FT 11. februar 2011

64
ÓKEYPIS 11.-13. febrúar 2011 6. tölublað 2. árgangur 20 Baráttan um þrotabús- tekjurnar Stýrir Weird Girls sam- hliða húsmóðurstörfum og vinnu hjá CCP VIÐTAL Skrítna Kitty VIÐTAL Ætlaði aldrei aftur í Eurovision 52 Íslensku tón- listarverðlaunin ÚTTEKT 16 Ofuragi í uppeldinu Uppeldisaðferðir tígrismömmunnar valda uppnámi VIÐTAL KRISTJÁN GEIR JÓHANNESSON LÍKAMSRÆKTARMAÐUR Björgólfur Thor stefnir Róberti vegna 1,2 milljarða króna skuldar B jörgólfur Thor Björgólfsson vill að Róbert Wessman greiði 1,2 milljarða króna skuld sem féll í gjalddaga 30. nóvember 2009. Málið var þingfest í septem- ber á síðasta ári. Forsaga þess er sú að BeeTeeBee Ltd, sem er alfarið í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, lánaði félaginu Burlington Worldwide Limited, sem er í eigu Róberts Wessman, hátt í milljarð króna árið 2005. Lánstími var tvö ár en var framlengdur í maí árið 2007 til 30. nóvember 2009. Í stefnunni kemur fram að Róbert Wessman sé persónulega ábyrgur sem lántaki með Burlington Worldwide þannig að ef félagið getur ekki staðið skil á greiðslu ber Róbert fulla ábyrgð. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsinga- fulltrúi Björgólfs Thors, segir í samtali við Fréttatímann að skuldin hafi verið komin í 7,7 milljónir evra eða um 1,2 milljarða á gjald- daga í nóvember 2009. „Þegar innheimtutil- raunir skiluðu ekki árangri var nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu skuldarinnar,“ segir Ragnhildur. Spurður um stefnuna segir Árni Harðar- son, lögmaður Róberts, að Róbert líti svo á að gengið hafi verið frá þessu láni með skuldajöfnun gegn kröfu Róberts um um- samda þóknun. Róbert hefur sjálfur stefnt Björgólfi Thor og félögum honum tengdum til greiðslu 4,6 milljarða vegna vanefnda á ár- angurssamningi sem Árni vísar í. Samning- urinn var gerður við hann þegar Björgólfur Thor yfirtók Actavis um mitt ár 2007. Hann byggðist á því að Róbert fengi greidda árang- ursþóknun í lok árs 2009. Róbert hætti sem forstjóri Actavis árið 2008 og bar honum og Björgólfi Thor ekki saman um ástæðu starfs- loka hans. Róbert sagðist hafa viljað hætta en Björgólfur Thor segir að honum hafi verið sagt upp þar sem árangur hafi ekki staðið undir væntingum. Ragnhildur Sverrisdóttir hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að það sé tómt mál að tala um þá árangursþóknun sem Róbert krefjist – árangurinn hafi verið undir væntingum. [email protected] BeeTeeBee Ltd, í eigu Björgólfs Thors, lánaði félagi í eigu Róberts Wessman miklar fjárhæðir árið 2005. Lánið var ekki greitt á gjalddaga og komið inn í dómskerfið. Hluti af skuldauppgjöri segir Róbert sem stefnir Björgólfi Thor til baka. SÍÐA 24 Nei, ég hef aldrei kært hann. Ég sé engan tilgang með því þótt hann sé skráður sem barnaníðingur. Þetta er bara orð gegn orði. Ég sé ekki dómskerfið í þessu landi virka fyrir okkur sem lendum í þessu. Það eru engin lífsýni til staðar. Það eru engin vitni. Þetta er bara erfitt. Það eina sem er til staðar er sagan mín og hvað ég hef þurft að glíma við. Ég efast um að það dugi. Kristján Geir var misnotaður af karlkyns ættingja þegar hann var barn og unglingur. Kristján segir umræðuna mikilvæga, kynferðisbrot gagnvart karl- mönnum megi ekki vera feimnismál. Ljósmynd/Hari Bústjórar voru skipaðir yfir 1.001 þrotabú árið 2010 12 FRÉTTASKÝRING Íslensku tónlistarverðlaunin 2011 BLS. 4 TIL 6 Þ órir Baldursson er fæddur árið 1944 og snemma sást á pilti að hann var fá- dæma músíkalskur. Faðir hans, Baldur Júlíusson, var harmóníkuleikari og hljóm- sveitagæi, svo tónlistin var allt um kring á æskuheimilinu í Keflavík. Tónlistarmenn kíktu stundum í heimsókn, þ.á.m. söngvarinn Svavar Lárusson. „Hann kom einhvern tíma heim á Garðaveginn í Keflavík og var með nýtt lag, sem pabbi átti að læra. Ég var aðeins byrj- aður að læra á nikkuna hans pabba, en hún var ennþá allt of stór fyrir mig. Ég náði lagi á hana með því að vera á hnjánum á gólfinu. Það kom í ljós að ég kunni lagið sem Svavar ætlaði að fara að kenna pabba,” sagði Þórir í viðtali við Bergþóru Jónsdóttur í Lesbók Morgun- blaðsins árið 2003, en hann var sjö ára þegar atvikið átti sér stað. Pabbi hans var vitanlega stoltur af syninum og keypti skömmu síðar handa honum fyrstu harmónikkuna. Tíu ára var Þórir farinn að spila með pabba og félögum á böllum, en fyrsta „prófessional“ band- ið sem Þórir starfaði með var Hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar. Þar var hann byrjaður að spila fjórtán ára gamall. Hljóm- sveitin var uppeldisstöð manna eins og Gunnars Þórðarsonar og Engilberts Jensensog aðal ballgrúppan á Suðurnesjum á tímabilinu á milli frumrokks og bítls. Framhald á næstu opnu ÞÓRIR BALDURSSON HEIÐURSVERÐLAUNAHAFI ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA Mér þykir svo gaman að spila Þórir Baldursson er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Tónlistarferill hans er búinn að vera stórmerkilegur og ævintýralegur á köflum. Hann spannar fjölbreytt svið - þjóðlagatónlist, dýrðlegt velmegunardiskó og harmóníkuböll - svo eitthvað sé nefnt. Þótt á tímabili hafi enginn náð jafn langt og Þórir á alþjóðlegum dægurlagamarkaði er saga hans ekki jafn þekkt og margra annarra tónlistarmanna, enda er Þórir ekki mikið fyrir sviðsljósið. Það sem hefur alltaf vakað fyrir honum er að fást við tónlistina, að sökkva sér ofan í hana. Hann er minna fyrir að tala um tónlistina eða velta sér upp úr fortíðinni. ... vann Þórir á þessum tíma með fólki eins og Elton John, Grace Jones, Boney M, Melbu Moore, Twiggy og fjöldanum öllum af vongóðum diskósmástjörnum. Þórir töffaralegur á plötuumslagi frá 1970. Útgefandi var SG hljómplötur. Þú átt líka þátt í Íslensku tónlist- averðlaununum. Farðu inn á www. tonlist.is og veldu þinn listamann. Á kosningakvöldinu verður síðan hægt að velja milli fimm þeirra stigahæstu í símakosningu og að lokum tekur sá vinsælasti við verðlaununum. Vertu með á tónlist.is. ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Afhending í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars. Athöfnin verður í beinni útsendingu í Sjón- varpinu. Helstu tónlistarstjörnur landsins koma fram. Þig langar ekkert að missa af þessu! TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐ- LAUNANNA UMSLAG ÁRSINS TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS RÖDD ÁRSINS BJARTASTA VONIN TEXTAHÖF- UNDUR ÁRSINS TÓNHÖFUNDUR ÁRSINS LAG ÁRSINS TÓNVERK ÁRSINS HLJÓMPLATA ÁRSINS (SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST) HLJÓMPLATA ÁRSINS (JAZZ) HLJÓMPLATA ÁRSINS (ROKK/POPP) Hljómgrunnur 3. tbl. 2011, febrúar 2011 Útgefandi Morgundagur Ritstjórn Þorgeir Tryggvason Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Við opnum kl : Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar KÁLFUR Í MIÐJU BLAÐSINS Heiðursverðlaunahafinn og allar tilnefningarnar

description

Frettatiminn

Transcript of FT 11. februar 2011

Page 1: FT 11. februar 2011

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

11.-13. febrúar 20116. tölublað 2. árgangur

20

Baráttan um þrotabús­tekjurnar

Stýrir Weird Girls sam-hliða húsmóðurstörfum og vinnu hjá CCP

Viðtal

Skrítna Kitty

Viðtal

Ætlaði aldrei aftur í

Eurovision

52

Íslensku tón­listarverðlaunin

ÚtteKt 16

Ofuragi í uppeldinuUppeldisaðferðir tígrismömmunnar valda uppnámi

Viðtal Kristján Geir jóhannesson líKamsræKtarmaður

Björgólfur Thor stefnir Róberti vegna 1,2 milljarða króna skuldar

Björgólfur Thor Björgólfsson vill að Róbert Wessman greiði 1,2 milljarða króna skuld sem féll í gjalddaga 30.

nóvember 2009. Málið var þingfest í septem-ber á síðasta ári.

Forsaga þess er sú að BeeTeeBee Ltd, sem er alfarið í eigu Björgólfs Thors Björgólfs-sonar, lánaði félaginu Burlington Worldwide Limited, sem er í eigu Róberts Wessman, hátt í milljarð króna árið 2005. Lánstími var tvö ár en var framlengdur í maí árið 2007 til 30. nóvember 2009. Í stefnunni kemur fram að Róbert Wessman sé persónulega ábyrgur sem lántaki með Burlington Worldwide þannig að ef félagið getur ekki staðið skil á greiðslu ber Róbert fulla ábyrgð.

Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsinga-fulltrúi Björgólfs Thors, segir í samtali við Fréttatímann að skuldin hafi verið komin í 7,7 milljónir evra eða um 1,2 milljarða á gjald-daga í nóvember 2009. „Þegar innheimtutil-raunir skiluðu ekki árangri var nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu skuldarinnar,“ segir Ragnhildur.

Spurður um stefnuna segir Árni Harðar-son, lögmaður Róberts, að Róbert líti svo á að gengið hafi verið frá þessu láni með skuldajöfnun gegn kröfu Róberts um um-samda þóknun. Róbert hefur sjálfur stefnt Björgólfi Thor og félögum honum tengdum til greiðslu 4,6 milljarða vegna vanefnda á ár-angurssamningi sem Árni vísar í. Samning-

urinn var gerður við hann þegar Björgólfur Thor yfirtók Actavis um mitt ár 2007. Hann byggðist á því að Róbert fengi greidda árang-ursþóknun í lok árs 2009. Róbert hætti sem forstjóri Actavis árið 2008 og bar honum og Björgólfi Thor ekki saman um ástæðu starfs-loka hans. Róbert sagðist hafa viljað hætta en Björgólfur Thor segir að honum hafi verið sagt upp þar sem árangur hafi ekki staðið undir væntingum. Ragnhildur Sverrisdóttir hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að það sé tómt mál að tala um þá árangursþóknun sem Róbert krefjist – árangurinn hafi verið undir væntingum.

[email protected]

BeeTeeBee Ltd, í eigu Björgólfs Thors, lánaði félagi í eigu Róberts Wessman miklar fjárhæðir árið 2005. Lánið var ekki greitt á gjalddaga og komið inn í dómskerfið. Hluti af skuldauppgjöri segir Róbert sem stefnir Björgólfi Thor til baka.

síða 24

Nei, ég hef aldrei kært hann. Ég sé engan tilgang með því þótt hann sé

skráður sem barnaníðingur. Þetta er bara orð gegn orði. Ég sé

ekki dómskerfið í þessu landi virka fyrir okkur sem lendum

í þessu. Það eru engin lífsýni til staðar. Það eru engin

vitni. Þetta er bara erfitt. Það eina sem er til

staðar er sagan mín og hvað ég hef þurft að

glíma við. Ég efast um að það dugi.

Kristján Geir var misnotaður af karlkyns ættingja þegar hann var barn og unglingur. Kristján segir umræðuna mikilvæga, kynferðisbrot gagnvart karl-mönnum megi ekki vera feimnismál. Ljósmynd/Hari

Bústjórar voru skipaðir yfir 1.001 þrotabú árið

2010

12

FréttaSKýring

Íslensku tónlistarverðlaunin 2011

bls. 4 til 6

Þórir Baldursson

er fæddur árið 1944

og snemma sást á

pilti að hann var fá-

dæma músíkalskur.

Faðir hans, Baldur Júlíusson,

var harmóníkuleikari og hljóm-

sveitagæi, svo tónlistin var allt

um kring á æskuheimilinu í

Keflavík. Tónlistarmenn kíktu

stundum í heimsókn, þ.á.m.

söngvarinn Svavar Lárusson.

„Hann kom einhvern tíma

heim á Garðaveginn í Keflavík

og var með nýtt lag, sem pabbi

átti að læra. Ég var aðeins byrj-

aður að læra á nikkuna hans

pabba, en hún var ennþá allt

of stór fyrir mig. Ég náði lagi á

hana með því að vera á hnjánum

á gólfinu. Það kom í ljós að ég

kunni lagið sem Svavar ætlaði

að fara að kenna pabba,” sagði

Þórir í viðtali við Bergþóru

Jónsdóttur í Lesbók Morgun-

blaðsins árið 2003, en hann var

sjö ára þegar atvikið átti sér

stað. Pabbi hans var vitanlega

stoltur af syninum og keypti

skömmu síðar handa honum

fyrstu harmónikkuna. Tíu ára

var Þórir farinn að spila með

pabba og félögum á böllum,

en fyrsta „prófessional“ band-

ið sem Þórir starfaði með var

Hljómsveit Guðmundar Ingólfs-

sonar. Þar var hann byrjaður að

spila fjórtán ára gamall. Hljóm-

sveitin var uppeldisstöð manna

eins og Gunnars Þórðarsonar

og Engilberts Jensens og aðal

ballgrúppan á Suðurnesjum á

tímabilinu á milli frumrokks og

bítls. Framhald á næstu opnu

Þórir Baldursson heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna

Mér þykir svo gaman að spila

Þórir Baldursson er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Tónlistarferill hans er búinn að vera stórmerkilegur og ævintýralegur á köflum.

Hann spannar fjölbreytt svið - þjóðlagatónlist, dýrðlegt velmegunardiskó og harmóníkuböll - svo eitthvað sé nefnt. Þótt á tímabili hafi enginn náð jafn langt

og Þórir á alþjóðlegum dægurlagamarkaði er saga hans ekki jafn þekkt og margra annarra tónlistarmanna, enda er Þórir ekki mikið fyrir sviðsljósið. Það sem

hefur alltaf vakað fyrir honum er að fást við tónlistina, að sökkva sér ofan í hana. Hann er minna fyrir að tala um tónlistina eða velta sér upp úr fortíðinni.

... vann Þórir á

þessum tíma með

fólki eins og Elton

John, Grace Jones,

Boney M, Melbu

Moore, Twiggy

og fjöldanum

öllum af vongóðum

diskósmástjörnum.

Þórir töffaralegur á plötuumslagi frá 1970. Útgefandi var SG hljómplötur.

Þú átt líka þátt í Íslensku tónlist-

averðlaununum. Farðu inn á www.

tonlist.is og veldu þinn listamann. Á

kosningakvöldinu verður síðan hægt

að velja milli fimm þeirra stigahæstu

í símakosningu og að lokum tekur sá

vinsælasti við verðlaununum. Vertu

með á tónlist.is.

Íslensku tónlistarverðlaunin

Afhending í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars. Athöfnin verður í beinni útsendingu í Sjón-

varpinu. Helstu tónlistarstjörnur landsins koma fram. Þig langar ekkert að missa af þessu!

tilnefningar til Íslensku tónlistarverð-

launanna umslag ársins tónlistarflytjandi

ársins rödd ársins Bjartasta vonin textahöf-

undur ársins tónhöfundur ársins lag ársins

tónverk ársins hljómplata ársins (sÍgild og

samtÍmatónlist) hljómplata ársins (jazz)

hljómplata ársins (rokk/popp)

gHljómgrunnur 3. tbl. 2011, febrúar 2011 gÚtgefandi Morgundagur gRitstjórn Þorgeir Tryggvason

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

KálFur Í miðju BlaðSinS

Heiðursverðlaunahafinn og allar tilnefningarnar

Page 2: FT 11. februar 2011

alla föstudaga og laugardaga

150 kíló af Lúxem-borgarskjölum í hús

Starfsmenn sérstaks saksóknara hafa sankað að sér gögnum úti um allan bæ við rannsókn á málum tengdum hruni bankanna. Hér sést Björn Þorvaldsson, saksóknari embættisins, bera inn gögn úr húsleitum tengdum rannsókn á málefnum Landsbankans.

Hannes slapp fyrir hornAthafnamaðurinn Hannes Smárason þarf – að svo stöddu – ekki að greiða Glitni sjálfskuldarbyrgð að upphæð 400 milljónir króna, sem hann gekk í fyrir félögin FI fjárfestingar, Hlíðarsmára ehf. og ELL 49 ehf. í desember 2007. Þetta kemur fram í dómi sem kveðinn var upp í

máli Glitnis gegn félögunum þremur og Hannesi. FI fjárfestingar voru hins vegar dæmdar

til að greiða tæpa 4,7 milljarða til Glitnis. Ástæða þess að Hannes slepppur við að greiða sjálfskuldar-ábyrgðina að svo stöddu er að dómurinn taldi Glitni ekki hafa veitt

Hannesi nægjanlegt svigrúm til að greiða sjálf-skuldarábyrgðina líkt og kveðið var á um

í viljayfirlýsingu bankans og Hann-

esar á miðju ári 2008. -óhþ

Gunnar Rúnar bar ekki vitniGunnar Rúnar Sigurþórs-son, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili þess síðarnefnda í ágúst á síðasta ári, bar ekki vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Gunnar Rúnar nýtti sér rétt sinn og stað-festi aðeins að framburður hans við yfirheyrslur væri réttur. Mikil reiði ríkti meðal fjölskyldu og vina Hann-esar Þórs með ákvörðun Gunnars Rúnars. Hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa stungið Hannes tuttugu sinnum og að hann hefði skipulagt morðið með löngum fyrirvara. Þrír geðlæknar hafa úrskurðað hann óskahæfan. -óhþ

Embætti sérstaks saksóknara hefur loksins fengið til landsins þau skjöl sem aflað var í hús-leitum í Lúxemborg snemma á síðasta ári. Um er að ræða gríð-arlegt magn af skjölum og vegur skjalabunkinn 150 kíló. Húsleit-irnar voru gerðar vegna rann-sóknar á málefnum Kaupþings. Rannsóknardómstóll hefur haft skjölin undir höndum en nítján félög sem og Banque Havilland, áður Kaupþing í Lúxemborg, reyndu að koma í veg fyrir og kröfðust þess að þau yrðu ekki afhent. Því var hafnað og nú bíður bunkinn þess að starfsfólk hjá sérstökum saksóknara fari í gegnum hann. -óhþ

SérStakur SakSóknari MálarekStur

e mbætti sérstaks saksóknara hefur fengið tugi mála til rann-sóknar frá því að það var sett á

laggirnar í ársbyrjun 2009. Málin koma bæði frá Fjármálaeftirlitinu sem og skilanefndum og slitastjórnum gömlu bankanna. Gríðarlegur fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn-irnar og staðfesti Ólafur Þór Hauks-son, sérstakur saksóknari, í samtali við Fréttatímann að fjöldi þeirra sem væru með réttarstöðu grunaðra í rannsókn-um á vegum embættisins væri á annað hundrað. Gera má ráð fyrir að grunuð-um fjölgi verulega á næstu mánuðum eftir því sem embættið kemst lengra í rannsóknum sínum á málum sem nú eru á byrjunarstigi.

Ákært hefur verið í tveimur málum á vegum embættisins. Annars vegar er þar um að ræða mál félagsins Exeter Holdings þar sem Jón Þorsteinn Jóns-son, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi for-stjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, eru ákærðir vegna lánveitinga Byrs til Ex-eter Holdings vegna kaupa á bréfum MP banka í Byr. Hins vegar var Baldur Guð-laugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákærður fyrir brot

á lögum um innherjaviðskipti vegna gruns um að hann hafi haft innherjaupp-lýsingar um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf sín í bankanum hálfum mánuði fyrir hrun.

Embætti sérstaks saksóknara hefur farið í nokkra stóra húsleitarleiðangra, í tengslum við rannsókn á málefnum stóru bankanna þriggja, húsleitir sem hafa teygt sig til Lúxemborgar og Lond-on.

Nokkrir einstaklingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Frægt er þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaup-þings í Lúxemborg, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í maí á síðasta ári. Þá var jafnframt gefin út alþjóðleg hand-tökuskipun á Sigurð Einarsson, fyrr-verandi stjórnarformann Kaupþings, sem var síðar dregin til baka. Í síðasta mánuði voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Ívar Guðjónsson, framkvæmdastjóri eigin viðskipta bankans, úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Á annað hundrað með réttarstöðu grunaðraViðamiklar rannsóknir embættis sérstaks saksóknara hafa skilað sér í því að vel yfir eitt hundrað manns hafa réttarstöðu grunaðra.

Gera má ráð fyrir að grun-uðum fjölgi verulega á næstu mán-uðum eftir því sem embættið kemst lengra í rannsóknum sínum á málum sem nú eru á byrjunarstigi.

Ljós

myn

d/H

ari.

dóMSMál Meiðyrði

Eiður Smári vann DV og Inga FreyBlaðamaður og ritstjórar DV dæmdir til að greiða sekt og miskabætur vegna umfjöllunar

r eynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar DV, og Ingi

Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, voru í gær, fimmtudag, dæmdir til að greiða 150 þúsund krónur hver í sekt til ríkissjóðs og saman 400 þúsund krónur í miskabætur til knattspyrnukappans Eiðs Smára Guðjohnsen vegna umfjöll-unar Inga Freys og DV um fjármál hans. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Komst dómari að þeirri niðurstöðu að umfjöllunin hefði brotið í bága við lög um

friðhelgi einkalífsins.Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir í

samtali við Fréttatímann að dómnum verði að sjálfsögðu áfrýjað. „Dómurinn er há-pólitískur,“ segir Reynir.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Inga Freys, segir í samtali við Fréttatímann að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann hafði sagt við aðalmeð-ferð málsins að ef Eiður Smári ynni, gætu blaðamenn alveg eins pakkað saman og farið heim. Hann sagðist í gær standa við þau orð sín. -óhþ

Eiði Smára Guðjohnsen voru dæmdar 400 þúsund krónur í miskabætur.

Dómurinn er hápótískur

Nor

dic

Phot

os/G

etty

Imag

es

2 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 3: FT 11. februar 2011
Page 4: FT 11. februar 2011

OPIÐ10-17

virka daga10-12

laugardaga

Nokkuð stöðugt gengi krónunnar

113gENgISVÍSITALA

KRÓNUNNAR STÓÐ Í

113 STIgUM

10. FEBRÚAR 2011

Greining Íslandsbanka

A thafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason, einatt kenndur við Hag-kaup ásamt bróður sínum Jóni, hefur

höfðað mál á hendur fasteignafélaginu 101 Skuggahverfi ehf. Sigurður Gísli vill rifta kaupum á lúxusíbúð af félaginu í hálfkláruðu háhýsi við Vatnsstíg 16 til 18. Hann greiddi rúmar fimmtíu milljónir við undirskrift kaup-samnings síðsumars 2008 og vill fá þá greiðslu endurgreidda. Sig-urður Gísli átti að greiða eina greiðslu þegar húsið væri fokhelt, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, en gerði það ekki heldur fór fram á riftun á kaupunum. Hann reynir nú með dómsmálinu að fá þá riftun viðurkennda en fasteignafélagið telur hana ekki gilda og krefst þess að Sig-urður Gísli standi við gerða samninga.

Ljóst er að töluvert hefur dregist að afhenda íbúðirnar. Í opinberum gögnum kemur fram að af-hendingardagur eigi að vera 30. júní 2009 en íbúðin er ekki tilbúin enn.

Íbúðin sjálf er stórglæsileg. Hún er á 17. hæð, alls 269

fermetrar að stærð. Í henni eru tvö svefnher-bergi, gufubað og 32 fermetra þakgarður. Og grannarnir eru ekki af verri endanum því á hæðinni fyrir ofan, þeirri átjándu og efstu, keyptu hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, sem er jafnframt syst-

ir Sigurðar Pálma, 312 fermetra þakíbúð í lok árs 2007. Þau borguðu ríflega 200 milljónir fyrir íbúðina.

Sigurður Gísli hefur helst verið í fréttum undanfarin ár sem mikill umhverfis-verndarsinni og var einn af framleiðendum kvikmyndar-innar Draumalandsins sem gerð var eftir vinsælli bók Andra Snæs Magnasonar. Sigurður Gísli átti 12% hlut í MP banka í gegnum félag sitt Dexter fjárfestingar. Auk þess á hann helmings-hlut á móti Jóni bróður sínum í Eignarhaldsfélag-inu Miklatorgi sem rekur meðal annars Ikea og á flestar fasteignir á Kaup-túnsreitnum í Garðabæ. Ekki náðist í Sigurð Gísla þrátt fyrir ítrekaðar til-raunir.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Dómsmál Riftun í skuggAhveRfinu

Hagkaupsbróðir vill rifta kaupum á lúxusíbúðHefur stefnt 101 Skuggahverfi ehf. og vill rifta kaupsamningi um lúxusíbúð við Vatnsstíg.

Svona lítur lúxusturninn við Vatnsstíg út. Ljósmynd/Hari

SA Stormur og jAfNvel ofSAveður geNgur yfir lANdið með rigNiNgu og

leySiNgu.

HöfuðborgArSvæðið: VEÐURhAMUR-INN VERÐUR LÍKLEgA Í háMARKI á MILLI KL. 6 og 9, EN dREgUR úR VINdI SMáM

SAMAN EfTIR þAÐ.

Ný Skil með SA-átt gANgA yfir lANdið, eN ÓljÓSt eNN HverSu

HvASS HANN verður.

HöfuðborgArSvæðið: hVASS-VIÐRI og RIgNINg A.M.K. UM TÍMA.

Að öllum líkiNdum verður veður orðið muN rÓlegrA og

komiN Sv-átt með kÓlNANdi veðri.

HöfuðborgArSvæðið: ÉLjA-gANgUR, hITI UM fRoSTMARK og

hægT KÓLNANdI.

tími óveðrannaStundum er sagt að febrúar sé mánuð-ur djúpu lægðanna og óveðra. Í fyrra var febrúar kaldur og þurrviðrasamur og lítið bar á óveðri. Nú erum við hins vegar í miðjum illviðrakafla, fyrsta lægðin í þessari syrpu gekk yfir á þriðjudag og miðvikudag, sú nr. 2 fer yfir í dag með

verulegu roki þar sem spáð hefur verið ofsaveðri. Sú þriðja kemur í kjölfarið en þegar þessi spá er skrifuð er stefna hennar og

umfang enn nokkuð á huldu.

5

4 2 3

6 4

0 21

50

1 33

0

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

veðuR föstuDAguR lAugARDAguR sunnuDAguR

veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu

Einars Sveinbjörnssonar

veðurfræðings. Veður-

vaktin býður upp á veður-

þjónustu fyrir einstaklinga,

fyrirtæki og opinbera

aðila í ráðgjöf og úrvinnslu

flestu því sem viðkemur

veðri og veðurfari.

Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ

Sími: 857 1799www.vedurvaktin.is

Sigurður Gísli vill ekki lengur kaupa lúxusíbúðina í Skuggahverfinu. Ljósmynd/365

Hæsta olíuverðið frá hruni haustið 2008Olíuverð hélst hátt á alþjóðamörkuðum í gær eftir allsnarpa hækkun í fyrradag. Fyrir hádegi í gær var viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnu. Olíuverð hefur ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgða-staða vestanhafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. -jh

Stefnir að kaupa kjölfestuhlut í HögumViðræður eru nú á lokastigi um að Arion banki selji kjölfestuhlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Stefnir, dóttur-félag bankans, og hópur fagfjárfesta, eru taldir líklegastir til að kaupa hlutinn, að því

er fram kom í Morgunblaðinu í gær. Arion tók Haga yfir árið 2009, eftir að Jón Ás-geir Jóhannesson og fjölskylda hans gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar við bankann. Hagar eru móðurfélag Bónuss, Hagkaups og margra annarra matvöru- og fataverslana. Í Viðskiptablaðinu í gær kom fram að tíu tilboð hefðu borist í hlutinn en Stefnir og fagfjárfestarnir hafi orðið einir eftir við samningaborðið, ásamt banda-ríska fjárfestingarsjóðnum Yucaipa. -jh

Yfirvinnubann flugumferðarstjóraFélag íslenskra flugumferðarstjóra hefur samþykkt yfirvinnubann og þjálfunarbann. Um 90% þeirra sem tóku þátt í atkvæða-greiðslu félagsins samþykktu bannið. Það hefst 14. febrúar og stendur ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður. Þjálfunarbannið hefst 21. febrúar. Sigurður Jóhannesson, varafor-maður félagsins, sagði á mbl.is að bannið þýddi að flugumferðarstjórar ynnu ekki yfirvinnu ef starfsmaður forfallaðist vegna veikinda. Yfirvinnubannið gildir frá klukkan 20 á kvöldin til 7 á morgnana á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar og á sérstökum frídögum. -jh

Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt það sem af er febrúarmánuði. Gengisvísitala krónunnar stóð í gær, fimmtudag, í 113 stigum en í byrjun mánaðarins var hún rétt rúm 112 stig. Einhver veiking hefur átt sér stað á gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar á þessum tíma, segir Greining Íslandsbanka; dollarinn kostar nú um 117 krónur á innlendum milli-bankamarkaði en í byrjun mánaðarins kostaði hann rúmar 115 krónur. Nokkuð minni breyt-ing hefur orðið á gengi krónu gagnvart evru og kostar evran nú rúmar 159 krónur sem er það sama og hún kostaði í upphafi mánaðarins. - jh

Hann greiddi rúmar fimmtíu millj-ónir við undir-skrift kaup-samn-ings síð-sumars 2008 og vill fá þá greiðslu endur-greidda.

4 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 5: FT 11. februar 2011
Page 6: FT 11. februar 2011

GOLFKORTIÐ VEITIR

40% AFSLÁTT

AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND

AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA

GOLFKORTIÐ FYLGIR MEÐ ÁRSÁSKRIFT

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 595 6000 EÐA Á SKJARGOLF.IS

AT&T PEBBLE BEACH FIMMTUDAG – SUNNUDAG 20:00 – 23:00

DUBAI DESERT CLASSICFIMMTUDAGUR – FÖSTUDAGUR 09:30 – 13:30LAUGARDAGUR – SUNNUDAGUR 09:00 – 13:00

HVAÐ GERIR TIGER Í DUBAI?RISAHELGI!

Þrotabú SkiptaStjórar

É g hafði nú bara ekki gert mér grein fyrir þessu,“ segir Pétur Kristins-son þegar Fréttatíminn ber undir

hann þá staðreynd að hann sé sá lögmaður sem fékk flest þrotabú til skipta á landinu í fyrra. Pétur fékk átján þrotabú í fang sitt árið 2010, fimm fleiri en næstu lögmenn. Þetta kemur fram í úttekt Fréttatímans á þrotabúum sem úthlutað var til skipta árið 2010.

„Það er nú ekki þannig að ég sé einhver snillingur í úrlausn þrotabúa. Ég er eini lögmaðurinn á Snæfellsnesi og þess vegna enda flest þessara búa hjá mér,“ segir Pétur sem er lögmaður í Stykkishólmi.

Hann segir að flest þessara búa séu eignalaus og því ekki eftir miklu að slægjast. „Þetta er bara eitt af verkefnum lögmanna. Það er auðvitað þægilegt að fá þetta þar sem menn eru á kaupi við þetta en mest af þessu eru eignalaus bú. Það er ekki mikið upp úr þeim að hafa. Ég held að menn sækist frekar eftir stórum búum með miklum eignum,“ segir Pétur.

Öll þau þrotabú sem hann hefur verið fenginn til að skipta koma úr nágrenni hans. „Þetta eru nánast eingöngu bú sem eru héðan. Það er bara Vesturlandið og sunnanverðir Vestfirðir. Ég hef til að mynda aldrei fengið bú úr Reykjavík,“ segir þrotabúskóngurinn Pétur Kristins-son í samtali við Fréttatímann.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Nánari úttekt um þrotabú á síðu 14.

Þrotabúskóngur Íslands með átján þrotabú í fyrraPétur Kristinsson, lögmaður í Stykkishólmi, skaut öllum kollegum sínum ref fyrir rass á árinu 2010 hvað varðar fjölda þrotabúa.

Sex vinsæl-ustu bústjórar landsins1. Pétur Kristinsson 18

2.-6. Andrés Valdimarsson 13

2.-6. Þorsteinn Einarsson 13

2.-6. Jónas Rafn Tómasson 13

2.-6. Smári Hilmarsson 13

2.-6. Guðrún Björg Birgisdóttir 13

Það er nú ekki þannig að ég sé einhver snillingur í úrlausn þrotabúa. Ég er eini lögmað-urinn á Snæfells-nesi og þess vegna enda flest þessara búa hjá mér.

Pétur Kristinsson hafði í nógu að snúast í skiptum á þrotabúum á Vesturlandi á síðasta ári.

Verðlaun FramúrSkarandi Fyrirtæki

Fimm fyrirtæki verðlaunuðÁrni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, afhenti í gær fimm fyrirtækjum verðlaun fyrir að skora hæst í styrk- og stöðugleikamati fyr-irtækja sem Creditinfo gerði. Alls komust 177 fyrirtæki á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki af þeim 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá. Þau fimm fyrirtæki sem voru verðlaunuð voru Alcan, Össur, HB Grandi, CCP og Stálskip. Með þessu framtaki vill Creditinfo vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem skara fram úr og geta orðið öðrum fyrirtækjum fyrir-mynd á leið sinni að góðum árangri.

Tíu efstu félögin á lista Creditinfo1. Alcan2. Össur3. HB Grandi4. CCP5. Stálskip6. Vistor 7. Loftleiðir-Icelandic8. Bananar9. KPMG10. Nathan og Olsen

Árni Páll Árnason

Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 7: FT 11. februar 2011

H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

GRAND HAVEN(Queen size 153x203 cm)

Fullt verð309.880 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

199.800 kr.

AMELIA(Queen size 153x203 cm)

Fullt verð149.700 kr.

ÚTSÖLUVERÐ97.305 kr.

AC-PACIFIC(Queen size 153x203 cm)

Fullt verð213.800 kr.

ÚTSÖLUVERÐ149.660 kr..

GRAND HAVEN • 7 svæðaskipt svefnsvæði

• 5 svæðaskipt gormakerfi

• 10 ára ábyrgð

• Svefnsvæði er úr þrýstijöfnunar- svampi og latexi sem skorið er með leysi (laser).

• Lagar sig að líkamanum

• Veitir fullkomna slökun

• Stuðningur við bak og önnur

viðkvæm svæði líkamans

AC-PACIFIC

•Lagar sig að líkamanum

• Veitir fullkomna slökun

•Einginn hreyfing milli svefnsvæða

•Hefur óviðjafnanlega þyngdardreyfingu

•Kemur líkamanum í rétta stellingu til hvíldar

•Þarf ekki að snúa

•10 ára ábyrgð

AMELIA • 5 svæðaskipt svefnsvæði

• 3 svæðaskipt gormakerfi

• 5 ára ábyrgð

• Lagar sig að líkamanum

• Veitir góða slökun

• Stuðningur við bak

• Tvíhert sérvalið stál í gormum

• Styrktir kantar

• Þarf ekki að snúa

Arg

h! 0

8021

1

Page 8: FT 11. februar 2011

Vinsælustu kiljurnar

Utangarðsbörn„… spennuþrungið verk …

sagan heldur athygli lesandans allt til enda.“

Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

Prjónaklúbburinn„Frábær bók

– lestu hana núna.“Glamour

Kiljulisti 02-08.02.11Kiljulisti 02-08.02.11

L andsdómur kom saman í fyrsta skipti síðdegis í gær, fimmtudag, í húsakynnum Hæstaréttar. Um var að ræða undirbúningsfund en ekki eiginlegt

þinghald. Samkvæmt stjórnarskrá fer dómurinn með og dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherr-um út af embættisrekstri þeirra en á liðnu hausti ákvað meirihluti Alþingis að höfða mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir meinta vanrækslu í starfi í aðdraganda efnahagshrunsins hér á landi.

Lög um landsdóm voru fyrst sett árið 1905 en endur-skoðuð 1963. Í dómnum sitja 15 menn, átta kjörnir af Alþingi, fimm hæstaréttardómarar sem hafa lengstan starfsaldur, dómstjórinn í Reykjavík og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Forseti Hæsta-réttar er forseti landsdóms.

Alþingi kaus sína fulltrúa í landsdóm síðast 11. maí árið 2005 en kosning átta aðalmanna og jafnmargra varamanna er til sex ára.

Aðalmenn voru kosnir Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta-réttarlögmaður, Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson hæstaréttarlögmaður, Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og Brynhildur Fló-venz, dósent við lagadeild HÍ.

Varamenn voru kosnir Ástríður Grímsdóttir sýslu-maður, Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og formaður bankastjórnar Seðlabankans, Már Pétursson hæsta-réttarlögmaður, Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur, Björn Jóhannesson héraðsdómslögmaður, Magnús

Embættismissir, sektir eða fangelsiL andsdómur hefur ekki

verið kallaður saman fyrr en í máli Geirs H. Haarde þótt lög um dóminn hafi verið sett árið 1905 og endurskoðuð 1963. Lands-dómi er gert að dæma í mál-um sem falla undir lög um ráðherraábyrgð. Ráðherra ber ekki einungis pólitíska ábyrgð gagnvart kjósend-um heldur einnig lagalega ábyrgð og getur skapað sér refsiábyrgð ef hann brýtur gegn stjórnskipunarlögum landsins eða öðrum lögum. Hið sama gildir ef hann mis-

beitir stórlega valdi sínu eða framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð sem stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.

Brot gegn þessum lögum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og eru dómar landsdóms fullnaðardómar sem verður ekki áfrýjað. Embættismissir á augljós-lega ekki við í tilfelli Geirs en hann lét af ráðherraemb-ætti snemma árs 2009. -jh

Einn dómar-aranna við landsdóm, Vilhjálmur H. Vil-hjálmsson hæstarétt-arlögmaður, mætir í hús Hæstaréttar í gær.

Lög um landsdóm voru fyrst sett árið 1905 en endurskoð-uð 1963.

ráðherraábyrgð MáLið gegn geir h. haarde

Dómarar milli þrítugs og sjötugsDómarar við landsdóm verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:aVera milli þrítugs og sjötugs.aVera lög- og fjárráða.aHafa óflekkað mannorð.aEiga heima á Íslandi.aVera ekki alþingismenn eða starfsmenn í tjórnarráðinu.aVera ekki skyldir öðrum dómanda í fyrsta eða annan lið.

Reynir Guðmundsson bæjar-fulltrúi, Jónas Þór Guðmunds-son (sem kosinn var 30. nóvember 2009) og Sigrún Benediktsdóttir lögmaður.

Þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa eru Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar – og þar með lands-dóms, og Markús Sigurbjörnsson. Árni víkur sæti og tekur Viðar Már Matthíasson sæti í dómnum í hans stað. Aðrir hæstaréttardómarar með lengri starfsaldur en Viðar Már lýstu yfir vanhæfi.

Dómstjórinn í Reykjavík er Helgi I. Jónsson. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, tekur ekki sæti í landsdómi. Hennar sæti tekur Benedikt Bogason, dósent við lagadeild HÍ. Dögg Pálsdóttir hefur greint frá því í bréfi að hún hafi setið sem varamaður Geirs H. Haarde á þingi og víkur því sæti. Við tekur Ástríður Grímsdóttir sýslumaður. Þá er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir vanhæf vegna aldurs. Magnús Reynir Guðmundsson tekur hennar sæti en varamenn á undan honum lýstu yfir vanhæfi, þau Lára V. Júlíusdóttir vegna persónulegra tengsla við Geir og Sveinbjörn Hafliðason vegna aldurs, að sögn Þorsteins A. Jóns-sonar, ritara landsdóms.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Garðar Gíslason hæstaréttar-dómari.

Gunnlaugur Claessen hæstaréttar-dómari.

Markús Sigurbjörnsson hæstaréttar-dómari.

Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttar-dómari og forseti landsdóms.

Viðar Már Matthíasson hæstaréttar-dómari.

Linda Rós Mikaelsdóttir kennari, valin af Alþingi af hálfu A-lista þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-flokks.

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, valin af Alþingi fyrir hönd A-lista.

Fannar Jónsson viðskiptafræð-ingur, valinn af Alþingi fyrir hönd A-lista.

Hlöðver Kjartansson hæstaréttarlög-maður, valinn af Alþingi fyrir hönd B-lista.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta-réttarlögmaður, valinn af Alþingi fyrir hönd B-lista, þáverandi stjórnarandstöðu-flokka, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins.

Brynhildur Flóvenz dósent við lagadeild HÍ, valin af Alþingi, valin af hálfu B-lista.

Magnús Reynir Guðmundsson fyrrverandi bæjar-fulltrúi, valinn af Alþingi af hálfu B-lista.

Ástríður Grímsdóttir sýslumaður, valin af Alþingi af hálfu A-lista.

Helgi I. Jónsson dómstjóri í Reykjavík.

Benedikt Bogason dósent við lagadeild HÍ.

Landsdómur kom saman í fyrsta sinnFimmtán menn sitja í dómnum en Alþingi kýs átta þeirra. Fimm hæstaréttardómarar sitja einnig í dómnum.

Landsdóm skipa 15 dómarar

Ljós

myn

d H

ari

8 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 9: FT 11. februar 2011

náttúrulegar sápur

Allar Bomb sápurnar eru náttúrulegar og handunnar og aðeins notuð alvöru

blóm, ávextir og meira segja súkkulaði í gerð þeirra!

Sápur

799.-

Sápur

399.-

Baðbombur

299.-

Dekraðu við þig í baðinu!

Fallegar sápur

Ný seNdiNg

Page 10: FT 11. februar 2011

G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s

Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma

568 6880og prófaðu Acto

Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir

notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og

samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er.

Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto

heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni

sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum.

Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra.

Ómótstæðileg heyrnartæki!

8,4milljarða vöru-

skiptajöfnuður

Í janúar 2011

Hagstofan

Umferð markvisst átak

Óhöppum hjá Strætó hefur fækkað um helmingÓhöpp í umferðinni þar sem strætis-vagnar Strætó bs. áttu í hlut voru færri á síðasta ári en þau hafa verið frá því farið var að vinna markvisst að því að fækka þeim. Á fimm ára tímabili, frá 2006 til 2010, fækkaði óhöppum um nærri helming á ársgrundvelli, eða um 48%, að því er fram kemur á síðu Strætó. Óhöpp hjá Strætó voru þannig að jafnaði liðlega 25 á mánuði árið 2006 en voru komin niður í um 13 á mánuði að jafnaði á síðasta ári.

„Sérstakt forvarnarverkefni Strætó

í samstarfi við VÍS hefur gegnt lykil-hlutverki í þeim árangri sem náðst hefur, auk þess sem sveitarfélög hafa brugðist vel við þegar Strætó hefur vakið athygli á áhættuþáttum í skipulagi gatna og nánasta umhverfis. Þá hafa strætisvagnabílstjórar tekið virkan þátt í forvarnarstarfinu og eiga eins og gefur að skilja stóran þátt í því hversu vel hefur tekist að fækka óhöppum í akstri.

Forvarnarverkefni Strætó og VÍS hófst í byrjun árs 2008 en árið 2006

hóf Strætó markvisst að skrá óhöpp og leita leiða til að fækka þeim. Mark-mið verkefnisins er að fækka óhöppum í akstri Strætó og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, því árið 2006 voru óhöppin 304, árið eftir fækkaði þeim lítillega, niður í 297, en eftir að for-varnarverkefni Strætó og VÍS hófst hafa stökkin verið stór,“ segir á síðunni en árið 2008 voru óhöpp í akstri Strætó 268, árið 2009 hafði þeim fækkað í 197 og á síðasta ári voru þau 157.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Óhöpp hjá strætó voru að jafnaði 25 á mánuði árið 2006 en 13 á liðnu ári.

Strætóbílstjórar hafa tekið virkan þátt í forvarnarstarfinu.

GUll Ónotaðir eða Ónýtir skartGripir bræddir

k reppan og hátt gullverð hefur orðið til þess að margir draga upp ónotaða eða ónýta gull-

skartgripi og selja til bræðslu. „Við höfum keypt gull undanfarin fjöru-tíu ár en það hefur verið meira um slíkt undanfarið eða alveg frá hruni,“ segir Hákon Jónsson, framkvæmda-stjóri hjá skartgripaverslun Jóns og Óskars á Laugavegi. Verslunin hefur auglýst að hún kaupi gull til að smíða úr og með því sparist gjaldeyrir. „Það gerðist tvennt við hrunið; gengið féll og gullverð hækkaði í dollurum talið. Fólk fær því miklu meira fyrir gull en áður,“ segir Hákon. Fyrir gramm af hreinu gulli, þ.e. 24 karata, fást um fimm þúsund krónur. „Við tökum á móti fólki á hverjum degi,“ segir hann.

Fyrir blandað gull, t.d. 14 karata, er borgað fyrir það hlutfall að frá-dregnum ákveðnum afföllum því gullið þarf að hreinsa svo hægt sé að nota það. Hákon segir fólk mest koma með ónýta skartgripi sem það hefur átt ofan í skúffu, úr sér gengn-

ar keðjur eða annað sem það vill ekki eiga. Meðal þess geta verið gamlir giftingar- eða trúlofunarhringar sem

ekki hafa tilfinningagildi lengur, t.d. vegna skilnaðar. Hákon segir að fyr-ir fimm gramma giftingarhring úr blönduðu gulli geti fengist um tíu þúsund krónur.

„Við hreinsum gullið, sendum það sem þarf utan til bræðslu, og fáum það svo aftur og smíðum úr því,“ segir Hákon. Vinna þarf aukamálma, silfur og kopar, úr gullinu. Hann seg-ir að ef fólk komi með skartgripi sem séu meira virði en nemi bræðsluvirði sé því bent á það. „Sumir hætta þá við en aðrir kæra sig ekki um að eiga gripina og selja,“ segir hann. Hákon segir þó að ekki sé markaður hér-lendis fyrir notaða skartgripi í endur-sölu.

Magnús Steinþórsson, gullsmíða-meistari í Pósthússtræti 13, hefur keypt gull, gullpeninga og gull-skartgripi. Hann segir að heldur hafi hægst um en mikið framboð hafi ver-ið af gulli eftir hrunið. „Ég hef keypt mest af skemmdum skartgripum sem fólk er hætt að nota. Þetta hef-ur legið í skúffum hjá fólki. Það gat ekki losað sig við slíkt áður fyrr þar sem enginn markaður var fyrir gull,“ segir Magnús. Hann borgar nálægt heimsmarkaðsverði fyrir eðalmálm-inn en taka þarf tillit til kostnaðar þar sem bræða þarf gullið og setja það í stangir. Magnús bræðir hér heima.

„Það gull sem ég kaupi með þess-um hætti dugar til framleiðslunnar hjá mér. Fyrir bragðið þarf ég ekki að flytja inn gull fyrir erlendan gjald-eyri,“ segir Magnús sem býður úrval skartgripa sem hann hefur smíðað úr þeim gripum sem misst höfðu nota- og tilfinningagildið.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Innlent gull dugar til skartgripaframleiðslunnarGengið féll og gullverð hækkaði í dollurum. landsmenn hafa frá hruni kíkt í gamlar hirslur, láta bræða og spara dýrmætan gjaldeyri.

magnús steinþórsson gullsmíðameistari. Hann þarf ekki lengur að flytja inn gull til smíðanna. Gamalt gull sem hann kaupir hérlendis dugar til framleiðslunnar. Hið sama á við hjá jóni og Óskari.

sókn í leiguhúsnæðialls var 884 leigusamningum um íbúðar-húsnæði þinglýst hér á landi í janúar. Þetta eru nokkuð færri leigusamningar en þinglýst var í janúar í fyrra þegar þeir voru 935, sem og í janúar árið 2009 þegar þeir voru 919. Engu að síður má segja að enn sé töluverð sókn í leigu-húsnæði líkt og verið hefur síðastliðin tvö ár í kjölfar efnahagsþrenginganna og erfiðrar stöðu á fasteignamarkaði, segir Greining Íslandsbanka sem vitnar til talna Þjóðskár Íslands. auk þess virðist umfang leigumarkaðar hafa náð einhvers konar jafnvægi, sem má t.d. sjá á því að litlar breytingar hafa orðið á 12 mánaða meðaltali yfir fjölda leigusamninga síðustu misseri. Þetta, segir Greiningin, getur þýtt að ákveðin eðlisbreyting hafi átt sér stað á markaðnum með íbúðarhúsnæði þannig að eðlilegra þyki nú en áður að leigja í stað þess að festa kaup á eigin íbúð. -jh

Hrein eign lífeyrissjóða 1.920 milljarðarHrein eign lífeyrissjóða var 1.920,2 milljarðar króna í lok desember en seðla-bankinn hefur birt efnahagsyfirlit lífeyris-sjóðanna. Eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 26,9 milljarða í mánuðinum. innlend verðbréfaeign hækkaði um 43,4 milljarða króna og nam rúmlega 1.352 milljörðum í lok mánaðarins. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukningar á eign lífeyrissjóða á íbúðabréfum. Hrein eign sjóðanna jókst um tæplega 6% að raungildi í fyrra. Ætla má að ríflega þriðjungur þeirrar aukningar sé tilkominn vegna innflæðis í sjóðina og því áhöld um hvort raunávöxtun eigna hluta þeirra hafi náð 3,5% trygginga-fræðilega viðmiðinu sem notað er við mat á framtíðareignum og skuldbindingum þeirra, segir Greining Íslandsbanka en hún áætlar þó að raunávöxtun eigna sjóðanna hafi numið um 4% á árinu. -jh

Útflutningur í janúar nam 43,5 milljörðum króna og minnkaði um ríflega 6 milljarða króna frá desember 2010, að því er Hagstofan greinir frá. Í mánuðinum voru fluttar inn vörur fyrir 35 millj-arða króna, sem var lítilsháttar samdráttur frá desembermánuði. Afgangur á vöruskiptum var því rúmlega 8,4 milljarðar króna í mánuðinum. Sam-setning innflutningsins breyttist hins vegar tölu-vert milli mánaða, þar sem talsverð aukning varð á innflutningi hrá- og rekstrarvara auk þess sem innflutningur fjárfestingarvara var sá mesti frá því fyrir hrun, tæplega 9,7 milljarðar króna. -jh

Mesti innflutningur fjárfestingarvara frá hruni

10 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 11: FT 11. februar 2011

2.490

Vnr. 15328261

Handúðari TEMPESTA handúðari,tvær stillingar.

3.990

Vnr. 41119065

Handklæða-standur Handklæðastandur, 3 arma, 91 cm.

Bestu BYKOkaupin!ÞAÐ BESTA SEM VIÐ BJÓÐUM

Vnr. 19605000/5

Gólfflísar DM granítflísar, ljósar eða dökkar, frostþolnar, 30x30 cm. Henta vel fyrir bílskúra, svalir, geymslur, þvottahús og forstofur.

Vnr. 52223271

Kastari BOOGIE kastari, GU10, 50W, króm.

1.490

1.190 kr./m2

Vnr. 0113452

PlastparketKrono original laMinat plastparket, eik, 192x1285 mm.

Vnr. 13002500

Handlaug Handlaug á vegg fyrir bolta eða vinkla, 30x36 cm.

Vnr. 0113713

ParketnorDiCWooD parket, hlynur, 2200x189x15 mm.

3.990 kr./m2

12.990Vnr. 52230355/950

Loftljós KRISTIN loftljós, 5 arma, E14, hvítt eða svart.

Vnr. 15400045

Handlaugartæki ARMATURA FERRYT handlaugartæki með lyftitappa.

Ódýrt

3.390

GERÐU VERÐSAMANBURÐ GERÐU VERÐSAMANBURÐ GERÐU VERÐSAMANBUGERÐU VERÐSAMANBURÐ GERÐU VERÐSAMANBURÐ GERÐU VERÐSAMANBU

2.990 kr./m2

8.990

Frostþolnar

Page 12: FT 11. februar 2011

Fjöldi þrotabúa á Íslandi hefur margfaldast á undan-förnum árum. Að skipta upp búum er orðið að hundraða milljóna króna bransa sem lögmenn sækja í. Og flestir

vilja meira. Úttekt Fréttatímans á fjölda þrotabúa sem skipt var á árinu 2010 leiðir í ljós að alls var 1.001 bústjóri skipaður yfir jafnmörg bú á landinu öllu. Alls skiptu 197 lögmenn með sér búunum. Í öllum búum er svokölluð skiptatrygging sem er 250 þúsund krónur. Tryggingin er greidd af skiptabeiðanda, það er þeim sem fer fram á gjaldþrot, sem í nær öllum tilvikum eru bankar eða innheimtustofnanir á vegum ríkisins. Í langflestum tilvikum er um að ræða eignalaus bú en eftir því sem Frétta-tíminn kemst næst er það ekki nema eitt prósent búa sem rýfur 250 þúsund króna

múrinn. Varlega áætlað má gera ráð fyrir því að þrotabúabransinn á Íslandi hafi velt um 350 milljónum króna árið 2010. Ljóst er að flestir flá ekki feitan gölt af skiptastjórn en þetta er góður aukapeningur og tryggar tekjur sem lögmenn ásælast.

Það er ekki vandalaust eða óumdeilt að skipa skiptastjóra yfir þrotabú. Héraðs-dómur Reykjavíkur úthlutar langflestum þrotabúum á ári hverju. Þar ræður ríkjum héraðsdómarinn Jón Finnbjörnsson, sem hefur útlutað búum undanfarin tvö ár. Jón er, að sögn yfirmanns hans, Helga Jóns-sonar, „farsæll og passasamur maður“ en hann er langt í frá óumdeildur innan lögmannastéttarinnar. Jón er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur, hæstaréttarlög-manns hjá Lex. Við vinnslu þessarar út-tektar létu margir lögmenn þá skoðun sína í ljós að Lex sæti nær kjötkötlunum en

Lögmenn berjast um 350 milljóna króna þrotabústekjurHéraðsdómar á Íslandi skipuðu bústjóra yfir 1.001 þrotabúi á árinu 2010. Tekjur af búskiptum nema hundruðum milljóna á ári hverju og hafa farið vaxandi á undanförnum árum.

Lögmenn sem fengu úthlutað þrotabúum árið 2010

Pétur Kristinsson 18 Málflutningsstofa SnæfellsnessAndrés Valdimarsson 13 Andrés ValdimarssonÞorsteinn Einarsson 13 Forum lögmennJónas Rafn Tómasson 13 KPMGSmári Hilmarsson 13 Legis ehf. lögfræðistofaGuðrún Björg Birgisdóttir 13 Logia ehf.Birgir Már Björnsson 12 Birgir Már BjörnssonSveinn Andri Sveinsson 12 Lögfræðiskrifstofa ReykjavíkurBenedikt Sigurðsson 12 Löggarður ehf.Bjarni S. Ásgeirsson 12 Lögmenn HafnarfirðiErlendur Þór Gunnarsson 12 Opus lögmennJón Haukur Hauksson 12 PACTA lögmenn/LögheimtanEinar Sigurjónsson 11 E. Sigurjónsson lögmannsstofa ehf.Einar Hugi Bjarnason 11 ERGO lögmenn ehf.Erla S. Árnadóttir 11 Lex lögmannsstofaÞórdís Bjarnadóttir 11 Lögfræðimiðstöðin ehf.Bragi Björnsson 11 Lögvörn ehf.Berglind Svavarsdóttir 10 Acta lögmannsstofaJóhann Haukur Hafstein 10 ERGO lögmenn ehf.Guðmundur H. Pétursson 10 GHP Lögmannsstofa ehf.Helgi Jóhannesson 10 Lex lögmannsstofaSigurður I. Halldórsson 10 Lögmannsstofa Sigurðar I. HalldórssonarLúðvík Örn Steinarsson 10 Lögmál ehf.Björgvin Jónsson 10 Lögmenn ehf.Jónas Þór Guðmundsson 10 Lögmenn Strandgötu 25 ehf.Börkur Hrafnsson 10 Lögvörn ehf.Eggert B. Ólafsson 10 Reykjavík Legal slf.Guðrún Helga Brynleifsdóttir 9 Lögfræðiskrifstofa ReykjavíkurSigurður Sigurjónsson 9 Lögfræðiþj. Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf.Magnús Guðlaugsson 9 Lögmál ehf.Guðmundur Örn Guðmundsson 9 Sönn gildi ehf.Guðni Á. Haraldsson 8 Advo ehf.Grímur Hergeirsson 8 JP lögmennSigurður Gizurarson 8 Lög og réttur ehf.Helga Leifsdóttir 8 Lögfræðistofa Helgu LeifsdótturIngi Tryggvason 8 Lögfræðistofa Inga Tryggvasonar ehf.Christiane L. Bahner 8 Lögmannsstofa Christiane LeonorJón G. Briem 8 Lögmannsstofa Jóns G. Briem hrl.Ágúst Þórhallsson 8 M10 ehf. Fyrirtækjaráðgjöf – LögmannsstofaBenedikt Ólafsson 8 Mandat lögmannsstofaMargrét Gunnlaugsdóttir 7 Acta lögmannsstofaIngibjörg Björnsdóttir 7 Embla lögmennBirgir Tjörvi Pétursson 7 GHP Lögmannsstofa ehf.Lilja Jónasdóttir 7 Lex lögmannsstofaJóhannes Albert Sævarsson 7 Lögfræðiskrifstofa ReykjavíkurVilhjálmur Hans Vilhjálmsson 7 Lögfræðiskrifstofa ReykjavíkurSigmundur Guðmundsson 7 Lögmannshlíð, lögfræðiþjónusta ehf.Þórður H. Sveinsson 7 Lögmannsstofa Björns Líndal ehf.Logi Egilsson 7 Lögmannsstofa Loga Egilssonar hdl. ehf.Rúnar S. Gíslason 7 Lögmannsstofa Rúnars S. GíslasonarEyvindur Sólnes 7 Lögmenn v/AusturvöllGrímur Sigurðarson 7 Opus lögmennTryggvi Guðmundsson 7 PACTA lögmenn/LögheimtanBaldvin Hafsteinsson 7 Tjónamat og skoðun ehf.Grétar Hannesson 7 Vík lögmannsstofaÓlöf Heiða Guðmundsdóttir 6 ADVEL lögfræðiþjónustaÓmar Örn Bjarnþórsson 6 ERGO lögmenn ehf.Halldór Jónsson 6 Jónsson & Harðarson ehf.Tryggvi Agnarsson 6 Lagarök ehf. lögmannsþjónustaÞorbjörg I. Jónsdóttir 6 Lagaþing sf.Karl Jónsson 6 Lögafl lögmannsstofaBjarni Eiríksson 6 Lögmannsstofa Bjarna EiríkssonarGuðmundur Ómar Hafsteinsson 6 Lögmannsstofan Fortis ehf.Ólafur Björnsson 6 Lögmenn SuðurlandiTorfi Ragnar Sigurðsson 6 Lögmenn SuðurlandiStefán Bj. Gunnlaugsson 6 Lögmenn ThorsplaniBergþóra Ingólfsdóttir 6 Mandat lögmannsstofaErla Skúladóttir 6 Málþing ehf.Örlygur Hnefill Jónsson 6 Örlygur Hnefill Jónsson hdl.Ásdís J. Rafnar 5 Ásdís J. RafnarGunnhildur Pétursdóttir 5 Einar Gautur Steingrímsson hrl.Stefán Geir Þórisson 5 Forum lögmennGuðbjörg Þorsteinsdóttir 5 Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögfræðingurKlemenz Eggertsson 5 Klemenz EggertssonPáll Kristjánsson 5 Kr.St. Lögmannsstofa ehf.Jóna Björk Helgadóttir 5 LandslögArnar Þór Stefánsson 5 Lex lögmannsstofaGuðmundur Ingvi Sigurðsson 5 Lex lögmannsstofaStefán Ólafsson 5 Lex lögmannsstofaUnnar Steinn Bjarndal 5 Lögfræðistofa SuðurnesjaÞorsteinn Pétursson 5 Lögfræðistofa Þorsteins PéturssonarÞuríður Halldórsdóttir 5 Lögfræðistofa Þuríðar Halldórsdóttur hdl.Örn Höskuldsson 5 Lögmannsstofa Arnar Höskuldssonar hrl.Árni Ármann Árnason 5 Lögmannsstofa Árna Ármanns ÁrnasonarJóhann Baldursson 5 Lögmannsstofa Jóhanns Baldurssonar hdl.

Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

Ljó

smyn

d/H

ari

framhald á næstu opnu

12 úttekt Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 13: FT 11. februar 2011

n o a t u n . i s

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

KR./STK.229GUNNARS KOKTEILSÓSA OGHAMBORGARASÓSA

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

GÓÐURMORGUNVERÐUR

TILBÚIN PEPPERONI

BESTIR

Í OFNINN OG OSTA

Í KJÖTI

CHEERIOS518 G

KR./PK.498

KR./PK.559CHICAGO TOwN PIzzUR, 2 TEG.

KR./PK.399M&M CRISPy

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni

Við gerum meira fyrir þig

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./KG1299LAMBALÆRI

KR./KG1598LAMBAHRyGGUR

GRÍSASTEIK Að HÆTTI dANA

KR./KG11991998

40%afsláttur20%

afsláttur

20%afsláttur

LAMBAKÓTILETTUR

KR./KG1758

SS RIFSBERJA HELGARSTEIK

KR./KG2174

2198

2718

ÍSLENSKTKJÖT

LAMBAFILEMEð FITURÖNd

KR./KG

2998BBESTIR

Í KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

LÍFRÆNT

NýTT

OG HOLLT

Í NÓATÚNI

HEILSUHAFRAGRJÓN OGTRÖLLAHAFRAR

20%afsláttur

ÍSLENSKTLAMBAKJÖT

Page 14: FT 11. februar 2011

Kristján B. Thorlacius 5 Lögmannsstofan Fortis ehf.Gunnar Ingi Jóhannsson 5 Lögmenn HöfðabakkaMagnús Pálmi Skúlason 5 Lögskipti ehf.Ástráður Haraldsson 5 Mandat lögmannsstofaSkúli Bjarnason 5 Málþing ehf.Sonja María Hreiðarsdóttir 5 Megin lögmannsstofaArnór Halldórsson 5 Megin lögmannsstofaJón Jónsson 5 Sókn lögmannsstofaFriðbjörn Garðarsson 5 VERITAS lögmennAnton Björn Markússon 4 ADVEL lögfræðiþjónustaKristinn Hallgrímsson 4 ADVEL lögfræðiþjónustaKári Hrafn Kjartansson 4 DeloitteDögg Pálsdóttir 4 DP LögmennHerdís Hallmarsdóttir 4 Embla lögmennBjörgvin H. Björnsson 4 ERGO lögmenn ehf.Guðmundur Pétursson 4 Guðmundur PéturssonFróði Steingrímsson 4 JP lögmennGuðjón Ólafur Jónsson 4 JP lögmennArnar Sigfússon 4 Lögfræðiskrifstofa Arnars SigfússonarÁsbjörn Jónsson 4 Lögfræðistofa SuðurnesjaJón Eysteinsson 4 Lögfræðistofa SuðurnesjaGuðmundur Bjarnason 4 Löglýsing ehf.Auður Björg Jónsdóttir 4 Lögmannsstofa Jóns EgilssonarAuður Hörn Freysdóttir 4 Lögmannsstofan AuðurKatrín Smári Ólafsdóttir 4 Lögmenn BorgartúniÞórður Bogason 4 Lögmenn HöfðabakkaJón Auðunn Jónsson 4 Lögmenn ThorsplaniÁgúst Sindri Karlsson 4 Lögmenn.is ehf.Hilmar Magnússon 4 Lögskil ehf.Magnús Ingi Erlingsson 4 Magnús Ingi Erlingsson hdl.Hjördís E. Harðardóttir 4 Megin lögmannsstofaValgerður Valdimarsdóttir 4 Megin lögmannsstofaÍvar Bragason 4 Mörkin lögmannsþjónusta ehf.Gunnar Egill Egilsson 4 Nordik Legal slf.Bjarni G. Björgvinsson 4 PACTA lögmenn/LögheimtanBjarni Lárusson 4 PACTA lögmenn/LögheimtanSigríður Kristinsdóttir 4 Regula LögmannsstofaEva Dís Pálmadóttir 4 Sókn lögmannsstofaÞyrí Steingrímsdóttir 3 Acta lögmannsstofaÞorsteinn Hjaltason 3 Almenna lögþjónustan ehf.Sigurvin Ólafsson 3 Bonafide lögmennFreyr Ófeigsson 3 Freyr ÓfeigssonHaukur Bjarnason 3 Haukur BjarnasonHreinn Pálsson 3 Hreinn Pálsson hrl.Sveinn Guðmundsson 3 JuralisLinda Bentsdóttir 3 Lagalind ehf.Sigurmar Albertsson 3 Lagastoð ehf.Steinn S. Finnbogason 3 Lagastoð ehf.Bjarni Hauksson 3 Lege lögmannsstofaÁsgeir Helgi Jóhannsson 3 Lex lögmannsstofaDaði Ólafur Elíasson 3 Lögfræðiskrifstofa ReykjavíkurInga Lillý Brynjólfsdóttir 3 Löggarður ehf.Ólafur Rúnar Ólafsson 3 LögheimtanIngvar Þóroddsson 3 Lögmannshlíð, lögfræðisþjónusta ehf.Ólafur Hvanndal Ólafsson 3 Lögmannsstofa Árna Ármanns ÁrnasonarEiríkur Gunnsteinsson 3 Lögmannsstofa Eiríks Gunnsteinssonar ehf.Arnbjörg Sigurðardóttir 3 Lögmannsstofan ehf.Árni Pálsson 3 Lögmannsstofan ehf.Sigurður Jónsson 3 Lögmenn ÁrborgHulda R. Rúriksdóttir 3 Lögmenn Laugavegi 3 ehf.Björn Ólafur Hallgrímsson 3 Lögskil ehf.Jón Sigfús Sigurjónsson 3 Lögver ehf.Sveinn Skúlason 3 Lögver ehf.Lára Sverrisdóttir 3 Megin lögmannsstofaGuðríður Lára Þrastardóttir 3 Opus lögmennPáll Skúlason 3 Páll Skúlason hdl.Helgi Birgisson 2 Forum lögmennGuðrún Hulda Ólafsdóttir 2 GH lögmennÁrni Helgason 2 JÁS lögmennJóhannes Árnason 2 JÁS lögmennÓskar Sigurðsson 2 JP lögmennÓlafur Kristinsson 2 KE Legal slf.Kristján Ólafsson 2 Kristján Ólafsson hrl.Grímur Sigurðsson 2 LandslögGarðar Vilhjálmsson 2 Lögfræðistofa SuðurnesjaUnnsteinn Örn Elvarsson 2 Lögmál ehf.Steingrímur Þormóðsson 2 Lögmenn ÁrbæSigmundur Hannesson 2 Lögmenn v/AusturvöllMagnús Björn Brynjólfsson 2 Lögmenn við LækjartorgGuðmundína Ragnarsdóttir 2 Lögvík ehf.Arnar Kormákur Friðriksson 2 Opus lögmennBorgar Þór Einarsson 2 Opus lögmennEva Hrönn Jónsdóttir 2 Opus lögmennOddgeir Einarsson 2 Opus lögmennÁsgeir Örn Jóhannsson 2 PACTA lögmenn/LögheimtanGunnar Sólnes 2 PACTA lögmenn/LögheimtanHilmar Gunnlaugsson 2 Sókn lögmannsstofaGuðmundur St. Ragnarsson 2 Versus lögmennSigurbjörn Þorbergsson 2 Þorbergsson & Loftsdóttir sf.Anna Rós Sigmundsdóttir 1 Actavis GroupRagnar Guðmundsson 1 ADVEL lögfræðiþjónustaJason Guðmundsson 1 Case lögmenn ehf.Jóhannes S. Ólafsson 1 Forum lögmennGilles B. Legault 1 Gilles B. LegaultGunnar Rafn Einarsson 1 Greining endurskoðun ehf.Ágúst Stefánsson 1 Íslandsbanki hf.Jón Ármann Guðjónsson 1 Kollekta ehf.Hlynur Jónsson 1 Kvasir lögmennÍvar Pálsson 1 LandslögMargrét Kristín Helgadóttir 1 Lex lögmannsstofaÁrni Vilhjálmsson 1 LOGOS lögmannsþjónustaBenedikt Egill Árnason 1 LOGOS lögmannsþjónustaHelga Melkorka Óttarsdóttir 1 LOGOS lögmannsþjónustaGrétar Dór Sigurðsson 1 Lögfræðiskrifstofa ReykjavíkurTrausti Ágúst Hermannsson 1 Lögmannsstofa VestmannaeyjaIngi H. Sigurðsson 1 Lögmenn HafnarfirðiEinar Farestveit 1 Lögmenn HöfðabakkaMargrét Guðmundsdóttir 1 Margrét Guðmundsdóttir hdl.Páley Borgþórsdóttir 1 PACTA lögmenn/LögheimtanSveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir 1 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hdl.Daníel Pálmason 1 VERITAS lögmennHelga Loftsdóttir 1 Þorbergsson & Loftsdóttir sf.

Þeir sem skila búum innan eðlilegs tíma og vinna heiðarlega fá fleiri bú. Ef einhver van-höld eru á vinnu manna við bú þá fá þeir ekki bú.

Brynjar Níels-son, formaður Lögmanna-félags Íslands

Ljó

smyn

d/H

ari

aðrar lögmannsstofur vegna tengsla Erlu og Jóns. Samkvæmt úttekt Fréttatímans fengu lögmenn á Lex úthlutað 48 þrota-búum, eða rétt tæplega fimm prósentum af öllum búum sem voru til skiptanna. Erla sjálf fékk ellefu, hvorki fleiri né færri en margir af hennar kollegum.

Í samtali við Fréttatímann segist Jón Finnbjörnsson aldrei hafa heyrt gagnrýni á úthlutun sína á þrotabúum. „Við erum með ákveðin viðmið og þeir sem uppfylla skilyrði fá úthlutað þrotabúum. Menn vinna sig upp í þessu. Þeir yngri fá minni þrotabú en þeir sem hafa reynslu og hafa

staðið sig vel fá stóru þrotabúin þar sem viðfangsefnin eru erfiðari,“ segir Jón.

Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir að Jón úthluti aldrei þrotabúum til lögmanna á LEX sökum vanhæfis. „Það er reynt að gæta þess að lögmenn á Lex gjaldi ekki fyrir tengsl hans við stofuna en líka að þeir græði ekki á þeim. Annar dómari sér um að úthluta búum til lögmanna þar,“ segir Helgi og bætir við að engar formlegar kvartanir hafi borist frá lögmönnum vegna starfa Jóns en það sé þó alltaf einhver gagnrýni þar sem hart sé barist um búin.

Hann segir jafnframt að reynt sé að dreifa búum á þá lögmenn sem vilja taka þessi verkefni að sér. „Það er hins vegar þannig að menn verða að standa sig. Þeir

sem skila búum innan eðlilegs tíma og vinna heiðarlega fá fleiri

bú. Ef einhver van-höld eru á vinnu manna við bú þá fá

þeir ekki bú. Svona einfalt er það,“ segir

Helgi.Brynjar Níelsson,

formaður Lögmanna-félags Íslands, segist hafa heyrt orðróm um kvartan-ir lögmanna um að gengið sé fram hjá þeim en hann

blæs á það. „Þetta er ekki þannig að allir fái úthlutað

jafnt. Þeir sem standa sig best eiga að fá flestu og stærstu búin og ég hef ekki heyrt annað en að það sé þannig,“ segir Brynjar.

[email protected]

1.001 þrotabú náði alla leið til skiptastjóra 2010 samkvæmt úttekt Fréttatímans. Stuðst var við innkallanir sem birtar eru í hverju einasta tölublaði Við-skiptablaðsins.

14 úttekt Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 15: FT 11. februar 2011

Ábyrgðamaður þessarar auglýsingar er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Lögfræðistofu Reykjavíkur

Sátt hefur náðst í meiðyrðamáli sem Ingi Freyr

Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, höfðaði á hendur

Agnesi Bragadóttur vegna fréttar sem Agnes

skrifaði og birtist í Morgunblaðinu. Þar var Ingi

Freyr ranglega sagður hafa réttarstöðu grunaðs

manns í tveimur málum sem eru til rannsóknar hjá

lögreglu.

Meðfylgjandi texti er afsökununarbeiðni til Inga

Freys sem birtist í Morgunblaðinu í dag og jafnframt

sem auglýsing í öðrum dagblöðum.

Afsökun vegna fréttar – sættir takast

Mánudaginn 31. janúar s.l. birtust frétt og fréttaskýring Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu vegna svokall-aðra tölvumála, þ.e. annars vegar tölvu sem komið var fyrir á skrifstofum Alþingis og hins vegar birtingar DV á gögnum sem stolið var úr tölvu lögmanns Milestone. Í Morgunblaðinu var sagt að blaðamaðurinn, sem fjallaði um síðarnefnda málið í DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hefði réttarstöðu grunaðs manns í rannsóknum lögreglu á báðum málunum. Í ljós kom að þessar staðhæfingar um réttarstöðu blaðamannsins voru rangar og var Ingi Freyr í kjölfarið beðinn velvirðingar á þeim rangfærslum.

Í fréttaskýringunni var því einnig haldið fram að ungur piltur, sem kærður var til lögreglu í febrúar í fyrra fyrir að hafa brotist inn í tölvu lögmanns Milestone og stolið þaðan umræddum gögnum, hefði gert það að undirlagi Inga Freys og þegið greiðslur frá honum fyrir að stela gögnunum. Þær fullyrðingar í fréttaskýringunni voru ekki réttar. Er Ingi Freyr því einnig beðinn afsökunar á þeim. Aðilar hafa nú gert með sér sátt í meiðyrðamáli sem Ingi Freyr höfðaði. Málið hefur verið fellt niður og verða ekki hafðar uppi frekari kröfur í því sambandi. Sáttin felur meðal annars í sér ofangreinda afsökunar-beiðni. Annað efni sáttarinnar er trúnaðarmál.

Page 16: FT 11. februar 2011

Nafn Amy Chua hefur farið eins og eldur í sinu um barnalands-síður Bandaríkjanna, eftir að bókin hennar

„Baráttusöngur tígrismömmunnar“ kom út. Þar tíundar Chua reglurnar sem hún sjálf hefur fylgt í uppeldi dætra sinna. Markmið hennar, fyr-ir hönd dætranna, er að þær skari fram úr og séu ávallt efstar í bekkn-um. Krafan um að dæturnar geri sitt besta er ófrávíkjanleg. Meira að segja afmæliskortið sem dótt-

irin Lulu teiknaði handa mömmu sinni þótti Chua ófullnægjandi. „Þetta vil ég ekki sjá,“ sagði Chua við dóttur sína og krafðist þess að Lulu teiknaði nýtt kort og vandaði sig þá meira.

Námsárangur ofar ölluÍ stuttu máli snúast uppeldisaðferðir Chua um að skemmtun sem ekki skilar beinum framförum í náms-árangri er ekki leyfð. Dæturnar Sophia og Lulu, sem nú eru 18 og 15 ára, hafa ekki mátt fá vini í heim-

sókn, tekið þátt í skólaleikritum eða fengið að gista hjá vinkonum sínum. Það þarf vart að taka það fram að tölvuleikir og sjónvarpsgláp eru bannorð. Eina tómstundaiðjan sem stúlkunum hefur staðið til boða – eða öllu heldur verið uppálag — er tónlistarnám á píanó eða fiðlu. Þar gildir sami járnaginn og ekki eins-dæmi að píanóæfingar nái sex tím-um á dag.

Um árangurinn þarf enginn að efast. Dætur Chua eru fyrirmyndar-námsmenn og Sophia er í fremsta f lokki hljóðfæraleikara á sínum aldri. Mörgum Bandaríkjamönn-um hefur hins vegar blöskrað hvað Chua er til í að leggja á dætur sínar til að þvinga þær í fremstu röð.

Bandarísk linkind, kínversk harkaAmy er sjálf hneyksluð á vestrænum foreldrum, sem eru að hennar mati allt of eftirlátssamir. Í heimi þar sem aðeins þeir bestu ná árangri er sjálfsagi og elja besta veganestið — og þetta læra börnin ekki af sjálfu sér. „Kínverskir foreldrar skilja hins vegar að ekkert er skemmti-legt fyrr en maður er góður í því,“ skrifar hún. „Til þess að verða góð-ur í einhverju þarf maður að æfa sig en börn hafa ekki sjálf löngun til að æfa sig. Þess vegna er lykilatriði að leyfa þeim ekki að ráða.“

Eiginmaður Amy og faðir stúlkn-anna, bandaríski gyðingurinn Jed, er í bókinni nokkurs konar hold-gervingur vestrænna viðhorfa. Hann biður börnunum vægðar und-an þindarlausum píanóæfingum og hörkulegum tóni móðurinnar en lýtur oftast í lægra haldi. Í þessari sjálfsævisögulegu úttekt á móður-

hlutverkinu hvikar Amy hvergi í gallharðri trúnni á réttmæti eigin aðferða.

Minnimáttarkennd?Bókin situr nú í öðru sæti met-sölulista New York Times og hin stranga Amy Chua er á milli tann-anna á Bandaríkjamönnum. Margir eru rasandi reiðir en aðrir hrífast af hreinskilinni frásögninni. Tígris-mamman er umræðuefni sem fólk hikar ekki við að hafa sterkar skoð-anir á og Amy segist hafa fengið orð-ljót skilaboð og jafnvel morðhótan-ir frá reiðum lesendum. Fjölmiðlar hafa jafnvel reifað að múgæsingin sé til marks um minnimáttarkennd Bandaríkjamanna gagnvart upp-gangi Asíulandsins. Grunnskóla-nemendur í Shanghai náðu fyrsta sæti í PISA rannsókninni fyrir jól en bandarískir jafnaldrar þeirra sátu í 17. sæti að meðaltali og náðu ekki nema 31. sæti í stærðfræði. Kínverskir nemendur í Bandaríkj-unum hafa einnig orð á sér fyrir að ná góðum árangri.

Ekki þess virðiVelgengni Kínverja á sér ofurein-faldar skýringar. Þetta kemur allt fram í bók tígrismömmunnar: meiri heimavinna, lengri píanóæfingar, aukin einbeiting og metnaður — en um leið minni leikur. Leiðin er greið og vel vörðuð en þorri vestrænna foreldra kýs meðvitað að fara hana ekki. Ef járnagi og þrotlaus vinna er það sem þarf til að vestrænu börnin standi jafnfætis tígrisungunum kín-versku, þá finnst foreldrunum topp-árangur ekki vera erfiðisins virði. Þeir neita að takmarka valkosti barnanna, leiktíma og áhugamál.

„Vestrænir foreldrar hafa miklar áhyggjur af sjálfstrausti barnanna sinna,“ skrifar Amy um muninn á menningarheimunum. „Þeim er mjög annt um að leyfa börnunum að þróa sinn eigin persónuleika, eltast við ástríður sínar og það sem þau langar til að gera. ... Kínverskir for-eldrar telja hins vegar að besta leið-in til að hlúa að börnunum sínum sé að búa þau hæfileikum, vinnusemi og sjálfstrausti.“

Ættgengur agiAmy var sjálf alin upp af mjög ströngum kínverskum foreldrum. Hún segir að járnaginn hafi gert henni kleift að ná þeim frama sem hún vildi; hún er núna kennari við lagadeildina í Yale-háskóla. Nú þeg-ar stúlkurnar nálgast fullorðinsárin segist Amy hins vegar vera farin að slaka á klónni og segir að dæturnar megi velja sér hvaða starfsframa sem er, svo lengi sem þær sýni metnað og eljusemi í því sem þær taka sér fyrir hendur.

Sophia og Lulu hafa tekið upp hanskann fyrir móður sína í fjöl-miðlum vestra og segjast sjálfar munu beita svipuðum uppeldisað-ferðum, — þó þær muni líklega veita börnum sínum meiri tíma með vin-unum. Lulu segir meira að segja að henni finnist viðbrögð móður sinn-ar við afmæliskortinu réttlætanleg. „Það var bara svo einfalt að kortið var lélegt og ég var tekin á beinið fyrir það“, skrifar Lulu í New York Post. „Ef ég hefði gert mitt besta þá hefði [mamma] aldrei brugðist svona við.“

Tígrismamman kínverska og bandarískir óþekktarangar

Börn eru sterkAmy Chua gagnrýnir banda-ríska foreldra meðal annars fyrir að ofvernda börnin sín. Hún segir mikilvægt að líta á börn sem sterka einstak-linga sem geti tekist á við erfiðleika.

Hara Estroff Marano, höf-undur bókarinnar „Aum-ingjaþjóðin“ (e. A nation of wimps), skrifar í sálfræði-tímaritið Psychology Today að bandarískir foreldrar gangi of langt í að vernda börn sín fyrir óþægindum og áföllum. „Börn sem fá vart að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur skortir hæfi-leikann til að finna lausnir á

alvanalegum áskorunum síð-ar í lífinu. Þetta veldur því að þau forðast að taka áhættu og eru berskjaldaðri fyrir kvíða og öðrum sálfræðileg-um veikleikum.“

Endurtekningar eru af hinu góðaÞegar Sophia varð önnur í hraðakeppni í margföldun í skólanum (slakur árangur, að mati tígrismömmunnar) lét Amy dóttur sína æfa sig á hverju kvöldi í heila viku; tók tímann með skeiðklukku og spurði hana út úr.

Endurteknar æfingar og aftur æfingar eru lykillinn að framúrskarandi árangri

en mikilvægi endurtekninga er vanmetið í Bandaríkjun-um,“ segir Daniel Willing-ham, prófessor í sálfræði við Virginíuháskóla í samtali við bandaríska tímaritið Time. Við það að endurtaka sömu æfinguna aftur og aftur fer heilinn að geta klárað verk-efnið sjálfvirkt og áreynslu-laust, segir Willingham, og bætir við að þetta auki færni heilans til að takast á við önnur og flóknari verkefni.

Hól í óhófiTígrismömmunni Chua er meinilla við þegar banda-rískir foreldrar hlaða börnin sín óverðskulduðu hrósi, fyr-

ir árangur sem henni þykir miðlungsgóður eða lakari.

Carol Dweck, sálfræðipró-fessor við Stanford-háskóla, segir að það sé einnig eðlis-munur á hrósi bandarískra og asískra foreldra. Þeir bandarísku hrósi gjarnan fyrir gáfur, segi eitthvað eins og: „þú ert svo klár í stærð-fræði“ en asískir foreldrar hrósi frekar fyrir vinnusemi. Rannsóknir Dweck sýna að hrós fyrir vinnusemi sé líklegra til að hvetja börn til dáða. Börn sem fengu hrós fyrir gáfur í rannsókn Dweck, tókust mun síður á við ný og erfiðari verkefni. „Þau vildu ekki taka áhætt-

una á að afhjúpa eigin veik-leika,“ segir Dweck í samtali við Time.

NiðurrifsuppeldiFlestum fræðimönnum ber þó saman um að hótanir og uppnefni, sem Chua notar markvisst til að ýta dætrum sínum áfram, sé skaðlegt bæði fyrir þroska barnsins og fyrir samband foreldra og barns. Þá eru skiptar skoð-anir um ofuráherslu á vinnu, á kostnað leiktíma. David Elkind, prófessor í þroska-sálfræði við Tufts-háskóla, skrifar að börn þurfi frjálsan leiktíma til að þroska félags-vitund sína. Í grein í New

York Times skrifar hann að ein af höfuðástæðum þess hve einelti hafi aukist á undanförnum árum sé sú að börn hafi ekki svigrúm eins og áður til að læra á lífið og mannleg samskipti í frjáls-um leik.

Er ofuragi of mikill agi?Mörgum blöskra uppeldisaðferðir Amy Chua en rannsóknir í uppeldisfræðum skjóta stoðum undir margt í kenningum hennar.

Amy Chua Höfundur hinnar umdeildu bókar Baráttusöngur tígrismömmunnar.

Hin kínverskættaða Amy Chua náði forsíðu Time fréttaskýringa-tímaritsins aðeins rúmri viku eftir að bók hennar um hörkulegar uppeldisaðferðir kom út í Bandaríkjunum í janúar. Þar sakar hún bandaríska foreldra um linkind og segist sjálf ekki sætta sig við annað en toppárangur frá dætrum sínum.

Vestrænt uppeldi í Kína Ólíkt Amy Chua hrífast æ fleiri foreldrar í Kína af vestrænum gildum og aðhyllast frjálslyndari og eftirlátssamari uppeldisaðferðir.

Bestu nemendurnir Grunnskólanem-endur í Shanghai í Kína stóðu sig best

í PISA-rannsókninni á námsárangri í fyrra. Það verður þó að hafa í huga að námsárangur í stórborginni Shanghai gefur fegraða mynd af meðalframmi-

stöðu kínverskra skólabarna á landsvísu.

Ljós

myn

dir/

Nor

dic

Phot

os/G

etty

Imag

es

16 úttekt Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 17: FT 11. februar 2011

Saga uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks er dramatísk og ævintýri líkust - og á köflum

eins og æsilegasta spennusaga. Hér segir frá sænskum stúlkum sem kynnast

heillandi manni sem ekki er allur þar sem hann er séður; einmana hermanni í Írak

sem ofbýður framferði þjóðar sinnar í framandi landi; Íslendingum sem taka þátt í

mestu og umdeildustu afhjúpun samtímans; breskum blaðamönnum sem eltast við

ástralskan huldumann sem talinn er búa yfir heimsins stærstu frétt. Og hugsjóna-

manninum Julian Assange sem er flókinn persónuleiki – og fráleitt gallalaus.

Höfundar bókarinnar höfðu ótakmarkaðan aðgang að öllum helstu persónum og leikendum í

þessum sögulegu atburðum. Ekki missa af þessari umtöluðu

metsölubók sem kemur nú út á sama tíma víða um lönd!

EINS OG ÆSILEGASTASPENNUSAGA!

EINSTÖKINNSÝN

Í HERBÚÐIR

WIKILEAKS!

ÝTARLEGAFJALLAÐ UM ÁSAKANIR SÆNSKU KVENNANNAÁ HENDUR ASSANGE!HVAÐ GERÐIST

Í RAUN OG VERU?

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

Page 18: FT 11. februar 2011

Allt er uppi á borðinu og ekkert öðru líklegra á þessari stundu.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

4532

9

Endurbótum er nú lokið á Vínbúðinni Skeifunni og við bjóðum ykkur velkomin í nýja og glæsilega búð.

vinbudin.is

Höfum opnað nýjaog betri Vínbúð

í Skeifunni

Fjórar leiðir eru ræddar í þeirri nefnd sem falið var að gera tillögur um við­brögð stjórnvalda

eftir að Hæstiréttur ógilti stjórn­lagaþingskosninguna. Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er formað­ur nefndarinnar. Hann segir að í fyrsta lagi ræði nefndin uppkosn­ingu með sömu frambjóðendum, í öðru lagi nýja kosningu með nýjum framboðum, í þriðja lagi að Alþingi kjósi þá 25 sem kosnir voru til stjórnlagaþingsins í nóvemberlok og fjórða leiðin sem er rædd er endurtalning með svipuðum hætti og fram kemur í varatillögu Gísla Tryggvasonar en hann hefur farið fram á endur­upptöku ákvörðunar Hæstaréttar þar sem aðaltillaga er að kosn­ingin verði talin gild þrátt fyrir formgalla við framkvæmd. Gísli er einn þeirra sem kosnir voru á stjórn lagaþingið.

Ágúst Geir segir allt uppi á borðum í nefndinni, ekkert sé öðru líklegra á þessari stundu en nefndin hefur stuttan tíma, til 15. febrúar, til að gera tillögu um hvaða leið skuli fara. Í framhaldi þess yrði frumvarp lagt fyrir Alþingi.

Hvað varðar leið eitt, þ.e. upp­kosningu með sömu frambjóð­endum, yrðu gerðar lágmarks­breytingar á lögunum með tilliti til þeirra athugasemda sem Hæstiréttur gerði en engu öðru breytt. „Það er sú leið sem er eðlilegust frá lagalegum sjónar­miðum. Ef þetta væru stjórnar­skrárbundnar og lögskyldar kosningar væri þetta leiðin,“ segir Ágúst Geir en bendir jafn­framt á að þar sem um ráðgef­andi stjórnlagaþing sé að ræða og ekki skylt að halda það nema löggjafinn ákveði svo, veiti það stjórnvöldum og Alþingi meira svigrúm til að meta hvernig bregðast eigi við niðurstöðu Hæstaréttar.

Þess vegna séu menn að skoða aðrar leiðir, m.a. endurskoðun á öllum pakkanum þar sem málið yrði tekið upp frá grunni. Ný kosning færi þá fram með nýjum framboðum. „Þá opnast miklu víðtækari möguleikar fyrir stjórnvöld til að endurskoða lögin, bæði fyrirkomulag stjór­nlagaþings og aðferðafræðina sem notuð var til að framkvæma kosninguna,“ segir Ágúst Geir.

Í þriðja lagi kemur til greina að Alþingi kjósi hreinlega þá 25 menn sem hlutu kosningu til stjórnlagaþingsins. „Það yrði að byggja á þeirri forsendu að það væri mat Alþingis, þrátt fyrir þá annmarka sem Hæstiréttur telur að hafi verið á framkvæmd kosningarinnar, að lýðræðislegt umboð þeirra fulltrúa sem náðu kosningu sé í raun ekki dregið í efa með gildum rökum því ann­markarnir lúti að formsatriðum. Mat Alþingis sé því að umboðið hafi að þessu leyti ekki verið skert,“ segir Ágúst Geir. Hann segir að skýrt yrði að koma fram í slíkri ákvörðun af hálfu Alþing­is að með þessu væri á engan hátt verið að vefengja niðurstöðu Hæstaréttar enda yrði tekið tillit til hennar við kosningar framveg­is. „Þarna skiptir enn á ný höfuð­máli að að þetta er ráðgefandi stjórnlagaþing sem Alþingi hefur í raun á forræði sínu. Ella væri ekki verið að tala um aðrar leiðir. Við værum bara að tala um upp­kosningu,“ segir Ágúst Geir.

Fjórða leiðin hefur síðan komið til umræðu í nefndinni. Í henni felst að löggjafinn geti ákveðið endurtalningu og látið þar við sitja. „Það yrði þá með sama rök­stuðningi og kemur fram í endur­upptökubeiðninni; að mögulegt sé að eyða báðum þeim annmörk­um sem Alþingi taldi að væru verulegir,“ segir Ágúst Geir.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Ágúst Geir Ágústsson nefndarformaður,

skrifstofustjóri í for-sætisráðuneytinu.

Ljós

myn

d/H

ari.

Nefnd ræðir fjóra möguleikaUppkosning með sömu frambjóðendum, ný kosning frá grunni, 25-menningarnir kosnir af Alþingi eða að löggjafinn ákveði endurtalningu þar sem eytt sé þeim annmörkum sem Hæstiréttur taldi verulega.

18 úttekt Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 19: FT 11. februar 2011

ER LÍKAMI ÞINN SÚR EÐA BASÍSKUR?

Tímapantanir í síma 615 4070 //[email protected]

Guðrún Helga RúnarsdóttirMicroscopisti og næringarráðgjafi með sérhæfingu í basísku mataræði aðstoðar þig við að koma Ph gildi líkamans í lag og fræðir þig um mikilvægi basískrar næringar.

Það er grundvallaratriði fyrir heilsuna, að halda sýrustigi líkamanns í jafnvægi

En hvað þýðir að vera súr og afhverju er betra að vera basískur?

Ertu með hátt eða lágt Ph gildi?

Des

igns

tudi

oB /

/ FI

T

OKKAR líftryggingar hf. • Sóltúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 540 1400 • Fax 540 1401 • www.okkar.is

Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt

fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í æsku sem haft geta í för með sér ævilanga örorku. Þeir

sem ekki hafa fest sig í sessi á vinnumarkaði standa utan lífeyriskerfisins og njóta því einungis

bóta Tryggingastofnunar.

OKKAR framtíð er ný og kærkomin framtíðartrygging barna og ungmenna sem skipt getur

sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum. Með OKKAR sparnaði, sem laus er til

útborgunar við átján ára aldur, má treysta undirstöðurnar enn frekar.

Framtíð

- framtíðartrygging barna fyrir „efin” í lífinu og fjárhag fullorðinsáranna.

„En mamma, þegar ég verð stór langar mig að verða svona lagari

sem getur lagað alls konar dót og svoleiðis. Svo langar mig að verða

blómalæknir svo að öll blómin geti lifað þó að veturinn komi.

Best væri samt að vera hjólamaður. Þá getur maður hjólað allan

daginn og haft nesti með sér og skoðað fuglana á leiðinni og

svoleiðis. Svo langar mig að vera alltaf glaður - svona eins og Óli

frændi. Ég held að hann þurfi aldrei að sofa eða borða fisk.”

„…Svo langar mig að vera alltaf glaður - svona eins og Óli frændi.

Ég held að hann þurfi aldrei að sofa…”

Sjá nánar um Framtíð á okkar.is.

G ísli Tryggvason, fyrrum handhafi kjörbréfs sem

fulltrúi á stjórnlagaþingi, hefur farið fram á endurupptöku á ákvörðun Hæstaréttar um ógild-ingu kosningar til stjórnlagaþings. Gísli krefst þess að ákvörðuninni verði breytt þannig að kosningin verði talin gild þrátt fyrir form-galla við fram-kvæmd hennar, „sem ekki höfðu áhrif á niðurstöðu kosningarinnar“, eins og segir í beiðninni, eða til vara að ákveðin verði endurtalning atkvæða vegna þeirra annmarka sem Hæstiréttur taldi fyrir hendi og „bæta má úr við endurtalningu“, eins og þar segir.

Gísli óskar eftir að meðferð beiðnarinnar, og eftir atvikum nýrri málsmeðferð, verði flýtt eins og kostur er enda brýnt að niður-staða liggi fyrir áður en stjórnlaga-þing á að koma saman hinn 15. febrúar næstkomandi.

Þá krafðist Gísli þess að Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-réttardómari, sem var einn þeirra sex dómara sem ógiltu kosninguna til stjórnlagaþings, viki sæti við afgreiðslu endurupptökubeiðnar-innar vegna vanhæfis. Vísað var til þess að dómarinn hefði tjáð sig efnislega um kærumálin vegna þingsins og ákvörðun Hæstaréttar í sjónvarpsviðtali. Jón Steinar til-kynnti í gær að hann viki sæti.

Gísli segir að aðalmálið sé að af stjórnlagaþingi verði sem fyrst. Hann segir, í viðtali við Frétta-tímann, að margir óttist að komi til annarrar kosningar, hvort heldur er uppkosning með sömu fram-bjóðendum eða kosið að nýju frá grunni, verði þar meiri hagsmuna-pólitík en hugsjónapólitík.

[email protected]

Fer fram á endur-upptöku á ákvörðun HæstaréttarGísli segir marga óttast að hagsmunapólitík muni fremur ráða en hugsjónapólitík komi til nýrra kosninga.

Gísli Tryggvason.

Page 20: FT 11. februar 2011

Ég vildi að ég gæti lifað á Weird Girls Project en það er auðvitað ekki þannig.

UN Women leitaði til Kittyar og fékk hana til að vinna verk sem ætlað er að vekja athygli á því að þrjár stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna sem vinna að jafnréttis-málum munu sameinast í eina stóra

stofnun sem hlotið hefur nafnið UN Women í stað þess sem áður var UNIFEM.

„Ég var strax til í þetta enda er ég í verkum mín-um í raun að fást við mörg þemu í starfi UN Women; ýmislegt sem ég vil hvort eð er standa fyrir, eins og baráttan gegn ofbeldi, fjölgun kvenna í áhrifastöð-um og fleira slíkt. Ég vil ekki stíga upp á sápukassa og predika en vil samt geta tekið afstöðu. Ég reyni að gera eitthvað skemmtilegt en senda samt skila-boð um leið.“

Kemur alltaf á óvartKitty fór af stað með Weird Girls Project, sem segja má að sé einhvers konar tilraunaverk í stöðugri þróun, árið 2007. Hún segir grunninn að verkefninu í heild vera viðbragð við hinu óþekkta og óvænta þannig að þær konur sem hún vinnur með vita aldrei hverju þær mega eiga von á þegar Kitty boðar þær í tökur. „Það sem ég er að gera með þessum óvæntu uppákomum og öllu sem þeim fylgir er að láta stelp-urnar gera eitthvað utan síns öryggissvæðis en samt með þeim áhrifum að þær upplifa sig sjálfsöruggar eftir á. Fjöldi stelpna í hvert skipti ræðst af því hversu miklum peningum ég hef úr að spila. Yfirleitt koma í það minnsta tvær nýjar í hvern „þátt“ til þess að halda ferskleikanum og svo eru alltaf einhverjar sem hafa verið með áður. Ef ég hefði efni á því að vera með hundrað manns í einu þá færi ég létt með það. Það eru svo margar sem bíða eftir því að fá að vera með.“

Kitty ólst upp í breskum bæ en eyddi fullorðinsár-unum í London þar til hún settist að í Reykjavík fyrir um fimm árum. „Ég kom hingað fyrst fyrir sjö eða átta árum til þess að fylgjast með Airwaves-tónlist-arhátíðinni. Ég datt auðvitað hressilega í það eins og vera ber, kynntist mörgum og eignaðist helling af vinum.“ Kitty þvældist síðan á milli Englands og Íslands næstu árin og kom hingað allt að tíu sinnum á ári. „Ég áttaði mig svo á því að það væri ódýrara að búa bara hérna.“

Þrátt fyrir kreppuna og þrengingarnar í efnahags-málum á Íslandi efast Kitty um að það sé betra að búa í Englandi og hún vill vera á Íslandi. „Ég sakna auðvitað fjölskyldu minnar úti en ég vil frekar ala börnin mín upp hérna. Ég ætla samt að fara út um mánaðamótin og eyða mars í Englandi og drekka mikinn bjór og borða helling af pylsum.“

Mamma og stjúpammaKitty býr með tónlistarmanninum Daníel Ágústi Haraldssyni. Þau eignuðust dóttur árið 2009 en dótturdóttir Daníels býr einnig á heimilinu þannig að segja má að Kitty sé einnig stjúpamma. „Stelp-urnar eru á svipuðum aldri og eru eins og systur. Fólkinu mínu úti finnst voðalega skrýtið að ég hafi orðið mamma og amma nánast á sama tíma en hérna þykir þetta auðvitað ekkert tiltökumál.“

Listamannslífið gerir það óhjákvæmilega að verk-um að hversdagurinn er ekki mjög fastur í viðjum vanans hjá Kitty en hún segir þó að þeim Daníel hafi tekist ágætlega að halda heimili með tveimur litlum börnum. Verkaskipting sé þar auðvitað mikilvæg en einnig muni talsvert um króníska skipulagsáráttu hennar. „Daníel er ekki síður upptekinn en ég og vinnur ekki hefðbundna níu til fimm vinnu. Hann er oft mikið í stúdíói fram eftir á kvöldin og þá sé ég um heimilið. Hann kláraði nýlega vinnu við tvær plötur og um leið og hann var búinn henti ég mér út í mín verkefni. Hann vissi þá líka alveg að þetta var yfir-vofandi og að þegar hann væri búinn myndi ég loka mig af og byrja að pæla og vinna.“

Kitty er einnig í fullri vinnu hjá CCP og hefur líka verið plötusnúður. „Ég vildi að ég gæti lifað á Weird Girls Project en það er auðvitað ekki þannig og ég stend oftast nær straum af kostnaðinum við tökurnar sjálf. Ég hef ekki verið mikið að þeyta skífum frá því að stelpan fæddist en er að fara að koma mér í gang aftur. Peningana fyrir plötusnúðastarfið hef ég alltaf tekið frá og notað í Weird Girls-verkefnin. Maður verður að skipuleggja tíma sinn vel til þess að þetta geti gengið og ég er mikill planari. Þetta fer samt að verða verulega erfitt vegna þess að mér bjóðast svo mörg tækifæri og mig langar að taka þeim öllum. Ég er sennilega komin að þeim tímapunkti að ég verði að þekkja takmörk mín.“

Nettur kleyfhugi

Skipulagsáráttan hefur blundað í Kitty lengi en óneitanlega er það viss þversögn í persónugerð listakonunnar sem lifir og hrærist í því óvænta og frumlega að vera svona formföst þegar kemur að skipulagningu. „Ég get verið mjög rökrétt í hugsun og þegar ég var unglingur róaði ég mig með því að leysa stærðfræðidæmi. Það er svo notalegt að komast að svörunum og vita að þau eru rétt. Og eftir að ég lagði að baki þessi ár sem eru eyrnamerkt ung-lingaveseni og sukki notaði ég lista til þess að koma mér á beinu brautina. Ég er alltaf að gera lista yfir ólíklegustu hluti. Fæstir vinir mínir í listageiranum eru svona og ég er nettur kleyfhugi þegar kemur að þessari áráttu að setja saman lista og skipuleggja allt út í hörgul. Ég vil hafa allt brjálað og mjög „artí“ en samt líka skipulagt. Ég gæti heldur ekki gert allt sem ég er að gera; unnið hjá CCP, sinnt Weird Girls Project, verið plötusnúður og haldið heimili án þess að skipuleggja allt vel.“

Lifir ofurskipulögð í óreiðunniListakonan Kitty Von-Sometime flutti frá London til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Hún unir hag sínum vel á Íslandi og hefur í nógu að snú-ast, ekki síst í tengslum við Weird Girls Project. Þar hefur hún safnað konum til liðs við sig og gerir út á hið óvænta, ekki síst með því að koma Skrítnu stelpunum sjálfum að óvörum. Þórarinn Þórarinsson kíkti í kaffi til Kittyar og varð margs vísari um hana sjálfa og Weird Girls Project.

Kitty kann vel við sig í Reykjavík sem er eins og einhver sérstök blanda af stórborginni London og litla bænum sem hún ólst upp í.Ljósmynd/Hari.

20 viðtal Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 21: FT 11. februar 2011

HúsgagnaHöllin • Bíldshöfða 20 • Reykjavík • sími 585 7200 opið: Virka daga 10 - 18, laugard. 12 - 18, sunnud. 13 - 17.

pinnacle La-z-boy stóll. Natur, rautt eða brúnt áklæði.

B:85 D:98 H:102 cm. Kr. 79.990 fullt verð kr. 119.990.

viktor La-z-boy stóll. Svart leður. B:83 D:95 H:50/103 cm.

Kr. 134.990 fullt verð kr. 169.980. Fæst líka með natur áklæði.

Kr. 89.990 fullt verð kr. 119.980.

grand pinnacle La-z-boy stóll. Svart eða natur áklæði.

B:84 D:98 H:48/109 cm. Kr. 99.990 fullt verð kr. 124.990.

grand pinnacle La-z-boy stóll. Svart eða brúnt leður.

B:84 D:98 H:48/109 cm. Kr. 134.990 fullt verð kr. 169.990.

midland tungusófi, brúnt áklæði. B:280 D:100/172 H:

95 cm. Fæst með vinstri og hægri tungu. Kr. 259.990

fullt verð kr. 349.990.

79.995

amerískirla-z-boy og fleiraekta amerísk húsgögn

Á FRÁBÆRU VERÐI!Frá föstudegi til mánudags

20%afsláttur

20%afsláttur

NÝ SENDING fRá

LA-Z-BOYog Broyhill

NÝtt

30%afsláttur

25%afsláttur

Lágmark

20%afsláttur

af öllum La-z-Boy

dagar!arinn

eldsneyti í dós.

Kr. 639 fullt

verð kr. 799.

daniel 2 sæta sófi. B:156 D:95 H:51/91 cm. Kr. 129.990 fullt verð kr. 159.990.

daniel 3 sæta sófi. B:210 D:95 H:51/91 cm. Kr. 143.990 fullt verð kr. 169.990.

encHantment sófaborð m/ hirslu. B:123 D:

71 H:49 cm. Kr. 99.990 fullt verð kr. 159.990.

35%afsláttur

cHateau calais

sófaborð. B:125 D:86

H:50 cm. Kr. 49.990

fullt verð kr. 69.990.

Page 22: FT 11. februar 2011

húðvísindi og náttúran skapa fegurðina

eitt af lykilinnihaldsefnum pure & natural línunnar er lífræn arganolía sem verndar húðina og mýkir. Lífræna og kaldpressaða arganolían er unnin af Berber konum í Mogador í Marokkó. arganolía inniheldur þrefalt meira magn e vitamíns en ólífuolía og er náttúrulegt andoxunarefni. Hún

inniheldur einnig mikið af nauðsynlegum fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á varn-arkerfi húðarinnar.

Í heildina er arganolían tilvalin vernd gegn sindurefnum sem verða til vegna umhverfisáhrifa og álags.

UpplifðU áhrif ArgAnolíU á húðinA

nivEA býður nú nýja vörulínu sem er 95% náttúruleg, inniheldur lífræn virk innihalds efni og er hönnuð með 100 ára reynslu í húðrannsóknum.

nivEA pure & natural línan inniheldur nátt úruleg virk efni sem eru lífrænt ræktuð og vottuð með hámarks virkni og öryggi.

nivEA leggur einnig áherslu á að notasjálfbærar framleiðsluaðferðir og endurnýtan legar pakkningar.

Öll nivEA pure & natural línan er án:

aparabenaasílikonsatilbúinna litarefnaasteinefnaolíaaPEG bindiefna

dEKrAðU við húð ÞínA MEð MiKlUM rAKA

pUrE & nAtUrAl Body lotion –FYRIR VENJULEGA TIL ÞURRA HÚÐinniheldur lífræna arganolíu sem veitir húðinni lang- varandi vörn og raka meðan húðin helst mjúk og slétt.

pUrE & nAtUrAl Body MilK –FYRIR ÞURRA OG MJÖG ÞURRA HÚÐMjög þurr húð þarf sérstaka umönnun. pure & natural húð-mjólkin inniheldur lífrænar argan og jojoba olíur sem saman gera mjög þurra húð yndislega mjúka og teygjanlega aftur.

pUrE & nAtUrAl noUrishing hAndáBUrðUrÞessi nýji handáburður veitir hámarks vernd og raka fyrir viðkvæmar hendur.

Að eldast er gangur lífsins og með tímanum fara að sjást merki um það á húðinni. Með réttri húðumhirðu getur þú hægt á sýnilegri þróun öldrunar á húð þinni. Pure & Natural Anti-Wrinkle dag- og næturkremið eru fullkomin vopn gegn fínum línum og hrukkumyndun.

Pure & Natural aNti-WriNkle DaGkreMDagleg notkun hjálpar til við að draga úr sýnileika hrukka á áhrifaríkan hátt og stuðlar að náttúrulegu jafnvægi húðar-innar. Útkoman er mýkri og stinnari húð á aðeins 28 dögum.

Pure & Natural aNti-WriNkle NÆturkreMSambland af hinum áhrifaríka brudock ávexti og lífrænni arganolíu gefur húðinni þá orku sem hún þarf til að endur-nýja sig á næturnar. Dagleg notkun dregur úr öldrunar - ein kennum ásamt því að hjálpa til í baráttunni við minni teygjanleika húðarinnar og ummerki um öldrun hennar.

BErst við hrUKKUrnAr á náttúrUlEgAn hátt

auk arganolíu innihalda anti Wrinkle dag og nætur kremin þykkni úr burdock ávexti, þetta þykkni inniheldur arctiin sem eykur kollagen framleiðslu húðarinnar. Þessar nýju formúlur minnka hrukkur sannanlega.

Nivea Pure & Natural húðlínan samanstendur einnig af eftirfarandi vöruliðum: Hreinsimjólk, andlitsvatni, róandi dagkremi fyrir þurra og viðkvæma húð og nærandi dagkremi fyrir venjulega og blandaða húð. nú getur þú valið þá vörusamsetningu sem hentar þinni húð fyrir einstaklingsmiðaða húðumhirðu.

pure & natural litalínan inni-heldur 95% náttúruleg inni-haldsefni og hentar jafnvel

viðkvæmri húð. Litalínan inni-heldur nærandi efni þ.m.t. lífrænt grænt te, fræolíu úr granateplum og arganolíu sem er lykil innihaldsefni. allir litir eru innblásnir úr

náttúr unni og draga fram þína náttúrulegu fegurð.

AUgnsKUggiinniheldur lífrænan fiðrildarunnafallegur augnskuggi sem dregur fram náttúrulega liti með satín áferð.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og talkúms

púðUrmeð lífrænu grænu teiMjúkpressað púðrið gefur náttúrulegt og matt útlit.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og talkúms

fArðimeðarganolíu

fallegur farði með létta og jafna áferð.

a100% án parabena

vArAlitUrmeðgranateplum

rakagefandi varalitur sem endist lengi. Mjúk steinefni tryggja náttúrulega liti.

a100% án parabena, rotvarnarefna, steinefnaolíu og sílikons

KinnAlitUrmeð lífrænum fiðrildarunnaeinstaklega fínar púðuragnir gefa kinnalitnum satín áferð. inniheldur fiðrildarunna sem er þekktur fyrir sína rakagefandi eiginleika.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilm efna og talkúms

Page 23: FT 11. februar 2011

húðvísindi og náttúran skapa fegurðina

eitt af lykilinnihaldsefnum pure & natural línunnar er lífræn arganolía sem verndar húðina og mýkir. Lífræna og kaldpressaða arganolían er unnin af Berber konum í Mogador í Marokkó. arganolía inniheldur þrefalt meira magn e vitamíns en ólífuolía og er náttúrulegt andoxunarefni. Hún

inniheldur einnig mikið af nauðsynlegum fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á varn-arkerfi húðarinnar.

Í heildina er arganolían tilvalin vernd gegn sindurefnum sem verða til vegna umhverfisáhrifa og álags.

UpplifðU áhrif ArgAnolíU á húðinA

nivEA býður nú nýja vörulínu sem er 95% náttúruleg, inniheldur lífræn virk innihalds efni og er hönnuð með 100 ára reynslu í húðrannsóknum.

nivEA pure & natural línan inniheldur nátt úruleg virk efni sem eru lífrænt ræktuð og vottuð með hámarks virkni og öryggi.

nivEA leggur einnig áherslu á að notasjálfbærar framleiðsluaðferðir og endurnýtan legar pakkningar.

Öll nivEA pure & natural línan er án:

aparabenaasílikonsatilbúinna litarefnaasteinefnaolíaaPEG bindiefna

dEKrAðU við húð ÞínA MEð MiKlUM rAKA

pUrE & nAtUrAl Body lotion –FYRIR VENJULEGA TIL ÞURRA HÚÐinniheldur lífræna arganolíu sem veitir húðinni lang- varandi vörn og raka meðan húðin helst mjúk og slétt.

pUrE & nAtUrAl Body MilK –FYRIR ÞURRA OG MJÖG ÞURRA HÚÐMjög þurr húð þarf sérstaka umönnun. pure & natural húð-mjólkin inniheldur lífrænar argan og jojoba olíur sem saman gera mjög þurra húð yndislega mjúka og teygjanlega aftur.

pUrE & nAtUrAl noUrishing hAndáBUrðUrÞessi nýji handáburður veitir hámarks vernd og raka fyrir viðkvæmar hendur.

Að eldast er gangur lífsins og með tímanum fara að sjást merki um það á húðinni. Með réttri húðumhirðu getur þú hægt á sýnilegri þróun öldrunar á húð þinni. Pure & Natural Anti-Wrinkle dag- og næturkremið eru fullkomin vopn gegn fínum línum og hrukkumyndun.

Pure & Natural aNti-WriNkle DaGkreMDagleg notkun hjálpar til við að draga úr sýnileika hrukka á áhrifaríkan hátt og stuðlar að náttúrulegu jafnvægi húðar-innar. Útkoman er mýkri og stinnari húð á aðeins 28 dögum.

Pure & Natural aNti-WriNkle NÆturkreMSambland af hinum áhrifaríka brudock ávexti og lífrænni arganolíu gefur húðinni þá orku sem hún þarf til að endur-nýja sig á næturnar. Dagleg notkun dregur úr öldrunar - ein kennum ásamt því að hjálpa til í baráttunni við minni teygjanleika húðarinnar og ummerki um öldrun hennar.

BErst við hrUKKUrnAr á náttúrUlEgAn hátt

auk arganolíu innihalda anti Wrinkle dag og nætur kremin þykkni úr burdock ávexti, þetta þykkni inniheldur arctiin sem eykur kollagen framleiðslu húðarinnar. Þessar nýju formúlur minnka hrukkur sannanlega.

Nivea Pure & Natural húðlínan samanstendur einnig af eftirfarandi vöruliðum: Hreinsimjólk, andlitsvatni, róandi dagkremi fyrir þurra og viðkvæma húð og nærandi dagkremi fyrir venjulega og blandaða húð. nú getur þú valið þá vörusamsetningu sem hentar þinni húð fyrir einstaklingsmiðaða húðumhirðu.

pure & natural litalínan inni-heldur 95% náttúruleg inni-haldsefni og hentar jafnvel

viðkvæmri húð. Litalínan inni-heldur nærandi efni þ.m.t. lífrænt grænt te, fræolíu úr granateplum og arganolíu sem er lykil innihaldsefni. allir litir eru innblásnir úr

náttúr unni og draga fram þína náttúrulegu fegurð.

AUgnsKUggiinniheldur lífrænan fiðrildarunnafallegur augnskuggi sem dregur fram náttúrulega liti með satín áferð.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og talkúms

púðUrmeð lífrænu grænu teiMjúkpressað púðrið gefur náttúrulegt og matt útlit.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og talkúms

fArðimeðarganolíu

fallegur farði með létta og jafna áferð.

a100% án parabena

vArAlitUrmeðgranateplum

rakagefandi varalitur sem endist lengi. Mjúk steinefni tryggja náttúrulega liti.

a100% án parabena, rotvarnarefna, steinefnaolíu og sílikons

KinnAlitUrmeð lífrænum fiðrildarunnaeinstaklega fínar púðuragnir gefa kinnalitnum satín áferð. inniheldur fiðrildarunna sem er þekktur fyrir sína rakagefandi eiginleika.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilm efna og talkúms

Page 24: FT 11. februar 2011

Kristján Geir ólst upp hjá móður sinni, ömmu og afa á sveitaheimilinu Enni í Skagafirði og seg-ist líklega hafa verið um

sjö ára aldur þegar ofbeldið byrjaði. „Þetta var fjölskyldumeðlimur sem kom reglulega í heimsókn á heimilið yfir sumartímann. Krakkarnir hans voru í sveit heima. Eftir á sé ég að þetta var ótrúlega „vel“ unnið hjá honum. Hann byrjaði á því að vinna sér traust hjá mér, þá litlu barni. Það var alltaf glens í kringum hann sem þróaðist út í að hann fór inn á þessa braut. Fyrst leitaði hann á mig utanklæða. Svo hélt þetta áfram þangað til ég fór að nálgast kynþroskastigið. Þá fór þetta að ganga lengra.

Þegar ég var ellefu eða tólf ára og var að fara í skólaferðalag til Flateyjar man ég að hann hringdi, fékk að spjalla við mig og fór þá að klæmast við mig. Honum þótti það voða fyndið. Mér leið bara illa eftir þetta símtal. Fannst það fáránlegt og alls ekki viðeigandi.

Svo fór hann að nota hvert tækifæri til að vera einn með mér. Króa mig af. Við vorum kannski að fara út að smala og þá passaði hann að fara með mér. Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera. Ég þorði ekki að segja frá þessu; held ég hafi ekki haft þroska til að takast á við þetta. Svona var þetta á sumrin, öll unglingsárin.“

Kristján Geir er mikill íþróttagarpur, æfði fótbolta, körfubolta og frjálsar á unglingsárum og keppti á Unglinga-landsmótum í frjálsum íþróttum til sextán ára aldurs. Sem stendur er Kristján án atvinnu en notar tímann til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í fitness. Hann hefur náð góðum árangri í vaxtarræktar- og fitness-keppnum hérlendis á undanförnum árum og náði meðal annars 1. sæti í Reykjavík Grand Prix-keppninni 2010.

„Ég gekk fyrst í Hólaskóla, fór svo í Varmahlíðarskóla og þar byrjaði ég að koma aðeins við lóðin. Sextán ára fór ég í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki

og þar fór ég að lyfta af fullum krafti og leggja grunninn að því sem seinna varð.“

Eftir tvö ár í Fjölbraut ákvað Kristján Geir að breyta til, flytja suður og fara í nám þar.

„Þá talaði þessi maður við mömmu og bauð henni að ég gæti verið hjá sér fyrir sunnan á meðan ég væri í skóla. Ég kunni ekki að segja nei og bara samþykkti það. Kannski hef ég ýtt þessu til hliðar í huganum. Kannski taldi ég mig líka vera orðinn það stóran að þetta myndi ekkert verða svona aftur. En reyndin varð önnur. Hann lét mig alveg í friði ef aðrir voru nálægt. En svo veiktist konan hans og fór á spítala. Þá var hann einn með mér og þá misnotaði hann mig.“

Hvað gerði hann þér?„Þetta gekk út á að hann fór ofan í

buxurnar hjá mér og leitaði á mig. Fró-aði mér. Síðan fór hann að totta mig. Undir lokin hafði þetta þróast út í að ég átti að fara að fróa honum en ég náði sem betur fer að stoppa að þetta gengi eitthvað lengra. En þetta gekk aðallega út á það að hann fengi að fróa mér.“

Hann hefur náð einhverju ægivaldi yfir þér?

„Já. Það var alveg sama þótt ég reyndi að streitast á móti. Það virkaði ekki.“

Hvernig leið þér á þessum tíma?„Skelfilega. Ég var bara frosinn.

Vissi í rauninni ekkert hvað ég átti að gera. Ég var svo reiður yfir því lengi á eftir að ég skyldi ekki hafa haft afl til að stoppa hann. Ég man sérstaklega eftir einu atvikinu. Þá langaði mig að berja hann og stoppa þetta en það sem hélt aftur af mér var hvernig ég ætti að útskýra það fyrir fjölskyldu minni að ég hefði lamið hann. Hvernig ætlaði ég að útskýra það fyrir öðrum? Ég var bara ekki tilbúinn til þess. Ég meikaði ekki ástæðuna. Þarna var ég orðinn átján ára.“

Reyndi sjálfsvígKristján Geir lauk námi við Iðnskólann

Hann bað hann að segja engum. Þetta væri leyndarmálið þeirra. Kristján Geir Jóhannesson var á grunnskólaaldri þegar karlkyns ættingi hóf að misnota hann kynferðislega. Ofbeldið stóð yfir í meira en áratug og afleiðingar þess lögðust þungt á Kristján Geir. Hann sagði Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá skömminni, þunglyndinu og voninni um bjartari tíma. Ljósmyndir/Hari

Ekki lengur leyndarmálí Reykjavík og fór svo norður aftur.

„Fyrir sunnan átti ég góða félaga en var samt ekki mikið úti á lífinu, heldur frekar einangraður og einbeitti mér bara að skólanum. Fyrir norðan hellti ég mér út í vinnu. Passaði mig að vinna nógu mikið. Ég drakk kannski ekki mikið en þegar ég drakk þá drakk ég illa. Ég réð illa við það. Svo kynntist ég barnsmóður minni og flutti suður aftur.“

Þegar þar var komið sögu voru sál-rænar afleiðingar kynferðisofbeldisins að sliga Kristján Geir. Rannsóknir sýna að sálræn áhrif kynferðislegrar misnotkunar fylgja fórnarlömbum langt fram á fullorðinsár og jafnvel ævina á enda. Á meðal algengra lang-tímaeinkenna eru þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir.

„Ég átti bara mjög erfitt. Ég var far-inn að finna fyrir depurð og eirðarleysi. Sjálfsvígshugsanir voru mjög sterkar, nánast á hverjum degi. Ég reyndi sjálfsvíg í eitt skipti og tók inn töflur. Upp frá því fóru hlutirnir aðeins að breytast. Barnsmóðir mín átti vinkonu sem hafði lent í svipaðri reynslu og ég og hún kannaðist við einkennin hjá mér: Ég var sjúklega afbrýðisamur og sjálfstraustið var ekkert. Mér fannst allir aðrir vera miklu betri en ég, sama hvernig á það var litið. Maður leit bara á sjálfan sig sem eitthvert rusl. Þessi stelpa hvatti mig til að leita mér hjálpar og þá fór ég niður í Stígamót.“

Var þetta í fyrsta skipti sem þú sagðir einhverjum frá þessu?

„Já. Hjá Stígamótum fór ég í eitt eða tvö viðtöl. Á þeim tíma var frekar lítið í boði fyrir karlmenn en þó hafði einn strákurinn komið á fót hópi sem hét Stráið. Ég fór í hann. Það var ákveðinn léttir að geta sagt frá þessu og komist að því að maður væri ekki alveg einn um að hafa gengið í gegnum þetta. Ég fór á nokkra fundi með strákunum en svo lognaðist það starf út af.

Áfram hélt maður. Kannski fækk-aði dögunum þar sem þessi sjálfsvígs-hugsun kom upp en það hefur samt alltaf verið grunnt á henni. Sem betur fer hef ég þó alltaf fundið einhvern lífs-neista.“

Ekki eina fórnarlambiðÁ meðal annarra þekktra lang-tímaafleiðinga kynferðisofbeldis eru

erfiðleikar í nánum samskiptum og ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem misnotkun áfengis og sjálfskaðandi hegðun.

„Maður slökkti í raun á tilfinningun-um og setti upp ákveðna grímu. Reyndi að finna einhvern meðalveg þar sem manni leið ekki illa og ekki vel. Pass-aði sig bara á að vera ekki mikið að hagga þessu. Ef ég fór að gera eitthvað skemmtilegt þá fór vellíðanin langt upp en að sama skapi fór hún langt niður á eftir. Þá átti ég til að upplifa sterkan tómleika og einmanaleika, sem ég var ekki tilbúinn að takast á við. Ég reyndi að fara þennan meðalveg hið innra og vera ekki að gefa mikið af mér eða taka á móti. Svo passaði ég mig á því að vinna nógu mikið.“

Þú hefur deyft þig þannig?„Já, það var í raun það sem ég notaði.

Ég vann frá átta á morgnana til tíu, ellefu, tólf á kvöldin. Margir fara út í drykkju og eiturlyf. Ég reyndi að drekka en ég gat það ekki. Eiturlyf prófaði ég aldrei, sem betur fer.“

Varstu í sambúð á þessum tíma?„Já, og þetta var eðlilega ekki vin-

sælt. Vandamálin í sambandinu fóru að hlaðast upp. Við fórum í hjónaráð-gjöf og það hjálpaði eitthvað aðeins. Ég reyndi að minnka vinnuna aðeins. Þegar hún þurfti að gera eitthvað kom ég „snemma“ heim, svona í kringum sjö. Síðan fór ég meira niður í þung-lyndið og leitaði inn í tölvuna. Þar fann ég minn heim einhvern veginn.“

Í tölvuleikjum þá?„Já, í tölvuleikjum og svo fór ég inn á

spjallsíður á netinu. Það var náttúrlega ekki til að bæta ástandið. Þar komst ég í einhverja spennufíkn sem gaf mér eitthvað á þessum tíma. Það endaði með að ég fór í SLAA sem er með-ferðarhópur fyrir ástar- og kynlífsfíkla. Þar fór ég í prógramm sem hjálpaði mér mikið til að komast út úr þessari tölvuvitleysu.“

Varstu að hitta konur í gegnum netið?

„Aðallega var ég bara að spjalla. Þetta var annar heimur sem ég gat búið til og verið í. Heimur sem var al-gjörlega án tilfinninga. Auðvitað var þetta algjört bull. Við konan skildum í kjölfarið. Ég fór til sálfræðings í Hafn-arfirði. Hann fékk leyfi hjá mér til að

Orð Guðs til þínKristján Geir á öskju, Orð Guðs til þín, sem hefur að geyma til-vitnanir úr Biblíunni. Þessa tilvitnun dró hann úr öskjunni örfáum mínútum eftir að viðtalinu við Frétta-tímann lauk og bað um að þau yrðu látin fylgja viðtalinu:

Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika. I. Tim. 4:12.

Sjálfsvígshugs-anir voru mjög sterkar, nánast á hverjum degi. Ég reyndi sjálfsvíg í eitt skipti og tók inn töflur. Upp frá því fóru hlutirnir aðeins að breytast.

Þetta er bara sálarmorð. Maður setur upp ákveðna grímu og ýtir þessu til hliðar, ásamt öllum öðrum tilfinningum.

Framhald á næstu opnu

24 viðtal Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 25: FT 11. februar 2011

Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 - www.benni.isBílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300

Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 Sérfræðingar í bílum

Chevrolet Aveo, 5 dyra LS, 1400 cc. - beinskiptur Kr. 2.295 þús.LS, 1400 cc. - sjálfskiptur Kr. 2.495 þús.

Chevrolet Spark, 5 dyra - 5 sætaL 1000 cc. - beinskiptur Kr. 1.695 þús.LS 1200 cc. - beinskiptur Kr. 1.895 þús.

Chevrolet Cruze, 4 dyraCruze LS 1800 cc. - beinskiptur Kr. 2.990 þús.Cruze LS 1800 cc. - sjálfskiptur Kr. 3.390 þús.Cruze LT 2000 cc. Dísel - beinskiptur Kr. 3.590 þús.

Chevrolet Captiva - LT, Tau 2000 cc. Dísel, 5 sæta - sjálfskiptur Kr. 5.540 þús.LT, Leður 2000 cc. Dísel, 7 sæta - sjálfskiptur Kr. 5.990 þús.

Eigum gott úrval af bílum

til afgreiðslu strax!

á enn betra verði !Chevrolet er söluhæsti bíllinn á íslandi

Þökkum frábærar móttökur á afmælisári Chevrolet - Ári slaufunnar

Bíla

r á m

ynd:

AV

EO

LS

með

álf

elgu

m o

g þo

kuljó

sum

, Cap

tiva

LT

, Spa

rk L

T m

eð á

lfel

gum

, Cru

ze L

T m

eð 1

8“

álfe

lgum

.

Chevrolet

Opið alla virka daga frá kl. 10 - 18Laugardaga frá kl. 12-16

Gæði í 100 ár

Ár slaufunnar

Page 26: FT 11. februar 2011

ÚTSALA40% afsláttur!Þriggja stafa eikarparket frá ParadorFullkomið 5G smelluker semsparar þér tíma og fyrirhöfn.

Nú 3.741 kr. m2

Áður 6.235 kr. m2

SÉRFRÆÐINGAR Í GÓLFEFNUM

Ármúla 32 · 108 ReykjavíkSími 568 1888 · Fax 568 1866 · www.pog.is

ÚTSALA!35% afslátturEikarplanki 8 mmslitsterkt harðparketmeð 25 ára ábyrgð.

Nú 1.788 kr. m2

Áður 2.750 kr. m2

Stef

ánss

on &

Ste

fáns

son

skrá gerandann sem barnaníðing og þá kom í ljós að grunur lék á öðru tilviki af hans hálfu. Það var mikill sigur og léttir fyrir mig að uppgötva það.“

Að þú værir ekki eina fórnarlambið hans?

„Já, maður hefur alltaf á tilfinn­ingunni að það trúi manni enginn. Það upplifi ég sterkast. Mér finnst að fólkið í kringum mig trúi þessu ekki.“

Veistu hvert hitt fórnarlambið var?„Nei. Ég fékk ekki að vita það. Sjaldn­

ast er bara eitt fórnarlamb hjá svona mönnum.“

Hitti gerandann í fjölskylduboðumEftir viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi fór Kristján Geir aftur niður í Stígamót en þá hafði öðrum hópi fyrir karlmenn verið komið á fót.

„Ég fór í þann hóp og það hjálpaði mér mikið. Mér fannst ég fá svör við því af hverju mér liði svona og hinsegin. Þetta er allt í flækju innan í manni. Hin­ir strákarnir voru með sömu einkenni og ég. Það var nánast sama hver okkar sagði sögu sína. Við áttum svo margt sameiginlegt varðandi það hvernig okkur leið, hvernig okkur hafði gengið í gegnum lífið almennt og hvað við vor­um að takast á við. Þetta er bara sálar­morð. Maður setur upp ákveðna grímu og ýtir þessu til hliðar, ásamt öllum öðrum tilfinningum. Svo brosir maður framan í alla og reynir að breiða eins vel yfir þetta og maður getur. Í flestum til­fellum tekst það mjög vel.“

Þú hefur ekki sagt mörgum frá þessu í fjölskyldunni?

„Nei, ég hef rætt þetta lítillega við móður mína. Systir hennar veit þetta og börnin hennar. Síðan hef ég aðeins rætt þetta við eina frænku mína og systkini mín. Þar með er það upptalið.“

Hvernig brugðust þau við?„Við sættumst á að þetta yrði ekkert

rætt og ekkert gert í þessu á meðan amma lifði. Mér fannst óþarfi að koma fram með þetta á meðan hún var á lífi. Kannski er það þess vegna sem ég er að þessu núna.“

Ertu búinn að kæra manninn?„Nei, ég hef aldrei kært hann. Ég sé

engan tilgang með því, þótt hann sé skráður sem barnaníðingur. Þetta er bara orð gegn orði. Ég sé ekki dóms­kerfið í þessu landi virka fyrir okkur sem lendum í þessu. Það eru engin líf­sýni til staðar. Það eru engin vitni. Þetta er bara erfitt. Það eina sem er til staðar er sagan mín og hvað ég hef þurft að glíma við. Ég efast um að það dugi.“

Þannig að þetta var í raun þaggað niður í fjölskyldunni?

„Já. Það hefur verið erfitt að fara í fjölskylduboð þar sem ég vissi að hann myndi vera. Ég hef samt gert það. Einu sinni fór ég í fermingarveislu og bjóst ekki við að sjá hann en svo mætti hann. Það kom mér úr jafnvægi. Samt hefur örugglega enginn annar tekið eftir því. Síðar fór ég í fermingarveislu hjá sama fólki, vissi fyrirfram að hann myndi mæta og þá var ég búinn undir að takast á við það. Hann hefur líka komið í sveit­ina þegar ég hef verið þar. Ég hef bara einbeitt mér að því að takast á við það. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir neitt. Það var hann sem braut á mér. Það er hann sem á að hafa skömmina.“

Það er nokkuð sem fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar þurfa að minna sig reglulega á, eða hvað?

„Já, þessi skömm og sektarkennd er rosalega sterk tilfinning innra með okkur. Vegna þess að það er farið inn á ákveðnar tilfinningabrautir hjá okkur. Brautir sem eru mjög sterkar. Það er farið inn á nautnatilfinningar, þær eru vaktar upp, og það ruglar okkur í rím­inu. Það ruglar heilbrigða skynsemi svo að maður missir tökin. Hugsunin um hvort maður hafi viljað þetta eða ekki brenglar allt. Svo efast maður um sjálf­an sig og skammast sín fyrir að hafa ekki verið nógu sterkur einstaklingur til að segja einfaldlega nei. Fyrir að hafa ekki getað sagt frá þessu. En þetta er náttúrlega ekki okkur að kenna. Sektar­kenndin er mjög sterk í okkur. Þetta brýtur niður sjálfstraustið. Og það er mikil vinna að ná því upp aftur. Ég er kominn eitthvað af stað en ég á helling eftir.“

Reiðin og fyrirgefninginHvað með reiðina út í gerandann?

„Ég var rosalega reiður á tímabili. En það gaf mér mikinn styrk að ég fór að sækja svokölluð alfa­námskeið hjá Fíla­delfíu­söfnuðinum og samkomur í Sam­hjálp. Það var mjög gott fyrir mig. Þetta eru magnaðar samkomur sem gefa innri frið og ró. Eftir það ákvað ég að fyrirgefa honum hans afbrot gagnvart Guði. Það var mikill léttir. Ég var búinn að bíta það í mig að ég myndi aldrei fyrirgefa honum. Ég sá enga ástæðu til þess. Ég gerði þetta meira fyrir mig. Fannst ég vera meiri maður af því að fyrirgefa, alla vega gagnvart Guði. Það að geta fyrirgefið hjálpaði mér mikið. Það eru um fjögur ár síðan. Þá var ég bara einn með sjálfum mér og ákvað að gera þetta.“

Hefur þessi maður beðið þig fyrir­gefningar?

„Nei. Fyrir honum er þetta örugglega mjög eðlilegt. Hann telur sig sjálfsagt ekki hafa gert neitt rangt. Enda pass­aði hann alltaf inn á milli að þetta væri leyndarmál milli mín og hans. Sem það mun ekki vera lengur. Það er bara svoleiðis.“

Kristján Geir segir mikilvægt að halda umræðunni um þessi mál stöðugt á lofti. Kynferðisbrot gagnvart karl­mönnum megi ekki vera feimnismál.

„Karlmenn verða fyrir kynferðis­brotum. Karlmenn lenda líka í nauðg­unum. Þeim er bæði nauðgað af öðrum karlmönnum og konum. Það eru örugg­lega margir úti í samfélaginu sem trúa því ekki og vilja ekki opna augun fyrir því. Á mínum uppvaxtarárum var ekki mikið talað um nauðganir. Ég veit ekki hvort þeim hefur fjölgað hlutfallslega en umræðan er komin af stað. Þetta er ekki eins viðkvæmt mál að tala um og áður fyrr. Áður var fólki sagt að reyna að gleyma þessu og komast yfir þetta. Það var ekkert annað í boði. Svo fyrir Guðs blessun voru Stígamót stofnuð og umræðan um forvarnir og annað fór í gang. Sem betur fer. Þetta er hluti af samfélaginu og við þurfum að lifa með þessu. Einstaklingarnir sem lenda í þessu þurfa hjálp og stuðning.“

FordómarÞú nefndir við mig að þú hefðir orðið fyrir fordómum vegna þess sem kom fyrir þig.

„Maður hefur heyrt að fólk setji sama­semmerki milli þess að lenda í mis­notkun sem barn og þess að misnota sjálfur önnur börn. Ég skil ekki hvaðan fólk fær þá hugmynd. Auðvitað eru ein­hver slík tilfelli til en þau eru mjög fá. Stígamót geta staðfest það. Stundum, þegar ég hef verið í samböndum og sagt frá því sem kom fyrir mig, hefur þessi umræða komið upp. Þótt því hafi ekki endilega verið haldið fram að ég myndi gera eitthvað þessu líkt þá er þetta undirliggjandi.“

Það hlýtur að vera særandi. „Það er mjög erfitt. Þótt umræðan um

þessi mál sé nauðsynleg þá getur hún líka farið út í öfgar, þannig að fólk þori varla lengur að faðma börnin sín af ótta við að vera að gera eitthvað rangt. Þetta hefur sett strik í reikninginn gagn­vart mínum börnum. Ég kem til dæmis ekki nálægt sonum mínum þegar þeir eru í baði. Ég vil ekki að þeir upplifi eitthvað óþægilegt, þeirra vegna. Ekki vegna þess að ég sé smeykur um eigin athafnir. Ég get tekið utan um þá og allt svoleiðis. En ég hjálpaði þeim helst ekki að þurrka sér þegar þeir voru litlir.“

Þannig að þetta hefur skemmt fyrir þér í tilfinningasamböndum.

„Algjörlega. Ég treysti karlmönnum mjög illa; helst ekki neitt, enda á ég mjög fáa vini. Mér hefur gengið aðeins betur að treysta stelpum. Samt ekki. Eftir að ég skildi fór ég í einhver sam­bönd og eftir smá tíma, þegar ein­hverjar tilfinningar fóru að kvikna, varð maður hræddur. Ég var alltaf smeykur um að mér yrði hafnað þannig að ég fór að slíta samböndum að fyrra bragði.“

Fylgir þessi höfnunarhræðsla fórnar­lömbum kynferðisofbeldis?

„Já, ég held það. Ég ætla þó ekki að sverja það. En ég er mjög viðkvæmur fyrir höfnun og gagnrýni. Það fer reynd­ar eftir því hvernig gagnrýnin er sett

LÍFSEIG MÝTAHalldóra Halldórsdóttir hjá Stígamótum segir það alltof lífseiga mýtu að þolendur kynferðisbrota eigi frekar á hættu að verða gerendur síðar á ævinni en aðrir. „Okkar reynsla er ekki sú. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir í fangelsum og á meðferðarstofnunum fyrir kynferðisbrotamenn erlendis þar sem komið hefur í ljós ákveðin fylgni milli þess að vera þolandi kynferðisbrota og gerandi sem fullorðinn ein-staklingur. Þessar rannsóknir segja hins vegar ekkert til um neitt nema nákvæmlega þennan hóp. Þær segja ekkert um alla hina, allan þann fjölda sem verður fyrir kynferðis-legri misnotkun í æsku. Það er stór hópur.“

Hvaða þjónusta er í boði fyrir karlmenn hjá Stígamótum?„Sama þjónusta og er í boði fyrir konur. Við byggjum á sjálfshjálparhugmyndafræði sem aðferð við að vinna úr afleiðingum kynferðis-ofbeldis. Kynferðisofbeldi er ein tegund áfalla. Við lítum á það sem okkar hlutverk að styðja fólk við að ná utan um þetta áfall og geta talað um það. Oft er þetta ekki rætt í fjölskyldum og það getur líka verið erfitt að ræða þetta við vinina. En það að geta talað um reynslu sína skiptir höfuðmáli. Við erum með bæði einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa. Hefðbundin þjónusta er klukkutíma viðtal, einu sinni í viku. Hóparnir eru þriggja mánaða hópar.“

Hvert eiga þolendur úti á landi að snúa sér?„Það er nú það. Það eru samtök á Akureyri, Aflið, og á Ísafirði, Sólstafir. Eins höfum við farið hálfsmánaðarlega á valda staði á landinu með við-töl, Stígamót á staðinn, eins og við köllum það. En það er alltaf hægt að hafa samband við okkur í gegnum síma eða tölvupóst, þótt það sé ekki eins árangursríkt.“

Ég sé ekki dómskerfið í þessu landi virka fyrir okkur sem lendum í þessu. Það eru engin lífsýni til staðar. Það eru engin vitni. Þetta er bara erfitt. Það eina sem er til staðar er sagan mín og hvað ég hef þurft að glíma við. Ég efast um að það dugi.

26 viðtal Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 27: FT 11. februar 2011

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is

MarmarisKynningartilboð: 10.000 króna afsláttur á mann.

Tilboðið gildir til 20. febrúar. Aðeins 300 sæti í boði á þessu tilboði.

Nýr áfangastaður Heimsferða

Tyrkland eins og það gerist best!

Beint

morgunflug

með

Icelandair

Einstök umgjörð fyrir sumarfríið• Glæsilegir gististaðir• Hagstætt verðlag• Stórfengleg náttúrufegurð• Frábær matur• Einstök menning & fornminjar• Endalausir afþreyingarmöguleikar• Spennandi kynnisferðir• Vatnsrennibrautagarður

Nánar á www.heimsferdir.is

Frá kr. 119.900 Club Kibele í tvær vikur með kynningarafslættiNetverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð m/1 svefnherbergi. 2. júlí í 2 vikur. Verð m.v. tvo fullorðna kr. 149.900 í studio, 2. júlí í 2 vikur.

Frá kr. 169.900 Hotel Elegance allt innifalið með kynningarafslættiNetverð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi. Verð kr. 199.900 á mann m.v. tvo í herbergi. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.000, 21. maí í 10 nætur.

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erði

r ásk

ilja

sér r

étt t

il le

iðré

ttin

ga

á sl

íku.

Ath

. að

verð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M45

307

Fjöldi nýrra mála hjá Stígamótum árið 2009 var 231.

Karlmenn eru á bilinu 8-12% þeirra sem leita sér hjálpar hjá Stígamót-um á ársgrundvelli.

39 einstaklingar eða 18,6% þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2009 höfðu gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfsvígs.

12,4% þeirra mála sem Stígamótum bárust árið 2009 voru kærð.

Símanúmer Stígamóta: 800 6868Vefsíða: stigamot.isNetfang: [email protected]

fram. Ef einstaklingurinn er mjög hávær og ákveðinn í sinni gagnrýni þá fer það beint inn á sálina á mér. Það er mjög erfitt. Það getur tekið tvo til þrjá daga að komast upp úr því og halda áfram.

Ég heyrði skemmtilega líkingu á fundi hjá Stígamótum. Hún er þannig að við erum með litla sím-stöð inni í okkur. Tilfinningarnar eru snúrur sem maður tengir í. Hjá eðlilegu fólki er þetta í sam-bandi en hjá okkur er búið að rífa snúrurnar úr sambandi og þær er allar í hrúgu. Vinnan okkar er svo að finna snúrurnar og setja þær á réttan stað. Ég er búinn að plögga einhverjum snúrum. En það eru nokkrar eftir!“

Hvað viltu segja við stráka sem standa í sömu sporum og þú fyrir nokkrum árum?

„Bara að stíga upp og leita sér hjálpar. Ekki vera feimnir við það. Það er til von. Í guðanna bænum ekki berjast við að vera með þetta einn. Hvort sem þú ert kona eða karlmaður sem lendir í nauðgun eða misnotkun. Farðu af stað. Fáðu aðstoð í Stígamótum. Þú færð frá-bærar móttökur þar. Ekki halda að þú getir tekið þetta líf á hörkunni og að þú þurfir ekki hjálp og getir ýtt þessu til hliðar. Svo er mikil-vægt að foreldrar og aðstandendur leiti sér hjálpar líka.“

Hugsarðu einhvern tíma um það hvernig líf þitt væri – og hvernig manneskja þú værir – ef þú hefðir ekki lent í þessari lífsreynslu?

„Ég hef oft hugsað: Hvernig er að vera eðlilegur? Hvernig er að vera bara eðlileg manneskja? Ef ég hefði ekki gengið í gegnum þessa lífsreynslu þá hefði það örugglega verið léttara. En aftur á móti væri ég ekki sami einstaklingur og ég er í dag. Þetta hefur styrkt mig og gert mig að þeim manni sem ég er. Þótt ég sé sterkur á sumum sviðum og brothættur á öðrum. Það er eitthvað sem ég hef tækifæri til að vinna í og ég ætla mér að gera það. Þótt það taki mig mörg ár. Það er alltaf von og tækifæri.“

Heiðdís Lilja Magnúsdóttir

[email protected]

Page 28: FT 11. februar 2011

bjóða vissulega upp á skemmtilega möguleika fyrir ádeilu og þegar vel tekst til er vitglóran í myndunum öllu meiri en í ófétunum sjálfum.

Gott dæmi um þetta er atriði í Dawn of the Dead, sem Romero gerði árið 1978, í kjölfar The Night of the Living Dead. Þar leita eftirlifendur skjóls í verslunarmiðstöð en þangað hóp-ast uppvakningarnir og umkringja miðstöðina. Persónurnar velta fyrir

sér hvernig í veröld-inni skrímslin fundu þær þar til ein bend-ir á það augljósa: „Þau eru við.“ Hvert fer heiladautt fólk í stórum hópum? Jú, í Kringluna og Smára-lind.

Frank Darabont lagar mynda-söguna um The Walking Dead að sjónvarpinu og hann heldur sig við lausn Kirkmans og heldur spennu í þáttunum með því að leggja áherslu á persónurnar, sálarlíf þeirra og inn-byrðs átök frekar en skyni skroppna ógnina sem fylgir uppvakningun-um.

Þessi lausn er þrautreynd og hef-ur virkað vel. Hinir lifandi dauðu eru því meira til skrauts og leggja til hrylling og spennu en eru ann-ars aukaatriði og frekar er horft til þess að venjulegt fólk getur breyst í skrímsli, sem eru verri og hættu-legri en uppvakningarnir, þegar samfélagið hrynur.

Það sem af er þáttaröðinni The Walking Dead er ekkert sem bendir

til annars en að þeir séu komnir til að vera og Darabont og félögum hafi tekist að þróa spennandi og áhuga-verða sögu þrátt fyrir annmarka uppvakninganna. Hér standa heldur engir aukvisar að málum.

Darabont er með þrjár óskars-verðlaunatilnefningar í vasanum og segja má að hann hafi sérhæft sig í gerð bíómynda sem byggjast á verkum hrollvekjumeistarans Stephens King með frábærum ár-angri í The Shawshank Redemtion og The Green Mile en þriðja myndin, The Mist, sem er sú eina sem getur talist hryllingsmynd, var öllu síðri. Einn framleiðenda þáttanna er svo hin grjótharða Gale Ann Hurd sem hefur framleitt fjöldann allan af sígildum stórmyndum, þar á meðal The Terminator.

The Walking Dead hefst á því að lögreglumaðurinn Rick Gri-mes vaknar úr dái eftir skotárás á mannlausu sjúkrahúsi. Hann áttar sig fljótt á því að eitthvað mikið er að. Fjölskylda hans er horfin og það fólk sem þvælist um göturnar er í meira lagi dularfullt. Eftir að hann áttar sig á því hvernig landið liggur hefur hann leit að eiginkonu sinni og syni um leið og hann leiðir lítinn hóp eftirlifenda sem setja stefnuna á nýlendu fólks sem hefur sloppið við uppvakningabit. Söguþráðurinn ætti því að vera flestum sem þekkja til uppvakningamynda kunnuglegur en úrvinnsla Darabonts svíkur ekki. Þættirnir eru í kvikmyndagæðum og gefa hryllingi í myrkum bíósal ekkert eftir.

The Walking Dead hefja göngu sína á Skjá einum á sunnudags-kvöld.

28 Days LaterÁrið 2002 kom sá mæti leikstjóri Danny Boyle (127 Hours, Slumdog Millionare, Trainspotting) með þennan frábær breska uppvakningahroll. Myndin byrjar nánast nákvæmlega eins og The Walking Dead en í London vaknar ungur maður á spítala og heldur að hann sé Palli sem var einn í heim-inum þangað til hann rekst á veirusjúka uppvakninga sem hafa mikinn áhuga á að gæða sér á honum. Þeir örfáu sem sleppa við sýkingu berjast vonlítilli baráttu fyrir lífi sínu og þrátt fyrir áhersluna á blóðsúthellingar og líkamlegan viðbjóð finnur Danny Boyle, rétt eins og Romero í uppvakningamyndunum, samt pláss fyrir tilfinningar persónanna og vangaveltur um eðli mannsins sem þarf auðvitað, frekar en fyrri daginn, ekkert endilega á veirusýkingu að halda til þess að breytast í skepnu og brytja náungann í spað. Vinsældum myndarinnar var fylgt eftir með 28 Weeks Later og vonin um að 28 Months Later dúkki upp lifir enn.

Ekki alveg einn í heim-inum. Betra að svo væri.

The Walking Dead byggjast á sam-nefndum myndasögum eftir Ro-bert Kirkman sem vinnur með sígildan uppvakningasöguþráð enda varla hægt að vera endalaust

að finna upp hjólið þegar heiladauðar mannætur eru annars vegar. Kirkman heldur sig á þeirri kunnuglegu slóð sem leikstjórinn George A. Romero markaði með zombie-mynd sinni, The Night of the Living Dead árið 1968.

Uppvakningarnir eru lifandi dauðir, illa lykt-andi, rotnandi ógeðsleg óféti í mannsmynd sem eigra baulandi um með það eina takmark að rífa í sig hold og blóð lifenda. Einir og sér eru þeir vanmáttugir aular – hálfgert drasl og hlaup-kenndur massi sem auðvelt er að stúta – en afl þeirra og ógn liggur í fjöldanum og fólk má sín ekki mikils gegn herskara hálvita sem sjá það ekki fyrir sér sem neitt annað en næsta aðal-rétt. Zombíurnar eiga það þó sameiginlegt með vampírunum að heiladoði þeirra og fíkn í ferskt mannakjöt smitast við bit þannig að þeim fjölg-ar ansi hreint ört þegar þær eru á annað borð komnar af stað.

Zombíur eru fjótt á litið býsna ólíklegar til að geta haldið uppi fjörinu miklu lengur en í 90 mínútna hryllingsmyndum þar sem þær eru ger-sneyddar öllum þeim sjarma, kynþokka og til-vistarlegu angist sem til dæmis blóðsugurnar búa yfir. Romero tókst að gera uppvakninga-myndir sínar áhugaverðar með því að blanda samfélagsádeilu saman við þykkan graut inn-yfla, blóðs og tætts holds sem zombíurnar veltu sér upp úr. Þegar uppvakningaplágan fer á kreik hrynur samfélagsgerðin og siðferðinu hnignar þegar hver er næstur sjálfum sér þannig að þær

–einfalt og ódýrt

Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is

TILBOÐ MÁNAÐARINS

GALIEVECool mint mixtúra, 300 ml 1.665 kr.Cool mint skot, 24x10 ml 2.040 kr.Tuggutöflur, 48 stk. 1.559 kr.Tuggutöflur, 24 stk. 829 kr.

TILBOÐIÐ GILDIR ÚT FEBRÚAR

Nokkrar uppvakninga-myndirBraindead Peter JacksonJennifer’s Body Karyn KusamaPlanet Terror Robert RodriguezResident Evil Paul W.S. AndersonZombie Strippers Jay LeePoultrygeist: Night of the Chicken Dead Lloyd Kaufman

Myndasögunni The Walking Dead hefur verið snarað yfir í sjónvarpsþætti af einvala liði kvik-myndagerðarfólks.

The Night of the Living DeadLeikstjórinn George A. Romero er óumdeildur konungur uppvakninganna og nafn hans er tengt zombíum órjúfan-legum böndum. Hann reið á vaðið árið 1968 með Night of the Living Dead og fylgdi þeim eftir með Dawn of the Dead (1978) og Day of the Dead (1985). The Night of the Living Dead var tímamótamynd og með henni gerði Romero uppvakningana að sínum. Ósköpin byrja þegar bandarískt geimfar kemur til baka frá Venus og ber með sér geislavirkni sem hefur þau áhrif að hinir dauðu rísa úr gröfum sínum. Myndin var gerð fyrir lítinn pening en læsti helgreipum um áhorfendur enda krafturinn mikill hjá Romero. Myndin er fyrir löngu orðin sígild og heldur styrk sínum enn þann dag í dag, og þar sem pólitísk ádeila á stríðsbrölt og kjarnorku hefur dofnað má ætla að skelfingin sem uppvakningar Romeros bera enn með sér spretti upp úr algeru hruni kjarnafjölskyldunnar en í myndinni étur bróðir systur sína, dóttir nærist á föður

Uppvakningar Romeros standa enn fyrir sínu og eru enn fyrirmyndir yngri zombía.

sínum og drepur móður sína sem er trú móðurhlutverkinu allt til enda. Upplausnin er alger og með hruni fjölskyldunnar er stutt í að þjóðfélagið og siðmenningin öll fari sömu leið. Myndir Romeros hafa verið endurgerðar á síðustu árum og kallinn er hvergi nærri hættur. Árið 2005 gerði hann Lands of the Dead, Diary of the Dead árið 2007 og Survival of the Dead 2009.

ZombielandZombíurnar leka auðveldlega á milli kvikmyndagreina og hafa á síðustu árum staðið sig einna best í gamanmyndum á borð við Shaun of the Dead og Zombieland. Rétt eins og svo oft áður snýst Zombieland um lítinn hóp fólks sem er á leið í afgirt skjól frá uppvakningun-um sem fjölga sér hratt og eira engu. Grínið er þó alltaf í forgrunni þótt zombíurnar séu jafn ógeðslegar og lög gera ráð fyrir. Woody Harrelson, Jesse Eisenberg og Emma Stone eru í banastuði ásamt Bill Murray sem leikur sjálfan sig og gerir stólpagrín að ferli sínum um leið. Þarna þeysir ólíkt fólk yfir Bandaríkin en ógnin og óttinn við að verða að uppvakningum þjappar þeim saman, vináttubönd styrkjast og ástin blossar upp.

Jesse Eisenberg kann nokkur skotheld ráð til þess að halda lífi í heimi sem uppvakningar hafa tekið yfir.

Lögreglumaðurinn Rick Grimes þarf að taka á öllu sem hann á þegar hann reynir að leiða nokkra eftirlifendur í

örugga höfn undan gráðugum uppvakningunum.

Heiladauðar mannætur hertaka skjáinnSígild skrímsli hryllingsmynda eru í stöðugri sókn úr bíó og af jaðrinum inn á heilaga miðju menningarneyslu fjöldans, sjálft sjónvarpið. Vampír-ur hafa gert það gott síðustu misseri í þáttunum True Blood og nú ryðjast uppvakningar á skjáinn í kjölfar þeirra í þáttunum The Walking Dead.

28 sjónvarp Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 29: FT 11. februar 2011

Íslensku tónlistarverðlaunin 2011 bls. 4 til 6

Þórir Baldursson er fæddur árið 1944 og snemma sást á pilti að hann var fá-dæma músíkalskur.

Faðir hans, Baldur Júlíusson, var harmóníkuleikari og hljóm-sveitagæi, svo tónlistin var allt um kring á æskuheimilinu í Keflavík. Tónlistarmenn kíktu stundum í heimsókn, þ.á.m. söngvarinn Svavar Lárusson.

„Hann kom einhvern tíma heim á Garðaveginn í Keflavík og var með nýtt lag, sem pabbi átti að læra. Ég var aðeins byrj-aður að læra á nikkuna hans pabba, en hún var ennþá allt of stór fyrir mig. Ég náði lagi á hana með því að vera á hnjánum á gólfinu. Það kom í ljós að ég kunni lagið sem Svavar ætlaði að fara að kenna pabba,” sagði Þórir í viðtali við Bergþóru Jónsdóttur í Lesbók Morgun-blaðsins árið 2003, en hann var sjö ára þegar atvikið átti sér stað. Pabbi hans var vitanlega stoltur af syninum og keypti skömmu síðar handa honum fyrstu harmónikkuna. Tíu ára var Þórir farinn að spila með pabba og félögum á böllum, en fyrsta „prófessional“ band-ið sem Þórir starfaði með var Hljómsveit Guðmundar Ingólfs-sonar. Þar var hann byrjaður að spila fjórtán ára gamall. Hljóm-sveitin var uppeldisstöð manna eins og Gunnars Þórðarsonar og Engilberts Jensens og aðal ballgrúppan á Suðurnesjum á tímabilinu á milli frumrokks og bítls. Framhald á næstu opnu

Þórir Baldursson heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna

Mér þykir svo gaman að spila Þórir Baldursson er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Tónlistarferill hans er búinn að vera stórmerkilegur og ævintýralegur á köflum. Hann spannar fjölbreytt svið - þjóðlagatónlist, dýrðlegt velmegunardiskó og harmóníkuböll - svo eitthvað sé nefnt. Þótt á tímabili hafi enginn náð jafn langt og Þórir á alþjóðlegum dægurlagamarkaði er saga hans ekki jafn þekkt og margra annarra tónlistarmanna, enda er Þórir ekki mikið fyrir sviðsljósið. Það sem hefur alltaf vakað fyrir honum er að fást við tónlistina, að sökkva sér ofan í hana. Hann er minna fyrir að tala um tónlistina eða velta sér upp úr fortíðinni.

... vann Þórir á þessum tíma með fólki eins og Elton John, Grace Jones, Boney M, Melbu Moore, Twiggy og fjöldanum öllum af vongóðum diskósmástjörnum.

Þórir töffaralegur á plötuumslagi frá 1970. Útgefandi var SG hljómplötur.

Þú átt líka þátt í Íslensku tónlist-averðlaununum. Farðu inn á www.tonlist.is og veldu þinn listamann. Á kosningakvöldinu verður síðan hægt að velja milli fimm þeirra stigahæstu í símakosningu og að lokum tekur sá vinsælasti við verðlaununum. Vertu með á tónlist.is.

Íslensku tónlistarverðlaunin

Afhending í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. marsÍslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars. Athöfnin verður í beinni útsendingu í Sjón-varpinu. Helstu tónlistarstjörnur landsins koma fram. Þig langar ekkert að missa af þessu!

tilnefningar til Íslensku tónlistarverð-launanna umslag ársins tónlistarflytjandi ársins rödd ársins Bjartasta vonin textahöf-undur ársins tónhöfundur ársins lag ársins tónverk ársins hljómplata ársins (sÍgild og samtÍmatónlist) hljómplata ársins (jazz) hljómplata ársins (rokk/popp)

gHljómgrunnur 3. tbl. 2011, febrúar 2011 gÚtgefandi Morgundagur gRitstjórn Þorgeir Tryggvason

Page 30: FT 11. februar 2011

g Fjórar LP plötur með Savanna tríóinu 1964 - 1971g Þórir Baldursson leikur vinsæl íslenzk lög 1970g Fimm LP plötur með Geim-steini 1976 - 1980g Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson Lög Jenna Jóns 1979g Klukknahljóm 1983

g Tvær LP plötur með Gömmum 1984 og 1986g Til eru fræ með Rúnari Georgssyni 1986g Eins og þá með Savanna tríóinu 1991g Hammond-molar 1999

g Amon Düül Hijack LP 1974 (hljómborð)g Donna Summer A Love Trilogy 1976 (útsetningar) g Giorgio Moroder Knights in White Satin1976 (útsetningar)

g Sailor Checkpoint 1977 (útsetningar)g Donna Summer I Remember Yesterday1977 (útsetningar, hljómborð)g B&B (Þórir & Mats Björklund) Boogaloo1978

g Metropolis The Greatest Show on Earth 1978g Grace Jones Muse 1979(útsetningar og orgel)g Melba Moora Burn 1979 (útsetningar, hljómborð)

g The Salsoul Orchestra Street Sense (útsetningar, hljómborð)g Elton John Victim of Love 1979 (útsetningar, hljómborð)

2 hljómgrunnur Helgin 11.-13. febrúar 2011

Tíu ára var Þórir farinn að spila með pabba og félögum á böllum, en fyrsta „prófess-ional“ bandið sem Þórir starfaði með var Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Þar var hann byrjaður að spila fjórtán ára gamall.

Arfurinn settur í nýjan búningÞórir var hættur og fluttur til Reykjavíkur um svipað leyti og Gunni Þórðar hætti í Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og stofnaði Skugga og síðar Hljóma. Á mölinni gekk Þórir í MR og kynntist strákum - Birni Björnssyni og Troels Bendtsen og fleirum – sem hann stofnaði Sav-anna tríóið með. Amerísk þjóðlagatónlist í anda Kingston tríósins og Clancy Brothers var í miklum hávegum á þessum tíma og hafði mikil áhrif á strákana. Þegar Savanna byrjaði kunni Þórir þó ekkert á gítar - sem var mikilvægasta hljóðfærið í þjóðlagamúsíkinni – en æfði sig bara þangað til hann var orðinn góður.

Uppgangur Savanna var mikill eftir að Pétur Pétursson þulur tók við umboðsmennsku fyrir tríóið, nóg að gera við að spila undir borðhaldi og á skemmtunum og Svavar Gests kveikti snemma á perunni og gaf út fjórar LP plötur á 7. áratugnum. Fljótlega einbeitti tríóið sér að ís-lenska þjóðlagaarfinum og aðlagaði gömul ís-lensk lög að ameríska þjóðlagastílnum.

„Safn Bjarna Þorsteinssonar var fjársjóður,” sagði Þórir í viðtali við Fréttablaðið 2009. „Við vorum bara að leita að einhverju sem við gætum notað sem skemmtiefni því það var aðal-bisness-inn. Við vorum ekki að verða ríkir á plötusölu. Uppákomur á þorrablótum og mannfögnuðum hingað og þangað gáfu aur. Það voru okkar ær og kýr.“

Þórir var alltaf leiðtogi Savanna tríósins, sá um útsetningar og samdi þau frumsömdu lög sem tríóið flutti. Aðrir nutu einnig starfskrafta hans. Hann samdi þrjú lög á fyrstu litlu plötu Dáta og í lok 7. áratugarins, þegar komið var los á Sav-anna, var Þórir farinn að spila dansmúsík með Heiðursmönnum. Þar söng María Baldursdótt-ir, systir Þóris. Þegar hér var komið sögu hafði Þórir fengið „algjöra dellu“ fyrir orgelum - „þetta var mér nýr heimur og áhuginn var svo mikill að ég tæpast svaf á næturnar,“ sagði hann í viðtali við Benedikt Viggóson á Tímanum 1969. Hann varð sér úti um risavaxinn, 280 kílóa Hammond hlúnk, sem varð aðalhljóðfæri hans næstu miss-erin. Þórir hefur alla tíð haldið tryggð við orgel af Hammond tegund og er enn í nánu grúv-sam-bandi við hljóðfærið.

München-sándið Í byrjun 8. áratugarins fór Þórir – eiginlega óvart – í útrás sem skilaði honum fyrst til Stokkhólms

og svo til München í Þýskalandi. Í Stokkhólmi kynntist hann sænsku söngkonunni Ninu Lizell, sem hann átti eftir að kvænast og eignast með tvö börn. „Svo gerðist ég orgelleikari með þýsku bandi sem spilaði meðal annars á fallegum skíða-stöðum í Sviss,“ sagði hann 2009. „Meðan ég var þar kom þýski söngvarinn Edo Zanki og hreifst af orgelleiknum. Hann var að fara að gera plötu í München og spurði mig hvort ég væri tilkippi-legur að vera með á plötunni. Ég sló til og fór að spila með honum. Við áttum seinna eftir að fara á túr um alla Evrópu með Leo Sayer. Ég settist bara að í München og byrjaði að láta vita af mér.“

Eitt leiddi af öðru og þegar fréttist að í borg-inni væri íslenskur píanóleikari sem gæti „spilað svolítið eins og Elton John“ fóru hjólin að snúast. „Það var byrjað að hringja og fyrr en varði var ég bara farinn að útsetja og pródúsera.“

Teningunum var kastað. Hinn víðfrægi diskó-kóngur – en þá upprennandi - Giorgio Moroder starfaði á svæðinu. Leiðir hans og Þóris - eða Thor Baldursson, eins og hann var farinn að kalla sig – lágu saman. „Ég vann mjög mikið fyrir Giorgio. Á tímabili var það bara ég,“ sagði Þórir 2009. „Hann lét mig fá öll demóin, spólur þar sem hann gaulaði laglínuna. Hann spilar voða lítið sjálfur. Ég þurfti svo að gera demó af demóunum og bera undir Donnu Summer og fleiri lista-menn. München-sándið og stíllinn er alveg ein-stakur. Þessi stíll varð eftirsóknarverður á diskó-tímabilinu. Ég átti drjúgan þátt í að búa hann til.“

Diskóbólan springurDonna Summer var á samningi við Casablanca Records í Ameríku, fyrirtæki sem er þekkt í popp-sögunni fyrir yfirgengilegt bruðl. Þórir var á sí-felldu flandri á milli München og Los Angeles til að smíða diskósmellina. Hann segir þetta hafa verið æðislegan tíma, að íslenska 2007-góðærið hafi ekki komist í hálfkvisti við diskógóðærið.

„Það var hvílíkt bruðl í gangi og dekrað við okkur. Maður var fluttur á milli landi á fyrsta klassa og svo var maður á íbúðarhóteli með bíl í kjallaranum fyrir sig. Maður tók aldrei upp vesk-ið. Þetta var bara lenskan, það var ekki það að við værum svona kröfuharðir.“

Auk þess að vinna í mörgum af helstu smellum Donnu, sem útsetjari og pródúser, vann Þórir á þessum tíma með fólki eins og Elton John, Grace Jones, Boney M, Melbu Moore, Twiggy og fjöld-anum öllum af vongóðum diskósmástjörnum.

Þetta tímabil hefur síðar fengið á sig stjörnu-ljóma og Þórir segir að það séu helst grúskandi diskónördar sem séu að „moka ofan af honum moldinni“ í dag. Aðdáendasíða um hann er starf-andi á Facebook.

Casablanca útgáfan reyndist þó eitt stórt kúlu-lán og þegar diskóbólan sprakk með látum kom það niður á Þóri. „Ég var á fullu í þessu. Á end-anum varð úr að ég flutti frá München til New York af því ég var alltaf meira og minna að vinna í Ameríku hvort sem var. Akkúrat þá, árið 1980, sprakk diskóbólan. Ég var með lænaðar upp tíu plötur sem ég var að fara að gera en það var allt sett út af borðinu.“

Aftur heimEftir útrásina og rússibanareið diskósins segir Þórir að gott hafi verið að koma heim árið 1982. Í lok 9. áratugarins hélt hann þó aftur til New York og var meira og minna við vinnu þar í þrjú ár. Þá var hann búinn að kynnast seinni konu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur kennara.

„Þarna var ég mest í R&B -músík, rhythm and blues, og bara þeldökkt fólk í kringum mig. Ég bjó í þeirra hverfi og lifði og hrærðist í þeirra tón-list. Það var óhemju yfirlega fyrir mig að vinna í þessari tónlist. Þessir menn gátu alls ekki kastað höndunum til verka, og ótrúlegt nostur við allt sem spilað var. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig.”

Meðal þeirra listamanna sem Þórir vann með á þessum árum voru Walter Beasley, Audrey Wheeler og Starpoint.

Segja má að Þórir hafi verið alkominn heim árið 1990 og síðan þá hefur íslenskt tónlistarlíf fengið að njóta fagmennsku hans og ástríðu til tónlistarinnar. Þórir hefur fengist við listina á ýmsum sviðum; kennt, spilað, útsett og stjórnað stórhljómsveitum.

„Ég held auðvitað áfram að spila,“ sagði Þórir í viðtalinu 2003. „Ef ný tækifæri rekur á fjörur mínar - tækifæri sem ég ræð við, tek ég þátt í þeim. Mér þykir svo gaman að spila. Það er engin kvöð. Ég ætla líka að halda áfram að kenna eins lengi og ég get, því ég hef mikla gleði af því að kenna og kynnast nemendum mínum. Og meðan einhverjir vilja mig sem útsetjara, held ég því áfram líka. Ef enginn vill mig í það; – ætli ég fari þá ekki bara að semja fyrir sjálfan mig - loksins - ég hef gert allt of lítið af því.“

Dr. Gunni tók saman

Helstu plötur á íslenskum markaði Helstu plötur á alþjóðlegum markaði

Heiðursverðlaunahafinn 2011 Þórir Baldursson tók við heiðursverðlaunum ÍTV í vikunni. Hann settist við píanóið af því tilefni og lék af fingrum fram, meðal annars í félagi við Jakob Frímann Magnússon og Agnar Má Agnarsson.

Ljós

myn

d/H

ari

Page 31: FT 11. februar 2011

Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnahefta fyrir allar tegundir tónlistar

og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu.

Hjá okkur færðu faglega þjónustu,byggða á þekkingu og

áratuga reynslu.

Mikið úrval, glæsilegra og vandaðra píanóa á frábæru verði.Val um svart pólerað, mahoní eða hnotu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.isTónastöðin Akureyri • Strandgötu 25 • Akureyri • sími: 456 1185

y�r 20 ára reynsla á Íslandi

KURZWEIL SOUND MLS1Nú getur þú æft á öllum tímum sólarhringsins

Einnigfáanlegt með

Page 32: FT 11. februar 2011

4 hljómgrunnur Helgin 11.-13. febrúar 2011

Umslag ársins

Sigurður Eggertsson fyrir Pólýfónía með Apparat Organ Quartet

Hallmar Freyr Þorvalds-son fyrir Baldur með Skálm-öld

Hrafn Gunnarsson fyrir Helvítis fokking fönk með Stórsveit Samúels J Samú-elssonar

Sara Riel fyrir The end is as near as your teeth með Swords of chaos

Lilja Birgisdóttir og Inga Birgisdóttir fyrir Go með Jónsa

Tónlistarflytjandi ársins Ómar Guðjónsson gítar-leikari fyrir öflugt tónleika-hald á síðasta ári, bæði með eigin hljómsveitum og fjölmörgum öðrum lista-mönnum.

Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuill fluttu þrjá síðustu ljóðaflokka Schubert með viku millibili á Listahátíð 2010. Áhrífaríkur flutningur þeirra á þessum helstu ljóða-flokkum tónbókmenntanna er þeim sem á hlýddu ógleymanleg stund.

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hefur þrátt fyrir ungan aldur fest sig í sessi sem einn okkar albesti strengjaleikari og var flutn-ingur hennar á Árstíðum Vivaldis og Piazolla með Sinfóníuhljómsveit Íslands hreint út sagt frábær.

Agent Fresco fyrir öflugt tónleikahald þar sem hverjir tónleikar eru eins og þeir síðustu

Jónsi fyrir ótrúlega þétt og afkastamikið ár sem gat af sér tvær plötur og tónleika-ferðalag um heim allan.

Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar fyrir að núllstilla afróbítklukkuna á Íslandi. Nú er sami tími í Lagos og á Laugalæknum.

Rödd ársinsJóhann Smári Sævars-son fyrir magnaða túlkun á Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar og Vetrarferð Schuberts. Djúp og safarík rödd Jóhanns gleymist eng-um sem á hana hafa hlýtt.

Þóra Einarsdóttir fyrir hvern listræna sigurinn á fætur öðrum. Þóra býr yfir einstakri raddtækni og miklu innsæi og tilfinninga-dýpt. Söngkona í fremstu röð.

Kristinn Sigmundsson stendur á hátindi síns ferils. Auk þess að syngja reglulega á helstu óperusviðum heims-

ins kom hann fram á hátíðar-tónleikum á Listahátíðar 2010 og söng þar margar af þeim aríum sem honum standa nærri.

Arnór Dan ArnarsonEkki bara að sjarminn leki af honum þegar hann er á sviði heldur sveiflar hann sér úr ástríðufullum ofsaöskrum yfir í blíðasta melódíusöng eins og að drekka vatn.

Jón Þór Birgisson (Jónsi)Jónsi notar sérkennilega rödd sína til að túlka hin ólíkustu tilfinningalegu blæ-brigði, veri það fjör og gleði eða sorg og söknuður. Þetta gerir hann með texta - eða án!

Ólöf ArnaldsÓlöf sækir í gamla íslenska þjóðlagahefð og bætir um betur og fer algjörlega sínar eigin leiðir í söng og túlkun. Hún skapar töfrandi brot-hættan söngvef sem á engan sinn líkan.

Bjartasta voninAri Bragi Kárason tromp-etleikari er einhver efnileg-asti trompetleikari sem fram hefur komið um árabil. Blæs ferskum vindum inn í jazzlíf þjóðarinnar.

Sóley Stefánsdóttir söng-kona og lagasmiður. Plata hennar Theater Island ber með sér óvenju þroskaðan og framsækin hljómheim.

Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona hefur vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi flutn-ing og listrænan þroska.

Hljómsveitin Valdimar datt af himnum ofan að því er virtist með plötu sem hljómar eins og þriðja plata sveitarinnar fremur en frum-burður

Hljómsveitin Just another snake cult. Þórir Bogason, sem stendur á bakvið nafnið, stendur jafnhliða því besta sem er að gerast í tilrauna-poppi erlendis með þessari plötu sem glitrar af hug-myndagnægð og glúrinni úrvinnslu.

Textahöfundur ársinsBjartmar Guðlaugsson fyr-ir textana á Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergris-unum.

Róbert Örn Hjálmtýsson fyrir textana á Lúxus upp-lifun með hljómsveitinni Ég.

Andri Ólafsson og Stein-grímur Teague fyrir textana á Búum til börn með Moses Hightower.

Haraldur F Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson fyrir textana á Meira polla-pönk með Pollapönk.

Bragi Valdimar Skúlason fyrir texta fönkóperunnar

Diskóeyjunnar og á jólaplöt-um Baggalúts og Sigurðar Guðmundssonar og Memfis-mafíunnar.

Jónas Sigurðsson fyrir textana á Allt er eitthvað.

Tónhöfundur ársinsJóel Pálsson fyrir lögin á hljómplötunni Horn.

Skúli Sverrisson fyrir lögin á hljómplötunni Sería 2.

Jón Þór Birgisson fyrir lögin á hljómplötunni Go.

Pétur Hallgrímsson fyrir lög sín á hljómplötunni Let me be there með Ellen.

Ólöf Arnalds fyrir lögin á hljómplötunni Innundir skinni.

Bjartmar Guðlaugsson fyrir lögin á hljómplötunni Skrýtin veröld.

Lag ársins Go do af hljómplötunni GoHöfundur: Jón Þór Birgis-son. Flytjandi: Jónsi. Út-gefandi: XL Recordings og Smekkleysa.

Crazy car af hljómplötunni Innundir skinniHöfundur: Ólöf Arnalds. Flytjendur: Ólöf Arnalds og Ragnar Kjartansson. Útgef-andi: One little Indian og Smekkleysa.

Það geta ekki allir verið gordjöss úr fönkóperunni DiskóeyjunniHöfundur: Bragi Valdimar Skúlason. Flytjendur: Páll Óskar Hjálmtýsson og Mem-fismafían. Útgefandi: Sena.

113 Vælubíllinn af hljóm-plötunni Meira pollapönkHöfundur: Haraldur F. Gísla-son. Flytjendur: Pollapönk.Útgefandi: Record Records.

Konan á allt af hljómplöt-unni Skrýtin veröldHöfundur: Bjartmar Guð-laugsson. Flytjendur: Bjartmar og Bergrisarnir. Útgefandi: Geimsteinn.

Hamingjan er hér af hljóm-plötunni Allt er eitthvaðHöfundur og flytjandi: Jónas Sigurðsson.

Tónverk ársinsHrím - fyrir hljómsveitHöfundur: Anna Þorvalds-dóttir. Hrím er þétt ofið og afar áhrifaríkt verk, tónmálið sterkt, persónulegt og sann-færandi.

Allt hefur breyst, ekkert hefur breyst - fyrir píanó og hljómsveit Höfundur: Haukur Tómas-son. Flytjendur: Víkingur Heiðar Ólafsson og Caput. Litríkur og sérlega heillandi píanókonsert, fullur af blæbrigðum og grípandi hendingum sem mynda afar sterka heild.

Vertu með RingTónaá 0 kr. í febrúar

www.ring.is / m.ring.is ringtonar.ring.is

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

37

3

tiLnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna

Verk ársins 2010Umsögn dómnefnda ÍTV

Dómnefnd ÍTVAndrea JónsdóttirArnar Eggert ThoroddsenÁrni ÓskarssonElísabet Indra RagnarsdóttirHelgi JónssonJónatan GarðarssonPétur Grétarsson-ritariTrausti Júlíusson

Page 33: FT 11. februar 2011

KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS

FRÁBÆRT ÚRVAL AF AFÞREYINGUTÓNLIST - DVD OG TÖLVULEIKIR

PC

Skyggni er ekkert vandamál í brakandi blíðu þegar sólin er hátt á lofti. Í úrkomu og slæmu veðri er annað uppi á teningnum. Þá verða rúðuþurrkurnar að vera í lagi til að geta hreinsað rúðuna fyrirvaralaust. Til viðbótar við rúðuþurrkur skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

ENN

EMM

/ SÍ

A / N

M41

557

Rúðuþurrkur?

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

Kvartett - fyrir fiðlu, klarin-ett, selló og píanó Höfundur: Þórður Magnús-son. Þórður vinnur frábærlega með liti ólíkra hljóðfæra og skapar tregafullar og magn-aðar laglínur í eftirminni-legu tónverki.

Hljómplata ársins Sígild og samtímatónlist

Hymnodia Sacra - Íslenskt sálmasafn frá 18. öldFlytjendur: Kammerkórinn Carmina, Nordic Affect, Árni Heimir Ingólfsson. Útgefandi: Smekkleysa.Platan byggir á merkilegum rannsóknum á tónlistararfi liðinna alda en hér tekst hið vandasama, að flétta saman rannsóknum og tónlistar-flutningi svo úr verður ein-staklega falleg og lifandi túlkun á tónlist liðinna alda. Mjög vel heppnuð útgáfa.

Iepo Oneipo/Heilagur draumur eftir John Tavener Flytjendur: Kammerkór Suðurlands, Guðrún Jó-hanna Ólafsdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Margrét S Stefánsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson. Útgefandi: Smekkleysa.Stórgóð og innileg túlkun Hilmars Arnar Agnarssonar, Kammerkórs Suðurlands, einsöngvara og hljómsveitar á upphöfnum og heilandi tónverkum Tavener sem geta, þegar best lætur, hrifið hlustanda með sér yfir á aðra plánetu. Afbragðs plata.

framhald á næstu opnu

Page 34: FT 11. februar 2011

6 hljómgrunnur Helgin 11.-13. febrúar 2011

Hallgrímspassía - Tónlist Sigurðar Sævarssonar við Passíusálma Hallgríms Pét-urssonar Flytjendur: Schola Cant-torum, Caput, Jóhann Smári Sævarsson, Hörður Áskels-son. Útgefandi: Aspir.Afar sterkt og innilegt tón-verk Sigurðar Sævarssonar nýtur sín mjög vel í frábær-um flutningi Schola Cantor-um og Caput. Fáguð, djúp og hrífandi plata

Sería II - Tónlist Skúla Sverrissonar fyrir strengja-hljóðfæri, blásara, slagverk, hljómborð og fleira. Flytjendur: Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson, Ama-deo Paceo, Eyvind Kang, Anthony Burr, Kristín Anna, Ólöf Arnalds, Hildur Guðna-dóttir, Óskar Guðjónsson. Útgefandi Sería Music.Skúli Sverrisson heldur áfram að vinna með svipaða eiginleika í fyrri Seríuplötu sinni. Hér er samspilið og samvinnan í fyrirrúmi þar sem Skúli og frábærir sam-starfsmenn hans mynda fínofinn og á köflum ramm-göldróttan tónvef. Mjög áhrifaríkt verk.

Flute Music - Tónlist eftir Toshio Hosokawa. Flytjendur: Kolbeinn Bjarna-son, Caput, Snorri Sigfús Birgisson. Útgefandi: NaxosKolbeinn Bjarnason sýnir enn og aftur hvílíkur afreks-maður hann er á sviði tón-listarinnar. Hér ræðst hann í flutning á öllum flautuverk-um japanska tónskáldsins Toshio Hosokawa en verkin, sem stundum virðast látlaus og einföld, krefjast yfir-burða færni og næmi flytj-enda. Afar merkileg útgáfa í alla staði.

Hljómplata ársins Jazz

Horn - Jóel PálssonFlytjendur: Jóel Pálsson, Ari Bragi Kárason, Eyþór Gunn-arsson, Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving. Útgefandi: Flugur. Frumlegar og marg-slungnar tónsmíðar. Þrótt-mikil sveit afbragðsgóðra hljóðfæraleikara sem vinna vel saman og skapa einkar blæbrigðaríkt og heildstætt verk.

Reginfirra - Reginfirra Flytjendur: Ingimar Ander-sen, Kristján Tryggvi Mart-insson, Magnús Trygvason Elíassen, Daníel Friðrik Böðvarsson. Útgefandi: Firra. Tónlist sem iðar af fjöri og tilraunagleði. Ungir og bráðefnilegir tónlistar-menn sem gefa mikil fyrir-heit.

The Dream - Sunna Gunn-laugs Flytjendur: Sunna Gunn-laugs,Loren Stillman, Eivind Opsvik, Scott McLemore. Útgefandi: Sunny Sky Re-cords. Lagræn og seiðandi djasstónlist með áleitinni sveiflu og krydduð með nokkrum stuttum frjálsum spunaköflum.

Hljómplata ársins Rokk/Popp

A long time listening - Agent FrescoÚtgefandi: RecordRecords

Frábær plata frá bestu rokk-sveit landsins nú um stundir. Það hefur verið unun að fylgjast með Agent Fresco vaxa og dafna síðan strák-arnir unnu Músíktilraunir með glans fyrir tveimur og hálfu ári. Tilraunir leitandi tónlistarskólastráka eru í dag orðnar að fullburða, framsæknu rokki og prýðir það þennan frábæra frum-burð hennar.

Go - Jónsi Útgefandi: Frakkur/Smekk-leysaJónsi notar öll trikkin sem hann hefur lært á Sigur Rós-ar ferlinum og bætir við glitr-andi perlum úr fjársjóðskist-unni sinni. Útkoman er slík gersemi að það er leitun að annarri eins plötu. Reynsla og öryggi fara saman við ótrúlega næma söngtúlkun, stórfína spilamennsku og fágaða vinnslu.

Allt er eitthvað - Jónas SigurðssonÚtgefandi: Cod MusicJónas fylgir Þar sem mal-bikið svífur mun ég dansa farsællega eftir. Líkt og á fyrri plötu er allt þægilega á

skakk og skjön, lögin, krydd-uð með brassi, óhljóðum og í einu tilfelli Sinclair Spectr-um-tölvu fara í óvæntar áttir, statt og stöðugt og maður situr með sperrt eyrun frá upphafi til enda.

Innundir skinni - Ólöf Arnalds Útgefandi: One Little Indi-an/SmekkleysaÓlöf grípur átján mílna skóna og tekur risaskref fram á við eftir að hafa sannað sig svo um munar með plötunni Við og við. Seiðandi melódíurnar stíga línudans á mörkum dulúðar, angurværðar og einlægni. Hún nýtur félags-skaparins við afburða sam-verkafólk sem magnar áhrif tónsmíða hennar.

Lúxus upplifun - Ég Útgefandi: JörðinAð segja að Róbert Örn Hjálmtýsson hafi einstaka sýn á það hvernig setja eigi saman popplag nær engan veginn utan um þær ótrú-legu leiðir sem hann fer inn í þriggja mínútna poppformið. Og það ótrúlegasta við þetta allt saman er að það virkar.

Búum til börn - Moses Hightower Útgefandi: StakaTónlistin á frumsmíð Moses Hightower er óvenjuleg blanda af sígildri sálartónlist og íslensku poppi með fyrir-taks textum. Útkoman er ofursvöl og full af tilþrifum og tilfinningu.

Last train home - Kalli Útgefandi: SmekkleysaKalli hefur mjög gott tak á aðgengilegu, nútíma kántríi, og sýnir það svo um munar á þessari skotheldu skífu. Lagasmíðarnar flottar og söngurinn afbragð

Kimbabwe - Retro Stefson Útgefandi: Kimi RecordsRetro Stefson er einstök í íslenskri poppflóru. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Kimbabwe hress blanda af poppi og heimstónlist, en nú er sveitin búin að þétta útsetningarnar og auka fjöl-breytnina enn frekar.

H verjar eru plötur ársins 2010 að mati fag-nefnda Íslensku tónlistarverðlaunanna? Hver hlýtur vinsældaverðlaunin? Er þetta spenn-

andi og áhugavert? Forsmekkurinn að þessu er af-hjúpun tilnefninga Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sú stund er tilefni til skoðanaskipta og leiðin til að kryfja og fara í gegnum íslenskt tónlistarlíf á liðnum miss-erum. Nú er tíminn til að gera upp hug sinn. Hvaða plötur, hvaða tónlist skiptir þig máli? Hvaða gildi hefur hún áunnið sér í þínu lífi? Er tónlistin órjúfan-legur hluti af tilveru þinni? Flest okkar hafa örugglega áhuga á að kynnast nýjum straumum í menningunni. Höfum það í huga þegar við ljáum tónlist komandi árs eyra. Í öllu falli er í dag tilefni til að fagna og tími til að njóta.

Þrátt fyrir að fréttir berist stöðugt þess efnis að fleiri og fleiri hali niður tónlist ólöglega, þá er ekki hægt að segja annað en að íslenskt tónlistarlíf skilji eftir sig frábært ár. Tónlistarlíf innblásið af skapandi hug-myndum, krafti og áhuga. Í kjarnanum upplifum við nýsköpun, ólíkir straumar mætast, gamlar perlur öðlast nýtt líf.

Frábært ár að baki

Við tölum um ný atvinnutækifæri skapandi greina atvinnulífsins. Við hugleiðum á þessari stundu niður-stöður úttektar varðandi hlut skapandi greina í lands-framleiðsu, þar með talið tónlistarinnar og upplifum svo ekki verður um villst að þetta er einn af grunnat-vinnuvegum þjóðarinnar. Hér skiptir sköpum að sam-félagið virði og standi saman vörð um þau verðmæti sem hugverk eru. Þróun á sölu tónlistar í þeim sam-félögum sem við gjarnan berum okkur saman við hef-ur í auknum mæli færst yfir í stafrænt umhverfi. Ljóst er að tíminn er naumur og markaðsstærðin veik á alþjóðavísu. Varðveisla sjálfstæðis samfara fjölbreytni í menningu er engu að síður mikilvægt fyrir okkar samfélag. Þess vegna köllum við í tónlistariðnað-inum meðal annars eftir jafnræði í virðisaukaskatti á stafrænni sölu og á sölu geislaplatna og LP platna. Við köllum eftir samstarfi tónlistariðnaðarins og annarra sambærilegra rétthafa, almennings, símafyrirtækja og stjórnvalda, um leiðir til að lögleg neysla höfundar-réttarefnis verði kynnt og aðgengi eflt á Íslandi.

Tónlistarhúsið Harpa er tímamót í íslensku tónlistar-lífi og okkur ber að virða það starf og þá drauma sem fjöldi fólks í tónlistarlífinu og áhugamenn hafa borið með sér að tónlistarhús rísi.

Samtal milli tónlistarlegrar hugsunar og sviðsetn-ingar er tilefni fjölbreytilegra hugleiðinga. Það mun vissulega eiga sér stað í tónlistarhúsinu Hörpu og ég trúí þvi að sú samræða verði á jákvæðum og skapandi nótum. Á sama hátt mun samspil náttúru og menn-ingar verða útgangspunktur sambúðar ferða- og ráð-stefnugeirans í Tónlistarhúsinu. Náttúra og íslensk menning eiga alltaf samleið.

Ég tel að við séum flest sammála um það að þegar stórkostleg hugmynd eða hugsjón verður fullsköpuð að veruleika sé það fagnaðarefni. Augnablikið sem er svo fallegt og spennandi kemur aldrei aftur. Allt það sem okkur finnst rangt varðandi tónlistarsköpunina eða starfið í listheimi okkar heyrir fortíðinni til. Það sem er rétt er okkar framtíð. Ef við kjósum svo þá er hún björt.

Ásmundur Jónssonformaður Samtóns

Page 35: FT 11. februar 2011

Spilverk þjóðannaAllt safnið

5.302.046 lög525.148 plötur329.599 listamenn

5.302.046 lög525.148 plötur329.599 listamenn

Page 36: FT 11. februar 2011

máltíð

á kfcmánaðarins

&

899kr.

899kr.

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ • REYKJANESBÆ • SELFOSSI

svooogott™0gr.trans-

fita

www.kfc.is

Page 37: FT 11. februar 2011

NISSAN JUKEFramhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km.

3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.*

NISSAN QASHQAI5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km

4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.*

*Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 mán.

Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail.

Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL

Verð frá: 5.990.000Eyðsla: 7.1 l/100 kmCO2 losun: 188 g/km

B&L OG INGVAR HELGASON Sævarhöfða 2, sími 525 8000 facebook.com/nissanvinir

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

44

73

0

21 cm undirlægsta punkt

NISSAN NOTE1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losun 139 g/km.1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losun 159 g/km.

Frá 2.490.000 kr. / 28.870 kr. pr. mán.*

Vonar að Jógvan vinni

„Það væri ekki fyndið ef við sendum Eldgos út,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðakona og Eurovision-sérfræðingur. „Maður veit ekki almennilega hvort þetta á að vera grín eða ekki en þetta er líklega djók. Eða hvað?“ Hvað sem því líður segir Gunnhildur ljóst að lagið hafi ekki það til að bera sem almennilegt Eurovision-lag þurfi til að eiga möguleika á að komast alla leið. „Nei, alls ekki. Lagið er þó skemmtilegt og krydd í íslensku keppnina en þetta á ekkert erindi út.“

Spurð segir Gunhildur að ómögulegt sé að segja til um hvaða lag beri sigur úr býtum á laugardagskvöld. „Ég held að þjóðin geti tekið ástfóstri við lagið hans Sjonna Brink en ég vona að Jógvan vinni. Mér finnst lagið hans skemmti-legast. Það er nútímalegast og

hann er bara flottur á sviði og nær fólki með sér. Jóhanna Guðrún gerir það líka og þegar hún stígur á svið þá bara horfir maður. Það er virkilega gaman að horfa á hana.“

Gunnhildur er ánægð með íslensku keppnina og segir öll lögin ágæt. „Þau eiga samt ekkert endilega öll heima á sviði í Düsseldorf þótt þetta séu allt ágætis lög. Fólk er oft neikvætt út í þessa undankeppni en þetta er alls ekki slæmt. Þetta er eigin-lega bara þvert á móti fínt.“

Gular baunir geta ekki unnið

„Eldgos bara gerði líf mitt. Þetta er einhver mesta geðveiki sem ég hef á ævi minni séð. Í alvörunni. Ég öskraði og grét. Þetta var bara eins og einhver freudísk sálfræði-meðferð að horfa á þetta lag,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem liggur ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn. „Allar tilfinningar sem

ég hef upplifað helltust bara yfir mig. Hann labbar þarna inn með þennan rauða brúsk framan í trýninu á

sér og klæddur eins og Jóakim aðalönd og svo

kemur bara, eins og skrattinn úr sauðar-

leggnum, einhver sópransöngkona!

Það er bara eins og enginn hafi gert ráð fyrir henni. Hún kom bara þarna allt í einu. Ég vil alltaf senda eitthvert kjaftæði í Eurovision ef við getum ekki sent Pál Óskar. Það er annaðhvort bara það eða að senda öflugan homma sem er alveg ljónharður og er alveg með þetta. Helst vildi ég bara senda Pál Óskar út á hverju einasta ári. Svo gæti hann tekið með sér Haffa Haff. Þetta er hómóvision og það er allt gott um það að segja en þar sem þetta er ekki í boði þá styð ég Eldgos. Jóhanna Guðrún er alveg fín í því sem hún gerir en ég þekki alveg gæja sem gera eitthvað geðveikt vel en það er bara ekkert rosalega spennandi. Ég þekki gæja sem er geðveikt góður í því að setja gular baunir í dós hjá ORA. Hann er góður í því en það er búið að setja svo margar baunir í svo margar dósir þannig að þetta er í sjálfu sér eitthvað sem nær ekkert athygli manns. Þótt eitthvað sé alveg hræðilegt þá er ég alltaf ánægður með það ef það vekur einhverjar tilfinningar hjá manni,“ segir Erpur sem veðjar á og vonar að Eldgos fari alla leið.

Lögin í úrslitum Ef ég hefði vængi900-9001Ástin mín eina900-9002Nótt900-9003Eldgos900-9004Ég lofa900-9005Ég trúi á betra líf900-9006Aftur heim900-9007

Hver syngur sig til Düsseldorf?Á laugardagskvöld rennur upp langþráð úrslitastund í Söngvakeppni Sjónvarps-ins þar sem það ræðst hver keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppn-inni í Düsseldorf í Þýskalandi í maí. Sjö lög koma til greina og ómögulegt er að segja til um hver niðurstaðan verður. Einn álitsgjafi Fréttatímans telur heppileg-ast að senda lagið Eldgos en annar segir að það lag megi alls ekki fara.

Vinir Sjonna flytja Aftur heim. Gunnhildur Arna telur líklegt að þjóðin geti sameinast um lagið.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Viltu vera heimilisvinur?www.soleyogfelagar.is

Helgin 11.-13. febrúar 2011

Page 38: FT 11. februar 2011

M örgum þykir það skjóta skökku við hve marga háskóla er að finna á landinu. Þó eru

flestir sammála um nauðsyn þess að hafa háskólastarf hér á landi. Hitt er svo annað mál hversu umfangsmikið það starf skuli vera og hvernig ríkið eigi að koma að því. Eitt hlutverk háskóla-starfs á Íslandi er að hlúa að menningar-arfi, og því er nauðsynlegt að halda úti námsleiðum er varða íslensk fræði, bókmenntafræði, sögu og þess háttar. Annað hlutverk er að þjálfa fólk til starfa og því er eðlilegt að boðið sé upp á kennslufræði, lögfræði, hjúkrun, verk- og tæknifræði og fleira af því tagi. Síð-ast en ekki síst ber að nefna rannsóknir og nýsköpun. Grunnmenntun í háskóla er almennt starfsmenntun, undirbún-ingur fyrir frekara nám, eða hugsuð til þess að auðga andann. Rannsóknarhlut-inn er hins vegar beintengdur framhaldsnámi.

Raunhæft markmið fyrir íslenskt háskólasamfélag er að bjóða upp á staðgóða grunnmenntun og gott fram-haldsnám á afmörkuðum sviðum. Þá er einnig mikil-vægt fyrir samfélagið að fjölbreytileiki sé sem mestur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að kynslóð eftir kynslóð læri við sama heygarðshornið. Hvað grunn-menntunina varðar má vera ljóst að ríkisháskóli hlýtur að sinna þeim sviðum sem fáir nemendur sækja í, en

talin eru nauðsynleg. Hins vegar eru til þau svið sem eru mjög vinsæl, þar sem rúm er fyrir fleiri en einn háskóla. Þó að rekstrarleg hagkvæmni kunni að vera minni heldur en ef aðeins einn háskóli væri til staðar (sem þó er ekki alveg víst), þá getur verið að heilbrigð samkeppni og mismunandi nálgun kennslustofnana sé til hagsbóta. Annar kostur væri að hafa sjálfstæðari skóla. Til dæmis mætti hugsa sér sérstakan tækniháskóla. Þannig væri hægt að stuðla að þeim sveigjanleika sem vill oft týnast í stórum ríkisstofnunum.

Hvað framhaldsnám áhrærir er aug-ljóst að þar eru aðstæður allt aðrar. Í fyrsta lagi er ástæða til að hvetja sem flesta sem tök hafa á til að fara í framhaldsnám til útlanda, og að auka hlutfall erlendra nemenda og kennara hér á landi. Í öðru lagi eru mun færri

í framhaldsnámi en grunnnámi og menntunin hlut-fallslega dýrari. Því er nauðsynlegt að framhaldsnám í landinu sé samstillt og þeim sviðum sem skara fram úr gert hátt undir höfði. Nýta þarf krafta allra þeirra háskólamanna sem skila árangri. Til þess þurfa yfir-völd menntamála að þrýsta á raunverulegt og skilvirkt samstarf um framhaldsnám, jafnframt því að hvetja til samkeppni milli fræðasviða með breyttri fjármögnun rannsóknarstyrkja. En það er efni í aðra grein.

30 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Fært til bókar

David hefur sýnt okkur þetta alltÞeir sem fylgst hafa með frábærum dýra-lífsþáttum Davids Attenborough í Sjón-varpinu kannast vel við þann mikla slag sem verður þegar öflugt ungt karldýr ræðst á þann karl sem farið hefur fyrir hjörðinni og leitt hana. Slagurinn er harður og blóðugur. Á meðan foringi hjarðarinnar er nógu öflugur hafa þeir ungu ekkert í hann að gera. Hann hrekur þá brott og situr áfram að sínu. Þar kemur þó að sá gamli verður að láta í minni pokann. Öflugra yngra karldýr reynist sterkara og rekur hið eldra á brott. Hjörðin fylgir hinum nýja foringja. Sá gamli vafrar á brott og hristir blóðugan hausinn. Með slíkum brottrekstri eldra forystudýrs hefur þjóðin fylgst undanfarna daga þótt um mannskepnur sé að ræða. Sá yngri lætur til skarar skríða. Það er allt undir. Sá gamli tekur fast á móti og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Eðlið er hið sama hver sem dýrategundin er. David hefur sýnt okkur þetta allt í sjónvarpinu.

Að „vgreiða“Þótt prentvillur séu hvimleiður fylgifiskur textaskrifa geta þær engu að síður verið skemmtilegar. Vefur DV var fyrr í vikunni að velta fyrir sér örlögum þeirra þing-manna Sjálfstæðisflokksins sem gengu úr skaftinu við afgreiðslu á Icesave-mál-inu í síðustu viku. Þar var fullyrt að þeir myndu lenda úti í kuldanum hjá Bjarna Benediktssyni flokksformanni. „Víst er að frami uppreisnarfólksins verður ekki mikill ef Bjarni situr. Það mun því verða hagur þeirra að fella formanninn hið fyrsta,“ sagði þar og voru nöfn Birgis Ármanns-sonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar nefnd sérstaklega en þeir sátu m.a. hjá við atkvæðagreiðsluna. Unnur Brá Konráðs-dóttir var sú eina sem greiddi atkvæði gegn hinum nýja samningi eða „vgreiddi“ eins og DV-vefurinn sagði. Hrós Stein-gríms J. Sigfússonar, formanns VG, í garð Bjarna Benediktssonar fór fyrir brjóstið á mörgum sjálfstæðismanninum og ein-hvern veginn náði vg-ið inn í frásögnina af greiðslu þessa atkvæðis Unnar Brár.

Íbúar Reykjavíkur standa frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði í skólamál-um. Engin leið er fram hjá því að það verði sársaukafull og erfið aðgerð. Sparn-aður af þessari stærðargráðu næst aldrei án þess að það komi illa við einhverja. Hingað til hafa þeir látið hæst í sér heyra sem tengjast tónlistarskólum borgarinn-ar. Þeim finnst gengið harðar að sér en öðrum. Það er reyndar klassískt sjónar-mið. Þeir sem verða fyrir niðurskurði sjá alltaf meiri og betri sparnaðartækifæri

hjá öðrum en sjálfum sér.Staðan er hins vegar sú að

Reykjavíkurborg er blönk. Þetta sameiginlega fyrir-tæki borgarbúa ræður illa við þau útgjöld sem á það eru lögð. Það er ekki annað í boði en að finna leiðir til að nýta þá fjármuni sem eru til skiptanna á annan hátt en tíðkast hefur.

Krafa borgarbúa hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að peningarnir, sem þeir leggja til samneyslunnar, fari þangað sem flestir njóta þeirra. Tónlistarnám fellur því miður ekki í þann flokk.

Tölurnar tala sínu máli. Meðalútgjöld borgarinnar á hvern tónlistarnema hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Nemi í söng-námi kostar til dæmis á fimmta hundrað þúsund króna á hverju ári. Og framhalds-nemendur í tónlistarnámi eru ennþá dýrari.

Stuðningsfólk tónlistarskólanna hefur gjarna bent á að borgin greiði margfalt meira til íþrótta en tónlistarkennslu. Staðreyndin er þó sú að kostnaður við niðurgreiðslu á íþróttaiðkun reykvískra ungmenna er um það bil einn tíundi af kostnaði við hvern tón-listarnema, sé miðað við höfðatölu. Óþarfi er að deila um hvorum megin peningunum er betur varið.

Hinn sígildi metingur milli lista og íþrótta er hins vegar fjaðurvigtarmál í samanburði við niðurskurðaráform í grunnskólum borgarinnar. Það mál er á allt öðrum og stærri skala.

Á síðasta ári kostaði rekstur grunn-skólanna tæplega fimmtán milljarða króna. Spara á ríflega 200 milljónir á þessu ári sam-kvæmt áætlunum. Hagræðingartækifærin eru örugglega á ýmsum sviðum. Sameina má litla skóla, lækka stjórnunarkostnað og fara í aðrar aðgerðir.

Hugmyndin er að þetta verði gert án þess að það komi niður á gæðum námsins, sem er metnaðarfullt markmið. Mildari sparn-aðarkrafa myndi þó örugglega hjálpa til. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að borgin hefur ekki nýtt sér þá leið að fara með út-svarið í lögbundið hámark. Það er nú 13,2 prósent en má fara í 13,28 prósent. Með þeirri hækkun fengjust um það bil 200 millj-ónir króna.

Ef sú upphæð væri eyrnamerkt menntun barnanna í borginni, má gera ráð fyrir að góð sátt næðist um útsvarshækkun.

Niðurskurður í skólamálum

Börnin í borginni

Jón Kaldal [email protected]

Í

Ágúst Valfellsdósent við tækni- og verkfræði-deild Háskólans í Reykjavík

Mismunandi hlutverk

Íslenska háskólasamfélagið

Krafa borgarbúa hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að peningarnir, sem þeir leggja til samneyslunnar, fari þang-að sem flestir njóta þeirra. Tónlistarnám fellur því miður ekki í þann flokk.

TÍBRÁ – tónleikaröð Salarins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2011-2012Eftirfarandi þarf að fylgja umsóknunum:

Ferilskrá(r) Efnisskrá Myndir af flytjendum Símanúmer og netföng Upplýsingar um óskatíma flytjenda

Búðu þig undir að koma fram í Salnum!

salurinn.is

Umsóknir sendist á [email protected]

merkt TÍBRÁ 2011-2012. Valið er úr umsóknum og verður öllum svarað að

því loknu.

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2011.

Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900 - www.jarngler.is

Nýtt Nýtt !!! Vorum að fá sendingu frá FABRIANO gæða teikni-,vatnslita-,akríl-,olíu-pappír í örkum, og blokkum. Einnig teikni-og vatnslita pappír í rúllum.

Page 39: FT 11. februar 2011

Ekkert hveiti - ekkert sojaprótein - engin aukaefni

LIFRARPYLSANFRÁ KJARNAFÆÐI- gamaldags og góð!

ÁN MSG

Page 40: FT 11. februar 2011

F lest ir munu sammála um að hrunið hér-

lendis 2008 var að stórum hluta sök nokkurra „íslenskra“ banka og stjórnenda þeirra, þót t hlut i þjóðarinnar dansaði með í hrunadansin-um. Það breytir ekki því að þjóðfélagið þarf nú sem aldrei fyrr á traustri banka-starfsemi að halda við endurreisn efna-hagslífsins.

Við smærri, og ekki síður stærri, mistök og ófarir er ætíð reynt að finna syndahafur og gjalda þá jafnan fleiri en sök eiga. Mannkynssagan er full af slíkum frásögnum.

Svo virðist sem íslenskt f jár-málakerfi sé sá syndahafur sem að minnsta kosti stjórnvöld horfa til, sé litið til þeirra starfsskilyrða sem bankastarfsemi virðast nú ætluð:

Á undanförnum mánuðum hef-ur verið skrifað undir ýmis plögg sem eiga það sammerkt að í þeim felast fyrirheit um eftirgjöf skulda einstaklinga og fyrirtækja hjá fjár-málafyrirtækjum. Vafalaust oftast nauðsyn fyrir skuldara, en fjár-mögnun eftirgjafar byggð á yfir-færslu frá föllnum bönkum eða ríkisábyrgð og þá lítt hirt um þau fáu fjármálafyrirtæki sem enn telj-ast sjálfstæð.

Nýleg lög um umboðsmann skuldara velta ógnvekjandi kostn-aði þeirrar starfsemi yfir á fjár-málafyrirtæki og aukinn kostnaður Fjármálaeftirlits fer sömu leið.

Samtímis er lagður á sérstakur bankaskattur og allt eru þetta þó smámunir hjá þeim árlegu tug-milljarða álögum sem fylgja munu samþykkt fyrirliggjandi lagafrum-varps um tryggingar innistæðna

ef af verður. Við þetta má svo bæta hugmyndum um að bankakerfið í heild ber i kostnaðinn af Icesave -klúðri Landsbankans.

Ofantaldan kostn-að virðist öllum fjár-málafyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra ætlað að bera án tillits til meiri eða minni, jafnvel engra, tengsla við þenslu og hrun.

Hefðbundin bankastarfsemi byggist að mestu á vaxtamun, þ.e. mun

á vöxtum greiddum á innistæður og aðra fjármögnun og þeim vöxt-um sem lántakendur greiða. Þessi munur er gjarna á bilinu 2,5 til 4%, mismunandi eftir eðli starfsem-innar. Nýjar álögur, sem verða ekki teknar nema af þessum vaxtamun, gætu numið allt að helmingi nú-verandi tekna fjármálafyrirtækja. Ef af verður neyðast því fyrirtækin annaðhvort til að hækka útláns-vexti verulega, sem virðist ófært miðað við stöðu heimila og fyrir-tækja, eða lækka innlánsvexti sem eru þó lágir fyrir og auk þess skatt-lagðir beint og óbeint. Það mun væntanlega leiða til að sparifé landsmanna hverfur úr bönkum og flyst í skuldabréfasjóði og önn-ur form sem ekki verða skattlögð með sama hætti; þeir sem mögu-leika hafa á munu flytja fé úr landi og einhverjir munu telja fé sitt best geymt undir koddanum.

Áður en lengra er haldið þarf Alþingi að meta hve miklar nýjar álögur er unnt að leggja á heilbrigð fjármálafyrirtæki án þess að raska um of grundvelli eðlilegrar banka-starfsemi í landinu. Væntanlega er hámark þess 0,2 til 0,3% af fjár-mögnun þeirra.

32 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011

Ari Teitssonstjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Álögur á fjármálafyrirtæki

Bankaþankar

world class.is

SúperformPeak PilatesHot Rope YogaMömmutímar

Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit

SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNA

á worldclass.is og í síma 55 30000

Bes

tun

Birt

ing

ahús

Áður en lengra er haldið þarf Alþingi að meta hve miklar nýjar álögur er unnt að leggja á heilbrigð fjármálafyrirtæki án þess að raska um of grundvelli eðlilegrar bankastarfsemi í landinu.

Í síðustu viku hlustaði ég á glæsilega túlkun Ara Þórs Vilhjálmssonar á fiðlu-konserti nr. 1 eftir Sjostakovitsj með Sinfóníuhljómsveit Íslands – og rifjaði um leið upp flutning Þórunnar Óskar Marinósdóttur á víólukonserti Bartóks og Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlu-konserti Mendelsohns fyrr í vetur. Svo að ekki sé minnst á einleik Víkings Heiðars Ólafssonar á upphafstónleikum hljómsveitarinnar í september.

Þegar ég gekk út úr Háskólabíói að tónleikum loknum sóttu að mér tvær

áleitnar hugsanir, að nokkru leyti skyldar, en þó ólíkar. Önn-ur var sú að þessi þjóð okkar á ótrúlega góða listamenn í mörgum greinum, vel mennt-aða fagmenn sem eru landi og þjóð til sóma hvar sem þeir koma fram. Þeim mun fremur er ástæða til að skammast sín fyrir vanhæfa, og ég leyfi mér að segja spillta, stjórnmála-menn og stjórnsýslu – og nú síðast Hæstarétt.

Hin snýr að tónlistinni sér-staklega, þeirri ungu listgrein okkar sem hefur tekið ótrú-legum framförum á skömmum tíma. Það var ekki fyrr en í júní 1926 að hér heyrðist fyrst í raunverulegri sinfóníuhljóm-

sveit, þegar Jón Leifs kom með Hambur-ger Philharmonisches Orchester – sem hélt tíu tónleika á 17 dögum. Síðan þá hefur tónlist á Íslandi tekið þvílíkum framförum að ég leyfi mér að segja (þótt ég sé bókmenntamaður) að hún standi nú fremst listgreina – og á ég þá við tón-skáld jafnt sem túlkendur. Margt kemur þar til. Hingað fluttu tónlistarmenn frá hinum þýskumælandi menningarheimi og unnu þrekvirki. Og svo kom til ný lög-gjöf um tónlistarskóla, ekki síst vegna framgöngu Gylfa Þ. Gíslasonar mennta-málaráðherra. Þar með gerbreyttist öll aðstaða til tónlistarmenntunar. Óttar heitinn Halldórsson vinur minn átti til að segja: „Hugsaðu þér ef Beethoven hefði fæðst á Hólmavík.“ Nú gæti Beethoven (eða hans líki) vel fæðst á Hólmavík því að þar er Tónlistarskóli Strandabyggðar, þökk sé framsýni þeirra manna sem skildu gildi listmenntunar. Það er að segja hingað til. Hvað nú verður, veit víst enginn. Því að nú er ráðist að undirstöðu tónlistarmenntunar með niðurskurðar-hnífi í höndum manna sem skilja ekki verðmæti skapandi hugsunar og listar.

Þetta minnir mig á sögu sem gekk hér á árum áður. Hún er á þá leið að til stóð að stækka Sinfóníuhljómsveit Íslands og bæta við hljóðfæraleikurum. Reis þá upp ónefndur þingmaður og taldi það af og frá. Hann hefði nefnilega sjálfur verið á tónleikum hjá þessari hljómsveit

og séð einstaka hljóðfæraleikara sitja með hljóðfærin á hnjánum af og til. Því teldi hann rétt að þeim yrði gert að spila allir í senn áður en bætt yrði við fleira fólki. Ekki sel ég þessa sögu dýrar en ég keypti hana. En hún minnir okkur á að niðurskurður fjárframlaga er í höndum fólks sem skipar óþarflega stóra yfir-byggingu í okkar litla þjóðfélagi og það byrjar ekki á að skera sjálft sig niður, heldur telur sig geta slátrað verðmætum sem það ber ekki skynbragð á. Hugsið ykkur að Kópavogur skuli launa Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara þrotlaust hugsjónastarf með því að fleygja honum á dyr! Er hann þá orðinn einhver óþarf-asti starfsmaður þar í bæ? Þessari aðför að tækifærum ungs fólks til tónlistar-menntunar mætti kannski líkja við það að draga úr lestrarkennslu, fyrst verið er að fækka kennslustundum í skólum, enda væri þá litið á bóklestur sem óþarfa – eins og eitt sinn var plagsiður hér á landi.

Tónlistarkennsla er ekki ókeypis og því má ekki gleyma að margir foreldrar leggja hart að sér, við takmarkaðan efnahag, til að leyfa börnum sínum að kynnast þroskandi glímu við tónlistina, þótt þau verði ekki öll snillingar. Börn og unglingar leggja líka hart að sér við að sinna þeirri glímu auk almenns skóla-náms. Og oftar en ekki skara þau fram úr á báðum sviðum.

Svo er önnur hlið á tónlistarkennslu þótt ef til vill sé ekki oft hugsað til henn-ar. Af henni hef ég persónulega reynslu. Ég er ekki alinn upp á svokölluðu menn-ingarheimili. Á æskuheimili mínu voru ekki margar bækur, og ekki hlustað á tónlist. Mér er það eitt minnisstætt að faðir minn slökkti umsvifalaust á útvarp-inu þegar rödd Eggerts Stefánssonar hljómaði. Þegar ég byrjaði í gagnfræða-skólanum á Ísafirði kom þangað Ragnar H. Ragnar og stofnaði tónlistarskóla – og ég lærði hjá honum á píanó sem ég gat talið föður minn á að kaupa. Hjá Ragnari opnaðist fyrir mér ný veröld lista og heimspeki. Ég hef lýst þessari reynslu í bók minni Í flæðarmálinu. Ég varð ekki tónlistarmaður en tónlistin hefur fylgt mér alla ævi. Og vegna þessarar kennslu stend ég í svo mikilli þakkarskuld að hana fæ ég aldrei goldið. Hún breytti lífi mínu og viðhorfi. Hún opnaði dyr sem aldrei hafa lokast aftur.

Þess vegna er aðför að tónlistar-kennslu aðför að skapandi hugsun og viðleitni ungs fólks til andlegs þroska. Þeir sem þagga niður í fiðlunni vinna mikið skemmdarverk. Þegar fiðlan þegir (tilvitnun í kvæði eftir Halldór Laxness) vantar hljóm innra með okkur. Þann hljóm sem kemst einna næst því að tengja mannshugann skapandi mætti alheimsins.

Nú er ráðist að undirstöðu tónlistar-menntunar með niður-skurðar-hnífi í höndum manna sem skilja ekki verðmæti skapandi hugsunar og listar.

Þegar fiðlan þegir

ÍNjörður P. Njarðvíkrithöfundur

Page 41: FT 11. februar 2011

Ekkert svínarí í bankakerfinu„Arion banki hótaði að loka svínabúum“Arion banki hótaði að loka tveimur svínabúum, sem bankinn eignaðist á síðasta ári, ef Samkeppniseftirlitið samþykkti ekki yfirtöku Stjörnugríss á búunum.

Rennur löggan ekki á reykinn?„Stálu 150 sígarettukartonum“Tilkynnt var um innbrot í söluturn í Starengi í Grafarvogi. Þjófarnir höfðu 150 karton af sígarettum og eitthvað af smámynt upp úr krafsinu. Málið er nú í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Munið eftir að pissa í Öxnadalnum„Salernum lokað á Akureyri“Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar stendur við ákvörðun sína um lokun almenningssalerna undir kirkjutröpp-unum vegna opnunar menningarmið-stöðvarinnar Hofs og salerna þar.

Má þá ekki hefja útrásina á ný?„Gjaldeyrisforði Seðlabankans

orðinn 719 milljarðar“

Gjald-eyrisforði Seðla-bankans nemur nú

rúmum 719 milljörðum

kr. og hefur aldrei verið meiri í sögunni. Samkvæmt efnahagsreikningi bankans bættust 54 milljarðar við forðann í janúar síðastliðnum.

Þar til dauðinn aðskilur„3.800 búa ekki með maka sínum“Ríflega 3.800 einstaklingar voru í upphafi ársins í hjónabandi en ekki í samvistum við maka. Fólkið var því skilið að borði og sæng eða annar makinn búsettur erlendis, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni. Nokkuð mun hafa fjölgað í þessum hópi á síðustu tveimur árum miðað við undanfarin ár.

Þarf þá ekki að krydda?„Díoxínmengað kjöt“Sex og hálft tonn af kjöti sem grunur leikur á að sé díoxínmengað var sett á markað hér og erlendis. Matvæla-stofnun rekur nú hvert kjötið fór. Eitt og hálft tonn var sett á markað hér á landi en um fimm tonn voru seld til útlanda.

Vikan sem Var

world class.is

SúperformPeak PilatesHot Rope YogaMömmutímar

Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit

SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNA

á worldclass.is og í síma 55 30000

Bes

tun

Birt

ing

ahús

Gjaldeyris-forði Seðlabankans

719 milljarðar

STEINN ÓSKAR, JÓHANNES JÓHANNESSON OG ÓLAFUR ÁGÚSTSSON

L A N D S L I Ð S KO K K A R N I R

TAK A VEL Á MÓTI ÞÉR ÁSJÁVARKJALLARNUM

S j á v a r k j a l l a r i n n / A ð a l s t r æ t i 2 / 1 0 1 R e y k j a v í k / s í m i 5 11 1 2 1 2 / s j a v a r k j a l l a r i n n . i s

LÉTTÖL

Page 42: FT 11. februar 2011

F yrir viku velti ég vöngum hér í blaðinu yf ir

þeirri ákvörðun Hæsta-réttar að úrskurða kosn-ingu til stjórnlagaþings ógilda. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar: Umræður hafa verið um skarpa grein-ingu Reynis Axelsson-ar á ákvörðun réttarins, skipuð hefur verið þing-mannanefnd um við-brögð við ákvörðuninni og nú síðast lögð fram beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku máls-ins. Í beiðninni er farið fram á að ógildingin verði dregin til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Í vara-kröfu er mælst til þess að rétturinn krefjist endurtalningar kjörseðla eftir að öll auðkenni á þeim hafi dyggilega verið fjarlægð, að talningin verði opin og skipaðir verði eftirlitsmenn til að gæta hagsmuna frambjóðenda. Nýr úrskurður í þessa veru er sá Salóm-onsdómur sem ég auglýsti eftir í grein minni fyrir viku.

Með endurtalningu af þessum toga væri þeim tveimur annmörkum á kosn-ingunni rutt úr vegi sem Hæstiréttur taldi „verulega“. Hæstiréttur telur annars vegar að auðkenni á seðlunum hafi boðið hættunni heim en tekur sjálfur fram að það byggist á því að talningin hefði átt að fara fram fyrir opnum tjöldum. Hins vegar telur rétt-urinn einmitt það vera verulegan ann-marka að talningin fór ekki fram með þeim hætti. Þar með er Hæstiréttur að segja að „glæpurinn“ hafi ekki enn verið drýgður, að kosningaleyndin, sem vitaskuld er öllum verðmæt, sé enn ekki rofin. Ábendingin sem fram kemur í endurupptökubeiðninni er um það hvernig slá megi tvær flugur í einu höggi, tryggja leyndina en telja samt fyrir opnum tjöldum. Þessi hugmynd hafði ekki komið upp í meðförum máls-ins, né heldur á opinberum vettvangi eftir því sem best er vitað. Hæstiréttur er því engan veginn að draga úr vörn sinni fyrir leynilegum kosningum og opinni talningu, leysi hann úr þessum

tveimur verulegu ann-mörkum með þessum nýja hætti.

Vær i þá öl lum áhyggjum Hæstaréttar af annmörkum á kosn-ingunni rutt úr vegi? Nei. Eftir sitja þeir þrír annmarkar sem hann taldi ekki til hinna verulegu, þ.e. um gerð kjörklefa, um ósaman-brotna seðla og um gerð kjörkassa. Hér eru vissulega álita-mál. Rétturinn virðist, a.m.k. í tveimur fyrri atriðunum, taka stíft mið af orðanna hljóðan

í lögum um kosningar til Alþingis enda þótt lög um stjórnlagaþing segi aðeins að miða skuli við þau „eftir því sem við á“. Um kassana hefur rétturinn þó þær eðlilegu áhyggjur að þeir hafi ekki ver-ið nógu traustir. Rétturinn gæti gengið úr skugga um þetta atriði, m.a. feng-ið á hreint hversu vel kassarnir voru vaktaðir. Sagt er að þeir hafi aldrei vik-ið úr augsýn eftirlitsmanna milli þess sem þeir voru rammlæstir inni. Þessi atriði verður Hæstiréttur vitaskuld að meta á ný að lokinni rannsókn sinni en þá með það í huga að fyrirkomulag eins og hér var viðhaft tíðkast úti um allan heim.

Í frægum dómi Hæstaréttar um eignarrétt á Landmannaafrétti frá árinu 1981 kallaði dómurinn eftir laga-setningu, eftir því sem síðar varð að þjóðlendulögum. Hæstiréttur gæti far-ið eins að nú enda þótt hann komi nú fram sem stjórnvald. Hann gæti átalið það sem dómurunum þykir á bjáta í framkvæmd kosninga og bent á óljós og sundurlaus lagákvæði. Hann gæti kallað eftir því sem brýn nauðsyn er á, sem er almenn og heilsteypt löggjöf um framkvæmd allra kosninga. Þetta er ekki síst nauðsynlegt í ljósi þess að kosningum af ýmsum toga hefur og mun fara fjölgandi með aukinni lýð-ræðiskröfu.

Það er aftur á móti dýru verði keypt að ógilda heila þjóðarkosningu til að koma þessum réttmætu skilaboðum á framfæri.

34 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011

Genetískt ómögulegt

Þessi atriði verður Hæstiréttur vita-skuld að meta á ný að lokinni rann-sókn sinni en þá með það í huga að fyrirkomulag eins og hér var viðhaft tíðkast úti um allan heim.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

ÞÞað ku vera vísindalega sannað að konur séu vingjarnlegri og á allan hátt elsku-legri en karlar. Svo segir að minnsta kosti í Jótlandspóstinum sem vitnar til rann-sóknar þar um. Í grein blaðsins um þessa merku uppgötvun segir að karlar hafi hér eftir góða afsökun þegar þeir nenna ekki að hjálpa til heima eða aðstoða náungann á einhvern máta. Rannsóknin sýnir að gen kvenna stuðla að hjálpsemi og elsku-legheitum langt umfram gen karla. Karl-arnir geta því ekkert gert að þumbara-skap sínum og almennum leiðindum í garð annarra. Náttúran er víst bara svona – segir Jótlandspósturinn.

Danska blaðið vill þó ekki bera fulla ábyrgð á þessum staðhæfingum og vitnar í skrif breska blaðsins The Independent. Það blað þorir heldur ekki að taka ábyrgð á málinu heldur ber fyrir sig rannsóknar-niðurstöður sem birtar voru í tímaritinu Biology Letters. Þar stendur svart á hvítu að konur séu á flestan máta mun sam-félagsvænni en karlar af erfðafræðilegum ástæðum þótt umhverfi hafi einhver áhrif líka. Væntanlega þýðir það að inn á milli kunni að finnast þokkalega artaður karl sem megi þá þakka það bærilegu upp-eldi að vilja láta gott af sér leiða. Væntan-lega hafa konur haft svo góð áhrif á þessi elskulegu og prúðu eintök.

Það er með þessa rannsókn eins og svo margar aðrar að þetta gátu menn sagt sér sjálfir, án þess að leggja í dýrar rann-sóknir á innræti karla og kvenna. Varla kemur það nokkrum á óvart að konur þyki geðslegra kyn en karlar. Almennt eru þær heldur fríðari sýnum og yfirleitt skikkanlegar vaxnar en karlarnir. Ekki þarf að nefna annað dæmi en bera bændur

í Hörgárdal sem æfa um þessar mundir leikritið Í fullri reisn. Þótt framtak þeirra sé aðdáunarvert og muni meðal annars birtast á almanaki þar í sveit, má vissu-lega deila um skrokkfegurð og limaburð allan. En fyndið er það, það mega þeir eiga frjálslega vöxnu bændurnir fyrir norðan.

Að konur séu geðprúðari, hjálpsamari, réttlátari og vingjarnlegri en karlar eru heldur ekki ný sannindi. Þess vegna eru drengir svo hændir að mæðrum sínum í uppvextinum og karlar á sama hátt háðir konum sínum síðar á lífsleiðinni.

Hvort þessar rannsóknarniðurstöður nýtast körlum á einhvern hátt í lífsbar-áttunni er síðan önnur saga. Stöðugt er reynt að temja karla, gera þá húsvana, sem kallað er. Sjálfsagt flokkast það undir umhverfisáhrif en ekki arfleifð misjafn-lega lukkaðra forfeðra sem lifa innra í genunum.

Auðvitað er freistandi að segja við kon-una næst þegar hún biður karlinn á heim-ilinu vinsamlega að taka úr uppþvottavél-inni, ryksuga, skúra eða taka upp eftir sig leppana að genetískt sé það ómögulegt. Það sé vísindalega sannað að slíkt liggi fyrir konum en ekki körlum, hvort hún vilji ekki bara sjá um þetta, svona eins og venjulega.

Það er alls ekki víst að þetta takist og vissulega er hætta á að það endi með ósköpum, jafnvel þótt vísindalega sé sannað að konur séu geðbetri, þolinmóð-ari og umburðarlyndari en karlar.

En það má alltaf reyna.

Teik

ning

/Har

i

Kosning til stjórnlagaþings

Gullið tækifæri Hæsta-réttar til Salómonsdóms

Þorkell Helgasonvar kjörinn á stjórnlagaþing

Brönsalla laugardaga og sunnudaga

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

Verð aðeins

1.795með kaffi eða te

Page 43: FT 11. februar 2011

4ra rétta seðill og nýr A la Carte í Perlunni

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207

Netfang: [email protected] Vefur: www.perlan.is

C100 M60 Y0 K30

Pantone Coated 281

Svart

Hvítt

HEITREYKT BLEIKJA

Með wasabí ís og wagame salati

STEINSELJURÓTASÚPA

með humar, sveppa ravioli

FISKUR DAGSINS

með rjómasoðnu bankabyggi steiktu dvergkáli

og basilsmjörsósu

Verð á matseðli með fiski dagsins í aðalrétt 4.990 kr.

STEIKT HEIÐAGÆSABRINGA

með eplamauki sveppakartöflu og villisveppasósu

Verð á matseðli með heiðagæs í aðalrétt 5.990 kr.

INNBÖKUÐ NAUTALUND Í SMJÖRDEIGI (WELLINGTON)

með sveppafyllingu, soðkartöflu, rótargrænmeti

og Chateaubriand sósu

Verð á matseðli með innbakaðri nautalund í aðalrétt 6.990 kr.

OFNSTEIKTUR LAMBAHRYGGUR

með hunangs- og sinnepskornahjúp, möndlukartöfluköku,

aspas, rófum og bearnaisessósu

Verð á matseðli með lambahrygg í aðalrétt 7.990 kr.

SÚKKULAÐI OG PISTASÍU KAKA

með pistasíu ís og tonka- hvítsúkkulaði rjóma

VELDU ÞÉR AÐALRÉTT

1

2

3

4

verð frá 4.990 kr.

Allt í steik!

4ra rétta sjávarrétta- seðill

4.990 kr.

HEITREYKT BLEIKJA með wasabi ís og wagame salati

2.190 kr.

HVALA CARPACCIO með wasabi flani, sætri soja,

parmesan osti og salati 2.090 kr.

HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira

og grilluðum humarhölum 2.390 kr.

GRILLUÐ HÖRPUSKEL með blómkáli, steinseljurótarmauki og papriku-salsa

2.190 kr.

KJÚKLINGASALAT með grilluðu eggaldini, tómötum

og kasjúhnetum 2.090 kr.

ANDALIFUR HEIT OG KÖLD með rauðvínssoðinni peru, eplum, fíkjubrauðs-mulningi og rauðvínsgljáa 3.390 kr.

SALTFISKUR ofnbakaður með moðsteiktri fennikku, tómatsultu og súrmjólkurfroðu

3.990 kr.

SMÁLÚÐA með kremuðu byggi,

vorgrænmeti og hvítvínssósu 3.990 kr.

HUMAR hvítlauksristaðir humarhalar með ætiþystlamauki og rauðu karrýkrapi 5.980 kr. (sem forréttur 3.890 kr)

FISKUR DAGSINS með rjómasoðnu bankabyggi, steiktu dvergkáli og basilsmjörsósu

3.990 kr.DÚFA OG ANDALIFUR

með maís, gulrótum, spergli og salvíusósu

4.890 kr.

ÖND með blóðappelsínu, spínati, sellerírót, soðkartöflum og andarsósu

4.690 kr.

NAUTALUND með rauðbeðum, kartöflum, sveppum, gulrótum og rauðvínsósu

4.990 kr.

LAMBATVENNA með steinseljurótarmauki, aspas, rófum, soðkartöflum og basil-myntu gljáa

4.790 kr.HINDBERJA OG

HVÍTSÚKKULAÐIFRAUÐ með kókos-límónu og kirsuberjaís 1.790 kr.

SKYRFRAUÐ með passíuávaxtarsósu, bláberjakrapi og ananas

1.790 kr.

SÚKKULAÐI OG ROMM BRÛLÉE með ananas-salsa, kókosfroðu og Bounty-ís 1.790 kr.

KÓKOSHNETU TAPIOCA með steiktu mangói og lychee sorbet 1.790 kr.

FO

RR

ÉT

TIR

FIS

KR

ÉT

TIR

KJÖ

TR

ÉT

TIR

EF

TIR

TT

IR

A la Carte

Gjafabréf PerlunnarGóð gjöf við öll tækifæri!

���

���������

�������

�����

MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG

Page 44: FT 11. februar 2011

Hallberg Hallmundsson, bók-menntamaður, þýðandi og frömuður í þýðingum milli íslensku og ensku, lést hinn 28. janúar. Hallberg var kominn af almúgafólki á Suðurlandi en komst til mennta, lauk námi í sögu og landafræði frá Háskólanum og stundaði vetrarlangt framhalds-nám í spænsku í Barcelone sem var fátítt. Hann var blaðamaður við það merka blað Frjálsa þjóð frá 1954 til 1960 en vann á þeim tíma ýmis störf fyrir Valdimar Jóhannsson í Iðunni. Hallberg kynntist 1960 konu sinni Mary, sem stundaði hér nám í ís-lensku, og fluttist með henni vestur til New York þar sem hann bjó æ síð-an og hafði lifibrauð sitt af ritstörf-um. Hann sendi frá sér að staðaldri ný ljóðasöfn og var útlendingur á ís-lenskum ljóðakri; yrkisefni hans og viðmið lutu öðrum hugmyndum en algengar og gjaldgengar voru í ís-

lenskum skáldskap. Þau hjónin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar afkastamiklir þýðendur bóka af íslenskum stofni, en á liðnum tutt-ugu árum hefur Hallberg sent frá sér í eigin útgáfu stórt safn þýddra ljóða, einkum eftir ensk og banda-rísk skáld; síðast þessara kvera var safn ljóða eftir Lorca. Á þessum ára-tug sendi hann frá sér í smákverum þýdd ljóð íslenskra skálda.

Hallberg var eitt fárra dæma í ís-lenskri bókmenntasögu um mann sem orti samfellt á íslensku en lifði og starfaði í erlendu samfélagi. Þess gætti fyrst og fremst í hugmynda-heimi hans sem var stækkaður af návist við stærra og fjölbreyttara samfélag en þreifst í fámenni eyjar-innar sem ól hann. Aðrir höfundar sem skipa þann bekk eru Hannes Sigfússon og Guðbergur Bergsson. -pbb

Breska leiksskáldið David Hare nýtur þeirra forréttinda um þessar mundir að leikhúsin í Sheffield eru að ráðast í sviðsetn-ingu nokkurra verka hans. Hare þekkja íslenskir áhorfendur af nokkrum verka hans sem ratað hafa á íslensk svið, enn fleiri þekkja handrit hans fyrir kvikmyndir; Lesarann og Stundirnar sem bæði voru tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hann á líka að baki þrjár merkilegar kvikmyndir sem leikstjóri en þær eru miður kunnar: Strapless og Paris by night hafa ekki sést hér á landi en Weatherby um valdatöku Thatcher var sýnd hér í sjónvarpi á níunda áratugnum. Hare hefur lengi verið eitt pólitískasta leikskáld Breta: síðasta verk hans fyrir svið fjallaði um bankahrunið. Í viðtali við Telegraph í vikunni lýsti hann ástandinu í heimalandi sínu svo að þeir sem hefðu klessukeyrt samfélagið hefðu sest aftur undir stýri. Fyrr samdi hann verk um Íransstríðið og átti þá að baki þríleik um kirkjuna, dómskerfið og lestirnar ensku og einkavæðingu þeirra. Verkin sem munu sjást á sviði í Sheffield eru Plenty, Racing Demon og Breath of Life. Sjálfur vinnu hann nú að frumsömdu handriti fyrir BBC sjónvarp um MI5 með gömlum samstarfsmönnum: Bill Nighty og Michael Gambon. -pbb

Yfirlit um Hare

Bókadómur Wikileaks – stríðið gegn leyndarhyggju

t veir blaðamenn á Guardian hafa tekið saman bók um stóra lek-ann sem Julian Assange, Wiki-

leaks-forstjóri með meiru, stóð fyrir með aðstoð ritstjóra nokkurra stórblaða aust-an hafs og vestan. Höfundar bókarinnar stóðu í miðju stormsins og höfðu aðgang að öllum þátttakendum ef frá eru taldir bandarískir embættismenn sem voru til varna fyrir stjórnkerfi Bandaríkjanna. Bókin kemur út samtímis í nokkrum löndum og er þrátt fyrir blaðamennsku-kenndan stíl og hraða vinnslu einstök heimild um hið svokallaða frjálsa kerfi upplýsinga sem hefur heldur betur sett ofan í ljósi þeirra uppljóstrana sem Wiki-leaks hefur afhjúpað.

Sagan sem blaðamennirnir rekja er spennandi þótt þeir gangi býsna langt í lýsingum sínum, býsna berorðum, um persónulega hagi Assange og taki heldur lítið tillit til þess hversu gífur-legri pressu hann er undir. Sumt af því má kalla illa rökstutt níð, til þess fallið að draga heilindi hans og erindi í efa. Varðar okkur til dæmis mikið um þrifn-aðarhætti hans, sem verða efnisatriði í persónulýsingu hans eins, en ekki annarra?

Bókin kemur út hjá forlagi Veraldar og er skreytt myndum í bak og fyrir af nafnkunnum samstarfsmönnum Ass-ange, Birgittu Jónsdóttur og Kristni Hrafnssyni, sem eru raunar auka-auka-persónur í fléttunni. Með því tiltæki er bókin íslenskuð í erindi sem er ekki alls kostar rétt þótt Ísland hafi verið dvalarstaður Assange um tíma meðan á vinnslu gagna hans stóð.

Afhjúpanir Wikileaks hafa þegar haft gríðarleg áhrif og er ekki enn séð fyrir endann á þeim hræringum sem opinberun gagna hefur hrint af stað: Túnis, og í beinu framhaldi Egyptaland

og fleiri harðstjórnarlönd, skjálfa þessar stundir undan kröfum almennings um bætta stjórnunarhætti. Nú munu takast á þjóðarhagur margra ríkja og hagur þeirra sem ráða. Hlutur Bandaríkjanna er einkum athyglisverður og utanríkis-stefna þeirra er löskuð til langframa. Sannast hér það sem Matthías Johann-essen sagði í Draumalandinu: Stórveldi á enga vini. Þeir sem telja sér trú um vináttu þjóðstjórna nær og fjær eru flón. Þetta verður enn ljósara ef litið er til hagsmunagæslu Bandaríkjastjórnar hér á landi og nú verður skýrara í hversu mikilli villu menn hafa vaðið sem lengst hafa gengið í stuðningi sínum við stefnu bandarískra hernaðarhagsmuna.

Sagan sem rakin er í bókinni er reyf-arakennd en nokkrir kaflar, einkum um tæknilega útfærslu á dreifingu gagna eftir öryggisleiðum, eru heldur snúin lesning en forvitnileg leikmanni þegar komið er í gegnum torfið. Annars er þýðingin lipurleg. Bókin er opinberun og kallar á frekari gagnrýna skoðun á hverju Wikileaks hefur áorkað. Það er því hlálegt að lesa íslenskar greinar sem snúast gegn þeirri kröfu sem nú er uppi um gegnsæi. Hér ætti enn að herða heimtur á fullu gegnsæi, hvaða grunnur er að baki stjórnvaldsákvörðunum í stóru og smáu. Hinn opinberi embættis-maður verður að taka blað frá munni og leyndarhyggjunni að linna.

Wikileaks – stríðið gegn leyndarhyggjuDavid Leigh og Luke Harding

Þýðandi Arnar Matthíasson

Veröld 2011

36 bækur Helgin 11.-13. febrúar 2011

minning um Bókmenntamann

múmínálfar í efsta sæti

Halastjarna, ein af bókunum um hina

finnsku Múmínálfa, er í efsta sæti á barna-

bókalista Eymundsson þessa vikuna – 40

árum eftir að hún kom út í fyrsta skipti á

Íslandi.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

A. R. Gurney er eitt þeirra bandarísku leikskálda sem enn eru að þótt komin séu á efri ár. Nýtt verk eftir hann, Black Tie, var frumsýnt í vikunni og lýsir hugmyndum og hugstoli hinnar hvítu engilsaxnesku millistéttar á austurströndinni. Gagnrýnandi Wall Street Journal fagnar því sem staðfestingu þess að drama um hugmyndir og átök kynslóða eigi enn aðgang að sviðum vestanhafs til að glæða millistétt-ina menntuðu þar vissu um að leikhúsið þrífist best með orðræðu fólks sem hugsar. Hið vel gerða verk eigi enn einhvern séns í hringiðu leikhúsa þar sem orðræðunni er víða úthýst í markvissri viðleitni nýrra kynslóða til að gefast upp á orðræðu en hygla myndinni sem meginviðfangsefni sviðsins. Lítil von er til að verk höfunda á borð við hann eigi hér erindi á svið þótt örfá slík verk rati þangað; Geitina og Elsku barn má nefna. Líkast til er Bragi Ólafsson einn vísir þess að leikritun sem byggir á orðræðu komist að. -pbb

Millistéttar drama

Hallberg allur

LekaleiðirBókin um sögu Wikileaks er opinberun. Sagan er reyf-arakennd og einstök heimild um hið svokall-aða frjálsa kerfi upplýsinga.

Julian Assange, Wikileaks-forstjóri með meiru er í aðalhlutverki bókar Guardian blaðamannanna.

A. R. Gurney.

Höfundar bókarinnar stóðu í miðju stormsins og höfðu aðgang að öllum þátt-takendum ef frá eru taldir bandarískir embættis-menn sem voru til varna fyrir stjórnkerfi Bandaríkj-anna.

David Hare.

Ljós

myn

d/M

orgu

nbla

ðið

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

af vörum ámyndabókavef25

afsláttur í febrúar

Myndabók 21x21, 20bls 6.990kr

með 25% afslætti 5.243krVerð er gefið upp með vsk. og miðast við afhendingu hjá Odda Höfðabakka 7. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum.

www.oddi.is

Page 45: FT 11. februar 2011
Page 46: FT 11. februar 2011

MatartíMinn HugMyndastefnur í MatarMenningu ii

Þ að má deila um hvort ein-stefnan sé undirdeild mód-ernismans – jafnvel að

módern isminn sé aðeins fínna heiti á einstefnunni – eða hvort hún sé hugsanaskekkja, byggð á flýti- og einföldunaraðferðum mannsheil-ans til þess að maðurinn geti inn-byrt marg- og síbreytilegan heim án þess að fyllast óöryggi og ótta. En við efnum ekki til slíkra deilna hér. Einstefnan er auðskilið fyrir-brigði. Það er hugmyndabraut þar sem engin umferð er á móti; engin andmæli, engin gagnrýni, enginn efi.

Við þekkjum mýmörg dæmi úr sögunni af hugmyndum sem ekið hefur verið inn einstefnugötur. Í fyrstu eru hugmyndirnar róttæk-ar, spennandi og skapandi en eftir nokkurn tíma í einstefnunni verða þær staðnaðar, fyrirsjáanlegar og innantómar – og loks dauðar og mannfjandsamlegar.

Við vitum af nýliðinni sögu að einu sinni voru frelsi og markaðs-lausnir síkvikar og lifandi hug-myndir en eftir að hafa þotið áfram einstefnuna án andmæla enduðu þessar hugmyndir úti í skurði. Nú er opinberu eftirliti og þröngum lagarömmum ekið sömu götuna og þeirra bíða sömu örlög. Eins og for-gangsröðun og samráðsferli.

Í sjálfu sér er ekkert að þessum hugtökum öllum. Þau geta öll verið virk, kvik og gjöful. Ekkert þeirra lifir hins vegar einstefnuna af. Það virðist ekki skipta mestu um hvað maðurinn hugsar heldur hvar hann hugsar. Ef hann hugsar þar sem

ekki er von á umferð á móti snúast jafnvel gáfulegustu hugdettur og háleitustu markmið gegn honum.

Sárabindi og önnur bindiefniÞað er þannig í sjálfu sér ekkert að þeirri hugmynd að það sé gott og eftirsóknarvert að matur sé ódýr. Ef það er hins vegar eina hugmynd okkar um mat – hugmynd sem eng-inn má gagnrýna – sitjum við fljót-lega uppi með eitthvað sem vissu-lega er ódýrt en er langt í frá gott.

Þekktasta dæmið um þessar ógöngur eru þegar bindiefni og vatn eru notuð til að drýgja hráefni. Í dag er hægt að kaupa skinku sem inniheldur svo mikið vatn að það er 40 prósent af þyngdinni (100 grömm af kjöti, mjöli og bindiefn-um + 67 sentilítrar af vatni). Þið getið rétt ímyndað ykkur bindiefn-in sem þarf til að halda vatninu í skinkunni og orkunni sem fer í að hræra og hræra farsið þar til það hefur innbyrt vatnið. Þessi skinka er með helmingi minna kjöti en al-vöru skinkan við hliðina, en kostar þó ekki helmingi minna. Viðskipta-vinurinn borgar fyrir bindiefnin og vinnuna við að hræra vatninu saman við.

Önnur dæmi eru að lifrarpylsan er drýgð með sojamjöli og mysan er seld með skyrinu en ekki skilin frá eins og áður var gert. Kjöt er ekki látið hanga svo það tapi ekki vökva þótt það bæti bragð og áferð. Þess í stað er kjöti plastpakkað strax eftir slátrun og sárabindi sett í bakkann til að soga upp vökva. Viðskipta-vinurinn kaupir þá verra kjöt við

lægra kílóverði en greiðir líka fyrir rakt sárabindi til að halda auglýstu kílóverði niðri. Sá sem kaupir kjöt verkað upp á gamla mátann borgar hærra kílóverð en í raun lægra verð fyrir það sem eftirsóknarvert er: Kjötið sjálft.

Rotvörn, eitur og áburðurAukin notkun rotvarnarefna eykur geymsluþol, skordýraeitur dregur úr rýrnun og áburður eykur vaxt-arhraða. Allt heldur þetta aftur af verðhækkunum en kúnninn greiðir lægra verð með því að taka inn öll þessi efni. Reynslan sýnir að sykur og sætuefni auka sölu og veltuhraða og lækka þar með ein-ingaverð. Viðskiptavinurinn bætir framleiðandanum það síðan upp með því að kaupa fleiri einingar.

Svo til allar vörur í stórmörkuð-um þróast eftir þessum brautum. Á undraskömmum tíma hefur alvöru-matur hrakist út á jaðar markað-arins. Hið normala er orðið fágæti og hið úrkynjaða normið. Fólk þarf nú að nálgast alvörumat í sérvöru-verslunum og borga álag til að fá mat ómengaðan af einstefnu dags-ins.

Franska þversögnin

Heilsa Það getur verið dýrt að spara við sig

KjötfraMleiðsla lifa og deyja í Helvíti

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

38 matur Helgin 11.-13. febrúar 2011

Eitt augljósasta merki þess að einstefna okkar í stórmörkuðum er komin í ógöngur er meðferð okkar á dýrum. Í nafni hag-kvæmni, vaxtar- og veltuhraða, nýtingar, arðsemi og lægra vöruverðs höfum við byggt upp iðnað sem byggist á svo illri með-ferð á dýrum að menn allra tíma myndu fyrirverða sig fyrir hana; skammast sín. En vegna einsýni á framleiðsluhagsmuni og vöru-verð, ábyrgðar- og verkaskiptingu samtímans getur nútímamaður-inn hins vegar étið með góðri lyst

kjöt af dýrum sem lifðu og dóu í helvíti.

Ræktun sláturdýra á skala stóriðnaðar er nýtt fyrirbrigði og byggist ekki á reynslu eða fordæmum. Í gegnum tíðina hefur kjöt fyrst og fremst verið aukaafurð: Mjólk gaf kálfakjöt og kjöt af gömlum gripum, sauða-ostar gáfu lömb, ull, sauði og eggjabú unghana. Með bættum samgöngum opnuðust tækifæri til að nýta villtan gróður í strjálbýli til að ala sauðfé eða naut og flytja

á þéttbýlismarkaði. Með tilkomu kæli- og frystitækni jókst þessi framleiðsla og varð ein af for-sendum enn aukins þéttbýlis.En það var ekki fyrr en í kjölfar breyttrar landbúnaðarstefnu í Bandaríkjunum upp úr 1970 sem iðnframleiðsla á kjöti varð til. Þá var sojamjöl og korn niður-greitt svo rækilega að það varð fjárhagslega hagkvæmt að gefa sláturgripum aðkeypt fóður. Í stað þess að bóndinn ræktaði jörðina og lifði á afurðum hennar keypti hann inn hráefni og seldi fram-

leiðsluvörur eins og hver annar iðnrekandi.

Og þetta nýja fyrirbrigði – land-búnaðariðnaður eða iðnaðar-landbúnaður – hefur búið til nýjar tegundir dýra sem lifa við áður óhugsandi aðstæður. Holda-kjúklingurinn hefur á fjórum áratugum orðið tvisvar sinnum þyngri á helmingi skemmri tíma og á helmingi minna fóðri en varphænustofninn sem hann er kominn af. Og kjúklingurinn getur vart hreyft sig í skúffu sinni

í skemmu sem er svo þéttsetin að hún er gróðrarstía sjúkdóma. Kjúklingurinn er því fóðraður á lyfjakokteil af gjörgæslustærð til viðbótar við hormóna til að auka vöxt. Þrátt fyrir lyfin deyja um 15 prósent breskra kjúklinga af illum aðbúnaði áður en kemur að slátrun. Meðal grísa er þetta hlut-fall um og yfir 30 prósent.

Korn er orkuríkara en gras og því kallað kjarnfóður. En kýrin er ekki sköpuð til að melta korn heldur gras og kjarnfóður kallar

því á lyfjagjafir til að halda niðri sjúkdómseinkennum vegna fóður-gjafar – í nafni hagkvæmni og lægra verðs.

Einstefna

Mannúðin hefur líka verðmiða

Allt frá því að niðurstöður í svokall-aðri Sjö landa könnun voru birtar á sjöunda áratugnum hefur því al-mennt verið trúað að rekja mætti ýmsa menningarsjúkdóma – og þá fyrst og fremst hjarta- og æðasjúk-dóma – til mikillar neyslu á kjöti og öðrum dýraafurðum. Sjö landa könn-unin – og aðrar kannanir – sýndu að þessir sjúkdómar eru algengari á Vesturlöndum og algengastir í lönd-um þar sem kjötneysla er mest.

Á grunni þessarar vitneskju var fólk varað við dýrafitu, mjólkuraf-urðum og eggjarauðum og mark-aður skapaðist fyrir smjör líki, skóla-bjúgu (7% fita!) og létt ost (ostur er að mestu fita og léttostur því örugg-lega eitthvað allt annað en ostur). Nú vitum við að þessar neyslubreyting-ar hafa ekki leitt til bættrar heilsu. Þvert á móti. Þótt Vesturlandabúar hafi stórlega minnkað hlutfall dýra-fitu í matnum hefur heilsu þeirra hrakað.

Af þessum ástæðum hafa menn viljað skoða nánar ýmislegt sem kom fram í könnunum á borð við Sjö landa könnunina og vakti ekki mikla athygli á sínum tíma; meðal annars það sem kallað er franska þversögn-

in. Þrátt fyrir að engir borði annað eins af smjöri og feitu keti, gæsalifur og kæfum og Frakkar, eru þeir ólík-legri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma en flestar aðrar þjóðir. Og spurning-in er: Hvers vegna?

Rauðvínsframleiðendur benda á rauðvínið og hafa barist fyrir að fá að merkja flöskurnar sem heilsudrykk. Aðrir segja að það sé ekki til siðs að fá sér aftur á diskinn í Frakklandi. Enn aðrir að Frakkar gefi sér tíma til að setjast niður og borða og hafi félagsskap hver af öðrum. Og að með tví- og þríréttuðum máltíðum upp-skeri fólk fjölbreytni og öll nauðsyn-leg næringarefni.

Eftir að hafa velt upp þessum möguleikum bendir Michael Pollan á einn enn í bók sinni The Omnivore’s Dilemma. Hann segir Frakka ekki spara við sig í mat. Á meðan með-al-John í Bandaríkjunum eyðir sjö prósentum tekna sinna í mat eyðir meðal-Jean í Frakklandi þrisvar sinn-um hærra hlutfalli tekna sinna í mat. Málið er því ef til vill ekki að forðast vond efni í mat heldur fyrst og fremst að forðast vondan mat. Borðið ein-vörðungu góðan mat og uppskerið góða heilsu!

Undanfarna áratugi hefur matur aðeins verið mældur með einni mælistiku: Er hann dýr eða ódýr? Þessi einsýni hefur getið af sér matvæli sem eru vissulega ódýr – en það er líka það eina jákvæða sem hægt er að segja um þau.

Matur

Þeir sem halda að mann-úðin dafni í nútímanum ættu að heimsækja kjúklinga- eða svínabú – ein skýrustu dæmi þess að menning okkar er á alvarlegum villigötum.

Það er opinbert leyndarmál að hingað til lands er nær einvörðungu flutt annars og þriðja flokks grænmeti og ávextir. Það gefur augaleið að það er verra en fyrsti flokkur – en það er ódýrara.

Frakkar spara ekki við sig í mat og uppskera betri heilsu en Banda-ríkjamenn, sem eyða hlutfalls-lega minnst allra í mat og eru hrjáðari af menningar-sjúkdómum en nokkur önnur þjóð.

afsláttur

Vissir þú að C-vítamín er eina vítamínið sem líkaminn framleiðir ekki

Vissir þú að C-vítamín eykur brennsluna til muna

Vissir þú að C-vítamín inniheldur andoxunarefni sem hjálpa til við að halda frumunum heilbrigðum

www.madurlifandi.is

Borgartúni 24105 ReykjavíkSími: 585 8700

Hæðarsmára 6201 KópavogurSími: 585 8710

Hafnarborg220 HafnarfirðiSími: 585 8720

ÞAÐ ER GOTT AÐ TAKA C-VÍTAMÍN

Page 47: FT 11. februar 2011

Jarðarber250g -50%

bLÆJUber100g

VÍNbergrÆN

brómber125g

bLáber125g

HiNdber125g

rifsber125g

159kr/pk.

áður 229 kg/pk.

379kr/pk.

áður 549 kr/pk.

349kr/pk.

áður 499 kr/pk.

235kr/pk.

áður 335 kr/pk.

269kr/pk.

áður 389 kr/pk.

529kr/kg

áður 759 kr/kg

-30%

-30%

-30%

-30%

-30%

-30%

229kr/pk.

áður 459 kr/pk.

mar

khon

nun.

is

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Tilboðin gilda 10. – 13. feb. eða meðan birgðir endast

Birt

ist m

eð fy

rirva

ra u

m p

rent

villu

r og

myn

daví

xl.

Berjadagar í nettó!

KremKex - súKKULaði500 g

Lax -iNNbaKaðUr750 g

HafraKex400 g

899kr/pk.

áður 1.798 kr/pk.

149kr/pk.

áður 199 kr/pk.

99kr/pk.

áður 129 kr/pk.

50%afsláttur

LaKKrÍsKoNfeKt180 g

98kr/stk.

áður 259 kr/stk.

99kr/pk.

áður 139 kr/pk.

NaUtastrimLarfersKir

NaUtagúLLasfersKt

41%afsláttur

1.599kr/kgVerð áður 2.698 kr/kg

PassioNata PiZZa300 g

Frábært verð!

Page 48: FT 11. februar 2011

F ræðslan sem við stöndum fyrir snýst helst um að koma skilaboðum til fólks um hver

munurinn er á lífrænum matvörum og þeim hefðbundnu. Það er alveg ljóst að við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að heilsu okkar og ekki síst mataræðinu. Námskeið-

in sem við stöndum fyrir hjálpa ein-staklingum að bindast náttúrunni og fræða þá um umhverfið í kring-um okkur. Það er svo mikilvægt að við göngum vel um á vistvænan hátt,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður lifandi.

Arndís segir að eingöngu sé boð-

ið upp á lífrænar vörur í versluninni og veitingasölunni.

„Við tryggjum aðgengi fólks að gæða matvöru. Við leggjum mikið upp úr hollustu og allur matur hjá okkur er án slæmra aukefna. Nýlega bættum við mikið við vöruúrvalið. Réttur dagsins er borinn fram alla daga ásamt öðrum tilbúnum mat sem kostar frá 990 krónum. Matur-inn sem við bjóðum upp á er fjöl-breyttur og nær til allra fæðuflokka; kjúklinga- og grænmetisréttir, sam-lokur, salöt og bökur. Okkur finnst lykilatriði að standa fyrir öflugri

fjölbreytni,“ segir Arndís og bætir við að hún hvetji fólk til að prófa að borða lífrænan og hollan mat.

„Það er mikilvægt að taka eitt skref í einu því það er ógerlegt að sigra heiminn á einum degi. Að fólk kynni sér heilbrigðan lífsstíl, holla matvöru og prófi sig áfram er nauð-synlegt. Inni á heimasíðu okkar, madurlifandi.is, er fullt af fræðslu fyrir fólk sem vill bæta bæði líf sitt og heilsuna.“ -kp

40 heilsa Helgin 11.-13. febrúar 2011

Í World Class á Seltjarnar-nesi byrjar í síðustu vik-unni í febrúar sex vikna

þjálfunarnámskeið í súlufimi, sem er meðal nýjustu val-kosta í leikfimi. Sérfræðingar í greininni segja að hún sé nútímaleg líkamsrækt sem byggi upp vöðvastyrk, lið-leika, vöðvaþol og jafnvægi og henti öllum sem vilja koma sér í gott form.

Guðrún Lára Sveinbjörns-dóttir er einn af þjálfurunum og segist vonast til að sjá sem flesta á námskeiðinu, og þá sérstaklega stráka.

„Súludans og súlufimi er ekki það sama. Þetta eru töluvert ólíkar athafnir sem byggjst að vísu á sömu undirstöðuatriðum en þó eru áherslurnar aðrar. Súlufimi er helst byggð á eróbikdansi og er þjálfunarkerfi sem ég þróaði ásamt Camillu Hofsen fyrir tveimur árum. Hún er leikari og ég dansari svo að við bættum ýmiss konar leik-rænum tilþrifum inn í íþrótt-ina. Þetta verður rosalega skemmtilegt og ég vonast til að sjá sem flesta á námskeið-inu, sérstaklega stráka,“ segir Guðrún Lára.

Hún tekur fram að nám-skeiðið verði mjög einstak-lingsmiðað.

„Við erum tvær sem kennum á námskeiðinu, ég og Esther Gunnarsdóttir, og það á að veita meira öryggi í tímanum og tryggja að allir þátttakendur fái góða athygli. Samkvæmt minni reynslu fá nemendur meira út úr tímanum þegar kennslan er persónulegri. Þetta er áhættusöm íþrótt sem byggist á mikilli einbeitingu og jafn-vægi. Tímarnir verða tvisvar í viku, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir lengra komna,“ segir Guðrún Lára. -kp

Súlufimi Íþrótt með leikrænum tilþriFum

Strákarnir velkomnir

– Lifið heil

Fyrir þigí Lyfju

www.lyfja.is

ÍSLENSKA/S

IA.IS

/LY

F 5

3500

02/

11

KALSÍUM, MAGNESÍUM OG SINK– uppbyggjandi og slakandi

Mikilvæg næringarefni til að viðhalda almennri heilsu. Kalsíum fyrir tennur, taugar og vöðva-samdrátt. Magnesíum hjálpar til við fótaóeirð og er vöðvaslakandi. Sink er fyrir ónæmiskerfið.

Ógerlegt að sigra heiminn á einum degi

Holle-barnaþurrmjólk – Demeter-vottuð lífræn vara Fáir gera sér grein fyrir magni aukefna í hefðbundinni barnaþurr-mjólk. Holle-þurrmjólkin er hins vegar unnin úr 100% lífrænni mjólk úr kúm sem fá að vera úti í náttúrunni þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun. Kýrnar eru frjálsar og fá lífrænt vottað fóður allan ársins hring, sem er ástæðan fyrir gæðum þurrmjólkurinnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vægi d-vítamíns og omega 3-fitusýra er hærra en í hefðbund-inni ólífrænni mjólk. Bæði þessi vítamín eru gríðarlega mikilvæg ungbörnum. Holle-þurrmjólkin er sú eina á markaðnum sem ber Demeter-gæðavottun, en það er sá lífræni gæðastaðall sem er hvað strangastur í bransanum; oft kallað „gullið í lífrænni vottun“.

KrakkagosDrykkur fyrir alla hressa krakka. Sætur með eplasafa svo að hann er 100% laus við allan sykur. Frábær krakka- og partídrykkur.

lífræn steikingarolía (BRúNA flASKAN) Sólblómaolía sem er einstaklega hitaþolin og hentar vel til steik-

ingar, á grillið, í djúpsteikingu og marineringu. Vinsæl fyrir grill-matinn.

Heilnæm safahreinsun – þrjár lífrænar safategundir í kassaÞrír bragðgóðir og lífrænir gæðadrykkir í fallegum kassa. Henta vel til að hreinsa líkamann eða bara til að njóta með allri fjöl-skyldunni. Þeir koma frá Beutels-bacher og eru framleiddir undir ströngustu gæðakröfum í lífrænni ræktun.

Ef um detox er að ræða þá er mælt með léttu mataræði meðan á föstu stendur.

Í þessum kassa er ein af okkar mest seldu safategundum, en það er rauðrófusafinn sem er þekktur fyrir hreinsandi áhrif sín á blóð, ristil og meltingu. Hann er talinn góður við hinum ýmsu kvillum eins og blöðru-, nýrna- og gall-steinavandamálum.

HnetusmjörLífrænt hnetusmjör frá Himneskri hollustu er gríðarlega vinsælt. Það er stútfullt af hollri fitu og að sjálfsögðu laust við transfitusýrur. Frábært á rískex eða í heilsuhrist-inginn. -kp

Heilsukeðjan Maður lifandi hefur starfað í rúm sex ár og stendur fyrir þríþættri starfsemi; öflugri matvörurverslun, veitingasölu og fræðslumiðstöð. Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður lifandi, segir lífræna markaðinn vera vaxandi og að nauðsynlegt sé að við áttum okkur á hvað felist í orðinu lífrænt.

Eftirsóttustu líf-rænu vörurnarYggdrasill sérhæfir sig í innflutningi á vottuðum lífrænum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum. Vörurnar eiga það sameiginleg að vera í hæsta gæðaflokki frá þekktum framleiðendum og leggja áherslu á hollar og nærandi vörur sem stuðla að betri líðan neytenda. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils, segir okkur frá fimm vinsælustu vörum fyrirtækisins.

YggDRASill

Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir súludanskennari.

Arndís Thorarensen, fram-kvæmdastjóri Maður lifandi.

Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils.

Page 49: FT 11. februar 2011

heilsa 41

Chello fæst í flestum apótekum, Fjarðarkaupum og í Heilsuhúsinu

prentun.is

Chello hjálpaði mér út úr svitakófi og svefnerfiðleikumKolbrún Ósk er 43 ára þriggja barna móðir. „Sumarið 2009 fór ég að finna fyrir miklu svitakófi og svefnerfiðleikum. Þegar ég hafði ekki haft blæðingar í tvo mánuði ákvað ég að fara til læknis, sem sendi mig í blóðprufu til að athuga hvort ég væri komin á breytingaraldur. Ekki datt mér í hug að það væri mögulegt þar sem ég er rétt rúmlega fertug. Sú var þó niðurstaðan og kynnti þá læknirinn fyrir mér hormónagjöf. Ég var frekar treg til þess en farin að sofa mjög illa og leið ekki vel andlega eða líkamlega. Læknirinn taldi mig á að prufa hormón þar sem einkennin voru farin að skerða lífsgæði mín“.

Hormónarnir hentuðu mér ekki „Um tveimur árum áður eða 2007 tók ég þátt í rannsókn á vegum Erfðar-greiningar v/ beinþynningar og var mér tjáð að beinþynning væri á byrjunarstigi í mjöðm. Þegar ég hafði svo tekið hormón sem viðhéldu blæðingum í eitt ár, fór að bera á óreglulegum blæðingum og leitaði ég þá til heimilislæknis sem ráðlagði mér að fara til kvensjúkdómalæknis. Eftir rannsóknir var niðurstaðan að mikil þykknun hafði orðið á slímhimnu í leginu og varð ég því að hætta á hormónum“.

Prófaði nokkur náttúruleg fæðubótaefni „Mjög fljótlega byrjuðu svitakófin aftur ásamt því að ég fann fyrir almennri vanlíðan og svefnerfiðleikum. Ég prófaði tvenn náttúruleg fæðu-bótaefni en þau virkuðu ekki sem skyldi“.

Chello virkaði á rúmri viku!„Svo sá ég auglýsingu í apóteki og umfjöllun um Chello náttúrulega fæðubótaefnið á facebook og ákvað að ekki sakaði að reyna. Þegar ég fór að kaupa efnið var mér bent á að taka Chello í bláum umbúðum m/viðbættu D - vítamíni ásamt því að taka omega- 3. Ég las á umbúð-unum að taka ætti tvær töflur í tvær til fjórar vikur til að byrja með sem ég og gerði. Ekki var liðin nema rúm vika þegar ég fór að finna mikinn mun, ég finn ekki lengur fyrir svitakófi og sef vel. Ég mæli sko hiklaust með Chello þetta efni hefur reynst mér meiriháttar vel og hvet ég allar konur að prófa þessa náttúrulegu leið sem finna fyrir breytingaskeið-kvillum“ segir Kolbrún að lokum.Kolbrún Ósk Albertsdóttir

Innflutningsaðili: Gengur vel ehf

Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið og þá sérstaklega þegar kemur að þeim tímamót-um þegar breytingar verða á hormónakerfi kvenna. Gott er að huga að hreyfingu og hollu mataræði. Afar nauðsynlegt er að neyta nægilegs kalks með D-vítamíni fyrir beinin.

Chello Classic - Fyrir allar konur.Gott við mildum einkennum af svita-og hitakófi . Inniheldur ekki soja heldur mikið af plöntuþykkni úr kínversku plöntunni dong quai sem hefur verið notuð í mörg ár gegn hita-og svitakófi. Inniheldur einnig rauðsmára, vallhumal, kamillu og mjólkurþystil.

Chello Forte - Yfir fimmtugt Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur ríkulegan skammt af plöntu kjörnum og soja þykkni sem hefur sýnt sig að virka vel á svita- og hitakóf. Chello Forte inniheldur einnig rauðsmára og salviu sem hefur verið notað í mörg ár af konum á breytingarskeiðinu með frábærum árangri.

Chello Forte+D vítamín - Undir fimmtugu Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur sömu efni og rauða Chello en er með viðbættu D vítamíni sem styrkir beinin sem er mikilvægt fyrir konur sem byrja snemma á breytingarskeiðinu.

Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu

N ý japönsk rannsókn á öldrun kvenna skilaði mjög nákvæmum niðurstöðum. Þar kemur í ljós að

konur eldast mun fyrr en karlpeningurinn og hefst ferlið fyrir alvöru 33 dögum eftir 35 ára afmælið, eða 35,09 ára. Daglegt stress eykst á þessum tímapunkti og það hefur í kjölfarið varanleg áhrif á ástand húðarinnar.

Rannsóknin var sett mjög nákvæmlega fram og voru þátttakendur gríðarlega margir. Vísindamennirnir sem stóðu fyrir rannsókninni telja að hægt sé að fyrirbyggja líkamlega öldrun á tvo vegu: Annars vegar með viðurkenndum húðvörum og hins vegar með því að fara aldrei út úr húsi.

Öldrun kvenna hefst á aldrinum 35,09

Sjúkdómar í kjöl-far svefnleysisFátt er hvimleiðara en að liggja tím-unum saman í rúminu, stara út í loftið og bíða draumalandsins. Andvökur eru hluti tilverunnar hjá mörgum en þær geta haft alvarleg og eyðileggjandi áhrif á líkamann. Það er ekki aðeins að sá svefnlausi þjáist af þreytu og ergelsi heldur eykst hættan á að viðkomandi fái hjartaáfall eða aðra hjartasjúk-dóma. Þetta kemur fram í nýrri rann-sókn sem náði til meira en 470 þúsund manna frá átta löndum og stóð yfir í meira en aldarfjórðung. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum breska Warwick-háskólans. The Guardian greinir frá og vitnar til rannsóknarinnar sem birt var í European Heart Journal.

Of stuttur svefn, eða það að ná aðeins óreglulegum svefni sem varir í stutta stund í senn, leiðir til þess að líkaminn framleiðir hormóna og efni sem geta aukið hættu á hjartasjúkdómum, veldur auknu kólesteróli í blóði, of háum blóðþrýstingi og eykur líkur á hjartaáfalli.

„Sá sem sefur óreglulega og minna en sex klukkustundir á nóttu er í 48% meiri hættu en aðrir á að þróa með sér hjartasjúkdóm eða deyja af slíkum sjúkdómi og 15% meiri hættu en aðrir að fá eða deyja af hjartaáfalli. Tilhneigingin til þess að vaka lengi og vakna mjög snemma er tifandi tíma-sprengja gagnvart heilsunni. Því verður að bregðast við til þess að draga úr áhættunni af þessum lífshættulegu sjúkdómum,“ segir Francesco Cappucio, einn þeirra prófessora sem stóðu á bak við rannsóknina, í viðtali við The Guardian.

Of langur svefn líka skað-legur

Það getur verið erfitt fyrir marga að ná 7-8 tíma svefni í önnum hvunndagsins þegar í senn þarf að sinna vinnu, fjölskyldu, nægilegri hreyfingu, inn-kaupum, hreingerningu og ýmsu öðru.

Sérfræðingarnir taka hins vegar fram að menn eigi heldur ekki að sofa of mikið. Meira en níu tíma svefn á sólar-hring getur líka leitt til sjúkdóma, t.d. hjartasjúkdóma. Það er því mælt með sex til átta tíma svefnlengd á sólar-hring.

„Með því að sofa um það bil sjö tíma á sólarhring verndum við heilsu okkar til frambúðar og drögum úr áhættunni á krónískum sjúkdómum. Rannsókn okkar sýnir mikla samsvörun. Náðu þeim svefni sem þú hefur þörf fyrir, haltu með því góðri heilsu og lifðu lengur,“ segir Francesco Cappucio. -jh

Til að halda góðri heilsu þarf að sofa 7-8 tíma hverja nótt.

Page 50: FT 11. februar 2011

Spurningakeppni fólksins

Heiða Þórðardóttir miðasölustjóri í Þjóðleikhúsinu1. Björgólfur Thor.

2. Pass.

3. Veit það ekki.

4. Ekki hugmynd.

5. Veit það ekki.

6. 4?

7. Ekki hugmynd.

8. Benedict Andrews.

9. 21.

10. Siggi stormur.

11. 8.

12. Þorbjörg Alda Marinósdóttir

13. Veit það ekki.

14. Hef ekki hugmynd.

15. Sveppi.

5 rétt.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnssoníþróttafréttamaður á RÚV1. Ég ætla að skjóta á Björgólf Thor.

2. Dr. Phil?

3. Christina Aguilera.

4. Suður-Múlasýsla?

5. Pass.

6. 12.

7. 1980. Man ekki hvað hún heitir.

8. Benedikt Erlingsson?

9. 14.

10. Pass.

11. 8.

12. Þorbjörg Marinósdóttir.

13 Sólmundur Hólm Sólmundarson, Edda Björg

Eyjólfsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson.

14 Einhver góður kollegi minn.

15 Felix Bergsson.

4 rétt.

Rétt svör: 1. Steingrímur Wernersson, 2. Mad Men, 3. Christina Aguilera, 4. Norður-Þingeyjarsýsla, 5. Stríðið gegn leyndarhyggju, 6. 12, 7. 1980 Boy, 8. Benedict Andrews, 9. 10, 10. Sigurður Ragnarsson (Siggi stormur), 11. 8, 12. Þorbjörg Alda Marinósdóttir, 13. Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Sólmundur Hólm Sólmundarson, 14. Sigríður Petursdóttir, 15. Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi).

4 1

3 1 5

9 6

6 9 4 2

7 4 3

5 6

8 4 5

2 7

5 1 4 2

5 8

4 3 1

8 1 9 6

9 5 7 4

8 3 7

3

8

2 6 9 1

5 1

42 heilabrot Helgin 11.-13. febrúar 2011

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni

?1. Hvaða íslenski auðmaður var með svo-kallað „panic room“ í húsi sínu?

2. Á hvaða sjónvarpsþætti horfði Ragna Árnadóttir eftir að hún hætti sem dóms-málaráðherra?

3. Hvaða bandaríska söngkona klúðraði bandaríska þjóðsöngnum á Super Bowl?

4. Hvaða sýsla liggur á milli Norður-Múla-sýslu og Suður-Þingeyjarsýslu?

5. Hver er undirtitill nýju bókarinnar um Wikileaks?

6. Hversu margar tilnefningar til Edduverð-launa fékk kvikmyndin Brim?

7. Hvenær gaf írska hljómsveitin U2 út sína fyrstu plötu og hvað hét hún?

8. Hver leikstýrði Lé konungi í Þjóðleik-húsinu?

9. Hvað hefur Kolbeinn Sigþórsson skorað mörg mörk fyrir AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta?

10. Hver sér um morgunþáttinn á Útvarpi Sögu?

11. 48/x=6. Hvað er X?

12. Hvað heitir rithöfundurinn Tobba Marinós fullu nafni?

13. Hvað heitir þríeykið sem stýrir skemmti-þættinum Ha! á Skjá einum?

14. Hver stýrir kvikmyndaþættinum Kviku í Útvarpinu?

15. Hver talar fyrir Múmínsnáðann í íslenskri talsetningu á Múmínálfunum og hala-stjörnunni?

Þorkell skorar á félaga sinn Sigurlaug Ingólfsson, sagnfræðing á Árbæjarsafni.

Rýmingarsala!

Rýmum fyrir nýju garðhúsgögnunum og bjóðum síðustu “Estelle” bastsófasettin á frábæru verði.

Listaverð kr. 299.900,- Rýmingarsöluverð kr. 99.000,-

Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is

67% afsláttur

Getur þú verið heimilisvinur Dieter?www.soleyogfelagar.is

Page 51: FT 11. februar 2011

Ný námskeið að hefjastinnritun á fullu í síma 581 3730

telpurS onuK rtelpurS onuK rStaðurinn - Ræktin

Velkomin í okkar hóp!

Þú getur strax byrjað að æfa!Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að æfa – sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst.

Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasalÁ heimasíðunni okkar, www.jsb.is færðu svo nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða.

EF

LIR

alm

an

na

ten

gs

l /

H

NO

TS

GU

R g

raf í

sk

nn

un

Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • [email protected] • www.jsb.is

TabataHOT YOGA

Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi.

Teygju- og styrktaræfingar.Æfingakerfi hannað

af Báru Magnúsdóttur.

Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri.

Æfingakerfi byggt á pilatesæfingumJoseph Pilates.

Byrjenda- og framhaldsnámskeið.

TT 3 – Lokuð átaksnámskeiðfyrir stelpur 16-20+ ára.

TT – Átaksnámskeiðin sívinsælu.Lokaðir tímar.

S&Sstutt og strangt

Almenn þjálfun, púl, pallar, lóð, liðleiki, dansívaf,

stöðva- og einkaþjálfun.

Námskeið í tækjasal með persónulegri

leiðsögn.

Page 52: FT 11. februar 2011

Föstudagur 11. febrúar Laugardagur 12. febrúar Sunnudagur

44 sjónvarp Helgin 11.-13. febrúar 2011

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

21:15 HA? (4/12) Skemmti­þáttur með spurninga­ívafi. Umsjónarmaður þáttarins er leikarinn Jóhann G. Jóhannsson.

19:50 Logi í beinni Þáttur með spjallþátta­konungnum Loga Berg­mann. Þá er boðið upp á tónlistaratriði og ýmsar uppákomur.

Sjónvarpið16:10 Jóhann Kristinn Pétursson - Stóri Íslendingurinn e.17:10 Átta raddir (5/8) e.17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin (8/26) 18:22 Pálína (3/28) 18:30 Hanna Montana19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Útsvar Álftanes og Fjarða­byggð eigast við.21:15 Í álögum Gamanmynd 23:00 Barnaby ræður gátuna - Dauðs-föll í kórnum00:20 Kastljós e.00:35 Ira og Abby e.00:50 Kiljan e.02:15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 07:30 Game Tíví (3/14) 08:00 Dr. Phil (111/175) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:55 FORD stúlkurnar 2011: Lokakvöld og úrslit (2/2) 17:20 Dr. Phil (112/175) 18:05 Life Unexpected (10/13) 18:50 Melrose Place (15/18) 19:35 America’s Funniest Home Videos20:00 Will & Grace (15/22) 20:25 Got To Dance (6/15) 21:15 HA? (4/12) Nýr íslenskur skemmtiþáttur með spurninga­ívafi. Umsjónarmaður þáttarins er leikarinn góðkunni Jóhann G. Jóhannsson en honum til halds og trausts eru þau Edda Björg og Sólmundur Hólm.22:05 The Bachelorette (6/12) 23:35 30 Rock (10/22) 00:00 The L Word (8/8) 00:10 Dr. Phil (109/175) 00:50 Saturday Night Live (5/22) 00:50 Dr. Phil (110/175) 01:45 Slackers 03:15 Will & Grace (15/22) 03:35 Jay Leno (192/260) 04:20 Jay Leno (193/260) 05:05 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:05 Paul Blart: Mall Cop08:00 Back to the Future10:00 27 Dresses 12:00 Dave Chappelle’s Block Party14:00 Back to the Future16:00 27 Dresses18:00 Dave Chappelle’s Block Party20:00 Paul Blart: Mall Cop22:00 Terms of Endearment 00:10 Find Me Guilty02:10 Friday the 13th04:00 Terms of Endearment

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:15 Oprah08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful09:30 The Doctors10:15 60 mínútur11:00 ‘Til Death (4/15) 11:25 Auddi og Sveppi11:50 Mercy (17/22) 12:35 Nágrannar13:00 Making Over America With Trinny & Susannah (5/7) 13:45 The Spiderwick Chronicles15:30 Barnatími Stöðvar 217:10 Bold and the Beautiful17:33 Nágrannar17:58 The Simpsons (4/22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 Auddi og Sveppi19:50 Logi í beinni20:35 American Idol (7/45) 21:20 American Idol (8/45) 22:05 Stuck On You Grínmynd00:00 One Missed Call Hrollvekja 01:25 Impulse Spennumynd03:05 The Spiderwick Chronicles Spennandi ævintýramynd fyrir börn jafnt sem fullorðna.04:40 Auddi og Sveppi05:05 ‘Til Death (4/15) 05:30 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:40 Grosswallstadt - Magdeburg20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar20:30 La Liga Report21:00 Main Event Poker21:50 European Poker Tour 6 - Pokers22:40 UFC Live Events 125

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15:10 Sunnudagsmessan16:30 Newcastle - Arsenal18:15 Tottenham - Bolton20:00 Ensku mörkin 2010/1120:30 Premier League Preview21:00 Premier League World 2010/1121:30 Charlton22:00 Premier League Preview22:30 Man. City - WBA

SkjárGolf 08:40 Golfing World (19/240)09:30 Dubai Desert Classic (2/4) 13:30 AT&T Pebble Beach (1/4) 16:00 Dubai Desert Classic (2/4) 20:00 AT&T Pebble Beach (2/4) 23:00 Golfing World (20/240)23:50 ESPN America 06:00 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Daffi önd og félagar 07:20 Hvellur keppnisbíll07:30 Sumardalsmyllan 07:35 Áfram Diego, áfram! 08:00 Barnatími Stöðvar 210:05 Latibær 10:20 Ævintýri Juniper Lee 10:45 Stuðboltastelpurnar 11:10 Leðurblökumaðurinn11:35 iCarly (25/25) 12:00 Bold and the Beautiful13:45 American Idol (7/45) (8/45) 15:15 Pretty Little Liars (13/22) 16:00 Sjálfstætt fólk16:40 Auddi og Sveppi17:10 ET Weekend17:55 Sjáðu18:30 Fréttir / Íþróttir / Lottó 19:04 Ísland í dag - helgarúrval/Veður 19:35 Spaugstofan 20:00 More of Me21:30 Lions for Lambs23:00 Gladiator Spennumynd00:40 Hush Little Baby Hrollvekja02:05 The Brothers Solomon03:35 And Then Came Love05:10 Spaugstofan05:35 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 2010 Augusta Masters13:55 Fréttaþáttur Meistaradeildar14:20 Spænsku mörkin15:15 Gummersbach - Göppingen16:40 Castle Dargan Irish Masters18:20 La Liga Report18:50 Sporting Gijon - Barcelona Beint21:00 Icelandic Fitness and Health21:45 Icelandic Fitness and Health22:25 Box - Alexander - Bradley23:55 Sporting Gijon - Barcelona

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:50 Chelsea - Liverpool10:35 Premier League Review 2010/1111:30 Premier League World 2010/1112:00 Premier League Preview12:30 Man. Utd. - Man. City Beint14:45 Arsenal - Wolves Beint17:15 Sunderland - Tottenham Beint19:45 Liverpool - Wigan21:30 WBA - West Ham 23:15 Blackburn - Newcastle01:00 Blackpool - Aston Villa

SkjárGolf 07:20 Golfing World (17/240) 08:10 Golfing World (18/240) 09:00 Dubai Desert Classic (3/4) 13:00 Inside the PGA Tour (6/42) 13:25 AT&T Pebble Beach (2/4) 16:25 Dubai Desert Classic (3/4) 20:00 AT&T Pebble Beach (3/4) 23:00 Champions Tour - Highlights (1) 23:55 ESPN America 06:00 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:01 Frannies feet (18/39) 08:13 Herramenn (5/52) 08:24 Ólivía (17/52) 08:34 Babar (22/26) 08:56 Leó (11/27) 09:00 Disneystundin 09:01 Finnbogi og Felix 09:23 Sígildar teiknimyndir (21/42) 09:30 Gló magnaða (21/21) 09:52 Artúr (10/20) 10:15 Söngvakeppni Sjónvarpsins e.11:55 Návígi e.13:50 Bikarkeppnin í handbolta Beint15:50 Blóð í símanum e.16:45 Landinn e.17:20 Framandi og freistandi (1/5) e.17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Stundin okkar 18:28 Með afa í vasanum (25/52) 18:40 Skúli Skelfir (17/52) 18:51 Ungur nemur - gamall temur19:00 Fréttir 19:35 Veðurfréttir 19:40 Landinn20:10 Átta raddir (6/8) Gestur er Ásgerður Júníusdóttir. 21:00 Lífverðirnir22:05 Sunnudagsbíó - María Antoníetta 00:10 Silfur Egils01:30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 13:35 Dr. Phil (112/175) 14:15 Judging Amy (9/22) 15:00 The Bachelorette (6/12) 16:30 HA? (4/12)17:20 7th Heaven (12/22) 18:05 How To Look Good Naked 18:55 The Office (24/26) 19:20 30 Rock (10/22) 19:45 America’s Funniest Home Videos20:10 Top Gear (7/7) 21:10 The Defenders (5/18) 22:00 The Walking Dead - NÝTT (1/6) 23:10 Blue Bloods (2/22) 00:00 Royal Pains (2/18)01:00 Grammy Awards 2011 - BEINT03:00 Saturday Night Live (6/22) 03:55 The Defenders (5/18)04:40 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Trading Places Gamanmynd10:00 Curious Case of Benjamin Button12:40 Skoppa og Skrítla í bíó14:00 Trading Places Gamanmynd16:00 Curious Case of Benjamin Button18:40 Skoppa og Skrítla í bíó20:00 Ghost Town Gamanmynd22:00 Little Children Verðlaunamynd00:15 Johnny Was Spennumynd02:00 Already Dead Spennutryllir04:00 Little Children

12:30 Man. Utd. - Man. City Bein útsending frá leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

20:10 Söngvakeppni Sjón-varpsins Bein útsending frá úrslitakvöldinu í Sjónvarpssal þar sem sex lög keppa um að verða framlag Íslands.

21:00 Lífverðirnir Dönsk þáttaröð um starf lífvarða í öryggislögreglunni. Leik­stjóri er Mikkel Seerup og höfundar Brostrøm og Thorsboe sem einnig skrifuðu Örninn.

22:00 The Walking Dead - NÝTT (1/6) Hörkuspennandi hroll­vekjuþættir frá leikstjóra Shawshank Redemption sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:04 Gurra grís (24/26) 08:09 Teitur (51/52) 08:21 Skellibær (31/52) 08:34 Otrabörnin (21/26) 08:58 Konungsríki Benna og Sóleyjar 09:09 Mærin Mæja (45/52) 09:18 Mókó (42/52) 09:26 Einu sinni var... lífið (26/26) 09:53 Hrúturinn Hreinn (23/40) 10:00 Elías Knár (34/52) 10:13 Millý og Mollý (7/26) 10:25 Að duga eða drepast (17/20) e.11:10 Nýsköpun - Íslensk vísindi (1) e.11:45 Myndheimur Katrínar Elvarsd. e.13:40 Þýski boltinn (7/23) e.14:40 Námumennirnir í Síle e.15:10 Vísindakirkjan e.16:50 Lincolnshæðir17:35 Táknmálsfréttir 17:45 Útsvar e.18:54 Lottó 19:00 Fréttir og veður19:35 Enginn má við mörgum (5/6) 20:10 Söngvakeppni Sjónvarpsins Beint21:50 Sérsveitin III Spennumynd23:55 Innbrot Bresk­bandarísk mynd00:30 Silfur Egils 01:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 11:25 Dr. Phil (108/175) 13:30 Judging Amy (8/22) 14:15 7th Heaven (11/22) 15:00 90210 (12/22)15:45 The Defenders (4/18) 16:30 Top Gear (6/7) 17:30 FORD stúlkurnar 2011: Úrslit 17:55 Game Tíví (3/14) 18:25 Survivor (10/16) 19:10 Got To Dance (6/15) 20:00 Saturday Night Live (6/22) 20:55 White Squall 23:05 In the Electric Mist 00:45 HA? (4/12) 00:50 Dr. Phil (111/175) 01:35 Cyclops 03:05 Whose Line is it Anyway? 03:30 Jay Leno (194/260) 04:15 Jay Leno (195/260) 05:00 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:10 Fletch Sakamálamynd.08:00 School of Life Gamanmynd10:00 Rain man12:10 Algjör Sveppi og leitin að Villa14:00 School of Life16:00 Rain man18:10 Algjör Sveppi og leitin að Villa20:00 Fletch Sakamálamynd22:00 How She Move 00:00 Go02:00 Eagle Eye Spennumynd04:00 How She Move 06:00 Ghost Town Gamanmynd

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Page 53: FT 11. februar 2011

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Aðalkötturinn 07:25 Sumardalsmyllan 07:30 Lalli07:40 Hvellur keppnisbíll 07:50 Elías 08:00 Barnatími Stöðvar 2 09:05 Mörgæsirnar frá Madagaskar09:25 Kalli kanína og félagar 09:35 Histeria! 10:00 Pirates Who Don’t Do Anything11:30 Sorry I’ve Got No Head 12:00 Spaugstofan12:30 Nágrannar14:10 Smallville (14/22) 14:55 Reykjavík Fashion Festival15:25 Tvímælalaust16:10 Logi í beinni 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (3/24) 19:40 Sjálfstætt fólk 20:20 The Mentalist (12/22) 21:05 Chase (7/18) 21:50 Numbers (16/16) 22:35 Mad Men (11/13) 23:25 60 mínútur00:10 Spaugstofan00:35 Daily Show: Global Edition01:00 Undercovers (10/13) 01:45 Saving Grace (11/13) 02:30 Tripping Over (4/6) 03:15 Cake: A Wedding Story04:50 December Boys

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:55 Castle Dargan Irish Masters11:35 Sporting Gijon - Barcelona14:15 Fréttaþáttur Meistaradeildar r.14:45 Dawson & Sanderson Classic16:25 Kiel - Fuchse Berlin17:55 Kobe - Doin ‘ Work 19:25 La Liga Report19:50 Espanyol - Real Madrid22:00 Kiel - Fuchse Berlin

23:25 Espanyol - Real Madrid

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:20 Blackpool - Aston Villa10:05 Blackburn - Newcastle11:50 WBA - West Ham13:35 Liverpool - Wigan15:20 Premier League World 2010/1115:50 Bolton - Everton Beint18:00 Sunnudagsmessan19:15 Sunderland - Tottenham21:00 Sunnudagsmessan22:15 Bolton - Everton00:00 Sunnudagsmessan 01:15 Man. Utd. - Man. City 03:00 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 07:20 Golfing World (19/240)08:10 Golfing World (20/240) 09:00 Dubai Desert Classic (4/4) 13:00 AT&T Pebble Beach (3/4) 16:00 Dubai Desert Classic (4/4) 20:00 AT&T Pebble Beach (4/4) 23:30 ESPN America 00:00 Golfing World (19/240)00:50 Golfing World (20/240) 06:00 ESPN America

13. febrúar

sjónvarp 45Helgin 11.-13. febrúar 2011

Í sjónvarpinu sÍgildar bÍómyndir

Páll Magnússon, ríkissjónvarpseinvaldur í Efsta-leiti, fékk aðeins á baukinn í Fréttatímanum nýlega þegar borin var undir hann ósköp dapurleg tölfræði sem sýndi svart á hvítu að velflestar bíómyndir sem Sjónvarpið hefur sýnt á föstudags- og laugardags-kvöldum undanfarið hafa áður verið sýndar á Stöð 2 og síðan ítrekað endursýndar á Stöð 2 bíó.

Páll boðar hins vegar betri tíð vegna þess að hann er búinn að reka svo margt starfsfólk að nú fer hann að geta keypt betri kvikmyndir. Þarna er útvarpsstjóri á villigötum. Hann á einmitt alls ekki að nota sparifé stofnunarinnar til að eltast við Stöð 2 heldur fara út á allt aðrar brautir í bíósýningum og leggja miklu meiri áherslu á gamlar myndir sem Stöð 2 þorir ekki að bjóða áhorfendum sínum upp

á. Sígildar bíómyndir sem komnar eru til ára sinna hljóta að fást keyptar fyrir slikk en virðisauki þeirra felst í því að þær eru flestar miklu betri en það gums sem RÚV endursýnir í kjölfar frumsýninga á Stöð 2.

RÚV gegnir lögbundnu menningarhlutverki og undir þá skyldu ætti sýning á klassískum bíó-myndum hiklaust að falla. Í æsku sá ég myndir eins og The Big Sleep, The 39 Steps, The Magnificent Seven, Casablanca, The Malteese Falcon, The French Connection, The Dirty Dozen, The Good, the Bad, and the Ugly ásamt haug af vestrum með John Wayne í fyrsta skipti í Sjónvarpinu. Það er ár og dagur síðan RÚV hefur borið jafn mikilvægar myndir á borð fyrir landsmenn og kannski liggur þar ein helsta ástæða þess hversu íslensk ungmenni

í dag eru ofboðslega heimsk og leiðinleg. Þetta eru myndir sem fylgja manni alla ævi og maður getur horft á aftur og aftur með ákveðnu millibili.

Hvernig væri nú að taka sig saman í andlitinu, spara peninga, láta Stöð 2 um draslið og bæta kannski aðeins menningarástandið í landinu í leið-inni? Þórarinn Þórarinsson

Sparnaðarráð fyrir RÚV

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Page 54: FT 11. februar 2011

46 bíó Helgin 11.-13. febrúar 2011

Þ essi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndabransans í Banda-ríkjunum hafa alltaf verið

umdeild og þeir sem hljóta ekki náð fyrir augum Akademíunnar geta alltaf huggað sig með því að Peter O’Toole, Alfred Hitchcock, Fe-derico Fellini, Richard Burton, Akira Kurosawa og Albert Fin-ney hafa aldrei fengið verðlaun og bið Martins Scorsese og Stevens Spielberg eftir verðlaunum virtist á tímabili ætla að verða endalaus á meðan alls konar minni spámenn fóru heim með styttur.

Óskarsverðlaunin snúast einfald-lega um miklu meira en hæfileika leikara og leikstjóra og gæði kvik-mynda. Inn í þetta blandast alls kon-ar pólitík og hefðir þannig að það er síður en svo á vísan að róa fyrir þá bestu. Breska kvikmyndatíma-ritið Empire hefur tínt til ýmis atriði sem ættu að gefa vísbendingu um af hverju tilnefndar myndir ættu að vinna, og svo aftur á móti af hverju þær munu ekki vinna. Af þeim tíu tilnefndu myndum sem sýndar hafa verið á Íslandi þykja þessar sigur-stranglegastar:

Black Swan vinnur vegna þess að hér er á ferðinni sterk, dramatísk saga frá virtum leikstjóra. Frammi-staða leikara er frábær, með Natal-ie Portman fremsta í flokki. Black Swan vinnur ekki vegna þess að þrátt fyrir mjög góða dóma eru þeir sem eru á móti henni virkilega á móti henni og þeir hafa látið vel í sér heyra. Þótt myndin sé tilnefnd fyrir klippingu og leikstjórn vantar hana tilnefningu fyrir besta handritið en besta myndin tekur yfirleitt allan

pakkann í þessum meginflokkum.The Fighter vinnur vegna þess að

viðfangsefni hennar er nógu hefð-bundið og útfært þannig að það ætti að hugnast eldri kjósendum en með nægan brodd til þess að höfða til þeirra sem yngri eru. Hún er með þrjár tilnefningar fyrir besta leik í aukahlutverkum og einnig með hinar mikilvægu tilnefningar fyrir handrit, klippingu og leikstjórn. Og Óskarinn elskar hnefaleikamyndir, samanber Million Dollar Baby og Rocky. Það boðar hins vegar ekki gott að Mark Wahlberg er ekki tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og boxið er ekki alltaf trygging eins og sést best á því að Raging Bull vann ekki.

Inception vinnur vegna þess að Óskarinn er veikur fyrir myndum sem mala gull í miðasölunni. Leik-stjórinn er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum og myndin öll er unn-inn af þeirri fagmennsku sem á að einkenna „bestu myndina“. Myndin vinnur samt varla þar sem hún er hvorki með tilnefningu fyrir bestu leikstjórn né klippingu. Það veit ekki á gott.

The King´s Speech er sannkölluð „óskarsverðlaunamynd“. Hún er gáfuleg, sannkölluð búningamynd frá liðnum tíma, viðfangsefnið er konunglegt, leikararnir frábærir og allt er þetta vel pússað og áferðarfal-legt. Hún er með flestar tilnefningar og Akademían er gjörn á að hrúga öll-um helstu verðlaunum á sömu mynd-ina. Hún vinnur ekki vegna þess að hún er ekki heppilegur kostur ef Akademían vill ná til ungs fólks, og mikið hefur verið ritað og rætt um að Georg VI hafi verið hallur undir nas-

isma. Svo er Óskar mátulega hrifinn af því þegar Bretar gera sig gildandi á hátíðinni.

Social Network vinnur vegna þess að hún kallast á við samtímann og fjallar um fyrirbæri sem bókstaflega allir þekkja. Myndin er vel leikin, leikstjórinn er einn sá virtasti í fag-inu og hún græddi yfir 100 milljón-ir dollara í Bandaríkjunum, en það er eiginlega lágmarksupphæð fyrir „bestu myndina“. Hún tapar hins vegar vegna þess að hún er ekki nógu hefðbundin og Akademían er kannski ekki alveg með þetta inter-net á hreinu. Hún er aðeins með eina leikaratilnefningu á móti þremur hjá King´s Speech og þar sem leikarar eru í meirihluta í Akademíunni má ætla að þeir séu ekkert of hrifnir af myndinni.

True Grit vinnur vegna þess að all-ir elska The Dude (Jeff Bridges í Big Lebowski) og allir elska Coen-bræð-ur og Akadamían elskar vestra ennþá (Dances with Wolves, Unforgiven og No Country for Old Men sem Coen-bræður gerðu. Þarf frekari vitnanna við?) Hún fór yfir 100 milljón dollara markið í Bandaríkjunum. Hún vinnur ekki vegna þess að hana vantar til-nefningu fyrir klippingu þannig að til þess að vinna verður hún að rjúfa þriggja áratuga hefð. Það er stutt síðan bræðurnir sópuðu að sér verð-launum fyrir No Country for Old Men þannig að Akademían vill örugglega dreifa gleðinni.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

óskarsverðlaunin er besta myndin best?

bíódómur true grit

frumsýndar

Og Óskarinn fer til ...Óskarsverðlaunin verða afhent í lok þessa mánaðar við skrautlega athöfn eins og lög í Hollywood gera ráð fyrir. Flokkur þeirra mynda sem etja kappi um verðlaun fyrir bestu myndina er sérstaklega sterkur þetta árið, sem sést ágætlega á vandræðalegu stjörnuregninu sem dunið hefur á tilnefndum myndum í gagnrýni á þessari síðu undanfarið. Þegar svo margar magnaðar myndir keppa er næsta víst að lítil sátt mun ríkja um vinningshafann en það er svo sem ekkert nýtt þegar Óskarinn er annars vegar.

e kki þarf að hafa mörg orð um snilld þeirra bræðra Ethans og Joels Coen enda slíkir

meistarar að á löngum ferli hafa þeir varla stigið feilspor fyrir utan The Ladykillers og Intolerable Cruelty. Þeir bræður voru í miklum ham árið 2007 þegar þeir sendu frá sér hinn frábæra sam-tímavestra No Country for Old Men og með True Grit hafa þeir loksins gert alvöruvestra sem er svo skotheldur að líklega verður maður bara að taka sénsinn og fullyrða að True Grit sé besta mynd þeirra til þessa þótt af nógu sé að taka þegar sá stimpill er kominn á loft.

Vestrajaxlinn John Wayne landaði Óskars-verðlaunum fyrir túlkun sína á hinum rudda-lega laganna verði, Rooster Cogburn, í True Grit

árið 1969. Mynd þeirra Coen-bræðra er fráleitt endurgerð þeirrar myndar. Bræðurnir litu fram hjá gömlu myndinni, fóru beint í frumtextann og skrifuðu handrit sitt upp úr skáldsögu Charles Portis.

Þar segir frá hinni 14 ára gömlu Mattie Ross sem er heldur betur með bein í nefinu og kjaft-inn fyrir neðan það. Þegar skíthællinn Tom Cha-ney drepur föður hennar og stingur síðan af, lætur sú stutta ekki hugfallast heldur undirbýr hefndarleiðangur. Sér til halds og trausts ræður hún fyllibyttuna og rustann Rooster Cogburn sem er annálaður fyrir að taka ribbalda föstum tökum, skjóta fyrst og spyrja svo.

Hailee Steinfeld, 15 ára gömul leikkona, sýn-

ir ótrúleg tilþrif í hlutverki stúlkunnar og Matt Damon er óvenju skemmtilegur sem lögreglu-maður frá Texas sem slæst í för með hinu sér-kennilega tvíeyki. Josh Brolin, sem vann síðast með Coen-bræðrum í No Country for Old Men, er óárennilegur og ógnandi í hlutverki morð-ingjans og hinn alltof sjaldséði Barry Pepper er ógeðslegur, ógnandi og firnasterkur í litlu hlutverki útlaga sem tekur Chaney undir sinn verndarvæng. En yfir öllu þessu ágæta fólki og myndinni eins og hún leggur sig gnæfir Jeff Bridges í hlutverki hins eineyga Cogburns. Mað-urinn er bara hreint út sagt stórkostlegur í hlut-verkinu og kemur þessari grjóthörðu fyllibyttu og bardagamanni, sem þó á til mannlega taug

undir hrjúfu yfirborðinu, til skila með bravúr.Joel og Ethan segja þessa sögu á sinn sér-

staka hátt og af slíkri tilfinningu að myndin ristir djúpt, auk þess sem hún er löðrandi í höf-undareinkennum þeirra sem gera hana að veislu fyrir augu og eyru. Þórarinn Þórarinsson

Töff mynd um alvöru harðjaxl

Akademían er gjörn á að hrúga öllum helstu verðlaunum á sömu myndina.

Kraftur látleysisinsBreski leikstjórinn Mike Leigh hefur einstakt lag á að gera mannlegar og lát-lausar bíómyndir sem rista djúpt og snerta við fólki þótt þær líði stundum áfram eins og ekkert sé að gerast. Þetta er einmitt tilfellið í hans nýjustu mynd, Another Year, sem Græna ljósið frumsýnir í Bíó Paradís á föstudaginn, en þar koma öndvegis leikarar súrsætri sögu til skila með mikilli hægð. Leigh hóf feril sinn sem leikskáld og sviðsleikstjóri en fyrsta kvikmynd hans byggðist á eigin verki, Bleak Moments, árið 1971 sem vakti mikla athygli. Hann tók sér síðan langt hlé frá bíómyndum og lét ekki til skarar skríða fyrr en árið 1988 með High Hopes. Síðustu myndir hans eru Vera Drake, Topsy-Turvy, Naked og hin áhrifaríka Secrets&Lies sem var sýnd á Íslandi fyrir nokkrum árum við góðar undirtektir. Í Another Year segir Leigh frá rosknum hjónum sem eru sátt við líf sitt en fólk í kringum þau leitar endalaust til þeirra með vandamál sín. Kvikmyndatímaritið Empire gefur myndinni fimm stjörnur og lofar hana í hástert. Ruth Sheen og Jim Broadbent leika gömlu hjónin en Broadbent er leikari þeirrar náttúru að ekkert virðist honum ofviða og hann er jafnvígur á grín, hádramatík og allt þar á milli.

Steinfeld, Damon og Brolin eru stórgóð í hlut-verkum sínum en standa öll í stórum skugga Jeffs Bridges.

Gömlu hjónin eru sátt við sitt en sömu sögu er ekki að segja af fólkinu í kringum þau.

Allar myndirnar sem berjast um Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafa ýmislegt með sér og á móti en að öllu samanlögðu er staða konungsins stamandi býsna góð.

Lýtalæknir og tískupíur í vanda og Jógi í góðum gírFrom Prada to Nada er gamanmynd sem byggð er lauslega á Sense and Sensibility, margrómaðri skáldsögu Jane Austen. Sögusviðið er fært til Bandaríkja samtímans og segir frá tveimur systr-um, tískudrósum miklum, sem þurfa að endur-skoða líf sitt eftir að faðir þeirra fellur frá og skilur ekkert eftir sig. Yogi Bear er þrívíddarmynd um hinn glaðlynda og góðkunna björn sem flestir sem komnir eru til vits og ára muna eftir. Jógi og félagi hans Bóbó eru við sama heygarðshornið og gera skógarverðinum í Jellystone-þjóðgarðinum lífið leitt. Í gamanmyndinni Just go with it leikur Adam Sandler lýtalækni sem fellur fyrir sér yngri og

glæsilegri konu en til þess að breiða yfir klaufalega lygi flækist hann enn frekar í eigin blekkingavef þegar hann fær aðstoðarkonu sína (Jennifer Aniston) til að þykjast vera fyrrverandi eiginkona hans.

SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000

Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni

Bes

tun

Birt

ing

ahús

Page 55: FT 11. februar 2011
Page 56: FT 11. februar 2011

48 tíska Helgin 11.-13. febrúar 2011

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Eykur og styrkir heilsuna

Óteljandi rannsóknir hafa verið gerðar á hreyf-ingu. Margar spurningar hafa verið lagðar fram og enn fleiri svör. Í flestum tilvikum, ef ekki öllum, hafa niðurstöðurnar reynst jákvæðar. Niðurstöður hafa sýnt fram á að við græðum á hreyfingu á öllum sviðum. Líkamlega, andlega og félagslega.

Alveg frá upphafi mannkynsins hefur hreyfing verið ein af grunnþörfum okkar en eftir því sem leið á upplýsingaöldina fór þetta allt að dragast saman. Nú á 21. öldinni þarf oftast mikinn metnað og ákefð til þess halda við hreyfingunni og því miður eru ekki allir sem finna þann kraft. Það er ekki sjálfsagt að öllum falli vel við líkamsræktar-stöðvar. Langt í frá. Það er mikilvægt að við finnum það sem hentar okkur best og sinnum því af einstakri löngun.

Ungt fólk á erfitt með að draga sig inn í rútínu sem krefst líkamlegra átaka. Þægindin eru í fyrrarúmi. Kókið í hægri og tölvan í þeirri vinstri. Það verður alltaf fyrir valinu. Löng nótt með tölv-una fyrir framan sig og snooz-takkinn ofnotaður morguninn eftir. Lítið sem ekkert hugsað um mataræðið og líkaminn er notaður sem ruslafata skyndibitastaðanna. Ætli meðalaldur Vestur-landabúa fari ekki lækkandi með árunum?

Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á það að hreyfing eykur og styrkir andlega heilsu. Svefninn kemst í fastar skorður og mataræðið er ósjálfrátt tekið í gegn. Það eru margir sem geta tekið undir þessa staðreynd þeirra fræðimanna sem vinna hörðum höndum að því að fullvissa komandi kynslóðir. Það er mikilvægt að við hugsum vel um líkama okkar. Því miður er ekki hægt að hafa líkama eftir pöntun og við þurfum því að hlúa vel að honum og halda honum þannig að okkur líki við hann.

MiðvikudagurSkór: KaupfélagiðBuxur: OriginalPeysa: H&M

FimmtudagurSkór: Monki

Leggings: SelectedKjóll: Lindex

Jakki: H&M

Dökkir litir á veturnaGurrý Jónsdóttir er tuttugu ára og stundar snyrtifræðinám í Fjölbrauta-skólanum í Breiðholti. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist líkamsrækt, tísku og tónlist og finnst ekkert skemmtilegra en að ferðast. „Ég klæði mig helst í það sem mér finnst flott; er ekki mikið að spá í aðra í kringum mig. Ég tek þó eftir því hvernig aðrir klæða sig og pæli í því. Stíllinn minn er rosalega einfaldur. Ég er mjög dökkklædd á veturna, geng helst í gráu eða svörtu. Á sumrin bæti ég jafnvel einhverjum litum við. Mín helsta fyrirmynd þegar kemur að tísku er leikkonan Eva Longoria. Mér finnst hún alltaf rosalega flott. Fötin sem ég klæðist kaupi ég mest í H&M og skóna í Kaupfélaginu. Uppáhaldsbúðin mín er þó Armani Exchange í New York. Við kærastinn minn kláruðum þá búð um daginn. Ég hreinlega elska hana!

MánudagurHálsmen: Armani ExchangeSkór: KaupfélagiðBuxur: SautjánBolur: Armani ExchangePeysa: Armani Exchange

ÞriðjudagurSkór: FókusSamfestingur: H&M

Hundrað prósent náttúrulegarYoungblood-förðunarvörurnar eru nýkomnar til landsins. Þær eru hundrað prósent náttúrulegar, olíulausar og án allra kemískra efna. Vörurnar eru án ilm- og rotvarnarefna og þær halda húðinni opinni. Þær hafa þann eiginleika að anda í gegnum húðina og skapa létta áferð sem hylur roða og litabreytingar í húðinni. Farðinn er fyrir allar húð-tegundir og sérstaklega fyrir viðkvæma húð. Förðunarlínan hefur farið vel af stað í Evrópu og það stefnir í að hún nái gríðarlegum vinsældum hér á landi. Nú í byrjun febrúar hófst sala á förðunarvörunum í Hagkaupi í Smáralind.

Marley hannar fatnað fyrir Ól-ympíuleikana

Í vikunni tilkynnti fyrirtækið Puma, sem sér um landsliðsbúningana fyrir Jamaíku, að Cedella Marley, elsta dóttir Bobs Marley, myndi hanna íþróttabúningana fyrir þá keppendur sem halda á Ólympíuleikana 2012. Cadella segir þetta vera mikinn heiður, ekki síst að fá að klæða fótfrá-asta mann í veröldinni, Usian Bolt. Cadella er enginn byrjandi þegar kemur að hönnun á íþróttafatnaði. Hún rekur verslunina Catch a Fire, sem er nefnd eftir einni af plötum Bobs Marley, þar sem hún selur sér-hannaðan íþróttafatnað fyrir konur.

5dagardress

FöstuagurSkór: KaupfélagiðBuxur: Vero ModaBolur: H&MKlútur: H&MVesti: Armani Exchange

Frískar og endurnærir á áhrifa ­ríkan hátt, dregur úr þreytu­merkjum og hrukkum í kringum augun. Inniheldur Q10 leyndar­málið sem finnst náttúru lega í húðinni og vinnur gegn hrukkum.

Nivea Q10 aNti-wriNkle aUGNrOller

NÝtt!

Page 57: FT 11. februar 2011

Helgin 11.-13. febrúar 2011

Kauptu stílinn vanessa paradis

Frönsk, með góðan fatasmekk

Franska söngkonan Vanessa Paradis er heimsþekkt fyrir

sína ljúfu söngrödd. Hún er 38 ára og söngferill hennar spannar langan tíma. Hún var aðeins níu ára þegar hennar fyrsta smáskífa kom út og síðan þá hefur nafn hennar verið þekkt um allan heim. Þó reis frægð hennar til muna árið 1998 þegar hún hóf samband sitt við leikarann Johnny Depp. Samband þeirra varir enn og eiga þau tvö börn saman. Franskar konur eru þekktar fyrir góðan fatasmekk og er Vanessa þar engin undantekning. Hún er alltaf vel tilhöfð, hefur mikið vit á tísku og góð sambönd við helstu hönnuði heims.

Company’s 7.990 kr.

Cosmo 24.900 kr.

Kaupfélagið ??????

Tékk-Kristall 13.500 kr.

Next 1.990 kr.

Kaupfélagið ?????

Menningarlegt fyrir-bæri eða faraldur?Mikill blogg-faraldur hefur gengið í tískuheim-inum síðustu mánuði þar sem stelpur alls staðar úr heiminum taka myndir af sínum daglega klæðnaði og tjá sig um daginn og veginn. Ritstýra franska Vogue, Franca Sozzani, tjáði sig um fyrirbærið á heimasíðu tímaritsins í vikunni og spurði lesendur hvort þetta væri menningarlegt fyrirbæri eða faraldur sem tröllriði samfélaginu. Hún kom

einnig að því hvort að tískuheimurinn þyrfti á bloggurunum að halda; þetta væru allt saman eins einstaklingar sem einblíndu á sjálfa sig, sinn klæðnað og sitt daglega líf. Lesendur hafa tjáð sig mikið um pistil ritstýrunnar því sjálf heldur hún úti tískubloggi þar sem hún skrifar um sömu hönnuði og sömu tískufyrirbrigði og aðrir tískubloggarar gera.

Tilvalið fyrir fundinn eða starfsmannapartýið!

Patti HúsgögnÍslenskir sófar sniðnir að þinum þörfum

Mál og áklæði að eigin vali.

Vín Sófasett 3+1+1 Verð frá 345.900 kr

Bonn Hornsófi 2H2 Verð frá 251.900 kr

Basel Hornsófi 2H2 Verð frá 327.900 kr

Roma-Lux Hornsófi 2H2 Verð frá 252.900 kr

Basel sófasett 3+1+1 Verð frá 360.900 kr

Rín Hornsófi 2H2 Verð frá 285.900 kr

Landsins mesta úrval af sófasettum

Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16

Písa Hornsófi 2H2 Verð frá 286.110 krVerð áður 327.900 kr

Vika 5_Frettatimi_3x20.pdf 3.2.2011 09:22:29

Page 58: FT 11. februar 2011

50 dægurmál Helgin 11.-13. febrúar 2011

Plötuhorn Dr. Gunna

Sound of the PlanetIkea Satan

Ikea Satan er tríó. Unnur Kolka trommar, Pétur Úlfur Einarsson syngur og leikur á gítar og Hannes Þór er á bassa. Sound Of The Planet er þriggja laga seigur rokkköggull með blúsmetalísku yfirbragði og minnir allnokkuð á rokkgerð Jacks Whites. Öll lögin eru virkilega fín, teppalagt sjúskrokk á ensku, melódískt og einhvern veginn mitt á milli helvítis og Ikea. Tríóið vinnur nú efni á stóra plötu sem á að koma út með vorinu. Sú verður vonandi jafn góð og þetta stöff.

holland Island Bar lightCalifornia Cheeseburger

Holland Island Bar Light er fyrsta plata hljómsveitarinn-ar California Cheeseburger. Ari Eldon, Riina Pauliina og Pétur Úlfur starfrækja þetta band með trommaranum Kormáki „Komma“ Geir-harðssyni og spila glimrandi gott popprokk sem á ættir að rekja aftur í brimbretta-popp Beach Boys, Velvet Underground (þá helst lögin sem trommustúlkan Moe Tucker söng) og áfram upp tónlistarsöguna allt yfir í gáfumannapopp í Belle & Sebastian. Á þessari 13 laga plötu er hellingur af skemmtilegu og afslöppuðu sólskinspoppi – eðalstöff, en kannski ekki alveg það byltingarkenndasta.

Sex on the BeachBlack Valentine

Black Valentine virðist vera Pétur Úlfur Einarsson einn að búa til tölvutónlist sem er laus í reipunum og til-raunakennd. Hann vinnur með sömpl og lúppur og útkoman liggur einhvers staðar á milli plötunnar Play með Moby og raftil-raunaefnisins sem Morr-útgáfan þýska gefur út, auk þess sem gítarrokkað efni er haft með í bland. Fína spretti má hér finna og aðra la la. Sex On The Beach er önnur plata Black Valentine og er stefnt að því að hún og fyrri platan, Rehab Is For Quitters frá 2009, komi út saman á geisladisk.

Vetrarhátíð verður haldin í Reykjavík nú um helgina, frá föstudegi til sunnudags, 11.-13. febrúar. Vetrarhátíðin hefur í áratug boðið borgarbúum upp á fjölbreytta menningarviðburði. Í ár verður hún borin uppi af þremur stoðum; Safnanótt á föstudagskvöldinu, Heimsdegi barna í Gerðubergi á laugardeginum og Kærleikum á sunnudeginum, að því er fram kemur í til-kynningu Höfuðborgarstofu. Hátíðin hefst með opnunaratriði í Hallargarð-inum við Fríkirkjuveg kl. 19 í kvöld, föstudag. Á Safnanótt taka yfir þrjátíu söfn á höfuðborgarsvæðinu öllu þátt í dag-skrá sem ber yfirskriftina Íslendingur? Spurningunni er varpað fram á afmælisári Jóns Sigurðssonar, en í ár eru 200 ár frá fæðingu hans. Sér-stakur ókeypis safnanæturstrætó gengur á milli safnanna. Leiðsögumenn með grænar húfur fræða farþega um það sem er í vændum á næsta safni og sprella ögn. Í stíl við húfurnar verða söfnin með græn ljós yfir dyrum til að vísa gestum veginn.Vetrarhátíð lýkur með Kærleikum sem hefjast um sólsetur á Austurvelli á sunnudaginn, kl. 17.30. Þar verður mikið sungið og knúsað. -jh

vetrarhátíð uPPákomur um helGIna

Fjölbreyttir menningarviðburðir í borginni

P lötuútgáfa heimsins er í upp-námi. Fáir undir fertugu kaupa lengur geisladiska, hörðustu

músíkáhugamenn kaupa vínylplötur, en yfirleitt er fólk bara að hlaða niður músík í tölvurnar sínar. Fyrst sífellt færri kaupa diska, til hvers þá að gefa þá út? Sú spurning verður æ meira aðkallandi. Það er dýrt að gefa út vínylplötu og salan ekki orðin það úrbreidd aftur að slík útgáfa svari kostnaði nema í meiriháttar tilvikum. Lausnin hlýtur því að vera fólgin í því að gefa bara út „rafrænt“ og það er sú stefna sem Ching Ching Bling Bling (www.chingchingblingbling.com), upprennandi útgáfa í Reykjavík, hef-ur tekið. Reyndar koma útgáfurnar hjá þeim stundum út á diskum líka.

Mörgum finnst plötur ekki hafa „komið út“ nema hægt sé að hand-leika útgáfuna, en þetta er tilfinning sem eflaust mun hverfa með tím-anum. Kannski mun það líka breytast

að sérstakt „umslag“ fylgi rafrænum útgáfum því það er í sjálfu sér algjör óþarfi að láta ferkantaða mynd fylgja með rafrænum skjölum.

Ching Ching Bling Bling hefur gefið út slatta af tónlist en þær þrjár „plötur“ sem fjallað er um, eru þær nýjustu. Þær eiga það sameiginlegt að vera fluttar á ensku og að Pétur Úlfur Einarsson kemur við sögu á þeim öllum. Pétur er afkastamikill jaðarmaður, hefur líka samið tónlist, m.a. undir nöfnunum Peter & Wolf og Pornopop (m.a. á hinni vanmetnu og Sigur Rósar-legu plötu … and the slow songs about the dead calm in your arms).

Eins og gengur er allt vaðandi í tóndæmum á heimasíðu útgáfunnar og þar að auki geta skráðir notendur hlustað á plöturnar í heild sinni á Gogoyoko-vefnum. Ég mæli sterklega með að fólk með eyrun í lagi tékki á Ching blinginu. -dr. Gunni

Safnanótt í Reykjavík. Yfir þrjátíu söfn á höfuð-borgarsvæð-inu taka þátt.

chInG chInG BlInG BlInG

Rafrænt rokkbling

California Cheeseburger frá vinstri: Ari, Pétur, Riina og Kommi.

Verndargripir goðanna

Hrafnar Óðins

Engin venjuleg dýr!

Dvergar fóru að drullumalla

Rómversk hljóðfærasmiðja

Suðræn og seiðandi danssmiðja

Drekasmiðja

Kínverskur dreki

Leikbrúðusmiðja Seifs og Afródítu

Drakúla

Galdrasmiðja Merlins

Freyjuklattar og Valkyrjuglögg (útieldun!)

Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöðinni Miðbergi

Listsmiðjur kl.13-16

Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5 • 111 Reykjavík Sími 575 7700 • [email protected] • www.gerduberg.is

Nánari upplýsingar um smiðjurnar á www.gerduberg.is

á Vetrarhátíð í Reykjavík 2011laugardaginn12. febrúar kl.13-17

Hátíð elds og dreka kl. 16 -17

Fréttablaðið DV

Sýnt vegna fjölda áskoranna í Íslensku óperunni25. febrúar · Miðasala hefst 1. febrúar · 511 4200 · opera.is

HANDRIT OG LEIKSTJÓRNJÓN ATLI JÓNASSON

Ó

LEYNIVOPNIÐ

Opið virka daga 12-18laugardag 12-16

Grensásvegi 8 -108 RVK

Sími: 517-2040

Góðir skór á börnin

www.xena.is

St. 20-27kr. 6.495.-

St. 28-35kr. 6.995.-

St. 20-27kr. 6.495.-

St. 28-35kr. 6.995.-

Page 59: FT 11. februar 2011

Á hljómgrunnur.is er að finna að-gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli.

dægurmál 51Helgin 11.-13. febrúar 2011

Föstudagur 11. Febrúar

Gréta SalómeCafé rósenberg kl. 22Gréta Salóme blæs til tónleika ásamt 15 manna fylgdarliði . Auk Grétu koma meðal annars fram Varsjárbandalagið, Erik Quick, Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Kárason, Birgir Bragason og Stefán Henrýsson. Aðgangur 1.500 kr.

XXX ROTTWEILER sódóma reykjavík kl. 22XXX ROTTWEILER taka fram míkrafóna og aðrar græjur. Sveitt kvöld í vændum.

Laugardagur 12. Febrúar

KK tjarnarbíó kl. 20.30KK kemur fram einn og óstuddur, en það er langt síðan KK hefur haldið tónleika með þeim hætti. Hann ætlar að flytja blöndu af lögum frá ferli sínum sem hefur staðið yfir í um 25 ár. Aðgangur 2.500 kr.

GLYMSKRATTINN — VAGG-ANDI & VELTANDI sódóma reykjavík kl. 22X97.7, Wildcat Vintage, Reykjavík Ink og Tuborg bjóða til rockabilly kvölds þar sem koma fram: The 59’s, Langi Seli & Skuggarnir, Blues Willis, Arnar Ingi (The Johnny Cash Kid) og DJ Óli Dóri. Að auki verður rockabilly verslun á staðnum. Aðgangur 1.000 kr.

sunnudagur 13. Febrúar

Frakkland/Ítalía — Sinfóníu-hljómsveit áhugamanna seltjarnarneskirkja kl. 17Hljómsveitin leikur Pavön eftir Ravel og Fauré, Ancient Airs & Dances eftir Respighi og Gítar-konsert nr. 1 eftir Castelnuovo-Tedesco. Einleikari er Þórarinn Sigurbergsson og stjórnandi: Oliver Kentish. Aðgangur 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara.

B essastaðabækur Gerðar Krist­nýjar – Ballið á Bessastöðum

(2007) og Prinsessan á Bessastöð-um (2009) – hafa alveg farið fram hjá mér og krökkunum mínum,

kannski vegna yfir­þyrmandi áhugaleys­is lesara á tignarfólki. Því vissum við ekkert við hverju

var að búast þegar við mættum á leikritið, en vorum sko alls ekki

svikin því leikritið er fjörugt og skemmtilegt, litríkt og hressandi.

Söguþráðurinn er nú kannski ekki neitt svakalega margslung­inn. Á Bessastöðum situr forsetinn og stritar við að svara bréfum, sem póststrákur á hjólabretti hrúgar á hann. Forsetinn er með þrjá ritara og ráðskonu sér til aðstoðar. Er­lendur kóngur og drottning koma í heimsókn og með þeim barnabarn­ið, prinsessan. Kóngafólkið vill skoða Ísland en prinsessan nenn­ir því ekki svo að hún fær að vera á Bessastöðum. Þá fer ráðskonan í brúðkaup úti á landi. Hún hefur

bakað forláta kransaköku til að taka með í veisluna, sjálfa brúðkaupstert­una. Kakan verður óvart eftir svo að forsetinn og prinsessan leggja upp í langferð til að koma henni til skila.

Eflaust er farið mun dýpra í þetta allt í bókunum, en í leikritinu virk­ar söguþráðurinn eins og hálfgerð afsökun fyrir alls konar skemmti­legum senum með gríni og glensi og söng. Líklega nær maður betra sambandi við verkið hafi maður les­ið bækurnar. Stundum lætur Gerð-ur persónurnar segja eitthvað spak­legt sem fær fullorðna til að brosa í kampinn, en aðallega er þó keyrt á góðu og einlægu stuði á þessu balli.

Forsetinn er viðkunnanlegur ná­ungi og ég myndi eflaust kjósa hann

ef hann byði sig fram í alvörunni. Hann er fyndnastur allra í leikritinu og Jóhannes Haukur Jóhannes-son leikur hann af öryggi og krafti. Fyrst heldur maður að prinsessan, sem Þórunn Arna Kristjánsdótt-ir leikur sannfærandi, sé frekjudós, en þegar allt kemur til alls er hún bara sveitastúlka á rangri hillu. Gamall bakaradraugur, sem Kjart-an Guðjónsson rúllar upp, flæk­ist um forsetabústaðinn og skelfir yngstu börnin í fyrstu, en er fljótur að breytast í krútt. Önnur hlutverk eru minni og tekin föstum tökum. Nett hljómsveit er alltaf á sviðinu og það er mjög flott og virðingarvert að boðið skuli vera upp á lifandi tón­listarflutning. Leikmynd og búning­

ar eru bjartir, glaðlegir og virkilega smart, og svo ganga leikararnir út um allan sal, sem er alltaf skemmti­legt trix.

Bragi Baggalútur semur lög og texta í samvinnu við Gerði. Nokkrir raktir smellir eru í verkinu: lokatitil­lagið sem gestir syngja hástöfum þegar þeir koma út, Bréfalagið og Fagrar litlar diskókýr, sem eru flótta­kýr af Diskóeyjunni. Lögin hafa ver­ið gefin út og standa vel ein og sér.

Mér fannst skemmtilegt og krökkunum fannst rosagaman. Þau voru sammála um að hápunkt­ur sýningarinnar hefði verið þegar beljan Lilja skeit. Það er náttúrlega bara á allra bestu böllum sem beljur skíta á sviðið! Dr. Gunni

Ballið á Bessa-stöðumEftir Gerði Kristnýju og Braga

Valdimar Skúlason

Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir

Þjóðleikhúsið

leikdómur Ballið á Bessastöðum

Gott stuð ballinu á

Page 60: FT 11. februar 2011

52 dægurmál Helgin 11.-13. febrúar 2011

T ónleika- og skemmti-staðurinn Nasa

fagnar tíu ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður efnt til sérstakrar tónleikaraðar og fyrstur á svið fer Páll Óskar Hjálmtýsson á laugar-dagskvöldið framundan. Að öðrum ólöstuðum kemst enginn með tærnar þar sem Páll Óskar hefur hælana þegar kemur að því að rífa í gang gott partí.

Húsið er opið frá mið-nætti til klukkan fimm og Páll Óskar ætlar að vera á vaktinni fram á morgun. „Já, ég þeyti skífum pásu-laust allan tímann. Svo treð ég upp þegar ég er búinn að ná stofuhita.“

Aldrei þessu vant verða engir gestir með Páli Óskari. Hann ætlar að eiga sviðið einn og mun pottþétt rúlla því verkefni auðveldlega upp.

Páll Óskar þarf ekki að hugsa sig um lengi þegar hann er spurður um hvaða lag fær allt húsið til að hreyfa sig.

„Franska Eurovision-lagið frá því í fyrra, Allez! Ola! Olé! með Jessy Matador. Liðið gjörsam-lega bilast. Það er í raun sigurvegarinn 2010, þótt það hafi bara endað í 12. sæti. Svo fer reyndar þakið af kofanum þegar ég tek Gordjöss.“

Svona kvöld er að sjálf-sögðu ekki fullkomnað nema Eurovison fái sinn skammt, en keppnin um fulltrúa Íslands í loka-keppninni í Þýskalandi fer einmitt fram fyrr um kvöldið. „Auðvitað spila ég flottustu Eurovision lögin í bland við alla hina slagarana. Ég hleyp jú beint úr beinni útsend-ingu á RÚV og mæti sjóð-heitur á svæðið.“

nASA FAgnAr Tíu árA AFmæli

Stendur vaktina frá miðnætti fram á morgun

Ætlaði aldrei aftur að taka þátt í EurovisionFyrir tæplega tólf árum heyrðum við fyrst í Jóhönnu Guðrúnu þegar hún gaf út sína fyrstu plötu. Hún var okkar skærasta barna-stjarna en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í maí 2009 tók hún þátt í Eurovision-söngvakeppninni sem fór fram í Rússlandi og hreppti þar annað sætið fyrir framlag sitt, Is it true. Nú, tveimur árum síðar, tekur hún þátt í undankeppni Eurovision hér á landi og stefnir enn hærra en áður.

H vað ertu að gera þessa dagana? Ég er að undirbúa mig á fullu fyrir erfitt lokakvöld í Eurovision-forkeppninni sem verður haldinn

12. febrúar.Hvað fékk þig til að taka þátt í Eurovision-for-keppninni eftir flottan árangur í Rússlandi 2009? Eftir að ég kom heim frá Rússlandi var ég alveg ákveðin í að fara aldrei aftur í Eurovision. Svo þegar ég heyrði lagið Nótt varð ekki aftur snúið. Ég varð gjörsamlega hugfangin af því og ákvað að slá til. Þetta er líka svo ótrúlegt tækifæri og alltaf gaman að taka þátt. Ertu búin að velja fatnaðinn fyrir lokakvöldið? Já, ég er búin að því – en það er samt leyndarmál!Verðurðu stressuð áður en þú ferð á svið? Nei, það kemur sjaldan fyrir mig. Ég var samt mjög stressuð í þættinum áður en ég komst áfram. Það eru miklu meiri kröfur og væntingar gerðar núna en í undankeppninni 2009. Ég mikil keppnismanneskja

og set mikla pressu á sjálfa mig; verð eiginlega reið út í sjálfa mig ef mér finnst ég ekki standa mig hundrað prósent.Hvað myndirðu gera ef þú dyttir á sviðinu í lokakeppninni? Ég myndi líklega hlæja algjörum hræðsluhlátri; sjö, níu, þrettán.Ef þú værir ekki söngkona, hvað værir þú þá? Ég held ég færi út í leiklist. Það væri mjög gaman. Ef þú fengir nokkrar milljónir gefins, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi örugg-lega ósjálfrátt missa vitið og enda með fangið fullt af fallegum fötum. Hvar kaupirðu fötin þín? Það er rosalega misjafnt. Uppáhalds íslenska fatamerkið mitt er Andersen & Lauth. Svo er ég alltaf rosalega hrifin af Karen Millen. Nýti svo tækifærið þegar ég fer til útlanda og reyni að kaupa fötin mín þar. Er einhver flík þér kærust? Bleiki gervipelsinn minn frá Bik Bok. Örugglega ein af ódýrustu flíkun-um í fataskápnum mínum. Ég gjörsamlega elska hann

og er alltaf í honum. Það fyrsta sem þú gerir þegar þú ferð á fætur? Opna yfirleitt strax tölvuna og kíki á tölvupóstinn minn.Eitthvað sem hrjáir þig þessa dagana? Nei, eigin-lega ekki. Ég er mjög jákvæð og sátt við lífið og til-veruna. Snyrtivörur sem þú gætir ekki lifað án? Ég er al-gjör snyrtivörufíkill svo það er hellingur sem ég gæti ekki verið án. Líklega er rakakremið mitt frá Chanel algjör nauðsyn.Þú ert búin að ferðast mikið upp á síðkastið. Hvað stendur upp úr? Þegar ég ferðast er ég yfir-leitt að vinna allan tímann; fæ mjög lítinn tíma til að skoða mig um. Ferðirnar hafa þó verið misskemmti-legar en ferðin til Svíþjóðar um jólin 2009 stendur upp úr.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Áfram Ísland! -kp

Á mánudaginn kemur verður dagur tileinkaður elskendum haldinn hátíðlegur, Valentínusardagurinn. Í tilefni hans hafa leikarahjónin Ashton Kutcher og Demi Moore tekið höndum saman ásamt skart-gripahönnuðinum Jack Vartanian og hannað hálsfesti sem tileinkuð er elskendum um allan heim. Þetta hálsmen verður hið eina sinnar tegundar í heiminum; fíngert, gulllitað og í laginu eins og handjárn. Festin verður til sölu fram að deginum sjálfum og mun kosta á bilinu 80 til 250 þúsund íslenskra króna. Þetta kann að vera há upphæð en 50 prósent ágóðans munu renna til barna sem haldið er í kynlífsþrælkun.

Vertu hress í veturAngelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn. Angelica inniheldur heilsubætandi efni sem geta gefið þér aukna orku og styrkt varnir þínar gegn vetrarpestum. SæktustyrkínáttúruÍslands!

www.sagamedica.is

Hressandi tilboð– þú færð tvö box af Angelicu

en borgar fyrir eitt

Tilboðiðgildiráöllumútsölustöðumámeðanbirgðirendast.

Kutcher og Moore fagna Valentínusardeginum

Ég myndi örugglega ósjálfrátt missa vitið og enda með fangið fullt af fallegum fötum.Lj

ósm

ynd

Kolb

rún

Páls

dótt

ir

Páll Óskar er stuðstjórinn á Nasa á laugardag.

Tíu lögEitt lag fyrir hvert ár sem Nasa hefur verið til. Lögin sem Páll Óskar tengir persónulega við þessi ár eru: 2001 Kylie Can’t Get You Out Of My Head 2002 Gus GusDavid 2003 BeyoncéCrazy In Love 2004 Britney SpearsToxic2005 Madonna Hung Up2006 Fedde Le Grand Get Your Hands Up For Detroit2007 Páll ÓskarAllt Fyrir Ástina2008 HjaltalínÞú komst við hjartað í mér2009Lady Gaga Poker Face2010 Páll ÓskarGordjöss

Ljós

myn

d N

ordi

c Ph

otos

/Get

ty Im

ages

Page 61: FT 11. februar 2011

RÝMINGARSALA Á BAÐINNRÉTTINGUM

Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16.

NAPOLI hitastýrt sturtusett

30.900

NIZA innrétting með spegli, blá.

13.450

ADELL sturtusett

2.995

BATHCO borð með handklæðaslá,

breidd 80cm kr.

14.950Handlaug kr.

16.900

Blöndunartæki ekki innifalin

40-50% afsláttur

CERAVID innrétting allt settið

141.950

CERAVID Innrétting með spegli og ljósi

29.900 (Handlaug með

blöndunartækjum, botnventli, vatnslási

og krönum kr 32.900)

CERAVID Markenset, svört og hvít með spegli/ljósi

35.940 (Handlaug og Grohe

blöndunartæki kr 29.900)

PURE innrétting með spegli

23.940

GRAFICA innrétting með spegli

29.340

ARTE innrétting með spegli

35.820

ICE innrétting með spegli

19.794

Blöndunartæki ekki innifalin

Blöndunartæki ekki innifalin

Blöndunartæki ekki innifalin

Blöndunartæki ekki innifalin

Blöndunartæki ekki innifalin

Verð áður 39.900

Verð áður 48.900

Verð áður 71.640

Verð áður 59.800

Borð,verð áður 29.900

Verð áður kr. 32.990

Verð áður kr. 283.900Verð áður 26.900

Verð áður 59.900

Þýskar og spænskar

innréttingar

Page 62: FT 11. februar 2011

M ér finnst pínu nostalgía í þessu og svo eiga líka margir minningar tengdar Tjarnar-

bíói. Majónesið er svolítið þannig og það er upplagt að taka eitthvað með majónesi með sér inn í sal á bakka og hafa hann á hnjánum með rauðvíns-glasi og horfa eða hlusta á eitthvað skemmtilegt,“ segir Áslaug. „Þetta er dálítið íslensk stemning og majónesið er að vissu leyti undirstaða matarmenn-ingar Íslendinga. Þegar fólk vill gera sér glaðan dag og njóta lífsins þá fær það sér majónes, heimahrært jafnvel, og brauðtertur.“

Áslaug notar Gunnars majónes og blæs á alla gagnrýni á majónes og segir hana á ýmsan hátt byggða á mis-skilningi; majónesið sé alls ekki jafn hættulegt og margir láti í veðri vaka og tal um kransæðakrem sé sprottið af for-dómum. „Ég er búin að stúdera majónes í tengslum við að ég hef stundum unnið fyrir Gunnars majónes við myndatökur og annað. Þegar ég var að gera litla majónesbók fyrir nokkrum árum, spurði ég næringarfræðing út í majónes-ið og þetta er nú bara einfaldlega þannig að annað hvort þolir maður eggjarauður og góðar olíur eða ekki. Þannig að þetta er bara góður matur ef fólk þolir kólesteról á annað borð. Svo er nú þetta tal um eina eggjarauðu á viku eiginlega

hætt og orðið frekar úrelt. Það er eins og þegar talað var um að maður ætti að drekka tíu mjólkurglös á dag eða borða 18 brauðsneiðar eða eitthvað í þeim dúr. Ég er ekkert að tala um að fólk eigi að vera að borða majónes í miklu magni en þetta er svo góður bragðbætir þannig að þeir hugrökku fá sér majónes. Mér finnst það svo ánægjulegt. Þeir huguðu koma til okkar á meðan rolurnar eru í diet-vörum einhvers staðar annars staðar. Það er líka sagt að þeir séu ham-ingjusamari sem borða majónes. Þeir þora og eru ekki með móral.“

Áslaug bætir því svo við þetta að hún hafi einhverju sinni fengið þá ábendingu frá einkaþjálfara að fita brenni fitu og að hún mætti alls ekki hætta að borða smjör og majónes.

Á laugardaginn verður heilmikið fjör í Tjarnarbíói en þá verða fótboltastelp-urnar í FC Ógn með fatamarkað þar sem mikið af flottum fötum og fylgihlutum eru á boðstólum. Þá verður Áslaug með brauðtertuhátíð á Majónesi. „Það verður allt fullt af brauðtertum,“ segir Áslaug sem ætlar að leggja áherslu á brauð-terturnar um helgar en aðra daga verða léttari brauðréttir og súpur alls ráðandi. „Þetta er í raun barstaður og upplagt að fá sér brauðsneið í morgunmat með smá majónesi og súpu með smá majónes-slettu í hádeginu.“

nýr veitingastaður Býður upp á Brauðtertur og Majónes

Hugrakkir hika ekki við að fá sér majónesÁslaug Snorradóttir hefur opnað veitingastað í Tjarnarbíói og er óhætt að segja að hún fari ótroðnar slóðir og jafnvel beinlínis gegn tískustraumum. Staðurinn heitir Majónes og eins og nafnið gefur svo greinilega til kynna er þessi feitiupplausn, sem svo víða er litin hornauga, í hávegum höfð.

Það er líka sagt að þeir séu ham-ingjusamari sem borða majónes.

54 dægurmál Helgin 11.-13. febrúar 2011

Fréttasíða meistara JakobsBlaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson, sem stundar um þessar mundir meistaranám í bókmenntafræðum, er byrjaður að flytja fréttir af Facebook á slóðinni https://uni.hi.is/jbg14/. Þar tíundar Jakob það sem helst er á baugi á samskiptavefnum á sinn sérstaka hátt. Meðal

þess sem Jakob greinir frá á síðunni eru áhyggjur Tobbu Marinós af holdafari Sveins Andra Sveinssonar lögmanns og tíðindi af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, sé að sækja í sig veðrið á Facebook og raki nú inn nýjum vinum. Jakob heldur því einnig til haga hvað hvert viðfangsefni á marga vini á vefnum og þannig er Tobba með 2.958 á móti 4.879 vinum stjörnulögmannsins Sveins Andra.

Allir í KöbenStraumurinn lá til Kaupmannahafnar um síðustu helgi þar sem fólk sýndi sig og sá aðra en líklega hefur tískuvika í borginni haft sitt að segja. Tobba Marinós var í rannsóknarleiðangri fyrir sína næstu bók ásamt kærastanum sínum, Karli Sigurðs-syni, borgarfulltrúa og baggalúti. Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndamógúll og kærastan hans, Elsa María Jakobs-dóttir, voru einnig í borginni sem og Atli Rafn Sigurðarson leikari. Þá lét Kolbrún

Pálína Helga-dóttir, ritstjóri Nýs lífs, sig ekki vanta frekar en tískudrottningin Svava Johansen, kennd við 17.

Verð 32.750 kr.

Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Withings WiFi vogin• Fyrir allt að 8 notendur• Skynjar hver notandinn er• Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa• Þráðlaus samskipti við tölvu og smartsíma• Fæst í hvítum lit eða svörtum

Þórarinn Þórarinsson

toti@ frettatiminn.is

Þorleifur kann ákaflega vel við nýliða Besta flokksins og segist alls ekki hafa fengið fyrir hjartað vegna vinnu sinnar með þeim í nefndum og ráðum borgarinnar.

Borgarpólitík vinstriMaður Með stíflaða hægri kransæð

Þræddur á elleftu stunduÉ g er nú reyndar á fundi núna en

ég á að vera heima að taka því rólega,“ sagði Þorleifur Gunnlaugs-son, varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna, sem fór nýlega í hjarta-þræðingu á elleftu stundu. „Ég fékk næstum því fyrir hjartað. Það var 95% stífla í hægri kransæðinni en sú vinstri var alveg hrein. Ég var mjög ánægður með það. Þetta var svona hægri viðvörun. Það var svo bara blásið út og mér líður mjög vel en þarf að fara að vinna í mínum mál-um og létta mig,“ segir Þorleifur og bætir við að ef hann fari eftir því

sem læknarnir segja honum sé ekk-ert því til fyrirstöðu að hann verði manna elstur.

Þorleifur er fastagestur í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni en þýðir þetta þá að hann verði að fara að masa minna og synda meira? „Ég synti mjög mikið hérna áður fyrr, alveg 500-600 metra á dag í áratugi. En svo fór ég einhvern veginn að velja það sem mér fannst best í þessu – sem var að labba bara í pottinn.“

Þorleifur ætlar sér að fara hægt af stað og er að hugsa um að dvelja

í mánuð á Heilsuhælinu í Hvera-gerði til þess að koma sér í gang með hreyfingu. „Mér er ráðlagt að vinna mig hægt upp í tvo þrjá mánuði og þá á ég að vera kominn á strik, og ég ætla ekkert að hætta í pólitík. Mér líður satt best að segja mun betur en mér hefur liðið lengi. Ég finn bara einhvern veginn fyrir því að blóðið streymir um. Ég skildi ekkert í sjálfum mér; ég var orðinn svo latur og þreyttur alltaf,“ segir Þorleifur sem telur sig hepp-inn að hafa farið í hjartaþræðingu í tæka tíð.

Mér líður satt best að segja mun betur en mér hefur liðið lengi.

Anna Elínborg og Áslaug á Majónesi þar sem þær verða með brauðtertuveislu á laugardaginn.

Eldfim Facebook-deilaÞótt allir séu „vinir“ á Facebook slær stundum í brýnu og þannig laust þeim Sölva Tryggvasyni og Bergsteini Sigurðssyni hressi-lega saman á samskiptavefnum á miðvikudag þegar Bergsteinn sendi Sölva tóninn fyrir pistilinn Snobbað fyrir leiðindum sem sá síðarnefndi skrifaði á Pressuna og gagnrýndi menningarsnobb-ara sem gerðu út á þyngsl og leiðindi. Bergsteinn sagði að pistillinn væri „allsherjar fordómavilpa“ og Sölvi svaraði að bragði og hvatti Bergstein til að hætta að lesa pistla sína og þá færi honum að líða betur. Bergsteinn skaut þá fast til baka og sagðist hreinlega ekki geta orða bundist þar sem þessi „er eitthvað það ömurlegasta sem hefur komið frá þér, órökstutt og forheimskandi rugl, sem gengur út á að níða skóinn af þeim sem deila ekki smekk þínum á Gillsenegger.“ Þá svaraði Bergsteinn beiðni Sölva um að hann hætti að lesa skrif hans með því að biðja Sölva að hætta að skrifa.

Page 63: FT 11. februar 2011
Page 64: FT 11. februar 2011

Apparat Organ Quartet á toppinnApparat Organ Quartet skellti sér á toppinn á Tónlistanum, lista Félags íslenskra hljómplötuútgef-

anda, í síðustu viku með disk-inn Pólýfónía. Sveitin velti Ellý Vilhjálms og þreföldum safn-

diski hennar af toppnum. Ellen Kristjánsdóttir skaust í annað sætið með nýjan disk sinn Let Me Be Here. Breska söngkonan Adele er á toppi Lagalistans með lag sitt Rolling in the Deep. Þar með lýkur tæplega tveggja mánaða einokun Diktu-lagsins Goodbye á toppi listans. -óhþ

Gillz á grensunniEgill Gillzenegger er ófeiminn við að hneyksla og hefur, eins og við var að búast, vakið mikla athygli með Mannasiðaþáttum sínum á Stöð 2. Hann telur mögulegt að atriðið í þættinum í gær, fimmtu-dag, – þar sem hann kenndi mönnum þrjár leiðir til að koma sér í flókna kynlífsstellingu sem varla er á færi nema hraustustu manna – verði það umdeildasta í allri þáttaröðinni. Þessi kennslu-stund skaut stjórnendum Stöðvar 2 í það minnsta skelk í bringu og þar á bæ voru haldnir nokkrir fundir um það hvort óhætt væri að hleypa atriðinu í loftið. Eftir japl, jaml og fuður fékk Gillz sitt í gegn og atriðið fékk að hanga inni.

Fullt út úr dyrum í BústaðakirkjuHeilarinn Þór Gunnlaugsson hefur haldið kyrrðarstund fyrsta mánudag hvers mánaðar í

Bústaðakirkju. Þessar stundir virðast vera að slá í gegn því eftir rólega

byrjun, þar sem rúmlega 100 manns mættu á fyrstu stundirn-ar, var fullt út úr dyrum síðast-liðinn mánudag. Alls voru um 700 manns mættir til að fylgjast með Þóri sem var í viðtali við Fréttatímann fyrir nokkrum vikum. Þar lýsti hann því hvernig hann uppgötvaði hæfileika sína á gamals aldri eftir að hann hætti að vinna hjá lögreglunni.

HELGARBLAÐ... fær Andri Vilbergs-son sem sýndi mikið snarræði og bjargaði ungum dreng úr bráðum lífsháska á Tjörninni aðfaranótt sunnudags.Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

HELGARBLAÐ

70%Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

HELGARBLAÐ

70%Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

HELGARBLAÐ

70%Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

HELGARBLAÐ

70%Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

HELGARBLAÐ

70%Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is I midi.is

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐGSB, Mbl.

„Mikill fengur að fá nýtt og velskrifað barnaleikrit á fjalirnar“. SG, Víðsjá

„Þetta er fjörug sýning, full af óvæntum smáum og stórum atriðum og sniðugum lausnum“. SA, TMM

„Gleði“