Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag...

5
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var kjörin íþróttamaður Akraness 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Valdís Þóra er efst í þessu kjöri en hún varð fjórum sinnum í röð íþróttamaður ársins á Akranesi á árunum 2007-2010. Sundmaðurinn Ágúst Júlíusson varð annar í kjörinu og Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð þriðji. Í umsögn um Valdísi Þóru segir m.a. „Valdísi Þóru þarf vart kynna fyrir Skagamönnum, margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis, einn fremsti kvenkylfingur landsins til margra ára og nú atvinnumaður í golfi. Valdís Þóra hefur allt frá unglingsaldri verið með skýr markmið og hefur ávallt verið til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Valdís Þóra keppti lítið á Íslandi á árinu, varð þó í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri í sumar á glæsilegu skori. Hennar aðalmarkmið á árinu var að komast á LET Evrópumótaröð kvenna í golfi og tókst það á glæsilegan hátt með því að ná öðru sæti á lokaúrtökumótinu í Marokkó á dögunum en einungis tvær íslenskar konur hafa afrekað það áður.“ Fréttabréf ÍA Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2016 1. tbl 2017

Transcript of Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag...

Page 1: Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag Akranessia.is/wp-content/uploads/2017/01/Frettabref-1-2017.pdf · 2017. 1. 17. · Fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness kepptu nýverið

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var kjörin íþróttamaður Akraness 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Valdís Þóra er efst í þessu kjöri en hún varð fjórum sinnum í röð íþróttamaður ársins á Akranesi á árunum 2007-2010. Sundmaðurinn Ágúst Júlíusson varð annar í kjörinu og Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð þriðji. Í umsögn um Valdísi Þóru segir m.a. „Valdísi Þóru þarf vart að kynna fyrir Skagamönnum, margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis, einn fremsti kvenkylfingur landsins til margra ára og nú atvinnumaður í golfi. Valdís Þóra hefur allt frá unglingsaldri verið með skýr markmið og hefur ávallt verið til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Valdís Þóra keppti lítið á Íslandi á árinu, varð þó í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri í sumar á glæsilegu skori. Hennar aðalmarkmið á árinu var að komast á LET Evrópumótaröð kvenna í golfi og tókst það á glæsilegan hátt með

því að ná öðru sæti á lokaúrtökumótinu í Marokkó á dögunum en einungis tvær íslenskar konur hafa afrekað það áður.“

Fréttabréf ÍA

Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2016

1. tbl 2017

Page 2: Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag Akranessia.is/wp-content/uploads/2017/01/Frettabref-1-2017.pdf · 2017. 1. 17. · Fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness kepptu nýverið

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í íþróttahúsið við Vesturgötu þegar ÍA og íþróttahúsið blésu til sameiginlegrar afmælishátíðar þann 26. nóvember sl. þar sem fagnað var 70 ára afmælis íþróttabandalagsins og 40 ára afmælis íþróttahússins.

Aðildarfélög ÍA buðu gestum að skoða þá aðstöðu sem þau hafa í húsinu og gáfu öllum kost á að reyna sig í karate, klifri, skotfimi, hnefaleikum, kraftlyftingum, badminton, fimleikum, körfubolta, boccia og keilu. Nokkur félög voru með sýningu á sínum greinum og má þar nefna dans, knattspyrnu og fimleika en auk þess sem hægt var að prófa golfhermi og mæla skothraða í knattspyrnu. Félögin nýttu um leið tækifærið til að kynna starfsemi sína og mátti m.a. fræðast um hestamennsku, siglingar og fá sundæfingu og ÍA sundhettu að gjöf frá sundfélaginu.

Í erindi Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Akraness á afmælishátíðinni kom m.a. fram að í tilefni 70 ára afmælis ÍA hafi bæjarstjórn fært Íþróttabandalaginu að gjöf 500.000 kr. til eflingar Minningarsjóðs Guðmundar Sveinbjörnssonar, sem styrkir íþróttalíf á Akranesi. Í máli hennar koma einnig fram að bygging íþróttahússins haf verið mikið stórvirki á sínum tíma sem nýst hafi gríðarlega vel en að nú sé á ný farið að huga að næstu framkvæmdum á íþróttasviðinu eftir nokkurra ára hlé.

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness minnti á hið mikla gildi sem ÍA hefur í samfélaginu á Akranesi með bráðum 19 aðildarfélög og á þriðja þúsund iðkendur. Leitun sé að félagi með jafn fjölbreytta og öfluga starfsemi og hjarta samfélagsins á Akranesi og ÍA slái í takt. Mikilvægt sé að halda merki ÍA á lofti og sem lið í því að gera bandalagið sýnilegra hafi þjónustumiðstöð ÍA verið flutt í endurbætta aðstöðu í íþróttahúsið við Vesturgötu.

Mjög vel sótt afmælishátíð ÍA og íþróttahússins við

Vesturgötu

Page 3: Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag Akranessia.is/wp-content/uploads/2017/01/Frettabref-1-2017.pdf · 2017. 1. 17. · Fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness kepptu nýverið

Á vegg í anddyri íþróttahússins við Vesturgötu hefur verið komið upp veggspjöldum með ljóði eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, sem samið er í tilefni af afmæli ÍA.

Spyrna knöttum,

kljúfa vötn,

fljóð og fimir drengir.

Lyfta járnum,

leiða hross,

óttalaus afl sitt reyna.

Sendast fjaðrir

og svitaperlur

langt yfir net norður.

Herðast lófar

um hjól stýris,

skotvissir skerpa mið.

Fyllast af lífi

fjalir og pallar

hetjur skal ungar hvetja.

Ef heltist úr lest

leiður, einn,

skal þegar að honum hlúð.

Kylfum veifa

og klifra um sali

ungir og aldurhnignir.

Glíma við storma,

stökkva hátt

– glóa í myrkri gulir.

Verjast sóknum,

vaða sand,

kasta í hjarta körfu.

Þeytast keilur,

þyngjast högg,

glymur í gráum klettum.

Já, slíkt er úthald

Akurnesinga

að ókunnir undrast:

Hafa þeir fjall sitt

með höndum berum

sjálfir af röskleik reist?

Þjóta í hópum

þrekmenn kátir

ótrauðir áfram veg.

Hlaðast sögur

í háa stafla.

Virðum og vöndum leik!

ÍA ljóðið í anddyri íþróttahússins við Vesturgötu

Page 4: Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag Akranessia.is/wp-content/uploads/2017/01/Frettabref-1-2017.pdf · 2017. 1. 17. · Fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness kepptu nýverið

ÍA á Vimeo

ÍA er komið með síðu á Vimeo. Þar er nú þegar hægt að sjá myndband af degi í lífi íþróttamanns ársins 2015 og myndband frá 70 ára afmælishátíð ÍA 2016. https://vimeo.com/user60848019

Skagamenn með landsliðinu í Kína

Arnór Smárason og Björn Bergmann

Sigurðarson voru báðir í byrjunarliði

Íslands í 2-0 sigurleik karlalandsliðsins í

knattspyrnu gegn Kína á China Cup sem

haldið er í Nanning í Kína. Arnór leikur með

Hammarby í Svíþjóð og Björn með Molde í

Noregi. Þriðji Skagamaðurinn var með í för

en Óskar Guðbrandsson er fjölmiðla – og

markaðsfulltrúi KSÍ.

Sundmenn á Norðurlandameistaramóti

Ágúst Júlíusson komst í úrslit í 50 m. og 100

m. flugsundi á Norðurlandameistara-

mótinu í sundi sem fram fór nýverið í

Kolding í Danmörku. Ágúst var eini

keppandinn frá ÍA á þessu móti en nokkrir

Skagamenn voru þarna til viðbótar í

ýmsum hlutverkum. Inga Elín Cryer var að

keppa en hún syndir fyrir Sundfélagið Ægi,

Bjarney Guðbjörnsdóttir var fararstjóri

íslenska liðsins, Ragnheiður Runólfsdóttir

var einn af þjálfurum liðsins

Garðar semur á ný við ÍA

Markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar

2016, Garðar Gunnlaugsson framlengdi

samning sinn við ÍA út leiktíðina 2018.

Garðar hefur verið lykilmaður í liði ÍA

undanfarin ár en hann hefur alls leikið 254

leiki fyrir ÍA og skorað í þeim leikjum 121

mark.

Tilnefndir til íþróttamanns Akraness Amalía Sif Jessen. Karate Ágúst Júlíusson, Sund Bjarni Þór Benediktsson, Hnefaleikar Brimrún Eir Óðinsdóttir, Klifur Drífa Harðardóttir, Badminton Einar Örn Guðnason, Kraftlyftingar Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Knattspyrna Harpa Rós Bjarkadóttir, Fimleikar Jakob Svavar Sigurðsson, Hestaíþróttir Jón Orri Kristjánsson, Körfuknattleikur Lena Kristín Hermannsdóttir, Þjóti Magnús Sigurjón Guðmundsson. Keila Megan Lea Dunnigan, Knattspyrna Sigurjón Guðmundsson, Knattspyrna Valdís Þóra Jónsdóttir, Golf Þorbjörn Heiðar Heiðarsson, Vélhjólaíþróttir __________________________________

Page 5: Fréttabréf ÍA - Íþróttabandalag Akranessia.is/wp-content/uploads/2017/01/Frettabref-1-2017.pdf · 2017. 1. 17. · Fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness kepptu nýverið

Fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness kepptu nýverið á Íslandsmeistarmótinu í línuklifri.

Keppt var í þremur aldursflokkum og fór mótið fram í Björkinni í Hafnarfirði

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að keppendur klifra allir tvær leiðir í brautinni og

fjórir efstu komast í úrslit.

Í flokki 11-12 ára kepptu Hekla Kristleifsdóttir, Gyða Alexandersdóttir og Hjalti Rafn

Kristjánsson, sem eru öll 11 ára, kepptu í flokki 11-12 ára. Þeim gekk vel á fyrstu leiðinni og

toppuðu hana eins og sagt er á fagmáli klifrara. Þeim tókst ekki að ná á toppinn í annarri

umferð en þau eru reynslunni ríkar og stóðu sig með prýði.

Brimrún Eir Óðinsdóttir keppti í unglingaflokki 13-15 ára. Hún komst næst hæst allra á fyrstu

leiðinni en aðeins Gabríela Einarsdóttir úr Klifurdeild Bjarkanna, náði á toppinn. Spennan var

mikil í keppninni og fór svo að lokum að Brimrún endaði í þriðja sæti. Frábær árangur hjá

Brimrúnu sem var að keppa á sínum fyrsta Íslandsmóti.

Prýðilegur árangur hjá ÍA krökkunum á þessu fyrsta móti og óskum við þeim innilega til

hamingju.

Fyrstu keppendur ÍA á Íslandsmeistaramóti í klifri