HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og...

23
HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI IF1-01 OG IF1-02, 66 KV JARÐSTRENGIR Umhverfisúttekt Nóvember 2013

Transcript of HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og...

Page 1: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI

IF1-01 OG IF1-02, 66 KV JARÐSTRENGIR

Umhverfisúttekt

Nóvember 2013

Page 2: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

1

EFNISYFIRLIT

1 INNGANGUR................................................................................................ 2

1.1 Tilgangur og markmið ..................................................................................... 2 1.2 Framkvæmdin ................................................................................................ 2 1.3 Helstu magntölur úr verkinu IF1-01 ................................................................. 4 1.4 Myndir ............................................................................................................ 6

2 UMHVERFISÚTTEKT ................................................................................ 19 2.1 Skilyrði og kröfur ........................................................................................... 19 2.2 Vettvangsferð ............................................................................................... 21 2.3 Ábendingar og umræða þátttakenda ............................................................ 22 2.4 Niðurstöður og aðgerðir ................................................................................ 22

Page 3: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

2

1 INNGANGUR

1.1 Tilgangur og markmið

Haustið 2012 og sumarið 2013 færði Landsnet 66 kV háspennustreng IF1-01 sem lá í hliðinni ofan við byggðina neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, frá tengivirki í Stórurð að Engi, alls um 2 km leið. Markmiðið með færslunni var að hægt væri að hefja framkvæmdir við gerð ofanflóðavarna á þessu svæði sumarið 2013 til að verja byggðina. Um þetta svæði lá strengurinn og ekki var talið ásættanlegt að hann lenti undir þessum vörnum auk þess að mikil hætta var á að hann skemmdist við það mikla jarðrask sem fyrihugað var. Orkubú Vestfjarða lagði einnig 11 kV strengi í skurðinn.

Einnig voru, haustið 2013, lagðir tveir 66 kV strengir IF1-02, frá Seljalandi á Ísafirði að nýju tengivirki sem er í byggingu á Skeiði 7, alls um 0,6 km leið. Orkubúið lagði einnig, í sama skurð, 3 ×11 kV strengi.

Landsnet fékk framkvæmdaleyfi frá Ísafjarðarbæ fyrir IF1-01 þann 18. október 2012. Framkvæmdaleyfi fyrir IF1-02 frá Ísafjarðarbæ var gefið út 19. mars 2013.

Leyfi Vegagerðarinnar fyri IF1-01 var veitt þann 13. september 2012 og leyfi vegna IF1-02 var veittt þann 7. maí 2013.

Einnig var fengin umsögn Veiðimálastofnunar vegna þverunar Tunguár, bréf dags. 12. mars 2013 og leyfi Fiskistofu var gefið út 2. apríl 2013.

Ekki var leitað til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu.

Í október 2013 var farið í umhverfisúttekt um framkvæmdasvæðið og umsagnaraðilum og leyfisveitendum boðið að taka þátt í henni.

Markmið með úttektinni var eftirfarandi:

Fylgja eftir umhverfisstefnu Landsnets varðandi umhverfismál framkvæmda, en í henni er lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif framkvæmda og að frágangur í verklok verði til fyrirmyndar.

Fylgja eftir kröfum Landsnets í útboðsgögnum varðandi frágang verktaka við verklok.

Fá fram allar þær athugasemdir sem hlutaðeigandi aðilar kynnu að vilja koma á framfæri.

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður úttektarinnar ásamt áætlun varðandi úrbætur.

1.2 Framkvæmdin

Framkvæmdir vegna færslu IF1-01 hófust 26. október 2012 og var hætt 22. desember 2012 vegna frosta. Í upphafi kom óvænt í ljós að gamlir sorphaugar Ísafjarðarbæjar lægju grynnra en reiknað var með og voru í botni skurðarins. Þurfti því að fjarlægja hluta af sorpinu og setja fyllingu undir strengina í staðinn. Því var mokað á bíla, vigtað og reynsist alls ver 147.060 kg. Greitt var verð eftir gjaldskrá Ísafjarðarbæjar 26 kr/kg án vsk fyrir förgun þess. Þetta var á kaflanum frá Stakkanesi og langleiðina út að skrifstofubyggingu Orkubúsins.

Þegar framkvæmdum var hætt sl. haust var frostlagið orðið 50 cm og gröftur gekk afar hægt auk þess sem hætta var á að aðrir strengir sem grafa þurfti nærri yrðu fyrir skemmdum. Var þá lokið við að leggja strengi að hringtrogi, um 1.400 m vegalengd frá upphafi við Engi. Þá var gengið frá keflum fyrir veturinn og neglt hlífðartimbur á þau og þau girt af.

Verkið hófst svo að nýju 13. maí 2013 og lauk að fullu 13. september 2013.

Jarðstrengurinn IF1-01, frá Engi að Stórurð, er um 2ja km langur. Hann er lagður í fláa Skutuls-fjarðarbrautar, í gangstétt Hafnarstrætis og í vegkanti Urðarvegar og beygir svo af þvert yfir Urðarveg og yfir gróðið land og upp að tengivirkinu í Stórurð. Þar sem strengurinn liggur yfir síðasta spölinn, yfir gróna landið, var gerður samningur við landeigendur og leyfi fengið hjá þeim til að leggja strenginn þar.

Á strengleiðinni þurfti að þvera götur, heimreiðar og stíga, alls á 10 stöðum.

Page 4: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

3

Grafinn var skurður fyrir strengina niður á um 1,2 m dýpi og strengjunum komið fyrir á 1,0 m dýpi. Sandur með góðum varmaleiðnieiginleikum umlykur strenginn steyptar hellur og öryggisborði settur yfir til varnar. Loks var fyllt í skurðinn og strengleiðin merkt. Enga slóða þurfti að leggja sérstaklega fyrir framkvæmdina.

Framkvæmdir við IF1-02 hófust 26.ágúst 2013 og lauk 31. október 2013. Á strengleið IF1-02 þurfti að þvera eina götu og göngustíg á tveimur stöðum. Í þessum þverunum þurfti að leggja ídráttarrör svo hægt yrði að ganga frá götu- og stígyfirborðum en svo háttar til að ekki er fáanlegt malbik hvenær sem er á Ísafirði.

Framkvæmdum við IF1-02 er ekki lokið og er síðasti áfanginn eftir, en það eru tengingar við tengivirkið að Skeiði 7 og við Ísafjarðarlínu við Seljaland.

Við þverun Tunguár voru lögð 110 mm ídráttarrör og strengir dregnir í gegnum þau. Á þessari strengleið var grafinn 2,35 m breiður skurður í vegrásinni. Frágangur í skurði er að öðru leyti eins og í skurðum fyrir IF1-01.

Vegna þeirra mannvirkja sem strengirnir liggja í, með eða undir var yfirborðsfrágangur fyrst og fremst fólginn jöfnun fláa og frágangur undir malbik í þverunum auk malbikunar.

Strengurinn var spennusettur í byrjun ágúst 2013 og þá hófst vinna við ofanflóðavarnir.

Strengjasandur kom úr opinni námu í Bolungarvík. Gerð var rannsókn á sandinum til að staðfesta varmaleiðni sandsins er sýndi varmamótstaða hans var minni en 1, 5 °CKm/w eins og fyrirskrifað var í gögnum IF1-01. Í gögnum IF1-02 var þessi stuðull settur í 2 °CKm/w en var svo breytt til samræmis við kröfurnar í IF1-01.

Uppgreftri úr skurðstæði IF1-01 var að langmestu leyti ekið á brott, á tipp sem Ísafjarðabær benti á á Suðurtanga á Ísafirði og jafnað þar og úr skurðstæði IF1-02 á athafnasvæði verktaka í Engidal. Fyllingarefni yfir strengi í skurðum var fengið í Langárnámu í Engidal á Ísafirði.

Strengir voru frá Südkabel GmbH: 66 kV XPLE cable 1×150 mm² með 35 mm Cu kápu. Tengi-efni var fá sama framleiðanda.

Þverunarrör voru 110 mm plaströr SDR 11.

Fjarskiptarör voru 50 mm rauð plsatrör.

Page 5: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

4

1.3 Helstu magntölur úr verkinu IF1-01

Helstu magntölur úr verkinu eru eftirfarandi:

Nr. Greiðsluliður Ein. Magn

G1 III ÖHU og Umhverfiskröfur

G1.01 Kröfur til umhverfismála hv 1

G1.02 Kröfur til öryggis–, heilbrigðis- og vinnuumhverfismála

hv 1

G2 IV.2 VERKBÚ

G2.01 Tygjun, verkbú hv 1

G3 IV.3 JARÐVINNA-STRENGLÖGN

G3.02 Upprif

-hellulögn m² 67

-steypa m² 340

-malbik í vegþverunum m² 350

-kantsteinar m 104

G3.03 Skurðgröftur

- á opnu svæði m³ 125

- í vegrásum/vegfláum " 1930

- í gangstéttum " 586

- á grónu túni " 226

- af strengjum við tengistaði m 80

G3.04 Brottflutt uppgrafið efni m³ 2579

G3.05 Losun klappar (fleygun, rippun, eða sprengingar)

m³ 0

G3.06 Tengiholur LN st. 2

" OV st. 5

G3.07 Jarðvegsdúkur m 0

G3.08 Aðflutt fylling yfir strengi m³ 1667

G3.09 Þverun lagna m 73

G3.10 Gröftur meðfram lögnum m 1.600

G3.11 Sandur m³ 1.458

G3.12 Útlögn á jarðvír m 1.975

G3.13 Söndun m³ 1.121

G3.14 Útlögn á 66 kV háspennustreng m 5.925

G3.15 Útlögn á 11 kV háspennustreng m 3.850

G3.16 Lagning fjarskiptarörs m 1.975

G3.17 Hellur og hellulögn yfir strengi m² 435

G3.18 Yfirborðsfrágangur

-hellulögn m² 367

-kantsteinar m 0

-grassvæði m² 500

G3.19 Merking lagnaleiðar st. 6

G3.20 Viðtökuprófanir

G4 IV.4 MÆLINGAR OG LOKAFRÁG.

G4.01 Mælingar hv 1

G4.02 Lokafrágangur hv 1

Page 6: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

5

Að auki voru nokkur auka-og viðbótarverk sem nauðsynlegt var að framkvæma: Samkvæmt viðbótarsamningum voru ýmisverk sem vinna þurfti s.s. jarðvegsskipti, þökulagning, viðgerðir á ræsum og vinna um helgi að ósk verkkaupa. Einnig voru nokkur aukaverk í tímavinnu, aðallega vegna snjómoksturs. Upp kom sorp úr skurði innst á verksvæðinu, eins og áður hefur komið fram og því þurfti að farga. Teknar voru fjölmargar myndir á verktímanum og eru nokkrar þeirra sýndar í skýrslunni.

Page 7: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

6

1.4 Myndir

Teknar voru fjölmargar myndir á verktímanum og eru nokkrar þeirra sýndar í skýrslunni.

Mynd 1. IF01-02, Unnið að þverun Tunguár

Mynd 2. IF01-02, Frágangur við þverun Tunguár

Page 8: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

7

Mynd 3. IF1-01, Yfirborð eftir fyllingu yfir strengi við Skutulsfjarðarbraut í desember 2012.

Mynd 4. IF1-01, Unnið að endurgerð gangstéttar í Hafnarstræti

Page 9: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

8

Mynd 5. IF1-01, Yfirborð eftir fyllingu yfir strengi í Skutulsfjarðarbraut í desember 2012.

Page 10: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

9

Mynd 6. IF1-01, mynd úr skurði. LN strengur efst og þrír strengir OV neðar.

Mynd 7. IF1-02, Þverun göngustígs við Skutulsfjarðar

Mynd 8. Strengleið meðfram Skutulsfjarðarbraut, frágangur yfirborðs, hluti lagnaleiðar var lagður þökum. Aðalskrifstofur Orkubúsins til vinstri.

Page 11: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

10

Mynd 9. Frágangur á gangstétt við Hafnarstræti. Horft í átt að Bæjarbrekku. Jónsgarður til vinstri, Túngata til hægri.

Mynd 10. Frágangur á grónu landi við Engi.

Page 12: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

11

Mynd 11. Frágangur við Stakkanes

Mynd 12. Frágangur við við Bónus við Skutulsfjarðarbraut

Page 13: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

12

Mynd 13. Frágangur við þverun Tungubrautar

Mynd 14. Fráganur við þverun Tungubrautar

Page 14: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

13

Mynd 15. Frágangur við þverun Tungubrautar

Mynd 16. Frágangur við Skutulsfjarðarbraut

Page 15: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

14

Mynd 17. Frágangur við Skutulsfjarðarbraut.

Mynd 18. Frágangur við Skutulsfjarðarbraut, Tunguá

Page 16: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

15

Mynd 19. Frágangur við Skutulsfjarðarbraut

Mynd 20. Að tengingu við IF1 við Engi

Page 17: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

16

Mynd 21. Frágangur við Skutulsfjarðarbraut

Mynd 22. Frágangur við Skutulsfjarðarbraut

Page 18: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

17

Mynd 23. Bílastæði við Urðarveg,

Mynd 24. Kapalkefli á geymslustað við Seljaland

Page 19: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

18

Mynd 25. Kapalkefli á geymslustað við Seljaland.

Mynd 26. Kapalkefli á geymslustað við Seljaland.

Page 20: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

19

Mynd 27. Strengjaendar við tengivirki

2 UMHVERFISÚTTEKT

2.1 Skilyrði og kröfur

Framkvæmdirnar voru víðast á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og í gangstéttum og götum Ísafjarðarbæjar. Strengurinn fer hvorki inn á svæði á náttúruminjaskrá, friðlýst svæði né inn á verndarsvæði vatnsbóla. Fornleifaskráningar var ekki talin þörf. Kröfur og skilyrði vegna framkvæmdanna voru ekki umfangsmiklar. Í töflunni hér að neðan eru taldar upp þær helstu og því lýst hvort þær voru uppfylltar.

Page 21: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

20

Ferli Hver gerir kröfu Krafa / skilyrði Framfylgni skilyrða Úrbætur

Umfjöllun um matsskyldu framkvæmdar

Ekki var telin þörf á umhverfismati og því ekki leitað eftir henni hjá Skipulagsstofnun

Sérákvæði í útboðsgögnum

Landsnet Ganga skal frá efnisnámum, haugsvæðum og vinnusvæðum, fyrir búðir (og aðra aðstöðu) þannig að í verklok verði ásýnd þeirra í samræmi við nánasta umhverfi.

Engar nýjar efnisnámur voru opnaður á svæðinu. Fyllingarefni fékkst úr opninni námu við Langá og úr sandnámu í Syðridal í Bolungarvík. Uppgröfnu efni var komið fyrir á Suðurtanga og gengið frá því þar eftir fyrirsögn Ísafjarðarbæjar. Ekki voru settar upp sérstakar vinnubúðir vegna framkvæmdarinnar.

Sérákvæði í útboðsgögnum

Vegagerðin-Ísafjarðarbær

Ekki yrði grafið nær malbiksyfirborði en 60 cm. Vegagerðin krefst þess að verktaki setji skilyrðislaust sama efni í þveranir og aðra staði sem verða uppgrafnir og skili yfirborði í sama ástandi og hann tekur við því, eða betra. Einnig að kröfum um vinnustaað merkingar yrði haldið. Ísafjarðarbær fór fram á að verksvæði yrði haldið snyrtilegu á verktímaa og yfirborð eftir framkvæmdir yrði sem næst eins og það var fyrir þær.

Allt raskað svæði var jafnað og reynt að ná því sem næst í það horf sem það var í fyrir framkvæmd. Gengið hefur verið frá svæðinu öllu með samskonar efni yfirborði í samráði við Ísafjarðarbæ og Vegagerðina. Uppgreftri var jafnað á svæði sem Ísafjarðarbær vísaði á.

Sérákvæði í útboðsgögnum

Fiskistofa Við þverun Tunguár skal tekið tillit til ábendinag Veiðmálastofnunar einkum varðandi tímasetningu framkvæmda og ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun frá steinsteypu eða öðrum efnum sem notuð eru við framkvæmdinar. Ganga skal snyrtilega frá lagnastæðinu í verklok.

Þverun Tunguár fór fram 22.-23. október 2013 og varúðarráðstafana vegna umhverfisins vel gætt.

Page 22: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

21

2.2 Vettvangsferð

Boðað var til vettvangsferðar um framkvæmdasvæði IF-01 og IF-02 þann 29. október. 2013. Fulltrúum sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar og Orkubúi Vestfjarða var boðið í ferðina. Einnig voru í ferðinni fulltrúar Landsnets, fulltrúar eigenda lands í einkaeigu sem var farið yfir og fulltrúar hönnuða og eftirlits. Þáttakendur í umhverfisúttektarferð voru:

Ísafjarðarbær: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar

Vegagerðin: Sigurður Guðmundur Sverrisson verkstjóri

Orkubú Vestfjarða: Halldór Þórólfsson verkefnisstjóri Orkubúsins

Landsnet: Hildur Hrólfsdóttir gæða- og umhverfisstjóri Ingibjörg Lind Valsdóttir, Ingólfur Eyfells verkefnisstjóri Landeigendur: Ólafur Sveinbjörn Kristjánsson Guðmundur Sigurbjörn Einarsson Verktaki: Ragnar Ág. Kristinsson verktaki Hagalín Ragúelsson verkstjórnandi verktaka

Verkís (hönnun-verkeftirlit): Árni Traustason hönnun jarðvinnu og eftirlit Arnþór Jónsson eftirlit

Mynd 28. Þátttakendur í vettvangsferð.

Hópurinn hittist á Ísafirði og byrjað var á fundi þar sem farið var yfir framkvæmdirnar og strengleiðir sýndar.Fundarmenn fegnu tækifæri til að koma með fyrispurnir um framkvæmdirnar nýttu þeir sér það flestir. Síðan var farin vettvangsferð um svæðið og stoppað var á útvöldum stöðum og þátttakendum gefinn kostur á að koma með athugasemdir jafnóðum.

Page 23: HÁSPENNUSTRENGIR Á ÍSAFIRÐI · 2017. 3. 4. · Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2 2 1 INNGANGUR 1.1 Tilgangur og markmið Haustið 2012 og sumarið 2013 færði

Háspennustrengir á Ísafirði, IF01-1 og IF01-2

22

2.3 Ábendingar og umræða þátttakenda

Þátttakendur voru almennt sáttir við frágang eftir framkvæmdirnar. Athugasemdir og ábendingar eða umfjöllun um nokkur atriði voru í ferðinni og eru þau tíunduð hér á eftir.

1. Fulltrúi annars landeiganda á fundinum var ósáttur við að girðing hefði verið tekinn niður. Var ákveðið að settir yrðu niður girðingarstaurar og strengdur á þá vír, einn eða tveir.

2. Hinn landeigandi gerði þá ábendingu að bílaplan sem hann hafði haft á landi sínu ofan við Urðarveg væri ekki í sama ásigkomulagi og fyrir framkvæmdir auk þess sem vatn rynni yfir það sem ekki var áður. Var ákveðið að eftirlit og verktaki útfæri planið þannig að landeigandi væri sáttur, það jafnað og sett hreinna efni í það en er nú. Einnig verður skoðað að gera drenskurð frá ofanverðu planinu og í gegnum innaksturveg á það og vatn sem rynni nú yfir það færi niður með Urðarvegi ofanverðum og í niðurfall.

2.4 Niðurstöður og aðgerðir

Umhverfisúttektin sýnir að farið var að þeim skilyrðum sem sett voru fyrir framkvæmdir. Það eru fyrst og fremst tvö áðurnefnd atriði sem þarf að lagfæra þ.e.

Lagfæring á girðingu Lýkur 2013-11-25

Lagfæring á bílaplani og vatnsaga yfir það Lauk 2013-11-08

Haft var samband við þá aðila sem gerðu athugasemdir við frágang á verkinu, umráðmenn lands í einkaeigu, og eru þeir fullkomlega sáttir við úrbæturnar sem gerðar voru.

Það er Landsneti mikils virði að fá álit allra helstu hagsmunaaðila á því hvernig tekist hefur til við frágang eftir framkvæmdir á borð við þessa. Landsnet vill koma á framfæri þakklæti til allra fyrir þátttöku í umhverfisúttektinni.