BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt...

23
BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM 2020 Afgreidd á 62. formannaráðsfundi BHM 15. janúar 2020

Transcript of BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt...

Page 1: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

BHM

Starfs- og fjárhagsáætlun BHM 2020

Afgreidd á 62. formannaráðsfundi BHM 15. janúar 2020

Page 2: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

1

Efnisyfirlit Inngangur ................................................................................................................................................ 5

Skrifstofa BHM ........................................................................................................................................ 5

Verkefni samkvæmt starfsáætlun 2019 sem eru hafin eða hefur verið lokið ........................................ 6

Starfsáætlun fyrir árið 2020 .................................................................................................................... 7

Inngangur ............................................................................................................................................ 7

Ytri hagsmunabarátta með áherslu á markvissari og fyrirbyggjandi baráttu ..................................... 7

Markmið .......................................................................................................................................... 7

Opnir fundir og ráðstefnur árið 2020 .............................................................................................. 7

Fyrirbyggjandi hagsmunagæsla 2020 .............................................................................................. 8

Menntastefna- og menningarstefna ............................................................................................... 9

Þjónusta við aðildarfélög .................................................................................................................... 9

Markmið .......................................................................................................................................... 9

Kjara-og réttindamál ....................................................................................................................... 9

Sjálfstætt starfandi félagsmenn .................................................................................................... 10

Rafræn fræðsla .............................................................................................................................. 10

Rafrænt kosningarkerfi ................................................................................................................. 11

Skrifstofa BHM .................................................................................................................................. 11

Sóknaráætlun 2018–2021 ............................................................................................................. 11

Starfsmannamál ............................................................................................................................ 11

Persónuverndarfulltrúi/Innleiðing persónuverndarlaga ............................................................... 12

Upplýsingatækniþjónusta ............................................................................................................. 12

Aðalfundur 2020 ........................................................................................................................... 13

Fjárhagsáætlun ársins 2020 .................................................................................................................. 13

Tekjur ................................................................................................................................................ 13

Aðildargjöld ................................................................................................................................... 13

Fastagjald ...................................................................................................................................... 13

Þjónustutekjur ............................................................................................................................... 14

Tekjufært viðbótarframlag og fjármunir frá HASLA ...................................................................... 15

Aðrar tekjur ................................................................................................................................... 16

Gjöld .................................................................................................................................................. 16

Laun og launatengd gjöld .............................................................................................................. 16

Kynningar- og fræðslumál ................................................................................................................. 17

Vefsvæði ........................................................................................................................................ 17

Fræðsludagskrá ............................................................................................................................. 17

Kynningarmál ................................................................................................................................ 17

Page 3: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

2

Kjarakönnun .................................................................................................................................. 17

Styrkir ............................................................................................................................................ 18

Sérfræðiþjónusta og sérverkefni....................................................................................................... 18

Lögfræði- og endurskoðunarþjónusta .......................................................................................... 18

Sérfræðiþjónusta .......................................................................................................................... 18

Annar rekstrarkostnaður ................................................................................................................... 18

Upplýsingatækniþjónusta ............................................................................................................. 18

Húsfélag BHM sf. ........................................................................................................................... 19

Innra starf – aðalfundur, stefnumótunarþing o.fl. ........................................................................ 19

Annar rekstrarkostnaður ............................................................................................................... 19

Erlend samskipti ............................................................................................................................ 19

Gjaldfærð áhöld og tæki ............................................................................................................... 19

Fjármagnsliðir ................................................................................................................................ 19

Afkoma hlutdeildarfélags .............................................................................................................. 20

Page 4: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

3

Fjárhagsáætlun BHM 2020

................................................................................................................................................................ 0

Forsendutafla fjárhagsáætlunar BHM 2020............................................................................................ 1

Rauntölur

jan-sept 2019 Áætlun 2019 Áætlun 2020 Áætlun 2020 án 0,1% og HASLA * Breyting í % Breyting í kr.

Rekstrartekjur 292.684.862 451.650.000 491.350.000 442.950.000 8,8% 39.700.000

Aðildargjöld 145.637.820 224.500.000 223.500.000 223.500.000 -0,4% 1.000.000 -

Fastagjald 4.050.000 4.050.000 4.050.000 4.050.000 0,0% -

Aðrar tekjur alls 142.997.042 223.100.000 263.800.000 215.400.000 18,2% 40.700.000

Seld þjónusta (vinna og aðstaða) 142.052.786 171.300.000 211.200.000 211.200.000 23,3% 39.900.000

Tekjufært viðbótarframlag, fræðslufé og HASLA 561.216 47.600.000 48.400.000 1,7% 800.000

Aðrar tekjur 383.040 4.200.000 4.200.000 4.200.000 0,0% -

Rekstrargjöld 291.734.907 428.700.000 483.600.000 435.200.000 12,8% 54.900.000

Laun og launatengd gjöld 219.192.665 319.800.000 349.900.000 319.600.000 9,4% 30.100.000

Laun skrifstofu (mt. YV,OR,FF,DP) 166.534.072 233.900.000 259.700.000 235.500.000 11,0% 25.800.000

Laun stjórnar og starfsnefnda án launat. gjalda 4.907.652 9.700.000 10.100.000 10.100.000 4,1% 400.000

Bifreiðastyrkur (alls) 2.237.514 3.300.000 3.700.000 3.200.000 12,1% 400.000

Launatengd gjöld (alls) 45.513.427 67.000.000 72.700.000 67.100.000 8,5% 5.700.000

Lífeyrisskuldbinding, uppfært áunnið orlof og biðlaun - 5.900.000 3.700.000 3.700.000 -37,3% 2.200.000 -

Útgáfa, fræðsla og kynning 23.809.735 39.700.000 35.300.000 27.300.000 -11,1% 4.400.000 -

Vefsvæði 3.060.318 3.900.000 4.200.000 4.200.000 7,7% 300.000

Fræðsludagskrá 1.137.839 4.500.000 8.200.000 6.200.000 82,2% 3.700.000

Kynningarmál 15.137.644 20.500.000 16.400.000 16.400.000 -20,0% 4.100.000 -

Kjara- og viðhorfskönnun 4.150.050 9.900.000 6.000.000 -39,4% 3.900.000 -

Styrkir 323.884 900.000 500.000 500.000 -44,4% 400.000 -

Afmæli BHM - - -

Sérfræðiaðstoð og sérverkefni 11.021.772 19.500.000 24.700.000 14.800.000 26,7% 5.200.000

Lögfræðiþjónusta, endursk.o.fl. 2.768.347 9.200.000 5.800.000 5.800.000 -37,0% 3.400.000 -

Sérfræðiþjónusta 8.253.425 10.300.000 18.900.000 9.000.000 83,5% 8.600.000

Annar rekstrarkostnaður 37.710.735 49.700.000 73.700.000 73.500.000 48,3% 24.000.000

Upplýsingatækniþjónusta 6.060.177 7.600.000 12.200.000 12.000.000 60,5% 4.600.000

Húsfélag BHM sf. framlög 16.662.832 18.000.000 25.500.000 25.500.000 41,7% 7.500.000

Innra starf s.s. aðalfundur, stefnumótunarþing o.fl. 4.376.259 6.500.000 17.100.000 17.100.000 163,1% 10.600.000

Annar rekstur skrifstofu og tengd gjöld 6.046.260 9.900.000 10.200.000 10.200.000 3,0% 300.000

Erlend samskipti 1.962.365 3.900.000 4.900.000 4.900.000 25,6% 1.000.000

Gjaldfærð áhöld og tæki 2.602.842 3.800.000 3.800.000 3.800.000 0,0% -

Afkoma fyrir fjármagnsliði 949.955 22.950.000 7.750.000 7.750.000 -66,2% 15.200.000 -

Fjármagnstekjur/gjöld- Nettó 462.468 - 1.150.000 - 600.000 - 600.000 - -47,8% 550.000

Afkoma hlutdeildarfélags - - - - - -

Afkoma eftir fjármagnsliði 487.487 21.800.000 7.150.000 7.150.000 -67,2% 14.650.000 -

Samanburður á áætlunum 2019 og 2020Áætlun

Page 5: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

4

Page 6: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

5

STARFS- OG FJÁRHAGSÁÆTLUN BHM 2020

Inngangur

Stefna stjórnar BHM er að efla bandalagið inn á við sem út á við, auka sýnileika þess og styrkja

þannig stöðu bandalagsins sem heildarsamtaka háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Starfs- og

fjárhagsáætlun stjórnar BHM 2020 tekur mið af stefnu BHM, gildandi fjárhagsáætlun og

sóknaráætlun BHM ásamt niðurstöðum þjónustu-og aðbúnaðarnefndar BHM.

Fjallað er um starfsáætlun og fjárhagsáætlun í lögum BHM en fyrir síðasta fund formannaráðs

á hverju ári skal stjórn kynna drög að starfs- og fjárhagsáætlun.. Drögin skulu borin upp til

samþykktar á fyrsta fundi formannaráðs á nýju ári. Formannaráð afgreiðir starfs- og

fjárhagsáætlun BHM til kynningar á aðalfundi að fengnum tillögum stjórnar BHM. Starfs- og

fjárhagsáætlun skal svo kynnt á aðalfundi.

Skrifstofa BHM

Skrifstofa BHM veitir rúmlega 14.200 félagsmönnum aðildarfélaga BHM og 27 stjórnum

aðildarfélaga ýmsa þjónustu, s.s. tengda sjóðum, fræðslu og almennri upplýsingagjöf. 21

starfsmenn eru á skrifstofunni. Skrifstofan framfylgir stefnu, starfsáætlun og sóknaráætlun

BHM. Í inngangi að sóknaráætlun BHM 2018–2021 segir:

Sóknaráætlunin byggir á stefnu BHM og starfsáætlun. Hún tekur mið af málaflokkum í stefnu

BHM sem eru:

• Launa- og kjaramál

• Lífeyrismál

• Menntamál

• Málefni stúdenta og Lánasjóðs íslenskra námsmanna

• Jafnréttismál og fjölskylduvænn vinnustaður

• Vinnumarkaður framtíðar

Áætlunin skiptist í þrennt, þ.e.

• Ytri hagsmunabarátta með áherslu á markvissari og fyrirbyggjandi baráttu

• Þjónusta við aðildarfélög

Page 7: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

6

• Rekstur skrifstofu BHM

Í sóknaráætlun BHM eru tilgreindar aðgerðir og tengsl þeirra við stefnu, hver beri

ábyrgð á framkvæmdinni, hver vinni verkið, við hverja skuli haft samráð, hver þurfi að

veita samþykki, hvenær verkinu skuli lokið og loks mælikvarði á árangur.

Sóknaráætlunin er lifandi vinnuskjal og verða aðgerðir uppfærðar árlega.1

Verkefni samkvæmt starfsáætlun 2019 sem eru hafin eða hefur verið

lokið

• Málstofa um mannauðsmál, sem tengjast fjórðu iðnbyltingunni, var haldin í samstarfi við

Starfsþróunarsetur háskólamanna í ársbyrjun.

• BHM efndi til opins umræðufundar um starfsþróun og 4. iðnbyltinguna á Lýsu, rokkhátíð

samtalsins, sem fram fór á Akureyri 6. og 7. sept.

• Kjararáðstefna var haldin á vegum Kjara- og réttindanefndar BHM í ársbyrjun. Áherslan

var á undirbúning kjarasamningaviðræðna við ríkið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra

sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins.

• Hafinn er undirbúningur fyrir stefnumótunarþing BHM sem haldið verður á árinu 2020.

• Unnið er að því að undirbúa rafræna fræðslu sem BHM mun bjóða trúnaðarmönnum og

almennum félagsmönnum aðildarfélaga.

• Fundarsköp formannaráðs BHM hafa verið samþykkt og gefin út.

• Unnið er að því að móta áætlun um fundi og ráðstefnur á vegum BHM á starfsárinu.

• Móttöku- og nýliðaáætlun fyrir skrifstofu BHM hefur verið samþykkt af stjórn.

• BHM hefur fest kaup á rafrænu kosningakerfi.

• Samdar hafa verið verklagsreglur framboðsnefndar BHM.

• Unnið er að innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Í henni felst m.a.:

o Ítarleg gloppugreining.

o Námskeið fyrir stjórnendur, starfsmenn og aðildarfélög.

o Persónuverndaryfirlýsingar fyrir heimasíðu BHM og aðildarfélög.

o Persónuverndaryfirlýsingar fyrir starfsmenn og umsækjendur starfa hjá BHM.

1 Sóknaráætlun BHM 2018–2021.

Page 8: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

7

o Yfirferð á fyrirliggjandi vinnslusamningum.

o Uppfærsla vinnsluskráa.

o Vinnustofur fyrir framkvæmdastjóra aðildarfélaga.

o Samning vafrakökuyfirlýsingar.

o Mótun innri persónuverndarstefnu fyrir BHM.

Vinnsla gagnapakka sem inniheldur m.a. upplýsingaöryggisstefnu og ýmsar

verklagsreglur.

Starfsáætlun fyrir árið 2020

Inngangur

Eins og fram hefur komið tekur starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar BHM mið af stefnu BHM,

fjárhagsáætlun og sóknaráætlun BHM ásamt niðurstöðum þjónustu-og aðbúnaðarnefndar

BHM frá árinu 2019. Hér fyrir neðan er starfsáætlun stjórnar og skrifstofu BHM út frá ytri

hagsmunabaráttu með áherslu á markvissari og fyrirbyggjandi baráttu, þjónustu við

aðildarfélögin og skrifstofu BHM. Í sjálfri sóknaráætluninni eru tilgreindar aðgerðir og tengsl

þeirra við stefnu, hver beri ábyrgð á framkvæmdinni, hver vinni verkið, við hverja skuli haft

samráð, hver þurfi að veita samþykki, hvenær verkinu skuli lokið og loks mælikvarði á

árangur. Sóknaráætlunin er lifandi vinnuskjal og verða aðgerðir uppfærðar árlega.

Ytri hagsmunabarátta með áherslu á markvissari og fyrirbyggjandi baráttu

Markmið

Markmiðið er að efla aðildarfélög bandalagsins og starf þeirra í því skyni að stuðla að

gagnkvæmum stuðningi og samstöðu um hagsmuni háskólamenntaðra á vinnumarkaði og efla

þekkingu þeirra á réttinda- og kjaramálum á vinnumarkaði.

Opnir fundir og ráðstefnur árið 2020

Málþing um „gigg“-hagkerfið og sjálfstætt starfandi háskólafólk verður í ársbyrjun 2020.

Stefnumótunarþing verður undirbúið og haldið á árinu 2020.

Fastanefndir BHM munu standa fyrir opnum fundum.

Page 9: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

8

Fyrirbyggjandi hagsmunagæsla 2020

Áhersla verður lögð á fyrirbyggjandi hagsmunagæslu gagnvart löggjafarvaldinu, stjórnvöldum

og vinnuveitendum, m.a. með því að setja brýn hagsmunamál háskólafólks á dagskrá.

Liður í fyrirbyggjandi hagsmunagæslu er m.a. að gera umsagnir um þingmál sem varða

hagsmuni háskólafólks og vinnumarkaðinn. Einnig að tilnefna í nefndir á vegum stjórnvalda

og aðila vinnumarkaðarins.

Vakin verður athygli á brýnum hagsmunamálum, sem upp kunna að koma, með frétta- og

greinarskrifum og margvíslegri upplýsingamiðlun til fjölmiðla og almennings.

Sameiginlegt dómsmál BHM, BSRB og KÍ vegna breytinga á lífeyrisréttindum opinberra

starfsmanna er áfram á dagskrá. Frávísunarkrafa ríkisins var samþykkt af héraðsdómi og

verður málinu áfrýjað til Landsréttar. Niðurstöðu er að vænta á árinu 2020.

Samstarf við Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) samkvæmt gildandi samstarfssamningi

heldur áfram. Á árinu verða framleidd stutt fræðslu- og kynningarmyndbönd fyrir

háskólanema. Markmiðið er að fræða háskólanema um ýmis grundvallaratriði vinnuréttar og

kynna BHM og aðildarfélögin. Fyrsta fræðslumyndbandið fer í dreifingu á samfélagsmiðlum í

upphafi árs 2020.

BHM tekur þátt í erlendu samstarfi þar sem lögð er áhersla á helstu hagsmunamál

háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Annars vegar er um að ræða aðild að NFS sem er

viðurkenndur fulltrúi launafólks á Norðurlöndunum á vettvangi Norðurlandaráðs og Norrænu

ráðherranefndarinnar. NFS gegnir mikilvægu ráðgjafarhlutverki gagnvart þessum aðilum. Þá

hafa heildarsamtök launafólks innan NFS víðtækt samráð og samstarf varðandi málefni

Evrópu og á vettvangi Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC. NFS tekur þátt í samstarfi við

verklýðshreyfingu í Eystrasaltsríkjunum og gegnir samræmingarhlutverki gagnvart ILO

(Alþjóðavinnumálastofnuninni), ITUC og TUAC. Hins vegar er um að ræða samstarf við

systursamtök BHM á Norðurlöndunum og tók BHM m.a. þátt í samnorrænu

rannsóknarverkefni um netvanga og hið svokallaða „gigg-hagkerfi.”

Skipulagsskrá Starfsþróunarseturs háskólamanna verður endurskoðuð.

Page 10: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

9

Menntastefna- og menningarstefna

Í sóknaráætluninni er kveðið á um að móta skuli stefnu í menntamálum og menningarmálum.

Fjallað verður um þessi mál á stefnumótunarþingi BHM 2020.

Þjónusta við aðildarfélög

Markmið

Markmið þjónustu við aðildarfélög er að mæta þörfum félaganna og vinna náið með þeim.

Áhersla er lögð á góða þjónustu, fræðslu til aðildarfélaga um m.a. hagfræði-, lögfræði- og

vinnumarkaðsmál. BHM mun koma að vinnu í tengslum við bókanir sem samið verður um í

kjarasamningum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga og eru

sameiginlegar fyrir aðildarfélögin. Þá mun þjónusta við félögin þróast í takt við niðurstöður

könnunar þjónustu- og aðbúnaðarnefndar BHM sem gerð var árið 2019.

Kjara-og réttindamál

Veitt verður aðstoð vegna kjarasamninga aðildarfélaga BHM um styttingu vinnuviku.

Veitt verður aðstoð í tengslum við bókanir sem samið hefur verið um í

kjarasamningaviðræðum aðildarfélaga við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra

sveitarfélaga.

Kjara- og viðhorfskannanir verða gerðar meðal félagsmanna aðildarfélaganna um brýn

hagsmunamál háskólamenntaðra. Viðhorfskönnun verður gerð þar sem ætlunin er að safna

saman efni um þau helstu álitamál sem til umfjöllunar eru á vettvangi BHM og aðildarfélaga

þessi misserin. Helstu atriði viðhorfskönnunarinnar eru m.a. fæðingarorlof, jafnréttismál,

námslánakerfið, sjálfstætt starfandi félagsmenn, staða atvinnulausra háskólamenntaðra,

stytting vinnuvikunnar. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar munu nýtast bæði við

stefnumótun hjá BHM og í vinnu sem bandalagið kemur að á vettvangi ríkis,

Reykjavíkurborgar, sveitarfélaga og annarra aðila. Að undangenginni verðathugun hefur verið

ákveðið að ganga til samstarfs við rannsóknarfyrirtækið MMR um gerð könnunarinnar.

Yfirlýsingu ráðherra vegna kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins frá 12. febrúar 2018

verður fylgt eftir.

Þrýst verður á Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg að útvega launatölfræði.

Page 11: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

10

Lagt verður mat á það hvort endurskoða þurfi kjarasamning BHM félaga frá 1. október 2017

við Samtök atvinnulífsins.

Gerðir verða þjónustusamningar við aðildarfélag vegna ráðgjafar í tengslum við gerð

stofnanasamninga.

Fulltrúar BHM munu áfram taka virkan þátt í endurskoðun fæðingarorlofslaga og

jafnréttislaga.

Sjálfstætt starfandi félagsmenn

BHM vinnur að því að kortleggja stöðu sjálfstætt starfandi/verkefnaráðinna félagsmanna

innan aðildarfélaga BHM. Kortlagningin er liður í mati á því hvað BHM og aðildarfélög þess

geti gert til að styðja við sjálfstætt starfandi félagsmenn, hvaða breytingar þurfi að gera á

lagaumhverfinu til að bæta réttindi þessa hóps o.s.frv.

BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar

verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar á vinnumarkaði háskólamenntaðra á næstu

árum vegna vaxtar hins svokallaða „gigg-hagkerfis”, netvanga o.s.frv.

Rafræn fræðsla

BHM undirbýr nú sérstakt átak sem snýr að því að efla fræðslu bandalagsins fyrir félagsmenn

aðildarfélag. Unnið er að því að hanna og útbúa fræðslu á stafrænu formi fyrir félagsmenn

(fræðslumyndbönd). Átakinu er ætlað að stuðla að starfsþróun félagsmanna með það að

markmiði að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Fjórða iðnbyltingin er að gjörbreyta mörgum störfum og því mikilvægt að vera vel undirbúin

og grípa ný tækifæri sem gefast í þeim breytingum sem framundan eru. Líkur eru á að um 86%

starfa muni breytast á næstu árum, sum af þeim munu hverfa en á sama tíma verða ný til (skv.

skýrslu forsætisráðuneytisins 2019, Ísland og fjórða iðnbyltingin). Einn af lykilþáttum

stjórnenda mun snúast um að ráða og halda í hæft starfsfólk sem er fært um að finna nýjar

leiðir í sínum störfum. BHM hefur hug á að nota tæknina til að miðla til og efla félagsmenn

aðildarfélaga BHM sem starfsmenn eða stjórnendur í gegnum stafræna fræðslu en stafræn

fræðsla getur sparað tíma, aukið gæði og sveigjanleika við að sækja sér þekkingu með

vönduðum vinnubrögðum.

Page 12: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

11

Rafrænt kosningarkerfi

BHM hefur fest kaup á rafrænu kosningakerfi af fyrirtækinu dk hugbúnaði. Kostir slíks kerfis

fyrir aðildarfélög BHM eru nokkrir. Fyrst ber að nefna að þörfin fyrir úthýsingu kosningar til

þriðja aðila minnkar og samhliða kostnaður við hverja kosningu. Þá falla kaup á kerfinu vel að

aukinni kröfu um rafræn samskipti og einfaldar þeim félögum sem enn kjósa á pappír að

innleiða rafrænt verklag.

Kerfið uppfyllir þær formkröfur sem gerðar eru til kosninga um kjarasamninga. Þannig er

kosning í kerfinu leynileg, ekki er hægt að eiga við niðurstöður, mögulegt er að kjósa aftur

innan tiltekins tímaramma, bæta aðilum inn á kjörskrá o.s.frv. Allar breytingar á úrtaki

kosninga eru skráðar. Kerfið skilar skýrslu sem getur m.a. innihaldið niðurstöður kosningar,

upplýsingar um fjölda á kjörskrá, kosningaþátttöku, hlutfall auðra atkvæðaseðla o.s.frv.

Þó að kerfið sé í grunninn hannað til að halda utan um kosningar um kjarasamninga er ljóst

að það býður upp á margvíslega möguleika. Þannig er t.d. hægt að setja upp

vinnustaðakosningu um hin ýmsu málefni og viðhorfs- og spurningakannanir.

Samhliða uppsetningu kosningakerfis dk verður sett upp framendasíða sem verður aðgengileg

með rafrænni innskráningu í gegnum „mínar síður“ BHM. Þegar kosning er sett í gang birtist

þar hnappur sem einungis er sýnilegur aðilum sem eru í úrtaki kosningar eða könnunar hverju

sinni.

Skrifstofa BHM

Sóknaráætlun 2018–2021

Skrifstofa BHM ásamt stjórn mun vinna að útfærslu og framkvæmd sóknaráætlunar 2018–

2021 eins og hún var samþykkt á aðalfundi BHM 2018.

Starfsmannamál

Starfsmenn sem hafa verið í rými þar sem mygla fannst munu gangast undir heilsufarsskoðun.

Úrbætur verða gerðar á rýmum fjórðu hæðar í Borgartúni 6 í kjölfar staðfestingar á myglu.

Endurnýja þarf innbú og koma vinnurýminu í lag.

Gerð verður sérstök starfagreining og starfslýsingar starfsmanna BHM endurskoðaðar m.a.

svo þær rími við þau verkefni sem BHM ber skylda til að sinna samkvæmt lögum bandalagsins.

BHM sótti um styrk hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna til að ráða tímabundið ráðgjafa sem

Page 13: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

12

veitir bandalaginu ráðgjöf við starfagreiningu og aðstoð við að byggja upp þekkingu og verklag

á þessu sviði.

Verkferlar og áætlun vegna eineltis og kynferðislegrar/kynbundinnar áreitni á vinnustað

verða uppfærð.

Áhættumat verður formfest.

Þörf fyrir stoðþjónustu skv. niðurstöðu könnunar þjónustu- og aðbúnaðarnefndar verður

greind í samstarfi við stjórn BHM.

Undirbúningur vegnar innleiðingar jafnlaunavottunar á skrifstofu BHM er hafinn.

Undirbúningur vegna styttingar vinnuviku starfsmanna BHM í samræmi við kjarasamninga er

hafinn.

Starfsmannahandbók verður uppfærð í samráði við starfsmenn.

Sjötti Virk-ráðgjafinn hefur störf árið 2020.

Persónuverndarfulltrúi/Innleiðing persónuverndarlaga

Ákveðið var að framlengja samning við Deloitte um ráðningu persónuverndarfulltrúa.

Persónuverndarfulltrúi BHM mun m.a. fara í ársfjórðungslega greiningu á varnarleysi, gera

árlega yfirferð á upplýsingaöryggisstefnu, öryggisþáttum innan mikilvægra upplýsingakerfa og

fara yfir veikleika og öryggisþætti í kerfum innan BHM, m.a. sjóðum. Farið verður yfir verklag

varðandi persónuvernd, hvernig viðkvæmar persónuupplýsingar eru vistaðar, hvar tillögur til

úrbóta er að finna o.s.frv. Verklagsreglur um ýmis mál er tengjast öryggi, persónuvernd o.fl.

verða hafðar til hliðsjónar.

Upplýsingatækniþjónusta

Haldið verður áfram að þróa vef- og samskiptasíður bandalagsins. Efni, skipulag og útlit vefsins

er stöðugt til endurskoðunar. Unnið verður að því að uppfæra efni á síðunum „Kaup og kjör“

og „Réttindi og skyldur“.

Sett verður upp sérstakt vefsvæði þar sem upplýsingar fyrir sjálfstætt starfandi koma fram.

Sett verður upp sérstakt vefsvæði fyrir rafræna fræðslu.

Page 14: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

13

„Mínar síður“ verða þróaðar þannig að umsóknir félagsmanna í sjóðum bandalagsins, gögn og

svör við umsóknum fari einungis fram í gegnum „mínar síður“. Með þeim hætti verður

persónuvernd viðkvæmra upplýsinga tryggð.

Uppsetning svokallaðrar framendasíðu í tengslum við kaup á kosningakerfi dk. Framendasíðan

verður aðgengileg með rafrænni innskráningu í gegnum mínar síður BHM. Þegar kosning er

sett í gang birtist þar hnappur sem einungis er sýnilegur aðilum sem eru í úrtaki kosningar eða

könnunar hverju sinni.

Aðalfundur 2020

Undirbúningur aðalfundar 2020 hefst nú þegar með starfs- og fjárhagsáætlun. Þá verður

framboðsnefnd kölluð saman fljótlega á nýju starfsári. Kjörstjórn hefur störf í lok árs 2019 til

að undirbúa rafrænar kosningar.

Skýrsla stjórnar og fastanefnda þarf að liggja fyrir. Þá hefur stjórn BHM ákveðið að gera

rafræna ársskýrslu fyrir árið 2019.

Fjárhagsáætlun ársins 2020

Tekjur

Aðildargjöld

Aðildargjöld BHM verða árið 2020 0,17% af heildarlaunum félagsmanna aðildarfélaga

samanber ákvörðun aðalfundar.

Ráðgert er að laun hækki frá áramótum 2019/2020 um 2,9% og að laun hækka aftur um 3,2%

þann 1. apríl 2020. Gengið er út frá því að uppgjör vegna kjarasamninga á opinberum markaði

verði um garð gengið við áramót og tekjur vegna þess tekjufærist 2019.

Gert er ráð fyrir línulegri fjölgun félagsmanna sem nemur meðaltali síðastliðinna þriggja ára

eða 6,8%. Félagsmenn verða um 14.300 við lok árs 2019 en 15.200 við lok árs 2020 gangi

áætlunin eftir.

Fastagjald

Fast gjald á hvert félag er árið 2020 150 þ.kr. Alls munu 27 aðildarfélög greiða gjaldið.

Page 15: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

14

Þjónustutekjur

BHM hefur sjálfsaflatekjur fyrir tilstilli sjö þjónustusamninga. Tekjur sem BHM hefur af þessum

samningum standa undir drjúgum hluta launa- og skrifstofukostnaðar bandalagsins. Þannig

standa til dæmis tekjur sem berast vegna þjónustusamninga við tengda sjóði og VIRK undir

52% af heildarlaunakostnaði BHM. Nokkur hækkun er áætluð á tekjum sem BHM hefur af

þjónustusamningi við VIRK en ráðgert er að sjötti ráðgjafinn í starfsendurhæfingu taki til starfa

við upphaf árs.

Mynd 1 Skipting heildarlaunakostnaðar milli tekjustofna – Smellið á mynd til að stækka

Til viðbótar við tekjur vegna áðurnefndra þjónustusamninga verða til tekjur vegna

skráningargjalda sem Bókunar- og innheimtumiðstöð BHM (BIB) innheimtir af tengdum

sjóðum og aðildarfélögum BHM. Engin hækkun er fyrirhuguð á töxtum BIB en ráðgert er að

tekjur aukist samhliða fjölgun félagsmanna aðildarfélaga BHM.

Page 16: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

15

Mynd 2 Skipting þjónustutekna BHM árið 2020. Smellið á mynd til að stækka.

Tekjufært viðbótarframlag og fjármunir frá HASLA

BHM hefur reglulegar tekjur frá Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu

(HASLA) og ríkissjóði vegna bókunar eitt sem upprunalega er úr kjarasamningi BHM félaga við

ríkið frá maí 2014, oft kallað 0,1% framlag. Heimilt er að nýta framlögin til ákveðinna verkefna

sem varða hagrannsóknir og aðrar rannsóknir í sameiginlegri þágu launafólks í

almannaþjónustu. Einnig til trúnaðarmannafræðslu og sameiginlegs námskeiðshalds í þágu

félagsmanna aðildarfélaga BHM. Framlögin eru skuldfærð við móttöku en tekjufærð síðar

vegna þeirra kostnaðarliða sem lýst er hér að framan. Árið 2020 verður til tekjufærsla vegna

tveggja stöðugilda, námskeiðskostnaðar, kjara- og viðhorfskannana, sérfræðikostnaðar og

gagnalindar BHM.

Page 17: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

16

Mynd 3 Skipting tekjufærslu á viðbótarframlagi og HASLA - Smellið á myndina til að stækka

Aðrar tekjur

Til annarra tekna teljast styrkir sem BHM aflar vegna tiltekinna verkefna frá þriðja aðila svo

sem Starfsþróunarsetri háskólamanna og Atvinnuleysistryggingasjóði.

Gjöld

Laun og launatengd gjöld

Að jafnaði er gert ráð fyrir 22 heilsárs stöðugildum árið 2020 sem er fjölgun um tvö frá fyrra

ári. Áætlunin gerir ráð fyrir að ráðið verði í tvö stöðugildi á fyrsta ársfjórðungi. Annað er

fjármagnað með þjónustusamningi við VIRK og notast verður við 0,1% viðbótarframlag frá ríki

til að standa undir kostnaði við hitt stöðugildið, nýja stöðu sérfræðings. Launakostnaður

hækkar lítillega vegna tímabundinnar afleysingar vegna aukinna verkefna fyrir

Starfsþróunarsetur háskólamanna. Starfsþróunarsetur stendur straum af þessum kostnaði

samkvæmt samningi þar um.

Laun starfsmanna hækka um 2,9% undir lok árs 2019 og aftur um 3,2% frá 1. apríl 2020.

Lífeyrisaukaiðgjald hjá Brú lífeyrissjóði hækkar úr 6% upp í 6,6%. Heildarmótframlag verður

því 18,1%. Áætlunin gerir ekki ráð fyrir hækkun á lífeyrisaukaiðgjaldi LSR sem er í dag 5,91%.

Önnur iðgjöld breytast þannig:

• Tryggingagjald lækkar í 6,35%.

• Akstursgjald hækkar í 111 kr. á hvern ekinn kílómetra.

• Iðgjald í Styrktarsjóð BHM hækkar í 0,75%.

Page 18: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

17

Þóknanir til stjórnar BHM, fastanefnda og annarra sem falla undir þóknunareiningareglur

BHM hækka sem nemur ársbreytingu á launavísitölu. Umfang þessara starfa verður svipað og

árið 2019.

Í fjárhagsáætlun er áætluð gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindingar B-deildar LSR sem til

komin er vegna fimm fyrrverandi starfsmanna BHM. Spár um aukna verðbólgu gefa ekki tilefni

til að lækka gjaldfærslu hækkunar lífeyrisskuldbindingar frá fyrra ári heldur þvert á móti. Sem

fyrr er gert ráð fyrir gjaldfærslu biðlaunaréttar og uppsafnaðs orlofsréttar starfsmanna.

Kynningar- og fræðslumál

Vefsvæði

Vefumsjón er úthýst líkt og fyrri ár. Í fjárhagsáætlun ársins er gengið út frá því að ráðist verði

í gerð svokallaðs framenda fyrir nýtt kosningakerfi og að hannað verði viðburðakerfi.

Fræðsludagskrá

Verulega dregur úr kostnaði við hefðbundið fræðslustarf líkt og það hefur verið undanfarin ár.

Áhersla verður lögð á veffræðslu sem aðgengileg verður á miðlægu vefsvæði og aðgengileg

félagsmönnum á öllum tímum sólarhrings. Nýju fyrirkomulagi fylgir ráðgjafa- og

hönnunarkostnaður. Fræðslukostnaður fæst styrktur og þá er 0,1% viðbótarframlag nýtt til að

standa undir hluta kostnaðarins.

Kynningarmál

Kynningarmál falla undir kjarnastarfssemi BHM. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í árið

2020 eru gerð ímyndarauglýsingar og skipulagning málþings og morgunverðarfunda. Þá

verður framhald á samstarfsverkefni BHM og LÍS um gerð fræðslu- og kynningarmyndbanda.

Kjarakönnun

BHM fyrirhugar að láta framkvæma kjara- og viðhorfskannanir árið 2020. Gerð verði

viðhorfskönnun meðal allra félagsmanna aðildarfélaga en kjarakönnun meðal félagsmanna

hjá sveitarfélögum og á almenna markaðnum. Verkefnið er á forræði Kjara- og

réttindanefndar.

Page 19: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

18

Styrkir

Samkvæmt fjárhagsáætlun hefur stjórn BHM heimild til að veita styrki til verkefna sem þykja

falla vel að kjarnastarfsemi BHM. Upphæðin lækkar frá fyrra ári.

Sérfræðiþjónusta og sérverkefni

Lögfræði- og endurskoðunarþjónusta

Ernst & Young annast endurskoðun BHM vegna ársins 2019. Sama fyrirtæki sinnir afleysingu

bókara BHM yfir orlofstíma.

BHM, BSRB og KÍ hafa stefnt ríkinu sameiginlega í því augnamiði að verja hagsmuni

félagsmanna gagnvart breytingum á lífeyrisréttindum hjá LSR og Brú lífeyrissjóði. Bandalagið

stendur ekki í örðum málarekstri fyrir dómstólum. Í fjárhagsáætlun er sleginn varnagli

gagnvart öðrum lögfræðikostnaði sem kann að falla til á árinu.

Sérfræðiþjónusta

Nokkur breyting hefur orðið á fjárþörf skrifstofu BHM vegna sérfræðikostnaðar en BHM er

lagalega bundið af kröfu um að halda úti starfi persónuverndarfulltrúa. Þessum verkefnum er

úthýst með tilheyrandi kostnaði. Ráðgert er að skrifstofan kaupi mannauðsráðgjöf á árinu og

þá leiðir fjölgum stöðugilda af sér aukinn sérfræðikostnað vegna aðkeyptrar ráðgjafavinnu við

ráðningar.

Um 10 m. kr. eru merktar sérfræðiverkefnum sem heyra undir fastanefndir BHM, sér í lagi

Kjara- og réttindanefnd. Kostnaður vegna þessara verkefna er fjármagnaður með 0,1%

viðbótarframlagi frá ríkinu.

Annar rekstrarkostnaður

Upplýsingatækniþjónusta

Að mannauði BHM undanskildum gegnir tæknin veigamestu hlutverki í daglegum rekstri

skrifstofu BHM. Upplýsingatækniþjónustu BHM er úthýst að fullu. Ráðgert er kostnaður við

rekstur og viðhald upplýsingatæknikerfa þróist í takt við verðlag. Í áætlun ársins er lagt upp

með að keypt verði kosningakerfi sem verði aðildarfélögum og tengdum sjóðum til afnota. Þá

mun slíkt kerfi koma til móts við þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum BHM og varða

rafrænar kosningar.

Page 20: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

19

Húsfélag BHM sf.

Við upphaf árs á BHM um 45% eignarhlut í Húsfélagi BHM sf. Í áætlanagerð ársins er gert ráð

fyrir að eignarhluturinn aukist um 2% og fari þannig í 47%. Við þessa aukningu í eignarhlut

aukast gjöld til félagsins í sömu hlutföllum.

Fyrirséð er að ráðist verði í breytingar á austurhluta þriðju hæðar með það fyrir augum að

fjölga skrifstofum og flytja matar- og kaffiaðstöðu starfsfólks upp á fjórðu hæð í Borgartúni 6.

Húsfélag BHM innheimtir eigendur fyrir þeim kostnaði samkvæmt eignarhlut hvers aðila og

framvindu verks. Framkvæmdirnar verða til þess að tilfallandi kostnaðarauki fellur á BHM árið

2020.

Innra starf – aðalfundur, stefnumótunarþing o.fl.

Til viðbótar við hefðbundin aðalfund mun BHM standa straum af kostnaði við

stefnumótunarþing. Þingið sækir sami fjöldi og á sæti á aðalfundi BHM. Ráðgert er að þingið

standi í tvo daga og að til falli kostnaður vegna aðstöðu, veitinga, gistingar, ráðgjafar og

úrvinnslu.

Annar rekstrarkostnaður

Almennt er áætlað að aðrir kostnaðarliðir skrifstofu haldi í við verðlagsþróun.

Erlend samskipti

BHM á aðild að Norræna verkalýðssambandinu (NFS), Evrópusambandi verkalýðsfélaga

(ETUC), Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga (ITUC) og Efnahags- og framfarastofnuninni (TUAC).

Kostnaður vegna aðildar að fyrrgreindum samtökum er áætlaður 1 m. kr. árið 2020. Fulltrúar

BHM munu á árinu sækja fundi á vegum ofangreindra samtaka.

Í skoðun er að BHM sendi fulltrúa á jafnréttisráðstefnu sem haldin er í New York árið 2020.

Gjaldfærð áhöld og tæki

Reglubundinni endurnýjun á búnaði BHM verður sinnt á árinu. Nýráðningar kalla á aukin

útgjöld vegna aðstöðusköpunar.

Fjármagnsliðir

BHM ber nokkuð háan bankakostnað (kostnað við gerð krafna) sem er tilkominn vegna

starfssemi bókunar- og innheimtumiðstöðvar BHM. Til viðbótar er útistandandi skuldabréf

sem ber verðtryggða vexti. Handbært fé ber um 3% vexti að jafnaði út líftíma áætlunarinnar.

Page 21: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

20

Afkoma hlutdeildarfélags

BHM á hlutdeild í Húsfélagi BHM. Ætíð er stefnt á að skila rekstri félagsins í jafnvægi. Fyrir

vikið verður hlutdeild BHM í rekstrartapi eða rekstrarhagnaði félagsins engin.

Page 22: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

Fjárhagsáætlun BHM 2020

Mynd 4 Fjárhagsáætlun BHM 2020. Smellið á mynd til að stækka.

Rauntölur

jan-sept 2019 Áætlun 2019 Áætlun 2020 Áætlun 2020 án 0,1% og HASLA * Breyting í % Breyting í kr.

Rekstrartekjur 292.684.862 451.650.000 491.350.000 442.950.000 8,8% 39.700.000

Aðildargjöld 145.637.820 224.500.000 223.500.000 223.500.000 -0,4% 1.000.000 -

Fastagjald 4.050.000 4.050.000 4.050.000 4.050.000 0,0% -

Aðrar tekjur alls 142.997.042 223.100.000 263.800.000 215.400.000 18,2% 40.700.000

Seld þjónusta (vinna og aðstaða) 142.052.786 171.300.000 211.200.000 211.200.000 23,3% 39.900.000

Tekjufært viðbótarframlag, fræðslufé og HASLA 561.216 47.600.000 48.400.000 1,7% 800.000

Aðrar tekjur 383.040 4.200.000 4.200.000 4.200.000 0,0% -

Rekstrargjöld 291.734.907 428.700.000 483.600.000 435.200.000 12,8% 54.900.000

Laun og launatengd gjöld 219.192.665 319.800.000 349.900.000 319.600.000 9,4% 30.100.000

Laun skrifstofu (mt. YV,OR,FF,DP) 166.534.072 233.900.000 259.700.000 235.500.000 11,0% 25.800.000

Laun stjórnar og starfsnefnda án launat. gjalda 4.907.652 9.700.000 10.100.000 10.100.000 4,1% 400.000

Bifreiðastyrkur (alls) 2.237.514 3.300.000 3.700.000 3.200.000 12,1% 400.000

Launatengd gjöld (alls) 45.513.427 67.000.000 72.700.000 67.100.000 8,5% 5.700.000

Lífeyrisskuldbinding, uppfært áunnið orlof og biðlaun - 5.900.000 3.700.000 3.700.000 -37,3% 2.200.000 -

Útgáfa, fræðsla og kynning 23.809.735 39.700.000 35.300.000 27.300.000 -11,1% 4.400.000 -

Vefsvæði 3.060.318 3.900.000 4.200.000 4.200.000 7,7% 300.000

Fræðsludagskrá 1.137.839 4.500.000 8.200.000 6.200.000 82,2% 3.700.000

Kynningarmál 15.137.644 20.500.000 16.400.000 16.400.000 -20,0% 4.100.000 -

Kjara- og viðhorfskönnun 4.150.050 9.900.000 6.000.000 -39,4% 3.900.000 -

Styrkir 323.884 900.000 500.000 500.000 -44,4% 400.000 -

Afmæli BHM - - -

Sérfræðiaðstoð og sérverkefni 11.021.772 19.500.000 24.700.000 14.800.000 26,7% 5.200.000

Lögfræðiþjónusta, endursk.o.fl. 2.768.347 9.200.000 5.800.000 5.800.000 -37,0% 3.400.000 -

Sérfræðiþjónusta 8.253.425 10.300.000 18.900.000 9.000.000 83,5% 8.600.000

Annar rekstrarkostnaður 37.710.735 49.700.000 73.700.000 73.500.000 48,3% 24.000.000

Upplýsingatækniþjónusta 6.060.177 7.600.000 12.200.000 12.000.000 60,5% 4.600.000

Húsfélag BHM sf. framlög 16.662.832 18.000.000 25.500.000 25.500.000 41,7% 7.500.000

Innra starf s.s. aðalfundur, stefnumótunarþing o.fl. 4.376.259 6.500.000 17.100.000 17.100.000 163,1% 10.600.000

Annar rekstur skrifstofu og tengd gjöld 6.046.260 9.900.000 10.200.000 10.200.000 3,0% 300.000

Erlend samskipti 1.962.365 3.900.000 4.900.000 4.900.000 25,6% 1.000.000

Gjaldfærð áhöld og tæki 2.602.842 3.800.000 3.800.000 3.800.000 0,0% -

Afkoma fyrir fjármagnsliði 949.955 22.950.000 7.750.000 7.750.000 -66,2% 15.200.000 -

Fjármagnstekjur/gjöld- Nettó 462.468 - 1.150.000 - 600.000 - 600.000 - -47,8% 550.000

Afkoma hlutdeildarfélags - - - - - -

Afkoma eftir fjármagnsliði 487.487 21.800.000 7.150.000 7.150.000 -67,2% 14.650.000 -

Samanburður á áætlunum 2019 og 2020Áætlun

Page 23: BHM Starfs- og fjárhagsáætlun BHM · BHM mun efna til málþings um málefni sjálfstætt starfandi háskólafólks í janúar 2020. Þar verður m.a. fjallað um mögulegar breytingar

Starfs- og fjárhagsáætlun BHM 2020

*Áætlunin ársins 2020 er sett fram með hefðbundnum hætti en til viðbótar eru áhrif tekjufærslu vegna 0,1% viðbótarframlags og fjármuna frá

HASLA sýnd í sér dálki. Gráleitir reitir sýna hvar áhrifa gætir, bæði á tekju- og gjaldahlið, ef framlaganna nyti ekki við.

Forsendutafla fjárhagsáætlunar BHM 2020

Forsendur fjárhagsáætlunar BHM 2020 - Hlutföll sem breytast frá fyrra ári

Aðildargjöld (hlutfall af heildarlaunum) 0,17%

Fastagjald aðildarfélaga 150.000

Fjölgun félagsmanna 2020 6,80%

Launahækkun 31.12.2019 2,90%

Launahækkun 01.04.2020 3,20%

Hækkun launavísitölu 2020 5,50%

Breyting á neysluverði 2020 2,60%

Fjöldi fastra stöðugilda 2020 22

Fjölgun stöðugilda frá fyrra ári 10,0%

Tryggingagjald 6,35%

Iðgjald í Styrktarsjóð 0,75%

Lífeyrisaukaiðgjald LSR 5,91%

Lífeyrisaukaiðgjald Brúar 6,60%

Eignarhlutur í Húsfélagi BHM 46,81%