Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif...

50
Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara Eva María Gísladóttir Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundur: Eva María Gísladóttir Kennitala: 210691-3759 Leiðbeinandi: Birna Baldursdóttir Tækni- og verkfræðideild School of Science and Engineering

Transcript of Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif...

Page 1: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

   

Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara Eva María Gísladóttir

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc

2015

Höfundur: Eva María Gísladóttir Kennitala: 210691-3759 Leiðbeinandi: Birna Baldursdóttir

Tækni- og verkfræðideild School of Science and Engineering

Page 2: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  1  

Útdráttur Tilgangur: Rannsóknin var gerð til að kanna hvað það er sem hvetur eldri borgara helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt og hvaða þættir hamla því. Einnig var skoðað hvort að eldri borgarar telji hreyfingu hafa áhrif á lífsgæði sín og hvort þeim finnist hreyfing hugsanlega hafa áhrif á hræðslu þeirra við að hrasa eða detta.

Efni og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 34 eldri borgurum á aldrinum 68-88 ára og komu þeir úr tveimur mismunandi heilsuræktarhópum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þessi rannsókn sem var megindleg var framkvæmd í apríl 2015, þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur að loknum heilsuræktartíma.

Niðurstöður: Bætt líkamleg hreysti, bætt þrek og betri andleg vellíðan var það sem hvatti þátttakendur helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt. Helsta hindrun sem kom í veg fyrir að eldra fólkið mætti ekki í tíma voru veikindi eða áverkar, tímaskortur, orkuleysi og harðsperrur. Meirihluti þátttakenda taldi hreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu þeirra við að detta. Marktækur munur var milli karla og kvenna á hræðslu við fall, en fleiri konur en karlar hræðast það.

Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum hefur líkams- og heilsurækt jákvæð áhrif á lífsgæði eldri borgara. Helstu hvatar til líkamsræktar hjá eldra fólki eru andleg vellíðan, bætt líkamleg hreysti og þrek. Veikindi eða áverkar draga hins vegar úr áhuga eldra fólks til hreyfingar.

Page 3: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  2  

Formáli

Ritgerð þessi er lokaverkefni sem byggð er á megindlegri rannsókn á hreyfingu

meðal eldri borgara á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vægi ritgerðarinnar er 12 ECTS

einingar og er verkefnið unnið til BSc-gráðu í íþróttafræði við tækni- og

verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Höfundur hefur starfað lengi á Dvalar- og Hjúkrunarheimilinu Grund,

bæði sem starfsmaður í umönnun og sem íþróttafræðinemi þar. Áhugi höfundar

hefur alltaf legið á sviði öldrunar. Hugmyndin að viðfangsefni ritgerðarinnar

kviknaði því snemma. Áhuginn beindist að því að skoða mikilvægi hreyfingar

fyrir eldri borgara nánar og hvaða viðhorf þeir hefðu til hreyfingar almennt.

Leiðsögukennari minn var Birna Baldursdóttir, aðjúnkt við Háskólann í

Reykjavík. Hún fær kærar þakkir fyrir allan þann stuðning, ráðleggingar og fyrir

þá frábæru leiðsögn sem hefur verið afar lærdómsrík. Einnig vil ég þakka

Margréti Lilju Guðmundsdóttur fyrir góðar ábendingar varðandi gerð

spurningalistans og fyrir ábendingar varðandi úrvinnslu gagna í SPSS. Ég vil

einnig þakka íþróttafræðingnum sem gaf mér kost á að hitta hópa eldri borgara,

sem hann þjálfar, og leggja fyrir þá spurningalistann minn. Ég færi fjölskyldu

minni og unnusta sérstakar þakkir fyrir þann stuðning sem þau hafa veitt mér og

aðstoð þeirra við hugmyndir og yfirlestur verkefnisins.

Að lokum fá mestu þakkir þeir þátttakendur sem svöruðu

spurningalistanum mínum, því án þeirra hefði þetta verkefni aldrei orðið til.

Page 4: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  3  

Efnisyfirlit

Útdráttur ................................................................................................................... 1

Formáli ..................................................................................................................... 2

Mynda- og töfluskrá ................................................................................................ 4

Inngangur ................................................................................................................. 5

Fræðilegur bakgrunnur ............................................................................................ 7 Öldrun .................................................................................................................. 7 Líkamlegar breytingar vegna öldrunar ................................................................. 7 Hækkandi hlutfall eldri borgara ........................................................................... 8 Heilbrigði og hreyfing .......................................................................................... 9

Mikilvægi hreyfingar fyrir aldraða ................................................................. 11 Ávinningar hreyfingar á efri árum .................................................................. 11

Áhrifaþættir hreyfingar eldri borgara ................................................................. 13 Hræðsla við fall .............................................................................................. 14 Hvað eykur hreyfingu eldri borgara? ............................................................. 16 Hvatar til þess að stunda hreyfingu ................................................................ 17 Hindranir hreyfingar fyrir eldri borgara ......................................................... 19

Aðferð og gögn ...................................................................................................... 21 Þátttakendur ....................................................................................................... 21 Mælitæki ............................................................................................................ 21 Framkvæmd ....................................................................................................... 22 Úrvinnsla og greining gagna .............................................................................. 22

Niðurstöður ............................................................................................................ 24 Þátttakendur ....................................................................................................... 24 Hvatar þess að stunda líkams- og heilsurækt ..................................................... 25 Hindranir fyrir hreyfingu þátttakenda ................................................................ 26 Almennt um hreyfingu þátttakenda .................................................................... 27 Virkni þátttakenda .............................................................................................. 30 Mat á eigin heilsu ............................................................................................... 30 Kyrrseta þátttakenda ........................................................................................... 32 Helstu niðurstöður opnu spurninganna .............................................................. 33

Umræða .................................................................................................................. 34

Heimildaskrá .......................................................................................................... 38

Viðauki .................................................................................................................. 44

Page 5: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  4  

Mynda- og töfluskrá

Myndaskrá

Mynd 1. Áhrifaþættir hreyfingar .......................................................................... 25

Mynd 2. Helstu ástæður fyrir mikilvægi hreyfingar .............................................. 27

Mynd 3. Hræðsla við að hrasa eða detta greint eftir kyni ...................................... 29

Mynd 4. Mat þátttakenda á eigin líkamlegri heilsu ............................................... 31

Mynd 5. Mat þátttakenda á eigin andlegri heilsu ................................................... 32

Töfluskrá

Tafla 1. Kyn og aldur þátttakenda, spönn, meðaltal og staðalfrávik ..................... 24

Tafla 2. Hindranir þátttakenda fyrir því að stunda líkams- og heilsurækt ............. 26

Tafla 3. Jákvæð áhrif daglegra athafna .................................................................. 33

Page 6: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  5  

Inngangur

Lífaldur eldri borgara víða um heim er að lengjast, því má þakka aukinni

tækniþróun og bættri læknisþjónustu (Sun, Norman og While, 2013). Á Hagstofu

Íslands var framkvæmd mannfjöldaspá fyrir árið 2013 og í henni var spáð fyrir

um fjölda fólks sem náð hefur ellilífeyrisaldri, það er að segja 67 ára aldri.

Samkvæmt spánni mun lífaldur nær tvöfaldast á komandi árum (Hagstofa Íslands,

2013). Ef þessi spá rætist, þá mun hún leiða til þess að aukinna aðgerða sé þörf til

þess að efla lífsgæði þeirra sem eru 67 ára og eldri (Sun o.fl., 2013).

Lífsgæði aldraðra er hægt að auka með því að leggja aukna áherslu á

mikilvægi hreyfingar (Almomani, McDowd, Bani-Issa og Almomani, 2014).

Reglubundin hreyfing er nauðsynleg til þess að öðlast vellíðan, hún eykur

líkamlega getu, sérstaklega hjá eldri borgurum, og getur um leið hægt á

öldrunareinkennum. Einnig bætir hreyfing hreyfifærni og auk þess sem hún eflir

sjálfstraust og trú á eigin færni (World Health Organization, 2008).

Kyrrseta er gríðarlega alvarlegt vandamál í dag og má rekja um 9% allra

dauðsfalla í heiminum til hennar. Hún er í tíunda sæti yfir byrði helstu sjúkdóma

um heim allan (Franco o.fl., 2015). Þrátt fyrir vel þekkta kosti hreyfingar, þá nær

30% fólks ekki að fylgja ráðleggingum varðandi hreyfingu til þess að efla heilsu.

Ástandið er jafnvel enn verra hjá eldri borgurum yfir sextugt, því um 45% þeirra

ná ekki að fylgja ráðleggingum varðandi hreyfingu. Eftir því sem aldurinn hækkar

þá eykst hlutfallið í 75%, þeirra sem fylgja ekki þessum ráðleggingum (Franco

o.fl., 2015).

Í þessari ritgerð er meginviðfangsefni hreyfing eða líkams- og heilsurækt

eldri borgara. Skoðað verður hvernig eldra fólk metur bæði andlega og líkamlega

heilsu sína, ásamt því verður virkni þessa hóps skoðuð nánar. Kannað verður

viðhorf eldri borgara til hreyfingar, helstu áhrifaþættir hennar verða skoðaðir og

hvernig þátttakendur telja hreyfingu hafa áhrif á lífsgæði sín. Einnig verður

athugað hvort hreyfing eldri borgara dragi úr eða ýti undir hugsanlega hræðslu

þeirra við að hrasa.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvað það er sem helst hvetur eldri

borgara áfram til að stunda líkams- og heilsurækt og hvað hamlar því að þeir

stundi hana. Auk þess verða nokkrar undirspurningar hafðar að leiðarljósi og eru

þær eftirfarandi: Telja eldri borgarar hreyfingu hafa góð eða slæm áhrif á lífsgæði

Page 7: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  6  

þeirra? Finnst þeim hreyfing draga úr eða jafnvel ýta undir hugsanlega hræðslu

við að hrasa eða detta?

Ritgerð þessi mun því ekki einungis nýtast öllum þeim aðilum sem sjá um

líkamsrækt aldraðra heldur einnig eldri borgurunum sjálfum.

Page 8: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  7  

Fræðilegur bakgrunnur Í þessum kafla verður fjallað um fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar. Til að

byrja með verður fjallað um hvað öldrun er, einkenni hennar og áhrif hennar á

líkama aldraðra. Þar á eftir verður fjölgun eldri borgara skoðuð nánar og

mikilvægi hreyfingar fyrir þann aldurshóp. Í lok kaflans verður fjallað um hvað

helst hvetur og hindrar eldri borgara í að hreyfa sig.

Öldrun Öldrun er líffræðilegt ferli og felur í sér ýmsar breytingar á mannslíkamanum sem

eru óumflýjanlegar. Hins vegar er það mismunandi eftir samfélögum hvaða

merking er lögð í orðið öldrun (Heslop og Gorman, 2002). Flest þróunarlönd

heims hafa samþykkt raunaldurinn 65 ára sem skilgreiningu á öldruðum

einstaklingi (Heslop og Gorman, 2002). Skilgreining á því hvenær einstaklingar

teljast vera aldraðir fer hins vegar eftir ýmsum eiginleikum, sem eru meðal annars

raunaldur, breytingar á félagslegum hlutverkum og breytingar á líkamlegri getu

einstaklinganna (World Health Organization, e.d.). Samkvæmt skilgreiningu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. World Health Organization, WHO) á

öldrun er miðað við raunaldur ásamt breytingu á félagslegu hlutverki, það er að

segja þegar einstaklingur fer á eftirlaunaaldur (World Health Organization, e.d.).

Samkvæmt íslenskum lögum er eftirlaunaaldur miðaður við 67 ára. Lög um

málefni aldraðra, sem eru enn í gildi í dag, og voru samþykkt þann 31. desember

árið 1999, fela í sér þau markmið að gera eldri borgurum kleift að lifa eðlilegu lífi

eins lengi og kostur er. Einnig er öldruðum tryggð þjónusta, ef hennar er þörf, og

er sú þjónusta í samráði við þarfir hvers og eins. Markmiðin fela einnig í sér að

aldraðir skuli njóta jafnréttar og að sjálfstæði þeirra sé virt

(Mannréttindaskrifstofa Íslands, e.d.).

Líkamlegar breytingar vegna öldrunar Líffræðilegar breytingar sem tengja má við öldrun eiga sér stað hjá öllum

einstaklingum. Þessar breytingar eru hægar, framsæknar og óafturkræfar

(Wejbrandt, 2014). Hversu hratt þessar breytingar eiga sér stað eru mismunandi á

milli einstaklinga, þar sem erfðir og umhverfi spila stóran þátt ásamt

persónubundnum venjum (Holliday, 2010; Draelos, 2009; Wejbrandt, 2014).

Page 9: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  8  

Öldrunarferlið felur í sér að nýmyndun tauga fer hnignandi og vefir líkamans missa

getu sína til þess að lagfæra og viðhalda sér (Hamilton, Joppé, M. Cochard og

Fernandes, 2013).

Þegar þrítugsaldrinum er náð, þá fer hámarkssúrefnisupptakan (VO2 max)

minnkandi. Hún minnkar um 5-10% á tíu ára fresti, því að hámarkshjartslátturinn

hnignar einnig af völdum öldrunar. Með hækkandi aldri minnkar vöðvamassinn,

sem dregur úr vöðvastyrk og beinmassa. Minnkun á vöðvamassa og styrk gerir

það að verkum að hinn aldraði upplifir breytingar varðandi líkamlega getu sína

(Lexell, Frändin og Helbostad, 2010). Þessar líkamlegu breytingar valda því að

eldri einstaklingur er í aukinni hættu á að fá beinþynningu, sem telst til þeirra

áhrifaþátta sem auka hættu á hrösun. Með hækkandi aldri þá á hinn aldraði

erfiðara með jafnvægi og liðleika sem getur hindrað getu hans til þess að ganga,

sem háð er nokkrum mikilvægum þáttum eins og jafnvægi, liðleika, loftháðri

þjálfun, vöðvastyrk og krafti (Lexell o.fl., 2010).

Teygjanleiki vöðva og sina breytist einnig með hækkandi aldri, sem leiðir

til þess að hinn aldraði á í erfiðleikum með hraðar og snarpar hreyfingar (Pálmi V.

Jónsson, 1996). Allar þessar ofangreindu breytingar sem líkaminn verður fyrir og

samband þeirra hafa áhrif á hreyfigetu og áreynsluþol hins aldraða. Samband milli

líkamlegra breytinga og hreyfigetunnar hjá öldruðum hafa aukið áhuga

rannsakenda að kanna betur áhrif hreyfingar hjá eldri borgurum (Lexell o.fl.,

2010).

Hækkandi hlutfall eldri borgara

Á heimsvísu fer eldra fólki fjölgandi sem eykur þörfina á að efla heilsu þess hóps

enn frekar með því að bæta lífsgæði þeirra (Sun o.fl., 2013). Fjölgun eldri borgara

hefur aukist í öllum löndum heimsins, bæði í þróuðum og vanþróuðum löndum. Í

langtímaspá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO er spáð fyrir um að

fjöldi fólks yfir sextugt muni tvöfaldast á árunum 2000 til 2050, úr 11% í 22%

(World Health Organization, 2014).

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands, sem var gerð árið 2013, þá er

gert ráð fyrir að fólki á Íslandi muni fjölga úr 321.857 þúsund íbúum í 430.545

þúsund árið 2060. Einnig er gert ráð fyrir að meðalævin hjá bæði körlum og

konum muni lengjast töluvert. Nýfæddir strákar geta búist við því að

Page 10: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  9  

meðalævilengd þeirra lengist úr 80,8 árum í 86,8 ár, því eykst ævilengd karla um

heil 6 ár. Nýfæddar stúlkur geta í lok spátímabilsins vænst þess að verða 88,2 ára

gamlar. Ævilengd kvenna eykst því um 4,3 ár. Í janúar 2013 voru 11% Íslendinga

67 ára og eldri, en árið 2060 er því spáð að þessi hópur verði um 23% (Hagstofa

Íslands, 2013). Árið 2050 er talið að talsverðar breytingar verði á hlutfalli þeirra

sem mjög aldraðir eru (80 ára og eldri), vegna aukinnar ævilengdar þeirra. Hlutfall

þeirra var árið 1950 einungis 1,5%, og árið 2008 var hlutfallið 3,2% en árið 2050

er talið að hlutfall þeirra verði um 8,3% (Ólöf Garðarsdóttir og Brynjólfur

Sigurjónsson, 2008).

Eldri borgarar leggja sífellt aukna áherslu á, þrátt fyrir háan aldur, að geta

búið heima hjá sér og er það einmitt eitt af aðalmarkmiðum heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytisins í heilbrigðisáætlun, sem gerð var til ársins 2010

(Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2010).

Nú til dags fer langvinnum sjúkdómum sífellt vaxandi eins og til dæmis

hjarta-og æðasjúkdómum. Þeir eru taldir vera einir af alvarlegustu tegundum

sjúkdóma sem herja á heilsu manna (Bouchard, Blair og Haskell, 2012).

Rannsókn, sem gerð var af Ministry of Public Health árið 1993, sýndi fram á að

60-70% eldri borgara þjást að meðaltali af tveimur til þremur tegundum af

langvinnum sjúkdómum samtímis. Tíðni þessara langvinnu sjúkdóma var um það

bil þrisvar sinnum hærri hjá þeim sem eru 60 ára og eldri miðað við aðra

aldurshópa. Þar sem eldra fólki fjölgar hratt, þá fara heilbrigðisútgjöld vegna

langvinnra sjúkdóma einnig hækkandi. Þessi þróun mun jafnvel setja enn meira

álag á hagkerfið og þjóðfélagið í heild sinni (World Health Organization, 2004).

Heilbrigði og hreyfing Til er fjöldi ólíkra skilgreininga á hvað heilbrigði er, en hér á landi samþykktu

íslensk heilbrigðisyfirvöld skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,

WHO (Guðrún Elín Benónýsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir og Sigríður

Halldórsdóttir, 2009). Þar er heilbrigði skilgreint sem ástand sem einkennist af

fullkominni félagslegri, andlegri og líkamlegri vellíðan (World Health

Organization, 2006).

Samkvæmt skilgreiningu Sigríðar Halldórsdóttur frá árinu 2000 (eins og

vísað er til í Guðrún Elín Benónýsdóttir o.fl., 2009), þá byggist heilbrigði á

Page 11: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  10  

reynslu einstaklings. Það er að segja hvernig hver og einn einstaklingur upplifir

veruleikann, sem hefur líkamlega, andlega, trúarlega, samfélagslega,

tilfinningalega og félagslega hlið. Innri og ytri áhrifaþættir í kringum

einstaklinginn móta reynslu hans og það hvernig hann sjálfur túlkar heilbrigði

(Guðrún Elín Benónýsdóttir o.fl., 2009).

Huglæg vellíðan er mikilvægur þáttur í að öðlast vellíðan en þá er átt við

hvernig fólk hugsar um og upplifir lífið sjálft. Þetta er í raun andlegt ástand

einstaklings, allt frá jákvæðum og neikvæðum skoðunum til lífsins og hvernig

hann bregst tilfinningalega við ýmis konar reynslu sem hann verður fyrir í lífinu

(Diener, 1984). Samkvæmt eigindlegri rannsókn sem byggðist á 16 viðtölum við

tíu eldri borgara á aldrinum 69-87 ára, sem Guðrún Elín Benónýsdóttir og félagar

(2009) framkvæmdu, þá var svar eins þátttakanda varðandi heilbrigði á þennan

veg: „... Ef maður hefur gaman af lífinu, þá líður manni betur og ... þá hlýtur það

að hafa áhrif á heilbrigðið...“ Þegar unnið er markvisst að því að efla heilsu

aldraðra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða reynslu þeir hafa af

heilbrigði og því að viðhalda og efla eigin heilsu (Guðrún Elín Benónýsdóttir o.fl.,

2009).

Líkamleg heilsa aldraðra skiptir sköpum, því án heilsunnar koma önnur

lífsgæði að litlum notum. Fólk skynjar heilsu sína eins og því finnst hún vera,

þrátt fyrir að hún sé ekki í samræmi við það sem læknar telja hana vera (Jón

Björnsson, 1996). Virk öldrun er ferli sem snýst um að viðhalda og auka lífslíkur

og lífsgæði fólks, með því að nýta tækifæri til góðrar heilsu, þátttöku og öryggi í

samfélaginu sem best (World Health Organization, 2008).

Staðreyndin er sú að fólk lifir lengur en áður vegna aukinnar tækniþróunar

og bættrar læknisþjónustu og þar af leiðandi hefur áhugi á hreyfingu og heilsu

eldra fólks aukist. Því ætti að leggja aukna áherslu á að benda öldruðu fólki á

mikilvægi hreyfingar til að viðhalda heilsunni sem lengst. Það er vitað að regluleg

hreyfing er mikilvægur hluti heilbrigðs lífsstíls, því hún dregur úr hnignun tengdri

öldrun (Bouchard o.fl., 2012). Eldri borgarar eru því hvattir til að stunda reglulega

hreyfingu (Jón Björnsson, 1996).

Page 12: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  11  

Mikilvægi hreyfingar fyrir aldraða Mikilvægi hreyfingar er vel þekkt, því hún bætir lífsgæði eldri borgara og getur

hægt á öldrunarferlinu (Sun o.fl., 2013; Clark, 1999). Kyrrseta getur hins vegar

haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma og ýmsa

langvinna sjúkdóma eins og sykursýki, ofþyngd, of háan blóðþrýsting,

beinþynningu, slitgigt og jafnvel þunglyndi (Warburton, Nicol og Bredin, 2006).

Ávinningar hreyfingar eru mikilvægir, því samkvæmt rannsókn sem gerð

var á bæði körlum og konum á miðjum aldri, sem stunduðu reglubundna

hreyfingu og voru í góðu líkamlegu formi kom í ljós að líkur á dauðsföllum hjá

þessum hópi minnkuðu um 20-35% (Warburton o.fl., 2006). Samkvæmt rannsókn

Blair og félaga (2004) kom í ljós að dánartíðni bæði karla og kvenna sem voru í

góðu líkamlegu formi var um helmingi lægri en hjá fólki sem lifði kyrrsetulífi

(Blair, LaMonte og Nichaman, 2004). Samkvæmt langtímarannsókn sem stóð yfir

í um átta ár kom í ljós að 15 til 100 mínútna hreyfing á dag lækkaði líkur á

dauðsföllum enn frekar um 4% (Sun o.fl., 2013). Ljóst er að tengsl eru á milli

reglubundinnar hreyfingar og aukinna lífsgæða fólks á öllum aldri (Warburton

o.fl., 2006).

En hvað telst hreyfing vera? Hún er skilgreind sem hvers konar vinna

beinagrindarvöðva, sem eykur orkunotkun umfram hvíld (Caspersen, Powell og

Christenson, 1985). Samkvæmt skilgreiningu á hreyfingu, þá nær hún, í hinu

daglega lífi, yfir nánast allt sem við gerum og getur verið flokkuð sem vinnutengd

hreyfing, íþróttatengd hreyfing, hreyfing sem tengd er við heimilisstörf og til

dæmis garðyrkja. Til hreyfingar teljast einnig skipulagðar æfingar með ákveðið

markmið í huga og skipulagt íþróttastarf þar sem þjálfari skipuleggur og heldur

utan um æfingar. Hver og ein manneskja kýs ákefð hreyfingar hins vegar sjálf,

það er að segja ákefðin getur verið létt, miðlungs eða erfið (Caspersen o.fl., 1985).

Ávinningar hreyfingar á efri árum

Á seinni árum ævinnar er mikilvægt að einstaklingar haldi áfram að stunda

hreyfingu, því hún eykur þann tíma sem aldraðir geta lifað lengur sjálfstæðu lífi.

Því er nauðsynlegt að einblína á hreyfingu eldri borgara og fræða þá um

mikilvægi hennar og skemmtunina sem henni fylgir (Sun o.fl., 2013; Clark,

1999). Eldri borgurum og fullorðnu fólki er ráðlagt að stunda 150 mínútna

Page 13: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  12  

hreyfingu með miðlungsákefð í hverri viku. Dæmi um hreyfingu eru rösklegar

göngur, sund og hjólaferðir. Þessum 150 mínútum er hægt að skipta niður í styttri

lotur út vikuna, það er að segja 30 mínútur á dag 5 daga vikunnar (American

Heart Association Recommendations for Physical Activity in Adults, 2014).

Þessum 30 mínútum má einnig skipta upp í styttri tímabil yfir daginn til dæmis í

10-15 mínútur í senn (Henrikson og Sundberg, 2010; American Heart Association

Recommendations for Physical Activity in Adults, 2014). Æskilegt er að

hreyfingin sem eldri borgarar stunda sé miðlungserfið, en eftir því sem hreyfingin

og ákefðin er meiri, þá eykur það vellíðan og heilsu enn frekar (Gígja

Gunnarsdóttir, 2008; Henrikson og Sundberg, 2010).

Kostir hreyfingar eru meðal annars þeir að hún bætir hreyfifærni, eykur

líkamshreysti og félagslega færni, auk þess eflir hún sjálfstraust og trú á eigin

getu. Regluleg hreyfing með miðlungs ákefð, með áherslu á jafnvægi, liðleika og

styrk er lykilþáttur sem stuðlar að góðri heilsu og viðheldur sjálfstæði og dregur

úr hættu á falli hjá eldri borgurum (World Health Organization, 2008). Fjölbreytt

og regluleg hreyfing eflir einnig afkastagetu hjarta- og æðakerfis, lungna, liðleika,

vöðvastyrk, samhæfingu og viðbragð hjá eldri borgurum (Gígja Gunnarsdóttir,

2008; Macera, Hootman og Sniezek, 2003).

Regluleg hreyfing á efri árum getur komið í veg fyrir og jafnvel hindrað að

helmingur líkamlegrar getu tapist í öldrunarferlinu. Einnig sýna ótal rannsóknir

fram á að ef eldra fólk stundar loftháða þjálfun svo sem sund, dans og göngur,

styrktarþjálfun, jafnvægis- og liðleikþjálfun þá hefur það jákvæð áhrif á heilsu

þess (Scanlon-Mogel og Roberto, 2004).

Að lifa lífsstíl sem einkennist af kyrrsetu hefur verið tengt við lélega

líkamlega heilsu sem einkennist af minnkandi blóðflæði, takmörkuðum

hreyfanleika, auknum líkum á offitu, þunglyndi og einangrun. Allir þessir þættir

draga verulega úr lífsgæðum eldri borgara. Aldraðir sem hreyfa sig reglulega og

eru líkamlega vel á sig komnir sækjast eftir farsælli öldrun (Scanlon-Mogel og

Roberto, 2004).

Aukin lífsgæði og dagleg hreyfing spila stórt hlutverk í að viðhalda

sjálfsstæði. Einnig virðist dagleg hreyfing auka lífsgæði með því að efla andlega

vellíðan og bæta líkamlega færni hjá fólki í lélegu líkamlegu ástandi (Macera o.fl.,

2003). Með aukinni hreyfingu eru auknar líkur á farsælli öldrun sem minnkar álag

á heilbrigðis- og félagsþjónustu þess hóps fólks (Sun o.fl., 2013). Regluleg

Page 14: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  13  

hreyfing hefur einnig góð áhrif á ýmissa lífsstílssjúkdóma svo sem hjarta- og

æðasjúkdóma, sykursýki, háan blóðþrýsting, ristilkrabbamein og liðagigt. Því

miður ná margir fullorðnir ekki að fylgja ráðleggingum varðandi daglega

hreyfingu og eykur það líkur á lakari lífsgæðum. Eldri borgarar eru ólíklegri en

þeir sem yngri eru til að stunda reglubundna hreyfingu (Macera o.fl., 2003).

Þrátt fyrir að margir eldri borgarar í Ameríku séu meðvitaðir um kosti

hreyfingar, þá nær nánast um helmingur þeirra ekki að fylgja ráðleggingum

varðandi hreyfingu. Helsta ástæðan er talin vera of margar hindranir, meðal

annars vegna tímaskorts og lélegrar heilsu (Costello, Kafchinski, Vrazel og

Sullivan, 2011).

Rannsóknir benda til að meira en helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir

sig ekki samkvæmt ráðleggingum Embættis Landlæknis. Ástæður þess að

fullorðnir einstaklingar stunda litla hreyfingu eru meðal annars talin vera vegna

tímaskorts og þreytu (Gígja Gunnarsdóttir, 2008).

Áhrifaþættir hreyfingar eldri borgara Þættir sem hafa mest áhrif á hreyfingu eru einstaklingsbundnir og tengdir

umhverfi hvers og eins. Einstaklingsbundnir þættir eru meðal annars þekking um

mikilvægi hreyfingar fyrir vellíðan og heilsu og trú á eigin getu. Það er að segja

hver og einn einstaklingur skynjar hindranir fyrir hreyfingu á mismunandi hátt.

Síðast en ekki síst er það viðhorf hvers og eins varðandi daglega hreyfingu. Sumir

einstaklingar hafa jákvætt viðhorf gagnvart hreyfingu á meðan aðrir hafa neikvætt

viðhorf. Þeir sem hafa jákvætt viðhorf eru líklegri til þess að stunda daglega

hreyfingu og eiga auðvelt með að forgangsraða henni í sitt daglega líf (Gígja

Gunnarsdóttir, 2008).

Umhverfisþættir hafa einnig áhrif á hvort fólk stundar daglega hreyfingu eða

ekki. Ef hindranir eru of margar og ef þær eru óleysanlegar, þá eykur það líkur á

að fólk hreyfi sig ekki. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar umhverfi

einstaklings er hreyfivænt, þá eykur það líkur á daglegri hreyfingu. Félagslega

umhverfið skiptir þar einnig máli en stór hindrun í félagslegu umhverfi okkar er

kostnaður tengdur hreyfingu (Macera o.fl., 2003; Gígja Gunnarsdóttir, 2008).

Page 15: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  14  

Hræðsla við fall Fall er almennt skilgreint á þann veg að viðkomandi hrasar óvænt til jarðar án

þess að vera undir það búinn (World Health Organization, 2008). Tíðni falla eykst

með hækkandi aldri og veikleika. Um það bil 28-35% af fólki eldra en 65 ára

dettur árlega og tíðnin fer hækkandi eftir 70 ára aldur, það er að segja þá hækkar

hún í 32-42% (World Health Organization, 2008). Fall er talið vera aðalorsök

meiðsla hjá eldri borgurum. Það getur haft mismiklar afleiðingar í för með sér, allt

frá tapi á sjálfstæði og hreyfanleika til óreiðu og þunglyndis en allt þetta

samanlagt leiðir til frekari hamla á daglegum athöfnum (World Health

Organization, 2008). Afleiðingar falls geta haft í för með sér meiðsli sem talin eru

miðlungsalvarleg til alvarlegra meiðsla, en er það afar einstaklingsbundið hver

skaðinn verður hjá hverjum og einum (World Health Organization, 2013).

Miðlungsalvarleg meiðsli geta heft hreyfanleika og sjálfstæði til

hreyfingar. Alvarleg meiðsli geta hins vegar leitt til gríðarlegs heilsu- og

sjálfstæðistaps, sem oft endar með legu á spítala, skerðingu á hreyfigetu og getur

jafnvel leitt til dauða. Þar að auki fylgir falli mikill samfélagslegur kostnaður, því

getur einnig fylgt félagsleg einangrun eða jafnvel hræðsla við að hrasa eða detta

aftur (World Health Organization, 2013).

Fjórir meginorsakaþættir falls eru líffræðilegir, tengdir hegðun, umhverfi

og/eða félagshagfræðilegir. Með líffræðilegum þáttum er átt við aldur, kyn og

kynþátt. Þessir þættir tengjast einnig þeim breytingum sem verða á líkamanum,

svo sem hnignun á líkamlegri, vitsmunalegri og tilfinningalegri afkastagetu, sem

tengist sjúkdómabyrði, svo sem langvinnum sjúkdómum eins og Parkinson, gigt

og beinþynningu (World Health Organization, 2008). Einnig telst slappleiki í

vöðvum og lélegt jafnvægi til þessara orsakaþátta (World Health Organization,

2013). Með hegðunarþáttum er átt við mannlegar aðgerðir, tilfinningar eða

daglegar ákvarðanir fólks. Orsakir hegðunarþátta sem auka líkur á falli eru meðal

annars inntaka lyfja, óhófleg áfengisneysla, skortur á hreyfingu og óviðeigandi

skófatnaður. Með orsakaþáttum falls sem tengjast umhverfi, er átt við þætti eins

og lélegt húsnæði fólks, sleipum stigum og gólfi, ójöfnum og holóttum

gangstéttum og ófullnægjandi lýsingu (World Health Organization, 2008).

Fall sem leiðir til dauða er algengari hjá körlum en konum. Tíðni

mjaðmabrota vegna falls er hins vegar hærri hjá konum en körlum, en tíðni

dauðsfalla af völdum mjaðmabrota er að jafnaði hærri hjá körlum (World Health

Page 16: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  15  

Organization, 2008). Örsök þess að konur detta oftar en karlar er af því þær taka

inn meira magn af lyfjum en þeir og búa oftar einar. Líffræðilegi þátturinn telst

hins vegar til meginorsaka falls, því það er munur á vöðvauppbyggingu kvenna og

karla. Það sem veldur því að konur hrasa oftar en karlar er sá að vöðvamassi

kvenna hnignar hraðar en hjá körlum. Beinþynning hjá konum byrjar einnig fyrr

vegna tíðablæðinga (World Health Organization, 2008).

Ótti við að detta er iðulega umræðuefni hjá eldri borgurum. Eldra fólk er

yfirleitt heltekið af ótta við að detta aftur, það er að segja ef það hefur orðið fyrir

reynslunni áður (World Health Organization, 2008). Markmið rannsóknar Song

og félaga (2013) gekk út á það að kanna áhrifaþætti falls hjá eldri borgurum.

Úrtakið samanstóð af 50 eldri borgurum á aldrinum 65-84 ára. Sautján

þátttakendur voru karlar og 33 voru konur. Allir þátttakendur voru heilsuhraustir

og hreyfðu sig á einhvern hátt og enginn af þeim lifði kyrrsetulífi. Þátttakendur

óttuðust fall ekki á neinn hátt og var enginn marktækur munur á hræðslu á milli

kynja. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að ef eldra fólk stundaði

reglulega hreyfingu minnkaði hræðsla þeirra við fall. Niðurstaða eftirfylgni

rannsóknarinnar, sem gerð var ári seinna, sýndi hins vegar að ef fólk hafði dottið

innan þess árs, þá jókst hræðslan við fall töluvert (Song, MacDermid og Grewal,

2013). Samkvæmt rannsókn Boyd og Stevens (2009), sem rannsökuðu hræðslu

1709 eldri borgara við fall, kom í ljós að um 36% af öllum þátttakendum hræddust

fall miðlungsmikið eða mjög mikið. Einnig kom í ljós að konur óttuðust fall meira

heldur en karlar. Sama rannsókn sýndi einnig fram á að um 72% af eldri

borgurum töldu að regluleg hreyfing væri afar mikilvæg til þess að koma í veg

fyrir fall (Boyd og Stevens, 2009).

Óttinn við að slasa sig tengist þáttum eins og dvöl á spítala, að geta ekki staðið

upp aftur eftir fall, félagslegri vandræðakennd, skerðingu á sjálfstæði og að þurfa

að yfirgefa heimili sitt. Allt eru þetta aðstæður sem eldra fólk hræðist mjög mikið

(World Health Organization, 2008). Óttinn getur hins vegar haft jákvæðar

afleiðingar í för með sér, því hann getur ýtt undir hvatningu varðandi

varúðarráðstafanir gegn falli og getur leitt til þess að fólk geri viðeigandi

aðlaganir í lífi sínu. Í sumum tilfellum getur óttinn hins vegar haft öfugar

afleiðingar. Hann getur leitt til hnignunar á lífsgæðum og aukið hættuna á byltum

vegna þess að viðkomandi dregur úr þeim þáttum sem þarf til að viðhalda

sjálfsáliti, sjálfstrausti, styrk og jafnvægi (World Health Organization, 2008).

Page 17: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  16  

Hræðsla við byltur getur aukið hættuna á falli vegna þess að viðkomandi

dregur úr félagslegri þátttöku og einstaklingsbundnum tengslum við aðra, sem að

sama skapi leiðir til þunglyndis og einangrunar (World Health Organization,

2008). Samkvæmt heilbrigðisáætlun til ársins 2010 bendir allt til þess að

sjúkdómar sem rekja má til ellinnar, þjóðfélagsaðstæðna og hrörnunar sem tengd

er elli séu sífellt að aukast hér á landi. Árið 1991 samþykkti Alþingi

heilbrigðisáætlun og var tilgangur heilbrigðisþjónustunnar sagður vera: „Að skapa

jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, að bæta árum við lífið, heilbrigði við lífið og lífi við

árin.“ Með þessum stóru orðum, ef þau leiða til framkvæmda, er reynt að huga að

þeim þjóðfélagshópum, sem verst standa í heilsufarslegum efnum (Heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytið, 2010).

Hvað eykur hreyfingu eldri borgara? Sumar rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem hafa mikla trú á eigin getu

og þeir sem eru hvattir áfram af ánægju eða vellíðan eru líklegri til þess að

viðhalda reglulegri hreyfingu (Castera og Gillet, 1998). Hreyfiáætlanir sem stuðla

að þátttöku eldra fólks, snúa að félagsmótun, stuðningi, samheldni hóps og

sjálfsmynd eru mótaðar með það í huga að skapa þægindatilfinningu. Markmiðið

með hreyfiáætlunum er að stuðla að æfingum þar sem fólk með svipaða líkamlega

getu og er á svipuðum aldri hittist. Mæting í hreyfitíma eykst einnig ef tímanir eru

haldnir á hentugum tímum og staðsetningum. Einnig spilar kostnaðurinn stóran

þátt í þátttöku og hentugast er þegar tímanir eru að kostnaðarlausu eða kosta lítið.

Það sem fær eldra fólk einnig til að mæta í hreyfitíma er, þegar

íþróttafræðingurinn eða kennarinn hefur mikla fagþekkingu og veitir næga

endurgjöf og hefur getu hvers og eins í huga (Castera og Gillet, 1998).

Innri hvatning verður þó að vera til staðar svo að fólk hafi löngun til þess

að hreyfa sig. Lykilþáttur innri hvatningar er sjálfsákvörðun. Einstaklingur æfir

ekki út af því að íþróttafræðingur segir svo heldur vegna innri hvatningar.

Ávinningar hreyfingar eins og að líða betur, hafa meiri orku, verða sterkari eru

dæmi um innri hvatningu (Oman og McAuley, 1993).

Page 18: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  17  

Hvatar til þess að stunda hreyfingu Þrátt fyrir að eldra fólk viti að regluleg hreyfing með miðlungsákefð sé

nauðsynleg, þá sýndi rannsókn Castera og Gillet (1998) fram á að 60% kvenna

yfir sextugt stundaði enga reglubunda hreyfingu. Ef þær stunduðu hreyfingu þá

minnkaði áhuginn verulega á um það bil sex mánuðum. Þessar ástæður hafa hvatt

rannsakendur til þess að kanna áhrifaþætti hreyfingar nánar (Castera og Gillet,

1998). Samkvæmt Castera og Gillet (1998) eru helstu þættirnir sem hvetja til

hreyfingar meðal annars félagsskapur og ný vinátta sem sprettur upp þegar

einstaklingar mæta reglulega í líkams- og heilsurækt.

Eldra fólk sem nýtur ávinninga hreyfingar eins og til dæmis bættrar heilsu

og aukinnar líkamlegrar getu er líklegra til þess að stunda hreyfingu en það fólk

sem finnur ekki fyrir slíkum ávinningum (Oman og McAuley, 1993). Helstu

hvatar til þess að stunda hreyfingu hjá eldri borgurum voru meðal annars þeir að

viðhalda heilsu. Félagsleg tengsl voru þeim einnig mikilvæg svo sem aukin trú á

eigin getu og jákvæð reynsla (Rasinaho, Hirvensalo, Leinonen, Lintunen og

Rantanen, 2006).

Samkvæmt rannsókn Hardcastle og Taylor (2001) kom í ljós að eldra fólk

leggur áherslu á að stunda formlegar æfingar undir handleiðslu þjálfara í

líkamsræktarstöðvum á síðari hluta fullorðinsára. Það telur að það sé góð hvatning

til þess að stunda hreyfingu. Sumir eldri borgarar nýta tímann sem fæst þegar

eftirlaunaaldrinum er náð, til þess að endurnýja kynnin sín gagnvart hreyfingu

(Hardcastle og Taylor, 2001). Meirihluti eldri borgara í rannsókn Scanlon-Mogel

og Roberto (2004) sagði að meiri tími gæfist til hreyfingar eftir að eftirlaunaaldri

er náð. Einn þátttakandi sagði meðal annars eftirfarandi: ,,Þegar ég komst á

eftirlaunaaldur, þá fór ég að átta mig á því að regluleg hreyfing er nauðsynleg

fyrir farsæla öldrun.“

Eigindleg rannsókn Hardcastle og Taylor (2001) sýndi einnig fram á að

félagslegur stuðningur skiptir afar miklu máli á öllum aldri og þegar fólk eldist er

hann enn mikilvægari. Góðar leiðbeiningar og góð samskiptahæfni er það sem

eldra fólk sækist eftir af þeim aðila sem sér um hreyfingu þeirra. Ef viðkomandi

býr ekki yfir þeim þáttum getur það dregið verulega úr hvatningu hans til þess að

stunda hreyfingu (Hardcastle og Taylor, 2001).

Megindleg rannsókn Castera og Gillet (1998) gekk út á það að skoða þætti

sem stuðla að reglubundinni hreyfingu kvenna yfir sextugt. Þeir þættir sem þeir

Page 19: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  18  

skoðuðu voru mikilvægi hreyfingar meðal jafningja, uppbygging æfinga,

stuðningur og reynsla félagsskaparins á meðan á æfingum stóð og ávinningar

hreyfingar (Castera og Gillet, 1998). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að

þær konur sem fundu fyrir ávinningum reglubundinnar hreyfingar voru líklegri til

þess að viðhalda henni til lengri tíma. Konurnar höfðu aukna löngun til að

viðhalda eða jafnvel bæta heilsu sína og líkamlega getu eins og einn þátttakandi

rannsóknarinnar sagði: ,,Mér líður mun betur í dag heldur en áður fyrr, því ég

hreyfi mig reglulega.“ Niðurstöður leiddu einnig í ljós að konunum fannst gaman

að vera í kringum aðrar konur á svipuðum aldri og þeim fannst gaman að kynnast

nýju fólki og hvað varðar æfingarnar þá fundu þær fyrir auknu öryggi (Castera og

Gillet, 1998).

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar, sem Scanlon-Mogel og Roberto (2004)

framkvæmdu, kom í ljós að helstu áhrifaþættir hreyfingar hjá eldra fólkinu sem

stundar reglubundna hreyfingu væri það að sækjast bæði eftir líkamlegri og

andlegri vellíðan. Fólkið var einnig meðvitað um að hreyfing gæti lengt líf þeirra

og komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Einnig gaf niðurstaðan til kynna að það að

mæta í líkamsræktarstöð væri mikilvægur félagslegur þáttur, þar sem ný vinátta

gæti myndast og sá stuðningur sem þau fengju hvort frá öðru á meðan á æfingum

stóð hvatti þau einnig áfram. Þátttakendur rannsóknarinnar sem var eigindleg

samanstóð af níu körlum og sex konum. Aldursbilið var á bilinu 65 ára til 75 ára

og meðalaldur þátttakenda var 71 ár. Meirihluti þátttakenda rannsóknarinnar töldu

heilsu sína vera mjög góða og stundaði meirihluti þeirra reglulega hreyfingu í um

45 mínútur í senn. Flestir þeirra höfðu jákvætt viðhorf til hreyfingar og fengu

góða hvatningu að halda áfram að stunda hana. Aðal áhrifaþættir þátttakenda til

að stunda hreyfingu voru meðal annars þeir að viðhalda góðri heilsu, minnka

kvíðann, bæta líkamlegan styrk, færni og liðleika. Niðurstaða rannsóknarinnar

leiddi einnig í ljós að regluleg hreyfing auðveldaði eldra fólkinu að viðhalda

daglegum athöfnum, auðveldaði þeim félagsleg tengsl og gerði þeim kleift að vera

áfram mjög sjálfstæð (Scanlon-Mogel og Roberto, 2004). Rannsókn Bertera

(2003) styður rannsókn Scanlon-Mogel og Roberto (2004), því hún gefur til

kynna að fyrir farsæla öldrun er mikilvægt að viðhalda félagslegum tengslum

(Bertera, 2003).

Page 20: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  19  

Hindranir hreyfingar fyrir eldri borgara Hindranir eru aðallega sagðar byggðar á persónulegum skoðunum einstaklingsins

gagnvart hreyfingu. Aðalhindranir eru meðal annars þær að einstaklingurinn telur

sig vera of gamlan til þess að stunda reglulega hreyfingu og líta sumir eldri

borgarar á að hreyfing sé of áhættusöm, því þeir gætu hrasað eða dottið

(Hardcastle og Taylor, 2001). Rannsókn Schutzer og Graves (2004) sýndi einnig

fram á sömu niðurstöður. Niðurstaða rannsóknar Hardcastle og Taylor (2001)

leiddi í ljós að samfélagsleg viðmið og hlutverkatengd hegðun skipta suma eldri

borgara miklu máli. Sumir þeirra vilja á engan hátt brjóta þessi viðmið og gildi

sem eru ríkjandi fyrir þennan aldurshóp í samfélaginu.

Í rannsókn sem gerð var af Rasinaho og félaga (2006), var kannað hverjir

helstu hvatar og hindranir hreyfingar hjá eldri borgurum væru. Um bæði

megindlega og eigindlega rannsókn var að ræða, sem samanstóð af 645 eldri

borgurum á aldrinum 75-81 árs. Rannsóknin gaf til kynna að þeir sem höfðu mjög

litla hreyfigetu töldu lélega heilsu, ótta, neikvæða reynslu af hreyfingu, skort á

félagsskap og óhentugt umhverfi vera helstu hindranirnar. Hræðsla við fall eða

meiðsli á meðan á æfingum stóð voru einnig nefnd sem hindrun. Hins vegar var

orkuleysi stundum nefnt sem hindrun meðal eldri borgara sem voru í betra

líkamlegu ásigkomulagi. Slæmt veðurfar eins og til dæmis hálka var þá einnig

nefnt þegar ræktin var í göngufjarlægð. Rannsókn Rasinaho og félaga (2006)

sýndi einnig fram á að ef eldra fólk var með skerta hreyfigetu, þá nefndi það fleiri

hindranir, þar af leiðandi stundaði það einnig sjaldnar hreyfingu heldur en þeir

sem voru með betri hreyfigetu (Rasinaho o.fl., 2006). Að sannfæra eldri borgara

um að vera líkamlega virkir getur oft reynst erfitt, því ættu þeir sem annast eldra

fólk, og sjá um hreyfingu þess, að leggja aukna áherslu á mikilvægi hreyfingar og

fræðslu (Schutzer og Graves, 2004).

Að ofangreindu sögðu er ljóst að eftir því sem fjöldi eldri borgara eykst á

komandi árum, þá gerir það auknar kröfur til þess að lífsgæði þeirra verði efld

samhliða því. Til þess að þeir geti sem lengst lifað sjálfstæðu lífi. Að lifa

sjálfstæðu lífi, án mikillar aðstoðar er einmitt það sem flestir eldri borgarar

sækjast eftir. Helstu þættir sem hvetja þá áfram til að stunda líkams- og heilsurækt

eru að viðhalda heilsu, auka hreyfifærni, auka trú á eigin getu, félagsskapurinn

sem myndast og líkamleg og andleg vellíðan. Hindranir eldri borgara fyrir því að

stunda hreyfingu eða líkams- og heilsurækt eru meðal annars þær að eldra fólkið

Page 21: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  20  

kennir lélegri heilsu sinni um, það óttast fall og skortir félagsskap. En einnig

spilar orkuleysi, þreyta og áhugaleysi þar einnig inn í. Með því að þekkja þessa

helstu áhrifaþætti hreyfingar og þær hömlur sem henni fylgir, er hægt að hanna

hreyfiáætlanir sem stuðla að aukinni vellíðan og hamingju á meðal eldri borgara.

Einnig ætti að einblína á mikilvægi hreyfingar meðal þeirra og fræða þá um

ávinninga hennar.

Með ofangreint í huga er það markmið þessa verkefnis að skoða nánar

hvaða þættir hvetja eldri borgara hérlendis áfram til að stunda líkams- og

heilsurækt og hvaða þættir það eru sem hamla því helst.

Page 22: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  21  

Aðferð og gögn Í þessum kafla verður fjallað um þátttakendur rannsóknarinnar, hversu margir þeir

voru og einnig verður fjallað um kyn og aldur þeirra. Greint verður frá hvaða

mælitæki voru notuð við gerð rannsóknarinnar ásamt því sem framkvæmd hennar

verður útskýrð nánar. Þar á eftir verður fjallað um úrvinnslu gagna, helstu

niðurstöður ásamt umræðum í lokin.

Þátttakendur

Þátttakendur rannsóknarinnar voru valdir með hentugleikaúrtaki. Tilgangur

rannsóknarinnar var að skoða hreyfingu eldra fólks og þekkti rannsakandinn

íþróttafræðing, sem sér um hreyfingu eldri borgara og því var auðvelt að nálgast

úrtakið. Úrtakið samanstóð af 34 eldri borgurum og var meðalaldur þeirra 77,8 ár,

en aldursbilið var frá 68 til 88 ára. Miðað var við að þátttakendur væru komnir á

ellilífeyrisaldur, það er að segja að þeir væru 67 ára og eldri. Alls tóku 18 konur

og 16 karlar þátt. Þessir 34 einstaklingar komu frá tveimur bæjarfélögum á Stór-

Reykjavíkursvæðinu. Hópur A samanstóð af 23 einstaklingum og þar af voru

fimm karlar og 18 konur. Hópur B samanstóð af 11 karlkyns þátttakendum. Báðir

hreyfitímar voru undir handleiðslu sama íþróttafræðings.

Mælitæki Mælitæki sem notast var við í rannsókninni var frumsaminn spurningalisti.

Hugmyndir að spurningum vöknuðu hjá rannsakandanum við lestur

rannsóknargreina. Spurningalistinn samanstóð af 17 spurningum og voru tvær af

þessum 17 svokallaðar opnar spurningar, þar sem þátttakendum gafst kostur á að

svara og koma sínum eigin hugmyndum á framfæri. Við svörun var oftast Likert

kvarði notaður. Til að meta gæði spurninganna, þá var hann lagður fyrir ættingja

og vini, áður en hann var lagður fyrir þátttakendur. Til þess að auðvelda lestur

spurninganna var letur stækkað á spurningalistanum og blaðsíðutal haft neðst á

hverri síðu. Einnig voru áhersluatriði í spurningum undirstrikuð. Spurningalistinn

var lagður fyrir þátttakendur í þeim tilgangi að kanna hvað það er sem hvetji þá til

að mæta í hreyfitíma og hvað það væri sem kæmi í veg fyrir það. Einnig var hann

lagður fyrir til þess að athuga viðhorf þátttakenda til hreyfingar og hver áhrif

Page 23: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  22  

hennar á heilsu þeirra væri. Einnig var hugsanleg hræðsla þeirra könnuð varðandi

fall og hvort hreyfing dragi úr eða jafnvel ýti undir þessa hugsanlegu hræðslu

þeirra. Spurningalistann í heild sinni má finna í viðauka.

Framkvæmd Rannsakandinn þekkti íþróttafræðinginn sem sér um hreyfitíma beggja hópa.

Áður en spurningalistinn var lagður fyrir fylgdist hann með nokkrum tímum hjá

báðum hópum og fékk rannsakandinn leyfi frá þátttakendum til að leggja fyrir

spurningalista í samráði við íþróttafræðinginn. Í lok tímans þann 7. apríl 2015 var

spurningalistinn lagður fyrir hóp A. Áður en þátttakendur fengu spurningalistann í

hendur ásamt penna, útskýrði rannsakandinn tilgang rannsóknarinnar og voru

þátttakendur beðnir um að fá sér sæti. Þátttakendur voru einnig beðnir um að

afhenda könnunina að henni lokinni. Þeir voru sérstaklega beðnir um að lesa

vandlega fyrstu síðu könnunarinnar, þar sem þeir voru beðnir um að svara

spurningunum eftir bestu getu og þeim tilkynnt að nafnleyndar væri gætt. Þar á

eftir var listanum dreift til þátttakenda og rannsakandinn gekk á milli og svaraði

spurningum ef vafaatriði komu upp.

Viku seinna, þann 14. apríl 2015 var spurningalistinn lagður fyrir hóp B.

Þar hafði rannsakandinn sama fyrirkomulag varðandi dreifingu gagna og

útskýringar, líkt og í hóp A. Hópur B svaraði könnuninni líkt og hópur A, eftir

hreyfitíma hjá íþróttafræðingnum, og var rannsakandinn ávallt tilbúinn að svara

þeim spurningum sem upp komu varðandi könnunina.

Úrvinnsla og greining gagna

Í rannsókninni var stuðst við megindlega rannsóknaraðferð og byggir hún á

tölfræðilegum greiningum gagna. Við úrvinnslu gagna var notast við

tölfræðiforritið (e: Statistical Package for the Social Sciences, SPSS). Lýsandi

tölfræði var notuð til þess að sjá tíðni og hlutfall upplýsinga nánar. Síðan var

notuð ályktunartölfræði þar sem t-próf óháðra úrtaka voru notuð til að kanna mun

milli kynja. Unnið var með eina frumbreytu sem var kyn þátttakenda.

Fylgibreyturnar voru meðal annars andleg og líkamleg heilsa, mikilvægi

hreyfingar, ástundun hreyfingar og virkni. Aðrar fylgibreytur voru áhrif

Page 24: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  23  

hreyfingar á lífsgæði og hugsanleg hræðsla við að detta og fjöldi falla síðastliðna

sex mánuði. Tölvuforritið Excel var notað til þess að endurgera töflur áður en þær

voru settar inn í niðurstöðukaflann.

 

Page 25: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  24  

Niðurstöður

Þátttakendur

Úrtakið samanstendur af 34 eldri borgurum sem stunda hreyfingu. Átján

þátttakendur eru konur og 16 karlar. Eins og sést í töflu 1 þá er hlutfall á milli

kynja nokkuð jafnt, konur eru þó tveimur fleiri en karlar.

Tafla 1. Kyn og aldur þátttakenda, spönn, meðaltal og staðalfrávik

Kyn og aldur þátttakenda Fjöldi (N) Spönn Meðaltal Staðalfrávik Kona 18 (52,9%) 70-88 ár 78,88 ár 5,59 ár Karl 16 (47,1%) 68-87 ár 76,69 ár 5,95 ár Samtals 34 (100%) 68-88 ár 77,82 ár 5,79 ár

Meðalaldur þátttakenda er 77,8 ár og er aldursbilið frá 68 til 88 ára. Eins og sést í

töflu 1 þá er elsti þátttakandi rannsóknarinnar 88 ára og sá yngsti er 68 ára. Elsti

þátttakandi kemur úr hópi kvenna og sá yngsti úr hópi karla. Yngsta konan sem

tók þátt er 70 ára og elsti karlinn er 87 ára. Meðalaldur og staðalfrávik aldurs

kvenna og karla má sjá í töflu 1.

Page 26: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  25  

Hvatar þess að stunda líkams- og heilsurækt Á mynd 1 má sjá hvaða hvetjandi þættir skipta þátttakendur mestu máli við ástundun líkams- og heilsuræktar

Mynd 1. Áhrifaþættir hreyfingar

Flestir þátttakendur eða 12 af 34 segja að bætt líkamleg hreysti hvetji þá

mest áfram til þess að stunda líkams- og heilsurækt. Tíu þátttakendur eða 29,4%

segja að betri andleg líðan sé helsti hvatinn til að stunda hreyfingu. Níu eða um

26,5% telja að bætt líkamlegt þrek sé helsti hvatinn. Einnig telja 9% félagsskapinn

mest hvetjandi. Ef litið er á svarmöguleika á milli kynja kemur í ljós að flestar

konur eða 44,4% segja að helsti áhrifaþáttur hreyfingar sé betri andleg líðan. Hins

vegar segja flestir karlar, eða um 37,5% að helsti hvati til þess að stunda líkams-

og heilsurækt sé vegna aukins líkamlegs hreystis og þreks.

Á mynd 1 sést að fæstir karlar eða 12,5% telja að betri andleg líðan hvetji

þá áfram til þess að stunda hreyfingu. Til að kanna hvort um marktækan mun væri

að ræða á milli kynja hvað varðar áhrifaþætti hreyfingar var t-próf óháðra úrtaka

framkvæmt. Niðurstaða þess (t(32)= 1,93, p>0,05) sýnir að ekki er munur á

áhrifaþáttum hreyfingar á milli kynja.

10 12

9

0

3

0

8 6

3

0 1

0 2

6 6

0 2

0 0 2 4 6 8

10 12 14

Fjöl

di

Allir Konur karlar

Page 27: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  26  

Hindranir fyrir hreyfingu þátttakenda Helstu ástæður fyrir því að þátttakendur mæti ekki í heilsu- og líkamsræktartíma

eru eins og sjá má í töflu 2. Þátttakendur áttu að merkja við allt sem átti við um

þá.

Tafla 2. Hindranir þátttakenda fyrir því að stunda líkams- og heilsurækt

Helstu ástæður Fjöldi (N) Konur Karlar Heildar-

hlutfall Ég sleppi aldrei úr tíma 16 50% 48,8% 47,1%

Tímaskortur 6 11,1% 25% 17,6% Áhugaleysi 1 0% 6,2% 2,9%

Veikindi/Áverkar 12 44,4% 25% 35,3% Hræðsla við að meiðast eða

detta 1 0% 6,3% 2,9%

Þreyta 1 0% 6,3% 2,9% Orkuleysi 3 0% 18,8% 8,8%

Harðsperrur 3 0% 18.8% 8,8% Tímarnir eru leiðinlegir 1 0% 6,3% 2,9% Tímarnir eru of erfiðir 2 0% 12,5% 5,9%

Flestir þátttakendur eða um 47% segja að þeir sleppi aldrei úr tíma, og ef

svo er þá er helsta ástæða þess talin vera vegna veikinda eða áverka. Um 18%

þátttakenda segir hins vegar það sé vegna tímaskorts að þeir mæti ekki í líkams-

og heilsuræktartíma. Um 8,8% þeirra telja orkuleysi og harðsperrur vera helstu

ástæður þess að þeir mæti ekki. Ef svarmöguleiki á milli kynja er skoðaður, þá

telur meirihluti kvenna eða um 50% að þær sleppi aldrei úr tíma og meirihluti

karla eða um 49% segir hið sama. Ef konur sleppa úr tíma þá telur 44,4% þeirra

helstu ástæðu þess vera veikindi eða áverkar en 25% karla segja slíkt hið sama.

Um 11% kvenna og 25% karla segja að tímaskortur sé helsta hindrun þeirra við að

mæta í tíma. Um 18,8% karla telja að orkuleysi og harðsperrur séu þeir þættir sem

hindri þá mest við það að mæta ekki í líkams- og heilsuræktartíma. Eins og sjá má

í töflu 2 þá segir engin kona að tímarnir séu of erfiðir á meðan að 12,5% karla

segja að það sé helsta ástæða þess að þeir mæti ekki. Aðrar ástæður hindrana má

sjá í töflu 2.

Page 28: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  27  

Almennt um hreyfingu þátttakenda

Þátttakendur voru spurðir hversu miklu eða litlu máli hreyfing skipti þá og telja

76,5% að hreyfing skipti þá mjög miklu máli. Hins vegar segja 20,6% að hreyfing

skipti þá frekar miklu máli og 2,9% segja að hreyfing skipti þá í meðallagi miklu

eða litlu máli. Enginn þátttakandi segir að hreyfing skipti þá frekar eða mjög litlu

máli. Meirihluti eða 81,3% karla telur hreyfingu skipta þá mjög miklu máli og

meirihluti eða 72,2% kvenna segir hið sama. Fjórar konur eða um 22,2% og 3

karlar eða um 19% segja að hreyfing skipti þau frekar miklu máli.

Hvort um marktækan mun væri að ræða á milli karla og kvenna hvað

varðar mikilvægi hreyfingar var notað t-próf óháðra úrtaka. Niðurstaða t-prófsins

er (t(32)= -0,827, p>0,05) að ekki er munur á milli karla og kvenna hvað varðar

mikilvægi hreyfingar.

Þátttakendur voru spurðir að því hver helsta ástæða mikilvægi hreyfingar

væri. Á mynd 2 má sjá helstu ástæður allra þátttakenda og svör á milli kynja.

Mynd 2. Helstu ástæður fyrir mikilvægi hreyfingar

Flestir þátttakendur eða 44% telja helstu ástæðu mikilvægi hreyfingar vera

að hún viðhaldi líkamlegri færni og heilsu. Tíu einstaklingar eða 29,4% segja að

helsta ástæða fyrir mikilvægi hennar sé að hún gefur þeim aukna orku til daglegra

athafna. Átta manns eða 23,5% telja helstu ástæðu vera að hreyfing auki vellíðan.

Eins og sjá má á mynd 2, þá merkti einn þátttakandi við svarmöguleikann annað.

Hann telur að helsta ástæða fyrir mikilvægi hreyfingar sé að hún bæti liði hans.

8 10

15

1

5 4

9

0

3

6 6

1

0 2 4 6 8

10 12 14 16

Hreyfing eykur vellíðan

Hreyfing gefur mér aukna orku

til daglegra athafna

Hreyfing viðheldur

líkamlegri færni minni og heilsu

Annað

Fjöl

di

Allir Konur Karlar

Page 29: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  28  

Ef svarmöguleiki milli kynja er skoðaður nánar þá merkja 9 konur eða 50%

þeirra við að helsta ástæða fyrir mikilvægi hreyfingar sé að hún viðhaldi

líkamlegri færni þeirra og heilsu. Flesti karlar eða um 37,5% telja hins vegar að

hreyfing gefi þeim aukna orku til daglegra athafna og að hreyfing viðhaldi

líkamlegri færni þeirra og heilsu.

Ef spurt var hvort hreyfing hafi góð eða slæm áhrif á lífsgæði þátttakenda

kom í ljós að flestir eða um 71% telja hreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði

þeirra. Meirihluti kvenna um 78% telur hreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði

þeirra og sömuleiðis meirihluti karla eða 75%. Þegar skoðað er hvort konur eða

karlar telji hreyfingu hafa góð eða slæm áhrif á lífsgæði þeirra kemur í ljós að

ekki er munur á milli kynja samkvæmt niðurstöðu t-prófsins (t(32)= -0,519,

p>0,05).

Þátttakendur voru spurðir hvort líkams- og heilsurækt hefði jákvæð eða

neikvæð áhrif á daglegar athafnir þeirra. Úrvinnsla gagna leiddi í ljós að

meirihluti eða um 71% þeirra telur að líkams- og heilsurækt hafi jákvæð áhrif á

daglegar athafnir þeirra.

Til að kanna marktækan mun á milli kynja var t-próf óháðra úrtaka

framkvæmt og niðurstaða þess er (t(31)= 0,296, p>0,05) að ekki er munur á milli

kynja hvort að líkams- og heilsurækt hefði jákvæð eða neikvæð áhrif á deglegar

athafnir þeirra.

Hræðsla við að hrasa eða detta

Af heildarfjölda eru 37,5% sem segist aldrei finna fyrir hræðslu við að hrasa eða

detta. Þar af eru 31% þeirra sem segist sjaldan finna fyrir hræðslu og 6,3% segjast

mjög oft finna fyrir hræðslu vegna þess. Á mynd 3 má sjá svör þátttakenda greint

eftir kyni.

Page 30: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  29  

Mynd 3. Hræðsla við að hrasa eða detta greint eftir kyni

Á mynd 3 má sjá að enginn af körlunum finnur mjög oft fyrir hræðslu við

að hrasa eða detta og að flestir af þeim eða um 50% segjast aldrei finna fyrir

hræðslu. Aftur á móti finna um 11% kvenna mjög oft fyrir hræðslu við að hrasa

eða detta og meirihluti þeirra eða 39% segist stundum finna fyrir hræðslu vegna

þess. Til að athuga hvort munur væri á milli kynja hvað varðar hræðslu við að

hrasa eða detta var t-próf óháðra úrtaka framkvæmt. Niðurstaða þess (t(30)= 2,55,

p<0,05) sýnir að munur á milli kynja sé marktækur og því er með 95% vissu hægt

að segja að konur finni oftar fyrir hræðslu við að hrasa eða detta en karlar.

Þátttakendur voru spurðir hvort hreyfing eða líkamsrækt ýti undir eða

dragi úr hugsanlegri hræðslu þeirra við að hrasa eða detta og segja flestir eða

48,5% að hreyfing dragi mjög úr hugsanlegri hræðslu þeirra.

Þátttakendur voru einnig spurðir hversu oft þeir hafa dottið á síðastliðnum

sex mánuðum og segir meirihluti eða 70% þeirra að þeir hafi aldrei dottið á þeim

tíma. Hins vegar segjast 30% hafa dottið einu sinni til tvisvar sinnum á

síðastliðnum sex mánuðum. Ef svarmöguleiki á milli kynja er skoðaður kemur í

ljós að 33% kvenna og 27% karla segjast hafa dottið einu sinni til tvisvar sinnum

á þeim tíma. Til að kanna hvort munur væri á milli kynja hvað varðar það hversu

oft þau detta var t-próf óháðra úrtaka framkvæmt. Niðurstaða þess (t(31)= 0,421,

p>0,05) sýnir að það er ekki munur á milli karla og kvenna hvað varðar það

hversu oft þau hafa dottið á síðastliðnum sex mánuðum.

11%

39%

22% 28%

0%

7%

43%

50%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Mjög oft Stundum Sjaldan Aldrei

%

Konur Karlar

Page 31: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  30  

Virkni þátttakenda

Þegar virkni þátttakenda er skoðuð kemur í ljós að 35,3% eða 12 manns stunda

líkams- og heilsurækt þannig að þau mæðist, finni fyrir örari hjartslætti eða svitni

einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Um 32,4% eða 11 manns stunda hreyfingu

þrisvar til fjórum sinnum í viku, á meðan að 7 manns eða 20,6% hreyfa sig fimm

til sex sinnum í hverri viku. Einn þátttakandi segir að hann hreyfi sig daglega.

Þegar litið er á virkni þátttakenda eftir kyni, þá stunda flestir karlar eða um

37,5% þeirra hreyfingu einu sinni til tvisvar sinnum í viku, en um 31,3% karla

segist stunda hreyfingu þrisvar til fjórum sinnum í viku og um 25% segist hreyfa

sig fimm til sex sinnum í viku. Um 33,3% kvenna segist hreyfa sig einu sinni til

tvisvar sinnum í viku og sama svarhlutfall gildir um hreyfingu sem er stunduð

þrisvar til fjórum sinnum í viku. Um 17% þeirra segist hins vegar hreyfa sig fimm

til sex sinnum í viku og engin þeirra hreyfir sig daglega. Til að kanna marktækan

mun á milli kynja hvort þeirra stundar oftar hreyfingu í viku, var t- próf óháðra

úrtaka framkvæmt. Niðurstaða t-prófsins er (t(32)= 1,491, p>0,05) að ekki er

munur á milli kynja.

Algengast er að þátttakendur hreyfi sig á bilinu 30-39 mínútur í senn, en

þegar svör beggja kynja eru skoðuð nánar kemur í ljós að einungis 25% karla gera

það á meðan að meirihluti kvenna eða um 56% hreyfa sig í þann tíma. Flestir

karlar eða 37,5% hreyfa sig á bilinu 40-49 mínútur í senn, á meðan einungis 25%

kvenna hreyfa sig í þann tíma. Enginn þátttakandi stundar hreyfingu í færri en 19

mínútur.

Mat á eigin heilsu Um 18% þátttakenda telja líkamlega heilsu sína vera mjög góða á meðan að

meirihluti eða 56,% telur líkamlega heilsu sína vera frekar góða. Hins vegar telja

26,5% þátttakenda að líkamleg heilsa þeirra sé í meðallagi góð eða slæm. Enginn

þátttakandi telur líkamlega heilsu sína vera frekar eða mjög slæma. Á mynd 4 hér

fyrir neðan má sjá mun á svörum varðandi líkamlega heilsu á milli karla og

kvenna.

Page 32: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  31  

Mynd 4. Mat þátttakenda á eigin líkamlegri heilsu

Á mynd 4 sést að 4 konur eða 22,2% og 2 karlar eða 12,5% telja líkamlega

heilsu sína vera mjög góða. Meirihluti eða 50% kvenna og meirihluti um 62%

karla telur líkamlega heilsu sína vera frekar góða. Á mynd 4 má einnig sjá svör

þátttakenda á milli kynja hversu margir telja líkamlega heilsu sína hvorki góða né

slæma og það að enginn þátttakandi telur líkamlega heilsu sína vera frekar eða

mjög slæma.

Framkvæmt var t-próf óháðra úrtaka til að kanna hvort um marktækan

mun væri að ræða á milli kynja hvað varðar líkamlega heilsu. Niðurstaða prófsins

(t(32)= 0,298, p>0,05) sýnir að það er ekki munur á milli kynja hvað varðar mat á

líkamlegri heilsu.

Hvað varðar andlega heilsu þá meta 47,1% þátttakenda andlega heilsu sína

mjög góða á meðan að meirihluti eða 50% telja hana vera frekar góða. Einungis

einn þátttakandi eða 2,9% telur andlega heilsu sína vera í meðallagi góða eða

slæma. Enginn merkti við svarmöguleikana frekar eða mjög slæma. Á mynd 5

hér fyrir neðan má sjá mun á svörum kynja varðandi andlega heilsu.

4

9

5

0 0

2

10

4

0 0 0

2

4

6

8

10

12

Mjög góða Frekar góða

Í meðallagi góða né slæma

Frekar slæma

Mjög slæma

Fjöl

di

Konur Karlar

Page 33: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  32  

Mynd 5. Mat þátttakenda á eigin andlegri heilsu

Tíu konur eða 55,6 % og 6 karlar eða 37,5% telja andlega heilsu sína vera

mjög góða á meðan að 8 konur eða 44,4% og 9 karlar eða 56,3% telja hana vera

frekar góða. Eins og sjá má á mynd 5 telur einn karl eða 2,9% andlega heilsu sína

vera í meðallagi góða eða slæma á meðan að engin kona merkir við þennan

svarmöguleika.

Gert var t-próf óháðra úrtaka til að kanna hvort um marktækan mun væri

að ræða á milli kynja hvað varðar andlega heilsu. Niðurstaða prófsins (t(32)=

1,27, p>0,05) er að það er ekki munur á milli kynja hvað varðar mat á andlegri

heilsu.

Kyrrseta þátttakenda Þegar litið er á hve löngum tíma á dag þátttakendur vörðu tíma sínum að jafnaði

sitjandi, ef einungis er miðað við virka daga, kemur í ljós að meirihlutinn eða 68%

eyðir fjórum til fimm klukkustundum sitjandi daglega á virkum dögum. Tveir

þátttakenda segja að þeir eyði einni klukkustund á dag sitjandi og þrír telja sig

eyða tveimur til þremur tímum á dag sitjandi. Ef litið er á svarmöguleika á milli

kynja þá sýnir niðurstaðan að 71,4% karla og um 65% kvenna eyða fjórum til

fimm klukkustundum að jafnaði sitjandi. Átján prósent kvenna eyða sex til sjö

tímum á virkum degi og 7,1% karla eyðir átta til tíu tímum á virkum degi sitjandi.

Einn þátttakandi telur sig eyða meira en 16 klukkustundum á dag sitjandi.

10

8

0 0 0

6

9

1 0 0

0

2

4

6

8

10

12

Mjög góða Frekar góða Í meðallagi góða/slæma

Frekar slæma

Mjög slæma

Fjöl

di

Konur Karlar

Page 34: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  33  

Helstu niðurstöður opnu spurninganna

Þátttakendur voru spurðir að því í hvaða tilvikum sú líkams- og heilsurækt sem

þeir stunduðu hefði frekar eða mjög jákvæð áhrif á daglegar athafnir þeirra. Í töflu

3 má sjá helstu niðurstöður opnu spurninganna á milli kynja:

Tafla 3. Jákvæð áhrif daglegra athafna

Konur Karlar

• Gaman að hitta aðra

• Bætt andleg líðan

• Betri líðan almennt

• Er öll frískari

• Finn fyrir jákvæðum áhrifum í

göngu

• Lækkar blóðþrýstinginn og finn

minna fyrir stirðleika

• Finn fyrir þessum jákvæðu áhrifum

eftir hreyfingu

• Vellíðan eftir leikfimi og sund

• Hreyfing viðheldur líkamlegri færni

minni, ég er gigtarsjúklingur með

gerviliði í höndum og hjám

• Það eykur liðleika sem er afar

jákvætt

• Aukið þol

• Aukin færni

• Allur annar við líkamsrækt

• Aukin líkamleg geta og færni

• Hressari

• Mér líður alltaf betur eftir að hafa

hreyft mig

• Meira úthald og gleði

• Öll líkamsrækt hefur jákvæð

áhrif, bætir heilsu og hefur góð

áhrif á andlega heilsu

• Aukinn vilji til hreyfingar

Af heildarfjölda þátttakenda sem voru 34 eru tíu konur sem svara og níu

karlar. Vellíðan er atriði sem stendur upp úr í svörunum samanber svörum í töflu

3.

Page 35: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  34  

Umræða Meginviðfangsefni rannsóknarinnar snérist um það að kanna hvaða þættir það eru

sem hvetja eldri borgara helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt og hvaða

þættir hamla því. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að bætt líkamleg

hreysti og þrek og betri andleg vellíðan væri það sem hvatti þátttakendur helst

áfram til að stunda hreyfingu og samræmist það eldri niðurstöðum rannsókna

(Macera o.fl., 2003; Rasinaho o.fl., 2006; Scanlon-Mogel og Roberto, 2004).

Það voru þó mismunandi ástæður fyrir því hvað það var sem hvatti

þátttakendur helst til að stunda líkams- og heilsurækt. Konur töldu betri andleg

líðan vera sá þáttur sem hvetji þær áfram til að stunda hreyfingu en hins vegar

töldu karlar það vera bætt líkamleg hreysti og þrek. Svör þátttakenda á milli kynja

voru áhugaverð og væri gaman að kanna af hverju svo er nánar í framtíðinni.

Eldri rannsóknir gefa þó til kynna að félagsskapur telst vera stór hvati til

hreyfingar hjá eldri borgurum, þar sem þeir fá stuðning hver frá öðrum á meðan á

æfingum stendur (Bertera, 2003; Gígja Gunnarsdóttir, 2008; Hardcastle og

Taylor, 2001; Macera o.fl., 2003; Scanlon-Mogel og Roberto, 2004; World Health

Organization, 2008). Eldri borgarar fá ekki einungis stuðning hver frá öðrum

heldur getur félagsskapurinn einnig leitt til þess að ný vinátta myndist.

Hreyfiáætlanir sem eru sniðnar að eldri borgurum skapa oftast þægindatilfinningu

fyrir eldra fólkið, þar sem það æfir með fólki á svipuðum aldri og svipaðri getu og

auðveldar það þeim félagsleg tengsl (Castera og Gillet, 1998). Í þessari rannsókn

kom það þó á óvart að einungis 9% þátttakenda taldi félagsskapinn helsta hvatann

til að stunda líkams- og heilsurækt.

Flestir þátttakendur rannsóknarinnar sögðust aldrei sleppa úr tíma, það er

vísbending um að hreyfing skipti þá miklu máli samanber niðurstöður

rannsóknarinnar. Þessi niðurstaða er ánægjuleg og bendir mögulega á að

þátttakendur í þessari rannsókn séu meðvitaðir um eigin heilsu og að þeir hafi

jákvætt viðhorf til hreyfingar.

Helstu hindranir þátttakenda fyrir því að mæta ekki í líkams- og

heilsuræktartíma voru veikindi eða áverkar, tímaskortur, orkuleysi og harðsperrur.

Þessar niðurstöður eru í samræmi við eldri rannsóknir sem hafa verið gerðar á

sams konar viðfangsefni (Costello o.fl., 2011; Gígja Gunnarsdóttir, 2008;

Rasinaho o.fl., 2006). Rannsókn Rasinaho og félaga (2006) gaf til kynna að ef

Page 36: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  35  

eldra fólk byggi yfir skertri hreyfigetu, þá nefndi það fleiri hindranir eins og til

dæmis lélega heilsu, öldrun, ótta við fall og skort á félagsskap. Í þessari rannsókn

nefndi fólk færri hindranir, sem ef til vill bendir til þess að þátttakendur búi yfir

ágætri hreyfigetu og séu líkamlega virkir. Einnig getur það stafað af því að

meirihluti þátttakenda í þessari rannsókn telur líkamlega og andlega heilsu sína

vera góða.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meirihluti eða 77%

þátttakenda töldu hreyfingu skipta þá mjög miklu máli. Samanburður á kynjunum

gaf það einnig til kynna. Það kom ekki á óvart að enginn þátttakenda fannst

hreyfing ekki vera mikilvæg sem bendir til þess að eflaust gera þátttakendur sér

fullkomlega grein fyrir mikilvægi hennar á efri árum. Þetta er afar jákvæð

niðurstaða, því hreyfing eykur ekki einungis lífsgæði eldri borgara, heldur spilar

hún stórt hlutverk í að viðhalda sjálfstæði þeirra sem lengst eins og rannsóknir

Macera og félaga (2003) og Sun og félaga (2013) sýna fram á.

Um 44% þátttakenda töldu helstu ástæðu fyrir mikilvægi hreyfingar vera

að hún viðhaldi líkamlegri færni og heilsu, auk þess nefndu nokkrir þátttakendur

að hreyfing veitti þeim aukna orku til daglegra athafna og aukinnar vellíðan. Þessi

svör samræmast niðurstöðum eldri rannsókna (Rasinaho o.fl., 2006; Scanlon-

Mogel og Roberto, 2004). Þar sem svarhlutfall á milli kynja var nokkuð jafnt

varðandi það hvort hreyfing hefði góð eða slæm áhrif á lífsgæði þátttakenda, þá

gefur niðurstaða rannsóknarinnar til kynna að meirihluti telji hreyfingu hafa mjög

góð áhrif á lífsgæði þeirra. Meirihluti þátttakenda sagði einnig að hreyfing hefði

afar jákvæð áhrif á daglegar athafnir þeirra.

Þar sem flestir þátttakendur rannsóknarinnar hreyfa sig, þá er talið líklegt

að þeir meti ávinninga hreyfingar meira en ókosti. Í rannsókn Oman og McAuley

(1993) má sjá að ef eldra fólk nýtur ávinnings af hreyfingu eins og til dæmis

bættrar heilsu, þá er það líklegra til þess að stunda hreyfingu en þeir eldri borgarar

sem gera það ekki. Ótal rannsóknir benda til þess að samband sé á milli daglegrar

hreyfingar og aukinna lífsgæða eldri borgara. Góðum lífsgæðum fylgir einnig

betri andleg vellíðan og aukin líkamleg færni (Castera og Gillet, 1998; Macera

o.fl., 2003; Scanlon-Mogel og Roberto, 2004; Sun o.fl., 2013; World Health

Organization, 2008).

Af heildarfjölda þátttakenda segjast 37,5% aldrei finna fyrir hræðslu við

að hrasa eða detta, hins vegar komu svör þátttakenda á milli kynja verulega á

Page 37: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  36  

óvart. Enginn karl sagðist hræðast fall mjög oft en aftur á móti sögðust 11%

kvenna gera það. Munur á milli kynja var marktækur sem gefur til kynna að konur

hræðast fall oftar en karlar. Niðurstöður rannsóknarinnar samræmast niðurstöðu

rannsóknar Boyd og Stevens (2009) þar sem það sama kom í ljós, það er að konur

hræðast fall oftar en karlar. Möguleg ástæða fyrir þeim fjölda þátttakenda

rannsóknarinnar sem hræðist ekki fall er sá að báðir hópar stunda reglulega

hreyfingu. Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar eldra fólk stundar hreyfingu

minnkar hræðsla við fall vegna hennar (Song o.fl., 2013). Einnig gæti verið

tenging á milli hversu oft eldra fólk hefur dottið og mögulegri hræðslu þeirra við

fall. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að eldri konur detta oftar en karlar og

er það talið vera vegna líffræðilegra þátta (World Health Organization, 2008) en

hér í þessari rannsókn var ekki munur á fjölda karla og kvenna sem hafði dottið.

Þar sem flestir þátttakendur rannsóknarinnar hreyfðu sig einungis einu

sinni til tvisvar sinnum í viku, eða í um 30-39 mínútur í senn. Þá gefa þessar

niðurstöður til kynna að meirihluti eldri borgara í þessari rannsókn nái ekki að

fylgja ráðleggingum varðandi hreyfingu. Í ráðleggingum um líkamsrækt aldraðra

er mælt með að eldri borgarar stundi 30 mínútna hreyfingu á dag, fimm daga

vikunnar (American Heart Association Recommendations for Physical Activity in

Adults, 2014; Henrikson og Sundberg, 2010). Niðurstöður rannsóknar Franco og

félaga (2015) sýna að um 45% eldri borgara yfir sextugt, nær ekki að fylgja

ráðleggingum varðandi hreyfingu. Samkvæmt þessari rannsókn er hlutfallið þó

örlítið lægra, það er að segja um 35%.

Að lifa kyrrsetulífi getur haft slæmar afleiðingar á lífsgæði fólks á öllum

aldri. Kyrrseta eykur líkur á langvinnum sjúkdómum og eftir því sem aldur fólks

hækkar þá er það líklegra til að stunda litla hreyfingu (Franco o.fl., 2015). Hér í

þessari rannsókn er kyrrseta þátttakenda ekki mikil, því meirihluti þeirra eða um

68% eyðir fjórum til fimm klukkustundum sitjandi daglega á virkum dögum.

Fjórar til fimm klukkustundir eru ekki langur tími sem þátttakendur eyða að

jafnaði sitjandi. Möguleg ástæða fyrir því er að þátttakendur eru uppteknir á

daginn eða eru duglegir að hreyfa sig.

Rannsóknin hafði nokkra veikleika því þátttakendur voru færri en

rannsakandinn hafði vonast til. Í upphafi rannsóknar fékk rannsakandinn þær

upplýsingar að ef um góða mætingu væri að ræða yrðu þátttakendur á bilinu 55-

65. Mögulegar ástæður fyrir fjarveru þátttakenda gætu hafa verið veikindi eða

Page 38: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  37  

utanlandsferðir. Úrtak rannsóknarinnar hefði því mátt vera stærra. Í rannsókninni

var einungis einn marktækur munur og var hann sá að konur hræðast fall oftar en

karlar, en hann gat hafa verið tilviljunarkenndur, vegna of fárra þátttakenda.

Annar veikleiki rannsóknarinnar sem hægt er að nefna er að hugsanlega

gætu þátttakendur hafa misskilið spurningar og ekki þorað að spyrja

rannsakandann. Ef þátttakendur hefðu svarað öllum spurningum, þá hefðu

niðurstöður rannsóknarinnar ef til vill orðið áreiðanlegri.

Kostur rannsóknarinnar var hins vegar sá að hlutfall á milli kynja var

nánast jafnt og samræmdust niðurstöður rannsóknarinnar fyrri rannsóknum, sem

gerðar höfðu verið á sviði öldrunar.

Þar sem eldra fólkið kom einungis úr tveimur hópum, þá hefði ef til vill

verið skemmtilegra að skoða fleiri en þessa tvo hópa. Einnig hefði verið gaman að

kanna mun á hópum sem búa á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Áhugavert

hefði verið að skoða hóp sem hreyfir sig reglulega og bera saman við hóp sem

gerir það ekki og kanna helstu hvata og hindranir hreyfingar hjá þeim.

Þar sem tala eldri borgara fer sífellt vaxandi nú til dags bæði hér á landi og

erlendis þá er mikilvægt að koma til móts við þarfir þeirra. Hægt er að gera það

með því að auka lífsgæði þeirra. Samkvæmt rannsóknum þá er hægt að bæta eða

jafnvel auka lífsgæði eldri borgara með því að leggja aukna áherslu á mikilvægi

hreyfingar. Með því að þekkja helstu hvata og hindranir hreyfingar eldri borgara

er hægt að búa til hreyfiáætlanir sem stuðla að hamingju, vellíðan og félagsskap,

sem auðveldar eldra fólki að viðhalda hreyfingu sem lengst. Íþróttafræðingar

mættu því víkka sjónsvið sitt og leggja meiri áherslu á þjálfun þessa hóps, því

honum fer ört vaxandi.

Page 39: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  38  

Heimildaskrá

Almomani,  F.  M.,  McDowd,  J.  M.,  Bani-­‐Issa,  W.  og  Almomani,  M.  (2014).  

Health-­‐related  quality  of  life  and  physical,  mental,  and  cognitive  

disabilities  among  nursing  home  residents  in  Jordan.  Quality  of  Life  

Research,  23(1),  155–165.  doi:10.1007/s11136-­‐013-­‐0461-­‐2  

American  Heart  Association  Recommendations  for  Physical  Activity  in  

Adults.  (2014).  American  Heart  Association.  Sótt  14.  maí  2015  af  

http://www.heart.org/HEARTORG/GettingHealthy/PhysicalActivity/

FitnessBasics/American-­‐Heart-­‐Association-­‐Recommendations-­‐for-­‐

Physical-­‐Activity-­‐in-­‐Adults_UCM_307976_Article.jsp  

Bertera,  E.  M.  (2003).  Physical  activity  and  social  network  contacts  in  

community  dwelling  older  adults.  Activities,  Adaptation  &  Aging,  27(3-­‐

4),  113–127.  doi:10.1300/J016v27n03_08  

Blair,  S.  N.,  LaMonte,  M.  J.  og  Nichaman,  M.  (2004).  The  evolution  of  physical  

activity  recommendations:  how  much  is  enough?  The  American  

Journal  of  Clinical  Nutrition,  79(5),  913–920.  

Bouchard,  C.,  Blair,  S.  N.  og  Haskell,  W.  L.  (2012).  Physical  activity  and  health  

(2.  útg.).  Human  Kinetics.  

Boyd,  R.  og  Stevens,  J.  A.  (2009).  Falls  and  fear  of  falling:  Burden,  beliefs  and  

behaviours.  Age  and  Ageing,  38(4),  423–428.  

doi:10.1093/ageing/afp053  

Caspersen,  C.  J.,  Powell,  K.  E.  og  Christenson,  G.  M.  (1985).  Physical  activity,  

exercise,  and  physical  fitness:  definitions  and  distinctions  for  health-­‐

related  research.  Public  Health  Rep.,  100(2),  126–131.  

Page 40: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  39  

Castera,  M.  S.  og  Gillet,  P.  A.  (1998).  Older  woman’s  feelings  about  exercise  

and  their  adherence  to  an  aerobic  regimen  over  time.  The  

Gerontologist,  38(5),  602–609.  

Clark,  D.  O.  (1999).  Identifying  psychological,  physiological,  and  

environmental  barriers  and  facilitators  to  exercise  among  older  low  

income  adults.  Journal  of  Clinical  Geropsychology,  5(1),  51–62.  

Costello,  E.,  Kafchinski,  M.,  Vrazel,  J.  og  Sullivan,  P.  (2011).  Motivators,  

barriers,  and  beliefs  regarding  physical  activity  in  an  older  adult  

population.  Journal  of  Geriatric  Physical  Therapy,  34(3),  138–147.  

doi:10.1519/JPT.0b013e31820e0e71  

Diener,  E.  (1984).  Subjective  well-­‐being.  Psychological  Bulletin,  95(3),  542–

575.  

Draelos,  Z.  D.  (2009).  What  defines  aging?  Journal  of  Cosmetic  Dermatology,  

8(4),  237–238.  doi:10.1111/j.1473-­‐2165.2009.00472.x  

Franco,  M.  R.,  Tong,  A.,  Howard,  K.,  Sherrington,  C.,  Ferreira,  P.  H.,  Pinto,  R.  Z.  

og  Ferreira,  M.  L.  (2015).  Older  people’s  perspectives  on  participation  

in  physical  activity:  A  systematic  review  and  thematic  synthesis  of  

qualitative  literature.  British  Journal  of  Sports  Medicine.  

doi:10.1136/bjsports-­‐2014-­‐094015  

Gígja  Gunnarsdóttir.  (2008).  Ráðleggingar  um  hreyfingu.  Lýðheilsustöð.  

Guðrún  Elín  Benónýsdóttir,  Sólveig  Ása  Árnadóttir  og  Sigríður  Halldórsdóttir.  

(2009).  Reynsla  aldraðra,  sem  búsettir  eru  á  eigin  heimili,  af  heilbrigði  

og  af  því  hvað  viðheldur  og  eflir  heilsu  á  efri  árum.  Tímarit  

hjúkrunarfræðinga,  85(1),  48–55.  

Page 41: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  40  

Hagstofa  Íslands,.  (2013).  Hagstofa  Íslands  ,  Talnaefni,  Mannfjöldi.  Sótt  15.  

desember  2014  af  

https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=15409  

Hamilton,  L.  K.,  Joppé,  S.  E.,  M.  Cochard,  L.  og  Fernandes,  K.  J.  L.  (2013).  Aging  

and  neurogenesis  in  the  adult  forebrain:  What  we  have  learned  and  

where  we  should  go  from  here.  European  Journal  of  Neuroscience,  

37(12),  1978–1986.  doi:10.1111/ejn.12207  

Hardcastle,  S.  og  Taylor,  A.  H.  (2001).  Looking  for  more  than  weight  loss  and  

fitness  gain:  Psychosocial  dimensions  among  older  women  in  a  

primary-­‐care  exercise-­‐referral  program.  Journal  of  Aging  and  Physical  

Activity,  9,  313–328.  

Heilbrigðis-­‐og  tryggingamálaráðuneytið.  (2010).  Heilbrigðisáætlun  til  ársins  

2010,  langtímamarkmið  í  heilbrigðismálum  (bls.  13).  Reykjavík.  

Henrikson,  J.  og  Sundberg,  C.  J.  (2010).  General  effects  of  physical  activity.  Í  M.  

Björesson,  M.-­‐L.  Hellenius,  E.  Jansson,  J.  Karlsson,  M.  Leijon,  A.  Ståhle,  

…  J.  Taube  (ritstj.),  Physical  Activity  in  the  Prevention  and  Treatment  of  

Disease.  Östersund,  Sweden:  Swedish  National  Institute  of  Public  

Health.  

Heslop,  A.  og  Gorman,  M.  (2002).  Chronic  poverty  and  older  people  in  the  

developing  world.  Manchester:  Chronic  Poverty  Research  Centre.  

Holliday,  R.  (2010).  Aging  and  the  decline  in  health.  Health,  02(06),  615–619.  

doi:10.4236/health.2010.26092  

Jón  Björnsson.  (1996).  Hvað  er  öldrun?  Í  Hörður  Þorgilsson  og  Jakob  Smári  

(ritstj.),  Árin  eftir  sextugt  (bls.  37–57).  Reykjavík:  Forlagið.  

Page 42: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  41  

Lexell,  J.,  Frändin,  K.  og  Helbostad,  J.  L.  (2010).  Elderly.  Í  M.  Börjesson,  M.-­‐L.  

Hellenius,  E.  Jansson,  J.  Karlsson,  M.  Leijon,  A.  Ståhle,  …  J.  Taube  

(ritstj.),  Physical  activity  in  the  prevention  and  treatment  of  disease.  

Östersund,  Sweden:  Swedish  National  Institute  of  Public  Health.  

Macera,  C.  A.,  Hootman,  J.  M.  og  Sniezek,  J.  (2003).  Major  public  health  

benefits  of  physical  activity.  Arthritis  Care  and  Research,  49(1),  122–

128.  doi:10.1002/art.10907  

Mannréttindaskrifstofa  Íslands.  (e.d.).  Réttindi  aldraðra.  Sótt  17.  mars  2015  af  

http://www.humanrights.is/is/mannrettindi-­‐og-­‐

island/mannrettindi-­‐akvedinna-­‐hopa/aldradir  

Oman,  R.  og  McAuley,  E.  (1993).  Intrinsic  motivation  and  exercise  behavior.  

Journal  of  Health  Education,  24(4),  232–238.  

doi:10.1080/10556699.1993.10610052  

Ólöf  Garðarsdóttir  og  Brynjólfur  Sigurjónsson.  (2008).  Spá  um  mannfjölda  

2008-­‐2050.  Hagstofa  Íslands,  93(71),  1–36.  

Pálmi  V.  Jónsson.  (1996).  Líkamlegar  breytingar.  Í  Hörður  Þorgilsson  og  

Jakob  Smári  (ritstj.),  Árin  eftir  sextugt  (bls.  123–130).  Reykjavík:  

Forlagið.  

Rasinaho,  M.,  Hirvensalo,  M.,  Leinonen,  R.,  Lintunen,  T.  og  Rantanen,  T.  

(2006).  Motives  for  and  barriers  to  physical  activity  among  older  

adults  with  mobility  limitations.  Journal  of  Aging  and  Physical  Activity,  

15,  90–102.  

 

 

Page 43: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  42  

Scanlon-­‐Mogel,  J.  og  Roberto,  K.  (2004).  Older  adults’  beliefs  about  physical  

activity  and  exercise:  Life  course  influences  and  transitions.  Quality  in  

Ageing  and  Older  Adults,  5(3),  33–44.  

doi:10.1108/14717794200400017  

Schutzer,  K.  A.  og  Graves,  S.  (2004).  Barriers  and  motivations  to  exercise  in  

older  adults.  Preventive  Medicine,  39(5),  1056–1061.  

doi:doi:10.1016/j.ypmed.2004.04.003  

Song,  S.,  MacDermid,  J.  C.  og  Grewal,  R.  (2013).  Risk  factors  for  falls  and  

fragility  fractures  in  community-­‐dwelling  seniors:  A  one-­‐year  

prospective  study.  ISRN  Rehabilitation,  2013,  1–8.  

doi:10.1155/2013/935924  

Sun,  F.,  Norman,  I.  J.  og  While,  A.  E.  (2013).  Physical  activity  in  older  people:  A  

systematic  review.  BMC  Public  Health,  13,  449.  

doi:http://dx.doi.org/10.1186/1471-­‐2458-­‐13-­‐449  

Warburton,  D.,  Nicol,  C.  W.  og  Bredin,  S.  (2006).  Health  benefits  of  physical  

activity:  The  evidence.  Canadian  Medical  Association  Journal,  174(6),  

801–809.  doi:10.1503/cmaj.051351  

Wejbrandt,  A.  (2014).  Defining  aging  in  cyborgs:  A  bio-­‐techno-­‐social  

definition  of  aging.  Journal  of  Aging  Studies,  31,  104–109.  

doi:10.1016/j.jaging.2014.09.003  

World  Health  Organization.  (2004).  The  development  of  community  health  

care  in  Shanghai:  Emerging  patterns  of  primary  health  care  for  the  

ageing  population  of  a  megalopolis.  Ageing  and  Health  Technical  

Report,  4,  1–64.  

Page 44: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  43  

World  Health  Organization.  (2006).  Constitution  of  the  world  health  

organization.  Sótt  af  

http://www.who.int/governance/eb/who_constitution_en.pdf  

World  Health  Organization.  (2008).  WHO  global  report  on  falls  prevention  in  

older  age.  Geneva,  Switzerland:  World  Health  Organization.  

World  Health  Organization.  (2013).  Report:  who  global  forum  in  innovations  

for  ageing  populations,  1–62.  

World  Health  Organization.  (2014).  Facts  about  ageing.  Sótt  13.  maí  2015  af  

http://www.who.int/ageing/about/facts/en/  

World  Health  Organization.  (e.d.).  Definition  of  an  older  or  elderly  person.  

World  Health  Organization.  Sótt  4.  maí  2015  af  

http://www.who.int/healthinfo/survey/ageingdefnolder/en/  

Page 45: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  44  

Viðauki Hreyfing eldra fólks

Kæri þátttakandi

Ég er nemandi í BS námi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og ég er að

kanna hverjir eru helstu áhrifaþættir hreyfingar og hvernig eldra fólk metur

hreyfingu sína. Könnunin er hluti af lokaverkefni mínu í íþróttafræði sem fjallar

um hreyfingu eldra fólks. Mig langar til að leggja fyrir þig spurningalista en ég vil

taka fram að þú þarft ekki að svara öllum spurningum. Við úrvinnslu gagna mun

ég gæta fyllsta trúnaðar og mun nafn þitt hvergi koma fram. Í allri

rannsóknarvinnu snýst áreiðanleiki niðurstaðna um að sem flestir taki þátt og því

skiptir þátttaka þín miklu máli fyrir rannsóknina mína. Mín ósk er sú að þú sjáir

þér fært að svara spurningunum eftir bestu getu, þannig að ég fái sem bestar

niðurstöður úr könnuninni minni.

Með bestu kveðju og fyrirfram þakklæti,

Eva María Gísladóttir, íþróttafræðinemi við Háskólann í Reykjavík

Page 46: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  45  

1. Hvert er kyn þitt?

□ Karl

□ Kona

2. Hvert er fæðingarár þitt?

3. Hversu góða eða slæma telur þú líkamlega heilsu þína vera?

□ Mjög góða

□ Frekar góða

□ Í meðallagi góða/slæma

□ Frekar slæma

□ Mjög slæma

4. Hversu góða eða slæma telur þú andlega heilsu þína vera?

□ Mjög góða

□ Frekar góða

□ Í meðallagi góða/slæma

□ Frekar slæma

□ Mjög slæma

5. Hversu miklu eða litlu máli skiptir hreyfing þig?

□ Mjög miklu

□ Frekar miklu

□ Í meðallagi miklu/litlu

□ Frekar litlu

□ Mjög litlu

Page 47: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  46  

6. Ef þú telur hreyfingu skipta mjög miklu eða frekar miklu máli, hver er þá helsta ástæða þess? Vinsamlegast merktu við eitt atriði sem þú telur mikilvægast

□ Hreyfing eykur vellíðan

□ Hreyfing gefur mér aukna orku til daglegra athafna

□ Hreyfing viðheldur líkamlegri færni minni og heilsu

□ Annað, hvað þá helst? ______________________________

7. Í þau skipti sem þú mætir ekki í heilsu-/líkamsræktartímana, hver er þá helsta ástæða þess? Vinsamlegast merktu við allt sem á við um þig.

□ Á ekki við, ég sleppi aldrei úr tíma

□ Tímaskortur

□ Áhugaleysi

□ Veikindi/áverkar

□ Hræðsla við að meiðast eða detta

□ Þreyta

□ Orkuleysi

□ Harðsperrur

□ Tímarnir eru leiðinlegir

□ Tímarnir eru of erfiðir

□ Annað, hvað þá helst? _______________________________

8. Hversu oft í viku stundar þú heilsu- eða líkamsrækt? Hér er átt við heilsu-/líkamsrækt þar sem þú finnur fyrir örari hjartslætti, mæðist eða svitnar.

□ Aldrei

□ 1-2 x í viku

□ 3-4 x í viku

□ 5-6 x í viku

□ Daglega

Page 48: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  47  

9. Þegar þú stundar líkams-/heilsurækt, hversu lengi stundar þú hana í hvert skipti? Hér er átt við líkams-/heilsurækt þar sem þú finnur fyrir örari hjartslætti, mæðist eða svitnar.

□ 10-19 mínútur

□ 20-29 mínútur

□ 30-39 mínútur

□ 40-49 mínútur

□ 50-60 mínútur

□ lengur en 60 mínútur

10. Hversu góð eða slæm áhrif telur þú hreyfingu hafa á lífsgæði þín?

□ Mjög góð

□ Frekar góð

□ Hvorki góð né slæm

□ Frekar slæm

□ Mjög slæm

11. Hvað hvetur þig áfram til þess að stunda líkams-/ heilsurækt? Vinsamlegast merktu við eitt atriði sem skiptir þig mestu máli.

□ Betri andleg líðan

□ Bætt líkamlegt hreysti

□ Bætt líkamlegt þrek

□ Jákvæð endurgjöf frá þjálfaranum

□ Félagsskapurinn

□ Aukin trú á eigin getu

□ Annað, hvað þá helst? ______________________________

Page 49: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  48  

12. Telur þú að líkams-/heilsurækt hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á daglegar athafnir þínar? Eins og til dæmis að fara út í búð, klæða og baða þig.

□ Mjög jákvæð

□ Frekar jákvæð

□ Hvorki jákvæð né neikvæð

□ Frekar neikvæð

□ Mjög neikvæð

13. Ef þér finnst sú líkams-/heilsurækt sem þú stundar hafa frekar eða mjög jákvæð áhrif á daglegar athafnir þínar, í hvaða tilvikum finnur þú fyrir þessum jákvæðu áhrifum? Vinsamlega nefndu dæmi.

__________________________________________________________________

________________________________

14. Ef þér finnst sú líkams-/heilsurækt sem þú stundar hafa frekar eða mjög neikvæð áhrif á daglegar athafnir þínar, í hvaða tilvikum finnur þú fyrir þessum neikvæðu áhrifum? Vinsamlega nefndu dæmi.

__________________________________________________________________

________________________________

15. Hversu oft finnur þú fyrir hræðslu við að hrasa eða detta?

□ Mjög oft

□ Stundum

□ Sjaldan

□ Aldrei

Page 50: Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara - Heim | Skemman.pdfhreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu

  49  

16. Hversu oft hefur þú hrasað eða dottið síðastliðna sex mánuði?

□ Aldrei

□ 1-2 sinnum

□ 3-4 sinnum

□ 5-6 sinnum

□ Oftar en 6 sinnum

17. Finnst þér hreyfing/líkamsrækt ýta undir eða draga úr hugsanlegri hræðslu þinni við að hrasa eða detta?

□ Hreyfing ýtir mjög undir hræðslu

□ Hreyfing ýtir frekar undir hræðslu

□ Hreyfing ýtir hvorki undir né dregur úr hræðslu

□ Hreyfing dregur frekar úr hræðslu

□ Hreyfing dregur mjög úr hræðslu

18.Hve löngum tíma á dag varðir þú að jafnaði sitjandi í síðustu viku? Aðeins skal miða við virka daga.

□ Minna en klst. á dag

□ 1 klst. á dag

□ 2-3 klst. á dag

□ 4-5 klst. á dag

□ 6-7 klst. á dag

□ 8-10 klst. á dag

□ 11-13 klst. á dag

□ 14-16 klst. á dag

□ Meira en 16 klst. á dag