Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

22
Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Transcript of Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

Page 1: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

Góð samskipti við einstaklinga með

samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Page 2: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

1

Efnisyfirlit

Inngangur ..................................................................................................... 3

Sjón- og heyrnarskerðing .................................................................................. 4

Að leita lausna .................................................................................................. 4

Breytingar á heyrn á efri árum ..................................................................... 5

Breytingar á sjón á efri árum ............................................................................. 6

Samþætt aldurstengd sjón- og heyrnarskerðing ................................................. 7

Góð ráð í samskiptum ................................................................................... 8

Túlkun ........................................................................................................... 9

Túlkun mikilvægra samtala ................................................................................ 9

Notkun túlks ..................................................................................................... 9

Miðlun upplýsinga í félagslegum aðstæðum ........................................................ 9

Dagleg tilvera ................................................................................................ 9

Aðgengi að upplýsingum ................................................................................. 10

Aðgengi að húsnæði og umferli ....................................................................... 10

Samskipti ....................................................................................................... 11

Máltíðir ........................................................................................................... 12

Þátttaka í félagsstarfi ...................................................................................... 13

Ýmsar samskiptaleiðir og hjálpartæki til samskipta .................................. 14

Íslenskt táknmál ............................................................................................. 14

Snertitáknmál ................................................................................................. 15

Snertitákn á líkama ......................................................................................... 15

Félagsleg snertitákn ........................................................................................ 15

Myndsímaþjónusta .......................................................................................... 15

Skrifað í lófa eða annan líkamshluta ................................................................. 16

Skrifað með fingri viðkomandi á borð ............................................................... 16

Hanski með íslenska stafrófinu ......................................................................... 17

Punktaletur ..................................................................................................... 18

Page 3: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

2

Samskiptatæki með punktaleturskjá ................................................................. 18

Tónmöskvar og hjálpartæki fyrir heyrnarskerta ................................................. 19

Samskiptatæki ................................................................................................ 19

Myndir ............................................................................................................ 19

Hlutatákn ....................................................................................................... 19

Blað og túss .................................................................................................... 20

Tölvutækni og aukin samskipti ......................................................................... 20

Símar fyrir sjón- og heyrnarskerta .................................................................... 20

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga 2012 Heftið er þýtt og staðfært úr dönsku God kommunikation med ældre med syns- og eller hørenedsættelse© Gefið út af: Videnscentret for Døvblindblevne Videncenter for Synshandicap Videnscenter for hørehandicap Videnscenter på Ældreområdet

Page 4: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

3

Inngangur

Þetta hefti er gefið út af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og

daufblinda einstaklinga. Því er ætlað að auka þekkingu fólks sem starfar með og er í

daglegum samskiptum við borgara með skerta sjón og heyrn.

Margt eldra fólk reiðir sig á daglega umönnun eða þjónustu annarra, ýmist vegna

búsetu á elli- eða hjúkrunarheimili, í þjónustuíbúð eða þátttöku í félagsstarfi aldraðra.

Góð samskipti við starfsfólk og annað eldra fólk sem viðkomandi umgengst eru því

mikilvæg til að auka lífsgæði viðkomandi.

Margir borgarar með skerta sjón og heyrn fá þjónustu frá sveitarfélögum. Mikilvægt

er að starfsmenn heimaþjónustu og liðveitendur þekki góðar samskiptaleiðir til að

hámarka gæði þjónustunnar sem veitt er.

Í þessu hefti eru gefin nokkur góð ráð í tengslum við samskipti við fólk sem hefur

skerta sjón og/eða heyrn. Engin ný sannindi eru fólgin í þessum ráðum, heldur er

reynt að setja þau í ákveðið samhengi m.a. við daglega tilveru á hjúkrunar- og

elliheimili og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa. Miðað er við algengar

hversdagslegar aðstæður. Ráðin sem hér er að finna er einnig gott að hafa í huga við

læknisheimsóknir og rannsóknir.

Í heftinu er yfirlit yfir ýmsar samskiptaleiðir sem fólk með samþætta sjón- og

heyrnarskerðingu og viðmælendur þeirra geta nýtt sér til að eiga góð samskipti.

Page 5: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

4

Sjón- og heyrnarskerðing

Sjón og heyrn eru mikilvægustu fjarskilningarvit mannsins. Heyrnar- og/eða

sjónskerðing torveldar okkur að eiga samskipti við aðra, að afla frétta og annarra

upplýsinga og að ferðast á eigin spýtur.

Samskiptaörðugleikar geta átt stóran þátt í að flækja daglegt líf og auka streitu. Í

mörgum tilfellum er það ljóst við flutning á elli- og hjúkrunarheimili að viðkomandi er

sjón- og/eða heyrnarskertur, t.d. vegna hjálpartækja sem viðkomandi hefur með sér.

Engu að síður er mikilvægt að vera vel vakandi fyrir því að þessi hjálpartæki geta

síðar meir reynst ófullnægjandi ef sjón og heyrn versnar.

Að leita lausna

Það er hægt að komast hjá mörgum vandamálum ef starfsfólk gerir sér grein fyrir

getu og hindrunum hvers og eins. Því er gott að kunna ráð til að koma til móts við

fólk á þeirra forsendum. Eftirfarandi eru verðug umhugsunarefni:

Heyrir viðkomandi munnleg skilaboð?

Getur viðkomandi lesið prentaðan texta?

Þekkir viðkomandi raddir, fólk og andlit?

Getur viðkomandi farið einn sinna ferða, innan- og utanhúss?

Við hvaða aðstæður er auðveldast að eiga samskipti?

Hvernig er þátttöku í félagslífi best háttað?

Hvaða aðlögun þarf að eiga sér stað til auka þátttöku og lífsgæði viðkomandi?

Hvernig er matseld og matarinnkaupum háttað hjá þeim sem búa í heima?

Page 6: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

5

Breytingar á heyrn á efri árum Heyrnin skerðist þegar aldurinn færist yfir. Það er í sjálfu sér hluti af öldrunarferli,

sem algengt er að hefjist í kringum 65 ára aldur eða síðar. Versnandi heyrn hefur

áhrif á hæfileikann til samskipta og hjá mörgum leiðir það til andlegrar vanlíðan

ásamt almennt lakari lífsgæða.

Aldurstengd heyrnarskerðing á sér aðallega stað gagnvart efri hluta tónsviðsins eða

háu og skæru tónunum, en þeir eru mikilvægir fyrir þann hæfileika okkar að greina á

milli einstakra hljóða í mæltu máli. Sá sem verður fyrir þessari aldurstengdu

heyrnarskerðingu heldur hins vegar yfirleitt áfram að heyra dýpri tóna jafn vel og

áður. Þetta hefur í för með sér að viðkomandi á sjaldan í vandræðum með að heyra

hljóð í herberginu eða þegar verið er að tala til hans. Vandinn við að skilja tal kemur

upp þegar margir tala í einu eða þegar umhverfishljóð eru mikil þegar samtal á sér

stað. Við slíkar kringumstæður rennur allt saman og sá heyrnarskerti misskilur oft

innihald samtalsins.

Heyrnartæki eða önnur hjálpartæki reynast yfirleitt vel. Skýr framburður og góð

hljóðvist hafa einnig mikið að segja. Heyrnartækin veita takmarkaða hjálp ef mikill

hávaði er í umhverfinu. Nýjustu heyrnartækin eru afar smá í samanburði við þau

heyrnartæki sem notuð voru fyrir fáum árum. Það hefur í för með sér að margt

aldrað fólk á erfitt með notkun þeirra. Mikilvægt er að starfsfólk stofnana,

viðkomandi íbúi og aðstandendur geri með sér samkomulag um hver beri ábyrgð á

að útvega rafhlöður og annast viðhald og þrif tækja. Heyrnar- og talmeinastöð

Íslands annast heyrnarmælingar, ráðgjöf og úthlutun heyrnartækja til þeirra sem eru

heyrnarskertir.

Lítill hluti aldraðra er alveg heyrnarlaus, ýmist vegna meðfædds heyrnarleysis eða

vegna sjúkdóma eða slysa. Taka þarf sérstakt tillit til þess í samskiptum. Þeir sem

fæðst hafa heyrnarlausir tala táknmál. Samskipti íslenskumælandi og

táknmálsmælandi borgara þurfa að fara fram með aðstoð táknmálstúlks.

Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta annast túlkaþjónustu.

Þeir sem misst hafa heyrn og kunna ekki táknmál hafa þörf fyrir stuðning í

samskiptum sínum, t.d. með aðstoð rittúlks.

Page 7: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

6

Breytingar á sjón á efri árum

Algengt er að með aldrinum skapist þörf fyrir

meiri og betri lýsingu við lestur og handavinnu.

Hæfileikinn til að sjá skerpu og liti minnkar og

náttblinda getur gert vart við sig. Sumar

þessara breytinga koma fram áður en fólk

kemst á eftirlaunaaldur. Flestir geta lagað sig að

þessum breytingum og lifað með þeim með

notkun gleraugna, góðu lesljósi og með því að

þekkja eigin takmarkanir í tengslum við akstur

og ferðalög í myrkri.

Hluti augnsjúkdóma getur hins vegar haft

varanleg áhrif á sjón, þ.e. valdið sjónskerðingu.

Mikilvægt er að þekkja hverja greiningu til hlítar

og hversu mikil sjón er til staðar til að geta

gripið til viðeigandi ráðstafana. Þjónustu- og

þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og

daufblinda einstaklinga hefur gefið út smárit um

augnsjúkdóma sem valda blindu eða alvarlegum

sjónskerðingum. Þau er hægt að nálgast á heimasíðu stofnunarinnar,

www.midstod.is eða í Hamrahlíð 17 í Reykjavík.

Í mörgum tilvikum koma stækkunargler með ljósi að góðum notum. Einnig er hægt

að laga athafnir að nýjum aðstæðum. Aðlögun umhverfis og fræðsla til aðstandenda

og starfsmanna, auk æfinga með sjónhermigleraugu, hafa reynst vel til að auka

skilning á umhverfi sjónskertra einstaklinga.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

annast ráðgjöf, endurhæfingu og úthlutun sjónhjálpartækja til sjónskertra

einstaklinga.

Page 8: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

7

Samþætt aldurstengd sjón- og heyrnarskerðing

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að samþætt aldurstengd sjón- og

heyrnarskerðing er fötlun þar sem skert heyrn og sjón magna upp skerðingu hvort

annars, þ.e.a.s. 1+1=3.

Fólk sem glímir við samþætta aldurtengda sjón- og heyrnarskerðingu getur því ekki

afdráttarlaust nýtt sér þá aðstoð sem sjónskertum, blindum, heyrnarskertum og

heyrnarlausum stendur til boða. Heyrnarskertur einstaklingur getur t.a.m. „bætt sér

upp“ heyrnarskerðinguna að vissu marki með því að beina sjóninni að uppsprettu

hljóðsins. Sá möguleiki er hins vegar ekki til staðar ef viðkomandi er bæði sjón- og

heyrnarskertur.

Samsetning þessara tveggja þátta skapar því alveg nýja stöðu. Samþætt sjón- og

heyrnarskerðing er sérstök fötlun sem hefur í för með sér mikil vandamál þegar

kemur að samskiptum, að ná áttum í umhverfi sínu og aðgengi að upplýsingum.

Í flestum tilfellum hafa þeir sem glíma við aldurstengda sjón- og heyrnarskerðingu

fæðst og lifað með eðlilega sjón og heyrn, en hækkandi aldur haft þessi áhrif á

fjarskilningarvitin.

Langflestir í hópi aldraðra sem hafa samþætta aldurstengda sjón- og

heyrnarskerðingu eru íslenskumælandi. Nokkrir í þessum hópi fæddust heyrnarlausir

og hafa því alist upp við, eða lært táknmál. Taka þarf sérstakt tillit til þessara

einstaklinga með því að skapa táknmálsumhverfi í nánasta umhverfi þeirra.

Page 9: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

8

Góð ráð í samskiptum Grundvallaratriði góðra samskipta við fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

er að tryggja að þú hafir náð óskertri athygli þess og gerir því ljóst að það er

nákvæmlega hann eða hún sem þú vilt tala við. Þetta má gera með því að segja nafn

viðkomandi, snerta hann/hana létt á handlegginn og/eða með því að ná

augnsambandi. Næst er mikilvægt að þú standir eða sitjir andspænis einstaklingnum

á meðan samskiptin eiga sér stað.

Segðu deili á þér þegar þú kemur inn í herbergi.

Láttu vita þegar þú yfirgefur herbergi.

Segðu nafn þess sem þú ávarpar ef fleira fólk er í herberginu.

Segðu frá því sem þú gerir svo að viðkomandi geti fylgst með því.

Lýstu með orðum í stað þess að benda eða útskýra með handapati.

Slökktu á útvarpi, sjónvarpi eða öðrum háværum raftækjum.

Lokaðu dyrum og gluggum til að draga úr umhverfishljóðum.

Gættu þess að birtan falli á andlit þitt þegar þú talar.

Notaðu samtalstæki til að magna upp hljóð.

Staðsetjið ykkur þannig að sjónskertur viðmælandi snúi baki í birtugjafa þannig

að lýsing blindi hann ekki (mörgum sjónskertum þykir mikil birta óþægileg).

Talaðu skýrt og greinilega til þess sem þú talar við.

Gott er að styðja við orðin með látbragði og bendingum.

Vektu athygli á því þegar skipt er um umræðuefni. Segðu t.d. „Ræðum um

morgundaginn“ – það gefur viðmælanda þínum færi á að setja sig betur inn í

hvað verið er að ræða um.

Hafðu orðalag einfalt. Endurtaktu flóknar setningar og endurorðaðu eftir þörfum.

Spurðu viðkomandi hvort hann hafi skilið þig. Gott getur verið að biðja hann að

endursegja það helsta úr skilaboðunum til að vera viss um að þau hafi komist rétt

til skila.

Notaðu tússpenna og blað til stuðnings í samtölum eða til að skrá niður

mikilvægustu efni samtalsins. Notaðu einfalt og skýrt mál. Yfirleitt er best að nota

svartan, breiðan tússpenna og hvítt blað eða tússtöflu.

Sláðu skilaboð inn á tölvu með stórum stöfum.

Pantaðu túlk tímanlega.

Page 10: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

9

Túlkun

Túlkun mikilvægra samtala

Heyrnarlausir og nokkrir einstaklingar með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu,

þurfa þjónustu táknmálstúlka eða skriftúlka í mikilvægum samtölum, t.d. við ráðgjöf,

læknisheimsóknir eða rannsóknir. Vegna heilbrigðis- og félagsþjónustu á ætíð að

panta túlk fyrir táknmálstalandi einstaklinga.

Fáðu nákvæmar upplýsingar um þarfir einstaklingsins hjá honum/henni. Upplýsingar

um túlkaþjónustu er hægt að nálgast á Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og

heyrnarskerta.

Notkun túlks

Vertu meðvitaður um hlutverk túlksins.

Túlkur er bundinn þagnareið og skal miðla samtali hlutlaust.

Túlkurinn má ekki veita upplýsingar um stöðu þess sem túlkað er fyrir.

Talaðu beint til viðkomandi aðila og ekki til túlksins.

Notaðu ekki ættingja sem túlk, nema að samkomulag þar að lútandi sé á milli

viðkomandi ættingja og hins aldraða.

Miðlun upplýsinga í félagslegum aðstæðum

Það getur verið gott og ráðlegt að nota túlka á samkomum og í öðru félagslegu

samhengi. Það eykur möguleika viðkomandi til virkrar þátttöku. Túlkurinn getur skipt

sköpum um hvort upplifun heyrnarlausra/heyrnarskertra verði takmörkuð eða

stórkostleg.

Page 11: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

10

Dagleg tilvera

Kannaðu reglulega hvort viðkomandi hafi nauðsynleg hjálpartæki, svo sem

gleraugu, stækkunargler, heyrnartæki og samskiptabúnað og að þau virki sem

skyldi. Bjóddu fram aðstoð við viðhald og rafhlöðuskipti.

Tryggið að afleysingafólk og nýtt starfsfólk fái upplýsingar um allar sérstakar

aðstæður og sérþarfir.

Hjálpaðu viðkomandi að taka þátt í félagslífi heimilisins með því að fela einum

eða tveimur starfsmönnum ábyrgð þess.

Fáðu umferliskennara til að leiðbeina starfsmönnum með leiðsögutækni og

umferli.

Aðgengi að upplýsingum

Veitið upplýsingar um innréttingar og húsaskipan, daglegar venjur og aðstöðu,

s.s. sjónvarp, útvarp, félagslíf, verkstæði og tómstundaiðju.

Tryggið að skriflegar upplýsingar liggi frammi, bæði á venjulegu prenti og með

stóru letri (Arial eða Tahoma eru skýrar leturgerðir), á punktaletri og á

hljóðrænu formi, allt eftir þörfum.

Sjáið til þess að tónmöskvi sé til staðar fyrir sjónvarp og útvarp.

Setjið texta á í sjónvarpinu – slíkt er hægt að gera í textavarpi

Ríkissjónvarpsins við valda þætti á síðu 888.

Aðgengi að húsnæði og umferli

Gerið grein fyrir húsaskipan innanhúss og segið frá ef breytingar eru gerðar.

Staðsetjið náttborð, grindur, hjólastóla og annan búnað ætíð á sama stað.

Gætið þess að ekki séu hindranir á göngum, t.d. blómakassar og þess háttar.

Notendur hvíta stafsins bera yfirleitt sjálfir ábyrgð á staðsetningu hans.

Fólki sem ekið er um í hjólastól getur gagnast að hafa þreifistaf. Þannig er það

meðvitaðra um breytingar í umhverfinu. Umferliskennarar á Þjónustu- og

þekkingarmiðstöð útvega þreifistafi og leiðbeina varðandi notkun þeirra.

Page 12: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

11

Bón með mikilli glansáferð getur valdið því að fólk fær glýju í augu. Forðist

notkun þess, sérstaklega þar sem stórir gluggar eru í herbergjum eða á

göngum.

Samskipti

Við komu í nýjan sal/herbergi er mikilvægt segja hverjir eru þar fyrir og lýsa

staðsetningu þeirra í herberginu.

Byrjið fundi og litlar samkomur á því að fá viðstadda til að kynna sig.

Gott er að tileinka sér merkjakerfi þegar blindu og mikið sjónskertu fólki er

ekið í hjólastól. Þá er klappað létt á axlir áður en teknar eru beygjur. Þannig er

viðkomandi viðbúin stefnubreytingu.

Sjáið til þess að viðkomandi geti átt samtöl við ættingja sína og aðra gesti í

rólegu umhverfi með góðri birtu. Athugaðu hvort FM-búnaður eða annar

samskiptabúnaður gagnist viðkomandi.

Sjáið til þess að viðkomandi hafi aðgang að síma sem hægt er að hækka

hljóðið í og með t-spólu.

Sjáið til þess að táknmálstalandi einstaklingar hafi aðgang að tölvu með skype til

að geta haft samskipti á táknmáli við vini, aðstandendur og myndsímatúlk SHH.

Page 13: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

12

Máltíðir

Veittu viðkomandi ítarlegar upplýsingar um máltíðir og framreiðslu matar.

Bjóddu aðstoð við að velja máltíðir.

Útskýrðu hvað er á disknum ef þarf.

Grænmeti og smátt meðlæti er gott að bjóða í hliðarskál í stað þess að setja á

matardiskinn.

Ráðgjafar í athöfnum daglegs lífs á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda,

sjónskerta og daufblinda einstaklinga veita ráðgjöf um matartækni.

Hugið að litasamsetningu á matarborðinu fyrir sjónskerta:

Glær glös með vatni sjást illa. Lituð glös sjást betur.

Gott er að bera ljósan mat (fisk, súrmjólk) fram á dökku leirtaui.

Diskamottur í dökkum lit undir ljósum diskum hjálpa.

Forðist glerborð.

Forðist að nota skræpótta eða mikið munstraða dúka.

Hafið í huga staðsetningu m.t.t. birtu. Óheppilegt er að sitja

andspænis glugga.

Page 14: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

13

Þátttaka í félagsstarfi

Útskýrðu/lestu upp skriflegar upplýsingar fyrir blinda og sjónskerta íbúa.

Hafið upplýsingar um samkomur og félagslíf með skriflegum hætti fyrir

heyrnarlausa og heyrnarskerta íbúa.

Sjáðu til þess að fólk fái nauðsynleg hjálpartæki til að geta tekið þátt í

starfinu, eins og t.d. bingóspjöld með stórum stöfum og spil með stórum

táknum.

Sjáðu til þess að hinn aldraði fái hjálpartækin með sér heim aftur.

Tryggið að upplýsingar um sérstakar þarfir fólks berist til starfsmanna í

tómstunda- og félagsstarfi.

Bingóspjöld, spil, teningar og borðspil fást í verslun Blindrafálagsins, Hamrahlíð 17 í Reykjavík.

Page 15: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

14

Ýmsar samskiptaleiðir og hjálpartæki til samskipta

Íslenskt táknmál

Táknmál er móðurmál heyrnarlausra. Það er sjálfstætt mál sem hefur eigin málfræði.

Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs, líkama, svipbrigðum, munn- og

augnhreyfingum. Í táknmálssamskiptum er augnsambandið mikilvægt því við verðum

alltaf að halda augnasambandi við þann sem við erum að ræða við. Svipbrigði hafa

mikla merkingu og gegna málfræðilegu hlutverki. Staða líkamans hefur einnig áhrif á

blæbrigði og merkingu.

Page 16: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

15

Snertitáknmál

Snertitáknmál byggir á íslenska

táknmálinu. Samskiptin fara fram á

þann hátt að sá sem les táknmálið lætur

hendur sínar hvíla á höndum

viðmælanda sem gerir táknin með

hefðbundnum hætti.

Snertitákn á líkama

Tákn sem gerð eru á líkama. Unnið

hefur verið grunnkerfi með táknum

sem hægt er að styðjast við og laga að

þörfum hvers og eins. Tákn tengd mat

og drykk, daglegum athöfnum, stöðum

og fólki hafa ákveðna staðsetningu á

líkama.

Félagsleg snertitákn

Tákn sem eru gerð á líkama viðkomandi. Þau geta t.d. verið já og nei og notað til

staðfestingar í samtali. Merki um að viðmælandi sé að fara eða koma. Tákn sem lýsa

viðbrögðum t.d. hlátur, bros ofl. Þessi tákn eru mikilvæg þegar og þar sem fólk sér

ekki táknmál vegna birtuskilyrða eða getur ekki nýtt sér heyrnartæki, eins og t.d í

sundlaugum.

Allar nánari upplýsingar um táknmál og samskipti byggð á táknmáli er hægt að fá hjá

Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.

Myndsímaþjónusta

Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta býður upp á myndsímatúlkun

alla virka daga. Myndsímatúlkur túlkar einnig í gegnum skype á opnunartíma. Skype-

nafnið er myndsimatulkun. Hægt er að hafa samband við myndsímatúlk á msn

[email protected] og í tölvupósti á sama netfang. Allar nánari

upplýsingar er hægt að nálgast hjá Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og

heyrnarskerta.

Page 17: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

16

Skrifað í lófa eða annan líkamshluta

Íslenska stöfuð í lófa. Hugið að því að stafa rólega og koma á merkjum sem gefa til

kynna að viðkomandi hafi skilið orðið. Láttu viðkomandi t.d. segja orðið upphátt.

Einnig þarf að huga að merkjum til viðmælanda um að þú sért að hlusta. Það er

hægt að gera með því að klappa létt á handlegg. Einnig er hægt að skrifa á aðra

líkamshluta, svo sem bak, upphandlegg og enni. Þessi aðferð krefst mikillar nándar

og byggir ætíð á góðu samspili og samþykki viðmælanda fyrir snertingunni.

Skrifað með fingri viðkomandi á borð

Unnt er að skrifa með fingri viðmælandans á borð eða annað undirlag. Haldið létt um

hönd hans/hennar. Skrifið um það bil tíu cm háa stafi á borð. Gerið örstutt hlé milli

stafa, lengra bil á milli orða. Gott getur verið að viðkomandi segi stafina jafnóðum

upphátt til að þú sért viss um að hann hafi skilið rétt.

Page 18: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

17

Hanski með íslenska stafrófinu

Hanski með áprentuðum stöfum. Stafað er á fingur einstaklings eftir ákveðnu kerfi.

Viðtakandi boða þarf að læra staðsetningu stafa en viðmælendur sjá stafina og þurfa

því enga sérstaka þjálfun. Daufblindraráðgjafar og túlkar á Samskiptamiðstöð fyrir

heyrnarlausa og heyrnarskerta leiðbeina um notkun hanskans.

Page 19: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

18

Punktaletur

Punktaletur, eða Braille, er kerfi upphleyptra punkta. Letrið er lesið með

fingurgómum. Hægt er að læra punktaletur á öllum aldri. Hægt er að tengja

punktaletursskjá við tölvur og er hann þá mikilvæg uppspretta upplýsinga og tæki til

samskipta. Ráðgjafar hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og

daufblinda einstaklinga veita ráðgjöf og kenna letrið.

Samskiptatæki með punktaleturskjá

Samskiptatæki sem byggir á tengingu punktaletursvélar og lyklaborðs. Tækið er

hugsað fyrir fólk sem kann punktaletur. Upplýsingar veita ráðgjafar á Þjónustu- og

þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Page 20: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

19

Tónmöskvar og hjálpartæki fyrir heyrnarskerta

Tæki til mögnunar hljóðs eru margvísleg. Þau

eru ýmist tengd heyrnartækjum viðkomandi eða

til sjálfstæðrar notkunar. Slíkan búnað er hægt

að tengja við sjónvarp og útvarp.

Samskiptatæki

Handhægt tæki sem magnar hljóð og er notað til samskipta. Hentugt fyrir

einstaklinga sem eru rúmliggjandi og þá sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með

að nota hefðbundin heyrnartæki.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Heyrnar- og

talmeinastöð Íslands og hjá sjálfstætt starfandi

heyrnarfyrirtækjum.

Myndir

Hægt er að nota kerfi mynda, bæði svarthvítar og í lit, fyrir fólk sem sér og heyrir

illa. Dæmi um slík kerfi eru pictogram og boardmaker. Einnig er hægt að nota skýrar

ljósmyndir.

Hlutatákn

Hægt er að nota hluti til tjáningar fyrir einstaklinga sem misst hafa algerlega sjón og

heyrn. Þannig getur lítill bolti verið tákn um að viðkomandi sé að fara í sjúkraþjálfun,

glas verið tákn fyrir matmálstíma og þvottapoki tákn um að viðkomandi sé að fara í

bað. Starfsmenn geta einnig auðkennt sig með afgerandi hætti, t.d. með því að hafa

ætíð sama skartgrip í vinnunni.

Page 21: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

20

Blað og túss

Oft eru einföldustu leiðirnar líka þær bestu. Breiður túss og hvít tafla eða hvítt blað

gagnast oft vel. Finnið út hvaða stafastærð hentar viðkomandi best. Prófið

mismunandi liti og þykkt af penna til að finna hvað hentar best.

Tölvutækni og aukin samskipti

Það er hægt að hafa samskipti með aðstoð tölvu. Þá er

texti sleginn inn, stækkaður hæfilega og viðkomandi les

af tölvuskjánum. Gott er að nota þráðlaust lyklaborð til

að geta setið á móti viðmælanda. Þessi leið hefur verið

notuð af fólki á öllum aldri með góðum árangri.

Skilaboð um stefnumót eða viðburði er gott að prenta út

og skilja eftir hjá viðkomandi. Skoða þarf hvaða leturgerð

og stærð hentar viðkomandi best. Tahoma og Ariel eru

dæmi um skýrar leturgerðir.

Símar fyrir sjón- og heyrnarskerta

Í símaverslunum er hægt að fá borð og farsíma með stórum tökkum og skýru letri.

Einnig er hægt að fá síma þar sem hægt er að auka hljóðstyrk í tóli með einföldum

hætti.

Page 22: Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og ...

21

Góð samskipti við einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Stofnanir og félög sem sinna málefnum einstaklinga með skerta sjón- og

heyrn:

Þjónustu -og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Hamrahlíð 17 105 Reykjavík Sími 545 5800 www.midstod.is Heyrnar- og talmeinastöð Íslands Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík 581 3855 www.hti.is Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta Grensásvegi 9 108 Reykjavík 562 7702 www.shh.is Blindrafélagið Hamrahlíð 17 105 Reykjavík www.blind.is Félag heyrnarlausra Grensásvegi 50 108 Reykjavík www.deaf.is Fjóla, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu Hamrahlíð 17 105 Reykjavík Heyrnarhjálp Langholtsvegi 111 104 Reykjavík www.heyrnarhjalp.is