2012, 18.árg

52
Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 18. árg. 2012 Ver› 1.190 kr.

description

Tímaritið SKOTVÍS 2012, 18.árg

Transcript of 2012, 18.árg

Page 1: 2012, 18.árg

Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 18. árg. 2012Ver› 1.190 kr.

Page 2: 2012, 18.árg

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir.

Montana er einnig til með 5MP myndavél.

Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

11

21

20

Page 3: 2012, 18.árg

3

Meðal efnis

Ritst jórn og ábyrgð:

Sigmar B. Hauksson

Fors íðumynd:

Úr myndasafni Geira pé - sjá viðtal bls. 24.

Útgefandi og forv inns la :

Sökkólfur ehf.Hrafnshöfða 13, 270 Mosfellsbær

Sími 824 8070

[email protected]

Prentun :

Prentmet

G e f i ð ú t f y r i r :

Skotveiðifélag Íslands

Pósthólf 1157, 121 Reykjavík

E-mail [email protected]

Heimasíður:

SKOTVÍS:http://www.skotvis.is

SKOTREYN:http://www.skotreyn.is

Látum í okkur heyra • 4 S i G m a r B . H a u k S S o n , r i t S t j ó r i

Frá formanni SKOTVÍS • 6e l v a r Á r n i l u n d , S j Á v a r ú t v e G S f r æ ð i n G u r o G f o r m a ð u r SkotvÍS

Stjórnmálaflokkarnir og skotveiðar • 13k ö n n u n m e ð a l S t j ó r n m Á l a f l o k k a n n a u m a f S t ö ð u t i l S k o t v e i ð a

Koma alltaf á óvart • 18G u ð n i e i n a r S S o n r æ ð i r v i ð d r . a r n ó r Þ ó r i S i G f ú S S o n

Skotpróf fyrir hreindýraveiðar • 22H v e r n i G k o m a S k o t p r ó f i n ú t o G H v a ð Þ a r f a ð l a G a

Veröld veiðimannsins - Afríka • 24Á S G e i r G u ð m u n d S S o n f l u G S t j ó r a B y G G i r v e i ð i H ú S Í n a m i B Í u

Óli og María í Veiðihorninu veiða í Afríku • 28H v e r n i G S k y l d i v e r a a ð v e i ð a H j Á Á S G e i r i Í n a m i B Í u ?

Ástand rjúpnastofnsins vorið 2012 • 32ó l a f u r k . n i e l S e n

Pylsur og villibráð • 34m e ð H ö n d l u n v i l l i B r Á ð a r

Veiðikortasjóður – Áherslur SKOTVÍS • 37H v e r n i G e r G r e i t t ú r v e i ð i k o r t a S j ó ð i

Framtíð skotveiða á Íslandi • 42S t e f n u m ó t u n SkotvÍS t i l f r a m t Í ð a r

Fjölgun hreindýra - vísindi og fordómar • 46H v e r S v e G n a e r e k k i B ú i ð a ð S e t j a Á l e G G H r e i n d ý r a S t o f n Á v e S t f j ö r ð u m ?

Page 4: 2012, 18.árg

4

Í rúm 30 ár hefur undirritaður unnið að réttindamálum skotveiðimanna. Á þessum tíma hefur margt áunnist, við höfum getað fagnað mörgum sigrum. Þess vegna er það sorgleg staðreynd hvað slæmt ástand ríkir nú í sam-skiptum útivistarfólks og stjórnvalda. Það er ekki rétt að kenna umhverfis-ráðherra einum um stöðu mála, þó ábyrgð ráðherrans sé töluverð. Hver er þá ástæðan fyrir því að svona er komið? Ástæðurnar eru nokkrar, megin ástæðan er þó sú að lítil þekk-ing og áhugaleysi er á réttindamálum útivistarfólks á Alþingi. Mér vitanlega stunda aðeins tveir þingmenn skot-veiðar og örfáir stangaveiðar, Alþingi nýtur lítillar virðingar á meðal þjóðar-innar, forystumenn samtaka útivistar-fólks hafa lítil tengsl við þingmenn, á þessu eru þó örfáar undantekningar.

Staðreyndin er þó sú að Þingið er í litlum tengslum við fólkið í landinu.

Í Umhverfisráðuneytinu er lítil þekking á málefnum veiðimanna og eru því mál sem tengjast skotveiðum

oft lengi að velkjast í ráðuneyt-inu. Hlutverk Umhverfisstofnunar virðist enn vera óljóst í stjórn-sýslunni. Þær stofnanir sem heyra undir Umhverfis ráðuneytið og hafa mest með málefni veiðimanna að gera eru Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Samskipti þessara stofnana hafa einkennst af tortryggni og lítilli samvinnu. Umhverfis ráðu-neyt ið viðist notfæra sér þetta ástand þegar taka þarf óvinsælar ákvarðanir „ekki benda á mig segir ráðherrann“. Þá er vald umhverfisráðherra gríðar-legt, þó ekki sé meira sagt. Ráðherra skipar í nefndir sem fjalla á um ýmiss mál til dæmis um stöðu stofna svart-fugla hér við land. Eins og staðan er í dag getur ráðherra nánast pantað niðurstöðu nefnda að vild. Meirihluti nefndarmanna eru yfirleitt starfsmenn

Leiðari

Látum í okkur heyra

S IGMAR B . HAUKSSONRITSTJÓR ISKOTVÍS

Page 5: 2012, 18.árg

5

Leiðaristofnana sem heyra undir ráðuneytið

eða eru ráðuneytinu þóknanlegar. Með þessu orðum er ég ekki að segja að þetta sé raunin en hættan er fyrir hendi og vísbendingar eru að í ein-hverjum tilvika hafi svona verið í pott-inn búið. Þessu þarf að breyta og hefur SKOTVÍS meðal annars viðrað þá hugmynd að stofnuð yrði nefnd hags-munaaðila og sérfræðinga sem hefðu með að gera nýtingu þeirra villtra dýra á Íslandi sem eru veiðibráð. Samþykki ekki umhverfisráðherra tillögu nefnd-arinnar færi málið til umfjöllunar í umhverfisnefnd þingsins.

Ein önnur ástæða slæmra samskipta samtaka útivistarfólks og stjórnvalda er aukið vald embættismanna. Mér sýnist að á seinustu árum hafi þeim embættismönnum fjölgað í kerfinu sem hafi hreint og beint andúð á veiðimönnum og þá sérstaklega skot-veiðimönnum og fólki sem er að ferðast um óbyggðir landsins á jepp-

um. En við eigum ekki bara að kenna öðrum um það hvað samskipti okkar við stjórnvöld eru slæm um þessar mundir, heildarsamtök útivistarfólks sem eru SAMÚT hafa fram til þessa verið afar veik og ekki nægjanleg samstaða á meðal félaganna innan SAMÚT. Þessu þarf að breyta og er ég bjartsýnn um að svo verði, for-maður SAMÚT er öflugur og hefur mikla reynslu í réttindabaráttu úti-vistarfólks og samhugur virðist ríkja á meðal stjórnarmanna. Hvað er þá hægt að gera eins og staðan er í dag? Jú, efla starfið innan SAMÚT en um fram allt að útivistarfólk og þá ekki síst við skotveiðimenn taki þátt í starfi stjórnmálaflokkana og kynni baráttu-mál okkar.

Það eru kosningar á næsta ári, nú er því lag, starfið innan stjórnmála-flokkana og á Alþingi er hornsteinn lýðræðisins. Það dugar ekki að við séum óánægð, að kvarta og kveina yfir

áhugalausum stjórnmálamönnum og óvinveittum embættismönnum.

Það er mikil ósátt um náttúru-verndarmál og nýtingu náttúru-auðlinda í samfélaginu og á Alþingi. Svokölluð rammaáætlun hefur enn ekki verið samþykkt þrátt fyrir að til-lagan hafi verið til umræðu í Þinginu í fleiri ár. Lítil sátt var um skipulags-mál Vatnajökulsþjóðgarðs og svo kölluð svartfuglanefnd marg klofnaði, svona má lengi telja. Íslenskt útivist-arfólk býr yfir að mikilli þekkingu og reynslu. Þessa vegna er það afar brýnt að stjórnmálaflokkarnir nýti sér þekk-ingu þessa fólks og við séum tilbúin að vinnan innan flokkana að okkar hagsmunamálum.

Við verðum sjálf að berjast, kynna þau málefni sem snerta hagsmuni okkar, vera virk og það gerum við best með því að láta í okkur heyra og taka þátt í stjórnmálaumræðunni nú fyrir næstu kosningar.

VillibráðardagarMEÐ VILLTA

VILLIBRÁÐARMEISTARANUM5. - 6. OKTÓBER

Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari, verður á Grand Hótel Reykjavík dagana

5. - 6. október 2012.

Sértilboð til félagsmanna Skotvís, gegn framvísun félagsskírteinis, 8.800 kr. á mann.

Almennt verð 9.800 kr. á mann.

Pantanir í síma 514-8000 og á [email protected]

Sigtún 38 / 105 Reykjavík / Sími: 514 8000 / www.grand.is

ww

w.ex

po.is

Page 6: 2012, 18.árg

Ágætu skotveiðimenn og konur. SKOTVÍS blaðið er komið út enn á ný og markar það tímamót á árinu fyrir þá sem stunda veiðar. Nú er okkar tími kominn. Sumarið er senn á enda og veiðar hefjast á gæsum, öndum, hreindýrum og svartfuglum.

SKOTVÍS blaðið fá þeir sent sem hafa greitt sín félagsgjöld og eru þar með virkir þátttakendur í öflugu starfi félagsins. Um 10% veiðikortahafa eru félagsmenn í SKOTVÍS og má segja að það séu veiðimenn sem axla hlut-verk sitt af ábyrgð og alvöru.

S v e i f l u r Í v e ð u r f a r i o G S t j ó r n u n

Þessi orð eru rituð þegar komið er fram í lok ágúst og útlitið fyrir haustið er gott. Gæsir sjást á flugi um land allt, bæði heiðagæsir og grágæsir sem gefur góð fyrirheit um vel haldna fugla þegar í upphafi gæsatímabils. Á sumum svæðum er berjasperetta afar góð og hófst snemma og sumarið hefur verið fuglum og mönnum gott, mun betra en á síðasta ári. Sveiflur í veðurfari milli ára eru miklar, í fyrra gengu heiðagæsaveiðar illa og svo virðist sem það árið hafi gæsir orpið framar á heiðum og haldið til á öðrum stöðum en veiðimenn eiga að venjast. Sveiflur í veðurfari og veiðum eru vel þekktar en þeir sem þekkja landið sitt láta sér ekki bregða við slíkt. Það sem af er sumri hefur laxveiði í ám víða verið dræm og ekki er útlit fyrir að það breytist mikið fram á haust. Það er athyglisvert að sjá hvernig sérfræð-ingar taka þeim tíðindum í raun með stóískri ró og veiðimenn sýna skilning á því að allt í náttúrunni er sveiflum háð, þrátt fyrir að greiddar séu háar fjárhæðir fyrir veiðileyfi og mikið lagt undir í þeim efnum. Skotveiðimenn hafa aftur á móti þurft að lifa við sífelldar breytingar á reglum um veið-ar þar sem embættismenn og stjórn-

málamenn hlaupa upp til handa og fóta við minnstu breytingu og veiði-menn vita í raun aldrei að hverju þeir ganga á milli ára. Ráðherra umhverf-ismála hefur alla þræði í hendi sér og þarf ekki að útskýra duttlungafullar ákvarðanir fyrir veiðimönnum eða sér-fræðingum – nema rétt að nafninu til og jafnvel án fullnægjandi rökstuðn-ings. Slíkt þurfa stangveiðimenn ekki að búa við. Þótt bleikjuveiði dragist mikið saman, a.m.k. staðbundið, gera menn sér ljóst að veiðar eru aðeins eitt púsl í stórri mynd sem ræður afkomu villtra dýra- og fiskistofna og því dett-ur engum í hug að banna veiðar í þeim tilgangi einum að „bjarga stofninum“. Náttúran er breytileg og það er eitt-hvað sem veiðimenn þekkja og senni-lega betur en margur annar.

f j ö l S t o f n a r a n n S ó k n i r o G r Á ð S t e f n a SkotvÍS Í v e t u r

Auknar rannsóknir á villtum dýrum og fuglum eru forsenda þess að á Íslandi verði hægt að stunda ábyrgar veiðar og nýta stofna á sjálfbæran hátt. Það er sjálfsögð krafa af hálfu veiðimanna að þeir peningar sem fást af sölu Veiðikorta eigi að miðast við að útskýra áhrif veiða á stofna. Ekki aðeins veiðar mannsins skipta máli

hvað þetta varðar heldur ekki síður veiðar rándýra og fugla, og hvernig afkoma einnar tegundar ræðst af afdrifum annarrar. Beit dýra og fugla er ekki hægt að skoða í þröngum ramma, það þarf að skoða beit út frá álagi á gróður og hvað það þýðir fyrir aðrar tegundir sem lifa á sama svæði. Fjölstofna rannsóknir eiga að vera í fyrirrúmi næstu árin – við höfum því miður ekki getað útskýrt afkomu rjúpunnar út frá því að horfa aðeins á rjúpu og fálka ásamt rjúpu og veiði-manni. Margt er órannsakað og áhrif hlýnunar hlýtur að eiga að skoðast í samhengi við breytt hitastig ekki síður en aukna skógrækt og afkomu annarra stofna. Refastofninn virðist taka hlýnun vel og samfara minni veiði hefur refastofninn hreinlega sprungið út og sér ekki enn fyrir endann á þeirri fjölgun. Áhrifin hljóta að þýða meira álag á fuglastofna því á Íslandi eru fuglar, egg og ungar þeirra uppistaðan í fæðu refsins.

Í vetur mun SKOTVÍS standa fyrir ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Skynsamleg veiðistjórnun“ og það er von stjórnar félagsins að ráðstefnan verði til þess að opna augu ráðamanna fyrir því hversu einfalt það er í raun að breyta stjórnsýslu í kringum veiðar til hins betra, auka þátttöku almennings og fleiri sérfræðinga að ákvörðunar-ferlinu og komast hjá því að láta ráð-herra sitja uppi með boltann og taka ákvarðanir byggðar á pólitískum for-sendum ár eftir ár. Ráðstefnan verður haldin í samstarfi við Umhverfisstofnun og vonast SKOTVÍS til að við fáum erlenda fyrirlesara til hennar sem hafa annað sjónarhorn á stöðuna og vafa-laust eitthvað til málanna að leggja.

f j ö l m i ð l a r o G m Á l e f n i v e i ð i m a n n a

Óhætt er að segja að málefni skot-veiðimanna hafi fengið mikla athygli

Frá formanni

6

Frá formanni SKOTVÍS

ELVAR ÁRNI LUNDSJÁVARÚTVEGSFRÆÐINGUR

FRÁ HAMPM FRÁ H Í

Page 7: 2012, 18.árg

SPORTSMANBIG BOSS®

800 EFI

Sportsman Big Boss 6x6 800 EFIVinnuþjarkur með nýjum kraftmiklum, vökvakældum, 800 cc, tveggja sílendra mótor, með rafstýrðri innspýtingu (EFI) sem hjálpar til við að koma hjólinu hratt af stað við erfiðustu aðstæður.

• Framan á hjólinu er stórt geymsluhólf• Sjálfstæð fjöðrun• Skúffa með sturtu• Drifsköft (engar keðjur)• Fáanlegt götuskráð.

VINNUÞJARKUR

Kletthálsi 15 • S ími 577 1717

Page 8: 2012, 18.árg

8

í fjölmiðlum síðastliðið ár og er af mörgu að taka. Í kjölfar voðaverkanna miklu í Noregi beindist athyglin að skotvopnaeign Íslendinga en eins og margoft hefur komið fram saman-stendur sá kostur fyrst og fremst af veiðivopnum en ekki hernaðarvopn-um sem oftar en ekki eru notuð við fjöldamorð á fólki. SKOTVÍS var búið að kalla eftir því í mörg ár að vinna á vegum stjórnvalda hæfist við gerð frumvarps til nýrra vopnalaga. Eftir að þeirri vinnu lauk í ársbyrjun 2008 hefur SKOTVÍS margoft beint því til ráðherra og þingmanna að Alþingi samþykki frumvarpið svo ný Vopnalög megi taka gildi. Ný lög fela í sér aukið öryggi og í heildina litið munu þau gera auknar kröfur til eigenda skot-vopna. Forvitnilegt verður að fylgjast með framgangi þessa máls í vetur, en enn er málinu semsagt ólokið af hálfu stjórnvalda.

Rjúpnaveiðar fengu líka mikla athygli að venju enda málið allt hlaðið tilfinningum og skoðunum fólks úr öllum áttum. Vorið 2011 var kalt og blautt norðan heiða þar sem lang-mikilvægasta varpsvæði rjúpunnar er. Karratalning kom illa út og unga-talning líka. Því var ekki að undra að ráðherra léti undan þrýstingi og stytti veiðitímann enn meira frá því sem áður var. Slíkt er þó ekki ávísun á minni sóknarþunga, en eins og sumir kannski muna eftir úr dagróðrar-kerfinu á sínum tíma, jókst sóknin í fiskistofnana þegar kvóti var settur á veiðidagana. Það sama virðist vera að gerast með rjúpnaveiðarnar og þegar endalaus óvissa ríkir má gera ráð fyrir að safnað sé í kistuna fyrir bannárin. Þá má líka spyrja sig um afleiðingar þess að gera tímann svo nauman sem menn hafa til að veiða. Veiðimenn halda til veiða í hvaða veðri sem er, bleytuhríð og vonskuveðrum langt fram til heiða. Eins er sókninni hrein-lega beint norður í land, inn á aðal-varpsvæðin þegar suðvesturhornið er friðað eins og það leggur sig. Það er alveg ljóst að fyrirkomulagið á rjúpnaveiðum gengur ekki upp og

á sama tíma situr umhverfisráðu-neytið aðgerðarlaust þegar kemur að refaveiðum og vill ekki kannast við að stofninn hafi tí-eða tólffaldast á undanförnum áratugum, þrátt fyrir að rannsóknir sýnir fram á slíkt. Hver ber ábyrgð á slíkum sofandahætti?

Enn og aftur beindist athyglin að skotveiðum þegar nefnd um endur-reisn svartfuglsstofna skilaði af sér margklofnu áliti, en Bændasamtökin sögðu sig úr nefndinni og undirritaður fyrir hönd SKOTVÍS ásamt fulltrúa Umhverfisstofnunar skiluðu sérálit-um. Í kjölfar skýrslunnar sem nefndin skilaði til ráðherra var veiðtími svart-fugla styttur, þ.e.a.s. besti veiðitíminn fyrir norðan land og vestan var tekinn út – m.a. vegna slæmrar stöðu lunda-stofnins í Vestmannaeyjum og fyrir Suðurlandi. Á sama tíma hefur lunda fjölgað á Norðurlandi. Margt hefur verið skrifað um þetta mál og á því eru margar hliðar. Þegar upp er staðið lyktar málið af pólitík og tilhneigingu íslenskra sérfræðinga og ráðamanna til að beygja sig undir álit og skoðanir embættismanna í öðrum löndum sem lítinn skilning og litla þekkingu hafa á aðstæðum hérlendis.

Til að ljúka þessari upptalningu verður að enda á skotprófinu sem hreindýraveiðimenn og leiðsögumenn verða nú að undirgangast. Flestir virðast sammála um að prófið sem slíkt sé af hinu góða og muni sjá til þess að veiðimenn komi betur undir-búnir til veiða. Það er að sjálfsögðu gott og samræmist annarri og þriðju grein siðareglna SKOTVÍS sem segja að góður skotveiðimaður æfi skotfimi og gæti ávallt fyllsta öryggis í með-ferð skotvopna. Aftur á móti verður að segja að það er með ólíkindum hversu ákvarðanataka hjá hinu opin-bera gengur seint fyrir sig og það er í raun ekki bjóðandi að settar séu nýjar reglur nánast sama dag og þær eiga að taka gildi. Það leið heilt ár frá því að lögum nr. 64/1994 var breytt þar til reglugerð leit dagsins ljós – en ekki var hægt að samþykkja starfsreglur og gjaldskrá fyrr en reglugerðin var

afgreidd úr ráðuneytinu. Þótt málið sé í raun smámál miðað við margt annað sem stjórnvöld fást við, er það að sama skapi ótrúlegt að svona langan tíma skuli taka að ljúka svona smámáli – og það er kannski lýsandi dæmi um hvers vegna ekki tekst að breyta stærri og veigameiri málum sem snúa að veiði-mönnum, útivistarfólki og almenningi öllum.

a l m a n n a r é t t u r i n n

Vinna við þjóðlendur liggur enn í dvala og áfram mega veiðimenn sætta sig við að koma að læstum hliðum á svæðum sem eru hugsanlega almenn-ingur eða Þjóðlenda eins og það heitir víst í dag. Réttur veiðimanna, sem telj-ast sem hluti af almenningi, er fótum troðinn af þeim sem telja sig „eiga“ landið á þeim forsendum að þeir nýta í dag eða nýttu á árum áður landið til sauðfjárbeitar. Gjaldtaka fyrir að leyfa mönnum að ganga til rjúpna fram til fjalla á að skoðast í öðru ljósi en þegar veitt eru leyfi til veiða í heimalöndum, í næsta nágrenni við bæi og sveitir.

a f H r e i n d ý r u m

Í framhaldi af umræðu um skot-próf, hreindýr og veiðar á þeim, þá má búast við að eftirspurn eftir leyfum dragist saman á næsta ári, enda á kennitölusöfnun að vera nær óhugsandi nú þegar úthlutun veiðileyfa er háð því að umsækjandi standist líka skotpróf. Þrátt fyrir það verður sennilega áfram mikil eftir-spurn og það er vitað mál að lausnin felst í því að fjölga hreindýrum, á nýja staði sem þola beit og ágang þeirra. Sauðfjárbeit hefur dregist mikið saman og því er spáð að neysla Íslendinga á lambakjöti muni jafnvel enn dragast saman. Hreindýraveiðar fela í sér möguleika fyrir þá sem búa í nágrenni við búsvæði dýranna. Leiðsögumennska, kjötvinnsla, sala á gistiplássi ofl. er eitthvað sem ætti að vera kærkomin viðbót við aðra atvinnumöguleika. Sambýli manna og hreindýra á Austurlandi sýnir og sannar að hreindýrin eru verðmæti

Frá formanni

Page 9: 2012, 18.árg

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

Veiðihornið er Beretta búðin

MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL AF SKOT-

VOPNUM OG SKOTFÆRUM FRÁ

VIRTUSTU FRAMLEIÐENDUM.

ALLTAF SANNGJARNT VERÐ

ÚRVAL, GÆÐI OG GOTT VERÐ

Page 10: 2012, 18.árg

10

Frá formanni og enginn myndi vilja missa þau

þaðan. Fullyrðingar um smithættu og útbreiðslu sjúkdóma eiga ekki rétt á sér að mati SKOTVÍS, en í ljósi þess að embætti yfirdýralæknis hefur lýst yfir áhyggjum af slíku má spyrja hvort það sé ekki einmitt í verkahring þess embættis að láta rannsaka tafarlaust hversu raunveruleg þessi hætta sé í raun og veru. Niðurstöður rannsókna t.d. frá Svíþjóð sem SKOTVÍS hefur haft spurnir af sýna fram á að lítil sem engin hætta sé fyrir hendi. SKOTVÍS leggur til að ráðist verði í rannsóknir á Íslandi hvað þetta varðar sem allra fyrst. Annað er óábyrgt því mögu-leikinn á því að hreindýr fari á milli svæða, með eða án hjálpar mannsins,

er raunverulega til staðar. Allskonar rök hafa verið tínd til gegn flutningi hreindýra, en fyrir þá sem efast er einfaldast að ræða við heimamenn á Austurlandi. Þar gengur skógrækt aldeilis vel og búskapur er stundaður í sátt og samlyndi við hreindýr og veiðimenn. Sérfræðingar í hreindýr-um hafa bent á að Vestfirðir séu góður kostur fyrir hreindýr og hálendið upp af Norðurlandi er það líka.

k o S n i n G a r t i l a l Þ i n G i S o G S k o ð a n a k ö n n u n SkotvÍS

Næsta vor verður kosið til Alþingis og því er vel við hæfi að SKOTVÍS standi fyrir könnun á meðal stjórn-málaflokka hvar þeir standa varðandi mikilvæg mál sem varða hag okkar veiðimanna. Til að veiðimenn geti gert sér grein fyrir afstöðu flokk-anna eru svörin flokkuð í þrennt. Grænt ljós fá svör sem samræmast hagsmunum veiðimanna að mati SKOTVÍS, gult þýðir að svar er óljóst eða ekki nægilega afdráttarlaust. Rautt spjald er gefið ef ekki er svarað eða svarið samræmist ekki stefnu félags-ins. Á kosningavetri er sjálfsagt að veiðimenn mæti á stjórnmálafundi og spyrji frambjóðendur út í áherslur sínar. Allt of lengi hefur lítil áhersla verið lögð á að þingmenn og flokkar skýri frá áherslum sínum og skoð-unum á málum sem snerta veiðimenn. Svör flokkanna eru athyglisverð að mörgu leyti. Það er ljóst að flokk-arnir hafa ekki allir mjög skýra afstöðu en með því að beina þessum spurn-ingum til þeirra „þurftu“ flokkarnir að taka afstöðu. Það er gott að mati SKOTVÍS, því stefnuleysi er versti kosturinn. Þótt svörin fái rautt eða gult þá er eigi að síður mjög gott að fá opinberlega svar, því afstaða manna getur að sjálfsögðu breyst og það er að sjá á svörunum að með meiri upp-lýsingum og gögnum er sennilegt að það verði raunin. Í heildina litið er meira af jákvæðum svörum hvað varðar okkar hag og svona könnun verður eflaust haldið áfram á næstu

árum. Fyrir mörg okkar skiptir þetta nefninlega miklu máli, það fólk sem skilgreinir sig sem veiðimenn umfram annað á að krefja ráðamenn um skýr svör og beina þannig sjónunum að málaflokknum. Við sem veiðum og nýtum landið á skynsamlegan hátt vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur sem einstaklinga að fá að veiða, helst í sem næst óbreyttri mynd Við eigum rétt á að að tekið sé tillit til okkar þarfa enda eru þær samofnar menningu þjóðarinnar og eiga ríkan þátt í að skilgreina okkur sem þjóð, langt norður í Atlantshafi, sem lifir umfram allt af náttúrunni, á einn eða anna máta.

S t j ó r n SkotvÍSEins og flestum félagsmönnum er

vonandi kunnugt um varð mikil end-urnýjun í stjórn SKOTVÍS á síðasta aðalfundi. Nú eru tveir af 7 stjórnar-mönnum búsettir utan höfuðborgar-svæðisins og þá njótum við þess enn á ný að hafa konu í stjórn. Að mati for-manns er stjórnin afar vel skipuð og hefur verið lögð áhersla á stefnumót-un fyrir félagið sem nánar er greint frá í blaðinu. Fyrrverandi stjórnarmönn-um eru hér með fluttar kærar þakkir fyrir samvinnuna sem og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg síðastliðin ár.

Veiðimenn! Eigið góða daga á veiðislóð í haust í faðmi náttúr-unnar. Göngum vel um og munið að SKOTVÍS félagar eiga að vera öðrum veiðimönnum til eftirbreytni. Umgengni lýsir innri manni, sýnum tillitssemi, veiðimönnum og öðrum sem við hittum á förnum vegi. Tökum nýliðum vel og hjálpum þeim að feta sín fyrstu skref á ábyrgan hátt í takt við siðareglurnar sem við eigum sífellt að hafa í huga. Verum búnir að lesa þær og leggjum á minnið. Þær eru okkur til halds og trausts þegar á reynir.

e l v a r Á r n i l u n d

– f o r m a ð u r SkotvÍS

MTZ31”-37”

Vinsæla jeppadekkið

mtdekk.is

Dugguvogur 10 • 104 Reykjavík • Sími: 568 2020 Hjallahraun 4 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 2121

Fax: 568 2001 • [email protected] • www.pitstop.is

Reykjavík 24. Apríl 2006

Ágæti bíleigandi,

við hjá Pitstop viljum með þessu bréfi kynna þér þjónustu okkar og vöruframboð. Pitstop er nýr valkostur á

dekkjamarkaði þar sem áhersla er lögð á vandaða vöru á góðu verði og framúrskarandi þjónustu.

Fyrsta Pitstop þjónustustöðin var opnuð síðasta haust að Dugguvogi 10 og hafa viðskiptavinir tekið nýbreytni

okkar vel. Fyrir stuttu opnuðum við aðra Pitstop þjónustustöð að Hjallahrauni 4 í Hafnarfi rði og þar verður

unnið eftir sömu forskrift.

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar, viljum við benda þér á að við erum til dæmis með á boðstólum Michelin 4x4 Diamaris dekk sem sérstaklega eru hönnuð fyrir millistóra lúxus-jeppa eins og Lexus RX, Porsche Cayenne, Audi Q7, VW Touareg, Volvo

XC70 og XC90, BMW X3, Mercedes Benz M-Class o.fl . Þetta eru dekk í hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Vöruframboð okkar er borið uppi af framleiðsluvörum frá Michelin, en það eru vörumerkin Michelin,

BFGoodrich og Kleber. Michelin er langþekktasti framleiðandi dekkja í heiminum og eru fyrrnefnd

vörumerki öll mjög vel þekkt hérlendis og hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður.

Pitstop hefur nú einnig hafi ð innfl utning og sölu á mjög vönduðum álfelgum frá AEZ, DOTZ og DEZENT

undir fl estar tegundir bíla. Um er að ræða einhverja virtustu framleiðendur á álfelgum í heiminum og eru

fl estar gerðir með evrópskri CE vottun sem meðal annars tryggir kaupanda að hann geti keypt samskonar

felgu í fi mm ár frá kaupum, t.d ef ein felga verður fyrir hnaski.

Við hjá Pitstop leggjum mikla áherslu á vellíðan viðskiptavina og bjóðum þess vegna upp á fyrsta fl okks

aðstöðu þegar beðið er eftir dekkjaskiptum og þjónustu. Gæðakaffi er á boðstólum og blöð og tímarit fyrir

fólk að glugga í. Nettengdar tölvur standa viðskiptavinum til boða þar sem þeir geta sinnt tölvusamskiptum

eða skoðað heimsfréttirnar.

Líttu við hjá okkur eða hafðu samband símleiðis – við eigum dekkin fyrir þig.

Virðingarfyllst,

Sigurður Ævarsson, sölustjóri Pitstop

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar,

hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Við gerum þér

TILBOÐSÚPER

Sigurður Ævarsson

Söluaðilar:

Page 11: 2012, 18.árg

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is cw120297_brimborg_foexplorer_sumarsala2012_auglblada_A4tímaritið_30072012_END.indd 1 10.8.2012 14:55:16

Page 12: 2012, 18.árg

VeiðikorthafarGöngum vel um náttúruna

Vinsamlegast látið Umhverfisstofnun vita ef breytt er um netfang. Sendið póst á [email protected]

Ef veiðiskýrslu er skilað eftir 1. apríl hækkar veiðikortið með sendingarkostnaði úr 3.610 krónum í 5.110 krónur.

Hafið ávallt meðferðis veiðikort, skotvopnaleyfi og persónuskilríki í veiðiferðum.

Skiljum ekki eftir tóm skothylki á veiðislóð.

Virðum rétt landeigenda.

Áríðandi er að skila inn merkjum af merktum fuglum til Náttúrufræði-stofnunar.

Akstur er aðeins heimill á vegum og merktum vegaslóðum.

www.umhverfisstofnun.iswww.veidikort.iswww.hreindyr.is

Page 13: 2012, 18.árg

Stjórnmálaflokkarnir og skotveiðar

NÚ L Í Ð U R SE NN AÐ KOSN IN G UM O G TALSVERÐ UMBROT ERU Í Í S LENSKUM ST JÓRNMÁLUM. MEÐAL ÞE I RRA M Á LA SEM TALSV ERT HAF A V ER IÐ RÆDD ERU NÝT ING OG NOTKUN NÁTTÚRUNNAR , NÁTTÚRU-VERND , U MFE RÐ UM V ÍÐERN I LANDS INS , FR IÐANIR OG TAKMARKANIR AF ÝMSU TAG I .

E i n s og s t a ða n e r í dag v i r ð i s t t a l s v e rðu r s koð -anaá g re i n i ng u r v e ra um þes s i má l s em meða l anna r s má s j á á þv í að s v okö l l u ð Rammaáæt lun sem l eng i he f u r v e r i ð í með fe rð A lþ i n gs i s he fu r enn ekk i v e r i ð samþykk t . Ta l i ð e r að f l e s t i r Í s l end ing a r s t und i ú t i v i s t a f e i n hv e r j u t ag i s vo s em hes ta mennsku , v e i ða r , e i g i f r í s t un dahús eða h j ó l hý s i , s t und i gö ngu r , ka j ak ró ðu r , s i g l i nga r og ýms a a ð r a a f þ r ey i ngu . Aðgan gu r að ná t tú runn i s k i p t i r þ v í f ó l k m ik l u má l i , að f á að umgang -a s t l a nd ið og n j ó ta þe s s án í þ yn g jan d i a f s k i p ta s t j ó rnva ld a og e i ga ko s t á að t aka þá t t í á kvö rð -una r t öku um s k i pu l ag v í ð e rn a l ands i n s og ge rð l ag a og r eg lna um að geng i o g n ý t i ngu l ands i n s . Í l j ó s i þ e s s a l a g ð i SKO TV ÍS no kk ra r spu rn inga r f y r i r

þá f l okka sem nú e i ga f u l l t r úa á A lþ i ng i um þau má l s em e ru ve i ð imönnum o fa r l ega í huga .

S vö r f l okkanna e ru f l okkuð n iðu r í g rænt , gu l t eða r au t t s va r .

G rænt þýð i r þá að ánæg ja s é með v i ðkom-and i s va r

Gu l t þ ýð i r að s va r i ð s é l oð ið eða ó ský r t

Rau t t t ákna r þá s vö r s em samræmas t ekk i áhe r s l um SKOTV ÍS í má l e fnum ve ið imanna , eða þá að ekk i ha f i v e r i ð s va rað .

Page 14: 2012, 18.árg

14

Stjórnmál og veiðar 1. Nú eru skotveiðar bannaðar á stórum svæðum á hálendi Íslands.

Flest hafa þessi svæði verið friðuð vegna jarðvegsmynda eða gróðurs. Megin ástæðan fyrir því að sum þessara svæða hafa verið friðlýst virð-ist vera til að koma í veg fyrir að þar verði reistar virkjanir eða önnur mannvirki. Það eru helst veiðar á heiðagæs sem eru stundaðar á hálendi Íslands og nágrenni þess. Heiðagæsin er einn sterkasti stofn veiðidýra hér á landi, eða um 400.000 fuglar þegar síðast var talið og svo virð-ist sem þeim fjölgi enn um land allt. Væri þinn flokkur tilbúinn til að aflétta veiðibanni á sumum þessara svæða, t.a.m. norðan Hofsjökuls að fenginni tillögu frá SKOTVÍS og þeim aðilum er þetta mál varðar?

SVÖR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Að höfðu samráði við Skotvís og vísindamenn sem fylgjast með stofn-um þeirra tegunda sem vilji er til að auka veiðar á kemur vel til greina að aflétta veiðibanni.

SVÖR SAMFYLKINGARINNAR„Samfylkingin lítur á aðgang að heilnæmu umhverfi, óspilltri náttúru og sjálfbæra nýtingu auðlinda sem mannréttindi. Íslensk náttúra er verðmætasta eign íslensku þjóðarinnar og því ber öllum að virða hana og vernda. Við vernd og nýtingu náttúrugæða ber að virða rétt komandi kynslóða og hafa hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnu-lífs í góðri sátt við náttúru og umhverfi.“ (Úr stefnuskrá Samfylkingarinnar)F.h. þingflokks Samfylkingar. Ólína Þorvarðardóttir - varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Veiðibann á dýrategundum er ekki markmið í sjálfu sér heldur þjónar það þeim tilgangi að tryggja viðgang þeirra í ákjósanlegum stofn-stærðum. Komi fram tillaga um afléttingu veiðibanns á villtum fuglum á ákveðnum hálendissvæðum þyrfti að fara vel yfir það mál í samráði við fræðimenn og fagaðila sem gerst þekkja til lifnaðarhátta fugla og umhverfisaðstæðna á hálendi Íslands. Svæði njóta frið-unar af margvíslegum ástæðum og er engin ástæða til að sömu reglur gildi á þeim öllum. Á það þarf varla að minna skotveiðmenn að t.d. Guðlaugastungur og nágrenni eru mikilvægt varp- og beitiland heiða-gæsar og hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna fjölda gæsa sem þetta land nýta. Þarna verður því að fara varlega.

SVÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Já, og Sjálfstæðisflokkurinn leggur m.a. áherslu á sjálfbæra nýtingu nátt-úruauðlinda, ferðafrelsi og að fólkið í landinu hafi tækifæri til að njóta þeirra gæða sem landið býður upp á. Stefna núverandi ríkisstjórnar um lokun svæða fyrir ákveðinni tegund útivistar er áhyggjuefni sem þing-menn Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér gegn. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson hafa t.a.m. í samvinnu við öflug útivistarsamtök staðið fyrir fundum víðsvegar um landið undir yfirskriftinni; „Er verið að loka landinu fyrir almenningi?“. Einnig stóðu sjálfstæðismenn fyrir sér-stakri umræðu við umhverfisráðherra í þinginu síðasta vor um sama efni. Þar spurði málshefjandi, Guðlaugur Þór Þórðarson margra spurninga: Lítið var um svör og verður málinu fylgt eftir á komandi þingi. Það er ljóst að stjórnvöld hafa gengið á bak fyrirheita sem gefin voru við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og skert aðgengi og nýtingu innan garðsins.

SVÖR VINSTRI GRÆNNAHér koma svör við spurningum ykkar. Bið ykkur að hafa í huga að svörin eru alfarið á mína ábyrgð. Hvorki spurningarnar né svörin við þeim hafa verið bornar undir þingflokk eða stjórn flokksins og ber því að skoða þau í því ljósi. Flokk urinn mun birta kosningastefnu-skrá sína þegar nær dregur kosningum en að öðru leiti er vísað til stefnu flokksins og álykt-anir landsfunda sem finna má á heimasíðu hans, www.vg.is.Bestu kveðjur,Björn Valur Gíslason Þing flokks formað ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að taka tillit til ábendinga og til-lagna hagsmunaaðila og annarra sem vel þekkja til við ákvörðanatöku. Ákvörðun um afléttingu veiðibanns verður hins vegar aldrei tekin nema að fengnum jákvæðum umsögnum frá vísindamönnum.

FLOKKAR

SPURNINGAR

Page 15: 2012, 18.árg

15

Stjórnmál og veiðar2. Nú er fána veiðidýra fábreytt á Íslandi, einkum stærri dýra. Um 4.000

veiðimenn sækja að jafnaði um að fá að veiða 1.000 hreindýr. Nú hefur sauðfjárrækt dregist talsvert saman að undanförnu, einnig hefur býlum í ábúð fækkað verulega og gera má ráð fyrir enn frekari fækkun í sveitum landsins. Aftur á móti hefur vægi ferðaþjónustu vaxið til muna á lands-byggðinni. Væri þinn flokkur tilbúinn að beita sér fyrir rannsóknum í samráði við sveitarstjórnir um kosti og galla þess að flytja hreindýr á milli landshluta í þeim tilgangi að koma upp veiðistofnum eins og finna má á Austurlandi?

3 a. Nú má segja að umhverfisráðherra sé einvaldur hvað varðar ákvarðanir um veiðitíma og friðanir. Ráðherra til ráðgjafar eru Náttúru fræðistofnun, Umhverfisstofnun og sérfræðingar umhverfis-ráðu neytisins. Svo virðist sem ágreiningur ríki á milli þessara stofnana um hlutverk þeirra og eins er aðkoma ráðuneytisins að ákvörðunar-tökum óskýr. Væri þinn flokkur fylgjandi því að endurskoða hlutverk þessara stofnana hvað varðar veiðar og veiðiráðgjöf og að hlutverk Umhverfis stofnunar verði gert ljósara hvað varðar veiðistjórnun?3 b. SKOTVÍS leggur til að stofnað verði sérstakt „Nýtingarráð“. Þessi nefnd legði fram tillögur um veiðitíma, friðanir og nýtingu villtra veiði-dýra. Í ráðinu ættu til dæmis sæti fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands, Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, SKOTVÍS, Dýraverndunarsamtökum Íslands, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Umhverfis ráðu neyt-inu. Ef umhverfisráðherra samþykkir ekki tillögur nefndarinnar skal erind-ið sent Umhverfisnefnd þingsins til umsagnar. Væri þinn flokkur tilbúinn að beita sér á þingi fyrir að þessu fyrirkomulagi væri komið á?

Forsenda þess að þetta komi til greina eru rannsóknir og náið samráð við sveitarstjórnir, hagsmunaaðila í landbúnaði, yfirdýralækni ofl.

a. Það er ekki óeðlilegt að fara yfir hlutverk hverrar stofnunar, skoða lagaramma og verkferla varðandi veiðiráðgjöf. b. Varðandi hugmyndir um nýtingaráð þá þarf að skoða það sérstaklega og því verður því ekki svarað nú með afgerandi hætti.

Samfylkingin er fylgjandi því að rannsóknir og fagleg sjónarmið liggi til grundvallar ákvörðunum í umhverfismálum. Hugmyndir um að flytja stofna veiðidýra milli landsvæða krefjast ýtrustu varúðar ekki síst með til-liti til búfjársjúkdóma, beitarþols á viðkvæmum svæðum og annarra þátta sem áhrif geta haft á það lífríki sem fyrir er.

a. Hlutverk opinberra stofnana, ráðuneyta og eftirlitsaðila þarf að vera í sífelldri endurskoðun og þróun. Samfylkingin er fylgjandi skýrri verkaskiptingu, skilvirkri stjórnsýslu og faglegri ákvarðanatöku á öllum sviðum. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar um er að ræða nýtingu nátt-úrugæða, af hvaða tagi sem er, m.a. við veiðar og veiðistjórnun.b. Athyglisverð hugmynd sem er vel þess virði að skoða betur, sbr. svar-ið við fyrri lið þessarar spurningar. Hér skal minnt á stefnuskrá Samfylkingarinnar þar sem segir: „Auka þarf rétt almennings til aðkomu að ákvörðunum í umhverfismálum... Samfylkingin telur að náttúru- og umhverfisverndarsamtök gegni veigamiklu hlutverki í að virkja almenning til þátttöku í umhverfis-málum og því brýnt að stuðla að eflingu þeirra t.d. með stuðningi við afmörkuð verkefni í þágu sjálfbærrar þróunar og náttúruverndar.“

Já, það eru augljós rök fyrir því að rannsaka til hlítar möguleikana á því að flytja hreindýr til fleiri staða á landinu. Helsta áhyggjuefnið varðandi Vestfirði er að svæðið er hreint svæði, þ.e. án sauðfjár-sjúkdóma. Vestfirðingar hafa af því drjúgar tekjur að flytja sauðfé til svæða sem hafa orðið fyrir barðinu á riðu. Dýralæknar telja að það verði ekki áhættulaust að flytja hreindýr sökum smithættu og þess vegna er mikilvægt að rannsaka þetta eins og Skotvís bendir á. Einnig má benda á að hreindýr voru áður víðar en á Austurlandi. Sjálfsagt er að rannsaka fleiri svæði en Vestfirði sem hugsanlega heima-haga fyrir hreindýr í samráði við heimamenn.

a. Já, einokun er slæm á þessu sviði sem öðrum. Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir: „Öflugar rannsóknir eru forsenda skynsam-legrar og sjálfbærrar auðlindanýtingar. Efla þarf enn frekar rannsóknir á sviði umhverfis- og auðlindamála og bæta rekstarumhverfi sjálfstæðra rannsóknaraðila.“ Tekið er undir það sjónarmið að fleiri en ríkisstofn-anir komi að rannsóknum hér eins og annarsstaðar. Þegar ráðherra Sjálfstæðisflokksins sat í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu beitti hann sér fyrir því að fleiri en ríkisstofnanir kæmu að rannsóknum í þeim málaflokkum. Það sama á við hér. Einnig gæti verið áhugavert að sjá samstarf frjálsra félagasamtaka eins og SKOTVÍS og þeirra nátt-úrustofa sem starfandi eru víðsvegar um landið, háskólanna og háskóla-setranna. Það gæti orðið gott mótvægi við einokun ríkisins á slíku starfi.

Slíkar hugmyndir má vel skoða. Í því sambandi er þó nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar, m.a. að tryggja að aðfluttar tegundir skerði ekki líf-fræðilegan fjölbreytileika þeirra svæða sem þær flytjast til og sjá til þess að ekki berist sjúkdómar yfir búfjárvarnarlínur.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lengi talið að efla verði umhverf-isráðuneytið til mikilla muna og treysta alla stjórnsýslu umhverfismála í landinu. Yfirstandandi breytingar á stjórnarráðinu, sem fela í sé að ráðu-neytið verður kennt við umhverfi og auðlindir eru skref í þá átt. Við nýja skipan mála í stjórnarráðinu þarf að sjá til þess að nýting auðlinda sé ávallt á forsendum sjálfbærrar þróunar. Til lengri tíma litið kallar það á breytt hlutverk allra þeirra stofnana sem fara með rannsóknir og veiðistjórnun,t.d. Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Alla nýtingu auðlinda Íslands þarf að nálgast á heildstæðan hátt, með sjálfbærni að leiðarljósi.Við ákvörðun á veiðiþoli dýrategunda er eðlilegt að stjórnvöld taki tillit til ábendinga ýmissa hagsmunaaðila og þar getur einhverskonar Nýtingarráð eins og fram kemur í spurningunni verið góður kostur. Endanleg ákvarðanataka mun hinsvegar alltaf í grunninn byggjast á viðurkenndum gögnum og niðurstöðum vísindamanna á þessu sviði.

A B

A B

A B

A B

Page 16: 2012, 18.árg

16

Stjórnmál og veiðar 4. Víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sjá

skotveiðifélögin um ýmis mál er varða veiðar sem ríkið og þá aðal-lega Umhverfisstofnun og í einhverju mæli Náttúrufræðistofnun annast hér á landi. Hér er aðallega um að ræða fræðslumál af ýmsum toga og menntun veiðimanna til dæmis fyrir Veiðikorta-nám skeið svo og í sumum tilfellum um umsjón með rannsóknum á veiðidýrum. Ef samtökum eins og SKOTVÍS væri úthlutað verk-efni af þessu tagi myndi það efla starfsemi félagsins og þar með ætti félagið auðveldara með að ná til ungra og óreyndra veiðimanna til að kynna boðskap, siðareglur og tilgang félagsins. Hlutverk hins opinbera, í þessu tilviki Umhverfisstofnunar, væri þá að fylgjast með gæðum þeirra þjónustu sem veitt væri. Þetta fyrirkomulag gæti leitt til sparnaðar í ríkisrekstrinum. Væri þinn flokkur tilbúinn að beita sér fyrir því að frjálsum félagasamtökum eins og SKOTVÍS yrðu falin afmörkuð verkefni, s.s. námskeið fyrir verðandi veiðimenn (Veiðikort) og rannsóknir á veiðidýrum, sem dæmi áhrif veiða á bráð, áhrif rándýra á vöxt og viðgang stofna veiðidýra?

5. Rannsóknir sýna að ref hefur fjölgað mikið hér á landi á síðari árum. Helstu ástæður eru taldar minni veiðar, meira framboð af fæðu yfir sumartímann, breytingar á veðurfari og búsetu á land-inu. Er þinn flokkur tilbúin að leggja til að: A. Framlög ríkisins til refaveiða verði aukin?B. Ríkið tryggi fjármagn til fjölstofna rannsókna, til dæmis hvaða áhrif fjölgun refa hafi á rjúpnastofninn og aðra mófugla?C. Gerð verði sérstök aðgerðaráætlun til næstu fimm ára sem miðar að því að fækka ref hér á landi markvisst, t.d. að stefnt verði að því að stofninn verði að sömu stærð og um 1970?

Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur afar mikilvægt að efla grasrótarhreyfingar sem vinna að aukinni umhverfisvitund og frjáls félagasamtök. Afmörkuð verkefni líkt og hér eru nefnd eru vel til þess fallin; t.d. má nefna að skotveiðifélög um allt land hafa séð um framkvæmd skotprófa vegna hreindýraveiða. Einnig þarf að efla veiðikortakerfið og sjá til þess að þeir fjármunir sem þar eru til ráðstöfunar nýtist sem best.

a. Samkvæmt gildandi lögum er fækkun refs á höndum sveitar-félaga og ekki í bígerð að flytja þetta verkefni aftur til ríkisins.b. Já, það er mikilvægt að efla vöktun og rannsóknir á lífríki og náttúru Íslands, til að tryggja að ákvarðanir séu teknar á skýrum vísindalegum grunni.c. Refurinn tilheyrir íslenskri náttúru frá því fyrir landnám og okkur ber skylda að sjá til þess að honum verði ekki útrýmt. Stærð refastofnsins er talin hafa verið í lágmarki á árunum eftir 1970, þannig að ekki getur tæpast talist æskilegt að stefna að því að fækka svo mjög í stofninum. Enn liggja ekki fyrir nægar upplýs-ingar til að byggja á aðgerðaráætlun um markvissa fækkun refs og brýnt að afla slíkra upplýsinga áður en slík áætlun verður unnin, sbr. svar við b-lið spuringarinnar hér að ofan.

Ákvörðun um þetta yrði að taka eftir viðræður við viðkomandi samtök og mat á kostum og göllum þess að fara þessa leið. Hugmyndir sem leiða til meiri þekkingar á veiðum og meðferð vopna hljóta að verða skoðaðar.

a. Já. Það er mikilvægt að auka fjárveitingar til veiða á ref og mink. b. Það væri mikilvægt að auka fé til rannsókna sé þess nokkur kostur. Við teljum þó að auknar rannsóknir séu ekki forsenda þess að auka veiðar nú þegar. c. Við teljum vel koma til greina að vinna að slíkri áætlun.

Já, Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að nýta kosti einka-framtaksins. Starf frjálsra félagasamtaka er skýrt dæmi um öflugt einkaframtak og það er vanmetið hvað þriðji geirinn svokall-aði (frjáls félagasamtök) sinnir góðu starfi á ýmsum sviðum. Stjórnvöld eiga að starfa með frjálsum félagasamtökum og þau dæmi sem hér eru nefnd eru kjörin samstarfsverkefni.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér fyrir stuðningi við refaveiðar og var Einar K. Guðfinnsson t.d. fyrsti flutnings-maður tillögu um að heimila veiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum. Málið náði því miður ekki í gegn og vandinn eykst ár frá ári. Einnig flutti Einar K. frumvarp sem gekk út á það að sveitarfélög gætu fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af kostnaði við veiðar á ref og mink. Sveitarfélögin standa straum af kostnaði við veiðarnar. Þess má einnig geta að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru meðflutningsmenn á máli Ásmundar Einars Daðasonar um refaveiðar.

Skotveiðimenn hafa mikilvæga reynslu og umhverfisþekkingu til að bera sem sjálfsagt er að nýta í þágu siðlegrar og sjálfbærrar nýtingar veiðistofna til þess að auka ábyrgð og þekkingu þeirra sem stunda skotveiðar. Sú hugmynd að SKOTVÍS yrðu falin afmörkuð verkefni á borð við námskeið fyrir verðandi veiðimenn er því allrar athygli verð. Rannsóknir og fræðastarf tengt veiðum og ýmsum umhverfisþáttum þarf þó að vera á vísindalegum for-sendum og á ábyrgð hlutlausra aðila. Við slíkar rannsóknir mætti hugsa sér að veiðimenn yrðu fengnir til aðstoðar við einstaka, afmarkaða verkþætti. Ábyrgð og umsjón slíkra rannsókna þyrfti þó að vera í höndum fræðimanna og/eða vísindastofnana.

A. Hér skal viðruð sú hugmynd á móti, að sveitarfélögum sé heim-ilað selja skotveiðileyfi til eyðingar á ref, fremur en að opinber fram-lög til refaveiða verði aukin. Þó að refaeyðing hafi verið styrkt af hinu opinbera undanfarna áratugi hafa ýmsir dregið í efa að refur sé slíkt meindýr í íslenskri náttúru að það réttlæti opinber fjárframlög til slíkra veiða. Refur er hluti af íslenskri náttúru og lífríki og nýtur m.a. friðhelgi á einstöku stöðum (Hornströndum) á meðan stefnt er að takmörkun hans annarsstaðar. Breytt stefna í þessum efnum þarf að byggja á rannsóknum og þekkingu. B. Já, slíkar rannsóknir eru löngu tímabærar. C. Ákvarðanir um ákjósanlega stofnstærð einstakra teg-unda þarf að taka að undangengum vönduðum rannsóknum og með hliðsjón af samverkandi þáttum í lífríkinu. Aðgerðaráætlun til þess að fækka ref ætti því ekki að gera fyrr en fullnægjandi rannsóknir liggja fyrir varðandi það hvort, og þá á hvaða svæðum, þess gerist þörf sbr. svör við lið 5-A og 5-B hér ofar.

C

A C

C

C

A B

A

A B

A B

NIÐ

UR

STA

ÐA

Page 17: 2012, 18.árg

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.isNesdekk - Fiskislóð 30 - Reykjavík - 561 4110 / Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330

Reykjanesbæ

Reykjavík

Það er eitt að vera með fyrsta flokks skotveiðigræjur og annað að komast í gott færi.Þetta vita vanir skotveiðimenn og hafa því undirstöðuna í lagi; tryggja að á jeppanum séu gripsterk, hljóðlát og mjúk dekk sem þola grýtta vegaslóða jafnt sem allra handa átök til fjalla.Þeir velja Toyo jeppadekk.

Toyo Open Country Mud Terrain: Mjög sterk og öflug jeppadekkToyo Open Country All Terrain: Alhliða hörkutól fyrir jeppa og jepplinga

Sérfræðingar í bílum

Gott færi

Page 18: 2012, 18.árg

18

„Gæsirnar koma manni alltaf á óvart,“ sagði dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur og einn helsti gæsasérfræðingur landsins. Hann sagði að þegar veiddar voru meira en 58.000 grágæsir á árinu 2009 hefði hann óttast að sú veiði hefði verið stofninum ofviða, en stofninn reyndist standa undir veiðinni og gott betur.

Arnór hefur stundað rannsóknir á vængjum af veiddum gæsum nær óslitið á hverju hausti frá árinu 1993. Vængirnir gefa til kynna hlutfall unga í veiðinni sem endurspeglar varpár-angur gæsanna. Veiðimenn hafa verið mikilvægir liðsmenn í þessari rann-sókn og útvegað Arnóri vængi eða kallað á hann til að skoða veiddar gæsir. Veiðimenn eru hvattir til að taka annan vænginn af öllum veiddum gæsum og senda Arnóri og stuðla þannig að áframhaldandi upplýsinga-söfnun um gæsirnar. Arnór segir að þegar gagnaserían sé orðin þetta löng megi lesa úr henni heilmikla sögu sem gagnast við túlkun á stofnbreytingum.

ö r v ö x t u r H e i ð a G æ S a S t o f n S i n S

Heiðagæsastofninn var í örum vexti fram til ársins 1990 þegar menn héldu að vöxturinn hefði hætt og stofninn náð jafnvægi í kringum 230.000 fugla stærð. Stofninn hélst nálægt þeirri stærð í um áratug eða fram til síðustu aldamóta. Þá hófst nýtt vaxtarskeið og náði stofninn hámarki árið 2009 þegar hann var orðinn um 360.000 fuglar.

Talning árið 2010 benti til þess að fækkun hefði orðið í heiðagæsinni en

talningin benti til þess og að stofninn væri þá um 300.000 fuglar. Arnór sagði að svona stökk hafi sést áður og stökkið sé svo mikið að talið var að hugsanlega hafi verið um einhverja talningarskekkju að ræða. Síðasta ár, árið 2011 var lélegt varpár hjá heiðagæsinni vegna vorhrets og taln-ingar frá 2011 bentu til að stofninn hafi minnkað enn frekar, eða niður í 250.000 fugla. Hér er því samkvæmt þessu um verulega fækkun að ræða á tveimur árum. Arnór hafði ekki séð neinar upplýsingar um ungahlutfall hjá heiðagæs eftir varpið vorið 2012 þegar viðtalið var tekið. Hann taldi, miðað við ástandið hjá grágæsinni, að vænta mætti þokkalegs varpárs hjá heiðagæsinni.

„Það hefur sýnt sig að heiðagæsa-stofninn getur vaxið hratt þannig að ef þetta ár og næstu verða góð varpár gæti stofninn rétt úr kútnum hratt og jafnvel vaxið áfram. Í sögulegu sam-hengi er stofninn mjög sterkur, þann-ig var hann að meðaltali í kringum 230.000 fuglar síðasta áratug síðustu

Heiðagæsin

Koma alltaf á óvartG u ð n i e i n a r S S o n r æ ð i r v i ð d r . a r n ó r Þ ó r i S i G f ú S S o n

DR. ARNÓR ÞÓR IR S IGFÚSSON VERK ÍS HF

Page 19: 2012, 18.árg

19

Heiðagæsinaldar en nýtt vaxtarskeið hófst um

síðustu aldarmót sem ekki sér fyrir endann á“ sagði Arnór.

Grágæsastofninn hefur verið talinn vera um 120.000 fuglar á vetrarstöðv-um að hausti, samkvæmt talningum. Arnór benti á að grágæsirnar séu taldar þegar mikilli veiði sé að mestu lokið hér á landi á hverju hausti. Hann telur að grágæsin hafi verið vantalin ef eitt-hvað er og stofninn sé því hugsanlega stærri en talningarnar benda til. Hann geti jafnvel nálgast að vera helmingur af stærð heiðagæsastofnsins.

HeiðaGæSir að nema ný varplönd

Varpstöðvar heiðagæsarinnar hér á landi hafa einkum verið í gróðurvinjum á hálendinu og voru Þjórsárver lengi þeirra stærstar. Um 1970 var talið að þar yrpu 10.700 pör sem þá voru um 70% íslensk-grænlenska heiðagæsa-stofnsins. Gæsavarpinu í Þjórsárverum hnignaði mikið og sumarið 2002 voru talin hafa verið þar um 2.500 hreiður

eða svipaður fjöldi og varp þar um 1950. Á 10. áratug síðustu aldar tóku Guðlaugstungur, norðan við Kjöl, við sem stærsta heiðagæsavarpið hér á landi og þar með í heiminum. Þegar árin 2001-2002 urpu þar um 13.600 pör.1 Gæsirnar verpa einnig víða annars staðar á öræfum austanlands, fyrir norð-an og á Vestfjörðum en með stækkun stofnsins hefur hann breitt úr sér.

„Hún er í útbreiðslu út fyrir eldri varpsvæði og finnst í auknum mæli verpandi á láglendi,“ sagði Arnór. Hann sagði að heiðagæsin hafi sér-staklega numið ný lönd á láglendi norðanlands. „Mikið af heiðagæs er farið að verpa með jökulánum í Skagafirði. Hún hefur líka fundist verpandi í Eyjafirði, til dæmis ofan við Akureyri. Þær hafa líka orpið í Langadal, Öxarfirði og víðar. Stofninn virðist enn vera í útbreiðslu. Það lítur út fyrir að hann hafi brotið af sér ein-hverjar hömlur þarna í kringum árið 2000 þegar hann fór að vaxa á ný.“

dæmi um ofBeit af völdum GæSa

Arnór sagði að varpstöðvar heiðar-gæsarinnar séu vel beittar á meðan ungarnir séu að komast á flug. Þegar ungarnir verða fleygir eru gæsirnar búnar að bíta svo hressilega að þær verða að yfirgefa varpstöðvarnar. Hann taldi að beitin sé ekki í þeim mæli yfirleitt að heiðarlöndin liggi undir skemmdum. Það er þó vitað að t.d. snjógæs er farin að ganga mjög nærri túndrusvæðum í Norður-Ameríku en snjógæsastofninn þar hefur vaxið gríðarlega hratt.

Ofbeit var talin hafa átt þátt í því að heiðagæsavarp minnkaði stöðugt í Þjórsárverum þrátt fyrir mikla fjölgun í stofninum. „Þegar um 1970 var farið að bera á miklum beitaráhrifum heiðagæsa í gróðurlendum Þjórsárvera (Arnþór Garðarsson 1976b). Þessi þróun hefur haldið áfram og nú er líklega svo komið að langvarandi ofbeit heiðagæsa hefur dregið mjög úr aðdráttarafli veranna fyrir heiða-

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Hlad logo.pdf 1.9.2005 11:45:33

www.hlad.isHlað ehf. • Bíldshöfða 12 • Sími 567 5333

og Haukamýri 4 • 640 Húsavík

Heimsins bjartasti riffilsjónauki!Við vinnum að því að gefa þér þetta augnablik.

ZEISS riffilsjónaukarnir eru til í mörgum stærðum og gerðum og hægt er að velja um fjölda gerða af krossum, með eða án ljóss. Komdu og kynntu þér úrvalið.

Page 20: 2012, 18.árg

Heiðagæsin

20

gæsir, a.m.k. um sinn,“ segir í skýrslu Náttúrufræðistofnunar frá því í des-ember 2009. Ofbeitin í Þjórsárverum var einnig talin hafa stuðlað að auknu varpi heiðagæsa og útbreiðslu annars staðar á hálendinu.2

Sigurður H. Magnússon, gróður-vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði gæsabeit geta haft mikil áhrif á gróður. Hann taldi að ofbeit-ar af völdum gæsa hafi ekki gætt í Guðlaugstungum, þótt þar sé töluvert mikið af gæs.

Arnór benti á að svo virtist sem heiða-gæsin hér hafi brugðist við auknum þéttleika á varpstöðvum með því að nema ný varplönd og hún geti enn numið nýtt land á láglendi, sem er ekki hennar náttúrulega búsvæði í raun. Kjörlendi heiðagæsarinnar er á hálend-inu, bæði vegna gróðursins sem þar

sprettur og eins kann samkeppni við grágæsina hafa valdið því að heiðagæsin hefur valið sér búsetu á hálendinu. Gæsastofnarnir hafi því skipt með sér landinu, ef svo má segja.

H a f a S t a ð i S t v e i ð i Á l a G i ð

Undanfarin ár hafa verið veiddar um það bil þrefalt fleiri grágæsir en heiðagæsir hér á landi, samkvæmt veiðiskýrslum, þótt heiðagæsastofninn hafi verið um það bil þrisvar sinnum stærri en grágæsastofninn á sama tíma. Veiðitölur sýna að frá árinu 1995-2010 hafa verið veiddar þetta 10-20 þúsund heiðagæsir á ári en 30-60 þúsund grá-gæsir. Árið 2010 voru veiddar 48.128 grágæsir en 17.843 heiðagæsir. Arnór telur ekki að mikil sókn í grágæs sé áhyggjuefni. „Grágæsin virðist standa undir þessari veiði,“ sagði Arnór. „Ég óttast að ef dregið yrði verulega úr grágæsaveiði gæti grágæsastofninn stækkað verulega og mjög hratt. Það er ekki víst að neinn vilji það.“

Sá hópur grágæsa sem hefur vetur-setu hér hefur stækkað undanfarin ár. Arnór sagði sömu þróun ekki sjáanlega í neitt líkum mæli hjá heiðagæsinni. Annað sem hefur breyst í farflugi grá-gæsanna er að hún fer styttra til vetur-setu en áður. Sama fyrirbæri hefur sést hjá fleiri norrænum fuglategundum. Aukin veturseta á Íslandi getur verið hluti af þessari þróun. „Mjög stór hluti grágæsastofnsins stoppar nú í Orkneyjum. Þær gerðu það ekki í sama mæli áður,“ sagði Arnór. Hann hafði ekki heyrt af því að heiðagæsirnar fari styttra til vetursetu en þær gerðu.

t j ó n a f v ö l d u m G æ S a n n a

Aukinn fjöldi heiðagæsa á vetrar-stöðvum í Bretlandi hefur valdið tölu-verðri óánægju þar í landi, einkum á meðal bænda. Í skýrslu sem kom út haustið 2010 kemur m.a. fram að gæsum á Orkneyjum hafi fjölgað um 76% áratuginn þar á undan.3 Arnór sagði að einkum bændur í Bretlandi hafi áhyggjur af þessum aukna fjölda gæsa. Yfirvöld, t.d. í Skotlandi, hafa greitt heilmikið fé í skaðabætur til bænda vegna gæsabeitar.

Greiðslurnar eru einkum vegna friðaðra gæsategunda á borð við blesgæs, hels-ingja og fleiri tegundir sem koma annars staðar að en héðan. Reynslan sýndi að aðgerðir til að fæla gæsirnar þýddi að þær voru bara fældar fram og aftur. Því voru búin til svæði þar sem gæsirnar fengu að vera í friði og bændum borgað fyrir beitina. Þá varð auðveldara að fæla þær af hinum svæðunum.

Arnór sagði að mikil umræða hafi verið um vanda vegna fjölgunar gæsa í Skotlandi, m.a. má lesa um þetta í skýrslu Breska fuglafræðisjóðsins sem unnin var fyrir skosk stjórnvöld.2 Hann sagði að þar hafi verið velt upp hugmynd um grisjun gæsa sem val-kosti, m.a. það að fá Íslendinga til að spilla eggjum heiðagæsa í varpi hér.

„Það hefur líka orðið vart við vaxandi kurr í íslenskum bændum vegna fjölg-unar gæsa,“ sagði Arnór. Hann sagði vaxandi kornrækt eiga sinn þátt í þessu. „Hér áður var ekki kornrækt hér og þá voru gæsirnar bara vandamál á vorin. Menn fengu þá leyfi til að bregðast við því í takmörkuðum mæli. Nú eru grágæsirnar farnar að valda tjóni á kornökrum á haustin. Það getur verið umtalsvert tjón ef gæsir komast í korn-akra. Skotarnir þekkja þetta vel. Kornið stendur enn á ökrunum þegar fyrstu heiðagæsirnar koma á haustin. Þær fara í það, sérstaklega ef kornið er fallið. Þá geta þær lent í ökrunum.“

Arnór sagði að bændur geti dregið úr hættu á tjóni sé korninu sáð út á skurðbrúnir eða alveg upp að girð-ingum. Þá eigi gæsirnar vont með að lenda í ökrunum. „Ég sá hjá einum bónda í fyrra að hann hafði sáð alveg út að skurði, en hann var með repju-akur við hliðina á kornakrinum. Repjan var svo lágvaxin að gæsin lenti í akrinum og hoppaði svo yfir skurð-inn í kornið og fór að éta af akrinum. Þær klippa öxin af og maður sér flekki þar sem eru bara strá og engin öx.“

1 Náttúrufræðistofnun Íslands. Vistgerðir á miðhálendi Íslands. Þjórsárver. Reykjavík, desember 2009. (http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09019.pdf )

2 ibid.3 The Scottish Government. 2010 Review of Goose

Management Policy in Scotland. British Trust for Ornithology. October 2010. (http://www.scotland.gov.uk/Resource/Doc/340628/0112833.pdf )

STZ

mtdekk.is

28”-33”Hljóðlát og endingargóð

Dugguvogur 10 • 104 Reykjavík • Sími: 568 2020 Hjallahraun 4 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 2121

Fax: 568 2001 • [email protected] • www.pitstop.is

Reykjavík 24. Apríl 2006

Ágæti bíleigandi,

við hjá Pitstop viljum með þessu bréfi kynna þér þjónustu okkar og vöruframboð. Pitstop er nýr valkostur á

dekkjamarkaði þar sem áhersla er lögð á vandaða vöru á góðu verði og framúrskarandi þjónustu.

Fyrsta Pitstop þjónustustöðin var opnuð síðasta haust að Dugguvogi 10 og hafa viðskiptavinir tekið nýbreytni

okkar vel. Fyrir stuttu opnuðum við aðra Pitstop þjónustustöð að Hjallahrauni 4 í Hafnarfi rði og þar verður

unnið eftir sömu forskrift.

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar, viljum við benda þér á að við erum til dæmis með á boðstólum Michelin 4x4 Diamaris dekk sem sérstaklega eru hönnuð fyrir millistóra lúxus-jeppa eins og Lexus RX, Porsche Cayenne, Audi Q7, VW Touareg, Volvo

XC70 og XC90, BMW X3, Mercedes Benz M-Class o.fl . Þetta eru dekk í hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Vöruframboð okkar er borið uppi af framleiðsluvörum frá Michelin, en það eru vörumerkin Michelin,

BFGoodrich og Kleber. Michelin er langþekktasti framleiðandi dekkja í heiminum og eru fyrrnefnd

vörumerki öll mjög vel þekkt hérlendis og hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður.

Pitstop hefur nú einnig hafi ð innfl utning og sölu á mjög vönduðum álfelgum frá AEZ, DOTZ og DEZENT

undir fl estar tegundir bíla. Um er að ræða einhverja virtustu framleiðendur á álfelgum í heiminum og eru

fl estar gerðir með evrópskri CE vottun sem meðal annars tryggir kaupanda að hann geti keypt samskonar

felgu í fi mm ár frá kaupum, t.d ef ein felga verður fyrir hnaski.

Við hjá Pitstop leggjum mikla áherslu á vellíðan viðskiptavina og bjóðum þess vegna upp á fyrsta fl okks

aðstöðu þegar beðið er eftir dekkjaskiptum og þjónustu. Gæðakaffi er á boðstólum og blöð og tímarit fyrir

fólk að glugga í. Nettengdar tölvur standa viðskiptavinum til boða þar sem þeir geta sinnt tölvusamskiptum

eða skoðað heimsfréttirnar.

Líttu við hjá okkur eða hafðu samband símleiðis – við eigum dekkin fyrir þig.

Virðingarfyllst,

Sigurður Ævarsson, sölustjóri Pitstop

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar,

hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Við gerum þér

TILBOÐSÚPER

Sigurður Ævarsson

Söluaðilar:

Page 21: 2012, 18.árg

ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPING www.duxiana.is ÁRMÚLA 10 108 ReykjAvík s:568 9950

HÁÞRÓAÐUR SÆNSKUR SVEFNBÚNAÐUR

Page 22: 2012, 18.árg

22

Skotpróf

Nú í sumar þurftu hreindýraveiði-menn að þreyta skotpróf og standast það áður en haldið væri til veiða. Þar með var í höfn 10 ára gamalt baráttu-mál sem SKOTVÍS hafði unnið að síðan 2003 en þá fyrst var ályktað um málið á aðalfundi félagsins. Nú þegar prófið er orðið að veruleika er það afstaða SKOTVÍS að hér hafi verið stigið nauðsynlegt skref í átt að því að reyndir veiðimenn geti haldið til veiða án fylgdar leiðsögumanns en í samráði við hreindýraráð og landeigendur.Það er önnur umræða og verður ekki farið nánar í hana hér heldur einblínt á hvar við stöndum með skotprófið í dag og hvað má betur fara.

Veiðistjórnunarsvið Umhverfis-stofnun ar (UST) er sá aðili sem bar ábyrgð á gerð verklagsreglna í kring-um skotprófið en framkvæmd próf-anna er í höndum skotfélaganna víðs-vegar um landið. Frá því að próf byrj-uðu fyrri hluta sumars þá hefur borið nokkuð á gagnrýni á framkvæmd þeirra sem og hefur lögmæti prófanna verið dregið í efa. SKOTVÍS hefur tekið þátt í þeirri umræðu og átti m.a. fund með UST um málið. En hverjar eru athugasemdir okkar við fram-kvæmdina:

• Þröngur tímarammi og slakt upp-lýsingaflæði. Framkvæmd skot-

prófsins var seint á ferðinni og setti óþarfa pressu á veiðimenn og próf-dómara í júní. Upplýsingarflæðið hefði mátt vera betra af hálfu UST og Umhverfis ráðuneytisins um framkvæmd og tilhögun prófs. Tíminn frá því að gjaldskrá var auglýst og verklagsreglur gerðar opinberar þar til prófum átti að vera lokið var mjög stuttur. Það getur ekki talist viðunandi að veiðimenn þurfi að bíða fram á síðustu stundu eftir því að þreyta próf sem þeim ber skylda til að þreyta. Þegar ljóst var í hvað stefndi hefði verið sjálf-sagt að UST og ráðuneytið sýndu meiri sveigjanleika og endurskoðu

Skotpróf fyrir hreindýraveiðar

n a u ð S y n l e G t S k r e f e n B e t u r m Á e f d u G a S k a l

Page 23: 2012, 18.árg

23

Skotpróftímarammann sem gefinn hafði

verið. Það var ekki fyrr en eftir mikla gagnrýni m.a. SKOTVÍS að UST sá að sér og ákvað lengja próf-tímann um 20 daga.

• Flóknar verklagsreglur. SKOTVÍS tók undir þá gagnrýni að verklags-reglur UST væru óþarflega flóknar því skotprófið sem slíkt er frekar einfalt í eðli sínu. Þá var hvergi um það rætt í aðdraganda og undir-búningi bæði laga og reglugerðar að prófið ætti að taka á öryggisþáttum umfram það sem tíðkast almennt á skotvöllum. Það vekur furðu að prófreglur skuli skarast við öryggis-reglur skotvalla sem þegar hafa verið samþykktar af þar til bærum yfirvöldum og starfsleyfi vallanna grundvallast á.

• Gjaldtaka. Varðandi gjaldtöku fyrir prófið hefur SKOTVÍS þegar lýst því yfir, og stendur áfram við þá skoðun sína, að auglýst gjald 4.500

kr. sé leyfilegt hámarksgjald sem skotfélögum beri að innheimta telji þau virkilega þörf á því. Í mörgum tilfellum er það svo að starfsmenn skotfélaga eru sjálfboðaliðar og prófdómarar þar með taldir. Hlutur UST, 500 kr. er lágmarksgjald, vilji skotfélög innheimta lægri upphæð en kr. 4.500 er það þeim í sjálfsvald sett.

• Skotpróf skilyrði fyrir gildri umsókn. Með því að skilyrða umsókn um hreindýr við það að umsækjendur skuli vera búnir að standast skotpróf mun það draga úr sýndarumsóknum. Skil hafa aukist mjög mikið á úthlutuðum leyfum. Slíkt fyrirkomulag mun taka fyrir kennitölusöfnun þar sem umsækj-endur þurfa að skila inn staðfestingu á skotprófi ásamt því að frestur til að þreyta skotpróf verður mun rýmri.

• Lögmæti prófa. Fyrir liggja tvö lögfræðiálit þar sem lögmæti og

tilhögun við framkvæmd prófs-ins er dregin í efa. SKOTVÍS hefur ekki tekið afstöðu til þess-ara álita en hefur hins vegar hvatt Umhverfisráðuneytið og UST til að gaumgæfa þá hlið málsins. Mikilvægt er að stjórnsýsla sé vönd-uð í svona málum og að ekki leiki vafi á lögmæti aukinna kvaða sem settar eru á veiðimenn.

Nú þegar hreindýraveiðar standa sem hæst og gæsaveiðin að hefjast er mikilvægt að menn dragi lærdóm af núverandi framkvæmd skotprófa og nái almennri sátt um framkvæmdina. SKOTVÍS mun því í samstarfi við UST hafa forgöngu um að endur-skoðun á verklagsreglum verði hafin í haust í samstarfi við viðeigandi aðila til að ná ennþá víðtækari sátt um framkvæmdina því mikilvægt er að allir hlutaðeigandi að hreindýraveið-um á Íslandi séu sáttir.

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 Sími: 590 2000 - www.benni.isNesdekk - Fiskislóð - 561 4110Nesdekk - Reykjanesbæ - 420 3333

Reykjanesbæ

Reykjavík

Jeppa- og fjórhjóladekk

Page 24: 2012, 18.árg

24

Afríka

Meðal þekktari veiðimanna landsins er Ásgeir Guðmundsson flugstjóri eða Geiri pé eins og hann er betur þekktur. Það væri auðveldlega hægt að skrifa heila bók um ævintýri og veiðiferðir Geira. Það verður að bíða betri tíma en að þessu sinni ætlum við að fræðast aðeins um veiðar í Namibíu en þar áformar Geiri að byggja sér hús.

S n j ó H ú S Í k a l a H a r i e y ð i m ö r k i n n i

Ég heimsótti Geira morgunstund fyrir nokkrum dögum til að forvitn-ast um framkvæmdir hans í Namibíu. Heimili Geira ber þess glöggt vitni að þar býr ástríðufullur veiðimaður. Á einum veggnum er rauðleitur sandur úr Kalahari eyðimörkinni, á veggjum eru hausar af antilópum og ýmsum

öðrum framandi dýrum, ótal myndir frá ógleymanlegum veiðiferðum, ýmsir munir frá Afríku, spjót og skild-ir. Á öðrum vegg er fagurt veggljós gert úr Kudu hornum og skermarnir

eru úr útskornum strútseggjum. Ert þú að flytja til Afríku Geiri? „Nei nei ég ætla að byggja mér þarna hús með svona svipuðu hugarfari og maður byggir sér sumarbústað fyrir austan

Veröld veiðimannsinsVeiði- og lífslistamaðurinn Ásgeir Guðmundsson tekinn tali

H ú S S ö m u G e r ð a r o G Þ a ð S e m Á S G e i r H y G G S t B y G G j a Í n a m i B Í u .

Page 25: 2012, 18.árg

25

fjall. Þetta er dásamlegur staður, mikið og fjölskrúðugt dýralíf, hrein paradís fyrir veiðimenn.“ Ætlar þú þá að gera út á þessa starfsemi? „Ég hef nú bara hugsað þetta fyrir mig og mitt fólk. Hinsvegar mun ég skipuleggja nokkrar ferðir fyrir veiðimenn og þá bara fáa í einu, kannski bara tvenn hjón. Það er nefninlega gaman fyrir fólk að koma þarna til annars en að veiða, dýralífið og landslagið er svo fjölbreytt. Í norðri eru skógar, hæðir og fjöll en í suðri Kalahari eyðimörkin.“

Hvað veiða menn helst í Namibíu? „Það eru þarna nokkrar gerðir af antil-ópum, gíraffar, sebrahestar og vör-tusvín. Í Norður Namibíu er hægt að veiða bufflóa og ljón og ýmis önnur dýr. Einnig er hægt að veiða þarna fugl til dæmis sand grouse og perlu-hænur.“ Hvar ætlar þú svo að byggja? „Ég er í suður Namibíu við Kalahari eyðimörkina, það er um fimm tíma akstur frá höfuðborginni, Windhoek á svæðið.“ Hvers vegna Namibía? „Ég hóf störf hjá Cargolux árið 1995, við flugum um allan heim, maður reyndi að komast í veiði þar sem það var hægt. Við þurftum oft að bíða nokkra daga á hverjum stað svo lítið annað var að gera hjá okkur en að horfa á CNN, ég nennti því ekki. Við vorum oft í Suður Afríku, Sveinbjörn Bjarnason flugstjóri, vinur minn kom mér í kynni við gott fólk í Namibíu, Oujan Van Wyk en hann er bóndi og hefur verið í ferðaþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að ég fór að venja komur mínar til Namibíu og Oujan vinur minn kynnt mig fyrir landi og þjóð. Það er frábært að vera þarna, landið fagurt og náttúran fjölbreytt og mikið af veiðidýrum. Þá er friðsælt þarna, engin átök og lítið um glæpi, fólkið er alúðlegt og stjórnvöld vinsamleg. Mér þótti það því upplagt að byggja þarna „snjóhús“ í Kalahari eyðimörkinni.“

n a m i B Í a

Namibía er stórt land eða um 825.000 ferkílómetrar og íbúarnir 2,1 milljón, 7% íbúanna eru hvítir. Það voru Portúgalir sem fyrstir Evrópubúa

Afríka

Á S G e i r m e ð a l f r e ð i l o G a S y n i S Í n u m S e m v a r S e x Á r a G a m a l l Þ e G a r Þ e S S i k u d u a n t i l ó p a v a r f e l l d .

Á S G e i r a t l i , S o n u r Á S G e i r S e r H é r 16 Á r a G a m a l l Í v e i ð i f e r ð m e ð f ö ð u r S Í n u m S e m H a n n f é k k Í a f m æ l i S G j ö f .

n a f n a r n i r o G f e ð G a r n i r v i ð m y n d a r l e G a n G n ý .

Page 26: 2012, 18.árg

26

Afríka

komu til Namibíu árið 1486. Namibía varð Þýsk nýlenda frá árinu 1884 til 1920 en eftir þann tíma tilheyrði landið Suður-Afríku eða til ársins 1990 þegar landið varð sjálfstætt ríki. Landamæri Namibíu liggja að Angóla, Sambíu, Botswana og Suður Afríku. Helstu atvinnugreinar eru landbún-aður, námuvinnsla og ferðaþjónusta. Fiskveiðar og vinnsla er vaxandi atvinnugrein í Namibíu og hafa íslenskir sérfræðingar unnið að upp-byggingu þessara greina undanfarin ár.

v e i ð i l e n d u r v e r a l d a r i n n a r

Það má segja að veiðilendur Geira hafi verið víða um heimin, hvar var nú skemmtilegast að veiða? „Því er ekki hægt að svara, hvert land, hvert svæði, hefur sín séreinkenni. Það er ekki hægt að bera saman veiðar í Alaska og í Afríku, það er stórkostlegt að veiða á báðum þessum stöðum.“ En hvernig fórstu að því að komast í veiði? „Ég reyndi að

kynnast fólkinu, bændum og öðrum veiðimönnum. Stundum, til dæmis í Bandaríkjunum og á Nýja Sjálandi fór ég bara heim á bæina og fékk leyfi til að veiða eins og við gerum hér. Mér finnst lang skemmtilegast að kynnast fólkinu

og fræðast af því, læra að þekkja landið.Það er náttúrulega svo mikil fjölbreytni í Afríku, svo margar tegundir veiðidýra. Í Namibíu er til dæmis mikill munur á því að veiða í norðurhluta landsins eða í suðurhlutanum. Í Norður-Namibíu

H é r e r G e i r i B ú i n n a ð f e l l a m y n d a r l e G a n e l a n d t a r f Í n a m i B Í u v i ð l a n d a m æ r i B o t S w a n a Á r i ð 2008 . H a n n f ó r a ð v e i ð a Þ a r Í e i n n i a f S Í n u m f l u G f e r ð u m o G e k k i v i l d i B e t u r t i l e n S v o a ð f e r ð a t a S k a n H a n S t ý n d i S t . H a n n f é k k l Á n u ð f ö t e n f a n S t t i l H l ý ð i l e G t a ð f a r a Í v i n n u j a k k a n n m e ð a n

l j ó S m y n d i n v a r t e k i n . m e ð H o n u m Á m y n d i n n i e r u o u j a n v a n w i c k o G m a r n u S v a n Z y l S e m B Á ð i r e r u v e i ð i B æ n d u r .

G e i r i m e ð f a S H a n a Í B r e t l a n d i Í m i ð r i ú t r Á S Á r i ð 2006 .

Page 27: 2012, 18.árg

27

Afríka

er landið skógi vaxið og í nágrenni við stóran þjóðgarð, þar gengur maður um skóginn og hæðirnar og leitar að dýrunum. Í Suður-Namibíu er keyrt um og dýrin veidd af bílum. Nú í Nýja Sjálandi taka menn lífinu með ró og veiðarnar frekar frjálslegar, ekki eins skipulagðar og til dæmis hér í Evrópu.“ Hefur þú aldrei lent í neinni hættu í þess-um veiðiferðum þínum um heiminn? „Nei eiginlega ekki, ég hef bara einu sinni orðið verulega hræddur. Ég var þá að veiða villikalkún í Bandaríkjunum, það var rigning sem breyttist svo í þrumur og eldingar. Allt í einu sló eldingu í tré sem var rétt hjá mér og það kveiknaði í því og úr varð heljarinnar bál. Mér leist ekki á þetta varð satt best að segja logandi hræddur.“ Það er komið að því að kveðja veiðimanninn mikla, hann er auðvitað að fara að veiða, á leið í stangaveiði með félögum sínum austur í sveit. En eru einhverjar spenn-andi veiðiferðir í sigtinu nú í haust? „Ég

ætla austur á hreindýr, fékk að vísu ekki sjálfur dýr en ætla að fara með strák-unum og kannski kíkja á gæs. Svo fer ég til Þýskalands á villisvín eða í rekstrar-veiði. Já, og svo er ég á leið til Norður-Finnlands til veiða Þið, þann mikla

fugl, það verður spennandi.“ segir Ásgeir Guðmundsson en veiðilendur hans er allur heimurinn, hvorki meira né minna.

S i G m a r B . H a u k S S o n

f y r S t a S k ó f l u S t u n G a n t e k i n m e ð Í S l e n S k a f Á n a n n o G f Á n a n a m i B Í u Í B a k G r u n n i .

f e G u r ð i n e r ó t r ú l e G Á k a l a H a r i e y ð i m ö r k i n n i , S é r S t a k l e G a e f t i r r i G n i n G a r t Í ð , e n Á Þ e S S u S v æ ð i H e f u r Á S G e i r t r y G G t S é r B y G G i n G a r l a n d .

Page 28: 2012, 18.árg

28

Afríka

Flestir veiðimenn þekkja þau hjón Óla og Maríu í Veiðihorninu. Þó svo að Veiðihornið hafi á síðari árum lagt æ meiri áherslu á þjónustu við skot-veiðimenn meðal annars með mjög hagstæðum greiðsluskilmálum og góðu verði tengjast þau hjón helst saman við stangaveiðar fremur en skotveiðar. Við fréttum hinsvegar nú á dögunum að þau Ólafur og María hefðu fyrr á árinu brugðið undir sig betri fætinum og farið til Namibíu til veiða. Við hittum Óla nú í ágúst

og tókst að króa hann af þrátt fyrir miklar annir, búðin full af bjartsýnum veiðimönnum á leið til veiða. Þrátt fyrir þurrka undanfarnar vikur og tíðar fréttir af dapurri stangveiði víða um land láta veiðimenn það ekki hafa áhrif á sig, það er nefninlega svo dásamlega gaman að fara að veiða og vera úti við ánna og reyna að fá hann til að taka. Þegar veiðin er treg þá er sigurgleðin enn meiri þegar tekst að fá fisk, laun þolinmæði og bjartsýni verða margföld.

G a m a l l d r a u m u r

Ég byrjaði á því að spyrja Óla um áhuga þeirra hjóna á skotveiði. „Við höfum nú aðallega verið í stangaveið-inni.“ Segir Óli og heldur áfram. „við höfum því miður stundað skotveiðar allt of lítið síðustu árin. Það er nú svo að þegar skotveiðin er í hámarki þá er einna mest að gera hjá okkur eins og raunin er einnig á sumrin þegar stanga-veiðarnar eru í hámarki. Maður á því óhægt um vik að komast frá. Við höfum hinsvegar lengi verið að spá í að fara

AfríkaAntilópur og stjörnubjartur himinn

m a r Í a o G ó l i m e ð o r y x k ú . f æ r i u m 150 m e t r a r .

Page 29: 2012, 18.árg

Lok á heita potta

Framleiðum lok á heita potta eftir máli. Skiptum einnig um kjarna og gerum við skemmdir í áklæði. Nokkrar stærðir erueinnig til á lager.

Mánamörk 3 - 5 | 810 HveragerðiSími: 4 800 500 | [email protected]

w w w . k i a n o . i s

ÍSLENSK

FRAMLEIÐSLA

Fjölbreytt litaúrval

Page 30: 2012, 18.árg

30

Afríka til Afríku til að veiða. Það má eigin-

lega segja að þessi hugmynd hafi styrkst með árunum enda höfum við verið að efla skotveiðiþáttinn í rekstri búðanna. Þegar við svo komust í samband við Ásgeir Guðmundsson flug stjóra var teningnum kastað, við ákváð um að fara með honum til Nami bíu enda þekkir hann vel til þar í landi, hefur veitt þar sjálfur í mörg ár. Þó svo að við höfum tiltölulega lítið verið í skot veiðinni hér heima höfum við skotið talsvert, bæði leirdúfur og í mark. Okkur fannst því við vera tilbúin að takast á við „verk-efnið“ veiðferð til Afríku og vissum að Geiri var öllum hnút um kunnugur þarna niðurfrá.“ En var þetta ekki talsvert mál að fljúga þarna niðureftir, útvega leyfi og pappíra? „Nei, eiginlega ekki“ svarar Óli. „Þetta gekk allt saman ótrúlega vel, við vorum á skotveiðisýningunni frægu IWA í Nurnberg í Þýskalandi. Air Namibía flýgur beint frá Frankfurt til Namibíu svo þetta gekk allt eins og í sögu, var eiginlega auðveldara en ég hafði búist við.“

S t j ö r n u B j a r t u r H i m i n n

Hvar voruð þið að veiða þarna í Namibíu og hvað voruð þið að veiða? „Við vorum að veiða á tveimur stöðum, það er að segja í sjálfri Kalahari eyðimörk-inni í suður Namibíu og nálægt Etosha þjóðgarðinum í norðurhluta landsins. Náttúran þarna er satt best að segja

stórkostleg og öðruvísi, svo ekki sé nú talað um mannlífið og menninguna. Fólkið er mjög vingjarnlegt og það er gott að vera þarna, alla vega leið okkur bara vel. Við vorum fjóra daga á veið-um og vorum aðalega að veiða antil-ópur eins og oryx, springbock og Blue Wildebeast, þá veiddum við einnig villi-svín.“ Hvað vakti hvað mesta athygli þína þarna Óli? „Já, þetta er góð spurning, veiðar af þessu tagi eru ný lífsreynsla og Namibía eða réttara sagt Afríka er annar heimur, svo allt öðru vísi en við þekktum. Namibía er fyrir sunnan mið-baug, himininn er því allt öðruvísi en okkar „himinn“ ef svo má að orði kom-ast. Maður er á einhvern hátt svo nálægt

himninum, stjörnurnar eru svo nálægar og skærar. Þetta er ótrúlegt sjónarspil sem maður gleymir ekki í bráð.“

S a m a G ó ð a t i l f i n n i n G i n

Hvað segir þú María, var þetta ekki talsvert öðruvísi en þú bjóst við? „Nei, ég veit það nú ekki, maður gerði sér nú kannski ekki grein fyrir því við hverju var að búast. Hinsvegar er því ekki að neita að maður þarf að vanda sig áður en skotinu er hleypt af.“ Safariveiðar eða veiðar í Afríku eru krefjandi og oft á tíðum erfiðar, það er heitt og tals-vert mál að elta dýrin uppi og komast í færi við þau, telur þú að þessar veiðar henti konum? „Já, skilyrðislaust, þetta

m a r Í a S i t u r f y r i r Í S t a n d i v i ð v a t n S B ó l .

v ö r t u S v Í n S k o t i n ú r S t a n d i Á 70 t i l 80 m e t r a f æ r i . S e t i ð f y r i r v ö r t u S v Í n u n u m Í H Á d e G i n u

Page 31: 2012, 18.árg

31

hefur ekkert með kynið að gera heldur miklu fremur hvernig þú ert undirbú-in og hvaða útbúnað þú ert með. Ég bara vil fullyrða að þessar veiðar henta konum ágætlega og ég vil endilega nota tækifærið og hvetja konur að prófa þessar stórkostlegu veiðar.“ Nú ert þú María vanur laxveiðimaður, þetta er nú kannski hálf fáránleg spurning en er tilfinningin öðruvísi eftir að hafa landað laxi eða fellt oryx eða villisvín að velli? „Eins og gefur að skilja þá eru þetta auðvitað ólíkar veiðar. Maður sér sjaldnast laxinn þegar maður er að kasta á hann. Maður sér hinsvegar dýrin og fylgir þeim eftir og reynir að komast í færi við þau. Eftir á að hyggja er tilfinningin sú sama þegar maður hefur fellt dýrið eða landað laxi, bara yndisleg og ólýsanleg til-finning sem allir veiðimenn þekkja.

a f r Í k u v e i k i n

„Við hinsvegar smituðumst af Afríku veikinni“ segir Óli og heldur áfram. „Rithöfundurinn og veiðimað-urinn frægi Ernst Hemingway sagði einhvern tímann að ef maður smitaðist af Afríku veikini væri engin lækning til við henni nema þá að heimsækja Afríku af og til. Við erum nú þegar farin að undirbúa næstu ferð og ætlum þá að reyna við fleiri tegundir eins og Kudu og Zebra og helst einnig Eland antilópu en tarfarnir geta orðið allt

að 900 kg, eru iðulega yfir og um 600 kg.“ Auk þess hefur stefnan verið sett á

rekstrarveiði í Þýskalandi í haust. Hvað vopn notuðuð þið hjónin? „Við fórum með stóra riffilinn okkar Savage 12 Bvss cal. 308 með Leuopold sjónauka VX3 4,5-14x50, öndvegis vopn sem reyndust frábærlega.“

Nokkur orð að lokum Óli? „Já, þetta var frábær ferð á sanngjörnu verði held ég verði að segja. Við vorum átta daga í ferðalaginu, komum frá Íslandi úr myrkri og frosti í sól og 30 gráðu hita. Allur viðgjörningur var mjög góður og eins og áður sagði umhverfið og náttúr-an stórkostleg“. Segir Ólafur Vigfússon að lokum, þökkum þeim hjónum fyrir spjallið. Sagt er að ein mynd segir meira en 1000 orð, við birtum því hér nokkrar myndir af þeim Maríu og Óla sem tekn-ar voru í ferðinni.

S i G m a r B . H a u k S S o n

Afríka

B l u e w i l d e B e a S t t a r f u r S k o t i n n a f u m 200 m e t r a f æ r i .

S p r i n G B o k S k o t i n n a f u m 220 t i l 230 m e t r a f æ r i .

m a r Í a a n n a m e ð o r y x t a r f . f æ r i u m 150 m e t r a r .

Page 32: 2012, 18.árg

32

Rjúpnastofninn

Það er alkunna að stærð rjúpna-stofnsins tekur reglubundnum breyt-ingum, hann rís og hnígur og hver lota tekur um 11 ár (1. mynd). Ekki er vitað hvaða náttúrulegu öfl knýja stofnsveifluna en líklega er fálkinn þar mikill áhrifavaldur. Rjúpnatalningar sýna að stofninn nær ekki lengur því flugi í hámarksárum sem einkenndi fyrri hluta 20. aldar – topparnir hafa orðið lægri og lægri. Greining á gögnum frá Norð austur landi 1981 til 2002 og hermilíkan fyrir rjúpnastofn-inn sýna að þessu ráða aukin afföll rjúpna. Reynsla friðunaráranna 2003 og 2004 bendir til þess að skotveiðar séu ástæða þessara auknu affalla. Það er stefna stjórnvalda að rjúpnaveiðar séu sjálfbærar í þeim skilningi að rjúpna stofninn nái að sveiflast innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum. Til að ná þessu fram hafa stjórn völd reynt að draga úr afföllum rjúpna með því að skerða rjúpnaveiði en til þess var sett á sölubann á rjúpur og veiði tími styttur. Rjúpna stofninn

er vaktaður til að greina ástand hans og breytingar. Vöktunin tekur til talninga, mælinga á aldurs hlut föllum, og skráningar á veiði og fjölda sókn-ardaga. Út frá þessum gögnum má reikna ýmsar stærðir s.s. stofn stærð, stofn breyt ingar, afföll, viðbrögð veiði-manna við stofn breyt ingum rjúpunnar o.fl. Í þessari grein er ætlunin að segja frá árangri rjúpna talninga 2012 og

hvaða ályktanir má draga af þeim um ástand stofnsins.

Rjúpnatalningar eru gerðar á vorin, í síðari hluta apríl og maí, eftir að karr-inn – karlfugl rjúpunnar – hefur helg-að sér óðal. Aðeins karrar eru taldir en fjöldi þeirra ætti að vera ágætis áviti á stofnstærð þar sem mælingar hafa sýnt jöfn kynjahlutföll í stofninum á vorin. Talningarnar eru gerðar á sömu svæð-um ár eftir ár og vorið 2012 var talið á 42 svæðum í öllum landshlutum. Þrátt fyrir mjög óhagstætt tíðarfar um miðj-an maí gengu talningar ágætlega og samtals sáust 818 karrar og er það um 2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu. Talningarnar voru unnar í samvinnu við allar náttúrustofur landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, SKOTVÍS og áhugamenn. Um 60 manns tóku þátt í talningunum að þessu sinni og öllu þessu góða fólki kann ég bestu þakkir fyrir þeirra hlut.

Talningarnar leiddu í ljós að rjúpum fækkaði um land allt á milli áranna

ÓLAFUR K . N IELSENNÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN

ÍSLANDS

Ro p k a R R i í v a R ð s t ö ð u. L j ó s m y n d ókn.

Af rjúpum ástand stofnsins vorið 2012

Page 33: 2012, 18.árg

33

Rjúpnastofninn2011 og 2012 (1. mynd). Helsta

undantekningin er Suðvestur- og Vesturland en þar stækkaði stofninn á 5 svæðum, stóð í stað á tveimur en dróst saman á 6 svæðum. Ef litið er til allra talningasvæðanna var fækkunin að meðaltali um 25% milli áranna 2011 og 2012 (miðgildið er 28%). Líkt og að ofan greinir er náttúruleg lengd stofnsveiflu íslensku rjúpunnar um 11 ár. Stofninn var í hámarki á Norðausturlandi vorið 1998 og svo 2010 eða tólf árum síðar (1. mynd). Áhrif veiðibanns 2003 og 2004 flækja þessa mynd en friðunin dró verulega úr afföllum rjúpna og stofninn óx í kjölfarið. Lýðfræðilegar breytingar í stofninum friðunarárin voru ekki þær sömu og einkenna náttúrlega uppsveiflu, þ.e.a.s. affallaþáttur sam-eiginlegur fyrsta árs rjúpum og eldri fuglum lækkaði þessi tvö ár en ekki affallaþáttur sértækur fyrir fyrsta árs fugla líkt og gerist í hefðbundinni uppsveiflu. Toppurinn 2010 var svip-aður og árið 1998 en þessi hámörk eru

lág miðað við fyrri toppa sem tölur eru til um (1955, 1966 og 1986). Byggt á fyrri reynslu má búast við að rjúpum fækki áfram næstu ár og að lágmark verði á árabilinu 2015 til 2018. Næsta hámark verður síðan ekki fyrr en

2020 til 2022. Fallið 2010 til 2012 er bratt (60%) og stofninn vorið 2012 er kominn langt niður. Samkvæmt þessu munu næstu ár einkennast af vaxandi rjúpnaþurrð og ekki fer að vænkast fyrr en undir lok áratugarins.

1. m y n d. ni ð u R s t ö ð u R k a R R a t a L n i n g a á s e x s v æ ð u m á no R ð a u s t u R L a n d i o g í HR í s e y á ey j a f i R ð i , f R á 1981–2012.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Hlad logo.pdf 1.9.2005 11:45:33

www.hlad.isHlað ehf. • Bíldshöfða 12 • Sími 567 5333

og Haukamýri 4 • 640 Húsavík

Fyrir einstaka upplifun,

skynjaðu öll smáatriði.Við vinnum að því að gefa þér þetta augnablik.

ZEISS sjónaukar og fjarlægðarmælar eru til í mörgum stærðum og gerðum. Komdu og kynntu þér úrvalið.

Page 34: 2012, 18.árg

34

Meðhöndlun villibráðar

Í hugum margra þykja pylsur og bjúgu ekki merkilegur matur, já nema þá „ein með öllu“ á góðum degi. Á Íslandi hefur þessi fæðutegund vægast sagt verið frekar ómerkilegur matur. Kjötvinnslur hér á landi hafa lengi notað afganga, afskurð, fitu og sinar í pylsur og bjúgu, eða það kjöt sem ekki hefur verið hægt að nota í annað. Pylsur hafa því hér á landi lengi verið ódýr matur, óhollur og frekar vondur.

m a t u r f y r i r S æ l k e r a

Staðreyndin er hinsvegar sú að pylsur geta verið frábær matur. Víða í Evrópu er löng hefð fyrir að gera ljúffengar pylsur af ýmsum toga, í því sambandi mætti nefna lönd eins og Ítalíu, Ungverjaland og Þýskaland. Löng og merkileg hefð er fyrir gerð

þessara matvæla, heimildir eru fyrir því að menn hafi verið að laga pylsur í um 2000 ár. Á öldum áður varð fólk að nýta matvælin eins vel og unnt var, sláturdýrið var gjörnýtt, engu fleygt. Við pylsugerð var hægt að nýta blóð, fitu, garnir og ýmsar gerðir af kjöti sem erfitt var að nýta. Pylsurnar var svo hægt að verka á ýmsan hátt, salta, þurrka og reykja, þannig var hægt að geyma þær í langan tíma.

k j ö t p ó l

Eins og áður sagði er lítil hefð fyrir pylsugerð hér á landi. Slátur og lunda-baggi flokkast þó undir þann flokk matvæla sem kallast pylsur. Rétt er að benda á að merkileg hefð hefur varð-veist hér á landi og það er að geyma mat í mjólkurmysu, það þekkist

hvergi annarsstaðar í dag. Árið 2004 stofnaði Sigurður Haraldsson kjöt-iðnaðarmeistari fyrirtækið Kjötpól ásamt eiginkonu sinni Evu sem er pólsk. Pólverjar hafa langa hefð í pylsugerð og framleiða ýmsar mjög ljúffengar og frægar pylsur. Þau hjón hófu framleiðslu á pylsum þar sem lögð var áhersla á gæði hráefnisins og að nota enginn óæskileg geymslu- og litarefni. Pylsurnar voru framleiddar eftir gömlum Evrópskum hefðum. „Það var á brattan að sækja í byrjun“ segir Sigurður „markaðurinn vildi ódýrar pylsur, var nokkuð sama um gæðin.“ En hægt og bítandi fór fólk að kunna að meta góðar pylsur, þau hjón opnuðu verslun, Pylsumeistarann við Hrísateig 47. Þá fóru hjólin heldur betur að snúast „já, þetta gengur bara

Pylsur og villibráð

Page 35: 2012, 18.árg

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Hlad logo.pdf 1.9.2005 11:45:33

www.hlad.isHlað ehf. • Bíldshöfða 12 • Sími 567 5333

og Haukamýri 4 • 640 Húsavík

HlaðskotinÍslensk framleiðsla fyrir íslenska bráð

Það eru rúmlega 25 ár síðan Hlað hóf fram-leiðslu haglaskota sem hafa margsannað sig við okkar sérstöku aðstæður. Árleg söluaukn-

ing segir okkur að íslenskir skotveiðimenn kunna að meta skotin frá Húsavík. Skotin eru

framleidd í þremur útfærslum þ.e.a.s. Hlað Original, Hlað Patriot og Diamond Gold.

Page 36: 2012, 18.árg

Meðhöndlun villibráðar

36

vel hjá okkur“ segir Sigurður. Þessi frumkvöðlavinna Sigurðar hefur meðal annars skilað þeim árangri að ýmsar aðrar kjötvinnslur í landinu eru nú farnar að framleiða ljómandi pylsur úr góðu hráefni en ekki bara úr úrgangi.

p y l S u r o G v i l l i B r Á ð

SKOTVÍS á er nú í samvinnu við Sigurð um þróun pylsa úr villibráð. „Hér er um mikla möguleika að ræða í að nýta bráðina betur“ segir Sigurður og heldur áfram. „Það falla til líklegast um 5000 kg af hrein-dýrahakki sem mætti nýta enn betur en í hamborgara og kjötbollur. Úr hreindýrahakki má laga frábær pylsur, ferskar pylsur, salamí og þurr pylsur eða svo kallaðar ölpylsur. Þá er vel hægt að gera pylsur úr kjöti af gæs og önd.“ Þess má geta að skotveiðifélög-in á Norðurlöndunum og á Englandi hafa undanfarin ár unnið mikið þró-unarstarf í betri nýtingu villibráðar. Meðal þeirra afurða sem vinsælastar hafa orðið í þessari þróunarvinnu eru villibráðarpylsur af ýmsum gerðum, fasana og villisvíni svo sé nefnt. „Mikilvægt er að hráefnið fái að njóta sín til fulls“ segir Sigurður. „Kjöt af villibráð er frekar magurt, þess vegna þarf að bæta við fitu, einnig er mikil-vægt að nota rétt en fá krydd og þá helst krydd eins og timian, einiber og skyld krydd“ segir Sigurður. Að þró-unarvinnu lokinni hyggst Sigurður hefja framleiðslu pylsa úr villibráð og þá helst hreindýrakjöti og væntir hann góðar samvinnu við veiðimenn í þeim efnum.

H r e i n d ý r a p y l S a

Hér kemur uppskrift að mjög góðri hreindýrapylsu. Það sem þarf er:

2 kg hreindýrahakk1 kg svínafita ( speck)garnir.

Krydd.1 hvítlauksrif, fínt hakkaðögn af rifinni múskathnetu3 1/2 msk nítrat salt

1/2 tsk sykur1/2 tsk grófmalinn hvítur pipar1/2 tsk grófmalinn svartur pipar2 1/2 tsk paprikuduft2 1/2 tsk cayennepupar.

Blandið vel saman svínafitu og hreindýrahakki. Blandið kryddið saman við hakkið. Sprautið hakkinu í garnirnar (gervigarnir). Geymið pylsurnar í ísskáp í þrjá daga. Þessar pylsur má reykja eða snæða ferskar.

www.umhverfisstofnun.isÝmsar gagnlegar upplýsingar fyrir veiðimenn, skil á veiðiskýrslum ofl.

www.veidkort.isAllt um skotvopna- og veiðikortanámskeið.

www.hreindyr.isUpplýsingavefur fyrir hreindýraveiðimenn.

Vefir fyrir veiðimenn

v Í n o G v i l l i B r Á ð - m a r q u e S d e r i S c a l

Það er oft sagt að þetta eða hitt vínið passi vel með villibráð. Málið er nú ekki svona einfalt því þegar við erum að tala um „villibráð“ þá er átt við ýmsar tegundir af bráð. Það passar ekki sama vínið með gæs og skarfi eða hreindýri og önd. Það sem hefur þó talsverð áhrif á val á víni með villibráð er meðlætið sem oft er rauðkál og bragðmiklar rjómasósur. Vín sem hentar vel með til dæmis gæs, hreindýri og umfram allt matarmiklu meðlæti eins og rjómasósum, sultu og rauðkáli er Marques De Riscal. Þetta vín kemur frá Spáni nánar tiltekið helsta og frægasta vínræktarhéraði Spánar, Rioja. Einkennisþrúga Rioja er tempranillo, sem þýðir „þroskast snemma“. Einkenni tempranillo er dökkur blásvartur litur, lítil sýra, ljúft bargð af sól, hind og jarðarberjum. Gott er að nota aðrar þrúgur með tempranillo til að fá sýru og gera vínið „léttara“. Marques De Riscal er blanda af þremur þrúgutegundum, tempranillo, granciano og mazuelo, allt eru þetta spænskar þrúgur sem farið er að nota aftur í auknu mæli. Þrúgurnar eru af þroskuðum vínvið, sem er í það minnsta 15 ára gamall. Vínið er svo látið þroskast í eikarámum í 15 mánuði. Marques De Riscal er kröftugt vín en þó ljúft og þægilegt, gott matarvín. Þess má geta að hægt er að fá Riscalin í kassa sem er óvenjulegt með vín í þessum gæða-flokki, þá er verðið mjög hagstætt, líklegast eru bestu kaupin í Ríkinu í dag Marques De Riscal, allavega ef miðað er við verð og gæði.

Page 37: 2012, 18.árg

37

Veiðistjórnun

SKOTVÍS telur að endurskoðun á stefnu varðandi veiðikortasjóð sé löngu orðin tímabær. Sjóðurinn hefur til þessa úthlutað styrkjum til 95 verkefna frá árinu 1996 sem nemur rúmlega 250 milljónum að nafn-virði, eða tæplega 400 milljónum á núvirði (m.v. 6% árlega verðbólgu). Veiðikortasjóður er stærsti einstaki sjóðurinn sem fræðimenn geta sótt um styrkveitingar til að fjármagna rannsóknir á stofnum villtra dýra, en vandamál sjóðsins er fyrst fremst stefnuleysi/röng stefna í meðferð þessa mikla fjármagns.

Gagnrýni á störf sjóðsins hefur fyrst og fremst beinst að því að ofangreind-ir fjármunir hafa nýst illa við að svara aðkallandi spurningum um áhrif veiða og annarra þátta á heilbrigði stofna og hafa því haft takmarkað gildi fyrir veiðistjórnun. Ein meginástæða þessa er að stærstur hluti úthlutaðra fjár-muna renna til lögbundinna verkefna, þ.e. vöktunarverkefna rjúpu, refs, gæsa og annarra tegunda, sem með réttu ætti að vera á fjárlögum líkt og önnur lögbundin verkefni ríkisstofnanna, en ekki vera háð úthlutun úr samkeppnis-sjóðum – Rétt er að taka fram að SKOTVÍS er með þessu ekki að gera lítið úr mikilvægi vöktunar, öðru nær, en hún ætti að vera fjármögnuð með öðrum hætti, eins og að ofan greinir.

Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum þarf að breyta lögum og núverandi verklagi ráðgjafanefndar um úthlutun úr sjóðnum.

SkotvÍS a f t u r t i l Á H r i f a Í S j ó ð n u m

Undir lok árs 2010 var tekin aftur upp sú hefð (sem lögð hafði verið niður árið 2000) að fulltrúi SKOTVÍS tæki sæti í ráðgjafanefnd um úthlutun

úr sjóðnum, en í þessarri nefnd sitja einnig fulltrúi Bændasamtakanna, fulltrúi frjálsra félagasamtaka um umhverfisvernd og tveir fulltrúar til-nefndir af Umhverfisstofnun. Með

þessu geta nú veiðimenn aftur haft meiri áhrif á það hvernig sjóðurinn starfar og úthlutar sínum fjármunum.

Veiðikortasjóður hefur í gegnum tíðina ekki mótað sér opinbera stefnu

Veiðikortasjóður – Áherslur SKOTVÍS

 

Umsögn  Ráðgjafanefndarinnar  “Þar sem sjóðurinn hefur tiltölulega litla fjármuni úr að spila er nauðsynlegt að mörkuð verði stefna hvað varðar stór langtíma verkefni. Þessum verkefnum hættir til að stækka eftir því sem árin líða og rannsakendur vilja taka inn fleiri þætti. Þar má nefna rjúpnavöktun Náttúrufræðistofnunar íslands og vöktun Páls Hersteinssonar frá HÍ á ref. Ekki er efast um gildi þessara vaktana en nefndin setur spurningu við hvort eðlilegt sé að stór hluti af rástöfunarfé sjóðsins sé bundin í sífelluverkefni með þessum hætti. Þessar vaktanir taka nú orðið stóran hluta af sjóðnum þannig að minna svigrúm er eftir til að styrkja aðrar rannsóknir. Ef sjóðurinn á að halda áfram að styrkja þessi verkefni er brýnt að farið verið ofan í saumana á þeim og skoðað hvort ástæða sé til að endurskoða umfang þeirra. í framhaldi þarf að marka stefnu um aðkomu sjóðsins að fjármögnun þessara og annarra sambærilegra vöktunarverkefna. Einnig er brýnt að sjóðurinn móti skýrari verklagsreglur um styrkveitingar og viðmið við mat á umsóknum. Sjóðurinn þarf að setja reglur um launataxta t.d. með því að miða við taxta Rannís og nauðsynlegt er að tilgreina nánar hvaða kostnaðarliðir eru styrkhæfir. Hugsanlega ætti sjóðurinn að setja reglur um hámark styrkja til einstakra verkefna”

 

Page 38: 2012, 18.árg

38

Veiðistjórnun til að sýna fram á hvernig

fjármunum sjóðsins verði sem best varið og sjóður-inn hefur heldur ekki sett sér nein sýnileg markmið, annað en að úthluta styrkj-um á hverju ári með skýra forgangsröðun á vöktun. Verkefnin sem koma inná borð ráðgjafanefndarinnar standa flestar vel fyrir sínu, en mörg þeirra eru ekki að styrkja veiðistjór-nun, sem þarf að taka tillit til fleiri þátta en stofn-stærð eingöngu. Einnig vekur athygli að einungis lítill hluti þeirra sem hljóta styrki úr sjóðnum gera sér far um um að kynna niður-stöður sínar fyrir hags-munaaðilum á borð við SKOTVÍS, þ.e. fulltrúa þeirra sem greiða þessar rannsóknir og þessu þarf að breyta!

S k i l G r e i n i n G a r v a n d i Í l ö G u m

Þó svo nafn Veiðikortasjóðs komi hvergi fram í lögum, þá er stuðst við almenna skilgreiningu á því hvernig tekjum af veiðikortum er ráðstafað í dag, en í 11.gr 3.mgr. „Villidýralögum 64/1994“ segir:

„...Gjaldið skal notað til rann-sókna, vöktunar og stýringar á stofnum villtra dýra, auk þess að kosta útgáfu kortanna. Ráðherra úthlutar fé til rannsókna af tekjum af sölu veiðikorta að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar...“Samkvæmt þessu skal veiðikorta-

gjaldið standa undir útgáfu veiðikorta auk rannsókna, vöktunar, stýringar á stofnum villtra dýra. Af orðalagi laganna má ráða að fé til rannsókna verði að afgangsstærð eftir að búið er að fjármagna útgáfu korta, vöktun og stýringu. Árið 2010 var úthlutað um 13.000 veiðikortum sem skiluðu tekjum uppá 45,5 milljónir króna og af þeirri upphæð var úthlutað um

27,5 milljónum króna í ýmis verk-efni gegnum Veiðikortasjóð. Af þessu mætti ætla að 60% fjársins hafi runnið til rannsókna, en ef úthlutunargögn eru skoðuð nánar, kemur í ljós að öll úthlutun til vöktunarverkefna er einnig inní þessarri tölu og 40% sem fara til útgáfu korta og stýringar. SKOTVÍS gerði kröfu um að slíkur kostnaður sem greiddur yrði af veiði-kortagjaldinu færi aldrei yfir 40%, enda voru farnar að sjást tölur í kring-um 50% sum árin.

Á þeim tíma sem veiðikortagjaldið var innleitt í lög (1994) og veiðimenn féllust á að greiða árlegt gjald fyrir að stunda veiðar í íslenskri náttúru, lagði SKOTVÍS ríka áherslu á að ekki myndi draga úr framlögum ríkisins til þessa málefnis. Annað hefur komið á daginn og á þessum tíma hefur umhverfisráðuneytið ekki eyrnamerkt neina fjármuni til að sinna vöktun né rannsóknum þeim sem nefnd eru í lögunum.

S k u l d B i n d i n G a r o G v e r k e f n i n

f r a m u n d a n

Íslenska ríkið hefur tekið á sig miklar skuld-bindingar í þeim flokki umhverfismála sem snýr að vöktun og rannsóknum á lífríki landsins, þá sér-staklega fugla- og dýra-tegunda. Þessar skuld-bindingar munu ná til margra stofnanna, kosta mikla fjármuni og ná langt út fyrir þann ramma sem snertir veiðimenn með beinum hætti og raun-hæft er hægt að ætlast til að veiðimenn fjármagni. Því er nauðsynlegt að afmarka hlutverk sjóðsins, þ.a. framlag veiðimanna nýtist með markvissarri hætti til að skapa aukna og betri þekkingu á áhrifum veiða úr stofnum villtra dýra og svara áleitnum

spurningum er lúta að áhrifum veiða. Ennfremur er nauðsynlegt að ríkið jafni framlag skotveiðimanna til mála-flokksins og stuðli þannig að eflingu samstarfs við veiðimenn á þessu sviði.

SKOTVÍS vill undirstrika það vægi sem „rannsóknum“ er gefið í 11.gr 3.mgr. laganna, auk þess sem skil-greiningar og vinnubrögð Vísinda- og tækniráðs verði höfð til hliðsjónar við skilgreiningu á hlutverki, stefnu og markmiðum sjóðsins. Ennfremur, að hlutverk sjóðsins verði aðgreint frá hlutverki annarra sjóða, sem í gegnum tíðina hafa einnig styrkt svipuð verk-efni og notið hafa styrkja frá veiði-kortajóði. Aðgreiningin er mikilvæg til að veiðikortasjóður geti hlúð að vel skilgreindu hlutverki sínu og að umsækjendur geti áætlað sína vinnu betur og undirbúið umsóknir sínar rétt, en margar umsóknir eru ekki teknar til greina vegna skorts á skýrum markmiðum, vöntun á kostnaðar- og verkefnaáætlun eða skorti á þekkingu og baklandi til að klára verkefnin.

 

Tillögur  SKOTVÍS  1. Ráðgjafanefnd  umhverfisráðuneytis  um  úthlutun  úr  

Veiðikortasjóði  móti  sér  stefnu  og  skilgreini  markmið  til  2,  5  og  10  ára  fyrir  næstu  úthlutun  sem  styðji  við  veiðistjórnun  á  villtum  dýrastofnum.  

2. Áhersla  sé  á  verkefni  sem  kanni  áhrif    veiða  á  stofna.  3. Vöktunarverkefni  verði  sett  á  fjárlög,  þ.a.  NÍ  geti  sinnt  sínu  

lögbundna  hlutverki  og  Ríkið  jafni  þá  upphæð  sem  veiðimenn  leggja  í  veiðikortasjóð,  þ.a.  sjóðnum  sé  gert  fært  að  fjármagna  nauðsynlegar  rannsóknir  á  öðrum  þáttum  en  tengjast  veiðum  beint.  

4. Ráðgjafanefnd  hafi  skilgreiningu  Vísinda-­‐  og  tækniráðs  til  hliðsjónar  um  hvaða  starfsemi  falli  undir  “rannsóknir”.  

5. Ráðgjafanefnd  aðgreini  hlutverk  Veiðikortasjóðs  frá  sjóðum  RANNÍS  og  leitist  við  að  beina  umsóknum  í  viðeigandi  sjóði  eftir  eðli  þeirra.  

6. Ráðgjafanefndin  horfi  til  lengri  tíma  (2-­‐10  ár)  og  skilgreini  grundvallarspurningar  sem  leita  þarf  svara  við  og  setur  ramman  utanum  styrkhæfni  verkefna  og  forgangsraði  áherslum.  

7. Gerð  verði  krafa  um  að  umsækjendur  skili  inn  vel  framsettum  rannsóknaráætlun  sem  sýni  fram  á  hvernig  rannsóknarverkefni  leitist  við  að  svara  skilgreindum  grundvallarspurningum.    Leitað  verði  í  smiðju  RANNÍS,  hvernig  umsóknir  séu  metnar.  

8. Settar  verði  reglur  um  birtingu  niðurstaðna.  

 

Page 39: 2012, 18.árg

ÚRVAL AF NÁKVÆMUM RIFFLUM FRÁ

HOWA OG SAVAGE ÁSAMT VÖNDUÐUM

SJÓNAUKUM FRÁ LEUPOLD OG NIKKO

STIRLING OG VERÐ SEM KEMUR Á ÓVART

NÁKVÆMNI

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

Veidihornid.is

Page 40: 2012, 18.árg

40

Veiðistjórnun

B r e y t i n G a e r Þ ö r f , Á H r i f SkotvÍS o G

r Á ð G j a f a n e f n d a r i n n a r

Á fundum ráðgjafanefndar um úthlutun úr veiðikortasjóði s.l. ár, lagði fulltrúi SKOTVÍS áherslu á nauðsyn endurskoðunar og náðist samhljómur innan nefndarinnar um að breytinga sé þörf. Álit ráðgjafa-nefndarinnar var sent umhverfisráðu-neytinu sem fylgdi tillögum hennar til úthlutunar úr sjóðnum fyrir 2012 og

nú er að sjá hvernig umhverfisráðu-neytið bregst við þessum tilmælum og hvort ráðamenn þess styðji þessa nálgun ráðgjafanefndarinnar og geri viðeigandi leiðréttingar.

Margar þeirra grundvallarspurninga sem leitað er svara við krefjast umfangs-mikilla rannsókna sem oftar en ekki taka lengri tíma en eitt veiðikorta-tímabil og því er mikilvægt að umsækj-endur geti treyst á að sjóðurinn taki tillit til þess við yfirferð umsókna. Því þarf sjóðurinn að skilgreina betur grund-vallarspurningarnar sem t.d. vakna þegar niðurstöður vöktunar eru rýndar, en slíkt mun einnig leiðbeina væntan-legum umsækjendum við undirbúning umsókna.

Í umræðu um skotveiðar ber mikið á sleggjudómum og fullyrðingum sem oftar en ekki byggjast á vanþekk-ingu, ekki síst í ljósi þess að niður-stöður flestra rannsóknaverkefna hafa ekki verið settar í samhengi við veiði-stjórnun og kynntar veiðimönnum. SKOTVÍS var á sínum tíma stofnað af náttúruvísindamönnum sem hafa jafnan skipað eitt eða fleiri sæti í stjórnum félagsins. Bæði lög og siða-reglur félagsins boða umhverfisvitund og leggja áherslu á mikilvægi rann-sókna og öflun þekkingar og hafa stjórnir félagsins átt gott samstarf við fræðimenn hinna ýmsu stofnanna sem vinna að málefnum tengdum náttúru Íslands. Því er mikilvægt að stefnumótun og markmiðssetning snúist fyrst og fremst um það að sníða hlutverk sjóðsins í kringum þann til-gang að leita leiða til að svara fyrir-fram vel skilgreindum spurningum (skilgreindum af hagsmunaaðilum og fræðimönnum). Sjóðurinn þyrfti í framhaldi af því að skapa ferla sem

styðja við að varða veginn að mark-miðum sjóðsins, sjóðurinn yrði áfram starfræktur sem samkeppnissjóður þar sem fræðimönnum verði leiðbeint um áherslur sjóðsins, þ.a. þekkingin og fjármunir nýtist sem best og svör fáist við aðkallandi spurningum með sem hagkvæmustum og skjótustum hætti og að niðurstöðurnar séu settar í sam-hengi við upphafleg markmið.

SKOTVÍS leggur áherslu á að fjár-veitingar til einstakra verkefna séu í einhverjum tengslum við umfang (hlutfall) veiða eða fjölda veiðimanna sem stunda veiðar úr viðkomandi stofnum. Slíkt verður þó alltaf matsat-riði og því mikilvægt að hagsmunaað-ilar séu ráðgefandi um slíkar áherslur.

Fyrirkomulag veiðikortasjóðs verð-ur að vera til þess fallið að það skapi traust milli veiðimanna sem greiða í sjóðinn og umhverfisráðuneytis sem ákveður fyrirkomulag úthlutunar annarsvegar og ráðgjafanefndarinnar hinsvegar, sem er umhverfisráðherra til ráðgjafar um val verkefna og upp-hæðir styrkja. SKOTVÍS mun ávallt vera tilbúið til að axla ábyrgð á grund-velli rannsókna og stuðla að virkri þátttöku veiðimanna í slíkri vinnu. Það er hinsvegar skýr krafa að fyrir-komulagið leiði til þess að úthlutun styrkja sé í samræmi við skýra stefnu og að spurningum um ástand stofna og veiðiþol verði svarað, annars er hætt við að brestir myndist í forsend-um fyrir starfrækslu sjóðsins.

SKOTVÍS mun vinna að þessum sjónarmiðum á vettvangi ráðgjafa-nefndarinnar, sem og innan nefndar um endurskoðun „Villidýralaga“ 64/1994, þar sem félagið er með fulltrúa.

Meiri umfjöllun um Veiðikortasjóð er að finna á vef félagsins skotvis.is

CLAW46”-54”

Fyrir stóru strákana

mtdekk.is

Dugguvogur 10 • 104 Reykjavík • Sími: 568 2020 Hjallahraun 4 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 2121

Fax: 568 2001 • [email protected] • www.pitstop.is

Reykjavík 24. Apríl 2006

Ágæti bíleigandi,

við hjá Pitstop viljum með þessu bréfi kynna þér þjónustu okkar og vöruframboð. Pitstop er nýr valkostur á

dekkjamarkaði þar sem áhersla er lögð á vandaða vöru á góðu verði og framúrskarandi þjónustu.

Fyrsta Pitstop þjónustustöðin var opnuð síðasta haust að Dugguvogi 10 og hafa viðskiptavinir tekið nýbreytni

okkar vel. Fyrir stuttu opnuðum við aðra Pitstop þjónustustöð að Hjallahrauni 4 í Hafnarfi rði og þar verður

unnið eftir sömu forskrift.

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar, viljum við benda þér á að við erum til dæmis með á boðstólum Michelin 4x4 Diamaris dekk sem sérstaklega eru hönnuð fyrir millistóra lúxus-jeppa eins og Lexus RX, Porsche Cayenne, Audi Q7, VW Touareg, Volvo

XC70 og XC90, BMW X3, Mercedes Benz M-Class o.fl . Þetta eru dekk í hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Vöruframboð okkar er borið uppi af framleiðsluvörum frá Michelin, en það eru vörumerkin Michelin,

BFGoodrich og Kleber. Michelin er langþekktasti framleiðandi dekkja í heiminum og eru fyrrnefnd

vörumerki öll mjög vel þekkt hérlendis og hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður.

Pitstop hefur nú einnig hafi ð innfl utning og sölu á mjög vönduðum álfelgum frá AEZ, DOTZ og DEZENT

undir fl estar tegundir bíla. Um er að ræða einhverja virtustu framleiðendur á álfelgum í heiminum og eru

fl estar gerðir með evrópskri CE vottun sem meðal annars tryggir kaupanda að hann geti keypt samskonar

felgu í fi mm ár frá kaupum, t.d ef ein felga verður fyrir hnaski.

Við hjá Pitstop leggjum mikla áherslu á vellíðan viðskiptavina og bjóðum þess vegna upp á fyrsta fl okks

aðstöðu þegar beðið er eftir dekkjaskiptum og þjónustu. Gæðakaffi er á boðstólum og blöð og tímarit fyrir

fólk að glugga í. Nettengdar tölvur standa viðskiptavinum til boða þar sem þeir geta sinnt tölvusamskiptum

eða skoðað heimsfréttirnar.

Líttu við hjá okkur eða hafðu samband símleiðis – við eigum dekkin fyrir þig.

Virðingarfyllst,

Sigurður Ævarsson, sölustjóri Pitstop

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar,

hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Við gerum þér

TILBOÐSÚPER

Sigurður Ævarsson

Söluaðilar:

Page 41: 2012, 18.árg

Foscam Monitor - Camera 1 - heima

H7 höfuðljós• Fislétt• 170 lumens• Drægni 140 metrar

Verð 14.450 kr.

M1 vasaljós• Lítið en öflugt• 170 lumens• Drægni 150 metrar

Verð 13.450 kr.MT7 Öryggisljós• Defence Strobe• Öryggishamar• 220 lumens• Drægni 255 metrar

Verð 19.795 kr.

öryggismyndavélar

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur

Verð frá 19.750 kr.

Verð: 34.750 kr.

Lengd 97 mm

Lengd 132 mm

Kíktu heim - til öryggis• Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma• Myndavél fjarstýrð með símanum• Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu• Nýjasta tækni í myndgæðum• Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar• Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld

Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum

Hágæða vatnsvarin vasa- og höfuðljós með stillanlegum fókus – hönnuð fyrir atvinnumenn

Page 42: 2012, 18.árg

42

Stefnumótun Skotvís

Saga SKOTVÍS og nýleg könnun sem félagið gerði meðal veiðimanna sýnir að þeir hafa verið og eru til-búnir að leggja sitt af mörkum til að tryggja almannaréttindi, veiðiréttindi og möguleika til veiða. Ennfremur að hér á landi sé stunduð virk öflun og miðlun þekkingar, sem byggir á samvinnu, trausti og heilindum, og styðji við faglega veiðistjórnun, sem hefur það að markmiði að núverandi veiðar skerði ekki möguleika komandi kynslóða til veiða.

Stjórn SKOTVÍS fer nú skipulega yfir ábendingar veiði-manna, mótar félaginu stefnu sem er líkleg til árangurs og setur sér mælanleg markmið til næstu ára. Veiðimenn leggja traust sitt á að SKOTVÍS sé sterk fyrirmynd og í for-ystuhlutverki við að leiða umræðuna um skotveiðitengd málefni.

Þegar litið er til sögu SKOTVÍS á s.l. þremur áratugum, má sjá að þar er á ferðinni félagsskapur veiði-manna sem hefur verið langt á undan sinni samtíð í ýmsum málum, haft framsýni að leiðarljósi og sýnt for-ystuhæfileikann til að fylgja málum eftir. Mörg mál hafa komið til kasta félagsins, umsagnir um frumvörp og reglugerðir, nefndarálit, o.s.frv., þar sem reynt hefur verið eftir fremsta megni að koma sjónarmiðum veiði-manna á framfæri. Saga SKOTVÍS hefur að geyma mörg tilfelli, þar sem tekist hefur að stöðva eða leiðrétta illa ígrundaðar tillögur er varða auknar takmarkanir á veiðum.

Núverandi stjórn hefur varið töluverðum tíma í að marka skýra stefnu til framtíðar. Í fyrstu sneri umræðan um einstök atriði, ástand einstakra stofna, frammi-stöðu umhverfisráðuneytis og stofnana þess (Umhverfisstofnun,

Náttúrufræðistofnun, náttúrustofur), lög-gjafans, fjölmiðla, álit almennings, annarra frjálsra félagasamtaka og hags munasamtaka, bænda, landeigenda og margra annarra sem kunna að hafa snertiflöt við málefni veiðimanna. Listinn er mjög langur.

Framtíð skotveiða á Íslandi –

v e i ð i m e n n m ó t a S t e f n u SkotvÍS o G f y l G j a H e n n i e f t i r

Skotveiðifélag Íslands hefur í tæp 34 ár staðið vörð um hagsmuni skot-veiðimanna og stuðlað að heilbrigðu umhverfi skotveiða. Kjarnann í boð-skap félagsins hefur alla tíð verið að finna í siðareglum félagsins, sem hafa verið félagsmönnum leiðarljós allt frá stofnun félagsins 23. september 1978 og stuðlað þannig að mótun veiði-menningar sem skilgreinir hver við erum, fyrir hvað við stöndum, hvern-ig við störfum og högum okkur.

Aðstæður í lífríkinu og tíðarandi breytast og því verða áherslur í starfi félagsins að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Veiðimönnum er því nauðsynlegt að hafa vakandi auga fyrir þeim atriðum sem geta haft áhrif á þetta umhverfi. Í þessu sam-bandi er ekki einungis átt við veiði-

manninn í náttúru Íslands og heil-brigða veiðistofna, heldur einnig hvernig upplifun annarra af athöfn-um veiðimanna og lagalegt umhverfi er að þróast.

Óhætt er að fullyrða að þekking, aðgengi að upplýsingum og ímynd skiptir sífellt meira máli í nútíma-samfélagi. Aðgengi að veiðilendum er háð stöðugum takmörkunum, veiðimönnum (veiðikortahöfum) fer hlutfallslega fækkandi (stendur í stað), fjöldi veiddra fugla hefur minnkað um 50% á 15 árum og aldrei hefur verið meiri þörf fyrir upplýsta og skilvirka umræðu um almannarétt, veiðiréttindi og hlut-verk og markmið veiðistjórnunar, sem ætti að byggja á samvinnu veiði-manna, stjórnvalda og fræðimanna.

m e n n i n G o G G i l d i S t a n d a S t t Í m a n S t ö n n

H a G S m u n a k o r t S k o t v e i ð i m a n n a : t i l v i S t S k o t v e i ð i m a n n a e r H Á ð m ö r G u m B r e y t u m o G Þ a ð e r m a r G t S e m G e t u r H a f t Á H r i f Á f r a m t Í ð S k o t v e i ð a Á Í S l a n d i .

Page 43: 2012, 18.árg

43

Stefnumótun SkotvísFljótlega var þó ljóst að stóra mynd-

in í þessu er að víða er pottur brotinn í ferlinu hvernig staðið er að ákvörð-unum um framkvæmd veiða hér á landi. Þessi staðreynd hefur kannski alltaf blasað við frá upphafi, en undir kringumstæðum þar sem veiði er nú aðeins 50% af því sem hún var fyrir 15 árum, þá fara brestirnir í kerfinu að koma í ljós.

Félagið hefur ávallt verið trútt sínum grundvallargildum og siða-reglum. Hinsvegar er full ástæða til að kynna betur hvað felst í gildum félags-ins, það að þetta séu ekki orðin tóm og að félagsmenn sjái að það er hægt að hrinda slíkum hugsjónum í fram-kvæmd með virkri þátttöku í raunveru-legum verkefnum.

Þegar skotveiðimenn eru spurðir um helstu verkefni sem SKOTVÍS ætti að einbeita sér að til næstu tveggja ára, þá er greinilegt að félagið þarf að beina kröftum sínum að stjórnvöldum og stofnunum og þá sérstaklega styrkingu faglegrar veiðistjórnunar, auka fræðslu um almannarétt og veiðirétt og standa vörð um veiðirétt í þjóðlendum.

a l m a n n a r é t t u r /v e i ð i r é t t u r

Eins og getið var hér að framan, þá hafa mikilvægir áfangar náðst í mál-efnum almannaréttar og veiðiréttar og með tilkomu „Þjóðlendulaga“ hefur umræðan frá sjónarhóli veiðimanna færst frá eigendum einkajarða yfir á ríkið, sem „sló eign sinni“ á almenn-inga og afrétti sem kallast nú einu nafni þjóðlendur.

Þó svo að línur séu að skýrast hægt og bítandi gagnvart einkaaðilum, þá skapar þetta nýjar áskoranir við hinn nýja skilgreinda eiganda (ríkið) og þá sem ráðstafa þessari eign á hverjum tíma, þ.e. stjórnvöld. Með hliðsjón reynslunnar af veiðistjórnuninni, þá má búast við svipuðum vinnubrögðum í þessum málaflokki, ekki síst vegna framkomu umhverfisráðherra og stjórnar Vatna jökuls þjóðgarðs í aðdrag-anda samþykktar á stjórnunar- og verndaráætlunar Vatna jökuls þjóð garðs.

H v e r n i G v i l t Þ ú H a f a Á H r i f Á f r a m t Í ð S k o t v e i ð a ?

Gildi sem SKOTVÍS á að hafa í fyrirrúmi í starfi sínu Áhersla [fjöldi svara]

Réttindi og skyldur 52

Þekking, hæfni, leiðbeinandi, þjónustulund 38

Náttúra, nýting, rannsóknir, trúverðugleiki, skynsemi, vernd og fagleg veiðistjórnun 37

Samskipti, háttvísi, prúðmennska, heiðarleiki, tillitsemi, umburðarlyndi og samvinna 28

Umhverfisvitund, virðing, veiðisiðferði, vernd og umgengni 27

Heilindi, ábyrgð, hófsemi, agi og áreiðanleiki 21

Framsýni, fyrirhyggja, framsækni, frumkvæði og forysta 12

Ánægja, heilbrigði, hreysti og heilnæmi 10

Samkennd, samstaða, áhugasemi, þátttaka, virkni og dugnaður 9

Mannúð, aðgætni, hógværð, sanngirni, hjálpsemi og umhyggja 8

Öryggi 7

Málefnalegir, stefnufesta og rökfesta 7

Útivist, veiðar, hefðir, bráðin og meðferð hennar 7

Sterk fyrirmynd 5

Nákvæmni og skilvirkni 2

SAMTALS 270

n Á n a r i u p p t a l n i n G u e r a ð f i n n a Á v e f SkotvÍS , w w w . S k o t v i S . i S

Helstu verkefni sem SKOTVÍS á að beita sér fyrir á næstu tveimur árum

Áhersla [fjöldi svara]

Markmiðssetning, rannsóknaráætlun, framkvæmdaáætlun (Styrking veiðistjórnunar) 69

Almannaréttur/Veiðiréttur 51

Fræðsluáætlun 22

Kynna skotveiðar fyrir samfélaginu og bæta ímynd þeirra 16

Samstarf við skotæfingafélög 12

Fjölgun veiðitegunda 11

Stækka útbreiðslusvæði hreindýra 11

Bæta umgengni, löghlýðni og veiðisiðferði 11

Bætt upplýsingamiðlun 10

Markvissari veiðistýring á „afræningjum“ 9

Skerpa á hlutverki Veiðikortasjóðs 8

Skotvopnalöggjöf 7

Auka aðdráttarafl félagsins meðal veiðimanna 7

Endurskoða fyrirkomulag hreindýraveiða 6

Sýna stjórnmálamönnum aðhald 5

Samstarf við innkaupsaðila/þjónustuaðila/bændur/landeigendur 5

Nýliðaáætlun 4

Uppbygging búsvæða 2

Samstarf við önnur félög 2

SAMTALS 268

n Á n a r i u p p t a l n i n G u e r a ð f i n n a Á v e f SkotvÍS , w w w . S k o t v i S . i S

k ö n n u n v a r f r a m k v æ m d m e ð a l v e i ð i m a n n a ( Á p ó S t l i S t a f é l a G S i n S ) Þ a r S e m ó S k a ð v a r e f t i r

S v ö r u m v i ð e f t i r f a r a n d i S p u r n i n G u m :1. Nefndu þau gildi (2-4 lýsingarorð) sem þú telur að SKOTVÍS eigi að hafa í fyrirrúmi.2. Nefndu helstu verkefni sem SKOTVÍS á að beita sér fyrir á næstu tveimur árum.3. Annað sem þú vilt leggja áherslu á í starfsemi SKOTVÍS.

Spurningarlistinn var 1. júní 2012 og höfðu veiðimenn 10 daga til að svara. Alls svör-uðu 168 af 1497 sem er um 11,22% svarhlutfall.

Page 44: 2012, 18.árg

44

Stefnumótun Skotvís v e i ð i S t j ó r n u n

Samhliða hnignun margra fugla-stofna s.l. 15 ár hafa stjórnvöld því miður ítrekað veikt undirstöður og sjálfstæði embættis „Veiðistjóra“, sem áður heyrði beint undir ráðherra. Árið 2002 var „Veiðistjóri“ færður undir Umhverfisstofnun og árið 2008 var „Veiðistjóra“ útrýmt og við tók „Deild lífríkis og veiðistjórnunar“ innan „Sviðs náttúruauðlinda“ innan Umhverfisstofnunar. Með þessu móti hefur stjórnvöldum tekist að gengis-fella mikilvægi veiðistjórnunar og þar-með raskað nauðsynlegu jafnvægi til að hægt sé að fjalla faglega um málefni veiðistjórnunar á hlutlausum vettvangi af fulltrúum fræðimanna, landeigenda, friðunarsinna og þeirra sem vilja nýta fuglastofna hér. Hlutverk veiðistjór-nunar er að vera öflugur samræming-araðili sem nýtur nægrar virðingar sem slíkur og er í aðstöðu til að samræma nauðsynlegar aðgerðir margra aðila, hvort sem um er að ræða mótun rann-sóknar áætlana, forgangsröðun verk-efna og fjármuna og útfærslu á fyrir-komu lagi veiða á einstökum tegund-um.

Reynsla undanfarinna ára hefur hins-vegar sýnt að tillögur „Deildar lífríkis og veiðistjórnunar“ eru ítrekað huns-aðar og ákvarðanir um jafn sérhæfð mál og veiðistjórnun, eru teknar af starfsmönnum umhverfisráðuneytisins! Slíkt telst ekki til eðlilegrar stjórnsýslu og styður engan veginn við mark-mið „Villidýralaga“ (64/1994) sem samningur náðist um á sínum tíma. – Markmiðið var aldrei að stjórnvöld ættu að þvælast fyrir, heldur að útbúa öflugan vettvang með sterka umgjörð sem gæti fjallað sjálfstætt um þetta mik-ilvæga mál sem veiðistjórnun er.

Aðrar mikilvægar áherslur eru fræðslu- og kynningartengd verk-efni og málefni sem tengjast nýtingu fjármagns úr Veiðikortasjóði. Stjórn SKOTVÍS mun nýta sér þessar ábend-ingar til að skipuleggja starfið fram-undan.

a r n e S ó l m u n d S S o n

a r n e S o l m u n d S S o n @ S k o t v i S . i SÞ r ó u n v e i ð i f r Á 1995 – 2009 ( H e i m i l d : u m H v e r f i S S t o f n u n )

Page 45: 2012, 18.árg

45

Stefnumótun Skotvís

Ef uppfylla á þær væntingar sem veiðimenn gera til SKOTVÍS, þá er ljóst að samkennd og samtakamáttur skotveiðimanna þarf að vera meiri en hann er í dag. SKOTVÍS er um þessar mundir félagsskapur 1.300 skotveiði-manna (25% fjölgun frá félagatali 2010) sem er um 10% veiðikortahafa. Fjöldi veiðikortahafa hefur staðið í stað í mörg ár ef frá er talið stökk árið 2008, en árlega má gera ráð fyrir að um 1500 veiðikortahafar endurnýji ekki veiðikortið og nýjir veiðikorta-hafar koma inn í staðin. Reikna má með að 13.000 veiðikortahafar séu misjafnlega virkir veiðimenn. Tölur frá Umhverfsstofnun sýna þó að ein-ungis 60% veiðikortahafa sýna fram á veiði. Aðrir veiðikortahafar virðast ýmist ekki halda til veiða, veiða ekkert, eða skila ekki inn veiðitölum. Óháð því hversu oft veiðikortahafar fara til veiða, mun SKOTVÍS ávallt vinna að hagsmunum allra þeirra sem hlotið hafa réttindi til veiða eða hafa hug á að hljóta slík réttindi. Félagið mun jafn-framt vinna að því að skotveiðimenn séu sem best undirbúnir fyrir veiðar og taki á sig eðlilegar skyldur sem tryggi gott veiðisiðferði í anda siða-reglna SKOTVÍS.

Þó það sé óraunhæft að ætla öllum veiðikortahöfum að vera félagar í SKOTVÍS, þá má alltaf gera betur í að kynna tilganginn með starfi félagsins og þau verkefni sem eru framundan til að laða að skotveiðimenn sem vilja hafa áhrif á framtíð skotveiða á Íslandi.

SKOTVÍS eru vel skipulögð sam-tök, með skýra framtíðarsýn og metn-aðarfulla framkvæmdaáætlun í undir-búningi til að ná markmiðum sínum. Hinsvegar, eins og sést á upptalning-unni hér að framan, þá er margt sem er ógert og því fleiri félagsmenn sem koma að virku starfi, því hraðar munu þessir hlutir ganga.

Fjöldi félagsmanna segir þó ekki allt, því fjöldi virkra félagsmanna er enn mikilvægari til að hrinda af stað áætlun sem getur tryggt að markmið félagsins nái í gegn. Hópur 20-30 öfl-ugra félagsmanna sem nýtir tengslanet sín um allt land er óskabyrjun. Því skorar stjórn félagsins á alla þá sem hafa raunverulegan vilja til að hafa áhrif á framtíð skotveiða að setja sig í samband við stjórnarmeðlimi sem munu kynna fyrirætlanir félagsins nánar í vetur.

Stjórn félagsins er um þessar mundir að leggja lokahönd á stefnu SKOTVÍS

og mun í framhaldi af því leggja fram framkvæmdaáætlun sem unnin verður eftir af framkvæmdaráði félagsins og af þeim sem sitja fyrir hönd SKOTVÍS í nefndum og aðildarsamtökum, s.s. í ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði, á vettvangi SAMÚT (Samtök útivistarfélaga), Nordisk Jegersamvirke, FACE og öðrum nefnd-um sem SKOTVÍS er formlegur aðili að.

f r a m k v æ m d a r Á ð e r v e t t v a n G u r f é l a G S m a n n a

Fyrir áhugasama félagsmenn er framvæmdaráðið sá vettvangur sem eðlilegast er að byrja á, en það fyrir-komulag hefur nú verið við lýði í rúmt eitt ár og hefur gefist vel. Stjórn er um þessar mundir að útfæra skipulag sem nýtist vel til að koma sjónarmiðum skotveiðimanna að um allt land. Með slíkri nálgun verður búið að reka smiðshöggið á uppbyggingu innra skipulag SKOTVÍS, sem mun geta fylgt eftir stefnu félagsins og metnað-arfullri framkvæmdaáætlun – En hún stendur og fellur með virkri þátttöku félagsmanna.

Hvernig vilt þú hafa áhrif á framtíð skotveiða?

Þ Á t t t a k a o G Á H r i f v e i ð i m a n n a

Þ r ó u n Í f j ö l d a v e i ð i m a n n a ( v e i ð i k o r t a H a f a ) f r Á 1995 – 2011 ( H e i m i l d : u m H v e r f i S S t o f n u n ) – Á Þ e S S u m t Í m a p u n k t i H a f a e i n u n t i S u m 83% v e i ð i k o r t a H a f a S k i l a ð i n n S k ý r S l u f y r i r Á r i ð 2011 . f j ö l d i v e i ð i m a n n a S e m S k i l a r u p p l ý S i n G u m u m Á k v e ð n a B r Á ð e r e i n n i G t i l G r e i n d , Þ . a . f l e S t i r

v e i ð i m e n n S t u n d a r j ú p n a v e i ð a r o G f æ S t i r S v a r t f u G l S v e i ð a r .

Page 46: 2012, 18.árg

46

Fjölgun hreindýra

Það voru framsýnir menn sem á sínum tíma beittu sér fyrir því að hreindýr voru flutt til Íslands á sínum tíma. Fyrstu hreindýrin komu hingað til lands á árunum 1771 og svo á árun-um 1777, 1784 og 1787. Á þessum tíma var mikil fátækt á íslandi og við-varandi hungursneyð, töldu menn að hreindýrin gætu átt einhvern þátt í því að auka fjölbreytni í landbúnaði hér á landi. Nú 235 árum síðar hafa fram-sýnir menn varpað fram svipuðum hugmyndum, þó forsendurnar séu aðrar núna, það er að segja að fjölga hreindýrum hér og auka með því fjöl-breytni í landbúnaði og ferðaþjónustu.

ö r l Í t i l S a G n f r æ ð i

Hreindýrin sem send voru til Íslands frá Noregi komu frá Finnmörku. Vel var vandað til inn-

flutnings hreindýranna hingað til lands árið 1787. Dýrin komu öll frá Suðurey sem á þeim tíma var laus við flesta þekkta smitsjúkdóma sökum fjarlægðar frá landi. Fyrstu hreindýrin sem flutt voru til Íslands drápust og er líklegasta skýringin slæmur aðbún-aður og langt ferðalag frá Noregi. Þau hreindýr sem lifðu ferðalagið af og náðu að jafna sig döfnuðu vel og tóku fljótt að fjölga sér. Náttúruleg skilyrði hér á landi hentuðu hreindýrunum vel. Hinsvegar var engin veiðistjórnun til á þessum tíma og var því hreindýr-unum nánast útrýmt vegna óhóflegra veiða.

Svipaða sögu er að segja frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, villtum hrein-dýrum var nánast útrýmt vegna gegndarlausra veiða. Raunar er það athyglisvert að hreindýrunum skyldi

ekki vera útrýmt hér á landi, þau voru eftirsótt bráð, og eins og áður sagði var hér ríkjandi hungursneyð. Líklegast eru helstu ástæðurnar fyrir því að hreindýrin lifðu hér af að það var erfitt að finna þau á hálendinu, frumstæð vopn og erfitt eða nánast ómögulegt að komast að þeim á svæð-inu austan og norðan Vatnajökuls. Helgi Valtýsson fór á hreindýraslóðir fyrir austan 1939 og taldi hann þá að hreindýrin væru líklegast aðeins um 100. Skömmu síðar var farið að fylgjast betur með dýrunum, þau voru friðuð um tíma og farið var að skipu-leggja veiðarnar. Hreindýrin fóru fljótlega að rétta úr kútnum og hafa þau undanfarin ár verið um 4500 til 5000 dýr. 1997 var leyft að veiða 297 dýr en seinustu ár hefur kvótinn verið um 1000 dýr.

Fjölgun hreindýra - vísindi og fordómar

l j ó S m y n d a r n e S ó l m u n d S S o n .

Page 47: 2012, 18.árg

47

Fjölgun hreindýraf j ö l G u n H r e i n d ý r a

Af og til hefur komið til tals að flytja nokkur hreindýr í aðra lands-hluta. Þessi umræða fór þó ekki almennilega af stað fyrr en árið 2006 að Skotveiðifélag Íslands tók málið upp á sína arma. Helsta ástæðan fyrir því að SKOTVÍS fór að vinna í þessu máli var mikill og vaxandi áhugi á hreindýraveiðum. Undanfarin ár hefur staðan verið sú að um 4000 veiðimenn sækjast eftir að fá að veiða 1000 dýr. Þá hefur SKOTVÍS ekki heyrt nein marktæk rök fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að flytja dýrin á milli landshluta. Helstu rökin gegn fjölgun hreindýra eru að þau geti borið með sér búfjársjúkdóma, að útífrá dýraverndunarsjónarmiðum henti til dæmis Vestfirðir ekki fyrir hreindýr og að hreindýr eyði skógum. Ekki liggja nein vísindi að baki þess-ara fullyrðinga þeirra sérfræðinga sem hafa tjáð sig um þessi mál, hinsvegar gætir talsverðra fordóma í ummælum þeirra, fordómar sem ekki eru þessum vísindamönnum sæmandi.

B ú f j Á r S j ú k d ó m a r

Meginrökin gegn því að hreindýr séu flutt í aðra landshluta eru þau að dýrin geti smitað sauðfé af garnaveiki og riðu. Þetta eru mikilvæg rök sem ber að taka tillit til. Það er því skiljan-legt að sauðfjárbændur á svæðum þar sem ekki hefur komið upp riða eins og til dæmis á Ströndum séu and-vígir því að fá hreindýr í sínar sveitir. Yfirdýralæknir Halldór Runólfsson hefur stöðugt haldið því fram að hætt-an á því að hugsanlegt sé að hreindýr geti smitað sauðfé af riðu eða garna-veiki séu nægjanleg rök fyrir því flutn-ingur dýranna til Vestfjarða verði ekki heimilaður. Staðreyndin er hinsvegar sú að að aldrei hefur verið sannað að hreindýr hafi smitað sauðfé af riðu eða garnaveiki. Hinsvegar er mjög brýnt að gengið sé úr skugga um að hreindýr beri ekki í sér sjúkdóma eins og riðu, garnaveiki og aðra sjúkdóma. Þess vegna hefur SKOTVÍS lagt til hafnar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýr-

anna, fyrr er ekki hægt að taka afstöðu til flutnings þeirra í aðra landshluta.

S k ó G r æ k t

Andstæðingar þess að hreindýr séu flutt í aðra landshluta hafa meðal ann-ars bent á, að það að hreindýr fari illa með skóga, sé næg ástæða fyrir banni á flutningi dýranna í aðra landshluta. Þessa fullyrðingu er hreint og beint ekki hægt að taka alvarlega, hvergi er meiri skórækt og stærri skógar en ein-mitt á Austurlandi. Vissulega kemur það fyrir að hreindýr leggjast á trjá-gróður, troði niður smáar plöntur og fari illa með girðingar. Þetta er þó ekki stórt vandamál og hafa ber í huga í þessu sambandi að land-eigendur fá þennan skaða bættan, en tekjur af sölu veiðileyfa renna að hluta til skógarbænda og annara landeig-enda. Þá verður ekki annað séð en að það sé stefna ríkisins að dregið sé úr skógrækt hér á landi. Fyrir nokkrum árum greiddi ríkið fyrir framleiðslu sex milljón trjáplantna en nú styrkir ríkið aðeins ræktun þriggja milljóna plantna. Þá er varla við því að búast að skógrækt verði arðsöm atvinnu-grein til dæmis á Vestfjörðum, tekjur af hreindýrum yrðu örugglega tals-vert meiri. Ríkið þyrfti ekki að leggja til fé til þeirrar starfsemi er sneri að nýtingu hreindýranna eins og þarf að gera ef koma á upp nytjaskógum.

d ý r a v e l f e r ð

Af öllum þeim rökum sem týnd hafa verið til gegn flutningi hreindýra í aðra landshluta, til dæmis Vestfjarða, er sú fáránlegasta sú, að velferð dýranna yrði ekki trygð. Rökin eru þau að á Vestfjörðum sé ekki kjörlendi fyrir hreindýr. Meðal þeirra sem halda þessu fram er Ólafur R Dýrmundsson sem ber titilinn „landnýtingarráðunautur“. Staðreyndin er nefninlega sú að fyrstu athuganir SKOT VÍS benda til þess að víða á Vestfjörðum er mjög gott hag-lendi fyrir hreindýr, það á raunar einn-ig við um uppsveitir Húnavatnssýslna. 1947 fékk landbúnaðarráðuneytið hingað til lands Sama frá Noregi, P.

Hagen, til að kanna möguleika á að stunda hér hreindýrabúskap. Meðal þeirra svæða sem hann taldi að hrein-dýr gætu þrifist á var svæðið við Drangajökul. Víða annarsstaðar er gott kjörlendi fyrir hreindýr. Í því sam-bandi mætti nefna hálendið í kringum Reiphólsfjöll og Glámu. Þá er rétt að benda á að sauðfé hefur fækkað tals-vert á Vestfjörðum, sauðfjárbændum hefur fækkað um 40% á 10 árum. Þess vegna koma þau ummæli Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum í Bændablaðinu 14. júní síðastliðinn vægast sagt á óvart, en þar segir. „Þó dregið hafi úr sauðfjárbeit víða á Vestfjörðum er ekki þar með sagt að það gefi svigrúm til að auka beitarálag á þessum slóðum.“ Þessi ummæli Sigríðar benda ótvírætt til

ATZ31”-35”

Hljóðlát og endingargóð

mtdekk.is

Dugguvogur 10 • 104 Reykjavík • Sími: 568 2020 Hjallahraun 4 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 2121

Fax: 568 2001 • [email protected] • www.pitstop.is

Reykjavík 24. Apríl 2006

Ágæti bíleigandi,

við hjá Pitstop viljum með þessu bréfi kynna þér þjónustu okkar og vöruframboð. Pitstop er nýr valkostur á

dekkjamarkaði þar sem áhersla er lögð á vandaða vöru á góðu verði og framúrskarandi þjónustu.

Fyrsta Pitstop þjónustustöðin var opnuð síðasta haust að Dugguvogi 10 og hafa viðskiptavinir tekið nýbreytni

okkar vel. Fyrir stuttu opnuðum við aðra Pitstop þjónustustöð að Hjallahrauni 4 í Hafnarfi rði og þar verður

unnið eftir sömu forskrift.

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar, viljum við benda þér á að við erum til dæmis með á boðstólum Michelin 4x4 Diamaris dekk sem sérstaklega eru hönnuð fyrir millistóra lúxus-jeppa eins og Lexus RX, Porsche Cayenne, Audi Q7, VW Touareg, Volvo

XC70 og XC90, BMW X3, Mercedes Benz M-Class o.fl . Þetta eru dekk í hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Vöruframboð okkar er borið uppi af framleiðsluvörum frá Michelin, en það eru vörumerkin Michelin,

BFGoodrich og Kleber. Michelin er langþekktasti framleiðandi dekkja í heiminum og eru fyrrnefnd

vörumerki öll mjög vel þekkt hérlendis og hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður.

Pitstop hefur nú einnig hafi ð innfl utning og sölu á mjög vönduðum álfelgum frá AEZ, DOTZ og DEZENT

undir fl estar tegundir bíla. Um er að ræða einhverja virtustu framleiðendur á álfelgum í heiminum og eru

fl estar gerðir með evrópskri CE vottun sem meðal annars tryggir kaupanda að hann geti keypt samskonar

felgu í fi mm ár frá kaupum, t.d ef ein felga verður fyrir hnaski.

Við hjá Pitstop leggjum mikla áherslu á vellíðan viðskiptavina og bjóðum þess vegna upp á fyrsta fl okks

aðstöðu þegar beðið er eftir dekkjaskiptum og þjónustu. Gæðakaffi er á boðstólum og blöð og tímarit fyrir

fólk að glugga í. Nettengdar tölvur standa viðskiptavinum til boða þar sem þeir geta sinnt tölvusamskiptum

eða skoðað heimsfréttirnar.

Líttu við hjá okkur eða hafðu samband símleiðis – við eigum dekkin fyrir þig.

Virðingarfyllst,

Sigurður Ævarsson, sölustjóri Pitstop

Um leið og við bjóðum þig velkominn á aðra hvora þjónustustöð okkar,

hæsta gæðafl okki frá Michelin sem við getum boðið þér á frábæru verði.

Við gerum þér

TILBOÐSÚPER

Sigurður Ævarsson

Söluaðilar:

Page 48: 2012, 18.árg

48

Fjölgun hreindýra

þess að hún hafi ekki kynnt sé nægi-lega vel fæðuval hreindýra, þau éta að talsverðu leiti annan gróður en sauðfé, hagar þeirra á Vestfjörðum yrðu því í nokkrum mæli aðrir en þeir sem sauðfé hefur nýtt í gegnum aldirnar.

e f t i r m i k l u a ð S æ k j a S t

En hver eru helstu rökin fyrir því að hreindýrum verði fjölgað hér á landi og þau flutt í aðra landshluta? Eins og áður hefur komið fram er mikil ásókn innlendra og erlendra veiðimanna í að veiða hreindýr í stórbrotinni nátt-úru Íslands. Fjórir veiðimenn sækja um að veiða hvert hreindýr sem leyft er að fella. Landbúnaður og þá aðal-

lega sauðfjárrækt hefur dregist talsvert saman á liðnum árum, hagsmuna-árekstrar sauðfjárræktar og fjölgun hreindýra vegna beitar er því ekki fyrir hendi. Gríðarlega stór svæði bit-haga sem aðeins hreindýr geta nýtt sér eru því vannýttir. Landsbyggðin á í vök að verjast, það vantar fleiri arð-söm störf. Það má segja að ferðaþjón-ustan sé stóriðja landsbyggðarinnar og talið er að innan greinarinnar séu enn mikil sóknartækifæri. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ferðamannatíminn er stuttur, mörg fyrirtæki í greininni skuldsett og og arðsemi margra fyrir-tækja því of lítil. Fjölgun hreindýra yrði mikil vítamínsprauta fyrir ferða-

þjónustuna í hinum dreifðu byggðum landsins. Ferðamannatíminn myndi lengjast um sex vikur, arðsemi þjón-ustu við veiðimanna er ein sú mesta sem þekkist í Íslenskri ferðaþjónustu.

Fjölgun hreindýra myndi styrkja sauðfjárræktina í landinu. Sauðfjár-bændur yrðu bestu hugsanlegu leið-sögumenn fyrir veiðimennina, þeir gjörþekkja landið og flestir þeirra fengju arðgreiðslur þar sem hreindýrin myndu í einhverjum mæli ganga í landi þeirra. Þá er heillandi að skoða hrein-dýrin úti í náttúrunni, þau vekja for-vitni ferðamanna og eru vinsælt mynd-efni. Þá þyrfti ekki að styrkja umsýslu hreindýranna eða þá atvinnustarfsemi

allt fyrir veiðinaí intersport bíldshöfða

veiðideildBíldshöfða 20 / sími: 585 7239 / OPIÐ: mán. - fös. 10 - 19. lau. 10 - 18. sun. 12-18

við höfum allt fyrir veiðimanninn.sérfræðingar okkar veita þér faglega

ráðgjöf og góða þjónustu.

l j ó S m y n d a n t o n H u G i k j a r t a n S S o n .

Page 49: 2012, 18.árg

VESTU RRÖST

Page 50: 2012, 18.árg

50

Fjölgun hreindýra sem myndi tengjast veiðunum með

skattpeningum landsmanna, öðru nær hreindýraveiðar eru, eins og áður hefur komið fram, mjög ábatasamar þó ekki sé tekið dýpra í árinni. Beinar og óbeinar tekjur af nýtingu hreindýra, til dæmis á Vestfjörðum, gætu orðið um 100 miljónir á ári, það munar um minna.

Á B y r G ð S t j ó r n v a l d a

Eins og staða málsins er núna er það í herkví yfirvalda eða réttara sagt yfir-dýralæknis – Matvælastofnunar. Þar sem grunur leikur á að hreindýrin geti mögulega smitað sauðfé af garnaveiki og riðu er stefnan sú að gera ekki neitt. Í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem fjölgun hreindýra hefur í för með sér er þessi stefna óásættanleg og í því ljósi hlýtur innanríkisráðherra og þau stjórnvöld er hafa með nýsköpun að gera, fjölgun starfa á landsbyggðinni og eflingu ferðaþjónustunnar að beita sér fyrir því að heilbrigði íslensku hrein-dýranna verði rannsakað og gengið úr skugga um hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Í

ályktun frá dýrlæknaráði sem veitt var vegna umsóknar um innflutnings hrein-dýra hingað til lands fyrir nokkrum árum segir meðal annars. „Hér á landi er að finna einn heilbrigðasta hrein-dýrastofn sem um getur“. Það er hins-vegar íhugunarvert hver vegna embætti yfirdýralæknis hefur enn ekki látið rannsaka heilbrigði hreindýranna ef sú hætta er fyrir hendi, sem emb-ættið hefur gefið í skyn, að dýrin geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Vitað er að hreindýr fara af og til á flakk, vart hefur verið við hreindýr í Vestur Skaftafellssýslu, á suðurlandi við Arnarfell og við Sandártagl við Þjórsá, á Holtavörðuheiði og víðar. Landinu er skipt í 24 hólf sem eiga að koma í veg fyrir að sauðfé fari á milli svæða. Þetta fyrirkomulag á að koma í veg fyrir að fé af „sýktum“ svæðum fari í aðrar sveitir. Nú hefur viðhaldi svo kallaðra mæði-veikisgirðinga verið mjög ábótavant á síðari árum og eru fjölmörg dæmi um að sauðfé fari á milli svæða, til dæmis af austurlandi norður og suður á land. Þetta austfirska sauðfé hefur gengið í sömu haga og hreindýrin og ætti því að

vera mikil ógn fyrir fé á öðrum svæðum. Í ljósi þessa hljóta það að vera embættis-glöp Matvælastofnunar (Yfirdýralæknis) að hafa ekki rannsakað heilbrigði hrein-dýranna. Að vísu hefur yfirdýralæknir að undanförnu verið að draga í land hvað varðar hættu á að hreindýrin geti smitað sauðfé, hann viðurkennir að rannsókna sé þörf og að lítið sé vitað um heilbrigði hreindýranna en hann bendir hinsvegar á meðal annars að það þurfi að hafa velferð dýranna í huga og frá þeim sjónarmiðum sé ekki rétt að flytja hreindýr til Vestfjarða. Sem sagt, betra er að „veifa röngu tré en öngvu“. Þessi rök eru ekki trúverðug, öðru nær. Það ber því allt að sama brunni í þess-um efnum, til þess að hægt sé að taka ákvörðun um hvort hægt sé að fjölga hreindýrum, flytja þau á milli landshluta þarf að gera ítarlega rannsókn á heil-brigði þeirra. Þegar niðurstöður slíkra rannsókna liggja fyrir þá fyrst er hægt að taka ákvörðun um hvort gerlegt sé að fjölga hreindýrum hér á landi og flytja þau á milli landshluta.

S i G m a r B . H a u k S S o n

Page 51: 2012, 18.árg

Þegur þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúru legu stöðu. Með

því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færðu

nudd. Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins.

[email protected] Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477

Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566Opi› virka daga frá kl. 10-18

Laugardaga frá kl. 11-16www.betrabak.is

D Ý N U R O G K O D D A R

Leggur grunn að góðum degi

Upplifðu þægindi, upplifðu stuðning, upplifðu TEMPUR®

Senseo 2ja sæta svefnsófi

SEPT.-TILBOÐ Kr. 309.000,- Verð áður 412.000,-

Breidd: 187 cm Dýpt: 95 cmHeilsudýna: 140x200 cmFæst einnig breiðari og með tungu.

Stillanlegt og þægilegt!

Tilboðsdagar í september!

LED-vasaljós

Klukka

Vekjaraklukka

Upp/niður höfðalag

Upp/niður fótasvæði

Rúm í flata stöðu

3 minni

Nudd

Bylgjunudd

Þráðlaus fjarstýring

Stillanleg heilsurúm! Fyrir þínar bestu stundir.

25%afslátturí sept.

* 3,5% lántökugjald

12 mánaða

vaxtalaus lán á st i l lanlegum

rúmum*

TEMPUR® Orginal eða Cloud heilsudýna á C&J stillanlegum botnum. 2x80x200 cm.

SEPT.-TILBOÐ Kr. 578.550,- Verð 749.875,- Þú sparar 171.325,-

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

Vönduð heilsurúmá frábæru verði!

C&J Gold Dýna, botn og lappir SEPT.-TILBOÐ160x200 - kr. 202.800,- 141.960,-180x200 - kr. 228.800,- 155.900,-

C&J Gold Mattress n Pokagormakerfi - 2000 gormar í 180x200

n Vandaðar kantstyrkingar

n Latex heilsu- og hægindalag

n Laserskorið Conforma Foam tryggir réttan stuðning við neðra mjóbak og mjúkt axlasvæði

n Silkimjúkt áklæði, hægt að taka efsta lag af

30%afsláttur

í sept.

Page 52: 2012, 18.árg

Reykjavík

Fiskislóð 1 • Sími 580 8500

Opið mánudag–föstudag 10–18

Laugardag 10–16

Akureyri

Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630

Opið mánudag–föstudag 10–18

Laugardag 10–16

Skotheld gæðiFyrir tæpum 200 árum varð ungur maður að nafni Eliphalet Remington sannfærður um að hann gæti sjálfur framleitt betri byssu en hann fengi keypta annarsstaðar. Æ síðan hefur fyrirtæki hans verið leiðandi í framleiðslu skotvopna og skotfæra í Bandaríkunum.

Remington 870 kom á markað 1951 og varð umsvifalaust metsölubyssa – í apríl 2009 voru 10 milljónir eintaka seld af Remington 870. Það er heimsmet sem ekki hefur enn verið slegið.

Í dag, rúmum sextíu árum síðar, stendur Remington 870 fyllilega fyrir sínu og sölumenn Ellingsen eru stoltir af því að geta boðið upp á þessa þrautreyndu pumpu.

REMINGTON NITRO MAG

www.ellingsen.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

122

266

Allt fyrir skotveiðina í EllingsenEllingsen hefur vandað úrval af vörum fyrir skotveiðina, m.a. skotvopn, skotfæri, fatnað og fylgihluti bæði fyrir vana veiðimenn og byrjendur. Í veiðideild Ellingsen starfa sölumenn með víðtæka þekkingu og mikla reynslu af veiði og veiðisvæðum. Komdu og sjáðu hvað þeir geta gert fyrir þig.