12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

53
12 sporin og áhrif þeirra Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingum? Jakob Regin Eðvarðsson Rannsóknarverkefni I og II Leiðbeinandi: Jón Haukur Ingimundarson HA, Hug- og Félagsvísindasvið

description

Rannsóknarritgerð um 12 sporin og áhrif þeirra á þá sem stunda þau. Þar er hugtakið andlegleiki skoðað og velt er upp þeirri spurningu hvort þetta sé hugtak sem vert sé að skoða nánar og hvort hægt sé að nýta það, eins og það birtist í 12 sporunum, í formlegum meðferðum and lækningum.

Transcript of 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

Page 1: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

12 sporin og áhrif þeirra Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingum?

Jakob Regin Eðvarðsson Rannsóknarverkefni I og II Leiðbeinandi: Jón Haukur Ingimundarson HA, Hug- og Félagsvísindasvið

Page 2: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

2

Page 3: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

3

Yfirlit

INNGANGUR 4

HVAÐ ER ANDLEGLEIKI? 5

Hugleiðing Jan Fawcet 7

AA OG 12 SPORIN 7

HVAÐA ÁHRIF HAFA 12 SPORIN Á EINSTAKLINGA? 10

ÞAÐ SEM RANNSÓKNIR HAFA AÐ SEGJA UM 12 SPORIN: 12

ÚR VIÐTÖLUM 13

Viðmælandi 1: 14

Viðmælandi 2: 15

Viðmælandi 3 18

LOKAORÐ 22

HEIMILDIR 24

VIÐAUKAR 26

12 Reynsluspor 26

12 Erfðavenjur 26 Viðtöl 27

Viðtal 1 28 Viðtal 2 34 Viðtal 3 41

Page 4: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

4

Inngangur Eitt af því sem mér hefur þótt mjög forvitnilegt er það hvernig einstaklingar, allt frá fínu

fólki til þeirra sem lent hafa á botni samfélagsins geta umbreyst sem manneskjur á

tiltölulega stuttum tíma fyrir tilstuðlan einhvers sem talið er af flestum óáþreifanlegt og af

sumum ómarktækt. Það er að segja það sem flestir kalla andlegleika (e. spirituality).

Tólf spor AA samtakanna hafa í nær sjötíu ár1 leitað eftir að stuðla að því sem

menn kalla andlega vakningu. Þetta felur í sér meðal annars að einstaklingar sem gengið

hafa sporin fara frá því að vera mjög sjálfmiðaðir einstaklingar, sem á mismunandi hátt

og í mismunandi stigum lifa fyrir áfengi, í það að lifa lífi byggt á því að gera sárabætur (8

og 9 sporin), gera grein fyrir sér daglega frammi fyrir sínum æðri mætti (10 sporið) og að

lifa í þjónustu við aðra (12 sporið) – allt þetta byggt á grunninum að þau séu vanmáttug

gagnvart áfengi (spor 1) og þurfi hjálp æðri máttar við að halda sér edrú (spor 2 og 3)2.

Í þessari rannsókn mun ég skoða ýmsar rannsóknir og skýrslur um 12 sporin

ásamt því að nýta mér bókmenntir AA samtakanna og aðrar heimildir. Ég mun taka viðtöl

við fáeina einstaklinga sem hafa verið að vinna sporin og heyra hvað þeir hafa að segja

um þá andlegu reynslu sem þeir hafa orðið fyrir með því að nýta sér þessa aðferð.

Tilgangur alls þessa er að fá innsýn í það hvernig hugtakið andlegleiki birtist bæði

lærðum og leikum og áhrif þess á líf fólks og ég velti þeirri spurningu fram – byggt á

árangri spora kerfa í að hjálpa fólki - hvort ekki megi nýta þetta hugtak betur innan

ríkjandi fræða svo sem sálfræði og félagsfræði bæði sem tæki til bata og sem

skýringaþátt.

1 Samkvæmt AA bókinni þá hófst starf AA samtakanna um 1935 með tveimur einstaklingum sem fóru að stunda það að hjálpa öðrum alkóholistum með þeim aðferðum sem síðar urðu grundvöllur alls AA starfsins. Fyrsta útgáfa AA bókarinnar var svo gefin út 1939 (AA-Bókin, 2006). 2 Sjá 12 spora listann í viðhengi.

Page 5: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

5

Hvað er andlegleiki? Við skulum byrja á því að skoða aðeins nokkrar skilgreiningar á andlegleika. Ef við

byrjum á grunninum, í þessu tilviki notum við orðabók Websters, þá fáum við fjórar

skýringar á enska orðinu spirituality. 1) Eitthvað sem samkvæmt kirkjulögum tilheyrir

kirkjunni eða presti sem slíkt, 2) prestastétt, 3) næmni eða tengsl við trúarleg gildi, 4)

eiginleikinn eða það ástand að vera andlegur. Samkvæmt orðabók Webster er það að vera

andlegur skýrt sem svo, að vera tengdur andanum, einhverju óáþreifanlegu, heilögum

málefnum, trúarlegum (þ.e. tengt trúarbrögðum), og yfirnáttúrulegum fyrirbærum meðal

annars (Spirituality, 2009; Spiritual, 2009).

Eins og sést meðal annars á skilgreiningu Webster þá hefur jafnan þótt

ógreinilegur munur milli andlegleika og trúrækni (e. religiosity) en James Alan Neff

skilgreinir muninn þannig að trúrækni er sögð einkennast af trúarlegum athöfnum og

kenningum en andlegleiki er einkenndur af því að leggja áherslu á samband einstaklings

við hið yfirskilvitlega eins og til dæmis Guð eða æðri mátt. Andlegleiki er sagður veita

merkingu, grunn gildi (e. core values) og meginreglur til að skipuleggja líf sitt með (Neff,

2008).

Neff leggur til skilgreiningu á andlegleika sem honum þykir ná yfir ,,algilt (e.

universal) eðli andlegrar reynslu hinnar mannlegu tilveru” og sem hann telur byggja á

breiðari grunni en hin hefðbundna skipulagða trú gerir og skilgreiningin nær yfir

,,andlegleika þeirra sem ekki eru tengdir hefðbundnum trúarbrögðum.” Skilgreiningin er

á þá leið að andlegleiki er ,,leið/aðferð til þess að vera og upplifa, sem kemur til vegna

meðvitundar um yfirskilvitlega vídd og sem er einkennd af ákveðnum greinanlegum

gildum hvað varðar mann sjálfan, aðra, náttúruna, lífið og hvað sem maður kann að líta á

sem hið æðsta og endanlega (e. ultimate)” (Neff, 2008).

Moses L. Pava lagði eftirfarandi skilgreiningu fram sem byrjunarpunkt til að

skoða hvað andlegleiki er. Pava skilgreinir andlegleika sem ,,skipulögð reynsla (innri

tilfinning) þess að blanda saman ráðvendni og samþættingu (e. integrity and integration)

með 1. því að viðurkenna fortíðina, 2. skuldbindingu við framtíðina, 3. skynsömu vali, 4.

íhuguðum gerðum og 5. stöðugu samtali (e. dialogue) hið innra með sjálfum sér og við

Page 6: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

6

aðra einstaklinga. (Pava, 2007). Pava fer mun dýpra ofan í ofangreinda skilgreiningu en

við látum skilgreininguna nægja eina og sér þar sem hún útskýrir sjálfa sig ágætlega.

Galanter (2007) skilgreinir andlegleika sem ,,það sem gefur fólki merkingu og

tilgang í lífinu.” Bristow-Braitman ákveður að skilgreina andlegleika á breiðum grunni í

anda þriðja sporsins, þ.e.a.s. að hver og einn skilgreini sinn eigin æðri mátt. Jafnframt

nýtir hún sér þrískipt módel sem skoðar samband einstaklingsins við aðra, samband hans

við sjálfan sig og loks samband sitt við æðri mátt (Bristow-Braitman, 1995).

Hér að ofan sjáum við mynd fengna úr grein Daniels, Franz og Wong (2000). Án þess að

fara djúpt í merkingu myndarinnar þá er hún sett hér með til fróðleiks en hún sýnir tvo

ása hugsunar innan nútímans sem gaman er að skoða, þ.e.a.s. lóðrétt höfum við hið

huglæga niður til hins hlutlæga og á lárétta ásnum höfum við efnishyggju yfir í hið

yfirskilvitlega. Það má gera ráð fyrir að meirihluti þeirra sem vinna sporin séu hægra

megin á myndinni en hugsanlega er ekki mikill greinarmunur á því hvort einstaklingar

haldi sig fyrir ofan eða neðan lárétta ásinn og fer það líklega eftir tilhneigingu hvers og

eins.

Page 7: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

7

Hugleiðing Jan Fawcet

Það er vert að skoða sérstaklega hugleiðingar Jan Fawcett úr leiðara Psychiatric

Annals þar sem hann veltir fram spurningunum – Hvað er andlegleiki og afhverju skiptir

hann sálfræðinni máli? Fawcett lítur svo á að andlegleiki sé að sjá ,,Stóru myndina” þrátt

fyrir hversdagslegar áhyggjur og skyldur, að geta metið fólkið sem er nálægt manni, að

leita að guðlega neistanum í manni sjálfum og í náunganum, jafnvel þótt hann sé sjálfur

ómeðvitaður um hann og er jafnvel ekkert sérlega góð manneskja. Andlegleiki er samúð

með öðrum, sanngirni, góðvild og gæska, að finnast maður vera hluti af

mannkynsheildinni og lífi alls staðar og af öllum þeim miklu og fallegu gleðistundum

sem ,,aflið eða hvað það er” hefur gefið okkur meðvitund til að skynja og það er að hafa

tilfinningu fyrir tilgangi og merkingu í lífinu (Fawcett, 2006).

Fawcett gerir sér grein fyrir því að sumir sálfræðingar kunni að líta á andlegleika

sem óhaldbært hugtak sem ekki eigi heima í fræðigrein. Í svari við því ‘hvað þetta hafi

eiginlega að gera með sálfræði’ segir hann, Allt! Það að erfitt sé skilgreina og mæla þetta

fyrirbæri er ekki ástæða til að hundsa það. Hann segir að getan til að koma á framfæri

tilfinningu fyrir kraftaverki meðvitundarinnar til þeirra sem upplifa meðvitað líf sem

tilgangslaust og sem uppsprettu sársauka sé kjarni þess að veita von um það að lífið sé

baráttunar virði. Hann spyr og staðhæfir í framhaldi af því hvað sé ,,meira

grundvallaratriði en það?” og ,,hvaða lyf geti gert þetta?” og að lokum spyr hann ‘hvað er

líf án tengingar og merkingar?’ (Fawcett, 2006: 137).

AA og 12 sporin

,,AA (Alcoholics Anonymous) samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa

reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær

um að hjálpa öðrum frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt;

Löngun til að hætta að drekka” (AA-Bókin, 2006). Eins og áður segir eiga 12 sporin

upptök sín í AA samtökunum sem hafa verið starfandi í nær 70 ár. AA módelið er notað í

flestum bandarískum meðferðar prógrömmum, 95 prósent [inpatient] fíkniefnameðferða

nýta sér AA og NA (Narcotics Anonymous) á einhverju stigi meðferðarinnar. Um 1985

höfðu 77% meðlima AA í BNA fengið einhverja sálfræði meðferð fyrir bindindi og 45%

Page 8: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

8

eftir og um 31,5% AA meðlima sóttu sér viðbótar fagmeðferð 1976. Bristow-Braitman

telur að þar sem fall sé nokkuð hátt og jafnt milli flokka fíkni/áfengisneytenda gæti verið

að þeir séu að nota hámörkunar aðferð með því að nýta sér margskonar meðferðir. Þar

sem AA módelið varð til utan líffræðilegrar (e. biomedical) og akademíska sálfræði-

samfélagsins var það ekki rannsakað sérstaklega fyrr en það náði mikilli útbreiðslu

(Bristow-Braitman, 1995; Galanter, 2006).

12 sporin eru ætluð til leiðbeiningar þeim sem vilja hætta að drekka (eða að hætta

samsvarandi skaðlegum fíknum eða hegðunum). Þau eiga uppruna sinn hjá AA og voru

fyrst birt 1939 í bókinni ,,Alcoholics Anonymous: The Story of How More Than One

Hundred Men Have Recovered From Alcoholism” (AA-bókin, 2006). Bandaríska

sálfræði félagið ,,APA” lýsir bata ferlinu á eftirfarandi hátt: - viðurkenning að maður geti

ekki stjórnað fíknum sínum eða áráttum (e. compulsions), - viðurkenna æðri mátt sem

getur gefið styrk, - að fara yfir yfirsjónir fortíðarinnar með hjálp leiðbeinanda (e.

sponsor), þ.e.a.s. meðlim AA samtakanna með reynslu af því að gera sporin, - að gera

yfirbót fyrir þessar yfirsjónir, - að læra að lifa nýju lífi með nýjum lífstíl, - að hjálpa

öðrum sem þjást af sömu fíknum eða áráttum (VandenBos, 2007).

AA-bókin útskýrir að ,,andleg reynsla” og ,,andleg vakning” geti birst á

margvíslegan hátt. Þó að sumir kunni að upplifa skyndileg stakkaskipti þá munu líklega

flestir upplifa þetta sem lærdómsreynslu sem hægt og rólega innrætir ný lífsviðhorf. Þetta

er skilyrt með því að ,,flestir, en ekki allir” félagar AA munu komast að raun um að ,,þeir

hafir virkjað nýtt og óvænt afl innra með sér sem þeir kenna fljótlega við hugmyndir sínar

um mátt öflugri þeirra eigin.” Ennfremur er sagt að flest þeirra sem eru í samtökunum

álíti svo3 að þessi vitund um mátt öflugri þeirra eigin sé ,,mergur andlegrar reynslu.”

Reynslu sem þau kalla vitundarsamband við Guð. Að lokum er sagt að reynslan sýni að

enginn þurfi að hnjóta um andlega þátt stefnunnar. “Vilji, Heiðarleiki og fordómaleysi

eru hornsteinar batans. Á þeim veltur allt” (AA-bókin, 2006).

Í AA-bókinni er kafli nefndur ,,Við efahyggjufólk” og er tileinkaður

trúleysingjum og efahyggjumönnum. Í honum er rætt um það hvernig margir þeirra sem

náð hafi bata í gegnum AA hafi verið trúlausir þegar þeir gengu í samtökin. Viðurkennt

3 Bókin er skrifuð í fyrstu persónu fleirtölu og á að endurspegla viðhorf meðlima AA sem hafa nýtt sér spora-aðferðina.

Page 9: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

9

er að það sé ,,sjaldnast auðvelt að horfast í augu við það að valið standi á milli þess að

deyja úr alkóhólisma eða byggja líf sitt á andlegum grunni.” Það er sem sagt ekkert gefið

eftir með þá hugmynd að grunnur að bata sé að byggja líf sitt á sporunum og þeirri

uppgjöf gagnvart æðri mætti sem þau boða. Ekki er nóg að reyna að sigrast á alkóhólisma

með siðareglum og betri lífsspeki einni saman, ,,því annars hefðu [þeir] náð bata fyrir

löngu.” Það er skýlaus þörf á andlegum grunni til að ná bata samkvæmt bókinni (AA-

bókin, 2006).

Það eru taldar upp ýmsar hindranir fyrir hinn trúlausa að viðurkenna æðri mátt.

Andúð á trúmálum, orðið Guð getur haft óæskilegar tengingar byggðar á fyrri reynslu,

tilfinning fyrir veiklyndi að setja trú á æðri mátt, hugmyndin um Guð ósamkvæm ástandi

heimsins o.s.frv (AA-bókin, 2006).

Kaflinn ,,Við efahyggjufólk” reynir að fá lesandann til að nálgast hugmyndina um

æðri mátt upp á nýtt án fyrirfram ákveðinna hugmynda. Til að byrja með er bent á að

flestir hafa upplifað lotningu og undrun andspænis náttúrunni og sumir jafnvel íhugað

uppruna heimsins út frá því. Einstaklingurinn er svo óbeint beðinn um að ,,leggja

fordóma til hliðar og láta jafnvel í ljós vilja til að trúa á æðri mátt” og er lofað árangri

þrátt fyrir að geta ekki ,,skilgreint né skilið þennan mátt sem er Guð.” Einstaklingnum er

bent á að hann þurfi ekki að láta skilgreiningar annarra á Guði sig varða og að hans eigin

skilningur nægi til þess að nálgast Guð og ná sambandi við hann. Bent er á að þegar talað

er við einstaklinginn um Guð og andleg mál er það hans ,,eigin skilningur … sem átt er

við” (AA-bókin, 2006).

Neff bendir á að rannsóknir hafi sýnt hversu útbreitt spora kerfið sé þar sem það

er notað í um 90 prósent allra fíkniefnameðferða. Hann bendir einnig á að 12-spora

samtök hafi öll sína eigin menningu, skoðanir og hefðir. Til að mynda þá er innan AA

ekki bara lagt til að fólk tileinki sér sporin til að halda sér edrú heldur þarf það einnig

helst að mæta á fundi reglulega, fá sér leiðbeinanda og vinna sporin með honum/henni,

og lesa AA-bókina. Einstaklingar innan AA, til dæmis, þurfa þá ekki einungis að tileinka

sér andleg viðhorf heldur þurfa þeir einnig að breyta hugsunar og hegðunar munstrum (e.

cognitive and behavioral rituals) (Neff, 2008).

Neff spyr hvort 12-spora kerfið sé einungis að taka á sambandi manns við æðri

mátt eða hvort meira sé undirliggjandi. Hann segir að í rauninni, þó æðri máttur sé megin

Page 10: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

10

stefið í mörgum sporanna (2,3,5,6,7 og 11), þá taki þau líka á sambandi einstaklingsins

við sjálfan sig og aðra og að nærri öll sporin snúi að því að umbreyta einstaklingnum frá

sjálfshyggju til sjálfsskoðunar og ábyrgðar (til dæmis fylgja sjálfsskoðunar listar sporum

4 og 10).

Neff greinir sporin með eftirfarandi hætti: Spor 1 krefst ,,uppgjafar” og að

einstaklingurinn opni sig fyrir reynslu handan sjálfs sín. Spor 2-3 felur í sér breytingu á

sambandi einstaklings við æðri mátt – samkvæmt sínum skilningi – sem opni hann fyrir

reynslu handan sjálfs sín. Spor 4-5 felur í sér persónulegt uppgjör og viðurkenningu á

misgerðum og hefur ferli umbreytingar, þ.e.a.s. á sambandi einstaklingsins við sjálfan sig

og við æðri mátt. Spor 6-7 felur m.a. í sér ákall til æðri máttar um að ,,fjarlægja brestina,”

og og styrkir enn fremur samband einstaklingsins við sinn æðri mátt. Spor 8-9 snýst um

að gera sárabætur, gera einstaklingnum kleift að byggja og/eða endurbyggja sambönd sín

við aðra. Spor 10-11 byggir á áframhaldandi sjálfsskoðun, bæn og íhugun og miða að því

að styrkja ábyrgðarkenndina og samband einstaklingsins við æðri mátt. Að lokum leggur

12. sporið áherslu á áframhald ,,andlegrar vakningar” og því að breiða út ,,boðskapinn” til

annarra sem, samkvæmt Neff, endurspeglar breytt samband einstaklingsins við sjálfan sig

og aðra (Neff, 2008).

Hvaða áhrif hafa 12 sporin á einstaklinga?

Galanter lýsir AA sem andlegri bata hreyfingu (e. spiritual recovery movement), þ.e.a.s.

hreyfing sem hefur áhrif á hlýðni við atferlislegar venjur með því að fá þátttakendur til að

taka þátt í félagslegu kerfi sem kallar fram nýja og æðri merkingu í lífi þeirra (Galanter,

2006).

Af því sem fram hefur komið hingað til getum við sagt að spora kerfið kalli fram

breytt lífsmunstur hjá einstaklingum með því að fá þá til að enduskilgreina skilning sinn á

raunveruleikanum. Það er að segja einstaklingar sem hafa kannski lítið hugsað um andleg

málefni eru beðnir um að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart fíkniefni eða skaðlegri

hegðun og svo beðnir um að treysta því að æðri máttu samkvæmt þeirra skilningi geti

læknað þau séu þau tilbúin að fela sig þessum æðri mætti á hönd. Eins og gefur að skilja

getur þetta líklega verið ansi mikil breyting. Það er kannski þess vegna sem þetta er

Page 11: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

11

kallað andleg vakning en Bristow-Braitman skilgreinir andlega vakningu eins og hún er

oft upplifuð af meðlimum 12-spora kerfa á eftirfarandi hátt, þ.e. sem getan til að hugsa,

líða, og haga sér öðruvísi og á hátt sem ekki var mögulegur áður en einstaklingurinn

leitaði sér hjálpar (Bristow-Braitman, 1995: bls. 414).

Samkvæmt Galanter eru tvö raunvísindalega grundvölluð sjónarmið sem skýra

hvernig bati er metinn. Annað sjónarmiðið flokkar sjúkdóma eftir augljósum (e. explicit)

og afmörkuðum (e. discrete) einkennum og er þetta aðferðin sem DSM (Diagnostic and

Statistical Manual of Mental Disorders) flokkunarkerfið notar. Útfrá þessu sjónarmiði telst

sjúkdómur vera í rénun þegar ákveðin einkenni hverfa. Hitt sjónarmiðið byggist á

atferlissálfræði og segir að bati geti skilgreinst af sjáanlegum og mælanlegum svörunum

við efnanotkun og því raunhæft að skilgreina rénun sem ferli grundvallað á atferlislegum

forsendum. Bæði þessi sjónarmið hafa reynst vel innan rannsóknar-samfélagsins og hafa

gefið rannsakendum leiðir til að rannsaka fíkn sem sjúkdóm með þeim rannsóknartækjum

sem notuð eru innan vísindanna. Það er hinsvegar líka til þriðja sjónarmiðið sem byggir á

frásögnum og huglægri reynslu efnanotenda. Þessar reynslur eru ekki sjáanlegar

rannsakandanum heldur eru einungis fáanlegar með frásögnum sem byggðar eru á íhugun

og sjálfskoðun einstaklingana sjálfra. Þetta módel er mun erfiðara að mæla en samkvæmt

Galanter er verið að þróa aðferðir til þess (Galanter, 2006).

Í skýrslu frá nefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna um geðheilsu var sagt að með bata

væri átt við ,,ferlið sem leiðir til þess að fólk geti lifað, starfað, lært og tekið fullan þátt í

samfélögum sínum … vísindi hafa sýnt að það að hafa von spilar lykilhlutverk í bata

einstaklingsins” og ennfremur var sagt í tilkynningu frá Bandaríska sálfræði samfélaginu

(American Psychological Association) að ,,bata hugtakið felur í sér áherslu á getu

einstaklingsins til að hafa von og eiga innihaldsríkt (e. meaningful) líf.” Eins og Galanter

bendir á er bati þarna settur fram sem huglæg jákvæð reynsla annars vegar og sem

hlutlæg athuganleg hegðun hins vegar (Galanter, 2006).

Page 12: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

12

Það sem rannsóknir hafa að segja um 12 sporin:

Það hafa ýmsir rannsakendur sóst eftir því að brúa bilið milli fagfólks og 12-spora

kerfanna. Burt kallaði eftir því 1975 að AA og atferlissálfræði sameinuðu krafta sína til

að þeir mættu hafa gagnkvæman ábata. Árið 1987 lagði Skinner til að upp yrði komið

húmanískum valkosti við 12 spor AA svo að trúlausir og fagfólk gætu nýtt sér það. Grein

Bristow-Braitman sækist einmitt eftir því að veita starfandi fagfólki innsýn í 12 spora

kerfið út frá hugrænni atferlissálfræði og leggur til að hugmyndir 12 spora kerfisins séu

ekki svo framandi sálfræðilegum skilningi á atriðum fíkniefnameðferðar (Bristow-

Braitman, 1995).

Þó sumir rannsakendur hafi sóst eftir því að gera heildræn módel til að hjálpa

einstaklingum að breytast hefur lítilli sem engri athygli verið beint að andlegri hlið

mannlegrar hegðunar og endurhæfingar en það er einmitt þessi andlegi þáttur sem

atferlisfræðingar og aðrir fagaðilar hafa átt erfitt með (Bristow-Braitman, 1995).

Svo virðist sem ákveðin átök séu til staðar á milli akademísks meðferðarfólks og

málsvörum meðferða sem byggðar eru á andlegum meginreglum (12-spora kerfi). Það eru

fá önnur svið þar sem fagfólk og leikmenn hafa haft jafn mikla andúð á hver öðrum,

samkvæmt Bristow-Braitman, enda afar ólíkar aðferðir sem beittar eru af hvorum

hópnum fyrir sig. Í ljósi þessa er mjög áhugavert að vita að samkvæmt rannsóknum hefur

hvorug aðferðin (byggð á rannsóknum annarsvegar og 12 sporunum hinsvegar) sýnt sig

vera hinni æðri (Bristow-Braitman, 1995). Þess ber að geta að slíkar aðstæður eiga þó

líklega ekki við á Íslandi þar sem mikil samvinna hefur verið milli læknasamfélagsins og

frjálsra félagasamtaka á vegum AA og annarra slíkra stofnanna.

Bristow-Braitman íhugar hvort fagfólk geti ekki best þjónað skjólstæðingum

sínum með því að samþætta andlegar hliðar sjálfshjálparmeðferða og aðferðafræði

sálfræðinnar við að breyta hegðun einstaklinga. Hún tekur þó til greina þá gagnrýni að

slíkt geti leitt til að andlega hliðin týnist í fag-fræðilegu máli. Bristow-Braitman telur að

það að hundsa eða gera lítið úr spora meðferð geti grafið undan trausti skjólstæðinga á

meðferðaraðilum (Bristow-Braitman, 1995).

Samkvæmt 5 ára langri eftirfylgnis-rannsókn á kókaín fíklum í bata var áberandi

munur á því hvort mönnum farnaðist mjög vel eða ekki eftir því hvort sóttur var styrkur í

Page 13: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

13

trú og/eða andlegleika og vegnaði þeim betur sem gerðu það. Sama var að segja um þá

sem fóru á trúarlegar samkomur að það hafði jákvæð áhrif á það hvernig meðferð þeirra

gekk (Galanter, 2006).

Þó æðri máttur og andleg vakning sé skilgreind á mjög opinn hátt í 12-spora

kerfum þá er það algengt að einstaklingar innan þeirra skilgreini þessi atriði á mun

nákvæmari hátt og oft í samhengi við grunnreglur hefðbundinna trúarbragða. Bristow-

Braitman telur að fundur með einstaklingum úr þessum meiði gæti mögulega ollið

þrýstingi fyrir aðra til að skilgreina sinn æðri mátt á svipuðum nótum en það væri

hinsvegar misskilningur á spora kerfinu4 (Bristow-Braitman, 1995).

Úr viðtölum

Á ári hverju fara fjöldi manns í gegnum tólf sporin og eru þau sögð stuðla að andlegri

vakningu. Rannsóknir hafa sýnt að þessi spor leiði til aukinnar edrúmennsku meðal

alkóhólista og er þá nauðsyn að spyrja sig, ‘Hvað er það sem hefur þessi áhrif? Hverjar

eru hugmyndir AA manna um Guð, trúarbrögð og andlegleika? Hver eru viðhorf þeirra til

lífsins? Hvaða rútínur mynda þau sér? Hver er munurinn á andlegu líferni og hollum

lífsvenjum?’

Þetta eru fáeinar af þeim spurningum sem ég lagði fyrir þrjá viðmælendur sem

starfandi eru innan AA samtakanna og sem samþykktu að koma í viðtal. Fyrir viðtalið var

tilgangur rannsóknarinnar útskýrður fyrir viðmælendum og að viðtölin yrðu nafnlaus. Þar

sem viðtölin eru nokkuð löng birti ég hér nokkur áhugaaverð brot í tengslum við

ofangreindar spurningar. Ég hef flokkað þessi brot í viðeigandi þemu en annars ekkert átt

við þau, hornklofar eru hinsvegar mínir. Viðtölin auk spurninganna má sjá í heild sinni í

viðauka.

4 Þetta var ein af spurningunum sem lagðar voru fyrir viðmælendur mína en öll þrjú sögðust aldrei hafa fundið fyrir þrýstingi á að aðlaga sínar hugmyndir að hugmyndum annarra og að það væri misskilningur á sporunum og anda AA samtakanna að gera slíkt.

Page 14: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

14

Viðmælandi 1: Tilraunir

Já. Bíddu... Það var hérna... Pabbi sagði alltaf við mig að ég þyrfti bara að koma austur

og finna mér góða konu og fá mér vinnu. Þannig að ég fór austur til [] og fór að vinna.

Vann og vann eins og skepna en drakk alltaf á kvöldin. Ég ætlaði að reyna að vera edrú

en það virkaði ekki þannig sko. Ég var í stelpum, sem sagt ég var í sambandi og ætlaði að

reyna að hætta að drekka fyrir stelpuna. Sem sagt reyndi að vera með kærustu, það

virkaði ekki. Ég hef reynt að vera edrú með því að fara inn í AA samtökin án þess að

vinna sporin, mætti bara á fundi og hélt að það myndi duga. En ég er með þessa huglægu

þráhyggju sem reynir alltaf að selja mér þá hugmynd að ég geti notað [eiturlyf og áfengi]

aftur og það verði allt í lagi. Þessi þráhyggja nær mér alltaf aftur ef ég er ekki að vinna

sporin.

Ég fór á geðdeild að hitta geðlæknir og svona. Þetta hefur ekkert að segja, ekki

fyrir mig. Þetta getur hjálpað manni ef maður á við einhvern geðsjúkdóm að stríða en

bara ekki að hætta að drekka. Ég hitti geðlækni og fór inn á geðdeild en það virkaði ekki.

Uppgjöf

Ég var bara búinn að gefast upp, leið bara illa og var búinn að gefast upp á neyslu. Ég

gat þetta ekki lengur þess vegna byrjaði ég að [stunda sporin].

Æðri máttur Þegar ég upplifði Guð þá fannst mér, mér fannst það svo tilgangslaust. Ég sá ekki

tilganginn í því.... Mér finnst rosa gott þetta sem stendur í sporunum ,,Guð samkvæmt

mínum skilningi á honum.” Og skilningur minn var bara góð orka... Guð er góð orka sem

er í kringum okkur sem við sækjum í með bæn og hugleiðslu. Þegar maður er að byrja að

trúa á Guð að geta gert sér mynd af Guði sem er ekki svona fjarlæg. Ef það hefði ekki

verið samkvæmt mínum skilningi á honum þá hefði ég trúlega aldrei farið að trúa á Guð.

Ég gat búið mér til mína eigin mynd af Guði sem var ekki svo fjarstæðukennd. Ég upplifi

Guð sem... kærleika, í dagsdaglegu lífi. Ég get sýnt öðrum kærleika sem ég var ófær um

áður. Þetta er ekki komið frá mér.

Page 15: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

15

Umbreyting

Jú, þriðja sporið snýst um það sko að breyta svolítið um lífsstíl. Ef þú tekur ákvörðun um

það að gera vilja Guðs þá ætlast hann til þess að maður geri það sem er gott fyrir mann.

Og strax í þriðja sporinu, þriðja spors bæninni þá er strax farið að tala um að hjálpa

öðrum. Að hjálpa öðrum, vakna á morgnanna, tannbursta sig, vera snyrtilegur, - þetta er

svona... þessi litla rödd samviskunnar bara. Já, lífstíll. Þegar ég vakna á morgnanna það

fyrsta sem ég geri er að hugleiða í svona fimm mínútur og svo fer ég með bænir, leiði mig

í gegnum daginn og fylli mig af kærleik. Ég fer með þriðju spors bænina og bið Guð um

að taka frá mér brestina sem koma í veg fyrir það að ég geti hjálpað öðrum. Láta af

eigingirni og hroka, ótta og gremju. Dagarnir verða náttúrulega miklu betri þegar maður

byrjar á bæn.... Þetta er svona stund sem maður á með sjálfum sér á morgnanna.

Já, það sést best á aðstandendum. Semsagt foreldrum og þeim sem eru mér nánir.

Þeim líður betur. Hvað þau sjá - ég sé kannski ekki breytinguna á sjálfum mér – en hvað

þau sjá mikla breytingu á mér. Hvað þau eru hamingjusöm þegar ég er í AA samtökunum

og er að vinna sporin. Það er svona það sem stendur upp úr. Það er miklu auðveldara að

eiga í samskiptum við fólk þegar maður er ekki þjakaður af ótta og kvíða.

Þrýstingur?

Nei. Þetta er alveg frjálst. Það er enginn sko... Þegar maður notar orðið Guð þá á það

við um allar trúarskoðanir. Þegar maður notar orðið Guð þá geta allir tengt við það

samkvæmt sínum skilningi. Það er enginn að þrýsta upp að manni sínum skoðunum. Það

er náttúrulega rætt um trúmál. Fólk getur tjáð sig um það en þetta er voða frjálslegt.

Fólk er ekki með hroka gagnvart öðrum trúarbrögðum.

Viðmælandi 2: Tilraunir

Sko... ég er búinn að vera svoldið lengi að. Ég er búinn að vera í neyslu frá því ég var 11

ára. Ég hef margoft reynt að hætta... Jah mínar aðferðir sko... jah þú veist ég hef nú

prófað allt eiginlega. Prófað að flytja til útlanda, prófað að skipta um bæjarfélag hér á

landinu, prófað að fá mér nýja kærustu, prófað að eignast krakka... já prófað að skipta

um vinahóp. Nefndu það ég er búinn að prófa þetta allt saman. En... eftir að ég fór að

Page 16: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

16

vinna þessi spor þá hefur mér aldrei liðið svona vel áður. Það er bara yndislegt að vera

ég þessa dagana.

Uppgjöf

Hvað var það? Ég veit það ekki sko. Það sem að gerist er að ég náttúrulega dett í það og

fyrir vikið er ég orðinn óhæfur til að hugsa um son minn sem er [fjarlægt] ára. Ég set

[hann] þá frá mér til mömmu og pabba í fóstur. Ég ákvað að fara í meðferð og gerði það

bara á þeim forsendum að ég væri bara að friða umhverfið. Barnavernd, mamma og

pabbi, fjölskyldan og allir voru öll að þrýsta á mig. Ég fer í meðferðina svo einhvern

veginn bara... sko þegar ég kom þarna var ég mesti töffarinn á svæðinu, svo þegar ég er

búinn að vera í meðferð í þrjár vikur þá gerist eitthvað. Margir vilja meina að ég hafi

frelsast og ég vil meina að ég hafi fyllst heilögum anda og svona... jújú kannski frelsaðist

ég sko. Allavega, ég tók trú á æðri mátt. Mátt æðri mér. Og hérna viðsnúningurinn á mér

varð algjör, vægast sagt. Þeir segja að þessi spor hjálpi manni að öðlast nýtt líf og ég er

farinn að sjá það að þau gera það. Þetta er svona... Uppgjöfin var orðin algjör eftir

þessar þrjár vikur í meðferðinni. Þetta var það sem ég þurfti. Á meðferðarheimilinu? Nei,

það var ekki í gegnum sporin. Ég byrjaði ekki sporin fyrr en ég kom út úr meðferðinni

sko. Ég hef náttúrulega orðið fyrir andlegri reynslu á meðan ég er að vinna sporin sko….

Æðri máttur

Mér þykir svoldið gaman að segja frá þessu. Áður en að ég fór að trúa á mátt mér æðri

þá... eins og ég segi oft, Guð gekk á mínum vegum þegar ég var í neyslu og rugli, þá gekk

hann á mínum vegum, þá var ég minn eigin herra. Ég var toppur alls á tilverunni. En í

dag þá geng ég á hans vegum. Mér finnst þetta yndisleg tilfinning sko að þú veist... Fólk

alveg lítur mig hornauga sko þú veist út af því að ég er svona en... það verður bara að

hafa það. Ég er að meika það og svona, þetta er það sem ég þurfti til þess að koma lífi

mínu á réttan kjöl. Og það er bara yndislegt, bara geggjað.

Til að byrja með var ég með attitude út í allt. Á fyrstu samkomunni sat ég bara og

hugsaði hvað er ég að gera hérna. Á annarri sko stóð ég upp og þóttist taka þátt. Á þriðju

samkomunni þá var ég bara allt í öllu skilurðu, ég söng og þú veist og það var bara svo

gaman hjá mér sko. Það gerðist eitthvað þar, eða ég held það allavegana að það hafi

Page 17: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

17

eitthvað gerst þar. En í dag þá er Guð eða sem sagt æðri máttur... Ég kýs að kalla hann

Guð. Hann er að gera það fyrir mig sem að mér var um megn að gera. Þú veist, ég gat

ekki stjórnað mínu eigin lífi, Guð gerir það fyrir mig skilurðu. Hann er að leiða mig á þá

braut sem ég á að vera á skilurðu. Hann er með plan og ég er inn í því plani.

Minn skilningur á æðri mætti er sá að... sko ég kýs að kalla hann Guð, minn æðri

mátt. Hann eiginlega bara samanstendur af umhyggju, kærleik, samheldni. Minn æðri

máttur stendur fyrir allt það góða.

Sporin

Heyrðu, ég er bara að tækla þetta allt saman. Ég er búinn með, ég er að verða búinn með

9. sporið. Og svo lifi ég daglega 10. 11. og 12. Ég er bara að bíða eftir því að fá einhvern

undir mig sem ég get sponsað. Til þess að miðla reynslu minni áfram til annarra. Og ég

byrjaði... eða ég er í raun og veru byrjaður á því þótt ég er ekki kominn með neinn undir

mig sem sponsor þá er ég náttúrulega byrjaður að aðstoða aðra. Og ég hef náttúrulega

bara... ég bið á hverjum morgni um að sýna mér einhvern sem ég get aðstoðað sko.

Lífstíll

Ég byrja daginn alltaf á því þegar ég vakna að fara niður á hnén og biðja. Ef ég þarf að

tækla eitthvað yfir daginn þá bið ég áður en ég [fer] í það. Það gefur mér styrk sko að

fara með einhverja bæn. Svo náttúrulega býr strákurinn hjá mér, kominn aftur og það fer

náttúrulega mikill tími í hann sko og svo alltaf á kvöldin þá er farið á hnén líka. Fyrst

með stráknum svo áður en ég fer að sofa.

Áhrif

Áhrifunum? Áhrifin eru náttúrulega þau að fyrir vikið er ég hamingjusamur, glaður og

frjáls. Mér finnst ég vera laus við þetta... sjálfshyggju skilurðu. Ég hætti að hugsa...

einblína svona á sjálfan mig. Fyrir þremur og hálfum mánuði þá var það bara ég um mig

frá mér til mín. Og ég átti svo bágt skilurðu. Í dag þá er ég kominn með tilfinningar og ég

er mikið meira að spá í þú veist öðrum. Hvernig aðrir hafa það og... þú veist bara hvað

ég get gert fyrir aðra. Ég elska að hjálpa öðrum skilurðu. Og ef einhver biður mig um

eitthvað, að gera eitthvað fyrir sig þá er ég bara ,,Já heyrðu, endilega maður. Ég er til.”

Page 18: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

18

Og þetta gerir mig líka að hæfari föður, finnst mér. Þetta gefur mér styrk til að takast á

við vandamál líka. Allt það góða sem er að gerast í lífi mínu, það er eiginlega það.

Ég held ég sé búinn að koma inn á það flest allt sko.... Jú sko ég er náttúrulega

búinn að vera edrú í það stuttann tíma sko ég er nýhættur að vera nýliði. Og hérna það

að ég sé að gera þessi spor og vinna þetta prógram það sjá allir breytinguna á mér.

Þegar ég varð edrú í fyrra þá sá fólk ekkert breytingu. Ég var alltaf sami harði gaurinn

skilurðu. Þú veist töffarinn með skelina sem hleypti engum inn sko. Ég get alveg grátið

núna skilurðu og sýnt tilfinningar. Ég er að tækla lífið bara miklu betur en mér hefur

verið unnt að gera áður.

Ég ætla mér bara að vera í þessum sporum alla ævi þú veist. Þetta er bara lífstíll

sem að maður... þú veist ég er búinn að vera í öðrum lífstíl... þú veist sem að ég kaus að

kalla lífstíl skilurðu, neyslu, rugli afbrotum og ofbeldi og hérna nú er ég kominn í nýjan

lífstíl. Þú veist ég er alkoholisti og hérna það var bara mín ákvöðrun hvort að ég ætlaði

að umgangast virka alkoholista eða óvirka alkoholista sem eru að vinna eitthvað í sínum

málum. Og ég tók seinni kostinn. Og ég ætla að halda mig þar. Það bara er málið sko,

það er gjörsamlega málið.

Þrýstingur

Í samtökunum skiptir engu máli hver þinn æðri máttur er. Þú veist eins og hjá mér, ég var

að tala á fundi og ég talaði um Guð, annar átti Baldur á efri hæðinni, einn átti My name

is Earl gaurinn skilurðu. Af því að hann var að skrifa svona lista og bæta fyrir brot sín

sko, það var að virka fyrir hann. Í samtökunum skiptir engu máli hvað þú trúir bara að

þú hafir æðri mátt og hann getur verið hvernig svo sem þú lítur á hann. Þannig að þú

veist þrýstingurinn á mig er enginn.

Viðmælandi 3 Lyf við fíkn?

Maður verður að vera að vinna í sjálfum sér annars er manni bara að fara versnandi.

Þetta er nefnilega þessi sjúkdómur það er... æi það er oft talað um á AA fundum að það,

áfengi er ekki vandamálið það er edrúmennskan sem er vandamálið af því að við getum

ekki verið edrú út af því að við erum ekki heilbrigð þegar við erum edrú. Það er ekki bara

Page 19: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

19

það að það þurfi að taka áfengi eða fíkniefni frá okkur heldur þurfum við að gera

eitthvað í því út af því að við erum með þessa fíkn og við erum með þennan sjúkdóm og

það er alltaf þarna. Það verður að koma einhver lausn og við getum ekki tekið nein lyf.

AA prógrammið er lyfið okkar eða lausnin okkar.

Æðri máttur

Algjörlega. Ég hef aldrei verið trúleysingi sko en ég skildi einhvern veginn aldrei Guð og

vissi ekkert hver skoðun mín á honum væri. Ég trúði alltaf á eitthvað en ég trúði ekki á

það sem stóð í Biblíunni. Og ég geri það ekki ennþá í dag sko. En ég er samt rosalega

trúuð.... Ég hafði oft verið að spá í því að kynna mér einhver fleiri trúarbrögð og reyna

að finna það sem mér fannst að passar best við að hvernig mér leið um þetta.... Já og

Guð hefur hjálpað mér rosalega mikið. Maður verður svoldið að passa sig á að segja

þetta inn í AA samtökunum [þ.e.a.s. nota hugtakið æðri máttur]. Það hræðir svo oft nýliða

sko, þú veist þeir sem koma þarna inn með bara með það í hausnum að það sé enginn

Guð og eitthvað svona.

Já þegar ég fór inn í AA 2007 ég ætlaði nú aldrei einhvern veginn að gera sporin

en ég prentaði þau samt út og var með þau hengd upp á vegg í herberginu mínu og var

alltaf að lesa yfir þau og eitthvað svona. Ég var einmitt alltaf að hugsa hvað þessi æðri

máttur ætti að vera. Þú veist af því að maður má ráða því algjörlega hvað hann er....Ég

trúi rosalega mikið á karma og svoleiðis. En allt í einu einn daginn þá fattaði ég

,,kærleikur. Það er minn æðri máttur.” Bara mér finnst kærleikur vera svona orka sem að

þú býrð yfir. Og fór bara að túlka minn æðri mátt sem kærleik.... Þú ert ekki bara

eitthvað útúr kærleiksríkur alla daga og í fullkomnu hreinskilni og lendir svo í fangelsi,

það bara er ekki þannig. Mér finnst karma lögmálið vera svoldið þannig skilurðu.

Lífstíll og jafnvægi

Þá byrjaði ég alltaf að túlka ... Guð er ekkert nema kærleikur.... Ég hafði bara

aldrei tengt þetta einhvern veginn kærleik... við Guð eða þetta. En geri það núna.... Ég

bað alltaf Faðir vorið á kvöldin áður en ég fór að sofa ... samt einhvern veginn trúði ég

ekki á Guð þú veist samkvæmt Biblíunni og öllu því, samt bað ég einhvern veginn alltaf.

Page 20: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

20

Mér fannst að ég ekki mega við því að gera það ekki. Í dag er ég rosalega lítið að biðja

þannig bænir.

Það er einhvern veginn ótrúlegt eins og um daginn ég var bara við það að fara

detta í það skilurðu... og allt í einu bara Ok. Ég bað og bað alveg bara og bað alveg heil

lengi. Ég var búin að vera eirðarlaus og pirruð og með svona hnút í maganum og það

bara hvarf. Þú veist maður biður um þetta og maður bara fær það.... Ég bið alltaf á

morgnanna eða þegar ég man eftir því. Ég á rosalega erfitt með þetta og ég er

náttúrulega ekki búin að vera... ég fór ekki að fara til gamla félaga sem eru trúlausir eða

jafnvel ... eitthvað ,,ahh finndu Guð, bara Guð.” Þá myndi fólk vera bara eitthvað ,,já ok,

hún er bara eitthvað rugluð” þú veist en... en bara einhvern veginn að reyna að koma

boðskapnum samt til skila... þú veist.. án þess að hræða fólk frá.... Þetta verður að fá að

síast hægt og hægt inn.

Ef að ég hefði verið á AA fundum 2007 og það hefði einhver komið upp að mér og

bara ,,Guð á eftir að bjarga þér” og ,,Guð lalala þetta og þetta” og bara þá hefði ég

verið þú veist eitthvað ,,Vó! Hey þú veist ég er ekki að fara að láta þröngva einhverju

svona upp á mig.” Ég þurfti að finna þetta sjálf. Ég hef aldrei verið fordómafull gagnvart

neinu svona... en mér fannst samt svona rosalega trúað fólk svoldið spes. Þannig að ég

finn það alveg að... ég var samt ekki með fordóma gagnvart þeim. En samt var ég alveg

bara ,,já ok, þessi er svoldið skrítin.” Þannig núna þegar ég hef öðlast þetta sjálf þá veit

ég svoldið að ég þarf að passa mig á að vera ekki Of... þegar kemur að fólki sem er að

[koma inn í AA].

Áhrif

Maður er búin að horfa upp á fólk, þú veist lost cases eða þannig. Fólk sem að maður

hefði aldrei aldrei aldrei getað trúað að gæti verið edrú. Þú veist þú tekur bara göturóna

skilurðu, og svo er hann allt í einu bara í jakkafötum eða eitthvað. AA samtökin sem hafa

gert það. Ég var alveg svona lost case sko. Fólk er alveg ekkert smá hissa að ég sé edrú.

Og með hverjum deginum sem líður ,,ennþá edrú? Ennþá edrú” þú veist það bara skilur

ekkert í þessu.

Page 21: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

21

Sporin og það að vera alkóhólisti

Allavegana að vera ekki í sporunum... þú veist þá er ég bara... eins og þegar ég var í

neyslu ef ég náði að vera edrú í einn dag... eða ... átti ekki neitt í einn dag. Þá varð

maður bara brjálaður skilurðu? Þú veist, ég er bara þannig hversu lengi sem ég er búin

að vera edrú. Ég batna ekki neitt... þó ég sé búinn að vera edrú heillengi. Ég er bara

nákvæmlega á sama stað skilurðu. Eins og maður sér fyrir sér [hús] algjörlega í rúst. Þú

ferð ekkert úr þessum rústum nema þú farir að gera eitthvað í þínum málum. Og að gera

eitthvað í sínum málum er ekki að fara í ræktina þrisvar sinnum í viku, og elda alltaf

kvöldmat og vakna á morgnanna og allt þetta... þú endist ekkert í því. Um leið og þér fer

að líða vel þannig þá ferð þú að halda að þú sért bara læknaður. En ef þú ert að vinna í

sporunum þá ertu að vinna í þínum málum á hverjum einasta degi og maður verður að

gera það... maður verður að halda honum niðri og maður gerir það með AA

samtökunum.

Þú veist ef þú tekur frá þér áfengi og fíkniefni þá verður eftir svona tómarúm... En

ef þú ert í AA þá ertu í svo miklum bata að þá ertu alltaf á uppleið og verður alltaf

ánægðari og ánægðari með það að vera edrú og bara með lífið. Í staðinn fyrir að vera

alltaf neikvæðari og neikvæðari gagnvart því. Þú minnir líka sjálfan þig stöðugt á það að

þú ert veikur. Út af því að þegar maður er alkóholisti þá koma alltaf hugmyndir upp

aftur... þetta er svo mikil sjálfsblekking þú veist algjörlega... ef maður er alltaf að vinna í

prógramminu þá fer maður að greina miklu betur á milli hvað er geðveiki og hvað er ekki

geðveiki.

Þá verður líka alltaf miklu auðveldari að stoppa sig af í staðinn fyrir... þú veist

þegar maður kemmst inn á fallbraut þá... maður er löngu löngu kominn inn á fallbraut

áður en maður fattar það. Þú veist þú getur verið hamingjusamur alveg og allt í einu ertu

dottinn í það og maður er bara ,,What! Hvað gerðist? Afhverju í andskotanum datt ég í

það.” Maður skilur það svo innilega ekki sjálfur. Það er svo erfitt að lýsa því. Eins og

þegar ég kom af ættarmótinu og það. Ef ég væri ekki að stunda prógrammið þá hefði ég

engan veginn gert mér grein fyrir því að ég væri á niðurleið, engan veginn. [Ég hefði

bara hugsað] ,,ahh ég er bara með fyrirtíðarspennu, ahh eitthvað svona...” hausinn bara

selur mér ,,já það er þetta sem er ástæðan fyrir þessu, það er þetta sem er ástæðan fyrir

Page 22: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

22

þessu.” En núna sé ég fram á það að ég er ekki að fara að detta í það næstu helgi og ekki

helgina eftir það”

Þetta er ekkert búið að vera bara gleði og hamingja allann tímann í þennann

mánuð sem ég er búin að vera edrú. En samt svona 90 prósent af því. Þegar ég hef verið

eitthvað pirruð eins og um verslunarmanna helgina [og þurfti að selja miðana til eyja] ...

En núna er ég bara þakklát fyrir það. Að hafa ekki þurft að fara þarna ... út af því þegar

...fólk fer þangað og er bara ógeðslega gaman, þau eru bara drekka, ógeðslega gaman

og koma svo heim. Það er ekkert svoleiðis fyrir alkóholista. Alkóholisti gengur

gjörsamlega fram af sér, algjörlega. Og er bara í sárum eftir á skilurðu. Að fara á

djammið fyrir alkóholista er ekkert að fara bara á djammið það er... sjálfstortíming.

Lokaorð

Hver er þá niðurstaða okkar um hvað andlegleiki sé? Með ofangreinda punkta og viðtölin

að leiðarljósi vil ég meina að andlegleiki sé í kjarna sínum þau uppbyggilegu viðhorf sem

einstaklingur tileinkar sér í sínu daglega lífi og jafnframt setur í verk með einum eða

öðrum hætti. Fólk getur upplifað andlegleika hvort sem það er tengt formlegum

trúarbrögðum eða ekki og gerir það með því að fela sig æðri mætti, hvernig sem

einstaklingar skilgreina hann. Andlegleika fylgja ákveðin gildi og gerðir, sumir hugleiða

daglega og aðrir fara með bænir en flestir sem upplifa einhvers konar andlegleika virðast

gera það með því nota virkar aðferðir til að finna fyrir honum í lífi sínu.

Ég tel að hugtakið andlegleiki eins og það hefur birst okkur í þessari rannsókn

þurfi að skoða betur sem úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru opnir fyrir því og ekki hafa

fundið viðunandi lausn með öðrum hætti innan meðferðarkerfisins. Hvort sem það lýtur

að alkóhólisma eða öðrum hugrænum eða ,,andlegum” sjúkdómum. Það hlyti þó að vera í

höndum fagaðila að skoða betur hvenær það myndi henta innann stofnannakerfisins og

hvenær ekki.

Ég tel að grundvöllurinn fyrir því hvernig fólk hefur náð að nýta sér spora kerfið,

með skilyrðinu um að fela sig æðri mátt, sé sú að fólk er gefið tækifæri til að nálgast þetta

hugtak með hreinan skjöld – það er að segja út frá sínum eigin forsendum – og getur þar

af leiðandi mun frekar tengt sig við æðri mátt sem það hefur jákvæða afstöðu til. Hvernig

Page 23: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

23

sem þessi aðferð yrði notuð í meðferðum þá þyrfti þetta líklega að vera grundvöllurinn til

að meðferðin gæti haft áhrif að einhverju marki.

Page 24: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

24

Heimildir:

Bristow-Braitman, A. (1995). Addiction recovery: 12-step programs and cognitive-

behavioral psychology. Journal of Counseling and Development, 73, 414 – 418.

Chen, G. (2006). Social Support, Spiritual Program, and Addiction Recovery.

International Journal of Offender Therapy and Comparative Criminology, 50, 306.

Daniels, D., Franz, R. S., Wong, K. (2000). A classroom with a worldview: Making

spiritual assumptions explicit in management education. Journal of Management

Education, 24, 540 – 561.

Enginn höfundur. (2006). AA-bókin: Sagan af því hvernig þúsundir karla og kvenna hafa

læknast af alkóhólisma. Reykjavík: AA-Útgáfan. (Upphaflega gefið út 2001).

Fawcett, J. (2006). What is Spirituality? Psychiatric Annals, 36, 137.

Galanter, M. (2007). Spirituality and recovery in 12-step programs: An empirical model.

Journal of Substance Abuse Treatment, 33, 265–272.

Neff, J.A. (2008). A New Multidimensional Measure of Spirituality-Religiosity for Use

in Diverse Substance Abuse Treatment Populations. Journal for the Scientific Study of

Religion, 47, 393-409.

Pava, M. L. (2007). Spirituality In (and Out) of the Classroom: A Pragmatic Approach.

Journal of Business Ethics, 73, 287.

Polcin, D. L., Zemore, S. (2004). Psychiatric Severity and Spirituality, Helping, and

Participation in Alcoholics Anonymous During Recovery. The American journal of drug

and alcohol abuse, 30, 577–592.

Page 25: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

25

Ronel, N. (2000). From self-help to professional care. The Journal of Applied Behavioral

Science, 36, 108.

Spirituality. (2009). Af Merriam-Webster Online Dictionary. Sótt 24. júlí af

http://www.merriam-webster.com/dictionary/spirituality.

Spiritual. (2009). Af Merriam-Webster Online Dictionary. sótt 24.júlí af

http://www.merriam-webster.com/dictionary/spiritual.

Stephenson, G. M., Zygouris, N. (2007). Effects of self reflection on engagement in a 12-

step addiction treatment programme: A linguistic analysis of diary entries. Addictive

Behaviors, 32, 416–424.

Útvarpsstöðin XA Radíó 88.5.

VandenBos, G. R. (2007). APA dictionary of psychology. Washington, DC: American

Psychological Association.

Page 26: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

26

Viðaukar

12 Reynsluspor:

1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur

stjórnað eigin lífi.

2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.

3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs, samkvæmt skilningi

okkar á honum.

4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.

5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri manneskju og

nákvæmlega hvað í þeim fólst.

6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.

7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.

8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir

þær.

9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.

10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum yfirsjónir

okkar umsvifalaust.

11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við

Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og

hafa mátt til að framkvæma hann.

12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja

öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.

12 Erfðavenjur:

Erfðavenjurnar eru mikilvægur hluti 12 spora samtaka og grunnur þess, samkvæmt

lesefni þessarra samtaka, að samtökin viðhaldi einingu sinni, heiðarleika og andlegum

grunni.

Page 27: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

27

1. Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins er undir einingu AA

samtakanna kominn.

2. Í málum deilda er aðeins einn leiðtogi, kærleiksríkur Guð eins og hann birtist í

samvisku hvers hóps. Forsvarsmenn okkar eru þjónar sem við treystum en ekki

stjórnendur.

3. Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka.

4. Sérhver AA deild á að vera sjálfstæð nema í málum er varða aðrar deildir eða AA

samtökin í heild.

5. Sérhver deild hefur aðeins eitt meginmarkmið: Að flytja alkóhólistum sem enn þjást

boðskap samtakanna.

6. AA deild ætti aldrei að ljá öðrum samtökum eða málstað nafn sitt, fjármagn, fylgi- eða

lausafé, svo eignir eða upphefð fjarlægi okkur ekki frá hinum upphaflega tilgangi.

7. Sérhver AA deild ætti að standa á eigin fótum og hafna utanaðkomandi fjárhagsaðstoð.

8. Félagar í AA samtökunum eru ætið einungis áhugamenn, en þjónustumiðstöðvar okkar

mega ráða launað starfsfólk.

9. AA samtökin sem slík ætti aldrei að skipuleggja, en við getum myndað

þjónustunefndir og ráð sem eru ábyrg gagnvart þeim sem þau starfa fyrir.

10. AA samtökin taka ekki afstöðu til annara mála en sinna eigin. Nafni þeirra ætti því að

halda utan við deilur og dægurþras.

11. Afstaða okkar út á við byggist fyrst og fremst á aðlöðun en ekki áróðri. Í fjölmiðlum

ættum við ætíð að gæta nafnleyndar.

12. Nafnleyndin er andlegur grundvöllur erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja

málefni og markmið ofar eigin hag.

Viðtöl Eftirfarandi þrjú viðtöl voru tekin við einstaklinga sem eru starfandi innan samtakanna.

Fyrir viðtalið var útskýrt fyrir viðmælendum tilgang rannsóknarinnar og að viðtölin yrðu

nafnlaus. Til skýringar þá er spyrillin merktur J fyrir Jakob og viðmælandinn V fyrir

viðmælandi. Því miður voru nokkrir tæknilegir örðuleikar sem gerðu það að verkum að

nokkur sekúndubrot upp í 2-3 sekúndur vantar stundum hér og þar í viðtölunum. Í

Page 28: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

28

heildina eru viðtölin þó nokkuð skýr og ættu lesendur að geta lesið þau án of mikilla

vandkvæða.

Spurningar. Spurningar sem lagðar voru fyrir viðmælenda voru meðal annars þessar:

Aldur? Hversu lengi hefur þú verið edrú? Hversu oft hefur þú farið í meðferðir? Hvað leiddi þig í sporasamtökin? Hver er þín reynsla af sporunum? Hefur þú upplifað andlega vakningu? Ef svo gætirðu útskýrt hvernig þú upplifðir hana? Hver er þín hugmynd um æðri mátt? Hefur þú prófað aðrar aðferðir til að hætta að drekka/neyta fíkniefna, hvaða? Finnur þú nokkurn tímann fyrir þrýstingi innann samtakanna til að aðlaga þína hugmynd um æðri mátt að hugmyndum annarra?

Viðtal 1

Velkominn –

J - Ég er semsagt að gera rannsókn á tólf sporunum og hvaða áhrif þau hafa á líf fólks og

er hérna með nokkrar spurningar til leiðbeiningar en ef þú vilt tjá þig sérstaklega um

eitthvað þá bara gerir þú það. Ég ætla bara að byrja á því að spyrja þig hvaða ár ertu

fæddur?

V – 1983

Page 29: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

29

J – Hversu lengi ertu búinn að vera edrú?

V – í tvo mánuði... eða að verða þrjá.

J – Þú hefur áður verið edrú er það ekki?

V – ég hef náð 11 eða 10 mánuðum og svo náði ég 8 mánuðum.

J – Þú hefur tvisvar áður náð góðum tímabilum

V – Já

J – Hefur þú alltaf gert þetta með því að nota sporin?

V – Jú, ég hef unnið þetta upp að 9. sporinu og stoppað þar

J – Hvað er 9. sporið aftur.

V – Það er að bæta fyrir brot mín

J – Þú hefur stoppað á því

V – já

J – hvað er það sem hefur stoppað þig á því?

V – Kæruleysi, þetta var bara kæruleysi.

J – Hvað var það sem fyrst leiddi þig inn í tólf spora kerfið?

Page 30: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

30

V – Bíddu nú við... Ég var bara búinn að gefast upp, leið bara illa og var búinn að gefast

upp á neyslu. Ég gat þetta ekki lengur þess vegna byrjaði ég að gera þetta.

J – Hvað varstu gamall þá þegar þú fórst fyrst... hver var þín upplifun af þessu öllu saman

þegar þú byrjaðir?

V – Fyrst þegar ég byrjaði, þá hérna fyrsta skipti sem ég byrjaði að trúa á Guð, gleði og

von. Þú veist hérna von um að hérna að mér ætti eftir að líða betur og hlutirnir ættu eftir

að ganga upp.

J – Þú fékkst þessa von úr...

V – Þriðja sporinu.

J – Hvað er það aftur

V – Ég sem sagt er að fela líf mitt í vilja og umsjá Guðs.

J – Myndirðu lýsa fyrir mér þessu þriðja spori.

V – Já sem sagt hugarfarið breyttist alveg. Algerlega. Og hérna ég sá hlutina í allt öðru

ljósi... með því að biðja bænir alla daga.

J – Það kom úr öðru sporinu?

V – Öðru og þriðja. Annað sporið er ,,Við fórum a trúa að máttur okkur æðri gæti gert

okkur heilbrigð að nýju” og þriðja sporið er ,,Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og

vilja í umsjá Guðs samkvæmt skilningi okkar á honum. Fyrsta sporið er uppgjöfin, getum

þetta ekki lengur. 2. sporið Við fórum að trúa. 3. sporið er að við fórum eftir því sem Guð

segir okkur að gera.

Page 31: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

31

J – Áður en þú fórst að stunda sporin hver var skoðun þín á trú og Guði.

V – Þegar ég upplifði Guð þá fannst mér, mér fannst það svo tilgangslaust. Ég sá ekki

tilganginn í því. [upptaka óskýr] knúinn til að trúa á Guð.

J – Það kom uppgjöf inn í það?

V – Já

J – Þú hefur semsagt fengið þetta sem kallast andleg vakning eða hvað?

V – Já

J – Og var það strax í þarna öðru og þriðju sporunum?

V – Já, rosamikil gleði sem tók við, varð rosa gaman að vakna á morgnanna og breytti

öllu í huganum. [upptaka óskýr]

J – Þetta hafði alveg áhrif á þinn lífsstíl?

V – Jú, þriðja sporið snýst um það sko að breyta svolítið um lífsstíl. Ef þú tekur ákvörðun

um það að gera vilja Guðs þá ætlast hann til þess að maður geri það sem er gott fyrir

mann. [Óskýrt] Og strax í þriðja sporinu, þriðja spors bæninni þá er strax farið að tala um

að hjálpa öðrum. Að hjálpa öðrum, vakna á morgnanna, tannbursta sig, vera snyrtilegur, -

þetta er svona... þessi litla rödd samviskunnar bara.

J – Þegar þú fórst inn í sporin [óskýrt – hvernig mótaðist hugmyndin þín um Guð]

V – Já, semsagt. Mér finnst rosa gott þetta sem stendur í sporunum ,,Guð samkvæmt

mínum skilningi á honum.” Og skilningur minn var bara góð orka... Guð er góð orka sem

er í kringum okkur sem við sækjum í með bæn og hugleiðslu. [óskýrt] Þegar maður er að

Page 32: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

32

byrja að trúa á Guð að geta gert sér mynd af Guði sem er ekki svona fjarlæg. Ef það hefði

ekki verið samkvæmt mínum skilningi á honum þá hefði ég trúlega aldrei farið að trúa á

Guð. [óskýrt] Ég gat búið mér til mína eigin mynd af Guði sem var ekki svo

fjarstæðukennd.

J – Hver var þín hugmynd um æðri mátt áður þú fórst að stunda sporin.

V – Ég hafði eiginlega enga skoðun á því nema að mér fannst... Ég hafði eiginlega enga

svona sérstaka mynd af æðri mætti, sem var kannski bara betra.

J – Ertu ennþá með sömu hugmyndina um Guð, eða hefur hún þróast eitthvað

V – Hugmyndin um Guð? Já, svolítið mikið.

J – Hvernig þá?

V – Guð er miklu öflugri, hann er stærri fyrir mér í dag. Hann er miklu meira. Guð er allt

það góða, jákvæð orka og Guð er alls staðar. Allt í öllu. Stórfenglegra, hugmyndin um

Guð.

J – Hvernig upplifir þú Guð í þínu daglega lífi?

V – Ég upplifi Guð sem... kærleika, í dagsdaglegu lífi. [óskýrt] Ég get sýnt öðrum

kærleika sem ég var ófær um áður. Þetta er ekki komið frá mér.

[óskýrt]

J – Bæn og hugleiðsla er svona...

V – Já, lífstíll. Þegar ég vakna á morgnanna það fyrsta sem ég geri er að hugleiða í svona

fimm mínútur og svo fer ég með bænir, leiði mig í gegnum daginn og fylli mig af

Page 33: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

33

kærleik. Ég fer með þriðju spors bænina og bið Guð um að taka frá mér brestina sem

koma í veg fyrir það að ég geti hjálpað öðrum. Láta af eigingirni og hroka, ótta og

gremju.

J – Hvaða áhrif hefur þetta á daginn hjá þér?

V – Dagarnir verða náttúrulega miklu betri þegar maður byrjar á bæn. En ef ég gleymi að

biðja þá bið ég bara seinna um daginn sko. Dagarnir byrja miklu betur, þetta er svona

stund sem maður með sjálfum sér á morgnanna.

J – Þegar þú hefur verið að reyna að hætta að drekka og svona hefur þú þá prófað aðrar

aðferðir en 12 sporin til að hætta?

V – Já. Bíddu... Það var hérna... Pabbi sagði alltaf við mig að ég þyrfti bara að koma

austur og finna mér góða konu og fá mér vinnu. Þannig að ég fór austur til --- og fór að

vinna. Vann og vann eins og skepna en drakk alltaf á kvöldin. Ég ætlaði að reyna að vera

edrú en það virkaði ekki þannig sko. Ég var í stelpum, sem sagt ég var í sambandi og

ætlaði að reyna að hætta að drekka fyrir stelpuna. [Hér verður smá truflun] Sem sagt

reyndi að vera með kærustu það virkaði ekki. Ég hef svona aldrei... [óskýrt]. Ég hef reynt

að vera edrú með því að fara inn í AA samtökin án þess að vinna sporin, mætti bara á

fundi og hélt að það myndi duga. En ég er með þessa huglæga þráhyggju sem reynir alltaf

að selja mér þá hugmynd að ég geti notað aftur og það verði allt í lagi. Þessi þráhyggja

nær mér alltaf aftur ef ég er ekki að vinna sporin.

J – Hefur þú prófað einhverja faghjálp aðra en sporin?

V – Ég fór á geðdeild að hitta geðlæknir og svona. Þetta hefur ekkert að segja, ekki fyrir

mig. Þetta getur hjálpað manni ef maður á við einhvern geðsjúkdóm að stríða en bara

ekki að hætta að drekka. Ég hitti geðlæknir og fór inn á geðdeild en það virkaði ekki.

Page 34: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

34

J – Þú ert starfandi í AA samtökunum er það ekki? Núna eru kannski allir í AA

samtökunum að móta sína eigin hugmynd um æðri mátt... Finnur þú nokkurn tíma

fyrirþrýstingi að aðlaga þínar hugmyndir um æðri mátt að hugmyndum annarra?

V – Nei. Þetta er alveg frjálst. Það er enginn sko... Þegar maður notar orðið Guð þá á það

við um allar trúarskoðanir. Þegar maður notar orðið Guð þá geta allir tengt við það

samkvæmt sínum skilningi. Það er enginn að þrýsta upp að manni sínum skoðunum. Það

er náttúrulega rætt um trúmál. Fólk getur tjáð sig um þaðen þetta er voða frjálslegt. Fólk

er ekki með hroka gagnvart öðrum trúarbrögðum.

J – Ég er búinn með helstu spurningarnar sem ég vildi spyrja þig en eins og þú veist er ég

að skoða áhrif sporanna á líf fólks. Er eitthvað sem þig langar sérstaklega að segja um

þetta.

V – [óskýrt] Já, það sést best á aðstandendum. Semsagt foreldrum og þeim sem eru mér

nánir. Þeim líður betur. Hvað þau sjá - ég sé kannski ekki breytinguna á sjálfum mér – en

hvað þau sjá mikla breytingu á mér. Hvað þau eru hamingjusöm þegar ég er í AA

samtökunum og er að vinna sporin. Það er svona það sem stendur upp úr. Það er miklu

auðveldara að eiga í samskiptum við fólk þegar maður er ekki þjakaður af ótta og kvíða.

Viðtal 2

J – Þakka þér fyrir að koma og hjálpa mér með þessa rannsókn. Ég er semsagt að skoða

12 sporin og áhrif þeirra á fólk og ætla aðeins að spyrja þig um þína reynslu sporunum og

því að vera í samtökunum aðeins.

V – Já.

J – Ég ætla bara að byrja á því að spyrja þig, hvað ertu gamall?

V – Ég er 27

Page 35: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

35

J – Og hvað ertu búinn að vera edrú lengi?

V – Upp á dag? Upp á dag er ég búinn að vera edrú í þrjá mánuði og fimm daga.

J – Er þetta í fyrsta skipti sem þú heldur svona edrú tíma?

V – Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég svona löngum edrú tíma að vinna prógrammið. Ég

hef aldrei tileinkað mér þetta prógram áður.

J – Þetta er semsagt í fyrsta skiptið sem þú ert að vinna sporin?

V – Já

J – Geturðu aðeins sagt mér frá þinni reynslu af því að reyna að hætta, hvað þú hefur hætt

oft, hve lengi og hvaða aðferðir þú hefur notað?

V – Sko... ég er búinn að vera svoldið lengi að. Ég er búinn að vera í neyslu frá því ég var

11 ára. Ég hef margoft reynt að hætta... Jah mínar aðferðir sko... jah þú veist ég hef nú

prófað allt eiginlega. Prófað að flytja til útlanda, prófað að skipta um bæjarfélag hér á

landinu, prófað að fá mér nýja kærustu, prófað að eignast krakka... já prófað að skipta um

vinahóp. Nefndu það ég er búinn að prófa þetta allt saman. En hérna... ég eiginlega sko

eftir að ég fór að vinna þessi spor þá hefur mér aldrei liðið svona vel áður. Það er bara

yndislegt að vera ég þessa dagana.

J –

V – Og hérna já... lengsti edrú tíminn sko var í fyrra 10 og hálfur mánuður. Ég var ekki

að gera neitt þú veist, já var bara ekki að gera neitt. [óskýrt]. [barnsmóðir] lést út af

sjúkdómnum og strákurinn flutti til mín sko. Og það hélt mér aðeins gangandi að hugsa

um hann [óskýrt].

Page 36: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

36

En eins og ég segi þetta sporaprógram er alveg gjörsamlega búið að bjarga lífi

mínu. Ég sé fram á að... ég vil helst þegar ég er búinn með þennann sporahring sem ég er

í núna þá vil ég helst byrja aftur. Byrja aftur á fyrsta sporinu og fara annann hring. Ég

geri það sko. Maður lifir alltaf í 10. 11. og 12.

J – já, sem er þjónusta...

V – jú sjálfskoðunin og svo 12. er að bera út boðskapinn og hjálpa öðrum

J – Þú hefur reynt að hætta áður, hefur þú prófað að leita faghjálpar eða svoleiðis?

V – Jah sko. Ekki á mínum vegum. [óskýrt en talar um að hafa talað við fagaðila, s.s.

sálfræðing, á unglingaheimili]. Upplifunin þar var bara... ég var bara gaur með attitude út

í þjóðfélagið og mátti ekki vera að þessu. Ég vildi bara vera að djamma þá.

J – Hvað var það sem leiddi til þess að þú fórst að vinna sporin?

V – Hvað var það? Ég veit það ekki sko. Það sem að gerist er að ég náttúrulega dett í það

og fyrir vikið er ég orðinn óhæfur til að hugsa um son minn sem er [farlægt] ára. Ég set

þá frá mér til mömmu og pabba í fóstur. Ég ákvað að fara í meðferð og gerði það bara á

þeim forsendum að ég væri bara friða umhverfið sko. Barnavernd mamma og pabbi,

fjölskyldan og allir voru öll að þrýsta á mig sko. Ég fer í meðferðina svo einhvern veginn

bara... sko þegar ég kom þarna var ég mesti töffarinn á svæðinu sko svo þegar ég er búinn

að vera í meðferð í þrjár vikur þá gerist eitthvað. Margir vilja meina að ég hafi frelsast og

ég vil meina að ég hafi fyllst heilögum anda og svona... jújú kannski frelsaðist ég sko.

Allavega ég tók trú á æðri mátt. Mátt æðri mér. Og hérna viðsnúnignurinn á mér varð

algjör, vægast sagt. Þeir segja að þessi spor hjálpi manni að öðlast nýtt líf og ég er farinn

að sjá það að þau gera það. Þetta er svona... Uppgjöfin var orðin algjör eftir þessar þrjár

vikur í meðferðinni. Þetta var það sem ég þurfti.

J – Þú hefur sem sagt öðlast þessa uppgjöf meðan þú varst í meðferðinni?

Page 37: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

37

V – Já.

J – Þessi andlega reynsla sem sagt, getur þú lýst fyrir mér hvernig þú varðst fyrir henni?

Var það í gegnum sporin?

V – Á meðferðarheimilinu? Nei, það var ekki í gegnum sporin. Ég byrjaði ekki sporin

fyrr en ég kom út úr meðferðinni sko. Ég hef náttúrulega orðið fyrir andlegri reynslu á

meðan ég er að vinna sporin sko. En það sem gerðist þá er að hérna... þetta gerðist á

samkomu hjá [fjarlægt].

[óskýrt] Til að byrja með var é með attitude út í allt. Á fyrstu samkomunni sat ég bara og

hugsaði hvað er ég að gera hérna. Á annarri sko stóð ég upp og þóttist taka þátt. Á þriðju

samkomunni þá var ég bara allt í öllu skilurðu, ég söng og þú veist og það var bara svo

gaman hjá mér sko. Það gerðist eitthvað þar, eða ég held það allavegana að það hafi

eitthvað gerst þar. En í dag þá er Guð eða sem sagt æðri máttur... Ég kýs að kalla hann

Guð. Hann er að gera það fyrir mig sem að mér var um megn að gera. Þú veist ég gat ekki

stjórnað mínu eigin lífi, Guð gerir það fyrir mig skilurðu. Hann er að leiða mig á þá braut

sem ég á að vera á skilurðu. Hann er með plan og ég er inn í því plani.

J – Hver var þín hugmynd um æðri mátt áður en þú fékkst þessa reynslu?

V – Mér þykir svoldið gaman að segja frá þessu. Áður en að ég semsagt fór að trúa á mátt

mér æðri þá... eins og ég segi oft Guð gekk á mínum vegum þegar ég var í neyslu og

rugli, þá gekk hann á mínum vegum þá var ég minn eigin herra. Eg var toppur alls á

tilverunni. En í dag þá geng ég á hans vegum. Mér finnst þetta yndisleg tilfinning sko að

þú veist... Fólk alveg lítur mig hornauga sko þú veist út af því að ég er svona en... það

verður bara að hafa það. Ég er að meika það og svona, þetta er það sem ég þurfti til þess

að koma lífi mínu á réttan kjöl. Og það er bara yndislegt, bara geggjað.

J – Þú segir að fólk lítur þig hornauga... er það út af því að þú ert að stunda þetta...

Page 38: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

38

V – Já út af því að ég er að skilurðu stunda einhverja trú og svona. Það er náttúrulega

alveg fullt af fólki sem finnst alveg geggjað líka að ég sé að gera þetta. Fjölskyldunni

minni og svoleiðis. Það var fólkið sem var með mér í meðferð sko það svona leit mig

hornauga, ég var alltaf að kalla alla bræður og systur og eitthvað svona. En ég varð bara

fyrir andlegri vakningu þú veist. Ég var að fíla þetta og það eiginlega gaf mér svoldið að

fólk var að líta mig svona hornauga fannst mér sko. Það gaf mér styrk sko til að halda

áfram og gera meira og... ég ætla bara að halda áfram og gera meira.

J – Það hefur þá kannski virkað sem eðlilegt framhald af þessu fyrir þig að stunda sporin?

V – Náttúrulega þegar ég kom úr meðferðinni þá var ég bara ,,Palli var einn í heiminum”

ég vissi ekkert hvað ég var að gera eða neitt sko. [óskýrt] hringja í sponsorinn minn sko.

Ég gerði það og fljótlega fórum við að vinna þessi spor. Og það sem ég hef fengið til

baka eftir að ég byrjaði að vinna þessi spor, það er gífulegt! Ég hefði aldrei trúað þessu.

Þú veist. Bara það sem þetta hefur upp á að bjóða og sigrarnir og ávinningurinn sem

maður fær í staðinn. Þetta er bara geggjað. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira.

J – Hvað ertu kominn langt í sporunum?

V – Heyrðu, ég er bara að tækla þetta allt saman. Ég er búinn með, ég er að verða búinn

með 9. sporið. Og svo lifi ég daglega 10. 11. og 12. Ég er bara að bíða eftir því að fá

einhvern undir mig sem ég get sponsað. Til þess að miðla reynslu minni áfram til annarra.

Og ég byrjaði... eða ég er í raun og veru byrjaður á því þótt ég er ekki kominn með neinn

undir mig sem sponsor þá er ég náttúrulega byrjaður að aðstoða aðra. Og ég hef

náttúrulega bara... ég bið á hverjum morgni um að sýna mér einhvern sem ég get

aðstoðað sko. [óskýrt] og gefur öðrum von.

J – Hvernig notar þú svona dagsdaglega þetta í þínu lífi

V – jah, hvernig dagurinn er hjá mér?

Page 39: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

39

J – Já.

V – Ég byrja daginn alltaf á því þegar ég vakna að fara niður á hnén og biðja. [óskýrt]ég

er í raun og veru sko... ef ég þarf að tækla eitthvað yfir daginn þá bið ég áður en ég er að

fara í það. Það gefur mér styrk sko að fara með einhverja bæn. Svo náttúrulega býr

strákurinn hjá mér, kominn aftur og það fer náttúrulega mikill tími í hann sko og svo

alltaf á kvöldin þá er farið á hnén líka. Fyrst með stráknum svo áður en ég fer að sofa.

J – hvernig myndir þú lýsa áhrifunum af því að gera þetta í þínu lífi?

V – Áhrifunum? Áhrifin eru náttúrulega þau að fyrir vikið er ég hamingjusamur, glaður

og frjáls. Mér finnst ég vera laus við þetta... sjálfshyggju skilurðu. Ég hætti að hugsa...

einblína svona á sjálfan mig. Fyrir þremur og hálfum mánuði þá var það bara ég um mig

frá mér til mín. Og ég átti svo bátt skilurðu. Í dag þá er ég kominn með tilfinningar og ég

er mikið meira að spá í þú veist öðrum. Hvernig aðrir hafa það og... þú veist bara hvað ég

get gert fyrir aðra. Ég elska að hjálpa öðrum skilurðu. Og ef einhver biður mig um

eitthvað, að gera eitthvað fyrir sig þá er ég bara ,,Já heyrðu, endilega maður. Ég er til.”

Og þetta gerir mig líka að hæfari föður, finnst mér. Þetta gefur mér styrk til að takast á

við vandamál líka. Allt það góða sem er að gerast í lífi mínu, það er eiginlega það.

J – Hvernig upplifir þú daga þar sem þú kannski gleymir að fara með bænirnar þínar og

svoleiðis?

V – Ég hef verið ansi öflugur að fara með bænirnar sko. Það kemur náttúrulega fyrir að

ég gleymi að fara hnén á morgnanna sko en það líður ekki langur tími þangað til ég man

eftir því og þá fer ég niður á hnén bara. Mér er alveg sama hvar ég er sko. Það skiptir mig

engu máli. Bara um leið og ég man eftir því þá bara fer ég niður á hnén og þá fer ég með

bænina mína, það er ekkert flókið sko. Mér er alveg sama hvað fólki finnst, það er þeirra

vandamál. Ég geri það kannski ekki beint í kringlunni skilurðu, en þú veist. Nei ég

eiginlega sko... eins og þeir segja í samtökunum þá er ég á þessu bleika skýi sko. Og ég er

Page 40: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

40

búin að vera á því á hverjum einasta degi síðan í meðferðinni sko.og ég reyni að gera allt

til þess að halda í það af því að þetta er svo yndislegt. Ég vil að vísu ekki kalla þetta

bleikt ský sko. Ég vill bara kalla þetta að ég hafi öðlast trú. Ég er að finna minn æðri mátt

og ég er að gera það í fyrsta skipti.

Og hérna ... þannig að... ég finn náttúrulega fyrir þörf. Það kemur fyrir þörf þar sem ég

þarf að fara niður á hnén og biðja. Og þá geri ég það bara. En hérna... já...

J – Hver er þinn skilningur á æðri mætti?

V – Minn skilningur á æðri mætti er sá að... sko ég kýs að kalla hann Guð, minn æðri

mátt. Hann eiginlega bara samanstendur af umhyggju, kærleik, samheldni. Minn æðri

máttur stendur fyrir allt það góða. [óskýrt] sögur fara af. Ég á erfitt með að trúa því. En

ég vil bara meina að það sé fyrir allt það góða.

J – Nú ertu starfandi í samtökunum. Finnur þú eitthvað fyrir þrýstingi að aðlaga þína

hugmynd um æðri mátt að hugmyndum annarra?

V – Í samtökunum skiptir engu máli hver þinn æðri máttur er. Þú veist eins og hjá mér ég

var að tala á fundi og ég talaði um Guð, annar átti Baldur á efri hæðinni, einn átti My

name is Earl gaurinn skilurðu. Af því að hann var að skrifa svona lista og bæta fyrir brot

sín sko, það var að virka fyrir hann. Í samtökunum skiptir engu máli hvað þú trúir bara að

þú hafir æðri mátt og hann getur verið hvernig svo sem þú lítur á hann. Þannig að þú veist

þrýstingurinn á mig er enginn.

J – Er eitthvað sem þig langar að segja sérstaklega um hvaða áhrif þetta hefur haft á þitt

líf?

V – Ég held ég sé búinn að koma inn á það flest allt sko.... jú sko ég er náttúrulega búinn

að vera edrú í það stuttann tíma sko ég er nýhættur að vera nýliði. Og hérna það að ég sé

að gera þessi spor og vinna þetta prógram það sjá allir breytinguna á mér. Þegar ég varð

Page 41: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

41

edrú í fyrra þá sá fólk ekkert breytingu. Ég var alltaf sami harði gaurinn skilurðu. Þú veist

töffarinn með skelina sem hleypti engum inn sko. Ég get alveg grátið núna skilurðu og

sýnt tilfinningar. Ég er að tækla lífið bara miklu betur en mér hefur verið unnt að gera

áður. Þú veist ég á fangelsisdóm yfir höfði mér núna sko og ég er svona að vinna í því að

reyna að fá að taka hann út í samfélagsþjónustu af því að ég klúðrarði

samfélagsþjónustunni minni, ég hætti að mæta. Það að ég sé að vinna þetta prógram gefur

mér mögulega möguleika á því að fá áframhaldandi fangelsisdóm og þá get ég verið

meira til staðar fyrir son minn sem að þú veist er búinn að missa mömmu sína.

Og mér er bara treyst betur af samfélaginu líka. Og það er bara geggjuð tilfinning

sko. Ég í rauninni get ekki beðið um að fá neitt meira skilurðu. Jújú ég er alveg tilbúinn

að fá meira skilurðu en í dag er líf mitt þannig að þú veist ég hefði aldrei nokkurn tímann

órað fyrir að líf mitt gæti orðið svona gott. Bara af því eina að öðlast trú á æðri mátt og

vinna þessi spor. Já fyrir mér [óskýrt]... hvað var ég að hugsa, afhverju var ég ekki löngu

búinn að gera þetta. Þú veist vinna þessi spor og fara þessa leið. En þú veist , betra seint

en aldrei.

Ég ætla mér bara að vera í þessum sporum alla ævi þú veist. Þetta er bara lífstíll sem að

maður... þú veist ég er búinn að vera í öðrum lífstíl... þú veist sem að ég kaus að kalla

lífstíl skilurðu, neyslu, rugli afbrotum og ofbeldi og hérna nú er ég kominn í nýjan lífstíl.

Þú veist ég er alkoholisti og hérna það var bara mín ákvöðrun hvort að ég ætlaði að

umgangast virka alkoholista eða óvirka alkoholista sem eru að vinna eitthvað í sínum

málum. Og ég tók seinni kostinn. Og ég ætla að halda mig þar. Það bara er málið sko, það

er gjörsamlega málið.

Viðtal 3

J – Hvað ertu gömul?

V – 19

J – Hveð ertu búin að vera lengi edrú núna?

Page 42: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

42

V – 1 mánuð og nokkra daga

J – Er þetta í fyrsta skipti sem þú nærð svona edrú tíma?

V – Nei ég hef náð edrútíma áður en þetta er allt annað líf þegar maður er að stunda...

þegar maður er að gera þetta af heilum hug allavegana. Ég hef verið í AA samttökunum

áður sko. Fór 2007, ég náði að vera edrú í einhvern smá tíma sko. Ég byrjaði að fara áður

en ég fór inn á vog. En ég var ekkert alveg edrú sko. Þannig að ég var alltaf að drífa mig

út og passa að enginn talaði við mig og svona því ég upplifði mig sem svo mikinn

hræsnara af að vera þarna. En það hjálpaði mér samt alveg að mæta skilurðu og líka

opnaði svoldið augun mín því að það hafði svoldið... þú veist þegar er verið að tala til

nýliðanna, sem sagt þeir sem eru að predika yfir þeim [úr pontunni] um að fara í sporin

og fá sér sponsor, hvað AA prógrammið býður upp á. Þegar ég var þarna fyrst þá fannst

mér það hjálpa mér rosalega mikið að mæta á fundi og jújú ég meina mér leið vel í smá

stund eftir á en svo var það bara búið.

J – Hvað hefur þú farið oft í meðferðir?

V – þrisvar.

J – og hefur náð einhverjum edrú tímabilum þá?

V – já. Ég get alveg sagt þér það að mér hefur aldrei liðið svona eftir einn mánuð sko.

[óskýrt]

J – Er þetta lengsta edrú tímabilið sem þú hefur náð?

V – Nei ég hef náð að vera edrú í þrjá mánuði. [óskýrt]. Geðveiki sem er alltaf í hausnum

á manni. Maður verður líka bara einhvern miklu sáttari við að verða edrú. Maður hættir

hugsa svona ,,æi greyið ég að mega ekki fara á djammið æi greyið ég að, þú veist, að geta

Page 43: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

43

ekki farið út með stelpunum um helgina.” Þú veist maður hættir að sakna þess að vera í

neyslu.

J – Hvað fékk þig til að fara í sporin?

V – Það var í rauninni bara [óskýrt]...

J – Þetta er í fyrsta skipti sem þú stundar sporin er það ekki?

V – Jú. Það er sagt svona hundrað sinnum á hverjum einasta fundi ,,farið í sporin” og

það er einhvern veginn... það er ógeðslega fyndið, venjulegur einstaklingur myndi segja

,,jújú, afhverju ekki að prófa það” en það er einhvern veginn í alkóholistum ,,ahhh... “

[gerir hljóð og svipi til að lýsa efa eða óvissu]. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað mikið

mál sko. Þetta eru 12 spor þetta eru ekki 112 spor. Þú veist þetta eru einfaldar leiðir

bara... eða þú veist einföld verkefni. Eins og þeir hafa lýst þessu þetta er ein bók og eitt

spurningablað sem þú þarf að gera þú veist til þess að verða andleg [óskýrt].

J – Þú komst úr meðferð fyrir mánuði... [óskýrt] [byrjarðirðu strax á sporunum?]

V – Já, eiginlega alveg strax. Það var eiginlega bara félagsskapurinn sem ég var í... já

það var líka annað, maður þarf náttúrulega alveg að breyta um lífsstíl, maður þarf að loka

á gömlu félaganna og allt þetta. Ég finn það bara núna hvað það gerir mikið, ég vissi

þetta alveg, en ég finn það bara núna þegar ég er algerlega búin að skipta svo algerlega

yfir í félagsskap sem er bara fólk sem er að vinna í sínum málum og er virkilega að gera

þetta og er í virkilega góðum bata.

Og það breytir öllu að vera í kringum þennann anda í staðinn fyrir að vera þú veist

eins og áður þótt ég hafi ekki beint, eða jú stundum, farið yfir í svona neyslufélaga

skilurðu, þó maður væri innan um fólk sem var jafnvel ekki alkohólistar eða svoleiðis, þá

líður manni alltaf einhvern veginn [óskýrt], manni finnst svo asnalegt eða ekkert asnalegt

en svona þú veist það meikar ekki jafn mikið sens að þurfa að vera gera þetta ef þú ert

ekki [að stunda sporin].

Page 44: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

44

Það sem hafði áhrif á mig þegar ég var að fara á AA fundina þarna... [þótt ég]

væri ekki að vinna sporin þá var samt bara þessi vellíðan við að koma á fundi. Þarna var

maður í fullu herbergi af fólki sem var að gera það sama og var að ganga í gegnum það

sama. Þá var maður einhvern veginn svona aðeins eðlilegri skilurðu. Þannig að núna er ég

í kringum svona fólk á hverjum degi og við erum öll að styðja við bakið á hverjum

öðrum. Það er samt auðvelt að gleyma sér skilurðu, eins og oft um leið og manni er

byrjað að líða vel þá hættir maður að gera þetta. Þegar maður byrjar að gera það og

byrjar að slaka á þessu þá er maður kominn á fallbraut þó manni líði ekki þannig. En það

er svoleiðis.

J – hvað ert annars komin langt í sporunum?

V – Ég er á fjórða spori. Sponsorinn minn gaf mér fyrst tvo daga held ég til að gera það.

Og ég alveg ætlaði alveg geðveikt að gera þetta síðan... en svo magnar maður þetta svo

mikið upp fyrir sjálfum sér. Þetta eru nokkrir listar sem ég þarf að skrifa þú veist þetta er

ekkert mál og ég er búin að fresta því alltaf að hitta hana og ég verð alltaf guðslifandi

fegin [óskýrt] hitta mig sko þú veist af því að ég á eftir að gera einn lista og bæta við á

hinn og eitthvað svona. En ég finn það bara hvað þetta er að hafa rosalega slæm áhrif á

mig að vera að festa sig svona og vera að slugsa svona við þetta. Og mér líður bara eins

og ég sé að dragast alveg rosalega mikið afturúr. Eða ég kann ekki að lýsa tilfinningunni

ég er náttúrulega ekki að gera þetta samstíga neinum en mér finnst, ég finn það bara ég er

að dragast aftur úr og það er ekki gott og ég þarf að halda áfram.

J – hver er þín reynsla af þessum sporum?

V – Maður verður að vera að vinna í sjálfum sér annars er manni bara að fara versnandi.

Þetta er nefnilega þessi sjúkdómur það er... æi það er oft talað um á AA fundum að það,

áfengi er ekki vandamálið það er edrúmennskan sem er vandamálið af því að við getum

ekki verið edrú út af því að við erum ekki heilbrigð þegar við erum edrú. Það er ekki bara

það að það þurfi að taka áfengi eða fíkniefni frá okkur heldur þurfum við að gera eitthvað

í því út af því að við erum með þessa fíkn og við erum með þennan sjúkdóm og það er

Page 45: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

45

alltaf þarna. Það verður að koma einhver lausn og við getum ekki tekið nein lyf. AA

prógrammið er lyfið okkar eða lausnin okkar.

Ég var á ættarmóti um helgina og það var rosalega mikið bara... þú veist ég meina

þó ég hafi verið á ættarmóti og kringum ættingja mína og ég var meira segja... fólk var að

drekka og svona það er eitthvað... þú veist ég var ekki að komast í svona fíkn eða... alls

ekki en ég fann það bara að ég þurfti minn daglega skammt af lausninni skilurðu. Ég var

búin að vera allann tíman... þú veist ég fer alltaf á hádegisfundi á hverjum degi, og ég

fann það bara ,,oh” hvað ég hlakkaði til að koma í bæinn fara á hádegisfund, ég fann það

bara hvað virkilega á því að halda. Og svo þegar ég kom í bæinn þá var ég búin að fara

svo aftur þú veist skilurðu inn í hausnum á mér að þó ég væri búin að hlakka til og bíða

eftir því að komast allan tímann, þá svona æi eiginlega nennti ég ekki að fara þegar ég

kom í bæinn. Og þú veist ég byrjaði bara strax, ég var ógeðslega pirruð út í allt og alla og

þú veist... [óskýrt] algjörlega heiðarlegur og [óskýrt] Ég var akkurat andstæðan við það.

Bara allt sem ég var búin að ná að byggja upp einhvern veginn var farið bara aftur. En ég

er búin að ná mér á strik aftur. Er að fara á fundi, tala við sponsorinn minn og tala við

[óskýrt]. En ég náði að rétta mig af en ég var alveg klárlega komin á fallbraut í nokkra

daga eða þú veist sleppa þessu og vera ekkert að spá í þessu skilurðu.

J – Meinarðu þá fundina?

V – Já og var bara ekki að tala jafnmikið um þetta og var ekkert að spá í sporunum og

var bara einhvern veginn... ég bara gleymdi því í smástund að ég væri alkóholisti

skilurðu. Það er einmitt það sem verður manni að falli. Maður verður að minna sig

stöðugt á það að maður sé veikur annars er þetta svo mikil geðveiki, hausinn á manni fer

að telja manni trú um að þetta sé allt í lagi að það sé allt í lagi með mann.

J – Þú ert búin með fyrstu þrjú sporin. Hefur þú upplifað eitthvað sem mætti kalla

andlega vakningu í sambandi við þetta?

V – Algjörlega. Ég hef aldrei verið trúleysingi sko en ég skildi einhvern veginn aldrei

Guð og vissi ekkert hver skoðun mín á honum væri. Ég trúði alltaf á eitthvað en ég trúði

Page 46: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

46

ekki á það sem stóð í Biblíunni. Og ég geri það ekki ennþá í dag sko. En ég er samt

rosalega trúuð. Og er búin að vera að kynna mér bahá’í einmitt. Og um leið og --- sagði

mér frá því, hann sagði mér frá þessu sko. Þá var ég bara alveg ,,Já, þetta meikar sens.”

Þetta var svo... þetta var bara mín skoðun sem hann var að segja við mig. Ég hafði oft

verið að spá í því að kynna mér einhver fleiri trúarbrögð og reyna að finna það sem mér

fannst að passar best við að hvernig mér leið um þetta. Þannig að ég er alls ekki að setja

út á nein önnur trúarbrögð eða neitt skilurðu. [óskýrt] já og Guð hefur hjálpað mér

rosalega mikið. Maður verður svoldið að passa sig á að segja þetta inn í AA samtökunum

[þ.e.a.s. nota hugtakið æðri máttur]. [óskýrt] það hræðir svo oft nýliða sko, þú veist þeir

sem koma þarna inn með bara með það í hausnum að það sé enginn Guð og eitthvað

svona.

Það var einmitt, þeir sem stofnuðu AA samtökin, það stendur í AA bókinni,

ástæðan fyrir því að það stendur ,,Guð samkvæmt okkar skilningi á honum” og talað um

hann sem æðri mátt. En það var einn í hópnaum af einhverjum, ég veit ekki hvað mörgum

sko, sem að trú’i ekki á Guð en hafði samt hlotnast þetta... Hann einmitt hafði sinn æðri

mátt en hann hafði ekki Guð. Hann átti ekkert að fá að setja þetta inn sko en hann var

bara ,,nei, ég er ekki að fara að samþykkja það að það standi Guð þarna” þannig að hann

fékk með sinni þrjósku að bæta inn ,,samkvæmt skilningi okkar á honum” sem að hefur

held ég líka alveg bjargað fullt fullt fullt af fólki í dag. En það eru rosalega margir samt

sem auðlast einmitt held ég trú þarna inni. Og þó það sé ekki alltaf Guð til að byrja með

þá verður það rosalega oft þannig þegar manneksjan er búin að ná miklum bata.

J – [óskýrt]

V – Já þegar ég fór inn í AA 2007 ég ætlaði nú aldrei einhvern veginn að gera sporin en

ég prentaði þau samt út og var með þau hengd upp á vegg í herberginu mínu og var alltaf

að lesa yfir þau og eitthvað svona. [óskýrt] Ég var einmitt alltaf að hugsa hvað þessi æðri

máttur ætti að vera. Þú veist af því að maður má ráða því algjörlega hvað hann er. Þú

veist ,,já þú veist það má vera steinn þess vegna.” [óskýrt] þannig að.. Ég trúi rosalega

mikið á karma og svoleiðis [óskýrt] En allt í einu einn daginn þá fattaði ég ,,kærleikur.

Page 47: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

47

Það er minn æðri máttur.” Bara mér finnst kærleikur vera svona orka sem að þú býrð yfir

[óskýrt]. Og fór bara að túlka minn æðri mátt sem kærleik. Og fannst bara ef ég sýni bara

kærleik í öllu [óskýrt] þá kemur þú þér ekkert á slæman stað þannig. Þú ert ekki bara

eitthvað út úr kærleiksríkur alla daga og bara í fullkomnu hreinskilni og lendir svo í

fangelsi, það bara er ekki þannig. Mér finnst karma lögmalið vera svoldið þannig

skilurðu.

Þá byrjaði ég alltaf að túlka [óskýrt] Guð er ekkert nema kærleikur [óskýrt] að

predika um kærleik [óskýrt] inni í hausnum á mér skilurðu að fatta þetta. Ég hafði bara

aldrei tengt þetta einhvern veginn kærleik... við Guð eða þetta. En geri það núna. [óskýrt]

og það er ótrúlegt hvað það áhrif og mér finnst [óskýrt] ég bað alltaf faðir vorið á kvöldin

áður en ég fór að sofa [óskýrt] samt einhvern veginn trúði ég ekki á Guð þú veist

samkvæmt Biblíunni og öllu því [óskýrt] samt bað ég einhvern veginn alltaf. Mér fannst

að ég ekki mega við því að gera það ekki [óskýrt] og í dag er ég rosalega lítið að biðja

þannig bænir [óskýrt] mér finnt ég bara ekki vera að gera það samviskusamlega ... við

hann. Eins og maður væri bara að [óskýrt]. Það er einhvern veginn ótrúlegt eins og um

daginn ég var bara við það að fara detta í það skilurðu, en þetta er eitt af byrjunastigum

[óskýrt] og allt í einu bara Ok. Ég bað og bað alveg bara og bað alveg heil lengi. Ég var

búin að vera eirðarlaus og pirruð og með svona hnút í maganum og það bara hvarf. Þú

veist maður biður um þetta og maður bara fær það. [óskýrt] Ég vildi að ég væri ekki

svona [óskýrt] vera bara að biðja um að losna við [óskýrt] eða bara eins vel og maður

getur skilurðu. [óskýrt] Ég bið alltaf á morgnanna eða þega ég man eftir því. [óskýrt] ég á

rosalega erfitt með þetta og ég er náttúrulega ekki búin að vera... ég fór ekki að fara til

gamla félaga sem eru trúlausir eða jafnvel [óskýrt] og eitthvað ,,ahh finndu Guð, bara

Guð” eða ver eitthvað hérna skilurðu. Þá myndi fólk vera bara eitthvað ,,já ok, hún er

bara eitthvað rugluð” þú veist en... en bara einhvern veginn að reyna að koma

boðskapnum samt til skila... þú veist.. án þess að hræða fólk frá. Þú veist eins og þegar

við erum á AA fundum og svona. [óskýrt] án þess að koma of sterkt út. Byrja líka að taka

móti því sem maður [óskýrt] er ennþá í hugsunum bara já ok bíddu hvað er... [óskýrt]

staðinn fyrir að koma svona eins og votta jehóvar skilurðu [óskýrt] búinn að mynda sér

sterka skoðun á því, þetta verður að fá að síast hægt og hægt inn. Ef að ég hefði verið á

AA fundum 2007 og það hefði einhver komið upp að mér og bara ,,Guð á eftir að bjarga

Page 48: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

48

þér” og ,,Guð lalala þetta og þetta” og bara þá hefði ég verið þú veist eitthvað ,,Vó! Hey

þú veist ég er ekki að fara að láta þröngva einhverju svona upp á mig” Ég þurfti að finna

þetta sjálf. [óskýrt]. Ég hef aldrei verið fordómafull gagnvart neinu svona... en mér fannst

samt svona rosalega trúað fólk svoldið spes. Þannig að ég finn það alveg að... ég var samt

ekki með fordóma gagnvart þeim. En samt var ég alveg bara ,,já ok, þessi er svoldið

skrítin.” Þannig núna þegar ég hef öðlast þetta sjálf þá veit ég svoldið að ég þarf að passa

mig á að vera ekki Of... þegar kemur að fólki sem er að [óskýrt - koma inn í AA].

J – Hefur þú prófað einhverjar aðrar aðferðir en að nota 12 sporin til að hætta að drekka.

V – Ó já! [hlær] Þú hefur heyrt talað um sérleiðir í AA.

J – Sérleiðir?

V – Það er bara þegar nýliðar koma og eru bara ,,já!” koma inn í AA og sjá fullt af fólki

sem er í bullandi bata en í staðinn fyrir að fara í sporin þú veist þá halda þeir a það verði

bara allt í góðu. Og eitthvað svona.. og jafnvel eitthvað bara... fara í kirkju. Fólk sem er

búið að vera lengi í AA veit alveg að þetta er bara kjaftæði. Það eru allir með þessar

hugmyndir fyrst og halda að þau séu bara að fara að massa þetta skilurðu. Alveg eins og

ég var sjálf. En þetta endar alltaf á sama stað.

Ég man að ég var rosalega svona þegar ég var inni í AA... þá var fólk alltaf að tala

um sérleiðir og eitthvað svona. Og ég hló alltaf bara og bara ,,já, ég hugsa ekki svona

skilurðu, ég veit alveg að ég er ekkert að fara að verða edrú bara af því að vera í einhverri

vinnu og eitthvað lalala.” En svo um leið og einhver labbaði upp að mér og sagði ,,á ég

að sponsa þig” og ,,ætlar þú að taka 12 sporin?” þá var ég alveg ,,nei, nei, hérna ég eða

þú veist eitthvað... ég ætla bara að hugsa mig um.” Ég var sko engann veginn á leiðinni í

12 sporin og ég fattaði ekki að þá var ég að fara mínar sérleiðir.

Þú veist ég skil það núna út af því að ég skil hvað AA samtökin gera fyrir mann.

Ég hélt að þetta væri bara svona grúppa þar sem að fólk, eða ég túlkaði þetta bara þannig,

maður getur bara mætt þarna og hlustað á fólkið tala og labbað svo út endurnærður. Út af

því maður líður svoldið svoleiðis þegar maður gerir það svoleiðis. Þetta er bara allt annað

Page 49: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

49

dæmi heldur en að vinna í sporunum þá ertu að taka þátt í því sem er að gerast þarna inni.

Fundirnir eru í rauninni bara kynning á þessu. 12 sporin eru bara það sem AA samtökin

bjóða upp á. Að vera í AA þá ertu að vinna sporin. Annars ertu edrú í kannski 12-13 ár

áður en þeir gera sporin og eru bara ,,hvað var ég að spá” og jafnvel búnir að vera í AA

allan tímann en ekki að gera sporin og eru bara... þess vegna er bara verið að hamra inn í

mann að gera þau því að þessi 12-13 ár eru engin dans á rósum skilurðu. Og eru bara

búnir að öðlast nýtt líf eftir að hafa farið í gegnum sporin. Þetta er svo mikið bara að gera

upp fortíðina skilurðu... að taka til í fortíðinni bara og sætta sig við hluti sem eru... búnir

að gerast. Annars er þetta alltaf í manni, þetta er búið að móta mann og maður verður

svona að fara yfir þetta og taka til í þessu skilurðu. [óskýrt] af því að þó þú hugsir ekki á

hverjum einasta degi ,,oh shitt, ég man þegar ég gerði þetta” þá situr þetta samt rosalega í

manni án þess að maður gerir sér endilega grein fyrir því. Þú ert sáttari við sjálfan þig ef

þú ert búinn að biðjast fyrirgefningar á öllu sem þú ert búinn að gera, þú ert miklu sáttari

við sjálfan þig ef þú ert búinn að fara yfir það, samviskusamlega, hvaða bresti þú hefur,

til dæmis. [óskýrt] gallarnir þínir, hvernig þú mátt bæta þig. Og lifir síðan í sporunum, þú

lifir í þessu á hverjum degi. Biður til Guðs um að losa þig við þá. Þannig að í staðinn að

fara út í daginn og vera ógeðslega pirraður í umferðinni, mæta seint í vinnunna og vera

síðan ógeðslega dónalegur við nágrannann þinn eða einhvern sem þú þolir ekki þá biður

þú á hverjum degi þú biður Guð um að losa þig við þetta. Þá líka þá situr þetta líka svo í

þér. Þú ferð út í daginn með þetta í huga. Bara já, mig langar að verða betri, ég ætla bara

að brosa og bjóða góðann daginn þegar ég hitti nágrannann á stigaganginum og ég ætla

að hleypa freka gaurnum á jeppanum framhjá án þess að bípa og og svína á hann og

eitthvað. Þannig verðurðu bara betri manneskja og þér líður bara miklu betur. Ég meina

þú líður miklu betur svoleiðis heldur en að vera bara ógeðslega pirraður út í nágrannann

þinn allann daginn hugsandi ,,djöfulsins fífl.” Þá ertu ekkert á góðum stað. Ég allavega

finn það, ég meira að segja er ekki búinn með fjórða sporið ég er bara búin að skrifa niður

listanna, en ég finn það samt ég... eða ég er samt alveg í fjórða sporinu því ég bið Guð um

að losa mig við brestina og er líka búin að fara svoldið yfir það sjálf bara. En maður á að

gera það með sponsornum, lesa allt upp fyrir hann. Þegar maður er búinn að skrifa

gremjulista, bara allt sem að í gegnum lífið sem maður er búinn að vera reiður yfir og fer

svo yfir það með sponsornum og bendir manni á hvað þetta er óþörf gremja. Hvernig

Page 50: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

50

þetta bitnar bara á þér. Eins og bara ég sagði þarna í umferðinni ef þú svínar á þennann

gaur skilurðu og ferð eitthvað í burtu, hvað græðirðu á því? Þú verður bara ógeðslega

pirraður. Og það kemur þér bara í vont skap og þér líður illa. Þú græðir ekki neitt á því.

Síðan er óttalistinn... og það er einmitt farið yfir það líka. Ég veit samt ekki hvernig er

farið yfir það. Síðan er brestalisti sem ég var að tala um. [óskýrt] Maður biður Guð í

einlægni með sponsornum að taka þá frá sér. Og eins og ég er búin að gera... eða þú veist

ég er ekki með gremjulistann við höndina þegar ég bið á morgnanna og bara já ,,Guð

viltu losa mig við þetta, viltu losa mig við þetta, viltu losa mig við, þú veist, þetta” Ég er

ekki þannig en ef ég sé fyrir mér hvað ég er að fara gera yfir daginn og hvaða brestir gætu

komið mest fram þar. Þá bið ég hann um að hjálpa mér að vera... þú veist... og það svín

virkar.

J – Myndirðu segja að þetta hafi haft mikil áhrif á þitt líf?

V – Alveg rosalega. Alveg rosalega. Áður en ég fór að vinna í sporunum þá var ég... eða

þegar ég var í AA 2007. Mér finnst gott að taka það sem dæmi til að miða við skilurðu,

hvernig þetta er öðruvísi heldur en núna. Þá var ég samt bara já! Var búin að lesa sporin

alveg milljón sinnum yfir en var ekki búin að gera þau. Þá var ég samt bara ,,já kærleikur,

ég ætla að reyna að lifa í kærleik” og allt þetta. En það var ekkert að virka skilurðu. Það

var kannski upp að vissu marki en það fór samt allt til fjandans hjá mér. Æi þetta leiddi

mann ekkert áfram þetta bara rétt sat í manni en síðan hætti ég bara að spá í þessu.

[óskýrt] Núna er ég lifa sporin á hverjum einasta degi.

J – finnurðu einhvern þrýsting frá öðrum innann samtakanna um að aðlaga þinn skilning

á æðri mætti að hugmyndum annarra?

V – Ertu að meina einhver svona að reyna að þröngva upp að manni?

J – Já hvort þú hafir haft frelsi til að mynda þér þinar eigin hugmyndir...

Page 51: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

51

V – Já alveg fullkomlega sko. Þegar ég var... ég hef alveg.. æi þetta fer bara svo mikið

eftir manni sjálfum. Þetta byggist allt á manni sjálfum. Þegar fólk er að tala þarna inni þá

eru svo margir sem taka því þannig að þegar fólk er til dæmis að tala um Guð... [óskýrt]

hann er að tala um hvernig Guð hjálpaði sér. Þetta eru bara reynslusögur sem eru að fara

fram þarna inni. [óskýrt] maður segir að hann hafi hjálpað honum að komast í gegnum

þetta allt, það þýðir ekki að þú þurfir að gera það líka. Það þýðir bara að þetta hjálpaði

honum. Margir sem bara mistúlka þetta svona og eru bara fastir svona [óskýrt] og bara

fastir svoldið svona já. En það er alls ekki verið að þröngva upp á neinn, alls ekki.

J – Ég er búinn með spurningarnar mínar en langar þér að segja eitthvað meira um áhrif

12 sporanna?

V – Maður er búin að horfa upp á fólk, þú veist lost cases eða þannig. Fólk sem að

maður hefði aldrei aldrei aldrei getað trúað að gæti verið edrú. Þú veist þú tekur bara

göturóna skilurðu, og svo er hann allt í einu bara í jakkafötum eða eitthvað. Það er í

[óskýrt] AA samtökin sem hafa gert það. Ég var alveg svona lost case sko. Fólk er alveg

ekkert smá hissa að ég sé edrú. Og með hverjum deginum sem líður ,,ennþá edrú? Ennþá

edrú” þú veist það bara skilur ekkert í þessu.

Og þetta eitt prósent sem er búið að ná að vera edrú [óskýrt – án sporanna og AA]

er að fara falla á endanum, það er bara svoleiðis. Eða kannski ekki endilega falla... þetta

er líka eitthvað sem fólk mistúlkar svo mikið inn í AA samtökunum. Þeim finnst það vera

ógeðslega mikið svona ,,ef þú ferð ekki í AA þá ertu bara dauður, ef þú trúir ekki á Guð

þá ertu bara dauður.” En þetta snýst ekkert um það. Þegar maður er búin að öðlast þetta

sjálfur þá fattar maður þetta miklu betur. Að lifa lífinu edrú á hnefanum og að lifa lífinu í

sporunum er bara tvennt ólíkt. Allt hugarfar... þú veist alkohólismi þetta er svo mikill

geðsjúkdómur... það bara æi ég veit ekki... ég kann ekki, ég veit ekki hvernig maður á að

útskýra þetta... allt hugarfar breytist [óskýrt] þetta er bara tvennt ólíkt. Ef maður er ekki

eða ég... eða maður á kannski ekki að vera tala fyrir alla en þetta er samt svona... fyrir

alkóholista.

Allavegana að vera ekki í sporunum... þú veist þá er ég bara... eins og ég var í

neyslu ef ég náði að vera edrú í einn dag... eða náði að ekki að vera edrú heldur átti ekki

Page 52: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

52

neitt í einn dag. Þá varð maður bara brjálaður skilurðu? Þú veist, ég er bara þannig hversu

lengi sem ég er búin að vera edrú. Ég batna ekki neitt... þó ég sé búinn að vera edrú

heillengi. Ég er bara nákvæmlega á sama stað skilurðu. Eins og maður sér fyrir sér

[óskýrt]... algjörlega í rúst. Þú ferð ekkert úr þessum rústum nema þú farir að gera

eitthvað í þínum málum. Og að gera eitthvað í sínum málum er ekki að fara í ræktina

þrisvar sinnum í viku, og elda alltaf kvöldmat og vakna á morgnanna og allt þetta [óskýrt]

en þú endist ekkert í því. Um leið og þér fer að líða vel þannig þá ferð þú að halda að þú

sért bara læknaður. En ef þú ert að vinna í sporunum þá ertu að vinna í þínum málum á

hverjum einasta degi og maður verður að gera það. Út af því að ef maður er ekki að vinna

í sporunum þá fer bara sjúkdómurinn[óskýrt] maður verður að halda honum niðri og

maður gerir það með AA samtökunum. Þú veist ef þú tekur frá þér áfengi og fíkniefni þá

verður eftir svona tómarúm og 12 sporin eru [óskýrt]. Og þetta snýst líka bara um að

[óskýrt] edrú. Þegar ég var að fara á fundina og ekki vinna sporin 2007 þá hjálpuðu

fundirnir mér alveg að vera edrú en það var ekkert meira en það. Ef ég var ógeðslega

pirruð allann daginn og í ógeðslega mikilli fíkn og eitthvað svona og fór svo á AA fund

um kvöldið þá var ég akveg róleg eftir fundinn. En síðan bara strax daginn eftir var það

komið aftur. En ef þú ert í AA þá ertu í svo miklum bata að þá ertu alltaf á uppleið og

verður alltaf ánægðari og ánægðari með það að vera edrú og bara með lífið. Í staðinn fyrir

að vera alltaf neikvæðari og neikvæðari gagnvart því. Þú minnir líka sjálfan þig stöðugt á

það að þú ert veikur. Út af því að þegar maður er alkóholisti þá koma alltaf hugmyndir

upp aftur... þetta er svo mikil sjálfsblekking þú veist algjörlega... [hlær] æi ég datt alveg

út... já þetta er svo mikil sjálfsblekking, það koma alltaf hugsanir upp í hausinn á manni

og ef maður væri ekki í AA væri ekki að minna sjálfan sig á það hvað maður er veikur í

hausnum þá gleymir maður því hvað maður er veikur í hausnum og fer að trúa sínum

eigin hugsunum. Og þá fer maður... ef maður er alltaf að vinna í prógramminu þá fer

maður að greina miklu betur á milli hvað er geðveiki og hvað er ekki geðveiki [óskýrt].

Þá verður líka alltaf miklu auðveldari að stoppa sig af í staðinn fyrir... þú veist þegar

maður kemmst inn á fallbraut þá... maður er löngu löngu kominn inn á fallbraut áður en

maður fattar það. Þú veist þú getur verið hamingjusamur alveg og allt í einu ertu dottinn í

það og maður er bara ,,What! Hvað gerðist? Afhverju í andskotanum datt ég í það.”

Maður skilur það svo innilega ekki sjálfur. Það er svo erfitt að lýsa því. [óskýrt] bara að

Page 53: 12 sporin og áhrif þeirra - Hvað er andlegleiki og getur hann umbreytt einstaklingnum

53

þekkja það hvenær maður [óskýrt]. Eins og þegar ég kom af ættarmótinu og það. Ef ég

væri ekki að stunda prógrammið þá hefði ég engan veginn gert mér grein fyrir því að ég

væri á niðurleið, engan veginn. [óskýrt] ,,ahh ég er bara með fyrirtíðarspennu, ahh

[óskýrt] eitthvað svona...” hausinn bara selur mér ,,já það er þetta sem er ástæðan fyrir

þessu, það er þetta sem er ástæðan fyrir þessu.” En núna sé ég fram á það að ég er ekki að

fara að detta í það næstu helgi og ekki helgina eftir það”

[óskýrt] Þetta er ekkert búið að vera bara gleði og hamingja allann tímann í

þennann mánuð sem ég er búin að vera edrú. En samt svona 90 prósent af því. Þegar ég

hef verið eitthvað pirruð eins og um verslunarmanna helgina [óskýrt – sagði frá því að

hún hefði þurft að selja miðana sína til eyja] rosalega mikið fyrst. En núna er ég bara

þakklát fyrir það. Að hafa ekki þurft að fara þarna [óskýrt] út af því þega vinir mínir fara

þangað eða ekki vinir mínir kannski... eða þegar fólk fer þangað og er bara ógeðslega

gaman þau eru bara drekka, ógeðslega gaman og koma svo heim. Það er ekkert svoleiðis

fyrir alkóholista. Alkóholisti gengur gjörsamlega fram af sér, algjörlega. Og er bara í

sárum eftir á skilurðu. Að fara á djammið frir alkóholista er ekkert að fara bara á

djammið það er bara... sjálfstortíming.