Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to...

36
Hugvísindasvið Einar Jónsson myndhöggvari Táknmál í verkum Einars Jónssonar Ritgerð til BA prófs í listfræði Sigríður Erna Sverrisdóttir September 2014

Transcript of Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to...

Page 1: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

Hugvísindasvið

Einar Jónsson myndhöggvari

Táknmál í verkum Einars Jónssonar

Ritgerð til BA prófs í listfræði

Sigríður Erna Sverrisdóttir

September 2014

Page 2: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

Háskóli Íslands

Íslensku- og menningardeild

Listfræði

Einar Jónsson myndhöggvari

Táknmál í verkum Einars Jónssonar

Ritgerð til B.A.-prófs

Sigríður Erna Sverrisdóttir

Kt.: 060455-5979

Leiðbeinandi: Benedikt Hjartarson

September 2014

Page 3: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um Einar Jónsson og verk hans sem verða skoðuð sérstaklega með

tilliti til þeirra tákna sem eru í verkum hans. Táknin eru oftar en ekki sveipuð ákveðnum

helgidómi og þau verða skoðuð með tilliti til þess hvaða merkingu þau hafa haft í

gegnum aldirnar. Þó táknin séu sprottin úr ákveðnum menningarheimum og hafi

trúarlega skírskotun eru þau engu að síður tungumál sem er án tíma og staðsetningar.

Þessi tákn voru Einari vel kunnug og nýtti hann sér þau til að segja sögu sem var

sprottin af hans eigin reynslu, sögur sem geta fært okkur til nokkurs skilnings á

tilverunni og geyma skilaboð sem eiga fullt erindi við samtímann.

Page 4: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

Efnisyfirlit:

1. Inngangur ................................................................................................................... 1

2. Útlagar ........................................................................................................................ 2

3. Æviferill Einars Jónssonar ........................................................................................... 8

3. 1 Áhrif frá æskudögum ...................................................................................................... 9

3.2 Áhrif lista og sjálfstæðisbarátta ..................................................................................... 11

3.3 Listasafn Einars Jónssonar ............................................................................................. 12

4. Symbólismi ............................................................................................................... 12

5. Verk Einars Jónssonar .............................................................................................. 15

5.1 Fæðing sálar................................................................................................................... 16

5.2 Dögun ............................................................................................................................ 17

5.3 Tíminn ............................................................................................................................ 18

5.4 Natura Mater ................................................................................................................. 19

5.5 Andi og efnisbönd .......................................................................................................... 20

Lokaorð ........................................................................................................................ 21

Heimildaskrá ................................................................................................................ 23

Myndaskrá ................................................................................................................... 25

Mynd 1. Útlagar ........................................................................................................... 26

Mynd 2. Fæðing sálar .................................................................................................. 27

Mynd 3. Dögun ............................................................................................................. 28

Mynd 4. Tíminn ............................................................................................................ 29

Mynd 4. Tíminn ............................................................................................................ 30

Mynd 5. Natura Mater ................................................................................................. 31

Mynd 6. Andi og efnisbönd .......................................................................................... 32

Page 5: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

1

1. Inngangur

Einar Jónsson er brautryðjandi í íslenskri höggmyndalist og safn hans var fyrsta

listasafn sem Ísland eignaðist. Hann gaf íslenska ríkinu öll verk sín eftir sinn dag og er

safnið sem stendur við Skólavörðuholt minnisvarði um einn af okkar bestu

listamönnum.

Í þessari ritgerð verða verk Einars Jónssonar skoðuð með tilliti til kenninga

guðspekisinna. Tákn sem birtast í verkum Einars eru tákn sem hafa fylgt manninum frá

örófi alda. Þessi tákn í verkum Einars vöktu löngun mína til að rýna í hvað hann væri

að segja okkur. Verk hans eru mörg hver orðin alda gömul og þau eru jafn forvitnileg

og þau voru þegar hann sýndi þau fyrst. Heimssýn guðspekisinna tengist táknmáli í

verkum Einars og verða tákn hans skýrð út frá kenningum guðspekisinna. Hreyfing

guðspekisinna festi rætur í kringum aldamótin 1900. Einar kynntist snemma þessum

kenningum og skapaði þeim stað í verkum sínum, bæði í höggmyndum og myndum

þar sem hann túlkar á sinn hátt sýn sína á lífshlaups mannsins. Einari var umhugað um

að tjá í verkum sínum hinn innri veruleika þrátt fyrir að ekki hafi hann verið skráður

félagi í einhverju af þeim félögum sem kenndu sig við guðspeki. Slíkt taldi hann vera

heftandi fyrir listina og allt sem hann taldi að gæti sett honum einhverjar skorður sem

listamanni reyndi hann eftir megni að sniðganga. Túlkun Einars á innri og ytri veruleika

verður skoðuð í þessari umfjöllun.

Fyrsti kaflinn fjallar um fyrsta opinbera verk Einars Útlagar, sem var fyrst sýnt í

Danmörku árið 1901, og þá dulspeki sem er meitluð í það verk. Fyrsti kafli er jafnframt

kynning á viðhorfum Einars og þeirri lífssýn sem birtist þar. Kafli tvö er yfirlit um lífsferil

Einars, nám hans og lífshlaup. Kafli þrjú er um symbólisma en það er sú stefna sem

verk Einars hafa verið kennd við, stefna sem á rætur sínar í endurreisn miðalda, en um

aldamótin 1900 er ákveðið fráhvarf frá raunsæi og listamenn leitast við að tjá innri

veruleika. Þriðji og síðasti kaflinn er helgaður verkunum Fæðing sálar, Dögun, Tíminn,

Natura Mater og Andi og efnisbönd. Öll þessi verk eiga það sammerkt að tjá hugmyndir

Einars um tilveru mannsins og leið hans frá ófullkomleika til andlegs þroska. Verk

Einars verða skoðuð með hliðsjón af kenningum guðspekisinna, karmalögmálinu og

hringrás lífs og dauða.

Page 6: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

2

2. Útlagar

Einar Jónsson kemur til Kaupmannahafnar árið 1893. Þetta eru umbreytingatímar.

Kirkjan stýrir ekki lengur ein orðræðu um trúarlíf manna. Kenningar Guðspekifélagsins

ryðja brautina að breyttri sýn á trúmál og þá ekki síst í röðum mennta- og listamanna.

Þjóðerniskennd ryður sér braut með aðstoð listamanna sem túlkuðu gjarnan hinn

þjóðlega arf í verkum sínum. Hvoru tveggja má líta á sem leit að uppruna mannsins

eða svar við tilvistarspurningu um hver ég er og hvaðan kem ég. Svara var leitað í

þjóðerni mannsins og tilvistarspurningum um upphaf og endi lífsins og svara var einnig

leitað í dulspeki. Um þetta fjallar Einar í verkinu Útlagar og í öðrum verkum sínum þar

sem hann túlkar sína sýn á tilvistarspurningu mannsins.

Hugmyndir Einars voru sóttar í þjóðsögur, goðsagnir og trúarhugmyndir. Í upphafi 20.

aldar er fráhvarf frá natúralisma til symbólisma sem náði að vera samheiti yfir þá

myndlist sem ekki fjallaði beint um ytri veruleika,1 heldur tjáði symbólismi innri

veruleika mannsins og innra líf og tilfinningar, en ekki sögulega atburði.

Á þessum tíma er Einar Jónsson nýkominn til Kaupmannahafnar og verður fyrir

áhrifum frá Emanuel Swedenborg (1688-1772) sem sagði að öll trú væri í eðli sínu lík.

Swedenborg var talsmaður umburðarlyndis og vandaðs lífernis sem leiðar til andlegrar

iðkunar. Rannsóknir Swedenborgs sem vísindamanns leiddu hann til rannsókna á hinu

yfirnáttúrulega. Kenningum Swedenborgs kynntist Einar árið 1910 og áttu þær greiðan

aðgang að heimssýn hans, en Swedenborg fjallaði um innri veröld þar sem hann lýsir

samtölum sínum við verndarverur í bók sinni Himinn og Hel. Hann vildi túlka kenningar

Biblíunnar á nýstárlegan hátt og taldi meðal annars að Jesús hefði fæðst til að upphefja

hið góða í manninum en ekki til að frelsa frá fyrri syndum.2 Kenningar

Guðspekifélagsins voru fengnar frá trúarkenningum Austurlanda og fjölluðu um

manninn sem veru er leitar uppruna síns eða guðs eðlis, en til þess þyrfti hann að

yfirvinna lægri eðlisþætti sína og gera andann sigurvegara efnisins. Leiðin var að sigri

andans og leitað var innra og ytra samræmis náttúrunnar sem var skoðuð sem lifandi

1 Ólafur Kvaran, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21 aldar, 1. bindi: Landslag, rómantík og symbólismi, ritstj. Ólafur Kvaran, Listasafn Íslands / Forlagið, 2011, bls. 49. 2 Jane Williams-Hogan, „Swedenborg“, Dictionary and Western Esotericism, ritstj. Wouter J. Hanegraaff, Antoine Faivre o.fl., Brill, Boston, 2006, bls. 1096-1105, hér bls. 1102.

Page 7: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

3

hluti alheimsins. Sköpunin var kraftur sem veitti aðgang að efni og anda, ásamt ferli

andlegrar umbreytingar þar sem sálin eða innri maður endurfæðist og tengist á ný hinu

æðra sjálfi eða Guði. Helena Blavatsky forseti og stofnandi Guðspekifélagsins taldi

kristna kirkju ekki predika kenningar Jesú heldur væri hún ein af valdastofnunum

vestursins. Blavatsky talaði einnig fyrir sameiningu allra trúarbragða.3 Þessar

kenningar áttu greiðari aðgang að Einari heldur en kenningar kirkjunnar sem hann taldi

sig ekki lengur finna samhljóm með. Í verki Einars, Útlagar, er hann ekki að rekja

ákveðna sögu heldur vinnur hann með þjóðlegt minni sem vísar til örlaga þeirra sem

voru ákærðir um brot við lög landsins. Einar vísar þarna til sögu landsins og þjóðlegs

arfs í anda þjóðernisvakningar sem átti sér stað um aldamótin nítjánhundruð. Á

þessum tíma er Einar farinn að fjalla um innri baráttu mannsins, en einnig um leið

mannsins frá efni til anda og á hvaða hátt maðurinn yfirvinnur sína lægri eðliskosti og

nær tengingu við sinn æðri mátt eða sál. Með því að leitast við að gera efnið að þjóni

andans yfirvinnur hann hindranir hins ytra lífs, því hann hefur gengið til móts við þær

áskoranir sem liggja faldar í efninu, berst við þær og stendur uppi sem sigurvegari.

Verkið Útlagar4 markar upphaf listferils Einars og þar með íslenskrar nútímahögglistar.

Útlagar var sýnt fyrst í Danmörku árið 1901 en gefið Íslendingum af Ditlev Thomsen

kaupmanni í Reykjavík árið 1904.5 Útlagar var fyrsta verk sem Listasafns Íslands

eignaðist árið 1904. Verkið er 2,18 metrar á hæð, styttan er úr bronsi en stöpullinn úr

grágrýti. Verkið er í dag staðsett við Hringbraut fyrir framan Hólavallarkirkjugarð

nokkrum metrum frá Elliheimilinu Grund. Verkið Útlagar er gert í natúralískum stíl og

vísar til þjólegs arfs. Einnig má skoða verkið sem túlkun á persónulegri þjóðerniskennd

höfundar.6

Verkið sýnir mann, sem var gerður útlægur, koma til byggða til að verða við hinstu bón

konu sinnar að fá að liggja í vígðri mold, en kona hans hvílir látin á baki hans og barnið

3 Daniel Van Egmond, „Western Esoteric Schools in the Late Nineteenth and Early Twentieth Centuries“. Gnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University of New York Press, 1998, bls. 311-346, hér bls. 315. 4 Myndaskrá: Mynd 1. 5 Ólafur Kvaran, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, bls. 48. 6 Ólafur Kvaran, Einar Jónssons Skulptur, formutveckling och betydelsevärld, Doctoral Dissertation Lund, 1987, bls. 36.

Page 8: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

4

ber hann í fanginu. Verkið lýsir innri veruleika og þjáningu manns sem heldur til byggða

þar sem hann er réttdræpur ef til hans næst. Andlit mannsins vísar til vinstri, hann

heldur á barni í vinstri hendi, konan hvílir á baki hans. Í hægri hendi hefur hann skóflu

og hundur gengur við hlið hans. Þyngdarpunkturinn er á hægri fæti og fatnaðurinn

vísar til fyrri tíma. Áferðin á fatnaðinum ljær verkinu ákveðna mýkt, þó sérstaklega

fatnaður barnsins. Andlit barnsins með augun lokuð tjáir sakleysi, mýkt og sorg ásamt

fullkomnu trausti til hins fullorðna. Andlit barnsins er ákveðin andstæða við hið rúnum

rista andliti mannsins sem tjáir þjáningu þess sem getur varla afborið mikið meir, ætlar

þó ekki að gefast upp, heldur halda áfram. Hundurinn við hlið hans er fornt tákn sem

finna má í hinum ýmsu átrúnaðarafbrigðum sem fylgt hafa manninum. J. Chevalier og

A. Cheebrant segja í bók sinni Symbols: „Það er engin goðafræði án tilvísunar í

hundinn“.7 Hundurinn hefur verið fylginautur mannsins gegnum jarðlífið og er því

einnig fylginautur mannsins gegnum myrkur dauðans. Hundagrímur guða í Egyptalandi

til forna tákna þann sem er tilbúinn að berjast gegn óvinum ljóssins og eyða þeim. Þó

tákn hundsins séu ólík eftir menningar- og trúarsvæðum er hann af flestum talinn

verndari og tryggur fylginautur. Hermes sendiboði grísku guðanna hefur hund sér til

fylgdar og fleiri hafa hann sem tákn um trúfestu og dyggð. Gyðingar og múslimar telja

hundinn óhreint dýr þó hann sé nothæfur sem varðhundur.8 Skóflan sem útlaginn

heldur á í hægri hendi vísar til grafarinnar sem hann ætlar að taka. Skóflan sýnir einnig

áhorfandanum einbeittan vilja til að taka gröfina og að nær ekkert fær stöðvað þann

ásetning. Einnig lýsir verkið hetjunni ósigrandi. Jón Karl Helgason segir í bók sinni

Hetjan og höfundurinn að verkið Útlagar megi skoða sem alþýðuhetju, verkið tákni

glímu mannsins við flókna og illskiljanlega tilveru, þar sem hetjan tengist efnahagslegu

og pólitísku sjálfstæði og höfundurinn skapar með hetjunni menningarlíf meðal þjóðar

sinnar.9 Einar túlkar í verkinu Útlagar baráttu mannsins við lægri eðliskosti. Hetjan er

sá sem sigrar sjálfan sig og nálgast á þann hátt guðsneistann. Til þess þarf að lagfæra

7 Jean Chevalier og Alan Gheerbrandt, Symbols, ensk þýðing John Buchanan-Brown, Penguin, London, 1996, bls. 296. 8 Sölvi Sveinsson, Táknin í málinu, Iðunn, Reykjavík,bls. 201. 9 Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík, 1998, bls. 13.

Page 9: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

5

vankanta og þannig verður maðurinn sigurvegari þar sem andinn hefur sigrað efnið

eða með hans eigin orðum:

En týndi sonurinn sneri aftur heim í föðurgarðinn, eftir að hafa verið á þeim vansælu-

stað, þangað sem hann sjálfur fýstist í fyrstu. Eins er trúlegt, að um alla verði fyrr

eða síðar. Þeir munu allir komast heim til föðurhúsanna mörgu, þótt líklegt sé, að

hver krókur á leiðinni valdi vandræðum, sem þrjózka þjáningum, og að það sé ekki

eintóm unaðssemd fyrir alla að vaxa og læra listina að lifa réttilega. En munu samt

ekki allflestir heldur velja veginn í gengum deigluna en verða úti á öræfum tíma og

eilífðar?10

Á þennan hátt má einnig sjá í verkinu Útlagar þann sem snýr frá óbyggðum til moldar

er hefur verið vígð hinu æðra lífi. Einar segir að öllu lífi sé óhætt og allt komist að

lokum á sinn háleita ákvörðunarstað.11

Með verkinu Útlagar stillir Einar hinum sterka einstaklingi gegn ríkjandi regluveldi. Í

Danmörku þar sem verkið var unnið á árunum 1898-1901 eru menntamenn þess tíma

að leita á nýjar slóðir í trúmálum. Kirkjan er ekki lengur ein með svör við

tilvistarspurningum mannsins. Frelsunarkenningar kirkjunnar voru beinlínis í andstöðu

við það sem guðspekin boðaði eða hringrás lífs og dauða og karmalögmálið, sem er að

allar athafnir góðar sem slæmar leiti þig uppi. Einstaklingurinn verður að borga fyrir

það sem hefur misfarist og góð verk styðja góða eiginleika og styrk mannsins.

Kenningar um karmalögmálið og hringrás lífs og dauða er að finna í búddisma og

hindúisma. Þó guðspekin leitaði meira til Austurlanda en Vesturlanda í leit að svörum

hafnaði hún ekki þeim sannleika sem hún taldi birtast í kristinni trú. Sagt er í Nýja

testamentinu að maðurinn uppskeri sem hann sái, en þessi orð hafa einnig verið talin

benda til þess sama og er falið í karmalögmáli búddisma. Einar leitar svara í kenningum

guðspekinnar og er trúr þeim til dauðadags.

Kirkjan var um aldamótin 1900 af mörgum talin valdastofnun sem héldi almenningi frá

andlegri leit hans. Kirkjan var þannig álitin pólitískt valdatæki ríkjandi stétta og því ætti

maðurinn að leita síns eigin sannleika og hann mætti finna t.d. í helgiritum búddista

10 Einar Jónsson, Skoðanir, Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1944, bls. 186. 11 Sama rit, bls. 223.

Page 10: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

6

og hindúisma ásamt öðrum helgiritum. Guðspekifélagið taldi sannleikann vera æðri

öllum kennisetningum. Leit að sannleika væri að finna í innri veruleika mannsins þar

sem maðurinn væri sinn eigin dómari og gæfusmiður, en ekki valdaherrar sem gæfu

afslátt vegna ríkisdæmis eða ætternis mannsins. Þetta var undirtónn guðspekinnar og

Einar gekk þessum kenningum á hönd eftir að hafa leitað í faðm kirkjunnar en fundist

hann kaldur. Hann segir: „Kristindóminn sem heild get ég varla nefnt sem neina

trúarstefnu, því hann er fyrir mér lífið sjálft“.12 Einar segir einnig: „Það er eins og

lærisveinar Krists gjöri sér í skrifum sínum far um að sýna eftirkomendum hvað oft og

þráfaldlega þeir misskildu hann upp á veraldar vísu í staðinn fyrir á andlegan hátt“.13

Þetta segir hvað Einari fannst um túlkun kirkjunnar á orðum Jesú sem hann sá á annan

hátt, fremur í ætt við hin fornu trúarbrögð hindúa og búddista.

Einar sýnir með verkinu Útlagar að sannleikur og réttlæti standa ofar öllum

kennisetningum og regluveldi. Maðurinn verði að leita svara í sinn eigin veruleika og

þau svör séu ekki alltaf í samræmi við reglur samfélagsins. Ef þannig beri við eigi hann

að ganga á móti því regluveldi sem er í andstöðu við hans eigin sannfæringu. Einar

sýnir snauðan mann sem hefur misst rétt til að dvelja meðal manna en hefur haldið

siðferðilegum viljastyrk sínum og vill umfram allt gera það sem hann hefur lofað. Að

standa við heit sitt eða segja ávallt satt er í hindúisma eitt af lögmálunum fimm eða

yamas. Þannig að Einar sýnir í mynd sinni nauðsyn þess að standa við heit sín og segja

satt. Hann sýnir einnig í þessu verki þá eiginleika sem maðurinn þarf að leitast við að

tileinka sér til að yfirstíga hindrandir hins lægra sjálfs, sem krefst hóglífis og setur sínar

eigin þarfir og langanir framar öllu öðru. Útlagar sýnir mann sem hefur lagt sínar þarfir

til hliðar til að standa við heit sitt og umhyggju sína fyrir lífinu með því að hlúa að hinni

látnu og leggja hana til hinstu hvíldar. Hans eigin þarfir víkja einnig fyrir því sem hann

telur rétt. Til að gera það verður hann að hafa sigrast á hinum lægri eðliskostum

efnisins og hlýða kalli andans. Á þann hátt mun hann halda áfram í átt að ljósi hins

upplýsta manns sem sigrast hefur á erfiðleikum efnisins og heldur á vit hins innra ljós.

Eða eins og Pétur Pétursson segir í ritgerð sinni, Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík: „Eðli

tilverunnar og hinn innsti kjarni alls er að andlegur Guð er alls staðar og í öllu

12 Einar Jónsson, Skoðanir, bls. 164. 13 Sama rit, bls. 165.

Page 11: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

7

nálægur”.14 Það er þessi vissa sem gerir manninum fært að yfirstíga allar hindranir á

sama hátt og útlaginn yfirstígur sínar hindranir og hefur því á ákveðinn hátt sigrast á

takmörkum efnis og leitast í stað þess að samsama sig andanum.

Saga verksins er saga sem Einar skapaði um mann sem var dæmdur til útlegðar og hélt

til fjalla með konu sinni en í útlegðinni verður hann að betri manni og heldur til byggða

með konu sína.15 Einnig má sjá tilvísun í söguna um týnda soninn sem snýr aftur heim

til föðurins til að gera yfirbót.

Verkið tjáir ákveðna hringrás lífs og dauða, því maðurinn sem er nútíðin heldur á

barninu í fangi sínu, sem táknar hið ókomna eða framtíðina, en konuna ber hann á

bakinu sem tákn um hið liðna eða fortíðina. Maðurinn er einnig gerandinn í verkinu.

Andlit hans lýsir í senn sorg og viljastyrk til að verða við hinstu ósk konu sinnar um að

hvíla í vígðri jörð. Konuna er einnig hægt að skoða sem táknmynd þjóðernisbaráttu

Íslendinga en fjallkonan var táknmynd hennar og hin látna kona Einars kemur frá fjalli

og fer fram á rétt sinn til landsins. Þannig er falið ákveðið andóf í þessu verki, andóf

gegn yfirráðum ríkjandi stétta og samúð með þeim sem búa við aðstæður sem enginn

ætti að þurfa að lifa við.

Hringrás lífs og dauða er samkvæmt kenningum Guðspekifélagins hlutskipti mannsins

og fjallar Einar í verkinu Útlagar um hringrás lífsins. Kenningar þessar má finna í

búddisma og hindúisma en þangað sóttu stofnendur og upphafsmenn

Guðspekifélagsins kenningar sínar að stórum hluta. Þessar kenningar gera ráð fyrir

eilífð mannsins og hringrás lífs og dauða. Þannig þarf að vanda vel til verka, því allt sem

maðurinn gerir bæði gott og slæmt kemur til hans á ný. Þetta er einnig þekkt undir

kenningum karmalögmálsins. Þessi hringrás verður slitin þegar maðurinn leitar

uppruna síns og sameinast Guði.

Annie Besant segir í einum af fyrirlestri sínum sem hún nefndi Lögmál orsaka og

afleiðinga að sérhver uppskeri eins og hann hefur sáð og allt sé háð órjúfanlegu

14 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20.aldar“, 3. hluti: „Spíritisminn og dultrúarhreyfingin.“ Saga, Tímarit Sögufélags, Sögufélag, 1984, bls. 93-172, bls. 98. 15 Ólafur Kvaran, Einar Jónssons Skulptur, formutveckling och betydelsevärld, Doctoral Dissertation, bls. 45.

Page 12: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

8

orsakalögmáli, grundvallarlögmál tilverunnar sé lögmál orsaka og afleiðinga.

Manninum sé frjálst að aðhafast hvað sem hann kýs en hann verði ætíð að taka ábyrgð

á afleiðingunum.16 Þarna kemur nýr tónn í vestræna trúarhugsun sem áður hafði

einkennst af frelsunarhugtaki kirkjunnar, með hlýðni við kirkjuna og kennisetningar

hennar væri manninum borgið frá dómdagsútskúfun. Einar hafði mætur á þeim

kenningum sem vísuðu til þess að efnið þyrfti að móta og þá birtist andinn. Um þessar

kenningar segir hann í bók sinni Skoðanir: „Þótt misjafnlega langt sé milli efnisverunnar

og hins alvalda, andlega upphafs, þá mun þó allt lífið vera eitt. En því meira sem er af

kærleiksandanum alheimslega, Kristi, með hverri og einni veru því fullkomnari er

hún.“17 Í efninu þyrfti maðurinn að vinna til að kynnast andanum sem dvelur hið innra

og leiðin væri oftar en ekki grýtt. Ekkert væri þeim manni óyfirstíganlegt er legði sjálfan

sig í sölurnar til að vinna eins vel og kostur væri. Þannig er útlaginn sýndur sem

einstaklingur sem yfirvinnur hindranir hins lægra sjálfs vegna þess sem er honum

mikilvægara en hann sjálfur. Sálarró hinnar látnu konu og loforð sem gefin eru þarf að

standa við. Það er enn nokkuð ríkt í þjóðarsálinni að loforð og orð þurfi ekki að taka

alvarlega en hins vegar sé illt að svíkja hinstu bón deyjandi manneskju.

Einar vildi að verk hans bæru vitni skapandi afli sem væri hinn innri veruleiki mannsins.

Þessa birtingu lífsmáttarins gæti maðurinn fundið þegar hann hæfi baráttu sína með

því að forma efnið að birtingarhætti andans, því hann taldi að fegurð efnisins bæri

almættinu vitni og væri sköpun Guðs.

3. Æviferill Einars Jónssonar

16 Annie Besant, Lífstiginn. Sex alþýðlegir guðspekifyrirlestrar, þýð. Kristófer Pétursson, Bókaútgáfa Guðspekifélagsins, Reykjavík, 1916, bls. 114. 17 Einar Jónsson, Skoðanir, bls. 221.

Page 13: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

9

3. 1 Áhrif frá æskudögum

Um bernskuminningar segir Einar í bók sinni Minningar: „Er maðurinn ekki nær

himninum í bernsku en á öðrum æviskeiðum“.18 Hann segir einnig frá því í bók sinni

Skoðanir hvernig náttúran varð honum einskonar kennimeistari í listinni sem kenndi

honum með margbreytileika sínum, eða með hans eigins orðum: „Sál náttúrunnar

virðist hafa vakið hjá mér það listfrækorn er ég ef til vill sjálfur hef komið með í sál

minni einhversstaðar að, til míns jarðneska lífs“.19 Köllun Einars til að helga sig lífi

andans segir hann að hafi verið honum förunautur frá barnæsku, ásamt því að helga

líf sitt guði.20 Hann taldi að listin væri einungis þjónn hins æðra lífs. List sem sköpuð

væri listarinnar vegna taldi hann skorta það andlega innihald sem hann vildi tjá í

verkum sínum.21

Þetta viðhorf Einars til listarinnar birtist í verkum hans þar sem hann skapar lofgerð

um tilveruna og verður rauður þráður í lífsverki hans. Sigur andans og yfirráð hans yfir

efninu og leið að þeirri umbreytingu er honum stöðugt yrkisefni.

Það kom fljótt í ljós að Einar yrði lítill bóndi og hafði faðir hans af því nokkurn ama en

Einar var hagur og lék sér við tréskurð og þær myndir sem urðu á vegi hans sem barns

urðu honum einnig dýrmætur innblástur. Hann lifði ekki ofgnótt nútímans en líklega

hefur fásinnið orðið til þess að hann fann meir til umbreytinga náttúru í formi og litum.

Segir hann að náttúran hafi orðið sér sá innblástur og kennari sem þeim sé nauðsyn er

vilji feta listabrautina.

Einar kom til Reykjavíkur árið 1892 til að undirbúa sig fyrir listnám því sýnt var að ekki

var hann efni í bónda og hugur hans stefndi á listnám. Séra Valdimar Briem fór margar

ferðir að Galtalæk til að fá föður Einars að samþykkja ferð Einars til Kaupmannahafnar

til listnáms. Það hefur verið þungt fyrir föður Einars að samþykkja þessa för, því hann

taldi að ekki yrði möguleiki fyrir hann að brauðfæða sig með listsköpun.

18 Einar Jónsson, Minningar, Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1944, bls. 11. 19 Einar Jónsson, Skoðanir, bls. 7. 20 Sama rit, bls. 8. 21 Sama rit, bls. 123.

Page 14: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

10

Einar hélt til Kaupmannahafnar árið 1893, á vit ævintýra og óvissu. Í upphafi hóf hann

nám í tréskurði en staldraði þar stutt við og hóf nám hjá Stephan Sindings í

höggmyndagerð. Árið 1896 fékk hann inngöngu í Konunglega listaháskólann þar sem

hann var til ársins 1899.

Þegar Einar kemur til Danmerkur er mikið að gerast í listalífinu, nýir straumar í

bókmenntum og myndlist. Þessar umbreytingar í listum komu í kjölfar nýrra sýna í

trúmálum og listum þar sem horft er á einstaklinginn og það sem gerist innra með

honum.

Einar átti í erfiðleikum við að skapa sér lífvænlega aðstöðu í Danmörku og segir hann í

bók sinni Minningar:

Tíska, ismar og stefnur komu mér ekki meira við en vindurinn sem blæs úr einni átt í

dag annarri á morgun og að breyta um stefnu í list minni í því skyni að þóknast öðrum

og reyna að skapa verk í viðurkenndum stíl og anda, var mér jafn þvert um geð sem

að brjótast inn í annars manns hús og stela þar.22

Einari fannst það ekki sæma sannri listsköpun að fara troðnar slóðir heldur ætti að

skapa nýjar frásagnir í nýjum búningi þótt sami sannleikur lægi að baki.23 Honum var

ekki neitt um isma gefið og taldi þá vera til þess fallna að hefta hugmyndaflug

listamanna. Einar taldi að allar listastefnur (ismar) gerðu það að verkum að allir gerðu

eins eða fetuðu í fótspor annarra. Þetta gerði það að verkum að vöxtur listarinnar yrði

kræklingslegur og lítill. Frelsi listamannsins væri forsenda allra sköpunar og ekki þyrfti

að endurtaka það sem áður hefði verið gert. Óheft ímyndunarafl mannsins væri

forsenda sköpunar sem yrði að koma frá listamanninum en lyti ekki ytri stjórn.

Einstaklingurinn skapaði sín eigin örlög og ætti því ekki að leita í smiðju annarra. Engu

að síður eru verk Einars kennd við symbólisma fremur en aðrar stefnur. Symbólisminn

var afsprengi þeirra hreyfinga á 19. öld sem kröfðust frelsis undan því sem áður hafði

verið gert og vísaði í hinn innri veruleika fremur en ytri, ásamt fráhvarfi frá raunsæi

sem túlkaði raunveruleikann eða hina ytri veröld eins og hún birtist listamanninum.

Symbólisminn var tjáningarform sem tjáði fremur innri veruleika en hinn ytri.

22 Einar Jónsson, Minningar, bls. 243. 23 Einar Jónsson, Skoðanir, bls. 133.

Page 15: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

11

Symbólismi fjallaði ekki um atburði heldur innri líðan þar sem tjáningu var oft beint að

æðri veröld og innri veruleika mannsins og á hvaða hátt hann gæti losað andann úr

fjötrum efnis. Á þann hátt gæti andinn nýtt sér efnið til þjónustu en ekki öfugt. Þessi

innri barátta efnis og anda var umfjöllunarefni Einars í flestum ef ekki öllum verkum

hans. Dulspeki segir Antoine Faivre í bók sinni Western Esotericism vera tengda stefnu

symbólisma í bókmenntum og listum líkt og rómantíkska stefnan var tengd sambandi

manns og náttúru. Dulspekin leitaðist við tengingu við vísindi, því tenging þessa þátta

færði heimssýn mannsins frá því tómarými sem efnishyggjan hafði myndað þvi

efnishyggja gæti ekki gert manneskjuna hamingjusama nema um stundarsakir.24

3.2 Áhrif lista og sjálfstæðisbarátta

Árið 1895 fjallaði alþingi um tvær styrkumsóknir til listnáms frá Einari Jónssyni og

Þórarni B. Þorlákssyni. Voru báðar samþykktar og var skírskotað til mikilvægis íslenskar

myndlistar sem þáttar í sjálfstæðisbaráttu og sjálfsvitund Íslendinga.25 Þessi styrkur

hefur líklega lagt grunn að áframhaldandi námi Einars þó ekki væri nema til að geta

greitt framfærsluskuldir.

Árið 1908 kom boð frá Einari um að íslenska ríkið tæki við verkum hans og bæri það

jafnframt ábyrgð á varðveislu þeirra. Erindinu var ekki svarað en árið 1914 endurtók

Einar þetta sama erindi og var það þá samþykkt af alþingi. Einnig samþykkti alþingi árið

1915 að byggja safn um verk hans. Einar teiknaði sjálfur útlínur hússins og hafði áhrif

á alla framvindu þess, eftir því sem var í hans valdi. Ekki var hann sáttur því hann taldi

að ekki væri vandað nægilega til verks. Safnið var opnað árið 1923 og var fyrsta safn á

Íslandi sem opið er almenningi. Þetta boð Einars um að íslenska ríkið tæki við verkum

hans hafði á sínum tíma pólitíska skírskotun til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og í bók

sinni Minningar segir Einar Dani hafa þótt þetta boð til íslenska ríkisins, að flytja verkin

heim lúaleg árás á danskan málstað. Einar sjálfur taldi sig ekki vera í neinu

24 Antoine Faivre, Western Esotericism, þýð. Christione Rhone, State University of New York, New York, 2010, bls. 80. 25 Ólafur Kvaran, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, bls.46.

Page 16: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

12

stjórnmálabraski en hins vegar hefði aldrei komið til greina af hans hálfu að verkin yrðu

til frambúðar í Danmörku.

3.3 Listasafn Einars Jónssonar

Listasafn Einars Jónssonar varð einnig heimili og vinnustofa Einars og Önnu Marie

Jörgensen konu hans sem fylgdi honum til Íslands þegar hann flutti heim árið 1920.

Anna veitti safninu forstöðu eftir andlát Einars árið 1954 samkvæmt ósk Einars, þar til

hún varð hálf níræð. Einar sagði að enginn þekkti betur til óska sinna og verka. Hún

lést árið 1975 eftir að hafa helgað safninu og verkum Einars stóran hluta lífs síns.

Í erfðaskrá Einars gefur hann íslensku þjóðinni öll verk sín, með nokkrum skilyrðum þó.

Einar taldi listarinnar best notið í kyrrð fjarri skarkala og hávaða auglýsinga þar sem

það ylli því að hégómleiki ríkti fremur en listin. Af þessum sökum bannaði hann alla

verslunarstarfsemi með verk sín.26 Einari var mjög umhugað um að verk hans yrðu

varðveitt fyrir seinni tíma og héldust óskemmd og nokkur af ákvæðum hans í

erfðaskránni fjalla um hvernig verkum hans verði best forðað frá hnjaski.

4. Symbólismi

Symbólismi kemur fram um miðja 19. öld í Evrópu í kjölfar iðnbyltingar sem gerði það

að verkum að fólk flutti frá sveitum til bæja og einnig fluttu þá um fimm milljónir

manna frá Evrópu til Ameríku. Hin gamla heimsmynd Evrópu var að hverfa og veröldin

ekki lengur í föstum skorðum þar sem búskapur og starf erfist frá kynslóð til kynslóðar.

Framtíðin er á þessum tíma óþekkt stærð, ekki lengur hið einfalda og áður þekkta og

tilraunir mannsins til að staðsetja sig í nýrri veröld leiða til hins óþekkta. Í túlkun

symbólisma kemur þetta oft fram sem ákveðinn tregi eða söknuður eftir hinu örugga.

Hið ytra líf er ekki að færa þá ánægju eða öryggi sem áður var og því er leitað á náðir

andans og hins æðra lífs sem var oft trúarlegs eðlis. Maðurinn leitaði eftir innri

leiðsögn á þessum tíma og átti goðsagan um ofurmennið og hinn andlega mann

greiðan aðgang að þeim sem aðhylltust symbólisma, einstaklinginn sem var fær um að

26 Einar Jónsson, Minningar, bls. 365.

Page 17: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

13

umbreyta reynslu og tilfinningum í list. Vegna hæfileika hans gat hann horfið frá

venjubundnum reglum sem voru honum nauðsyn til að fullkomna sjálfan sig.27

Symbólisma má rekja til verka endurreisnar með nýplatónisma þar sem tilfinningar og

innra líf er tjáð með táknum. Verk Albrechts Dürer Melancholia frá 1514 er symbólísk

tjáning á tilfinningum. Í myndinni raðar hann saman táknum svo sem tímaglasi, vog og

bjöllu. Rúnum rist andlit á myndinni túlka einnig þjáningu. Í verki sínu Primavera túlkar

einnig Sandro Botticelli tilveruna á symbólískan þar sem athygli er beint að hópnum,

tjáningu þeirra, klæðnaði og skrauti til jafns við nærveru þeirra.28

Fyrri tíma tákn gerðu ráð fyrir ákveðinni merkingu og voru skoðuð sem hluti

tungumálsins. Tákn í symbólisma geta átt uppruna í sjálfum sér.29 Táknin voru fengin

úr tungumáli sem sérhver menntuð manneskja skildi og voru sett saman með öðrum

táknum sem einungis innvígðum í heimi tákna eru skiljanleg.30 Táknin vísa í annað en

sjálft sig, samanber að þríhyrningur táknar anda og ferhyrningur efni, höfuðáttinnar

fjórar og frumefnin fjögur. Þannig vísar táknið í það sem er fyrir utan það og verður

fremur meðtekið með skynjun en skilningi enda var symbólisma beint að innra lífi

mannsins, því skynjanlega en ekki hinu skiljanlega. Þessi barátta milli tveggja heima,

hins andlega og hins efnislega heims, var jákvæð gagnvart viðskiptum og iðnaði, en

áhugalaus um þau andlegu gildi sem leiða áttu til frelsunar frá efninu til yfirráða

andans.31

Symbólismi 19. aldar fjallar mest um innri veruleika, það sem er skynjanlegt. Hin innri

veröld tilfinninga og leit mannsins að hinu æðra er viðfangsefni þessara stefnu.

Symbólismi sýndi annað en hinn ytri raunveruleika. Hann var rómantískur að hluta til

en oft táknkenndur líkt og draumar eða fantasía sem voru kynnt af Sigmund Freud

(1856-1939) í rannsóknum hans á dulvitundinni.32 Litir, línur og lögun voru nýtt til að

tjá tilfinningar og viðbrögð við umhverfinu.33 Einar Jónsson segir í bók sinni Skoðanir

27 Edward Lucie Smith, Symbolist Art, Tames and Hudson, London, 1988, bls. 23. 28 Sama rit, bls. 12. 29 Sama rit, bls. 18. 30 Sama rit, bls. 7. 31 Sama rit, bls. 22. 32 Edward Lucie Smith, Symbolist Art., bls. 24. 33 Sama rit. bls. 83.

Page 18: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

14

að fyrir augum okkar séu oft huldir himneskir leyndardómar sem hafi samsvarandi

andlegt tilveruform. Tilveran tali hverja stund á eign máli en vegna offylli efnishyggju

megnum við ekki að skilja þetta æðra tungumál, vegna vöntunar á siðferðilegu þreki.34

Saga mannkyns hefur verið skráð með táknum sem mörg hver eru ekki skiljanleg í dag.

Tákn eru hluti af sögu mannsins og hafa verið nýtt til að koma á framfæri skilaboðum.

Kirkjur frá miðöldum eru t.d. fullar af myndtáknum sem voru ætluð hinum ólæsu.

Táknin voru þó einnig ætluð þeim sem höfðu ákveðna þekkingu til að lesa úr þeim

tiltekin skilaboð.

Skynfæri mannsins eru ekki bundin líkamlegum skynjunarfærum hans heldur skynjar

maðurinn meira en skynfæri hans geta náð yfir, sagði William Blake (1757-1827).35

Hann er álitinn vera forfaðir bæði Pre-Paphaelite Brotherhood og symbólisma. Verk

hans koma með nýja sýn á kristni þar sem róttækni liggur í sýnilegum táknum.36

Tónsmíðar Richards Wagner frá 1843-1883 þar sem textar og útsetning tengjast innri

túlkun eru taldar hafa haft áhrif á málaralistina ásamt Arnold Böcklin og Gustave

Moreau (1826-1898). Gustav Moreau er talinn miðja allrar umræðu um listsköpun

symbólisma. Hann fylgir dæmi Wagners, skapar ljóðræna stemningu með skrauti sem

hann lætur tóna með sýnilegum táknum þar til hann uppsker hina symbólísku

merkingu.37 Moreau laðaðist að myndefni sem átti upptök í draumum, sem var hans

leið til að hverfa sem lengst frá hinni ytri veröld. Moreau túlkaði drauma í myndverkum

sínum og ljóðum og hann taldi að rökhyggja og leit að efnislegum skýringum hamlaði

innri skynjun mannsins.38

Edvard Munch (1863-1944) var norskur málari og er einna þekktastur symbólista.

Hann segir að list sín tjái hvers vegna hann sé öðruvísi en annað fólk.39 Verk hans lýsa

þjáningu hans, nagandi ótta og þunglyndi, samanber Ópið sem er þekktasta verk

Munch. Hann taldi manninn verða valdalausan gegn fyrirbærum náttúrunnar svo sem

34 Einar Jónsson, Skoðanir, bls. 158. 35 Sama rit, bls. 33. 36 Michael Gibson, Symbolism, Taschen, Köln, 1995, bls. 229. 37 Edward Lucie Smith, Symbolist Art, bls. 63. 38 Sama rit, bls. 39. 39 Edward Lucie Smith, Symbolist Art, bls. 144.

Page 19: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

15

ást og dauða og þeim tilfinningum sem tengdust ástinni, afbrýðisemi og ótta. Ópið er

mynd sem er staðsett í ytri veröld, en verkið færir athyglina frá ytri veröld að

tilfinningum mannsins, sem stendur einn og yfirgefinn á brú. Angist hans sýnir hvernig

maðurinn beinir frumstæðu ópi að rauðleitum skýjum sem lýsa jafnframt eldinum sem

brennur hið innra með manninum sem minnir á beinagrind. Tilfinningar og innri veröld

mannsins var það sem symbólistar fjölluðu um. Lýsing ytri veraldar var til þess að

undirstrika það sem gerðist innra með manninum.

5. Verk Einars Jónssonar

Verk Einars fjalla um þróun mannsins þar sem maðurinn nýtir sér möguleika efnis til

að nálgast innri veröld eða andann. Þannig nær hann að yfirvinna lægri eðlisþætti sína

og nálgast ljósið. Maðurinn fæðist inn í efnið til að verða þess umkominn að sigrast á

efnisböndum og sameinast andanum sem er við hlið efnisins. Verkin Fæðing sálar,40

Dögun,41 Natura Mater,42 Tíminn,43 Andi og efnisbönd44 eru þau verk sem ég fjalla um

í þessum kafla. Öll verkin fjalla um þá reynslu þegar maðurinn nær tökum á efninu og

andinn birtist sem stýrandi efnisins. Grundvallarkenningar guðspekinnar eru að

maðurinn sé ódauðlegur, dauðinn sé einungis fólginn í líkamsdauða en sálin lifi og sé

eilíf eins og Guð. Annie Besant einn af stofendum Guðspekifélagsins fjallar um í bók

sinni Lífstiginn um tvö grundvallarefni guðspekinnar. Það fyrra er „ívist guðs í öllum

hlutum“. Síðara grundvallarefni guðspekinnar er að „gervöll tilveran er ein og

órjúfanleg heild“, allir hlutir séu tengdir og Guð er allt og allt er í sínum innsta kjarna

eitt.45

Kenningar Guðspekifélagsins og dulspeki eru rauður þráður í verkum Einars. Þar má

finna töfra og táknmyndir gullgerðarlistar ásamt stjörnufræðum sem rekja má til

hellenska tímabilsins á miðöldum, sem fjölluðu um þróun mannsins á tveimur

40 Myndaskrá: Mynd 2. 41 Myndaskrá: Mynd 3. 42 Myndaskrá: Mynd 4. 43 Myndaskrá: Mynd 5. 44 Myndaskrá: Mynd 6. 45 Besant, Lífstiginn, bls. 13.

Page 20: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

16

tilverustigum, efnislegu og andlegu.46 Táknmyndir voru notaðar til að vísa í hinn innri

veruleika mannsins. Gullgerðarlistin fjallar um það hvernig maðurinn umbreytir efninu

og stjörnurnar verða einskonar leiðarvísir um tíma þar sem hringrás tíma og rúms er

mæld og skoðuð.

5.1 Fæðing sálar

Lágmyndin Fæðing sálar sem Einar vann frá 1915-1918 sýnir fjórar verur sem tákna

frumefnin fjögur og halda á milli sín konu sem þær umvefja. Þarna eru frumefnin í

hlutverki skaparans í sköpun mannsins. Annie Besant segir að allir menn séu andar og

til að maðurinn geti horfið frá ófullkomleika þurfi hann að beita meitli viljans og hamri

hugans og meitla burt hið lægra eðli sem hylur hina guðdómlegu fegurð.47 Tákn jarðar

hefur í hendi sér hamar og meitil og heggur til veruna. Jörðina má skoða sem tákn um

líkamann eða hið efniskennda sem hún fínpússar þar til hann er fullmótaður. Bak við

veru jarðar sem er hulin slæðu er stuðlabergið, en við fætur hennar er stuðlabergið

enn ómótað og neðst má sjá bók sem myndar 90 gráðu horn. Undir mannverunni í

miðju er vera sem táknar vatnið sem er einnig tákn tilfinninga. Loftið fyrir ofan er sem

skýjabólstrar. Loftið táknar huga mannsins. Eldurinn er hægra megin og umfaðmar

veruna í líki engils. Eldurinn táknar þarna dauðann eða lok hringrásarinnar og hina

endanlegu umbreytingu. Jörðin skapar veruna en eldurinn tekur á móti og brennir

vankantana. Það eru frumefnin fjögur sem skapa saman sálina sem þarna á að tákna

manneskjuna sem smækkaða mynd alheimsins og hluta af sköpunarverkinu. Þetta eru

alheimsgoðin jafnvel sameinuð í einn guð og eiga sér stoð í allri goðafræði.48 Titillinn

og tenging hans við formin vísar til þess að sálin stýrir hinum frumefnunum fjórum.

Ferningslaga formið og samsetning þess getur sett hin fjögur frumefni og sálina í nýtt

mikilvægt samhengi.49 Formið á myndinni myndar sólkrossinn sem er tákn hringrásar

náttúrunnar.

46 Faivre, Western Esotericism, bls. 30. 47 Besant, Lífstiginn, bls. 176. 48 H.P. Blavatsky,The Secret Doctrine, Theosophical University, California, 1988, bls. 463. 49 Ólafur Kvaran, Einar Jónssons Skulptur, formutveckling och betydelsevärld, bls. 151.

Page 21: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

17

Í ritinu Hin dulda sýn alheimsins eftir Agrippa von Nettesheim (1486-1535) var

maðurinn talinn bæði gerður í guðs mynd og honum gefin hlutdeild í almætti hans.

Agrippa vildi frelsa manninn af hindrunum alheimsins og staðsetti hann í miðju

sköpunarverksins. Hann taldi að þar sem Guð væri alvitur væri einnig á færi mannsins

að öðlast þekkingu Guðs.50 Verkið Fæðing sálar táknar að efnið þarf að móta og

fínpússa og frumefnin eru þau sem höggva manninn til.

Barátta mannsins við efnið er útfærð á margvíslegan hátt í fleiri verkum Einars

Jónssonar, hvernig maðurinn brýtur á burt myrkur og sigrast á vanmætti og finnur í

þessari baráttu styrk sinn og ljós, með óeigingjarni vinnu eins og útlaginn. Þannig

verður hann sigurvegari yfir sjálfum sér og gengur í átt að ljósinu frá myrkrinu.

5.2 Dögun

Verkið Dögun (1900-1906) er gert úr gifsi og hæð þess er 215 cm. Verkið fjallar um á

hvaða hátt veran slítur bönd efnisins og fagnar hinum nýja degi sem getur eins verið

upprisa ljóssins og sigur andans yfir efninu. Þar fagnar veran ljósi og hverfur frá fjötrum

myrkurs til hins eilífa ljóss. Það er einnig tákn um Guð sem guðspekisinnar töldu dvelja

innra með sérhverjum manni og bíða þess að hann slíti bönd efnisins til að finna guð

hið innra. Verkið Dögun sýnir veru sem slítur sig úr fjötrum veru sem er á bak við hana.

Veran teygir sig í átt til himins og rís frá stuðlaberginu en efst á myndinni er hendi sem

vísar upp og gæti táknað hönd Guðs sem rís úr stuðlaberginu. Höndin getur táknað að

umbreyting eða „transmútasjón“ á sér ekki stað nema frá meistara til lærisveins. Vígsla

verður að vera framkvæmd af öðrum en manninum sjálfum, engin sjálfsvígsla er til.51

Umbreytingin felst í frelsi mannsins frá hringrás lífs og dauða og sameiningu hans við

allt sem er.

Efnið sem gjarnan er táknað með ferhyrningi er einnig táknað með hringnum sem

táknar hringrás efnis og skiptingu lífsins í nótt og dag, sumar og vetur, vor og haust.

Þessi hringrás eða hrynjandi náttúrunnar er viðfangsefni Einars í mörgum verkum.

50 Alaxander Roob, Alchemy & Mysticism, Taschen, Köln, 2011, bls. 430. 51 Faivre, Western Esotericism, bls. 13.

Page 22: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

18

Með verkum sínum um tímann lýsir Einar tilveru manns frá myrkri til ljóss. Hugmyndin

um að það sé samband milli alheimsins og líkama mannsins og tenging milli helgra

texta og sögu mannkyns eru eitt af því sem lýsir vestrænni dulspeki.52 Þessi hugmynd

birtist í verkum Einars meðal annars í verkinu Tíminn.

5.3 Tíminn

Í verkinu Tíminn frá árinu 1904 sem er úr gifsi og 300 cm á hæð, lýsir Einar tímanum

með þremur verum. Sú stærsta er staðsett í miðju og ber stóra vængi sem skýla höfði

kvenverunnar sem er fyrir aftan stóru engilveruna. Veran í miðju heldur stórum hnetti

yfir höfuð sér sem lítur niður af þunga hnattarins sem tákn um vald tímans. Fyrir

framan veruna er karlvera sem einnig heldur á hnetti í vinstri hendi, sem er staðsettur

fyrir framan hann og táknar hann daginn. Fyrir aftan er kvenvera sem er tákn

næturinnar og er hálfmáni fyrir ofan höfuð hennar, sem er hefðbundið tákn kvenlegra

eiginleika og einnig tákn vatns og tilfinninga í dulspeki. Halda þessar verur á milli sín

blómakransi sem tákn um hringrás og gróanda en einnig hið órjúfandi samband. Í

hægri hendi heldur nóttin eða kvenveran á kaðli, sem er bundinn í hnút á endanum,

og bjöllu. Bjallan gerir viðvart hvað tímanum líður, að heyra hljóð bjöllunnar er að leysa

upp takmarkanir sem efnið setur manninum.53 Bjallan táknar einnig viðleitni mannsins

til að kynna sér helg lög almættis og innbyrðis samband jarðar og himins.54

Aðalmerking hnútsins er einbeiting. Að leysa hnútinn getur táknað dauða eða frelsun

undan efninu og yfirráðum andans.55 Til forna í Egyptalandi var hnúturinn tákn lífsins.

Hnúturinn á belti Isis sem var móðir alls sem er, táknaði ódauðleika.56 Helena Blavatsky

segir Isis hafa táknað móðurina eða náttúruna, en vegna skammsýni hafi mennirnir

einungis séð ytri búning hennar en ekki sálina sem var ósýnileg. Því töldu þeir líkamann

vera hinn eina og endanlega, en til að greina sálina þarf innri sýn.57 Veran sem táknar

52 Sama rit, bls. 12. 53 Chevalier og Gheebrand, Dictionary of Symbols, bls. 81. 54 Sama rit, bls. 82. 55 Sama rit, bls. 575. 56 Chevalier og Gheebrand, Dictionary of Symbols, bls. 576. 57 H.P. Blavatsky, Isis Unveiled. A Master-key to the Mysteries of Ancient and Modern Science and Theology. J.W. Bouton, New York, 1877, bls. 16.

Page 23: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

19

daginn heldur kransinum í hægri hendi en kvenveran heldur kransinum í vinstri hendi.

Stöpull verksins stendur á ferningi sem táknar efnið.

5.4 Natura Mater

Verkið Natura Mater (Móðir náttúra) frá árunum 1900- 1906 er unnið úr gifsi og er 72

cm á hæð. Þessu verki verður best lýst með hugmyndinni um að náttúran sé lifandi,

gegnsýrð ósýnilegum en virkum krafti sem er líkt við lifandi veru sem er tengd bæði

manni og guði.58 Þannig sýnir Einar konuna í verkinu Natura Mater sem tákn jarðar og

einskonar samnefnara við anda og efni. Verkið fjallar um hringrás lífsins og

náttúrunnar og sýnir kvenveru sem líkist sfinxinni sem kemur oft fyrir í list symbólisma

um aldamót. Í verki Einars er sfinxin hið efnislega líf, tvíþætt táknmynd hins eilífa gangs

milli lífs og dauða.59 Verkið sjálft myndar þríhyrning sem minnir á pýramída-formið.

Stöpull verksins er byggður upp af 17 þrepum sem minna á pýramídana. Efri hluti

verunnar er mannslíkami en neðri hluti hennar er í ljónslíki og fætur hennar eru teygðir

fram fyrir veruna. Hún er með langan háls, andlitsdrætti sem eru hlutlausir og lokuð

augu, sem einnig má túlka á þann hátt að maðurinn skapi sjálfur sitt hlutskipti með

verkum sínum. Það er ekki móðurinnar að deila gæfu og gjörvileika eða þrautum,

heldur er það maðurinn sjálfur sem skapar örlög sín. Á brjóstum móðurinnar liggja

tvær verur, maður og kona í sömu stellingu, og mynda hornmát með efri hluta handa

sinna eða kross, konan með vinstri og karlinn með hægri hendi. Við fætur móðurinnar

liggja dauðar verur og eins glittir í hauskúpu sem tákn um að móðirin gefur bæði líf og

tekur það. Bak við hana eru myndaðir hrjóstugir fjallstindar sem mynda skjöld um

höfuð hennar en minna einnig á eldtungur sem teygja sig til himins, því eldurinn er

bæði hið eyðandi efni og skapar nýtt. Í efsta þrepi stöpulsins hægra megin eru myndir

af dýrum jarðar, þar á meðal fíll, asni, úlfaldi, kýr og hestur. Vinstra megin á stöplinum

má sjá mannveru sem heldur í horn kýr sem sýnir að maðurinn hefur tekið dýrin í sína

þjónustu. Einnig er þar búfénaður.

58 Faivre, Western Esotericism, bls. 12. 59 Ólafur Kvaran, Íslensk listasaga, bls. 59.

Page 24: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

20

5.5 Andi og efnisbönd

Andi og efnisbönd (1922) er unnið úr eir og brons. Það er 68 cm á hæð. Verkið fjallar

um tengingu manns við efni og anda og sýnir veru sem er fjötruð og bundin og getur

ekki athafnað sig vegna banda sem umlykja hana. Veran er færð í hekluð klæði sem

eru fjötrar og halda henni fanginni. Brjóst verunnar og háls eru óbundin og táknar

hjartað kærleik og hálsinn tjáningu og því er hún frjáls að láta fjötrana falla ef hún kærir

sig um. Veran sjálf verður að færa sig úr þeim fjötrum sem hefta hana. Hár verunnar

er mikið og liggur í böndum. Við hlið hennar eru tvær risavaxnar verur sem halda henni

í fangi sínu. Önnur veran, sú sem er til vinstri, er með lítt mótað andlit og táknar

andann. Veran til hægri táknar efnið, sterkleg vera með skegg. Smávaxna veran í

miðjunni hallar höfði sínu til hægri að efninu sem sýnir að tengingin er enn við efnið.

Andinn sem er vinstra megin í verkinu er skegglaus vera. Andlitsdrættir hennar eru

ekki eins sýnilegir og andi efnisins, sem táknar að andinn er ekki jafn sýnilegur og efnið.

Báðar verurnar hafa augun lokuð sem tákn um að þær bíða þess að veran sjálf taki

ákvörðun. Í verkinu hallar veran sér að tákngervingu efnis. Það er tákn um hinn frjálsa

vilja mannsins þar sem hann er þungamiðja í sínu eigin lífi og verk mannsins hafa áhrif

á framvindu, en hvorki efni né andi. Efni og andi eru hluti lífsins en stýra því ekki. Við

hlið fjötruðu verunnar eru margfalt stærri verur sem krjúpa með annan fótinn og hinn

fóturinn myndar einskonar súlu fyrir framan manneskjuna.

Súlan er fornt tákn og höfundar bókarinnar Dictionary of Symbols segja tákn súlunnar

vera skylt öxli jarðar og lífsins tré. Súlur lýsa sambandi við ólíka þætti alheimsins og

lýsa sjálfinu sem stöðugri göngu milli þess og alheimsins eða efnisorku og andlegrar

orku sem er miðja alls orkuflæðis.60 Þessi mynd er tákn um hvernig efnið heldur

verunni fjötraðri þar til hún sjálf ákveður að slíta þessa fjötra og færa sig úr þeim

böndum sem hefta hana. Þessi barátta er einnig umfjöllunarefni Einars í fleiri verkum

og á rætur í þeim kenningum guðspekisinna að maðurinn sé gerður úr efni og anda.

Fjötra efnis verður hann að slíta til að geta færst nær andanum eða innra ljósi, sem var

og er þungamiðja í kenningum guðspekisinna. Það er tengt karmakenningu búddista

60 Chevalier og Gheebrand, Dictionary of Symbols, bls. 225.

Page 25: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

21

og hindúisma, að manneskjan sjálf verði að standa skil á öllum sínum verkum og sé

ábyrg fyrir gerðum sínum. Þessi kenning er eitt megininntakið í verkum Blavatsky og

guðspekisinna en hún talar um að lögmál náttúrunnar sé að það sem maðurinn sái

muni hann uppskera. Grundvallarlögmál tilverunnar er háð órjúfanlegu orsakalögmáli

og virkar á siðferðilegum og andlegum sviðum tilverunnar sem og því efniskennda.61

Lokaorð

Ævistarf Einars Jónsonar verður ekki skoðað nema með hliðsjón af leit hans að svörum

við tilvistarspurningu mannsins, hvernig efnið þarf að vera í þjónustu mannsins í stað

þess að maðurinn þjóni efninu. Verk Einars hafa verið tengd við verk symbólista sem

notuðu tákn til að túlka tilveru mannsins og beindu sjónum sínum að því sem gerist

innra með manninum. Innri tilvera mannsins og tilfinngar voru umfjöllunarefni þeirra,

ásamt því að þeir höfnuðu raunsæi. Tákn hafa fylgt manninum gegnum aldirnar.

Endurreisnin birti tákn í myndverkum sínum, sem voru trúarlegs eðlis og höfðu verið

notuð í frumkristni og jafnvel enn fyrr. Táknunum var ekki einungis ætlað að segja þeim

ólæsu sögu heldur var einnig um að ræða tákn sem aðeins fáum var kleift að skilja.

Verk Einars eru táknræn lýsing á innri vegferð mannsins.

Einar taldi að maðurinn þyrfti að vanda til alls sem hann gerir og væri sinnar eigin gæfu

smiður. Það birtist meðal annars í verkinu Útlagar sem minnisvarði um þá sem verða

undir í samfélaginu en eiga engu síður styrk til að stíga fram og gera það sem þeir telja

vera réttast án þess að huga að því hvort slíkt geti haft tímabundið slæmar afleiðingar

í för með sér fyrir einstaklinginn. Útlagar sýnir hvernig athafnir mannsins verða að eiga

sér stoð í sannfæringu hans fremur en boðum og bönnum samfélagsins. Verkið glímir

við þá spurningu hvernig maðurinn sigrast á lægri eðliskostum sínum með því að þjóna

samferðamönnum sínum og setja óskir þeirra í forgang á sama hátt og útlaginn tekur

sjálfur áhættu til að kona hans fái hvíld í vígðri gröf. Jafnframt vísar verkið til þjóðlegs

61 Besant, Lífstiginn, bls. 114.

Page 26: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

22

arfs þar sem myndefnið fjallar um samfélagslegar aðstæður þeirra sem útskúfaðir eru

og réttlausir.

Trúarþel Einars sem birtist í verkum hans má rekja til kenninga Guðspekifélagsins þar

sem fullvissan um hringrás lífs og dauða er eitt aðalinntak, ásamt því að maðurinn sé

sinnar eigin gæfu smiður. Guðspekin lítur svo á að hann þurfi að vanda til verka því

lögmál karmakenningarinnar er lögmál náttúrunnar. Í verkum sínum fjallar Einar um

hvernig maðurinn er tengdur náttúrunni. Í raun telur hann að maðurinn sé smækkuð

mynd alheimsins þar sem allt líf er samofið hinum mikla himnasmið. Verkið Fæðing

sálar sýnir hvernig fæðing sálarinnar í efnið er bundin frumefnunum fjórum. Maðurinn

er hluti náttúrunnar og náttúran hluti af sköpun Guðs. Slík sýn birtist einnig í verkinu

Natura Mater þar sem náttúran birtist sem lifandi vera sem er staðsett í miðju verkinu,

vera með kvenlíkama til hálfs og ljónsfætur. Verkið sýnir hringrás lífsins þar sem

náttúran gefur og tekur en andlit hennar sýnir að hún er ekki þátttakandi í hringrásinni

heldur bíður eftir að maðurinn öðlist frelsun frá hringrás lífsins. Einar sýnir þarna

hvernig leið mannsins liggur um brattan stíg píramídans og húsdýrin eru tákn þess að

hann tekur þau í þjónustu sína. Hann hefur engu að síður fullkomið frelsi eins og birtist

í verkinu Andi og efnisbönd þar sem sálin bíður þess að veran í miðju verksins slíti af

sér fjötra efnis. Þetta er megininntakið í kenningum hindúisma og búddisma þangað

sem guðspekin leitaði meðal annars fanga. Einar hafnaði ekki kenningum Bíblíunnar

en fannst kenningar kirkjunnar ekki veita sér það rými sem hann taldi sig þurfa. Frelsi

til að geta skapað óhindrað án þess að feta í fótspor annarra var hluti af lífssýn hans.

Trú hans á manninn og getu hans til að yfirvinna lægri eðliskosti kemur einnig fram í

mörgum af hans verkum, meðal annars í verki hans Útlagar sem fyrsti kaflinn er

tileinkaður. Þar sýnir hann manninn sem er þess umkominn að yfirstíga hindranir og

verða sinn eigin leiðtogi í krafti þess að hann nær að yfirvinna lægri eðliskosti.

Verkið Tíminn fjallar um hringrás náttúrunnar sem hluta lífsins sem er stýrt af æðra

afli. Þar er engillinn í miðju verksins staðgengill þess sem er æðra tímanum. Verkið

Dögun sýnir mann er slítur fjötra myrkursins og gengur á móts við eilífa birtu sem

táknar innri leið mannsins frá myrkri til ljóss.

Page 27: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

23

Verk Einars fjalla um á hvaða hátt maðurinn þarf að vanda breytni sína til að yfirstíga

lægri eðliskosti og að maðurinn sé sinnar eigin gæfu smiður dauðinn sé hluti af hringrás

lífsins og breytni okkar muni hafa áhrif í þessu lífi eða næsta. Þessa sýn á tilveruna

meitlar Einar í gifs, marmara, brons eða með pensli. Lífssýnin sem birtist í verkum hans

á erindi við samfélag okkar í dag. Hverjar sem trúarskoðanir kunna að vera, má skoða

verk hans sem leiðsögn til betra lífs. Innri sannfæring mannsins færir hann nær sínum

innsta kjarna fremur en boð og bönn eða tískusveiflur samfélagsins. Svör við

tilvistarspuringum vildi Einar að maðurinn fyndi sjálfur.

Heimildaskrá

Besant, Annie, Lífstiginn, þýð. Sig. Kristófer Pétursson, Bókaútgáfa Guðspekifélagsins, Reykjavík, 1916.

Blavatsky, H. P., Isis Unveiled. A Master-key to the Mysteries of Ancient and Modern Science and Theology, J.W. Bouton, New York, 1877.

Blavatsky, H. P.,The Secret Doctrine, Theosophical University, California, 1988.

Chevalier, Jean og Gheebrand, Alan, Dictionary of Symbols, þýð. John Buchanan-

Page 28: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

24

Brown, Penguin, London, 1996.

Einar Jónsson, Minningar, Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1944.

Einar Jónsson, Skoðanir, Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1944.

Faivre, Antoine, Western Esotericism, þýð. Rhone Christine, Suny, New York, 2010.

Gibson, Michael, Symbolism, Taschen, Köln, 1995.

Hogan, Jane Williams, „Swedenborg“, Dictionary and Western Esotericism, ritstj. Wouter J. Hanegraaff, Antoine Faivre o.fl., Brill, Boston, 2006, bls. 1096-1105.

Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík, 1998.

Ólafur Kvaran, Einar Jónssons Skulptur, formutveckling och betydelsevärld, Lund, 1987.

Ólafur Kvaran, Íslensk listasaga, 1. bindi: Landslag, rómantík og symbólismi, ritstj. Ólafur Kvaran, Listasafn Íslands og forlagið, Reykjavík, 2011.

Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20.aldar“, 3. hluti: „Spíritisminn og dultrúarhreyfingin.“ Saga, Tímarit Sögufélags, Sögufélag, 1984, bls. 93-172. Roob, Alexander, Alchemy & Mysticism ,Taschen, Köln, 2011. Smith, Edward-Lucie, Symbolist Art, Thames and Hudson, London, 1988. Sölvi Sveinsson, Táknin í málinu, Iðunn, Reykjavík, 2011. Van Egmond, Daniel, „Western Esoteric Schools in the Late Nineteenth and Early Twentieth Centuries“, Gnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University fo New York Press, 1998, bls. 311-346.

Page 29: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

25

Myndaskrá Mynd 1. Útlagar, 1896-1900, gifs, 218 cm, Listasafn Einars Jónssonar, Hringbraut,

Reykjavík.

Mynd 2. Fæðing Sálar, 1915-1918, gifs, 74x70 cm, Listasafn Einars Jónssonar,

Hringbraut, Reykjavík.

Mynd 3. Dögun, 1897-1906, gifs, 215 cm, Listasafn Einars Jónssonar, Hringbraut,

Reykjavík.

Mynd 4. Tíminn, 1900-1904, gifs, 300 cm, Listasafn Einars Jónssonar, Hringbraut,

Reykjavík.

Mynd 5. Natura Mater, gerð 1906, gifs, 72cm, Listasafn Einars Jónssonar, Hringbraut,

Reykjavík.

Mynd 6. Andi og Efnisbönd, 1918-1922, brons, 68 cm, Listasafn Einars Jónssonar og

meðferðastöðin Vogi, Reykjavík.

Allar myndirnar og upplýsingar um þær eru sóttar í:

Einar Jónsson myndhöggvari, Hafnarfjörður: Skuggsjá, 1982.

Page 30: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

26

Mynd 1. Útlagar

Page 31: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

27

Mynd 2. Fæðing sálar

Page 32: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

28

Mynd 3. Dögun

Page 33: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

29

Mynd 4. Tíminn

Page 34: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

30

Mynd 4. Tíminn

Page 35: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

31

Mynd 5. Natura Mater

Page 36: Einar Jónsson myndhöggvari Jónsson Myndhöggvari.pdfGnosis and Hermeticism from Antiquity to Modern Times, ritstj. Roelof van den Broek og Wouter J. Hanegraaff, State University

32

Mynd 6. Andi og efnisbönd