Hjolablad lr

13
ROUBAIX C2 Verð: 309.990 kr. HJÓLIÐ HANS Meiri hraði, minni þreyta og meiri ferskleiki hvort sem þú ætlar að skjótast austur fyrir fjall eða niður í bæ. Roubaix er hannað til að auka þægindi í lengri hjólaferðum á grófu malbiki og hörðu undirlagi með FACT carbon 8r stelli og zertz eiginleika. DOLCE ELITE DISC Verð: 229.990 kr. HJÓLIÐ HENNAR Sérhannað fyrir konur eins og þig sem láta ekkert stoppa sig, hvort sem þú vilt komast hratt eða njóta útiverunnar mjúklega allan ársins hring. Alvöru hjól með Shimano Tiagra skiptingum, diskabremsum, E5 álramma og koltreagaffli. Kría hjól ehf // Grandagarði 7 // 101 Reykjavík // S: 534 9164 // kriahjol.is Hjólreiðahópurinn Hjólakraftur stefnir á WOW Cyclothon Bls. 48 Tómas Ingi Ragnarsson hjólar án spandexgallans Bls. 52 Uppáhalds hjólaleiðir hjólaleiðsögumannsins Bls. 44 Gullhringurinn: Hjólakeppni fyrir byrjendur og lengra komna Bls. 42 Hjólað innan um ljón í lengstu fjallahjólakepni heims Emil Þór Guðmundsson, hjólagarpur fór ásamt fimm félögum sínum til Suður- Afríku í mars síðastliðnum til að taka þátt í Cape Epic, lengstu fjallahjólakeppni heims. Hjólaleiðin er alls 748 kílómetrar og einkennist meðal annars af fjall- görðum, eyðimörkum og vínekrum. SÍÐA 42 Helgin 1.-3. maí 2015 Hjólreiðar

description

Hjólreiðar, bike, iceland, fréttatíminn

Transcript of Hjolablad lr

Page 1: Hjolablad lr

ROUBAIX C2

Verð: 309.990 kr.

HJÓLIÐ HANSMeiri hraði, minni þreyta og meiri ferskleiki hvort sem þú ætlar að skjótast austur fyrir fjall eða niður í bæ. Roubaix er hannað til að auka þægindi í lengri hjólaferðum á grófu malbiki og hörðu undirlagi með FACT carbon 8r stelli og zertz eiginleika.

DOLCE ELITE DISC

Verð: 229.990 kr.

HJÓLIÐ HENNARSérhannað fyrir konur eins og þig sem láta ekkert stoppa sig, hvort sem þú vilt komast

hratt eða njóta útiverunnar mjúklega allan ársins hring. Alvöru hjól með Shimano Tiagra skiptingum, diskabremsum, E5 álramma og koltrefjagaffli.

Kría hjól ehf // Grandagarði 7 // 101 Reykjavík // S: 534 9164 // kriahjol.is

Hjólreiðahópurinn Hjólakraftur stefnir á WOW Cyclothon Bls. 48

Tómas Ingi Ragnarsson hjólar án spandexgallans Bls. 52

Uppáhalds hjólaleiðir hjólaleiðsögumannsins Bls. 44

Gullhringurinn: Hjólakeppni fyrir byrjendur og lengra komna Bls. 42

Hjólað innan um ljón í lengstu fjallahjólakepni heimsEmil Þór Guðmundsson, hjólagarpur fór ásamt fimm félögum sínum til Suður-Afríku í mars síðastliðnum til að taka þátt í Cape Epic, lengstu fjallahjólakeppni heims. Hjólaleiðin er alls 748 kílómetrar og einkennist meðal annars af fjall-görðum, eyðimörkum og vínekrum.

SÍÐA 42

Helgin 1.-3. maí 2015

Hjólreiðar

Page 2: Hjolablad lr

hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201542

Kia Gullhringurinn er ein aðgengi-legasta hjólakeppni sumarsins. Keppnin samanstendur af þremur hringjum; 45 kílómetra hring, 60 kílómetra hring og 106 kílómetra hring og því geta byrjendur og afreksfólk fundið eitthvað við sitt hæfi. Kia Gullhringurinn hefur því oftar en ekki orðið fyrir valinu sem fyrsta keppni hjólreiðafólks sem er að stíga sín fyrstu skref. Hjólað er frá Laugarvatni í gegnum stórbrotna náttúru og magnaðar söguslóðir uppsveita Árnessýslu. Í lok keppninnar er boðið upp á mat, drykk og skemmtun.

Allir vinnaKeppnin var fyrst haldin sumarið 2012 og verður því haldin í fjórða sinn í sumar. Mottó keppninnar er „Allir hjóla, allir vinna og allir eru velkomnir,“ og er það vísun í að með þátttöku í keppninni er í raun hálfur sigurinn unninn. Gull-hringurinn er auk þess annálaður fyrir glæsilega brautarvinninga. „Brautarvinningar eru þannig að númer þeirra sem klára keppnina eru dregin út í lok keppninnar og þannig geta allir unnið glæsileg verðlaun þó þeir lendi ekki í efstu sætum og það er það sem gerir Kia Gullhringinn svo aðgengilegan og skemmtilegan,” segir Freyja

Leópoldsdóttir, markaðsstjóri Öskju, sem er umboðsaðili Kia Ís-landi, en Askja er helsti bakhjarl keppninnar.

Fyrir byrjendur og lengra komnaSíðustu tvö ár hefur það haldist í hendur að sigurvegarar í 106 kílómetrunum í karla og kvenna-flokki hafa verið valdir hjólreiða-maður og hjólreiðakona ársins þannig að fremstu hjólarar lands-ins leggja metnað í að sigra í Kia Gullhringnum. Keppnin er þó að sjálfsögðu opin öllum og er ekki hluti af Íslandsmeistararmótinu. Áslaug Einarsdóttir, ein af skipu-leggjendum keppninnar segir að öryggi keppenda sé þeim ofarlega í huga. „Við erum með lækni á vakt í mótsstjórn inni, sex brautarbíla og reynum eftir fremsta megni að hafa umgjörðina sem vandaðasta.“ Skráning er hafin á www.gullhring-urinn.is. „Nú þarf að hafa hraðar hendur því forskráningartilboðið gildir út 2. maí og þá hækkar verðið úr 5.500 krónum í 6.900 krónur. Keppendur fá glæsilega gjafapoka hjá okkur þegar þeir sækja skrán-ingarnúmerin fyrir keppni. Auk þess er fjöldinn allur af frábærum vinningum í boði, ekki bara fyrir efstu sætin,“ segir Freyja.

O kkur er líklega best lýst sem hjólanördum. Við höfum verið að vinna að því að byggja upp hjólreiðamenninguna hér á landi og partur af

því er að fara í ævintýri erlendis og öðlast reynslu,“ segir Emil Þór Guðmundsson hjólagarpur. Keppnin, sem nefnist Cape Epic, nýtur mikilla vinsælda meðal hjólreiðafólks og árlega taka um 1200 hjólreiðamenn þátt. Þegar opnað var fyrir skráningu í keppnina sem fram fer að ári tók einungis níu sekúndur að fylla öll pláss sem í boði eru.

11 brotin viðbein á fyrsta keppnisdegi „Hópurinn sem ég fór með var búinn að skrá sig fyrir löngu og ég kom inn sem varamaður þegar einn datt út,“ segir Emil. Liðsfélagi Emils var Ingi Már Helga-son. Í hinum liðunum tveimur voru annars vegar Arn-þór Pálsson og Guðmundur Gíslason, og hins vegar Björn Ólafsson og Stefán Ákason. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að taka þátt og ljúka þessari keppni,“ segir Emil, en það er alls ekki sjálfgefið að klára keppnisdagana átta. „Á fyrsta degi brotnuðu til að mynda 11 viðbein í keppendum,“ segir Emil. Einn íslensku keppendanna þurfti svo að hætta keppni samkvæmt læknisráði á þriðja degi. „Liðsfélagi hans kláraði þó keppnina einn síns liðs, en ég veit að þá langar að fara aftur og klára þetta verkefni saman,“ segir Egill. Hann og Ingi Már enduðu í 106. sæti og eru nokkuð sáttir með þann árangur. „Við fórum ekki í keppnina til að vinna heldur til að klára verkefnið.“

Tour de France fjallahjólanna Cape Epic hjólreiðakeppnin er ein erfiðasta hjóla-keppni í heimi og jafnfram sú lengsta, en alls eru

hjólaðir 748 kílómetrar á átta dögum. Báðir liðsmenn hjóla alla leiðina og liggur hjólaleiðin um fjöll og firn-indi. Hjólaleiðin hefst í Cape Town og endar í Durban-ville. „Keppninni hefur verið líkt við Tour de France, en segja má að þetta sé eins konar fjallahjólaútgfáfa af þeirri keppni,“ segir Emil. Það eru ýmis verkefni og vandamál sem geta komið upp á keppnisleiðinni. Emil segir að hitinn hafi helst sett strik í reikninginn hjá þeim félögum. „Við hjóluðum að meðaltali sex klukkustundir á dag og lengst yfir átta stundir, en það var akkúrat heitasti dagurinn. Hitinn fór upp í 42 gráður og við kuldabeltisdýrin erum ekki gerð fyrir þetta,“ segir Emil, en hann líkir þessum degi við að hjóla Laugaveginn fram og til baka, í miklum hita, en þessi hluti leiðarinnar var 130 kílómetrar.

Ljón á veginum Emil og félagar hjóluðu í gegnum ýmsa bæi, fjall-garða, eyðimerkur og vínekrur á leið sinni. „Landið er einstaklega fallegt og það var mögnuð upplifun að hjóla þessa leið og ólíkt því sem maður þekkir.“ Í keppninni var hjólað í 40-50 manna hópum á 40-50 km hraða. „Við tölum saman okkar á milli og þeir sem fremstir eru segja hvað er fram undan á veginum. Það óvæntasta var líklega þegar ég heyrði kallað: Ljón! Þá var ljón hægra megin við okkur á veginum,“ segir Emil.

Nú tekur við íslenskt hjólasumar en þeir félagar eru þó farnir að huga að næstu keppnum, annað hvort í Brasilíu eða Mongólíu.

Erla María

[email protected]

„Eins og að hjóla Laugaveginn fram og til baka í 40 gráðum“

Gullhringurinn heldur áfram að vaxa

Emil Þór Guð-mundsson, hjólagarpur og eigandi hjólareiðaversl-unarinnar Kríu, fór ásamt fimm félögum sínum til Suður-Afríku í mars síðast-liðnum til að taka þátt í Cape Epic, lengstu fjallahjólakeppni heims.

Cape Epic er lengsta fjallahjólakeppni í heimi. Alls eru hjólaðir 748 kílómetrar átta dögum við erfiðar aðstæður. Ljósyndir/Emil Þór Gunnarsson.

Page 3: Hjolablad lr

HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200VERSLAÐU Á

WWW.GÁP.IS

24.880,- 24.880,-

KROSS GRAND KID TOLA 12"KROSS GRAND KID TOLA 12"

24.880,-

29.590,- 29.590,-

KROSS GRAND KID KRIS 16"KROSS GRAND KID LOLA 16"

51.900,-51.900,-44.900,-

KROSS LEVEL MINI 20”

44.900,-

KROSS HEAXAGON MINI 20” KROSS MODO 24"

52.900,-

KROSS HEXAGON REPLIC 24"

114.900,- 79.990,- 89.900,-KROSS MODERATOKROSS TRESSE KROSS REALE KROSS SETO KROSS SETO

119.900,-

127.900,- 109.900,- 93.900,- 229.900,-KROSS TRANS SOLAR KROSS EVADO 3.0KROSS VENTO 1.0MONGOOSE REFORM COMP

...OG EKKI MÁ GLEYMA AUKAHLUTUNUM!

8.990,-

7.895,-6.490,-18.674,- 7.895,-

HAMAX KISS BARNASTÓLL GÓLFPUMPA BETO ÍÞRÓTTASÓLGLERAUGU M-WAVE TASKA TVÖFÖLD ETTO MOTIROLO

AÐEINSBROT AFÚRVALINU!BARNAHJÓL

FULLORÐINS HJÓL

44.900,-

KROSS LEVEL MINI 20”

44.900,-

Page 4: Hjolablad lr

hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201544

Notum virkan ferðamáta!Hjólum • Göngum • Hlaupum • Tökum strætó

VinnustaðakeppniSkráning og nánari upplýsingar á

hjoladivinnuna.is

Íþrótta- ogÓlympíusamband Íslandskynnir:

Taktu þátt í Instagram-leik #hjólaðívinnuna

6.–26. maí

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IS

I 73

837

04/1

5

„Sólarvörnin helst þrátt fyrir langar æfingar“Proderm er sænsk sólarvörn sem er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð og verndar fyrir sterkum sólargeislum við erfiðustu kringumstæður.

P roderm er mikið notuð við íþróttaiðkun, í siglingakeppn-um, hjólreiðakeppnum, blaki

og af sundfólki. Við hjólreiðar er mikilvægt að vernda húðina vel og brenna ekki. Hjólreiðamenn gefa Proderm mikið lof. Í löngum hjóla-ferðum er mikilvægt að sólarvörnin haldi og það gerir Proderm.

Keppnisfólk notar Pro-dermAndreas Danielsson, fyrirliði hjólreiðalandsliðs Svíþjóðar, hefur góða reynslu af notkun Proderm. „Ég hjóla tímunum saman í sólinni og þarf sól-arvörn sem ekki rennur af húðinni í ströngum æf-ingum. Proderm er eina sólarvörnin sem virkar fyrir mig. Ég útbý allt mitt hjólreiðakeppnisfólk með Proderm á sólríkum keppnisdögum. Fyrstu kynni mín af vörninni voru í stórri keppni og Proderm var eina vörnin sem ekki rann af enninu

niður í augu. Við keppum um allan heim og nýlega í Nepal þar sem sól-in er gríðarsterk og besta tegund

af sólarvörn var algjör nauð-syn.“

Langvirk vörnEygló Ósk Gústafsdóttir sundafrekskona og f leira sundkeppnisfólk hefur not-arð Proderm með góðum árangri. „Með Proderm brennur húðin ekki þó æft sé tímunum saman í sundlaug í glampandi sól. Húðin verði mjúk og raka-fyllt, fallega brún og laus við þurrk. Engir taumar eða hvít himna myndast við notkun varnarinnar,“ segir Eygló. Í keppnum er mikils virði að vera með góða sólarvörn eins og

Proderm sem myndar eins konar varnarhimnu í hornlagi húðarinnar. Vörnin rennur ekki af húðinni og þolir vel saltan sjó.

Hentar öllum húðgerðumSólarvörnin frá Proderm inniheldur ekki fitu og veitir ekki glansáferð. Vörnin smýgur hratt inn í húðina og sérlega þægilegt er að bera á sig mjúka þétta froðuna sem er afar drjúg. Proderm er einnig afar vin-sæl af fjölskyldufólki. Vörnin fær meðmæli frá húðlæknum og hentar öllum húðgerðum. Proderm er laus við öll ilmefni, paraben eða nano-tækni. Proderm sólarvörnin fæst í apótekum, Hagkaupum, Fjarðar-kaupum, Grænni heilsu og Fríhöfn-inni.

Unnið í samstarfi við

Celsus

Andreas Dani-elsson, fyrirliði hjólreiðalands-liðs Svíþjóðar, notar Proderm sólarvörn líkt og landsliðið allt.

Uppáhalds hjólaleiðir Önnu KristínarAnna Kristín Ásbjörnsdóttir hefur starfað sem fjallaleið­sögumaður til fjölda ára og alla tíð verið mikil hjóla­garpur. Í dag sameinar hún þessar tvær ástríður með því að skipuleggja hjóla­ferðir. Hún deilir með okkur nokkrum góðum hugmynd­um að hjólaleiðum í Reykjavík og nágrenni.

1 – Stóri Reykjavíkur-hringurinnHjólaður hringur í kringum Reykjavík og alltaf hægt að vera á stíg.25 km. Um 2-3 klukkustundir.Nauthóll – Ægisíða – Grótta – Grandi – Sæbraut – Elliðaár-dalur – Fossvogur – Nauthóll

2 – Meistara Áttan35 km. Um 5-6 klukkustundir.Hjóluð átta um höfuðborgar-svæðið. Farið frá Hallgríms-kirkju. Farið með Sæbraut og inn í Elliðaárdal. Hjólað upp að Elliðavatni og Rauðavatni. Hjólað um Golfvöllinn inn í Grafarholt. Niður í Grafarvog og undir brúna í gegnum Bryggjuhverfið. Í gegn hjá Elliðaárdalnum og niður Foss-vogsdalinn í Nauthólsvík og svo í miðbæinn. Sjá kort á vef Fréttatímans.

3 – Útivistarsvæðin í Öskju-hlíðinni og í Heiðmörk.Þessi svæði bjóða upp á úrval góðra stíga fyrir styttri og lengri hjólaleiðir.

4 – Sveifluháls40 km. Um 8 klst.Hluti af Bláa lóns-þrautinni. Skemmtileg og falleg leið sem byrjar í Hafnarfirði og fer um malarveg að Kleifarvatni og inn í Krýsuvík. Þú getur annað-hvort endað í Bláa lóninu eða farið til baka í gegnum fjöllin. Sjá kort á vef Fréttatímans.

5 – Hengilssvæðið. Þetta svæði er stórkostlegt og nú hefur Orkuveitan gert fyrstu stikuðu hjólreiðaleið landsins á svæðinu. Þannig að það er hægt að keyra upp í Hengilssvæði og fara stikaða leið án þess að trufla göngu-fólk.

A nna Kristín Ásbjörns-dóttir starfar sem framkvæmdastjóri hjól-

reiðaferðaskrifstofunnar Bike Company sem leigir götu-og fjallahjól en býður einnig upp á stuttar og langar hjólaferðir fyrir hópa og einstaklinga. Anna hefur ferðast mikið með Frakka því hún bjó í tíu ár í Lyon þar sem hún rak ævintýra-ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í göngu-og

fjallaskíðaferðum á Íslandi fyrir Frakka.

„Þegar ég bjó í Frakklandi hætti ég að hjóla á fjöllum og notaði hjólið mest sem samgöngutæki en þar var stolið af mér minnst þremur hjólum. Þegar ég svo flutti heim stofnuðum við 10 vinkonur fjallahjóla og fjallaskíðaklúbb. Við höfum ferðast saman í „hard-core“ fjallahjólaferðum um Ísland en líka farið til Tyrklands í fjallahjólaferð.“

Page 5: Hjolablad lr

Brand

enburg

Skráningargjaldinu fylgir KIA Gullhrings 2015 gjafapoki með stuttermabol, Snickers, orkudrykk og fleiri glaðningum. Frímiði í Fontana laugarnar að lokinni keppni. Ávísun á eldgrillaðar bratwurst- og beikonpylsur að keppni lokinni.

KIA GULLFLOKKARA 106KM B 60KMC 46 KMSTART KL 18:00

KIA Á ÍSLANDI KYNNIR Í SAMVINNU VIÐ FONTANA LAUGARVATNI

GULLFOSSLAUGARVATN

GEYSIRÞINGVELLIR

H R I N G U R I N N

Page 6: Hjolablad lr

hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201546

Mogens Markússon, verslunarstjóri hjá hjólabúðinni GÁP.

Hjól fyrir alla hjá GÁP

M ogens Markússon, versl-unarstjóri hjá hjólabúð-inni GÁP, hefur verið

í hjólabransanum í 30 ár og segir hann hjólamenninguna bæði hafa breyst og aukist í gegnum árin. „Gríðarleg aukning hefur verið í götuhjólum. Hér áður fyrr vildu all-ir kaupa fjallahjól, en almenn hjóla-mennska hefur verið að aukast í takt við fjölgun hjólastíga og almennrar heilsuvitundar landans.“

Hjól af öllum stærðum og gerðumGÁP er umfram allt reiðhjólaversl-un, en býður auk þess upp á vörur fyrir þá sem stunda alhliða líkams-rækt. Hjólaúrvalið hefur verið að aukast jafnt og þétt og nú býður GÁP upp á ýmis götuhjól, fjallahjól, krakkahjól, Cyclocross, Racer, Hy-brid, Triathlon, BMX og Street hjól og fulldempuð hjól. Meðal merkja má nefna Mongoose, Cannondale og Kross. „Mongoose hefur verið burðurinn í þessu hjá okkur í gegn-um árin, en við erum einnig dug-leg að taka inn ný merki og þar ber hæst Kross, sem er evrópskt merki sem framleiðir allt frá ótrúlega flott-um barnareiðhjólum upp í keppnis

götureiðhjól og allt þar á milli, götu-hjól, fjallahjól, hybrid hjól og glæsi-leg frúarhjól,“ segir Mogens.

Fyrir byrjendur og lengra komnaHjá GÁP geta allir fundið alvöru-hjól við sitt hæfi. Byrjendur fá fag-lega leiðsögn frá starfsmönnum og keppnisfólk getur fengið allar helstu upplýsingar um keppnis-hjól og búnað þeim tengdum. „Við

hjálpum fólki að velja rétta hjólið, hvort sem það er þríhjól eða keppn-ishjól,“ segir Mogens. Þegar kemur að auka- og fylgihlutum segir hann að hjálmurinn skipti höfuðmáli. GÁP býður upp á Etto hjálma sem er norsk gæðavara. „Lásinn er einn-ig mikilvægur, maður á yfirleitt hjól-ið lengur ef maður kaupir almenni-legan lás.“ Hraðamælar eru vinsælir fylgihlutir. „Við bjóðum til dæmis upp á hraðamæli þar sem hægt er

að slá inn hver bensíneyðslan er á bílnum og þannig er hægt að sjá hversu mikið maður sparar með því að hjóla.“

Hjólað í vinnuna og WOW-cyc-lothon fram undanMargir skemmtilegir hjólaviðburð-ir, svo sem Hjólað í vinnuna, eru fram undan og býst Mogens við því að líf og fjör verði í versluninni á næstunni. „Við eigum til dæmis

von á sérsendingum fyrir heilu liðin sem taka þátt í WOW-cyclothoninu í sumar. En það er einmitt algjör metþátttaka í wow-inu núna“ GÁP rekur fullbúið verkstæði og vara-hlutaþjónustu fyrir sín hjól. Frelsis-tilfinningin sem maður fær við að fara af stað á nýju hjóli er hins vegar alveg ólýsanleg,“ segir Mogens.

Unnið í samstarfi við

GÁP

Nú fer hjólavertíðin að fara á fullt og þá skiptir öllu máli að vera á góðu hjóli og með rétta útbúnaðinn. Í verslun GÁP í Faxafeni má finna margs konar hjól og fylgihluti sem henta fyrir hinar ýmsu aðstæður.

Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga

Hvert sem leið þín liggur

Margnota hlífðarhúð Með sjálflímandi yfirborði.

Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.

Klædd tábergshlífMjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi

og núningi.

Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að

taka við álagi.

Gelhlíf fyrir hæl Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur

gelpúði hlífir hæl og hásin.

Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi

frá skófatnaði.

Gelhettur fyrir tær

Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.

Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.

Allt fyrir hjólreiðarnar!

Page 7: Hjolablad lr

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsal-isýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Fæst án lyfseðils

Verkjastillandi og bólgueyðandi!

Nú í enn STÆRRI pakka!Nú í enn STÆRRI pakka!Voltaren Gel

150g50% meira m

agn!

Voltaren-3saman-5x38 copy.pdf 1 31/01/15 16:25

Page 8: Hjolablad lr

hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201548

Halldóra Matthíasdóttir þrí-þrautarkona er mjög ánægð með Magnesíum Sport spreyið frá Better You og notar það eftir allar æfingar. Hún finnur sérstaklega mikinn mun á endurheimt vöðva og bata eftir æfingar.

H alldóra Matthíasdóttir úti-bússtjóri breytti um lífsstíl árið 2008 með því að breyta

algerlega um matarræði. Því næst tók hún á hreyfingunni og byrjaði á því að hlaupa. Hún hljóp sitt fyrsta maraþon árið 2011 og hefur síðan hlaupið bæði Laugavegshlaupið og Jökulsárhlaupið ásamt því að hafa undanfarin ár tekið þátt í Ironman keppninni bæði í Mexíkó, Frankfurt og Svíþjóð.

Þreytan hvarf eins og dögg fyrir sóluHalldóra æfir að meðaltali níu sinn-um í viku, þrisvar sinnum í hverri grein, það er hjólreiðum, hlaupi og sundi. „Eftir æfingar nota ég allt-af Magnesíum Sport spreyið því það hefur hjálpað mér verulega við endurheimt vöðva og minnkar lík-urnar á krampa og harðsperrum.“ Í fyrra hljóp Halldóra frekar langt hlaup eftir að hafa verið frá í nokk-urn tíma vegna handleggsbrots. „Eftir hlaupið fékk ég mikla pirr-ings- og þreytuverki á sköflunga og í læri. Ég nuddaði vöðvana með Magnesíum Sport spreyinu og fann strax þreytuna og pirringinn líða hjá. Það var eiginlega alveg ótrúlegt hvað það virkaði hratt. Ég notaði líka Magnesíum Orginal spreyið á úlnliðinn, það er svæðið þar sem ég handleggsbrotnaði og mér finnst það hafa hjálpað mér verulega í bat-anum.“

ÚtsölustaðirMagnesíum Sport er fáanlegt í Lyfju, Lyf og heilsu, flestum apó-tekum, Fjarðarkaupum, Heilsuhús-inu, TRI verslun, Systrasamlag-inu, völdum Hagkaupsverslunum, Þinni verslun Seljabraut, Blómavali, Garðheimum, Crossfit Reykjavík og Lyfjaveri/Heilsuveri. Nánari upp-lýsingar má finna á www.gengur-vel.is.

Unnið í samstarfi við

Gengur vel

Halldóra Matthíasdóttir þríþrautar-kona: „Ég mæli eindregið með Magn-esíum Sport spreyinu því það hefur hjálpað mér við endurheimt vöðva, þreytuverki og til að koma í veg fyrir krampa og harðsperrur.“

„Alveg ótrúlegt hvað spreyið virkar hratt“

Frá vanvirkni til virkniH jólakraftur er hjólahópur

fyrir alla, en er þó sérstak-lega hugsaður fyrir krakka

á aldrinum 12-18 ára, sem finna sig ekki endilega í hinu hefðbundna íþróttastarfi. „Við erum með hópa af ungu fólki og við skiptum hóp-unum eftir aldri,“ segir Þorvaldur Daníelsson, forsprakki verkefnis-ins. Nú eru meðlimir Hjólakrafts í kringum 50 og eru hópar starfandi á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og í Árnessýslu.

Snýst um að sigrast á sjálfum sér„Í Hjólakrafti hjólum við og hreyf-um okkur. Við erum ekki í neinni keppni hvert við annað, síður en svo, en við veitum hvert öðru ágætt aðhald.“ Hópurinn hittist tvisvar, stundum þrisvar, í viku við Háskól-ann í Reykjavík við Öskjuhlíð eða Nauthólsvík. Eitt af markmiðum hópsins er að taka þátt í WOW-cyc-lothoninu. „Við viljum helst vera með mörg lið,“ segir Þorvaldur. Fyrsta Hjólakrafts-liðið tók þátt sumarið 2014 og vann þar áheita-

keppnina og hlaut að launum flug-miða frá WOW-air og fór í nokkurra daga hjólaferð til Lyon í Frakklandi í byrjun september 2014.

Hvatning og stuðningurÞorvaldur segir að hópurinn fylgi einfaldri hugmyndafræði. „Við spáum bara í hvað það er sem þátt-takendur langar til að geta gert og við spyrjum hvað viðkomandi er tilbúinn að leggja á sig til þess að láta það rætast.“ Áhersla er lögð á jákvætt andrúmsloft, gleði og hvatningu. „Ef eitthvað sem mað-ur er að gera er ekki gefandi eða skemmtilegt þá er óvíst að mann langi til þess að halda því áfram mikið lengur, ekki satt? Þess vegna eru gleðin og hvatningin svo mikilvægir þættir hjá okkur,“ segir Þorvaldur. Stuðningur er einnig mikilvægur þáttur í starfi Hjóla-krafts. „Foreldrarnir eru mikill og góður stuðningur við unga fólkið okkar og hópinn í heild. Við förum til dæmis af og til saman öll út að hjóla og gerum eitthvað skemmti-legt.“

Hjólakraftur stefnir á WOW cyclothon-ið í ár líkt og í fyrra. „Þegar krakkarnir kláruðu hringinn í fyrra sáu þeir og fólkið í kringum þá að allt er mögulegt þegar unnið er saman. Við þurfum hvert á öðru að halda,“ segir Þorvaldur Daníelsson, for-sprakki Hjóla-krafts.

Göngugreining

Pantaðu tíma

í síma 5173900

Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900

Vandamál sem göngugreining Flexor getur

hjálpað til við að leysa eru til dæmis:

• þreytuverkir og pirringur í fótum

• verkir í hnjám

• sársauki eða eymsli í hælum

(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)

• beinhimnubólga

• óþægindi eða verkir í baki

og/eða mjöðmum

• verkir í tábergi og/eða iljum

• hásinavandamál

• óþægindi í ökklum

• þreytu- og álagsverkir

hjá börnum og unglingum

Page 9: Hjolablad lr

hjólreiðarHelgin 1.-3. maí 2015 49

Síðumúla 21S: 537-5101

snuran.is

Ný sending af blómapottum frá Skjalm P

Design By Us spegill49.900.-

Skjalm P svartur lampi20.900.-

Pyro Pet kerti4.900.-

Design By Us ljós, margir litir39.900.-

Tour de Ormurinn hjólreiðakeppni

á Héraði 15. ágúst 2015.

Ævintýraleg keppni, umhverfis Lagarfljót, í ægifagurri náttúru.

Tvær vegalengdir í boði:Ormurinn langi: 68 km Inn til fjalla: 103 km.

Glæsileg austfirsk verðlaun eru í boði fyrir sigur-vegara í hverjum flokki og útdráttarverðlaun veitt heppnum keppendum.

Nánari upplýsingar á www.tourdeormurinn.is

Helmingi fleiri keppendur en á síðasta áriHjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram í fjórða skipti í sumar. Keppnin hefur farið ört stækkandi og er orðin stærsta hjólreiða-keppnin hér á landi. Hjólað er í kringum Ísland á rúmum tveimur sólarhringum og áheitum safnað til styrktar góðu málefni.

Benedikt Tómasson, einn skipu-leggjenda WOW Cyclothon, segir að skráning gangi vonum framar. „Fjöldi þátttakenda hefur tvöfaldast á hverju ári og á því verður engin breyting í ár.“ Um 400 keppendur tóku þátt í fyrra og nú hafa tæp-lega 1000 manns skráð sig til leiks. Skráningu lýkur á miðnætti 1. maí. Keppnin fer fram dagana 23.-26. júní og verður með svipuðu fyrir-komulagi og áður. Hjólað er hring-inn í kring um landið með boðsveit-arformi í þremur flokkum, ýmist 1, 4 eða 10 hjólreiðamenn skipta með sér kílómetrunum 1332. „Í ár verður fjórða keppnisflokknum bætt við og verður hann kynntur á allra næstu dögum,“ segir Benedikt. Sem fyrr mun keppnin einkennast af sönnum keppnisanda, stórbrotinni náttúru og ótrúlegri stemningu.

WOW Cyclothon fer fram dagana 23.-26. júní. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Page 10: Hjolablad lr

Author er einn af leiðandi framleiðendum reiðhjóla og fylgihluta í Evrópu. Author framleiðir vönduð reiðhjól á frábæru verði fyrir hinn almenna hjólreiðamann og atvinnumenn.

Keppendur á reiðhjólum frá Author hafa verið í fremstu röð í keppnum í Evrópu í mörg ár.

Komdu og kynntu þér Author gæðahjól á hreint út sagt frábæru verði.

Author Vectra 26"Bremsur: V- brakeGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899998

Author Trophy 26"Bremsur: V- brakeGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899989

í fremstu röð

AUTHOR REIÐHJÓL

AUTHOR REIÐHJÓL - EVRÓPSK GÆÐI Í FREMSTU RÖÐ

Author Matrix 24"Bremsur: Tektro 55ALGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899972

Author Matrix 24"Bremsur: Tektro 55ALGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899972

Author Thema 26"Bremsur: Tektro 855 ALGírar: 21Gírskipting: Shimano RevoshiftÞyngd: 12.2 kg3899924

Author Compact 28"Stell: 20" og 22"Bremsur: Tektro 855 ALGírar: 21Gírskipting: Shimano RevoshiftÞyngd: 12.2 kg3899922

Author Outset 26"Stell: 19" og 21"Bremsur: Tektro 55ALGírar: 21Gírskipting: Shimano Revoshift3899985-86

Author Unica 26"Bremsur: Tektro 837ALGírar: 21Gírskipting: Shimano Revoshift3899978

HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

Author Orbit 16"Bremsur: Tektro 855 ALFótbremsurÞyngd: 9.1 kg3899961

Author Rapid 26"Bremsur: Tektro 855Gírar: 24Gírskipting: Shimano AceraÞyngd: 15.4 kg3899943/44

Reiðhjólarekki fyrir fimm eða þrjú hjól5797470/69

Í HÚSASMIÐJUNNI

Author Energy 20"Bremsur: Tektro 45ALGírar: 6Gírskipting: Shimano Revoshift3899969

Author Energy 20"Bremsur: Tektro 45ALGírar: 6Gírskipting: Shimano Revoshift3899947

39.900 kr 39.900 kr

49.900 kr

49.900 kr

35.900 kr

FRÁBÆRT VERÐ!

35.900 kr

48.900 kr48.900 kr

26.690 kr

9.900 kr

REIÐHJÓLAREKKI 5 HJÓL

5.990 kr

REIÐHJÓLAREKKI 3 HJÓL

69.900 kr

33.900 kr33.900 kr

MIKIÐ ÚRVAL!

Page 11: Hjolablad lr

Author er einn af leiðandi framleiðendum reiðhjóla og fylgihluta í Evrópu. Author framleiðir vönduð reiðhjól á frábæru verði fyrir hinn almenna hjólreiðamann og atvinnumenn.

Keppendur á reiðhjólum frá Author hafa verið í fremstu röð í keppnum í Evrópu í mörg ár.

Komdu og kynntu þér Author gæðahjól á hreint út sagt frábæru verði.

Author Vectra 26"Bremsur: V- brakeGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899998

Author Trophy 26"Bremsur: V- brakeGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899989

í fremstu röð

AUTHOR REIÐHJÓL

AUTHOR REIÐHJÓL - EVRÓPSK GÆÐI Í FREMSTU RÖÐ

Author Matrix 24"Bremsur: Tektro 55ALGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899972

Author Matrix 24"Bremsur: Tektro 55ALGírar: 18Gírskipting: Shimano Revoshift3899972

Author Thema 26"Bremsur: Tektro 855 ALGírar: 21Gírskipting: Shimano RevoshiftÞyngd: 12.2 kg3899924

Author Compact 28"Stell: 20" og 22"Bremsur: Tektro 855 ALGírar: 21Gírskipting: Shimano RevoshiftÞyngd: 12.2 kg3899922

Author Outset 26"Stell: 19" og 21"Bremsur: Tektro 55ALGírar: 21Gírskipting: Shimano Revoshift3899985-86

Author Unica 26"Bremsur: Tektro 837ALGírar: 21Gírskipting: Shimano Revoshift3899978

HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

Author Orbit 16"Bremsur: Tektro 855 ALFótbremsurÞyngd: 9.1 kg3899961

Author Rapid 26"Bremsur: Tektro 855Gírar: 24Gírskipting: Shimano AceraÞyngd: 15.4 kg3899943/44

Reiðhjólarekki fyrir fimm eða þrjú hjól5797470/69

Í HÚSASMIÐJUNNI

Author Energy 20"Bremsur: Tektro 45ALGírar: 6Gírskipting: Shimano Revoshift3899969

Author Energy 20"Bremsur: Tektro 45ALGírar: 6Gírskipting: Shimano Revoshift3899947

39.900 kr 39.900 kr

49.900 kr

49.900 kr

35.900 kr

FRÁBÆRT VERÐ!

35.900 kr

48.900 kr48.900 kr

26.690 kr

9.900 kr

REIÐHJÓLAREKKI 5 HJÓL

5.990 kr

REIÐHJÓLAREKKI 3 HJÓL

69.900 kr

33.900 kr33.900 kr

MIKIÐ ÚRVAL!

Page 12: Hjolablad lr

hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201552

T RI verslun er innflutnings- og smásölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjón-

ustu á reiðhjólum frá Cube. Einn-ig er boðið upp á ýmis önnur merki þegar kemur að fylgihlutum fyrir hjól, svo sem hjálmum, fatnaði og öðrum aukahlutum fyrir hjólreiðar. „Cube er þýskt hjólreiðamerki og hefur það stækkað mjög ört á hinum alþjóðlega hjólreiðamarkaði síðast-liðin fimm ár. Við höfum því vaxið með merkinu hérna heima á sama tíma og merkið hefur vaxið erlend-is,“ segir Valur Rafn, markaðsstjóri

hjá TRI. Framleiðendur Cube eru framarlega á sviði keppnishjóla en eru einnig að bæta við sig í fram-leiðslu, til dæmis í hjólum fyrir þá sem vilja cyclocross eða hybrid reið-hjól. „Merkið er að fá mjög góða dóma á heimsvísu og hefur einnig reynst mjög vel við íslenskar að-stæður,“ segir Valur.

Veldu rétta hjóliðTRI verslun hefur verið að auka við vöruúrvalið upp á síðkastið og býður nú í fyrsta skipti upp á sér-stakan aukahlutapakka frá Cube. „Við erum til dæmis aða selja Cube hjálma í fyrsta skipti og erum einn-ig að fá mikið af nýjum hjólaskóm,

bakpokum, ljósum og fatnaði. Sam-hliða aukningu á vöruúrvali býður TRI verslun upp á mælingu fyrir þá sem vilja kaupa rétta hjólið. „Það þarf að huga að mörgu við kaup á hjóli. Í mælingunni tökum við tillit til þátta eins og hvert viðkomandi ætlar að fara á hjólinu og í hvaða til-gangi,“ segir Valur. „Ertu að fara að hjóla í bænum, á hjólastígum eða úti á landi? Á að nota hjólið til að keppa í reiðhjólakeppnum eða á að nota reiðhjólið sem líkamsræktartæki?“ Starfsfólk TRI hjálpar viðskiptavin-um að svara þessum spurningum og finna rétta hjólið. „Ef þig vantar upp-lýsingar um hjólreiðar getur þú haft samband við starfsfólk TRI,“segir

Valur. Menningarhlutinn í kringum hjólin skiptir okkur einnig miklu máli. „Með auknu vöruúrvali viljum við stuðla að aukinni og bættri hjóla-menningu hér á landi. Komdu endi-lega við hjá okkur og fáðu þér kaffi það kostar ekkert!“ #cube_your_life

TRI verkstæðiTRI verslun er á Suðurlandsbraut 32 og þar er einnig að finna verk-stæði. „Við tökum á móti hjólum af öllum tegundum, stærðum og gerðum,“ segir Valur. Boðið er upp á þjónustu í nokkrum flokkum og nú stendur yfir sérstök sumarþjón-usta þar sem viðskiptavinir fá mik-ið fyrir lítið. „Með því að velja sum-

arþjónustu tökum við nagladekkin af hjólinu og setjum sumardekkin undir. Þar að auki fær hjólið léttan þvott, stillingu á gírum og brems-um, keðjan er smurð og yfirfarin, auk þess sem farið er yfir dekk og gjarðir.“

Þýsk gæði á góðu verðiÁ heimasíðu TRI, www.tri.is má finna allar nánari upplýsingar um Cube hjólin og aðrar vörur. Einnig er hægt að finna TRI verslun á Fa-cebook, Twitter og Instagram undir nafninu #TRIVERSLUN

Unnið í samstarfi við

TRI verslun

Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt

Betra blóðflæði Meiri orka, þrek, úthald

WE BEET THE COMPETITION

1 skot 30 mín. fyrir æfingar / keppnir. Blandað í 100 - 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka 30 mín. eftir inntöku.Fæst í öllum Heilsuhúsum - Heilsuveri og sumum apótekum.Upplýsingar í síma 896 6949.

vitex.is

BEET

ELIT

E ley

ndar

mál

þeirr

a sem

skar

a fra

múr

. - w

ww.ne

ogen

isspo

rt.co

m

Cube hjá TRI Verslun#TRIVERSLUN / #TEAMCUBE / #TRI.IS / #BIKEFITTING

Sér ekkert neikvætt við hjólreiðarTómas Ingi Ragnarsson hefur notað hjól sem samgöngutæki í 25 ár. Ástæðuna segir hann ekki vera flókin vísindi. Að hjóla í vinnuna er hollt, ódýrt, um-hverfisvænt og síðast en ekki síst þá er það gaman. Tómas lítur ekki á hjólreiðar sem sport og mun því aldrei fara í span-dexgalla.

É g byrjaði að hjóla þegar ég flutti frá Blönduósi í bæinn á framhaldsskólaldri,“ segir

Tómas Ingi Ragnarsson sem hefur hjólað allar götur síðan. „Það komu reyndar þarna tvö ár þar sem ég tók nokkur letiköst og freistaðist til að nota bíl en fyrir utan það þá hef ég alltaf notað hjól til að ferðast á milli staða.“

Tvisvar verið keyrður niðurTómas, eða Tommi, hjólar 9 kíló-metra á dag til og frá vinnu. Alla daga, allan ársins hring í hvaða veðri sem er. En hann hefur aldrei keypt sér hjólaföt eða spandexgalla. „Ég fer aldrei þangað því ég lít ekki á hjólreiðar sem sport. Fyrir mér er þetta samgöngumáti. Þetta snýst bara um að komast frá A til B og til þess þarf maður ekki ný föt. Maður

passar sig bara að hjóla á temmi-legum hraða svo maður svitni ekki,“ segir Tommi sem notar þó alltaf hjálm, af fenginni reynslu. „Ég hef oft komist í hann krappan og hef ver-ið keyrður niður tvisvar sinnum. Það var sem betur fer ekki alvarlegt, ég meiddi mig ekkert mikið heldur fékk bara nokkrar skrámur og marbletti.“

Gaman að hjóla í slabbi„Það er svo margt sem er skemmti-legt við hjólreiðar. Mér finnst mjög

gaman að fá smá hreyfingu á blóðið á morgnana, þetta er gott fyrir heils-una og svo er þetta miklu ódýrara en að keyra bíl, og umhverfisvænna. Ég get bara ekki séð neitt neikvætt við hjólreiðar.“

Ekki einu sinni íslenska veðráttu?„Nei, mér finnst gaman að slabb-

inu. Þá setur maður bara naglana á dekkin og fer í pollagalla. Það er gott að hafa bara gallann í töskunni því maður getur átt von á hverju sem er á Íslandi.“ -hh

Tommi býr í Eikju-vogi en hjólar í Guð-rúnartún á hverjum degi þar sem hann vinnur sem grafískur hönnuður. Hann er á hybrid-hjóli sem er blanda af fjalla- og götuhjóli. Mynd/Hari

Page 13: Hjolablad lr

Compression sokkar Stuðningur við ökkla og kálfa. Auka úthald í fótleggjum við langar göngur.

LumboTrain mjóbaksbeltiVirkur stuðningur við mjóbak. Dregur úr vöðvaspennu og örvar vöðvavinnu.

ErgoPad gönguinnleggEinstaklega þunn og fyrirferðalítil. Góður stuðningur sem minnkar álag á fætur.

Genutrain hnéhlífFyrir álagseinkenni og verki í hnjám.

Kíktu við á golfdaga

Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. hæð • Sími 569 3100 • eirberg.is

Golfdagar í verslun okkar í Kringlunni laugardaginn 2. maí.

Sjúkraþjálfarar Eirbergs verða á staðnum frá kl. 12:00-16:00 og veita

ráðgjöf varðandi stuðningshlífar og innlegg sem nýtast í golfið.

Þeir sem panta tíma í göngugreiningu á staðnum fá 25% afslátt.

10% afsláttur af stuðningshlífum og innleggjum,20% afsláttur af Compression sokkum.