Handbók um flokkun vatns

9
Handbók um flokkun vatns Gunnar S. Jónsson

description

Handbók um flokkun vatns. Gunnar S. Jónsson. Tilefni handbókar. Ákvæði 17. gr. reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns sem segir: Að UST skal gefa út handbók fyrir sveitarfélög um aðgerðaráætlanir og flokkun vatns. Tímamörk flokkunar. - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of Handbók um flokkun vatns

Page 1: Handbók um flokkun vatns

Handbók um flokkun vatns

Gunnar S. Jónsson

Page 2: Handbók um flokkun vatns

Tilefni handbókar

• Ákvæði 17. gr. reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns sem segir: Að UST skal gefa út handbók fyrir sveitarfélög um aðgerðaráætlanir og flokkun vatns.

Page 3: Handbók um flokkun vatns

Tímamörk flokkunar

• Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns átti flokkun vatns í samræmi við 8. gr., sbr. 9. og 10. gr. reglugerðarinnar að vera lokið innan 4 ára frá gildistöku hennar, eða fyrir 30. október 2003 þ.e. fyrir réttu ári síðan!

Page 4: Handbók um flokkun vatns

Hver er staðan?

• Vitað er um svæði sem hafa eða eru að flokka vatn.

• Í skipulagsdrögum sem borist hafa til UST er flokkun vatns ekki inni sem hluti af skipulagsdrögunum og oft er ekki gert ráð fyrir flokkun vatns. Þar sem flokkun er nefnd er sagt að hún verði gerð á skipulagstímanum.

Page 5: Handbók um flokkun vatns

Til hvers að flokka vatn?

• Flokkun vatns er tæki til:• Að meta gæði vatns• að viðhalda góðum gæðum vatns

eða til þess að vernda vatn • Að stuðla að bættum gæðum þar

sem þess er þörf• VATNASTJÓRNUNAR

Page 6: Handbók um flokkun vatns

Skyldur stjórnvalda

• Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skulu:• - koma á ástandsflokkun vatns• - tilgreina langtímamarkmið fyrir vatn• - annst eftirlitsmælingar• - í samstarfi við sveitarstjórnir, grípa til

aðgerða til að viðhalda náttúrulegu ástandi vatns. Grípa til úrbóta ef ástand hrakar eða ef það er lakara en flokkun gerir ráð fyrir.

Page 7: Handbók um flokkun vatns

Vatnastjórnun

• Álagsgreining er kortlagning á álagi• Ástandsgreining er mat á gæðum vatns

(og flokkun)• Mat á áhrifum er mat á afleiðingum

ástandsins (m.a. mengunar)• Aðgerðir / aðgerðaráætlanir eru

viðbrögð sem gripið er til á grundvelli álags- eða ástandsgreininga eða forvarnaraðgerð til að koma í veg fyrir álag.

Page 8: Handbók um flokkun vatns

Umhverfismælingar

• Val á vatni• Val á efnum til mælinga• Tíðni mælinga• Sýnataka• Meðhöndlun sýna• Efnagreiningar – mælinákvæmni• Meðferð gagna - gagnagrunnur

Page 9: Handbók um flokkun vatns

Viðaukar

• I – Umreiknistuðlar v/ álagsgreiningar

• II- Umhverfismörk í reglugerðum• III- Sértækar leiðbeiningar um

skólp í samræmi við gr 27.2 í reglugerð 798/1999 um fráveitur og skólp