Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin...

35
Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum Vestfjörðum Líkanreikningar með WASIM vatnafræðilíkaninu PS/PC/AA/2014-01 Greinargerð +354 522 60 00 [email protected] Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 7–9 IS 150 Reykjavík Pálmar Sigurðsson, Veðurstofu Íslands Philippe Crochet, Veðurstofu Íslands Auður Atladóttir, Veðurstofu Íslands

Transcript of Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin...

Page 1: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum Vestfjörðum Líkanreikningar með WASIM vatnafræðilíkaninu

PS/PC/AA/2014-01

Greinargerð

+354 522 60 00 [email protected]

Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 7–9 IS 150 Reykjavík

Pálmar Sigurðsson, Veðurstofu Íslands Philippe Crochet, Veðurstofu Íslands Auður Atladóttir, Veðurstofu Íslands

Page 2: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf
Page 3: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf
Page 4: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

4

Page 5: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

5

Efnisyfirlit ÁGRIP ....................................................................................................................................6

1 INNGANGUR ..................................................................................................................7

2 GÖGN ..............................................................................................................................7

3 AÐFERÐ ..........................................................................................................................9

4 NIÐURSTÖÐUR .............................................................................................................9

4.1 Óvissa í mati á úrkomu ............................................................................................9 4.2 Notkun svæðiskvörðunar á mældu vatnasviðin .....................................................10 4.3 Notkun svæðiskvörðunar á tólf ómældu vatnasviðin ............................................10

5 LOKAORÐ ....................................................................................................................14

ÞAKKIR ...............................................................................................................................15

HEIMILDIR .........................................................................................................................16

VIÐAUKI I. SAMANBURÐUR MÆLDU VATNASVIÐANNA .....................................17

VIÐAUKI II. NIÐURSTÖÐUR TÓLF ÓMÆLDU VATNASVIÐANNA ........................23

Myndaskrá Mynd 1. Athugunarsvæðið. Sex mæld og tólf ómæld vatnasvið. .......................................... 8

Mynd 2. Samanburður á vhm 19, Dynjandisá.. .................................................................... 12

Mynd 3. Svæðiskvörðun og besta kvörðun fyrir vhm 19, Dynjandisá. ................................ 12

Mynd 4. Kort af árlegu meðalafrennsli fyrir tólf ómæld vatnasvið án og með úrkomuleiðréttinu ................................................................................................................. 13

Töfluskrá Tafla 1. Tólf ómæld vatnasvið.. ............................................................................................... 8

Tafla 2. Leiðréttingastuðlar fyrir úrkomu og notkun sex mældra vatnaviða. ......................... 10

Tafla 4. Niðurstöður líkanreikninga á hinum ómældu vatnasviðum. ..................................... 14

Page 6: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

6

Ágrip Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf vatnasvið á Vestfjörðum þar sem rennslisraðir eru ekki fyrir hendi. WaSiM líkanið var í upphafi kvarðað fyrir sex vatnasvið á Vestfjörðum þar sem rennslismælingar hafa verið stundaðar um árabil. Gengið var út frá því að vatnasviðin sem hafa verið mæld og vatnasviðin sem voru til athugunar væru vatnafarslega einsleit. Ein sameiginleg svæðis-kvörðun var fundin út frá stuðlum þeirra vatnasviða sem voru kvörðuð. Stuðlar sem fengnir voru úr þeirri kvörðun voru notaðir við líkanreikninga á hinum tólf vatnasviðunum þar sem ekki voru til mælingar.

Við líkangerðina voru nokkrar gerðir af svæðiskvörðunum reiknaðar út frá mismunandi meðaltölum stuðla þeirra sex vatnasviða sem rennslismælingar náðu til. Þeirri svæðis-kvörðun sem best þótti falla að tiltækum mælingum var beitt til að keyra WaSiM líkanið á vatnasviðin þar sem mælingar voru ekki fyrir hendi. Tímabilið sem reikningarnir náðu yfir var 1. september 1966 til 31. ágúst 2005. Þegar búið var að kvarða líkanið var daglegt afrennsli af vatnasviðunum reiknað. Byggt á þeim upplýsingum var gert kort af árlegu meðalafrennsli fyrir athugunarsvæðið. Þá skilar líkanið af sér eftirfarandi arfurðum fyrir hvert ómælt vatnasvið: Rennslisröð, árlegu vatnsrennsli og langæislínu við árós.

Page 7: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

7

1 Inngangur Þekking á rennsli vatnsfalla er mikilvægur þáttur í stjórnun, skipulagningu og nýtingu vatnsauðlinda. Nákvæm kort af afrennsli innan vatnasviða eru veigamikil forsenda fyrir mati á rennsli í árfarvegum þeirra.

Greinargerðin fjallar um gerð afrennsliskorts fyrir tólf vatnasvið á suðvesturhluta Vestfjarða þar sem rennslismælingar eru ekki fyrir hendi. Kortin eru gerð með hjálp WaSiM vatnafræðilíkans (Schulla, 2013). Líkanið líkir eftir mældu rennsli á vatnasviði út frá staðbundnum upplýsingum, svo sem veðurfari, landslagi, berggrunni og gróðurþekju. Það er kvarðað við tiltæk rennslisgögn með því að finna stuðla fyrir þessar breytur sem líkja best eftir rennslinu. Víða á Vestfjörðum hafa vatnsföll ekki verið rennslismæld og síritandi vatnshæðarmælar eru fáir miðað við stærð svæðisins. Þar sem upplýsingar um mælt afrennsli af vatnasviði skortir liggur ekki beint fyrir hvernig skal meta þá stuðla sem þarf til að kvarða líkanið. Við slíkar aðstæður getur verið hentugt að nota svæðiskvörðun. Í henni eru upplýsingar fá þeim vatnasviðum þar sem mælingar liggja fyrir og sem þegar hafa verið kvörðuð, notaðar til að finna stuðlasetningu sem gildir sameiginlega fyrir öll þau vatnasvið sem verið er að rannsaka. Mikilvægt er að hafa í huga að forsenda fyrir svæðiskvörðun með þessum hætti er að þau vatnasvið sem líkanið nær til séu vatna-fræðilega einsleit. Það gildir jafnt um þau vatnasvið sem hafa verið mæld og vatnasvið þar sem ekki eru til mælingar. Þegar svæðiskvörðunin lá fyrir var hún notuð til að herma eftir daglegu afrennsli á þeim vatnasviðum þar sem mælingar voru ekki fyrir hendi.

2 Gögn Athugunarsvæðið er í kringum Glámu og á suðvesturhluta Vestfjarða. Markmiðið var að kanna hugsanlegt afrennsli af þeim vatnasviðum þar sem mælingar skortir og kallast hér eftir ómæld vatnasvið. Einkum var leitað eftir vatnsföllum sem hugsanlegt er að nýta til orkuframleiðslu og því var lögð áhersla á vatnasvið sem líkur bentu til að hefðu hvað mest afrennsli. Við mat á hugsanlegu afrennsli var miðað meðalrúmmál úrkomu á vatnasviðið, þ.e. margfeldi stærðar vatnasviðsins og árlegrar úrkomu á það. Veðurstofan hefur notað gögn um úrkomu frá árunum 1961–1990 (Crochet o.fl., 2007; Jóhannesson o.fl., 2007) til að kvarða rennslisraðir á Vestfjörðum og voru þau einnig notuð við að reikna út árlega meðalúrkomu við mat á hugsanlegu afrennsli.

Þau tólf vatnasvið þar sem reikningar sýndu að meðalrúmmál úrkomu væri mest voru valin til frekari rannsóknar (mynd 1). Vatnasviðin eru númeruð frá 1 til 12, en vekja ber athygli á því að númeraröðun fylgir ekki stærðarröðun. Myndin sýnir þau sex vatnasvið þar sem daglegar rennslisraðir eru tiltækar, auk þeirra tólf ómældu vatnasviða sem líkan-reikningarnir spanna. Tafla 1 inniheldur upplýsingar um hin síðarnefndu.

Page 8: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

8

Mynd 1. Athugunarsvæðið. Sex mæld (bleik) og tólf ómæld vatnasvið (blágrá).

Tafla 1. Tólf ómæld vatnasvið. Númer vatnasviðs má sjá á mynd 1. Auðkenni gefur til kynna heiti stærstu ár innan tilsvarandi vatnasviðs. V=PxA lýsir árlegu meðal-rúmmáli úrkomu í m3/s. Síðasti dálkurinn sýnir stærðarröðun á V.

Nr. Auðkenni

Hnit

ISNET Flatarmál A (km2)

Meðalárs-úrkoma P (mm/ár)

V (PxA)(m3/s)

RöðunV

X Y

1 Hafnarvaðall 264766 574122 33,7 2199 2,3 10

2 Haukabergsvaðall 284766 559722 56,7 2581 4,6 2-3

3 Botnsá 279716 574697 32,8 2645 2,7 7-9

4 Fossá 290816 574872 29,9 2880 2,7 7-9

5 Penna 307666 570472 45,6 2558 3,7 4

6 Kjálkafjarðará 318416 574247 30,3 2857 2,7 7-9

7 Ósá 279566 567847 21,9 2887 2,0 11-12

8 Arnarbýla 295516 563822 37,6 2637 3,1 5

9 Bessadalsá 332616 596547 58,5 2501 4,6 2-3

10 Kleifaá 324316 604322 89,8 2810 8,0 1

11 Móra 295966 565197 37,8 2404 2,9 6

12 Þingmannaá 309466 570997 27,1 2322 2,0 11-12

Page 9: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

9

3 Aðferð Vatnafræðilíkanið WaSiM var sérstaklega kvarðað fyrir sex mæld vatnasvið með forriti sem þróað var af Crochet (2012). Nokkur þeirra höfðu verið kvörðuð áður en önnur voru kvörðuð fyrir þetta verkefni. Upphaflega hugmyndin var að búa til svæðiskvörðun með því að taka meðaltal af tilsvarandi stuðlum vatnasviða sem voru þegar kvörðuð. Þegar til átti að taka var vikið var frá þeirri leið þar sem vatnasviðin höfðu verið kvörðuð á mismunandi vegu í WaSiM. Nánar tiltekið voru stöðuvötn á sumum þeirra sem ekki var hermt eftir (t.d. vhm 204) og einnig voru nokkur vatnasvið kvörðuð með öðrum úrkomu- og hitagögnum en notuð eru við nýjustu kvarðanir. Það voru vatnasvið vhm 204 (Vatnsdalsá), vhm 365 (Ísafjarðará) og vhm 400 (Vattardalsá) (Atladóttir o.fl., 2011). Nýjustu kvarðanir notast við úrkomugögn frá LT-líkaninu (Crochet o.fl., 2007; Jóhannesson o.fl., 2007) og brúuð hitagögn frá nærliggjandi veðurathugunarstöðvum (Crochet & Jóhannesson, 2011).

Vegna þessa misræmis í gögnum og aðferðum var talið að hætta væri á skekkju í svæðiskvörðuninni sem gæti leitt til villandi niðurstaðna. Þess vegna voru vatnasvið vhm 204, vhm 365 og vhm 400 ekki tekin með við gerð svæðiskvörðunarinnar. Vatnasvið vhm 19 (Dynjandisá), vhm 38 (Þverá) og vhm 198 (Hvalá) voru því einungis notuð við gerð svæðiskvörðunarinnar, þar sem öll inntaksgögn voru af sama toga og hermt var eftir áhrifum stöðuvatna (vhm 19). Stuðlar svæðiskvörðunar voru meðaltöl tilsvarandi stuðla frá kvörðunum þeirra þriggja vatnasviða sem voru notuð. Þrátt fyrir að afrennsli af vatnasviðum vhm 204, vhm 365 og vhm 400 væri ekki notað við gerð svæðiskvörðunar-innar sem slíkrar komu rennslismælingar sem þar voru gerðar að góðu gagni við að meta gæði kvörðunarinnar, eins og kemur fram hér að neðan.

4 Niðurstöður

4.1 Óvissa í mati á úrkomu Tveir helstu óvissuþættirnir við kvörðun á vatnafræðilíkani eru stuðlar líkansins og inntaksgögn þess. Kvörðunin er því háð gæðum gagnanna. Úrkoma sem fellur á vatnasviðið hefur afgerandi áhrif á rennsli. Af því leiðir að gæði úrkomugagna hafa bein áhrif á hermun rennslisraða. Ákveðið var að leiðrétta úrkomugögnin fyrir nokkur vatnasvið til að hermun rennslisraða yrði sem minnst bjöguð. Það að leiðrétting sé nauðsynleg á einstökum vatna-sviðum gefur til kynna að gæði úrkomugagna frá LT-líkaninu séu ekki eins á öllum vatna-sviðum athugunarsvæðis. Landslag á Vestfjörðum einkennist af djúpum og þröngum fjörðum sem skerast inn í hásléttu. Það fylgir eðli slíkrar landslagsgerðar að mjög erfitt er að meta staðbundna úrkomu nákvæmlega út frá stökum úrkomumælingum eða veðurfarskortum einum og sér. Hins vegar þegar verið er að kvarða vatnasvið þar sem rennslismælingar eru til fyrir, er unnt að fá mat á hvað mikið þarf að leiðrétta úrkomugögnin, enda verður reiknað rennsli í líkaninu að vera eins nálægt mældu rennsli og kostur er. Við kvörðunina getur þess vegna verið þörf á því að leiðrétta fyrirliggjandi úrkomugögn. Reynslan hefur sýnt að sú leiðrétting kann að vera mismikil eftir vatnasviðum. Til að mynda var nauðsynlegt að beita mikilli leiðréttingu fyrir nokkur vatnasvið á athugunarsvæðinu meðan þess var ekki þörf varðandi önnur, sbr. töflu 2.

Page 10: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

10

4.2 Notkun svæðiskvörðunar á mældu vatnasviðin Gæði svæðiskvörðunar voru staðfest með því að bera saman líkanreiknað og mælt rennsli á þeim sex vatnasviðum sem rennslisraðir voru fyrir hendi. Af þeim vatnasviðum sem innihalda vhm 204, vhm 365 og vhm 400 þurfti einungis að beita úrkomuleiðréttingu á vhm 400 (-20%). Sú niðurstaða bendir ennfremur til þess að úrkomuleiðréttingar séu mismun-andi og fari eftir því hvar vatnasviðið er. Í upphafi var ákveðið að sleppa úrkomu-leiðréttingu fyrir ómældu vatnasviðin vegna þess að á öllum nærliggjandi mældum vatnasviðum fyrir utan vatnasvið vhm 400 var sú leiðrétting óþörf.

Tafla 2 gefur yfirlit yfir þau mældu vatnasvið sem voru notuð við gerð svæðiskvörðunar-innar.

Tafla 2. Leiðréttingastuðlar fyrir úrkomu og notkun sex mældra vatnaviða.

Vhm Auðkenni Úrkomu-leiðrétting

%

Notkun í líkaninu

Kvörðun Mat á gæðum

19 Dynjandisá 0 x x

38 Þverá +5 x x

198 Hvalá +40 x x

204 Vatnsdalsá 0 x

365 Ísafjarðará 0 x

400 Vattardalsá -20 x

Myndir 2 og 3 sýna samanburð á vatnasviði vhm 19. Samanburðurinn sýnir annars vegar notkun svæðiskvörðunar og hins vegar niðurstöðu sem eftir ítrekaða kvörðun gaf bestu niðurstöður. Á mynd 3 má finna lýsandi tölfræði fyrir báðar kvarðanir þar sem ME stendur fyrir meðalskekkju og RMSE fyrir skekkju með aðferð minnstu kvaðrata. R2 og R2log eru Nash-Sutcliffe stuðlar sem lýsa dreifingu mismunandi hluta rennslis. Sá fyrri lýsir hærri gildum en sá seinni lægri gildum rennslis. Báðir stuðlar eru á bilinu ] −∞; 1] og eru gefnir með eftirfarandi jöfnum:

𝑅2 = 1 − ∑ (𝑄𝑖∗−𝑄𝑖)2𝑖

∑ (𝑄𝑖−𝐸[𝑄])2𝑖 𝑅2𝑙𝑜𝑔 = 1 − ∑ (𝑙𝑜𝑔 (𝑄𝑖

∗)−𝑙𝑜𝑔 (𝑄𝑖))2𝑖∑ (𝑙𝑜𝑔(𝑄𝑖)−𝑙𝑜𝑔 (𝐸[𝑄]))2𝑖

þar sem Q* og Q standa fyrir líkanreiknað og mælt rennsli (Schulla, 2013). Samskonar samanburð og sýndur er á myndum 2 og 3 fyrir hin fimm mældu vatnasviðin er að finna í Viðauka I. Lokaútkoman er sú að svæðiskvörðunin gefur fullnægjandi niðurstöður fyrir hvert mælt vatnasvið.

4.3 Notkun svæðiskvörðunar á tólf ómældu vatnasviðin Í upphafi var ekki vitað hvort beita þyrfti úrkomuleiðréttingu á hin tólf ómældu vatnasvið. Ákveðið var að sleppa úrkomuleiðréttingu fyrir þau. Þegar verkið var hafið kom í ljós að til voru mælingar frá vhm 202 í Skötufjarðará (hér kölluð Kleifaá) sem spönnuðu árin 2001–2006. Vatnshæðarmælirinn er innan vatnasviðs 10, sjá mynd 1. Vhm 202 er inni í landi.

Page 11: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

11

Vatnasvið vhm 202 er heldur minna en vatnasvið 10 þar sem mælirinn er talsvert inni í landi en vatnasvið 10 nær að árósi. Þessi gögn var þó hægt að bera saman við hermt rennsli frá svæðiskvörðun fyrir þann hluta vatnasviðs 10 sem vhm 202 náði yfir. Við samanburð kom í ljós að nauðsynlegt var að beita úrkomuleiðréttingu fyrir vatnasvið 10 (-15%) og var því ákveðið að önnur hermun væri nauðsynleg fyrir öll tólf ómældu vatnasviðin þar sem úrkomuleiðréttingu (-15%) væri beitt.

Page 12: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

12

Mynd 2. Samanburður á vhm 19, Dynjandisá. Til vinstri má sjá árlegt vatnsrennsli út frá svæðiskvörðun og til hægri árlegt vatnsrennsli út frá bestu kvörðun. Á báðum myndum má sjá mælt (blátt) og líkanreiknað (rautt) vatnsrennsli. Græni ferillinn lýsir líkanreiknuðu vatnsgildi snævar.

Mynd 3. Svæðiskvörðun (f. ofan) og besta kvörðun (f. neðan) fyrir vhm 19, Dynjandisá. Myndir til vinstri sýna mælt árlegt meðalrennsli sem fall af líkan-reiknuðu rennsli. Myndir til hægri sýna mælt daglegt meðalrennsli sem fall af líkanreiknuðu rennsli. Lýsandi tölfræði má sjá fyrir ofan hverja mynd.

Page 13: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

13

Mynd 4 sýnir kort af árlegu meðalafrennsli yfir tímabilið 1966–2005, án úrkomu-leiðréttingar fyrir ofan og með -15% úrkomuleiðréttingu fyrir neðan. Í Viðauka II má finna myndir af rennslisröð, árlegu vatnsrennsli og langæislínu fyrir hvert ómælt vatnasvið.

Mynd 4. Kort af árlegu meðalafrennsli fyrir tólf ómæld vatnasvið án úrkomu-leiðréttingar (f. ofan) og með -15% úrkomuleiðréttingu (f. neðan).

Page 14: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

14

Tafla 3. Niðurstöður líkanreikninga á hinum ómældu vatnasviðum. Rennsli er hér árlegt meðalrennsli þar sem Q1 stendur fyrir líkanreiknað rennsli með engri úrkomuleiðréttingu og Q2 líkanreiknað rennsli með -15% úrkomuleiðréttingu.

Nr. Auðkenni V (m3/s)

Röðun V

Q1 (m3/s)

Q2 (m3/s)

Röðun Q

1 Hafnarvaðall 2,3 10 2,0 1,6 10

2 Haukabergsvaðall 4,6 2-3 3,8 3,2 3 3 Botnsá 2,7 7-9 2,5 2,1 6-9

4 Fossá 2,7 7-9 2,5 2,1 6-9

5 Penna 3,7 4 3,6 3,0 4 6 Kjálkafjarðará 2,7 7-9 2,5 2,1 6-9

7 Ósá 2,0 11-12 1,8 1,5 11

8 Arnarbýla 3,1 5 2,7 2,3 5

9 Bessadalsá 4,6 2-3 4,2 3,5 2 10 Kleifaá 8,0 1 7,3 6,3 1 11 Móra 2,9 6 2,5 2,1 6-9

12 Þingmannaá 2,0 11-12 1,7 1,4 12

Tafla 3 sýnir árlegt meðalrúmmál af úrkomu, V fyrir hvert ómælt vatnasvið. Hún sýnir einnig líkanreiknað rennsli við árós, Q með eða án úrkomuleiðréttingu. Í töflunni má ennfremur finna stærðarröðun fyrir V og Q gildin. Séu þeir tveir dálkar bornir saman má sjá að enginn munur er á röðun fimm efstu gildanna og lítill munur á röðun annarra. Hinn litli munur gæti stafað af mismun á milli tímabila á annars vegar árlegri meðalúrkomu, notuð til að reikna V (1961–1990) og hins vegar Q (1966–2005). Sé litið nánar á stærðarskala gildanna og tekið tillit til óvissu í inntaksgögnum og líkankvörðun má áætla að stærðarröðunin sé sú sama fyrir V og Q. Sú niðurstaða gefur til kynna að aðferðin sem var notuð til að velja vatnasvið þar sem líkur væru á miklu afrennsli sé raunhæf.

Í töflu 3 er búið að feitletra þau fjögur vatnasvið sem hafa mesta árlegt meðalrennsli. Það eru vatnasvið 2 (Haukabergsvaðall), 5 (Penna), 9 (Bessadalsá) og 10 (Kleifaá), sjá mynd 1. Þegar rýnt er í töflu 2 má sjá að líkanreiknað meðalrennsli á þessum fjórum vatna-sviðum er hærra eða jafnt og 3 m3/s hvort sem er með og án úrkomuleiðréttingar. Fyrir vatnasvið 10 er ráðlagt að nota úrkomuleiðréttingu á líkanreiknað rennsli. Hins vegar er á vatnasviðum 2, 5 og 9, þar sem ekki eru fáanleg gögn, er líkanreiknað rennsli án úrkomu-leiðréttingar áætlað talið vera nákvæmara.

5 Lokaorð Skilgreind var aðferð til að herma eftir afrennsli fyrir vatnasvið á Vestfjörðum þar sem rennslisraðir eru ekki fyrir hendi. Notast var við vatnafræðilíkanið WaSiM. Fyrst var árlegt meðalrúmmál af úrkomu reiknað fyrir öll ómæld vatnasvið athugunarsvæðisins. Þau tólf vatnasvið sem höfðu hæst meðalrúmmál afrennslis voru valin til frekari athugunar. Næst var svæðiskvörðun ákvörðuð frá stuðlum mældra vatnasviða sem voru í grennd og

Page 15: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

15

sú kvörðun notuð til að herma eftir afrennsli á þeim tólf ómældu vatnasviðum sem höfðu verið valin til frekari skoðunar. Þar á eftir var reiknað kort af árlegu meðalafrennsli sem og langæislínur við árós hvers vatnasviðs. Niðurstöður eru sýndar í töflu 2.

Næstu skref í þessu rannsóknarverkefni væru að reikna langæislínur á mismunandi stöðum í árfarvegi þeirra vatnasviða sem líkanið nær til. Þá mætti einnig meta tæknilega mögulegt vatnsafl eftir farvegi árinnar (Þórarinsdóttir, 2012).

Mælt er með því að næst verði skoðað vatnasvið með árlegt meðalrennsli yfir 3 m3/s. Það eru vatnasvið 2 (Haukabergsvaðall), 5 (Penna), 9 (Bessadalsá) og 10 (Kleifaá). Einnig gæti verið áhugavert að athuga nánar þau vatnasvið sem hafa árlegt meðalrennsli yfir 2 m3/s. Það eru fyrrnefndu fjögur vatnasviðin sem og vatnasvið 3 (Botnsá), 4 (Fossá), 6 (Kjálkafjarðará), 8 (Arnarbýla) og 11 (Móra).

Út frá niðurstöðum þessa hluta verkefnisins má álykta að svæðiskvörðun lík þessari sé raunhæfur kostur til að herma eftir afrennsli ómældra vatnasviða a.m.k. þar sem aðstæður eru svipaðar. Hægt væri að beita svipuðum aðferðum á fleiri stöðum á landinu til að reikna kort af árlegu meðalafrennsli. Nærtækt er að líta til landsvæða þar sem dragár eru einkennandi, til að mynda Tröllaskaga og Austfjarða.

Þakkir Sérstakar þakkir fær Emmanuel Pagneux fyrir vinnu sína í landupplýsingakerfinu ArcGIS við gerð afrennsliskorta og mynda af athugunarsvæðinu með tilsvarandi vatnasviðum.

Bogi Brynjar Björnsson fær einnig þakkir fyrir vinnu sína í landupplýsingakerfinu ArcGIS við val á vatnasviðum þar sem rennslisraðir voru ekki fáanlegar.

Að lokum fær Tinna Þórarinsdóttir þakkir fyrir aðstoð varðandi vatnafræðilíkanið WaSiM.

Page 16: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

16

Heimildir Atladóttir, A., Crochet, P., Jónsson, S., & Hróðmarsson, H. B. (2011). Mat á

flóðagreiningu með rennslisröðum reiknuðum með vatnafræðilíkaninu WaSiM. Frumniðurstöður fyrir vatnasvið á sunnanverðum Vestfjörðum. Skýrsla VÍ 2011-008. Reykjavík, Veðurstofa Íslands.

Crochet, P. (2012). A semi-automatic multi-objective calibration of the WaSiM hydrological model. Greinargerð PC/2012-01. Reykjavík, Veðurstofa Íslands.

Crochet, P., Jóhannesson, T., Jónsson, T., Sigurðsson, O., Björnsson, H., Pálsson, F. & Barstad, I. (2007). Estimating the spatial distribution of precipitation in Iceland using a linear model of orographic precipitation. J. Hydrometeorol., 8, 1285–1306.

Crochet, P. & Jóhannesson, T. (2011). A dataset of daily temperature in Iceland for the period 1949–2010. Jökull, 61, 1–17.

Jóhannesson, T., Aðalgeirsdóttir, G., Björnsson, H., Crochet, P., Elíasson, E. B., Guðmundsson, S., Jónsdóttir, J. F., Ólafsson o.fl. (2007). Effect of climate change on hydrology and hydro-resources in Iceland. Reykjavík: Orkustofnun,. OS-2007/011.

Schulla, J. (2013). Model Description WaSiM. Sótt þann 16. ágúst, 2013, af slóðinni: http://www.wasim.ch/en/products/wasim_description.htm

Þórarinsdóttir, T. (2012). Development of a methodology for estimation of technical hydropower potential in Iceland using high resolution hydrological modeling. Meistaraprófsritgerð, Reykjavík:, Háskóli Íslands.

Page 17: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

17

Viðauki I. Samanburður mældu vatnasviðanna Samanburður á vatnasviði vhm 19 var sýndur á myndum 2 og 3 í megintexta skýrslunnar. Hér að neðan eru upplýsingar um hin fimm vatnasviðin sem voru notuð við kvörðunina. Efstu tvær myndirnar sýna hermt árlegt vatnsrennsli frá svæðiskvörðun (til vinstri) og frá bestu kvörðun (til hægri). Á báðum myndum má sjá mælt (blátt) og líkanreiknað (rautt) vatnsrennsli. Græni ferillinn lýsir líkanreiknuðu vatnsgildi snævar. Næstu fjórar myndir sýna samband milli mælds meðalrennslis og þess líkanreiknaða með lýsandi tölfræði fyrir ofan. Þær tvær myndir sem eru fyrir miðju lýsa svæðiskvörðuninni og þær tvær fyrir neðan lýsa besta kvörðun. Af þessum fjórum myndum þá sýna þær til vinstri mælt árlegt meðalrennsli sem fall af líkanreiknuðu. Myndir til hægri sýna mælt daglegt meðalrennsli sem fall af líkanreiknuðu.

Fyrir vhm 400 (Vattardalsá) var athugunartímabil í raun og veru það sama þótt að mismunandi standi fyrir ofan myndirnar. Tímabilið var frá 1. september 1995 til 31. ágúst 2005.

Page 18: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

18

Vhm 38 - Þverá

Page 19: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

19

Vhm 198 – Hvalá

Page 20: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

20

Vhm 204 – Vatnsdalsá

Page 21: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

21

Vhm 365 – Ísafjarðará

Page 22: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

22

Vhm 400 - Vattardalsá

Page 23: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

23

Viðauki II. Niðurstöður tólf ómældu vatnasviðanna Hér má finna myndir af rennslisröð, árlegu vatnsrennsli og langæislínu fyrir hvert ómælt vatnasvið. Gott er að styðjast við mynd 1 til að átta sig á staðsetningu viðkomandi vatnasviðs. Fyrir hvert vatnasvið sýna myndir vinstra megin niðurstöður með engri úrkomuleiðréttingu en myndir til hægri niðurstöður miðað við -15% úrkomuleiðréttingu.

Page 24: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

24

Vatnasvið 1 – Hafnarvaðall

Page 25: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

25

Vatnasvið 2 – Haukabergsvaðall

Page 26: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

26

Vatnasvið 3 – Botnsá

Page 27: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

27

Vatnasvið 4 – Fossá

Page 28: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

28

Vatnasvið 5 – Penna

Page 29: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

29

Vatnasvið 6 - Kjálkafjarðará

Page 30: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

30

Vatnasvið 7 – Ósá

Page 31: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

31

Vatnasvið 8 – Arnarbrýla

Page 32: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

32

Vatnasvið 9 – Bessadalsá

Page 33: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

33

Vatnasvið 10 – Kleifaá

Page 34: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

34

Vatnasvið 11 – Móra

Page 35: Afrennsliskort af ómældum vatnasviðum á sunnanverðum … · 2020. 4. 7. · Greinargerðin fjallar um notkun WaSiM vatnafræðilíkans við gerð afrennsliskorts fyrir tólf

35

Vatnasvið 12 – Þingmannaá