Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

11
Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu Gunnar Rafn Birgisson

description

Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu. Gunnar Rafn Birgisson. Sumar spár eru líklegri en aðrar til að rætast!. Ef innviðirnir bresta breytast forsendur!. Ef það gerist mun spá um milljón ferðamenn ekki rætast Þurfum að geta veitt góða og frambærilega þjónustu fyrir alla þá sem hingað koma! - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Page 1: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Gunnar Rafn Birgisson

Page 2: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Sumar spár eru líklegri en aðrar til að rætast!

Page 3: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Ef það gerist mun spá um milljón ferðamenn ekki rætast

Þurfum að geta veitt góða og frambærilega þjónustu fyrir alla þá sem hingað koma!

Þurfum að halda í það sem gerir Ísland einstakt fyrir erlenda ferðamenn og vernda og viðhalda töfrum íslenskrar náttúru!

Ekki nægjanlegt að eiga flugsæti eða bryggjupláss fyrir milljón manns... Við þurfum að geta sinnt þessum gestum þegar þeir eru komnir á staðinn

Ef innviðirnir bresta breytast forsendur!

Page 4: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Varan okkar þarf líka að vera í lagi fyrir milljónasta ferðamanninn og fullnægja hans væntingum og óskum.

Neikvæðri umræðu byggðri á lélegri upplifun er erfitt að snúa við.

Svo virðist sem tekjur á hvern ferðamann fari lækkandi og meira lagt upp úr því að fjölga “hausum” en tekjum á mann.

Markaðsmál byggjast ekki eingöngu á því að fjölga gestum!

Page 5: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Betri dreifing gesta yfir árið Flestir vilja væntanlega eftir sem áður koma á sumrin.

Jafnvel þótt við leggjum áherslu á veturinn í markaðssetningu.

Betri dreifing gesta yfir daginnMyrkrið getur verið áhugavert, lýsum upp áhugaverða staði

t.a.m– Gullfoss – Geysi – Þingvelli – Goðafoss með umhverfisvænni orku! – vannýttir möguleikar í dag.

Betri dreifing gesta um landið Hvernig eru innviðir utan helstu núverandi

ferðamannastaða? Fáum ekki fjölbreyttari dreifingu ferðamanna fyrr en fleiri áhugaverðir staðir eru tilbúnir til að taka á móti fleiri gestum.

Hvað þurfum við að gera til að ná markmiði um milljón ferðamenn?

Page 6: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Ef við ættum sjálf einn dag í Kairó – Hvað myndum við vilja sjá og heimsækja?

◦ Flestir myndu velja að skoða pýramídana og egypska þjóðminjasafnið... Eða hvað?

◦ Í dag er Gullni hringurinn meðal okkar verðmætustu “pýramída”.

◦ Við þurfum hinsvegar að byggja fleiri “pýramída” og bæta aðstöðuna nærri þeim sem þegar eru í notkun.

“Af hverju ekki bara að takmarka fjöldann á Gullna hringnum og senda fólk annað?”

Page 7: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Byggjum upp fleiri ferðamannastaði – náttúrutengda eða manngerða.

◦ Bláa Lónið er dæmi um vinsælan manngerðan ferðamannastað og flestir erlendir ferðamenn koma þar við á ferðum sínum um landið

◦ Við þurfum meiri fjárfestingu í aðstöðu og innviðum í ferðaþjónustunni til uppbyggingar. Bæði á þeim stöðum sem eru vinsælir í dag og einnig á nýjum stöðum

◦ Í dag þurfum við sem ferðaskipuleggjandi t.d. oft að bjóða ferðir fyrir stóra hópa á svæði þar sem WC aðstaða er í boði, en ekki endilega þangað sem áhugaverðast og fallegast væri að fara. –

◦ Léleg salernisaðstaða er einn helsti óánægjuþáttur ferðamanna í könnun ferðamálastofu um upplifun ferðamanna hér á landi.

Nýir áhugaverðir ferðamannastaðir

Page 8: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Eru skattar að skila sér í uppbyggingu innviða?

Hver á að byggja upp innviðina? Ríki, sveitarfélög, fyrirtæki?

Ekki benda á mig! T.d. göngustígar við Geysi, pallar og gönguleiðir við

Gullfoss Takmörkuð salernisaðstaða víða t.d. Á Snæfellsnesi, í

kringum Dettifoss, á Vestfjörðum, í kringum Mývatn eða jafnvel á svæðum nærri þéttbýli t.d á Reykjanesi.

Hver á að gera hvað?

Page 9: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Skipin eru m.a að stækka og fjöldi gesta er nú þegar að fara fram úr þolmörkum eða afkastagetu á einstökum höfnum, þ.m.t Reykjavik, svo ekki sé minnst á smærri staði.

Hafnaryfirvöld hafa ekki viljað hafa áhrif á komur skipanna, en gegna þar engu að síður lykilhlutverki. (geta t.d. gefið grænt, gult eða rautt ljós þegar bryggjupláss er bókað í ljósi þolmarka)

Viljum við boð og bönn opinberra aðila eða samstarf milli hagsmunaaðila?

Þurfum aukið samstarf hafnanna,skipaumboðsaðila og ferðaskipuleggjenda til þess að tryggja góða þjónustu í landi.

Skemmtiferðaskipin reyna á þolmörkin

Page 10: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Kannski ekki alveg 72 milljónir ennþá.. En á réttri leið!

Page 11: Þolmörk íslenskrar ferðaþjónustu

Í dag setjum við markið hátt í ferðaþjónustunni og ætlum að taka á móti einni milljón gesta á einu ári..

Megi okkur öllum ganga vel að þjóna milljónasta ferðamanni ársins þegar hann kemur til landsins..

Takk fyrir....