Á meðan ljósin loga

38
Ljóð og textar Guðmundur R Lúðvíksson Reykjanesbæ Á meðan ljósin loga Á meðan ljósin loga

description

Ljóð / Poem by Ludviksson

Transcript of Á meðan ljósin loga

Page 1: Á meðan ljósin loga

Ljóð og textarGuðmundur R Lúðvíksson

Reykjanesbæ

Á meðan ljósin logaÁ meðan ljósin loga

Page 2: Á meðan ljósin loga
Page 3: Á meðan ljósin loga
Page 4: Á meðan ljósin loga

Efnisyfirlit: Bls1. Á meðan ljósin loga 72. Ljósanótt 93. Gönguferð um bæinn 114. Svefngangan 135. Tíminn líður. 156. Fjöruferð. 177. Gamlir hlutir í bænum 198. Sjómennirnir okkar 219. Sagan af Tum 2310. Manstu 2511. Vorið á næsta leiti 2712. Nýtt barn í heiminn 2913. Innri Njarðvík 3114. Ljóð til þín 615. Ljóð til þín um X 1016. Ljóð til þín um náttúruna 1417. Ljóð til þín um stein 1818. Ljóð til þín um fjöll 2419. Ljóð til þín um hundinn minn 28

Page 5: Á meðan ljósin loga

Á meðan ljósin loga

Guðmundur R Lúðvíksson

Bók þessi er tileinkuð minningu föður mínsLúðvíks F Jónssonar, sem stóð fyrir fyrstumenningarhátíðar í Reykjanesbæ 1974.

Hann var þá meinatæknir við Sjúkrahús Keflavíkur.Útg; Ludviksson

2008

5

Page 6: Á meðan ljósin loga

Mig langar að bjóða þér í ferðum garðinn minn.

Ekki gangandiheldur skríðandi á fjórum fótum.

Ekki til þess að lítillækka þigheldur til að opna fyrir þér nýjan heim.

Mig langar til að bjóða þér í ferðí undirdjúpin.Ekki syndandi

heldur í kjarnorkuknúnum kafbát.Ekki til þess að sýna þér hversu ófullkomin þú sért

heldur til að sýna þér fiskana og frelsið.

Mig langar til að bjóða þér í ferðum íslensk öræfi.

Ekki akandi á fjórhjóladrifnum jeppaheldur gangandi eins og maður.

Ekki til að ganga frá þér dauðumheldur til að þú njótir alls þess fegursta.

Mig langar að bjóða þér í ferðyfir götuna.

Ekki blindandiheldur í fylgd fjölskyldunnar minnar.

Ekki til að villa um fyrir þérheldur til að sýna þér

að ég er nágranni þinn.

Ljóð til þín

Page 7: Á meðan ljósin loga

Á meðan ljósin logaog lýsa upp hamravegg.Ég horfi í víkur og voga

og veturinn komast á legg.

Brátt verður bærinn minn hvíturog börnin komast í leik.

Þá veturinn vangana strýkurog vonin kemur á kreik.

En bátur í vörinni vaggarog vindurinn syngur sitt lag.

Tófan í gjótunni gaggargleðst við hvern einasta dag.

Já á meðan ljósin logaog lýsa upp bæinn minn.

Ég rölti undir regnsins bogareikar þá hugurinn.

7

Á meðan ljósin loga

Page 8: Á meðan ljósin loga
Page 9: Á meðan ljósin loga

Húma tekur, himna ljóslýsir hátíð bjarta.

Logar leika eldarós lengi í hverju hjarta.

Menning mikil sýnir auðmargar hendur vinna.

Kærleiks lífið Kristur bauðkraft í þér að finna.

Í hverju húsi ljósin lýsa,ljósanætur allar.

Skýjaborgir skulu rísa,er sól í baugi hallar

Líða tekur á Ljósanótt,lifnar fjör um nætur.

Heim við leiðumst ofurhljóttsæl um hjartarætur.

9

Ljósanótt

Page 10: Á meðan ljósin loga

Ég hef reynt að telja gárurnará vatninu eftir stein,

sólargeislana bakvið fjöllinog regnbogana við fossinn,

og steinana í fjörunni.

Ég hef reynt að telja Sóleyjarnarí túninu heima,

lóurnar og tjaldinn,fjallstoppana alla

og regndropana í júní.

Ég hef reynt að telja skýinsem vindurinn feykir í burt,

hreiðrin í mýrinni,fífurnar sem fjúka

og gulu flugurnar á kúaskítnum.

Ljóð til þín um X

Page 11: Á meðan ljósin loga

Óhefðbundið frásagnar ljóð

Ég ákvað einn daginn að drattast um bæinn

og dingla upp á fólkið í bænum.Þeim fyrsta ég mætti

var maður í slætti ég hneigði mig í einum grænum.

Svo mætti ég kvinnusem hætt var í vinnu

með hundinn sinn úti að ganga.Mér leist ekkert á blikur

og bakkaði á stikurbölvanleg var þessi klípa.Ég henni reyndi að heilsa

að herramanna siðen hnerraði óvart í staðinn.Svo mætti ég þeim þriðjasem lág og var að biðja

þig Drottinn um pening og spíra.Ég reyndi ekki að rasa

rak höndina í vasaog vonaðist til að finna þar krónur.

Það eina sem ég fannað fingur í gatið rann

svo framvegis erum við tveir nú að biðja.

11

Gönguferð um bæinn

Page 12: Á meðan ljósin loga
Page 13: Á meðan ljósin loga

Ég vaknaði einn vordageftir vetrarlangan svefn,

fólkinu hafði fjölgað þá í bænum.Við hlið á mínu húsi

var risin himna blokk,og tíu önnur hús í litnum grænum.

Í fyrstu varð ég feiminnsvo fauk í mína lund,

hver fjandinn er hér eiginlega að seyði.Þá áttaði ég mig á því

ég enn í svefni var í tjaldi mínu

upp á miðri heiði.

13

Svefngangan

Page 14: Á meðan ljósin loga

Getur verið að hægt sé að skapa heilan heim á aðeins sex dögum

og hvíla sig á þeim sjöunda ?Öll dýrin og öll blómin.

Allt !

Jörðina, vatnið, himininn og sólina.

Vá !

Hvað ætli maður geri svo á þeim áttundaeða á þeim níunda ?

Æ, ég held ég sitji bara hérna aðeins lengur

og fylgist með fiskunum.

Ljóð til þín um náttúruna

Page 15: Á meðan ljósin loga

Tíminn líður og hann bíðurbæði eftir þér

og mér.*

Ég er allt og ég er ekkert

þegar vel erað því gáð.

*“Því er heimurinn

svo lítill.En stundum

er hann allt of stór.Þá er gott að vera trítill

og halda heilög jól .*

Það er allt og það er ekkert

sem að ég á til í dag.

*

15

Tíminn líður

Page 16: Á meðan ljósin loga
Page 17: Á meðan ljósin loga

Margt er í fjöru að finnaþar fiskar synda í tjörn.

Á æskuna oftast þeir minnaá ærslafull leikandi börn.

Á steinana öldurnar skellaog skvettast svo himin hátt.

Fuglana fimu þær hrellaen falla svo niður í sátt.

Ég velti við spýtu og steinumog skoða allt þetta fjör.

Spriklandi skaust þar úr leynummarfló og synti í vör.

17

Fjöruferð

Page 18: Á meðan ljósin loga

Um eilíf og aldureinn af mörgumþögull og þétturþreyttur dettur

í móum og melumvið mararbáru

sorfinn og sléttursteinninn þéttur.

Ljóð til þín um stein

Page 19: Á meðan ljósin loga

Í húsasundum eru hlutir oft undarlegirsem yfirgefnir eru og enginn maður þá á.

Eitt sinn mönnum þóttu þeir furðu fallegirþeir fúna nú allir, hver sem betur má.

Í einum garði traktor gamall stendurgjörsamlega rúinn virðingu og plikt.

Hann eitt sinn spariklæddur plægði lendurnú eru sjálfsagt eigandinn og hann með gigt.

Ungur oft þá var hann sjálfsagt strokinnog stífbónaður allur hátt og lágt.

En svona verða sennilega mannalokiní samfélagi sem ekki sér sitt bágt.

19

Gamlir hlutir í bænum

Page 20: Á meðan ljósin loga
Page 21: Á meðan ljósin loga

Morgunsólin rís úr sæsveipar bæ

rómantík og roðaá rúmsjó og boða.

Sjómaðurinn vökull vakirveðra sakir

tímann telurtilgang drottni felur.

Bænir sínar á borðið leggurbáran heggurknörr í kalda

til hafs skal halda.

21

Sjómennirnir okkar

Page 22: Á meðan ljósin loga
Page 23: Á meðan ljósin loga

Hann Tumi fór aldrei á fæturnema fengi hann spark í rass.Hann var latari en letihestursem lullar með mikið hlass.

Tumi var með óþekkt og ólundöskraði daginn út og inn.

Samt átti hann fyrirtaks fjárhundog flottasta hamsturinn.

Og saman þeir sváfu í fleti syfjaðir allir þeir.

Hann vildi helst liggja í letilangt fram á dag og helst meir.

Mamma hans Tuma var Tótaekki taldi það eftir sér.

Að banna kauða að blótaog borða kex og smér.

Og Tóta mamma átti tvo syniTuma og stóra bróðir hans.En Tumi litli átti enga vini

og aldrei komst hann til manns.

23

Sagan af Tuma

Page 24: Á meðan ljósin loga

Snjóhvít fjöllinsleikja hvítan himinnog himininn sleikirsnjóhvítu fjöllin.

Dimmbláu fjöllinsleikja dimmbláan himininn

og dimmblái himininnkyssir dimmbláu fjöllin.

Ljóð til þín um fjöll

Page 25: Á meðan ljósin loga

Manstu þær stundir - er sátum við undirsígrænni hlíð milli fjalla.

Í ástar eldi - á ágúst kvöldiþá dalurinn hvíslaði í eyrunn á þér.

Ég elska þig - þú elskar migvið elskum fuglinn sem flögrar um loftin blá.

Ég elska þig - þú elskar migvil elskum allt milli Stórhöfða, Miðkletts og Há.

Manstu þá blossa - og blíðheitu kossabrosandi fegurð í Herjólfsdal.

Við kíktum í tjöldin - og ástin tók völdinÞá dalurinn hvíslaði að þér.

Ég elska þig - þú elskar migvið elskum fuglinn sem flögrar um loftin blá.

Ég elska þig - þú elskar migvil elskum allt milli Stórhöfða, Miðkletts og Há.

Manstu það næði - er nutum við bæðinötrandi salur og ljósadýrð.

Ástin hér byrjar - í huga þú kyrjarer dalurinn hvíslar í eyrun á þér.

Ég elska þig - þú elskar migvið elskum fuglinn sem flögrar um loftin blá.

Ég elska þig - þú elskar migvil elskum allt milli Stórhöfða, Miðkletts og Há.

Texta þennan samdi ég fyrir Ása í Bæ á síðustu þjóðhátíðinni sem hann lifði og var á.Ég held að það hafi verið 1984

25

Manstu

Page 26: Á meðan ljósin loga
Page 27: Á meðan ljósin loga

Með hækkandi sól og syngjandi fuglumsaman við leiðumst hönd í hönd.Ég finn að loks fer vorið að koma

við ferðumst í huga um ókunn lönd.

Um grundir og heiðar sólin hún geislarog gægist á bakvið fjallatind.

Hér vil ég helst vera í faðminum þínumog vökva mína ástarlind.

Brátt fyllist vorið af syngjandi fuglumsem ferðast hafa um lönd og strönd.Hve yndislegt er að eiga þig Íslandég elska þig meira en önnur lönd.

Hér vil ég lifa og hér vil ég deyjameð hörpu vorsins og fugla söng.

Er sólin aftur sígur að kvöldiég sæll og glaður við dægrin löng.

27

Vorið á næsta leiti

Page 28: Á meðan ljósin loga

Ljúfur sem lambléttur í spori

traustur og tryggurtiplar að vori

vökull og vingjarnvisku í nefi

fundvís á fjársjóðfrelsi og refi.

Ljóð til þín um hundinn minn

Page 29: Á meðan ljósin loga

Í gærkvöldi fæddist lítill snáði, snaggaralegur og heilsast vel

skælandi kom´ann inn í heiminn, hraustleikamerki það ég tel.

Hann byrjað á því að sprikla og sparka, líkur afa sínum er

sprækur er já drengurinn, en þó mest líkur sjálfum sér.

29

Nýtt barn í heiminn

Page 30: Á meðan ljósin loga
Page 31: Á meðan ljósin loga

Hér er sumarsólskín við fjöll og hól.Fegurð upp til fjalla

fellur jafnt á alla.Hér er sumarsól.

Hér er álfa höllheimsins stærstu tröll.

Saman leika lengilétt á hörpustrengi.

Hér er álfa höll.

Hér er sýn á sjósunnan brimið bjó

víkur, voga og klettasem víkingarnir frétta.

Hér er sýn á sjó.

Hér er tún og tjörntáp og fjörug börn.

Frjáls í fasi leikaí feluleiknum keika.Hér er tún og tjörn.

31

Innri Njarðvík

Page 32: Á meðan ljósin loga
Page 33: Á meðan ljósin loga

Guðmundur R Lúðvíksson f; 18.01 1954

Útgefið efni á hljómplötum/ Kassettum / CD:Selfoss Vinna og Ráðningar Í skóinn Ég lifi Jólasnjór Gallabuxur Í fréttum er þetta helst Uppi í brekku Undir Norðurljósum Litlu jólin Án vörugjalds Á kránni Guðmundur Rúnar - Live Papar RiggarobÁ móti sól SúputeningurinnStóra barnaplatanBarnaspil ( Leikrit og sönglög )Laddi “Einn voða vitlaus”Laddi “Hver er sinnar kæfu smiður”

Tónlist í myndinni Nýtt líf.

Helstu myndlistasýningar:1985 - Norrænahúsið Færeyjum1986 - AKOGES Gallerí Vestmannaeyjum1987 - AKOGES Gallerí Vestmannaeyjum1990 - Gróttu Seltjarnarnesi Island1990 - Blue Showbox Gallery Reykjavik 1990 - Gallery Djúpið Reykjavík Ísland1991 - Video gallery Umeå Sweden1991- Akraborg “ Hafsauga “1991 - Gallerí 11 Reykjavík Ísland1991 - Hafnarborg Hafnarfirdi Ísland1992 - Óháða listahátíðin Reykjavík Ísland1992 - Gallerí Kaffi Splitt Reykjavik Ísland1991 - Gallerí Djúpið Reykjavík Ísland1992 - Hafnarborg Hafnarfirði Ísland1992 - Mokka kaffi Reykjavík Ísland1992- Gallerí 17 Reykjavík Ísland1993 - Nýlistasafninu Reykjavik Ísland1993 - Kunstpavillon Aalborg Denmark1994 - Oge hostspital Rotterdam Hollandi 1994 - Nýlistasafninu Reykjavik Ísland1994 - Gallery Shade Thames London UK 1994 - Gallerie Black 10 Rotterdam Holland1994 - Hafnarborg Hafnarfirdi Ísland

1995 - Nýlistasafninu Reykjavik Ísland1995 - Delft gallery Delft Holland1995 - Gallery NEFTU Rotterdam Holland1995 - Gallery Blaak 10 Rotterdam Holland1995 - Gallerí 39 Hafnarfirði Ísland1995 - Listasetrið Kirkjuhvoll Akranesi Ísland1995 - Hafnarborg Hafnarfirði Ísland1995 - INK BANK - Gallerie Rotterdam Holland1995 - Toronto Canada1996 - Listasumar Ketilhúsi Akureyri Ísland1996 - Gallery Showbox Ísland1996 - Borgarleikhús Reykjavík Ísland1997 - Hafnarborg Hafnarfirði Ísland1997 - Nýlistasafninu Reykjavik Ísland 1997 - Gallery MAERZ Linz Austria1997 - Sound gallery Ísland1997 - Galleri Barmur Ísland1997 - Slunkaríki Ísafirði Ísland1998 – Gallerí Fold Reykjavik Ísland1998 – Höfn Hornarfirði Ísland1999 – Listasumar Akureyri Ísland2001/2002 – Listasafn Reykjavikur Ísland2003 - OK Temporary Art Museum Linz Austria2003 – Gallerí Elliðakotsland Íceland2004 - Gallerí Smiðjan Reykjavik Ísland2004 - Gallerí In my Field @ home Ísland2005 - AA/80b Gallerie Rotterdam Holland2006 - GS Ísland2006 - Novosibirsk State Art Museum Russia2006 - Ljósanótt Reykjanesbæ Íceland2006 - Gallery N B Reykjanesbæ Ísland2007 - Zig Zag Gallerí Svarta Loft Ísland2007 - Gallery Art Domain Leipzig Germany2007 - Gallery Svarta Loft Reykjanesbæ Ísland2008 - Gallery Art Domain Leipzig Germany2008 - AA/80b Gallerie Rotterdam Holland2008 - Karólína - Akureyri Ísland2008 - Gallery Svarta Loft Ljósanótt Ísland

Page 34: Á meðan ljósin loga
Page 35: Á meðan ljósin loga

Efni í bókum og blöðum;Iceland by number, O.K Center for Contemporary Art - BókHafnarborg 1988 / 1993 - BókMorgunblaðið - Fréttablað Helgarpósturinn - Fréttablað Vísir - FréttablaðDV - Fréttablað Tíminn - FréttablaðÞjóðviljinn - FréttablaðVíkurfréttir - FréttablaðGestgjafinn - TímaritSkagapósturinn - FréttablaðDagskráin - Fréttablað Fréttir - FréttablaðSéð og heyrt - TímaritAalborg Whats On - KynningarritRotterdam Whats On - KynningarritLinz Whats On - KynningarritMosaik Menningar þáttur - SjónvarpVídeóverk fyrir RÚV sjónvarpNewspapers Linz - FréttablaðLeipzig News - FréttablaðNýlistasafnið - BókGuðmundur R Lúðvíksson - BókRotterdam 1995 - BókWho´s Who in Visual Art - Bók

Verðlaun og viðurkenningar;Reykjanesbær HafnarfjarðarbærGarður Sandgerðisbær MyndstefIcelandairMenntamálaráðuneytiðUtanríkisráðuneytið1st verðlaun 2007 Palm Art Award Leipzig. Önnur verk:Leikmyndir fyrir leikhúsLjóða umslag. 50 tölusett eintökKennslaFyrirlestrarTónlist Súputeningurinn ( ásamt; Bjarna Þórarinssyni, myndl )

Veggverk (32 m x 3,70 m) Café Bleu KringlunniVeggverk á skemmtistaðinn Breiðin Akranesi 17 titlar; LP- CD – Kasettur Leikrit fyrir börn “ Daði dvergur í stóra skógi”.7 smásögur fyrir útvarpsflutningWorkshops; Íslandi / Hollandi / Canada / Belgium / Noregi / Svíþjóð / Danmörku / Póllandi

Myndir í þessari bók:Höfundur nema mynd á síðu 22 fengin að láni frá Ljósmyndasafni Akranes.

Page 36: Á meðan ljósin loga
Page 37: Á meðan ljósin loga
Page 38: Á meðan ljósin loga

Á meðan ljósin loga

Ljóð og textarGuðmundur R Lúðvíksson

Reykjanesbæ

2008

1. Á meðan ljósin loga2. Ljósanótt3. Gönguferð um bæinn4. Svefngangan5. Tíminn líður6. Fjöruferð7. Gamlir hlutir í bænum8. Sjómennirnir okkar9. Sagan af Tuma10. Manstu11. Vorið á næsta leiti12. Nýtt barn í heiminn13. Innri Njarðvík14. Ljóð til þín15. Ljóð til þín um X16. Ljóð til þín um náttúruna17. Ljóð til þín um stein18. Ljóð til þín um fjöll19. Ljóð til þín um hundinn minn