Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og...

65
Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og hverjar eru mögulegar úrlausnir þeirra? Skúli Steinn Vilbergsson B.Sc. í viðskiptafræði Vorönn 2014 Skúli Steinn Vilbergsson Leiðbeinandi: Kt. 070484-2779 Hulda Dóra Styrmisdóttir

Transcript of Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og...

Page 1: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og hverjar eru mögulegar

úrlausnir þeirra?

Skúli Steinn Vilbergsson

B.Sc. í viðskiptafræði

Vorönn 2014 Skúli Steinn Vilbergsson

Leiðbeinandi: Kt. 070484-2779

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Page 2: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

2

Page 3: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

3

Efnisyfirlit

Útdráttur ..................................................................................................................................... 5 

  Inngangur ............................................................................................................................ 6 

Rannsóknarspurningar ............................................................................................................ 7 

Rök fyrir efnisvali .................................................................................................................. 7 

Markmið rannsóknarinnar ...................................................................................................... 7 

  Aðferð ................................................................................................................................. 8 

Gagnasöfnun ........................................................................................................................... 8 

  Vistvænir bílar .................................................................................................................... 8 

Biodísel ............................................................................................................................... 8 

Metan .................................................................................................................................. 8 

Tvinnbílar (Hybrid) ............................................................................................................ 9 

Vetnisbílar .......................................................................................................................... 9 

Rafbílar ............................................................................................................................. 10 

  Tilkoma rafbíla ................................................................................................................. 11 

Hvað hafa rafbílar umfram venjulega bíla? .......................................................................... 12 

Viðhald á rafbílum ............................................................................................................ 13 

Sparnaður .......................................................................................................................... 14 

Eru rafbílar vistvænni en aðrir bílar? ................................................................................... 15 

Hvers virði er hreinna umhverfi? ......................................................................................... 17 

Hvað segja spár um framtíð rafbíla í heiminum? ................................................................. 18 

Hvaða sálfræðilegu þættir fá fólk til að fjárfesta í rafbíl? .................................................... 18 

  Rafbílar á Íslandi .............................................................................................................. 19 

  Kostir og gallar þess að eiga rafbíl á Íslandi .................................................................... 19 

  Bensínverð ........................................................................................................................ 20 

  Tekjur stjórnvalda ............................................................................................................. 22 

Innflutningur......................................................................................................................... 22 

  Hvatning til rafbílavæðingar ............................................................................................. 24 

  Rafbílamarkaðurinn ...................................................................................................... 24 

  Spurningakönnun/rannsókn .......................................................................................... 25 

  Niðurstöður ................................................................................................................... 27 

a.  Niðurstöður úr spurningakönnun ...................................................................................... 27 

Page 4: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

4

b.  Helstu hindranir í rafbílavæðingu ..................................................................................... 31 

c.  Pestel greining .................................................................................................................. 41 

d.  SVÓT greining ................................................................................................................. 43 

e.  Mögulegar úrlausnir helstu hindranna .............................................................................. 45 

  Heimildaskrá ................................................................................................................. 52 

  Viðaukar ........................................................................................................................ 60 

Page 5: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

5

Útdráttur

Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu hindranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu hans og mögulegar úrlausnir þeirra. Viðtöl voru tekin við Gísla Gíslason hjá Even og Brynjar Elfsen vörumerkjastjóra BL, ástæða fyrir viðtölum við þessa menn er að Even og BL eru helstu innflutnings og söluaðilar rafbíla á Íslandi. Einnig var gerð könnun á viðhorfi almennings í gerð rafbíla. Bornar voru saman þær ívilnanir sem rafbíla og eigendur þeirra njóta bæði á Íslandi og annarsstaðar, helst í Noregi þar sem Noregur er leiðandi í rafbílavæðingu á heimsvísu.

Helstu niðurstöður eru að helsta hindrun rafbílavæðingar er þekkingaleysi fólks á eiginleikum þeirra og virkni. Einnig að skortur er á opinberri stefnu yfirvalda hvað varðar rafbílavæðingu og markmiðasetningu. Mikil óvissa er um framtíð og þróun rafbíla sem og verði þeirra þar sem lög um niðurfellingu á virðisaukaskatti hafa bara verið sett og framlengd um eitt ár í einu.

Page 6: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

6

Inngangur

Bílar geta gert kraftaverk þegar kemur að því að sameina fólk. Áhugi á bílum getur yfirstigið

trúarlega, hugmyndafræðilega, efnahagslega og stéttarlega múra milli fólks. Þeir geta gefið

fólki leið til að tengjast yfir sameiginlegu áhugamáli og ástríðu. Ekki bara ástríða við ákveðinn

bílaframleiðanda heldur verða menn að taka höndum saman, burtséð frá hverrar þjóðar og trúar

þeir eru að því sameiginlega markmiði að framleiða vistvænni bíla til að stuðla að hreinna

umhverfi fyrir okkur öll.

Eldsneytisverð á Íslandi hefur farið hækkandi frá 2005 og er verðið á bensínlíter rúmlega

tvöfalt hærri en þá. Þessi þróun hamlar ekki eingöngu getu fólks til að reka einkabíl og standa

skil á þeim gjöldum sem honum fylgja heldur hefur hækkandi eldsneytisverð áhrif á þjóðfélagið

í heild sinni, hækkandi bensínverð leiðir af sér dýrari sendingarkostnað vara sem leiðir af sér

hækkað vöruverð sem hækkar vísitölu neysluverðs og verðbólgu. Ef þessi orka væri innlend

fylgdi því töluverður sparnaður, ekki einungis umhverfislegur heldur einnig fjárhagslegur. Árið

2013 fóru 80 milljarðar í innflutning á eldsneyti (flugvélabensín, annað bensín, þotueldsneyti,

gasolía, brennsluolía og smurolía), þar af kostnaður í eldsneyti á bifreiðar 26,4 milljarðar

(Hagstofan). Þessa upphæð væri hægt að lækka töluvert með notkun rafbíla þar sem næstum

því allt rafmagn hér á landi er framleitt með lífrænum hætti, annaðhvort með virkjun vatns eða

jarðvarma. Með nýtingu raforku má minnka innflutning á dýru eldsneyti og auka þar með

hagvöxt í þjóðfélaginu.

Mynd 1: Þróun Bensínverðs frá 1980-2013 (Hagstofan)

0

50

100

150

200

250

300

1980

1981

1982

1983

1984

1985

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

Bensín (95 oktan) fullt verð á þjónustustöðvum

Page 7: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

7

Rannsóknarspurningar

Þar sem stór hluti tekna fólks fer í eldsneytiskostnað á bifreiðar með beinum eða óbeinum hætti

þarf að huga að öðrum orkugjöfum sem teygja sig ekki bara minna í buddu landsmanna heldur

fara einnig betur með umhverfið. Því leitast skýrsluhöfundur að því að svara eftirfarandi

rannsóknarspurningu:

Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og hverjar eru mögulegar úrlausnir

þeirra?

Rök fyrir efnisvali

Höfundur hefur lengi haft mikinn áhuga á grænni orku ásamt því eru bílar og farartæki hans ær

og kýr, því lá það vel fyrir að þessi tvö áhugamál sameinist í þessari skýrslu.

Mikill áhugi hefur verið hjá almenningi undanfarin ár á vistvænni farartækjum en þeim sem

knúin eru áfram á bensíni og dísilolíu, þar sem Ísland stendur flestum löndum feti framar í

raforkuframleiðslu með vistvænum hætti er Ísland kjörið land til að vera leiðandi í

rafbílavæðingu, ekki bara umhverfisins vegna heldur einnig af fjárhagslegum ástæðum.

Tímasetningin hentar líka einstaklega vel til að greiða leið rafbíla inn á markaðinn því

kaupmáttur er farinn að aukast eftir fjárhagshrunið 2008, því fylgdi hrun í sölu nýrra bíla sem

leiðir af sér að meðalaldur bíla hér á landi hefur farið hækkandi og hefur aldrei verið eins hár

eða um 13 ár. Sala á nýjum bílum er loksins farin að rétta sig af með auknum kaupmætti og því

er þetta tilvalinn tímapunktur til að ýta undir rafbíalvæðingu.

Markmið rannsóknarinnar

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær helstu hindranir sem standa í vegi fyrir

almenningi þegar kemur að rafbílavæðingu og mögulegar úrlausnir þeirra til að greiða leið

þeirra inn á markaðinn og auka sölu.

Page 8: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

8

Aðferð

Gagnasöfnun

Þar sem mikil þróun hefur verið á rafbílum undanfarin ár er lítið til af bókum um rafbíla og því

fór gagnasöfnun afleiðugagna fram á internetinu.

Sem frumgögn tók skýrsluhöfundur viðtal við Brynjar Elefsen Óskarsson vörumerkjastjóra hjá

BL sem er umboðsaðili fyrir Nissan á Íslandi og Gísla Gíslason eiganda Even ehf sem flytja

inn rafbíla bæði frá Nissan og Tesla. Einnig sendi skýrsluhöfundur frá sér könnun sem 231

þátttakendur tóku þátt í um viðhorf fólks til rafbíla.

Vistvænir bílar

Helstu eldsneytisgjafar sem vistvænir bílar eru knúnir með eru eftirfarandi:

Biodísel

Biodísel er framleitt úr jurtaolíum, Repja er rófa sem ræktuð hefur verið sem dýrafóður, algengt

var að fólk á 18. og 19. öld notaði repjuolíu sem ljósmeti sem síðar vék fyrir steinolíunni. Einn

hektari af repjuakri getur gefið af sér um 1200 lítra af repjuolíu sem ætti að duga venjulegum

fólksbíl til að aka 20.000 kílómetra. Biodísel mengar minna en venjuleg díselolía og smyr

vélina betur, við bruna hennar myndast minna magn koltvísýrings og 94% minna af

krabbameinsvaldandi efnum (“Umhverfisvænt eldsneyti,” n.d.).

Metan

Metan myndast þar sem lífrænn úrgangur hefur verið urðaður, hér á landi er metan unnið á

urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Þar myndast auk metans koldíoxíð og aðrar

lofttegundir. Metan er unnið úr því til notkunar á bifreiðar. Kostir metans er að þegar það

brennur verður úr því koldíoxíð sem er skaðminna gas. Bílar eru bæði framleiddir með

búnaðinum og ganga á bensíni og metani einnig hefur fólk látið breyta bensínbílunum sínum

og útbúa þá með metanbúnaði. Metanbill.is sérhæfa sig í metanbreytingum á bílum, kerfið

Page 9: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

9

virkar þannig að bíllinn hitar sig upp í 40°C á bensíni og skiptir svo yfir á metan og verður

bíllinn þá 10-20% aflminni (“Metankerfið,” n.d.).

Metan bílar hafa þó náð lítilli festu hér þar sem metan fæst einungis á einni bensínstöð N1 á

Bíldshöfða.

Tvinnbílar (Hybrid)

Tvinnbílar eða svokallaðir hybrid bílar eru þeir bílar sem knúnir eru áfram bæði með

rafmagnsmótor og bensín- eða díselmótor. Þeir eru sagðir vera skref milli þess að aka um á

bensínbíl og fara alveg yfir í rafbíl.Til eru venjulegir hybrid bílar einnig svokallaðir tengibílar

(Plug-in hybrid) sem fólk hleður heima hjá sér, hefðbundni hybrid bíllinn hleður rafgeyminn

með bensínmótornum.

Hybrid bílar spara bensín með því að drepið er á bensínmótornum þegar bíllinn er stopp t.d. á

umferðarljósum eða í hægfara umferð, þá sér rafmótorinn um vinnuna. Bensínmótorinn fer

ekki í gang fyrr en bíllinn er kominn á 24 kílómetra hraða á klukkustund eða ef bíllinn er búinn

að vera það lengi á litlum hraða að hleðsla hans er að tæmast. Bensínmótorinn sér um að

framleiða rafmagn og hlaða þannig rafhlöðu bílsins. Með því móti helst bensínmótorinn á sama

jafna snúningnum, því þarf ekki að vera að þenja hann til að taka af stað og þess háttar sem er

mjög óhagkvæmt á bensínbíl (Brain, 2007).

Vetnisbílar

Vetnisbílar framkvæma afl sitt ekki við bruna heldur við efnaskiptin sem eiga sér stað þegar

vetni og súrefni er blandað saman og eini útblástur þeirra er vatn (CO2) í formi gufu. Nái

vetnisbílar miklu fylgi gætu þeir sparað þjóðarbúinu mikla fjármuni ef þeim tekst að minnka

magn innflutts eldsneytis. Þar sem vetni á vetnisbíla kostar orku í framleiðslu hafa menn

gjarnan ekki trú á þeim og segja að tvinnbílar muni hafa yfirhöndina þar (Onion, 2004).

Page 10: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

10

Rafbílar

Rafbílar voru meðal fyrstu bíla sem framleiddir voru sökum einfaldleika. Hreifanlegir hlutir í

rafbíl eru mjög fáir eins og farið verður yfir síðar í þessari skýrslu og því fylgir þeim minna

viðhald. Rafbílar eru þannig uppbyggðir að við hjólin er rafmagnsmótor sem snýr þeim, hann

er knúinn áfram af orku sem geymd er á rafhlöðu bílsins, henni er komið þannig með því að

stinga bílnum í hleðslu, ýmsir möguleikar eru til að hlaða rafbíla en algengast er að fólk hlaði

þá heima hjá sér í þar til gerðri heimahleðslustöð. Ekki er þörf á neinni gírskiptingu þar sem

vinnslusvið rafmagnsmótors er töluvert víðara en bensínmótors sem þarf að notast við

gírskiptingu til að hægt sé að knýja bílinn áfram á vinnslusviði hans. Rafhlöður rafbíla voru

fyrst um sinn stórir rafgeymar fullir af rafgeymasýru, sambærilegt við þá rafgeyma sem er að

finna í bensínbílum en í nýjum rafbílum eru rafhlöðurnar samsettar af þúsundum lítilla sella

sem hægt er að skipta út seinna meir fari hleðslugeta rafhlöðunnar að dvína. Rafbílar eru einnig

búnir rafal sem nýtir orkuna sem hlýst af því að slegið er af inngjöf bílsins og bremsað, þannig

getur þessi rafall endurnýtt allt að þriðjungi orkunnar og komið henni fyrir aftur á rafhlöðu

bílsins (Voelcker, 2013).

V2G (Vehicle to Grid) Power er í þróun, það eru plug in bílar (hybrid, full electric og solar

bílar) sem stungið er í samband heimavið, þegar þeir eru ekki í notkun minnka þeir álagið á

raflagnirnar með því að sjá heimilinu fyrir rafmagni þegar mesta álagið er en taka hleðslu þegar

álagið er lítið, jafna þar með álagspunktana. Þessir bílar eru ekki á hinum almenna markaði

(“The Grid-Integrated Vehicle,” n.d.).

Page 11: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

11

Tilkoma rafbíla

Deilt hefur verið um það hver hafi hannað og smíðað fyrsta rafbílinn en nokkrum mönnum

hefur verið gefinn sá heiður. Árið 1828 smíðaði Ungverjinn Ányos Jedlik lítið líkan af bíl með

rafmagns mótor sem hann hannaði og smíðaði sjálfur. Milli 1832 og 1839 smíðaði Robert

Anderson hráan rafmagnsknúinn vagn. Árið 1835 hannaði Stratingh prófessor frá Hollandi lítið

líkan af bíl knúnum rafmagnsmótor sem aðstoðarmaður hans Christopher Becker smíðaði. Árið

1835 smíðaði járnsmiðurinn Thomas Davenport einnig lítið líkan af bíl knúnum áfram af

rafmagnsmótor (Leno, 2010).

Menn voru þó að notast við rafhlöður sem ekki var hægt að hlaða aftur. Frakkinn Gaston Planté

fann upp rafgeymi með blýsýru sem árið 1865 var hægt að endurhlaða. Landi hans Camille

Faure bætti hleðslugetu hans þannig að rafbílar yrðu raunhæfur möguleiki (Leno, 2010).

Árið 1899 smíðuðu Belgar kappakstursbíl sem Camille Jénatzy hannaði, bíllinn var kallaður

"La Jamais Contente" sem leit út eins og geimflaug á hjólum, sá bíll sló þáverandi hraðamet,

sem sett var mánuði áður og náði 106 kílómetra hraða á klukkustund (Leno, 2010).

Það var ekki fyrr en 1895 sem áhuginn barst til Ameríku þegar A. L. Ryker and William

Morrison smíðuðu rafknúið þríhjól og svo 6 manna vagn árið 1891, sá vagn er gjarnan talinn

fyrsti rafbíllinn því hann var gerður til að flytja farþega (Leno, 2010).

Rafbílar komu fyrst inn á markaðinn um miðja 19. öld (1859) og stóðu bensín- og gufuknúnum

bílum feti framar, þó stóðu þeir frammi fyrir sama vandamáli þá og í dag, rafgeymar og drægni.

Það sem gaf rafbílum samkeppnisforskot þá var að ekki var búið að finna upp startarann, því

þurfti að handsnúa bensínbíla í gang. Það var mörgum konum ofviða enda brutu menn oft á sér

putta, jafnvel handleggi, við að snúa bílum sínum í gang og ekki þurfti að skipta um gír á

rafbílum eins og bensín- og gufuknúnum bílum, það þarf ekki ennþá í dag. Það þótti því ekki

kvenlegt að keyra um á bensínbíl, því völdu konur frekar rafbíla, meira að segja Clara Ford,

eiginkona Henry Ford keyrði um á Baker rafbíl því hún gat ekki snúið Model T bílnum, sem

eiginmaður hennar hannaði og smíðaði, í gang. Þó svo að í New York hefði verið komið fyrir

fjölda hleðslustöðva og fjöldi þeirra notaðir sem leigubílar þóttu rafbílar vera konubílar og

karlmenn keyptu þá ekki fyrir sjálfa sig því seldust þeir ekki nógu vel. Þáttastjórnandinn Jay

Leno hefur átt árgerð 1909 af Baker rafbíl í fjölda ára og segist ekkert hafa þurft að þjónusta

hann nema hlaða rafgeyminn þar sem hreyfanlegir hlutir í rafbílum eru töluvert færri en í

bensínbílum sem leiðir af sér minna viðhald. Árið 1912 fann Charles Kettering upp

Page 12: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

12

rafmagnskveikju fyrir bensínmótora og þar með þurfti ekki að handsnúa þá í gang, þannig varð

það á færi hvers sem er að fá sér bensínbíl og með bættu gatnakerfi varð þörf fyrir meiri hraða

og meiri drægni sem rafbílar þessa tíma gátu ekki uppfyllt og stóðust ekki samkeppnina við

bensínbílana (Leno, 2010).

Með tilkomu Ford Model T sem Henry Ford smíðaði í verksmiðju sinni hóf hnignun rafbíla.

Rafknúni startarinn og ódýr fjöldaframleiddur Model T varð til þess að almenningur gat

hæglega verslað sér bíl, bensínbíll kostaði á þeim tíma nýr 650 bandaríkjadali meðan rafbíll

kostaði 1750 bandaríkjadali (Leno, 2010).

Rafbílar voru nánast horfnir af markaðinum árið 1935 og varð það ekki fyrr en uppúr 1960 sem

menn fóru að líta aftur í átt að rafbílum til að sporna við útblæstri og kostnaðinum sem fylgdi

innflutningi á hráolíu (Leno, 2010).

Í Californiu í Bandaríkjunum voru settar reglur árið 1990 um að stærstu bílafarmleiðendum

bæri skylda til að framleiða rafbíla ætluðu þeir að halda áfram að selja bensínbíla í fylkinu, yfir

5000 voru framleiddir af GM, Toyota, Honda, Ford, Nissan og Chrysler sem síðar voru rifnir í

parta, gefnir á söfn en flestir voru kramdir. Ádeila hefur verið á að olíufélögin hafi séð fyrir sér

minni hagnað á sölu olíu á fólksbíla ásamt því að bílaframleiðendur hafi séð fyrir sér mikinn

kostnað á bakvið hönnun og framleiðslu á rafbílum sem skilaði sér í minnkaðari sölu varahluta

þar sem viðhald rafbíla er töluvert minna en bensínbíla (Paine, 2006).

Hvað hafa rafbílar umfram venjulega bíla?

Eins og fram hefur komið eru hreyfanlegir hlutir í rafbílum töluvert færri en í bensínbílum,

viðhald á bensínbílum er töluvert meira sökum allra þessara hreyfanlegu hluta í vélarrúmi,

gírkassa, drifskafti. Bensínbílum fylgja líka tíð olíuskipti, síuskipti, blöndustillingar og viðhald

á pústi (US Department of Energy, 2005).

Rafbílar hafa það einnig umfram hefðbundna bensín- og díselbíla að þeim fylgir ekki sá

titringur, lykt, mengun og hávaði sem fylgir bensínbílum, fyrst var mikið vandamál fyrir fólk

að skipta um gír á bensínbílum en þess þurfti ekki á rafbílum því í þeim er bara einn gír og því

alveg eins að keyra hann og sjálfskiptan bíl, ekki þurfti að skipta um gíra á gufuknúnum bílum

en þeim fylgdi sú kvöð að þeir voru allt að 45 mínútur í gang á köldum vetrarmorgnum. Mikil

þróun hefur þó verið í þeim málum í gegnum tíðina og það þykir ekki tiltökumál að skipta um

gír á bensínbíl í dag. Rafbílar nýta orkuna einnig töluvert betur. Bensínbílar nýta um 15-20%

Page 13: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

13

orkunnar sem fæst úr bruna eldsneytisins í að knýja bílinn áfram, dísel bílar nýta um 20-35%

orkunnar en rafbílar nýta um 90% orkunnar. Helstu ástæður orkutapsins hjá bensín- og

díselbílum er að mikill hluti hennar fer í varma og að snúa hinum helstu hlutum til að koma

aflinu niður í hjól bifreiðarinnar. Rafmótorinn aftur á móti er staðsettur við hjólin og því þarf

hann ekki að snúa drifskafti, gírkassa og öðrum hlutum eins og hinir hefðbundnu bílar, ásamt

því að vera búinn rafal sem hleður inn á rafgeyminn þegar hægt er á bílnum og endurnýtir

þannig orkuna sem myndi annars tapast (Saurin D, 2009).

Rafbílar í dag notast flestir við lithium-ion rafhlöður sambærilegar við þær sem við notum í

farsímum okkar og tölvum, þær eru uppbyggðar úr litlum sellum, rafhlaða í tölvu til að mynda

er samsett úr sex til níu sellum en rafhlaðan í Tesla aftur á móti er samansett úr um 5000 sellum

(Voelcker, 2013).

Viðhald á rafbílum

Eins kaldhæðnislega og það má hljóma eru færri rafmagnshlutir í rafbíl en í hinum hefðbundna

bensínbíl, í rafbíl eru eftirfarandi rafhlutir: stjórnkerfi fyrir inngjöf, spennubreytir, stjórnkerfi

fyrir rafhlöðu, kælivökvadælur og viftur (Brown, 2012).

Í hinum hefðbundna bensínbíl eru meðl annara eftirfarandi rafmagnshlutir: rafrænir mótorar til

að stilla ýmsa loka, kveikjukerfi, stýrikerfi fyrir inngjöf, vélatölva, tölva sem stjórnar skiptingu,

súrefnisskynjarar, dæla fyrir kælivökva, eldsneytisdæla, olíudæla, vifta á kælikerfi og olíudæla

í kælikerfi (Brown, 2012).

Fleiri slithlutir í bensínbílum sem þarfnast reglulegs viðhalds og eru ekki til staðar í rafbílum

eru meðal annara: gírskipting, ventlar, kerti, sveifarás, sílendrar, pústkerfi, hringrásarkerfi fyrir

útblástur vélar (mengunarvarnarkerfi), tímareimar/keðjur, strekkjarar, alternator, vélaviftur og

aðrir smáhlutir fyrir vélar (Brown, 2012).

Viðamiklar kannanir hafa verið gerðar í Noregi þar sem rafbílar eiga miklum vinsældum að

fagna. Peter Haugneland lýsti því á fyrirlestri á alþjóðlegri rafbílasamkomu (WEVS) 2013 að

þegar rannsókn var gerð meðal eigenda rafbíla um ástæður þeirra fyrir því að hafa fjárfest í

rafbíl þá svöruðu 38% að það hefði verið af umhverfislegum ástæðum, 29% fjárhagslegum

ástæðum, 28% af hagkvæmlegum ástæðum, því fylgdi að fólk er fljótara í vinnuna því það fær

að keyra um á forgangsakreinum (bus lanes) og 5% sögðu aðrar ástæður hafi legið að baki

kaupunum. (Figenbaum & Kolbenstvedt, 2013)

Page 14: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

14

Mynd 2 Mynd frá fyrirlestri Haugneland

Sparnaður

Eins og fram kom hér að ofan fjárfestu 29% þeirra sem tóku þátt í Norsku rannsókninni í

rafbílum sökum sparnaðar. Ekki einungis losnar fólk við bensínkostnað heldur er viðhald á

rafbílum töluvert minna en á bensínbílum, það kemur bersýnilega í ljós þegar listinn er

skoðaður hér að ofan. Hreifanlegir hlutir í rafbílum eru um 20 meðan hreifanlegir hlutir í

bensínbíl telja hundruði og er viðhaldskostnaður rafbíla talinn vera innan við þriðjungur af

viðhaldi á bensínbíl (Brown, 2012).

Bensínverð hefur hækkað mikið undanfarin ár og því er rekstrarkostnaður bíla fyrir heimili

orðinn hærri en hann var, í kjölfar þessarar þróunar hefur fólk farið að leita í sparneytnari bíla.

Meðalakstur fólksbíla samkvæmt samgöngustofu eru um 13.700 kílómetrar á ári, miðað við að

meðalfólksbíll sé að eyða tíu lítrum á hverja hundrað kílómetra og líterinn kosti 240 krónur er

þetta kostnaður upp á tæp 330.000 krónur á ári í eldsneyti.

Nissan Leaf notar 21.25kWh á hverja 100km (Chambers, 2010) og samkvæmt verðtaxta

Orkuveitu Reykjavíkur kostar hver kWh 7,1kr með vsk (Orkuveitan, 2014). Það gera 150,9kr

á hverja 100km og 20.673kr á ári gegn því að hann sé alltaf hlaðinn á heimilinu en ekki í

almenningshleðslustöðvum sem eigendur rafbíla hlaða þá í endurgjaldslaust.

Page 15: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

15

Eru rafbílar vistvænni en aðrir bílar?

Rafbílar hafa setið mikið undir þeirri gagnrýni að þeir séu ekkert betri fyrir umhverfið en

bensín- og díselbílar þar sem mikið af raforku er framleidd með ónáttúrulegum hætti ásamt

þeirri mengun sem fylgir framleiðslu og förgun rafgeyma þeirra (Bullis, 2013).

Við bruna á einum líter af bensíni með 10% af ethanol í myndast tæp 1,3 kíló af koltvísýringi

og um 2,7 kíló við bruna á díselolíu (U.S. Energy Information Administration, 2013). Við bruna

á einu kílói af kolum myndast um 2,6 kíló af koltvísýringi (Hong & Slatick, 1994).

Til að framleiða eina kílóvattstund af rafmagni þarf að brenna 0,46 kíló af kolum eða 0,3 lítrum

af bensíni. Það þýðir að hver kílóvattstund sem framleidd er með bruna á bensíni mengar um

0,4 kíló af koltvísýringi ( U.S. Energy Information Administration, 2013).

Nissan Leaf notar 21,25 kílóvattstund á hverja 100 kílómetra. Það þyrfti því að brenna 6,36

lítra af bensíni til að framleiða raforku sem knýr hann áfram þessa 100km

Samkvæmt rannsókn frá The Babcock School of Management mengar bíll um 14 pund fyrir

hvert gallon af bensíni, það gerir um 1,7 kíló á hvern líter. Því myndi meðal bíll sem er að eyða

10 lítrum á hverja 100 kílómetra vera að menga um 17 kíló af koltvísýringi á hverja 100

kílómetra (Clayton, n.d.).

Á Íslandi er þetta engin samkeppni hvað varðar náttúrusjónarmið því hér framleiðum við nánast

allt rafmagn með vistvænum hætti, með jarðvarma, fallvötnum eða vindorku. Í Ameríku er það

ekki svo en þrátt fyrir að bensín væri notað til að framleiða raforku sem svo væri nýtt til að

knýja rafbíl áfram fæst þó betri nýting úr því heldur en að brenna því á hinum hefðbundna

bensínbíl.

Í Ameríku árið 2013 var 39% af rafmagni framleitt með bruna á kolum, 27,4% frá náttúrulegum

gastegundum, 19,4% frá kjarnorku en einungis 6,2% frá náttúrulegum orkugjöfum eins og

bruna á timbri (1%) og úrgangi (0,5%), jarðvarma (0,4%), sólarorku (0,2%) og vindorku

(4,1%). (U.S. Energy Information Administration, 2014)

Page 16: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

16

Mynd 3 Raforkuframleiðsla í USA árið 2013

Á Íslandi er skiptingin aftur á móti mun vistvænni, hér á landi árið 2012 var 70,3% rafmagns

framleitt með vatnsorku, 29,7% frá jarðvarma og einungis 0,02% frá eldsneyti. (Orkustofnun,

2012)

Mynd 4 Raforkuframleiðsla á Íslandi 2013 (“Afl og orkuvinnsla almenningsrafstöðva 1976-2012,” 2012)

Kol 39.1%

Jarðolía 0.7%Náttúrulegar gastegundir, 

27.4%

Aðrar gastegundir, 

0.3%

Kjarnorka, 19.4%

Geymd Vatnsvirkjunarorka

, ‐0.1%

Vatnsvirkjun, 6.6%

Viður, 1.0%

Úrgangur, 0.5%Jarðvarmi, 0.4% Sólarorka, 0.2%

Vindorka, 4.1%

Raforkuframleiðsla USA 2013

Vatnsorka, 70.30%

Jarðvarmi, 29.70%

Eldsneyti 0.02%

Raforkuframleiðsla á Íslandi 2013

Page 17: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

17

Mynd 5 Orkuvinnsla á íslandi eftir uppruna(“Afl og orkuvinnsla almenningsrafstöðva 1976-2012,” 2012)

Hvers virði er hreinna umhverfi?

Kolefnalosun er 60% meiri en hún var árið 1990 þegar IPCC (milliríkjanefnd um

loftslagsbreytingar) gaf fyrst frá sér aðvörun um að hættumörkum hafi verið náð. Hnattræn

losun kolefna stefna í áttina að því að ógna heimkynnum milljóna manna á næstu áratugum

með hitnun jarðar sem leiðir af sér að jöklar bráðna, hæð sjávar hækkar og þurrkar og

hitabylgjur versna (Munro, 2014).

„Vandamálið er ekki skortur á sönnunargögnum í þeim efnum heldur er það skortur á vilja

fólks og stjórnvalda til að gera eitthvað í málunum“ segir Ken Denman sjáfarlíffræðingur við

Háskólann í Viktoríu í Canada. Hann segir að vitundarvakningu skorti meðal almennings,

almannaálitið er oft þannig að fólki finnst framlag þess skipta of litlu máli og til að almenningur

átti sig á alvarleika mengunar þyrfti að verðleggja hana (Munro, 2014).

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012

Orkuvinnsla eftir uppruna

Vatnsafl Jarðvarmaafl Eldsneyti

Page 18: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

18

Í skýrslu sérfræðinganefndar á vegum Umhverfisráðuneytisins sem kom út árið 2009 segir:

Gert er ráð fyrir að rafmagnsbílar komi að stórum hluta í stað bensín- og dísilbíla. Sviðsmyndin gerir ráð fyrir að frá árinu 2009 aukist sala á rafmagnsfólksbílum á kostnað hefðbundinna bensín- og dísilbíla og að sama þróun hefjist í tilfelli millistórra flutningabíla árið 2013 og árið 2021 í tilfelli stórra flutningabíla. Ekki er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla geti takmarkast af framboði af raforku og möguleikum til bygginga nýrra virkjana Gert er ráð fyrir að rafmagnsbílar komi að stórum hluta í stað bensín- og dísilbíla. Sviðsmyndin gerir ráð fyrir að frá árinu 2009 aukist sala á rafmagnsfólksbílum á kostnað hefðbundinna bensín- og dísilbíla og að sama þróun hefjist í tilfelli millistórra flutningabíla árið 2013 og árið 2021 í tilfelli stórra flutningabíla. Ekki er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla geti takmarkast af framboði af raforku og möguleikum til bygginga nýrra virkjana. (Brynhildur Davíðsdóttir et al., 2009, bls 82-83)

.

Hvað segja spár um framtíð rafbíla í heiminum?

Framtíð rafbíla veltur mikið á þróun rafhlaðna og hvernig raforka er framleidd. Í Ameríku er

raforka nær eingöngu framleidd með bruna óendurnýtanlegra efna og kjarnorku, slík

framleiðsla þykir harla náttúruleg á meðan raforka er framleidd í Evrópu með mun náttúrulegri

hætti.

Þróun rafhlaðna á eftir að hafa gríðarleg áhrif á rafbíla, með þróun á betri rafhlöðum í bíla eykst

drægni þeirra og þ.a.l. verða þeir fýsilegri kostur fyrir vikið.

Prófessor Doron Aurbach við Bar Ilan háskóla í Ísrael er að vinna með hópi nemenda sinna í

Nano Cleantech Center í Nanotækni og hátækni hráefnastofnun Bar-Ilan (Institute of

Nanotechnology and Advanced Materials (BINA)) að þróun nýrrar tegunar rafhlaðna. Með

nano-tækni stefna þeir að því að leysa af hólmi lithium-ion rahlöðurnar með Magnisíum-ion

rafhlöðum sem halda tveim jákvæðum hleðslum gegn einni hjá lithium-ion rafhlöðunum ásamt

því að vera ódýrari í framleiðslu og léttari (Shamah, 2014).

Hvaða sálfræðilegu þættir fá fólk til að fjárfesta í rafbíl?

Könnun var framkvæmd á Írlandi þar sem viðhorf fólks sem hafði fjárfest í bílum knúnum af

vistvænu eldsneyti (vetni, rafmagni, bæði rafmagni og bensíni, etanóli, metanóli, bútanóli,

metani, E85, lífdísilolíu). Markmið þeirrar rannsóknar var að kanna sálfræðilegt viðhorf þeirra

og greina hvort að lækkuð eldsneytisgjöld, innflutningsgjöld (VRT) eða hvort að losun

gróðurhúsalofttegunda væru ástæðan fyrir þessari nýju fjárfestingu fólks.

Page 19: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

19

Þegar svör þáttakanda voru greind kom í ljós að helstu áhrifaþættirnir voru eldsneytissparnaður,

öryggi, verð og áreiðanleiki bílana.

Meirihluti svarenda var sammála því að bílarnir væru betri fyrir umhverfið, ódýrari í rekstri en

bílar sem ganga á jarðeldsneyti og að vistvænir bílar yrðu val þeirra allavega næstu 10 árin

(Caulfield, Farrell, og McMahon, 2010).

Rafbílar á Íslandi

Orka Náttúrunnar hefur hafið að setja upp hraðhleðslustöðvar sem Nissan í Evrópu gaf til

Íslands. Þær eru tíu talsins, þær sem nú þegar eru komnar upp eru staðsettar við hús ON að

Bæjarhálsi, við BL á Sævarhöfða, við Smáralindina í Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur, við Shell

á Miklubraut og Fitjum Reykjanesbæ. Ráðgert er að setja einnig upp stöðvar á Selfossi,

Laugarvatni, Borgarnesi, og í Garðabæ (“Hraðhleðsla,” 2014).

Árið 2013 voru nýskráðir 81 rafbíll á Íslandi (49 nýjir og 32 notaðir) (Samgöngustofa, n.d.), ekki fengust upplýsingar frá Umferðastofu um nýskráningar eftir orkugjafa lengra aftur í tímann en það.

Kostir og gallar þess að eiga rafbíl á Íslandi

Helsti galli rafbíla er drægni þeirra, drægni meðal rafbíls er aðeins 80-150km. Það dugar

flestum dags daglega en þegar kemur að því að fara lengri ferðir dugar það ekki til. Einnig

dregst drægni þeirra saman í kulda eða allt að 57% í 6 stiga frosti samanborið við drægnina við

23 gráðu hita samkvæmt prófunum hjá AAA í Bandaríkjunum (Copeland, 2014).

Meðalhitastig á Íslandi er um 4-6° á Celsíus og fer sjaldan yfir 20° því er eðlilegt að gera ráð

fyrir því að drægni á Íslandi er talsvert lakari en í meiri hita. Við prófanir hér á landi hafa menn

verið að keyra Nissan Leaf um 130-160km á hleðslu.

Söluhæstu rafbílar á Íslandi eru Nissan Leaf og Tesla Model S, þess vegna verða þeir helst

notaðir til samanburðar í þessari skýrslu.

Nissan Leaf er sagður komast 160 kílómetra á hleðslu og 199km við bestu mögulegu aðstæður.

Tesla Model S er sagður komast 480 kílómetra á hleðslu.

Page 20: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

20

Bensínverð

Mynd 6 Mynd sýnir þróun eldsneytisverðs og vísitölu í gegnum tíðina. (“Eldsneytisverð,” n.d.)

Þó að innflutningur á eldsneyti (að frádregnu flugvéla- og þotubensíni) í tonnum hafi farið

lækkandi undanfarin ár hefur verðið á því hækkað það mikið að innflutningurinn verður dýrari

þrátt fyrir minna magn.

Page 21: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

21

Mynd 7 Kostnaður við eldsneyti frá 1999-2013 (“Innflutningur nokkurra vörutegunda eftir mánuðum 1999-2014,” n.d.)

Mynd 8 Innflutningmagn eldsneytis frá 1999-2013 (“Innflutningur nokkurra vörutegunda eftir mánuðum 1999-2014,” n.d.)

Á þessum myndum sést að þó magn innflutnings í tonnum sé að lækka fer verð innflutnings

hækkandi. Inn í það spilar hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu, auknar álögur ríkisins á

eldsneyti og lækkað gengi krónunnar.

Sundurliðun á kostnaði hvers bensínlíters sýnir að tæp 47% af söluverði hvers líters fer í ríkiskassann, einungis 14% er álagning olíufélagana (Gíslason, 2013) .

 ‐

 10,000

 20,000

 30,000

 40,000

 50,000

 60,000

 70,000

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

CIF í milljónum króna

 ‐

 100,000

 200,000

 300,000

 400,000

 500,000

 600,000

 700,000

 800,000

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Tonn

Page 22: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

22

Mynd 9 Kostnaðarskipting hvers bensínlíters

Tekjur stjórnvalda

Þar sem olíulindir er ekki að finna hér á landi þarf að flytja inn alla olíu og bensín sem við

brennum til að knýja ökutæki okkar og flugvélar. Ef draga mætti úr þeim innflutningi væri það

lóð á vogaskálar okkar í vöruskiptajöfnuði myndi jafna hagsveiflur.

Innflutningur

Bæði hlýst beinn og óbeinn kostnaður úr því að flytja inn eldsneyti, beina kostnaðinum finnum

við fyrir við dælurnar þegar við dælum eldsneyti á bílana okkar og greiðum fyrir eldsneytið

beint, óbeina kostnaðinum finnum við meðal annars fyrir í hækkunum á almennu vöruverði þar

sem hár eldsneytiskostnaður veldur hærri sendingarkostnaði sem veldur hærra vöruverði til

neytanda. Einnig hefur óhagstæður vöruskiptajöfnuður neikvæð áhrif á íslensku krónuna sem

dregur úr kaupmætti þjóðarinnar þannig að ef við náum að draga úr innflutningi á eldsneyti

bætum við kjör landsmanna.

Innkaupsverð39.16%

Almennt bensíngjald 9.40%

Kolefnisgjald1.92%

Virðisaukaskattur20.32%

Álagning, flutningar, tryggingar14.03%

Sérstakt bensíngjald15.18%

Samsetning bensínverðs

Page 23: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

23

Hér má sjá alls útflutning og innflutning í FOB verði í milljónum króna. Úr þessari mynd má

sjá hvort að vöruskiptajöfnuður sé jákvæður eða neikvæður ásamt því að sjá hve stór hluti

innflutnings er innflutt eldsneyti (Hagstofan, n.d.).

Mynd 10 (Hagstofan n.d.)

Hér má sjá kostnað við innflutning eldsneytis nánar, aukninguna má skýra með lækkuðu gengi

íslensku krónunnar (Hagstofan, n.d.).

Mynd 11 (Hagstofan, n.d.)

 ‐

 100,000

 200,000

 300,000

 400,000

 500,000

 600,000

 700,000

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Útflutningur alls fob Innflutningur alls fob Innflutt eldsneyti og smurolíur

 ‐

 10,000

 20,000

 30,000

 40,000

 50,000

 60,000

 70,000

 80,000

 90,000

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Innflutt eldsneyti og smurolíur

Page 24: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

24

Náist að draga úr þessum kostnaði með því að nýta innlenda raforku er hægt að draga verulega

úr kostnaði við innflutning, uppskerum hagkvæmari vöruskiptajöfnuð og sterkari krónu.

Hvatning til rafbílavæðingar

Í tilskipun ESB númer 203/30/EC um endurnýjanlega orku í samgöngum var fyrir 2010 að

5,75% samgangna gengi fyrir endurnýjanlegri orku og að árið 2020 yrði hún 10% fyrir hvert

aðildarríki (“Renewable energy,” n.d.).

Núverandi staðlar leifa allt að 7% blöndun af biodiesel (B7) og 10% ethanol (E10) í eldsneyti.

Gert er ráð fyrir að árið 2020 geti 95% af fólksbílum og sendibílum gengið fyrir E10 og allir

dísel bílar geti gengið fyrir B7.

Í Noregi eru hvorki innflutningsgjöld né virðisaukaskattur á rafbílum, rafbílar mega keyra á

forgangsakreinum (bus lanes), þurfa ekki að borga vegatolla, borga hvergi í bílstæði og engin

bifreiðagjöld. Þær ívilnanir voru framlengdar til 2017 eða þar til 50.000 bílar verða komnir á

götuna (“Everything Electric,” 2012) (Woodgate, 2014) nú þegar eru komnir 20.000 rafbílar á

götuna í Noregi en það hefur verið markmið þingsins í Noregi að árið 2020 verði komnir

100.000 rafbílar á götur landsins (Woodgate, 2014). Í Noregi eru um 5000 almennings

hleðslustöðvar og um 500 þeirra eru í Osló (Webb, 2013).

Á Íslandi eru engin innflutningsgjöld af rafbílum, virðisaukaskattur felldur niður af fyrstu 6

milljónum í verði bílsins, vistvænum bílum má leggja frítt í gjaldskyld bílastæði í 90 mínútur í

senn séu þeir ekki á nagladekkjum, undir 1600kg og gefa frá sér minna en 120gr af koldíoxíð

pr. km. (Bílastæðasjóður, 2013)

Rafbílamarkaðurinn

Helstu rafbílar sem eru í boði í dag eru meðal annars Nissan Leaf, Tesla Model S, Tesla Model

X, BMW i3, Mitsubishi MiEV, Smart ED, Volkswagen E-Golf, Renault Twizy, Volkswagen

Up, Fiat 500e, Ford Focus, Toyota Rav4, Mercedes Benz B-Class, Kia Soul.

Page 25: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

25

Þeir rafbílar sem eru í boði á Íslandi eins og er eru Tesla Model S og Nissan Leaf. Lítill hvati

virðist vera hjá bílaumboðum hér á landi að hefja innflutning á rafbílum en þó er sala þeirra að

aukast gríðarlega.

Spurningakönnun/rannsókn

Skýrsluhöfundur sendi frá sér spurningarkönnun um almennt viðhorf almennings til rafbíla,

könnuninni var dreift á samfélagsmiðlinum facebook og í tölvupósti til samnemenda og því

notast við hentugleikaúrtak. Þátttakendur voru 321, 173 karlar og 58 konur. Markmið hennar

var að greina viðhorf fólks til rafbíla og greina þar með hugsanlegan kaupendahóp. Tilgáta

skýrsluhöfundar er sú að fólk á aldrinum 35-60 ára sé jákvæðari í garð rafbíla en fólk á öðrum

aldri og að konur séu almennt jákvæðari í garð rafbíla en karlar. Líklegasti markhópurinn fyrir

rafbíla væru því konur á aldrinum 35-60 ára.

Page 26: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

26

Mælitæki

Við gerð rannsóknarinnar var notast við hefðbundinn spurningalista með lokuðum

raðkvarðaspurningum og hálfopinni spurningu. Gögnin voru svo sett upp í SPSS frá IBM og

krosskeyrð, töflur voru teiknaðar í Microsoft Excel.

Framkvæmd

Þátttakendur fengu könnunina senda í tölvupósti og einnig var henni dreift á

samfélagsmiðlinum facebook því var um hentugleikaúrtak að ræða. Könnunin var rafræn

þannig að svör bárust skýrsluhöfundi með einföldum hætti. Fyrirmæli þátttakenda voru

hefðbundin og komu þau fram áður en fólk þreytti könnunina. Tímabil könnunarinnar voru 3

dagar og hófst úrvinnsla gagnanna í SPSS og Excel um leið og tímabilinu lauk. Borin voru

saman svör milli kynja og eftir aldursflokkum.

Page 27: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

27

Niðurstöður

a. Niðurstöður úr spurningakönnun

Aldursskiptingin var eftirfarandi:

Flestir voru á aldrinum 21-35 enda samsvarar það til aldurs rannsakanda og fésbókarvina hans

en er ekki lýsandi yfir aldurdreifingu landmanna allra.

Þegar spurt var almennt um hversu jákvætt eða neikvætt viðhorf fólks til rafbíla væri var

skiptingin eftirfarandi:

0

10

20

30

40

50

60

Yngri en20 ára

21‐25 26‐30 31‐35 36‐40 Eldri en40

Karlar 4 50 51 40 11 17

Konur 6 32 7 6 3 4

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

50%

Mjögjákvætt

Frekarjákvætt

Hvorki né Frekarneikvætt

Mjögneikvætt

Karlar 40% 25% 18% 9% 8%

Konur 50% 21% 22% 7% 0%

Page 28: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

28

Hún gefur í ljós að konur virðast vera almennt jákvæðari í garð rafbíla en karlar, það stemmir

við tilgátu skýrsluhöfundar áður en rannsóknin átti sér stað. Þó sést bersýnilega að konur er

almennt jákvætt í garð rafbíla.

Þegar svör við sömu spurningu voru sundurliðuð eftir aldri:

Á henni má sjá að þátttakendur 26 ára og eldri voru almennt jákvæðari í garð rafbíla en þeir

yngri.

Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu íhugað fjárfestingu í rafbíl voru svörin eftirfarandi:

0%

20%

40%

60%

80%

20 áraeðayngri

21‐25 26‐30 31‐35 36‐40 Eldri en40

Mjög jákvætt 40% 44% 34% 41% 43% 62%

Frekar jákvætt 20% 22% 38% 20% 21% 10%

Hvorki né 10% 23% 17% 17% 21% 19%

Frekar neikvætt 30% 7% 5% 9% 7% 10%

Mjög neikvætt 0% 4% 5% 13% 7% 0%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

20 áraeða yngri

21‐25 26‐30 31‐35 36‐40 Eldri en40

Já 50% 51% 62% 59% 79% 52%

Nei 50% 49% 38% 41% 21% 48%

Page 29: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

29

Þarna kemur fram að eftir 26 ára aldurinn virðist einhver viðhorfsbreyting verða hjá fólki í garð

rafbíla, hvort það er vitundarvakning fyrir umhverfinu eða rekstrarkostnaði bíla verður að liggja

á milli hluta en áberandi að fólk á á aldursbilinu 36-40 ára hefur mest íhugað fjárfestingu í

rafbíl.

Hraðhleðslustöðvar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og því spurði

skýrsluhöfundur þátttakendur hvort þær hefðu áhrif á hvort það myndi huga að fjárfestingu í

rafbíl.

Þessar niðurstöður stemma við kenningu skýrsluhöfundar um að fjölgun á

almenningshleðslustöðvum myndi hafa jákvæð áhrif á sölu rafbíla.

0%10%20%30%40%50%60%70%80%90%

Líkurnar yrðuminni

Myndi ekki hafaáhrif

Líkurnar yrðumeiri

Konur 0% 16% 84%

Karlar 1% 20% 80%

Page 30: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

30

Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeim þætti líklegt að rafbílar myndu leysa hefðbundna bensín- / díselbíla af hólmi á næstu 10 árum var skiptingin eftirfarandi:

Almennt hefur fólk litla trú á því að rafbílar muni leysa hefðbundna bensín- / díselbíla af hólmi

á næstu 10 árum.

Kynjaskiptingin við sömu spurningu var eftirfarandi:

Eðlilega er fólk óvisst um hvað framtíðin ber í skauti sér en sú staðreynd blasir við okkur að olíulindir heimsins eru takmarkaðar og því þurfum við að fara að þróa nýja tækni í samgöngum en ökutæki knúin áfram með olíu.

0%5%10%15%20%25%30%35%40%45%

20 ára eðayngri

21‐25 26‐30 31‐35 36‐40 Eldri en 40

Mjög líklegt Frekar líklegt Hvorki né Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

Mjöglíklegt

Frekarlíklegt

Hvorki né Frekarólíklegt

Mjögólíklegt

Karlar 16% 17% 27% 18% 21%

Konur 14% 21% 33% 16% 17%

Page 31: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

31

b. Helstu hindranir í rafbílavæðingu

Það er ekki á höndum hvers sem er að fá sér rafbíl uppá hleðslu og annað að gera. Eins og

staðan er í dag eru íbúar í fjölbýli ekki eins vel í stakk búnir til að fá sér rafbíl og íbúar í einbýli

þar sem heimahleðslustöð er best uppsett inni í bílskúr.

Bæði BL og Even ehf (eru með Leaf og Tesla) eru að flytja inn hleðslustöðvar til að koma fyrir

víða á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að koma þeim fyrir í öðrum bæjarfélögum (Keflavík,

Selfossi og Akureyri til að byrja með). BL eru komnir í samstarf við Orku Náttúrunnar sem

ætlar að sjá um uppsetningu á 10 hraðhleðslustöðvum til að byrja með og er það verkefni nú

þegar í framkvæmd.

Við gerð þessarar skýrslu voru tekin viðtöl við Gísla Gíslason hjá Even rafbílum og Brynjar

Elfsen vörumerkjastjóra BL samkvæmt þeim er helsta hindrunin í rafbílavæðingu viðhorf fólks

í garð rafbíla, fólk virðist þekkja þessa bíla lítið, virkni þeirra og eiginleika. Gísli hefur sjálfur

notast nær eingöngu við rafbíla undanfarin 4 ár og segir að í langflestum tilfellum notast við

hleðslustöðina heima hjá sér, hann segist hafa þurft að hlaða bílinn um fimm sinnum

annarsstaðar en heima hjá sér því hleðslan á bílunum dugar honum alltaf í daglegt amstur en

segir mikinn hag í aukningu hleðslustöðva fyrir almenning til að hafa einskonar öryggisnet ef

bílarnir verða tæpir á hleðslu, einnig auka þær umtal fólks um rafbíla og hefur það jákvæð áhrif

á viðhorf fólks til rafbíla. Því meiri þekkingu sem fólk hefur á rafbílum því líklegara er það til

að fjárfesta í slíkum, það hafa þeir séð í rekstri sínum enda hafa þeir verið hvað duglegastir

söluaðila að halda sölusýningar víða um land þar sem þeir fara með bíla sína og sýnt þá meðal

annars í Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum og segja þeir viðbrögð fólks gríðarlega

jákvæð.

Það sem þeir segja að sé einnig mikil hindrun sé skortur stjórnvalda á stefnu í rafbílavæðingu.

Í dag er tímabundin niðurfelling á virðisaukaskatti á rafbílum en sú niðurvelling er bara til eins

árs í senn, var fyrst sett fyrir árið 2013 og í lok ársins 2013 var hún framlengd út árið 2014, því

setti það talsvert strik í reikninginn hjá söluaðilum því óvissan var það mikil í lok ársins 2013

því þeir eru ekki með bíla á lager og er gjarnan 3-5 mánaða biðtími eftir bíl, því var ekki vitað

hvert endanlegt verð bílsins yrði þegar hann kæmi til landsins áður en stjórnvöld framlengdu

niðurfellinguna. Setja þurfi upp almenna stefnu sem nær lengra fram í tímann, Gísli bendi því

til samanburðar á yfirvöld í Noregi þar sem það er stefna stjórnvalda að 2017 verði komnir

50.000 rafbílar á götuna í Noregi, sú stefna gengur vel og eru rafbílar nú þegar komnir yfir

Page 32: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

32

20.000. Gísli segir að setja þyrfti á laggirnar nefnd sem myndi móta þessa stefnu yfirvalda og

hrinda henni í framkvæmd, meðal annars þyrfti að gera öllum kleift að eignast rafbíl. Eins og

staðan er í dag eru það helst fólk sem býr í einbýlum og/eða er með bílskúr til að setja upp

heimahleðslustöð sem er að fjárfesta í rafbílum, það þyrfti að gera fólki sem býr í

fjölbýlishúsum kleift að eignast slíka bíla með því að setja upp hleðslupósta á bílastæðum

fjölbýlishúsa og við stóra vinnustaði.

Dýr upphafskostnaður

Rafbílar eru dýrir í innkaupum þar sem lítið er um notaða rafbíla hér á landi, það helst í hendur

við hve nýjir þeir eru á markaði og lítil sala hefur verið á nýjum bílum undanfarin ár, það horfir

þó allt til betri vegar með auknum kaupmætti.(“Why electric cars are still an exception not a

norm?,” 2012)

Skortur á hleðslustöðvum og hleðslutími

Ekki eru allir svo vel búnir að geta hlaðið rafbíl heima hjá sér, því óhjákvæmilega takmarkar

það aðgang margra að rafbílum, með fleiri hleðslustöðvum aukum við nýtingu fólks á rafbílum

þar sem á almennings hraðhleðslustöð nær rafbíll um 80% hleðslu á einungis 20-30 mínútum.

Það er mat skýrsluhöfundar að fjölgun hleðslustöðva muni hafa jákvæð áhrif á sölu rafbíla. Í

tillögu til þingsályktunar um niðurfellingu gjalda á vistvænt eldsneyti sem er framleitt

innanlands er rætt um að mikilvægt sé að efla samstarf opinberra aðila, og fyrirtækja sem eru

að huga að uppbyggingu á hraðhleðslustöðvum (þskj. 1023, n.d.)

Level 1 hleðslustöð

Venjuleg rafmagnsinnstunga, hleður bílinn með 120v straum, getur tekið allt að 22

klukkustundir að fullhlaða Nissan Leaf. (Cunningham, 2013)

Level 2 hleðslustöð

Flestar almenningshleðslustöðvar eru annars stigs hleðslustöðvar, þær eru um 240v og tekur

það um 4 tíma að fullhlaða Nissan Leaf í slíkri stöð. Þetta eru fyrirferðalitlar stöðvar sem

hæglega má koma fyrir á vegg í bílskúr og henta vel til heimanota. (Cunningham, 2013)

Page 33: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

33

Level 3 hleðslustöð

Fá heimili eru í stakk búin til að koma sér fyrir þriðja stigs hleðslustöð. Í hana þarf 480 volt og

125 amper. (Cunningham, 2013)

Drægni

Drægni rafbíla fælir vissulega marga frá þeim. Þó að meðalakstur sé ekki nema um 37km á dag

(Umferðastofa, 2013) þarf fólk þó oft að gera sér lengri ferðir. Tesla Model S er með drægni

upp á rúma 500km en það er ekki hver sem er sem hefur efni á því að fá sér Teslu.

Langur hleðslutími

Það tekur um 8 tíma að fullhlaða Nissan Leaf sem búinn er 3,3kW hleðslubúnaði en tíminn

helmingast ef bíllinn er útbúinn 6,6kW hleðslubúnaði sé hann hlaðinn í 220/240 volta

innstungu sem getur borið 40 amper, sem allir Nissan Leaf bílar sem seldir eru nýjir á íslandi

eru útbúnir með, en í venjulegri heimainnstungu tekur full hleðsla um 11 klukkutíma. Með

hraðhleðslu næst um 80% hleðsla á 30 mínútum sem jafngildir um 128 kílómetrum á Nissan

Leaf meðan Tesla nær um 370km hleðslu á 30 mínútum með þeirra hraðhleðslustöðvum, þær

eru þó ekki sambærilegar, ekki er hægt að hlaða Nissan Leaf í Tesla hraðhleðslustöð. Þessi

hleðslutími gera ferðalög á Nissan Leaf torfarin en vel möguleg á Tesla, nú þegar hefur Gísli

Gíslason eigandi Even, söluaðila Tesla, keyrt bílinn á einni hleðslu frá Reykjavík til Akureyrar

á einni hleðslu.

Líftími rafhlaðna

Í Nissan Leaf er 95% endurnýtanleg Lithium-Ion rafhlaða sem framleiðendur telja að haldi

hleðslugetu sinni í 70-80% eftir 10 ár, það fer þó eftir notkun. Ábyrgð er á rafhlöðunni frá

Nissan, sú ábyrgð hljóðar upp á að hún haldi 70% af hleðslugetu sinni til fimm ára eða 100.000

kílómetra og átta ára ábyrgð er á göllum (Gordon-Bloomfield, 2013).

2014 hefur Nissan ráðgert að bjóða viðskiptavinum sínum upp á það að leigja frá þeim

rafhlöðu, þeir fá þá nýja rafhlöðu frá Nissan og greiða einungis 100 bandaríkjadollara á mánuði

fyrir leiguna, ábyrgðin á rafhlöðunni er þá algerlega á fyrirtækinu og ábyrgjast þeir að rafhlaðan

haldi 70% hleðslu allan samningstímann (Gordon-Bloomfield, 2013).

Page 34: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

34

Tesla ábyrgist að rafhlöður sínar haldi 70% hleðslugetu til átta ára og ótakmarkaðan akstur.

(“Battery Warranty,” 2013)

Öryggi

Bæði Nissan Leaf og Tesla Model S hafa hlotið 5 stjörnur í árekstrarprófum NHTSA. Tesla

Model S hlaut hæstu einkunn sem gefin hefur verið í árekstrarprófum NHTSA sem

öryggisprófar alla bíla sem löglegir eru í Ameríku, hann hlaut 5 stjörnur af 5 mögulegum, hlaut

hann 5 stjörnur í öllum undirflokkum, því ná undir 1% bíla sem skráðir eru í Ameríku. Tesla S

hlaut 5,4 í einkunn sem er ekki einungis hæsta einkunn sem fólksbíll hefur hlotið heldur skaut

hann einnig öllum jepplingum og minni sendiferðabílum (strumpastætóum) ref fyrir rass. Hluti

af þessum árekstarprófunum er að velta bílum og ekki tókst með hefðbundum aðferðum að

velta Tesla Model S bílnum sökum þess að rafhlaðan er í botni bifreiðarinnar sem gerir það að

verkum að þyngdarpunkturinn er töluvert lægri en á öðrum bílum, því þurfti að beita sérstökum

aðferðum til að velta bílnum (Safercar, n.d.).

Í sama prófi hlaut Nissan Leaf fimm stjörnur af fimm mögulegum árið 2011, kröfurnar voru

þó hækkaðar eftir það, 2014 hlaut Nissan Leaf 4 stjörnur af 5 mögulegum (Safercar, n.d.).

Mynd 12. Þróun einkunna úr árekstrarprófunum (“Tesla Model S Achieves Best Safety Rating of Any Car Ever Tested,” 2013)

Page 35: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

35

Þekkingaleysi

Fólk þekkir rafbíla almennt mjög takmarkað og veit lítið um drægni þeirra og eiginleika. Chan

Ching-chuen, rafmagnsverkfræðingur við Háskólann í Hong Kong sagði að hugarfar

ökumanna væri jafn mikilvægt til að rafbílar nái árangri eins og að tryggja að breitt úrval af

bílum sé í boði, hann bar því saman við pælinguna með eggið og hænuna (Chi-fai, 2009).

Þjónusta

Þar sem lítil reynsla er komin á rafbíla er rekstrar- og viðhaldskostnaður nokkuð óljós, BL er

með þjónustuverkstæði sem er vel í stakk búið að þjónusta Nissan Leaf, starfsmenn þeirra hafa

einnig setið sérstök námskeið í þjónustu þessara bíla en lítið hefur verið um bilanir, einu

alvarlegu bilanirnar hafa komið upp í rafhlöðum bíla sem Islandus flutti inn notaða frá Ameríku

sem eru ekki búnir vetrarpakkanum sem bæði bílarnir frá BL og Even eru búnir til að standast

hitastigið hér á landi.

Tesla hefur ekki komið sér upp verkstæði til að þjónusta bílana sína en samkvæmt Gísla hjá

Even er ráðgert að á næsta ári verði komið upp verkstæði frá Tesla hér á landi.

Alþjóðlegur hleðslustaðall

Þar sem ekki er alþjóðlegur hleðslustaðall getur hver framleiðandi fyrir sig haft

hleðsluinnstunguna eftir eigin höfði. Nissan Leaf og Tesla eru ekki með sambærilegar

innstungur á bílum sínum. Þó er hægt að nota sömu hleðslustöð, tengin á bílunum eru ekki

sambærileg en það eru til millistykki til að bæta úr því.

Nissan Leaf, Mitsubishi i-Miev ásamt flestum japönskum bílum eru búnir CHAdeMo

innstungu ásamt J1772, BMW i3 og Chervolet Spark EV eru einnig búnir J1772.

Það er ótvíræður hemill á útbreiðslu almennings hleðslustöðva að ekki séu allir rafbílar búnir

sambærilegum hleðsluinnstungum svo allir geti hlaðið rafbílana sína í sömu stöðvum (“Why

electric cars are still an exception not a norm?,” 2012).

Page 36: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

36

Græni stimpillinn

Menn gagnrýna gjarnan rafbíla fyrir að vera ekkert umhverfisvænni bílar heldur en bílar knúnir

hefðbundnu jarðeldsneyti þar sem framleiðsla og förgun Lithium-Ion rafhlaðna mengar og

raforka er gjarnan framleidd með bruna á óendurnýjanlegu jarðeldsneyti (kolum og gasi)

(“Why electric cars are still an exception not a norm?,” 2012).

Á Íslandi er raforka að mestu framleidd með vistvænum hætti, með jarðvarma og

vatnsvirkjunum. Nýlega hafa verið gerðar tilraunir með vindmyllur sem hafa reynst vel.

(Orkustofnun, 2013)

Mynd 13 Raforkuvinnsla 2012

Burtséð frá því hvernig raforkan er framleidd þá nýtir rafbíll orkuna mun betur heldur en

bensínbíll nýtir orkuna úr bruna eldsneytisins ef það er brennt í vél hans. Bensínbíll nýtir

einungis að hámarki 35% af orku eldsneytisins í að knýja hann áfram, orkutapið fellst í varma

og að snúa hinum ýmsu hlutum bílsins (vélarinnar og drifa). Rafbíll getur aftur á móti nýtt rúm

90% orkunnar í að knýja bílinn áfram (“Using Energy Efficiently,” n.d.).

Page 37: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

37

Í Noregi og Kaliforníu er mikill uppgangur í sölu rafbíla, enda er kaupmáttur þar mikill og Tesla

er með höfuðstöðvar sínar þar í Sílícondalnum. Í Noregi njóta eigendur rafbíla mikilla fríðinda,

engir tollar eru á rafbílum, enginn virðisaukaskattur, engin bifreiðagjöld, fá að keyra á

forgangsakreinum (bus lanes), leggja frítt í gjaldskyld bílastæði, borga enga vegtolla auk þess

sem um 5000 hleðslustöðvar eru opnar almenningi endurgjaldslaust (Figenbaum &

Kolbenstvedt, 2013).

Mynd 14 Samanburður á fríðindum sem fylgja rafbílum á Íslandi og í Noregi

Ísland

• Enginn tollur

• VSK afsláttur af fyrstu

6milljónunum

• Frítt í gjaldskyld

bílastæði í 90 mín gegn

því að vera ekki á

nagladekkjum og undir

1600kg

Noregur

• Enginn tollur

• Enginn VSK

• Frítt í gjaldskyld

bílastæði

• Frítt í ferjur

• Engir vegtollar

• Engin bifreiðagjöld

• Forgangsakreinar

• Um 5000

hleðslustöðvar

Page 38: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

38

Bílafjöldi á Íslandi er mikill, áramótin 2013-14 voru 655 bílar á skrá á hverja 1000 íbúa, einnig

er meðalaldur bíla að hækka gríðarlega undanfarin ár.

Mynd 15 Fjöldi fólksbíla á hverja 1000 íbúa (“Fólksbifreiðar,” n.d.)

Meðalaldur fólksbíla hefur farið hækkandi frá 2007, þá var hann í 9,1 árum en í lok ársins 2013

stóð hann í 12,4 árum, þetta er meðal hæsta aldurs í Evrópu en meðalaldur bíla í Evrópu er 8,3

ár (ACEA, 2010).

Mynd 16 Meðalaldur fólksbíla á Íslandi (“Meðalaldur bifreiða,” n.d.)

0

100

200

300

400

500

600

7001986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

Fólksbílar á hverja 1000 íbúa 1986‐2013

0

2

4

6

8

10

12

14

Meðalaldur fólksbíla á Íslandi

Page 39: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

39

Hækkun meðalaldurs fólksbíla er afleiðing þess að lítið er selt af nýjum bílum sökum

efnahagsástandsins, en það horfir til betri vegar með auknum kaupmætti. Núna er því greitt

aðgengi fyrir rafbíla inn á markaðinn. Með uppsetningu almenningshleðslustöðva,

niðurfellingu á tolli og virðisaukaskatti eru rafbílar að verða æ fýsilegri kostur fyrir neytendur,

auk þess að vera umtalsvert hagkvæmari í rekstri en bensín-/díselbílar.

Mynd 17 Samanburður á fjölda bíla við meðaleyðslu heimila (Fisher, 2012)

Einnig þegar borinn er saman bílafjöldi þjóða við meðalneyslu heimilanna á mann erum við

meðal þeirra þjóða sem eiga flesta bíla (Fisher, 2012).

Page 40: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

40

Þegar borinn er saman rekstrarkostnaður á Nissan Leaf og sambærilegum Toyota Auris kemur

glögglega í ljós að rekstrarkostnaður á bensínbílnum er töluvert hærri, í þessum samanburði er

eingöngu tekið mið af eldsneytiskostnaði, þá á eftir að taka mið af olíuskiptum, bifreiðagjöldum

og öðrum tilfallandi viðgerðarkostnaði. Verðið á Nissan Leaf er tekið af heimasíðu BL en Even

rafbílar eru með sambærilegan Nissan Leaf á 4.390.000 en ódýrasta útgáfa þeirra er á 3.990.000

(Even, n.d.).

Mynd 18 Samanburður á Toyota Auris og Nissan Leaf (“Leaf Verð og búnaður,” n.d.)(“Toyota Auris,” n.d.)

Viðhaldskostnaður er talsvert lægri á rafbílum en á bensínbílum þar sem í rafbílum eru 70%

færri hreifanlegir hlutir en í bensínbíl. Undir eðlilegt viðhald á bensínbíl flokkast olíuskipti,

tímareimaskipti, pústkerfi, alternator, kælikerfi, súrefnis- og hinir ýmsu skynjarar staðsettir á

vél bifreiða sem er ekki til staðar á rafbílum, einnig er slit á bremsum minna því þegar keyrt er

niður brekku eða slegið af á rafbíl þá nýtir rafall rafbílsins þá orku, við það eykst mótstaðan og

þannig framleiðir hann rafmagn inn á rafhlöðu bílsins, þessi aukna mótstaða dregur úr notkun

á bremsum og þar með sliti þeirra, það er ekki til sá bensínbíll sem framleiðir bensín í

bensíntank bifreiðarinnar þegar ekið er niður langa brekku.

Page 41: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

41

Bæði kemur það fram í könnuninni sem skýrsluhöfundur gerði að konur eru jákvæðari í garð

rafbíla, líklegri til að fjárfesta í slíkum og áhuginn sé mestur á aldursbilinu 36-40 ára. Það

stemmir við viðtölin sem skýrluhöfundur tók við Brynjar Elefsen Óskarsson vörumerkjastjóra

hjá BL sem er umboðsaðili fyrir Nissan á Íslandi og Gísla Gíslason eiganda Even þegar þeir

voru spurðir að því hvaða hópur fólks sýndi Nissan Leaf áhuga þar sem hann er á viðráðanlegra

verði en Tesla Model S sem Even ehf hefur einnig til sölu, markhópurinn fyrir þann bíl eru vel

efnaðir kaupsýslumenn. Til að þrengja markhópinn enn frekar miðast hann helst, enn sem

komið er, við fólk sem er með bílskúr eða aðgang að bílastæðahúsi til að setja upp hleðslubúnað

til að hlaða bílinn sinn.

c. Pestel greining

Pestel greining skoðar fjær umhverfi fyrirtækja. Pólitískt, efnahagslegt, samfélagslegt, tæknilegt, umhverfislegt og lagalegt. Því óstöðugara sem þetta umhverfi er því meiri áhætta fylgir rekstri þess. Eftirfarandi Pestel greining er á rafbílamarkaðinum á Íslandi eins og hann er í dag.

Pólítískar

Yfirvöld á Íslandi geta haft gríðarleg áhrif á framþróun á rafbílamarkaði. Engin opinber stefna

er til staðar hér á landi til að stuðla að rafbílavæðingu sem er ábótavant. Vistvænum bílum má

leggja í gjaldskyld bílastæði í 90 mínútur í senn endurgjaldslaust gegn því að bíllinn sé búinn

viðeigandi bílastæðaskífu, sé ekki á nagladekkjum og sé undir 1600 kílóum. Þessar takmarkanir

gætu verið of miklar og þyrfti jafnvel að endurskoða til að stuðla að rafbílavæðingu þar sem

margir rafbílar eru þyngri en 1600 kíló. Takmarkanirnar voru settar á sökum fjölda metanbíla

og því vill bílastæðasjóður takmarka aðgengi fólks að þessum fríðindum. Til að ýta undir

rafbílavæðingu væri hægt að hafa reglurnar þannig að rafbílum megi leggja endurgjaldslaust í

öll gjaldskyld bílastæði án tímamarka.

Skortur á markmiðum stjórnvalda er hamlandi, svo vitnað verði í orð Peter Drucker „What gets

measured, gets managed“. Ef við erum ekki með nein markmið og erum ekki að mæla neinn

árangur í rafbílavæðingu verður lítil framför. Stjórnvöld í Noregi er með það markmið að vera

komin með 50.000 rafbíla árið 2017 og því eru þeir að stuðla að því að ná því markmiði. Hér

Page 42: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

42

á landi er ekkert markmið og því ekkert verið að vinna markvist að neinni rafbílavæðingu að

öðru leiti en að fella niður virðisaukaskatt af fyrstu sex milljónum af innflutningsverði

(Róbertsson, 2012). Það vissulega gerir rafbíla samkeppnishæfari í verði en betur má ef duga

skal.

Efnahagslegar

Í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi árið 2008 féll kaupmáttur landsmanna ásamt

gengi krónunnar, minni kaupmáttur leiddi af sér hrun í sölu nýrra bíla og lélegt gengi krónunnar

gerði innflutning nýrra bíla ennþá kostnaðarsamari. Gengi krónunnar hefur einnig haft mikil

áhrif á eldsneytisverð og hefur það sjaldan verið hærra en í dag. Eldsneytiskostnaður er orðinn

einn helstri kostnaðarliður heimila og hann er hægt að útiloka með fjárfestingu í rafbíl, að auki

við að lækka rekstrarkostnað heimilisbílsins er viðhaldskostnaður rafbíla innan við þriðjungur

að viðhaldi hefðbundins bensínbíls. Allur þessi kostnaður gerir rafbíla að fýsilegri kosti í

augum neytenda.

Samfélagslegar

Rafbíll er umhverfisvænni bíll en bensínbíll og vilja fyrirtæki sem og einstaklingar gjarnan

stuðla að hreinna umhverfi, það er hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á borð við

Landsvirkjun, Orkuveituna og Orku Náttúrunnar að vera fordæmissetjandi í þeim efnum og því

hafa helstu orkufyrirtæki landsins fjárfest í fjölda rafbíla. Kaupmáttur þjóðarinnar er að aukast

á ný og því er sala nýrra bíla að aukast í kjölfarið.

Tæknilegar

Rafbílar þykja það allra tæknilegasta á bílamarkaðnum í dag. Ef fólk tileinkar sér það að eiga

nýjustu og flottustu hlutina hverju sinni er rafbíll það eina sem kemur til greina þegar kemur

að bílakaupum. Krafa neytenda verður sífellt meiri og meiri þegar kemur að staðalbúnaði í

nýjum bílum. Hlutir á borð við hita í sæti, hita í stýri USB og AUX tengi á útvarpi og

bakkmyndavél má alla finna sem staðalbúnað í nýjum Nissan Leaf, Tesla býður eigendum

sínum uppá forrit í snjallsíma sína þar sem fylgjast má með hleðslu bílsins, hægt að aflæsa

hurðum og kveikja á miðstöð fyrir kalda vetrarmorgna sem og loftkælingu ef heitt er í veðri,

allt þetta er hægt að gera úr farsíma. Bensínmótor er nokkuð úreld hönnun þegar hún er borin

Page 43: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

43

saman við hönnun og virkni rafmagnsmótors, rafmagnsmótor nýtir orkuna mikið betur og

honum fylgja færri hreifanlegir hlutir.

Umhverfislegar

Útblástur frá rafbílum er enginn. Hér á landi er rafmagn framleitt nær eingöngu með vistvænni

orku og því ætti Ísland að vera kjörinn staður til reksturs rafbíla. Rafbílar eru að miklum hluta

til framleiddir úr endurnýjanlegu áli og fara því töluvert betur með umhverfið.

Lagalegar

Í gildi eru lög frá Alþingi sem hljóða á um niðurfellingu virðisaukaskatts af rafbílum til að gera

þá samkeppnishæfari í verði. Þessi lög voru samþykt 2012 og eru framlengd til eins árs í senn.

Setja þarf lög til lengri tíma til að koma meira jafnvægi á rafbílamarkaðinn ("Vilja að

niðurfelling skatta á rafbílunum verði framlengd,” 2013).

d. SVÓT greining

SVÓT er tól sem notað er til að raða saman upplýsingum sem fást úr efnahagslega

markaðsumhverfinu og greiningu á kostum og göllum rafbíla. SVÓT er skammstöfun yfir

styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Var hannað i Harvard af Keneth Andrews og tekur

mið bæði af innri og ytri þáttum, þeir innri eru styrkleikar og veikleikar fyrirtækisins/vörunnar

sem annaðhvort hjálpa til við eða hindra að fyrirtækið nái markmiðum sínum og þeir ytri eru

ógnanir og tækifæri á þeim markaði sem fyrirtækið er á (Lambin 2012).

Styrkleikar

Ódýrir í rekstri samanborið við hefðbundna dísel- og bensínbíla

Lægri rekstrarkostnaður, minni viðhaldskostnaður sökum færri hreyfanlegra hluta, ekki

er þörf á olíuskiptum og öðru hefðbundnu kostnaðarsömu viðhaldi

Frítt að leggja í gjaldskyld bílastæði í 90 mínútur í senn gegn því að bíllinn sé ekki á

nagladekkjum og undir 1600 kílóum (Bílastæðasjóður 2013)

Hljóðlátir í akstri þar sem engin vélarhljóð koma frá bílnum

Page 44: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

44

Hægt að hlaða bílinn hvar sem er, ekki er þörf á því að vera með hleðslustöð uppsetta,

þær einungis flýta fyrir hleðslunni

Veikleikar

Lægri drægni en dísel- og bensínbílar

Getur tekið langan tíma að hlaða rafhlöðuna

Endingartími rafhlöðu er takmarkaður

Ekki er búið að setja upp almenningshleðslustöðvar nógu víða, takmarkar aðgengi

almennings að hleðslu

Þekkingarleysi almennings

Ógnanir

Þekking og reynsla almennings á virkni rafbíla er takmörkuð

Dýrir í innkaupum, það takmarkar markhópinn

Hybrid og Plug-in Hybrid bílar, fólk kaupir þá frekar til að auka drægni

Aðrir vistvænir bílar

Óvissa um framþróun rafhlaðna

Tækifæri

Almenningshleðslustöðvar, þær auka sýnileika og skapa umtal, auka lýkur almennings

á að líta á rafbíla sem mögulegan kost í næstu bílakaupum

Fræðsla, lykilatriði er að fræða almenning um ágæti og eiginleika rafbíla

Gamall bílafloti og aukinn kaupmáttur greiða leið rafbíla inn á markað

Uppgangur í sölu nýrra bíla eftir hrun með auknum kaupmætti

Vistvæn orka þar sem rafmagn á Íslandi er nær eingöngu framleitt með náttúrulegum

hætti með varmaorku og vatnsvirkjunum

Ódýr orka, rafmagn á rafbíl er töluvert ódýrara en bensín á bensínbíl

Tímabundin niðurfelling tolla og virðisaukaskatts leiðir af sér að bílarnir eru ódýrari en

ella

Page 45: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

45

Til að draga saman þá er rekstrarkostnaður rafbíla töluvert lægri en hefðbundinna bensínbíla,

ekki bara eldsneytiskostnaður heldur einnig viðhaldskostnaður. Þeim fylgir sú kvöð að drægnin

er minni og það tekur lengri tíma að hlaða þá en það tekur að fylla tank bensínbíls af bensíni

ásamt því að bensínstöðvar eru algengari en hleðslustöðvar. Geymslugeta rafhlöðu minnkar

með tímanum eins og við þekkjum með rafhlöður í farsímum okkar og tölvum en þeim er hægt

að skipta út seinna meir ef þess gerist þörf. Almenningur þekkir eiginleika rafbíla lítið en það

er að breytast, eftir því sem fleiri eignast rafbíla og hleðslustöðvum fjölgar eykst umtalið um

rafbíla og fólk fer að lýta þá hýrari augum en áður. Öll viljum við stuðla að hreinna umhverfi

fyrir komandi kynslóðir og rafbílavæðing er þar stórt skref því nær öll raforka hér á landi er

framleidd með vistvænum hætti.

e. Mögulegar úrlausnir helstu hindranna

Mögulegar úrlausnir á þeim hindrunum sem ræddar hafa verið hér að ofan eru eftirfarandi:

Opinber stefna yfirvalda að rafbílavæðingu

Engin opinber stefna eða markmið eru til staðar hér á landi eins og er t.d. í Noregi, þar eru

yfirvöld með það markmið að í Noregi verði komnir 50.000 rafbílar árið 2017 og því stuðla

yfirvöld að fríðindum til þeirra sem fjárfesta í rafbílum. Hér á landi er felldur niður

virðisaukaskattur á fyrstu sex milljónir innflutningsverðs rafbíla en sú niðurfelling er einungis

gefin út í eitt ár í senn, stefnan þarf að vera til lengri tíma og sterkur leikur væri fyrir stjórnvöld

að hafa einhverjar ívilnanir fyrir fyrirtæki kjósi þau af fjárfesta í rafbíl fyrir starfsmenn sína

frekar en bensínbíla.

Dýr upphafskostnaður

Tímabundin niðurfelling á tollum og virðisaukaskatti af fyrstu 6 milljónunum í verði bílana

hefur verið framlengd út árið 2014, þessi lög þyrfti að staðfesta til lengri tíma. Einnig þyrfti að

skoða hvort að skattaívilnanir á einhvern hátt væri raunhæfur möguleiki og hvetja þannig

fyrirtæki til að fjárfesta í rafbílum í sínum rekstri frekar en bensín- og díselbílum.

Page 46: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

46

Skortur á hleðslustöðvum og hleðslutími

Hleðslustöðvum væri hæglega hægt að koma fyrir við helstu verslunarkjarna, íþróttahús,

samkomuhús og vinnustaði. Sú vinna er nú þegar hafin og hafa bæði BL og Even fjárfest í

hleðslustöðvum sem Orka Náttúrunnar vinnur að að setja upp og veita almenningi aðgang að.

Hið opinbera gæti einnig komið til móts við fyrirtæki þegar kemur að uppsetningu þessa stöðva

til að fjölga þeim.

Drægni

Samkvæmt Gísla hjá Even er drægni rafbíla lítið vandamál, þeir duga langflestum hér á landi í

nær öllum tilfellum, í þau fáu skipti sem fólk þarf að fara lengra en drægni rafbílsins ræður við

er hann það hagkvæmur að það borgar sig að reka rafbíl og leigja bílaleigubíl í lengri ferðir.

Það er lítið sem við getum gert varðandi drægni rafbíla, sú hindrun liggur hjá framleiðendum

að leysa úr.

Langur hleðslutími

Hleðsla rafhlaðna rafbíla duga yfirleitt lágmarks keyrslu yfir einn dag og eru þeir yfirleitt

hlaðnir á nóttunni, þar sem það tekur Nissan Leaf einungis fjórar klukkustundir að ná fullri

hleðslu er hleðslutíminn lítið vandamál samanborið við sparnaðinn. Með þróun rafhlaðna verða

svo eflaust til rafhlöður sem halda meiri hleðslu sem tekur styttri tíma að hlaða.

Líftími rafhlaðna

Líftími rafhlaðna er óvissuþáttur en framleiðendur eru með fimm til átta ára ábyrgð á rafhlöðum sínum. Einnig er Nissan farið að bjóða fólki upp á að leigja rafhlöður frá þeim ef engin fólk vill skipta út upprunalegu rafhlöðunni án þess að þurfa að fjárfesta í nýrri. Nissan ábyrgist að rú rafhlaða haldi að lágmaeki 70% af upprunalegu hleðslugetu sinni út samningstímann.

Page 47: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

47

Þekkingaleysi

Möguleg úrlausn þess að fræða almenning um eiginleika og kosti rafbíla er að innflytjendur

auglýsi bílana sem þeir hafa upp á að bjóða á einfaldan og skemmtilegan hátt. Innflytjendur

þyrftu að vera sýnilegri með bílana sem þeir hafa uppá að bjóða, hvort sem það er að halda

sýningar í sýningarsölum sínum, taka þátt í öðrum sýningum eða bjóða bíla sína til sýnis meðal

almennings. Einu söluaðilar rafbíla sem eru duglegir að halda sýningar og hvetja fólk til að

kynna sér kosti rafbíla og jafnvel fá að reynsluaka þeim eru Even rafbílar. Þeir fara með bílana

sína og hafa þá til sýnis fyrir almenning og leyfa fólki að prófa bílana.

Þar sem bensínverð hefur hækkað er fólk farið að leita í enn meira mæli í sparneytnari bíla þar

sem rekstarkostnaður bíla er stór hluti af útgjöldum heimila. Meðalakstur fólksbíla á Íslandi

samkvæmt samgöngustofu er tæplega 13.700km á ári heilt yfir litið en ef flokkað eftir tegund

eldsneytis þá aka bensín bílar 11.892 km og dísel 15.425 km á ári. Miðað við að líterinn kosti

240kr og meðal fólksbíll sé að eyða 10 lítrum á hverja 100 kílómetrum er áætlaður

bensínkostnaður á hverja 100 kílómetra 2400 krónur og tæpar 330.000 krónur á ári.

Nissan Leaf notar 21.25kWh á hverja 100km (Chambers, 2010) og samkvæmt verðtaxta

Orkuveitu Reykjavíkur kostar hver kWh 7,1kr með vsk (Orkuveitan, 2014). Það gera 150,9kr

á hverja 100km og 20.673kr á ári gegn því að hann sé alltaf hlaðinn á heimilinu en ekki í

almenningshleðslustöðvum sem unnið er að að setja upp víða á höfuðborgarsvæðinu.

Söluaðilar þyrftu að greina sinn markhóp og herja vel á hann með einföldum og skemmtilegum

auglýsingum. Miðað við rannsóknir þessarar skýrslu er helsti markhópur rafbíla í dag konur

sem eru 35 ára og eldri og búa í einbýlishúsi með bílskúr. Þennan markhóp væri hægt að herja

á með hnitmiðuðum markpósti sem útskýra á einfaldan hátt virkni og eiginleika rafbíla, einnig

væri sterkur leikur að bjóða þessum hópi í reynsluakstur. Hægt væri að nýta uppákomur eins

og Konukvöld í Smáralindinni og Kringlunni þar sem mikið af konum eru samankomnar og

því kjörnar aðstæður til að kynna vöru fyrir þennan markhóp. Konur eru líklegri til að velja sér

umhverfisvænni bíla en karlar ( Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2012) og þær eru tilbúnar

að borga meira fyrir umhverfisvænar vörur (Laroche, Bergeron, & Barbaro-Forleo, 2001) Því

liggur vel við að markaðsetja rafbíla með konur í huga sem aðal markhóp.

Page 48: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

48

Þjónusta

Starfsmenn BL hafa hlotið þjálfun í viðhaldi á Nissan Leaf en engin reynsla er komin á viðhald

á Tesla Model S þar sem enginn bíll hefur þurft á slíku að halda en stefnt er að því að Tesla

opni verkstæði hér á landi innan árs.

Alþjóðlegur hleðslustaðall

Evrópusambandið er að vinna að því að hanna alþjóðlegan hleðslustaðal, skref í áttina að því

er að banna Chademo staðalinn fyrir árið 2018 en það gerist hæplega því flestir rafbílar í dag

eru búnir Chademo tengjum.

Græni stimpillinn

Sú gagnrýni manna að rafbílar séu ekki umhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og díselbílar

sökum þeirrar mengunar sem verður til við framleiðslu og förgunar þeirra og að víða í

heiminum er raforka framleidd með bruna á óendurnýjanlegum efnum og kjarnorku á vissulega

rétt á sér en í löndum eins og Íslandi stenst hún engan vegin þar sem raforka hér er nær eingöngu

framleidd með náttúrulegum hætti.

Page 49: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

49

Mynd 19 Mengunargreining við bíla eftir löndum ( Shrink that foorprint, n.d.)

Þessi mynd er fengin úr rannsóknarskýrslu sem hópur sem kallar sig Shrink That Footprint gaf

út og þar er borið saman hvernig framleiðsla og notkun á rafbílum veldur koltvísýringsmengun,

hér á landi er rafmagn framleitt nær eingöngu með náttúrulegum hætti og því er eina mengunin

sem fylgir notkun rafbíla hér á landi framleiðsla þeirra (Shrink that footprint, n.d.).

Page 50: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

50

Mynd 20 Nýting orku ( Shrink that foorprint, n.d.)

Þessi mynd er fengin úr sömu skýrslu þar sem borið er saman mengun við notkun á rafbíl og

mengun við notkun á bensínbíl, hér á landi mengar rafbíll sama og bensínbíll sem kemst 217

mílur á galloni, sem jafngildir tæpum 1,1 líter á kílómeter, samanborið við Bandaríkin þar sem

rafbíll eyðir svipað og bíll sem eyðir tæpum 5,9 lítrum á kílómeter, að sama skapi og hér að

ofan er eina mengunin hér á landi sem hlýst af notkun rafbíls sú mengun sem verður til við

framleiðslu hans (Shrink that foorprint, n.d.).

Page 51: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

51

Þekking fólks á rafbílum skiptir ekki minna máli en eiginleikar og kostir bílanna sjálfra, það

þýðir lítið að hanna hinn fullkomna rafbíl ef almenningur þekkir hann og eiginleika hans ekki.

Því þurfa innflytjendur að skilgreina sinn markhóp vel og herja á hann með upplýsingum og

fræðslu. Gera fólki grein fyrir umhverfisáhrifum rafbíla og sparnaðinum sem felst í rekstri

þeirra, bæði þegar kemur að viðhaldi þeirra sem talið er vera innan við 30% af viðhaldi

bensínbíls og þegar kemur að því að bera saman bensínkostnað og rafmagnskostnað á ári við

rekstur rafbíls. Hingað til hefur þeim upplýsingum einungis verið miðlað til fólks augliti til

auglitis en þessi fræðsla þarf að vera almennari og ná til víðari hóps en það.

Page 52: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

52

Heimildaskrá

2014 Nissan Leaf 5 HB FWD | Safercar -- NHTSA. (n.d.). safecar.gov. Sótt 7. Apríl, 2014, af

http://www.safercar.gov/Vehicle+Shoppers/5-Star+Safety+Ratings/2011-

Newer+Vehicles/Vehicle-Detail?vehicleId=8111

2014 Tesla Model S 5 HB RWD | Safercar -- NHTSA. (n.d.). safecar.gov. Sótt 7. Apríl, 2014,

faf http://www.safercar.gov/Vehicle+Shoppers/5-Star+Safety+Ratings/2011-

Newer+Vehicles/Vehicle-Detail?vehicleId=8787

Afl og orkuvinnsla almenningsrafstöðva 1976-2012. (2012). Hagstofan. Sótt 5. Apríl, 2014, af

http://www.hagstofa.is/?PageID=2597&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/

varval.asp?ma=IDN02101%26ti=Afl+og+orkuvinnsla+almenningsrafst%F6%F0va+1

976%2D2012+%26path=../Database/idnadur/orkumal/%26lang=3%26units=Megav%

F6tt/g%EDgavattstundir/%20hlutfall

Average Vehicle Age. (2010). ACEA. Sótt 6. Apríl, 2014, af

http://www.acea.be/statistics/tag/category/average-vehicle-age

Battery Warranty on the Tesla Model X (85 kWh): “8 years, unlimited miles”. And the “Battery

Replacement Option” after 8 years. (2013, September 2). Sótt 7. Apríl, 2014, af

http://www.teslamotors.com/fr_FR/forum/forums/battery-warranty-tesla-model-x-85-

kwh-8-years-unlimited-miles-and-battery-replacement-o

Brain, M. (2007, August 17). How does the hybrid actually save you mileage?; Let’s take a

look at the Prius and note the differences between it and a regular vehicle: [Final

Edition]. Edmonton Journal, p. I8. Edmonton, Alta., Canada.

Brown, N. (2012, January 10). The Tesla Model S Is Almost Maintenance Free.

CleanTechnica. Sótt 8. Apríl, 2014, af http://cleantechnica.com/2013/09/27/tesla-

model-s-almost-maintenance-free/

Page 53: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

53

Bullis, K. (2013, July 12). Are Electric Vehicles Better for the Environment than Gas-Powered

Ones. MIT Technology Review. Sótt 15. Apríl 2014, af

http://www.technologyreview.com/view/517146/are-electric-vehicles-better-for-the-

environment-than-gas-powered-ones/

Caulfield, B., Farrell, S., & McMahon, B. (2010). Examining individuals preferences for hybrid

electric and alternatively fuelled vehicles. Transport Policy, 17(6), 381–387.

doi:10.1016/j.tranpol.2010.04.005

Chambers, N. (2010, October 22). Nissan LEAF Finally Gets Official EPA Fuel Economy

Label. PluginCars.com. Sótt 13. Apríl 2014, afhttp://www.plugincars.com/nissan-leaf-

finally-gets-official-epa-label-106486.html

Chi-fai, C. (2009, April 27). Drive for electric cars will require change in mindset, expert says.

South China Morning Post. Hong Kong, Hong Kong. Sótt af

http://search.proquest.com/docview/266717157/A778E395B5D44527PQ/6?accountid

=28419

Clayton, J. (n.d.). Pounds of CO2 per gallon of gas. Stewart Marion. Retrieved May 8, 2014,

from http://www.stewartmarion.com/carbon-footprint/html/carbon-footprint-car.html

Copeland, L. (2014, March 20). Range of electric cars cut in cold, hot weather. USA Today.

Sótt 8. Apról 2014 af http://www.usatoday.com/story/money/cars/2014/03/20/cold-

sharply-cuts-range-of-electric-vehicles/6622979/

Cunningham, W. (2013, January 9). Slow, fast, and faster: Where to charge electric cars.

CNET. Retrieved May 7, 2014, from http://www.cnet.com/news/slow-fast-and-faster-

where-to-charge-electric-cars/

Brynhildur Davíðsdóttir, Ágústa Loftsdóttir, Birna Hallsdóttir, Bryndís Skúladóttir, Daði Már

Kristófersson, Guðbergur Rúnarsson, Hreinn Haraldsson, Pétur Reimarsson, Þorsteinn

Ingi Sigfússon (2009). Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi

Page 54: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

54

gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. (No. 82-83). Umhverfisráðuneytið. Sótt afm

http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Loftslag.pdf

Eldsneytisverð. (n.d.). Metanbill. Sótt 8. Apríl 2014 af

http://www.metanbill.is/Eldsneytisver%C3%B0

Everything Electric. (2012, June 29). cars21.com. Sótt 6. Apríl 2014 af

http://www.cars21.com/news/view/4738

Figenbaum, E., & Kolbenstvedt, M. (2013). Electromobility in Norway - experiences and

opportunities with Electric vehicles. Sótt af

https://www.toi.no/getfile.php/Publikasjoner/T%C3%98I%20rapporter/2013/1281-

2013/1281-2013-elektronisk.pdf

Fisher, M. (2012, August 14). It’s Official: Western Europeans Have More Cars Per Person

Than Americans. The Atlantic. Sótt 12. Apríl 2014 af

http://www.theatlantic.com/international/archive/2012/08/its-official-western-

europeans-have-more-cars-per-person-than-americans/261108/

Fólksbifreiðar. (n.d.). Samgöngustofa. Sótt 12. Apríl 2014, af http://ww2.us.is/node/1189

Framleiðsla raforku úr vindorku meiri en framleiðsla raforku úr eldsneyti framan af ári 2013.

(2013, September 8). Orkustofnun. Sótt 6. Apríl 2014 af

http://www.orkustofnun.is/orkustofnun/frettir/nr/1466

Gíslason, H. (2013, March). Bensínverð: Samsetning. DataMarket. Sótt 15. Apríl 2014 af

http://datamarket.com/data/set/1vxa/bensinverd-samsetning#!display=line

Gordon-Bloomfield, N. (2013, June 21). Nissan Announces LEAF Lease-Only Battery

Replacement Program. PluginCars.com. Sótt 13. Apríl 2014 af

http://www.plugincars.com/nissan-announces-leaf-lease-only-battery-replacement-

program-127571.html

Page 55: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

55

Hong, B. D., & Slatick, E. R. (1994). Carbon Dioxide Emission Factors for Coal, (Energy

Information Administration), 1–8.

How Do Gasoline and Electric Vehicles Compare? (2005, November 7). US Department of

Energy. Sótt 12. Apríl 2014 af

https://www1.eere.energy.gov/vehiclesandfuels/avta/light_duty/fsev/fsev_gas_elec1.h

tml

How much carbon dioxide is produced by burning gasoline and diesel fuel? (2013, April 18).

U.S. Energy Information Administration (EIA). Sótt 8. Apríl 2014 af

http://www.eia.gov/tools/faqs/faq.cfm?id=307&t=11

Hraðhleðsla. (2014, November 3). ON. Sótt 13. Apríl 2014 af http://www.on.is/hradhledsla

Innflutningur nokkurra vörutegunda eftir mánuðum 1999-2014. (n.d.). Hagstofan. Sótt 6.

Apríl 2014 af

http://www.hagstofa.is/?PageID=2601&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/

varval.asp?ma=UTA03201%26ti=Innflutningur+nokkurra+v%F6rutegunda+eftir+m

%E1nu%F0um+1999%2D2014%26path=../Database/utanrikisverslun/Innflutningur/

%26lang=3%26units=Einingar/Tonn/CIF%20millj%F3nir%20kr%F3na

Laroche, M., Bergeron, J., & Barbaro-Forleo, G. (2001). Targeting consumers who are willing

to pay more for environmentally friendly products. Journal of Consumer Marketing,

18(6), 503–520. doi:10.1108/EUM0000000006155

Leaf Verð og búnaður. (n.d.). Nissan. Sótt 14. Apríl 2014 af http://nissan.is/electric-

vehicles/leaf/verd-og-bundadur/

Leno, J. (2010, April 23). The quiet evolution of the electric car; Battery power is nothing new,

it’s just that range has been an issue. National Post. Don Mills, Ont., Canada. Sótt af

http://search.proquest.com/docview/89161173/6C453A5FBCFC4EA0PQ/5?accountid

=28419

Page 56: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

56

Meðalakstur fólksbíla og sendibíla á Íslandi. (2013). Umferðastofa. Sótt 13. Apríl 2014, from

http://ww2.us.is/content/me%C3%B0alakstur-f%C3%B3lksb%C3%ADla-og-

sendib%C3%ADla-%C3%A1-%C3%ADslandi

Meðalaldur bifreiða. (n.d.). Samgöngustofa. Sótt 6. Apríl 2014 af

http://ww2.us.is/content/me%C3%B0alaldur-bifrei%C3%B0a-1

Metankerfið. (n.d.). Metanbill. Sótt 5. Apríl 2014 af

http://metanbill.is/Allt_um_breytinguna/Metankerfi%C3%B0

Munro, M. (2014, April 2). We should be putting a price on pollution; Climate- change expert

predicts “ smarter” future. Edmonton Journal. Edmonton, Alta., Canada. Sótt af

http://search.proquest.com/docview/1512493378/26D74D2068EF4EB4PQ/7?accounti

d=28419

Nissan Leaf. (n.d.). Even. Sótt 14. Apríl 2014, af http://www.even.is/nissan-leaf/

Ný áfangaskýrsla um kynjaáhrif loftslagsmála. (2012, October 10). Umhverfis- og

auðlindaráðuneytið. Sótt 6. Apríl 2014 af

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2231

Onion, A. (2004, November 24). Hybrids vs. Hydrogen: Which Future Is Brighter? ABC News.

Sótt 8. Apríl 2014, af

http://abcnews.go.com/Technology/Hybrid/story?id=266883&page=1

Orkugjafar. (n.d.). Samgöngustofa. Sótt 1. Apríl 2014, from

http://bifreidatolur.samgongustofa.is/?nid=1124

Orkustofnun. (2012). Uppruni raforku, stöðluð yfirlýsing fyrir árið 2012. Sótt af

http://www.orkustofnun.is/media/frettir/665-OS-yfirlysing2012-stodlud-A4-HR-

LOKA.pdf

Paine, C. (2006). Who Killed The Electric car. Sony Pictures Classics.

Page 57: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

57

Renewable energy. (n.d.). Europa.eu. Sótt 5. Apríl 2014, af

http://ec.europa.eu/energy/renewables/biofuels/biofuels_en.htm

Róbertsson, R. (2012). Engin virðisaukaskattur af rafbílum. Viðskiptablaðið. Sótt af

http://www.vb.is//skodun/74276/

Saurin D, S. (2009). Plug-In Electric Vehicles: What Role for Washington? (1st ed.). The

Brookings Institution.

Shades of Green: Electric Cars’ Carbon Emissions Around the Globe. (n.d.). Shrink That

Footprint. Sótt 3. Apríl 2014 af http://shrinkthatfootprint.com/electric-car-emissions

Shamah, D. (2014, January 23). Nano-batteries fuel hope for electric car of the future. The

Times of Israel. Sótt 3. Apríl 2014 afhttp://www.timesofisrael.com/nano-batteries-give-

hope-to-future-of-electric-car/

Tesla Model S Achieves Best Safety Rating of Any Car Ever Tested. (2013, August 19). Sótt

4. Apríl 2014 af http://www.teslamotors.com/about/press/releases/tesla-model-s-

achieves-best-safety-rating-any-car-ever-tested

The Grid-Integrated Vehicle with Vehicle to Grid Technology. (n.d.). University of Delaware.

Sótt 2. Apríl 2014 af http://www.udel.edu/V2G/

þskj. 1023 # frumskjal MSch, 140. lþ. 637. mál: #A niðurfelling gjalda á vistvænt eldsneyti

sem er framleitt innan lands # þál. Sótt af http://www.althingi.is/altext/140/s/1023.html

Toyota Auris. (n.d.). Toyota. Sótt 1. Apríl 2014 af

http://www.toyota.is/cars/new_cars/auris/index.tmex

U.S. Energy Information Administration. (2014). Electricity Net Generation: Total (All

Sectors). Sótt af http://www.eia.gov/totalenergy/data/monthly/pdf/sec7_5.pdf

Umhverfisvænt eldsneyti. (n.d.). N1. Sótt 5. Apríl 2014 af

http://www.n1.is/um_n1/n1_og_umhverfid/umhverfisvaent_eldsneyti/

Page 58: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

58

Using Energy Efficiently. (n.d.). Tesla Motors. Sótt 2. Apríl 2014 af

http://www.teslamotors.com/goelectric/efficiency

Verðmæti inn- og útflutnings 1999-2012. (n.d.). Hagstofan. Sótt 6. Apríl 2014, af

http://www.hagstofa.is/?PageID=2601&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/

varval.asp?ma=UTA01301%26ti=Ver%F0m%E6ti+inn%2D+og+%FAtflutnings+199

9%2D2012%26path=../Database/utanrikisverslun/VoruskiptiAR/%26lang=3%26units

=Fob%20ver%F0%20%ED%20millj%F3num%20kr%F3na%20%E1%20gengi%20h

vers%20%E1rs

Verðskrár. (2014, January 1). Or.is. Sótt 6. Apríl 2014, af http://www.or.is/vorur-

thjonusta/verdskra-og-skilmalar#rafmagn___verd

Vilja að niðurfelling skatta á rafbílunum verði framlengd. (2013). Morgunblaðið. Sótt af

http://www.mbl.is/bill/frettir/2013/09/10/nidurfelling_skatta_a_rafbila_verdi_framlen

gd//

Visthæfar skífur. (2013, January 1). Bílastæðasjóður. Sótt 6. Apríl 2014 af

http://www.bilastaedasjodur.is/desktopdefault.aspx/tabid-4280/

Voelcker, J. (2013, November 15). How Do Electric Cars Work? The Car Connection. Sótt 2.

Apríl 2014, af http://www.thecarconnection.com/tips-article/1088469_how-do-

electric-cars-work

Webb, A. (2013, December 27). Norway’s Abundance of EVs Puts Strain on Public Charging

and Congestion Perks. PluginCars.com. Sótt 3. Apríl 2014 af

http://www.plugincars.com/norways-abundance-evs-puts-strain-public-charging-and-

congestion-perks-129161.html

Why electric cars are still an exception not a norm? (2012, January 19). Athena Information

Solutions Pvt. Ltd. Shimla, India. Sótt af

Page 59: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

59

http://search.proquest.com/docview/916707337/83243E5D872A4B11PQ/3?accountid

=28419

Woodgate, E. (2014, March 14). Surge of support for electric cars. newsinenglish.no. Sótt 3.

Apríl 2014 af http://www.newsinenglish.no/2014/03/14/surge-of-support-for-electric-

cars/

Page 60: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

60

Viðaukar

Könnunin sem framkvæmd var:

Spurning 1.

Hvert er kyn þitt?

A. Karl B. Kona

Spurning 2

Hver er aldur þinn?

A. 20 ára eða yngri B. 21 – 25 C. 26-30 D. 31-35 E. 36-40 F. Eldri en 40

173

58

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

200

Karl Kona

Hvert er kyn þitt?

Page 61: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

61

Spurning 3

Hefur þú keyrt rafbíl?

A. Já B. Nei

Spurning 4

Hefur þú átt rafbíl?

A. Já B. Nei

10

80

58

46

14

21

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

20 ára eðayngri

21 ‐ 25 26‐30 31‐35 36‐40 Eldri en 40

Hver er aldur þinn?

40

191

0

50

100

150

200

250

Já Nei

Hefur þú keyrt rafbíl?

Page 62: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

62

Spurning 5

Ef ekki, hefur þú hugsað þér að fjárfesta í rafbíl?

A. Já B. Nei

Spurning 6

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt til rafbíla?

3

228

0

50

100

150

200

250

Já Nei

Hefur þú átt rafbíl?

132

29

0

20

40

60

80

100

120

140

Já Nei

Ef ekki, hefur þú hugsað þér að fjárfesta í rafbíl?

Page 63: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

63

Spurning 7

Yrði líklegara eða ólíklegara að þú myndir fjárfesta í rafbíl ef búið væri að koma fyrir hraðhleðslustöðvum víða um landið ?

Útskýring: Á hraðhleðslustöð nærðu sömu hleðslu á hálftíma og á 4 klst með heimahleðslustöð eða 11 klst með venjulegum 10 amp tengli í heimahúsi.

A. Líkurnar yrðu meiri B. Myndi ekki hafa áhrif C. Líkurnar yrðu minni

98

56

45

1913

0

20

40

60

80

100

120

Mjög jákvætt Frekar jákvætt Hvorki né Frekar neikvætt Mjög neikvætt

Hversu jákvætt/neikvætt er viðhorf þitt til rafbíla?

1

43

187

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

200

Líkurnar yrðu minni Myndi ekki hafa áhrif Líkurnar yrðu meiri

Yrði líklegara eða ólíklegara að þú myndir fjárfesta í rafbíl ef búið væri að koma fyrir hraðhleðslustöðvum víða um landið ?

Page 64: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

64

Spurning 8

Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að rafmagnsbílar komi til með að leysa bensín og dísel bíla af hólmi innan 10 ára?

Spurning 9

Hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að Ísland geti verið leiðandi í innleiðingu á rafbílum?

Spurning 10

Hvað heillar þig helst í fari rafbíla?

(Haka má við fleiri en einn valmöguleika)

3642

65

4147

0

10

20

30

40

50

60

70

Mjög líklegt Frekar líklegt Hvorki né Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt

Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að rafmagnsbílar komi til með að leysa bensín og 

dísel bíla af hólmi innan 10 ára?

58 5761

2629

0

10

20

30

40

50

60

70

Mjög líklegt Frekar líklegt Hvorki né Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt

Hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að Ísland geti verið leiðandi í innleiðingu á rafbílum?

Page 65: Hverjar eru helstu hindranir í rafbílavæðingu og …vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2018/02/Lokaskil.pdf5 Útdráttur Rafbíllinn er viðfangsefni þessarar skýrslu, helstu

65

A. Ódýrari í rekstri B. Umhverfisvænir C. Nútímalegir D. Stöðutákn E. Hljóðlátir F. Annað _________