Hótel Volkswagen

44
1

description

Nýtt Íslenskt verk eftir Jón Gnarr

Transcript of Hótel Volkswagen

Page 1: Hótel Volkswagen

1

Page 2: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 2

Page 3: Hótel Volkswagen

Jón Gnarr

Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011 / 2012

Page 4: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 4

Leikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Benedikt Erlingsson

Leikmynd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halla Gunnarsdóttir

Búningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Eva Vala Guðjónsdóttir

Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórður Orri Pétursson

Tónlist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Davíð Þór Jónsson

Hljóðhönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Thorbjørn Knudsen

Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elín S . Gísladóttir

Svenni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Hallgrímur Ólafsson

Ludvig Rosencrantz . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorsteinn Gunnarsson

Pálmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson

Siggi litli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Dóra Jóhannsdóttir

Adrian Higgins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason

Paul Jenkins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Jörundur Ragnarsson

Persónur og leikendur

Page 5: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen5

Leikskrá:Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði ArngrímssonÚtgefandi : Leikfélag ReykjavíkurLeikhússtjóri : Magnús Geir ÞórðarsonLjósmyndun : Grímur BjarnasonÚtlit : FítonUmbrot : JorriPrentun : Oddi

SýningarstjórnPála Kristjánsdóttir

Aðstoð við handritJóhann Ævar Grímsson

HundarMæðgurnar Easy, sjö ára og Mylla, 13 mánaða .

Hundaþjálfari og eigandiArna Rúnarsdóttir

BúningagerðStefanía AdolfsdóttirMaggý Dögg EmilsdóttirElma Bjarney GuðmundsdóttirKatrín Óskarsdóttir LeikgerviÁrdís BjarnþórsdóttirElín S . GísladóttirMargrét BenediktsdóttirGuðbjörg GuðjónsdóttirGunnhildur ErlingsdóttirSigurborg Íris HólmgeirsdóttirOddbjörg Óskarsdóttir

LeikmyndagerðLárus GuðjónssonHaraldur V . HalldórssonIngvar EinarssonHörður Ingi GuðmundssonSkúli ÞorsteinssonVictor Guðmundur Cilia

Leikmunir Móeiður HelgadóttirÞorleikur KarlssonAðalheiður Jóhannesdóttir Anna María TómasdóttirAntonía Traeger Nína Rún Bersdóttir

Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Baldvin Magnússon Thorbjørn Knudsen

Ljósadeild Þórður Orri PéturssonBjörn Bergsteinn GuðmundssonMagnús Helgi KristjánssonKjartan Þórisson

LjósastjórnGarðar BorgþórssonHlynur Daði Sævarsson

LeiksviðKristinn KarlssonFriðþjófur SigurðssonÞorbjörn ÞorgeirssonRichard H . SævarssonÖgmundur JónssonHaraldur U . GuðmundssonMagnús Hafliðason

Hótel Volkswagen er 561 . viðfangsefni Leikfélags ReykjavíkurFrumsýning 24 . mars 2012 á Stóra sviði BorgarleikhússinsSýningartími er tvær klukkustundir og tuttugu mínútur .Eitt hlé er á sýningunni .Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna .

Page 6: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 6

Jón GnarrJón Gnarr er fæddur 2 . janúar árið 1967 . Hann var snemma ódæll og til vandræða . Á unglings-árum varð hann pönkari og þekktur undir nafninu Jónsi Pönk .

Eftir grunnskólapróf frá Héraðsskólanum Núpi við Dýrafjörð sótti Jón Gnarr ýmsa framhaldsskóla, m .a . Flensborgarskóla í Hafnarfirði, Fjölbrautarskólann í Ármúla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann við Hamrahlíð . Hann staldraði þó stutt við á hverjum stað í einu og lauk ekki stúdentsprófi . Það má kannski segja að Jón hafi fyrst fundið sína hillu sem starfsmaður á Kópavogshæli árin 1985-1988 . Eftir það varð hann nætur-vaktmaður á Kleppi og fluttist svo til Svíþjóðar árið 1990 .

Í Svíþjóð starfaði Jón m .a . hjá bílaframleiðanda-num Volvo og má vafalaust sjá handverk hans á síðustu eintökunum af Volvo 240, en Jón var aðallega í hurðunum .

Árið 1992 tók við tímabil hjá Jóni þar sem hann sá fjölskyldu sinni farborða með akstri leigu-bifreiðar hjá Bæjarleiðum, nánar tiltekið bíll númer 198 . Á þeim árum sem Jón ók leigubíl lærði hann á Reykjavíkurborg eins og lófann á sér og þar má segja að hann hafi endanlega lagt grunninn að grínferli sínum, enda ansi margar skrautlegar persónur sem á vegi hans urðu á þeim tíma .

Það var svo árið 1994 sem félagi hans Sigurjón Kjartansson fékk hann til að skrifa og leika í grínsketsum í þættinum Heimsendi á Rás 2 . Samstarfið vakti athygli og fljótlega fóru menn að líta á þá félaga sem framtíðarmenn í íslensku gríni . Sú spá rættist, því frá árinu 1995 varð tvíeykið alræmt í sjónvarpi og útvarpi og símalínur Ríkisútvarpsins byrjuðu að glóa . Fólk hneykslaðist gríðarlega á

húmornum og útvarpsráð hélt sérstakan fund um grín þeirra félaga . Undir merkjum Tvíhöfða sáu þeir félagar um daglega morgunþætti á hinum ýmsu útvarpsstöðvum frá 1997 til 2002 . Tvíhöfði hefur alls gefið út fimm geislaplötur sem allar eru orðnar safngripir .

Árið 1997 færði Jón sig yfir til Stöðvar 2 sem einn af grínhópnum Fóstbræðrum sem gerðu alls fimm þáttaraðir allt til ársins 2001 . Fóst-bræður náðu fljótt hylli áhorfenda og þykja enn í dag einhverjir bestu gamanþættir sem gerðir hafa verið hér á landi .

Eftir ýmsar tilraunir bæði í útvarpi og sjónvarpi sló Jón aftur í gegn í Næturvaktinni, haustið 2007 . Í kjölfarið fylgdu hinar vinsælu Dagvakt, Fangavakt og bíómyndin Bjarnferðarson . Fyrir túlkun sína á Georgi Bjarnfreðarsyni fékk Jón Edduverðlaun árið 2010, en alls hefur Jón fengið á annan tug Edduverðlauna á sínum ferli sem handritshöfundur, framleiðandi og leikari .

Í leikhúsinu hefur Jón skrifað einleikinn Ég var einu sinni nörd, árið 1999 og verkið Ég var einu sinni hér, sem sett var upp í Borgarleikhúsinu . Jón lék í sýningunni Elling og þýddi einnig og lék aðalhlutverkið í Play it again, Sam sem var sett upp í Loftkastalanum .

Auk þessa alls hefur Jón fengist við auglýsinga-gerð, bókaskrif og uppistand . Jón er meðlimur í Félagi íslenskra leikara og Félagi leikskálda og handritshöfunda .

Jón var ráðinn leikskáld Borgarleikhússins snemma árs 2010 og Hótel Volkswagen var að megninu til skrifað á fyrstu mánuðum hans þar . Jón tók svo við embætti borgarstjóra en lagði lokahönd á verkið sumarið 2011 .

Page 7: Hótel Volkswagen

Jón Gnarr

Hótel Volkswagen7

Page 8: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 8

Page 9: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen9

Page 10: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 10

Hver er merking titilsins á þessu nýskrifaða leikriti, Hótel Volkswagen? Gefur hann vísbendingu um innihald verksins?Hótel Jörð heitir kvæði eftir Tómas, við erum gestir og hótel okkar er jörðin, og allt það . Svo þýðir Volkswagen í beinni þýðingu almenningsvagn . Þetta væri því Gistihúsið Almenningsvagn, sem er auðvitað einhvers konar rammi yfir samfélag . En Volkswagen hefur margræða merkingu, auk þess að vera fyrsti fólksbíllinn, hannaður af Hitler og á uppruna sinn í þessari hugmynd um almenningsvagn sem Þriðja ríkið býr til . En í dag er Volkswagen kannski tákn fyrir kapítalismann, eitt af þessum traustu vörumerkjum eins og McDonalds . Volkswagen á að standa fyrir traust og öryggi . Svo tengist þetta Evrópu, þetta er ekki bara Ísland, þetta eru útlönd . Hótel Kapítalíska samfélagið . En þó er það ekki rétt . Þýðir þessi titill eitthvað? Er þetta gáta eða er þetta brandari?

Nú er Hótel Volkswagen frumflutningur. Það eitt eykur álagið á leikstjórann og náttúrulega alla áhöfn verkefnisins. Hefur undirbúningur og æfingaferli hingað til reynt mikið á þig?Æfingaferlið hefur verið óvenjulegt fyrir mig og okkur því hér er um að ræða nýtt íslenskt verk sem er mjög vel skrifað og skýrt og klárt . Á einhvern hátt hefur þetta því verið auðvelt . En auðvitað er þetta ekkert auðvelt . Ný íslensk leikverk er verðmætir ávextir menningar okkar, að það sé fólk að skrifa leikrit í þessum litla ættbálki okkar . Því fylgir mikil ábyrgð að fá þannig verkefni í hendurnar og fá að flytja ljós höfundarins út í sal . Það er stórt og mikið hlutverk . Alltaf .

Hefur það reynt mikið á mig? Leikhúsið heldur alltaf að það sé upp á líf og dauða . En það er lygi . það deyr enginn þó okkur mistakist og ef okkur tekst er alveg óvíst hvort það breyti nokkru . En að setja leikverk á svið er svo loftkennd vinna og skilur svo lítið eftir sig konkret nema minningar og leikskrá og því verður þetta strit að vera gefandi . Ef það er ekki gefandi þá verður lífið lygi og þar með tilgangs-laust eins og hjá gestum Hótels Volkswagen .

Hefurðu komið sjálfum þér á óvart á þessu tímabili?[Löng þögn] – Það er persónulegt . Ég vil ekki svara þeirri spurningu .

Þykir þér það auka álagið á þig sem leikstjóra að höfundurinn skuli vera Borgarstjórinn í Reykjavík og jafnframt einn helsti grínisti Íslandseyju?Það sem ég hef kannski áhyggjur af með þetta verk - af því að persóna höfundar er það stór og fyrir-ferðamikil um þessar mundir í samfélaginu - er að það setji ákveðin gleraugu á fólk og búi til einhverja afstöðu og verkið fái ekki hlutlausa skoðun um það fyrir hvað það stendur . Þetta er því ein hindrunin, við þurfum þá að gera hlutina þeim mun betur . En þetta verk er í rauninni miklu alvarlegra heldur en það gefur sig út fyrir að vera, það er í því mjög grimmur, alvarlegur og harmrænn undirtónn . Eins og allt grín . Allir brandarar hafa einhvern harm á bak við sig, dramað er spennan sem leysir hláturinn úr læðingi . Ég vona að höfundurinn skemmi ekki fyrir okkur verkið og upplifunina með því að vera í svona háu embætti .

Hvernig undirbjóstu þig fyrir þetta verkefni?Maður þarf að lesa svona leikrit mörgum sinnum og maður undirbýr sig með því að þaullesa verkið, máta í það leikara o .s .frv . Í þessu tilfelli held ég að ég sé vel settur því ég þekki, eða tel mig þekkja, hugmyndaheim höfundar og aðferðir hans . Ég þekki til fyrri verka hans og hef tekið þátt í sumum þeirra með honum og reyndar er það þannig að fyrsta leikritið sem ég leikstýrði - sem leikari með

„Í kjarna hvers brandara er fólgin lítils háttar helför“

Viðtal við Benedikt Erlingsson, leikstjóra

Page 11: Hótel Volkswagen

leikstjóra í maganum - heitir Góð kona sem Jón skrifaði fyrir okkur og við settum upp ég og Arndís Egilsdóttir í Hafnarfjarðarleikhúsinu . Þetta er því endurkoma að höfundarverki hans . Það kannski man enginn eftir þessu en fyrir mér er þetta mjög mikilvægt . Á einhvern hátt er ég því fyrirfram mjög undirbúinn aðkomu að þessu verki, hef fylgst með tilurð þess og held að ég skilji það . En við erum auðvitað fleiri hér sem þekkjum þennan bakgrunn og svo auðvitað bakgrunninn í íslensku samfélagi og höfum fylgst með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað . Hvernig við einhvern veginn stöndum í dag og erum að vandræðast með hina seku meðal okkar, sem eru bræður, skólabræður, félagar, flokksfélagar, fermingarsystkin og allt samfélagið er orðið uppfullt af hinum seku, sem hugsanlega stálu af okkur eða gerðu okkur eitthvað . Við vitum ekki alveg hvernig við eigum að gera upp við þetta og kannski er verkið að skoða okkur hin, þetta svokallaða saklausa fólk . Persónur leiksins reyna að normalisera það sem er í raun óhæfa . Að taka konfliktinn er of sársaukafullt . Það má segja að í þessu leikriti finnist öllum það eðlilegt að halda evrovisjón partý í Aserbædjan .

Hvert hefurðu leitað innblásturs?Innblástur minn er auðvitað Fréttablaðið og leiðarar Morgunblaðsins . Höfundurinn kemur úr útvarps- og sjónvarpsmenningu og hefur leikið í talsverðu af slíku efni og ef maður vísar í erlendar fyrirmyndir, þá er þetta auðvitað ákveðin aðferðafræði í skáldskap sem ég er ekki viss um að allir þekki, eins og South Park og Simpsons sem er mjög kaldhæðið og leyfir sér að fara mjög hratt yfir . Þetta er kannski afleggjari af slíkum skáldskap þó að stofni til sé þetta hrein Íslendingasaga . Ég held líka að það sé þráður í þessu verki yfir í verk Guðmundar Kamban, t .d . Marmara, hvað gerum við við þá seku? Hvað getum við gert? Erum við í rauninni ekki ráðalaus? Annars er ég ekki rétti maðurinn til að spyrja um kveikjur verksins . Þær eru sjálfsagt margar og svo er minn innblástur kannski annar en höfundarins . Ég held samt að við séum mörg sem getum lýst okkur samála George Tabori [höfundur leikritsins Mein Kampf] þegar hann lætur eina persónu segja:

Í kjarna hvers brandara er fólginn lítilsháttar helför . Tökum til að mynda þjófinn á krossinum . Hann hangir og kveinar . Og hinn þjófurinn spyr . „Er það sárt?“ þá svarar hann, „bara þegar ég hlæ“ .

Á Hótel Volkswagen erindi við undarlegan samtíma okkar? Hverju er það að koma á framfæri og hvað viltu undirstrika í framsetningu þess?Það er mín persónulega skoðun að einhvers staðar undir þessu verki blundi eitt stórt „nei“ . Nei-ið er gott orð sem gott fólk þarf að nota meira . Persónur þessa verks segja aldrei nei . Enda er hinn breiði vegur til helvítis skreyttur fánum hins jákvæða hugarfars . Fyrir mér er þetta verk pínulítill sirkus, án þess að vera beinlínis sirkus . Kannski setur það spurningamerki við hina almennu umræðu eða meðvirku umræðu . Kannski ætti það að heita sirkus Volkswagen . Ég hef valið þá aðlögun . Í sirkus þarf hver og einn performer hefur eitthvað fram að færa, einhverja sérhæfileika, eitthvað sem hann hefur þjálfað sig í . Þetta eru svona eins og skúlptúrar . Við Halla, leikmyndahönnuður, höfum horft á þennan heim næstum frá augum sirkusheimsins ólíkt nálgun okkar Davíðs í gegnum tónlistina . sem er dramatísk og tætt einhverskonar nútíma Wagner . Heimur í upplausn . Því það er miklu meira í húfi en það sem sirkusinn stendur fyrir sem er, jú, sunnudagskemmtun fyrir börn og fullorða .

Það er eitt leikhús sem var eitt sinn í ræðu kallað musteri íslenskrar tungu og í þeirri sömu ræðu var líka sagt að það ætti að vera vígvöllur hugmynda . Við þekkjum auðvitað þessa gömlu klisju um spegillin, að við séum að spegla okkur og það er rétt en leikhúsið er líka einmitt vígvöllur hugmynda . Ég held jafnvel að fólk eigi eftir að verða reitt og jafnvel ganga út og finnast þetta vera bölvuð vitleysa og það er bara hið besta mál . En við þurfum að geta tekist á án skætings, án dónaskapar við hvort annað, en með hugmyndum og jafnvel móðgað hvort annað með því að setja fram hugmyndir en ekki móðgað bara með því að segja eitthvað um hvert annað . Það er einmitt leyfið sem leikhúsið býður upp á . En reyndar er þetta verk allt of mikill gleðigjafi - ljóður á þess ráði - og ég er viss um að fólk eigi eftir að skiptast í tvo hópa og það eiga ekkert endilega allir eftir að skilja þetta en það er líka allt í lagi, við þurfum ekkert alltaf að skilja hvert annað . Og við þurfum ekkert alltaf að búa til þægilegt leikhús eða skemmtilegt leikhús . Við viljum til dæmis síður fá börn inn á þessa sýningu og kannski á 19 aldar-fólk erfitt með að skilja þetta en konur á öllum aldri, þær eru velkomnar . Ef maður vill vera success í leikhúsinu þá á maður að hugsa um konur, því konur hafa haldið uppi og halda uppi leikhúsmenningu, það eru þær sem fara í leikhúsið og fyrir þær eigum við að gera leikhús . Þær draga karlana sína með og alla fjölskylduna, eru vel lesnar og fylgjast með öllu . Þær eru þessi stabbi sem leikhúsið eiginlega þrífst á . Þær eru þessi trausti alvöru markhópur sem vit er í .

Hótel Volkswagen11

Page 12: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 12

Page 13: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen13

Page 14: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 14

Úr fyrstu drögum að Hótel VolkswagenErum við á leið til glötunar?Er hamingjan aðeins tortíming?Þokumst við í átt að afskiptaleysieða búum við kannski enná Hótel Volkswagen?

PERSÓNUR:

SVENNI GAMLI, miðaldra maður sem leikur sig eldri en hann er .PÁLMI, 30-40 áraSIGGI LITLI, 30-40 ára kona sem þykist vera 10 ára strákur .LUDVIG HERMAN FINKELSTEIN, 60 ára nasistiAdrian Higgins 50 ára bretiEmma Goldstein, 30-40 ára ísraelsk leyniþjónustukona sem segist vera móðir Sigga litla .Paul Jenkins 50 ára breti sem segist vera kona

SVIÐ:

Allt leikritið gerist í anddyri hótels

Adrian og Paul mæta á hótelið . Þau eru að halda uppá 50 ára brúðkaupsafmæli sitt . Þau eiga börn og barnabörn sem öll heita sömu nöfnum og þau .

SVENNI situr í anddyrinu á bakvið móttökuna . Hann raular . ADRIAN HIGGINS og PAUL JENKINS koma inn haldandi á ferðatöskum .

ADRIAN:Góðan daginn .

SVENNI:Góðan daginn . Velkomin á Hótel Volkswagen .

Get ég aðstoðað ykkur?

ADRIAN:Við eigum pantað hér herbergi .

SVENNI:Já, hvert er nafnið?

ADRIAN:Higgins-Jenkins

SVENNI skoðar tölvuskjá .

SVENNI:Einmitt, já . Herra og frú Higgins-Jenkins?

ADRIAN:Það erum við .

SVENNI:Og þið ætlið að vera í forsetasvítunni?

Það er ekkert annað!

ADRIAN:Er það ekki flott?

SVENNI:Það flottasta sem við bjóðum uppá . Þar hafa mörg

fyrirmenni verið skal ég segja ykkur .

PAUL flissar með kvenmannsrödd .

ADRIAN:Já, einmitt .

SVENNI:Abraham Lincoln og Richard Nixon voru hér oft . . .

Janis Joplin og Chaplin . Anna Frank var líka lengi hér . Hún var lífleg og skemmtileg stúlka .

PAUL:Var það ekki hún sem skrifaði bókina?

ADRIAN:Var hún rithöfundur? Eins og Heminway?!

SVENNI:Ég held hún hafi bara skrifað eina bók og ég held að hún hafi örugglega skrifað hana hér . Ég hef ekki lesið hana .

ADRIAN:Þetta er fín bók .

SVENNI:Hefur þú lesið hana?

PAUL:Adrian hefur lesið allt!

ADRIAN:Mér finnst gaman að lesa, ég er lestrarhestur .

SVENNI:Ég les alltof lítið .

PAUL:Ég kann ekki að lesa .

SVENNI:Eins og meirihluti mannkyns . Ólæsi fer vaxandi í heiminum og sérstaklega meðal ykkar kvenna .

PAUL:Ég get lesið sumt .

ADRIAN:Þú kannt nú að lesa nafnið þitt .

PAUL:Auðvitað!

SVENNI:En kanntu að skrifa það?

PAUL:Ég kann að skrifa Paul en ég kann ekki

að skrifa Higgins . Ég skrifa bara H .

ADRIAN:Er þetta ekki örugglega flottasta

herbergið á hótelinu?

SVENNI:Forsetasvítan!

ADRIAN:Það er ekkert flottara en það, eins og

keisarasvítan eða eitthvað?

Page 15: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen15

SVENNI:Þetta er eina svítan . Þið verðið ekki svikin af henni .

PAUL:Ég treysti því .

SVENNI:Hitler gisti alltaf í henni .

ADRIAN:Nú, Hitler?

SVENNI:Hann kom hér oft þegar hann átti leið hér hjá,

ýmist einn eða með unnustu sinni .

PAUL:Evu Braun?

SVENNI:Hét hún það?

PAUL:Þau voru par .

SVENNI:Ákaflega geðug stúlka . Hún reyndi einu sinni að

fyrirfara sér með því að kasta sér fram af svölunum .

PAUL:Í svítunni okkar?

ADRIAN:Guð minn góður . Það hefur vonandi ekki tekist?

SVENNI:Nei, sem betur fer ekki . En þetta er nú ekki hátt fall .

En hún meiddist samt eitthvað, var öll rispuð eftir rósarunnana .

PAUL:Þetta er hræðilegt .

SVENNI:Já . Vesalings stúlkan .

ADRIAN:Henni hefur liðið eitthvað illa .

SVENNI:Ætli það ekki .

ADRIAN:Hún hefur örugglega verið að reyna að kalla á hjálp .

PAUL:Hitler hefur örugglega ekki verið auðveldur í sambúð .

ADRIAN:Hann var skaphundur .

SVENNI:Alltaf að taka myndir!

ADRIAN:Hitler?

SVENNI:Nei, stúlkan .

PAUL:Já, var það?

SVENNI:Hvað ætli hafi orðið um hana?

PAUL:Fluttist hún ekki til Bandaríkjanna eftir stríðið?

SVENNI:Var það?

PAUL:Já, ég held að ég hafi lesið það einhversstaðar .

ADRIAN:Hún giftist inní Kennedy fjölskylduna .

PAUL:Einmitt! Allt manst þú .

SVENNI:Talandi um Bandaríkin .

Þau horfa á hann spyrjandi .

SVENNI:Michael Jackson!

ADRIAN:Bjó hann hér?

SVENNI:Oft . Hann elskaði þennan stað . Eins og Elvis .

PAUL:Elvis Presley?

SVENNI:Hinn eini sanni . Þeir voru oft hér saman .

ADRIAN:Það hefur nú verið eitthvað?

SVENNI:Heldur betur . Við vorum oft með kvöldvökur á

miðvikudögum og þá komu þeir gjarnan og tóku lagið fyrir gestina ef að sá gállinn var á þeim .

ADRIAN:Þeir hafa ekkert verið merkilegir með sig?

SVENNI:Ekki til í þeim . Alþýðlegri menn hef ég aldrei hitt . Algjörlega lausir við alla tilgerð og stjörnustæla .

Kurteisir og þakklátir fyrir allt sem fyrir þá var gert .

ADRIAN:En var Elvis aldrei fullur?

SVENNI:Ekki tók ég eftir því .

PAUL:Maður hefur heyrt það .

ADRIAN:Maður á nú ekki að trúa öllu sem maður heyrir,

ástin mín .

PAUL:Ég veit það .

Page 16: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 16

SVENNI:Það eru orð að sönnu! Ég heyrði einu sinni nokkuð

sem reyndist svo bara tóm vitleysa .

ADRIAN:Maður ætti að taka öllu með ákveðnum fyrirvara .

SVENNI:Það er satt . En má ég spyrja, hvað varð til þess

að þið ákváðuð að koma hingað?

PAUL:Við erum að halda uppá svolítið .

ADRIAN:Við eigum brúðkaupsafmæli .

SVENNI:Það er ekkert annað!

PAUL:Fimmtíu ára!

SVENNI:Innilega til hamingju með það!

PAUL:Takk .

SVENNI:Verður veisla?

PAUL:Nei .

ADRIAN:Ekkert svoleiðis . Við ætlum að vera ein .

SVENNI:En ef ykkur skildi snúast hugur þá er Pizza Deutschland

hér rétt hjá og þeir bjóða allskonar partípakka .

PAUL:Nú, partípakka?

SVENNI:Þeir eru með veisluþjónustu . Ef þú kaupir ákveðið magn

af pizzum þá útvega þeir brauðstangir, gos og jafnvel glös og diska .

PAUL:En hnífapör?

ADRIAN:Það þarf engin hnífapör með pizzum, ástin mín .

SVENNI:Þeir skera pizzurnar í sneiðar .

PAUL:En það fylgja glös og diskar?

SVENNI:Úr pappa, sem svo er hægt að fleygja .

PAUL:Þannig að það er ekkert uppvask!

SVENNI:Nákvæmlega!

ADRIAN:En við ætluðum ekki að halda neina veislu .

PAUL:Það er allt í lagi að kynna sér hlutina, Adrian .

ADRIAN:Konur! Þarna er þeim rétt líst . Vilja sífellt vera að kynna

sér hluti sem þær ætla ekki að gera neitt með . Geta rápað um bæinn endalaust bara til að skoða .

SVENNI:Windowshopping!

ADRIAN:Heilu dagana, bara að skoða . Glápa í glugga og jafnvel

máta eitthvað sér til gamans . Til gamans? Hvað er gaman við að máta?

PAUL:Það er gaman að skoða sig í spegli .

ADRIAN:Já, í fötum sem maður á ekki? Ég er þannig, ef mig vantar

buxur þá fer ég og kaupi mér nákvæmlega eins buxur og ég átti síðast og líkaði við . Ef þær eru ekki til þá fæ ég mér aðrar . Einfalt mál og tekur í mesta lagi klukkutíma . Ég nota númer 45 í skóm . Ég vel þá skó sem mér líka og

passa mér og hugsa svo ekkert meira um það . En Paul er ekki þannig . Hún vill helst kaupa alla skóna í búðinni eftir að hún er búin að glápa á þau tímunum saman og máta

þá fram og aftur .

PAUL:Þetta eru nú ýkjur .

ADRIAN:Nei .

SVENNI:Konur hafa veikleika fyrir skóm .

ADRIAN:Það er alveg ótrúlegt!

SVENNI:Og framhaldsþáttum .

ADRIAN:Sem enda aldrei! Paul má ekki missa af Guiding Light .

SVENNI:Það eru góðir þættir!

ADRIAN:Það er eins og að horfa dáleiddur á mylluspaða snúast .

PAUL:Það er þó skárra en að horfa á klám daginn

út og daginn inn .

ADRIAN:Ég geri það ekki .

PAUL:Víst .

ADRIAN:Ekki á daginn .

PAUL:En á nóttunni .

Page 17: Hótel Volkswagen

ADRIAN:Afhverju sagðir þú þá “daginn út og daginn inn” ef

það er á nóttunni?

SVENNI:Það er mikill munur á klámi og erótík .

PAUL:Það er alveg rétt .

SVENNI:Lust und liebe til dæmis . Það er ekki klám .

Er það nokkuð?

PAUL:Nei, það er erótík . Ef það væri bara lust þá væri það klám .

Klám er bara kynlíf án ástar .

SVENNI:Þið eigið mikla ást, það er greinilegt .

ADRIAN:Annars hefðum við nú ekki lafað saman í fimmtíu ár .

PAUL:Við ræktum ástina .

ADRIAN:Við erum búin að skila af okkur fjórum börnum .

SVENNI:Þið eruð svona rík? (Horfir á PAUL) .

Þú býrð yfir miklu leyndarmáli .

PAUL:Nú, hvaða leyndarmál er það?

SVENNI:Hvernig fer maður að því að ganga með fjögur

börn og líta jafn unglega út og þú gerir?

PAUL flissar .

ADRIAN:Það er einfalt . Hún hefur aldrei gengið með barni .

SVENNI:Nú?

ADRIAN:Þau eru öll ættleidd . Paul er ófær um að eignast börn .

PAUL:Ég er ekki með neina eggjastokka .

Hótel Volkswagen17

Page 18: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 18

Öryggisnetið

Mér skilst, þótt ég viti ekki til þess að það hafi verið kannað sérstaklega, að margir fari í leikhús til þess að horfast í augu við eitthvað innra með þeim sjálfum . Eitthvað sem þeir vita kannski ekki af, eða vilja að minnsta kosti ekki kannast við . Og ef þeir fara ekki í leikhús til þess að kynnast sjálfum sér, þessu sem við köllum mannskepnuna, þá fari þeir til þess að velta sér upp úr böli svo sem eins og einnar fjölskyldu, sem er á góðri leið með að fara í hundana . Og ef ekki harmi einnar fjölskyldu þá ógæfu heils samfélags . Enn aðrir fara svo til þess að fá framan í sig sjálfa heimshryggðina, ómenguðu sorgina sem fylgir því að vera til í heiminum, hafa fæðst, og, sem er mögulega enn verra, að eiga eftir að deyja . Svo eru það þeir sem vilja bara gamanleiki, en það hefur aftur á móti verið kannað . Áhorfandinn er sestur, persónur ganga inn á sviðið, í þetta sinn maður eða að minnsta kosti hugmynd um mann, og tveir hundar . Fyrsta hugsunin snýst um hundana, hvernig tekst leikhúsfólkinu að halda þeim í skefjum, ekki bara á sviðinu heldur líka baksviðs . Persónunum fjölgar, og þá hefst hún, óþreyjan eftir því að kynnast þeim . Tíminn líður en það óvænta gerist ef leikritið sem verið er að sýna á fjölum Borgar-leikhússins heitir Hótel Volkswagen . Áhorfandinn kynnist ekki persónunum sem ýmist eru gestir eða starfsfólk hótels einhvers staðar í Þýskalandi og það fara að renna á hann tvær grímur . Tíminn líður, og þær eru bara þarna, eins og persónur í verki eftir höfund sem hefur ætlað sér að vera mjög nútímalegur, modern, talandi um svo að segja allt og ekkert í senn . En þótt vel sé leikið er það ekki fólk sem stendur á sviðinu, og enginn er það sem hann er, ef þú ert strákur ertu líka stelpa, ef þú er sonur ertu líka móðir hans, ef þú ert gamall nasisti, áttu þér líka draum . Áhorfandinn sér ekki venjulegu speglunina, röntgenmyndina eða ómskoðunina á hans eigin sálarlífi, því að á sviðinu stendur ekki verur af holdi og blóði, undir þá kategóríu falla bara hundarnir . Þessu fylgir ákveðið frelsi . Hann áttar sig á því að ekki er verið að skrumskæla hann sjálfan, eins og hann kemur fyrir í samfélaginu, með kennitölu og tilheyrandi póstnúmeri, heldur vinna með þá veggi sem

menningin reisir innra með hverjum manni og sjaldnast er á hans valdi að brjóta niður, þótt það sé mögulegt að vissu marki . Annars væri engin menning . Lengi framan af sýningunni dvelur áhorfandinn í einhvers konar tímaleysi, þar sem vitleysan á möguleika á því að verða öllu vitri æðri og ævinlega er farið fram af hinni svokölluðu brún . Alveg þar til kemur að þeim tímapunkti að hann fær samtímann í hausinn og við honum blasir samfélag á þeim hræsnisfullu villigötum sem hann þekkir allt of vel úr fjölmiðlum . Nýjustu atburðir virðast lifna við í viðleitni leikhússins til að eiga samtal við samtíðina, en þeir eru ef vill ekki svo ýkja nýjir þegar að er gáð, því kannski er lífið ekki annað en langt réttarhald þar sem allir geta skipt um hlutverk þegar minnst varir og hendi er veifað . Og verkið býr yfir móteitri . Það reynist vera fullt af gildrum svo áhorfandinn veit varla hvaðan á hann stendur veðrið . Hann skellihlær þegar gert er grín að því sem ekki má gera grín að, og ekki ólíklegt að upphaf verksins eigi rætur sínar nákvæmlega í þeirri hugmynd, að gantast með það sem þegjandi samkomulag er um að gantast ekki með, pedófílíu, útrýmingar-búðir, samkynhneigða . Áhorfandinn hlær að þessu öllu saman en hugsar með sér: getur verið að það sé í lagi að gera grín að óþolandi börnum og homma í kjól? En þetta er auðvitað ekki nóg, ef um er að ræða leiksýningu, eftir sjálfan borgarstjórann, og það í sjálfu Borgarleikhúsinu, en ekki í leikfimissal þar sem Landinn kemur óvænt í heimsókn til að sýna okkur hversu vel menningarlífið blómstrar á landsbyggðinni . Ef áhorfandinn heldur vöku sinni og hlær ekki úr sér ekki aðeins lifrinni heldur lungunum líka kemst hann að því að verkið fjallar um sjálfsblekkingu, ekki persónanna sem standa á sviðinu, heldur áhorfandans úti í sal, þess sem hlær ævinlega á vitlausum stöðum, en sekkur líka dýpra í sætið í hugleiðingum um það hvers konar náungi það eiginlega sé sem getur látið svona nokkuð fara frá sér . Á Hótel Volkswagen eru allir jafn illa staddir . Verst er þó komið fyrir áhorfandanum sem veit ekki hvað hann á að halda og vaknar upp við þann vonda draum að hafa hlegið á öllum röngu stöðunum í verkinu . Þannig klippir höfundur öryggisnetið undan þeim sem á horfir,

Page 19: Hótel Volkswagen

Öryggisnetið

Hótel Volkswagen19

uns áhorfandinn svífur í vissum skilningi í lausu lofti og fer að velta fyrir sér úr hvaða þráðum það net var gert, og ekki síður: Hver kom því fyrir, í upphafi? Hótel Volkswagen verður að dularfullri táknmynd fyrir heim sem er fullur af vanmáttugu fólki og hræsni, ekki af því að þar hafi safnast saman persónur sem áhorfandinn þekkir eða getur samsamað sig við, heldur vegna þess að höfundurinn er utan seilingar, hefur komið sér fyrir á óvæntum stað og heldur á spegli sínum

þar . Þar speglar hann hugmyndir um fólk fremur en fólkið sjálft og skemmtir sér konunglega við iðjuna, staddur þar sem hláturinn og alvaran gangu hönd í hönd, löngu áður en vitið afvega- leiddi okkur og gerði okkur að því sem við erum og leiddi það af sér að nú á dögum fer fólk í leikhús til að komast að því hvert það er, en ekki hvað það gæti orðið .

Eiríkur Guðmundsson

Page 20: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 20

Page 21: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen21

Page 22: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 22

Pönkaraskáld Hann Jón Gnarr er með einhverja snareinkennilega tegund af snilligáfu, sagði ég við förunaut minn eftir fyrsta áhorfendarennslið á Hótel Volkswagen . Já, sagði förunauturinn og yppti öxlum . Hann er það! Svo kom ég heim og sagði það sama við manninn minn sem yppti líka öxlum eins og ekkert væri sjálfsagðara og sagði: Já, hann er það!

Um nóttina lá ég andvaka að hugsa um Hótel Volkswagen . Um alkóhólíseraða hippann í lobbíinu, nasistann með fortíðarþrána, hjónin sem fæddust bæði í karlmannslíkama, pabbann sem þráir það heitast að fremja sjálfsmorð og son hans með athyglisbrestinn, Sigga litla .

Síðan leit ég á son minn sem svaf vært í rimlarúminu sínu og mundi að mamma systur hans, tónlistar-konan Magga Stína, hafði leikið Sigga litla í útvarpsþáttum um Hótel Volkswagen, ásamt Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni, þegar nú tvítug systirin var hvítvoðungur eins og hann . Svona er Ísland lítið – en hvað um það! Ég mundi eftir því að hafa heyrt eiginmanninn tala um þessa þætti sem nú eru orðnir að einu besta íslenska leikriti sem ég hef séð á fjölum landsins í langan tíma .

Mér dettur einna helst í hug að líkja því við uppáhaldsleikritið mitt í öllum heiminum: Öndvegiskonur eftir hinn austurríska Werner Schwab – sem var einmitt sýnt í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Viðars Eggertssonar fyrir mörgum árum . Það sem einkennir bæði þessi verk er allt að því óhugnanlega gott vald á biksvörtum fáránleika . Öndvegiskonur fjallar um þrjár ógæfusamar konur sem hrasa hver um aðra í eldhúsi einnar þeirra um leið og þær velta sér upp úr villtum órum um framtíðina . Á Hótel Volkswagen þekkja gestirnir bæði ógæfu og draumóra þar sem þeir hrasa hver um annan þveran í firrtri óskhyggju og verða um leið táknmyndir kolgeggjaðs heims .

Werner þessi, sem er hérmeð búinn að troða sér inn í þennan pistil um Hótel Volkswagen, var víst þunglyndur þó að hann væri svona fyndinn – eða kannski einmitt þess vegna . Hann þurfti að minnsta kosti að drekka heila vískíflösku daglega til að koma viskunni frá sér og þannig var hann sennilega meiri bóhem en borgarstjórinn í Reykjavík . En bæði Werner og borgarstjórinn voru pönkarar . Ég tala um þá í þátíð því þó að borgarstjórinn sé kannski ennþá pönkari þá breytir það ekki þeirri hörmulegu staðreynd að Werner er dáinn . Hann lést við skriftir (lesist: viskídrykkju) . Og það sem meira er, bæði Werner og Jón Gnarr áttu góða vini í rokkhljómsveitum . Werner þvældist um Berlín þvera og endilanga með hljómsveitinni Einstürzende Neubauten en Jón Gnarr (sem gárung-arnir kölluðu Jón Krakk) fór alla leið til New York með hljómsveitinni Ham . Werner kveikti í frakkanum sínum og gekk um austurrísk stræti í ljósum logum og Jón Gnarr hefur ábyggilega einhvern tíma gert eitthvað svipað . Werner átti hænur, Jón Gnarr á hund .

Allavega . Nú segi ég svolítið frekar banalt (eins og margt sem manni finnst samt virkilega í alvöru): Svört fáránleikakómík er æðsta gáfa mannsandans . Hún er mjög vandmeðfarin og fáir sem hafa hana á valdi sínu, nema nokkrir pönkarar á ýmsum tímaskeiðum hér og þar um heiminn . Fáránleikinn fær mann til að hlæja að öllu því allra sorglegasta innst inni í iðrum sjálfsins og bjargar þar með fólki frá bráðum bana (reyndar deyja furðu mörg af þessum alheimsviskuskáldum langt fyrir aldur fram) . Og fáránleikinn drýpur hreinlega af sviðinu á Hótel Volkswagen, unaðslega svartur og steiktur .

Það eina sem ég hef út á þetta leikrit að setja er brjálæðisglampinn í augunum á séfferhundunum sem brjóstumkennanlegi nasistinn valsar um með í ekkert alltof traustvekjandi ólum, ég vona að sviðsmaðurinn sé með deyfipílur til að skjóta í þá ef þeir skyldu sturlast . En svo framarlega sem áhorfendur verða ekki étnir þá er þetta hin besta kvöldskemmtun . Hún fær alla að langa til að gista nokkrar nætur á sveitahóteli með gömlum nasista og afdönkuðum hippa, svo ég tali nú ekki um alla hina í sjálfsvígshugleiðingunum og Sigga litla með athyglisbrestinn og allt það . Fólk er nefnilega hin besta skemmtun .

Takk fyrir mig, ágætu hótelgestir og hótelstjóri,Auður Jónsdóttir

Page 23: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen23

Page 24: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 24

Page 25: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen25

Page 26: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 26

Þorsteinn Gunnarssoner fæddur í Reykjavík 18 . desember 1940 . Fyrsta hlutverk hans á sviði var í Browningþýðingunni eftir Terrence Rattigan sem frumsýnt var hjá LR í Iðnó árið 1957 . Þorsteinn var fastráðinn leikari hjá LR í þrjá áratugi, lék í nálægt hundrað leikverkum . Þorsteinn leikstýrði tíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var leikhússtjóri þess árin 1980 – 1983, ásamt Stefáni Baldurssyni . Þorsteinn lék einnig nokkrum sinnum í Þjóðleikhúsinu, fjölmörg hlutverk í útvarpi og sjónvarpi, auk leikstjórnar í báðum miðlum og í nokkrum kvikmyndum . Hann lék aðalhlutverk í sýningu Vesturports á Faust . Þorsteinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 1972 . Auk leiklistarnáms er Þorsteinn menntaður arkitekt . Hann er einn þriggja arkitekta Borgarleikhússins . Einnig hefur Þorsteinn um langt skeið unnið að endurreisn merkra bygginga á Íslandi, m .a . Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju, Nesstofu og Bessastaðastofu, Stjórnarráðshússins og Alþingishússins, Dómkirkjunnar í Reykjavík, Hóladómkirkju og Gljúfrasteins, húss skáldsins .

Sýningar Þorsteins á leikárinu: Hótel Volkswagen

Hallgrímur Ólafssonútskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar strax við útskrift en vorið 2008 gerðist hann fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu . Hjá Leikfélagi Akureyrar lék Hallgrímur í Óvitum og fór með ýmis hlutverk í Ökutímum ásamt því að leika í Fló á skinni . Hjá Borgarleikhúsinu hefur Hallgrímur m .a . leikið í Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldunni, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Elsku barni, Strýhærða Pétri og Kirsuberjagarðinum . Hann hefur einnig á undanförnum árum leikið í sjónvarpsþáttum til að mynda Fangavaktinni, Heimsenda og fl .

Sýningar Hallgríms á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Kirsuberjagarðurinn, Elsku barn, Fanný & Alexander og Hótel Volkswagen.

Page 27: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen27

Bergur Þór Ingólfssonútskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1995 og var þá ráðinn til Þjóðleikhússins en hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000 . Meðal fjölmargra hlutverka sem Bergur hefur leikið eru Sörensen rakari í Kardemommubænum, Haukur í Grandavegi 7, Heródes í Jesus Christ Superstar, Tarzan í Gretti, Hitler í Mein Kampf, Dante í Dauðasyndunum, kennarinn í Gauragangi, ýmis hlutverk í Jesú litla og Lebel í Eldhafi . Bergur hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk skólameistarans í Milljarðamærin snýr aftur árið 2009 . Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Stelpurnar og Venni Páer - og kvikmyndinni Órói . Bergur er einn af stofnendum GRAL-leikhópsins í Grindavík, þar sem hann hefur bæði skrifað og leikstýrt, meðal annars Horn á höfði sem fékk Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins 2010 en það sama ár hlaut hann einnig verðlaun fyrir Jesú litla, ásamt félögum sínum í Borgarleikhúsinu, bæði fyrir sýningu ársins og handrit ársins . Bergur hefur leikstýrt Kristnihaldi undir jökli, Móglí og Galdrakarlinn í Oz hjá Borgarleikhúsinu .

Sýningar Bergs á leikárinu eru: Nei, ráðherra, Jesús litli, Eldhaf og Hótel Volkswagen ásamt því að leikstýra Galdrakarlinum í Oz.

Dóra Jóhannsdóttirútskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006 . Dóra er einn stofnenda leikhópsins Ég og vinir mínir og setti ásamt þeim hópi upp sýningarnar Húmanimal og Verði þér að góðu . Dóra lék mest í Þjóðleikhúsinu fyrstu árin eftir útskrift . Þar lék hún m .a í sýningunum Óhappi!, Baðstofunni, Þeim ljóta og eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson . Í Borgarleikhúsinu hefur hún m .a . leikið í sýningunum Heima er best, Rautt brennur fyrir, Góðum Íslendingum og Gyllta drekanum . Dóra hefur einnig leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum .

Sýningar Dóru á leikárinu: Gyllti drekinn, Hótel Volkswagen

Page 28: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 28

Halldór Gylfasonútskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997 . Hann réði sig til Borgarleikhússins árið 1998 og hefur verið þar allar götur síðan . Telja hlutverk hans í húsinu nú á fjórða tug . Meðal eftirminnilegra hlutverka Halldórs í Borgarleikhúsinu eru Grettir úr samnefndum söngleik, Þráinn í And Björk, of course . . ., Hänschen í Vorið vaknar, Ósvald í Lé konungi, Skolli í Gosa, Lucky í Beðið eftir Godot, Haddi í Fólkinu í blokkinni og hlutverk hans í Góðum Íslendingum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri og Galdrakarlinum í Oz . Einnig lék Halldór norðurljós og dögg í norskum skógi í Búasögu . Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi, hann hefur leikið í áramótaskaupum og er einn leikara og handritshöfunda Sigtisins sem sýnt var á Skjá einum . Halldór er líka tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum .

Sýningar Halldórs á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Gyllti drekinn, Fanny & Alexander og Hótel Volkswagen.

Jörundur Ragnarssonútskrifaðist með B .F .A . gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 . Jörundur skrifaði og lék í sjónvarpsþáttunum Næturvaktinni, Dagvaktinni, Fangavaktinni og Heimsendi sem og kvikmyndinni Bjarnfreðarson . Einnig hefur Jörundur leikið í fleiri kvikmyndum t .a .m . Astrópíu, Reykjavík-Rotterdam og Veðramótum þar sem hann hlaut Edduverðlaun fyrir leik sinn . Hann er einn stofnenda leikfélaganna Vér morðingjar og Ég og vinir mínir sem staðið hafa fyrir sýningunum Penetreitor, Sá Ljóti, Húmanimal og Verði þér að góðu . Aðrar sýningar sem Jörundur hefur leikið í eru t .d . Sumarljós og Macbeth í Þjóðleikhúsinu og Heima er best, Dúfurnar, Ofviðrið, Gyllti drekinn og Eldhaf hjá Borgarleikhúsinu .

Sýningar Jörundar á leikárinu: Gyllti drekinn, Eldhaf og Hótel Volkswagen.

Page 29: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen29

Page 30: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 30

Benedikt Erlingssonútskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og lék Galdra-Loft í Óskinni eftir Jóhann Sigurjónsson haustið eftir . Hann setti upp leikritið Ormstungu, ásamt leikkonunni Halldóru Geirharðsdóttur og sænska leikstjóranum Peter Engkvist . Benedikt leikstýrði Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2000 og haustið eftir lék hann Vladimir í Beðið eftir Godot . Benedikt leikstýrði á Nýja sviðinu verkunum Fyrst er að fæðast eftir Line Knutson, And Björk of course . . . eftir Þorvald Þorsteinsson og Sumarævintýri - byggt á Vetrarævintýri Shakespeares . Benedikt var búsettur í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið og starfaði þar og víðar á Norðurlöndum . Hann leikstýrði Draumleik eftir August Strindberg hjá Borgarleikhúsinu vorið 2005 og fékk Grímuverðlaunin fyrir bestu leikstjórnina það árið . Sýning Benedikts, Mr . Skallagrímsson, sem hann samdi, lék og setti upp í Landnámssetrinu í Borgarnesi var geysivinsæl og hlaut hann Grímuverðlaunin sem leikskáld og leikari ársins 2007 sem og fyrir leikstjórn sína í Ófögru veröld sem sýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins . Benedikt leikstýrði svo Jesú litla á Litla sviði Borgarleikhússins árið 2010 . Benedikt hefur einnig leikið í ófáum kvikmyndum og í sjónvarpi, þar má nefna mynd leikstjórans Lars von Trier, Direktoren for de hele, kvikmyndirnar Mávahlátur og Tár úr steini og sjónvarsþættina Fóstbræður .

Halla Gunnarsdóttirstundaði nám við The Florence Academy of Art á Ítalíu 1994-1996 . Hún útskrifaðist með BA frá The New School í New York og MFA í fígúratískum skúlptúr frá The New York Academy of Art 2003 . Að loknu námi hlaut Halla The New York Academy sculpture research fellowship og kenndi við skólann í eitt ár . Halla stundaði einnig nám til skemmri tíma við Surikov listakademíuna í Moskvu og la Escuela de Bellas Artes í San Miguel í Mexikó . Hér heima hefur Halla m .a sýnt í Listasafni Akureyrar, Turpentine gallery og Nýlistsafninu og var einn af listrænum stjórnendum sýningarinnar Gyðjan í vélinni í varðskipinu Óðni á Listahátíð 2007 . Í leikhúsinu hefur hún m .a unnið við sýningarnar Hedwig og reiðu restina hjá Leikfélagi Íslands, Milljónamærina sem sýnd var á Herranótt, Hryllingsbúðina og Maríubjölluna hjá LA og var tilnefnd til Grímunnar árið 2006 fyrir leikmyndina í Maríubjöllunni . Halla hannaði leikmynd fyrir Kirsuberjagarðinn og leikmynd og búninga fyrir Strýhærða Pétur hjá Borgarleikhúsinu og hlaut Grímuverðlaun fyrir leikmynd árið 2011 . Árið 2009 lauk Halla MBA námi frá Sorbonne háskóla í París og vann samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar um útilistaverk af Tómasi Guðmundsyni ljóðskáldi sem nýlega var sett upp við Tjörnina í Reykjavík .

Þórður Orri Péturssoner forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins . Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture . Hann starfaði í fimm ár hjá virtum arkitekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingum víða um heim . Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu er Rústað, Söngvaseiður, Faust, Dúfurnar, Elsku barn, Húsmóðirin, Galdrakarlinn í Oz og Eldhaf . Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað og Faust .

Pála Kristjánsdóttirútskrifaðist sem sýninga- og tæknistjóri frá Bristol Old Vic Theatre school 1998 og starfaði í Englandi í ár eftir útskrift m .a . hjá Theatre Royal í Bristol og Royal Exchange í Manchester . Á Íslandi hefur hún m .a . starfað sem aðstoðarmaður við dagskrágerð hjá Rúv, verkefnastjóri hjá Listahátið Íslands og hjá Sigur Rós, sýningastjóri hjá Leikfélagi Íslands, Leikfélagi Akureyrar og fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 2004 .

Eva Vala Guðjónsdóttir er einn af stofnendum GRAL (grindvíska atvinnuleikhússins) og hannaði leikmynd og búninga í 21 manns saknað, Endalok alheimsins og Horn á höfði sem sýnt var síðar í Borgarleikhúsinu . Hún hannaði búninga í leiksýningunum Svartur fugl hjá Kvenfélaginu Garpi og Sjö gyðingabörn sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Graeme Maley . Eva hefur m .a . hannað búninga fyrir sjónvarpsþættina Tími nornarinnar og sjónvarpsseríu grínhópsins vMið-Ísland sem Stöð-2 hóf nýlega sýningar á . Hún hefur einnig hannað búninga í kvikmyndum og má þar nefna Reykjavík Revolution, Sveitabrúðkaup og Á annan veg en fyrir það hlaut hún Edduverðlaun 2012 .

Page 31: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen31

Davíð Þór Jónssoner fæddur á Seyðisfirði 1978 . Hann hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsinsog spilað á tónlistarhátíðum um heim allan . Davíð Þór stundaði nám í Tónlistarskóla F .Í .H . og útskrifaðist vorið 2001 Árið eftir gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Rask . Auk þess að vera afkastamikill sem hljóðfæraleikari á margvísleg hljóðfæri, píanóleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður fyrir fjölda tónlistamanna á borð við Mugison, FLÍS, Megas, Skúla Sverrisson, Tómas R . Einarsson, Samúel J . Samúelsson, Jóel Pálsson og ADHD hefur Davíð Þór unnið náið með sviðslistarfólki og myndlistarmönnum sem tónlistarmaður og performer . Mætti þar helst nefna Ragnar Kjartansson, en saman sköpuðu þeir tónlistar- og myndbandsverkin “The End” (framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2009) og “Guð”, en Davíð samdi og útsetti tónlistina og flutti, ásamt Ragnari . Davíð stjórnaði hljómsveit og söngvurum í verkinu “BLiSS” eftir Ragnar, þar sem fluttur var 3 mínútna bútur úr Brúðkaupi Fígarós e . Mozart í 12klst samfleytt á PERFORMA listahátíðinni í New York í nóv 2011 . Verkið vann McLaren verðlaunin sem besta verk hátíðarinnar . Davíð hefur gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda leiksýninga, Tengdó, Hrærivélina, söngleikinn Leg sem hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestu tónlist árið 2007, Baðstofuna, Héra Hérason, Manntafl . Davíð hefur einnig tónsett útvarpsleikrit og sjónvarpsverk af ýmsu tagi . Hann samdi tónlist fyrir dansverkin Where do we go from this, Confessions of an amnesiac og Wonderland sem öll hafa verið sýnd á fjölum Borgarleikhússins . Davíð hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2009 .

Thorbjørn Knudsener hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið . Hann hefur unnið með fjölda danskra tónlistarmanna, í hljóðveri og á tónleikum . Meðal þeirra má nefna Mads Vinding, Carsten Dahl, DR Big Band og Caroline Henderson . Thorbjörn hannaði hljóðmynd fyrir Faust, Gauragang, Enron, Strýhærða Pétur og Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Faust . Hann hefur einnig unnið sem hljóðmaður við hin ýmsu hljóðver í Danmörku, var meðal annars fastur starfsmaður hjá Full Moon hljóðverinu í Kaupmannahöfn og hljóðmaður í Copenhagen Jazzhouse . Á Íslandi hefur Thorbjörn unnið fyrir hina ýmsu listamenn, bæði hjá Exton og sömuleiðis á eigin vegum en hann rekur sjálfur lítið hljóðver .

Elín Sigríður Gísladóttir stundaði nám við textíldeild MHÍ 1986-1990 . Elín hefur starfað við leikgervadeild Borgarleikhússins frá árinu 2005 og var fastráðin árið 2007 . Hún hefur starfað við fjölda sýninga, svo sem Blíðfinn, Ronju Ræningjadóttir, Gosa, Gretti, Dauðasyndirnar, Söngvaseið og margar fleiri .

Page 32: Hótel Volkswagen

Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11 . janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag . Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina . Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854 . Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur .

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980• Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Stefán Baldursson 1983 - 1987• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur

Stjórn BorgarleikhússinsNýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11 . janúar árið 2001 . Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins . Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu . Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss . Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins .

Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður . Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E . Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson . Varamenn eru þær Edda Þórarinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Finnur Oddsson .

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Baldvin Tryggvason• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sveinn Einarsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Vigdís Finnbogadóttir

Borgarleikhúsið 2011–2012 32

Page 33: Hótel Volkswagen

Yfirstjórn og skrifstofaMagnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S . Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ . Kristjánsson, hönnuður / markaðsfulltrúiHelga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri

Leikarar Bergur Þór Ingólfsson Elma Lísa GunnarsdóttirGuðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María KarlsdóttirHilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Jörundur Ragnarsson Katla Margrét ÞorgeirsdóttirKristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna JónsdóttirNína Dögg Filippusdóttir Rúnar Freyr Gíslason Sigrún Edda Björnsdóttir Theódór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þórir SæmundssonÞröstur Leó Gunnarsson

Listrænir stjórnendurKristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður

SýningarstjóradeildAnna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Haraldur Björn Halldórsson, sýningastjóri Litla svið

LeiksviðKristinn Karlsson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaðurÞorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

LjósadeildÞórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Kjartan Þórisson, ljósamaður

Hljóð- og tölvudeildÓlafur Örn Thoroddsen, forstöðumaðurThorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón

BúningadeildStefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg EmilsdóttirElma Bjarney Guðmundsdóttir

Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir

LeikmunadeildMóeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Anna María TómasdóttirÞorleikur Karlsson

SmíðaverkstæðiGunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiðurHaraldur Björn Haraldsson, smiður

Miðasala og framhúsGuðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Guðrún SölvadóttirIngibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir

EldhúsSigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna ÓskarsdóttirStefanía Þórarinsdóttir

RæstingElín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Gréta Sigurjónsdóttir, ræstitæknir

Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari

Umsjón húss: Ögmundur Þór Jóhannesson

BorgarleikhúsiðListabraut 3, 107 ReykjavíkMiðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500Netfang: [email protected]

Fastráðnir starfsmenn

Hótel Volkswagen33

Page 34: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 34

Svar við bréfi HelguHrífandi saga um þrá og eftirsjá

Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgissonar (1971) en hann var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir fyrstu skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt árið 2003 . Svar við bréfi Helgu hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur lesenda . Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala .

Bókin seldist í bílförmum og því líklegt að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvernig hún flyst yfir á leiksviðið . Bjarni skrifar bréf til konunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum . Gerði hann rétt að taka jörðina fram yfir ástina? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni, vangaveltur um lífið og tilveruna og rammíslenskt fólk fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns . Forboðnar ástir renna saman við sagnir af reyktum líkum, lágfættum hrútum og því þegar Farmallinn kom .

Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgissonar (1971) en hann var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fyrstu skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt árið 2003 . Svar við bréfi Helgu hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur lesenda . Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala . Bókin seldist í bílförmum og því líklegt að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvernig hún flyst yfir á leiksviðið .

Leikgerðina gerir Ólafur Egill Egilsson (1977) en hann hefur getið sér gott orð fyrir skrif sín, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir . Hann hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikskáld ársins ásamt Auði Jónsdóttur fyrir leikgerð Fólksins í kjallaranum .

Frumsýnt á Nýja sviðinu 27 . apríl 2012

Höfundur: Bergsveinn Birgisson

Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson

Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir

Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist: Frank Hall

Leikarar:

Þröstur Leó Gunnarsson

Ilmur Kristjánsdóttir

Sigrún Edda Björnsdóttir

Ellert A . Ingimundarson

Gunnar Hansson

Page 35: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen35

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við

Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra

öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram

að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

Fyrir það erum við afar þakklát.

Leikskáldin streyma í BorgarleikhúsiðLeikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur Á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur þann 15 . október árið 2007 var samþykkt stofnun sjóðs til eflingar leikritunar . Markmið sjóðsins er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun . Formaður stjórnar sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir . Aðrir í stjórn eru Brynjólfur Bjarnason og Magnús Geir Þórðarson . Auglýst er eftir leikskáldi ár hvert og stjórnin velur skáld úr hópi umsækjenda sem boðið er eins árs samningur við Borgarleikhúsið . Viðkomandi skal þegar hafa sýnt árangur á ritstörfum og skáldskap . Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu og er hluti af starfsliði Borgarleikhússins . Kappkostað er að veita leik-skáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og kynna því eiginleika leiksviðsins og töframátt þess . Það nýtur aðstoðar, leiðsagnar og hvatningar leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfs-fólks leikhússins og á kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda auk þess að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins . Tvö leikskáld hafa þegar starfað á vegum leikritunarsjóðsins með prýðilegum árangri, Auður Jónsdóttir árið 2009 og Jón Gnarr árið 2010 .

Leikrit Auðar Jónsdóttur,bíður uppsetningar en leikgerð á skáldsögu hennar Fólkið í kjallaranum sem sett var upp á síðasta leikári gekk fyrir fullu húsi fram á s .l . haust, fékk níu tilnefningar til Grímunnar, m .a . sem sýning ársins og höfundarnir, þau Auður og Ólafur Egill Egilsson voru valin leikskáld ársins . Leik-sýning í heild sinni verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins nú um páskana . Jón Gnarr skrifaði verkið Hótel Volkswagen í starfi sínu sem leikskáld hússins áður en hann hvarf frá störfum til að taka við embætti Borgarstjóra Reykjavíkur . Stjórn Leikritunarsjóðsins leggur þessa dagana nótt við dag að velja leikskáld Leikritunarsjóðsins sem verður kunngjört innan skamms . Hvorki fleiri né færri en 38 sóttu um starfið .

Sex ung leikskáld hafa útfært hugmyndir sínar að stuttum leikritum. Þrjú þeirra verða sviðsett næsta vetur Næsta vetur mun Borgarleikhúsið sviðsetja þrjú frumsamin íslensk leikrit í styttri kantinum . Fyrr í vetur voru sex leikskáld ráðin til að útfæra hugmyndir sínar að leikverkum úr okkar nánasta umhverfi, um íslenskt líf og íslenskan samtíma . Allar hugmyndirnar eru nú komnar í hús og innan skamms verða þrjár þeirra valdar til frekari þróunar . Gert er ráð fyrir að verkin þrjú verði leikin á einu kvöldi . Fátt er jafn mikilvægt íslenskri leiklist en að efla áhuga ungs fólks á leikritunarforminu . Borgarleikhúsið vill leggja sitt af mörkum í þeim efnum eins og oft áður með því að gefa ungum leikskáldum tækifæri á að kyn-nast leikhúsinu, starfsemi þess og eiginleikum og verða hluti af starfsliði þess .

Eins árs samningur við Jón Atla Jónasson, leikskáldFyrir skömmu var eitt fremsta leikskáld þjóðarinnar Jón Atli Jónasson ráðinn til starfa við leikhúsið í eitt ár . Hann mun rita verk fyrir Borgarleikhúsið sem sviðsett verður á leikárinu 2013-14 auk þess sem hann mun liðsinna yngri og óreyndari skáldum sem vinna fyrir leikhúsið . Jón Atli er fæddur í Reykjavík árið 1972 . Hann hefur meðal annars samið leikritin 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið, Brim fyrir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið . Mindcamp og Democrazy ásamt Agli Heiðari Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn . Síðustu verkefni Jóns Atla fyrir Borgarleikhúsið voru Þú ert hér, Góðir Íslendingar og Zombíljóðin sem hann gerði ásamt félögum sínum í Mindgroup og Djúpið, einleikur sem hann skrifaði og leikstýrði á Lita sviðinu en hefur einnig verið sviðsettur í Skotlandi, Danmörku og Þýskalandi .

CMYKPantone 287

Page 36: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 36

ÞÚ SITUR ALLTAF Á FREMSTA BEKK HJÁ ICELANDAIR

Þegar þú sest í þægilegt, leðurklætt sæti um borð í flugvél Icelandair hefurðu fyrir framan þig þinn eigin persónulega snertiskjá og þar með aðgang að afþreyingarkerfinu um borð.

Í afþreyingarkerfinu eru í boði allt að 150 klukkustundir af fjölbreyttu efni. Þú getur notið þess sitja á fremsta

bekk og horft þar á nýjar og klassísar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir.

Að auki geturðu hlustað á innlenda og erlenda tónlist sem DJ Margeir hefur hjálpað okkur að velja.

Vinsamlegast athugið að í hreinum undantekningartilfellum getur það komið fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél þar sem sæti og afþreyingarkerfi eru ekki eins og í auglýsingum.

+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is

Page 37: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen37

Page 38: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 38

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ

Við erum stolt af því að vera einn af máttarstólpum Borgarleikhússins. Góða skemmtun!

Der Strudel Des Bürgermeisters

Meðalstórt knippi af kynlegum kvistum

Öxulhosur og spindilkúlur e�ir smekk

Einn eða fleiri klæðskiptingar til að bragðbæta

Borið fram með miklu súrkáli.

Fullkomin leikhúsveisla

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

513

97

Page 39: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen39

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ

Page 40: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 40

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is

Í björtu leikhúsi bíður þín veislablikandi stjörnur á sviðinu geisla.Auðævi í listum liggjaleyfðu þér að njóta, þiggja.Okkar hlutverk er að tryggja.

VÍS er stoltur máttarstólpi Borgarleikhússins.

Góða skemmtun!

www.valitor.is

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

Page 41: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen41

VísaGóða skemmtun!

www.valitor.is

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

Page 42: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 42

Page 43: Hótel Volkswagen

Hótel Volkswagen43

Page 44: Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið 2011–2012 44