5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666...

32
1 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 Þurfum að eiga samtal Sveitarfélögin verða að fá hlutdeild í veltusköttum Mikilvægt að halda í sérstöðuna Í 75 ár!

Transcript of 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666...

Page 1: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

1

5 . T B L . 7 5 . Á R G A N G U R 2 0 1 5

Þurfum að eiga samtalSveitarfélögin verða að fá hlutdeild í veltusköttum Mikilvægt að halda í sérstöðuna

Í 75 ár!

Page 2: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK rekur stærsta dreifikerfi raforku hér á landi, en lengd háspennuhluta þess er um 8.700 km. Í þéttbýli er allt í jarðstrengjum og frá árinu 1991 hefur kerfið í dreifbýli verið markvisst endurnýjað ofan í jörð. Nú þegar 53% dreifikerfisins er komið í jörð hefur afhendingaröryggi í dreifbýlinu aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega.

www.rarik.is

Page 3: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com
Page 4: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

4

5 Forystugrein – Fjármál sveitarfélaga og

flutningur verkefna – Halldór Halldórsson

6 Verkefnið “Brothættar byggðir”

skilar árangri

6 Um 1.600 íbúðir byggðar í Garðabæ

8 Þurfum að eiga samtal

16 Sveitarfélögin verða að fá hlutdeild

í veltusköttum

22 Flateyingar vilja tengjast Snæfellsnesi

22 Leiðrétting: Engin gjaldfrjáls aðstaða

fyrir Eykon Energy við Mjóeyrarhöfn

23 Reykjavíkurborg eignast þrjár lóðir

Faxaflóahafna

24 Mikilvægt að halda í sérstöðuna

29 Loftlína og jarðstrengir yfir hálendið

talin besti valkosturinn

30 Nýtt svæðaskipulag á Snæfellsnesi

Efnisyfirlit

Út gef andi:

Sam band ís lenskra sveit ar fé laga

Borgartúni 30, 5. hæ›

105 Reykja vík · Sími: 515 4900

sam band@sam band.is · www.samband.is

ISSN-0255-8459

Rit stjór ar:

Magn ús Kar el Hann es son (ábm.) · magn us@sam band.is

Bragi V. Berg mann · [email protected]

Rit stjórn:

Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri

Símar: 461 3666 og 896 8456 · [email protected]

Bla›amaður:

Þór›ur Ingimarsson - [email protected]

Aug l‡s ing ar:

P. J. Marka›s- og augl‡singaþjónusta

Sím ar: 566 8262 & 861 8262 · [email protected]

Um brot:

Fremri Almannatengsl

Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri

Prent un:

Prentmet

Dreif ing:

Pósthúsið

Forsí›an:

Forsíðumyndin er tekin um sólsetur í Stykkishólmi.

Í blaðinu er m.a. fjallað um nýtt svæðaskipulag á

Snæfellsnesi sem samþykkt var af fimm sveitarfélögum

á Snæfellsnesi í árslok 2014. Í því er tekið mið af stærð

samfélagsins og einnig um margt einstakri náttúru

byggðarlagsins og menningararfi.

Mynd: Agnar Björnsson.

Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út

8 sinnum á ári.

Áskriftarsíminn er 461 3666.

Page 5: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

Forystugrein

Fjármál sveitarfélaga og flutningur verkefna Þróun í fjármálum nær allra sveitarfélaga landsins hefur verið jákvæð undanfarin ár. Þau sýndu mikið aðhald og ábyrgð í kjölfar fjármálakreppunnar og hafa uppskorið eins og til var sáð. Reksturinn hefur batnað, framlegð úr rekstri hefur aukist og skuldir verið lækkaðar með markvissum hætti. Sveitar-félögin lúta ströngum fjármálareglum. Reynslan hefur sýnt að slíkar reglur eru af hinu góða því þær veita mikið aðhald í rekstrinum og eru stöðug áminning um að gæta fyllstu ráðdeildar. Þær veita einnig aðhald gegn nýjum verkefnum því íbúarnir kalla endalaust eftir slíku og stundum erfitt fyrir sveitarstjórnarmenn að standast slíkan þrýsting.

Batnandi afkoma flestra sveitarfélaga landsins er vissulega fagnaðarefni þó að ákveðnar blikur séu nú á lofti vegna mikilla launahækkana á markaði. Enda koma aldrei tímabil í rekstri sveitarfélags þar sem hægt er að slaka á í aðhaldi að rekstrinum.

Það er ennþá áhugi til staðar fyrir því að sveitarfélögin yfirtaki þjónustu við aldraða og ennfremur hefur verið bent á að málefni framhaldsskóla væru betur komin hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Slíkar verkefnatilfærslur geta þó ekki orðið að veruleika fyrr en búið er að ganga algjörlega frá fjármögnun á málefnum fatlaðs fólks en vinna vegna þess stendur nú yfir og samningaviðræður framundan við ríkisvaldið um það stóra mál.

Þessi áhugi fyrir því að sveitarfélögin taki til sín fleiri verkefni er fullkomlega eðlilegur. Landsmenn vilja þjónustuna sem næst sér. Fjölmörg verkefni eru því eða væru betur komin í höndum metnaðar-fullra sveitarfélaga en ríkisins. Gallinn við flutning viðamikilla verkefna á milli stjórnsýslustiga er hins vegar sá að hann tekur langan tíma og jafnan þarf að bíða lengur en áætlað er í upphafi eftir að raunveruleg niðurstaða um kosti og galla verkefnisins liggi fyrir. Á það hefur líka verið bent að fagráðuneyti virðist telja sér óhætt að gera síauknar kröfur á sveitarfélögin án þess að tryggt sé að faglegar og fjárhagslegar forsendur séu fyrir hendi til þess að mæta slíkum kröfum. Fagráðuneytið gerir auknar kröfur en fjármálaráðuneytið tekur ekki skref í takt við fagráðuneytið til að fjármagna verkefnið.

Vandinn felst sem sagt ekki í verkefnaflutningnum sjálfum heldur því að full fjármögnun þjónustunnar fylgir ekki með.

Í þessu tölublaði Sveitarstjórnarmála er viðtal við Ásgeir Jónsson hagfræðing um fjármál sveitar-félaga. Þar segir hann sveitarfélögin þurfa nýja tekjustofna til þess að mæta nýjum verkefnum og bregðast við breyttum atvinnuháttum. Hann bendir t.d. á að allir skattar ferðaþjónustunnar renni beint í ríkissjóð og telur að breyta þurfi skattstofnunum á þann veg að sveitarfélögin fái ákveðna hlutdeild í veltusköttum. „Íslenska skattkerfið er að svo miklu leyti byggt á veltusköttum að óraun-hæft er orðið að sveitarfélögin eigi þar enga aðkomu, þrátt fyrir vaxandi verkefni og sífellt fleiri þjónustustörf innan sinna vébanda,” segir Ásgeir. Þetta er áhugaverð afstaða og að mörgu leyti í samræmi við stefnu sambandsins um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Halldór Halldórsson,formaður

Vantar þig dælu? Við höfum úrvaliðStórar dælur - Litlar dælur

Góðar dælur - Öruggar dælurGæði - Öryggi - Þjónusta

Page 6: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

6

Tólf byggðarlög sóttu um að fá að vera hluti af verkefni Byggðastofnunar, „Brothættar byggðir“ vorið 2014. Af þeim voru Kópasker, Grímsey og Hrísey samþykkt sem þátttakend-ur. Áður höfðu Raufarhöfn, Breiðdalshreppur, Bíldudalur og Skaftárhreppur orðið þátttak-endur í verkefninu.

Byggðastofnun kom verkefninu af stað fyrir þremur árum með það að markmiði að leiða fram skoðanir íbúa á hverjum stað á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, við-komandi sveitarfélög, brottflutta íbúa og aðra sem komið gætu til greina.

Verkefnið hófst á Raufarhöfn í Norð-urþingi en nær nú einnig til Bíldudals í Vestur-byggð, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps auk Kópaskers í Norðurþingi og eyjanna tveggja sem tilheyra nú Akureyrarkaupstað.

Byggðastofnun fær 50 milljóna króna fjár-framlag á ári til verkefnisins og hefur 150 milljónum króna þegar verið varið til þess en það er hluti af byggðaáætlun sem var lögð fram í desember 2013 og gildir til 2017.

Tveggja daga íbúaþing

Fulltrúar Byggðastofnunar sitja í verkefnis-stjórn á hverjum stað auk fulltrúa viðkom-andi sveitarfélags og landshlutasamtaka sveitarfélaga og einnig fulltrúar atvinnuþró-unarfélaga og íbúa. Öll eiga þau svæði sem

verkefnið nær til það sameiginlegt að þar hefur fólki fækkað umtalsvert og meðalaldur íbúa hækkað.

Leitast er við að byggja á þeirri reynslu sem þegar hefur fengist, þannig að verkefnið geti orðið að viðvarandi áætlun til að taka á alvarlegum vanda einstakra byggðarlaga vegna vanda í atvinnulífi og neikvæðrar íbúa-þróunar.

Í upphafi verkefnisins á hverjum stað er haldið íbúaþing. Á þingunum er staða byggðarinnar rædd og fjallað um leiðir til úrlausna. Lögð er áhersla á að íbúarnir sjálfir leggi til umræðuefni og fjalli um mikil- vægi þess hvað kemur fram. Eftir það er byggt á niðurstöðum íbúaþinganna og

skilaboð þeirra höfð til hliðsjónar þegar málum er síðan fylgt eftir við stofnanir og ríkisvaldið.

Hvað er til ráða?

Á íbúaþingunum hefur jafnan komið fram að efla verði atvinnulífið. Án þess væri ómögu-legt að stöðva og vinda ofan af þeirri þróun sem verið sé að takast á við. Þau sjónarmið komu m.a. fram á Raufarhöfn að meiri fiskveiðiheimildir þyrfti til þess að skapa grundvöll fyrir stöðuga vinnslu sjávarafla en einnig yrði að vinna að vaxandi ferðaþjón-ustu.

Fleiri vilja gerast þátttakendur

Mat aðstandenda er að verkefnið hafi þegar skilað umtalsverðum árangri við að virkja heimamenn auk þess sem nauðsynlegt sé fyrir byggðarlög að sameinast um að sækja meiri stuðning við atvinnu- og mannlíf í heimabyggð.

Ljóst er að fleiri hafa áhuga á að verða þátttakendur í þessu verkefni og þörfin er fyrir hendi. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur m.a. sóst eftir þátttöku vegna Hofsóss og lýsti atvinnu- og menningarmálanefnd Skaga-fjarðar því yfir að Sveitarfélagið Skagafjörður ætti í samvinnu við Byggðastofnun að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til verkefnisins til þess að fleiri staðir gætu orðið þátttak-endur.

Verkefnið „Brothættar byggðir“ skilar árangri- Fleiri vilja gerast þátttakendur

Fréttir

Frá Raufarhöfn.

Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Garðabæ á næstunni. Gert er ráð fyrir að um sextán hundruð íbúðir verða byggðar í Urriðaholti í Garðabæ á næstu árum auk þess sem víðar er verið að byggja í bæjarlandinu.

Umtalsverður hluti þeirra íbúða sem fyrir-hugað er að byggja verða í fjölbýlum. Um helmingur þeirra íbúða, eða um 800 sem byggja á í Urriðaholti, mun verða í fjölbýl-ishúsum en einnig er gert ráð fyrir byggingu parhúsa, raðhúsa og einbýlishúsa og með því á að auka fjölbreytni þeirra íbúðakosta sem í boði verða í bæjarfélaginu.

Um 1.600 íbúðir byggðar í Garðabæ

Hofstaðabraut og miðbær Garðabæjar.

Page 7: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

7

Ótakmörkuð símtöl og sms fyrir starfsfólk

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa valið Vodafone RED Pro og skipt

RED Pro fyrir þitt fyrirtæki

VodafoneVið tengjum þig

GAGNAMAGN

10 GB

5 GB

1 GB

GAGNAMAGN

RED Pro RED Pro RED Pro

GAGNAMAGN

ÁHYGGJULAUSTÓTAKMARKAÐ EINFALT

Er þitt starfsfólk á réttri leið?Hafðu samband við þinn viðskiptastjóra hjá Vodafone eða hjá fyrirtækjaþjónustu í síma 599 9500 og fáðu upplýsingar og tilboð í RED Pro fyrir þitt fyrirtæki.

Kjarabót fyrir fjölskyldurStarfsfólk í Vodafone RED Pro getur fengið aðgang að RED Family og RED Young fyrir fjölskylduna og þannig lækkað fjarskiptakostnað án aukakostnaðar fyrir fyrirtækið.

Page 8: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

8

Halla Steinólfsdóttir var kjörin í stjórn

Sambands íslenskra sveitarfélaga á

landsþingi þess á Akureyri á síðastliðnu

hausti. Í framhaldi af því var hún kosin

varaformaður sambandsins. Halla hefur

setið í sveitarstjórn Dalabyggðar frá

2006 að sveitarfélagið varð til við sam-

einingu nokkurra hreppa á norðanverðu

Vesturlandi og hafði einnig komið

nokkuð að sveitarstjórnarmálum áður.

Kunnust er Halla þó fyrir rekstur bús

þeirra hjóna; hennar og Guðmundar

Gíslasonar í Ytri-Fagradal í Dölum þar

sem þau hafa farið ýmsar ótroðnar

slóðir, meðal annars að ala lömb á

hvönn til þess að bragðbæta afurðirnar.

Halla settist niður með tíðindamanni á

kaffibarnum á Hótel Sögu einn morgun

á dögunum – sagði að það væri svolítið

bændalegt að hittast þar.

Fyrst var náð í kaffi amerikanó og að því fengnu barst talið vestur í Dali. „Já, ég er uppalin í Ytri-Fagradal. Ég fluttist reyndar burt þegar ég var sextán ára og það liðu sjö ár þar til ég kom aftur. Það er yndislegt að vera í sveitinni enda umhverfið fallegt. Auk sauðfjárins höldum við nokkrar hænur fyrir okkur sjálf og eigum þrjá hunda. Börnin okkar eru uppkomin og stunda nám í Reykjavík. Því erum við hjónin bara tvö eftir,“ var svarið við fyrstu spurningunni.

Að hafa áhrif á samfélagið

„Ég er á föðurleifðinni en var reyndar ekkert ákveðin í að gerast bóndi á yngri árum. Um tíma leit fremur út fyrir að yngri bróðir minn

tæki við búinu en ég. En þegar ég var orðin ein eftir heima þá bauðst þetta tækifæri og mér fannst ég ekki geta hafnað því. Ég gjör-þekkti þetta samfélag og sá fyrir mér að nota-legt yrði að ala börnin upp í sveitinni en þau voru komin til sögunnar þegar við ákváðum að hefja búskap.“

Hún segist líka hafa haft áhuga á að hafa áhrif á samfélagið og það leiddi til þess að hún fór að taka þátt í ýmsum félagsstörfum. „Þennan áhuga hef ég enn en ég hef aldrei verið fyrir að staðsetja mig í neinum flokki.

Ég er mikið meira fyrir að fá fólk til þess að ræða málin og starfa saman. Ég datt inn sem varamaður í hreppsnefnd 1994 og settist síðan í sveitarstjórn Dalabyggðar þegar það sveitarfélaga var stofnað upp úr samein-ingu.“

Sveitarfélag úr Hvalfjarðarbotni í Gilsfjarðarbotn

Talið berst að sameiningu sveitarfélaga sem Halla segir að sé ekki komin á endastöð, þótt hægt hafi á henni eftir nokkurt átak sitt

Sveitarstjórnarmál

Þurfum að eiga samtal

Halla Steinólfsdóttir við embættisstörf sem formaður Menningarráðs Vesturlands við úthlutun styrkja 2012. Mynd: Valdís Einarsdóttir.

Page 9: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

9

SVEITARFÉLÖG

Árangursríkari fjármálastjórnun

Stjórnun fjárhagsupplýsinga hefur sjaldan verið jafn mikilvæg fyrir velgengni sveitarfélaga og nú. KPMG hefur þróað lausn sem ætlað er að mæta þörfum

stjórnenda, fjármálastjóra og annarra starfsmanna sveitarfélaga um skilvirkara upplýsingaflæði.

Hafðu samband við Ólaf Örn í síma 545 6289 eða [email protected]

kpmg.is

Page 10: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

10

hvoru megin við liðin aldamót. Menn verði að horfa til lengri framtíðar og þeirra verk-efna sem sveitarfélögin þurfa að fást við.

„Mín framtíðarsýn er að svæðið frá Hval-fjarðarbotni að Gilsfjarðarbotni myndi eitt sveitarfélag í framtíðinni. Ég geri mér grein fyrir að slík sameining mun ekki eiga sér stað alveg á næstunni og þarf ef til vill að verða í áföngum eins og sumar af þeim sam-einingum sem þegar hafa orðið. Byrjunin gæti hafist með sameiningu sveitarfélaga vestra; Dalabyggðar, Reykhólahrepps og

Árneshrepps á Ströndum. Litlu sveitarfélögin ráða ekki við þau verkefni sem þeim er ætlað að leysa nema með samstarfi og því tel ég að þetta samstarf eigi eftir að aukast. Ef til vill er virkasta leiðin til sameininga í framtíðinni sú að auka samstarfið sem síðar geti leitt til sameiningar. En samtal þarf einnig að koma til.“

Þjóðfundur á Vesturlandi

„Ég tel að koma ætti á eins konar þjóðfundi sveitarfélaganna á Vesturlandi – á því svæði

sem ég nefndi áðan á milli tveggja fjarðar-botna og halda hann jafnvel á hverju ári,“ segir Halla og bætir við að sveitarfélögin geti gert margt saman og nauðsynlegt sé að halda þjónustunni heima.

„Fólk eldist hér eins og annars staðar. Það vill eyða ævikvöldinu heima en þurfa ekki að flytjast á brott til stofnana í öðrum og fjar-lægari byggðum. Við verðum að geta boðið upp á hjúkrunarheimili fyrir þá sem þess þurfa. Við erum með Silfurtún sem er hjúkr-unarheimili og svo er heimili fyrir geðfatlaða á Fellsenda. Það er ekki endurhæfingarheim-ili eða hugsað til þess að hjálpa fólki sem býr við geðraskanir út í lífið á ný – mikið fremur sem dvalarstaður fyrir þá sem ekki eiga aftur-kvæmt þaðan af heilsufarsástæðum.“

Halla segir að jörðin Fellsendi hafi verið gefin og upphaflega ætluð til þess að koma þar upp hjúkrunarheimili. „En á endanum var komið þarna upp heimili fyrir veika geð-sjúklinga sem tvísýnt er um að nái bata. Þarna starfar geðhjúkrunarfræðingur og þessi starfsemi er til fyrirmyndar að mínu viti.“

Erfitt að sjá á eftir krökkunum

Halla segir vel hafa tekist til með skólamálin í sveitarfélaginu. Nú sé hægt að bjóða heild-stæðan skóla frá 12 mánaða aldri upp í 10. bekk grunnskóla. Einnig hafi verið boðið upp á framhaldsdeild en nú hafi æxlast svo til að krakkarnir hafi farið út og suður og því ekki grundvöllur til þess að starfrækja hana í vetur.

„Mér finnst að heppilegra hefði verið að koma framhaldsdeildinni af stað strax vegna þess að við vorum búin að berjast í því máli. En krakkar á þessum aldri eru farnir að leita eftir ákveðnum námsbrautum sem ekki er hægt að bjóða í þessu skólahaldi. Hitt er annað mál að það er erfitt að þurfa að senda krakkana að heiman eftir 10. bekkinn, þótt ég hafi hleypt heimdraganum snemma. Það getur reynst kostnaðarsamt og þau eru á við-kvæmum tíma í lífinu. Það er erfitt að sjá á eftir þeim fyrr en þau hafa náð að minnsta kosti 18 ára aldri.“

Sveitarstjórnarmál

Þessi mynd er tekin í Tjarnarlundi í tilefni viðburðar sem kallaðist „Handritin alla leið heim” en þar kynnti Halla þátttakendur. Mynd: Valdís Einarsdóttir.

Page 11: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

11

Sömu laun fyrir sömu vinnu

Til að hljóta gullmerki jafnlaunaúttektar

PwC þarf launamunur að vera minni

en 3,5%. Gullmerkið er staðfesting

á framúrskarandi árangri handhafa þess

í launamálum kynjanna og framlagi

í þágu launajafnréttis.

Til hamingju með gullmerkið

2015

PwC ráðgjöf – sérfræðingar í launum

Hafðu samband við PwC | Skógarhlíð 12 | 105 Reykjavík | Sími 550 5300 | www.pwc.is

Page 12: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

12

Halla segir sín börn farin úr hreiðrinu og þau Guðmundur ein eftir. „Við fáum hjálp við ýmis verk, einkum á álagstíma um sauð-burð og göngur og réttir, en að öðru leyti erum við mest í þessu ein.“

Leiðsögumaður í leiðinni

Engin mjólkurframleiðsla er í Ytri-Fagradal heldur byggja þau búskap sinn á sauðfjár-rækt. Mjólkurframleiðsla er þó stunduð á jörðum í Dölum og Mjólkursamsalan er með vinnslustöð í Búðardal. Halla bætti leiðsögu-mannsréttindum í athafnaflóru sína á liðnu ári og kveðst dugleg að segja fólki frá sveitinni sinni og nágrenni hennar.

„Ferðaþjónustan er líka stöðugt að aukast. Það eru komin nokkur dugandi ferða-þjónustufyrirtæki í Dalina og í Búðardal er bæði gisti- og kaffihús. Talsvert er um bændagistingu í sveitunum og svo get ég nefnt Laugar í Sælingsdal þar sem lengi hefur verið rekin ferðaþjónusta.“

Halla nefnir ennfremur að aðdráttarafl Eiríksstaða, þar sem Eiríkur rauði bjó og

Leifur Eiríksson er talinn hafa fæðst, hafi aukist, einkum vegna þess á hvern hátt hann tengist sögunni. „Annars tel ég að við eigum óplægðan akur að yrkja þegar kemur að sögutengdri og ekki síst kvennasögutengdri ferðaþjónustu. Hér var Guðrún Ósvífursdóttir, sem er ein burðarpersónan í Laxdæla sögu, Auður djúpúðga og síðast en ekki síst Ólöf ríka Loftsdóttir, kona Geirmundar Heljar-skinns. Við getum séð hvernig Rangæingar hafa gert sér mat úr söguslóðum Njálu og hún teygir anga sína líka í Dalina. Það hafa alltaf búið sterkar konur í Dölunum og við eigum að kynna þann menningararf fyrir fólki sem leggur leið sína til okkar.“

Þurfum að standa betur að baki mannauðnum

Búðardalur er eina þéttbýlið í Dalabyggð með um 250 íbúa. Þegar Halla er innt eftir framtíðarsýn Dalamanna segir hún hana einkum byggjast á því að fólk vinni meira saman. Hún sjái ekki fyrir sér hvernig annað sé hægt.

Sveitarstjórnarmál

Halla er sauðfjárbóndi með meiru. „Það hafaalltaf verið sterkar konur í Dölunum,”

segir hún m.a. í viðtalinu.

Ytri-Fagridalur í Dölum. Föðurleifð og býli Höllu og Guðmundar eiginmanns hennar. Mynd: Helgi Skúlason.

Page 13: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

13

Bílastæða stólpar

Níðsterkir og sveiganlegir plaststólpar sem gefa eftir valda ekki tjóni við árekstur. Einnig niðurfellanlegir stálstólpar.

AðgangsslárRými býður hágæða aðgangs–stýringar frá fyrirtækjum sem eru leiðandi á heimsvísu.

...fyrir alla muni

SorptunnurÝmsar gerðir af sorptunnum.Einnig flokkunartunnur.

VerkstæðiVerkfæraskápar og vinnuborð fyrir áhaldahús, ýmsar gerðir.

„Aðgengi fyrir alla“

Ráðgjöf uppsetning og þjónusta á öllum tegundum lyfta. Við höfum sérstöðu á sviði sætis– og hjólastólalyfta.

Hillukerfi ...fyrir alla muni

Áratuga reynsla af hönnun og ráðgjöf á hillukerfum fyrir geymslur, bókasöfn og skjöl.

Munaskápar Hágæða fata– og munaskápar fyrir sundstaði, íþróttahús og skóla í ýmsum útfærslum.

Skoðið tilboðin okkar á rymi.is og á facebook

Hagkvæmar og vandaðar

lausnir fyrir sveitarfélög

Rými ehf. | Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík | s. 511 1100 | www.rymi.is | [email protected]

Page 14: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

14

„Við eigum mannauðinn en þurfum að standa betur fjárhagslega að baki honum. Við þurfum að efla ferðaþjónustuna og einnig nýsköpun hjá einstaklingum. Ég tel að við eigum fullt af tækifærum. Við búum í um 200 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og það er stutt til annarra landa ef þannig er litið á málin. Við erum svona á jaðrinum á nafla alheimsins. Þótt ég sé heimakær og líði vel í heimahögum þá hef ég alltaf verið dálítil flökkukind í mér. Mér finnst það fara ágæt-lega saman.“

Halla segir að fólk verði að hugsa meira á víðari vísu; líta yfir bæjarlækinn og horfa á málin í alþjóðlegu samhengi. „Mér finnst nauðsyn samvinnunnar aldrei of ítrekuð. Enn er of stutt í hrepparíginn. Bundin af honum komumst við ekkert áfram. Fólk er alls staðar eins. Þetta á jafnt við um sveitarfélögin og aðra. Samvinnan er eitt stærsta mál í byggða-þróun hér á landi.“

Þurfum að eiga samtal

Halla tók sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi þess á Akureyri haustið 2014 og var kosin varaformaður í framhaldi af því. Hún segist vona að sér auðnist að gera gagn á þeim vettvangi en til

þess verði að hafa ákveðna sýn á hvernig mál eigi að þróast. Útkoman þurfi að vera til gagns fyrir land og þjóð.

„Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið samstarfsvettvangur sveitarfélaganna í sjö áratugi. Ég tel þennan samstarfsvettvang nauðsynlegan og að hann þurfi að efla þótt við verðum líka að leyfa sem flestum röddum að heyrast.“

Hún segir mörg mál brenna á okkur

Íslendingum. „Ég var stödd á umhverfisþingi fyrir skömmu þar sem meðal annars var rætt um súrnun hafsins. Og þá spyr maður sig hvaða áhrif það kunni að hafa á fiskinn sem lengi hefur verið ein aðalundirstaðan í lífi okkar. Og þótt við Dalamenn lifum ekki á fiskveiðum eða á fiskútflutningi þá eru þetta mál sem koma okkur öllum við. Við þurfum líka að finna út hvernig við ætlum að koma fram á alþjóðavettvangi. Við erum hluti af þessu stóra dæmi sem er í kringum okkur. Um þetta þurfum við að eiga samtal,“ segir Halla Steinólfsdóttir að lokum.

Sveitarstjórnarmál

Hluti af myndarlegum fjárstofni Ytri-Fagradalshjónanna.

Mynd: Helgi Skúlason.

Búðardalur.

Halla segir Dalamenn eiga ónýtta fjársjóði í sögunni og einkum í sögu kvenna. Ein þeirra var Guðríður Þorbjarnardóttir sem talin var víðförlasta íslenska

konan í fornöld. Hún er talin hafa fætt Leif heppna, son þeirra Eiríks rauða á Eiríksstöðum í Dölum.

Page 15: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

15

- snjallar lausnir

Wise lausnir ehf.Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Við erum sérfræðingar í lausnumfyrir sveitarfélög

Ein samþætt lausn fyrir Microsoft Dynamics NAV.

NAV í áskrift er hagkvæm og þægileg lausn sem hentar öllum sveitarfélögum

og gefur kost á viðskiptalausnum í mánaðarlegri áskrift.

* Office 365 fylgir með frítt til 1. júlí 2018 ef keypt fyrir 30 júní 2016.

Aðgangur að Office 365 fylgir með Microsoft

Dynamics NAV í áskrift.*

Page 16: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

16

Ásgeir vék fyrst að sögu þéttbýlismyndun-ar á Íslandi og minnist þeirra tíma þegar efst var í hugum manna að sveitir og bæir gætu ekki verið saman í sveitarfélagi vegna ólíkra hagsmuna. Þannig að um leið og einhver vísir myndaðist að þéttbýli var komið á sér-stöku sveitarfélagi. Þetta hafi leitt til mikillar fjölgunar sveitarfélaga á tímabili þegar bæir voru að myndast. Kraftar landsbyggðar-innar dreifðust og sveitarstjórnarstigið varð

Sveitarfélögin verða að fá hlutdeild í veltusköttum

Fjármál sveitarfélaga

„Sveitarfélögin þurfa að fá nýja tekjustofna til þess að mæta nýjum verkefnum og

bregðast við breytingum í atvinnuháttum þar sem þjónustugreinar eru nú orðnar leið-

andi á landsbyggðinni. Einfaldast væri að mínu mati að þau fái hlutdeild í veltuskött-

unum, hvernig sem menn vilja útfæra það nánar,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðing-

ur. Hann segir að ef þetta verði ekki gert séu hugmyndir um verkefnaflutning frá ríki

til sveitarfélaga aðeins tal út í tómið. Ásgeir spjallaði við Sveitarstjórnarmál í tilefni af

fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Ásgeir lofar mjög gott starf við að sameina sveitarfélögin á liðnum árum en segir þá vinnu þó ekki alla að baki:

„Gamla meinlokan lifir ennþá hér og hvar um landið.“

Page 17: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

17

almennt séð vanburða. Þannig hafi þessi rammíslenska „apartheid“-stefna um aðskiln-að sveita og bæja orðið til þess að ýta undir miðstýringu og til þess að ægishjálmur höfuðborgarinnar varð enn stærri hvað varð-aði stjórnsýslu og opinbera þjónustu.

„Á síðustu árum hefur verið unnið mjög gott starf við að sameina sveitarfélög og skapa grundvöll fyrir faglegri, fjölbreyttari og hagkvæmari þjónustu fyrir íbúa. Sú vinna er þó ekki öll að baki – gamla meinlokan lifir ennþá hér og hvar um landið,“ segir hann.

Hlutdeild í veltusköttunum

Ásgeir segir að sveitarfélögin þurfi tekju-stofna sem dugi fyrir rekstri þeirra. „Sveit-arfélögin hafa útsvarið sem er bundið hlutfall af tekjusköttum og síðan fasteignaskattana sem miðast við fasteignaverð á hverjum tíma. Í aðra sjóði geta þau tæpast leitað nema í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þessi tekjumynd-

un þeirra dugar ekki lengur til í því ljósi að verkefnum sveitarfélaga fjölgar sífellt, enda hafa kröfur íbúanna um nærþjónustu breyst gríðarlega á aðeins einum til tveimur ára-tugum.“

Hann segir að nú velji fólk sér búsetu eftir þjónustustigi í auknum mæli, sem hljóti að setja verulegan þrýsting á sveitarstjórnir. „Á sama tíma eru að eiga sér stað breytingar á atvinnuháttum með vexti þjónustugreina er hafa litla fjárbindingu og nýta mikið árstíða-bundið vinnuafl sem hefur ekki heimilisfestu á viðkomandi stað. Þannig eru mörg sveitar-félög í þeirri stöðu að innan þeirra vébanda á sér stað gríðarlega hröð atvinnuuppbygging í ferðaþjónustu sem jafnvel kallar á mikinn útlagðan kostnað en skilur samt eiginlega engar tekjur eftir í sveitarsjóði.“

Ásgeir bendir á að allir skattar ferðaþjón-ustunnar – allt frá áfengisgjaldi, bensíngjaldi og til virðisaukaskatts renni beint í ríkissjóð.

„Því þarf að huga að nýjum leiðum til tekju-öflunar og ég fer ekkert leynt með þá hugs-un að breyta þurfi skattstofnunum á þann veg að sveitarfélögin fái ákveðna hlutdeild í veltusköttum. Íslenska skattkerfið er að svo miklu leyti byggt á veltusköttum að óraun-hæft er orðið að sveitarfélögin eigi þar enga aðkomu, þrátt fyrir vaxandi verkefni og sífellt fleiri þjónustustörf innan sinnan vébanda.“

Njóta ekki tekna af vaxandi ferðaþjónustu

Atvinnumál ber á góma og Ásgeir bendir á að núverandi tekjustofnar sveitarfélaga geti skapað ranga hvata varðandi atvinnuupp-byggingu og leitt til þess sem kallað hefur verið kappsund að botni (e. Race to the bottom) á milli sveitarfélaga hvað varðar undanþágur frá sköttum og veitingu annarr-ar fyrirgreiðslu til þess að laða til sín fjár-magnsfrekan iðnað.

Skemmtiferðaskip við bryggju á Akureyri. Ásgeir bendir á að allir skattar ferðaþjónustunnar – allt frá áfengisgjaldi, bensíngjaldi og til virðisaukaskatts, renni beint í ríkissjóð. Mynd: BB.

Page 18: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

18

„Hugsunin að baki þessu er auðvitað sú að efla atvinnustigið og þar með að fjölga skattgreiðendum og innheimta fasteigna-gjöld. Hins vegar er raunin sú að þau störf sem geta aðeins skapast með yfirgripsmikl-um skattafríðindum og gríðarlegum opinber-um útgjöldum og ábyrgðum eru ekki hag-kvæm fyrir landið í heild. Það er eins og ein-hver undarleg nauðhyggja virðist reka menn áfram. Á sama tíma er ferðaþjónustan farin að skila miklum tekjum inn í landið en sveitarfélögin njóta þeirra tekna í mjög litlum mæli.“

Ásgeir segir að í raun beri sveitarfélögin töluverðan kostnað af þessum vexti ferða-þjónustunnar þar sem gerðar eru kröfur til sveitarfélaga um að búa í haginn fyrir ferða-menn, m.a. í ljósi þess að þau annast skipulagsmál og þurfa að leggja fram fjár-muni til ferðamannasvæða og -staða. „Þessu þarf að breyta. Það þarf að samstilla þróun atvinnulífsins og hagsmuni sveitarfélaga og það verður aðeins gert með því breyta tekju-stofnum þeirra.“

Landsbyggðinni haldið uppi af eftirstríðskynslóðinni

Ásgeir segir að þjónustugeirinn á lands-byggðinni hafi hrunið að miklu leyti um og upp úr 1980. „Ástæður þessa má annars vegar rekja til bættra samgangna sem hafa styrkt stærri staði sem miðstöð verslunar og þjónustu þar sem fólk hætti að versla í sinni heimabyggð. Hins vegar áttu undirstöðuat-vinnuvegirnir – sjávarútvegur og landbúnað-ur – í miklum erfiðleikum og stóðu frammi fyrir miklum samdrætti í framleiðslu. Og það hafði sjálfkrafa niðurdrepandi áhrif á þjón-ustugreinarnar í kringum þá.“

Ásgeir er fæddur 1970 og ólst upp úti á landi. „Fólkið af minni kynslóð tók sig upp og flutti „suður“ í stórum hópum og eftir situr stórt geil í mannfjöldasamsetningu landsbyggðarinnar þar sem við vorum. Nú er landsbyggðinni að miklu leyti haldið uppi af eftirstríðskynslóðinni sem fæddist á árabilinu 1946 til 1964.“

Landsbyggðin aftur orðin „svöl“

Hann segist sjá mörg teikn á lofti um að þetta sé að snúast við og ungt fólk sé nú að leita aftur út á land. „Það stafar af mörgum hlutum. Í fyrsta lagi hafa horfur sjaldan verið betri í hinum hefðbundnu atvinnugreinum á landsbyggðinni – sjávarútvegi og landbúnaði. Í annan stað hefur vöxtur ferðaþjónustu orðið til þess að endurreisa þjónustugeirann á landsbyggðinni, þó í aðeins breyttri mynd en áður var. Í þriðja lagi finnst mér eins og borgarkynslóðin, ungt fólk sem hefur ekki hugmynd um hvaðan það er ættað eða hvert sé sögusvið Eyrbyggju, sé nú að endurupp-götva landsbyggðina með sínum hætti.“

Ásgeir segir að þetta gerist í kjölfar þess að hinn vestræni heimur sé að uppgötva Ísland sem ferðamannastað og hvert erlenda frægðarfólkið á fætur öðru heimsæki landið og megi vart vatni halda. „Landsbyggðin er aftur orðin „svöl“ í hugum ungs fólks. Þá skiptir einnig máli að með eflingu sveitar-stjórna og auknum faglegum áherslum hafa mörg sveitarfélag náð að skapa þjónustustig sem er jafnvel mun betra en þekkist á suð-vesturhorninu. Allt þetta er nú að skila sér í því að landsbyggðin telst orðið mjög álitlegur búsetukostur fyrir ungt fólk.“

Gætu sveitarfélögin fengið hlutdeild í auðlegðargjaldi?

- En geta breytingar á atvinnuháttum unnið gegn búseturöskun og erfiðleikum í rekstri sveitarfélaganna?

Ásgeir segir að sjávarútvegurinn sé at-vinnugrein í stöðugri þróun. „Þær breyt-ingar sem hafa átt sér stað eru ekki að hluta reknar áfram af kvótakerfinu. Frjálsir fisk-markaðir og uppbygging vegakerfisins hefur orðið til þess að fiskiðnaður er ekki lengur háður því að vera þar sem aflanum er landað heldur hvar hagstætt er að vinna, eða koma afurðunum í sölu. Það er til dæmis engin til-viljun að fiskvinnslan skuli nú hafa safnast saman á hinum fornfræga iðnaðarkjarna í Eyjafirði og í kringum Keflavíkurflugvöllinn. Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að kvótakerfið er forsendan fyrir bæði hagkvæmni og aðlögunarhæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Það er ákaflega mikil-vægt að við náum sátt um kerfið. Einn liður í því gæti verið að sveitarfélögin fengju að njóta hlutdeildar af sérstöku auðlindagjaldi sjávarútvegsins.“

Vonlaust að keppa við Nýja-Sjáland

„Ef við víkjum aðeins að landbúnaðinum þá

Fjármál sveitarfélaga

Landsbyggðin er aftur orðin „svöl“ í hugum ungs fólks, að mati Ásgeirs Jónssonar. Myndin er tekin á handverkssýningunni að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit á liðnu sumri. Mynd: BB.

Page 19: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

19

held ég að bjartara sé yfir honum. Greinin nýtur jákvæðra hliðaráhrifa frá ferðaþjónust-unni þar sem við þurfum að fæða allt þetta fólk sem sækir okkur heim. Í stað þess að flytja afurðirnar út til neyslu, flytjum við fólk-ið inn til þess að neyta afurðanna hér.“

Hann segir að áherslurnar séu jafnframt að breytast. „Lengi vel var áherslan öll á eins-leitni og stærðarhagkvæmni til þess að reyna að keppa við Nýja-Sjáland. Það er og verður ætíð vonlaust. Þess í stað liggur framtíðin í sérvinnslu – og landspremíu á verðið. Sauðfjárbændur verða að leggja meiri áherslu á að vinna afurðir heima fyrir og efla mark-aðsstarf á borð við beint frá býli. Það eru einnig að eiga sér stað kynslóðaskipti í land-búnaði. Við erum að fá ungt fólk inn í grein-ina sem er fullt af áhuga og eldmóði. Ég sé ekkert annað en vöxt í íslenskum landbúnaði þegar ég lít fram á veginn; vöxt sem á að geta styrkt sveitarfélögin í viðkomandi byggðum.“

Aukin hverfavæðing á höfuðborgarsvæðinu

Ásgeir víkur því næst að höfuðborgarsvæð-inu sem hann segir að hafi breyst mikið á nokkrum áratugum. „Í fyrsta aðalskipulaginu frá 1962 var gert ráð fyrir aðskilnaði á milli staðsetningar búsetu, atvinnu og síðan þjón-ustu en fólk átti að komast á milli hratt og örugglega á stórum stofnbrautum. Þetta kerfi er að sligast undan álagi, bæði vegna fjölgunar bíla og útþenslu byggðarinnar. Ferðatími hefur vaxið verulega innan borgar-svæðis sem mun leiða til aukinnar hverfis-væðingar – þar sem staðsetning búsetu, atvinnu og þjónustu mun færast saman hjá fólki.“

Hann segist alveg geta séð fyrir sér að verslunin færist til baka inn í íbúðabyggðirn-ar, nálægt heimilum fólks. Á sama tíma spretti upp sérhæfðir atvinnukjarnar víða um höfuðborgarsvæðið: Iðnaðarhverfi á ytri mörkum byggðarinnar, fjármálaþjónusta í

Borgartúni og hátæknikjarni í kringum háskólana og í Garðabæ.

„Hin gamla miðborg Reykjavíkur – póst-númerið 101 – verður ferðaþjónustukjarni í bland við stjórnsýslu. Á sama tíma munu aðrar „heitar miðjur“ spretta upp til þess að sinna þjónustu og dægradvöl fyrir hina var-anlegu íbúa borgarinnar. Hið nýja aðal-skipulag Reykjavíkur, þar sem lögð er áhersla á aðra samgöngumáta en einkabíla, mun hraða þessari þróun. Eins og staðan er nú er Sundabraut eitt mikilvægasta hagsmunamál landsbyggðarinnar til þess að bæta aðgengið að höfuðborginni og þeirri stjórnsýslu sem þar er rekin.“

Mörk sveita og bæja þurrkast út

Ásgeir segir að stöðugt vaxandi samgöngur muni halda áfram að þurrka út mörkin á milli dreifbýlis og þéttbýlis. „Byggðin er bæði að þéttast inni í höfuðborginni sjálfri en að sama skapi er að dreifast úr henni um alla lands-

Ásgeir gerir sjávarútveginn að umtalsefni í viðtalinu og segir ákaflega mikilvægt að við náum sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. „Einn liður í því gæti verið að sveitarfélögin fengju að njóta hlutdeildar af sérstöku auðlindagjaldi sjávarútvegsins,“ segir hann. Myndin er tekin á Siglufirði í Fjallabyggð. Mynd: BB.

Page 20: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

20

byggðina þar sem töluvert er nú byggt að heilsársdvalarstöðum víða um sveitir.“

Hann segir 20. öldina hafa einkennst af mikilli og hraðri byggðaröskun sem gegn-sýrði stjórnmál tuttugustu aldar. „Ég tel hins vegar að ákveðnu jafnvægi hafi verið náð og tímar fjöldaflutninga innanlands séu að mestu liðnir, þótt einstakir staðir muni áfram bæði rísa og hníga eins og gengur.“

Samofinn hagur höfuðborgar og landsbyggðar

Ásgeir segir að staðreyndin sé sú að hagur höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé samofinn. „Allt tal um að skapa „mótvægi“ við Reykjavík eða að það þurfi að hefta vöxt borgarinnar ætti að heyra sögunni til. Landsbyggðin hagnast á sterkri höfuðborg að sama skapi sem höfuðborgin nýtur góðs af blómlegu baklandi.“

Hann segir þá aðferðafræði, að flytja grónar stofnanir hreppaflutningum út á land gegn vilja starfsmanna sem og faglegum rökum, bæði úrelta og skaðlega hugmynda-

fræði. „Þess í stað þarf að færa bæði vald og þjónustu til íbúanna sjálfra með eflingu sveit-arstjórnarstigsins og þá mögulega meiri aðstoð til smærri sveitarfélaga til að viðhalda samkeppnishæfu þjónustustigi. Áherslan í byggðastefnunni þarf að vera á það að byggja eitthvað nýtt í stað þess að reyna að brjóta niður það sem fyrir er.“

Mörg allt of fámenn sveitarfélög

- En hvernig snertir þetta sveitarfélögin, skipan þeirra og rekstur?

„Jú, þau eru mörg allt of fámenn og van-megnug og breytingar á skatttekjum leysa ekki þann vanda nema kannski að óverulegu leyti. Á sumum svæðum hefur tekist nokkuð vel til varðandi sameiningar. Ég vil nefna Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu sem dæmi um vel lukkuð ný sveitarfélög sem ég þekki sjálfur af eigin reynslu. Þá er oft svo að hnignun, og jafnvel hálfgert hrun, skapar oft forsendur fyrir endurreisn og endurnýjun þar sem tækifæri myndast fyrir nýjar greinar og nýtt fólk. Þetta á bæði við um einstök hverfi

sem byggðalög. Mér finnst suðurhluti Vest-fjarða vera dæmi um slíka Fönix-þróun, sem við vonandi munum sjá víðar á landsbyggð-inni.“

Snýst um að halda fólki á landinu

Þegar litið er til framtíðar eru það skipulags-málin sem verða hin stóru mál, að mati Ásgeirs, „og þá þarf að skoða hlutina í miklu stærra heildarsamhengi. Það er til dæmis mjög skaðlegt að sveitarfélögin sex hér á höfuðborgarsvæðinu skuli ekki vinna saman sem ein skipulagsheild. Það sem ég óttast er að byggðaröskun tuttugustu og fyrstu aldar muni snúast um að halda fólki á landinu. Og mögulega geti sú barátta verið bæði erfið og hörð. Í því samhengi skiptir ekki máli hvort staðurinn heitir Kópavogur eða Kópasker, svo framarlega sem fólk hefur góða vinnu og býr við góða þjónustu og traustar samgöng-ur,“ segir Ásgeir Jónsson að lokum.

Fjármál sveitarfélaga

„Sveitarfélögin þurfa að fá nýja tekjustofna til þess að mæta nýjum verkefnum... Einfaldast væri að mínu mati að þau fái hlutdeild í veltusköttunum, hvernig sem menn vilja útfæra það nánar,“ segir Ásgeir m.a. í viðtalinu.

Page 21: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

21

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

142

986

Þennan svip þekkjum við velÞetta er andartakið þegar viðskiptavinir

okkar sjá raunverulegan árangur

– setur nýjan svip á innheimtu

INKASSO INNHEIMTA

Til liðs við húseigendur

GUNNARSBRAUT 12 620 DALVÍK SÍMI: 460 5000 FAX: 460 5001 [email protected]

www.promens.is

Byggingarregluger›ir krefjast fless a› brunnar séu settir vi› allar n‡byggingar enda er miki› öryggi og kostna›ar hagkvæmni fólgin í a› hafa a›gang a› lögnum utanhúss vegna eftirlits og vi›halds.

Promens Dalvík framlei›ir Sæplastbrunna til frá veitu lagna úr polyethylene-efni (PE). Í Sæplast vörulínunni er fjölbreytt úrval brunna til a› mæta mismunandi notkunar kröfum. Brunnarnir eru fáanlegir í flremur flvermáls stær›um: 400 mm, 600 mm og 1000 mm. ATH. Hægt er að fá upphækkanir á alla brunna.

Fást í byggingavöruverslunum um land allt.

Promens rá›leggur a› ætí› sé leita› til faga›ila um ni›ursetningu á brunnum.

Page 22: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

22

A A

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

6

6

B B

Þjónusta við sveitarfélög í meira en 50 ár.

Mannvit veitir trausta og faglega ráðgjöf á sviði orku, iðnaðar og mannvirkja.

Árangur í verki

Íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa áhuga á að tengjast Snæfellsnesi og hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Flateyjar-hreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 en var þá sameinaður Reyk-hólahreppi og hefur verið hluti af honum síðan.

Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms. Bæjarráðið mun hafa tekið erindi Flateyinganna vel og sent erindið áfram til Reykhólahrepps og innan-ríkisráðuneytis. Síðan þá mun lítið hafa gerst í málinu annað en að ráðamenn Reykhóla-hrepps hafa gert sér ferð út í Flatey til við-ræðna við heimamenn.

Meiri samleið með Stykkishólmi

Flateyingar benda á að samgöngur við eyna fari í gegnum Stykkishólm og þangað sæki íbúarnir þjónustu sína. Þeir eigi því mun meiri byggðalega samleið með Hólminum en

Barðaströndinni í ljósi aðstæðna, hvað sem sögulegum tengslum þessara byggða líður.

Í dag eiga sjö manns lögheimili í Flatey og þar er heilsársbúseta. Eyjan er á hinn bóginn vinsæll sumardvalastaður. Þar eru um 35 hús

talin íbúðarhæf og getur íbúafjöldinn verið vel á annað hundraðið yfir sumartímann.

Þess má geta að fyrir rúmri öld bjuggu rúmlega 200 manns í Flatey og allt að 400 manns í Flateyjarhreppi.

Flateyingar vilja tengjast Snæfellsnesi

Frá Flatey á Breiðafirði.

Fréttir

Leiðrétting:

Engin gjaldfrjáls aðstaða fyrir Eykon Energy við MjóeyrarhöfnSá leiði misskilningur leiddist inn í frétt í 4. tölublaði Sveitarstjórnarmála 2015 að Eykon Energy hafi fengið vilyrði sveitarstjórn-ar fyrir gjaldfrjálsri aðstöðu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði.

Hið sanna er að engin slík fyrirgreiðsla um gjaldfrjálsa hafnaraðstöðu hefur verið ákveð-in eða veitt. Sveitarstjórnarmálum er ljúft og skylt að koma þessari leiðréttingu á framfæri um leið og hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-ingar. Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð.

Page 23: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, undirrituðu nýverið kaupsamning um kaup Reykjavíkurborgar á þremur lóðum Faxa-flóahafna. Þær eru í Gufunesi, á Geldinganesi og í Eiðsvík. Samanlagt kaupverð lóð-anna þriggja nemur tæplega 350 milljónum króna.

Þegar hefur verið auglýst eftir hugmynd-um um nýtingu lands og mannvirkja í Gufu-nesi og kveðst Dagur B. Eggertsson borgar-stjóri vera bjartsýnn á framtíð þess en ætlun-in er að efna til samkeppni um skipulag svæðisins nú í haust.

Ekki liggur fyrir hvernig borgin kemur til með að nýta landsvæðin á Geldinganesi og í Eiðsvík en einnig hefur verið auglýst eftir hugmyndum um nýtingu einstakra mann-virkja og lóða á þeim svæðum.

OneSystems®

sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057 www.onesystems.is | [email protected]

OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa

VELJUM

ÍSLENST - VELJUM ÍSLE

NSK

T -V

ELJUM ÍSLENSKT -

Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2,kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi.

Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.

OneSystems hefur hannað og rekur yfir 40 gagnvirkar þjónustugáttir af ýmsum toga, víðsvegar um landið hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum.

Þar á meðal eru: Íbúagáttir, starfsmannagáttir, nefndarmanna- og gagnagáttir.

Auktu aðgengi gagna og gagnsæi ákvarðanatöku með öruggu og rekjanlegum hætti. Stórauktu þjónustu án þess að auka yfirbyggingu og sparaðu með skilvirkari stjórnun mála.

Gagnvirkar þjónustugáttir

UpplýsingagáttPortal Information

Vefgátt fyrir íbúaCitizen

NefndarmannagáttCommittee

StarfsmannagáttEmployee

Self-ServicePortal ProjectVerkefnavefur

Reykjavíkurborg eignast þrjár lóðir Faxaflóahafna

Dagur B. Eggertsson og Gísli Gíslason undirrita kaupsamninginn.

Page 24: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

24

María Guðbjörg Jóhannsdóttir varði

nýlega meistararitgerð í skipulagsfræði

við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ritgerðin ber heitið „Rýnt í skipulagsein-

kenni þéttbýlisstaða í fjörðum á Íslandi –

Ísafjörður, Siglufjörður og Neskaup-

staður.“ Hún bar saman byggðarlögin

þrjú, sögu þeirra, borgarform og bygg-

ingarstíla til að varpa ljósi á einkennandi

skipulagseinkenni þeirra og helstu

áhrifavalda. Er eitthvað eitt öðru framar

sem mótar þróun þeirra eða mótuðust

byggðirnar fremur af mismunandi að-

stæðum á hverjum stað? Sveitarstjórnar-

mál hittu Maríu og forvitnuðust um

áhuga hennar á þessu máli og hvað

mætti lesa út úr niðurstöðum hennar.

„Áhugi minn á að skilja helstu einkenni þéttbýliskjarna á Íslandi varð til þess að ég valdi þetta verkefni þegar kom að því að velja viðfangsefni til meistaranáms. Ástæður þess að ég valdi nákvæmlega þessi þrjú byggðar-

lög en ekki einhver önnur eru einkum þær að þau eru sitt í hverjum landshlutanum. Ísafjörður á Vestfjörðum, Siglufjörður fyrir miðju Norðurlandi og Neskaupstaður á Austurfjörðum. Einnig skipti það sköpum að snjófljóðahætta er á öllum stöðunum en ég er frá Ísafirði og snjóflóð hafa haft mikil áhrif á þróun byggðarlaga fyrir vestan.“

Hún segir landfræðilegar aðstæður

byggðarlaganna þriggja að nokkru líkar. „Þau eru öll í fjörðum, byggð við sjó á þröngu undirlendi undir háum fjöllum og ljóst að nálægðin við sjóinn er sterkur valdur í tilurð þeirra. En undirlendið er líka mikil-vægt og eitt af því fyrsta sem ég rak mig á þegar ég fór af stað með rannsóknavinnu mína var mikilvægi þess og einnig hve land-fræðilegir staðhættir hafa mikil áhrif á þróun skipulags.“

Varð að fara ítarlega yfir söguna

María segist fyrst hafa farið í að kynna sér sögu byggðanna; leita fyrir sér í þeim heim-ildum sem eru skráðar um þær allt frá upp-hafi landnáms til nútímans og tengja söguna síðan við umhverfisþáttinn – landfræðilegar aðstæður, atvinnuþróunina á hverjum tíma og hver væru helstu skipulagseinkenni hennar.

„Ég varð að fara ítarlega yfir söguna; það hvernig samfélögin þróuðust hvert í sínum landshluta. Ég þurfti að finna út hvað væru sameiginleg söguleg einkenni og hvað væri með ólíkum hætti. Ég skoðaði líka strand-línuna á þessum stöðum og hvernig byggðin mótaðist af legu hennar. Þar kemur undir-lendið til sögunnar.“

Skipulagsmál

Mikilvægt að halda í sérstöðuna

María Guðbjörg Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Siglufjörður er þrengstur en Norðfjörður breiðastur. Undirlendi er í Skutulsfirði og á Siglufirði. Byggð er töluvert hærra staðsett í Neskaupstað en á Ísafirði og Siglufirði. Myndir: MGJ.

Page 25: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

25

María gerði margar stúdíur af hverjum stað fyrir sig. Hér á eftir fer lýsing hennar.

Þrjú vaxtarskeið

María segir að flokka megi byggðasöguna í þrjú vaxtarskeið. Fyrsta vaxtarskeiðið eru húsaþyrpingar sem hafi risið í nálægð við verslunarstaðina, á eyrunum fast við sjóinn. Þetta voru timburhús. Timburhúsaöldin hafi verið litrík og húsin fjölbreytt að stærð og gerð. Í fyrstu risu húsin án reglu og götur án tillits til náttúru fyrir utan göturnar næst strandlínunni.

Verslunarhús voru nokkuð mótandi afl á umhverfið og einnig hafði útvegsstarfsemin,

sem var meginundirstaða byggðanna, áhrif á uppröðun landnotkunarsvæða.

Módernismi í fjallshlíðum

Þegar farið hafi að þrengjast á eyrunum vegna smæðar undirlendisins hafi byggðin tekið að færast upp í hlíðarnar ofan eyranna. Annað vaxtarskeiðið mótast af legu landsins. Þá hafi þurft að taka meira tillit til landslags-ins og götur röðuðust í náttúrulegri línur. Meiri regla fylgdi lóðarformum og húsagerð. Fúnksjónalismi og módernismi eru helstu byggingarstílar í fjallshlíðunum.

Landbúnaðarland fer undir byggð

Í þriðja vaxtarskeiði eru fjallsrætur og hlíðar orðnar þéttbyggðar og byggðin tekin að dreifast lengra meðfram fjallshlíðunum, bæði inn firðina og út að fjarðarmynni. Snjó-flóðahættusvæði höfðu þar áhrif á hvernig byggðirnar uxu.

Vegna samdráttar í landbúnaði breyttist landnýting í fjörðunum og hafði það einnig áhrif á það hvernig byggðarlagið dreifðist. Formfastar lóðir og beinar götur eru ein-kennandi á þessu tímabili. Ílöng hús röðuð-ust eins niður á lóðir og raðhús og fjölbýl-ishús risu.

Árabátar, vélbátar og svo togarar

„Ég skoðaði breytingar sem urðu á hverju 25

Fyrsta vaxtarskeið: Timburhús byggð á sléttlendi og meðfram strandlínu.

Myndaröðin sýnir þéttbýlisstaðina þrjá á tímabilunum 1875-1899 og 1975-1999, þróun strandlínunnar og húsin sem risu. Þéttbýlismyndun á sér fyrst stað á Ísafirði um aldamótin 1800, á Siglufirði um miðja 19. öld

og á Norðfirði á seinni hluta 19. aldar.

Page 26: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

ára tímabili og tengdi við þær breytingar sem urðu á strandlínunni og atvinnuháttum á hverju tímabili. Þótt sjávarútvegurinn hafi ætíð verið undirstaðan þá þróaðist hann og breyttist með ýmsu móti,“ segir María.

„Í fyrstu réru menn á smábátum – jafnvel á árabátum, þá voru bryggjurnar margar og fjölbreyttar að stærð. En svo komu vélbátar og vélskip til sögunnar, þá stækkuðu bryggjurnar og lengdust. Á sjötta og sjöunda áratugnum kom svo togaraútgerðin til

sögunnar og hafði hún mikil áhrif á þróun strandlínunnar og hafnarsvæða þar sem beinar línur tóku við af náttúrulegum línum strandarinnar.“

Hún minnir á að Siglufjörður varð síldar-bær um tíma og gæti þess víða í þróunar-sögu hans. „Kaupmenn og útvegsmenn

höfðu mikil áhrif á þróun allra þessara bæja auk áhrifa einstakra manna.“

Sérstaðan er í elstu bæjarhlutunum

María hefur stuðst við borgarformfræði til þess að finna og draga fram sérkenni hvers staðar fyrir sig.

„Sérstöðu bæjarfélaganna er helst að finna í elstu hlutunum. Hana er að finna í gömlu götunum á eyrunum sem byggðust

Við tökum vel á móti þér

„Sérfræðingar í fjármálum sveitarfélaga“

Akureyri | Húsavík | Reykjavík | S 430 1800 | E [email protected] www.enor.is

Skipulagsmál

Annað vaxtarskeið: Steinsteypt, módernísk hús í fjallshlíðum.

Þriðja vaxtarskeið: Fábreyttari byggingarstílar og formfastar götur í jöðrum byggða.

Skálalaga gatnamót eru einkennandi í fjallshlíðum þéttbýlisstaða í fjörðum.

Page 27: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

27

að mestu upp án formlegs skipulags en mót-uðust af strandlengjunni og atvinnuháttun-um. Þarna er timburhúsabyggðin áberandi en eftir því sem tíminn leið, byggðin óx og færðist upp í hlíðarnar verður hún einsleitari. Teiknistofa ríkisins gaf til dæmis út teikningar til sveitarfélaga svo húsagerðin verður samb-ærilegri frá einu húsi til annars.“

María flokkaði landnotkun, lóðir og götur á stöðunum þremur. „Eitt af því sem ég fann fljótt út að væri einkennandi fyrir þéttbýlis-staði í fjörðum var götuformið. Götur raðast um tvær til fjórar upp fjallshlíðina, fyrst sam-hliða strandlínunni, endurtaka form neðstu götunnar en fara svo að mótast eftir hæðar-línum og mynda langar og bogadregnar götur. Skálalaga gatnamót er hlutfallslega mörg á Ísafirði, Siglufirði og í Neskaupstað meðan skálalaga gatnamót eru fáséð í þétt-býlisstöðum á sléttlendi.“

Mikilvægt að halda í sérstöðuna

María segir mikilvægt fyrir hvern þéttbýlis-stað að halda í sérstöðu sína. Hún bendir á að ný atvinnugrein hafi rutt sé til rúms og fari ört vaxandi; atvinnugrein sem byggi mikið á sérstöðu byggðanna og hvað þær hafi að bjóða sem aðrar byggðir hafi ekki.

„Þarna á ég að sjálfsögðu við ferðaþjón-ustuna. Ferðamenn vilja ekki fara og upplifa saman hlutinn aftur og aftur, einsleita bæi eða byggðir sem eiga sér ekki neina sér-

Tæki til landmælingaGetum boðið úrval mælitækjafrá CHC Navigation Ltd. á mjöghagstæðu verði. Dæmi:- X91+ GPS / Glonass 220 rása base og rover

- LT 500 handtækin, sem bæði vinna ein og sér, eða með öðrum

- Fjölmargir aðrir kostir í boði.

Leitið upplýsinga og verðtilboða !

CHC Navigation á ÍslandiAFC.isSímar 471 2490 og 863 3682Netfang: [email protected]

STOFNAÐ 1958

www.vso.is

VSÓ RÁÐGJÖFÞríhnúkagígur, Klettaskóli, Kringsjå skole landslagshönnun, undirgöng undir Vesturlandsveg, verðmat lands, umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, stækkun flugstöðvar, mat á umhverfisráhifum, staðarval fimleikahúss í Kópavogi, Jessheim kirke framkvæmdaeftirlit, jarðtækni, svæðisskipulag Suðurnesja, hótel Marina, hörðnunarhraði steypu, Børstad idrettsområde, kortlagning gististaða, aðveitustöð á Akranesi, vörugeymslur, hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði, fráveita á Siglufirði, öryggis og neyðaráætlanir, byggingarstjórn Fjölbrautarskóla Mosfellsbæjar, hjúkrunarheimili í Hamar kommune, Betri hverfi í Reykjavík, landmælingar, Lygna skisenter öryggis- og heilsuáætlun, umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar, Nýr Landspítali, Skóli í Úlfarsárdal...

Og lengi má áfram telja. VSÓ hefur unnið að fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum undanfarin 56 ár og mun halda því áfram.

Page 28: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

stöðu. Saga byggðarlaga er ekki eina aðdrátt-araflið heldur einnig útlit þeirra.“

Hún telur að sveitarstjórnir verði að hafa þetta í huga þegar skipulagsmálin eru annars vegar. „Að halda í söguna og sýna arfleifðina með eins skýrum hætti og unnt er. Með því að rýna í orsakir og afleiðingar borgar- og byggðaforma og lesa skipulagið sem um sögulegt skjal eða skjöl væri að ræða, er hægt að finna lykilinn að framtíðinni.“

Sérkenni staðanna felast í mörgu

María segir að sérkenni staðanna felist í ýmsu og nefnir í því sambandi bæði götumynstur og byggingarstíla. Einnig hvernig byggðin hefur þróast inn í landslagið og hvaða áhrifa-valda þar er að finna.

„Í verkefni mínu greini ég frá þróun þessara þriggja staða og helstu atburðum frá upphafi þéttbýlismyndunar til nútíðar. Greiningar á skipulagseinkennum þéttbýlis-staða í fjörðum veita góða innsýn í þróun þéttbýlisstaða við strandlínu Íslands, hvernig byggðirnar þróuðust, hver eru sameiginleg einkenni þéttbýlisstaða í fjörðum og hvers vegna.“

María starfar sem skipulagsfræðingur á Landmótun og segir borgarformfræðina gott verkfæri til að skilja tilurð og sérkenni þétt-býlisstaða þegar unnið er að framtíðarsýn þeirra.

Skipulagsmál

Sérstaða byggðarlaga er að finna í eldri hlutum byggðanna en einsleitni í þeim yngri.

Page 29: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

29

Lagning loftlínu og jarðstrengja yfir hálendið er besti valkostur-inn til að byggja upp flutningskerfi raforku á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri kerfisáætlun sem Landsnet hefur kynnt.

Landsnet kynnti á opnum fundi tvo meginvalkosti sem fela í sér annað hvort tengingu yfir miðhálendið eða aðgerðir við núverandi byggðalínu sem liggur í kringum landið. Út frá þess-um tveimur aðalvalkostum eru svo lagðar til níu mismunandi útfærslur með blöndu af nýjum línum og spennuhækkun á eldri línum.

Allir kostirnir hafa neikvæð áhrif

Á fundinum kom fram að Landsnet telur nýjar 220 kílóvolta línur á milli Blöndu og Fljótsdals og yfir hálendið besta kostinn með tilliti til umhverfisáhrifa, stöðugleika flutningskerfis, rekstr-aröryggis og fleiri þátta. Til þess að draga úr sjónmengun á Sprengisandi yrði mögulega lagður um 50 kílómetra langur strengur í jörð.

VSÓ ráðgjöf vann umhverfisskýrslu um kostina sem til skoðunar eru fyrir Landsnet og niðurstaðan hennar er að allir kostirnir muni hafa neikvæð eða verulega neikvæð áhrif á ein-hvern þeirra umhverfisþátta sem var til skoðunar. Ný lögn yfir miðhálendið hefði þó, að mati fyrirtækisins, minni neikvæð umhverfisáhrif en framkvæmdir við og meðfram núverandi byggðalínu.

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700www.hagvangur.is

LykilráðningarHagvangur hefur um árabil þjónustaðsveitarfélög, ráðuneyti og opinberar stofnanirvið ráðningar sérfræðinga og stjórnendaí lykilstöður. Við búum að yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af því að starfa með skipuðum valnefndum til að tryggja óháð og faglegt ráðningarferli. Hagvangur veitir líka fjölbreytta rekstrarráðgjöf til stofnana sem vilja hagræða eða sækja fram í rekstri. Ráðgjafar okkar eru sérfræðingar með farsæla reynslu af opinberum rekstri. Traust, trúnaður og árangur eru leiðarljós í hverju verkefni.

34

Loftlína og jarðstrengir yfir hálendið talin besti valkosturinn

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

Fréttir

Fulltrúar náttúruverndarsamtaka sem tóku til máls á fundinum lýstu mikilli óánægju með þessa niðurstöðu og aðferðirnar að baki henni.

Loftlínur eru umdeildur flutningskostur raforku vegna þeirrar sjónmeng-unar sem þeim fylgir.

Page 30: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

30

„Andi Snæfellsness – Auðlind til sóknar” er yfirskrift og inntak svæðaskipulags Snæ-fellsness fyrir tímabilið frá 2014 til 2026. Svæðaskipulagið var staðfest af svæðis-skipulagsnefnd fimm sveitarfélaga á Snæ-fellsnesi, bæjarstjórum og oddvitum auk full-trúa Skipulagsstofnunar og síðan undirritað við hátíðlega athöfn í Norska húsinu í Stykk-ishólmi í desember á liðnu ári.

Upphaf svæðaskipulagsins má rekja til þess að sveitarstjórnir á svæðinu ákváðu í mars 2012 að vinna svæðaskipulag fyrir Snæfellsnes og skyldi skipulagsgerðin fara fram í nánu samstarfi við atvinnulífið, félaga-samtök og íbúa byggðarlagsins. Svæðaskipu-lagið er mjög vel útfært og þess má geta að það hlaut skipulagsverðalaunin 2014. Sveit-arfélögin sem standa að svæðaskipulaginu eru: Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundar-fjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær og hafði ráðgjafafyrirtækið Alta umsjón með því og stýrði vinnu við gerð þess.

Að örva atvinnulíf og efla samfélag

Í texta svæðaskipulagsins kemur fram að við skipulagsgerðina hafi verið unnið eftir sex leiðarljósum sem ætlað sé að undirbyggja enn frekar hlutverk svæðaskipulagsins. „Þau lýsa þeirri meginhugmyndafræði sem svæða-skipulagsvinnan hefur gengið út frá, þ.e. að örva megi atvinnulífið og efla samfélagið á Snæfellsnesi með frumkvæði og samvinnu,

aðgengilegum upplýsingum um auðlindir og sérkenni svæðisins, skýrum skilaboðum um hvað svæðið stendur fyrir, góðum samgöng-um og fjarskiptakerfum, ábyrgri stjórnun auðlinda og eflingu atvinnulífs sem byggir á sérkennum svæðisins.“

Við svæðaskipulagsgerðina var lögð áhersla á að ná til stofnana, félagasamtaka og samtaka í atvinnulífinu með því að bjóða þeim til þátttöku í vinnuhópum þar sem rætt var um verðmæti, tækifæri og áherslur til

framtíðar. Einnig var leitað til ungs fólks um stöðu og framtíðarmöguleika svæðisins.

Mið tekið af náttúru og menningararfi

Í svæðaskipulaginu er tekið mið af stærð samfélagsins og einnig um margt einstakri náttúru byggðarlagsins og menningararfi. Snæfellingar hafa sterka tilfinningu fyrir heimabyggðum sínum og möguleikum þeirra og vilja nýta þá til að móta áherslur í byggða-þróun og í daglegu lífi.

Samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi hef-ur verið að aukast og ekki síst í því hvernig nýta megi þau verðmæti sem umhverfið felur í sér. Skipulagið er tengt stofnun Svæðis-garðsins á Snæfellsnesi. Er það gert í þeim tilgangi að samstarfið ýti undir að þekkingar-geirinn og samfélagið sem heild nýti sér þau verðmæti sem felast í náttúru- og menn-ingarauði Snæfellsness.

Nálgast má svæðaskipulagið á rafrænu formi á slóðinni http://snb.is/wp-content/uploads/2015/04/Svaedisskipulag.skjar_.litil_.pdf

Nýtt svæðaskipulag á Snæfellsnesi- Fimm sveitarfélög sameinuðust um gerð þess

Fréttir

Frá undirritun svæðaskipulagsins en hún fór fram í Norska húsinu í Stykkishólmi.

Norska húsið í Stykkishólmi.

Mörg sérkenni er að finna í náttúru á Snæfellsnesi, þar á meðal Kirkjufellið fyrir ofan Grundarfjörð.

Náttúrufegurð er mikil víða á Snæfellsnesi. Myndin er tekin á Arnarstapa.

Page 31: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

31

Hilton Reykjavík Spa er heilsurækt í algjörum sérflokki. Glæsileg aðstaða, notalegt andrúmsloft, einkaþjálfun, hópatímar og spennandi nám-

skeið, auk endurnærandi heilsulindar og fyrsta flokks nudd- og snyrtimeðferða. Sex daga vikunnar nýtur þú persónulegrar þjónustu þjálfara

og starfsfólks í vel útbúnum tækjasal. Tryggðu þér meðlimakort og leyfðu líkama, huga og sál að blómstra undir framúrskarandi handleiðslu.

Fáðu þér kort og njóttu þess að ná hámarksárangri

EINSTÖK

HEILSURÆKT

Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Stundatafla á hiltonreykjavikspa.is.

Skráning og nánari upplýsingar á [email protected] og í síma 444 5090.

Innifalið í meðlimakorti:• Sérsniðin æfingaáætlun• Leiðsögn og kennsla• Aðgangur að heilsulind• Herðanudd í heitum pottum• Handklæði við hverja komu• Aðgangur að hópatímum

Náðu hámarksárangri með okkur:• Nudd• Jóga

• Líkamsrækt• Hnefaleikaæfingar• Menntaðir einkaþjálfarar• Sérsniðin næringarráðgjöf

HABS námskeið með Gunnari Má Kamban.Auktu lífsgæðin, hættu að borða sykur

100 daga lífsstílsáskorun í samvinnu við Davíð Kristinsson heilsuráðgjafa og Lifandi markað

Page 32: 5. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 · Fremri Almannatengsl Þórsstíg 4 · 600 Ak ur eyri Símar: 461 3666 og 896 8456 · bragi@fremri.is Bla›amaður: Þór›ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com

32

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Þjónusta við fyrirtæki

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í verslun og þjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhags-umhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Rósa Júlía Steinþórsdóttir hefur veitt sveitarfélögum og opinberum aðilum fjármálaþjónustu í meira en 10 ár.

Rósa Júlía er viðskiptastjóri sveitarfélaga hjá Íslandsbanka.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

62

65

2

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook