HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial...

33
REYKJAVÍK SEPTEMBER 2018 Rækjutegundir við Ísland Agnes Eydal og Ingibjörg G. Jónsdóttir HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND HV 2018-40 ISSN 2298-9137

Transcript of HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial...

Page 1: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

REYKJAVÍK SEPTEMBER 2018

Rækjutegundir við Ísland

Agnes Eydal og Ingibjörg G. Jónsdóttir

HAF- OG VATNARANNSÓKNIRMARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND

HV 2018-40ISSN 2298-9137

Page 2: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

 

Page 3: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

Rækjutegundir við Ísland

Agnes Eydal og Ingibjörg G. Jónsdóttir

Page 4: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

Haf‐ og vatnarannsóknir Marine and Freshwater Research in Iceland      

Upplýsingablað 

Titill:  Rækjutegundir við Ísland 

Höfundar:  Agnes Eydal og Ingibjörg G. Jónsdóttir 

Skýrsla nr: 

HV 2018‐40 

Verkefnisstjóri: 

Ingibjörg G. Jónsdóttir 

Verknúmer: 

9116 

ISSN 

2298‐9137 

Fjöldi síðna: 

24 

Útgáfudagur:                    

18. september 2018 

Unnið fyrir: 

Hafrannsóknastofnun 

Dreifing: 

Opið 

Yfirfarið af: 

Hjalti Karlsson 

Ágrip 

Rækjur eru fjölbreyttur hópur krabbadýra sem finnast bæði í fersku vatni og sjó. Þær gegna 

stóru hlutverki  í  fæðukeðjunni þar  sem þær eru mikilvæg  fæða margra  stærri  sjávar‐ og 

vatnadýra.  Aðeins  ein  tegund,  stóri  kampalampi,  er  veidd  við  Ísland  en  þó  nokkuð  fleiri 

tegundir hafa fundist við landið. Í þessari samantekt er farið yfir þær tegundir sem hafa verið 

skráðar í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar, helstu einkennum þeirra lýst, útbreiðslu og 

lífsháttum. 

 

Abstract 

Shrimps are a diverse group of crustaceans, and are found both in fresh water and the sea. 

They are important prey in the food web as various species feed on shrimp. There is only one 

commercial  species,  northern  shrimp,  in  Icelandic  waters,  whereas  many  other  shrimp 

species have been found around Iceland. In this report we will list the shrimp species that 

have been found in the surveys conducted by The Marine and Freshwater Institute, describe 

their main characteristics, distribution and life history. 

 

Lykilorð:  Rækjur, flokkun, útbreiðsla, lífhættir 

Undirskrift verkefnisstjóra:  

Undirskrift forstöðumanns sviðs:  

 

  

 

Page 5: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

 

Efnisyfirlit                                                                                                                                               Bls. 

Myndaskrá ............................................................................................................................................... ii Inngangur .................................................................................................................................................1 

Almennt um rækjur .............................................................................................................................1 Flokkun ................................................................................................................................................1 Markmið ..............................................................................................................................................2 

Rækjutegundir .........................................................................................................................................4 Axarrækja Spirontocaris liljeborgii (Danielsen 1859) ..........................................................................4 Gaddarækja Pontophilus spinosus (Leach 1816) .................................................................................5 Gaddþvari Sclerocrangon ferox (Sars 1877) ........................................................................................6 Glerrækjur Pasiphaeidae .....................................................................................................................7 Hrossarækja Crangon allmani (Kinahan 1860) ....................................................................................8 Ísrækja Hymenodora glacialis (Buchholz 1874) ..................................................................................9 Litli kampalampi Pandalus montaqui (Leach 1814) .......................................................................... 10 Litli þvari Sabinea sarsii (Smith 1879) .............................................................................................. 11 Marþvari Sclerocrangon boreas (Phipps 1776) ................................................................................ 12 Pólrækja Lebbeus polaris (Sabine 1824) ........................................................................................... 13 Sabinsrækja Sabinea septemcarinatus (Sabine 1824) ...................................................................... 14 Sandrækja Crangon crangon (Linnaeus 1758) ................................................................................. 15 Stóri kampalampi Pandalus borealis (Kröyer 1838) ......................................................................... 16 Tröllarækjubróðir Sergestes arcticus (Kröyer 1855) ......................................................................... 17 Þornrækja Spirontocaris spinus (Showerby 1805) ............................................................................ 18 Aðrar rækjur ..................................................................................................................................... 19 

Lokaorð ................................................................................................................................................. 22 Þakkarorð .............................................................................................................................................. 22 Heimildir ............................................................................................................................................... 23   

   

Page 6: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

ii

Myndaskrá  1. mynd.  Rækja (caridea), helstu einkenni í uppbyggingu. Á myndinni má sjá hvernig skjöldurinn á 

öðrum lið liggur yfir 1. og 3. lið en það er einkenni þessa hóps (caridea). Teikning: Petrún 

Sigurðardóttir. .........................................................................................................................................2 

2. mynd.  Axarrækja Spirontocaris liljeborgii. Ljósmynd:  WoRMS Editorial Board (2018). ....................4 

3. mynd.  Fundarstaðir axarrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli og bláir úr fæðusýnum. 

Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .......................................................................................4 

4. mynd. Gaddarækja Pontophilus Spinosus. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). ......................5 

5. mynd. Fundarstaðir gaddarækju við Ísland. Hún fannst eingöngu í trolli. Línurnar sýna 200, 500 og 

1000 m dýptarlínur. .................................................................................................................................5 

6. mynd. Gaddþvari Sclerocrangon ferox. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir .........................................6 

7. mynd. Fundarstaðir gaddþvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ..................................................................6 

8. mynd. Órækja Pasiphaea tarda. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir ....................................................7 

9. mynd. Fundarstaðir órækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ..................................................................7 

10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). ...........................8 

11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir 

úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .............................................................8 

12. mynd. Ísrækja Hymenodora glacialis. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir. .........................................9 

13. mynd. Fundarstaðir ísrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ..................................................................9 

14. mynd. Litli kampalampi Pandalus montaqui. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir ........................... 10 

15. mynd. Fundarstaðir litla kampalampa við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og 

bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .................................................. 10 

16. mynd. Litli þvari Sabinea sarsii. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir ................................................ 11 

17. mynd. Fundarstaðir litla þvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ............................................................... 11 

18. mynd. Marþvari Sclerocrangon boreas. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir ................................... 12 

19. mynd. Fundarstaðir marþvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ............................................................... 12 

20. mynd. Pólrækja Lebbeus polaris. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir .............................................. 13 

21. mynd. Fundarstaðir pólrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ............................................................... 13 

22. mynd. Sabinsrækja Sabinea septemcarinatus. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir. ........................ 14 

23. mynd. Fundarstaðir sabinsrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir 

úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .......................................................... 14 

24. mynd. Sandrækja Crangon crangon. Ljósmynd: Björn Gunnarsson. .............................................. 15 

25. mynd. Fundarstaðir sandrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli og bláir úr fæðusýnum. 

Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .................................................................................... 15 

26. mynd. Stóri kampalampi Pandalus borealis. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir. ............................. 16 

27. mynd. Fundarstaðir stóra kampalampa við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og 

bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .................................................. 16 

28. mynd. Tröllarækjubróðir Sergestes arcticus. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir. ........................... 17 

Page 7: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

iii

29. mynd. Fundarstaðir tröllarækjubróður við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og 

bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. .................................................. 17 

30. mynd. Þornrækja Spirontocaris spinus. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir. ................................... 18 

31. mynd. Fundarstaðir þornrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr 

fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. ............................................................... 18 

32. mynd. Acanthephyra pelagica. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir. ................................................. 20 

33. mynd. Meningodora mollis. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir. ...................................................... 20 

34. mynd. Bythocaris biruli. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir. ............................................................ 21 

Page 8: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

     

   

Page 9: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

1

Inngangur 

Almennt um rækjur 

Rækjur  tilheyra  fylkingu  liðdýra  (Arthropoda)  og  undirfylkingu  krabbadýra  (Crustacea).  Liðdýr  eru 

fjölbreyttur hópur  lífvera  sem hefur aðlagast nánast öllum búsvæðum á  landi,  í  ferskvatni og  í  sjó. 

Rækjur  tilheyra ættbálki  tífætlinga  (Decapoda),  en  í  þeim ættbálki  eru  einnig  humrar  og  krabbar. 

Humrar og krabbar hafa aðlagast botnlífi en rækjur eiga mun auðveldara með að synda frá botninum 

(Barnes, 1987). Í heiminum hafa verið greindar um 4000 rækjutegundir og finnast þær bæði í ferskvatni 

og í sjó (de Grave og Fransen, 2011). Tegundafjölbreytileikinn er mun meiri í sjó, en þar er talið að um 

¾ hlutar lýstra tegunda sé að finna (de Grave, Cai og Anker, 2008). Búsvæði rækja eru fjölbreytt og eru 

bæði á botni og  í  uppsjónum. Algengast er  að  finna  rækjur á botni ekki  langt undan  strönd og við 

árósasvæði en þær finnast allt niður á 5000 metra dýpi á öllum lengdar‐ og breiddargráðum og öllum 

hafsvæðum.   

 Auk fjölbreyttra búsvæða eru rækjur einnig mjög margbreytilegar í útliti og atferli. Flestar eru alætur 

(omnivorous) en aðrar sérhæfa sig í ákveðinni fæðu. Einstaka tegundir lifa samlífi með öðrum lífverum 

til dæmis sæbjúgum eða sæfíflum, það gera þær meðal annars til að fá skjól gegn afráni (Ingibjörg G. 

Jónsdóttir  og  Steinunn H. Ólafsdóttir,  2016). Rækjur  eru misstórar,  frá nokkrum millimetrum upp  í 

nokkra tugi sentimetra.  

 Rækjur  gegna  stóru  hlutverki  í  fæðukeðjunni,  þær  eru  mikilvæg  fæða  margra  stærri  sjávar‐  og 

vatnadýra  allt  frá  fiskum  og  fuglum  upp  í  hvali.  Ákveðnar  tegundir  eru  veiddar  í  miklu  magni  til 

manneldis. Oftast er það eingöngu vöðvinn í halanum sem er nýttur og þykir hann mikið lostæti. Stærri 

rækjur eiga frekar á hættu að vera veiddar sem markaðsvara, þó einnig hafi rækjueldi færst í vöxt á 

síðustu áratugum og hefur afli úr eldi sums staðar farið fram úr veiðum á villtum rækjuafla. 

 

Flokkun 

Ekki er samstaða um hvernig flokka beri tífætlinga (Decapoda). Hefðbundin leið er að flokka þá sem 

Natantia  (syndandi  tífætlingar)  og  Reptantia  (gangandi  tífætlingar).  Rækjur  tilheyra  fyrri  hópnum 

meðan humrar  og  krabbar  tilheyra þeim  seinni.  Flokkunarfræðingarnir De Grave og  Fransen  komu 

nýlega  fram  með  fjóra  hópa  innan  Natantia  (de  Grave  og  Fransen,  2011);  Dendrobranchiata, 

Procarididea, Stenopodidea og Caridea. Caridea er tegundaríkasti hópurinn með yfir 3000 tegundir (de 

Grave og Fransen, 2011). Rækjum sem lýst er í þessu hefti tilheyra tveim hópum. Langflestar tilheyra 

hópnum  rækjur  (Caridea)  en þrjár  tegundir  flokkast  sem þursarækjur  (Penaeidea)  sem heyra undir 

Dendrobranchiata.  Þó  stór  hluti  rækja  tilheyri  Caridea  þá  tilheyra  margar  helstu  nytjategundir  í 

heiminum  þursarækjum.  Besta  leiðin  til  að  greina  þursarækjur  frá  öðrum  rækjum  er  að  skoða 

afturbolinn,  en  skjöldurinn  á  öðrum  liðnum  liggur  yfir  1.  og  3.  lið  á  rækjum  en  ekki  þursarækjum               

(1. mynd). 

 Búk  rækju  má  skipta  í  tvo  aðal  hluta,  höfuð‐  og  afturbol  (hali)  (1.  mynd).  Skjöldurinn  verndar 

höfuðbolinn og er hann þykkari og harðari en hamurinn á afturbol rækjunnar. Skjöldurinn umlykur og 

verndar einnig tálknin. Trjóna eða spjót stendur fram úr haus rækjunnar og er það notað bæði til að 

ráðast á og/eða verjast öðrum lífverum. Það getur einnig veitt rækjunni stöðugleika þegar hún syndir 

afturábak. Augun eru á stilkum beggja vegna spjótsins. Augun eru samansett og víðsýn og því á hún 

auðvelt með að skynja hreyfingu. Tvö pör af fálmurum standa fram úr hausnum. Annað parið er mjög 

Page 10: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

2

langt  og  getur  verið  tvisvar  sinnum  lengra  en  rækjan  sjálf  en  hitt  parið  er  stutt.  Rækjan  skynjar 

nærumhverfi sitt (bragð/lykt) með löngu fálmurunum en þá stuttu notar hún til að meta hvort fæða sé 

hentug. Á höfuðbolnum er rækja með fimm pör gangfóta.  

 Afturbolurinn hefur sex liði. Eitt par halafóta er undir fyrstu fimm liðunum á afturbolnum. Halafætur 

eru notaðir til að synda en einnig nota sumar rækjutegundir halafæturna til að passa upp á eggin sem 

borin eru í marga mánuði undir afturbolnum. Við sjötta liðinn er liður sem kallast ‚telson‘ ásamt tveim 

pörum af halablöðkum (1. mynd). Rækjan notar þær þegar hún syndir afturábak, en þær virka einnig 

sem stýri þegar hún syndir áfram. 

 

 1. mynd.  Rækja (caridea), helstu einkenni í uppbyggingu. Á myndinni má sjá hvernig skjöldurinn á öðrum lið liggur yfir 1. og 3. lið en það er einkenni þessa hóps (caridea). Teikning: Petrún Sigurðardóttir.  

 

Markmið 

Markmiðið með þessu hefti er að taka saman upplýsingar um þær rækjutegundir sem skráðar hafa 

verið  í  gagnagrunn  Hafrannsóknastofnunar.  Gerð  verður  grein  fyrir  helstu  einkennum  þeirra, 

fundarstöðum við landið og lífsháttum. Farið verður yfir tegundirnar í stafrófsröð, óháð flokkun þeirra. 

Einnig verða nefndar nokkrar rækjutegundir sem hafa aðeins fundist einu sinni við landið og hafa sumar 

þeirra jafnvel ekki fengið íslensk nöfn. 

 Á Hafrannsóknastofnun er  árlega  farið  í  stofnmælingaleiðangra  til  að meta  stofnstærð hinna  ýmsu 

nytjategunda. Í þessum leiðöngrum eru skráðar upplýsingar um þær rækjutegundir sem fást. Einkum 

eru þær skráðar í stofnmælingu rækju en þar eru allar rækjutegundir í afla skráðar, hvort sem þær hafa 

komið  í rækjutrollið sjálft eða  litla skjóðu sem fest hefur verið utan á trollið. Skjóðan er með minni 

möskvastærð en trollið og tekur því við ýmis konar smádýrum sem smjúga möskva trollsins. Í öðrum 

Page 11: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

3

stofnmælingaleiðöngrum  eru  rækjutegundir  einnig  skráðar  en  þá  eingöngu  í  tengslum  við 

fæðugreiningar ýmissa fisktegunda. Að auki eru skráningar á rækju úr fæðu fiska sem safnað er úr afla 

fiskiskipa. Ef ekki væri fyrir fæðugreiningargögnin væri vitneskja um útbreiðslu einstakra rækjutegunda 

við  landið  mjög  ábótavant.  Skráningar  á  rækjutegundum  hér  við  land  eru  engu  að  síður  nokkuð 

takmarkaðar því rækjuleiðangrar eru og hafa verið bundnir við rannsóknir út af Vestur‐ og Norðurlandi 

(Ingibjörg G. Jónsdóttir o.fl., 2017) og því vantar gögn frá öðrum svæðum við landið. Eingöngu er því 

hægt að sjá þekkta fundarstaði viðkomandi tegundar en ekki er hægt að útiloka að hún finnist á öðrum 

svæðum  og  þessar  skráningar  endurspegla  því  ekki  endilega  allt  útbreiðslusvæði  viðkomandi 

rækjutegundar umhverfis Ísland.  

    

   

Page 12: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

4

Rækjutegundir 

Axarrækja Spirontocaris liljeborgii (Danielsen 1859) 

 

 

 Einkenni: Axarrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er ljós rauðleit að lit með gulum doppum (2. mynd). 

Á höfuðbol eru tvær gaddaraðir fyrir ofan augun, höfuðbolurinn er hár og kjöllaga með gadda sem vísa 

fram á við, spjót endar smátennt og beinist fram og upp. Annað fótapar hefur 7 liði (Squires, 1990). 

Heildarlengd hennar getur orðið allt að 5,5 cm. Hún líkist þornrækju í útliti en þekkist auðveldlega á því 

að hún hefur ekki baklægan gadd á halanum (Rathbun, 1929).  

 Útbreiðsla: Axarrækja hefur norðlæga útbreiðslu. Hún finnst á dýpi frá 20 m og niður á 1200 m dýpi, 

en heldur sig aðallega á dýptarbilinu 35 – 90 m. Hún heldur sig í sjó frá 4°C og að 14°C (Squires, 1990). 

Hér við land fannst hún í nokkrum sýnum á 117 – 225 m dýpi út af Ísafjarðardjúpi í júní 1960 og síðar í 

fæðusýnum norður og suðaustur af landinu (3. mynd).                

 Lífshættir: Axarrækja lifir á botninum. Líkt og 

ýmsar  rækjutegundir  lifir  axarrækja  oft 

gistilífi með sæfíflinum leirblómi. Hins vegar, 

þá  er  axarrækja,  ólíkt  mörgum  öðrum 

rækjutegundum,  mjög  nálægt  og  oft  á 

leirblóminu  sjálfu  (Jonsson,  Lundälv  og 

Johannesson, 2001). 

 Nytjar: Axarrækja er ekki nytjuð. 

  

   3. mynd.  Fundarstaðir axarrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. 

2. mynd.  Axarrækja Spirontocaris liljeborgii. Ljósmynd:  WoRMS Editorial Board (2018). 

V. I. Sokolov 2009 

Page 13: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

5

Gaddarækja Pontophilus spinosus (Leach 1816) 

              

       

 Einkenni: Gaddarækja er af ætt rækja Caridea. Hún er rauðbrún að lit, oft með ljósgrænar skellur á 

skildinum og telson  (4. mynd). Spjótið nær  jafn  langt  fram og augun. Á skildinum eru þrír miðlægir 

gaddar sem vísa fram, en sitthvoru megin við þá eru tvær raðir af göddum; ein með þrem göddum og 

önnur nær kvið með tveim göddum. Mesta heildarlengd sem mælst hefur er 5,2 cm (de Kluijver og 

Ingalsuo, 2018). 

 Útbreiðsla: Gaddarækja  finnst  í  Austur‐  og Norðaustur‐Atlantshafi  og  í Miðjarðarhafi  eða  frá  73°N 

suður að 30°N og frá 16°W að 30°E. Við Ísland hefur gaddarækja aðeins verið greind tvisvar úr trolli, 

djúpt norður af landinu í júlí 2009. Hún kom í trollið á 339 m og 396 m dýpi við ‐0,5 og ‐0,1 °C (5. mynd). 

 Lífshættir:  Gaddarækja  hefur  fundist  á 

dýptarbilinu  20  –  1550  m,  en  heldur  sig  þó 

aðallega á 200 – 400 m dýpi (Adda‐Hanifi, 2007) 

og  finnst  gjarnan  á  grófum  sandbotni  (de 

Kluijver og Ingalsuo, 2018). Hún er botnlæg og 

étur af botninum, en er hreyfanleg og finnst líka 

í  uppsjónum  (Abelló,  Valladares  og  Castellón, 

1988).   

 Nytjar: Gaddarækja er ekki nytjuð. 

  

   

  4. mynd. Gaddarækja Pontophilus Spinosus. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018).          

5. mynd. Fundarstaðir gaddarækju við Ísland. Hún fannst eingöngu í trolli. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Page 14: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

6

Gaddþvari Sclerocrangon ferox (Sars 1877) 

Gaddþvari og marþvari, sem sjómenn nefna oft rækjukóng, eru stærstu rækjutegundirnar sem algengt 

er að finna við Ísland. Tegundirnar eru áþekkar og auðvelt er að rugla þeim saman. Munurinn er sá að 

á gaddþvara eru tveir gaddar neðst á skildi á öðrum og þriðja halalið og hann hefur tvo gadda fyrir aftan 

augun. 

 

       

Einkenni: Gaddþvari  er  af ætt  rækja Caridea.  Skjaldarlengd hans  getur orðið  ríflega 3  cm  (Squires, 

1990). Hann er brúnn að lit og grófgerður (6. mynd). Neðst á skildinum á öðrum og þriðja halalið eru 

tveir áberandi gaddar. Tveir gaddar eru aftan við augun á höfuðbolnum. 

 Útbreiðsla:  Gaddþvari  lifir  í mjög  köldum  sjó  og  er 

þekkt tegund í pólsjónum. Vistfræði gaddþvara er illa 

þekkt. Hann hefur fundist nánast allt í kringum landið 

en þó aðallega norður og austur af landinu (7. mynd). 

Gaddþvari  hefur  fundist  á  22  –  1268  m  dýpi  við 

landið, hann er þó algengastur á um 385 m dýpi og 

hitastig  sjávar  hefur  verið  á  bilinu  ‐1,7  –  8,3°C.  Í 

fæðusýnum hefur hann oftast fundist í þorskmögum 

en einnig nokkrum öðrum tegundum, s.s.  í einstaka 

ýsu og tindaskötu.  

 Lífshættir: Gaddþvari lifir á botninum. Egg gaddþvara 

eru  mjög  stór  eða  um  3,5  mm  í  þvermál  og  eru 

hlutfallslega  mjög  stór  miðað  við  stærð  hans 

(Heegaard, 1941). Fjórða og fimmta par gangfóta er mjög sterkt og á þeim eru klær sem ungviðið notar 

til  að  festa  sig  á  fullorðna  rækju  eftir  klak.  Þessar  klær  verða  svo  hlutfallslega  minni  á  eldri 

einstaklingum. Gaddþvari lifir á lífverum á botninum, s.s. samlokum, sniglum og burstaormum (Squires, 

1990). 

 Nytjar: Gaddþvari er ekki nytjaður. 

 

   

6. mynd. Gaddþvari Sclerocrangon ferox. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir     

7. mynd. Fundarstaðir gaddþvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

V. I. Sokolov 2009 

Page 15: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

7

Glerrækjur Pasiphaeidae  

Glerrækja er samheiti yfir órækju og tannarækju, en þær eru af ætt rækja Caridea. Það er mjög auðvelt 

að rugla þessum tveim tegundum saman. Til þess að aðgreina þær þarf að skoða fjölda gadda efst á 

öðru fótapari, þeir eru 0‐5 á órækju og 7‐12 á tannarækju. Þessi skoðun gerist ekki með berum augum, 

heldur verður að skoða rækjurnar í víðsjá. Hér verður eingöngu fjallað um órækju þar sem tannarækja 

hefur aðeins örsjaldan verið greind.  

 

 

 

       Einkenni: Órækja getur orðið talsvert stór, eða um 20 cm að heildarlengd. Hún er rauð og hvít að lit og 

getur verið gagnsæ á köflum (8. mynd). Hún er hliðarflöt og spjót er mjög stutt og endar í gaddi sem 

sveigist niður á við. Líkt og á öðrum Caridea tegundum liggur annar skjaldarliður á hala ofan á þeim 

fremri og aftari (númer 1 og 3). Fyrstu tvö fótapör eru grófari en hin og lengri (Squires, 1990).  

 Útbreiðsla:  Órækja  er  aðallega  miðsjávar‐

tegund  en  finnst  einnig  grunnt.  Útbreiðsla 

hennar  er  norðlæg;  Norður‐Atlantshaf,  út  af 

norðausturströnd Bandaríkjanna, við Grænland, 

Ísland og Noreg. Við Ísland hefur órækja fundist 

í  landgrunnskantinum  allt  í  kringum  landið  (9. 

mynd). Hún hefur aðallega greinst í fæðusýnum 

(bláir  punktar  á  9. mynd),  en  fyrir  Norðurlandi 

hefur  hún  fundist  bæði  í  rækjutrolli  og  skjóðu. 

Við Ísland hefur hún fundist á 100 – 1383 m dýpi 

og við hitastig ‐1,2 – 9,1 °C. 

 Lífshættir:  Órækja  er  rándýr.  Við  Kanada  var 

magainnihald  órækju  greint  og  þar  fundust 

ljósátur,  pílormar,  rækjuleifar  og  smokkfiskur 

(Squires, 1990). 

 Nytjar: Órækja er ekki nytjuð en hún veiðist sem meðafli í úthafsrækjuveiðum við Ísland.  

8. mynd. Órækja Pasiphaea tarda. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir     

9. mynd. Fundarstaðir órækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. 

V. I. Sokolov 2009 

Page 16: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

8

Hrossarækja Crangon allmani (Kinahan 1860) 

Hér við land hafa fundist fjórar rækjutegundir sem eru allar mjög líkar í útliti; litli þvari, sabinsrækja, 

sandrækja og hrossarækja. Til þess að aðgreina þær má nota eftirfarandi aðferð: Byrjað er á því að 

strjúka yfir skjöldinn, ef á honum eru rákir/gaddar er þetta sabinsrækja eða litli þvari. Ef skjöldurinn er 

sléttur þá þarf að strjúka yfir síðasta liðinn fyrir framan halablöðkuna; ef á honum eru rákir er þetta 

hrossarækja, en ef hann er sléttur er þetta sandrækja. Til að greina á milli sabinsrækju og litla þvara er 

best að skoða spjótið, en það er flatt og nær fram fyrir augun á litla þvara.  

                 

  

 Einkenni: Hrossarækja er af ætt rækja Caridea. Hún verður ekki mikið stærri en 7,5 cm að heildarlengd. 

Hún er brúnleit á litinn (10. mynd) og spjót er ótennt. Miðlína skjaldar er með einn framvísandi gadd. 

Hrossarækja er mjög lík sandrækju, enda eru þær náskyldar. Hrossarækja er heldur grannvaxnari og 

hefur rákir á síðasta halaliðnum fyrir framan halablöðkuna. Hrossarækja heldur sig á meira dýpi og í 

kaldari sjó en sandrækja (de Kluijver og Ingalsuo, 2018). 

 Útbreiðsla:  Hrossarækja  hefur  fundist  víða  í 

Norður‐Atlantshafinu,  allt  frá  Hvítahafinu  að 

Biskay‐flóa. Hún heldur sig á leir‐ eða sandbotni 

og er aðallega á 20 – 250 m dýpi (de Kluijver og 

Ingalsuo,  2018).  Við  Ísland  hefur  hrossarækja 

fundist allt í kringum landið og hefur mjög oft 

fundist inni á fjörðum vestanlands (11. mynd). 

Hún hefur aðallega verið greind  í  fæðusýnum 

og þá helst í þorskmögum. Hún hefur fundist á 

27 – 589 m dýpi og við ‐1,3 – 9,5°C. 

 Lífshættir:  Hrossarækja  lifir  m.a.  á 

krabbadýrum og liðdýrum (Allen, 1960).  

 Nytjar: Hrossarækja er ekki nytjuð. 

   

10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018).          

11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.   

V. I. Sokolov 2009 

Page 17: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

9

Ísrækja Hymenodora glacialis (Buchholz 1874) 

  

 

Einkenni: Ísrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er frekar smávaxin, en getur þó orðið allt að 8,2 cm að 

heildarlengd (Kreibich, Hagen og Saborowski, 2010). Hún er blóðrauð að lit og skel hennar er mjög mjúk 

(12. mynd). Hún er því oft fremur klesst þegar hún veiðist. Hún hefur rúnnaðan líkama og stutt hvasst 

spjót með 5‐7 göddum (Squires, 1990).  

 Útbreiðsla:  Ísrækja  er  flokkuð  sem 

djúpsjávarrækja  og  finnst  niður  á  1500 m  dýpi. 

Hún  heldur  einkum  til  í  pólsjó  og  djúpt  í 

Norðaustur Atlantshafi (Kreibich o.fl., 2010). Eins 

og  sjá má á 13. mynd er helsta útbreiðslusvæði 

ísrækju  við  Ísland  í  kalda  sjónum  norður  af 

landinu. Hana er þó að finna allt í kringum landið 

og  hefur  hún  að  langmestu  leiti  verið  greind  í 

fæðusýnum.  Auk  fæðusýna  hefur  hún  komið  í 

skjóðu  rækjutrollsins  og  í  rækjutrollið  djúpt 

norðaustur af landinu.  

 Lífshættir:  Ísrækja  er  rándýr  og  lifir  aðallega  á 

litlum  krabbadýrum  og  pílormum.  Við  Ísland 

finnst hún helst þar sem hitastig er á bilinu ‐2°C – 0°C og á 300 ‐ 700 m dýpi, en við landið hefur hún 

fundist á 30 – 1341 m dýpi og við ‐1,8 – 9,1 °C (Ingibjörg G. Jónsdóttir, 2014). Ísrækja er mikilvæg og 

góð fæða til dæmis þorsks og grálúðu, enda afar fiturík. 

 Nytjar: Ísrækja er ekki veidd til manneldis. 

    

   

12. mynd. Ísrækja Hymenodora glacialis. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir. 

13. mynd. Fundarstaðir ísrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.   

V. I. Sokolov 2009 

Page 18: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

10

Litli kampalampi Pandalus montaqui (Leach 1814) 

 

   

Einkenni: Litli kampalampi er af ætt rækja Caridea. Hann hefur áberandi rauðar rendur á búknum, er 

ekki með baklægan gadd og fremsti hluti spjóts er ekki tenntur (14. mynd). Annað fótapar er mislangt, 

hægri fótur er styttri (Squires, 1990). Skjaldarlengd litla kampalampa verður ekki mikið meiri en 3 cm 

(Squires, 1990). 

 Útbreiðsla:  Litli  kampalampi  hefur  norðlæga 

útbreiðslu, finnst um allt norðanvert Atlantshafið 

suður  að  Bresku  eyjunum  og  Norðursjó  og  í 

Hvítahafi.  Í  vestur  hluta  Norður  Atlantshafsins 

finnst  litli  kampalampi  aðallega  í  strandsjó  þar 

sem hitastig er breytilegt en hann kýs hita nálægt 

0°C.  Í  austanverðu Norður‐Atlantshafi  er  hann  í 

heldur heitari sjó eða í 4 – 13°C (Maine, Stevenson 

og Pierce, 1985; Squires, 1990). Litli kampalampi 

er  fæða  ýmissa  fisktegunda  og  hefur  fundist  í 

mögum  þorsks  og  ýsu  og  lítillega  í  ufsa.  Litli 

kampalampi  er  nokkuð  algengur  umhverfis 

Ísland, og hefur hann fundist allt í kringum landið 

en þó oftast út af Vesturlandi og Vestfjörðum (15. 

mynd). Hann hefur aðallega greinst í fæðusýnum 

en einnig komið í rækjutroll og skjóðu rækjutrollsins. Hér við land hefur hann fundist á 8 – 658 m dýpi 

og við ‐1,8 – 12,2°C.  

 Lífshættir: Líkt og stóri kampalampi er litli kampalampi tvíkynja, það er að segja hann er karldýr fyrstu 

æviárin en breytist svo í kvendýr síðari hluta ævinnar (Squires, 1990). 

 Nytjar: Litli kampalampi er veiddur til manneldis á ákveðnum svæðum en er aðallega sem meðafli með 

öðrum rækjuveiðum. Hann veiðist í mjög litlu magni sem meðafli á ákveðnum svæðum við Ísland. 

   

14. mynd. Litli kampalampi Pandalus montaqui. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir    

15. mynd. Fundarstaðir litla kampalampa við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.   

V. I. Sokolov 2009 

Page 19: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

11

Litli þvari Sabinea sarsii (Smith 1879) 

 

     

  

Einkenni: Litli þvari er af ætt rækja Caridea. Litli þvari er fölleitur með hrjúft yfirborð þar sem á framboli 

eru sjö gaddaraðir, spjót er stutt og flatt fremst (16. mynd). Ólíkt sabinsrækju þá nær spjótið aðeins 

fram  fyrir  augun  hjá  litla  þvara.  Heildarlengd  litla  þvara  verður  sjaldan meiri  en  7  cm  (Nozeres  og 

Berube, 2003; Squires, 1990).  

 Útbreiðsla:  Litli  þvari  finnst  eingöngu  í  Norður 

Atlantshafi  á 48 – 710 m dýpi. Við  Ísland hefur 

hann  nær  eingöngu  fundist  út  af  norðanverðu 

landinu,  en  hefur  einnig  verið  greindur  út  af 

Breiðafirði  og  einu  sinni  út  af  Suðurlandi  (17. 

mynd). Hans verður aðallega vart í fæðugögnum, 

en hefur einnig verið greindur úr trolli og skjóðu. 

Við  landið hefur hann  fundist  frá 75 m dýpi og 

niður á 406 m dýpi við hitastig frá ‐0,1°C að 6,7°C. 

 Lífshættir:  Lífshættir  litla  þvara  eru  að  mestu 

óþekktir. Hann  lifir  á  ýmsum krabbadýrum,  svo 

sem  marflóm  og  krabbaflóm,  ásamt 

burstaormum (Squires, 1990). Samlífi litla þvara 

og snigils af ættkvíslinni Lora er með þeim hætti 

að  snigillinn,  sem  er  undir  afturbolnum  á 

rækjunni, kemur eggjum sínum þar fyrir. Þar vaxa þau á sama tíma og egg litla þvara allt þar til þau 

klekjast. Þetta veldur því að færri egg klekjast út hjá  litli þvara (Fontaine, 1977). Þetta samlífi hefur 

einnig sést hjá sabinsrækju. 

 Nytjar: Litli þvari er ekki nytjaður. 

   

16. mynd. Litli þvari Sabinea sarsii. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir

17. mynd. Fundarstaðir litla þvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

V. I. Sokolov 2009 

Page 20: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

12

Marþvari Sclerocrangon boreas (Phipps 1776) 

 

             Einkenni: Marþvari er af ætt rækja Caridea. Hann er grábrúnn að lit, hefur harðgerðan og loðinn skjöld, 

mjög  stutt  spaðalaga  spjót,  einn  gadd  fyrir  aftan  auga og  kjöllaga  kvið  (18. mynd). Marþvari  hefur 

eingöngu einn lítinn gadd neðst á skildinum á öðrum og þriðja halalið, ólíkt gaddþvara sem hefur tvo 

áberandi gadda. Skjaldarlengd karldýra getur orðið 2,5 cm en skjaldarlengd kvendýra getur orðið 3,5 

cm (Squires, 1990).  

 Útbreiðsla: Marþvari er kaldsjávartegund sem 

er algengastur frá fjöruborði niður á um 450 m 

dýpi.  Hann  er  útbreiddur  á  grunnsævi  frá 

Norður‐Þrændarlögum  í Noregi  og norður  til 

Svalbarða  og  er  algengur  inni  á  fjörðum  á 

vesturströnd Spitsbergen. Mestur þéttleiki er 

við  hitastig  upp  að  4°C.  Við  Íslandi  hefur 

marþvari  fundist  allt  í  kringum  landið  en  þó 

síst  út  af  Suðurlandi  (19. mynd). Hann hefur 

verið greindur  í  fæðusýnum,  trolli og skjóðu, 

bæði  innan  fjarða  og  í  úthafinu.  Hann  hefur 

fundist á 8 – 716 m dýpi og við ‐1,8 – 9,5°C. 

 Lífshættir: Marþvari er  tvíkynja,  fyrst  karldýr 

en  breytist  í  kvendýr  síðar  á  ævinni 

(Björndalsbakke, 2011). Hann  lifir á botninum og hefur  fundist á ýmsum botngerðum, s.s. mjúkum, 

sendnum og grófum botni (Heegaard 1941). Við austurströnd Grænlands fannst hann oft í nálægð við 

sæfífilinn Balanus porcatus (Heegaard, 1941). Egg marþvara eru fá en stór og kvendýrin bera þau undir 

afturbolnum í 9‐12 mánuði. Lirfurnar eru ekki sviflægar heldur vex ungviðið meðan það heldur sér á 

halafótum kvendýranna (Lacoursière‐Roussel og Sainte‐Marie, 2009). Marþvari étur ýmis botndýr svo 

sem burstaorma, marflær, lindýr og slöngustjörnur (Sainte‐Marie o.fl., 2006).  

 Nytjar: Marþvari er ekki nytjaður. 

   

18. mynd. Marþvari Sclerocrangon boreas. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir    

19. mynd. Fundarstaðir marþvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.   

V. I. Sokolov 2009 V. I. Sokolov 2009 

Page 21: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

13

Pólrækja Lebbeus polaris (Sabine 1824) 

  

      

  

   

 

   

Einkenni: Pólrækja er af ætt rækja Caridea. Spjót pólrækju er frekar langt og beint, tennt bæði að ofan 

og neðan (20. mynd). Einnig getur spjótið verið ótennt. Frambolur er stuttur með einn gadd fyrir ofan 

augnsvæðið. Annað fótapar hefur 7 liði (Squires, 1990). Heildarlengd pólrækju getur verið allt að 9 cm, 

en algeng stærð er 6 – 7 cm. Hún er fölleit með rauða og gulleita bletti og rákir (Hayward og Ryland, 

2017). 

 Útbreiðsla:  Útbreiðsla  pólrækju  er  í  kringum 

pólsvæðið  eins  og  nafn  hennar  bendir  til,  en 

nær  að  Skagerak  í  Atlants‐hafinu  og  suður  að 

Bristish Columbia í Kyrrahafi. Hún hefur fundist 

á 0 – 1000 m dýpi, en heldur sig mest á 30 – 300 

m dýpi  (Hayward og Ryland,  2017). Við  Ísland 

hefur pólrækjan fundist á 37 – 663 m dýpi og við 

hitastig  frá  ‐0,6 – 8,6°C. Útbreiðsla hennar við 

landið  er  aðallega  út  af  Norðurlandi  en  hún 

hefur aðeins einu sinni verið greind fyrir sunnan 

land (21. mynd). Í fæðusýnum hefur pólrækjan 

nær eingöngu fundist í þorskmögum.  

 Lífshættir:  Hún  finnst  á  leirbotni  en  einnig 

hörðum og sendnum botni. Í magagreiningum á pólrækju hafa fundist leifar af burstaormum, marflóm 

og hveldýrum. Ekki er talið að pólrækjan grafi ofan í setið til að afla sér fæðu þar sem ekki hafa fundist 

leifar af litlum samlokum í maga pólrækjunnar (Birkely og Gulliksen, 2003). Pólrækja sækist eftir návist 

leirblóms (Bolocera tuediae) sem er nokkuð algengur sæfífill, sennilega til að leita skjóls en hugsanlega 

til að éta afganga sem falla frá sæfíflinum. Þetta samlífi hefur sést á neðansjávarljósmyndum við Ísland 

(Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir, 2016).  

 Nytjar: Pólrækja er ekki nytjuð.   

20. mynd. Pólrækja Lebbeus polaris. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir    

21. mynd. Fundarstaðir pólrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

V. I. Sokolov 2009 

Page 22: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

14

Sabinsrækja Sabinea septemcarinatus (Sabine 1824) 

        

 

  

 Einkenni: Sabinsrækja er af ætt rækja Caridea. Sabinsrækja er brúnleit, spjótið er stutt, rúnnað og nær 

ekki  fram  fyrir  augu  og  á  baki  frambols  eru  7  gaddar  sem  liggja  frekar  lágt  (22.  mynd).  Yfirborð 

sabinsrækju er dekkra og gaddar smærri en á litla þvara. Skjaldarlengd hennar verður mest um 2 cm 

(Nozeres og Berube, 2003).  

 Útbreiðsla: Sabinsrækja hefur norðlæga útbreiðslu; á 

pólsvæði  Kanada  og  Alaska,  í  Hudsonflóa,  við 

Grænland  og  Ísland,  í  Hvítahafi  og  Barentshafi,  við 

Bresku  eyjarnar  og  Færeyjar.  Sabinsrækja  lifir  við 

hitastig  frá  ‐1,4  til  9,8°C,  en  er  algengust  þar  sem 

hitastig  er  í  kringum  0°C.  Hún  hefur  fundist  frá 

yfirborði niður á um 800 m dýpi. Sabinsrækja hefur 

fundist  allt  í  kringum  Ísland.  Í  fæðusýnum  er  hana 

helst að finna við Norðvesturland. Hún hefur fundist 

niður að 759 m dýpi en grynnst á 18 m dýpi og við 

hitastig á bilinu ‐0,6 – 9,8°C.  

 Lífshættir: Helsta  fæða  sabinsrækju er botngróður, 

skelkrabbar  og  marflær.  Helstu  afræningjar  eru 

þorskur, selir og mjaldur (Squires, 1990). Við  Ísland 

er sabinsrækju helst að finna í þorskmögum en einnig 

töluvert  í  ýsu.  Líklegt  er  að  eitthvað  sé  um  rangar 

greiningar í magasýnum þar sem hrossarækju, litla þvara og sabinsrækju hefur verið ruglað saman. 

 Nytjar: Sabinsrækja hefur ekki verið nytjuð. 

 

   

22. mynd. Sabinsrækja Sabinea septemcarinatus.  Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir.

23. mynd. Fundarstaðir sabinsrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

V. I. Sokolov 2009 

Page 23: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

15

Sandrækja Crangon crangon (Linnaeus 1758) 

     

Einkenni: Sandrækja er af ætt rækja Caridea. Sandrækja greinist frá öðrum líkum tegundum með því 

að strjúka yfir  skjöld og síðasta halaliðinn og ef þetta  tvennt er slétt þá er um sandrækju að ræða. 

Heildarlengd sandrækju verður allt að 9 cm (Dore og Frimodt, 1987). Hún er brúnleit á litinn, en liturinn 

getur breyst eftir umhverfinu. Hún hefur stutt spjót (24. mynd). 

 Útbreiðsla:  Sandrækja  lifir  á  grunnsævi,  frá  fjöruborði  niður  á  um  150 m  dýpi,  á  mjúkum  botni  í 

tempruðum sjó í Norðaustur‐Atlantshafi (Henderson og Holmes, 1987; Hostens, 2000). Sandrækja er 

dreifð víða um strandsvæði Austur‐Atlantshafsins og fannst tiltölulega nýlega við Ísland eða árið 2003, 

en  hún  er  talin  hafa  borist  til  landsins  með 

kjölvatni  (Björn  Gunnarsson  o.fl.,  2007). 

Tegundin virðist vera að koma sér vel fyrir hér við 

land og benda rannsóknir til þess að fjöldi hennar 

sé að aukast og sömuleiðis útbreiðsla (Ingibjörg 

G.  Jónsdóttir  o.fl.,  2016;  Koberstein,  2013). 

Sandrækja  er  mikilvæg  fæða  bæði  fyrir  fiska, 

fugla  og  ýmsa  hryggleysingja.  Við  Ísland  fannst 

sandrækjan  fyrst  við  Vesturland  (Álftanes)  árið 

2003, en hefur síðan verið að dreifa sér norður 

með Vesturlandi  (25. mynd). Hér við  land hefur 

sandrækjan verið veidd í svo kallað bjálkatroll og 

fundist á 1 – 20 m dýpi.  

 Lífshættir: Sandrækja lifir á sendnum botni, sækir 

sér fæðu á nóttunni en liggur grafin í botninn á daginn til þess að forðast afrán fiska og fugla.  

 Nytjar: Sandrækja er mikilvæg nytjategund og er veidd til manneldis víða undan ströndum Norður‐

Evrópu (Dore og Frimodt, 1987). Þó sandrækjustofninn við Ísland fari stækkandi er hann þó enn of lítill 

til að nýta. 

    

24. mynd. Sandrækja Crangon crangon. Ljósmynd: Björn Gunnarsson.

25. mynd. Fundarstaðir sandrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

V. I. Sokolov 2009 

Page 24: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

16

Stóri kampalampi Pandalus borealis (Kröyer 1838) 

 

   

Einkenni: Stóri kampalampi er af ætt rækja Caridea. Hann hefur langt og mjótt spjót sem bognar örlítið 

niður á við fyrir ofan augun og smáar tennur sem eru bæði ofan og neðan á spjótinu (26. mynd). Stuttur 

gaddur er á þriðja baklið. Annað fótapar er mislangt, þar sem hægri fóturinn er styttri (Squires, 1990). 

Heildarlengd stóra kampalampa verður mest um 16,5 cm.  

 Útbreiðsla:  Stóri  kampalampi  hefur  útbreiðslu 

víða  í  Norður‐Atlantshafi.  Hann  er  algengur  í 

köldum  sjó  á  10  –  700 m  dýpi,  en  hefur  fundist 

niður á 1330 m dýpi. Stóri kampalampi finnst allt í 

kringum  landið,  bæði  innan  fjarða  og  í  úthafinu 

(27. mynd). Hann er algengasta rækjutegundin við 

Ísland og hefur fundist frá 11 m á allt að 1900 m 

dýpi  þó  skráningar  á meira  en  1000 m  dýpi  séu 

fáar.  Hann  hefur  fundist  þar  sem  hitastig  hefur 

verið á bilinu ‐1,8 – 10,6°C.  

 

Lífshættir:  Búsvæði  stóra  kampalampa  er  við 

leirbotn  þar  sem  tegundin  lifir  á  plöntu‐  og 

dýrasvifi.  Stóri  kampalampi  er  tvíkynja,  er  fyrst 

karldýr  en  verður  kvendýr  síðar  á  ævinni 

(Shumway o.fl., 1985). Hitastig sjávar stjórnar því 

hvenær  kynskiptin  eiga  sér  stað,  því  kaldari  sjór  því  lengur  er  einstaklingurinn  karldýr  (Unnur 

Skúladóttir, 1991). Stóri kampalampi er algeng bráð margra fisktegunda en einnig er hann bráð hvala 

og fugla. Rækjustofnar eru viðkvæmir fyrir afráni og eru litlir á svæðum þar sem afrán er mikið en geta 

vaxið hratt ef afræningjum fækkar verulega (Worm og Myers, 2003). Líftími stóra kampalampa getur 

orðið allt að 11 ár (Nilssen og Aschan, 2009). 

 Nytjar: Stóri kampalampi er mjög mikilvæg sjávarafurð og er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í 

heimi.  Stóri kampalampi er eina rækjutegundin sem nytjuð er hér við land. Þó tegundina megi finna 

allt í kringum landið þá er helstu veiðisvæðin að finna norður af landinu og inni á fjörðum vestan‐ og 

norðanlands.   

26. mynd. Stóri kampalampi Pandalus borealis. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir.  

27. mynd. Fundarstaðir stóra kampalampa við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.    

V. I. Sokolov 2009 

Page 25: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

17

Tröllarækjubróðir Sergestes arcticus (Kröyer 1855) 

                  

  

Einkenni: Tröllarækjubróðir er af ætt þursarækja Penaeidea. Hann er hliðarflatur, rauðleitur að framan 

en með gagnsæjan afturbol. Hann er misrauður eftir dýpi, þ.e. verður rauðari með auknu dýpi  (28. 

mynd). Heildarlengd hans getur orðið allt að 6,5 cm. Spjótið er mjög stutt og nær að botni augnstilksins. 

Höfuðbolurinn er án gadda og  fjórða og  fimmta  fótapör eru styttri en hin. Tröllarækjubróður getur 

verið ruglað saman við órækju, en í raun er mjög auðvelt að greina á milli þessara tegunda þar sem 

sjötti liðurinn á afturbolnum er áberandi lengri en aðrir liðir á afturbol tröllarækjubróður (Nozeres og 

Berube, 2003). 

 Útbreiðsla: Tröllarækjubróðir hefur fundist frá 70°N vestur af Grænlandi og bæði í Norður‐ og Suður‐

Atlantshafi  (Squires,  1990).  Hér  við  land  hefur 

tröllarækjubróðir aðallega fundist út af Norðurlandi 

og  þá  einkum  sést  í  skjóðu  rækjutrollsins  og  í 

rækjutrollinu. Aðeins í nokkur skipti hefur tegundin 

fundist  í  fæðusýnum.  Hann  hefur  veiðst  á 

dýptarbilinu 274 – 1200 m og við hitastig á bilinu ‐

0,8 – 1,2 °C. 

 Lífshættir: Tröllarækjubróðir er ekki botndýr heldur 

lifir í efri lögum sjávar á 100 – 500 m dýpi, en færir 

sig  lóðrétt  til  í  sjónum.  Hann  fer  nokkur  hundruð 

metra  dýpra  á  daginn  til  þess  að  forðast  afrán  og 

ofar  á  nóttunni  til  þess  að  afla  sér  fæðu. 

Tröllarækjubróðir er rándýr og nærist á smávöxnum 

krabbadýrum,  einkum  krabbaflóm  (Squires,  1996; 

Vestheim og Kaartvedt, 2009).  

 Nytjar: Tröllarækjubróðir er ekki veiddur til manneldis.   

28. mynd. Tröllarækjubróðir Sergestes arcticus. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir.  

29. mynd. Fundarstaðir tröllarækjubróður við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur. 

V. I. Sokolov 2009 

Page 26: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

18

Þornrækja Spirontocaris spinus (Showerby 1805) 

           

          

    

Einkenni: Þornrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er  frekar smávaxin en heildarlengd hennar getur 

orðið allt að 6 cm (30. mynd). Hún er yfirleitt skær rauð að lit með gula flekki (Hayward og Ryland, 

2017). Meðal greiningareinkenna er hár kjöllaga frambolur með stóra tennta gadda á baki, spjót endar 

með  tvo  odda,  allur  frambolur  er  tenntur  og  baklægur miðlægur  gaddur  er  áberandi  (Nozeres  og 

Berube, 2003; Squires, 1990). Auðvelt er að þekkja þornrækju frá axarrækju á þessum gaddi. 

 Útbreiðsla: Tegundin finnst einkum í norðanverðu 

Atlantshafi.  Hún  hefur  fundist  á  5  ‐  465  m  dýpi 

(Squires,  1990).  Þornrækja  hefur  fundist  allt  í 

kringum landið, aðallega  í  fæðusýnum norðvestur 

af  landinu  (31.  mynd).  Hér  hefur  hún  veiðst  á 

dýptarbilinu 37 – 715 m og við hitastig á bilinu ‐0,5 

– 9.1°C. 

 Lífshættir:  Þornrækja  lifir  á  botninum.  Fæðan  er 

aðallega  tekin  af  mjúkum  botni  svo  sem  skeljar, 

götungar,  skelkrabbar  (ostracods)  og  botnlægir 

þörungar (Birkely og Gulliksen, 2003).  

 Nytjar: Þornrækja er ekki nytjuð. 

    

30. mynd. Þornrækja Spirontocaris spinus. Ljósmynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir.  

31. mynd. Fundarstaðir þornrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.  

V. I. Sokolov 2009 

Page 27: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

19

Aðrar rækjur  

Tvær  rækjutegundir hafa aðeins verið  skráðar einu  sinni  í  gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar;  litla 

hrossarækja og píslrækja. Þetta eru smávaxnar tegundir sem smjúga möskva trollsins en hafa fengist 

einu sinni í skjóðu.  

 Litla hrossarækja Philocheras bispionosus (Hailstone 1835) Einkenni: Litla hrossarækja er af ætt rækja Caridea. Hún er fölgrá og flekkótt með rauðleitan blæ. Spjót 

hennar er mjótt og ótennt og  frambolsskjöldurinn er með tvo gadda á kili  (de Kluijver og  Ingalsuo, 

2018). Hún getur orðið 2,6 cm að heildarlengd. 

 

Útbreiðsla: Útbreiðsla litlu hrossarækju er um austanvert Atlantshaf frá Íslandi, Færeyjum og suðvestur 

Noregi suður að Azoreyjum og inn í Miðjarðahaf. Hún hefur fundist á 5 – 360 m dýpi en er algengust á 

um 100 m dýpi. Hún heldur sig á leir‐ eða sandbotni. Við Ísland hefur litla hrossarækja aðeins einu sinni 

verið greind, það var í Húnaflóa haustið 2009 og kom hún þá í skjóðu rækjutrollsins á 69 m dýpi þar 

sem botnhitinn var 7,2°C. 

 Lífshættir: Litla hrossarækja heldur sig gjarnan á leir‐ eða sandbotni (de Kluijver og Ingalsuo, 2018).  

   Píslrækja Eualus pusiolus (Kröyer 1841)  Einkenni: Píslrækja er af ætt rækja Caridea. Spjót píslrækju er stutt og örlítið bogið niður, með örfáum 

göddum að ofan (Squires, 1990). Píslrækja er hálfgagnsæ og mismunandi að lit og getur verið græn, 

rauðbrún, bleik eða flekkótt. Heildarlengd píslrækju getur orðið næstum 3 cm (Telnes, 2018). 

 Útbreiðsla: Píslrækja finnst um allt Atlants‐ og Kyrrahaf. Hún hefur fundist frá yfirborði og niður að 500 

m dýpi (de Kluijver og Ingalsuo, 2018). Píslrækja hefur eingöngu fundist einu sinni við Ísland og þá í 

skjóðu rækjutrolls á norðanverðum Breiðafirði í október 2009 á 80 m dýpi þar sem botnhitinn var 7,4°C. 

 Lífshættir: Píslrækja virðist helst velja sér harðan botn, að öðru leiti er lítið vitað um lífshætti hennar. 

    

Page 28: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

20

Að lokum viljum við nefna þrjár tegundir sem hafa fundist við Ísland en þær hafa ekki fengið íslenskt 

heiti. 

  Acanthephyra pelagica (Risso 1816) 

                 

 Einkenni: Acanthephyra pelagica er rauðleit og skjöldurinn er sléttur. Spjótið er tennt (9‐10 tennur) að 

ofan‐ og neðanverðu og er það jafnlangt skildinum. Hún getur orðið 8,5 cm að heildarlengd. 

  Meningodora mollis (Smith 1882)  

           

  Einkenni: Meningodora mollis er af ætt rækja Caridea. 

    

 

 32. mynd. Acanthephyra pelagica. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir.  

 

 33. mynd. Meningodora mollis. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir.  

Page 29: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

21

Bythocaris biruli (Kobjakova 1964)                

 Einkenni: Bythocaris biruli hefur flatt spjót. Það eru gaddar á fjórða lið á þriðju til fimmtu halafótum. 

Augun hafa engin litarefni og eru því hvít. Augnstilkar eru stuttir og keilulaga. 

     

 

 34. mynd. Bythocaris biruli. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir.  

Page 30: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

22

 Lokaorð 

Rannsóknir  á  sjávarlífverum  beinast  oftast  að  nytjategundum  og  hafa  rannsóknir  á  þeim 

rækjutegundum sem taldar voru upp í þessu hefti verið mjög takmarkaðar, fyrir utan rannsóknir á stóra 

kampalampa, sem er mest veidda rækjutegundin í Norður‐Atlantshafi. Af þeim sökum vantar víða upp 

á  þekkingu  á  lífsferlum,  atferli  og  útbreiðslu  margra  tegunda.  Þar  sem  magainnihald  fisktegunda 

endurspeglar magn og útbreiðslu ýmissa  tegunda þá er hægt að nota þær upplýsingar  til  að skoða 

útbreiðslu ýmissa tegunda (Fahrig o.fl., 1993). Það er sérstaklega nytsamlegt þegar útbreiðsla smárra 

tegunda og tegunda sem lifa í uppsjónum er skoðuð vegna þess að sjaldgæft er að þær séu veiddar 

með botnvörpu. Skráningar á útbreiðslu rækjutegunda við Ísland væru því mjög takmarkaðar ef ekki 

væri fyrir fæðugreiningarnar.  

 Eflaust  finnast  fleiri  rækjutegundir  á  hafsvæðinu  umhverfis  landið  og  líklegt  er  að  með  auknum 

rannsóknum  muni  einhverjar  þeirra  finnast.  Má  þar  nefna  að  á  síðustu  árum  hefur  notkun 

neðansjávarmyndavéla  færst  í  vöxt    við  rannsóknir  á  lífríkinu  við  sjávarbotninn.  Rækjur  eru  mjög 

algengar á hafsbotninum og sjást á mörgum myndum sem teknar hafa verið neðansjávar. Þó stundum 

geti verið erfitt að tegundagreina rækjur af myndum munu þær veita okkur ítarlegri upplýsingar um 

útbreiðslu þeirra og jafnvel atferli.   

  

Þakkarorð 

Við þökkum Petrúnu Sigurðardóttur fyrir að teikna 1. mynd, Svanhildi Egilsdóttur fyrir afnot af myndum 

og  Hjalta  Karlssyni  og  Margréti  Þorvaldsdóttur  fyrir  yfirlestur  á  handriti.  Sérstakar  þakkir  fær  V.I. 

Sokolov, Ph.D., sem veitti okkur góðfúslegt leyfi til að birta teikningar sínar í þessu hefti.  

 

   

Page 31: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

23

Heimildir 

Abelló, P., Valladares, F. J. og Castellón, A. (1988). Analysis of the structure of decapod crustacean assemblages off the Catalan coast (North‐West Mediterranean). Marine Biology, 98, 39–49. 

Adda‐Hanifi, M. (2007). Aspects de la biologie et de la pêche d’un Crustacé Décapode Aristeus antennatus (Risso, 1816), exploité au niveau du littoral occidental algérien. 

Allen, J. A. (1960). On the biology of Crangon allmani Kinahan in Northumberland waters. Journal of the Marine Biological Association of the UK, 39, 481–508. 

Barnes, R. D. (1987). Invertebrate zoology (Fifth). Philadelphia: Saunders College Publishing. 

Birkely, S. R. og Gulliksen, B. (2003). Feeding ecology in five shrimp species (Decapoda, Caridea) from an Arctic Fjord (Isfjorden, Svalbard), with emphasis on Sclerocrangon boreas (Phipps, 1774). Crustaceana, 76, 699–715. 

Björn Gunnarsson, Þór H. Ásgeirsson og Agnar Ingólfsson (2007). The rapid colonization by Crangon crangon (Linnaeus, 1758) (Eucarida, Caridea, Crangonidae) of Icelandic coastal waters. Crustaceana, 80(6), 747–753. 

Björndalsbakke, L. K. (2011). Population structure, parasitism and prey preferences in Sclerocrangon boreas and S. ferox. Norvegian University of Science and Technology, Trondheim, Norway. 

Board, W. E. (2018). World Register of Marine Species. Sótt af http://www.marinespecies.org. (Skoðað 24.08.2018) 

de Grave, S., Cai, Y. og Anker, A. (2008). Global diversity of shrimps (Crustacea: Decapoda: Caridea) in freshwater. Hydrobiologia, 595, 287–293. 

de Grave, S. og Fransen, C. H. J. M. (2011). Carideorum catalogus: the recent species of the dendrobrachiate, stenopodidean, procarididean and caridean shrimps (Crustacea: Decapoda). Zoologische Mededelingen Leiden, 85, 195–589. 

de Kluijver, M. J. og Ingalsuo, S. S. (2018). Macrobenthos of the North Sea ‐ Crustacea. Sótt af http://species‐identification.org/index.php?groep=Shrimp%2C+prawns+and+krill&selectie=38&hoofdgroepen_pad=%2C1%2C6%2C38. (Skoðað 24.08.2018) 

Dore, I. og Frimodt, C. (1987). An illustrated guide to shrimp of the world. Huntington, NY: Osprey Books. 

Fahrig, L., Lilly, G. R. og Miller, D. S. (1993). Predator stomachs as sampling tools for prey distribution: Atlantic cod (Gadus morhua) and capelin (Mallotus villosus). Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 50, 1541–1547. 

Fontaine, B. (1977). Fixation d’une ponte de gasteropode sur des crevettes de la famille des Crangonidees. Revue Des Travaux de I’Institut Des Pêches Maritimes, 41, 301–307. 

Hayward, P. J. og Ryland, J. S. (2017). Handbook of the marine fauna of North‐West Europe (Second). Oxford University Press. 

Heegaard, P. E. (1941). The zoology of East Greenland. Meddelelser om Grönland. Kommissionen for Videnskabelige Undersögelser i Grönland. 

Henderson, P. A. og Holmes, R. H. A. (1987). On the population biology of the common shrimp Crangon crangon (L.) (Crustacea: Caridea) in the Severn Estuary and Bristol Channel. Journal of the Marine Biological Association of the UK, 67, 825–847. 

Hostens, K. (2000). Spatial patterns and seasonality in epibenthic communities of the Westerschelde (Southern Bight of the North Sea). Journal of the Marine Biological Association of the UK, 80, 27–36. 

Ingibjörg G. Jónsdóttir. (2014). Spatial distribution of Northern ambereye (Hymenodora glacialis) around Iceland. Marine Biology Research, 10, 190–196. 

Ingibjörg G. Jónsdóttir, Guðmundur S. Bragason, Stefán H. Brynjólfsson, Anika K. Guðlaugsdóttir og Unnur Skúladóttir. (2017). Yfirlit yfir rækjurannsóknir við Ísland, 1988‐2015. Haf‐ og vatnarannsóknir, HV2017‐007. 

Ingibjörg G. Jónsdóttir, Jónas P. Jónasson, Svavar Ö. Guðmundsson, Puro, H., Guðrún Marteinsdóttir og Björn Gunnarsson. (2016). Establishment of brown shrimp (Crangon crangon) in a newly colonized area. Crustaceana, 89, 901–914.  

Page 32: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

24

Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir. (2016). Samlífi sæfífils og rækju. Náttúrufræðingurinn, 86, 91–96. 

Jonsson, L. G., Lundälv, T. og Johannesson, K. (2001). Symbiotic associations between anthozoans and crustaceans in a temperate coastal area. Marine Ecology Progress Series, 209, 189–195. 

Koberstein, J. A. (2013). Expansion of the brown shrimp Crangon crangon L. onto juvenile plaice Pleuronectes platessa L. nursery habitat in the Westfjords of Iceland. University of Akureyri, University Centre of the Westfjords, Ísafjörður. 

Kreibich, T., Hagen, W. og Saborowski, R. (2010). Food utilization of two pelagic crustaceans in the Greenland Sea: Meganyctiphanes norvegica (Euphausiacea) and Hymenodora glacialis (Decapoda, Caridea). Marine Ecology‐Progress Series, 413, 105–115.  

Lacoursière‐Roussel, A. og Sainte‐Marie, B. (2009). Sexual system and female spawning frequency in the sculptured shrimp Sclerocrangon boreas (Decapoda: Caridea: Crangonidae). Journal of Crustacean Biology, 29, 192–200. 

Maine, D., Stevenson, K. og Pierce, F. (1985). Life history characteristics of Pandalus montagui and Dichelopandalus eptocerus in Penobscot Bay, Maine. Fishery Bulletin, 83, 219–233. 

Nilssen, E. M. og Aschan, M. M. (2009). Catch, survey and life‐history data for shrimp (Pandalus borealis) off Jan Mayen. Deep‐Sea Research Part II‐Topical Studies in Oceanography, 56(21–22), 2023–2036.  

Nozeres, C. og Berube, M. (2003). Marine species identification guide for the St. Lawrence. Maurice Lamontagne Institut, Fisheries and Oceans Canada, Fs23‐423/2. 

Rathbun, M. J. (1929). Canadian Atlantic Fauna. Arthropoda ‐ Decapoda. St. Andrews, N.B., Canada: The Biological Board of Canada. The Atlantic Biological Station. 

Sainte‐Marie, B., Bérubé, I., Brillon, S. og Hazel, F. (2006). Observations on the growth of sculptured shrimp Sclerocrangon boreas (Decapoda: Caridea). Journal of Crustacean Biology, 26, 55–62. 

Shumway, S. E., Perkins, H. C., Schick, D. F. og Stickney, A. P. (1985). Synopsis of biological data on the pink shrimp, Pandalus borealis (Krøyer, 1838). FAO Fisheries Synopsis No. 144. 

Sokolov,  V.  I.  (2009).  Suborder  Natantia  (Order  Decapoda).  Í  Illustrated  keys  to  free‐living  invertebrates  of Eurasian Arctic Seas and adjacent deep waters, 127‐156. Alaska Sea Grant College Program.  

Squires, H. J. (1990). Decapod crustacea of the Atlantic coast of Canada. Canadian Bulletins of Fisheries and Aquatic Sciences, 221. 

Squires, H. J. (1996). Decapod crustaceans of Newfoundland, Labrador and the Canadian eastern Arctic. Fisheries Research Board of Canada, 810, 212. 

Telnes, K. (2018). The marine flora & fauna of Norway. Sótt af from http://www.seawater.no/index.html (skoðað 24.08.2018) 

Unnur Skúladóttir. (1991). Stærð rækju við kynskipti og eggburðartímabil við mismunandi sjávarhita. Ægir, 84(3), 160–166. 

Vestheim, H. og Kaartvedt, S. (2009). Vertical migration, feeding and colouration in the mesopelagic shrimp Sergestes arcticus. Journal of Plankton Research, 31, 1427–1435. 

Worm, B. og Myers, R. A. (2003). Meta‐analysis of cod‐shrimp interactions reveals top‐down control in oceanic food webs. Ecology, 84(1), 162–173. 

 

 

 

Page 33: HAF- OG VATNARANNSÓKNIR · 10. mynd. Hrossarækja Crangon allmani. Ljósmynd: WoRMS Editorial Board (2018). .....8 11. mynd. Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar

46