlutfall   þeirra   sem   kjósa   hvorki   né   og  má   draga   þá  

ályktun   að   þeim   22%   sem   svara   svo   þykir   sitt   hlutverk   ekki   nægilega   skýrt.   Rúm   8%  

segjast  að  lokum  vera  ósammála  því  að  hlutverk  þeirra  sé  skýrt  í  þessu  ferli.    

Næsta  spurning  snéri  einnig  að  upplifun  starfsfólks.  Spurninginn  hljóðaði  svo:  Hversu  

sammála   eða   ósammála   ert   þú   um   að   þitt   vinnuframlag   skili   árangri   og   stuðli   að  

framgangi  í  lykilverkefnum  VÍS?  

 

 

Mynd  29.Skilar  þitt  vinnuframlag  árangri  sem  styður  við  lykilverkefnin?  

Sjá  má   grafinu   að   rúm  36%  er   sammála   því   að   þeirra   vinnuframlag   skili   árangri   og  

stuðli  að  framgangi  í  lykilverkum.  Hátt  hlutfall  er  mjög  sammála  því  eða  rúm  22%.  Mjög  

fáir  eru  því  ósammála  en  um  17%  svara  hvorki  né.    

Hér  fyrir  neðan  er  tafla  með  meðaltali  og  staðalfráviki  yfir  lýsandi  spurningarnar  sem  

voru  með  staðlaða  svarmöguleika.  Í  töflunni  má  sjá  hversu  margir  svöruðu,  lægsta  gildi  

og  hæsta  gildi.    

Staðalfrávik  er  notað  til  að  skoða  dreifingu  talna  og    er  talan  hærri  eftir  því  hversu  ólíkar  

þær  eru.    

Page 88: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

88  

 

Tafla  7.Meðaltal  og  staðalfrávik  lýsandi  spurninga.  

Spurningum  var  gefið  gildi  frá  1-­‐5  og  var  1  þá  mjög  illa  eða  mjög  ósammála  en  5  er  mjög  

vel  eða  mjög  sammála.  Í  spurningu  8  er  gildið  1  fyrir  það  að  draga  úr  en  5  fyrir  að  auka  

umfangið.     Eins   og   smá   má   á   töflunni   hér   fyrir   ofan   er   frekar   mjög   hátt   meðaltal   í  

spurningu   5   sem   snýr   að  mikilvægi   þess   að   hafa   skýra   stefnu   í   skipulagsheildum.   Það  

þýðir   að   langflestir   svarenda   telja   það  mikilvægt   eða  mjög  mikilvægt.     Einnig   er   hátt  

meðaltalið   eða   rétt   rúmlega   4   í   spurningu   1   og   10   en   þær   snúa   að   því   hversu   vel  

viðkomandi  gæti  útskýrt  hvað  stefna  er  og  svo  hversu  líklegt  þeim  þykir  að  þeirra    

vinnuframlag  stuðli  að  framgangi  á  lykilverkefnum  VÍS.      

 

Tafla  8.  Fylgni  og  marktækni  lýsandi  spurninga.  

Page 89: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

89  

Fylgniviðmið  Field  (2005)    voru  nýtt  í  rannsókninni  og  eru  þau  eftir  farandi:    

0.00-­‐0.29  er  skilgreind  sem  veik  fylgni.  

0.30-­‐0.49  er  skilgreind  sem  miðlungs  fylgni.  

0.50  og  hærra  er  skilgreint  sem  sterk  fylgni.    

Marktækni  er  á  rannsóknarbreytum  ef  það  er  undir  0,05  (  sig  ).  

Hér  fyrir  neðan  má  sjá  fylgni,  fjölda  og  marktækni  á  öllum  lýsandi  spurningum  saman.    

Merkt  var  inn  á  með  lit  þar  sem  fylgni  mælist  hvað  sterkust.  Fylgnin  mælist  sterkust  eða  

0,593   og   jákvæð   við   svörin   við   eftirfarandi   spurningum   ,,   hversu   vel   þekkir   þú   stefnu  

VÍS?”  Og  Hversu  mikið  eða   lítið  hefur  þú  um  mótun  stefnu  VÍS  að  segja?”.    Svörin  eru  

marktæk  þar  sem  gildið  er  0,00.    

Fylgni   mælist   sterkust   þar   sem   hlutverk   svaranda   er   skýrt   við   svör   á   umboði   eða  

upplifun  á  því  hversu  mikið  eða  lítið  viðkomandi  hefur  um  stefnuna  að  segja,  um  hvort  

að   starf   hans   stuðli   að   árangri   í   lykilverkefnum   og   hvort   staðið   sé   vel   eða   illa   að  

framkvæmd  stefnunnar  hjá  VÍS.  Þær  niðurstöður  eru  allar  marktækar.  

 

5.3 Samtekt  niðurstaðna  Í   þessum   kafla   verða   niðurstöður   beggja   rannsókna   bornar   saman   og   sameiginleg  

niðurstaða  kynnt.    

Sex  kóðar  komu  upp  við  afritun  og   rýningu  viðtala   sem  að  mati   rannsakanda  þóttu  

mikilvægastir.  Kóðarnir  eru,  hvað  er  stefna,  mikilvægi  skýrrar  stefnu  ,  eign  allra,   lifandi  

ferli,  aðgreining  og  fjarlægðin  skiptir  máli.    

Gagnagreining  eigindlegra  gagna   leiddi   í   ljós  að  viðmælendur  voru  allir   sammála  að  

skýr   stefna   í   skipulagsheild   væri   eina   leiðin   ef  markmiðið   væri   að   ná   árangri   og   skara  

fram  úr.  Án  skýrrar  stefnu  myndu  starfsmenn  og  stjórnendur  ekki  sigla  í  sömu  átt  og  ekki  

væri  mikið  um  skilvirkni.    Stjórnendur  leggja  mikla  áherslu  á  að  stefna  sé  álitin  eign  allra  

og  allir  eigi  sinn  hlut  í  sköpun  og  framkvæmd.  Ekki  voru  þó  allir  sammála  því  en  þó  því  að  

þetta  væri  bara  spurning  um  tíma  því  það  væri  klárlega  það  sem  koma  skyldi.    

Allir  voru  samála  því  að  stefnan  væri  lifandi  ferli  og  sífellt  væri  reynt  að  betrumbæta  

og   finna   hagstæðari   leiðir   að   öllum   þáttum.   Þar   má   nefna   innleiðingu  

straumlínustjórnunar   eða   LEAN   en   það   hefur   sparað   fyrirtækinu   um   tæp   30%  

Page 90: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

90  

vinnustunda.    Upp  kom  í  flestum  viðtölunum  einnig  að  nauðsynlegt  væri  að  aðgreina  sig  

ef  félagið  ætlaði  að  skara  fram  úr  en  eins  og  staðan  væri  núna  þá  væri  sú  aðgreining  ekki  

ljós.     Það   væri   þó   næsta  mál   á   dagskrá   að   endurskilgreina   hlutverk   félagsins   og   finna  

betri  aðgreiningu.    

Að  lokum  var  þemað  fjarlægð  skoðað  betur.    Fjarlægðin  virðist  skipta  máli  og  virtist  

hringiðan  vera  á  höfuðborgarsvæðinu  sem  engann  undrar.  Fjarlægðin  verður  þó  til  þess  

að  svo  virðist  sem  ekki  sé  sama  tenging  við  stefnuna  og  því  ekki  eins  góður  skilningur  hjá  

starfsmönnum.  Þá  virtust  allir  sammála  því  að  grynna  þyrfti  þetta  bil  því  þetta  skapaði  

ákveðin  menningarvandamál  og  því  hætt  við  að  ekki  séu  allir  að  tala  sama  máli  er  kemur  

að  stefnunni.    

Til  að  draga  viðtölin  saman  þá  er  augljóst  að  stjórnendum  þykir  mikilvægt  að  stefnan  

sé  allra,  ekki  einhvers  ákveðins  hóps  heldur  að  allir  í  skipulagsheildinni  finni  til  jákvæðrar  

tengingu  við  hana.  Einnig  var  augljóst  að  viðmælendum  þótti  mun  betra  að  vinna  í  svona  

stefnumiðuðu  umhverfi  og  vita  nákvæmlega  hvert  hugmyndin  er  að  stefna.  Þótti  þeim  

öryggi   í   að   vita   hvaða   verkefni   væri   framundan   og   það   skapaði   góðan   móral   innan  

félagsins  því  starfsmenn  væri  almennt  ánægðari  í  starfi  líkt  og  einn  viðmælandi  sagði  ...  

,,  þetta  er  bara  allt  annað,  nú  bara  vita  allir  hvað  er  ætlast  til  og  hvert  við  ætlum  að  fara,  

engar  vangaveltur  lengur  um  hvaða  verkefni  væru  næst!..  “  

Sterkur  leiðtogi  var  augljóslega  mikilvægur  í  augum  viðmælenda  og  voru  allir  á  sama  

máli   um   að   forstjórinn   Sigrún   Ragna   væri   ástæða   þess   að   stefnumál   hefðu   breyst   á  

jákvæðan   hátt.   Hún   væri   með   skýra   framtíðarsýn   og   að   mikið   væri   lagt   í   að   allir  

starfsmenn  myndu  skilja  hana  ,  tengjast  henni  og  vilja  taka  þátt.    

Í  megindlegu   rannsókninni   voru   tvær  opnar   spurningar  þar   sem   svaranda   var   gefið  

tækifæri  á  annars  vegar  að  segja  í  einni  setningu  hvað  stefna  er  í  eigin  merkingu  og  hins  

vegar  í  eigin  orðum  hver  stefna  VÍS  væri.  Ástæða  þess  að  þetta  að  var  gert  var  til  að  sjá  

hvort   tenging   væri   við   stefnuna   eða   hvort   reynt   væri   að   þylja   upp   það   sem   stæði   á  

stefnubækling.   Alls   svöruðu   98   fyrri   spurningunni   og   88   þeirri   seinni   sem   verður   að  

teljast   gott.   Svörin   vöktu   líka   athygli   rannsakanda   þar   sem   greinilegt   virðist   að   flestir  

höfðu   skoðanir   á  málinu.   Svör   við   fyrri   spurningu  voru  á  þennan  veg   ,,   að  við   vinnum  

sem  ein  heild,   framtíðarsýn   fyrirtækis,   hvað   fyrirtæki   vill   áorka  með  þessu  brölti   sínu,  

það  sem  lagt  er  til  grundvallar,  þ.e.  hugtök  eða  gildi,  til  að  ná  markmiði,  hvert  viljum  við  

Page 91: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

91  

fara   og   hvernig   komumst   við   þangað,  markmið   sem   fylgt   er   eftir   og   árangur  mældur,  

áttaviti   fyrirtækis,   lína   í   viðskiptaháttum”   osfrv.   Markmið   og   framtíðarsýn   var   einna  

mest  nefnt  en  ótal  svör  komu  og  ekki  mörg  beint  upp  úr  bæklingnum.    

Hér  eru  nokkur  dæmi  um  næstu  spurningu  sem  var  hvað  er  stefna  VÍS  í  einni  setningu  

,,  Framúrskarandi  fyrirtæki,  ánægja  og  tryggð  viðskiptavina  VÍS,  rafræn  þjónusta,  að  vera  

öruggt   og   ábyrgt   og   stærst   á   markaðinum,   þar   sem   tryggingar   snúast   um   fólk,  

framúrskarandi”.    Gildi  VÍS  umhyggja,  fagmennska  ,  árangur  voru  mjög  oft  nefnd  líka.

 

Í  megindlegu  rannsókninni  komu  ýmsir  þættir  fram.  Sumir  stangast  á  við  niðurstöður  

hér  fyrir  ofan  en  aðrir  styðja  við  þær.    

Til  að  mynda  var  svarhlutfall  við  þekkingarspurningunum  mjög  hátt  og  er  það   í   takt  

við  niðurstöður  viðtala  um  skilning  og  sýnileika  stefnunnar.  Hversu  vel  viðkomandi  getur  

útskýrt   hvað   stefna   er,   hver   stefna   VÍS   sé   og   hversu   mikilvæg   skýr   stefna   er   í  

skipulagsheild  voru  allt  spurningar  sem  féllu  undir  þennan  flokk.      

Næstu  spurningar  snéru  að  upplifun  starfsmanna.  Þar  voru  svörin  ekki  eins   jákvæð.  

Fyrsta  spurningin  í  þessum  flokki  var  um  hversu  mikið  starfsmenn  telja  sig  hafa  að  segja  

um   mótun   stefnunnar.   Nú   merkir   næstum   þriðjungur   svarenda   við   hvorki   né  

möguleikann   eða   tæp   30%.   Önnur   20%   segjast   hafa   lítið   eða   mjög   lítið   um   hana   að  

segja.  Aðeins  um  20%  telja  sig  hafa  mikið  um  stefnuna  að  segja  og  8%  mjög  mikið.    

Hér  var  því   rýnt   í   krosstöflur   til   að   sjá  hvort  hægt  væri  að  sjá  hvar  helsti  munurinn  

væri.  

 

Tafla  9.Krosstafla.  Hversu  mikið  hefur  þú  um  stefnu  VÍS  að  segja.  

Page 92: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

92  

Langflestir  sem  finnst  þeir  hafa  mjög  lítið  eða  ekkert  að  segja  um  stefnumótunina  eru  

starfsmenn  sem  hafa  unnið  hjá  fyrirtækinu  í  7-­‐10  ár  eða  28,6%  en  25%  þeirra  sem  hafa  

unnið  hjá  fyrirtækinu  í  1-­‐3  ár  telka  sig  hafa  lítið  að  segja.  Langflestir  merkja  við  eins  og  

áður  var  nefnt  hvorki  né.    Almennir   starfsmenn  sem  starfað  hafa  hjá   fyrirtækinu   í  1-­‐3  

eða   16     ár   eða  meira   sem  merkja   oftast   við   þann  möguleika.     Þeir   sem   telja   sig   hafa  

mikið  að  segja  um  stefnuna  eru  frekar  karlmenn  sem  starfað  hafa  hjá  fyrirtækinu  í  4-­‐6  

ár.  Áhugavert  er  að  skoða  þá  sem  merktu  við  svarmöguleikann  mjög  mikið  því  þar  eru  

töluvert  fleiri  konur  sem  segjast  gera  það,  langflestir  sem  eru  með  starfsaldur  upp  á  4-­‐6  

ár  og  eru  stjórnendur  á  höfuðborgarsvæðinu.    

Næsta  var  að  athuga  hvernig   starfsmenn  upplifa   framkvæmd  stefnunnar  og  hversu  

vel  er  staðið  að  henni.    Mikill  meirihluti  segir  að  vel  eða  mjög  vel  sé  staðið  að  henni  á  

meðan  rúm  20%  velja  hvorki  né  möguleikann.    

Hér   fyrir   neðan   má   sjá   krosstöflu   á   bakgrunnsbreytum   og   þessari   spurningu.    

Áhugavert   þykir   að   af   þeim   sem   svara   að   frekar   illa   sé   staðið   að   framkvæmdum  

stefnunnar  eru  töluvert  fleiri  stjórnendur  en  almennir  starfsmenn  og  flestir  sem  starfað  

hafa  í  4-­‐6  ár.  Lang  flestir  merkja  við  að  vel  sé  staðið  að  framkvæmdinni  þó  fleiri  karlar,  

starfsaldur  upp  á  1-­‐3  ár,  almennur  starfsmaður  og  á  höfuðborgarsvæðinu.    Töluvert  fleiri  

konur  telja  mjög  vel  staðið  að  framkvæmdum,  fleiri  með  starfsaldur  upp  á  4-­‐6  ár  og  16  

eða  meira  og  eins  eru  fleiri  stjórnendur  sem  telja  svo  vera.    

 

Tafla  10.Krosstafla.  Hvernig  er  staðið  að  framkvæmd  stefnu  VÍS?  

 

Page 93: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

93  

Langflestir  eru  sammála  um  að  hlutverk  þeirra  sé  skýrt  eða  um  35%  og  rúm  12%  mjög  

sammála   því.   Aftur   er   frekar   hátt   hlutfall   þeirra   sem   kjósa   hvorki   né   og  má   draga   þá  

ályktun   að   þeim   22%   sem   svara   svo   þykir   sitt   hlutverk   ekki   nægilega   skýrt.   Rúm   8%  

segjast  að  lokum  vera  ósammála  því  að  hlutverk  þeirra  sé  skýrt  í  þessu  ferli.    

Hér  fyrir  neðan  má  sjá  krosstöflu  fyrir  þessa  breytu.    

 

Tafla  11.Krosstafla.  Er  þitt  hlutverk  skýrt  í  stefnumótun  VÍS?  

 

Mun  fleiri  karlar  ,  stjórnendur  með  starfsaldur  upp  á  4-­‐6  svara  hér  að  hlutverk  þeirra  

sé  skýrt.    Af  þeim  sem  þykir  hlutverkið  sitt  mjög  skýrt  eru  fleiri  konur  ,  stjórnendur  með  

starfsaldur  upp  á  16  ár  eða  meira.    

Í   síðustu   spurningunni   var   spurt   um  hvort   viðkomandi   þætti   sitt   vinnuframlag   skila  

árangri  og  stuðla  að  framgangi  í  lykilverkefnum  VÍS.    

Sjá  má   að   rúm  36%  er   sammála   því   og   hátt   hlutfall   er  mjög   sammála   því   eða   rúm  

22%.  Mjög  fáir  eru  því  ósammála  en  um  17%  svara  hvorki  né.    

Hér  fyrir  neðan  er  krosstafla  af  þessari  breytu.    

Page 94: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

94  

 

Tafla  12.Krosstafla.  Stuðlar  þitt  vinnuframlag  að  árangri  í  lykilverkefnum  VÍS?  

Svarendur  sem  svara  að  þeir  séu  mjög  sammála  eru  langflestir  stjórendur,  konur  og  

með   starfsaldur   annað   hvort   1-­‐3   ár   eða   16   ár   eða  meira.     Lítill   munur   var   á   svörum  

þeirra   sem   svara   vel   nema   þá   að   flestir   eru   karlmenn   sem   starfað   hafa   í   1-­‐3   ár   hjá  

fyrirtækinu.   Langflestir   þeirra   sem   velja   hvorki   né   eru   almennir   starfsmenn   af  

landsbyggðinni  og  hafa  starfað  hjá  fyrirtækinu  í  7-­‐15  ár.    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 95: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

95  

6 Umræður    

Meginmarkmið   rannsóknarinnar   var   að   athuga   hvernig   samspilið   væri   á   stefnu   og  

stjórnun   VÍS   og   hvort   hægt   væri   að   tengja   aðferðafræði   þeirra   við   fræðin.   Einnig   var  

markmið   að   rannsaka   upplifun   starfsmanna   á   stefnumótunarferlinu   og   hvort   það  

hugmyndir   stjórnenda   og   upplifun   starfsmanna   færi   saman.   Stiklað   verður   á   stóru   á  

þeim   fræðum   sem   hafa   verið   sett   fram   í   skýrslunni   og   þau   tengd   við   niðurstöður  

rannsóknar.   Rannsóknir   sem   þegar   hafa   verið   gerðar   um   svipuð   málefni   verða   til  

umræðu   og   niðurstöðir   bornar   saman.   Annmarkar   á   rannsókninni   verða   útskýrðir   og  

jafnframt  hugmyndir  að  frekari  rannsóknum.    

 

6.1 Skýr  stefna  –  líflína  skipulagsheildarinnar  Í  upphafi  fræðikaflans  er  fjallað  um  að  stefna  sé  hugtak  sem  ekki  er  einfalt  að  útskýra  

en   að   sama   hversu   ólík   skilgreiningin   sé   þá   væri   allir   sammála   um  mikilvægi   hennar  

(McGraw,  Thomas  og  Wilson  2010).    Í  bæði  viðtölunum  og  á  spurningakönnuninni  voru  

svarendur  beðnir  að  útskýra  hugtakið  stefna  og  hvað  það  táknaði  fyrir  þeim.    Svörin  voru  

jafn  ólík  og  þau  voru  mörg  og  er  það  í  takt  við  hversu  erfitt  getur  verið  að  útskýra  hvað  

stefna   er.   Hvað   stefna   er   skiptir   ef   til   vill   ekki   öllu   máli   en   það   gefur   hugmynd   um  

hvernig   viðmælendur   hugsa   til   hennar   og   hversu  mikilvæg   þeim  þykir   hún.   Þrátt   fyrir  

ólík   svör  þá  voru  viðmælendur  með  öllu   sammála  um  mikilvægi  hennar  og  var   jafnvel  

nefnt  að  hún  væri  líflínan  en  haft  er  eftir  einum  viðmælanda  ,,  ef  við  hefðum  ekki  skýra  

stefnu  þá  myndum  við  bara  deyja  ,  það  er  erfitt  að  vera  í  mikilli  samkeppni  og  ef  þú  ert  

ekki  með  það  skýrt  hvernig  þú  ætlar  að  lifa  af  þá  ertu  ekki  lengi  að  visna  upp  “.  Barney  &  

Hesterly  (2010)  og  Porter(1980)  minnast  einmitt  á  að  mikilvægt  sé  að  stefnan  kortleggi  

leiðina  til  árangurs  og  samkeppnisforskots.    

Aðgerðaráætlun  til  að  staðsetja  skipulagsheild,  ná  góðum  viðskiptaárangri  og  þóknast  

viðskiptavinum  er  skilgreining  Thompson  og  Strickland  (1998)  og  einnig  telja  þeir  fimm  

þætti   einkenna   góða   stefnumótun.   Þau   eru   að   móta   framtíðarsýn,   setja   markmið   ,  

útbúa   stefnu   sem   leiðir   að   markmiðum,   stefnan   er   framkvæmd   á   hagkvæman   og  

skilvirkan   hátt   og   að   lokum   er   árangur  mældur   og   endurbætur   gerðar   þegar   þess   er  

þörf.      

Page 96: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

96  

Þegar   VÍS   hóf   hina   umfangsmiklu   vinnu   árið   2011   að   búa   til   nýja   stefnu   var   farið   í  

gegnum  sömu  skref  og  Thompson  og  Strickland  (1998)  mæla  með.  Til  að  byrja  með  var  

farið  í  ítarlega  greiningarvinnu  til  að  meta  umhverfið,  bæði  ytra  og  innra.  Út  frá  því  sem  

kom  fram  í  þeim  greiningum  voru  markmið  sett  og  stefnan  mótuð.  Á  hverju  ári  er  svo  

stefnan  endurbætt  og  aðlöguð  að  breyttum  aðstæðum.  Haft  er  eftir  einum  viðmælanda  

,,  þetta  er  eilífðarverkefni,  aldrei  bara  búið!  Það  koma  áskoranir  úr  öllum  áttum  og  við  

leggjum  áherslu  á  það  við  tökum  breytingum  fagnandi  og  erum  meðvituð  um  að  það  er  

allt  á  fleygiferð  í  kringum  okkur  og  því  er  stefnan  lifandi  og  getur  tekið  breytingum.  Hún  

er  endurskoðuð  einu  sinni  á  ári  og  oftar  ef  okkur  þykir  þurfa  “.  

Þetta   styður   við   skilgreiningu   Lynch   (2000)   sem   lýsir   stefnu   sem   tilgangi  

skipulagsheildar   og   áætlun   hvernig   megi   ná   honum.   Hann   minnist   á   að   stefna   sé  

mynstur   tilgangs,   megin  markmiða   og     áætlana   og   framkvæmda   til   að   ná   þeim,   sett  

þannig   fram   að   augljóst   sé   á   hvaða   markaði   skipulagsheildin   vil   starfa   á   og   hvernig  

skipulagsheildin  eða  vill  verða  í  framtíðinni.    

6.2 Starfsmennirnir  eru  grunnurinn    Helgi   Þór   Ingason   og   Haukur   Ingi   Jónasson   (2011)   fjalla   um   tvær   leiðir   í   mótun  

stefnunnar.   Annars   vegar   að   hún   flæði   að   ofan   og   niður   (e.Top-­‐down)   eða   byrji   að  

neðan   og   flæði   upp   (e.Bottom-­‐up).     Fyrri   aðferðin   lýsir   því   að   hugmyndir   og   vilji  

stjórnenda  sé  það  eina  sem  skiptir  máli  með  mikilvægar  ákvarðanir  líkt  og  stefnumótun.  

Því   eru   ákvarðanir   teknar   á   “toppnum”  og   síðan   komið   til   starfsmanna.  Hinn   almenni  

starfsmaður  hefur  ekki  mikið  áhrif  á   stefnumótun  þegar  þessari  aðferð  er  beitt.  Þegar  

hin   leiðin   er   valin   byrja   ákvarðanir   í   “botninum”.   Þá   er   þekking   hópsins,   sköpun   og  

framkvæmdavilji  hans  nýttur.  Starfsmenn  hafa  mikið  um  ákvarðanir  að  segja  þegar  þessi  

leið  er  valin  og  starfsmönnum  er  sýnt  að  framlag  þeirra  skipti  máli.  Þegar  þessi   leið  er  

valin   upplifa   starfsmenn   hópinn   samheldnari   og   treysta   hvort   öðru   og   fyrirtæki   sínu  

betur.  Með  þessu  móti  má  einnig  bæta   fyrirtækjamenningu  þar  sem  starfsmenn  móta  

sjálfir  starfsmannastefnu  og  eru  með  því  að  ákveða  sjálfir  siða  og  starfsreglur  sem  þeir  

vilja  vinna  eftir  (Helgi  Þór  Ingason  og  Haukur  Ingi  Jónasson,  2011).    Það  eru  margir  kostir  

við  seinni  aðferðina  en  einnig  gallar  og  eru  þeir  helstu  að  erfitt  getur  verið  að  halda  utan  

um  ferlið  án  þess  að  setja  því  hömlur  og  þarf  því  sterkan  leiðtoga.  Einnig  getur  þetta  ferli  

verið  langdregið.  Mikilvægt  er  að  starfsmennirnir  upplifi  árangurinn  og  finni  að  hlutirnir  

Page 97: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

97  

fari  í  farveg  því  ef  ekki  er  hætt  við  að  traustið,  samheldnin  og  sameiginleg  vinna  verði  að  

engu.  

Rannsakanda   þykir   mikil   tenging   við   þetta   og   stjórnunaraðferð   VÍS.   Augljóst   var   á  

greiningu  viðtala  að  reynt  er  að  færa  umboð  til  athafna  nær  starfsfólkinu  og  líkt  og  einn  

viðmælandi   segir   ,,  VÍS   bíður   upp   á   það   að   allir   taki   þátt   en   það   er   þó   ekki   hægt   að  

ætlast   til  að  allir   séu  tilbúnir   í   slíka  vinnu.  Fyrir  þá  sem  vilja  virkilega  taka  þátt   í  þessu  

ferli  þá  er  vettvangur  fyrir  það,  þetta  er  val  eins  og  flest  annað  ”.    Í  gegnum  öll  viðtölin  

var  mikið   á   þetta  minnst   að   byrjað   væri   hjá   starfsmönnunum   og   allur   grunnur   kæmi  

þaðan.  Líkt  og  Helgi  þór  og  Haukur  Ingi  (2011)  minnast  á  þá  skiptir  miklu  máli  að  sterkur  

leiðtogi   stýri   ferlinu   svo   það   fari   í   ákveðin   farveg.   Annars   er   hætta   á   að   ekki   náist  

niðurstaða   og   ferlið   verði   of   langdregið.   Til   að   starfsmenn   treysti   hópnum   og  

samheldnin  haldist  er  mikilvægt  finni  að  þeirra  framlag  sé  metið.  Það  er  því  áhugavert  

að  skoða  spurningu  sex  í  spurningakönnuninni  en  þar  var  spurt  hvort  starfsmenn  teldu  

sig  hafa  lítið  eða  mikið  um  mótun  stefnu  VÍS  að  segja.      

Næstum  þriðjungur  svarenda  eða  27,3%  svarar  því  hvorki  né  og  rúm  11%  svara  mjög  

lítið  eða  ekkert  og  tæp  9%  lítið.  22%  svara  að  þau  telji  að  þau  hafi  mikið  um  stefnuna  að  

segja  og  aðeins  8%  mjög  mikið.   Svör  þessi   virðast   stangast  á  við  það   sem  stjórnendur  

telja  og  vilja  en  það  er  að  allir  starfsmenn  eigi  hlut  í  stefnunni  og  hafi  sitt  að  segja.  Einn  

viðmælandi  svarar  aðspurður  um  hverju  hann  myndi  breyta  ef  það  væri  eitthvað  ,,  ferlið  

er   gott   en   það   er   annsi   langt.   Ég   hugsa   að   ég   myndi   reyna   að   stytta   það   alveg   um  

helming  ef  ekki  meira”  .    Hér  er  augljós  munur  og  því  vert  að  skoða  hvað  þurfi  að  gera  til  

að   laga   hann.     Í   töflu   9   má   sjá   krosstöflu   þar   sem   þessi   spurning   er   keyrð   við  

bakgrunnsspurningarnar.   Vekur   það   athygli   að   af   þeim   sem   svara   að   þeim   þykir   þeir  

hafa  mikið  um  stefnuna  að  segja  eru  33%  stjórnendur  en  2,8%  almennir  starfsmenn.  Því  

má  draga  ályktun  að  ekki  er  nægilegt  samræmi  þarna  og  að  almennir  starfsmenn  telji  sig  

ekki  hafa  jafn  mikið  um  stefnumótunina  að  segja  og  stjórnendur  telja.    Einn  viðmælandi  

nefnir  þó  ,,  eins  og  ég  sagði  þá  erum  við  að  færa  umboð  til  athafna  nær  fólkinu  og    það  

var   gaman  að   fylgjast  með  því   að   fólk   var   alveg   já   ,   er   það   ,  má  ég  og  á   ég  að  gera  

tillögu   að   breytingum,   það   veit   um   fullt   af   hlutum   en   það   hefur   ekki   verið   formlegur  

vettvangur   eða   farvegur   til   að   koma   svona   breytingum   í   framkvæmd   þannig   að  

innleiðingin  hjá  öllum  deildunum  og  sviðunum,  erum  komin  langt  með  hana  en  hún  snýr  

Page 98: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

98  

að  því  að  fólk  fái  umboð  til  athafna  og  fái  atkvæði  til  að  breyta  og  það  er  verið  að  mæla  

mjög   mikið   sem   að   talar   síðan   við   heildarmarkmið   fyrirtækisins.   Við   erum   alltaf   að  

komast   lengra  og   lengra,  þarna  gerast  hlutirnir  með   fleiri  og   fleir  hjörtu  sem  vinna  að  

þessu”.    Það  er  því  greinilega  að  ferlið  er  allt   í  þróun  og  það  getur  útskýrt  hvers  vegna  

ekki  fleirum  þykir  þeir  hafa  mikið  að  segja  um  málið.    

6.3 Við  ætlum  að  vera  best  Samkvæmt  Runólfi  Smára  Steinþórssyni  snýst  stefnumiðuð  stjórnun  um  hvernig  megi  

ná   sem   bestum   árangri   í   skipulagsheild.   Mikilvægt   er   samkvæmt   honum   að   vera  

meðvitaður  um  breytilegt  umhverfi  og  vera  tilbúin  að  takast  á  við  breytingarnar  svo  þær  

verði   ekki   að   falli.   Þær   skipulagsheildir   sem   ná   góðum   árangri   einkennast   af  

árangursmiðun  og  stefnumiðaðri  stjórnun  (Runólfur  Smári  Steinþórsson  ,  2003a).  

Það  hefur  verið  unnið  leynt  og  ljóst  að  því  að  tileinka  sér  stefnumiðaða  stjórnun  hjá  

VÍS.    Einn  viðmælandi  nefnir  þegar  um  stefnumiðaða  stjórnun  var  rætt  ,,  við  erum  alltaf  

að   læra   eitthvað   nýtt   og   það   eru   grunnstef   alveg   frá   byrjun   að   taka   breytingum  

fagnandi  og  við  erum  alveg  meðvituð  um  það  að  það  er  allt  á  fleygiferð  í  kringum  okkur  

og  ef  við  ætlum  ekki  að  vera  fyrri  til  að  spotta  trend  og  hluti  í  kringum  okkur  þá  munum  

við  sitja  eftir,  breytingar  eru  ekki  til  að  hræðast”  .    

Runólfur  Smári  (2003b)  vitnar  í  Sjöstrand(1997)  þegar  hann  fjallar  um  að  mikilvægt  sé  

að  starfsmenn  skilji  hlutverk  skipulagsheildarinnar  og  átti  sig  á  þeim  ávinningi  og  þeim  

gæðum   sem  þeir   eiga  þátt   í   að   skapa.   Runólfur   Smári   (2003b)   vitnar   aftur   í   Sjöstrand  

(1997)   þegar   hann   segir   að   betri   skilningur   leiði   til   betri   árangurs   (Sjöstrand,   1997;  

Runólfur  Smári  Steinþórsson  ,2003).      

Stjórnendur   VÍS   vitna  meðal   annars   til   stefnuhrings   VÍS   þegar   spurt   er   um   hvernig  

þáttum   stefnunnar   er   komið   til   skila   til   starfsmanna.   Þar  megi   sjá  myndrænt   hvernig  

lykiláherslum,  stefnumiðum  og  framtíðarsýn  er  raðað  í  takt  við  stefnuna.    

Page 99: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

99  

 

Einn  viðmælandi  nefnir  ,,  Það  er  auðvitað  þessi  hringur  sem  að  við  erum  með  sem  er  

einmitt  í  bæklingnum,  stefnuhringurinn,  hann  svona  rammar  þetta  allt  svona  inn  og  þá  

vitum  við  vel  hvaða  verkefni  í  gangi  og  þau  eru  utan  um  hringinn  og  mér  finnst  við  vera  

fókusera   rétt   í   þessu  það   sem  við  ætlum  að  gera  og  þessi   stefnumið   ríma  við”.  Flestir  

viðmælendur  voru  sammála  því  að  stefnuhringurinn  væri  ákveðin  einföldun  á  stefnunni  

og  hún  sett  fram  á  myndrænan  og  skiljanlegri  hátt.  Þannig  mætti  stuðla  að  betri  skilningi  

starfsmanna.   Í  megindlegu  rannsókninni  var  spurt  út   í  hversu  mikið  eða  lítið  þeir  teldu  

að  þeirra  starf  stuðlaði  að  árangri  í  lykilverkefnum  VÍS.  Það  voru  lang  flestir  eða  rúm  50%  

sem   voru   sammála   eða   mjög   sammála   því   ,   rúm   20%   sem   voru   hvorki   sammála   né  

ósammála  en  um  12%  mjög  ósammála.  Það  eru  því  langflestir  sem  eru  sammála  því  að  

vinnuframlag  þeirra  bæri  árangur.    

McGee,  Thomas  og  Wilson   (2010)   fjalla  um  samkeppnisforskot   sem  mögulega  getu  

skipulagsheildar  til  að  skapa  einstakan  ávinning  til  viðskiptavina  sinna   ,  skapa    arðsemi  

yfir  meðallagi  í  iðnaðinum  sem  hagsmunaaðilar  jafnt  sem  eigendur  njóta  góðs  af.  Til  að  

slíkt   náist   verður   skipulagsheildin   að   hafa   sérstöðu   og   vera   ólík   samkeppnisaðilum.  

Kjarnafærni  er  geta  og  færni  skipulagsheildarinnar  til  að  aðgreina  sig.    Ef  skipulagsheildin  

ráðstafar   auðlindum   sínum   á   réttan   hátt   getur   hún   skapað   sér   sérstöðu.   Kjarnafærni  

myndast   af   uppsafnaðri   reynslu,   fjölbreyttri   framleiðslufærni   og   sameiginlegrar  

þekkingar  (McGee,  Thoman  og  Wilson,  2010).    

Eitt  af  þemum  sem  kom  upp  við  greiningu  viðtala  var  aðgreining.  Flestir  minntust  á  

aðgreiningu   vegna   þess   að   þeim   þótti   vanta   að   hún   væri   skýrari.   Haft   er   eftir   einum  

Page 100: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

100  

viðmælanda,,  ef  ég  ætla  að  vera  alveg  brútal  þá  hefur  tryggingabransinn  ekkert  breyst  í  

100  ár  og  ekki  við  heldur,  þess  vegna  höfum  við  einsett  okkur  að  verða  nútímalegri  “.    

Flestir   virtust   sammála   um   að   tryggingafélögin   væru   í   raun   öll   eins   og   með   eins  

tryggingar   líkt   og   einn   viðmælandi   sagði   ,,   ef   við   finnum   okkur   ekki   eitthvað   sem  

aðgreinir  okkur  frá  hinum  þá  erum  við  aldrei  að  fara  neitt  framar  en  þeir  “.  

Einnig  talaði  einn  um  að  stefna  allra  tryggingafélaga  væri  nú  líklegast  mjög  svipuð  og  

sagði   ,,   ...   stefnan  okkar  eitthvað  brilliant,  nei  örugglega  ekki!  En  framkvæmdarhlutinn  

okkar  er  virkilega  vel  gerður  ,  þetta  er  sko  ekkert  plagg  ofan  í  skúffu  hér  “.      

Það  er  hár  meðalstarfsaldur  hjá   félaginu  en  það  eru  12   ár  og  því  má  ætla   að  mikil  

sameiginleg  þekking  og  skilningur  sé  til  staðar.    Það  ásamt  fleiri  auðlindum  félagsins  má  

ætla  að  geti  stuðlað  að  samkeppnisforskoti  félagsins.  Líkt  og  Barney  (1986)  fjallar  um  að  

til   þess   að   skipulagsheildin  ætli   að   ná   betri   árangri   en   aðrar   verði   skipulagsheildin   að  

skipuleggja   auðlindir   sínar   vel   og   innleiða   stefnu   sem   tekur  mið  af   auðlindum  sem  nú  

þegar  eru  til   staðar.    Slíkar  auðlindir  séu  skref   í   rétta  átt  að  auknu  samkeppnisforskoti  

svo   framarlega   sem   að   þær   séu   ekki   á   allra   færi.   Auðlindir   sem   slíkar   gætu   verið  

framleiðsluþekking   (Williamson   ,1975)   ,   einstök   blanda   af   reynslu   í   skipulagsheild  

(Chamberlin,  1933)  og  teymisvinna  stjórnenda  (Alchian  and  Demsetz,  1972).  

Greinileg   tenging   er   á   milli   stefnu   og   stefnumiðaðs   árangursmats   (e.   Balance  

scorecard)   .   Aðferðafræðin   snýst   í   meginmáli   um   að   koma   stefnu   skipulagsheildar   á  

skilvirkan   og   árangursríkan   hátt   til   starfsmanna.   Með   því   er   átt   við   að   heildarstefna  

skipulagsheildarinnar   hríslast   um   allar   deildir   með   skor   og   stefnukortum   sem   verður  

útskýrt  betur  hér  á  eftir.  Heildarstefnunni  er  því  skipt  upp  í  nokkra  liði  eða  undirstefnur  

sem   eru   ítarlega   útskýrðar.   Þannig   komast   skilaboðin   skýrar   til   allra   starfsmanna   og  

skilningur  verður  betri.  Árangurinn  verður  skilvirkari  því  þó  að  undirstefnurnar  séu  hluti  

af  sömu  stefnunni,  heildarstefnunni  ,  reynist  árangursríkara  að  útskýra  stefnuna  með  því  

að   útskýra   hvern   lið   ítarlega   (Snjólfur   Ólafsson,   2005).   Samkvæmt   Kaplan   &   Norton  

(2000)  er   skilningur   starfsfólks  á   innihaldi   ,   tilgangi  og  markmiðum  stefnunnar  einmitt  

grundvallaratriði   til   að   framkvæmd   stefnu   verði   árangursrík.   VÍS   styðst   við   mælitæki  

þessarar  aðferðafræði  og  hefur  greinilega  tekist  vel  til.    

Page 101: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

101  

6.4 Góður  leiðtogi  er  lykill  að  árangri  Börkur   og   Snjólfur   (2012)   vitna   í   fyrrnefndri   grein   um   stefnumótun   Símans   í  

kenningar   Hrebiniak   (2005;2008),   Kotter   (1996)   og   Speculand   (2005;2009)   þegar   þeir  

fjalla   um   hlutverk   leiðtogans   í   þessum   innleiðingu   stefnu.   Kenningar   fræðimannana  

þriggja  eru  ólíkar  að  mörgu   leyti  en  eitt  eru  þeir  allir   sammála  um  og  er  það  þátttaka  

leiðtogans.    

Telja  þeir  upp  nokkur  atriði  sem  leiðtoginn  ætti  að  uppfylla.  Að  vera  með  sitt  hlutverk  

á   hreinu,   geti   sannfært   starfsmenn   um   mikilvægi   og   þörfina   fyrir   stefnunni.  

Upplýsingaflæði  þarf  að  vera  skilvirkt  og  leiðtoginn  sé  alltaf  með  stefnuna  sem  leiðarljós.  

(Hrebiniak   ,2008;  Börkur&Snjólfur,2012).  Að  geta  hrifið  starfsmenn  með  sér  og  smitað  

eigin  sýn  yfir  á  þá  er  meiningin  hjá  Kotter  (1996)  og  jafnframt  að  hann  megi  ekki  sofna  á  

verðinum  því  ef  leiðtoginn  gleymir  sér  er  annsi  hætt  við  að  starfsmennirnir  geri  það  líka.  

Því  er  mikilvægt  að   leiðtoginn  hafi  stefnuna  sýnilega  með  ýmsum  hætti  og  fylgi   ferlinu  

eftir  frá  byrjun  til  enda  (Kotter,  1996;  Börkur&Snjólfur,2012).    

Allir   eru   fræðimennirnir   sammála   um   að   árangursríkt   upplýsingaflæði   skipti   miklu  

máli.  Að  endurgjöf  og  ábendingar  á  öllum  stigum  ferlisins  sé  nauðsynlegt.    Kotter(1996)  

og   Speculand(2005)   segja   áhrifaríkt   að   gera   minni   markmið   að   einkonar   vörðum   og  

verðlauna  þegar  þeim  er  náð.  Það  gefi   starfsmönnum   í   skyn  að   starf  þeirra   sé  ekki   til  

einskins   (Kotter,   1996;   Speculand,2005;Börkur&Snjólfur,2012).   Sigrún   Ragna   hefur   frá  

því  að  hún  tók  við  gert  miklar  breytingar  á  stefnumálum  félagsins.  Hún  hefur  hrifið  fólkið  

með  sér  og  er  sjálf  mjög  stefnumiðuð.    Einn  viðmælandi  nefnir  þegar  hann  er  spurður  

um  hvort  félagið  einkennist  af  stefnumiðaðri  stjórnun  ,,  sko  þegar  það  kom  nýr  forstjóri  

þegar  Sigrún  byrjaði  þá  svona  varð  allt  frekar  skýrt  og  þá  finnst  mér  að  þegar  að  það  er  

farið   í   einhver   verkefni   þá   eru  þau   kláruð,   þetta   er   ekki   bara   tal   um  að  gera   eitthvað  

heldur  er  það  gert  “.    

6.5 Rannsóknarspurningum  svarað  Svo   virðist   sem   það   hafi   tekist   vel   að   gera   skipulagsheildina   stefnumiðaðri   og   af  

greiningu   gagna   er   það   mat   rannsakanda   að   það   sé   jákvætt   samspil   milli   stefnu   og  

stjórnunar   hjá   félaginu.   Það   segir   að   stjórnunin   í   félaginu   styður   við   framkvæmd  

stefnunnar  og  spilar  leiðtoginn  Sigrún  Ragna  þar  stórt  hlutverk  en  hún  hitti  til  að  mynda  

Page 102: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

102  

alla   starfsmenn   til   að  miðla   eigin   sýn   og  með   því   fá   starfsmennina  með   sér   í   upphafi  

ferlis.    

Hvernig   starfsmenn   upplifi   sig   í   stefnumótunarferlinu  má   svara   í   nokkrum   hlutum.  

Annars   vegar   virðist   ábótavant   hversu   mikið   þeir   telja   sig   hafa   að   segja   um   mótun  

stefnunnar.  Hins  vegar  virðist  upplifun  þeirra  jákvæð  um  að  vel  sé  staðið  að  framkvæmd  

stefnunnar,   að   hlutverk   þeirra   sé   skýrt   í   stefnumótunarstarfinu   og   að   vinnuframlag  

þeirra  styðji  við  stefnuna.    

6.6 Annmarkar  rannsóknar,  fyrri  rannsóknir  og  frekari  rannsóknir    Niðurstöður   í   fyrri   rannsóknin  gefa   til   kynna  að   framkvæmd  stefnunnar  hafi   gengið  

vel  og  að  leiðtoginn  hafi  gegnt  mikilvægu  hlutverki  í  því.    Sama  má  segja  um  þá  seinni  en  

þar   upplifa   starfsmenn   einnig  meðvitund   um   stefnuna   og   að   þeir   tækju   virkan   þátt   í  

henni.    

Þessi  tilviksrannsókn  var  ekki  ætluð  til  að  alhæfa  en  með  henni  gefst  ágætis  innsýn  í  

þetta  tiltekna  dæmi.  Velta  má  fyrir  sér  hvort  niðurstöður  væru  þær  sömu  ef  rannsóknin  

væri  gerð  aftur  og  á  annari  skipulagsheild.    

Einnig  veltir   rannsakandi   fyrir  sér  hvort   tímasetning  hefði  mátt  vera  heppilegri  en  á  

sama   tíma   og   spurningakönnunin   var   lögð   fram   var   verið   að   innleiða   umfangsmikið  

tölvukerfi.  Því  má  velta  fyrir  sér  hvort  svör  væru  gerð  í  flýti.  Einnig  hefði  verið  áhugavert  

að  taka  viðtöl  við  fleiri  viðmælendur  og  þeir  væru  almennir  starfsmenn.  Það  getur  gefið  

nýja  sýn  á  upplifun  starfsmanna  á  ferlinu.  Það  er  ef  til  vill  vettvangur  fyrir  slíka  rannsókn  

þ.e.a.s  að  skoða  þetta  nánar  frá  öfugu  sjónarhorni  eða  sjónarhorni  starfsmanna.    

 

 

 

 

 

Page 103: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

103  

7 Lokaorð  

Þegar   nýr   forstjóri   tók   við   sem   forstjóri   VÍS   árið   2011   fór   stór   umbreytingabolti   að  

rúlla  og  hefur  hann  ekki  enn  hætt.  Sigrún  Ragna  var  alveg  frá  upphafi  með  ákveðna  sýn  á  

hvernig   stefnumótun   skildi   háttað.   Starfsmenn   á   öllum   stigum   skipulagsheildarinnar  

ættu  að  taka  þátt  og  eiga  sinn  hlut  í  stefnunni.  Það  hefur  ekki  breyst  og  virðist  ekki  ætla  

að   gera   það.   Skýr   aðferðafræði   er   greinilega   áhersluatriði   og   merkja   má   mörg   líkön  

fræðimanna  þar.  Aðferðafræðin  sem  stuðst  er  við  er  stefnumiðað  árangursmat  eftir  þá  

félaga  Kaplan  og  Norton.  Stefnunni  er  skipt  upp  í  nokkra  hluta  eða  minni  stefnur.  Hver  

þáttur   hefur   sín   verkefni,   áætlun   og   sín   markmið.   Útbúið   er   árlega   bæklingur   sem  

kallaður  er  stefnubæklingur  og  er  honum  dreift   til  allra  starfsmanna  og  má  sjá  hann  á  

flestum  borðum  þar.  Í  bæklingnum  má  finna  öll  stefnumiðin  sem  eru  helstu  lykilverkefni,  

mælikvarða,  markmið,   yfirlýsingu  á   stefnu,  gildi,   framtíðarsýn  og  hlutverk  ásamt   fleiru  

sem   snýr   að   stefnunni.   Í   bæklingnum   er   mynd   sem   inniheldur   samþættingu   allra  

stefnumiða  og   sýnir   hvernig   öll   verkefnin   tengjast.   Þessi   þýðingamikla  mynd  er   kölluð  

Stefnuhringur  og  er  hann  endurnýjaður  á  hverju  ári.  Stefnuhringurinn  einfaldar  það  að  

skilaboð  stefnunnar  hríslist  um  fyrirtækið.    

Margt  bendir  til  að  framkvæmdin  hafi  gengið  vel  og  að  almennt  sé  jákvæð  upplifun  af  

stefnumótunarferlinu.  Líkt  og  stjórnendur  benda  á  í  viðtölum  þá  er  þetta  ferli  ekki  með  

upphaf  og  endir  heldur  er  þetta  lifandi  ferli  sem  er  sífellt  verið  að  endurskoða  og  getur  

tekið  breytingum.  Það  má  því  ætla  að  með  áframhaldandi  skilvirku  stefnumótunarstarfi  

megi  takast  að  framkvæma  stefnuna  enn  betur  og  auka  jákvæða  upplifun  starfsmanna  

enn  frekar.    

 

 

 

 

 

 

 

Page 104: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

104  

8 Heimildaskrá  

8.1 Ritaðar  heimildir  

Alchian,  A.  A.  &  H.  DEMSETZ.  (1972).  "Production,  Information  Costs,  and  Economic  Organization,"  Amer.  Economic  Rev.,  62.  

Barney  J.B.  og  Arikan  A.M.  (2001).  The  Resource-­‐based  View:  Origins  and  Implications  Í  The  Blackwell  Handbook  of  Strategic  Management:  Hitt  M.A.  ,Freeman  R.E.  og  Harrison  J.S  (ritst.)  Blackwell  Puplishers  Inc.  Malden.    

Barney,  J.B.  og  Hesterly,  W.S.  (  2006).  Strategic  Management  and  Competitive  Advantage.  New  Jersey:  Pearson.  

Barney,  J.B.  og  Hesterly,  W.  S.  (2010).  Strategic  management  and  competitive  advantage.  New  Jersey:  Pearson  Education  Inc.    

Bob  De  Wit  &  Ron  Meyer.  (2004).  Strategy.  Process,  Content,  Context.  An  international  perspective.  Thomson.  

Bryman,  A.  (2012).  Social  Research  Methods.  4´th  edt.  Oxford:  Oxford  University  Press    

Chamberlin,  E.  H.(1933).  The  Theory  of  Monopolistic  Competition,  Harvard  University  Press,  Cambridge.  

Cooper  R.  D.  og  Schindler  S.  P.  (2011).  Business  Research  Methods  Third  European  Edition.  Berkshire:  McCraw-­‐Hill  Education.  

Creswell,  J.W.(1998).  Qualititive  inquiry  and  research  design:  Choosing  among  five  traditions.  Thousand  Oaks,  CA:Sage.    

Creswell,  J.  W.  (2003).  Research  Design:  Qualitative,  Quantitative,  and  Mixed  Methods  Approaches.  CA:  Sage.  

Field.  A.P.  (2005).  Discovering  statistics  using  SPSS.  London:Sage  

Ghauri,  P.  N.,  Grønhaug,  K.  og  Kristianslund,  I.  (2010).  Research  methods  in  business  studies:  a  practical  guide.  New  York;  London:  Prentice  Hall.    

Haukur  Ingi  Jónasson  og  Helgi  Þór  Ingason.  (2011).  Stefnumótunarfærni.  Markmið,  stefna  og  leiðir.  Reykjavík:  JPV.    

Inga  Jóna  Jónsdóttir.  (2003).  Stefnumiðuð  mannauðsstjórnun:  Málskrúð  eða  raunveruleiki?  Í  I.  Hannibalsson,  Rannsóknir í Félagsvísindum IV,  bls.  183-­‐194.  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

James  Brian  Quinn ,  Henry  Mintzberg,  Robert  M.  James .  (1988).  The  strategy  process:  concepts,  contexts,  and  cases.  Englewood  Cliffs  NJ:  Prentice-­‐Hall  

Page 105: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

105  

John  Van  Maanen,  James  M.  Dabbs  &  Robert  R.  Faulkner,  (  1982  )  Variets  of  Qualitative  research.  Beverly  Hills,  CA:Sage    

Kaplan,  R.  og  Norton,  D.  (1996).  The  Balanced  Scorecard.  Boston:  Harvard  Business  School  Press.    

Lynch,  R.  (2000).  Corporate  Strategy  (2.  ed).  Essex:  Pearson  Education  Limited.    

Lynch,  Richard.  (2003).  Corporate Strategy (3.  ed).  Harlow:  Edinburg  Gate  

Madu.  B.C.  (2012).  Organization  culture  as  driver  of  competitive  advantage.    Journal  of  Academic  and  Business  Ethics.  Vol5.  Grand  Canyon  University  

McGee,  J.,  Thomas,  H.  og  Wilson,  D.  (2010).  Strategy:  analysis  and  practice.  (2.  útgáfa).  McGraw  -­‐  Hill     Education.  

Mintzberg,  Henry  og  Waters,  J.A.  (1985).  Of  strategies,  deliberate  and  emergent.  Strategic  Management  Journal,  6.    

Mintzberg,  H.,  Ahlstrand,  B.  og  Lampel,  J.  (1998).  Strategy  safari.  Englewood  Cliffs  NJ:  Prentice-­‐Hall.  

Mintzberg,  H.,  Ahlstrand,  B.,  og  Lampel,  J.  (2005).  Strategy  safari  –  a  guided  tour    

through  the  wilds  of  strategic  management.  New  York:  The  Free  Press.    

Niven,  P.  R.  (2003).  Balanced  Scorecard  Step  by  Step  for  Government  and  Non-­‐Profit  

Agencies.  Hoboken,  New  Jersey:  John  Wiley  and  Sons  Inc.

Niven,  P.  R.  (2006).  Balanced  Scorecard  step  by  step:  Maximizing  Performance  and  Maintaining  Results.  Hoboken,  New  Jersey:  John  Wiley  &  Sons,  Inc.    

Peng,  M.W.,  Sun,  S.L.,  Pinkham,  B.  &  Chen  H.  (2009).  The  Institution-­‐Based  View  as  a  Third  Leg  for  a  Strategy  Tripod.  Academy  of  management.  August.  Bls  63-­‐81

Penrose  E.T.  (1959).  The  theory  of  the  growth  of  the  firm.  Oxford:  Oxford  University  Press  

Peteraf    M.A.  (  1993).  The  Cornerstones  of  Competitive  Advantage:  A  Resource-­‐Based  View.  Strategic  Management  JournalVol.  14,  No.  3  

Porter,  M.  E.  (1980).  Competitive  strategy.  New  York:  The  Free  Press.  

Robert  M.  Grant.  (2005).  Contemporary  Strategy  Analysis.  Blackwell  Publishing  Ltd.  

Rossman,  G.B.  &  Rallis,  S.F.  (1998).  Learning  in  the  field:  An  introduction  to  qualitative  research.  Thousand  Oaks,CA  :Sage.    

Runólfur  Birgir  Leifsson  (2003).  Stefnumótun  í  skipulagsheildum:  Athugun  á  stefnumótun  hjá  nokkrum  íslenskum  fyrirtækjum.  Í  Ingjaldur  Hannibalsson  (ritstj.),  

Page 106: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

106  

Rannsóknir í félagsvísindum IV, Viðskipta- og hagfræðideild (bls.  307-­‐316).  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

Runólfur  Smári  Steinþórsson  (2003b).  Lýsing  á  stefnu  og  stefnumótunarvinnu.  Í  Ingjaldur  Hannibalsson  (ritstj.),  Rannsóknir í félagsvísindum IV, Viðskipta- og hagfræðideild (bls.317-­‐329).  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

Sigurlína  Davíðsdóttir.  (2013).  Viðtöl  í  eigindlegum  og  megindlegum  rannsóknum.  

Sigríður  Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í  aðferðafræði  rannsókna  

Akureyri:  Háskólinn  á  Akureyri.    

Silverman,  D.  (2010).  Doing  qualitative  research:  A  practical  handbook.  London:  Sage    

Simons,  H.  (2009).  Case  study  research  in  practice.  Los  Angeles  ;  London:  SAGE.    

Sjöstrand,  S.  E.  (1997).  The  Two  Faces  of  Management:  The  Janus  Factor.  London:    

International  Thomson  Business  Press.    

Thompson,  A.  og  Strickland  A.  (1998).  Strategic  Management:  Concepts  and  Cases  (10.  útgáfa).  Boston:  Irwin/McGraw-­‐Hill.    

Wernerfelt  B.  (1984).  A  Resource-­‐Based  View  of  the  Firm.  Strategic  Management  Journal.  Vol.  5,  No.  2.  

Williamson,  0.  E.(1975).  Markets  and  Hierarchies:  Analysis  and  Antitrust  Implications,  Free  Press,  New  York.  

 

8.2 Rafrænar  heimildir    

Kaplan,  R.  S.,  &  Norton,  D.  P.  (2008).  Mastering  the  Management  System.  Harvard  Business  Review.  Sótt  af:  http://hbr.org/2008/01/mastering-­‐the-­‐management-­‐  system/ar/1    

Kaplan,  R.S.  &  Norton,  D.P.  (2000).  Having  trouble  with  your  strategy  then  map  it.  Harvard  Business  Review  Sótt  af:  https://hbr.org/2000/09/having-­‐trouble-­‐with-­‐your-­‐strategy-­‐then-­‐map-­‐it  

Runólfur  Smári  Steinþórsson.  (2012).  Stefna  og  forskot.  Hádegisfyrirlestur  á  vegum  Viðskiptafræðideildar     Háskóla  Íslands-­‐  16.  október  2012.  Sótt     af    http://www.hi.is/sites/default/files/admin/meginmal/skjol/stefna_og_forskot___handout.pdf  

Runólfur  Smári  Steinþórsson.  (2003a).  Stefnumiðuð  stjórnun:  Fimm  greiningarlíkön.  Tímarit  um  viðskipti  og     efnahagsmál,  27-­‐54.  Sótt  af  http://www.efnahagsmal.is/wp-­‐

Page 107: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

107  

  content/uploads/2010/12/2003_RunolfurSmariSteinthorsson_StefnumidudStjornun.pdf  

Runólfur  Smári  Steinþórsson.  (2013).  Stefnumiðað  starf:  Hvað  virkar?  -­‐  Hvað  kom  fram  í  umræðunni?  -­‐  Hvað  svo?  Fyrirlestur  hjá  Stjórnvísi  -­‐  Félagi  um  framsækna  stjórnun:  faghópi  um  stefnumótuno  g  balanced     scorecard,  10.  október  2013.  Sótt  af  http://www.stjornvisi.is/stjornvisi/images/original/[94]-­‐   Stefnumidad%20starf%20-­‐%20hvad%20virkar_Runolfur_Smari_%20101013.pdf    

Vís  (e.d.a)  Starfsemi  og  rekstur.  Sótt  af:  http://vis.is/vis/starfsemi-­‐og-­‐rekstur/sagan/  

Vís  (e.d.b)  Rekstur  og  skipurit.  Sótt  af:  http://vis.is/vis/starfsemi-­‐og-­‐rekstur/skipurit/  

Vís  (e.d.c)  Hlutverk  og  gildi.  Sótt  af:http://vis.is/vis/starfsemi-­‐og-­‐rekstur/hlutverk-­‐og-­‐gildi/  

Vís  (e.d.d)  Stjórnarhættir.  Sótt  af:  http://vis.is/vis/samfelagsabyrgd/stjornarhaettir/  

Vís  (  e.d.e)  Árskýrsla  VÍS  2012.  Sótt  af:  https://www.vis.is/media/1346/vis_skyrsla2012_vefur.pdf  

Vís  (e.d.f)  Ársskýrsla  VÍS  2013.  Sótt  af:    https://www.vis.is/media/1335/arsskyrsla_vis_2013.pdf  

Vís  (e.d.g)  Ársskýrsla  VÍS  2014.  Sótt  af:  https://www.vis.is/media/1247/arsskyrslavis2014.pdf  

Vís  (e.d.h)  Ársskýrsla  VÍS  2015.  Sótt  af  :  2015.  http://arsskyrsla2015.vis.is/vid-­‐erum-­‐vis/stefnan-­‐okkar  

Page 108: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

108  

9 Viðaukar  

9.1  Viðauki  1.  

 

Page 109: Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS · 2018-10-15 · Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS Elísabet Tanía Smáradóttir !!!!!

 

109  

9.2 Viðauki  2.