Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um...

22
1 Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar I. Hjónin Kristján og Elín II. Kristján III. Elín IV. Þekkt frændfólk V. Börn og afkomendur Kafli I: Hjónin Kristján og Elín Tilgangur þessa rits er að taka saman ýmsar upplýsingar um hjónin Gísla Kristján Þórðarson (1865-1954) og Elínu Jónsdóttur (1867-1928). Stuðst er við minnisblöð Kristjáns og ýmis rit auk netvefjarins islendigabok.is. Flest ártöl, þ.e. fæðingar og dánarár, eru fengin af þeim ágæta netvef. Nokkuð er vitnað til ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði. Það rit gefur hugmynd um tíðaranda þeirra tíma sem þau hjónin lifðu. Þá er einnig stuðst við bókina Snæfellingar og Hnappdælingar II, Eyja- og Miklaholtshreppur út- gefin af Sögusteini, Reykjavík 2000. Einnig má benda á bækur Oscars Clausen sem margar lýsa atburðum og aðstæðum á Snæfellsnesi. Eftirfarandi texti ber það með sér að talsvert efni er til á prenti um föður Kristjáns og afa, þá Þórð Þórðarson og Þórð Jónsson á Rauðkolls- stöðum. Minna er finnanlegt á bókum um Kristján og enn minna um Elínu. Í textanum hér á eftir eru fornöfn hjónanna oft notuð ein og sér, þ.e. Kristján og Elín, án þess að í hvert sinn sé skráð fullt nafn og viðeigandi ártöl. Þau giftu sig árið 1889 og bjuggu alla tíð á Snæfellsnesi. Þau hvíla í norðausturhorninu í Ólafsvíkurkirkjugarði sem kalla mætti Rauðkyllingahorn því þar hvíla fleiri skyldmenni. Þau misstu fjárstofn sinn vegna fjárkláða er þau bjuggu í Kolviðarnesi skömmu fyrir aldamótin 1900. Eftir það er talið að þau hafi búið við fátækt. Þau fluttu oft búferlum eins og fram kemur hér á eftir. Átján sinnum ól Elín börn þeirra en af þeim komust ellefu á legg. Fjárkláð- inn og önnur óáran hafði haft örlagarík áhrif á fjárhag bænda, m.a. á stórbóndann Þórð Þórð- arson föður Kristjáns sem tekið hafði við góðu búi af föður sínum, Þórði Jónssyni. Skömmu

Transcript of Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um...

Page 1: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

1

Drög 29. september 2011

EG

Rauðkyllingar

I. Hjónin Kristján og Elín

II. Kristján

III. Elín

IV. Þekkt frændfólk

V. Börn og afkomendur

Kafli I: Hjónin Kristján og Elín

Tilgangur þessa rits er að taka saman ýmsar upplýsingar um hjónin Gísla Kristján Þórðarson

(1865-1954) og Elínu Jónsdóttur (1867-1928). Stuðst er við minnisblöð Kristjáns og ýmis rit

auk netvefjarins islendigabok.is. Flest ártöl, þ.e. fæðingar og dánarár, eru fengin af þeim

ágæta netvef. Nokkuð er vitnað til ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur

Þórðarson skráði. Það rit gefur hugmynd um tíðaranda þeirra tíma sem þau hjónin lifðu. Þá er

einnig stuðst við bókina Snæfellingar og Hnappdælingar II, Eyja- og Miklaholtshreppur út-

gefin af Sögusteini, Reykjavík 2000. Einnig má benda á bækur Oscars Clausen sem margar

lýsa atburðum og aðstæðum á Snæfellsnesi. Eftirfarandi texti ber það með sér að talsvert efni

er til á prenti um föður Kristjáns og afa, þá Þórð Þórðarson og Þórð Jónsson á Rauðkolls-

stöðum. Minna er finnanlegt á bókum um Kristján og enn minna um Elínu.

Í textanum hér á eftir eru fornöfn hjónanna oft notuð ein og sér, þ.e. Kristján og Elín, án þess

að í hvert sinn sé skráð fullt nafn og viðeigandi ártöl.

Þau giftu sig árið 1889 og bjuggu alla tíð á Snæfellsnesi. Þau hvíla í norðausturhorninu í

Ólafsvíkurkirkjugarði sem kalla mætti Rauðkyllingahorn því þar hvíla fleiri skyldmenni. Þau

misstu fjárstofn sinn vegna fjárkláða er þau bjuggu í Kolviðarnesi skömmu fyrir aldamótin

1900. Eftir það er talið að þau hafi búið við fátækt. Þau fluttu oft búferlum eins og fram

kemur hér á eftir. Átján sinnum ól Elín börn þeirra en af þeim komust ellefu á legg. Fjárkláð-

inn og önnur óáran hafði haft örlagarík áhrif á fjárhag bænda, m.a. á stórbóndann Þórð Þórð-

arson föður Kristjáns sem tekið hafði við góðu búi af föður sínum, Þórði Jónssyni. Skömmu

Page 2: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

2

eftir andlát Þórðar Þórðarsonar voru Rauðkollsstaðir boðnir upp. Kristján hafði hug á jörðinni

og vildi slá víxillán til kaupanna en fékk ekki ábekinga og gat ekki boðið. Þetta mun hafa

verið honum afar sárt enda hvarf þarna von búfræðingsins, Kristjáns, um að eignast ættar-

óðalið og koma undir sig fótunum. Eftir þetta urðu þau Elín leiguliðar hjá séra Árna í Mikla-

holtsseli. Álykta má að þar með hafi sá sem átti að verða mesti búhöldur sveitarinnar orðið

leiguliði mesta búskussans. Hægt er að ímynda sér að aðstæðurnar hafi ekki stuðlað að

neinum kærleikum milli þeirra Kristjáns og Árna.

Kafli II: Kristján

Gísli Kristján Þórðarson fæddist í Söðulsholti 18. desember 1865 og dó í Syðra Skógarnesi

1954. Kvæntist 20. júní 1889 Elínu Jónsdóttur og bjó með henni þar til hún lést 1928. Hans

dvalarstaðir eru taldir upp í handriti hans sem dagsett er 1. janúar 1930:

Söðulsholti 1865 til vors 1866

Rauðkollsstöðum 1866-1887

Ólafsdal 1887-1889

Rauðkollsstöðum 1889-1894

Kolviðarnesi 1894-1900

Miklaholtsseli 1900-1915

Fossárdal 1915-1919

Bug 1919-1920

Ólafsvík 1920-1944

Vilborgarhús 1920-1924

Mosfell 1924-1926

Bern 1926-1930

Gama Bakaríið 1930-1933

Ólafsvíkurkot 1933-1944

Page 3: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

3

Útgarðar 1942-1944

Skógarnes – syðra 1944-1954

Í handriti Kristjáns segir einnig: „Ekkja, Steinunn Kristjánsdóttir fædd 4. júlí 1869 dáin 27.

febrúar 1944. Kom til mín 1931 dvaldi hjá mér til dánardagsins og jarðarfarar.― Syðst í Ólafs-

víkurkirkjugarði er leiði Steinunnar Kristjánsdóttur og sonar hennar, Jóhanns Jónssonar

skálds. Kristján og Magnús Kristjánsson, bróðir Steinunnar, báru ösku Jóhanns til grafar í

litlum kassa sem Magnús smíðaði utan um krukkuna.1

Nokkuð má fræðast um Kristján af lestri minningargreina og er hér tekið upp úr tveimur:

Rúmlega tvítugur fór Kristján á búnaðarskólann í Ólafsdal og lauk þaðan námi eftir tveggja

vetra nám. [...] Kristján var stór maður og glæsilegur að vallarsýn, bjartleitur og svipmikill

og bar höfðinglegt fas. Glaður með glöðum og gestrisinn svo af bar. Glettinn og gamansamur

í viðræðum og sagði sögu svo unun var á að hlýða, en gat haft til að vera kaldur og kerskinn í

orðum og var honum lagt það til lasts af þeim, er ekki þekktu skaplyndi hans gjörla. Hann var

ör í lund og stórbrotinn sem frændur hans margir, en skóp sér kaldlyndishjúp til að dylja funa

tilfinninganna og viðkvæmni geðsmunanna eins og títt er um tilfinningamenn. Hann var

ferðamaður mikill og átti góðhesta á yngri árum – var góðvinur málleysingja og stundaði

dýralækningar. Kristján lifði langa ævi og viðburðarríka og hefir sumt verið skráð í ævisögu

Árna Þórarinssonar. Og má fullyrða að ýmsar þær sagnir hefðu annan svip í huga lesenda, ef

Kristján hefði sagt frá. [...] Hann tók líka talsverðan þátt í opinberum málum á fyrrihluta bú-

skaparára sinna. Til dæmis kom hann allmikið við sögu búnaðarmála, bæði sem fyrsti jarða-

bótamaður í Eyja- og Miklaholtshreppi og formaður búnaðarfélagsins um skeið. Hann sat

líka í hreppsnefnd og sóknarnefnd. En allt slíkt varð minna en menntun og manndómur gaf

efni til, sakir fátæktar og tíðra bústaðaskipta. Kristján gekk beinn í baki og glaður og reifur til

hins síðasta og sá ekki á honum sár né harma liðinnar tíðar, því hann var bjartsýnismaður

sem aldamótamenn margir.2

Kristján var einn af fyrstu nemendum Torfa í Ólafsdal, var þar tvo vetur við nám og þótti það

góð menntun á þeirra tíma vísu. [...] Kristján gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína,

var m.a. fyrsti formaður búnaðarfélagsins og einnig um skeið formaður skólanefndar.3

Sjónvarpsþáttur veturinn 1992-1993 um skáldið Jóhann Jónsson varð Agli Þórðarsyni tilefni

til að skrifa grein sem hér skal stuttlega endursögð. Egill segir að fjallað hafi verið á fremur

óvarfærinn hátt um Kristján þegar greint var frá því að hann hafi brennt bréf Jóhanns til móð-

ur sinnar Steinunnar að henni látinni. Mátti skilja það svo að fávís maður hafi í skeitingarleysi

unnið óþurftavert á íslenskum menningararfi. Steinunn var hjá Kristjáni frá 1931 þar til hún

dó árið 1944. Halldór Laxness heimsótti Steinunni á útmánuðum 1936 þegar þau voru í Koti,

bæ sem Kristján byggði upp af mikilli natni. Eftir andlát hennar flutti Kristján til sonar síns,

Kristjáns í Syðra Skógarnesi. Egill hefur eftir Guðríði Kristjánsdóttur, Skógarnesi, að Kristján

hafi sagt Steinunni biðja sig þess lengstra orða að brenna bréfin að sér látinni. Þetta voru

einkabréf sonar til móður um hugðarefni sem aðrir áttu ekki hlutdeild í. Því gat ekki öðruvísi

farið en að Kristján sýndi minningu þeirra mæðgina þá tillitssemi að brenna bréfin svo þau

kæmust ekki í hendur annarra. Metnaður Jóhanns sem skálds var meiri en svo að hann hefði

viljað bréf sín verða almenningseign. Og fyrir gömlu konuna voru þetta hennar hjartans mál,

1 Heimild: Egill Þórðarson

2 Gunnar Guðbjartsson 1. febrúar 1954, minningargrein. Íslendingaþættir Tímans 5. febrúar 1954.

3 Páll Pálsson 27. janúar 1954, minningargrein.

Page 4: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

4

hennar einkamál sem öðrum komu ekki við, raunar það eina sem hún hafði notið af drengnum

sínum sem var henni svo mikils virði.4

Kristjáns er víða getið í ævisögu Árna Þórarinssonar. Árni dvaldi veturlangt á Rauðkolls-

stöðum frá haustinu 1886. Segir hann m.a. frá því að hann hafi farið í húsvitjanir fótgangandi

þá um haustið og segir: Kristján sonur Þórðar á Rauðkollsstöðum fór með mér um presta-

kallið mér til skemmtunar. Þá hefur Kristján verið tvítugur. Ekki er öll umfjöllunin á vinsam-

legum nótum en eins og Gunnar Guðbjartsson segir í minningargreininni sem vitnað er til hér

að framan hefði sumt sem um Kristján er sagt í ævisögunni haft annan svip ef Kristján hefði

sjálfur sagt frá. Enda þótt nafns sé ekki getið er líklegt að Árni eigi við Kristján þegar hann

fjallar um samskipti sín við sóknarnefndarmanninn og markaðshaldarann. Og líklega er átt við

Elínu þegar skrifað er: Kona markaðshaldarans hafði margsinnis beiðzt þess, að séra Árni

yrði látin tala yfir sér, ef hún dæi á undan honum og hann yrði þá við prestskap í Hnappa-

dalssýslu. Nú leið og beið þar til eitt sumar á slætti, eftir að þau hjón voru flutt burtu úr

byggðarlaginu. Þá leggst konan veik og ámálgar þá bón sína í legunni, að séra Árni verði

fenginn til að tala yfir sér, ef hún deyi. Einn dag fékk ég bréf frá markaðshaldaranum. Þar

tjáir hann mér lát konunnar og rifjar upp, að hún hefði oft óskað þess, að ég talaði yfir henni

látinni. Biður hann mig fyrir alla muni að koma nú og halda yfir henni húskveðju. Þetta gerði

ég, en sóknarpresturinn talaði í kirkjunni og jarðaði. Mér var mikil ánægja að verða við

þessari síðustu bón hennar. Árni hefur lagt töluvert á sig til að verða við bóninni því hann

hefur þurft að fara ríðandi nokkuð langa leið.

Eins og fram er komið fékk Kristján að eyða síðustu árum sínum í Syðra Skógarnesi hjá

Kristjáni syni sínum og Kristínu konu hans, Stínu Siggu. Dvalarheimili aldraðra voru ekki

eins sjálfsögð þá og nú. En Kristján hefur notið sólarlagsins í sveitinni sinni, umvafinn kær-

leika yngri ástvina og þeim einstaka fjallahring sem var hans lífsrammi alla tíð.

Kristjánm staddur í Guðríður Kristjánsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir

S-Skógarnesi með sér- Kristján og Þorgerður Sigurðardóttir

sérleyfisbifreið Helga á góðri stund við Syðra Skógarnes í lok

Péturssonar í baksýn fimmta áratugarins.

Þeir sem hafa aðgang að netinu og eru forvitnir um ættfræði hafa fengið skemmtilegt „leik-

fang― sem er Íslendingabók Íslenskrar erfðagreiningar ehf. og Friðriks Skúlasonar ehf. Þar er

auðvelt að finna eigið ættartré og rekja eigin skyldleika við aðra einstaklinga. Hér fer á eftir

framætt Kristjáns Þórðarsonar samkvæmt þeim heimildum sem islendingabok.is hefur yfir að

ráða.

4 Grein Egils Þórðarsonar, Hafnarfirði í júlí 1993 og apríl 1999. Egill er sonur Þórðar Þórðarsonar (1923)

Kristjánssonar (1891-1980) Þórðarsonar (1865-1954). Guðríður, sem vitnað er til, er dóttir Kristjáns (1897-1981) Kristjánssonar (1865-1954).

Page 5: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

5

Egill Þórðarson hefur skrifað skemmtilega endurminningu um Kristján Þórðarson sem hér fer

á eftir orðrétt.

Líklega síðasta ferð Kristjáns Þórðarsonar til Ólafsvíkur

Ég heyrði stundum talað um Kristján langafa minn bæði heima og trúlega líka hjá Þórði afa

og Svanfríði ömmu minni á Jaðri í Ólafsvík, en ég hitti hann aðeins einu sinni. Það hefur

líklega verið sumarið 1953 og ég verið á fimmta árinu. Þetta er einn af þeim dögum sem

greipt hafa sig í barnsminnið. Mér finnst að það hafi verið sunnudagur, veðrið var gott,

léttskýjað og milt í minningunni. Eins og gerist með börn var ég auðvitað heimagangur hjá

henni Svanfríði ömmu minni og þegar ég kom þennan morgun var kominn gestur, hár maður í

dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni

ömmu. Hún sagði mér að þetta væri hann langafi minn. Ég hafði þá aldrei heyrt talað um

neina lang afa, en þessi maður fannst mér stærri og lengri en hann afi minn, svo það passaði

alveg að þetta væri langafi. Og lengi vel hélt ég að langafar væru lengri en aðrir afar. En

hann var ekki inni í stofu eða eldhúsi hjá ömmu eins og gestir eru, heldur úti á stétt, horfði

niður á plássið og út á norðurgarð og var að tala með svolitlum asa, um eitthvað fréttnæmt

sem þar var. Það var hvítur langur bátur við garðinn og lágt í, þannig að bryggjubrúnin var

ofanvið stýrishúsið.

Svo talast þeim ömmu svo til að hann ætli að fara niður á pláss og segir við ömmu að hann

ætli að taka strákinn með. Nú varð ég heldur upp með mér, að fullorðinn maður skildi hafa

mig með sér niður á pláss, því pabbi og afi voru alltaf að vinna og þeir stússuðu ekki með

krakka. En hann langafi minn leyfði mér ekki bara að vera með sér, heldur tók hann í hönd

mína, leiddi mig eins og hann ætti mig og talaði við mig eins og ég hefði eitthvert vit í koll-

inum. Það var ekki svo lítið, að eiga svona langan afa sem leiddi mann niður á pláss af því að

hann átti mann og talaði svo líka í tóni sem bað um svar.

Ég man það ennþá, að þegar við gengum niður Langstíginn var þessi langi hvíti bátur við

Norðurgarðinn, mér fannst báturinn svolítið skrítinn því hann var allur hvítur, stýrishúsið og

allt hvítt, hvalbakur að framan og svo var lúgarinn aftur á hekki og ég spurði langafa hvers-

vegna lúgarinn væri afturá. Þá sagði hann að þetta væri ekki lúgarinn, heldur væri þetta

kappi þarna afturá sem væri kamar fyrir farþegana, því þetta væri ekki venjulegur bátur,

heldur línuveiðarinn Þorsteinn, sem væri nú orðinn nýr Baldur. Þá vissi ég það, að Baldur

var langur al-hvítur bátur með hvalbak og lúgar afturá sem var kamar fyrir farþegana.

Svo hljótum við að hafa labbað fyrir hornið á Skúlahúsi yfir brúna og niður með Dagsbrún,

því næst man ég eftir okkur inn á vigt hjá Eyfa Snæ og þar var Leifi í Jónshúsi og Jói Lúter.

Það var mikið spjallað og kátt á hjalla og hann langafi minn var aðal maðurinn, ég var

kominn í alveg nýjan heim þó ég þekkti allt og alla. Svo, þegar Leifi í Jónshúsi var að segja

eitthvað, þá tók langafi upp dós úr vasa sínum og stakk dökkbrúnum bita upp í sig, - þetta

hafði ég aldrei séð, þetta var eitthvað alveg nýtt og spennandi. Svo byrjaði hann að kjafta, en

eftir dágóða stund stoppaði hann aðeins og spýtti brúnni slummu út í h orn á vigtarskúrnum

og helt svo áfram. Þetta þótti mér flott, því það voru engir svona kallar í Ólafsvík, munntóbak

var ábyggilega bara til í Skógarnesi. En hann Þórður afi minn hann tók í vörina, setti svolitla

hossu af neftóbaki úr silfurbauknum á handarbakið, trakteraði gætilega sitt hvora nösina og

læddi svo snyrtilega afgangnum í neðri vörina og geymdi tóbakið þar, svo lítið bar á, var

alltaf tandurhreinn í framan, - en spýtti aldrei.

Þegar við höfðum verið góða stund þarna í vigtarskúrnum hjá Eyfa Snæ, höfum við farið

niður á Norðurgarð, því næst man ég eftir okkur að horfa niður á dekkið á línuveiðaranum

Page 6: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

6

Þorsteini, sem nú var orðinn hvítur Baldur. Langafi var að tala við kallana lá Baldri og svo

segir einn þeirra hvort hann vilji ekki koma um borð, en það var lágt í, svo það var nú ekki

árennilegt að klifra niður. En þessi maður kom upp í vantinn og hann langafi lagðist á hnén á

bryggjuplankanum, vippaði mér fram af bryggjunni og rétti mig niður til mannsins sem stóð í

vantinum. Næst man ég eftir mér niðri á dekki með þessum himinháu lunningum, stóra stýris-

húsi og hvalbak. Hann langafi minn var þarna líka í dökkbláu sparifötunum. Mér fannst þetta

voða skrítið dekk, því það voru grindur á því eins og í fjárhúsi, sem ég hafði aldrei séð áður

um borð í bát, og spurði langafa hvort þeir hefðu verið með kindur. En hann sagði að það

væri ekki, báturinn væri nýkominn af síld og þá hafi líka verið merar ofnaná skjólborðunum,

svo lunningarnar hafi þá verið ennþá hærri þá. Mér þótti nóg um og þótti það voðalega

skrítið hvernig hægt væri að setja hesta ofaná skjólborðin á lunningunum. En svo fórum við

aftur ganginn með stýrishúsinu stjórnborðsmegin, að skoða lúgarinn sem var kamar fyrir

farþegana því lþetta var enginn venjulegur bátur, þetta var hann nýji Baldur, langur og hvítur

með hvalbak lað framan og kappa að aftan.

Meira man ég ekki frá þessum bjarta sumardegi fyrir meir en 50 árum.

En það er ánægjulegt að heyra æ oftar nú, þrátt fyrir hryssingslegt tal á stundum um hann

Kristján langafa, að það urðu fleiri börn en ég vör við það hve barngóður hann var, skemmti-

legur og hjartahlýr undir hrjúfu yfirborði marg hömruðu af harðneskju lífsins.

Egill Þórðarson, 2003

Afi Kristjáns var Þórður Jónsson (1791-1866), Rauðkollsstöðum. Um hann skrifaði Bragi

Ásgeirsson: Rauðkollsstaðir í Eyjahreppi koma hér einkum við sögu, en þar bjuggu þau

Þórður Jónsson (um 1791-1866) og Kristín Þorleifsdóttir, sem var alsystir hins landskunna

læknis og sjáanda Þorleifs í Bjarnarhöfn. Þórður vakti á sínum tíma á sér mikla athygli, en

hann breytti rýru koti í stórbýli og gerðist hreppstjóri og sáttanefndarmaður, var auðgjarn en

ekki nirfill, hjálpsamur við fátæklinga, sagður svo orðheldinn að ef hann synjaði ekki bón

mátti jafna því við loforð. Um Þórð getur að lesa strax á fyrstu síðu bókar Jóns Óskars rit-

höfundar um Sölva Helgason, Sólon Íslandus, en hann skaut skjólhýsi yfir förumanninn unga

haustið 1843, allt þar til honum var það ekki stætt lengur vegna hótana hreppstjórans á

Rauðamel. Bóndinn var sagður hafa haft góða skemmtun af þessum óvenju vel talandi tuttugu

og þriggja ára manni og frásögnum hans af öðrum héruðum landsins, aldrei fyrr hitt slíkan

frásagnarmann sem hafði komið í flestar sýslur landsins fyrir fulltingi skrautlegs, frumsamins

reisupassa. Láðist honum að gefa nógu nákvæman gaum að pappírum piltsins, hirti sennilega

ekki um það, taldi það litlu máli skipta. Við réttarhöldin eftir að pilturinn hafði verið tekinn

fastur utan við lóðarmörk hans, en innan þeirra hafði hann verið friðhelgur, bar Þórður

honum vel söguna, ef til vill sannfærður um að hafa rætt við mikinn vísindamann og náttúru-

skoðara, að minnsta kosti ófús að taka þann mann fastan sem gist hafði á bæ hans og ekki

gert annað af sér en vera fólki til upplyftingar í fásinninu. Hlaut verðlaunapening og Danne-

brogsorðu fyrir búsafrek.5

5 Bragi Ásgeirsson, Mbl. 17. apríl 1998. Úr minningargrein um Karl Ásgeirsson málarameistara á Fróðá.

Page 7: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

7

Heimild: Íslendingabók, Íslensk erfðagreining ehf og Friðrik Skúlason ehf

Þórðar Jónssonar er getið á nokkrum stöðum í Ævisögu Árna Þórarinssonar. Þórður mun hafa

verið svaramaður þegar Árni kvæntist. Á einum stað hefur Árni eftir Sigurði Sæmundsen,

kaupmanni í Ólafsvík: Nú sér maður ekki önnur eins stórmenni og í æsku minni, svo sem

Magnús á Hofsstöðum, Þorleif í Bjarnarhöfn og Þórð Jónsson dannebrogsmann á Rauðkolls-

stöðum. Á öðrum stað er frásögn af þeim Þórði og Þorleifi sem hér skal tekin upp orðrétt.

Þórður eldri, óðalsbóndi á Rauðkollsstöðum, faðir Þórðar alþingismanns, átti tvo reiðhesta

afbragðsgóða, sem enginn fór á bak nema hann sjálfur. Einu sinni kemur tengdasonur hans

að austan úr Kolbeinsstaðahreppi og biður hann ljá sér hestana til að sækja Þorleif í Bjarn-

arhöfn, því að kona sín liggi í barnsnauð hætt komin. „Hestana ljæ ég engum―, svaraði

Þórður, „en ég skal fara fyrir þig ef þú vilt―. Hinn vildi það gjarnan. Þórður sótti svo Þorleif.

Þeir riðu suður Kerlingaskarð og létu hestana blása út litla stund í Harðarfellsdal, sem er

sunnan við skarðið. Þorleifur leggst niður. Svo segir hann allt í einu: „Ég fer ekki lengra.

Þess þarf ekki. Barnið er fætt―. „Þú heldur áfram með mér samt―, svarar Þórður. „Það er

óþarfi―, andæfir Þorleifur, „þó að ég geri það, því að barnið er fætt―. Þeir riðu áfram báðir.

En svo nærri hafði Þorleifur farið, að barnið fæddist einmitt í þann mund, sem þeir stöldruðu

við í Hjarðarfellsdal.6

Oscar Clausen skrifar um Rauðkollsstaðamenn eftirfarandi pistil: Um miðja öldina sem leið

sat á Rauðkollsstöðum bóndi, sem var ef til vill ríkasti maðurinn í Vertfirðingafjórðungi,

Þórður Jónsson, dugnaðarforkur hinn mesti og hagsýnn mjög. Hann var ættaður utan úr

Breiðuvík, var af fátækum kominn, vann sig upp úr umkomuleysi. Þegar hann dó, árið 1864,

komu til skipta eftir hann tíu þúsund ríkisdalir í jarðeignum og fleiru, og er það milljónaverð-

mæti reiknað á nútíma vísu. Slíkur auður var þá ekki á neins manns hendi vestra nema máske

hjá kammerráðinu á Skarði, en þar var um gömul erfðaauðæfi að ræða.

6 Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, þriðja bindi bls. 29. Reykjavík 1977. Sjá einnig um

Þórð Jónsson í öðru bindi, bls. 13, 137 og 195.

Page 8: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

8

Sonur Þórðar ríka, sem kallaður var, var Þórður dannebrogsmaður og alþingismaður á

Rauðkollsstöðum, sem var sérstakur vinur föður míns og ég man vel eftir, því að hann dó ekki

fyrr en rétt fyrir aldamót. Hann var mikill framfaramaður og á undan sinni samtíð, einstakt

snyrtimenni, hjálpsamur og góðgjarn og hugsaði víst meira um að bæta hag almennings en

sinn eigin. Hann átti frumkvæði að ýmsum búnaðarumbótum og hratt á stað mörgu, sem

þorra manna varð til heilla og velferðar. Hann var einn merkasti maður í bændastétt sinnar

samtíðar. Um þá Rauðkollsstaðafeðga mætti rita langt mál, en það verur ekki gjört að sinni.

Af þeim eru komnir merkir menn.

Þegar ekkja Þórðar dannebrogsmanns, seinni kona hans, fór um aldamótin til Ameríku með

syni sína unga, seldi hún jörðina Kristjáni Kristjánssyni, sem var frændi Kristjáns á Þverá.7

Faðir Kristjáns, Þórður Þórðarson (1828-1899), Rauðkollsstöðum, var dannebrogsmaður,

hreppstjóri, alþingismaður og bóndi. Um hann skrifar Bragi Ásgeirsson í sömu minningar-

grein og vitnað er í hér að framan: Sonur þeirra Kristínar var Þórður Þórðarson, bóndi,

hreppstjóri og alþingismaður. Fyrri kona; Ásdís Gísladóttir frá Hraunhöfn í Staðarsveit.

Bjuggu að Hítardal og Söðulsholti, en síðast og lengst af á Rauðkollsstöðum, eignuðust fjóra

syni og þrjár dætur. Seinni kona, Pálína Hansdóttir Hjaltalín frá Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi,

hún hélt til Vesturheims að Þórði látnum með þrjá unga syni þeirra, en hinn yngsti dó á hafi

úti. Þórður Þórðarson var "framkvæmdamaður og héraðshöfðingi sem setti svip á umhverfið,

kjörinn til allra opinberra sýslana, sem bónda verða falin, gáfaður maður og háttvís, er vel

kunni að stilla metnaði sínum í hóf. Erfði mikið fé úr föðurgarði, bjó stórbúi við fágæta risnu,

var dannebrogsmaður að nafnbót".

Þórður var Alþingismaður árin 1875-1880. Til er lýsing á því þegar Þórður tapaði kosningu til

Alþingis árið 1880 fyrir Holger Clausen föður Oscars Clausen.8 Myndin sem hér er af Þórði er

fengin úr Alþingismannatali. Þar segir um Þórð: Bóndi í Hítardal 1850—1854, síðan á

Hrafnkelsstöðum og í Söðulsholti, en á Rauðkollsstöðum frá 1866 til æviloka. Alþm. Snæf.

1875—1880.

Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk

orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu. Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdi-

mar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún

nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu 1808, þegar Friðrik 6. tók við völdum, var orðan tekin

upp í núverandi mynd og veitt þegnum Danakonungs, óháð stétt og stöðu. Frá árinu 1952

hefur orðunni verið skipt í þrjá flokka, stórkross, stórriddarakross og riddarakross. Allnokkrir

Íslendingar voru sæmdir orðunni og nefndust þá dannebrogsmenn eða riddarar af dannebrog.

Þess má geta að danski þjóðfáninn nefnist einnig dannebrog.9

7 Oscar Clausen, Við yl minninganna, Bókfellsútgáfan, Reykjavík 1960 bls. 176.

8 Sjá Oscar Clausen, Sögur og sagnir af Snæfellsnesi I, Skuggsjá 1967.

9 Heimild: visindavefur.hi.is

Page 9: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

9

Þórður Þórðarson Þórður Jóhann Þórðarson

Þórður kemur víða við sögu í ævisögu Árna Þórarinssonar. Í lýsingu á vissum samskiptum er

hann ekki nafngreindur heldur aðeins nefndur hreppstjórinn. Í kafla sem nefnist Þórðargleði

leggur Árni til að þetta orð verði notað fyrir þann hugsunarhátt að gleðjast yfir óförum

annarra. Telja sumir að þar eigi Árni við Þórð Jóhann, son Þórðar Þórðarsonar.

Makar og börn Þórðar Þórðarsonar voru sem hér segir: Ásdís Gísladóttir (1823-1894), eiginkona 28.september 1849.

Þórður Jóhann Þórðarson (1849-1937)

Ásgeir Þórðarson (1854-1859)

Kristín Jóhanna Þórðardóttir (1856-1931)

Ásgeir Jóhann Þórðarson (1861-1940)

Pétur Þórðarson (1863-1921)

Gísli Kristján Þórðarson (1865-1954)

Guðríður Stefanía Þórðardóttir (1871-1961)

Pálína Guðrún Hansdóttir Hjaltalín (1866-1959), eiginkona 24. desember 1895

Oscar Thordarson (1896)

Page 10: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

10

Thordur Thordarson (1897)

Sturla Þórðarson (1899)

Kafli III: Elín

Elín Jónsdóttir fæddist á Rauðkollsstöðum 3. desember 1867, dó 11. júlí 1928. Hún kvæntist

Kristjáni 20. júní 1889 eins og áður er getið. Handrit Kristjáns frá 1. janúar 1930 sýnir hvar

hún varði árunum og eru dvalarstaðirnir taldir upp svona:

Rauðkollsstöðum 1867, einn dag

Borg 1867-1870

Rauðamel 1870-1875

Svarfhóli 1875-1881

Snorrastöðum 1881-1882

Svarfhóli 1882-1884

Kolviðarnesi 1884-1887

Miklaholti 1887-1888

Rauðkollsstöðum 1888-1894

Kolviðarnesi 1894-1900

Miklaholtsseli 1900-1915

Fossárdal 1915-1919

Bug 1919-1920

Ólafsvík 1920-1928

Til er skjal undirritað af Konráði Bjarnasyni, þar sem viðfangsefnið er að rekja framættir

Haraldar Kristjánssonar. Þar eru eftirfarandi orð um Elínu: Erfiðast er í ættrakningu, þegar

búsetulausir ástforeldrar eiga hlut að máli og gæti þá stöðvast framrás heillar ættgreinar ef

illa tekst til. Móðir Haraldar Kristjánssonar, Elín Jónsdóttir húsfreyja í Miklaholtsseli, er

dæmi um þetta ef fjær í tíma hefði verið, en kirkjubækur Kolbeinsstaðasóknar frá 1830-1870,

sýna að foreldrar hennar Jón Sigurðsson f. á Oddsstöðum og móðir hennar, Margrét

Gísladóttir f. að Krossholti II voru þá í vinnumennsku að Rauðkollsstöðum og að Elín ólst

upp hjá Jóhanni Árnasyni bónda á Rauðamel og Borg og konu hans Kristínu Þórðardóttur.

Kristín er orðin ekkja að Svarfhóli í Miklaholtssókn, er Elín fermist 1882 og giftist 7 árum

Page 11: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

11

síðar í kirkju 20.6.1889, Kristjáni Þórðarsyni búfræðingi. Hin merka framætt Elínar verður

rakin frá ömmu hennar, Brynhildi Þórðardóttur húsfreyju á Oddsstöðum.10

Fósturmóðir Elínar, Kristín Þórðardóttir, var systir Þórðar Þórðarsonar, Rauðkollsstöðum eins

og segir í Ævisögu Árna Þórarinssonar. Þegar Árni kom á Snæfellsnes haustið 1886 dvaldi

hann fyrst að Rauðkollsstöðum veturlangt en flutti síðan í Miklholt. Þegar lýst er aðkomunni

að Miklholti segir: Tveim dögum seinna kom til mín vinnukona. Hún hér Elín Jónsdóttir og

var frá Kolviðarnesi í Eyjahreppi, innan við tvítugt. Hún var í ætt við Þórð á Rauðkolls-

stöðum og alin upp hjá systur Þórðar. Elín giftist síðar Kristjáni syni Þórðar. Hún var

merkiskona og kvennaval.11

Í húskveðju sem Árni Þórarinsson hélt yfir Elínu 21. júlí 1928 segir m.a.: Föður og móðurlaus

einstæðingur varð hún í æsku og án efna, en hamingja sú féll henni þó í skaut, að vera tekin í

fóstur af bestu konu, er elskaði hana þegar sem barn sitt. Skömmu eftir, að hún þessi fóstra

hennar fluttist til Vesturálfu giftist hún manni sínum eftirlifandi og var það hamingja hennar,

að sambúðin var jafnan hin besta. [...] Hvíldar unni hún sjer þó ekki, því skyldan kallaði hana

svo lengi, að sjúkdóms og dánarbeði tengdadóttur hennar, yfir henni varð hún að vera þar til

lífi hennar lauk. Þar er líklegt að hún hafi svo sjálf tekið sama sjúkdóminn og þessi tengda-

dóttir hennar beið banann af. [...] Oft var til þess tekið af gestum hennar og þeirra hjóna, hve

miklu hún fjekk afkastað, þá er ein var, fyrir heimili sitt og fjölda gesta oft og tíðum, enda var

hún kvenna fljótvirkust og hagsýnust og að gleðinni er hún veitti var jafnan dáðst og ánægju-

lega gleðisvipnum, er hún veik og önnum kafin fékk jafnan sýnt gleyma vinir hennar aldrei.

Hún bjó um allangt skeið í héraðinu sem hún ólst upp í, í fjölfarinni þjóðbraut. Fram hjá

heimili hins efnalitla og fátæka er sneitt, hefir svo verið sagt, en sú varð eigi raunin á hjer,

þar var sjaldan gestalaust og oft fjöldi gesta í þröngum húsakynnum með barnafjöldanum.12

10

Ódagsett skjal Konráðs Bjarnasonar 11

Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, annað bindi bls. 19. Reykjavík 1977. 12

Árni Þórarinsson, húskveðja haldin yfir Elínu Jónsdóttur 21. júlí 1928. Húskveðjan, handskrifuð af Kristjáni Þórðarsyni, er til og er í vörslu Egils Þórðarsonar.

Page 12: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

12

Heimild: Íslendingabók, Íslensk erfðagreining ehf og Friðrik Skúlason ehf

Elín er sögð Jónsdóttir, en næsta víst er að faðir hennar var ekki Jón, vinnumaður á Rauð-

kollsstöðum, þótt þannig sé hún feðruð. Árni Þórarinsson segir hana hafa verið í ætt við Þórð

Þórðarson á Rauðkollsstöðum eins og getið er hér að framan. Munnmæli herma að hún hafi

annaðhvort verið dóttir Þórðar bónda eða sonar hans, Þórðar Jóhanns. Semsagt annaðhvort

hálfsystir Kristjáns, mannsins sem hún giftist, eða bróðurdóttir hans. E.t.v. fæst aldrei úr því

skorið hvert faðernið var.

Framætt móður Elínar, Margrétar Gísladóttur, er unnt að rekja langa leið á islendingabok.is.

Til dæmis eru þrjátíu ættliðir frá sjálfum landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni til Elínar.

Nafnaröðin er svona: Ingólfur Arnarson – Þorsteinn – Þórhildur – Þorkell Þórhildarson –

Ketill (965) – Haukur – Ingveldur – Snorri Húnbogason – Narfi (um 1135-1202) – Snorri

(1175-13.09 1260) – Narfi – Snorri (1210) – Ormur – Guttormur – Loftur ríki (1375-1432) –

Ólafur – Jón – Torfi ríki – Eiríkur – Guðni (1530-1582) – Ingibjörg – Þórhallur Nikulásson –

Hafliði – Sesselja – Þorvaldur Einarsson (1694-) – Sigríður – Hannes Guðmundsson –

Þorvaldur – Þuríður – Margrét Gísladóttir (1840-1867) – Elín.

Um Elínu og þau hjón hefur Egill Þórðarson sett saman eftirfarandi kvæði sem sungið var á

samkomu Rauðkyllinga á Góu 2005.

Hið bjarta hugarþel Lag: An Irish harvest day.

Texti: Egill Þórðarson

Það seiðir hug að syngja

og sefar viðmót manns.

Mér líður vel að vera með

í ættmenna fans.

Það voru góðar gjafir

er geyma skulum vel.

Að hún breiddi’ á börnin sín

hið bjarta hugarþel.

Hið bjarta hugarþel

hún bar heim í Sel.

Page 13: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

13

Þar var þörf á gjöfinni,

sem þreyir hel.

Þar var lífið lofgjörð,

sem ljúfur guð þeim gaf.

Og móðurástarylurinn

hvar unga barnið svaf.

Unga konan var oft

svo ósköp mædd og þreytt.

Baslandi í barnahóp

en bað ekki um neitt.

Hún gerði gott úr öllu

og öllum veitti vel.

Með auðnu yl hún gaf af sér

hið bjarta hugarþel.

Hið bjarta hugarþel ....

Mörgu mátti’ hann sinna.

Miklaholts-sel var rýrt.

Þau liðu löngum fyrir það

hve lífsstritið var dýrt.

Sjö sinnum sótti’ að sorgin

svo sárt með feigðar él.

Þá mæddi mjög og reyndi á

hið bjarta hugarþel.

Hið bjarta hugarþel ....

Kafli IV: Þekkt frændfólk

Hér eru dæmi um þjóðþekkt frændfólk Kristjáns Þórðarsonar, þ.e.a.s. skyldmenni sem hvorki

eru beinir forfeður né afkomendur. Til útsýringar skal þess getið að foreldrar eru hér undir-

strikaðir og tengdir með bandstriki (–), afkomendur sýndir með lóðréttu striki (¦) og semí-

komma er sett á milli systkina.

Kristín í Skógarnesi

Kristín í Skógarnesi og Kristín Þorleifsdóttir, amma Kristjáns, voru bræðrabörn.

Guðbrandur Þorleifsson (1742-1800) – Kristín Pétursdóttir (1727-1785)

¦ ¦

Sigurður (1771-?)13

; Þorleifur (1770-1800)

¦ ¦

Kristín Sigurðardóttir (28.02.1813-5.12.1900)14

Kristín Þorleifsdóttir (1796-1897)

(Kristín í Skógarnesi) ¦

Þórður Þórðarson (1828-1899)

¦

Kristján Þórðarson (1865-1954)

Um Kristínu í Skógarnesi hefur mikið verið skrifað. Hún var sögð sjáandi og læknandi. Hún

var til dæmis sögð einstaklega góð yfirsetukona, þ.e. ljósmóðir, allt frá 13 ára aldri. Í Ævisögu

Árna Þórarinssonar má lesa eftirfarandi: Guðbrandur faðir Sigurðar, föður Kristínar í Skóg-

arnesi var sonur Þorleifs ríka og Úrsúlu ensku.15

Um þessa Úrsúlu hefur einnig margt verið

skrifað. Árni Þórarinsson segir hennar hvergi getið í kirkjubókum. Þess vegna hefur hún

aldrei verið til segir Árni en færir síðan rök fyrir því að hún hafi vissulega verið til. Ein sagan

segir að hún hafi verið skipsjómfrú sem lenti upp í Snæfellsnes. Önnur segir að Þorleifur ríki á

Stapa hafi siglt til Skotlands með vörur og hafi þar komist yfir tigna mey af enskri ætt og

spænskri, nefnd Úrsúla, Úrsúlei eða Úrsalei. Árni segir hana hafa verið annálaða fyrir fegurð

og dyggðir með hvítan lokk í svörtu hári. Almennt var talið að dulvitragáfan, sem er mjög rík

í þessari ætt væri frá henni komin. Þetta segir Árni að Kristín í Skógarnesi hafi haft eftir

13

Heimild um fæðingardag Sigurðar Guðbrandssonar: Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, annað bindi bls. 125. Reykjavík 1977. 14

Heimild um fæðingar- og dánardag Kristínar í Skógarnesi: Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, annað bindi bls. 131 og 179. Reykjavík 1977. 15

Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, annað bindi bls. 124. Reykjavík 1977.

Page 14: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

14

frænda sínum Þorleifi lækni í Bjarnarhöfn. Freistandi er að álykta að sagnir um þessa Úrsúlu,

sem var og ekki var, hafi orðið kveikjan að þeirri Úu sem nóbelsskáldið skapaði í Kristnihaldi

undir jökli.

Elísabet, dótturdóttir Kristínar í Skógarnesi, varð eiginkona Árna prófasts Þórarinssonar.

Þorleifur í Bjarnarhöfn

Amma Kristjáns var alsystir hins alkunna læknis og sjáanda Þorleifs í Bjarnarhöfn

Þorleifur Guðbrandsson (1770-1800) – Kristín Jónsdóttir (f. um 1767)

¦ ¦

Kristín Þorleifsdóttir (1796-1897); Þorleifur Þorleifsson (1800-1877)

¦ (Þorleifur gamli í Bjarnarhöfn)

Þórður Þórðarson (1828-1899)

¦

Kristján Þórðarson (1865-1954)

Lesa má um Þorleif í Bjarnarhöfn í margnefndri ævisögu Árna Þórarinssonar. Þorleifur þessi

er gjarnan nefndur Þorleifur gamli til aðgreiningar frá synin sínum. Dóttir Þorleifs gamla,

Kristín, var eiginkona Þórðar Jóhanns Þórðarsonar.16

Valdimar Þórðarson

Valdimar Þórðarson (Valdi) rak verslunina Silli og Valdi um árabil ásamt meðeigandanum

Siguliða Kristjánssyni. Hann var bróðursonur Kristjáns

Þórður Þórðarson (1828-1899) – Ásdís Gísladóttir (1823-1894)

¦ ¦

Þórður Jóhann (1849-1937); Kristján (1865-1954)

¦

Valdimar Þórðarson (1905-1981)

Bragi Ásgeirsson

Afi Braga Ásgeirssonar myndlistamanns var bróðir Kristjáns.

Þórður Þórðarson (1828-1899) — Ásdís Gísladóttir (1823-1894)

¦ ¦

Ásgeir Jóhann Þórðarson (1861-1940); Kristján (1865-1954);

¦

Ásgeir Ásgeirsson (1897-1978)

¦

Bragi Ásgeirsson (1931)

Þórunn Valdimarsdóttir

Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur er afkomandi Þórðar Þórðarsonar á

Rauðkollsstöðum.

Þórður Þórðarson (1828-1899) – Ásdís Gísladóttir (1823-1894)

¦ ¦

Þórður Jóhann (1849-1937); Kristján (1865-1954)

¦

Ásdís Geirlaug Þórðardóttir (1877-1938)

¦

Jón Alexandersson (1900-1971)

¦

16

Oscar Clausen, Sögur og sagnir af Snæfellsnesi I, Skuggsjá 1967, bls. 89

Page 15: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

15

Erla Þórdís Jónsdóttir (1929-1987)

¦

Þórunn E. Valdimarsdóttir (1954)

Sverrir Stormsker

Sverrir Ólafsson, tón- og myndlistarmaður, sem tók sér nafnið Sverrir Stormsker, er

afkomandi Þórðar Þórðarsonar.

Þórður Þórðarson (1828-1899) — Ásdís Gísladóttir (1823-1894)

¦ ¦

Ásgeir Jóhann Þórðarson (1861-1940); Kristján (1865-1954);

¦

Kristín Þórkatla Ásgeirsdóttir (1900-1990)

¦

Ólafur Bergmann Stefánsson (1926)

Sverrir Ólafsson (1963)

Garðar Sverrisson

Garðar Sverrisson, talsmaður öryrkjabandalagsins, er afkomandi Þórðar Þórðarsonar. Afi

Garðars var Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða

Þórður Þórðarson – Ásdís Gísladóttir

(1828-1899) (1823-1894)

¦ ¦

Kristín Jóhanna; Kristján

(1856-1931) (1865-1954)

¦

Ásdís Magnea Sigurðardóttir

(1884-1965)

¦

Sigurður Magnússon

(1911-1989)

¦

Þorgerður Guðrún Sigurðardóttir

(1938)

¦

Garðar Óskar Sverrisson

(1959)

Kafli V: Börn og afkomendur

Skrá Kristjáns yfir börn þeirra Elínar:17

a. Kristín fædd á Rauðkollsstöðum 2. mars 1896 dáin 16 desember sama ár.

b. Þórður fæddur á sama bæ 23. júlí 1891.

c. Jóhann fæddur á sama bæ 4. ágúst 1892.

d. Magnús fæddur í Kolviðarnesi 27. júlí 1894 dáinn 18. júní 1895.

e. Magnús Sigvaldi fæddur í Kolviðarnesi 12. ágúst 1895 dáinn 31. desember 1929.

f. Ásdís fædd í Kolviðarnesi 24. ágúst 1896.

g. Kristján fæddur á sama bæ 14. ágúst 1897.

h. Karl fæddur á sama bæ 30. nóvember dáinn 28. júlí 1899.

i. Karl fæddur í Miklaholtsseli 18. júlí 1900.

í. Guðríður fædd á sama bæ 5. janúar 1902 dáin 16. nóvember sama ár.

17

Handrit undirritað svona: Ólafsvík 1. janúar 1930. Kristján Þórðarson. Síðar hefur Kristján bætt dánardægri Guðríðar Stefaníu inn í handritið.

Page 16: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

16

j. Andvana piltbarn fætt á sama bæ 6. janúar 1903.

k. Guðríður Stefanía fædd á sama bæ 14. janúar 1904 dáin 23 maí 1940.

l. Haraldur fæddur á sama bæ 1. apríl 1905.

m. Ásta fædd á sama bæ 4. júlí 1907.

n. Víglundur fæddur á sama bæ 8. nóvember 1908.

o. Andvana stúlka fædd á sama bæ 21. október 1909.

p. Hannsína fædd á sama bæ 8. maí 1911.

q. Kristín fædd á sama bæ 13. apríl 1912 dáin 9. október 1913.

Niðurlagið í skjali Kristjáns:

Þórður Kristjánsson (1891-1980)

Þórður fæddist á Rauðkollsstöðum 31. ágúst 1891. Dó 28. september 1980 í Reykjavík.

Börn Þórðar:

Með Svanfríði Unu Þorsteinsdóttur, eiginkona 2. 12. 1916

Ellert Kristján (1916-1918)

Elín Kristín (1917-2006)

Ebba (1919-1921)

Esther (1921-2007)

Ebba Anna (1921-1923)

Þórður (1923)

Aðalbjörg (1924-1925)

Sigrún (1926)

Rafn (1927-1996)

Hrafnkell (1929-1935)

Lilja (1930)

Rakel (1931-1975)

Unnur (1933)

Jóhann Kristjánsson (1892-1967)

Jóhann fæddist á Rauðkollsstöðum 4. ágúst 1892. Dó 29. janúar 1967 í Reykjavík. Hann

kvæntist Sigrúnu Filippíu Þorsteinsdóttur (1895-1925) 7. nóvember 1917 og Mettu Guðrúnu

Sveinsínu Kristjánsdóttur (1880-1960) 24. desember 1927.

Page 17: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

17

Metta og Jóhann

Börn Mettu, og stjúpbörn Jóhanns, voru ???

Guðmundur Jensson

Magnús Sigvaldi Kristjánsson

Magnús Sigvaldi fæddist 12. ágúst 1895 í Kolviðarnesi. Dó 31. desember 1929 í Ólafsvík

Börn

Með Hólmfríði Agnesi Helgadóttur (1903-1975), eiginkona 10. mars 1928

Sigurður Jakob (1927-1998)

Magnea Hólmfríður (1929)

Ásdís Kristjánsdóttir (1896-1967)

Ásdís fæddist 24. ágúst 1896 á Kolviðarnesi. Dó 8. nóvember 1967 í Reykjavík.

Börn

með Guðmundi Kristmundssyni (1860-1936), eiginmaður 11. júní 1918

Pétur (1921) ATH. ártalið er úr islendingabok.is, en bókin Eyja.. segir 1924 og d.

1956 Kristmundur Þórarinn (1923-1951)

Haraldur (1926-2008)

Page 18: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

18

Hanna Maddý (1929)

Dagmar (1932)

Unnur Fjóla (1933-1934)

Kristján Kristjánsson (1897-1981)

Kristján fæddist 14. ágúst 1897 í Kolviðarnesi. Dó 27. október 1981 í Borgarnesi.

Barn

Með Kristínu Sigrúnu Sigurðardóttur (1893-1981), eiginkona 29. ágúst 1922

Guðríður (1933)

Karl Kristjánsson (1900-1958)

Karl fæddist 28. júlí 1900 í Miklaholtsseli. Dó 21. ágúst 1958.

Börn

Með Stefaníu Maríu Jónsdóttur (1901-1987)

Elín Margrét (1926)

Jón Óskar (1928-1996)

Nikolína (1929-2007)

Karl Magnús Svavar (1931)

Eva Bryndís (1935-1987)

Stefanía Kristjánsdóttir (1904-1940)

Guðríður Stefanía fæddist 14. janúar 1904 í Miklaholtsseli. Dó 23. maí 1940

Page 19: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

19

Hansína og Stefanía

Börn

Með Þórði Kjartani Guðmundssyni, eiginmanni 18. nóvember 1933

Sigurlaug (kjördóttir)

Kristján Erling (1937)

Haraldur Kristjánsson (1905-1980)

Haraldur fæddist í Miklaholtsseli 1. apríl 1905.

Börn Haraldar

Með Ragnheiði Sigríði Erlendsdóttur (1896-1977) eiginkona 15. apríl 1933

Marinella Ragnheiður (1933)

Kristján Erlendur (1936)

Þórður (1939)

Guðmundur (1939)

Stjúpsynir

Gunnar H. Valdimarsson (1925-2007)

Valdimar R. Valdimarsson (1927-1975)

Ásta Kristjánsdóttir (1907-1979)

Ásta fæddist í Miklaholtsseli 4. júlí 1907.

Börn Ástu

Með Gísla Gíslasyni (1904-1972)

Haraldur S. Gíslason (1929-1999)

Með Emanúel Guðmundssyni (1911-2000), eiginmaður 7. júní 1947

Ellert Rögnvaldur (1933-2003)

Hjörtur Unnar (1936-1936)

Sunna (1942)

Guðmundur Hreinn (1946-1996)

Page 20: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

20

Víglundur Kristjánsson (1908-1981)

Víglundur fæddist 8. nóvember 1908 í Miklaholtsseli. Dó 28. janúar 1981 í Reykjavík

Börn

Með Þuríði Stefaníu Árnadóttur (1913-2002), eiginkona 1. apríl 1961

Árni Lárus (1938-1998)

Með Svövu Jónsdóttur (1918-1995), eiginkona 6. júlí 1945

Erla (1944)

Hrefna (1947)

Stúlka (1948-1948)

Hafdís (1950-1952)

Víglundur Þór (1954)

Hansína Kristjánsdóttir (1911-1997)

Hansína, eða Hanna eins og hún vildi láta kalla sig18

, fæddist í Miklaholtsseli í Staðarsveit og

var í foreldrahúsum til átján ára aldurs. Þegar þetta er skrifað eru afkomendur hennar orðnir

39 talsins, þ.e. 4 börn, 13 ömmubörn og 22 langömmubörn. Að auki var hún stjúpmóðir

tveggja drengja sem seinni maður hennar átti með fyrri konu sinni. Séu þeir og þeirra afkom-

endur taldir með er samtalan orðin 60, þ.e. 6 börn, 18 ömmubörn, 35 langömmubörn og 1

langalangömmubarn.

Börn Hönnu

Með Eiríki Tómassyni (1898-1941), eiginmaður 1937

Ellert Eiríksson (1938)

Með Guðna Magnússyni (1904-1996), eiginmaður 30. september 1944

Eiríkur (1945)

Steinunn (1949)

Árnheiður Stefanía (1951)

Stjúpsynir

Vignir Guðnason (1931-1998)

Birgir Guðnason (1939)

18

Bræður hennar, Þórður og Jóhann, sögðu Hansa þegar þeir ávörpuðu hana.

Page 21: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

21

Hanna var 4 ára þegar fjölskyldan flutti frá Miklaholtsseli, í Fossárdal og síðan Bug, og níu

ára inn til Ólafsvíkur. Elín mamma hennar dó þegar hún var 17 ára og ári seinna fór hún að

heiman – fyrst til Ísafjarðar og síðan til Reykjavíkur. Hún vann oftast sem ráðskona eða

heimilishjálp hjá sængurkonum. Þess á milli vann hún í fiskvinnu. Hún kynnist Eiríki Tómas-

syni útvegsbónda frá Grindavík, flutti þangað og giftist honum 1937. Þau bjuggu á Járn-

gerðarstöðum og eignuðust Ellert ári seinna. Í húsinu var nokkurs konar verbúð því að á efri

hæðinni bjuggu sjómenn sem þurftu þjónustu, svo sem bæði mat og þvott. Varð þetta að

starfi Hönnu en varð það mikið að hún réði til sín vinnukonur til aðstoðar. Þegar Ellert var

aðeins 3 1/2 árs gamall dó Eiríkur og Hanna því orðin ekkja aðeins þrítug að aldri. Hún flutti

til Keflavíkur, fékk vinnu sem matráðskona í verbúð og svo hafði hún eignast prjónavél og gat

selt prjónarvörur til að drýgja tekjurnar einkum gammósíur og nærboli á börn. Hún og Ellert

bjuggu fyrst um sinn í þessari verbúð þar til þau fengu leigt á Suðurgötu 13, hjá konu nokkurri

sem hét Peta. Héldust sterk vináttubönd við Petu ævilangt. Svo fór Hanna að byggja. Hún og

vinafólk frá Ólafsvík, Matti skó og Tolla19

, byggðu saman húsið að Austurgötu 20, þau neðri

hæðina en Hanna efri. Þegar húsið var tilbúið fyrir málningu varð nokkur leit að málara en

Guðni nokkur Magnússon tók verkið að sér og var það upphafið að þeirra lífi saman. Sagt var

að hann hafi viljandi gleymt pensli eða öðrum áhöldum hjá henni að lokinni vinnu til að hafa

ástæðu til að fara og sækja það til hennar um kvöldið. Guðni varð ekkjumaður aðeins 35 ára

en hann og kona hans höfðu þá eignast 2 syni, Vigni og Birgi, þannig að þegar þau hefja sinn

búskap eru þau með þrjá syni samtals frá fyrri hjónaböndum. Síðar fæðast þeim þrjú börn,

Eiríkur, Steinunn og Árnheiður, þannig að á nokkrum árum var þetta orðin 8 manna fjöl-

skylda.

Húsið Suðurgata 35 sem Guðni hafði látið byggja var á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni var

málningarverkstæðið, þvottahús, baðherbergi og geymsla. Á aðalhæðinni var stofa, eldhús og

tvö svefnherbergi. Á þessari 66 fm. hæð svaf og mettaðist þessi átta manna fjölskylda. Stelp-

urnar sváfu inni hjá foreldrunum, þrír strákanna í hinu herberginu og um tíma svaf Vignir á

dívan í eldhúsinu. Svo var þriðja hæðin byggð ofan á húsið og við bættust baðherbergi og 4

svefnherbergi. Þrjú þessara herbergja voru leigð út fyrst um sinn20

, en svo fór fjölskyldan að

flytja sig smátt og smátt upp. Stelp-urnar munu hafa verið 10 og 12 ára þegar þær fluttu úr

svefnherbergi foreldranna. Hanna og Guðni hafa því verið gift í 17 ár þegar þau fá svefn-

herbergi út af fyrir sig, þá bæði komin yfir fimmtugt.

Hanna vann að sjálfsögðu aldrei úti eftir að búskapur þeirra Guðna hófst enda fullt starf og

mikið meir en það að vera húsmóðir á svona stóru heimili. Ekki síst þegar hugsað er til þess

að það voru 2 fastir kaffitímar og tvær heitar máltíðir eldaðar daglega. Og svo var auðvitað

bakað. Heimilið var þannig staðsett að nágrannakonurnar gengu fram hjá á leið sinni í búðina

á horninu og var það fastur liður að koma við í kaffisopa, hvort sem var um morguninn eða

eftirmiðdaginn. Svo átti hún líka vinkonur í Grindavík og Njarðvík sem komu alltaf við þegar

þær voru á ferðinni. Þetta varð því líkast umferðamiðstöð sem Hönnu líkaði alls ekki illa því

hún var mjög félagslynd og ánægðust þegar hún fékk gesti. Var alltaf vel passað upp á að eiga

eitthvað með kaffinu. Vinkonurnar nefndu oft hvað hún væri hress og að það væri alltaf jafn

gaman að koma í heimsókn til hennar.

Hanna var félagi í Slysavarnarfélaginu, Náttúrulækningafélaginu og svo í Stúkunni með

Guðna. Þau voru bæði bindindisfólk en hvorugt þeirra var þó einstrengingslegt í skoðunum.

Þegar börnin fóru að eignast eigin fjölskyldur þá fækkaði ekki á Suðurgötunni því inn komu

kærustur og jafnvel barnabörn í sumum tilfellum. Hanna passaði mörg þeirra til að byrja með

19

Matti Ósvald Ásbjörnsson fæddur í Ólafsvík 11. ágúst 1912. Bjó hjá foreldrum sínum í Ásbjörnshúsi. Torfhildur Sigríður Guðbrandsdóttir fædd 28. desember 1907 í Bifröst þar sem foreldrar hennar bjuggu. 20

M.a. bjuggu þar Lilja og Unnur Þórðardætur þegar þær komu fyrst til Keflavíkur.

Page 22: Drög 29. september 2011 EG Rauðkyllingar · dökkbláum jakkafötum fasmikill, sem hafði um margt að tala og það var gestakomu is á henni ömmu. Hún sagði mér að þetta

22

enda barnagæla mikil. Hún fylgdist grannt með þeim þegar þau uxu úr grasi og þar sem hún

varð aldrei gleymin þótt aldurinn færðist yfir þá kunni hún skil á þeim öllum til æviloka.

Undir lokin, hvort sem var á vistheimilinu eða sjúkrahúsi, var Hanna reyndar fréttamiðstöð

fjölskyldunnar því þar fengu börn, tengdabörn og aðrir nýjustu fréttir af hinum í fjölskyldunni.

Hanna veiktist rúmlega fimmtug þegar í ljós kom að hún var með meðfæddan hjartagalla.

Þetta setti strik í reikninginn, einkum hvað varðar ferðalög. Þau Guðni höfðu farið þrisvar

utan en hefðu bæði gjarnan viljað ferðast meira.

Hanna nefndi það oft við börnin hvað það væri mikil synd að þau þekktu ekki nánustu ætt-

ingja í hennar ætt. Systkini hennar bjuggu ýmist í Reykjavík eða Ólafsvík og voru samgöngur

allar aðrar en í dag og eins samskipti fólks. En Hanna var það ættrækin að aldrei fóru þau

Guðni svo til Reykjavíkur að ekki væri heimsótt eitthvert systkinanna. Þetta varð til þess að

Hönnufólk hélt fyrsta ættarmótið. Það var árið 1989 í Ólafsvík, eitt hundrað árum frá því að

Kristján og Elín giftu sig. Fleiri ættarmót hafa verið haldin síðan og festist sá siður vonandi í

sessi.

Á ættarmótinu í Ólafsvík fór Hanna með manni sínum upp í Fossárdal þar sem hún hafði

verið hjá foreldrum sínum frá 4ra til 8 ára aldurs. Eftir að hafa staðið við tóft bæjarins nokkra

stund fannst henni ættarmótið hafa náð tilgangi sínum fullkomlega.21

21

Þessi umfjöllun um Hönnu er að mestu tekin upp úr erindi sem dóttir hennar, Steinunn, hélt þegar fjölskyldan kom saman 8. maí 2011 í tilefni af því að þá hefði Hanna orðið 100 ára hefði hún lifað.