10 26 16 - bondi.is · enginn var einn á báti að basla við sitt, heldur fengu menn aðstoð og...

32
1. tölublað 2013 O Fimmtudagur 10. janúar O Blað nr. 386 O 19. árg. O Upplag 28.000 Í aðgerðum sem stóðu yfir dagana 3.-9. desember sl. var hald lagt á ólöglega innflutta kúamjólk í versluninni Kosti í Kópavogi. Um tvær tegundir af niðursoðinni mjólk frá Bandaríkjunum var að ræða. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni Europol og Interpol gegn inn- flutningi og sölu á fölsuðum og ólöglegum matvælum og drykkjum. Þátttakendur í því á Íslandi voru Matvælastofnun (MAST), heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og tollgæslan. Að sögn Herdísar Guðjónsdóttur, sérfræðings hjá MAST, var umrædd mjólk ekki ólöglega framleidd en innflutningur á henni til Íslands var með ólöglegum hætti. Hún var flutt inn í röngum tollflokki þannig að hún var ekki tilkynnt til MAST og kom ekki til skoðunar á landamærastöð eins og á að gera við öll matvæli af dýrauppruna sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá var mjólkin ekki frá viðurkenndri starfsstöð samkvæmt skrá ESB um samþykktrar starfsstöðvar sem mega flytja matvæli af dýrauppruna inn í ESB. Herdís segir að ekki sé vitað um nema þessa einu sendingu sem kom til landsins síðla haust 2012 og þá í litlum mæli. Engum viðurlögum verður beitt vegna brotsins en varan var tekin strax af markaði. Herdís segir að fylgst verði betur með innflutningi af þessu tagi í náinni framtíð. Smávægileg brot ekki kærð Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá MAST, segir að viðurlög við brot á slíkum lögum séu skilgreind í 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli: Brot gegn ákvæðum þessara laga og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum. MAST velji vel þau mál sem kærð séu til lögreglu. Þannig séu alvarleg dýravelferðarmál iðulega kærð, einnig mál sem varða brot á dýrasjúkdómalögum og mál þar sem reynt er af ásetningi að svindla og villa um fyrir neytendum. „Nú er það svo að MAST fer í fjölda fiskvinnslna, sláturhús, heimsóknir til bænda o.fl. fyrirtækja og við þetta eftirlit eru gerðar athugasemdir, frávik og alvarleg frávik. Við innflutningseftirlit eru reglulega stoppaðar sendingar þar sem vottorð eru ekki fullnægjandi eða innihald ekki í samræmi við reglur. Þetta eru út af fyrir sig iðulega brot á reglugerðum. Það gengur hins vegar ekki að kæra allt til lögreglu enda vísar lögreglan málum frá sem hún flokkar sem smávægileg brot,“ segir Steinþór. /smh „Mér finnst íbúarnir bara ótrúlega brattir eftir það sem á undan er gegnið og staðráðnir í að láta áföll ekki buga sig. Menn hafa tekið hlutunum af æðruleysi,“ segir Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðhrepps. Liðið haust var þeim erfitt og hófst með gríðarlegu hamfaraveðri strax í byrjun september sem fylgdi mikið tjón, einkum á bústofni, fé heimtist illa af fjalli og girðingar eru víða ónýtar. Oddviti segir að Mývetningar muni komast yfir þetta áfall og reyna að horfa bjartsýnir fram á veginn. Dagbjört segir óveðrið í september síðastliðnum vissulega hafa sett mark sitt á samfélagið, en menn beri sig vel í þeirri vissu að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga því sem bjargað varð. „Menn lögðu mikið á sig til að bjarga fé úr fönn, bæði sínu eigin og annarra. Vissulega upplifði fólk tímabil vonleysis, en tjón er minna en óttast var um tíma,“ segir Dagbjört. Menn fundu svo sterkt að þeir stóðu ekki einir Hún nefnir að það sem íbúar sam- félagsins, bændur og búalið hafi upp- lifað afar sterkt sé mikill samhugur frá landsmönnum. „Það var ekki síður samtaka- mátturinn innan sveitar og um nærsveitir, menn fundu mikinn stuðning hver af öðrum og því fylgir öryggistilfinning. Menn fundu svo sterkt að þeir stóðu ekki einir, allir voru boðnir og búnir að rétta hjálparhönd og það held ég eftir á að hafi skipti sköpum um hvernig fólki líður núna þegar þetta er allt saman afstaðið,“ segir Dagbjört. Mikilvægt að finna stuðninginn strax frá fyrsta degi Hún nefnir hversu mikilvægt var að strax var efnt til upplýsingafundar þar sem öll helstu mál voru kynnt og veittar mikilvægar upplýsingar um stöðu mála, meðal annars að Bjargráðasjóður myndi koma til skjalanna og liðsinna bændum vegna þess tjóns sem þeir höfðu orðið fyrir. Þá hafi söfnunin „Gengið til fjár“ hafist fljótlega og bændur því fundið sterklega að samfélagið myndi styðja við bakið á þeim. „Að finna þennan mikla stuðning strax á fyrstu stigum var mikilvægt fyrir okkur íbúana,“ segir hún og bætir við að það hafi líka skipt máli að fljótlega hafi verið lýst yfir neyðarstigi vegna veðursins sem yfir gekk og allir helstu aðilar, sýslumaður, björgunarsveitir, lögregla og starfsmenn Rafmagnsveitna hafi verið að störfum og yfirsýn yfir ástandið hafi verið góð. Gengið fumlaust til verka „Það var gengið fumlaust til verka, enginn var einn á báti að basla við sitt, heldur fengu menn aðstoð og hjálp eftir þörfum og eru þakklátir fyrir það,“ segir Dagbjört. „Almennt held ég að samtakamátturinn og samhugurinn hafi verið þeir þættir sem gerðu útslagið hvað það varðar að fólki líður bærilega hér í sveit eftir þetta erfiða haust. Viðbrögðin í samfélaginu, það að við fundum að við vorum ekki ein og það að menn fóru milli bæja og sveita og lögðu öðrum lið gerði að verkum að menn eru brattir í dag. Ef til vill má segja að þetta hafi styrkt innviði sveitarfélagsins.“ Vonast eftir hagstæðu vori Dagbjört nefnir að enn hafi ekki að fullu komið í ljós hversu mikið tjón hafi orðið á girðingum, gróðri og öðru í óveðrinu, það muni menn sjá betur þegar vorar. Þá sé jákvæði punkturinn við langvarandi rafmagnsleysi í sveitinni sá að á næstu misserum verður rafmagn lagt þar í jörð og staurar heyri brátt sögunni til. Hún segir að menn beri þá von í brjósti að þorrinn og góan verði að mestu með meinleysislegu yfirbragði og vorið verði bændum hagstætt. Fáir eigi umframbirgðir af heyi svo dæmi sé nefnt og eitthvað sé um að bændur hafi þegar keypti sér hey utan sveitar. „Hér hefur engin skepna farið út á beit frá því í byrjun október og það gengur ört á forðann, en við verðum bara að vona að nú sé nóg komið og lífið gangi nokkurn veginn snurðulaust fyrir sig á vormánuðum,“ segir Dagbjört. /MÞÞ Mývetningar furðu brattir eftir áföll á liðnu hausti: Samtakamáttur og samhugur frá samfélaginu skipti sköpum 16 Ólögleg kúamjólk smávægileg brot ekki kærð ÈUQL %U\QMyOIVVRQ EyQGL i 9|èOXP t gQXQGDU¿UèL RJ VWMyUQDUPDèXU t 2UNXE~L 9HVWIMDUèD JDJQUêQLU PD KDUèOHJD JHWXOH\VL 2UNXE~VLQV WLO Dè WU\JJMD Q JW YDUDDÀ ìHJDU DèDORUNXNHU¿QX VOy ~W (NNL KD¿ KHOGXU YHULè K JW Dè WU\JJMD IMDUVNLSWL i VY èLQX RJ VHJLU KDQQ Dè E~Lè Vp Dè GUDJD VYR WHQQXUQDU ~U RSLQEHUUL ìMyQXVWX YHJQD KDJU èLQJDU HU¿WW Vp P WD ìHLUUL Yi VHP VNDSDVW JHWL HLQV RJ t yYHèULQX i 9HVWIM|UèXP XP MyOLQ È P\QGLQQL VpVW ÈUQL U\èMD OHLè I\ULU VM~NUDEtO ~W i +ROWVEU\JJMX t YHVWDQYHUèXP gQXQGDU¿UèL HQ EU\JJMDQ YDU OtI è )ODWH\ULQJD t yYHèULQX 6Mi QiQDU EOV RJ Mynd / ÁB Dagbjört Bjarnadóttir Áreiðanleiki raforkuafhendingar í kerfi Landsnets er minnstur á Vestfjörðum – segir í nýrri skýrslu samstarfshóps um aukið afhendingaröryggi raforku 'êUDYHUQG VW UVWL PiODIORNNXULQQ % ULQQ RNNDU +YDPPXU 26 10 /DQJDU Dè NRPD VpU XSS HLJLQ EêOL

Transcript of 10 26 16 - bondi.is · enginn var einn á báti að basla við sitt, heldur fengu menn aðstoð og...

1. tölublað 2013 Fimmtudagur 10. janúar Blað nr. 386 19. árg. Upplag 28.000

Í aðgerðum sem stóðu yfir dagana 3.-9. desember sl. var hald lagt á ólöglega innflutta kúamjólk í versluninni Kosti í Kópavogi. Um tvær tegundir af niðursoðinni mjólk frá Bandaríkjunum var að ræða. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni Europol og Interpol gegn inn-flutningi og sölu á fölsuðum og ólöglegum matvælum og drykkjum. Þátttakendur í því á Íslandi voru Matvælastofnun (MAST), heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og tollgæslan.

Að sögn Herdísar Guðjónsdóttur, sérfræðings hjá MAST, var umrædd mjólk ekki ólöglega framleidd en innflutningur á henni til Íslands var með ólöglegum hætti. Hún var flutt inn í röngum tollflokki þannig að hún var ekki tilkynnt til MAST og kom ekki til skoðunar á landamærastöð eins og á að gera við öll matvæli af dýrauppruna sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá var mjólkin ekki frá viðurkenndri starfsstöð samkvæmt skrá ESB um samþykktrar starfsstöðvar sem mega flytja matvæli af dýrauppruna inn í ESB.

Herdís segir að ekki sé vitað um nema þessa einu sendingu sem kom til landsins síðla haust 2012 og þá í litlum mæli.

Engum viðurlögum verður beitt vegna brotsins en varan var tekin strax af markaði. Herdís segir að fylgst verði betur með innflutningi af þessu tagi í náinni framtíð.

Smávægileg brot ekki kærð

Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá MAST, segir að viðurlög við brot á slíkum lögum séu skilgreind í 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli: Brot gegn ákvæðum þessara laga og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

MAST velji vel þau mál sem kærð séu til lögreglu. Þannig séu alvarleg dýravelferðarmál iðulega kærð, einnig mál sem varða brot á dýrasjúkdómalögum og mál þar sem reynt er af ásetningi að svindla og villa um fyrir neytendum.

„Nú er það svo að MAST fer í fjölda fiskvinnslna, sláturhús, heimsóknir til bænda o.fl. fyrirtækja og við þetta eftirlit eru gerðar athugasemdir, frávik og alvarleg frávik. Við innflutningseftirlit eru reglulega stoppaðar sendingar þar sem vottorð eru ekki fullnægjandi eða innihald ekki í samræmi við reglur. Þetta eru út af fyrir sig iðulega brot á reglugerðum. Það gengur hins vegar ekki að kæra allt til lögreglu enda vísar lögreglan málum frá sem hún flokkar sem smávægileg brot,“ segir Steinþór. /smh

„Mér finnst íbúarnir bara ótrúlega brattir eftir það sem á undan er gegnið og staðráðnir í að láta áföll ekki buga sig. Menn hafa tekið hlutunum af æðruleysi,“ segir Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðhrepps.

Liðið haust var þeim erfitt og hófst með gríðarlegu hamfaraveðri strax í byrjun september sem fylgdi mikið tjón, einkum á bústofni, fé heimtist illa af fjalli og girðingar eru víða ónýtar. Oddviti segir að Mývetningar muni komast yfir þetta áfall og reyna að horfa bjartsýnir fram á veginn.

Dagbjört segir óveðrið í september síðastliðnum vissulega hafa sett mark sitt á samfélagið, en menn beri sig vel í þeirri vissu að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga því sem bjargað varð. „Menn lögðu mikið á sig til að bjarga fé úr fönn, bæði sínu eigin og annarra. Vissulega upplifði fólk tímabil vonleysis, en tjón er minna en óttast var um tíma,“ segir Dagbjört.

Menn fundu svo sterkt að þeir stóðu ekki einir

Hún nefnir að það sem íbúar sam-félagsins, bændur og búalið hafi upp-lifað afar sterkt sé mikill samhugur frá landsmönnum.

„Það var ekki síður samtaka-mátturinn innan sveitar og um nærsveitir, menn fundu mikinn stuðning hver af öðrum og því fylgir öryggistilfinning. Menn fundu svo sterkt að þeir stóðu ekki einir, allir voru boðnir og búnir að rétta hjálparhönd og það held ég eftir á að hafi skipti sköpum um hvernig fólki líður núna þegar þetta er allt saman afstaðið,“ segir Dagbjört.

Mikilvægt að finna stuðninginn strax frá fyrsta degi

Hún nefnir hversu mikilvægt var að strax var efnt til upplýsingafundar

þar sem öll helstu mál voru kynnt og veittar mikilvægar upplýsingar um stöðu mála, meðal annars að Bjargráðasjóður myndi koma til skjalanna og liðsinna bændum vegna þess tjóns sem þeir höfðu orðið fyrir. Þá hafi söfnunin „Gengið til fjár“ hafist fljótlega og bændur því fundið sterklega að samfélagið myndi styðja við bakið á þeim. „Að finna þennan mikla stuðning strax á fyrstu stigum var mikilvægt fyrir okkur íbúana,“ segir hún og bætir við að það hafi líka skipt máli að fljótlega hafi verið lýst yfir neyðarstigi vegna veðursins sem yfir gekk og allir helstu aðilar, sýslumaður, björgunarsveitir, lögregla og starfsmenn Rafmagnsveitna hafi verið að störfum og yfirsýn yfir ástandið hafi verið góð.

Gengið fumlaust til verka

„Það var gengið fumlaust til verka, enginn var einn á báti að basla við sitt, heldur fengu menn aðstoð og hjálp eftir þörfum og eru þakklátir fyrir það,“ segir Dagbjört. „Almennt held ég að samtakamátturinn og samhugurinn hafi verið þeir þættir sem gerðu útslagið hvað það varðar að fólki líður bærilega hér í sveit eftir þetta erfiða haust. Viðbrögðin

í samfélaginu, það að við fundum að við vorum ekki ein og það að menn fóru milli bæja og sveita og lögðu öðrum lið gerði að verkum að menn eru brattir í dag. Ef til vill má segja að þetta hafi styrkt innviði sveitarfélagsins.“

Vonast eftir hagstæðu vori

Dagbjört nefnir að enn hafi ekki að fullu komið í ljós hversu mikið tjón hafi orðið á girðingum, gróðri og öðru í óveðrinu, það muni menn sjá betur þegar vorar. Þá sé jákvæði punkturinn við langvarandi rafmagnsleysi í sveitinni sá að á næstu misserum verður rafmagn lagt þar í jörð og staurar heyri brátt sögunni til.

Hún segir að menn beri þá von í brjósti að þorrinn og góan verði að mestu með meinleysislegu yfirbragði og vorið verði bændum hagstætt. Fáir eigi umframbirgðir af heyi svo dæmi sé nefnt og eitthvað sé um að bændur hafi þegar keypti sér hey utan sveitar. „Hér hefur engin skepna farið út á beit frá því í byrjun október og það gengur ört á forðann, en við verðum bara að vona að nú sé nóg komið og lífið gangi nokkurn veginn snurðulaust fyrir sig á vormánuðum,“ segir Dagbjört. /MÞÞ

Mývetningar furðu brattir eftir áföll á liðnu hausti:

Samtakamáttur og samhugur frásamfélaginu skipti sköpum

16

Ólögleg kúamjólk– smávægileg brot ekki kærð

Mynd / ÁB

Dagbjört Bjarnadóttir

Áreiðanleiki raforkuafhendingar í kerfiLandsnets er minnstur á Vestfjörðum– segir í nýrri skýrslu samstarfshóps um aukið afhendingaröryggi raforku

2610

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20132

Hinn 23. nóvember síðastlið-inn staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra verklags-reglur Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullar-nýtingar. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum sama dag. Fjármunum til ullarnýtingar skal ráðstafað þannig að að minnsta kosti 84% skulu greið-ast beint til bænda. Skal fjár-hæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember – 31. október samkvæmt verðskrá sem Bændasamtök Íslands hafa útbúið og verður birt á vefsíðu samtakanna.

Í 1. mgr. 6. gr. segir að Bændasamtökin skuli fyrir 1. mars ár hvert ljúka uppgjöri gagnvart seljendum ullar. Bændasamtökin munu því sjá um að greiða út bein-greiðslurnar til bænda sem áður voru inni í verðskrá ullarkaupanda (Ístex). Stærsti hluti greiðslna til bænda mun því nú koma beint frá Bændasamtökunum en aðeins hluti þeirra frá kaupendum ullar.

Að því er greiðslufyrirkomulag Bændasamtakanna á greiðslum fyrir ullarnýtingu er gert ráð fyrir að ein greiðsla verði greidd þegar nóvember-desember framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 20. mars 2013. Síðan verði önnur greiðsla framkvæmd þegar janúar-mars framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 1. júní 2013. Greidd verða 80% af áætluðu framlagi á kg ullar sem metið er á grundvelli þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar og áætlaðu framleiðslumagni, Í lok framleiðsluársins er ein uppgjörs-greiðsla þegar öll framleiðslan er komin inn. Í lok nóvember 2013.verður síðan framkvæmt upp-gjör með svipuðum hætti og gert er gagnvart gæðastýringarálagi. Þá mun koma í ljós hver verður endanleg greiðsla á framleitt kíló af hreinni ull.

Allt að 15% fjármuna til ullar-nýtingar greiðast til kaupenda ullar sem stuðningur til söfnunar á ull.

Sunnudaginn 25. nóvember var auglýst eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar í Morgunblaðinu. Umsóknarfrestur rann út hinn 10. desember síðast-liðinn og aðeins barst ein umsókn. Umsækjandinn, ÍSTEX hf., er reiðubúinn til þess að uppfylla öll skilyrði samkvæmt 3. og 4. gr. verklagsreglnanna og Bænda-samtökin hafa gert samning við fyrirtækið um stuðning til söfn-unar ullar.

Beingreiðslur ekki lengur inni í verðskrá Ístex

Ullarverð samkvæmt verðskrá sem Ístex hefur gefið út nú í vetur er mun lægra en í fyrra. Skýrist það af því að búið er að taka opinberu greiðslurnar út úr verðinu og bændur fá þær greiddar sérstak-lega. Framlag til ullarnýtingar sam-kvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar verður nú greitt beint til bænda. Verðin sem stjórn Ístex samþykkti og hér eru birt eru því markaðsverð.

Miðað við þetta verð nemur heildargreiðsla Ístex vegna ullar-kaupa 138,6 milljónum króna á árinu 2013. Samþykkt var í stjórn Ístex tillaga um að félagið greiddi fyrir innlagða haustull hinn 10. maí 2013 og fyrir vetrarull 30. ágúst 2013.

Fréttir

Rafmagnsleysi truflaði fjarskipti og samgöngur í óveðri á Vestfjörðum:

„Þetta var hátíð hagræðingarinnar“– segir Árni bóndi á Vöðlum í Önundarfirði um vandræðaganginn í orku-, fjarskipta- og samgöngumálum Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði segir að reynslan hafi kennt sér að vera alltaf viðbúinn rafmagnstruflunum og lokun vega vegna snjóa. Því hafi veðuráhlaupið um jólin ekki plagað hann mikið þrátt fyrir að rafmagn færi af raforkukerfinu sem sumir þurftu að búa við allt upp í nærri 40 klukkustundir og til dæmis Árneshreppur töluvert lengur. Hann segir ástandið í raforkumálum, vegamálum og opinberri þjónustu við Vestfirðinga samt vera með öllu óverjandi.

Varaafl OrkubúsVestfjarða brást

„Maður hefur bara búið sig þannig út að maður reiknar alltaf með svona veðuráhlaupi, þetta var kannski harð-ur hvellur, en stóð stutt og maður man vel eftir meiri snjó,“ segir Árni. „Veðrið núna breytti því nákvæm-lega engu hjá mér. Frá fyrsta degi var ég með klárt varaafl og þar sem ég hef líka verið að sinna snjómokstri hef ég haft yfir tækjabúnaði að ráða þannig að ég hef getað bjargað mér með öll aðföng og eins að losna við mjólkina sem flutt er suður með tank-bílum. Hér í Önundarfirði er búið að leggja svo til allar sveitalínur í jörð en það var bara ekkert rafmagn hægt að fá inn á þessar línur. Búið er að taka stærri varaaflsvélina frá Flateyri og þar er nú aðeins lítil vél sem dugar ekki til að framleiða varafl nema fyrir hálft þorpið í einu. Ekki var því um það að ræða að þaðan fengist straumur inn í sveit. Þá voru varaaflsstöðvar, bæði á Ísafirði og í Bolungarvík, að bila þannig að ekki var hægt að senda straum yfir Breiðadalsheiði.

Fyrsti straumur sem kom inn á kerfið hér í Önundarfirði var frá vara-aflsstöð á Þingeyri og þá með því að slá út hálfu þorpinu á Þingeyri og eins byggðinni í Mýrarhreppi hinum forna. Rafmagnið var víða úti í allt að 40 klukkustundir og ekki hægt að kynda hús. Ég veit um fólk hér á svæðinu sem var orðið ansi kalt og illa haldið. Ég veit líka um bæi sem hafa varaafl og vissu lítið af þessu.“

Árni hefur þegar á þarf að halda á vetrum unnið sem undirverktaki Græðis sf. í snjómokstri og lagt þar til eigið vinnuafl og öfluga dráttarvél sem tengd hefur verið við snjóblásara verktakans. Hefur Árni m.a. haldið uppi mokstri heim að bæjum í Önundarfirði og var nú eftir áramótin einnig fenginn til að hjálpa til við að ryðja götur á Ísafirði. Ástæðan er m.a. mikill samdráttur í opinberri þjónustu á svæðinu og þar með starfsemi Vegagerðarinnar, sem hefur ekki lengur yfir nægum tækjabúnaði að ráða.

Búið að draga tennurnar úr þjónustunni

„Það sem kemur fyrst upp í minn huga eftir svona uppákomu sem við eigum að vera vel meðvituð um að geti alltaf komið upp er að það er búið að draga svo tennurnar úr allri þjónustu á svæðinu að öll starfsemi er fljót að lamast. Það urðu vand-ræði með rafmagnið og þá þurfti að fara að keyra dísilvélar. Þá kom í ljós að olía var takmörkuð. Einnig eru flest þorpin í þeirri stöðu að þar eru ekki lengur til olíubílar né olíubirgðir til staðar. Meira að segja í Bolungarvík varð uppnám vegna þess að það þurfti að ryðja vegi til að fá olíubíl frá Ísafirði til að koma

olíu á dísilvélarnar í Víkinni. Mér var sagt að ruðningstækið sem fór í þetta verkefni frá Bolungarvík þyrfti svo að fá litaða vinnuvélaolíu hjá N-1 á Ísafirði. Þar sem viðkomandi var þar ekki í viðskiptum og því ekki með viðskiptakort gat hann ekki fengið slíka olíu afgreidda þó að hann legði fram reiðufé. Þannig er hagræðingin í olíugeiranum búin að lama þetta kerfi ef eitthvað kemur upp á eins og núna.

Þá er líka búið að rýra svo tækja-kost Vegagerðarinnar að þegar á þarf að halda verða öll viðbrögð máttlaus. Ofan á þetta er búið að skera niður mannskap hjá Orkubúinu í þorpunum auk þess sem um hátíðir eru menn oft ekki heima til að bregðast við útkalli. Það er því alls óvíst hvort hægt er að finna menn sem geta hlaupið í þessi verk.

Ég veit að bæði á Flateyri og Þingeyri voru það ekki starfsmenn Orkubúsins sem björguðu málum til að byrja með. Á Flateyri var þar fyrir tilviljun staddur maður sem hafði kunnáttu og gaf sig í að hjálpa til við að keyra varaaflsstöðina ásamt vönum manni.

Viðbrögð Orkubúsins og upp-lýsingagjöf eru sér kapítuli sem ég hyggst taka upp á næsta stjórnar-fundi, þar sem ég á nú sæti. Fólk sat hér meira og minna án fjarskipta-sambands sem jók enn á vandræðin.

Látum vera þó að GSM-sendar hafi dottið út, en að heimasímakerfið og þar með tölvusamband dytti líka út, gengur ekki. Eini færi möguleikinn til að veita upplýsingar til almenn-ings var þá í gegnum langbylgjusend-ingar Ríkisútvarpsins, sem ekki er þó hægt að ná í öllum útvarpstækjum í dag. Samt datt Orkubúinu það helst í hug að koma upplýsingum á fram-færi í gegnum vefsíðu! Maður verður bara orðlaus.“

Svo var farið að bera á skorti á mjólkurvörum , eitthvað í versl-unum á Ísafirði en aðallega Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Það má segja að MS hafi sloppið með skrekkinn þegar flutningabíll þess að sunnan var leystur úr klemmu milli snjóflóða á Súðavíkurhlíð á föstudeginum en eftir það var hún lokuð í þrjá sólar-hringa.

„Hátíð hagræðingarinnar“

Árni segir að líkja megi þessari upp-ákomu við að boðað hafi verið, með tveggja daga fyrirvara (þ.e. veður-spáin), til sameiginlegrar bæjarhá-tíðar á Vestfjörðum helgina 28.-30. desember síðast liðinn undir nafninu „Hátíð hagræðingarinnar“. Hátíðin hafi verið í boði Orkubús Vestfjarða, Olíufélaganna, Mjólkursamsölunnar, Fjarskiptafyrirtækjanna og Vega-gerðarinnar. Það sé mat manna að fyrirtækin hafi öll staðið sig nokkuð vel. Nánast allir íbúar hafi tekið þátt og „notið“ hagræðingarinnar. Því bíði heimamenn nú spenntir eftir næstu hátíð sem væntanlega verði látin standa í fleiri daga og treysta því jafnframt að einhver fái nú greiddan vænan arð.

Árni vill meina að hluta af þessum vandræðagangi í raforkumálunum megi rekja til nýrra orkulaga þar sem skilið var á milli framleiðslu og dreifingar á raforku. „Síðan hafa verið endalaus átök á milli Landsnets og Orkubús Vestfjarða og annarra orkuframleiðslufyrirtækja um hver eigi að gera hvað. Því draga menn lappirnar við að halda kerfinu í lagi eins og reynslan núna sýndi. En hluti er greinilega heimatilbúinn“ /HKr.

Fundað í umhverfis- og samgöngunefnd um neyðarástandið á Vestfjörðum um jólin:

Raforkumál, fjarskipti og samgöngur voru í uppnámi– starfandi formaður nefndarinnar vill Súðarvíkurgöng næst á eftir Dýrafjarðargöngum

Nýtt fyrirkomulagullargreiðslna

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagði af sér þingmennsku. Ólína sagði í samtali við Bændablaðið að hún hefði boðað fund í nefndinni í gær vegna þess ástands sem skapaðist á Vestfjörðum í óveðrinu um jólin. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar fjarskipta-, samgöngu-, og raforkumála, sem og fulltrúi Almannavarna.

Fundurinn var haldinn í gær-morgun en niðurstaða hans lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Ólína sagði fyrir fundinn að hugmyndin hefði verið að fara yfir málin með þessum aðilum. „Síðan hef ég óskað eftir sérstakri umræðu í þinginu um raforkuöryggi á Vestfjörðum.“

Þarna afhjúpuðust ákveðnir veikleikar

„Það er alveg augljóst að þarna afhjúpuðust ákveðnir veikleikar í raforku-, samgöngu- og fjarskipta-kerfunum sem þarf að fara mjög vel yfir. Þegar brestur á með langvar-andi rafmagnsleysi fara fjarskipta-sendarnir að detta út, tölvusamskipti brenglast og upplýsingagjöfin verður

ófullnægjandi. Þá myndaðist mikil snjóflóðahætta á öllum vegum að og frá Ísafirði, sem er höfuðstaður Vestfjarða. Þetta er okkar helsta sam-gönguæð yfir vetrartímann fyrir utan samgöngur á sjó. Það segir sig sjálft að í svona veðrum notar ekki nokkur maður flug, þannig að þarna myndað-ist hættuástand vegna einangrunar ákveðinna bæja og byggðarlaga.“

Kallar á skýringar

„Fjórar varaaflsstöðvar virkuðu ekki sem skyldi þegar til átti að taka, þar af tvær á Ísafirði. Ein komst í vanda

vegna þess að það vantaði olíu. Það er alveg augljóst að við munum þurfa að kalla eftir skýringum á þessu og áætlunum frá ábyrgum aðilum um hvernig hægt sé að fyrirbyggja þetta til framtíðar. Ég hlýt að vænta þess að menn séu nú þegar tilbúnir með slíkar áætlanir eða með þær í smíðum.“

Ólína sagðist ekki vilja úttala sig um hvort aðskilnaður raforkuframleiðslu og dreifingar í orkulögum hefði skapað togstreitu milli þeirra aðila sem orsakaði það að viðhaldi varaaflsbúnaðar væri ekki sinnt sem skyldi.

„Orkufyrirtækin bera öll samfélagslega ábyrgð. Raforkumál eru í raun almannavarnamál. „Vertu trúr yfir litlu,“ segir í góðri bók. Þetta er kannski bara spurning um hvernig menn starfrækja sínar stofnanir og gera áætlanir fram í tímann fyrir sína þjónustu, til að bregðast við þegar á reynir.“

Grundvallaratriði að fjarskiptamálin séu í lagi

„Nú eru öfgar í veðurfari augljóslega að aukast og við finnum fyrir því. Þá verða þessi fyrirtæki að leggja það niður fyrir sér hvernig þau geti staðist aukið álag sem getur myndast vegna veðurfarsaðstæðna. Það er

grundvallaratriði að fjarskiptamálin séu í lagi. Að Almannavarnir, björgunarsveitir og lögregla geti haft samskipti sína á milli og komið skilaboðum áleiðis. Á þessu varð misbrestur í óveðrinu á Vestfjörðum.“

Súðavíkurgöng verði sett í samgönguáætlun

„Við búum við hættulega vegi sem teppast af snjóflóðum yfir vetrarmánuðina. Í þessu óveðri sem gekk yfir norðvestanvert landið um jólin varð ástandið þó mjög alvarlegt, því annað hættuástand var líka yfirvofandi á Vestfjörðum. Því þarf núna að taka jarðgangamál á milli Ísafjarðar og Súðavíkur mjög föstum tökum. Það er ekki hægt að búa við það að megin samgönguæðin við höfuðstað heils landshluta lokist á alla vegu vegna snjóflóða þegar svona stendur á. Ég mun því beita mér fyrir því að Súðavíkurgöngin verði sett á teikniborðið núna og þeim komið inn í samgönguáætlun í beinu framhaldi af Dýrafjarðargöngum. Þetta eru manndrápsvegir og í raun Guðs mildi að ekki hafi verra hlotist af. Þetta er ekki bara spurning um vegfarendur og björgunaraðila, heldur líka bjarg irnar sem koma þar fram og til baka, segir Ólína.“ /HKr.

Ólína Þorvarðardóttir

Árni hafði mikið að gera við snjómokstur um jólin. Auk þess að halda opnum leiðum heim að bæjum við Önundarfjörð þurfti hann eftir áramótin að aðstoða

H-1-Lamb 280 kr./kg

H-1 og H-2-L 250 kr./kg

H-2 160 kr./kg

M-S, G og M 200 kr./kg

M-2 80 kr./kg

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 3

Hágæða stálrör og pressfittings.

Vatn og vellíðan.

Danfoss hitastýribúnaður.

Ofnlokar, strenglokar, gólfhitastýringar, álpex og síur.

Hringrásardælur, neyslu-vatnsdælur, brunndælur og borholudælur.

Brunaborðar og eldvarnarkítti á góðu verði.

Niðurföll í sturtuklefann, þvottahúsið, kjallarann, iðnaðarhúsið og á þakið.

Blucher - Ryðfrítt frárennsli; niðurföll, rör og fittings.

®

Hágæða lampar frá Philips á frábæru verði

ÞAÐ ERU BJARTIR TÍMAR FRAMUNDAN!

Nánari upplýsingar: [email protected], sími 515-4040.

GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GÆÐI FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

MEIRI AFKÖST, MINNA PLÁSS, MÝKRI LÍNUR

RÚNT-YL

Gæðaofnar sem framleiddir eru af Ofnasmiðju Suðurnesja.

Íslensk framleiðsla!

VOR-YL

ábyrgð5ára

BYKO býður eitt fjölbreyttasta úrval ofna hér á landi. Komdu í BYKO og við gefum þér góð ráð um staðsetningu, stærð og tengimöguleika ofna. Við afgreiðum þá fljótt og öruggt. Traustir starfsmenn tryggja góða þjónustu.

®

Vnr. 11101-6Halogen útilýsing á staur eða á vegg. 150W pera fylgir. 34.900kr.

FULLT VERÐ: 86.000 kr.

- ALLA DAGAVIÐ ÞJÓNUM ÞÉR

LAGNAVERSLUN

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20134

Fréttir

Skýrsla samstarfshóps um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum:

„Áreiðanleiki raforkuafhendingar í kerfi Landsnets er lægstur á Vestfjörðum“

Vefútgáfu Landsmarkaskrár var hleypt af stokkunum 30. nóvember síðastliðinn (www.landsmarkaskra.is).

Svo sem greint var frá í Bændablaðinu 29. nóvember síðast-liðinn er ekki enn ákveðið hvort hún verði gefin út á prenti eins og gert var 1989, 1997 og 2004.

Nú þegar hafa nokkrir sýnt slíkri prentútgáfu áhuga enda um að ræða sérstætt rit á heimsvísu. Til þess að það verði unnt þarf að prenta ákveð-ið lágmarks upplag sem áskrifendur fengju afhent tölusett, hver fyrir sig.

Auk hins hagnýta gildis hefði slík bók virði sem safngripur.

Allir þeir sem hafa áhuga á að eign-ast Landsmarkaskrá 2012 í sérstakri innbundinni bók, verði af útgáfu hennar, eru beðnir að hafa án tafar samband við;

Ólaf R. Dýrmundsson,Bændasamtökum Íslands,tölvupóstfang: [email protected], símar 563-0300 og 563-0317.

Landsmarkaskrá

Áburðareftirlit MAST 2012:

Tegundir með of mikið kadmínafskráðar og bannaðarÁburðar eftirlits skýrsla Matvæla-stofnunar (MAST) fyrir árið 2012 var birt í lok desember sl. Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá níu inn-flutningsfyrirtækjum, en sýni voru tekin úr 55 tegundum áburðar. Í átta tegundum var frávik meira í innihaldi en leyfilegt er.

Í sex tegundum reyndist of lítið af efnum miðað við merkingar og voru þær því teknar af skrá. Í tveimur sýnum var allt of mikið af kadmíni. Í Garðabláma frá Húsasmiðjunni var rúmlega tvöfalt meira magn kadmíns en leyfilegt er og rúmlega þrefalt meira í áburði Bauhaus undir nafninu Plænekalk + gödning. Báðar þessar tegundir voru teknar afskráðar og sala þeirra bönnuð.

Áburðareftirlitið 2011 var harð-lega gagnrýnt eins og kunnugt er. Allt of mikið af þungmálminum kadmín mældist þá í 11 tegundum, en dreifing á þeim tegundum var ekki stöðvuð og

ekki var upplýst strax um niðurstöð-urnar. Í útskýringum frá stofnuninni kom síðar fram að ekki hefði verið heimilt að greina frá niðurstöðunum. Síðan þetta gerðist hefur stofnunin fengið reglugerðarheimild til að upp-lýsa um áburðarniðurstöður ef slík tilvik koma aftur upp.

Á árinu 2012 fluttu 28 fyrirtæki inn áburð og alls 261 tegund. Heildarmagn innflutts áburðar nam 51.753 tonnum. Þrettán innlend fyrirtæki framleiða áburð og jarðvegsbætandi efni. Fyrst og fremst er þar um áburð úr lífrænum efnum að ræða.

Í skýrslunni kemur fram að merk-ingar á áburði hafi batnað mjög og fáar athugasemdir séu gerðar að þessu sinni. Fimm tegundir frá Bauhaus, undir vöruheitinu Animix, voru þó teknar af ská og sala þeirra bönnuð vegna þess að þær voru skráðar sem ólífrænar en reyndust lífrænar – og merktar sem slíkar. /smh

Óveður sem skall yfir norðanvert landið milli jóla og fram á nýárið bar með sér mikla snjókomu sem leiddi til mikilla samgöngutrufl-ana, snjóflóða og rýmingar svæða, einkum á Vestfjörðum. Orsakaði það einnig miklar truflanir á raf-orkukerfi Vestfjarða. Rafmagn fór víða af um skemmri eða lengri tíma og reynt var að mæta því með keyrslu dísilrafstöðva sem einnig biluðu. Hafði þetta áhrif á allt sam-félagið, þar á meðal bændur sem stunda mjólkurframleiðslu þó að sumir hafi komið sér upp varafls-töðvum í ljósi reynslunnar. Þá setti raforku skorturinn neyðarkerfi Almannavarna í uppnám vegna raf-drifinna fjarskiptasenda sem stóla þarf á í neyðartilfellum.

Orkubú Vestfjarða varð fyrir harðri gagnrýni vegna bilana á vara-aflskerfi sem komið er til ára sinna og ekki síður vegna upplýsingaskorts til íbúa, meðal annars í gegnum fjöl-miðla. Viðbrögð Orkubúsins við þeirri gagnrýni hafa einnig verið harðlega gagnrýnd.

Vandinn á Vestfjörðum er ekki nýr af nálinni og afhending raforku hefur verið ótrygg allt frá því að raforkuframleiðsla hófst þar fyrir tæplega áttatíu árum. Skýrsla sam-starfshóps frá því í desember 2012 um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum undirstrikar þennan vanda. Þar segir meðal annars:

Minnsta afhendingaröryggi á landinu

„Áreiðanleiki raforku afhendingar í kerfi Landsnets er lægstur á Vestfjörðum. Meginástæðan fyrir því er að þangað liggur aðeins ein flutn-ingsleið, Vesturlína, sem samanstend-ur af þremur línum: Glerárskógalínu 1, Geiradalslínu 1 og Mjólkárlínu 1. Þessar línur, sem byggðar eru og reknar sem 132 kV línur, liggja að hluta til um svæði þar sem veðurfar getur valdið truflunum á rekstri og staðhættir torvelda viðgerðarstörf í slæmum veðrum.

Að undanförnu hefur með ýmsum hætti verið unnið að því að bæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Jafnframt er unnið að greiningu á vænlegustu kostum til uppbygg-ingar flutningskerfis Landsnets á Vestfjörðum til lengri tíma litið.“

Notendur staðfesta miklar truflanir

Í könnuninni er meðal annars vitnað í þjónustukönnun meðal viðskiptavina Orkubús Vestfjarða frá 2011, þar sem fram kemur að 90% aðspurðra segjast

hafa orðið fyrir rafmagnstruflunum á 12 mánaða tímabili, þar af 16,7% einu sinni til tvisvar, 20,1% þrisvar til fjórum sinnum, 19,9% 5-6 sinnum, 11,6% 9-10 sinnum, 11,1% 11-20 sinnum og 6% oftar en 20 sinnum. Einungis 7,9% höfðu ekki orðið fyrir rafmagnstruflunum.

Flestir hafa komið sér upp neyðarljósabúnaði

Um 68% höfðu komið sér upp neyð-arljósum, kertum og vasaljósum til að bregðast við tíðum rafmagnstrufl-unum. Eins höfðu 8,9% komið sér upp varnarbúnaði til að verja tölvur og viðkvæman rafmagnsbúnað.

Segir í skýrslunni að nú þegar hafi verið gripið til aðgerða til þess að auka afhendingaröryggið á Vestfjörðum. Þar megi nefna styrk-ingu lína, uppsetningu á undirtíðni-vörnum og endurnýjun gamalla lína. Helstu tillögur nefndarinnar til að auka afhendingaröruggið eru:

strenglagnir vegna raforkuflutnings og dreifingar.

kort til þess að greina möguleika á minni og stærri vatnsaflskostum.

virkjanakostum á Glámuhálendinu (Kjálkafjörður).

kveður á um skyldu um myndun vatnsnýtingarfélags á hverju einstöku vatnasvæði. Þannig er komið í veg fyrir að litlir eigendur geti stöðvað virkjanaframkvæmdir.

-ing á þýðingu jarðhita fyrir minni byggðarlög.

greiða niður eignastofn vegna dreif-ingar raforku í dreifbýli.

-setningu lághitavirkjana á svæðum sem eru með yfir 100 °C hita.

-kostum á Vestfjörðum.

Í skýrslunni segir enn fremur að þrátt fyrir að þessi skýrsla hafi verið unnin fyrir Vestfirði séu aðstæður á Norð-Austurlandi um margt líkar, eins og sá veðurofsi sýni sem átti sér stað nýlega með ísingu og verulegu tjóni á raforkulögnum og -línum ofanjarðar á svæðinu.

Fram kemur að núverandi fyrir-komulag varaaflsmála í flutnings-kerfinu er í stórum dráttum þannig að Landsnet greiðir ákveðnum dreifiveitum fasta upphæð á ári fyrir aðgang að varaaflsvélum í eigu þeirra.

Varaaflsstöðvar víða úr sér gengnar

Víða eru varaaflsvélarnar komnar til ára sinna og endurnýjunar þörf. Fjárfestingin sem felst í slíkri endur-nýjun varaafls er umtalsverð en hins vegar er ábati samfélagsins tölu-verður, enda má reikna með því að nýjar fljótræstar varaaflsvélar muni eyða stórum hluta dýrasta straum-leysisins, þ.e. því sem varir skemur en fimmtán mínútur. Þar að auki er endurnýjun varaafls í flestum til-fellum ódýrari kostur en aðrar leiðir sem koma til greina til þess að auka afhendingaröryggi á geislatengdum afhendingarstöðum, sem fjarri eru miðlæga flutningskerfinu.

Flutningskerfið er nú rekið hring-tengt milli Breiðadals – Ísafjarðar – Bolungarvíkur – Breiðadals. Því er hægt að samnýta varaafl á þessum stöðum, til dæmis með því að setja upp eina stóra vara-aflseiningu á Bolungarvík sem gæti annað öllum þremur stöðunum.

Bætt varaafl á norðanverðum Vestfjörðum getur dregið umtalsvert úr straumleysi á Ísafirði, Bolungarvík og Breiðadal. Álagið á þessum stöðum er um 70% af heildarálagi á Vestfjörðum. Ekki er gert ráð fyrir auknu álagi eða nýrri framleiðslu í tengslum við þessar framkvæmdir.

/HKr.

Skil á haustbókumSauðfjárbændur sem jafnframt eru þáttakendur í gæðastýringu eru minntir á að skila skýrsluhald-inu í sauðfjárrækt vegna síðasta árs fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Núna í upphafi nýs árs hefur um helmingur bænda skilað inn upp-lýsingum. Eitt Íslandsmet sem lengi hefur verið stefnt að því að setja á búi með fleiri en 100 skýrslufærðar ær náðist á árinu. Það var að hver ær skilaði meira en 40 kílóum af kjöti en það var á búi Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti. Þar voru 41,3 kíló eftir hverja skýrslufærða kind en þær eru 316.

Upplýsingar yfir efstu bú verða birtir innan tíðar á heimasíðu Bændasamtakanna eins og verið hefur á undanförnum árum. Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um þessi gögn upp á síðakastið og ástæðan er sú að inn í listana hafa slæðst villur sem ekki voru fyrirsjáanlegar þegar þetta form lista var tekið upp árið 2007. Unnið er að því að leiðrétta eldri lista svo þeir verði varanlegir ásamt því að bæta við meiri gögnum sem ekki hafa verið aðgengileg í nokkurn tíma.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason

-

Grillið á Hótel Sögu fær andlitslyftinguÞessa dagana eru iðnaðarmenn í óða önn að gera endurbætur á efstu hæð Bændahallarinnar, þar sem veitingastaðurinn Grillið er til húsa.

Verið er að skipta um glugga, endurnýja gólfefni, gera upp mublur og mála allt í hólf og gólf. Að sögn Úlfars Þórs Marinóssonar, rekstrarstjóra á Hótel Sögu, eru framkvæmdirnar liður í nauðsynlegu viðhaldi. „Viðskipavinir munu taka

eftir breytingunum en við pössum upp á að halda í þann anda sem Grillið er þekkt fyrir. Markmiðið er að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks og ekki síst umgjörð veitingastaðarins. Við erum líka að útbúa sérstakt vínherbergi sem á eftir að gjörbreyta vinnuaðstöðu þjóna og auka þjónustu við gesti,“ segir Úlfar. Við sama tækifæri er skipt um lyftur frá hótelmóttökunni og upp á veitingastaðinn. Stefnt er að því að Grillið opni í aftur febrúar. /TB

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 5

Það er víðar en á Norðurlandi sem fé hefur ekki skilað sér til byggða. Í sumum landshlutum eru stað-hættir þó þannig að fé á auðveldara með að komast af en í fannferginu norðan heiða.

Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal, skammt austan við Vík í Mýrdal, tók þessa mynd af lambi á klettanöf á Kerlingadalsafrétti á gamlársdal þegar hann var þar á ferð ásamt Jóni Hjálmarssyni. Ekkert fararsnið sást á lambinu og það virtist þokkalega á sig komið. Ekki var heldur annað að sjá en að það hefði nóg að bíta. Þá var það trúlega ekki í neinum vandræðum með að finna sér skjól í ótal hellum og skútum á þessu ægifagra svæði.

„Við fórum þarna á gamlársdag að telja eins og við segjum. Við sáum þarna þrjár aðrar kindur inni í gili. Á mánudag voru þær svo komnar hér

niður í Höfðabrekkuhálsinn. Þegar átti svo að sækja þær létu þær sig hverfa og hafa ekki sést síðan.

Annars er vitað um einhverja tugi fjár hér inni á afrétti og eins hér

fyrir utan,“ sagði Jónas í samtali við Bændalaðið.

„Meðan tíðin er svona hefur féð nóg að bíta. Þetta er samt alltaf visst vandamál. Það getur verið erfitt að

smala þessu fé og einnig hætta á að missa það ofan fyrir björg. Þegar komið er fram á þennan tíma er féð líka orðið léttara á fótinn og erfiðara fyrir hundana að ná því.“ /HKr.

PRAMAC varaaflstöðvar frá 4 – 110 kW. Opnar eða í hljóðeinangruðu húsi. Vélarnar eru ýmist knúnar Perkins eða Yanmar dieselvélumDráttarvélatengdar-rafstöðvar frá 6 – 25 kWFramúrskarandi viðhaldsþjónusta og þjónustuumboð um allt land

Klettur er einnig umboðsaðili fyrir CATERPILLAR rafstöðvar

PRAMAC RAFSTÖÐVAR

Eftirlegukind í Kerlingadal

BændablaðiðSmáauglýsingar.

5630300

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20136

Smyrlabjörg er vel búið og vinalegt fjölskyldurekið sveitahótel við rætur Vatnajökuls. Gisting er í 52 björtum tveggja og þriggja manna herbergjum með baði og fallegu fjalla- eða sjávarútsýni.

Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda eru gæði og gestrisni í fyrirrúmi hjá gestgjöfunum, þeim Laufeyju Helgadóttur og Sigurbirni Karlssyni og fjölskyldu. Persónuleg þjónustan og metnaðurinn í matargerðinni ásamt einstakri staðsetningu í nálægð við Vatnajökul gera dvöl að Smyrlabjörgum sérstaklega eftirminnilega að mati fyrrgreindra.

Laufey segir frá því hvernig reksturinn byrjaði:

„Við byrjuðum okkar ferðaþjónustu í gamla burstabænum sem var steyptur hér árið 1937 af ömmu og afa Bjössa. Við opnuðum 4. júlí 1990, þá með alls sex herbergi. Það eina sem við Bjössi áttum var hvort annað og

fjögur börn á aldrinum 0-8 ára. Það yngsta var fætt þarna um vorið og svaf uppi á ísskápnum alla morgna það sumar – og fékk aldrei í eyrun! Í september 2011 rifum við svo niður burstabæinn og byggðum upp 740 fermetra hús sem er í burstabæjarstíl. Við opnuðum það síðastliðið vor en þessi nýja bygging er algjör bylting fyrir okkur og ferðamanninn.“

Á Smyrlabjörgum er lögð mikil áhersla á matvæli úr heimabyggð og á sumrin er boðið upp á kvöldverðarhlaðborð með fjölda heimagerðra rétta úr úrvals hráefni frá Austur-Skaftafellssýslu, meðal annars ferskum fiski, lambakjöti og hreindýrakjöti.

„Við höfum alltaf reynt að vera persónuleg og sýnileg hér og borðum alltaf hér í salnum ásamt gestum okkar. Við reynum líka alltaf að hafa jákvæðnina að leiðarljósi gagnvart bæði starfsfólki og gestum,“ segir Laufey.

Góð ráðstefnu- og fundaraðstaða er á Smyrlabjörgum, en veislusalurinn tekur 150-200 manns í sæti og er tilvalinn fyrir árshátíðir, afmæli og aðra viðburði. Gestgjafarnir hafa sérstaklega gaman af viðburðahaldi. Laufey nefnir nokkur dæmi: „Síðastliðin ellefu haust höfum við

haldið Bændahátíð. Þá koma saman bændur og búalið og við fögnum uppskeru haustsins með mat, drykk og dansleik, alveg ógleymanlega gaman. Jólahlaðborðin eru síðan fastur liður hjá okkur þegar líður að aðventu.“

Hótelið er einkar vel staðsett fyrir þá sem vilja skoða sig um á Suðausturlandi. Þá má nefna bátsferðir á Jökulsárlóni og jeppa- og snjósleðaferðir á Vatnajökli. Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu og svæðið er tilvalið til fuglaskoðunar. Miklar líkur eru á því að sjá hreindýr í nágrenninu og á veturna gleðja norðurljósin margan ferðamanninn.

Nánari upplýsingar gefur Laufey Helgadóttir, Smyrlabjörgum, í síma 478-1074, netfang: [email protected].

Um bæ mánaðarins

Í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða- og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda.

Nánari upplýsingar um þjónustu á vegum Ferðaþjónustu bænda er að finna á www.sveit.is og hjá Maríu Reynisdóttur, kynningarstjóra Ferðaþjónustu bænda, í síma 570 2700, netfang: [email protected]

Málgagn bænda og landsbyggðar

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) [email protected] – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected]

Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected] – Freyr Rögnvaldsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621

Gleðilegt ár – breytingar við áramótLEIÐARINN

Árlega stendur fjöldi Íslendinga í stríði við yfirvöld vegna nafn giftar barna sinna. Nýverið eru dæmi um nöfn sem notuð hafa verið mann fram af manni án athuga semda en eru nú bönnuð af mannanafnanefnd. Bann er þá á forsendum laga og er þá oftast vísað til þess að beyginga-rending nafna standist ekki lög. Hins vegar hefur mannanafna nefnd sam-þykkt notkun á margvíslegum og afar sérstökum nöfnum einstaklinga á sömu forsendum.

Á 112. löggjafarþingi Íslendinga veturinn 1989-1990, þegar 1.059 ár voru frá stofnun Alþingis, var lagt fram nýtt frumvarp til laga um mannanöfn. Í kjölfarið voru núverandi mannanafnalög samþykkt á Alþingi árið 1991, en kirkjuþing hafði samþykkt árið 1986 tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lögunum rétt eins og kirkjan hefði líka allt um nafngiftir fólks í öðrum trúfélögum að segja.

Upphafleg lög um íslensk mannanöfn eru frá 1913. Þá hafði íslenskum foreldrum í meira en þúsund ár verið treyst til að gefa börnum sínum nöfn án mikilla vandræða. Var þessum lögum breytt eftir endurskoðun árið 1925. Árið 1971 kom fram stjórnar frumvarp um endurskoðun á mannanafna lögunum frá 1925. Í áliti með frumvarpinu má sjá að ítrekuð endurskoðun laganna virðist fyrst og fremst hafa komið til vegna deilna um notkun ættarnafna, sem reynt var að koma í veg fyrir að almenningur gæti farið að bruðla með. Frumvarpið frá 1971 varð þó aldrei að lögum. Stuðst var áfram við lögin frá 1925 allt fram til 1991.

Nýjustu lögin eru mjög ítarleg en samt eru þau komin upp á sker. Kerfið hefur verið í endalausum og fárán-legum deilum við almúgann um nafna-notkun. Á sama tíma eru furðulegustu orð, sem margir telja hrein orðskrípi, heimiluð lögformlega sem mannanöfn. Það er því ekkert skrítið að íslenska regluverkið sé orðið að athlægi úti um allan heim. Er ekki kominn tími til að taka þetta furðuverk úr sambandi?

Sem dæmi um ruglið hefur afkomendum langafa míns, Reinalds Kristjánssonar, verið bannað að nefna börn sín eftir honum. Samt var hann löglega skírður Reinald af embættis-manni kirkjunnar en ekki Reinaldur eins og lagatúlkendur krefjast nú. Reinald var landpóstur og kom meðal annars við sögu í hinu fræga Skúlamáli á Ísafirði á síðustu öld. Kannski munu einhverjir fá vinnu við það í framtíðinni að strika nafnið hans og annarra hans líka út úr sögubókum – allt í nafni heilagrar mannanafnanefndar. /HK.Reinalds

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tók til starfa nú um áramótin. Þar er stigið skref til breytinga á starfsemi samtaka bænda, líklega þeim mestu frá sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands sem gerð var árið 1995. Seinna, árið 1999, var Framleiðsluráð landbúnaðarins lagt niður en síðan hafa ekki orðið eins róttækar breytingar þó að vissulega hafi félagsstarf bænda þróast í áranna rás.

Breytingarnar hafa verið lengi í umræðunni og málið reifað á allmörgum búnaðarþingum og fundum stjórnenda búnaðarsambanda. Breyting á starfsemi þeirra búnaðarsambanda sem enn höfðu rekstur leiðbeiningaþjónustu á hendi er veruleg. Á næsta stjórnarfundi Bændasamtakanna verður staðfest skipun á starfshópi um framtíðarstarfsemi búnaðarsambanda. En breyting á Bændasamtökum Íslands er líka umfangsmikil. Stór hluti af starfsemi BÍ er nú fluttur til hins nýja ráðgjafarfyrirtækis. Eftirfylgd með breytingum innan BÍ verður hrundið af stað á nýju ári og munu þær miða að einföldun á starfseminni.

Stórlækkun framlaga og eftirlaunabaggi

Ástæður þessara breytinga sem hér hafa orðið verða ekki tíundaðar frekar, þær hafa verið raktar í umfjöllun um hið nýja félag. Þó skal tvennt dregið fram. Í fyrsta lagi er verulegur samdráttur á undanförnum árum í framlögum til starfsemi ráðgjafarþjónustunnar. Á nokkrum árum hafa þeir fjármunir lækkað um 40-45% að raungildi. Í öðru lagi eru verulega íþyngjandi eftirlaunaskulbindingar sem hvíla á búnaðarsamböndum og svokallaðar lífeyrishækkanir hjá BÍ. Til einföldunar má segja að næstum þriðjungur af framlagi samkvæmt búnaðarlagasamningi sé tekinn til baka í slíkar skuldbindingar. Það er ljóst að ekki verður unnið ráðgjafarstarf fyrir bændur í dag með þeim fjármunum.

Búnaðargjald lækkað um rúmlega 50%

Á hverjum tíma er nauðsynlegt að vera vakandi yfir því hvað má gera betur og hvað getur skilað

okkur bændum markvissara starfi og sem bestum árangri. Um allar breytingar má hafa mismunandi skoðanir og hve vel þær hafa reynst. Ef reikni-stokkur á breytingar er hve mikla fjármuni hefur verið hægt að spara, þá er árangurinn ríkulegur. Bein gjaldtaka af búvöruframleiðslu var 2,65% en er nú 1,2%. Heildarupphæð á innheimtu búnaðar-gjaldi væri að óbreyttu um 900 milljónir en er í dag um 450 milljónir. Þetta er lækkun um rúmlega 50% frá árinu 1998 til dagsins í dag. Ef rýnt væri í tölur aftar í tímann væri munurinn ennþá meiri.

Breytingar og framtíð hagsmunagæslu

Næsta skref breytinga er að taka félagsstarf búnaðar sambanda til rýni. Búnaðarsamböndin og Bændasamtökin hafa nú sameiginlega sett á fót starfshóp til að vinna að slíku endurmati. Að sama skapi fara Bændasamtökin yfir sína starfsemi. Huga þarf að framtíð hagsmunasamtakanna og starfi þeirra. Kostnaður vegna hagsmunagæslu er mikill ef vinna á faglega sterka vinnu, er getur dugað sem innlegg í umræðu og sem gagn í breytingum sem þurfa stöðugt að vera í gangi.

Eru hagsmunasamtök óæskileg?

Hagsmunasamtök hvers konar hafa á undanförnum misserum fengið á sig harða gagnrýni í þjóðfélagsumræðunni. Reynt er að gera vinnu þeirra og störf tortryggileg og hreinlega andstæð réttri framgöngu mála. Vinna hagsmunasamtaka er hins vegar nauðsynleg fyrir framgang mála er snerta starfsumhverfi einstakra atvinnugreina. Þar er sérþekking á aðstæðum hennar og möguleikum. Það starf er löggjafanum og stjórnvöldum mikilvægt til að takist sem best til um framhald mála. Á því er ekki vafi og oft á tíðum hefur slík aðkoma fært lagasetningu til betri vegar.

Er hægt að verðmeta hagsmunagæslu?

Viðkvæmt og erfitt er að verðmeta árangur af hagsmunagæslu. Enn viðkvæmara getur verið að

fjalla um kostnað af einstökum málum. Á bænda-fundum hefur verið upplýst um þessa þætti og lýst umfangi einstakra mála og kostnaði af þeim. Umfangsmikilar greiningar og vinnu vegna nýrra laga um matvælaframleiðslu og árangur af því starfi mætti hér nefna. Eins er fagleg og málefnaleg vinna vegna ESB-umsóknar stjórnvalda þegar búin að skila miklum árangri.

Hagsmunagæsla er byggð á málefnalegri baráttu sem kostar oft mikla fjármuni og vinnu. Allt frá þeim tímum eftir að efnahagshrunið skall á hefur í raun verið unnið þrekvirki hjá samtökum bænda við að sigla hagsmunum landbúnaðar og bænda framhjá skerjum og viðsjárverðum hættum. Of langt er að telja þau atriði upp hér. Ekki síður skal minnt á að samtök bænda á héraðsvísu, búgreinar eða heildarsamtök, hafa verið sterkur bakhjarl þeirra sem hafa þurft að takast á við erfiðar aðstæður vegna náttúru hamfara og í kjölfar óveðurs.

Öflugir bændur þurfa sterk samtök

Bændur hafa og vilja hafa sterk samtök með öfluga starfsemi. Bændasamtökin eru að grunni til frá árinu 1830 og eru ein elstu félagasamtök á Íslandi. Þau hafa eðlilega tekið miklum breytingum á þeim tíma. Nú eru tímamót í starfseminni. Þau Bændasamtök sem við eigum núna verða að breytast og þróast. Markmiðið er að leiða saman hagsmuni íslensks landbúnaðar sem heildar. Ekki eingöngu bænda, frumframleiðenda, heldur til að virkja áhuga, kraft og hagsmuni þeirra fjölmennu atvinnugreina sem landbúnaðurinn byggist á. Gleymum ekki að störfum tengdum landbúnaði hefur fjölgað á undanförnum árum. Landbúnaður er burðarás atvinnulífs dreifðra byggða.

Öll teikn eru uppi um breyttan heim mat-vælaframleiðslu. Sérhæfðir alþjóðlegir landbún-aðarbankar spá eftirspurn og hækkandi verði á búvöru. Í því samhengi felast ný tækifæri fyrir okkar landbúnað. Íslensk bændasamtök verða að leiða umræðuna um hvaða stöðu Ísland ætlar að taka í breyttum heimi. Til slíkra átaka þarf sterka bændur, öflug bú og sterk heildarsamtök. /HB

Mannanöfn

SmyrlabjörgBÆR MÁNAÐARINS – JANÚAR 2013

Sigurbjörn Karlsson og Laufey Helgadóttir.

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 7

Hrútur sem Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði stoppaði upp nú á liðnu hausti er á leið til Bandaríkjanna, en honum á að koma fyrir utan við ullarvöruverslun bræðranna Roberts og Henry Landau í Princeton. Afi þeirri, Henry, stofnaði verslunina árið 1914 og eru þeir bræður þriðja kynslóðin sem rekur þessa nær aldargömlu ullarvöruverslun.

Þeir keyptu áður fyrr ullarvörur á Íslandi og fyrir um fjórum áratugum festi Robert kaup á uppstoppuðum íslenskum hrút sem komið var fyrir framan við verslun þeirra. Sá vakti aldeilis lukku og laðaði að fjölmarga viðskiptavini, sem kom sér vitanlega vel fyrir reksturinn. Síðastliðið sumar urðu þeir bræður fyrir barðinu á nokkuð fingralöngum þjófi eða þjófum og hrútnum var stolið. Hefur ekkert til hans spurst síðan.

Lífsspursmál að fá nýjan hrút

Kristján segir að Robert hafi verið í öngum sínum vegna þjófnaðarins, en hann hafði samband við íslenskan kunningja sinn, greindi honum frá óförunum og spurði hvort hann gæti útvegað sér nýjan uppstoppaðan íslenskan hrút. „Þannig kom ég inn í þetta mál,“ segir Kristján, sem nú býr á Akureyri og er þekktur uppstoppari. „Það virtist vera lífsspursmál fyrir Landau-bræður að fá nýjan íslenskan hrút og ég tók að mér það verk að útvega þeim hann.“

Úrvalshrútur frá Gullbrekku

Kristján fékk Birgi Arason í Gullbrekku til liðs við sig og fékk hjá honum úrvalshrút, stóran og stæðilegan, sérlega hvítan enda hefur Birgir í Gullbrekku lagt rækt við fé af því tagi. Hrútnum var slátrað síðastliðið haust og tók Kristján til við verkefnið í nóvember og lauk því örfáum dögum fyrir jól. Þá tók hann til við að smíða sérstakan kassa utan um gripinn og svo er bara að koma honum af stað utan.

Forystusauður næstur á dagskrá

Kristján hefur ævinlega næg verkefni og það næsta sem nú tekur við er að stoppa upp forystusauð frá Álandi í Þistilfirði. Sá mun á komandi sumri prýða Fræðasetur um forystufé sem verið er að setja upp í gamla

félagsheimilinu við Svalbarð í Þistilfirði, en þar er fyrirhugað að gera sögu og einkennum forystufjár skil. „Það er gaman að spreyta sig á verkefnum af þessu tagi, en mér skilst að þessi hrútur verði aðalnúmerið á setrinu,“ segir Kristján, sem er um það bil að hefjast handa við að stoppa forystusauðinn upp svo hann verði tilbúinn að gegna hlutverki sínu á setrinu næsta sumar. /MÞÞ

eð góðum nýárs-óskum til lesenda hefst vonandi frjótt og frumlegt vísnaár.

Vænti ég þess fastlega að lesendur verði iðnir að senda efni sem oft fyrr. Í síðasta vísnaþætti ársins 2012 birtust einvörðungu kersknis- og skammarvísur. Til að hita upp fyrir komandi ár er tilvalið að framhalda þeim kveðskaparhætti sem mætti nefna „rótarhátt“.

Fyrsta vísan er eftir Jón Pálma Jónsson á Sauðárkróki, ort um gortgefinn mann, eigandi litla innistæðu fyrir drýgindum sínum:

Mjög þín skeikul skynsemd er,skoðun beykjast lætur.Alltaf hreykir heimskan sérhátt á veika fætur.

Um lítt umtalsfróman orti Gissur Jónsson bóndi í Valadal:

Unir best við annars neyðafhrak mesta skitið.Hvar sem festir kjaft á sneiðkenna flestir bitið.

Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum gerði fremur gæfu-smáu mannhraki þessa vísu:

Víst mun engu á þig logið,um það flestum saman ber.Hvar sem gastu smugu smogiðsmánin skreið á hæla þér.

Egill Jónasson á Húsavík eys engu oflofi á þennan samferðamann sinn:

Gekkstu þannig lífsins leiðlanga götu og breiða:Gerðir aðeins út úr neyðöðrum mönnum greiða.

Um óhóflega ágjarna samferða-konu orti Hörður Geirdal næstu tvær vísur:

Eignir myndi af öllum flá,ef hún bara þyrði.Hún má aldrei aðra sjáeignast skildingsvirði.

Hnýsin öllum ber á borðblendið sagnahratið.Hefur náð í orð og orðút um skráargatið.

Eftir höfðingja hringhendunnar, Rósberg Guðnason Snædal, er þessi vísa um kaupmann nokkurn:

Gulli faldar sjálfan sig,svíðingsgjaldið tekur,út á kaldan klaka migkaupmannsvaldið hrekur.

Guðmundur Geirdal orti til ónefndrar konu sem aflaði fjár með sínum hætti:

Dapureygð og opinmynnt,álkan teygð og snúin,axlareigð og illa kynntút sig leigir frúin.

Hannes Guðmundsson á Fitjum orðar ekki mildilega þessa mann-lýsingu:

Hans var jafnan höndin tregað hjálpa smælingonum.Gekk þó aldrei glæpaveg,en götuna meðfram honum.

Sigurður Gíslason frá Skarðsá sparar ekki lýsingarorðin í þessu skeyti:

Öll hans loforð eru svik,allt hans tal er þvaður.Honum þykir hægra um vikað heita en vera maður.

Umsjón: Árni Jó[email protected]

Í umræðunni

MÆLT AF MUNNI FRAM

MUppstoppaður hrútur úr Skagafirði á leið í langferð til Bandaríkjanna - verður staðgengill hrúts sem stolið var í ullarvöruverslun Roberts og Henry Landau í Princeton

Áður en hrúturinn lagði upp í langferð til Bandaríkjanna kom hann við á jólaballi hjá heimilisfólki á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og vakti þar óskipta athygli.

Kristján uppstoppari frá Gilhaga með Gullbrekkuhrútinn sem senn mun verða fundinn staður framan við verslun bræðranna Henry og Robert Landau í Princeton í Bandaríkjunum, en forvera hans í því hlutverki var stolið síðastliðið sumar.

Helena Rut, langafabarn Kristjáns frá Gilhaga, kom í heimsókn á vinnu-

af hrútnum.

Þau gerast trúlega vart fínni og snyrtilegri fjárhúsin á Íslandi en það sem sést á þessari mynd.

Þetta glæsilega fjárhús er hjá Karli Kristjánssyni og Svanborgu Guðbjörnsdóttur á Kambi II í Reykhólahreppi. Hjörtur L. Jónsson smellti þessari mynd af þegar hann var þar á ferð fyrir Bændasamtökin fyrir nokkru.

Karl segist hafa stækkað fjárhúsið 2005 og hafa þá ákveðið að nota panelklæðningu í stað krossviðar á efri hluta veggjanna. Á neðri hlutanum er brúnn krossviður.

„Ástæðan var að panellinn var einfaldlega ódýrari á þessum tíma og stöðugri en krossviður. Þetta hús er 14 sinnum 21 metri og svo er ég með annað eldra hús hér við hliðina."

Karls segist nú vera með 386 fjár á fóðrum. Þrátt fyrir þurrka í sumar hafi hann ekki þurft að fækka fé og telur hann sig sæmilega birgan af heyjum út veturinn. /HKr.

Eins og fínasta stássstofa

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20138

Fréttir

Landsbyggðarmenn gefast ekki upp þótt á móti blási:

Fánasmiðjan á Ísafirði rís úr brunarústum– allt endurnýjað og opnað að nýju 26. janúar með fullkomnum tækjabúnaði

Fánasmiðjan á Ísafirði er búin að ganga í gegnum algjöra endur-nýjun eftir brunatjónið sem fyrirtækið varð fyrir á síðastliðnu sumri. Þá var brotist inn í húsnæði fyrirtækisins á annarri hæð í gamla Norðurtangahúsinu og kveikt í. Nær öll tæki, lager og búnaður félagsins skemmdist. Þó slapp silkiprentvélin sem notuð er til að prenta fyrirtækjafána.

„Við náðum að koma silki-prentvélinni mjög fljótlega í gang aftur og héldum þannig starfseminni áfram, ásamt því að semja við góðviljaða aðila sem tóku að sér að prenta fána fyrir okkur í þessum erfiðleikum. Þannig gátum við haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar,“ segir Örn Smári Gíslason framkvæmdastjóri.

„Það var fljótlega ákveðið að byggja fyrirtækið upp aftur, þó að blikur væru á lofti með vitneskju um það að brennuvargur gengi laus í bænum og gæti tekið aftur upp á slíku. Slíkt hefði félagið ekki þolað, nóg þurfti að leggja undir til að endurbyggja félagið aftur. Þó að tryggingarnar hafi bætt hluta tjónsins var rekstrartap félagsins ekki bætt en aðalvertíðin er á sumrin og kom þetta því fyrir á versta tíma.“

Allt endurnýjað

Fánasmiðjan flutti til bráðabirgða á 1. hæð í sama húsi sem slapp við

brunatjón. Var þjónustunni haldið áfram eins og hægt var, en á sama tíma var farið í það að hreinsa út brunarústirnar.

„Hæðin var eins og fokheld eftir að búið var að hreinsa út. Skipuleggja þurfti allt upp á nýtt, innrétta hæðina, skipta um allar raflagnir, byggja upp nýja milliveggi, loftaefni og lagfæra gólf og fleira. Þá voru sett upp fullkomin bruna- og þjófavarnarkerfi í húsið til að koma í veg fyrir annað tjón af þessum toga.

Þá þurfti að fjárfesta í nýjum tækjum og var ákveðið að kaupa nýjustu og fullkomnustu tækin sem völ var á til að auka gæðin og afköstin. Einnig til að koma með nýja möguleika í prentun. Fyrir valinu urðu prentarar og skurðarplotterar

frá japanska fyrirtækinu Mimaki, sem er einna umsvifamest á markaðnum núna. Búið er að tilkeyra tækin nokkuð vel og hafa þau reynst vonum framar þannig að menn horfa björtum augum á framtíðina.“

Örn Smári segir að starfsemin verði formlega opnuð að nýju laugardaginn 26. janúar kl. 13.00 í Norðurtangahúsinu. Er öllum velkomið að líta inn og sjá hvað búið er að gera, og forvitnast um það sem er nýtt á prjónunum. Heitt verður á könnunni og opið fyrir gesti til kl. 17.00.

Fánar, fánastangir og merkingar

Fánaframleiðsla verður áfram aðall félagsins og verður lögð enn ríkari áhersla á að vera með allt sem tengist fánum, svo sem fánastangir af ýmsum gerðum. Samfara þessu verður haldið áfram með margs konar merkingar á fatnaði, bílum og öðrum hlutum.

Nýju prentararnir bjóða upp á fulkomnar prentanir á striga, bílafilmur og ljósmyndapappír. Er nú hægt að prenta myndir í allt að 160 cm breidd og í nær ótakmarkaða lengd.

Verið er að vinna að gerð nýrrar heimasíðu fyrir félagið og þar verða upplýsingar um framleiðsluvörur félagsins ásamt sölusíðu. Örn Smári segir að landið allt sé þeirra markaðssvæði og því sé nauðsynlegt að hafa góða tengingu við þann markað í gegnum netið. /HKr.

Orkusetur landbúnaðarins á Hvanneyri:

Eiður Guðmundsson ráðinn verkefnisstjóriEiður Guðmundsson, fram-kvæmda stjóri Moltu ehf. á Akureyri, hefur verið ráðinn verkefnis stjóri Orkuseturs land-búnaðarins sem er undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands. Orkusetri er ætlað að sérhæfa sig í nýtingu lífrænna orkugjafa í samstarfi við fjölmarga aðila. Er stofnun þess í takt við samþykkt Bændasamtaka Íslands frá síðasta vetri um að gera landbúnaðinn sjálfbæran í orkumálum.

„Þetta er mjög metnaðarfullt og spennandi verkefni og það er kannski fyrst og fremst þess vegna sem ég sóttist eftir starfinu. Þar verður horft til þess hvernig gera megi landbúnaðinn sem sjálfbærastan

um orku. Þetta verður fullt starf og kannski rúmlega það. Ég verð staðsettur á Hvanneyri og mun því yfirgefa Moltu á Akureyri,“ segir Eiður.

Þó að búið sé að stofna Orkusetur landbúnaðarins kemur það í hlut Eiðs að standa nánar að stefnumótun starfseminnar. Að því er fram kom í samtali við Jón Guðmundsson, lektor og formann undirbúningsnefndar Orkuseturs, fyrr í haust er gert ráð fyrir að Orkusetur vinni að framgangi orkumála landbúnaðarins og dreifbýlis, með megináherslu á nýtingu lífrænna orkugjafa. Meðal verkefna verður að koma á fót framleiðslu lífræns eldsneytis við starfsstöð skólans á

Hvanneyri, en þar er einkum verið að tala um gasframleiðslu. Þá er verkefnisstjóra ætlað að vinna með öðrum starfsmönnum að fjármögnun og tæknilegum lausnum verkefnisins, byggja frekar upp rannsóknaraðstöðu LbhÍ í orkumálum og koma að fræðslu á þessu sviði. Á vefsíðu LbhÍ er hnykkt á þessum þáttum og þar segir m.a.:

„Aukin hagkvæmni í orkunýtingu landbúnaðarins er æ mikilvægara málefni. Afar brýnt er orðið að finna aðrar lausnir en þá að reka íslenskan landbúnað nær alfarið á innfluttu jarðefnaeldsneyti á vélar og tæki. Einnig að finna leiðir til að draga úr losun gróðurhúsategunda við framleiðsluna.“ /HKr.

Nýtt fyrirtæki, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), tók til starfa nú um ára mótin, en það mun taka við hlutverki búnaðar-sambandanna og Bænda samtaka Íslands varðandi ráðgjöf til bænda. Í lok síðasta árs var ráðið í stjórnunarstöður hjá fyrirtækinu. Karvel Lindberg Karvelsson var ráðinn framkvæmdastjóri en ráðningar í aðrar stjórnunar stöður má sjá annars staðar hér á síðunni.

Bændablaðið hitti Karvel að máli og ræddi við hann um næstu skref í mótun Ráðgjafarmiðstöðvarinnar. Þrátt fyrir að mikil undirbúningsvinna hafi verið unnin að stofnun fyrirtækisins á eftir að móta starfsemi þess töluvert. Það verður ekki gert nema í samvinnu við starfsfólk þess og á næstunni verður lögð áhersla á það verkefni. Karvel leggur hins vegar áherslu á að þjónusta við bændur verði óbreytt og áfram til staðar þó að unnið sé að frekari mótun starfseminnar.

„Öll þjónusta við bændur verður áfram aðgengileg á sama hátt og verið hefur. Starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvarinnar mun fyrsta kastið áfram sinna þeim verkefnum sem það hefur sinnt fyrir bændur til þessa. Það sem mun gerast er að sérhæfing ráðunauta innan fagsviðanna mun aukast. Það ætti að leiða af sér að ráðgjöfin verði betri og markvissari og nýtist bændum betur.“

Ásýnd fyrirtækisins skerptÖllum starfandi ráðunautum hefur verið boðið starf hjá Ráðgjafar-miðstöðinni. Nú er jafnframt unnið að því að skipa ábyrgðarmenn búgreina sem starfa á hverju fagsviði. Að sögn Karvels verða skipaðir fagstjórar í öllum greinum þar sem nú eru starfandi fagráð og hugsanlega í stærri hópum þar sem ekki hafa verið starfandi fagráð til þessa.

Karvel og Berglind Ósk starfsmannastjóri hófu að heimsækja starfsstöðvar í vikunni og munu þau ræða við allt starfsfólk um stöðu þess og hugmyndir ásamt því að ganga frá yfirfærslu þess til hins nýja fyrirtækis. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur. Ég til dæmis hef ekki komið á allar starfsstöðvarnar og ekki hitt allt fólkið áður. Í framhaldi af þessu verður farið í að samræma starfsemi, til að mynda varðandi verkskráningar. Við munum síðan skerpa ásýnd fyrirtækisins á næstu vikum. Það felst meðal annars í ýmiss konar utanumhaldi, vefsíðugerð, símsvörun og öðru slíku. Ráðunautar munu áfram vinna á þeim starfsstöðvum sem þeir hafa unnið á til þessa. Um 45 manns færast yfir til nýja fyrirtækisins, nálega allir ráðunautar sem nú starfa hjá Bændasamtökunum og Búnaðarsamböndunum.“

Karvel segir að á næstunni verði jafnframt gengið frá fjárhags-ramma hvað varðar skiptingu milli Bændasamtakanna, búnaðarsam-bandanna og búgreinasamtakanna. Sömuleiðis þarf að ganga frá samn-ingum um leigu á húsnæði og búnaði. Markmiðið er að fjárhagsramminn og þessi skipting verði orðin skýr þegar kemur að búnaðarþingi.

Stjórnendur sem ráðnir hafa verið til Ráðgjafamiðstöðvarinnar eru eftir-farandi:

Karvel Lindberg Karvelsson, framkvæmdastjóri. Fæddur 1971 á Akranesi.

Vignir Sigurðsson, fjármálastjóri. Fæddur 1967 á Húsavík.

Berglind Ósk Óðinsdóttir, starfsmannastjóri. Fædd 1980, frá Hauganesi í Eyjafirði.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri í búfjárrækt. Fædd 1976, frá Svertingsstöðum í Eyjafirði.

Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum. Fæddur 1978, frá Burstafelli í Vopnafirði.

Runólfur Sigursveinsson, fagstjóri í rekstri, hlunnindum og nýbúgreinum. Fæddur 1958, frá Norðurfossi í Mýrdal.

Helga Halldórsdóttir, verkefnis-stjóri þróunar og samskipta. Fædd 1962, frá Minni-Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Gunnar Gunnarsson, verk-efnisstjóri þekkingaryfirfærslu og erlendra samskipta. Fæddur 1948, frá Kirkjubóli í Dýrafirði. /fr

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekin til starfa: Ráðgjöf nýtist bændum betur

á síðastliðnu sumri.

smiðjunnar.

Um leið og ég óska ykkur gleðilegs árs og þakka samstarfið á liðnum árum vil ég benda á að nú ætti ný nautaskrá að vera um það bil að berast í ykkar hendur. Tuttugu og eitt naut er í skránni að þessu sinni.

Upplýsingar um kynbótamat, ætterni, lýsing á dætrahópi nautanna og upplýsingar um mæður þeirra, eru með sama sniði og áður hefur verið en vert er að benda á að í skránni má nú einnig finna talsverðar viðbótarupplýsingar um nautin og dætur þeirra sem ættu að koma áhugasömum ræktendum að góðum notum við nautavalið. Hið hefðbundna nautaspjald og skyldleikaspjald fylgir skránni eins og áður og einnig má benda á að ítarlegar upplýsingar um bæði reynd og óreynd naut má finna á vefsíðunni nautaskra.net. Ég hvet bændur til að nýta sér skrána hvort heldur sem er á prentuðu formi eða á vefnum til aðstoðar við nautavalið.

Vert að benda á að villa slæddist inn í skrána í súluritum Kambs 06-022 og Dynjanda 06-024 en glöggir lesendur vefútgáfu skrárinnar hafa eflaust tekið eftir því að súlurnar

á myndinni hjá þessum t v e i m h e i ð u r s -n a u t u m stemma ekki við kynbóta-einkunnirnar sem nautin hafa fyrir e i n s t a k a eigin leika. Í

þessu tilfelli bendum við lesendum skrárinnar að horfa á einkunnirnar sjálfar en ekki súlurnar þar sem þær eru rangar. Einkunnirnar sem sjást eru hins vegar réttar. Biðjumst við velvirðingar á þessu og vonum að það komi ekki að sök

Að lokum vil ég hrósa kúa-bændum fyrir að hafa brugðist vel við óskum um meira framboð nautkálfa til nautastöðvarinnar, en ágætis framboð hefur verið af kálfum upp á síðkastið. Enn getum við þó gert betur og því ítreka ég enn og aftur við bændur að láta vita af nautkálfum sem fæðast undan nautsmæðrum og efnilegum kvígum sem sæddar hafa verið með nautsfeðrum. /GEH

r ð ð

mr. i

er

hthnstvieinsemhae ieigi

NautaskráNautastöð BÍ

Vetur 2013

Ágætu kúabændur og aðrir áhugamenn um nautgriparækt!

9Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Umsókn um orlofs styrk/orlofsdvöl

Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl í húsunum að Hólum sumarið 2013. Auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum er gert ráð fyrir að í ár verði úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr. 38.500 miðað við sjö sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands en kr. 5.500 á sólarhring við styttri dvöl.

Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar með því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2013.

Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofs-styrk á sl. ári og nýttu ekki til fulls þurfa að sækja um að nýju).

Orlofsstyrkárið

Að Hólumárið

Nafn umsækjanda Kennitala

Heimilisfang Símanúmer

Undirskrift og dagsetning

Póstnúmer og staður

Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær fékkstu síðast úthlutað?

Hvernig búskap stundar þú?

Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um:

Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið:

Já Nei

Já Nei

Umsóknina skal senda fyrir 15. mars nk. rafrænt á netfangið [email protected] eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 2013

Sumarið 2013

Orlofsstyrk

Orlofsdvöl að Vaðnesi í Grímsnesi - Tímabilið:

Óskum eftir bújörðum og öðru landnæði til sölumeðferðarVið byggjum á þekkingu og reynslu varðandi

búrekstur og sölu eigna. Nánari upplýsingar veita:

Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali eða Héðinn B. Ásbjörnsson fiskeldisfræðingur og sölufulltrúi

Sími 510-3500 eð[email protected]

Skipholt 50b, 105 Reykjavík

g g g g

Skipholt 50b, 105 Reykjavík

Lítur vel út,hér er á ferðinni einhver bestavarmadæla sem komið hefur fyrirstærra húsnæði og sundlaugar.Getur notað vatn, sjó, jörð og lofttil orkuöflunar. NIBE F1345 eyðirlitlu og sparar mikið.Stærðir frá 24 til 540kW

NIBE frá SvíþjóðStærstir í Evrópuí 60 ár

WWWWWWWW

NIBE™ F1345 | Jarðvarmadæla

Ný kynslóð af varmadælum.

Nýtt

Er rafmagns reikningurinn á ári1, 2, 5, 10, 20 milljónir eða meira?Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman?

FFriorka www.friorka.is 571 4774

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 201310

Fréttir

Katka Hannelova frá Slóvakíu réð sig til vinnu á Vestri-Pétursey í Mýrdalnum:

Langar að koma sér upp eigin býliKatka Hannelova frá Slóvakíu er 35 ára gömul og kom hér til lands fyrir tveimur árum þegar hún réð sig til vinnu á Vestri-Pétursey í Mýrdalnum. Hún er heilluð af landi og þjóð og af íslenskri sveit og hefur nú áhuga á að setjast hér að og koma upp sínu eigin býli með mjólkurframleiðslu.

– Af hverju ákvaðstu að koma til Íslands?„Mér líkar mjög vel að ferðast og að dvelja á þeim stöðum sem ég ferðast til í nokkurn tíma. Mig hafði langað að koma til Íslands sem ferðamaður og þar sem ég var einnig að leita mér að starfi á þessum tíma ákvað ég að samþætta þetta tvennt og leitaði mér að vinnu hér á landi. Ég leitaði á leitarvélum á netinu og fékk upp ráðningarþjónustur á Íslandi og sumar þeirra buðu upp á störf tengt landbúnaði. Ég var ekki lengi að hugsa mig um að ég hafði áhuga á slíku eftir að ég las eftirfarandi lýsingu á starfi:

„Við lofum hellingi af fersku lofti og hollri hreyfingu, hvort sem þú starfar við blíðu kýrnar okkar, hænsni sem klekja út eggjum, sæt og lyktandi svín eða við sauðfjárbúskap.“

Áður hafði ég mikið unnið með fólki og því fannst mér það spennandi tilhugsun að koma til Íslands að vinna með dýrum. Ekki skemmdi fyrir að ég elska dýr og ég hafði mikla löngun í að upplifa Ísland af eigin raun. Það tók mig svolítinn tíma að finna vinnu en að lokum fann ég góðan stað og var himinlifandi með það. Ég er því búin að starfa við kúabúskap og við að rækta gulrætur á Vestri-Pétursey í Mýrdal.“

– Hvernig líkar þér dvölin?„Landið ykkar finnst mér algjörlega dásamlegt. Ég geng út á hverjum

morgni, horfi á sömu fjöllin og sömu jöklana í kringum mig og stend mig enn að því að segja „vá“ dag eftir dag. Einnig finnst mér alltaf jafn áhugavert þegar ég keyri til og frá Reykjavík að dást að umhverfinu eins og ég sé að sjá það og upplifa í fyrsta sinn. Þessi fegurð og þetta mikla landrými vekja upp frelsis-tilfinningu hjá mér og þá finnst mér þetta vera land tækifæranna þar sem draumar geta orðið að veruleika. Ég á eftir að ferðast meira um landið og reikna með að verða þá fyrir enn meiri hughrifum.

Fjölskyldan sem ég bý hjá og vinn fyrir er yndisleg. Þó að ég sé ekki fyrir það að alhæfa finnst mér hver og ein manneskja sem ég hef hitt hér vera einstök. Mér finnst best að lýsa Íslendingum með orðum Öldu Sigmundsdóttur úr bók hennar Little Book of the Icelanders, en bókin hjálpaði mér að staðfesta og skýra sumar af mínum eigin tilfinningum og einnig að útskýra suma hluti sem ég vissi ekki eða var ekki alveg viss á um landið og íbúa þess. Þetta er bók sem er hugsuð fyrir útlendinga en ég held reyndar að allir Íslendingar hefðu gott af því að lesa hana til að hjálpa þeim að uppgötva sjálfa sig og hvað þeir standa fyrir. Ég held að margir yrðu hissa á því sem þeir uppgötva við lesturinn!“

– Hvað er það sem heillar þig mest við búskapinn?„Ég er búin að vera í stöðugu ferli við að verða ástfangin af búskap alveg síðan að ég réð mig hingað til starfa fyrir tveimur árum. Ég verð bara hrifnari og hrifnari af kúa búskap. Þegar morgunmjöltum er lokið hlakka ég strax til síðdegisverkanna. Kýrnar eru yndislegar skepnur, þær eru klárar, þær hafa hver og ein sinn persónuleika og mér finnst gott að

eiga samskipti við þær. Afkvæmin eru einnig yndisleg og ég nýt þess mjög að vinna með þau og að vera í kringum þau til að tryggja velferð þeirra. Ég hef einnig íhugað að fara í búfræðinám hérlendis og það er aldrei að vita nema það verði einn daginn.“

– Hver eru framtíðarplön þín?„Ég sé mig fyrir mér hér á Íslandi og ég vona að svo geti orðið. Ég hef mikinn áhuga á að eiga minn eigin sveitabæ þar sem ég stunda mjólkurframleiðslu en þar sem ég hef einnig fleiri gæludýr eins og hund og kött, tvo hesta og jafnvel nokkrar geitur. Ég myndi einnig vilja hafa lítið gróðurhús þar sem ég rækta eigin ávexti og grænmeti. Ég hef einnig fylgst með verkefninu um eyðibýli á Íslandi en mér finnst þessir yfirgefnu bóndabæir um allt land mjög áhugaverðir. Það væri verulega spennandi verkefni að koma einu slíku í gott horf og að stunda þar búskap í framhaldinu. Þetta er sennilega háleitur draumur en mig langar að gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta þennan draum verða að veruleika. Mér finnst það mikil forréttindi og blessun að geta unnið við það sem ég hef ástríðu fyrir. Ég hef ekki hugmynd um hvar eða hvernig ég byrja og því þigg ég öll ráð í þessum efnum og sérstaklega ef einhver getur leiðbeint mér hér á landi. Ég hef trú á að þetta sé mögulegt og ég mun halda áfram að reyna að láta drauminn rætast, hér á Íslandi, því fyrir mér er þetta jú land frelsis og tækifæra.“

Þeir sem geta leiðbeint Kötku að framfylgja draumi sínum geta sent henni línu á netfangið [email protected]

/ehg

Draumaárið 2012 sem um var sungið af Vilhjálmi Vilhjálmssyni svo vel þegar ég var strákur er liðið í aldanna skaut. Nýtt ár heilsar með væntingum og nýjum tækifærum.

Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson klappar atvinnu-málaráðherranum Steingrími J. Sigfússyni ljúflega á kinn á einni myndinni þegar þeir með Norðmönnum undirrita samning um rannsóknir á olíu á Drekasvæðinu. Svona eins og hann sé að biðja Vinstrigræna um frið um málið.

Nú er því haldið fram að bæði olíu- og gasauðlindir séu í okkar efnahagslögsögu með nokkurri vissu, þetta boðar okkur bjartsýni og trú. Ísland er á margan hátt enn ónumið land og sker sig nokkuð úr meðal Evrópuþjóða. Við eigum „bláa gullið“, ferska vatnið, mestu og mikilvægustu auðlind fram-tíðarinnar. Það vantar vatn um víða veröld um leið og loftslags-breytingar eru dauðans alvara, sem ber að sporna gegn.

Þó að olían sé ágæt skulum við minnast þess að Ísland býr við bestu orkugjafana úr endurnýjanlegri auð-lind vatnsfallanna, en forðabúrin jöklarnir hopa skarpt og er það áhyggjuefni. Leiðum þó aldrei raf-orkustreng úr landi til að eyðileggja okkar sérstöðu og þjóna stundar-hagsmunum sem mun hækka okkar raforkuverð og knýja á um að virkja allt og gera það falt sem við skulum eiga til framtíðarinnar til að skapa atvinnu í landinu.

Þegar ég af skrifstofu minni horfi yfir hana Reykjavík er himinninn heiður og blár, hvergi kolareyk eða mengun að sjá. Jarðhitinn hefur verið virkjaður og gerður að eldstó heimilanna ásamt rafmagninu, hvar værum við stödd ef við þyrftum gjaldeyri til að kaupa þessa orku til landsins?

„Amma ég er ekki kálfur“

Um leið og ég horfi á hina hreinu borg Reykjavíkursvæðið allt veit ég að ísskápurinn er hlaðinn af afurð-um landbúnaðarins. Þar er mjólk,

þar er ostur, þar er smjör, og skyr og súrmjólk og jógúrt. Þar er kjöt og allskonar afurðir frá matvælaiðnað-inum og bændum sem eru einstakar að gæðum. Mikilvæg matvæli til að skapa hraustan mann og stúlkan er jafn mikill maður og drengurinn.

Það gerðist á heimili kúabónda á dögunum að lítill þriggja ára strákur var kominn í heimsókn til afa og ömmu. Við morgunverðarborðið gerðust þau tíðindi að amma sagði „hér er mjólkurglasið þitt ljúfurinn minn“. Drengurinn setti upp furðu-svip og sagði: „Amma ég er ekki kálfur, kálfar drekka mjólk, ég vil vatn.“ Nú skal það ekki fullyrt hér að þetta sé eitthvað sem gangi í leik-skólanum. Drengurinn er kannski svona skýr að hann vildi bara stríða ömmu sinni, því góðum kúabónda bregður við svona andsvar.

Vatnið er gott en mjólkin lífsnauðsynleg

Mjólkuriðnaðurinn hefur notið þess að eiga gott samstarf við Beinvernd, sem rekur áróður fyrir því að byggja upp beinvef líkamans. Og með okkar færustu sérfræðingum og prófessorum á sviði manneldis sem mæla með mjólk og mjólkurvörum og segja að við eigum engan betri kalkgjafa til að byggja upp beina-bankann á ungum aldri en mjólkur-vörurnar. Íþróttakennarar eru sömu skoðunar og bera á brjósti og baki sínu hvatninguna „Mjólk er góð“. Beinvernd leggur áherslu á að strax á unga aldri sé fjárfest í beinunum með því að neyta hollrar fæðu, ekki síst mjólkurvara, tekið lýsi og stunduð hreyfing allt lífið. Beinin byrja að þroskast á fósturstigi og ná hámarki á þrítugsaldri, svo fara menn að taka út forðann í beina-bankanum, þá er nú verra sé hann gjaldþrota.

Skaðinn af beinþynningu hér á landi er talinn vera hálfur til heill milljarður, þar fyrir utan er þjáning-in. Vatnið er gott eins og drengurinn sagði og betra en sykur mengað gos, en mjólkin og mjólkur vörurnar eru lífsnauðsynlegar.

Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar:

Nýtt ár heilsar með væntingum og nýjum tækifærum

Katka kom til Íslands fyrir tveimur árum og hefur starfað á Vestri-Pétursey í Mýrdal við kúabúskapinn og við ræktun á gulrótum. Mynd / ehg

Landbúnaðarháskóli Íslands:

Nýr deildarforseti umhverfisdeildarUm áramótin tók Hlynur Óskarsson við af Ólafi Arnalds sem deildarforseti umhverfisdeild-ar, en Ólafur hafði gegnt starfinu frá stofnun skólans árið 2005.

Hlynur er vistfræðingur að mennt með áherslu á votlendisvistfræði og hefur stundað rannsóknir á því sviði um árabili. Hann hefur starfað á Keldnaholti frá árinu 1998; fyrst á RALA en síðan við LbhÍ eftir

stofnun skól-ans. Aðspurður segist Hlynur spenntur fyrir nýja starfinu og þeim áskor-unum sem því fylgi. Að hans mati er framtíð deildarinnar björt enda

skipuð góðu fólki og viðfangsefnin áhugaverð. „Deildin hefur jafn-framt faglega sérstöðu hér á landi hvað varðar kennslu og rannsóknir á náttúru landsins er lúta að nýtingu, skipulagi og ástandi þess,“ segir Hlynur. „Slík sérstaða er ákaflega mikilvæg í samfélagi nútímans þar sem krafa er uppi um sjálfbæra og upplýsta nýtingu lands.“ /ÁÞ

Hlynur Óskarsson.

GluggarPVC

Suðurlandsbraut 24, 2h. S. 533 4010 [email protected]

BændablaðiðSmáauglýsingar

56-30-300

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 11

CLAAS Arion 400 100-130 hestöfl

Fru

m

Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri

VERKIN TALA

Vökvaskiptur 16/16 gírar 98 lítra vökvadæla Hægt að sameina vökva-flæði fram í mokstursstæki

10 hestafla aflaukning í CIS útfærslu

Rúmgott ökumannshús með frábæru útsýniFjölstillanlegt sæti með loft-fjöðrunFarþegasæti með öryggis-beltiTopplúga úr gleriÖll stjórntæki innan seilingar ökumanns

Útskjótanlegur vökvalyftukrókur6.500 kg. lyftigeta á beisliFjögurra hraða aflúttak

CLAAS Arion 400 CIS-EHV Stjórnstöng í sætisarmi fyrir ámoksturstæki og vökva-sneiðar

Rauður takki á mynd stýrir gírskiptingu +/-

4 vökvasneiðar, 2 rafstýrðar 2 handvirkar

Auðvelt og þægilegt í notkun

Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 24. janúar

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

Teg:

Teg:

Teg:

Teg:

Teg:

Framleiðum Vélboða mykjudreifara

í mörgum stærðum

Heimasíða: www.velbodi.is

DekkjainnflutningurViltu spara

Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði.Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur.

Verðdæmi:Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vskTraktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vskTraktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vskVerð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land.

Jason ehfAkureyri

Vinsamlegast hafið samband viðÁrmann Sverrisson 896-8462 - netfang [email protected]

Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124

Dalvegur 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Kynnum nýjan starfsmann í söludeild landbúnaðartækja, Benedikt Ragnarsson. Benedikt hefur áratuga reynslu af landbúnaði og sölumennsku.

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 201312

Ræktunarfélag um nytjaplöntur er starfandi á Suðurlandi:

Unnið að eflingu jarðræktar í landinu– formaður félagsins ræðir um möguleikana í greininniUm haustið 2010 var áhugamanna-félagið Ræktunarfélag um nytja-plöntur á Íslandi stofnað á Selfossi. Finnbogi Magnússon, oft kenndur við Jötunn Vélar, er formaður félagsins en hann er landbúnaðar-tæknifræðingur að mennt auk þess að vera mikill áhugamaður um jarðrækt.

Finnbogi segir aðalástæðuna fyrir stofnun félagsins vera mikinn skort á upplýsingum varðandi ræktun og jarðrækt almennt. „Félagsmenn eru rúmlega tuttugu bændur sem hafa mikinn áhuga á jarðrækt og þróun hennar. Við töldum að með því að sameinast í áhugamannafélagi væri mögulegt að deila reynslu og afla upplýsinga á auðveldari hátt en ella og þannig flýta áframhaldandi uppbyggingu ræktunar og jarðræktartækni á Íslandi. Félagsgjald er 50.000 krónur á ári og er það hugsað til að standa undir kostnaði við innlenda ráðgjöf og komu erlendra sérfræðinga.

Starfsemin er í þróun og á eftir að eflast á næstu árum en félagið er í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um úttektir á nýjum tegundum sem félagsmenn eru með í ræktun. Niðurstöður þeirra eru svo skráðar inn í ræktunarskýrslu sem allir félagsmenn fá svo afhenta. Félagið hefur einnig staðið fyrir tveimur námsferðum. Farið var til Noregs þar sem aðaláherslan var lögð á að kynna sér reynslu Norðmanna í ræktun nýrra nytjaplantna og svo til Danmerkur þar sem aðaláherslan var lögð á fræðslu varðandi jarðræktartækni og áhrif mismunandi jarðvinnsluaðferða á uppskeru. Fleiri ferðir eru fyrirhugaðar í framhaldinu enda eru félagsmenn sammála um að mikil þekking safnist í slíkum ferðum. Félagið er jafnframt að kanna möguleika á samstarfi við finnska og danska jarðræktarráðunauta sem munu þá í framhaldinu miðla félagsmönnum af reynslu sinni og þekkingu,“ segir Finnbogi og nefnir í því sambandi að í skoðun sé að halda námskeið í vetur um notkun og umhirðu úðadæla og hjálparefna.

Möguleikar jarðræktarinnar hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu. Finnbogi telur að hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað til að við Íslendingar getum virkilega farið að nýta okkur þá möguleika sem séu til staðar. „Ég tel að möguleikar okkar á sviði jarðræktar séu gríðarlegir og vaxi jafnt og þétt samfara plöntukynbótum og hlýnandi veðurfari. Akkilesarhæll okkar er vantrú okkar á eigin getu og möguleikum ásamt skorti á fjármunum til kynbóta og rannsókna. Staðreyndin er að við eigum mikið af landi sem unnt væri að nýta mun betur en gert er í dag og uppskera nytjaplantna eins og byggs er orðin það mikil að verulegur fjárhagslegur ávinningur felst í slíkri ræktun þegar vel tekst til. Ég er sannfærður um að innan fárra ára muni verða hópur bænda sem stundi jarðrækt sem sína aðalbúgrein og hafi af því góða afkomu, en til að það gangi eftir er nauðsynlegt að við förum að líta á jarðrækt sem alvöru búgrein.“

Kornrækt

„Byggið er sú planta sem við erum komin lengst með í ræktun hérlendis. Samt verður að segjast eins og er að okkur vantar enn mikið upp á að fullnýta möguleika okkar þar og þekking okkar og reynsla er langt á eftir öðrum jarðræktarþjóðum þar sem jarðræktarþekking hefur byggst upp í margar kynslóðir,“ segir Finnbogi. „Meðaluppskera byggs hérlendis er í dag um þrjú tonn af þurru korni á hektarann en með aukinni þekkingu á að vera auðveldlega hægt að hækka meðaltalið í allavega fjögur tonn innan fárra ára. En slík uppskeruaukning myndi hafa veruleg áhrif á arðsemi ræktunarinnar en auk þess felast mikil tækifæri í lækkun ýmissa kostnaðarliða tengdri ræktun og uppskeru byggsins.

Hafrar hafa verið mjög lítið ræktaðir hérlendis en ná góðum þroska á hlýrri svæðum landsins. Hafrar eru ágætir í sáðskipti með byggi auk þess sem þeir gera minni kröfur til jarðvegs og áburðar og bera minni sjúkdóma en korn. Einnig er fyrirtak að sá höfrum utan með byggökrum þar sem gæsir og álftir líta yfirleitt ekki við höfrum og finna þar af leiðandi ekki byggið. Talsverð eftirspurn er eftir höfrum meðal fóðursala og mikilvægt að við aukum ræktun þeirra til að svara þeirri eftirspurn.

Hveiti þarf álíka langan vaxtartíma og hafrar og er því spennandi að kanna betur arðsemi ræktunar hveitis hérlendis. Hveiti hefur verið ræktað í mjög litlum mæli undanfarin ár og ljóst að eftirspurn er eftir miklu magni af vel þroskuðu hveiti.“

Vert að gefa

vetrarafbrigðum gaum

Finnbogi telur að áhugavert geti verið að skoða ræktun á vetrarafbrigðum hveitis, rúgs og byggs, en þau afbrigði hafa þótt mun vandasamari í ræktun en vorafbrigðin þar sem rysjótt vetrarveður geti verið til vandræða. „Það sem kannski er mest spennandi varðandi ræktun vetrarafbrigðanna er að mögulegt er að þau muni þrífast best á kaldari svæðum landsins þar sem veturnir eru kaldir og snjóþungir og sumrin eru jafnvel of stutt til ræktunar vorafbrigða og geti þannig aukið fjölbreytni ræktunar á þeim svæðum. Sú planta sem ég tel mest spennandi til að prófa í þessu sambandi er vetrarrúgur þar sem hann er harðgerðastur en ræktun hans hefur verið reynd nokkuð norðanlands, en þá mest til beitar snemma að vorinu en ekki til þroska. En þessar tilraunir hafa sýnt að vetrarrúgurinn lifir ágætlega af hinn norðlenska vetur. Vonandi verður unnt að gera tilraunir næsta sumar með sáningu vetrarrúgs til þroska bæði sunnan og norðanlands en síðasta haust var uppskorin einn akur hér sunnanlands með vetrarrúg sem var vel þroskaður og skilaði góðri uppskeru.

Kornhálmurinn er síðan kapítuli út af fyrir sig en mér finnst sorglegt að hér séu fluttar inn þúsundir tonna af undirburði á hverju ári sem kostar um 100 krónur á kílóið – á sama tíma og hálmurinn er stórlega vannýttur. Staðreyndin er að ef að hálmurinn er vel þurr og saxaður er þurrkgeta hans svipuð og í sagi. Ef hitameðhöndlun er bætt við eykst þurrkgeta hálmsins upp í að verða tvöföld á við sagið, þar sem hitameðhöndlunin brýtur upp Lignin-húð sem er utan á hálmstráinu og gerir stráið vatnsfráhrindandi. Þar fyrir utan er þurr hálmur fyrirtaks orkugjafi ef hann er brenndur og orkuinnihald hans um 35-40% af orkugildi olíu. Þarna eigum við mikla möguleika sem munu stuðla að aukinni arðsemi kornræktarinnar á komandi árum en forsenda fyrir góðri nýtingu hálmsins er væntanlega að unnt sé að tryggja örugga þurrkun hans. Í því sambandi má nefna að tiltölulega auðvelt og ódýrt er að nýta kornþurrkunaraðstöðu að hluta til þurrkunar hálmsins í rúllunum.“

Nepja og repja

„Reynsla undanfarinna tveggja sumra hefur sýnt okkur að ræktun vornepju (systurplanta repju en fljótvaxnari) er vel raunhæf hérlendis á hlýrri svæðum landsins og allar líkur á að fræ uppskera hennar geti orðið um 1,5-2 tonn á hektara sem er sambærilegt við uppskeru í Skandinavíu. Til að þessi ræktun sé vel arðbær er mikilvægt að leita markaða fyrir olíuna í matvælaiðnað s.s. matarolíu ýmiskonar þar sem slík vara er mun verðmætari en olía sem fer t.d. í eldsneyti. Einnig er mikilvægt að hratið nýtist vel sem próteingjafi í fóður og komi í stað innflutts fóðurpróteins. Ef þetta tekst er útlit fyrir fína afkomu í ræktun nepjunnar fyrir þá sem ná tökum á henni en hafa ber í huga að mjög lítil reynsla er af þessari ræktun hérlendis enn sem komið er og því mikið starf fram undan og umtalsverð áhætta við ræktunina. Ræktun vetrarafbrigða repju og nepju hefur einnig verið reynd hérlendis og hefur gengið ágætlega sum árin en rysjótt vetrarveður hefur reynst skeinuhætt í þessu sambandi og dregið mjög úr uppskeru sum árin. Líklega er svipað farið með vetrarafbrigði þessara plantna og ræktun vetrarafbrigða kornsins að bestu skilyrðin hérlendis eru þar sem veturnir eru kaldir og stöðugir.

Finnbogi segir að auk þessa séu fjöldi annarra tegunda sem séu áhugaverðar. „Ekki síst eru það tegundir sem unnt er að framleiða lítið magn af en fá mjög gott afurðaverð fyrir. Dæmi um slíka ræktun eru plöntur eins og ertur, kúmen, burnirót, olíulín, gult sinnep, spelt og fleiri – sem vonandi verða prófaðar fyrr en seinna,“ segir hann.

Gæðaprótein úr grasi

„Nokkuð hefur verið rætt um skort á innlendu gæðapróteini til mjólkurframleiðslu en í dag er það helst fiskimjöl sem uppfyllir þau skilyrði en verð þess er mjög hátt. Í þessu sambandi langar mig að vekja athygli á að prótein úr þurrheyi er mun verðmætara til mjólkurframleiðslu heldur en prótein úr hefðbundnu hálfþurru rúlluheyi, þar sem AAT-gildi þurrheys er mun hærra. Því getur fóðrun á gæða þurrheyi – sem hluti af heimaöfluðu fóðri – dregið mjög úr nauðsyn þess að kaupa kjarnfóðurblöndur með fiskimjöli og í staðinn gert mögulegt að nota mun ódýrari blöndur með soja eða repjupróteini og lægra próteininnihaldi. Verðmæti þurrheysins vex enn meira í þessu sambandi ef Rauðsmári er í heyinu. Nú geri ég ekki ráð fyrir að menn telji hagkvæmt að hverfa aftur til þurrkunar á lausu heyi í stórum stíl. En eins og áður var nefnt varðandi þurrkun hálmsins er vel raunhæft að þurrka rúlluhey á einfaldan hátt þar sem fyrir er kornþurrkun. Ég hvet menn eindregið til að skoða þetta vandlega og er sannfærður um að við vissar aðstæður geti mjólkurframleiðendur lækkað fóðrunarkostnað sinn umtalsvert á hvern framleiddan lítra með notkun góðs þurrheys og byggs.

Þar fyrir utan tel ég mikil tækifæri liggja ónýtt í hefðbundinni gras- og túnrækt, bæði hvað varðar notkun nýrra grastegunda og smára en einnig

varðandi markvissari endurræktun og aukna uppskeru af þeim túnum sem nýtt eru. En með síhækkandi áburðarverði verður mikilvægara að hámarka uppskeru þeirra túna sem nýtt eru til beitar og fóðuröflunar til að lækka kostnað á kíló heimaaflaðs gróffóðurs.“

Markaður með korn er lykilatriði til vaxtar fyrir greinina

Á dögunum var greint frá fundi Kornræktarfélags Suðurlands þar sem farið var yfir sóknarmöguleika kornræktarinnar og ræddar hugmyndir um stóra kornþurrkstöð fyrir bændur á Suðurlandi. Finnbogi segir áhugavert að sjá hvort bygging slíkrar stöðvar verði talin arðsöm og hvort slík stöð geti þurrkað korn á lægra verði en hjá minni stöðvunum sem bændur reki nú þegar heima hjá sér. „Aftur á móti er alveg víst að það er lykilatriði til að kornrækt geti vaxið verulega á komandi árum að til verði markaður með kornið þar sem bændur og fóðursalar geta selt og keypt korn eftir þörfum. Með slíkum markaði opnast möguleikar fyrir bændur í hefðbundinni framleiðslu til að auka ræktun sína umfram áætlaða eigin þörf og jafnframt opnast möguleikar fyrir landeigendur sem ekki geta nýtt kornið sjálfir til að hefja ræktun byggs á sínum jörðum.“

Fjölgun ferðamanna og matvælaframleiðslan

En það er ekki einungis jarðrækt sem Finnbogi hefur skoðanir á. Hann er með ákveðnar hugmyndir um það hvernig við getum nýtt okkur vaxandi ferðamannafjölda til landsins til að sækja fram almennt í matvælaframleiðslu. „Ég held að við séum engan veginn að nýta okkur þá miklu möguleika sem fjölgun ferðamanna færir okkur. Staðreyndin er að ferðamenn sem koma til landsins í dag eru um 650.000 á ári og fjölgar um 100-150.000 á ári. Ef hver þessara 100-150 þúsund ferðamanna sem koma hingað til viðbótar árlega á næstu árum neytir ígildi fimm lítra af hrámjólk (í formi ýmiss konar mjólkurvara) meðan þeir staldra við hérlendis erum við að tala um 500-750 þúsund lítra í aukinni framleiðslu á ári sem væri þá árleg hækkun greiðslumarks upp á 0,4-0,6% á ári. Ef við horfum á þetta á sama hátt frá sjónarhóli kjötframleiðslunnar getum við gefið okkur að ef hver ferðamaður neytir eins kílógramms af úrbeinuðu kjöti meðan þeir stoppa hér þá þarf að auka kjötframleiðslu um tvö til þrjú hundruð tonn árlega. Sama gildir síðan um grænmeti og önnur matvæli.

Í samtali sem ég átti við góðan kunningja minn í bændastétt fyrir skömmu fæddist sú hugmynd hvort ekki væri unnt að koma upp aðstöðu í komusal Leifsstöðvar þar sem fram færi allsherjar kynning með smakkprufum á íslenskum matvælum jafnt landbúnaðarvörum og fiskafurðum alla daga ársins frá morgni til kvölds. Þannig fengju erlendir ferðamenn tækifæri til að kynnast mismunandi vörum og læra að þekkja þær og söguna á bak við þær á meðan þeir bíða eftir töskunum. Ég er sannfærður um að slík aðstaða myndi auka neyslu innlendra matvæla umtalsvert auk þess sem slíkt framtak myndi ýta mjög undir sterka ímynd íslenskrar framleiðslu sem nýtist einnig við markaðssetningu og útflutning í framtíðinni.“ /smh

Finnbogi Magnússon, landbúnaðar-tæknifræðingur og áhugamaður um jarðrækt.

Ekki er alltaf þörf á miklum fjárfestingum við jarðræktina. Hér sýnir jarð-ræktarbóndi í Danmörku hópnum hvernig má raðhreinsa illgresi í kornakri með einföldum tækjum. Mynd / Ólafur Eggertsson

SKÓ

LI

LÍFS

OG

LA

ND

S

HÁSKÓLA-NÁM

Búvísindi

Hestafræði

Náttúru- ogumhverfis-vísindi

Skógfræði oglandgræðsla

Umhverfis-skipulag

STARFS-MENNTA-NÁM

á framhalds-skólastigi

Búfræði

www.lbhi.is

Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 13

Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudaginn 11. janúar 2013 kl. 14:00

í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ.

Dagskrá.1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein sam-

þykkta félagsins.2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á

eigin hlutabréfum.3. Önnur mál, löglega upp borin.

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofunni íMosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis.

Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag.

Mosfellsbæ 2. janúar 2013,stjórn ÍSTEX hf.

Fjölplógur Kasper 210025-50hö, 260kg, breidd 2,2m, vinnubr. 1,9m, h 0,9m. 3 tengi.

466.000 + vskFáanlegir aukahlutir BM, JCB o.fl. tengi, hjólabúnaður.

ATH: Öll verð á ofangreindum Pronar tækjum eru með inniföldum 15% kynningarafslætti.

Fjölplógar PUV2600/300080-150/100-200hö, 600/800kg, breidd 2,7/3,1m, vinnubr. 2,4/2,7m, h 0,83/0,95m.3tengi. Ljós og raftengi fyrir 2 slöngur

592.000/743.000 + vskFáanlegir aukahlutir BM, JCB, CASE o.fl. tengi, hjólabúnaður.

Snótennur PU-S25/32/35HÁ þjónustubíla og vörubíla, 3 stærðir. 335/600/700kg, breidd 2,5/3,2/3,5m, vinnubr. 2,1/2,7/3,0m, h 0,9/1,1m. Din 3 og 5 plötur. Með glussadælu, tanki, stjórntækjum, ljósabúnaði, hjólabúnaði, stálslitblöðum og dempurum á blöðum.

1.075.000/1.344.000/1.412.000 + vsk

Snóblásari OW2,4MSkeratromla og blásarahjól, 70-150hö, 540-1000 sn/mín, 740kg, breidd 2,4m eða 2,7m með breikkun, h 0,8m. Cat III. Kastlengd allt að 30m.

1.996.000 + vskfáanlegur aukabúnaður: Hleðslutúða, framl. drifskaft og 540/1000 kassi.

Aflvélar ehf, Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ. Sími 480-0000, Fax 480-0001Tölvupóstur: [email protected] Vefsíða: www.aflvelar.is

NÝ SENDING!K

YN

NINGARA

FS

LÁTTUR 15%

Til sýnis og sölu hjá okkur í Vesturhrauninu í Garðabæ.Öll verð eru nettó tilboðsverð án vsk. og geta breyst án fyrirvara. Takmarkað magn í boði.

SCHMIDT GradmekoFjölplógar VP 320/ VP360100+ hö, sterkir plógar. 900kg, breidd 3,2/3,6m, vinnubr. 2,8/3,2m, h 1,02m.Euro tengi. Raftengi fyrir 2 slöngur

1.699.000/1.799.000 + vsk

Sanddreifari S-2900,29 rúmmetra, 89kg, vinnubreidd 1m.Hægt að draga með bíl eða fjórhjóli.

190.000 + vsk

Sanddreifari, sjálfmokandi á gröfur og dráttarvélar SL150250kg, breidd 1,7m, vinnubr. 1,5m, h 0,95m.Euro tengi. Raftengi fyrir 2 slöngur

590.000 + vskFáanlegir aukahlutir : tjakkur til að nota á dráttarvél

Fjölplóógggguuuuurrrr KKKKKKKKKKKKKaaaaaaaaaaaaassssssssssssppppppppppppeeeeeeeeeeerrrrrrrrrrr 2222222222222222222222222222221111111111111111111111111111111100000000000000000000000000000000025 50h 260k bb iidddd 22 2

PU-S25H

PU-S32H

Snótönn PU330080-150hö, 680kg, breidd 3,3m með breikkun, vinnubr. 2,9m, h 1,0m. Stálslitblöð, 3 tengi. Ljós.

844.000 + vskFáanlegir aukahlutir: Hjólabúnaður.

Til afgreiðslu strax!Til afgreiðslu strax!

Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri sími: 540 1100 www.lifland.is

Sterkt tæki semreynist vel

Strangko

14 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Fyrirtækið Formax Paralamp nýtir þekkingu úr matvælageiranum til að þjónusta hestamenn:

Hanna vatnshlaupabretti fyrir hross– eigendur fyrsta vatnsþjálfunartækisins á Norðurlandi segja það hafa afar góð áhrif á hrossÍ Gaulverjabæjarhreppi hinum forna á Suðurlandi framleiða menn nú vatnshlaupabretti fyrir hross.

Já, þið lásuð rétt, vatns-hlaupabretti. Eða öllu heldur vatns þjálfunartæki því það er nú ofsagt að hrossin hlaupi á brettinu. Fyrirtækið Formax Paralamp á Gegnishólaparti í Flóa framleiðir vatnsþjálfunartæki fyrir íslenska hestinn sem ber heitið Aqua Icelander. Nú þegar hefur fyrirtækið framleitt og selt níu slík tæki og eru fleiri í smíðum. Framleiðslan byggir á íslenskri tækniþekkingu þar sem vandað er til allra verka, en tækin eru öll úr ryðfríu stáli, hertu öryggisgleri, mahóní og öðrum gæðahráefnum.

Formax var upphaflega stofnað 1987 og hefur einkum framleitt fiskvinnslutæki, frysta, lampa í snyrtilínur og krapaískerfi, svo dæmi séu tekin. Í kjölfar efnahagserfiðleikanna, hér á landi og á heimsvísu, lokuðust markaðir í Suður-Ameríku sem fyrirtækið hafði verið að þjónusta og því varð að endurhugsa stöðu mála.

„Á þeim tíma vorum við komin hingað í Gegnishólapart og aðeins farin að kynnast hestageiranum hér á Suður landinu. Við höfðum verið að smíða hesthúsinnréttingar í ein hverjum mæli og sáum tækifæri í frekari þjónustu við hestamennskuna,“ segir Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Formax og hönnuður tækisins.

Fundu tækifæri á umbrotatímum

Aqua Icelander vatnsþjálfunar-tækið varð niðurstaðan í vanga-veltum þeirra Formax-manna.

„Svona vatnsþjálfunartæki hafa verið til í Evrópu síðustu fimmtán ár en flest þeirra hafa verið stór og jafnvel sérsmíðuð fyrir viðkomandi húsnæði, sem oft hafa verið endurhæfingarstöðvar fyrir kappreiðahesta. Það er bara nýlega sem hafa komið á markað tæki sem hægt er að setja niður nánast hvar sem er. Við vorum þarna, eins og áður segir, að missa frá okkur markaði og því var ákveðið að nýta þekkinguna til að hanna og smíða svona tæki fyrir íslenska hestinn,“ útskýrir Bjarni og bætir við að þekking starfsmanna fyrirtækisins hafi skilað sér vel við þróun og smíði tækisins.

„Við vildum hafa það nett en samt allt úr ryðfríu stáli og eins viðhaldsfrítt og hægt er að hugsa sér. Tækið er mjög þrifalegt, þar nýttum við þekkingu okkar úr matvælageiranum. Þetta tæki er það eina á markaðnum sem hægt er að taka og hreinsa að kvöldi, sótthreinsa það algjörlega og ganga að því að morgni.“

Seldist á fyrsta degi

Það var greinilega vöntun á gæðavörum sem slíkum inn á markaðinn og eru hestatengdar vörur nú um helmingur framleiðslunnar hjá fyrirtækinu. Velta fyrirtækisins árið 2011 jókst um 104 prósent frá fyrra ári og einhver aukning er fyrirsjáanleg á árinu 2012 að sögn Bjarna.

„Fyrsta tækið fór í notkun á margverðlaunuðu ræktunarbúi, Blesastöðum, haustið 2009. Við vorum búin að ætla okkur að fyrsta tækið færi upp hér á Íslandi til að fá reynslu á það áður en við færum að markaðsetja það erlendis. Við fórum svo með tækið á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Austurríki í ágúst 2011 og seldist það á fyrsta degi. Í dag erum við að afgreiða pantanir sem flestar eru að utan, ásamt einu tæki sem verður afhent norður í Skagafjörð á næstunni.“

Rannsókn í samstarfi við fagaðila

Hestamönnum sem reynt hafa, ber saman um að tækið gerir mikið gagn við þjálfun hrossa sem viðbót við aðra þjálfun. Hins vegar vantar rannsóknir á því hvað það er nákvæmlega sem gagnast hrossunum við þjálfunina. Á því á nú að gera bragarbót segir Bjarni.

„Við erum að fara af stað með rannsókn ásamt fagaðilum í hestageiranum, styrkta af Tækniþróunarsjóði, um hvað tækið er að gera fyrir hestinn. Við vitum að þessi þjálfun gerir hestum gott, það hafa okkar kúnnar fullyrt en okkur vantar mælanleg gögn um það. Við ætlum sem sagt að mæla vöðvavinnu, áreynslu, kortleggja hreyfimynstur og fleira sem nýtist við að skilgreina þjálfunarferlið.“

Ýmislegt er í bígerð hjá Formax í

áframhaldandi þróunarvinnu tengdri hestageiranum. Þar á meðal er verið að þróa þurrkklefa fyrir hross og eins að hanna vatnsþjálfunartæki fyrir stærri hestakyn. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér eitt og eitt hesthús í heildarhönnun og smíði á innréttingum, einkum erlendis.

Vildu auka fjölbreytni í rekstri

Hjónin Sigurgeir Þorsteinsson og Birna Sigurbjörnsson, hrossa-ræktendur og tamningafólk á Varmalandi í Sæmundarhlíð í Skagafirði, hafa keypt og tekið í notkun vatnsþjálfunarbretti frá Formax. Brettið var tekið í notkun um Laufskálaréttarhelgina, 29.-30. september síðastliðinn. Þá var opið hús á Varmalandi þar sem tækið var kynnt og mætti fjöldi manns til að kynna sér nýjungina. Um er að ræða fyrsta tækið þessarar tegundar á Norðurlandi og reyndar hafa vatnsþjálfunartæki fram til þessa einungis verið á Suðurlandi.

Sigurgeir segir að með kaupum á tækinu hafi margt unnist. Bæði sé auðvitað rekin tamningastöð á Varmalandi svo tækið muni nýtast í þá vinnu og auk þess sé eftirspurn eftir valkostum af þessu tagi í þjálfun hrossa.

„Við vildum skjóta styrkari stoðum undir reksturinn, auka fjölbreytnina. Það kostar mikið að flytja hross á Suðurland til að komast í tæki af þessu tagi, líklega um 50.000 krónur fram og til baka. Ég ræddi við flesta stærri aðila hér í héraði, tamningamenn og keppnisfólk, áður en ákvörðunin var tekin og allir voru mjög áhugasamir. Ég hef fulla trú á að þetta eigi eftir að ryðja sér enn frekar til rúms, það er til dæmis annað bretti á leiðinni hingað norður í Skagafjörð. Þetta er vissulega talsverð fjárfesting, svona tæki kostar tíu milljónir. Við

bjóðum upp á að menn komi með hross til okkar í þjálfun í tækið. Þá koma menn með hross sem við tökum í vist og setjum þau í básinn í u.þ.b. tíu skipti, eða meira ef vilji er til. Það er ekki langt að koma úr Húnavatnssýslunum eða úr Eyjafirði með hross hingað og við horfðum auðvitað til þess þegar við tókum ákvörðun um að kaupa tækið.“

Mikill áhugi

Mikið er spurt um þessa þjálfun að sögn Sigurgeirs. „Það eru tvö hross hjá okkur núna, það voru tvo hross hjá okkur í nóvember og svo er búið að panta fyrir þrjú til viðbótar. Fólk er að meðtaka þetta hægt og bítandi og margir eru að fá að koma og sjá þetta. Það eru fyrirspurnir um að tíma í vetur þannig að þetta er að rúlla af stað. Þeir sem hafa prófað eru mjög spenntir fyrir áframhaldinu. Þetta kostar auðvitað svolítið en þeir sem hafa prófað eru vissir um að þeim peningum vel varið.“

Gagnlegt til endurhæfingar

Kostirnir við brettið sem þjálfunar-tæki eru margvíslegir. Hægt er að stjórna hraða, vatnshæð og hallanum á brettinu. Sigurgeir segir að hægt sé að nýta þessa þjálfun á öll hross, séu þau orðin bandvön og teymd.

„Þetta þjálfar fótaburð því hrossið þarf að lyfta fótum upp úr vatninu sé það í hnjáhæð. Það styrkir sömuleiðis kviðvöðva og bakvöðva og losar um bak á hrossum.

Hross sjóast af því að fara í þessa þjálfun og hafa þar af leiðandi gott af því. Þetta er mjög öruggt tæki og ekkert sem getur skaðað þau. Þetta er gott fyrir einbeitingu hrossanna og þau verða að læra að beita sér rétt. Til að mynda er þetta gott fyrir hross sem eru missterk, beita sér meira á aðra hliðina, því þau verða að ganga bein í þessum bás. Svona bretti hefur verið í notkun á Blesastöðum á Skeiðum í tvö ár og þar segir fólk mér að þau geti bara ekki án þess verið. Þetta er alhliða þjálfunartæki en ekki síst er þetta gríðarlega gagnlegt fyrir hross sem hafa átt við einhver meiðsl að stríða. Það er hægt að fara með vatnið upp í 1,2 metra og það léttir hrossið auðvitað mjög og veldur því að hrossin slaka á vöðvum.

Það er ótrúleg breyting að sjá hross sem koma í þessa þjálfun. Þau eru kannski stíf í fyrstu þrjú eða fjögur skiptin en svo fer maður á sjá breytingu, hvernig slaknar á bakvöðvum og lendavöðvum. Skref stækka og burðurinn mýkist allur. Við erum því gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun okkar.“ /fr

Sigurgeir og Birna á Varmalandi eru gríðarlega ánægð með vatnsþjálfunartækið. Myndir / fr

Eins og sjá má er Aqua Icelander tækið vandað að allri gerð og mikið lagt í smíðina.

Það eru ekki mörg ár síðan ég tók mitt fyrsta alvöru sumarfrí. Fram til þess höfðu sumrin farið í að vinna eins og mögulegt var til að eiga fyrir salti í grautinn yfir vetrartímann á náms árunum. Þegar ég var í kringum tvítugt þóttist ég góður ef ég náði fjórum frídögum um verslunarmannahelgi og hugsanlega tveimur um hvítasunnu. Þar með var það líka að mestu upp talið.

Af þessu leiddi að fram á síðustu ár var þekking mín á Íslandi næsta yfirborðskennd. Ég fékk reyndar alltaf ágætar einkunnir í landafræði í grunnskóla en ég skal játa að það er farið að fenna yfir sumt af því. Það varð heldur ekki til að bæta stöðu mála þegar algild sannindi, eins og að Hvannadalshnjúkur væri 2.119 metra hár, reyndust ekki eins algild og mér var kennt.

Það skiptir miklu máli að fara um landið til að kynnast því. Mér liggur við að segja að til að skilja Íslendinga verði maður að hafa farið um landið og kynnst af eigin raun því landslagi og þeim aðstæðum sem fólk elst upp og býr við.

Á síðasta ári sótti ég Vestfirði heim í fyrsta skipti á ævinni, og það tvisvar sinnum. Fyrst um páska þegar ég mætti á Aldrei fór ég suður, Rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði og svo í fyrrasumar þegar ég eyddi fimm dögum í að ferðast um Vestfirði frá suðri til norðurs. Bæði ferðalög voru í einu orði sagt stórkostleg upplifun.

Það er eitt að heyra um vonda malarvegi á Vestfjörðum og annað að keyra þá. Það er eitt að heyra um hvers konar farartálmi Óshlíðin var en annað að upplifa það að horfa upp í hlíðina og búast við að fá yfir sig grjóthrun á hverri stundu. Það er upplifun að keyra með heimamönnum um Vestfjarðagöng og horfa upp á hvernig þeir blikka ljósum til að láta vita af því að bíll sé á ferðinni í einbreiðum göng-unum. Það er yfirþyrmandi að horfa upp á snjóflóðavarnar-garða á Súðavík og Flateyri og minnast þess við hvað þetta fólk hefur þurft að etja af nátt-úrunnar hendi. Það er magnað að koma í Selárdal og sjá afrek mannsandans birtast í verkum Samúels Jónssonar, lista-mannsins með barnshjartað.

Ég upplifði hins vegar ekki rafmagnsleysið, kafsnjóinn, símasambandsleysið eða snjó-flóðahættuna sem Vestfirðingar þurfa reglulega að búa við, síðast núna yfir hátíðirnar. Ég get ekki sagt að ég öfundi þá af því. En ég öfunda Vestfirðinga af þeirri seiglu og kjarki sem þeir búa yfir, þeirri manngæsku og menningu sem ég upplifði í þeirra fari.

Vestfirðingar eru stoltir af því að vera Vestfirðingar. Og það mega þeir vera. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á að á Vestfjörðum búa Íslendingar, sumir okkar bestu sona og dætra. Þeir eiga rétt á eðlilegum búsetuskilyrðum, í samgöngum, fjarskiptum og þjónustu. Eftir því hafa þeir þurft að bíða of lengi. /fr

STEKKUR

Malbik endar

15Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Nocria Arctic 14Öfl ug varmadæla - japönsk gæði!Loft í loft - Loft í vatn!

Heldur jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður sSjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun

Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan

Fujitsu er mun ódýrarií rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla

Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu:Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu!

S í m a r : 6 9 5 2 0 9 1 / 8 9 4 4 3 0 2

V a r m a d æ l u r f r á F u j i t s u , P a n a s o n i c , M i t s u b i s h i o g T o s h i b aB j ó ð u m u p p á V I S A o g M a s t e r c a r d r a ð g r e i ð s l u r

Au

gl.

Sta

pa

pre

nt

8 ára ábyrgð!

Óska eftir að leigja útungunarvél

Óska eftir samstarfi við aðila á Suður- eða Vesturlandi sem á útungunarvél og getur ungað út allt að 200 eggjum á tímabilinu apríl - maí nk.

Áhugasamir hafi samband í síma 660-4044

Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár Jóhannes Sveinbjörnsson dósent LbhÍ Haldið 28. jan. á Hólmavík Haldið 4. feb. á Egilsstöðum

Skrúðgarðyrkja - byggingarreglugerðir Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar LbhÍ Haldið 19. feb. hjá LbhÍ í Reykjavík

Getum við bætt arðsemi í rekstri kúabúa? Sindri Sigurgeirsson bóndi og Bernhard Þór Bernhardsson svæðis-stjóri Arion banka á Vesturlandi Haldið 21. feb. hjá LbhÍ á Hvanneyri

Vinnuverndar og réttinda-námskeið fyrir bændur Í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsambönd um land allt Starfsmenn fræðsludeildar- og vinnu-véladeildar Vinnueftirlitsins kenna Hefst 26. feb. við Höfn Hefst 5. mars við Egilsstaði Hefst 11. mars í Aðaldal Hefst 19. mars við Þórshöfn

Trjá og runnaklippingar Einar Friðrik Brynjarsson skrúðgarð-yrkjumeistari og kennari við LbhÍ Haldið 2. mars hjá LbhÍ í Hveragerði

Íslenska landnámshænan Júlíus Már Baldursson bóndi Haldið 16. mars hjá LbhÍ, Hveragerði

Endurmenntun LbhÍ Járningar og hófhirða Sigurður Oddur Ragnarsson járninga-meistari og bóndi á Oddsstöðum Hefst 12. jan. hjá LbhÍ í Borgarfirði

Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir Hefst 18. jan. í Grímsnesi Hefst 8. feb. í Grímsnesi Hefst 8. mars á Hallormsstað

Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Björgvin Örn Eggertsson skógfræð-ingur hjá LbhÍ og Böðvar Guðmunds-son skógtæknir hjá Suðurlands-skógum Hefst 22. jan. hjá LbhÍ í Hveragerði

Ostagerð - heimavinnsla mjólkurafurða Í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga og Austurbrú Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur Haldið 26. jan. á Húsavík Haldið 9. feb. á Höfn í Hornafirði

Getum við bætt arðsemi í rekstri sauðfjárbúa? Sindri Sigurgeirsson bóndi og Bernhard Þór Bernhardsson svæðis-stjóri Arion banka á Vesturlandi Haldið 14. feb. hjá LbhÍ á Hvanneyri

Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid

Skráning fer fram á [email protected] eða í síma 433 5000

Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid

Broadcrown er leiðandi fyrirtæki yfir sjálfstæða framleiðendur rafstöðva, sem þýðir að þeir

eru ekki bundnir við einn vélaframleiðanda, enda bjóða þeir vélar t.d. frá Volvo, John Deere,

Yanmar, Perkins og Cummins. Broadcrown byggir á 30 ára reynslu á markaði.

Rafstöðvarnar koma með mjög notendavænum stjórnbúnaði frá Deep Sea Electronics.

Stærðir frá 6kVA – 3350kVA

Frábær gæði – góð verð og stuttur afgreiðslutími.

Drangahraun 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 544 2045 • www.aflhlutir.is

Vara-Rafstöðvar fyrir bændur og verktaka

BændablaðiðKemur næst út24. janúar FG Wilson er nú stærsti

og virtasti framleiðandi rafstöðva í Evrópu.

Dísilvélin er frá Perkins og rafallinn frá Leroy Somer.

Nær 200 rafstöðvar hafa verið seldar hér á landi og um 30 frá miðju ári 2011.

Ráðgjöf, sala og uppsetning rafstöðva er okkar fag.

Impex ehf.Smiðjuvegur 28, 200 Kópavogur - s. 534-5300 www.impex.is

Sunbeam-Oster fjárklippurSunbeam-Oster fjárklippurVarahlutaþjónusta og sala á fjárklippum.

Startarar, alternatorar, varahlutaþjónustasími: 696-1050 netfang: oksparesimnet.is

16 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Um áramótin urðu breytingar á högum Halldórs Runólfssonar, en þá lét hann af embætti yfirdýrlæknis eftir 15 ára starf. Halldór hefur tekið við embætti skrifstofustjóra afurða í atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneytinu, nýju embætti sem stofnað var til við sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytis í hið nýja ráðuneyti. Undir skrifstofu afurða heyra m.a. verkefni tengd búvöruframleiðslu, matvæla-framleiðslu og matvælaöryggis, fæðuöryggis, dýra- og plöntu-sjúkdómar og dýravelferð. Má því segja að Halldór sé ekki að söðla algjörlega um starfsvettvang.

Bændablaðið tók Halldór tali og ræddi við hann um þau verkefni sem hæst hafa borið á þeim 15 árum sem hann sinnti starfi yfirdýralæknis. Halldór segir að embættið hafi tekið miklum stakkaskiptum á þessum tíma. „Í raun hefur embættið gengið í gegnum þrjár stórar stofnana-, kerfis- og lagabreytingar. Um aldamótin gengu í gildi ný lög um dýralækna þar sem héraðsdýralæknum var fækkað úr 26 í 14 ásamt mjög miklum breytingum öðrum. Það var líka stigið fyrsta skrefið í því að gera héraðsdýralæknaembætti eingöngu að eftirlitsembættum, á Suðurlandi, Akureyri og Skagafirði. Við þetta þurfti að gjörbreyta embætti yfirdýralæknis. Næsta breyting sem varð var síðan sameining embætta í Landbúnaðarstofnun 2006, sem síðan varð að Matvælastofnun (MAST) 2008 þegar matvælaeftirlit á vegum ríkisstofnanna var sett undir einn hatt. Þriðja stóra breytingin varð síðan 1. nóvember 2011 þegar héraðsdýralæknaembættum var enn frekar fækkað og þeir gerðir alfarið að opinberum eftirlitsmönnum, en ekki praktíserandi dýralæknum samhliða. Allt hefur þetta að mínu mati verið til góðs. Ég tel hins vegar að það ætti að sameina matvælaeftirlitið algjörlega, þ.e. heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna við MAST. Það myndi einfalda og gera eftirlitið skilvirkara. Ég hef verið þessu fylgjandi lengi en það hefur ekki verið pólitískur vilji til þess.“

Gagnrýni á breytingar á dýralæknaþjónustu

– Matvælastofnun fékk gríðarlega gagnrýni á sig fyrir breytingarnar á dýralæknaþjónustunni í lok árs 2011. Var það ómaklegt að þínu viti?

„Það var mikil tregða í stjórnsýslunni að ganga frá öllum þeim málum sem þurfti að ganga frá við þessar breytingar og þetta ferli tók allt mjög langan tíma. Það tók sömuleiðis afar langan tíma að ganga frá fjárframlögum sem áttu að standa undir kostnaði við þjónustudýralæknakerfið. Ég skil vel að þetta ferli hafi verið gagnrýnt af bændum en ástæður þess að hlutirnir gengu hægt fyrir sig lágu í stjórnsýslunni. Það er eitthvað sem stofnunin réð ekki við.“

-En nú er mikil óánægja hjá bændum úti um land vegna þessara breytinga, ekki síst vegna þess hversu stórum svæðum þjónustudýralæknum er ætlað að sinna. Finnst þér samt sem áður að þessi breyting hafi tekist vel?

„Það er alveg rétt að svæðin eru stór og auðvitað verða alltaf hnökrar við breytingar af þessu tagi. Heilt yfir held ég samt að þetta hafi tekist þokkalega vel en það hefur tekið nokkurn tíma, það viðurkenni ég. Það eru öflugir dýralæknar sem nú eru að sinna þessari þjónustu og ég vonast til að hún verði í lagi hér eftir.“

Nauðsynlegt að uppfylla kröfur

– Það hafa verið uppi raddir um að með stofnun MAST hafi flækjustig vaxið, skrifræði hafi aukist og kostnaður sömuleiðis. Hvernig svarar þú þessari gagnrýni?

„Bændur verða að skilja að til að

hægt sé að selja þeirra framleiðslu á markaði, bæði hér heima og erlendis, verður að uppfylla kröfur sem settar eru. Til þess þarf eftirlit og skýrsluhald og því fylgir skrifræði. Dæmi um þetta eru einstaklingsmerkingar gripa sem var nú töluvert gagnrýnt á sínum tíma. Hins vegar er það kerfi grundvöllurinn að rekjanleika afurða og þetta snýr því að matvælaöryggi. Með einstaklingsmerkingum er til að mynda hægt að tryggja að ekki fari á markað afurðir með lyfjaleifum, sem ég held að við hljótum öll að vera sammála um að sé nauðsynlegt. Það þarf utanumhald í kringum þetta allt saman og menn verða að átta sig á því að þetta er partur af þróuninni. Þetta er grundvöllur að auknum útflutningi á búvörum og nauðsynlegt. Auðvitað skil ég gagnrýni á aukinn kostnað. Hins vegar er það svo að eftirlitsgjöld af þessu tagi endurspegla bara kostnaðinn við eftirlitið, ef ekki þá verður hallarekstur á þessu og það getur auðvitað ekki gengið.“

Þungt að horfa upp á brotgegn dýrum

Halldór segir að eitt stærsta málið sem hann hafi lagt áherslu á sem yfirdýralæknir hafi verið samræming á málefnum tengdum dýravelferð. Hann fagnar því að nú sé útlit fyrir að að ný lög um dýravelferð séu að verða að veruleika, sem og ný lög um búfjárhald. Með þeim verði dýravernd komið á hendur eins ráðuneytis, einnar stofnunnar og með skýrari lagabókstaf en fyrir því hafi hann barist árum saman. Hann segir það hins vegar þyngra en tárum taki að horfa upp á þau brot á dýravelferð sem upp hafi komið á síðustu árum, en mörg þeirra hafi verið mjög alvarleg. Það verði að vera hægt að bregðast fyrr við, áður en í óefni sé komið. „Það sem þarf að gera er að reyna að koma upp einhvers konar viðvörunarkerfi, að það sé hægt að bregðast fyrr við. Bændur, eins og aðrir, geta lent í andlegum vandræðum en í þeirra tilfelli bitnar það líka á dýrunum og er því sínu alvarlegra. Það var auðvitað skelfilegt síðasta vetur að það skyldi þurfa að lóga fjölda dýra á tveimur bæjum vegna þess að ekki var hægt að bata þau. Þá er þetta gengið allt of langt.“

-En nú hefur verið gagnrýnt upp á síðkastið að með þessum breytingum verði fallið frá árlegum vorskoðunum og einungis verði tilviljunarkenndar heimsóknir. Það gæti þá þýtt að ekki yrði komið á suma bæi árum saman. Er það áhyggjuefni að þínu mati?

„Það má auðvitað ekki ske. Allt þetta eftirlit á nú að verða sem mest áhættumiðað. Við vitum auðvitað að það eru til bændur þar sem hlutirnir eru alltaf í góðu lagi. Þá eru menn hugsanlega að spara mannskap í slíkt eftirlit en nota hann frekar í

önnur verkefni og aukið eftirlit þar sem þarf á að halda. Það er spurning um uppsetningu á áhættuflokkum, t.a.m. um aldur eða minni þátttöku í skýrsluhaldi.“

– En er verið að vinna að slíkri flokkun?

„Það er verið að vinna að því að búa til ákveðna flokkun af þessu tagi. Sömuleiðis þarf að ná betra sambandi við starfandi aðila á svæðum, sjálfstætt starfandi dýralækna, lækna, félagsráðgjafa. Þetta eru allt saman aðilar sem á að vera hægt að nýta samskipti við.“

-Er það þessara aðila að sinna eftirliti með dýravelferð? Á að leggja ábyrgð af þessu tagi á herðar fólks sem ekki starfar beint að málum sem snerta dýravernd?

„Það verður auðvitað að hafa í huga persónuverndarþáttinn í þessum efnum, mikil ósköp. Það er hins vegar allra að tilkynna um slæma meðferð á dýrum. Þetta er eins og barnaverndarmál, það á ekki að þegja yfir þeim og ekki heldur málefnum tengdum dýravernd. Ég held að þessi mál séu á betri leið með þeim breytingum sem eru að verða. Búfjáreftirlitsmenn verða nú starfsmenn héraðsdýralækna og það mun styrkja þau samskipti en vitanlega verða allir, hér eftir sem hingað til, að leggjast á eitt í þessum efnum.“

Dómstóla skortir skilning á dýraverndarmálum

– Þú segir að þetta, dýraverndin, sé eitt af þeim stóru málum sem þú hafir lagt áherslu á í þínu starfi. MAST hefur legið undir gagnrýni fyrir að beita sér ekki með meira afgerandi hætti í þessum efnum. Er það ósanngjörn gagnrýni?

„Já og nei. Ég held að það sé fullur vilji hjá öllum starfsmönnum til að gera vel í þessum efnum en það eru takmarkanir, eins og skortur á mannskap, sem hafa valdið því að það virðist ganga erfiðlega að taka á málum. Það eru hins vegar mörg mál sem hefur verið eytt alveg óhemju tíma og vinnu í. Samt gengur illa að ná viðunandi árangri í þeim. Eftir mikla vinnu stofnunarinnar eru málin kannski kærð og hvað kemur ú túr því? Viðkomandi fá sekt og heldur svo áfram. Við viljum gera kröfur um að fólk verði dæmt frá því að halda dýr en dómstólarnir hafa ekki brugðist við þeirri kröfu. Það sem nú er að gerast með nýjum dýraverndarlögum er að við höfum nú betri þvingunarúrræði en við verðum samt sem áður upp á dómstólana komin. Þar hefur mér hreinlega fundist vanta skilning á dýraverndarmálum.“

-Finnst þér löggjöfin hafa verið með þeim hætti að dómstólar hafi getað brugðist við með þessum hætti sem þú nefnir hér að framan?

„Þegar við höfum lent í erfiðustu

málunum, þegar þurft hefur að lóga skepnum nánast samdægurs, hafa lögin dugað. Allur ferill stofnunarinnar hefur verið réttur að þessu leyti. Það sem okkur gremst er að þegar búið hefur verið að sýna fram á það með óyggjandi hætti að verið sé að fara illa með dýr hafa dómstólarnir ekki fallist á þær kröfur okkar að fólk verði svipt leyfi til dýrahalds. Það er mín skoðun að það ættu að setja skilyrði um að hrossa- og sauðfjárbúskapur ætti að verða starfsleyfisskyldur líkt og er með aðrar búgreinar. Því miður hefur hagsmunagæsla hamlað því. Það eru búgreinasamtök þessara greina sem hafa lagst gegn því og það er mjög miður. Þetta eru matvælaframleiðendur, hrossabændur og sauðfjárbændur. Af hverju ættu þeir ekki vera starfsleyfisskyldir eins og t.d. kúabændur? Þessi mál, matvælaframleiðsla og dýravelferð eru nátengd og því er hangir þetta saman,“ segir Halldór en leggur jafnframt áherslu á að í langflestum tilfellum séu hlutirnir auðvitað í góðu lagi.

Tekur áratugi að hreinsa landið af riðu

Að mati Halldórs þurfa Íslendingar að búa sig undir að hingað til lands berist nýir búfjársjúkdómar í nánustu framtíð. Halda verði áfram að móta viðbragðsáætlanir í þeim efnum en slík vinna hefur nú um nokkurt skeið verið í gangi hjá embætti yfirdýralæknis. Hann leggur hins vegar áherslu á að alls ekki megi leyfa innflutning á lifandi dýrum til landsins, það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Halldór segir að hann telji að bærilega hafi tekist að glíma við búfjársjúkdóma hér á landi síðustu 15 ár, þó áföll hafi vissulega dunið yfir. „Þegar ég tók við embætti yfirdýralæknis, árið 1997, sagði ég í viðtali við Bændablaðið að mikilvægustu verkefni embættisins væru að koma í veg fyrir að nýjir búfjársjúkdómar bærust til landsins og að fækka þeim sjúkdómum sem væru hér landlægir. Ég tel, þegar ég lít yfir þessi fimmtán ár í starfi, hafi þetta í meginatriðum tekist. Frá því eru vissulega undantekningar sem erfitt hefur verið að eiga við. Hrossapestirnar 1998 og 2010 réðum við ekki við því miður en heilt yfir hefur þetta tekist nokkuð vel. Við höfum til að mynda samið viðbragðsáætlanir við því að hingað til lands berist skæðir sjúkdómar, eitthvað sem ekki var til áður. Varðandi riðu sérstaklega hefur ekki komið upp svokölluð klassísk riða frá árinu 2010 og mikið dregið úr riðutilfellum frá því sem áður var. Við höfum því miður verið að fá upp þetta norska afbrigði, NOR98 riðuna, en menn eru þó að komast á þá skoðun að hún sé ekki eins hættuleg og klassíska riðan. Þrátt fyrir að það hafi náðst allnokkur árangur í baráttunni

við riðu má hvergi slaka á. Þetta er þannig smitefni að það mun taka mjög langan tíma að hreinsa landið af því, ég er að tala um áratugi og því má alls ekki slaka á þessum efnum.

Hvað aðra sjúkdóma varðar hefur tekist að halda garnaveiki niðri, fyrst og fremst með bólusetningum. Fjárkláða hefur tekist að útrýma að fullu með aðgerðum á Norðurlandi vestra á árunum 2002 til 2004. Í hvíta kjötinu hefur verið aukið við bólusetningar gegn sjúkdómum með góðum árangri, sem hefur aftur dregið úr notkun á fúkkalyfjum við sjúkdómum. Það hefur sömuleiðis verið gert í fiskeldinu og hefur skilað sér mjög vel. Hvað varðar salmonellu og camphylobakter í alifuglum hefur náðst talsverður árangur í þeim efnum og með samstilltu átaki hefur tekist á síðari árum að koma í veg fyrir að sýkt kjöt berist á markað og þar með í fólk. Við glímum vissulega ennþá við þessar sýkingar í fuglunum en þær hafa ekki borist í fólk nú á síðustu árum.“

Ekki má leyfa innflutninglifandi dýra

– Óttastu að hingað til lands berist á næstu árum nýir sjúkdómar sem við fáum ekki við ráðið? Hvaða skoðun hefur þú t.a.m. á þeim hluta aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem snýr að innflutningi á lifandi dýrum?

„Evrópusambandið hefur alla tíð gert þá kröfu að við tökum yfir alla löggjöfina um innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti. Fram til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir að hingað séu flutt inn lifandi dýr. Við vitum að það eru ýmsir sjúkdómar í Evrópu sem gætu borist hingað til lands með innflutningi á lifandi dýrum og undanfarin ár hafa að miklu leyti snúist um það hjá mér að vinna í þessum málum. Ég segi að það sé algjört forgangsatriði að við fáum undanþágu frá innflutningi lifandi dýra. Við höfum sérstöðu með okkar einangruðu búfjárstofna. Í Evrópu er fjöldi sjúkdóma sem að gerir engan usla þar, þar eru stofnar með áratuga eða jafnvel ár hundruða ónæmi gegn þeim sjúkdómum. Ef þeir hins vegar bærust hingað til lands myndi það geta haft geigvænlegar afleiðingar fyrir okkar dýrastofna. Nægir þar að nefna hóstapestina sem kom upp í hrossunum, veikindi sem eru þekkt úti í Evrópu en hafa ekki valdið stórkostlegu tjóni þar. Svo eru aftur aðrir sjúkdómar sem að geta borist hingað með hlýnandi loftslagi, sjúkdómar sem við munum illa geta varið okkur fyrir eins og hugsanlega blátunguveiki. Við verðum bara að vera tilbúin til að bregðast við þeim sjúkdómum ef þeir berast hingað.“

Halldór segist skilja sáttur við embætti yfirdýralæknis eftir þessi fimmtán ár. „Ég hef haft það að leiðarljósi að hjálpa góðum málum áfram. Í þessu nýja starfi, sem skrifstofustjóri afurða, mun ég væntanlega halda áfram að vinna að svipuðum málum og gera mitt besta í þeim efnum áfram.“ /fr

Halldór RunólfssonFæddur 7. mars 1948 í Gunnarsholti á RangárvöllumNám í dýralækningum við Edinborgarháskóla 1968-1973.Meistaranám við Edinborgarháskóla 1983-1984 í dýraheilbrigðis- og matvælaeftirliti fyrir dýralækna. Diplóma í Opinberri stjórnun og stjórnsýslu við Endurmenntun Háskóla Íslands 2002-2003.Yfirdýralæknir 1997-2012. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 1991-1997.Deildarstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins 1984-1991.Héraðsdýralæknir í Kirkjubæjarklaustursumdæmi 1974-1983.

Halldór Runólfsson lætur af starfi yfirdýralæknis eftir 15 ára starf:

Dýraverndin stærsti málaflokkurinn– tekur við embætti skrifstofustjóra afurða hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Mynd / fr

17Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Það er mikils virði að eiga heilbrigða búfjárstofna. Riðuveiki í sauðfé er einn þeirra sjúkdóma sem hafa valdið mestum búsifjum á undan-förnum árum. Sem betur fer hefur ekki fundist dæmigerð riðuveiki í kindum á því ári sem nú er að líða né á næstliðnu ári. Þau tilfelli sem hafa fundist síðast hafa uppgötvast vegna þess að eigendur kindanna hafa séð á þeim sjúkdómseinkenni og látið vita af þeim. Það er greinilegt að bændur vita best sjálfir að hér er um vágest að ræða sem mikilvægt er að kveða niður. Það er öllum fyrir bestu að halda vöku sinni og það er von til þess að árangur sé að nást vegna þess að það er verið á vakt og það er fullur vilji til þess að standa vaktina.

Riðustaða varnarsvæðanna hefur verið metin

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

1. Ósýkt varnarsvæði

- Vesturlandshólf- Snæfellsneshólf- Dalahólf- Vestfjarðahólf eystra- Vestfjarðahólf vestra- Miðfjarðarhólf- Grímseyjarhólf- Eyjafjarðarhólf - Suðausturlandshólf- Öræfahólf

- Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafellssýsluhólf- Rangárvallahólf- Grímsnes- og Laugardalshólf - Vestmannaeyjahólf

2. Sýkt varnarsvæði

- Vatnsneshólf - Húnahólf- Skagahólf - Héraðshólf - Austfjarðahólf- Suðurfjarðahólf- Hreppa- Skeiða- og Flóahólf - Biskupstungnahólf

-

3. Varnarsvæði sem eru svæðisskipt vegna sjúkdómastöðu

- Tröllaskagahólf: o Sýkt svæði: Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða. o Ósýkt svæði: Önnur svæði í hólfinu.

- Landnámshólf: o Sýkt svæði: Sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Ár borg og Grafningur í Grímsnes og Grafnings

hreppi.

o Ósýkt svæði: Önnur svæði í hólfinu.

- Norðausturhólf: o Sýkt svæði: Jökuldalur og Jökulsárhlíð austan (sunn an) Smjörfjallalínu. o Ósýkt svæði: Önnur svæði í hólfinu.- Skjálfandahólf: o Ósýkt svæði: Skútustaða hreppur og Engidalur og Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan. o Sýkt svæði: Önnur svæði í hólfinu.

--

-

-

Garnaveiki

-

-

-

-

-

Breyting á litamerkingum sauðfjár

-

Staða riðu- og garnaveikisýkinga í varnarhólfum:

Breyting á litamerkjum í nokkrum hólfumVarnarsvæði:

1. Landnámshólf 2. Vesturlandshólf 3. Snæfellsneshólf 4. Dalahólf 5. Vestfjarðahólf eystra 6. Vestfjarðahólf vestra 7. Miðfjarðarhólf 8. Vatnsneshólf 9. Húnahólf 10. Skagahólf 11. Tröllaskagahólf 12. Grímseyjarhólf 13. Eyjafjarðarhólf 14. Skjálfandahólf 15. Norðausturhólf 16. Héraðshólf 17. Austfjarðahólf 18. Suðurfjarðahólf 19. Suðausturlandshólf 20. Öræfahólf 21. Eyjafjalla- og Vestur- Skaftafellssýsluhólf 22. Rangárvallahólf 23. Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf 24. Biskupstungnahólf 25. Grímsnes- og Laugardalshólf 26. Vestmannaeyjar

Litamerking búfjár á ÍslandiSvæðaskipting

Matvælastofnun, Tilraunastöðin á Keldum, Sauðfjársæðingastöðvar og Fjárborg í Reykjavík

1

23

4

55

56

2324

25

22

7

8

9

10

1111

13

14

15

15

15

16 17

18

19

2021

21

2121

26

12

66

15

19

21

22

22

Þorsteinn Ólafsson

Sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma

Riðu- og garnaveikisýkingar

Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum

Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: [email protected] vefslóð: www.hak.is

Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum.Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur.

Bensínknúnar dælur með Honda-mótorum, allt að 4”Dídildrifnar dælur í mörgum stærðum.

18 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

FróðleiksbásinnVilmundur Hansen garðyrkjufræðingur

Í mínum huga minnir bóndarósin (Paeonia) frekar á fallega heima-sætu í sveit, eilítið bústna og rjóða í kinnum, en íslenskan bónda, þrátt fyrir að nafnið sé búsældar-legt. Nafnið bendir aftur á móti til þess að fyrstu bónda rósirnar í íslenskum görðum eigi uppruna sinn að rekja til Danmerkur, þar sem plantan kallast bonderose.

Sunnar í Evrópu eru bóndarósir kenndar við gríska lækninn Paion, sem samkvæmt Ilíonskviðu Hómers á að hafa grætt sár Aresar, sem hann hlaut í Trójustríðinu, með smyrslum sem unnin voru úr jurtinni. Elstu heimildir um Paion eru skráðar á leirtöflur sem fundust við forn-leifauppgröft í Knossos á eyjunni Krít og benda til þess að jurtin hafi verið notuð til lækninga frá því á tímum Forn-Grikkja. Kínverjar segja að bóndarósin sé blóm himinsins og hún er jafnframt þjóðarblóm Kína.

Bera stór blóm

Til skamms tíma tilheyrðu bónda-rósir ætt sóleyja en í dag teljast þær til sérstakrar ættar sem nefnist Paeoniaceae eða bóndarósarætt. Innan ættkvíslarinnar Paeonia eru

skiptast í jurtir og runna. Innan hverra tegundar er svo fjöldi yrkja sem áhugamenn um bóndarósir hafa ræktað upp.

Flestar ef ekki allar bóndarósir bera stór blóm sem eru til í fjöl-breyttum litum. Hvít, gul, bleik, rauð og allt þar á milli. Lögun blóma er líka fjölbreytt og geta þau verið einföld upp í það að vera fyllt. Sumar bóndarósir auka enn á fegurð sína með því að gefa frá sér góðan ilm og voru krónublöð þeirra í eina tíð notuð til ilmvatnsgerðar. Bóndarósir eru fallegar sem afskorin blóm í vasa.

Sú bóndarós sem algengust er í görðum hér á landi kallast Paeonia officinalis á latínu og finnst villt við Miðjarðarhafið og á grísku eyjunum í Eyjahafinu. Tvær tegundir bóndarósa finnast villtar í Norður-Ameríku en flestar eiga þó náttúruleg heimkynni í Mið-Asíu og Kína.

Meira en 2.000 ár í ræktun

Ræktun bóndarósa á sér langa sögu í Kína þar sem þær voru í miklum metum í görðum keisaranna, bæði sem augnayndi og sem lækningarjurt-ir, og má finna heimildir um ræktun þeirra að minnsta kosti tvöþúsund ár aftur í tímann. Ræktunarafbrigðin skiptu hundruðum og mikil áhersla var lögð á fjölbreytni lita og blóm-lögun. Kínverjar gáfu plöntunum nöfn sem tengdust litnum en inni á milli mátti finna skondin heiti eins og Drukkna hjákonan. Á Tang-skeiðinu (618 til 906) naut bónda-rósin sérstakrar verndar keisaranna og jókst útbreiðsla hennar mikið. Plantan þykir enn í dag ómissandi til lyfjagerðar og er talin lækna flest mannamein. Bóndarósin skipar einn-ig veglegan sess í bókmenntum og listum í Kína. Ort eru ljóð um fegurð hennar og hún er mikið notuð sem mótíf til skreytinga á postulín, í mál-verk, vefnað, útsaum og til útskurðar.

Í borginni Lijang í Yunnan-héraði gróðursetur fólk bóndarósir í garð-inum sínum og býður til veislu og borðar úti undir skrúða blómstrandi bóndarósarunna sem geta náð allt að sex metra hæð. Elstu bóndarós-arrunnarnir sem vitað er um í Kína eru farnir að nálgast fimmta hundr-aðið og stærsta blómið sem mælst hefur var tuttugu og átta sentímetrar í þvermál.

Vörn gegn illum öndum

Fyrstu nytjar manna af bóndarós í Evrópu tengjast að öllum líkindum lækningum. Grikkir til forna nýttu alla hluta jurtarinnar til lækninga og var hún talin jafngóð til að lækna geðveiki, tannpínu, gallsteina, slæmar draumfarir, getuleysi og losa konur undan barnsnauð. Fræ plöntunnar voru þrædd upp á band og börn látin bera þau um hálsinn til að bægja burt hinu illa auga og vondum öndum. Öruggast þótti að safna jurtinni á nóttinni því sagt var að bóndarósin nyti verndar spætunnar og að nóg væri að spætan sæi til þegar henni var safnað til að gera lækningamátt plöntunnar að engu eða gera hana jafnvel hættu-lega.

Bóndarósir á Íslandi

Fyrstu runnabóndarósirnar bárust til Evrópu frá Kína árið 1789 og var það Sir Joseph Banks, stofnandi Kew-grasagarðsins í London, sem fékk þær sendar. Banks var mikill Íslandsvinur og ferðaðist um landið 1772. Lærlingur hans William Jackson Hooker, síðar forstöðumaður Kew-garðsins, var með í för þegar Jörgen Jörgensen hundadagakonungur kom til Íslands. Sagan segir að Hooker hafi verið að safna plöntum á hæðinni þar sem Landakotskirkja stendur í dag á meðan Jörundur tók völd.

Ekki er vitað með vissu hver var fyrstur til að flytja bóndarósina til Íslands en óneitanlega kemur Jón Rögnvaldsson, fyrrum forstöðumað-ur Lystigarðsins á Akureyri, sterk-lega til greina. Bóndarósir hafa verið

lengi í ræktun á Akureyri og þrífast vel. Það er þó allt eins mögulegt að einhver áhugasamur ræktandi hafi flutt fræ eða rótarhnúð með heim í siglingu í kringum seinni heimsstyrj-öldina og að „íslenska“ bóndarósin sé afkomandi hennar. Í dag eru um þrjátíu tegundir bóndarósa í ræktun hér á landi og þar af nokkrar runna-bóndarósir.

Sérvitrar og langlífar

Bóndarósir eru yfirleitt auðveldar í ræktun eftir að þær hafa komið sér fyrir. Plantan er langlíf og líður best ef hún fær að standa lengi óhreyfð á sama stað. Plönturnar geta orðið fyrirferðarmiklar með tímanum og því best að ætla þeim gott pláss strax í upphafi. Þeim líður best í þurrum,

djúpum, frjósömum og eilítið basísk-um jarðvegi. Jurtkenndar bóndarósir geta orðið 50 til 100 sentímetrar á hæð, allt eftir tegund, og er vöxtur þeirra kúlulaga. Vegna þunga blaða og blóma eiga plönturnar eiga það til að leggjast út af fái þær ekki stuðn-ing. Blómgun á sér yfirleitt stað í lok júní og fram í júlí en að henni lokinni skartar plantan fallegum blaðskrúð.

Auðvelt er að fjölga bóndarós með skiptingu en einnig má rækta nýjar plöntur af fræi.

Fræ bóndarósarinnar hefur harða skurn og getur verið lengi að spíra og gott að rispa fræið með hníf eða sandpappír fyrir sáningu og flýta þannig fyrir vatnsupptöku þess. Fræið þarf að fara í gegnu hita- og kuldaskeið áður en það tekur við sér og spírun tekur yfirleitt ár.

Ef skipta á bóndarós skal grafa upp rótina í heilu lagi að hausti í lok ágúst eða byrjun september, og kljúfa hana í hluta allt eftir stærð. Gætið þessa að það sé að minnsta kosti eitt brum á hverjum hluta. Bóndarósir hafa gildar forðarætur sem geta orðið mjög stórar og legið djúpt hafi plantan fengið að vaxa lengi á sama stað. Eftir að búið er að kljúfa rótina skal koma hlutunum fyrir í vel unnum, frjóum og góðum jarðvegi sem blandaður hefur verið með búfjáráburði að minnsta kosti fjörutíu sentímetra niður. Þegar rótarbút af bóndarós er komið fyrir í jarðvegi verður að gæta þess að stinga honum ekki of djúpt í mold-ina. Fjórir til fimm sentímetrar undir yfirborðinu er passlegt en sé stungið dýpra er plantan lengur að koma upp og það tefur fyrir blómgun. Sé aftur á móti stungið grynnra getur rótin skemmst vegna vetrarkulda. Ræturnar þola alls ekki að standa í bleytu og fúna fljótlega við slíkar aðstæður.

Bóndarósir skjóta fyrstu sprotun-um upp snemma á vorin og því getur reynst nauðsynlegt að skýla þeim ef það kemur kuldakast. Einnig er nauðsynlegt að skýla viðkvæmustu tegundunum yfir veturinn að minnsta kosti á meðan þær eru litlar.

Garðyrkja & ræktun

Drukkna hjákonan

Gleðilegt árUm svipað leiti í fyrra birti ég hér grein um sáningu og uppeldi sumarblóma og kryddjurta og tel því óþarfi að endurtaka það efni. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast um sáningu er bent á síðuna Ræktaðu garðinn þinn á Facebook en þar er mikið spáð og spjallað um sáningu og uppeldi plantna á þessum árstíma.

Fræ og fræbelgir bóndarósar.

19Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Júgurbólga er einn helsti tjóna-valdurinn á kúabúum dagsins í dag og er svo um allan heim. Þess vegna er þetta einn mest rann-sakaði sjúkdómurinn í nautgripa-ræktinni í dag.

Eitt af því sem rannsóknum ber saman um er að gott hreinlæti og nákvæmni við mjaltir er hægt að setja í beint samhengi við lága tíðni á nýsmiti júgurbólgu og þar með lágt tankmeðaltal frumutölu. Skýringin felst meðal annars í því að hátt hlut-fall nýrra smita vegna Staphylococcus aureus bakteríunnar má rekja til smits við mjaltir og hefur verið sýnt fram á að með því að viðhafa gott hrein-læti við mjaltirnar má stórlega draga úr þessu smiti. Eitt allra einfaldasta og auðveldasta ráðið til þess að auka framangreint hreinlæti er að nota hanska við mjaltir. Hér á landi hefur ekki verið gerð könnun á því hve útbreidd notkun á hönskum er við mjaltir, en víða erlendis er þetta hlutfall um 50% og ekki ólíklegt að svipuð staða sé hérlendis.

Hendurnar miklir smitberar

Víða erlendis hafa verið gerðar rannsóknir á smitleiðum algengustu baktería sem valda júgurbólgu hjá kúm og ein af hinum algengari smit-leiðum er hendur þeirra sem mjólka. Það kemur vafalítið fáum á óvart að smit geti borist með höndum enda var fyrsta tilgátan um smitbera tengd við hendur og skort á handþvotti fyrir 165 árum. Það var hinn vanmetni ungverski læknir Ignaz Semmelweis sem gerði sér grein fyrir því, fyrstur manna í heiminum, að hendur væru alvarlegur smitberi á sjúkrahúsum og þó svo að Ignaz hafi væntanlega ekki haft miklar áhyggjur af júgurbólgu hjá kúm stendur kenning hans enn vel fyrir sínu: gott hreinlæti á höndum dregur stórlega úr smiti.

Sláandi áhrif hanskanotkunar

Í Hollandi var gerð rannsókn á áhrifum noktunar á hönskum á fjölda baktería og kom í ljós að bæta mátti verulega hreinlæti við mjaltir með því að nota hanska eða sótthreinsa hend-urnar á milli þess sem kýrnar voru meðhöndlaðar, eins og sjá má af með-fylgjandi mynd. Rannsóknin fór fram í nokkrum fjósum og var framkvæmd þannig að þegar bóndi var búinn að mjólka hóp af kúm í mjaltabás stakk hann höndumnum í hanska sem í voru 50 ml af saltvatni (0,9%). Eftir eina mínútu var vökvanum safnað í til-raunaglas og bakteríurnar í vökvanum taldar (sýni nr. 1). Næst var sama ferli endurtekið en nú voru hendurnar fyrst hreinsaðar með sótthreinsik-lútum fyrir mjaltirnar (sýni nr. 2). Þriðja sýnið var svo tekið í kjölfar þess að bóndinn notaði hanska við mjaltirnar en sótthreinsaði þó ekki hanskana á milli kúahópanna. Sýni númer fjögur var svo fengið með því að bóndinn mjólkaði með hönskum og sótthreinsaði jafnframt hanskana

á milli kúahópanna og eins og sjá má af myndinni skilaði það langbestum árangri.

Allt að 98% fækkun baktería

Niðurstöðurnar sýndu vel hve mikil-vægt hreinlætið er við mjaltirnar. Þannig kom t.d. í ljós að með því að nota hanska og sótthreinsa þá á milli hvers hóps kúa sem kom inn í mjaltabásinn var nánast hægt að eyða bakteríunum að fullu. Mælingarnar sýndu að bakteríunum fækkaði um 98% miðað við að hvorki sótthreinsa né nota hanska, þ.e. munurinn á sýni eitt og fjögur. Þá sýndu mælingarnar einnig að við það eitt að sótthreinsa

hendurnar mátti fækka bakteríunum um 85% en ef sótthreinsun var hins vegar sleppt og bara notaðir hanskar fækkaði bakteríunum um 75%.

Ermahlífar einnig mikilvægar

Eitt af því sem hafa þarf hugfast þegar byrjað er að nota hanska er einnig að forðast að ermar vinnufatnaðarins séu óhreinar. Það er þannig tilgangslítið að vera með hanska á höndum ef fremsti hluti ermanna á vinnugallanum er haugskítugur enda erfitt að koma í veg fyrir að ermarnar snerti spenana sem næst eru líkamanum við þvott á þeim sem fjærst eru. Vinnufatnaðurinn á því alltaf að vera hreinn og ein leið

til þess að halda ermunum hreinum er að nota svokallaðar ermahlífar. Þær eru til bæði einnota og margnota og eru seldar, eins og mjaltahanskarnir, í helstu sérvöruverslunum fyrir þá sem eru í mjólkurframleiðslu.

Vanda þarf val á hönskum

Þegar hanskar eru keyptir er mikil-vægt að kaupa kórrétta stærð, því ella verður notkun þeirra bæði önug og í raun ómöguleg. Of litlir hanskar rifna mun oftar og of stórir hanskar gera alla vinnu við spenaþvott og meðhöndlun mjaltatækjanna erfiða. Eitt er svo að kaupa rétta stærð, og hitt að venja sig á að mjólka með hönskum. Það hefur reynst mörgum erfitt og er í raun átak fyrir hvern og einn. Vissulega hentar fólki misvel að nota hanska en fullyrða má að allir geta vanist því þó svo að það taki mislangan tíma. Þess má geta að í framangreindri hol-lenskri rannsókn kom í ljós að þeir bændur sem byrjuðu að nota hanska að staðaldri fengu mun mýkri húð á hendurnar og sáu vísindamennirnir sérstaka ástæðu til þess að taka fram að konur bændanna voru sér í lagi ánægðar með breytinguna!

Helstu kostir við notkun á hönskum og ermahlífum:

Kemur í veg fyrir að bakteríur og óhreinindi lendi í ójöfnum eða sprungum húðarinnar í lófum og fingrum.

Ver hendurnar gegn álagi af völd-um efnanna sem notuð eru við þvott og/eða sótthreinsun.Bakteríur eiga mjög erfitt með að festa sig við hanska.

Með því að mjólka með hönskum og sótthreina þá á milli kúa má draga úr nýsmiti af völdum bakt-ería.

Snorri Sigurð[email protected]Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku

Heimildir:Án höf., 2010. Mastitis Flash. Vol. 4 (8), Université de Montréal.Jansje van Veerseen, Alice Booij og Theo Lam (ritstjórar), 2011. M2-magazine nr. 1.Riekerink, R.G.M. ofl., 2008: Comparing bacterial counts on bare hands with gloved hands during milking (úr ráðstefnuritinu Mastitis control: from science to practice (s. 77-82).www.wikipedia.org - Ignaz Semmelweis.

Utan úr heimi

Notaðu hanska við mjaltir!

Hanskar og ermahlífar.

Traktorsdrifnar rafstöðvar10,8 KW  upp í 72 KW,  Agrowatt

Framleiðandi: Sincro á Ítalíu.

Stöðvarnar eru 4 póla (1.500 sn./mín.)  með AVR (automatic volt regulator)

AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjólkurþjóna, tölvubúnað o.fl.

Verðdæmi: (42 KWA) 33,6 KW  =  566.000 + vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430

Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: [email protected] vefslóð: www.hak.is

20 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Við upplifum nú sögulega tíma í heimi hestamennskunnar. Kreppa er í íslensku þjóðfélagi sem og í heiminum öllum. Skeggrætt er um óljósa framtíð greinarinnar þar sem verulega hefur dregið úr nýliðun og fjármálaumhverfi hestamennskunnar er verulega órökrétt. Við stöndum á kross-götum og það ekki í fyrsta skipti.

Kjarni hestamennskunnar er áhugamennska og tómstundir. Það er alveg sama hvernig við lítum á hlutina, fjármagnið kemur alltaf úr vasa áhugamannsins. Þeir sem hafa hestamennskuna að atvinnu eru háðir því að áhugamaðurinn kaupi af þeim hest eða aðra þjónustu. Einstaka sinnum kaupa aðrir atvinnumenn hest, þá annað hvort til þess að bæta sinn eigin hrossastofn, með það að markmiði að geta selt áhugamönnum betri hest, eða þá til þess að sýna sjálfan sig á keppnisvellinum og fá fyrir vikið meira að gera við að þjónusta áhugamenn. Ef við spyrjum okkur hvort við gætum lifað í nútíma þjóðfélagi án hesta er svarið undantekningalaust; já. Þrátt fyrir að mörg okkar séu haldin ólæknandi hestadellu munum við alltaf komast af án hesta, þó svo að fylgifiskur þess verði ef til vill aukinn sálfræðikostnaður.

Erlendir kaupendur

Erlendir aðilar sem leita að reiðhestum reyna oft á tíðum að komast hjá því að fjárfesta í hesti frá Íslandi, bæði sökum hættunnar á sumarexemi og eins er því miður nokkuð um að útlendingar hafi verið grátt leiknir í viðskiptum við íslenska hrossaprangara. Erlendir aðilar hafa lengi komið hingað til lands og óafvitandi látið féfletta sig af milliliðum sem hafa smurt siðlausum fjárhæðum á hesta sem þeir hafa haft í umboðssölu, eflaust til þess að hafa upp í tapið af rekstri tamningastöðvar. Oftar en ekki veldur þetta því að hesteigandinn verður af sölu sem vel hefði getað orðið af ef verðlagið hefði verið eðlilegt. Eins er þó nokkuð um að útlendingar komi hingað og sjái uppskrúfaða og botnvigtaða keppnishesta á beinni braut, sýnda af reynslumiklum reiðmanni sem gott lag hefur á því að fela vandamálin. Útlendingurinn prófar hestinn með óttablandinni virðingu fyrir hinum fræga þjálfara og endar svo á því að kaupa, enda hestinum hælt í hástert af hinum fyrrnefnda fræga þjálfara. Þegar hesturinn er síðan kominn í ný heimkynni og fær að slaka á, eðlilega járnaður, er oft fátt eftir nema stífni og taumskekkja. Algengt er að milliliðir séu á prósentu frá seljanda, sem oft á tíðum er einnig milliliður. Milliliðirnir þjónusta þannig hver annan en óþarflega oft eru hagsmunir hinna eiginlegu kúnna, þ.e.a.s. kaupandans og seljandans, ekki hafðir til hliðsjónar. Okkur ber að

fordæma ófaglega viðskiptahætti sem ekki hafa hagsmuni neytandans að leiðarljósi. Sem betur fer eru einnig til heiðarlegir aðilar í greininni sem sjá til þess að enn er eitthvað um að verið sé að selja hesta úr landi.

Nýliðun í hestamennsku

Nýliðun í hestamennsku er grundvöllur þess að greinin geti þrifist í framtíðinni. Tilgangslaust er að hafa háleit ræktunarmarkmið til lengri tíma ef enginn ætlar sér að nota hestinn í framtíðinni. Eins þjónar það litlum tilgangi að hafa háleitar hugmyndir um hvert skuli stefnt með keppnisgreinar ef fjöldi iðkenda fer niður á við. Miðað við þá nýliðun sem er í dag getum við hæglega séð að með þessu framhaldi verða þeir fáir sem íþróttina stunda eftir fimmtíu ár. Hestamannafélög víða um land starfræktu félagshesthús hér á árum áður til þess að auðvelda nýliðum aðgengi að íþróttinni. Þessi hesthús eru í dag meira og minna seld eða í útleigu til einstaklinga. Fjöldi krakka sækir reiðnámskeið á sumrin, en eiga þess ekki kost að byrja í hestamennsku þar sem foreldrar hafa ekki efni á því að kaupa reiðhest fyrir fleiri hundruð þúsund. Einnig hafa þeir ekki heldur sambönd og vita því ekki hvert þeir eiga að snúa sér til þess að verða við óskum barnsins um að stunda íþróttina yfir vetrartímann. Við hestamenn gleymum því gjarnan að þróun í reiðmennsku og þekkingu hefur verið gríðarleg á síðustu árum en hins vegar veit byrjandi í hestamennsku jafn lítið núna og fyrir tuttugu árum. Allir hestamenn hafa rétt á því að hafa gaman af íþróttinni, hvort sem um byrjendur er að ræða eða þá sem lengra eru komnir. Við megum passa okkur á því að okkar hugmyndir um hinn fullkomna heim reiðmennsku á íslenskum hestum tröllríði ekki samfélaginu þannig að hestamennska byrjenda og áhugamanna verði leiðinleg. Byrjendur hafa fullan rétt á því að ríða bæði hratt og illa, og jafnvel aðrir líka ef þeim svo þóknast. Byrjandinn verður líka að geta skilið eftir hverju hann er að sækjast og það má ekki vera svo óraunhæft og flókið að hann gefist upp. Óskandi er að hesturinn hljóti ekki skaða af skemmtitúrum byrjendans, en á hinn bóginn má einnig minna á að hestar atvinnumanna bíða gjarnan skaða af þeirra reiðmennsku, eins og skoðanir á lands- og Íslandsmótum sýna. Okkur finnst gaman að tala um smáatriði í reiðmennsku líkt og þau væru aðalatriði og þá gjarnan á því máli að helst þarf doktorsgráðu í geimvísindum til þess að skilja. Undantekningalaust er ógerningur fyrir almenning að átta sig á því hvað dómarinn er að horfa á, og engin leið að sjá það sem hann sér. Annað hvort er gaman í hestamennsku eða ekki. Annað hvort hefur knapinn ánægju

af reiðtúrnum eða ekki. Þetta er í raun ekki flóknara en svo. Íslenski hesturinn er reiðhestur og það ber að nota hann sem slíkan, og markmiðið ætti að vera að notkunin á hestinum bitni ekki alvarlega á hvorki andlegri né líkamlegri heilsu hans.

Áverkar og keppni

Upphaflega var gæðingakeppni hugsuð með það að markmiði að menn gætu keppt sín á milli um það hver ætti besta reiðhestinn. Síðar var farið að huga að því að reyna að verðlauna fágaða og góða reiðmennsku. Með tilkomu íþróttakeppninnar var ætlunin að áhersla skyldi lögð á fágaðar gangskiptingar og hraðastjórnun á þjálum og góðum reiðhesti sem skyldi bera sig fallega. Líklega má til sanns vegar færa að búið sé að fjarlægjast markmiðin það mikið að við vitum ekki lengur hvert við stefnum. Ef til vill líður hestum síður í keppni nú en þegar farið var af stað í upphafi. Afrakstur þess má glöggt sjá þegar skoðuð er notkun dómskalans í þessum keppnisgreinum og þá sérstaklega í íþróttakeppninni. Eðli allra dómskala er að fanga þann breytileika sem til er hverju sinni. Við sjáum fyrir okkur hvað er verst og hvað er best og einkunnir gefnar út frá því til þess að keppendur geti fengið mælikvarða á sig og sinn hest. Ef hið fullkomna er einungis til í hugarheimi dómara er augljóslega illt í efni þar sem við getum aldrei orðið ánægð með reiðhestinn okkar. Skyldi þá engan undra að knapar fari að grípa til örþrifaráða til þess að verða við sífellt vaxandi kröfum, og þar eru hagsmunir hestsins ekki hafðir að leiðarljósi.

Mikil umræða hefur verið nú síðustu tvö árin um áverka á hrossum í bæði kynbótadómi og keppni, og virðist sem áverkar fari heldur vaxandi heldur en hitt þrátt fyrir miklar umræður um vandamálið. Sýnt hefur verið fram á bein tengsl áverka á tannlausa bilinu í munni hrossa og méla með tunguboga. Athuganirnar leiða jafnframt í ljós mun á tíðni áverka milli hinna ýmsu keppnisgreina og sést þar glögglega að tíðni munnsærinda er hæst í úrslitum töltkeppninnar. Landsmót hestamanna er í fjármálakrísu og fjöldi áhorfenda virðist fara minnkandi og Íslandsmót í hestaíþróttum virðast nánast eingöngu sótt af keppendum og aðstandendum. Það er eðlilegt að við gefum okkur tíma til þess að reyna að setja hlutina í samhengi og velta fyrir okkur hvort við séum á réttri leið? Af hverju eru alvarlegir áverkar svo algengir? Af hverju sækja menn í að nota búnað sem virðist nánast án undantekninga leiða til áverka? Hvers vegna fjölgar áverkum í töltúrslitum? Ætli það geti verið að við séum komin fram úr okkur hvað varðar kröfur til hrossanna?

Ágæti hrossaræktandiFrá setningu Landsmóts hestamanna í Víðidal í Reykjavík sumarið 2012. Myndir / HKr.

Fram var lagt á Alþingi þann 13. nóvember síðastliðinn mikill ólánspappír, sem er frumvarp til breytinga á lögum nr. 61, frá árinu 2006, um lax- og silungsveiði.

Upphaf þessa máls er að síðustu ár hefur verið uppi áróður gegn þessum lögum, í þá veru að þau séu ekki nógu skilmerkileg, einkum hvað varðar starfsemi veiðifélagsdeilda. Svo rammt kvað að þessu að búið var að stöðva starf nefndar sem starfar á landsvísu að gerð arðskráa. Það byggðist á þeirri fullyrðingu, sem komin var upp, að lögin heimiluðu ekki að svona deildir settu sér arðskrár. Á sama hátt var mikið haft uppi að þær mættu ekki semja sér nýtingaráætlun eða fiskræktaráætlun. Þetta eru, í meira lagi, hæpnar fullyrðingar. Að síðustu var því haldið mjög á lofti að það stæðist ekki jafnræðiskröfur að félagsmenn deilda gætu verið að kjósa um málefni heima fyrir, sem þeir myndu jafnvel kjósa aftur um á aðalfundi félagsins. Það var látið að því liggja að þeir sem ekki væru í deildum mundu síður vera að kjósa svona og þessvegna mætti líklegast reikna með að þeirra atkvæði myndu vega léttar á aðalfundinum heldur en hinna, sem væru búnir að kjósa um þetta áður. Í það minnsta var látið skiljast að lögfræðingarnir teldu þetta mikið vandamál.

Sannleikurinn er sá að það er oft lítið að marka svona álitsgerðir lögfræðinga. Það fer að mestu eftir hugarfari þess sem biður um álitsgerðina hver niðurstaðan verður. Þeirra starf gengur oftast út á að reyna að túlka alla hluti í hag umbjóðanda sínum. Fyrir dómi er þeim það jafnvel skylt, eins þótt þeir viti að þeir séu að verja rangt mál. Þarna má líkja þeim við portkonuna, sem sættir sig við að láta hvern sem er hnauka á sér, þó henni sé það ógeðfellt. Þetta gefur launin.

Í álitsgerð Karls Axelssonar hrl. er vissulega minnst á flest sem máli skiptir, í þessum efnum, þar á meðal, oftar en einu sinni, að í núgildandi lögum segi að hver deild ráðstafi veiði í sínu umdæmi með þeim takmörkunum sem aðalfundur setur.

Þarna varð slæmur mis-skilningur hjá stjórn Veiðifélags Árnesinga, þegar hún fór að reyna að sölsa undir sig hluti, svo sem nýtingar og fiskræktaráætlanir, sem hún átti aðeins að stjórna í gegnum aðalfund. Líka má nefna gerð arðskráa. Matsnefndin var stöðvuð í að starfa fyrir deildir, hver sem stóð fyrir því og þar með var settur fóturinn fyrir Tungufljóts deild Veiðifélags Árnesinga. Það var furðulegt að vera að illskast í þessu, þar sem sami aðili semur arðskrána, í flestum tilvikum, hvort sem félag eða deild pantar og borgar þessa framkvæmd.

Í álitsgerðinni kemur einnig fram að í athugasemdum með frumvarpinu 1957, þegar þessi heimild til stofnunar deilda var sett á, hafi sagt að „heppilegt væri að veiðifélög gætu starfað í deildum, ef misjafnlega hagaði til á félagssvæði“.

Það er ekki síður nú en þá að staða svæða er ójöfn, þegar net eru orðin margfalt betri en áður. Hér má nefna Stórulaxárdeild. Hún hefur engan möguleika á að veiða þann lax sem klekst og elst upp í Ölfusá, en Ölfusingar, ásamt þeim sem búa við Hvítá, ættu hægt með að veiða allan lax

sem klakinn er í Stórulaxá. Þess heldur mætti nefna Veiðifélagið Faxa í Tungufljóti, þar sem fleiri netabæir bætast við að veiða þá fiska sem þaðan eru upp sprottnir.

Þetta er augljóslega mjög ójafnt og þeir sem áður voru að semja lög um lax- og silungsveiði gerðu sér grein fyrir þessu og reyndu að vinna gegn því með því að láta eitt veiði félag helst ná yfir allt vatnasvæðið, með yfirstjórn. Einnig með heimild til stofnunar deilda á afmörkuðum svæðum, sem ekki hafa aðstæður til að taka frá öðrum, en búa aðeins að sínu.

Í nýja frumvarpinu gætir ekki þessara sjónarmiða heldur miðar það að því að færa þeim sem bestu aðstöðuna hafa til að veiða laxinn, meiri réttindi til að gera það. Einnig verða þeir í enn betri aðstöðu til að krefjast gjalds fyrir að minnka veiðar sínar og það gæti orðið há gjaldtaka, miðað við þekkt dæmi.

Nú væri áhugavert að komast að því hvaðan þessi málarekstur er helst sprottinn.

Fyrir nokkru kom í Vísi viðtal við formann Landssambands veiðifélaga. Þar fór nú grunsamlegur málflutningur, en þar segir þó, meðal annars:

„Nýtingaráætlanir sem verið er að fjalla um í þessu frumvarpi taka aðeins til stangveiði í straumvatni, netaveiðinni er hinsvegar stjórnað með lögunum sjálfum.“

Þarna hefur formaðurinn líklega verið heldur fljótur á sér. Þetta er nefnilega mergurinn málsins. Þessar mikil vægu nýtingaráætlanir, sem deildirnar eiga að setja sér, munu aðeins snúast um stangveiðar. Neta-veiðarnar munu aðeins þurfa að lúta landslögum og hugsan-legum inngripum Fiskistofu, eða eins og segir í 28. gr. laganna, 6. málsgrein:

„Ef heimil veiðitæki samkvæmt lögum þessum þykja, að mati Veiðimálastofnunar, stofna viðgangi fiskstofns í veiðivatni í hættu, er Fiskistofu heimilt að fækka veiðivélum í því vatni.“

Fiskistofu er ekki ætlað að grípa inn í fyrr en aðstæður stofna fiskstofni í hættu, líklegast útrýmingarhættu. Þá skyldu menn íhuga hvers konar reglu þeir halda að Fiskistofa geti farið eftir, við þessa fækkun veiðivéla.

Um arðskráagerð veiðifélags-deilda segir formaðurinn:

„En fyrir því er ekki ótvíræð lagaheimild.“

Þarna er nefnilega ekkert ótvíræð óheimild, heldur var það líklegast viljinn til að bregða fæti fyrir þetta starf sem réð ferðinni, sennilega með það í huga að skapa færi á að breyta lögunum.

Þetta frumvarp er stór-hættulegt, býður upp á rányrkju netaveiðimanna með ofveiði eða skatt lagningu, eða jafnvel hvoru tveggja. Það er forgangsmál að losna við það út úr heiminum og láta störf veiðifélagsdeilda ganga fram með sama hætti og áður höfðu gert, þar með talið að setja sér arðskrár, þar til réttsýnum og velviljuðum mönnum hugnast að breyta lögunum, í því skyni að stuðla að friði og farsæld, í stað þess að hleypa öllu í bál og brand, í einhverju eiginhagsmunaskyni.

Hreggviður Hermannsson Langholti Flóa og Valur Lýðsson Gýgjarhóli Biskupstungum, félagsmenn í Veiðifélagi Árnesinga.

Frumvarp um lax- og silungsveiði

21Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Að ýmsu má huga varðandi íþróttakeppnina. Er eðlilegt t.d. að í úrslitum í töltkeppni skulum við setja bestu og eflaust verðmætustu hestana saman inn á brautina þar sem þeir eiga að rembast þrjá kílómetra á fullum afköstum? Vitað mál er að knaparnir gefa ekkert eftir þegar á hólminn er komið og skeyta þar engu um þau skilaboð sem hestarnir reyna að senda þeim hvað eftir annað um þreytu eða of mikinn/lítinn hraða. Er það þá skrítið að hestarnir komi út af vellinum sárir í munni? Ein hugmynd væri að hafa tvo til þrjá inni á vellinum í einu í forkeppni líkt og í léttari flokkum og leyfa svo þeim bestu að spreyta sig á því að ríða prógramm, einum í einu þar sem áhersla væri lögð á gangskiptingar og fágaða reiðmennsku líkt og mér skilst að upphaflega hugmyndin um íþróttakeppnina hafi verið. En þá er líklega búið að ræna menn múgæsings augnablikunum sem skapast þegar menn etja kappi saman inni á vellinum og menn hræðast að keppnin verði ekki nógu áhorfendavæn. En staðreyndin er sú að íþróttakeppni nútímans er hvorki áhorfenda- né hestvæn.

Kynbætur, dómar og markmið

Athuganir Ágústs Sigurðssonar á erfðaframförum benda til þess að við Íslendingar munum glata forskotinu innan nokkurra áratuga ef ekkert verður að gert í hrossaræktinni. Því getum við brugðist við með því að auka úrvalsstyrkleikann, þ.e. að auka kröfurnar til þeirra hrossa sem eru valin sem foreldrar næstu kynslóðar. Tímamótauppgötvun leiðir í ljós að alhliðahross og klárhross eru erfðafræðilega frábrugðin. Augljóslega þurfum við að breyta hinum opinberu ræktunarmarkmiðum ef við viljum halda í fjórgangshestinn. Nema þá að tekin sé upplýst ákvörðun um að íslenski hesturinn skuli búa yfir fimm gangtegundum, þá getum við hæglega, á til þess að gera stuttum tíma, ræktað út þennan breytileika og náð tíðni skeiðgensins upp í 100% í stofninum. Sem þýðir væntanlega líka að við munum hætta að bjóða upp á keppni í fjórgangi og B-flokki. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun sem væntanlega yrði tekin, þyrfti að fara í gagngera endurskipulagningu á kynbótakerfinu og rannsaka í þaula hvort gerlegt sé að dæma fjórgangshross og fimmgangshross eftir ólíku vægi. Ef ekki þarf augljóslega að lækka vægið á skeiði, eða ná betur yfir sameiginlega jákvæða eiginleika þessara hrossa eins og t.d. að fara aftur að leggja mat á eiginleikann „rými“. Í fyrsta dómstiganum sem Gunnar Bjarnason samdi fyrir Landsmótið 1950 voru gefnar einkunnir sérstaklega fyrir hraða. Væri þetta ein leið til að leggja betur dóm á gæði gangtegundarinnar sérstaklega og svo þennan eiginleika „að geta farið hratt“ sérstaklega? Öll vitum við að þegar á fulla siglingu er komið getur verið hárfínn munur á gangtegundunum tölti og skeiði. Reyndar er þetta líka uppspretta líflegrar umræðu og hártogana sem við hestamenn höfum sérlega gaman af, en líkur eru á að við getum fundið okkur eitthvað annað til þess að rífast um.

Í kynbótadómi er rými á gangtegundum í miklum metum og kallar á að alhliðahesti sé riðið á fullri ferð á bæði tölti og skeiði. Vissulega sjáum við reglulega hesta sem geta haldið gangtegundunum aðskildum en oftar en ekki er munurinn á milli þessara gangtegunda lítill sem enginn þegar verið er að teygja hestinn um efni fram á tölti. Eru gæði töltsins best metin í því hversu hratt hesturinn kemst? Gaman er af því tilefni að rifja upp skrif Theodórs Arnbjörnssonar í bókinni „Hestar“ sem út kom árið 1931:

„Seint verður töltið nóg lofað fyrir fegurð og mýkt, eins og það sést best, en því miður er það tiltölulega sjaldgæft, eins og margir menn krefja hesta sína nú um tölt og margir hestar bera við að tölta. Orsakirnar eru, að fleiri hestum er haldið á tölti en er það eðlilegt og hestum er riðið allt

of mikið á þessum erfiða gangi og of snemma teygðir á því. Sem stendur er töltið tískugangur Íslendinga og töltkröfurnar til hestanna keyrðar langt úr hófi. Sannast oft áþreifanlega á hestunum að tískan er harðstjóri, því að fjöldi hesta er svo skemmdur á þessum erfiða gangi að með öllu hverfur það harðasta og fínasta af fjörinu og hesturinn slitnar svo fyrir örlög fram, að enginn gangur hans nær því ágæti, sem honum er mögulegt. Með mikilli hryggð verður það að viðurkennast að þessi veglega íþrótt íslensku hestanna, töltið, er mjög oft hefndargjöf.“

Oft á tíðum hljóta hross góða einkunn fyrir gangtegundirnar tölt, brokk og skeið í kynbótadómi án þess að sýnilegt sé að nokkuð gagn megi af gangtegundinni hafa, hvorki í keppni né í útreiðum. Ástæðan er sú að hraðadýrkunin er í slíkum algleymingi að taktur, fjaðurmagn, þjálni og fágun verður stundum útundan þegar hraðinn er nægur. Gæti eitthvað af því sem fram hefur komið hér að framan verið undirliggjandi orsök vaxandi tíðni áverka í kynbótadómi og keppni? Eða er þetta eingöngu knöpunum að kenna eins og fram hefur verið haldið hingað til?

Mat á brokki í kynbótadómi er sömuleiðis oft á tíðum tengt rými á gangtegundinni og einungis tiltölulega stutt síðan hross fóru að geta fengið góða einkunn fyrir brokk án þess að sýna ýtrustu ferð. En dugar það til? Viljum við ekki getað gefið úrvals brokki úrvals einkunn þó svo að brokkið sé eingöngu notað upp að milliferð? Er brokk ekki úrvals gott nema það sé úrvals rúmt? Ein hugmynd er að gefa einkunn sérstaklega fyrir hægt brokk, rétt eins og hægt tölt og hægt stökk og auka þannig upplýsingagildi dómsins. En þá erum við á móti að bæta við eiginleika sem sýna þarf á þessum 10 ferðum (8 ferðum ef fyrirkomulagi Landsmóts verður fram haldið) og fyrir vikið kannski að auka álagið enn frekar á kynbótahrossin. Það hlýtur að vera öllum ljóst sem útreiðar hafa stundað í einhverjum mæli að gæði gangtegundar og gangrými þarf ekki alltaf að fara saman. Mikið er til af hestum sem geta farið úrvals hratt á lélegu tölti, skeiði eða brokki. Eins er all nokkuð til af hestum sem búa yfir frábærlega taktgóðu og fjaðurmögnuðu tölti og/eða brokki en skortir rými. Svo er reyndar þriðja gerðin einnig til,hestar sem ekki geta gengið hreint nema hraðinn sé aukinn. Að sjálfsögðu viljum við hesta sem búa yfir úrvals gangtegundum bæði á miklum og litlum hraða og geta þannig nýst við að svala adrenalín-sýki hraðadýrkendanna og eins þeirra sem vilja hafa það gott í reiðtúr á ganggóðum reiðhesti og láta fara fallega.

Eins má velta fyrir sér eigin-leikanum vilja og geðslagi og reyna að skilgreina betur hvað verið er að meta í þessari einkunn. Erum við að meta vilja í raun og veru? Hvað er vilji? Erum við eingöngu að tala um vilja hestsins til þess að hlaupa hratt (að því gefnu að hesturinn búi yfir getu til þess að hlaupa hratt), eða erum við að tala um vilja hestsins til þess að vinna með knapanum? Ef hið síðarnefnda er tilfellið, hvers vegna tölum við þá ennþá um vilja OG geðslag? Er þetta þá ekki sami hluturinn? Ég sé það fyrir mér að ef við köfum örlítið betur ofan í og

reynum að skilja hvað það er sem við í raun og veru erum að leita eftir verður auðveldara að leggja mat á það og fyrir vikið fáum við hærra arfgengi á eiginleikann sem svo aftur gerir það að verkum að auðveldara verður að kynbæta eiginleikann.

Að lokum

Eins og áður sagði stöndum við á krossgötum. Við höfum öll spil á hendi. Íslenski hesturinn er undraskepna sem okkur öllum þykir vænt um, annars værum við ekki að eyða þessu púðri í að rökræða hlutina fram og til baka. Eins hefðir þú aldrei, lesandi góður, lesið þessa langloku á enda ef þú hefðir ekki áhuga á málefnum íslenska hestsins. Við þurfum nú með jákvæðu hugarfari og samstilltu átaki allra þeirra sem að greininni koma að fara í gagngera naflaskoðun hvað varðar allar hliðar hestamennskunnar. Ræktendur, tamningamenn, áhugareiðmenn, reiðkennarar, sýningamenn og keppnisknapar, járningamenn, dýralæknar, útflytjendur og allir aðrir sem koma nálægt hestamennsku þurfa að leggja sitt af mörkum við að endurskipuleggja umhverfi hestamennskunnar hér á landi. Nóg er komið af því að hver sitji við sitt borð og rífist út í starf hvors annars. Samtök þau sem hafa hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi þyrftu að taka saman höndum og vinna að þessum málum í sameiningu í stað þess að sitja hver í sínu horni og taka einungis á einkennum frekar en að meðhöndla sjúkdóminn. Við höfum gert nóg í að ausa af skálum reiði okkar síðastliðin ár og kenna þeim um hvernig komið er sem við stjórnvölinn sitja. Það er ekki fagráði í hrossarækt að kenna að bankarnir fóru á hausinn. Það er ekki knöpunum að kenna að þeir fá meira að gera við tamningar og sýningar ef þeir ná háum tölum á kynbótabrautinni, þrátt fyrir að það kosti hestinn heilsuna. Það er ekki íþróttadómurunum að kenna að töltkeppnin er að breytast í kappreiðar þegar hún er framkvæmd með þessum hætti. Þróunin leiddi okkur hingað og allir hestamenn tóku þátt í ferðalaginu. Þeir sem ekki voru inni á vellinum voru oft á tíðum í brekkunni eða í stúkum reiðhalla og hvöttu knapann til dáða og mótuðu áherslurnar með fagnaðarlátum sínum. Sjaldan eru fagnaðarlætin jafn hávær og þegar hesturinn er í slíku kvíðakasti að hvítan í augunum er farin að sjást vel upp í stúku. En nú munum við annað hvort snúa vörn í sókn með samstilltu átaki og vitundarvakningu, eða við höldum áfram að rífast um hvað þessi og hinn eru að standa sig illa og hvort hestar eru truntur eða gæðingar. Fyrr eða síðar mun kreppunni létta og þá verðum við að vera tilbúin með betri vöru sem við getum farið í áframhaldandi markaðssetningu á erlendis og vonandi náð að auka nýliðun í greininni. Ég vona bara að kreppan verði nógu löng til þess að okkur takist að snúa við dæminu áður en birta fer á nýjan leik í fjármálaheiminum þannig að við getum verið tilbúin með umhverfi sem er áhugavert fyrir almenning að koma inn í svo notkun hestsins verði tryggð næstu áratugina.

Heimir Gunnarsson Reiðkennari við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stjórnvöld hafa ákveðið að árið 2013 verði lagðar þrjátíu milljónir króna til refaveiða. Í kjölfar efnahags hrunsins voru slíkar greiðslur úr ríkissjóði felldar niður, en nú liggur fyrir ákvörðun Alþingis um að fjár munir verði lagðir til mál efnisins að nýju. Ráðstöfun fjárins er í höndum Umhverfis-stofnunar, sem gerir samninga við sveitar félög til þriggja ára í senn um endur greiðslur vegna refa veiða. Þessir samningar byggja á áætlun sveitar-félaganna um framkvæmd veiðanna.

Um er að ræða verulega opinbera fjármuni sem mikilvægt er að ráðstafað verði á markvissan hátt.

Refurinn er eina upprunalega landspendýrið í Íslandi. Hann er talinn hafa numið hér land á síðustu ísöld, löngu áður en menn settust að í landinu. Önnur landspendýr hafa borist hingað síðar af mannavöldum, viljandi eða óviljandi. Refurinn er því einstakur og órjúfanlega tengdur íslenskri náttúru. Í stærra samhengi er íslenski refurinn jafnframt sérstakur vegna langvarandi einangrunar frá öðrum refastofnum.

Talið er að refir hafi verið veiddir frá upphafi byggðar í landinu og eru sérstök ákvæði um veiðar á þeim bæði í Grágás og Jónsbók. Þar kemur fram að refurinn var veiddur vegna skaða sem hann olli í landbúnaði en einnig til að ná í feldinn. Allt fram á síðustu öld voru refir fyrst og fremst veiddir vegna hagsmuna sauðfjárræktar, en með breyttum búskaparháttum hefur dregið mikið úr tjóni á búfé af völdum refa. Refir hafa einnig mikil áhrif á æðarfugl og geta valdið tjóni í æðarvörpum. Áhrifin geta þó bæði verið til góðs og ills á nýtingu æðardúns því æðarfugl bregst jafnan við refum með því að þétta varp sitt á stöðum þar sem hann kemst síður að sem getur auðveldað söfnun dúns. Refir geta þó vissulega einnig valdið fjárhagslegum skaða ef þeir komast í æðarvörp.

Refir hafa verið hér um þúsundir ára og fuglalífið því þróast og aðlagast sambýlinu við hann og hann því. Refir hafa því að öllum líkindum haft mótandi áhrif á fuglalíf í landinu. Þau áhrif þurfa ekki að hafa verið slæm, enda eru rándýr víða mikilvæg fyrir viðhald vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni. Við ákveðnar manngerðar aðstæður getur stofn rándýrs þó orðið stærri en þau mörk sem náttúran myndi setja honum og getur þá

verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til verndunar lífríkisins.

Allnokkur sjónarmið þarf að yfirvega við ákvarðanir um veiðar á ref og ráðstöfun fjár til þess, þ.e. hagsmunir sauðfjárræktar, æðarræktar og náttúru verndar. Skipulag veiðanna þarf að hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi, vega þau og meta, og beina aðgerðum til þeirra svæða sem við á.

Einstakar og mikilvægar rannsóknir Páls Hersteinssonar prófessors á íslenska refnum eru vonandi komnar í farsælan framtíðarfarveg eftir sviplegt fráfall hans. Stefnt er að því að fjármunir til að halda áfram refarannsóknum hans og gagnasöfnun færist til Náttúrufræði stofnunar Íslands og Melrakka setursins á Súðavík. Nauðsynlegt er að halda áfram rannsóknum og uppbyggingu þekkingar á vistfræði refa-stofnsins í landinu til að skilja sem best bæði ástand hans og áhrif. Traustar rannsóknir eru undirstaða markvissrar stjórnunar veiða.

Mikilvægt er að þetta tækifæri verði notað til að bæta fyrirkomu lag og sam ræma mark-mið refaveiða. Samningar sem verða gerðir við sveitar félög um veiðarnar verða ágætur vettvangur til að ná þeirri samræmingu. Þar á að leggja fram skýra áætlun sveitarfélagsins um hvernig veiðunum er ætlað að lágmarka tjónið sem refurinn veldur í umdæmi sveitarfélagsins.

Ég vænti þess að fyrirkomulag refaveiða verði með þessu móti sett í skynsamlegan farveg í góðu samstarfi bænda, sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar.

Svandís Svarsdóttir,umhverfis- og auðlinda-ráðherra

Refaveiðar í sátt

Svandís Svavarsdóttir

22 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Lesendabás

Fljúgandi hálka á fínni línuÞar sem viðbrögð þau sem ég hef heyrt og séð við grein minni í Bændablaðinu 29. nóvember hafa vakið hjá mér grun um að Harpa Ósk Jóhannesdóttir frá Herjólfsstöðum hafi tekið þeim skrifum mínum illa og persónulega sárnað við mig, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Þau orð mín voru sett á blað til að sýna fram á þær tilfinningar sem eru ríkjandi í svona baráttu um mismunandi nýtingu lands. Átök af þessu tagi eru nefnilega ekki bara hagsmunaslagur heldur tilfinningaslagur ekki síður og það er eðli átaka að þau verða hörðust þar sem tilfinningarnar eru heitastar.

Harpa opnaði í sinni grein í Bændablaðinu tveimur blöðum fyrr á tilfinningaumræðu gagnvart landi og mér fannst alveg rakið að grípa boltann á lofti. „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“ kvað rómverska fornskáldið Óvíð (í íslenskri þýðingu) og sem betur fer á það við enn í dag. Saga sumra bújarða er sam-tvinnuð löngum ættarsögum og aðrar jarðir tengjast sögum margra fjöl-skyldna. Erfitt verður að finna nokkurn blett á Íslandi sem enginn heillast af og enginn tengir sig við. Því er það dómarasæti nokkuð hátt sem harðir fylgismenn virkjananna hafa sest í, að ætla að ákveða hverjir mega hafa til-finningar til lands síns og hverjir ekki eftir búsetu.

Greinin mín var líka illa dulbúið og óskammfeilið háð á Jóhannes Gissurarson, sveitarstjórnarmann og föður Hörpu. Átti að benda á að hann hefur kvatt til ríkisfyrirtæki og fjár-magn til bjargar því beitilandi sem hann er að nota en gengur svo manna harðast fram í því innan sveitarstjórnar að sökkva öðru landi sem einnig er í notkun og er ekki lakara að gæðum. Hvort það er síðan sanngjarnt, ósann-gjarnt eða alveg á línunni að nota persónulega hagsmunagæslu hans gegn honum við störf hans innan sveitarstjórnar má svo sjálfsagt lengi deila um. En hafi ég með þessu brotið á Hörpu Ósk, valdið henni persónu-legum sárindum, eða á einhvern hátt gert lítið úr minningu afa hennar eins og mér hefur verið brigslað um þá þykir mér það ákaflega miður og biðst afsökunar á því af fullum heilindum.

Harpa hefur hins vegar upp á síð-kastið komið fram í dagsljósið sem ötull og málefnalegur stuðningsmaður Hólmsárvirkjunar og þar erum ég og fleiri svo meira en til í slaginn. Harpa birti nýverið á Facebook-síðu sinni grein og svipaða grein birti hún í síð-asta Bændablaði, þar sem hún telur upp ýmsar staðreyndir um Hólmsárvirkjun. Því fólki sem vill kynna sér fleiri stað-reyndir vil ég benda á mér fróðari mann, Vigfús Gíslason frá Flögu, en grein eftir hann birtist í Dagskránni 20. desember síðastliðinn og er aðgengi-leg á vefnum, t.d. á síðunni dfs.is, á Facebook-síðu minni og víðar. Fólki sem virkilega vill kynna sér svæðið ráðlegg ég svo að skella sér í gönguferð

um það í sumar á vegum FÍ, gangan síðasta sumar var afar vel heppnuð og algert ævintýri. Um Búlandsvirkjun segir Harpa í sömu grein að mér sé óhætt að róa taugarnar vegna þeirrar framkvæmdar, þar sem sveitarstjóri Skaftárhrepps hafi sagt opinberlega að sjálfhætt sé við hana vilji land eigendur ekki semja. Sveitarstjóri sveitarfélags er ekki ráðamaður innan þess heldur starfsmaður, ráðinn til starfa af sveitar-stjórn í heild sinni og á að vinna jafnt fyrir alla í sveitarfélaginu. Meirihluti sveitar stjórnar Skaftárhrepps hefur hins vegar ítrekað att sveitarstjóranum á fláann fyrir sig og hún farið fram með ýmsar hæpnar fullyrðingar og til-þrifamikinn barlóm í fjölmiðlum en ekki andað frá sér orði um skoðanir minnihlutans. Því hneigist ég til að taka með fyrirvara því sem frá henni kemur og slaka hvergi á í baráttunni fyrir tilverurétti mínum. Það var enn fremur lítið róandi fyrir taugarnar að hinn 12. desember síðastliðinn frétti ég síðast af framkvæmdastjóra Suðurorku við vatnsmælingar í Skaftá svo ég held að þar á bæ sé ekkert verið að hlusta á sveitarstjórann heldur.

Mín sýn til frambúðar er sú að Skaftárhreppur verði áfram landbún-aðar- og ferðaþjónustuhérað fyrst og fremst og einnig verði sótt fram til nýrra tækifæra án þess að stofna undir-stöðunni í hættu á nokkurn hátt. Þar fer fremst meðal jafningja hið stóra verk-efni sem fram undan er, uppbygging Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Ríkið samþykkti nýverið í fjárlögum að veita til þess 290 milljónum á ári í þrjú ár auk þeirra 30 milljóna sem fengust í undirbúningsvinnuna við það á árinu 2012. Einnig má benda á tvö ný störf á vegum Kötlu Jarðvangs en þeir starfsmenn munu hafa starfs-stöðvar í Skaftárhreppi. Í byggingu eru tvær kjötvinnslur til fullvinnslu afurða frá býli og í Meðallandi er hafin stórfelld ræktun og vinnsla á korni og olíurepju. Þá eru ótalin sóknarfæri innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ég hef þá bjargföstu trú að land-búnaður eigi langa og farsæla framtíð á Íslandi, verði ein af grunnstoðum þjóðarinnar hér eftir sem hingað til. En eins og þeim sem eitthvað hafa fylgst með landbúnaðarumræðunni ætti að vera ljóst hafa beitarmál tekið þar mikið pláss upp á síðkastið. Sá tími er kannski ekki svo ýkja langt undan að bændur í Skaftárhreppi þurfi að treysta í meiri mæli á láglendisbeit en nú er gert. Þá yrðu eflaust einhverjir fegnir að hafa aðgang að því landi meðfram Hólmsá sem nú er keppst við að gera lítið úr. Það er sjálfsagt göfugt mark-mið hjá virkjanasinnum að vilja bjarga Skaftárhreppi með u.þ.b. 15 milljónum í fasteignagjöld á ári og skammtíma-þenslu í atvinnu og þjónustu á meðan á uppbyggingu virkjunar stendur. Ég hneigist frekar til að sjá sveitarfélagið Skaftárhrepp sem stjórnsýslulegt hug-tak og er ekki tilbúin að gera í blindni hvað sem er til bjargar hugtaki. Ég tel brýnna að horfa út fyrir hreppamörkin,

á landið og byggðastefnu stjórnvalda í heild sinni, og skoða hagsmuni minnar stéttar og þá þjóðarhagsmuni sem öflugur landbúnaður er. Sem dæmi hefur sveitin Skaftártunga til-heyrt þremur hreppum á innan við 150 árum, Leiðvallahreppi til ársins 1886, Skaftártunguhreppi til ársins 1990 og Skaftárhreppi til dagsins í dag. Allan þennan tíma hefur þéttleiki búskapar í Skaftártungu lítið breyst og búskapar-hættir hafa þróast í takt við tíðarandann en ekki tekið róttækum stakkaskiptum þótt einhverjar stjórnsýslubreytingar yrðu. Nú er ég ekkert að mæla fyrir sameiningu, bara að benda fólki aðeins út fyrir rammann. Búseta manna hefur alltaf fylgt gróðurmoldinni eins og Ásta systir mín Sverrisdóttir hefur bent á í sínum skrifum og ég hef þá trú að svo verði áfram. Ég vil allavega leita annara leiða til að efla stjórnsýsluhugtakið Skaftárhrepp en að ráðast gegn hinni eiginlegu undir-stöðu lífs á jörðinni sem er jú gróður-moldin. Jörðin hringsnýst vonandi eitthvað lengur og það eru engar líkur á að dragi úr fólksfjölgun á heimsvísu þó að hún sé dræm í Skaftárhreppi. Á meðan fólkinu fjölgar eykst þörfin fyrir matvæli og samfara þeim breyt-ingum sem hafa orðið á veðurfari er æ meira horft til norðurhvels jarðar með aukna matvælaframleiðslu. Ég geri mér ljóst að það landsvæði sem nú tilheyrir Skaftárhreppi mun ekki eitt standa undir þeim væntingum. Það sem ég á við er, hvar á að stoppa, hvar á að draga mörkin. Ef ráðast þarf í nýjar stórtækar virkjanaframkvæmdir helst á hverjum áratug til „bjargar atvinnu-lífinu“ verður ekki orðið mikið eftir af landi til að sýna ferðamönnum, eða framleiða matvæli á eftir t.d. þrjú-hundruð ár.

Ef að heimilin í landinu bráðvantaði rafmagn þá tæki því kannski að líta tvisvar á þessar virkjanahugmyndir á annars ósnortnu landsvæði, en fólk í ábyrgðarstöðum hefur sagt mér að svo sé ekki. Því verður að líta svo á að virkjun Hólmsár eða Skaftár snúi að því að efla stóriðju í landinu eða daðra við hugmyndina um raforkusölu til Evrópu um sæstreng með tilheyrandi hækkun raforkukostnaðar fyrir almenning. Í ljósi þess mun ég, ásamt fleira fólki, áfram takast á við meirihluta sveitarstjórnar Skaftárhrepps eða hvern annan sem fylgir þeirri skammsýnisstefnu sem virkjanabrallið er. Í þeirri baráttu verða notuð öll þau vopn sem upp í hendurnar koma, en ég skal þó í framtíðinni reyna að gæta þess að hafa báða fætur á línunni og veita þeim ekki pústra sem ekki hafa til þeirra unnið.

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og umhverfisverndarsinni Ljótarstöðum

Þakka ber það sem vel er gert og er útilokað annað en þakka fyrir Bændablaðið. Skemmtilegt er að það skuli vera Vestfirðingur sem þar stýrir innviðum nú um stundir. Þeir koma víða við, Vestfirðingarnir.

Í hvert skipti sem blaðið kemur inn um lúguna hlakkar maður til að renna yfir það. Þar kennir margra og góðra grasa. Efnistök eru mjög fjölbreytt og má segja að það end-urspegli hversu íslenskur landbún-aður er fjölbreyttur og sýnir glögg-lega hversu mörg er matarholan á landsbyggðinni. En það er eins og fyrri daginn. Menn þurfa einungis að kunna að nýta landsins gæði á réttan hátt. Hvað sagði ekki Jón Sigurðsson 1838: „Sérhverri þjóð vegnar vel, sem hefir lag á að sjá kosti lands síns og nota þá, eins og þeir eiga að vera notaðir.“

Ein ágæt kona sagði eitthvað á þessa leið fyrir mörgum árum: „Í sveitum Íslands er stærsta barna-heimili í heimi.“ Í greina flokknum Send í sveit í Bændablaðinu segja ýmsir borgarar frá dvöl sinni á sveitabæjum á yngri árum. Þá voru menn „sendir í sveit“ sem kallað var. Nú er slíkt því miður ekki lengur á dagskrá. Þúsundir Íslendinga hafa sagt frá því í bókum hversu þroskandi og hamingjuríkur tíma það var að fá að umgangast sveitafólkið, sem oft var náskylt viðkomandi, því öll erum við meiri og minni sveitamenn, og umgengn-inni við húsdýrin okkar. Auðvitað var það ekki alltaf elsku mamma og til var í dæminu að menn komu heim kalnir á hjarta úr sveitinni. En það voru undantekningar sem sönnuðu regluna.

Sá landsþekkti Þorgeir Ástvalds-son, útvarps- og tónlistarmaður með meiru, segir frá dvöl sinni hjá afa og ömmu á Breiðabólsstað á Fellsströnd sumar eftir sumar, í Bændablaðinu 29. nóvember. Þorgeir segir: „Afi minn Þórður var vinnu harður maður en hógvær og nærgætinn. Hann fól mér ýmis verk eins og að hlaupa fyrir fé (ég var sprettharður). Hann sagði mér ekki hlutina beint en í svita dagsins og erfiði skildi ég hvað hann átti við. Svipbrigði, engar skammir, ekkert yfirborðshrós, bara áfram og svolítið glott. Gott var að taka í hrjúfa hönd hans á leiðinni heim í bæ til ömmu. Sauðfjárbúskapur, það er lífið. Annað eru bráðnauð-synleg aukaatriði. Dvölin í sveit-inni kenndi mér líka að ósérhlífni er dyggð. Ég hef alltaf tekið mark á því.“ Og enn fremur: „Tengsl mín við ættaróðalið Breiðabólsstað höfðu ekki bara áhrif á mig. Þau hafa mótað mig gersamlega fram eftir ævinni.“

Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, ólst upp í Ey II í Vestur-Landeyjum. Síðan var hún meðal annars í sveit á Syðri-Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi. Bryndís segir svo 1. nóvember:

„Mér leið alltaf vel í s v e i t i n n i , ætli það séu ekki róleg-heitin og návígið við f u l l o r ð n a fólkið sem maður kunni svo vel að meta. Þar hafði maður,

þótt barn væri, hlutverki að gegna, fékk að vera með fullorðnu fólki í þeirra daglegu störfum allan daginn og vera þátttakandi í brauðstritinu. Og enn fremur: „Ég sá um að sópa niður af svefnloftinu á morgnana og skvetta úr koppum karlanna á bænum! Uppvaskið var á minni könnu, en ég vaskaði upp úr stóru vaskafati sem var á olíueldavél í eldhúsinu. ... Heimalningarnir voru alfarið á minni könnu og eitt sumarið voru þeir 12 talsins. Þá var mikið fjör í kringum mjólkur-gjöfina en ég gaf þeim að drekka úr stórum glerflöskum sem tútta var sett á. Svo var ég látin raka dreif, tína ullarlagða af girðingum, aðstoða við að mjólka og ganga frá mjólkinni. Svo var ég Guðríði húsfreyju til aðstoðar við eld-mennsku og bakstur en hún var mikill matgæðingur. Þannig að það var ýmislegt sem til féll á bænum og ég greip í þau verk sem ég gat.“

Spurningunni um hvort dvölin í sveitinni hafi skilið eitthvað sér-stakt eftir sig svarar Bryndís meðal annars svo:

„Já, fjölmargt. Ég tel að árin þar hafi mótað mig mjög sem manneskju. Fyrst og fremst vegna þess hversu mikið fólkið þar gaf mér, ekki síst Guðríður, sem ég umgekkst alla daga. Einnig tel ég það mikið lán að hafa fengið að upplifa sveitalífið.“

Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, var í sveita-dvöl hjá frændfólki sínu í Vigur á Ísafjardjúpi í fjögur sumur. Björg segir segir svo 20. september:

„Dvölin í Vigur hafði mjög sterk áhrif á mig og þaðan eru margar mínar björtustu æskuminningar. Ég býst við að hún hafi mótað mig á ýmsan hátt, aukið skilning minn og áhuga á lífinu til sveita, á dýrum og náttúru og þekkingu á fuglalífi. Dvölin þar veitti mér innsýn í for-tíðina, búskaparhætti liðinna tíma og sögu forferða minna í eyjunni, þar sem langafi minn tók við búi um 1880. Það ýtti undir tilfinn-inguna að ég sé Vestfirðingur, sem ég er mjög stolt af.“

Því hefur verið fleygt að sumir Íslendingar séu á góðri leið að týna sjálfum sér í eigin landi. Ætli sú staðreynd að nú eru börn varla send í sveit lengur eigi ekki nokkuð stóran þátt í þeirri þróun?

Hallgrímur Sveinsson.

Þakkað fyrir Bændablaðið

Bændur varagjaldeyrisforði þjóðarinnarVið Íslendingar erum stoltir af landbúnaðinum okkar. Á haust-dögum 2008 talaði ég um að bænd-ur hefðu verið varagjaldeyris-forðinn okkar þegar bankarnir hrundu til grunna. Það hefði verið útilokað fyrir þjóðarbúið að standa undir gjaldeyrisútgjöldum til mat-vælakaupa frá útlöndum þegar gjaldeyrisvaraforðinn þurrkaðist nánast út á einni nóttu.

Hagsmunir þéttbýlis og dreifbýlis fara saman. Má segja að hvorugt geti án hins verið. Það er þéttbýlinu mjög til hagsbóta að hér á landi sé rekinn öflugur landbúnaður og fram-leiddar hollar matvörur. Tækifæri í landbúnaði eru mikil og nýjar leiðir spennandi.

Á ráðstefnunni Matvælalandið Ísland – fjársjóður framtíðar sem haldin var fyrir skömmu, á vegum

fyrirtækja og hagsmuna-a ð i l a í m a t v æ l a -framleiðslu, kom glöggt í ljós hversu f j ö l b r e y t t tækifæri í landbúnaði eru hér á landi. Með rannsóknum og þróun í

ræktun á ýmsum nytjajurtum er hægt að framleiða hér nýjar vörur til ýmissa nota. Með hlýnandi veðurfari eykst uppskera og skapar möguleika á að prófa nýjar nytjajurtir. Tæpast þarf að minnast á að hægt er að stórauka grænmetisframleiðslu hér á landi, bæði undir gleri sem og útifram-

leiðslu. Skoða þarf af fullri alvöru að starfrækja niðursuðuverksmiðju sem tekið getur við umframframleiðslu á útiræktuðu grænmeti – því upp-skerutími þess er mjög skammur. Þá er farið í gang afar spennandi verk-efni hér á landi – en það er berjarækt undir gleri.

Okkur sem þjóð eru í raun allir vegir færir til framtíðar. Tækifærin eru úti um allt. Við erum nýsköpunar- og frumkvöðlaþjóð. Til að skapa þennan raunveruleika verða stjórnvöld að hafa skilning á því góða starfi sem fer fram í sveitum og úti um allt land. Við í Framsóknarflokknum höfum ætíð lagt áherslu á mikilvægi bænda og að standa vörð um þessa mikilvægu atvinnugrein og tækifæri hennar.

Vigdís Hauksdóttir.alþingismaður

Vigdís Hauksdóttir

HallgrímurSveinsson

DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS

I

Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.

<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill

þurrkari >

< h

Þvottavél Þurrkari12 kg

Amerískgæðavara

Amerískgæðavara

Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

23Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Á síðustu vikum hefur umræða um byggðastefnu, tækifæri og ógn-anir byggðar á landinu öllu orðið meiri en oft áður. Umræðan kemur reyndar oft í bylgjum án þess að skilja eftir nokkra niðurstöðu þegar hún hættir.

Ástæða núverandi bylgju er án efa áhugaverðir þættir sjónvarps-stöðvanna á eftir fréttir á sunnudögum um tækifæri byggð anna sem jafnframt sýna fram á aðstöðumun fólk sem býr í þéttbýli (ekki síst SV-hornið) og dreifbýli. Einnig varð þó nokkur umræða í kjölfar á mjög áhuga-verðu erindi Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns Byggða stofnunar, sem hann hélt á Fjármála ráðstefnu sveitarfélaganna fyrr í haust. Þar sýndi hann fram á að við hefðum í raun verið með byggðastefnu – sem hefði tekist afbragðsvel – en það væri 150 ára gömul ákvörðun um að gera Reykjavík að höfuðborg og að flytja allar stofnanir samfélagsins þangað. Engri þjóð hafi gengið jafnvel að framfylgja sinni byggðastefnu.

Þá hefur verið þó nokkur umræða á Alþingi um byggðamál. Þar höfum við Framsóknarmenn lagt fram þingmál sem byggja á að jafna aðstöðumun, auka jafnræði meðal þegnanna og munu, ef samþykkt, styrkja fjölbreytni í búsetumöguleikum fólks.

Ójöfn skattlagning

Framsókn hefur einnig barist gegn aukinni skattheimtu sem sérstaklega hefur lagst þungt á dreifbýlið þar má t.a.m. nefna síaukna skatta á farartæki. Í forsendum fjárlaga 2011 var gert ráð fyrir að umferð mundi aukast um 2% og þar með tekjur af eldsneyti. Ríkisstjórnin lagði til aukna skatt-heimtu. Við Framsóknarmenn stóðum gegn þeirri hækkun. Staðreyndin er sú líka að umferð dróst saman um nærri 5%, eða 4,9%, vegna þess einfald-lega að eldsneyti var orðið of dýrt. Skattlagningin er orðin of mikil og almenningur dregur við sig að fara á milli staða eða fara í heimsóknir og margir hverjir sem hafa þurft að keyra um langan veg til vinnu hafa þurft að velta því fyrir sér og jafnvel þurft að taka þá ákvörðun að skyn-samlegra sé að gefast upp á þeirri vinnu eða flytja annað eins og svo margir hafa reyndar gert, því miður. En skattlagningin lagðist á dreifbýlið sem ekki hefur raunverulegt val um að aka milli staða – eða um að fara á reiðhjóli eða taka strætó. Þess vegna lögðum við fram þingsályktun um að kannað yrði hvernig mætti koma fyrir skattaafslætti til þeirra sem þurfa að aka langan veg til og frá vinnu. Hugmyndirnar eru sóttar til Norðurlanda en öll ríkin þar eru með einhverja slíka skattaafsláttastefnu. Það sem við viljum ná fram eru raunverulega stærri atvinnusvæði og auknir valkostir í búsetu.

Norska leiðin

Annað sem við Framsóknarmenn höfum verið að skoða er norska leiðin hvað byggðastefnu varðar, en hún byggist á skattaafsláttum m.a. til svæða þar sem sýnt er að ríkisvaldið geti ekki sinnt þegnunum með þeirri þjónustu sem skattarnir eiga að standa undir. Einnig eru ívilnanir til fyrir-tækja sem setjast að í dreifbýli og þar til viðbótar er háskólamenntuðu fólki boðinn afsláttur t.d. á námslánum setjist það að á jaðarsvæðum.

Aðalmálin

En fyrst og fremst viljum við í Framsókn jafna aðstöðumun fólks til grunnþjónustu – í heilbrigðismálum, í löggæslumálum og í menntunar-málum svo nokkur þau helstu séu nefnd. Niðurskurðurinn hefur gengið of langt, ekki síst úti á landi. Við höfum líka lagt mikla áherslu á að jafna flutningskostnað, bæta fjar-skipti með því að hvetja ríkisvaldið

til að skoða hvort ekki sé tækifæri við gjaldþrot og skipti slíkra fyrir-tækja að koma grunnnetinu í opinbera eigu eða í það minnsta að stuðla að því að allir landsmenn eigi sama rétt á háhraðatengingum. Þá viljum við jafna húshitunarkostnað og höfum lagt raunhæfar tillöguur þess efnis fyrir þingið. En við viljum ganga lengra, því höfum við spurt af hverju er jöfnun á olíuvörum, mjólk og símamínútum um land allt en ekki á dreifingu raf-

magns. Af hverju rekum við fimm til sex opinber fyrirtæki (í eigu ríkis og sveitarfélaga – Landsnet, Rarik. rafveituhluti- OR,- HS-veitna,- OV) sem öll dreifa rafmagni með sérleyfis-gjaldskrá? Við viljum skoða kosti þess að sameina rafveituhluta þessara fyrir-tækja í eitt fyrirtæki og eina gjaldskrá á dreifingu rafmagns.

Aðalbyggðamálið er hins vegar atvinnumál. Þar höfum við Framsóknarþingmenn talað fyrir sókn í atvinnumálum – nýta tækifærin sem hvert landsvæði býður uppá – við viljum að allar vinnufúsar hendur fái tækifæri við sitt hæfi. Sóknarfærin eru mörg, bæði innan núverandi atvinnu-vega en einnig í nýsköpun.

Fólksflótti

Það hefur komið fram í byrjun árs að 2011 var næstmesta fólksflóttaár héðan frá Íslandi sem við höfum lifað, en sjö einstaklingar fóru úr landi á dag. Framsókn vill snúa þessari þróun við með öflugri atvinnuuppbyggingu og skynsamlegri skattastefnu en nú er við lýði. Flestir sem flytja utan fara til Noregs, þar sem tekjuskattsprósentan er 36%. Hins vegar fara Norðmenn þá leið að vera með lægri prósentu fyrstu tvö árin fyrir þá sem flytja inn

í landið, þ.e. 28%, sem hækkar síðan í 32%. Þannig laða þeir að öflugt og gott fólk til að viðhalda hagvexti hjá sér og tryggja að störf séu mönnuð. Margir Íslendingar hafa eðlilega stokkið á það.

Hér hefur ríkisstjórnin aftur á móti farið þá leið að hækka alla skatta, bæði nýja skatta og aðra skatta. Skattprósentan hér er með því hæsta sem þekkist ef við leggjum lífeyr-isiðgjöldin við. Allar þessar skatt-breytingar hafa einfaldlega dregið alvarlega mátt úr atvinnulífinu. Seilst hefur verið ofan í vasa heimilanna í landinu sem voru illa stödd fyrir þótt ekki sé sífellt verið að auka álögur á þau. Þannig búa til að mynda 40% heimila ekki við sjálfbæran efnahag og efnahagur þess hóps fer sífellt versnandi, m.a. vegna skattpíningar á eldsneyti og hárra skatta almennt. Það hefur komið að bara sá hluti lána almennings sem hefur hækkað af völdum ríkisstjórnarinnar nemur 23 milljörðum, það er sá hluti sem kemur beinlínis til vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar um að hækka þjón-ustugjöld og skatta, á allar stéttir.

Ný byggðastefna

Stefna Framsóknar er um atvinnu-

uppbyggingu, byggðastefnu sem miðar að eflingu landsbyggðanna annars vegar með að efla grunn-þjónustuna alls staðar og hins vegar í að nýta sérstakar aðstæður til atvinnusköpunar í hverri byggð. Stækka atvinnusvæðin og gera þau sjálfbær. Áhugavert er að skoða niðurstöður um „NorðausturRíkið“ (skýrsla á vegum Eyþings), án efa má reikna út að önnur kjördæmi og svæði eru líka sjálfbær þ.e. að skatt-tekjur og útflutningstekjur svæðanna standa fyllilega – og gott betur – undir opinberri þjónustu á hverju svæði fyrir sig. Þannig og aðeins þannig mun okkur auðnast að halda í fólkið sem dýrmætir skattpeningar hafa menntað. Standa verður vörð um það samfélag sem eldri kynslóðir hafa unnið hörðum höndum við á síð-astliðnum áratugum að byggja upp. Öll viljum við samfélag jafnræðis þar sem einstaklingarnir einir sér eða saman geta nýtt sköpunargáfur og kraft sinn til atvinnuuppbyggingar og velsældar. Tækifærin eru til staðar – vilji og þor til verka er allt sem þarf. Eitt af fyrstu verkunum er ný byggðastefna.

Sigurður Ingi Jóhannssonalþingismaður

Samfélagið sem við viljum

Sigurður Ingi Jóhannsson

Bændur athugið!

REYKJAVÍK - AKUREYRI

ÞÓR HF

ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími 568-1500 | Akureyri: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is

Síðasti dagur til þess að tryggja sér KRONE heyvinnuvél á vetrarverði er föstudagurinn 25. janúar n.k.

Hafi þér ekki borist KRONE yfirlitsbæklingurinn í pósti getur þú haft samband við sölumenn okkar og fengið sent eintak

um hæl.

Einnig er hægt að hlaða honum niður á vefsíðu okkar www.thor.is

24 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Markaðsbásinn

„Þeir eiga skilið að fá fálka-orðuna,“ segir Kristján Gunnars-son, mjólkur eftirlits maður hjá MS-Akureyri, en mjólkur-bílstjórar fyrirtækisins stóðu enn eina ferðina í ströngu um nýliðin áramót. Óveður og ófærð hafa einkennt bróðurpart haustsins; allt frá því hamfaraveðrið gekk yfir Norður land í byrjun september hefur hvert óveðrið á fætur öðru gert íbúum lands hlutans erfitt fyrir með tilheyrandi ófærð. Mikið hefur mætt á bílstjórum samlagsins undanfarna mánuði, „en þeir hafa sýnt mikla þrautseigju og allt hefur sem betur fer gengið án stóráfalla,“ segir Kristján.

Mikið álag hefur verið á bæði bílstjóra og bílana, en eitthvað hefur að sögn Kristján verið um bilanir enda reynir talsvert á tækin í þeirri ótíð sem yfir hefur gengið. MS-Akureyri hefur alls 7 mjólkurbíla til umráða og bílstjórarnir eru 9 talsins. Mjólk er sótt á bæi um allan Eyjafjörð, Þingeyjarsýslur og einnig tekur samlagið við mjólk frá bændum í Húnavatnssýslum.

Ömurleg áramót

Kristján segir nýliðin áramót þau alverstu í manna minnum, „og alveg ferlegt að upplifa þetta ofan í sérlega slæmt haust,“ segir hann. Þrjár helgar í röð í nóvember geysaði óveður um norðanvert landið og ill- eða ófært var um mestan hluta þess á meðan það stóð yfir. Hann nefnir að Víkurskarð hafi verið algjörlega ófært margoft á liðnu haust, líklega 9 sinnum með tilheyrandi óþægindum fyrir mjólkurframleiðendur á svæðinu. „Og áramótin voru svo bara hreint út sagt alveg ömurleg, veðrið afleitt og það gekk á ýmsu hjá bílstjórum við að safna saman mjólk af svæðinu. Það þarf dugmikla menn í þetta verkefni og bílstjórar okkar stóðust þolraunina prýðilega, en vissulega hefur verið á þeim mikil álag að undanförnu,“ segir Kristján.

Langir túrar

Veður og færð settu strik sitt í mjólkursöfnun, en ekki var svo dæmi sé tekið hægt að komast austur í Mývatnssveit á gamlársdag líkt og stefnan var. Bílstjóri sem þangað fór snemma á nýársdagsmorgun, sem og líka í Reykjadal kom í hús með mjólkina seint og um síðir.

Þá var annar bíll á ferð í

Svarfaðardal á sama tíma og gekk afar hægt enda dalurinn fullur af snjó. Öll stærri tæki Vegagerðarinnar voru í Ólafsfjarðarmúla og var notast við traktor og snjóblásara til að opna leið um dalinn. „Ferðin tók langan tíma, enda dugðu þessi tæki skammt til að hreinsa burtu snjó af veginum, en allt mjakaðist þetta nú og hafðist á endanum.“ Bíllinn sem hafði lagt upp í Svarfaðardalinn fór snemma á nýársdagsmorgun og var komin í samlagið um miðja nótt, kl. 02.30.

Bændur bjarga geðheilsunni

Kristján segir það bjarga geðheilsu mjólkurbílstjóranna hversu vel bændur taki á móti þeim og séu duglegir að bjóða þeim inn í mat og kaffi. „Þeir eru líka mjög viljugir að hreinsa heimreiðar sínar fyrir komu bílanna, en við höfum látið þá vita nokkuð nákvæmlega hvenær þeirra sé að vænta, því ekki má hreinsa of snemma, þá verður allt orðið ófært aftur áður en þeir skila sér,“ segir hann.

Mikill aukakostnaður vegna ótíðar

Kristján segir að þetta eftirminnilega óveðurshaust hafi mikinn aukakostnað í för með sér fyrir MS-Akureyri, því bæði þurfi að vinna mikla yfirvinnu og eins hafi olíukostnaður rokið upp. Hann nefnir sem dæmi að mjólkurbíll sem var á ferð um Bárðardal á gamlársdag og ók um 80 km hring notaði um 200 lítra af olíu. „Og ekki er hún nú gefin,“ segir hann og bætir við að þetta sé bara eitt dæmi um þann gríðarlega kostnað sem óveður og ófærð hafa valdið. Olíukostnaður sé mun meiri á liðnu hausti en menn hafi áður séð. „Þetta var dýrt haust og reyndi verulega á bæði menn og tæki,“ segir hann og vonar heitt og innilega að óveðurs- og ófærðartíð ljúki sem fyrst.

/MÞÞ

FAO birtir tvisvar á ári skýrslu um horfur í matvælaframleiðslu í heiminum. Nýjasta skýrsla er frá því í nóvember 2012. Matvælaverð var að jafnaði 8% lægra fyrstu 10 mánuði ársins 2012 en árið á undan.

Lægra heimsmarkaðsverð og lægri flutningskostnaður hefur lækkað útgjöld landa sem flytja inn matvæli um 10% frá fyrra ári. Þá gera nýjustu spár um kornframleiðslu ráð fyrir að framleiðslan verði 2,7% minni uppskeruárið 2012/2013 en á síðasta ári, þegar metframleiðsla var í heiminum. Þetta mun leiða til þess að kornbirgðir heimsins munu minnka um 25 milljónir tonna. Þessi staða veldur því að verð á hveiti verður

áfram nálægt því sem gerðist á árinu 2011 þegar það náði hámarki.

Svipaðar horfur fyrir grófara korn

Svipaða sögu er að segja um markaðs horfur fyrir grófara korn. Spáð er metframleiðslu á sykri á komandi framleiðsluári og líflegum viðskiptum með sykur. Hátt kornverð mun hafa mikil áhrif á kjötmarkað heimsins. Eftirspurn mun ekki aukast með sama hraða og fyrr, þar sem heimsmarkaðsverð á kjöti mun haldast áfram nærri hámarki sínu. Talið er að framleiðsla muni aukast um 2%. Heimsmarkaðsverð á mjólk hefur hækkað á ný eftir verðfall fyrr á

árinu. Mjólkurframleiðsla mun áfram aukast, einkum í Asíu, Eyjaálfu og S-Ameríku.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á helstu mat-vælaflokkum sl. 7 ár. /EB

Matvælaframleiðslan í heiminumErna Bjarnadóttir

hagfræðingur Bændasamtaka Í[email protected]

Norðlægur stuðningur

0,0

50,0

100,0

150,0

200,0

250,0

300,0

350,0

400,0

450,0

1/20

067/

2006

1/20

077/

2007

1/20

087/

2008

1/20

097/

2009

1/20

107/

2010

1/20

117/

2011

1/20

127/

2012

Matvælaverð

Kjötverð

Mjólkurafurðaverð

Kornverð

Matarolíuverð

Sykurverð

Breytingar á reglum um gæðastýrt skýrsluhaldNýjar reglur um gæðastýrt skýrsluhald tóku gildi nú um áramótin. Tvær breytingar eru á reglunum frá því sem áður hefur verið.

1. Greiðslur fyrir gæðastýrt skýrsluhald eru nú greid-dar út fjórum sinnum á ári (ársfjórðungslega) en áður voru greiðslurnar þrjár (ársþriðjungs lega).

2. Gerð er krafa um tvær kýrsýnatökur á hverjum árs-fjórðungi en áður var krafa um eina kýrsýnatöku.

Hér til hliðar má sjá yfirlit kýrsýnatökur á hverju tímabili og greiðslumánuði ársins 2013. Gert

er ráð fyrir að greitt sé út fyrsta virka dag greiðslumánaðar. /GEH

Tímabil MánuðurSíðasti skiladagur

skýrsluFjöldi kýrsýna Greiðslumánuður

Fyrsti ársfjórðungur

Janúar 10. febrúar

2 sýni MaíFebrúar 10. mars

Mars 10. apríl

Annar ársfjórðungur

Apríl 10. maí

2 sýni ÁgústMaí 10. júní

Júní 10. júlí

Þriðji ársfjórðungur

Júlí 10. ágúst

2 sýni NóvemberÁgúst 10. september

September 10. október

Fjórði ársfjórðungur

Október 10. nóvember

2 sýni Febrúar (2014)Nóvember 10. desember

Desember 10. janúar (2014)

Mjólkurbílstjórar hjá MS-Akureyri hafa ekki átt sjö dagana sæla, en ófærð og óveður hafa sett strik í mjólkursöfnun undanfarna mánuði. Nýliðin jól og áramót voru þar engin undantekning en nú vonast menn eftir betri tíð. Hér er einn þeirra, Pétur Haraldsson, að störfum í byrjun vikunnar. Myndir / Benjamín Baldursson

Mjólkurbílstjórar komast enn í hann krappann:

Þeir eiga skilið að fá fálkaorðuna- segir Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður

Þróun framleiðslukostnaðar mjólkur 2002-2012Við skoðun á þróun framleiðslu-kostnaðar mjólkur frá mars 2002 til júní 2012 má sjá að framleiðslu-kostnaður alls hækkaði um 108% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 80%. Verð á áburði hækkaði stórfellt á heimsmarkaði í byrjun árs 2008. Í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar fylgdu enn frekari hækkanir. Heildarhækkun frá síðasta ársfjórðungi 2007 til ársloka 2010 nam þannig 144%. Kjarnfóður hefur sömuleiðis hækkað mikið síðan í árslok 2007. Til ársloka 2010 hækkaði það um 60%. Hér má bæta því við að íslenska krónan hefur fallið um rösklega 6% gagnvart evru frá ársbyrjun 2012 til ársbyrjunar 2013, sem þegar hefur leitt til enn frekari verðhækkana á kjarnfóðri. Þróun framleiðslukostnaðar mjólkur á árunum 2002 til 2012.

25Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Vélabásinn

Sundlaug Húsavíkur er við Laugabrekku 2 á Húsavík og var vígð með viðhöfn 6. ágúst árið 1960. Ekki er ólíklegt að Húsvíkingar hafi verið farnir að bíða með nokkurri óþolinmæði eftir þeim degi því framkvæmdir við laugina tóku rúm níu ár. Fyrsta skóflustunga að henni var tekin 21. júlí árið 1951. Í kringum síðustu aldamót var ráðist í framkvæmdir við laugina, en þá var búningsaðstaða stækkuð og heitum pottum bætt við.

Sundlaug Húsavíkur er 16,67 metra löng og auk hennar er lítil barnalaug með hærra hitastigi. Tveir heitir pottar eru við laugina, annar þeirra nuddpottur. Þá eru tvær

rennibrautir í lauginni, eimbað og sólbaðsaðstaða.

Aðsókn í sundlaugina er árlega um 76.000 heimsóknir en rétt er að geta þess að þá er skólasund grunnskólabarna tekið með í reikninginn. Reglulega hefur verið boðið upp á sundnámskeið fyrir fullorðna og hafa þau verið afar vinsæl.

Vetraropnun Sundlaugar Húsavíkur er frá 6.45-9.30 og frá 16-21 á virkum dögum en frá 10-15 um helgar. Á sumrin er laugin opin frá 6.45-21 á virkum dögum og frá 10-18 um helgar. Frekari upplýsingar má fá í síma 464-6190 eða með því að senda póst á netfangið [email protected].

Sundlaug Húsavíkur

Laugar landsins

Nýr fjórhjóladrifinn Honda CRV:

Með frábærum skriðvarnarbúnaðiÍ byrjun hvers árs keppast bílaumboðin um að frumsýna nýjustu árgerðirnar og oft eru fyrirsagnir í auglýsingunum uppsettar þannig að um stórbreytingar sé að ræða frá fyrri árgerðum. Um næstu helgi frumsýnir Bernhard Vatna-görðum nýjustu framleiðslu-línuna af Honda CR-V. Ég fékk um síðustu helgi að taka forskot á aðra og prófaði bílinn. Þessi Honda CR-V er mikið breyttur frá CR-V bílnum sem ég prófaði hér í Bændablaðinu í mars 2010.

Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni mikil nýjung og er nýi CR-V-inn fullur af nýjungum sem ég hef ekki prófað áður. Fyrst ber að nefna drifið, en nýi Honda CR-V tekur nú af stað með öllum fjórum hjólunum, sem gefur bílnum mun betra viðbragð úr kyrrstöðu.

Frábær skriðvarnarbúnaður

Í bílnum er ný tegund af skriðvörn. Ef bíllinn rennur mikið til á mikilli ferð, t.d. þegar maður kemur út úr beygju og gefur mikið í, þá réttir hann sig sjálfkrafa af. Venjulega vilja bílar oft halda áfram að renna út á hlið þó að reynt sé að rétta þá af, sem stundum er kallað að yfirstýra.

Á bílaplani í mikilli hálku prófaði ég viðbragð, bremsur og skriðvarnarbúnaðinn. Hálkan var svo mikil að ég stóð varla í lappirnar þegar ég fór út til að taka mynd af bílnum þarna á svellinu.

Nýi útbúnaðurinn frá Honda hindrar yfirstýringu, sem virkar þannig að bíllinn bremsar sjálfkrafa á öðru framhjólinu og réttir þannig bílinn af. Þennan búnað margreyndi ég í mikilli hálku og í hvert skipti sem bíllinn ætlaði í yfirstýringu voru völdin tekin af mér. Sjaldan hef ég verið jafn hissa og í hvert skipti varð ég hrifnari og hrifnari af þessum búnaði, sem ég spái að verði staðalbúnaður í öllum bílum í framtíðinni. Ýmsar aðrar nýjungar eru í 2013-árgerðinni af Honda CR-V.

Afar hljóðlátur

Þegar ég settist inn í bílinn og ýtti á starttakkann (lyklalaust aðgengi, enginn „sviss“) hélt ég í fyrstu að ég hefði verið látinn hafa bensínbílinn því ég heyrði varla í vélinni, en eftir að hafa lækkað nánast alveg niður í útvarpinu heyrði ég kunnuglegt dísilvélarhljóð. Greinilega vel hljóðeinangraður vélasalurinn.

Á malarvegi er sáralítið malarvega hljóð þótt á hægum hraða er fjöðrunin full stíf, en sé

ekið hraðar finnur maður að bíllinn liggur vel á malarvegi og er mjög stöðugur.

Góð bakkmyndavél

Fyrst fór ég smá hring innanbæjar og var ég mjög ánægður með lipurð bílsins, en bakkmyndavélin er mjög góð bæði í dagsbirtu og myrkri og hjálpar manni við að bakka í þröng bílastæði borgarinnar.

Eftir um 20 km akstur sagði eyðslumælirinn mér að ég væri að eyða 11,3 lítrum á hundraðið í innanbæjar akstrinum. Á framhornum

bílsins eru aukaljós og þegar maður beygir meira en 10 gráður kviknar ljós á því horni sem beygt er um og lýsir til hliðar í beygjuakstursstefnuna. Þetta fannst mér sérstaklega gott þegar ég var að snúa við þar sem algjört myrkur var.

Næst var haldið út fyrir bæinn, en eftir þann akstur sagði tölvan að ég hefði verið að eyða 7,5 lítrum í langkeyrslunni. Eftir blandaðan akstur í 150 km var eyðsla mín 9,7 lítrar á hundraðið, en meðalhraðinn var 31 km og aksturstíminn 4 klukkutímar og 56 mínútur.

Speglar eru almennt stórir og

góðir á Honda-bílum og það er einnig svo með CR-V, bæði hliðar- og baksýnisspegill inni í bílnum.

Mælaborðið í bílnum er frekar stórt og sést vel á alla mæla, sérstaklega hraðamælinn (sem kemur sér vel fyrir mig persónulega þar sem ég er farinn að sjá illa næst mér). Á 90 km hraða samkvæmt hraðamæli segir GPS-tækið mitt að bíllinn sé á 84, en á 50 km hraða eru mælirinn og GPS-tækið sammála.

Rúmgóður

Þó svo að Honda CR-V virki ekki

stór að utan er hann mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði fram í og aftur í bílnum. Farangursrými er mikið og með einu handfangi leggjast sætin niður. Til að opna afturhlerann er ýtt á takka inni í bílnum eða á fjarstýringunni af bílnum og þá opnast afturhlerinn rólega.

Ég var í alla staði ánægður með bílinn og væri alveg til í að vera með svona bíl sem fjölskyldubíl. Honda CR-V er fáanlegur í fjórum mismunandi útgáfum, en bíllinn sem ég prófaði var Honda CR-V Executive diesel 155 hestöfl og sjálfskiptur.

Vélaprófanir

[email protected]

Hjörtur L. Jónssonson

Lengd: 4.570 mm

Breidd: 1.820 mm

Hæð 1.685 mm

Þyngd:frá 1.627 kg

upp í 1.806 kg

Helstu mál:

Verðið er mismunandi eftir því hvaða búnaður

er í bílunum, en er frá 5.890.000 til 7.990.000

kr. Vélar eru tvær disíl 155 hestöfl 2199 cc og

1997 cc bensín 155 hestöfl.

Mælaborðið í bílnum er frekar stórt og sést vel á alla mæla, sérstaklega hraðamælinn.

Farangursrými er mikið og með einu handfangi leggjast sætin niður.

Myndir / HLJ

Bakkmyndavélin er mjög góð bæði í dagsbirtu og myrkri.

26 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Foreldrar Péturs hófu búskap í Hvammi árið 1951. Frá 1978 rekur Pétur félagsbú með for-eldrum sínum. Árið 1997 kaupa núverandi ábúendur jörðina og allan rekstur kúabúsins. Halldór bróðir Péturs rekur jafn-framt fjárbú í Hvammi en býr á Nautaflötum – góðri jörð rétt hjá – og eru jarðirnar samnýttar við reksturinn.

Býli? Hvammur.

Staðsett í sveit? Í Ölfusi, Árnessýslu.

Ábúendur? Pétur B. Guðmundsson og Charlotte Clausen.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru Davíð 15 ára, Jens Thinus 13 ára og María átta ára. Tíkin Títla, ofvirki sonurinn Krulli og nokkrir kettir.

Stærð jarðar? Um 150 hektarar og stór hluti af Ingólfsfjalli að auki.

Gerð bús? Kýr, hestar, kornrækt, býflugur og hænur.

Fjöldi búfjár og tegundir? Fimmtíu kýr, fimmtíu og fimm geldneyti, tuttugu hænur, um þrjátíu og fimm hross og um þrjátíu þúsund býflugur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Frúin fer í fjós klukkan 6.00, börnin vakin í skóla klukkan 7.00 og bóndinn kemur í fjós þegar frúin er örugglega búin að mjólka.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar allt lifnar við á vorin og fara í berjamó á haustin. Leiðinlegast er að sinna veikum skepnum og borga skuldir.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Öflugri.

Hvaða skoðun hafið þið á

félagsmálum bænda? Margir sem vinna mikið og gott starf í þágu bænda.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef skynsemin fær að ráða för.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hestar, lambakjöt og skyr.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Matur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, humar, grjónagrautur og slátur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Góður árangur í hrossarækt; mörg hross í fyrstu

verðlaun og ein hryssa í heiðurs-verðlaun og margt fleira.

Í byrjun árs eru margir farnir í léttara fæði eftir matarhátíð jólanna. Margt er í boði til að skipta um stefnu og hér fáum við að leita í brunn Guðrúnar Sturlaugsdóttur hjá Heilshugar í átt að hollari lífsháttum.

Grænmetislasagna

fyrir fjóra › 6 gulrætur

› 1 paprika

› 1 laukur

› 1 hvítlauksrif

› 100 g 11% ostur

› 100 g kotasæla

› 3 egg

› 1 lítil dós tómatpurre (eða ein dós tómatar í dós)

› 100 g vatn

› 3-4 pastaplötur

› 1 msk. oregano

› ½-1 msk. kóríander

› ½-1 msk. paprikukrydd

Aðferð:Grænmeti saxað í smáa teninga, steikt á pönnu í smá olíu. Tómatpúrru og vatni bætt út í ásamt kryddi og látið malla við vægan hita. Saltað eftir smekk. Helmingur

af mauki settur í botninn á eldföstu móti, pastaplötum raðað ofan á, restin af grænmeti sett ofan á. Þá eru eggin og kotasælan hrærð saman og hellt ofan á og að lokum toppað með rifnum ostinum. Bakað við 180 °C í um 20 mínútur.

Hollt hrásalat

› 2 gulrætur (rifnar)

› 100 g kálhaus

› ½ gúrka

› ½ dós 5-10% sýrður rjómi

› 1 tsk. sinnep (má sleppa)

› 1 dós ananaskurl

› salt og pipar eftir smekk

Aðferð:Grænmeti er saxað smátt og blandað saman ásamt sýrða rjómanum, sinnepi og kryddi. Njótið vel! /ehg

Líf og lystBÆRINN OKKAR

MATARKRÓKURINN

Gott upphaf á árinu

Hvammur

Fjölskyldan Hvammi í sumarfríi 2012.

Þröstur frá Hvammi og Vignir Siggeirsson.

Mynd / Jón Karl Snorrason

27Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

--

Nafn: Salka Sól Traustadóttir.Aldur: 8 ára.Stjörnumerki: Fiskur.Búseta: Reykjavík.Skóli: Háteigsskóli.Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmti-legast að teikna í Halastjörnunni sem er frístundaheimilið í skólanum mínum.Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabjörn.Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit: Ásgeir Trausti.

Uppáhaldskvikmynd: UP frá Pixar.Fyrsta minningin þín? Þegar það var kveikt í kjallaranum í blokkinni okkar í Århus og ég þurfti að sitja inni í lög-reglubíl með pabba mínum á meðan slökkviliðið var að slökkva eldinn.Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-færi? Ég æfi handbolta með Val.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Það er að horfa á tónlistarmyndbönd á YouTube og að horfa á bíómyndir og þætti.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vinna á kaffi-húsi með vinkonu minni.Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var 7 ára fór ég í nokkur svakaleg tæki í Bakken í tívolíinu í Kaupmannahöfn, meðal annars þeytivindu.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Þegar ég var lasin og

þurfti að vera heima þegar íþrótta-hátíðin var í skólanum mínum.

Ætlar þú að gera eitthvað sér-stakt í vetur? Ég ætla að fara á skauta, renna mér á sleða og gera eitthvað annað skemmtilegt. /ehg

3

1 4 7

7 9 8 2 6

6 7

3 2 9

2 1

8 1 3 5 6

2 9 1

3

2 1 9

4 2 7

6 9

5 7

3

8 6 1 3

4 8

9 5

2 8 7 9 1

6 3

1 7

2

9 6 5

7 1

7 9 6 5 8

2 5

7

3

53 4

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

4

Álfavængir– bólerójakki með blúndukanti

PRJÓNAHORNIÐ

Stærð

3/4 – 5/6 – 7/8 – 9/10 – 11/12

98/104 – 110/116 – 122/128 – 134/140 – 146/152 cm

Efni

Fífa mohair frá Garn.is, fölbleikt , 2-3 dokkur

Hringprjónar nr. 3,5x60 cm

Prjónafesta

19 l og 36 umferðir garðaprjón gera 10x10 cm.

Aðferð

Prjónað er garðaprjón (slétt á réttunni og slétt á röngunni). Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá ermi til ermar. Síðan er stykkið brotið til helminga og saumað saman undir höndum og í hliðum.

Mynstur: Sjá mynsturmynd. Til að mynstrið sé rétt í hvorri hlið er fyrsta lína mynstursins prjónuð í lok fyrstu umf. á réttunni og í lokin af annarri umf. frá röngu.**

Styttar umferðir: Prjónið 6 umf. yfir allar lykkjur, *prjónið fram að merki í annarri hlið, snúið við, bregðið bandinu og prjónið út umferð. Prjónið 1 umf. yfir allar lykkjur, snúið við, prjónið fram að merki í hinni hliðinni, snúið við, bregðið bandinu og prjónið út umferð. Prjónið 5 umf. yfir allar lykkjur*, ent frá *-*. S.s **

Bólerójakki

Fitjið upp 52-58-62-66-70 L með tveimur þráðum af mohair á hringprjón nr 3,5. Skiptið yfir í einn þráð og prjónið garðaprjón. Þegar stykki mælist 8cm (ermi) er fitjað laust upp á 27-29-30-34-37 nýjum lykkjum sitt hvoru megin (fitjað upp í lok næstu tveggja umferða) = 106-116-122-134-144 L. Setjið merki í stykkið 18-20-22-24-26 L inn af hvorri hlið (=70-76-78-86-92 L milli merkja).

Haldið áfram að prjóna garðaprjón og Mynstur eftir mynsturmynd yfir ystu lykkjurnar hvoru megin. Á sama tíma eru prjónaðar styttar umferðir.

Þegar stykki mælist ca 44-49-54-59-64 cm (með ermunum) eru felldar laust af 27-19-30-34-37 L í hvorri hlið (fellið af í byrjun á næstu tveimur umferðum). Ath. að fella ekki af í miðju mynstri, klárið mynstrið áður en fellt er af.

Haldið áfram að prjóna garðaprjón (ermi) og þegar ermi mælist 8 cm er fellt af með tveimur þráðum.

Frágangur

Brjótið jakkann í tvennt og saumið sauminn undir ermunum og hliðarsauminn. Sjá útskýringa rteikningu: þar er brotalínan það sem á að sauma.

FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ

Ætlar að renna sér á skautum og sleða í vetur

6 2

= Prjónið slétt frá réttu og röngu (garðaprjón).

= Sláið tvisvar upp á prjóninn mill tveggja lykkja. Í næstu umf er fyrsti upp

sláttur prjónaður slétt og næsti uppsláttur prjónaður slétt en snúinn.

= Sláið einu sinni uppá prjóninn milli tveggja lykkja. Í næstu umf er upp

slátturinn prjónaður sléttur.

= Prjónið tvær lykkjur slétt saman.

= Fellið þessa lykkju af.

= Prjónastefna.

Lausnir á barnagetraun og jólakrossgátu barnaDregið hefur verið úr þeim fjölda lausna sem barst í barnagetraun og jólakrossgátu barna í jólablaði Bændablaðsins 2012. Bændablaðið þakkar þátttökuna og verða vinningshöfun send verðlaunin á næstu dögum.

Vinningshafar eru:Ari Steinar Sigurðarson,AkranesiMaría Ásgeirsdóttir,Reykholti, BorgarbyggðHafrún Embla,Hafnarfirði.

28 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Hundruð lausna bárust á jólakrossgátu Bændablaðsins að þessu sinni. Eins og hér sést voru lausnarorðin „Flottur sveinki“.

Bændablaðið þakkar öllum þátttakendum en sex heppnir voru dregnir út úr hópi þeirra sem sendu inn réttar lausnir. Þeir fá senda bókina Pater Jón Sveinsson NONNI eftir Gunnar F. Guðmundsson. Bókaútgáfan Opna ehf. gaf bókina út.

Verðlaunahafar eru:

Halla Björk ÞorláksdóttirLaugalandi, Hörgársveit601 Akureyri

Vigdís SigurðardóttirBorgum681 Þórshöfn

Bjarghildur GuðmundsdóttirAðalstræti 14450 Patreksfjörður

Þórdís SigurbjörnsdóttirHrísum311 Borgarnes

Svala SigurðardóttirHáaleitisbraut 97,108 Reykjavík

Ingibjörg SvavarsdóttirFjarðarbakka 5710 Seyðisfjörður

NONNIÆvi Jóns Sveinssonar var einstök – andstæðurnar í lífi hans með ólíkindum. Dagbækur föður hans og sendibréf móður hans lýsa á sláandi hátt basli, harðræði og veikindum bernskuáranna en jafn-framt löngun til að koma þeim börnum sem lifðu til manns.

Tólf ára gamall er Jón Sveinsson sendur utan til náms og gekk inn í samfélag sem var eins fjarri íslenskum veruleika og hugsast gat. Hann gerðist kaþólskur prestur og kennari og starfaði víða um lönd. Iðulega átti hann í innri togstreitu

sem birtist vel í dagbókum hans og bréfum. Sagnamaðurinn var þó aldrei langt undan og löngun að hverfa aftur til bernskuáranna varð að miklu höfundarverki , Nonnabókunum, sem urðu víðfrægar.

A u ð m j ú k u r prestur, kennari, sagnamaður, fyrir-

lesari, tónlistarmaður, heimsborg-ari. Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma.

Íslensk hönnun

Gunnhildur Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Tölvumiðlun og vöruhönnuður, hannaði skart-gripaskápinn 4Bling undir skart-gripina sína árið 2011. Í fram-haldinu hannaði Gunnhildur 4Phone-farsímastandinn fyrir farsíma og hefur verið vel tekið. Nú er hún með fleiri hugmyndir í farteskinu varðandi vöruhönn-unina.

Upphaf:Fyrst hannaði ég skartgripaskápinn 4Bling af því að mig vantaði eitthvað undir skartgripina mína. Ég var ekki með borðpláss og langaði alltaf í eitthvað vegghengt en fann ekkert. Greinilega hefur þetta verið í undirmeðvitundinni því að hugmyndin að skartgripaskápnum 4Bling fæddist 17. mars árið 2011 þegar ég var að keyra Sæbrautina á leið í vinnuna. 4Bling kom í búðir 5. desember sama ár og fæst í hvítum, svörtum og glærum lit. Síðan hannaði ég farsímastandinn 4Phone. Hugmyndin kom til þannig að ég var að ganga úr herbergi dóttur minnar þar sem hún var með hleðslutækið í innstungu við hurðina og símann í hleðslu í hillusamstæðunni sem hún á. Mér varð hugsað til þess að lítið þyrfti til að ganga á snúruna og þá dytti síminn og eyðilegðist. Því fór ég að skoða málið og úr varð standurinn.

Innblástur:Ég er mjög skipulögð og vil helst að allt eigi sinn stað. Ég kann ekki að teikna og kann ekkert í hönnun en ég læri með hverjum deginum. Þegar ég hannaði skartgripaskápinn 4Bling þá mældi ég skartgripina heima og sá þannig út hvað hvert hólf þyrfti að vera stórt. Svo vann ég út frá þeirri hugmynd. Ég leitaði til Format Akron, en Birgir sem er iðnhönnuður

þar aðstoðaði mig við hönnunina. Ótrúlega skemmtileg þróun í gangi. Þegar ég hannaði farsímastandinn 4Phone bað ég manninn minn um að koma heim með pappakassa og

mótaði frumgerð 4Phone úr kassanum og fór með til Birgis í Format Akron. Við gerðum 4 prufur og breyttum og bættum í hvert skiptið. Það er

virkilega gaman að eiga allar þessar prufur og sjá hvernig varan þróaðist.

Fram undan:Það er eins og þegar maður byrji á þessu vindi þetta upp á sig og er ég komin með aðra hugmynd í ætt við skartgripaskápinn en af öðrum toga. Hugmyndin er búin að gerjast í huganum í um hálft ár og verður gaman að sjá hve ólík/lík hugsunin verður hlutnum þegar hann kemur á markaðinn. /ehg

Hannar hagkvæmar hirslur úr plexígleri

Ráðning Jólakrossgátu Bændablaðsins 2012ar í

m. g s ,

hSvuativhNse

prsag

Gunnhildur Kjartansdóttir hannaði 4Phone-standinn eftir að hafa gengið um herbergi dóttur sinnar og uppgötvað að lítil hætta væri á

-legðist ef gengið væri á snúruna.

Mynd / Ernir Eyjólfsson

standinum og gengur snúra neðan úr honum í innstungu.

snúrunum við hönnunina en þær

milli þess sem síminn er hlaðinn.

4Phone-standurinn fór í búðir í

fæst í sex litum. Mynd / Kristján Maack

Hjálparsveit skáta í Aðaldal:

1.000 vinnustundir við leit og björgun sauðfjárHjálparsveit skáta í Aðaldal fékk á liðnu ári margfalt fleiri útköll en vaninn hefur verið undan farin ár, að jafnaði er sveitin kölluð út fimmtán til tuttugu sinnum árlega til aðstoðar en þau voru umtalsvert fleiri á nýliðnu ári. Gríðarlegur erill einkenndi árið og það varð sveitinni kostnaðarsamt. Þetta var annasamasta árið í sögu sveitarinnar.

Lykilhlutverk við leit og björgun á Þeistareykjasvæðinu

Fram kemur í samtali við Hallgrím Óla Guðmundsson, formann Hjálparsveitar skáta í Aðaldal, á vefnum 641.is að álag á liðsmenn hafi verið gríðarlegt og margir hafi hreinlega keyrt sig út í septemberóveðrinu.

Rúmlega tíu menn eru virkir í sveitinni en á þriðja tug meðlima eru á skrá. Samtals skiluðu þeir um 1.000 vinnustundum, einungis við leit og björgun á sauðfé í hamfaraveðrinu síðastliðið haust, sem og við aðstoð á viðgerðum á raflínum.

Hjálparsveitarmenn voru að störfum á tímabilinu 11. september til 30. september við leit að sauðfé á Þeistareykjasvæðinu og nálægum heiðum, en eins var leitað flesta daga í fyrri hluta októbermánaðar.

Hjálparsveit skáta í Aðaldal gegndi lykilhlutverki við björgun sauðfjár af Þeistareykjasvæðinu enda er það afrétt Reykhverfunga og Aðaldæla og liðsmenn því staðkunnugir aðstæðum. Margir þeirra eru líka sauðfjárbændur sem áttu fé á svæðinu og höfðu því beinna hagsmuna að gæta.

Velvild í samfélaginu

Fram kemur í samtalinu við Hallgrím Óla að margt hafi verið úr lagi gengið þegar aðgerðum lauk og hlaust af nokkur kostnaður við að laga tækjabúnað.

Naut sveitin velvildar í samfélaginu, hlaut styrki frá íbúum á svæðinu og frá kvenfélögum í Aðal-dal og Reykja hverfi sem og styrki frá Kiwanis félaginu Skjálfanda.

Börn í Hafralækjaskóla héldu aukasýningu á leikritinu Hafið bláa og gáfu sveitinni innkomu af henni. Hjón á sauðfjárbúi í Aðaldal gáfu hjálparsveitinni fimmtíu þúsund krónur og þá getur Hallgrímur þess að margir hafi keypt óvenjulega mikið af flugeldum fyrir áramótin til að sýna hug sinn. Því miður hafi slæmt veður síðustu daga liðins árs hins vegar dregið úr flugeldasölu almennt og sé það vissulega bagalegt enda flugeldasala helsta tekjulind sveitarinnar.

29Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr. 1.600 m. vsk (innan við 140 slög) og kr. 4.800 texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu.

Sími: 563 0300 | Netfang: [email protected] | Veffang: www.bbl.is

Smáauglýsingar

Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s. 894-5111 www.brimco.is

2ja öxla kerrur, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Verð frá kr.489.000 m. vsk. Gæðakerrur – Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími 894-5111 Opið 13-16.30 www.brimco.is

Traktorsdrifnar rafstöðvar, 10,8 kW upp í 72 kW. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn / mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað o.fl. Verðdæmi: (42 KWA) 33.6 KW = 566.000- + vsk. Stöðin þarf 80 hest-afla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf, Sími: 892-4163, netfang: [email protected], vefslóð: www.hak.is

Vökvunarbúnaður fyrir ræktunar-svæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktors-drifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4” dis-eldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. Sími 892-4163 / netfang: [email protected] / vefsíða: www.hak.is

Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tank-bíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Sími 892-4163 / [email protected] / www.hak.is

Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Sími 894-5111 www.brimco.is Opið frá kl.13-16:30.

Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Ýmist sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum. Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað. Hákonarson ehf. Sími: 892-4163, netfang: [email protected] Vefsíða: www.hak.is

Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Rafhlöður, eldvarnir ofl. Sjá á www.fyriralla.is eða í síma 899-1549 eftir kl 17.00 og um helgar.

Nýr Belarus 1221.3, verð kr. 5.145.000 án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c, 201 Kópavogur. Uppl. í síma 568-6411. www.rafvorur.is

Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur framleiddar skv.reglum FEIF. Gangur 4 skeifur með sköflum aðeins kr. 2.812. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími 894-5111. Opið frá kl.13-16:30 www.brimco.is

Suzuki Ignis, árg. 2004, 4X4, ekinn 90 þús. Verð kr. 750 þús. Uppl. í síma 862-8551.

Cemtec sænskar hóffjaðrir. Góðar fjaðrir í stærðum E4 og E5 og slim ESL-3, ESL-4 og ESL-5. Pakkinn 250 stk. kr.2.890. Magnafsláttur. Sendum um land allt. Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. Sími 894-5111 opið frá kl.13-16:30, www.brimco.is

Til sölu vegna brottflutnings Nissan Patrol Elegance, 3.0 L TD. Ekinn 98.000 km, árg.´04. Ryðvörn, 33", leður, sjálfsk. Gæðabíll. Tilboð kr. 2.700.000. Sími 867-5692 / 561-9913.

Yamaha Rhino 660, árg. 2007, 4.800 km, þjónustað af umboði. Alhliða bíll til leiks og starfs. Lokuð grind á pall-inum tekur 3-4 kindur, sturtur. Verð kr. 1.590.000. Frábær í sveitina. Bílakaup, Korputorgi. Upplýsingar í síma 577-1111, www.bilakaup.com

Nissan Terrano ll, Limited útgáfa, 2,7 dísel, sjálfsk., árg. ´00, ekinn 195 þ. km. Verð kr. 680 þús. Ný 32“ nagla-dekk. Sumardekk fylgja. Uppl. gefur Siggi í síma 846-0956.

Til sölu 50 manna Man rúta. Nýklædd sæti, WC. Í mjög góðu ástandi. Uppl. í síma 695-0495.

MMC Pajero, árg. 2002 (31.10.02), dísel, 3200 vél, ekinn 173.000 km. Dráttarkrókur, 7 manna, sk. 2013. Ásett verð á bílasölu kr. 1.690.000. Fæst á kr. 1.400.000 stgr. Sími: 893-5201.

Vasatölva fyrir sauðfjárbændur. Vasatölvan er með innbyggðum örmerkjalesara sem les allar gerðir örmerkja. Hægt að skrá allar upp-lýsingar úr skýrsluhaldi beint í sér-hannað forrit sem heitir Vasafjárvís. Allar nánari upplýsingar á vefsíðunni hugvis.is, í nefangið [email protected] eða í síma 863-7702.

Til sölu Suzuki Grand Vitara, árg. 2000, ekinn 147.000 km. Sjálfskiptur, 4x4 og með dráttarbeisli. Vel með farinn. Verð kr. 690 þús. Uppl. í síma 615-1023.

Góður bíll til sölu. Renault Megan Classic, árg. ´98. Er í góðu standi. Ný heddpakkning og tímareim. Er á góðum nagladekkjum. Verð kr. 270 þús. Uppl. í síma 899-5492.

Smíðum allar gerðir af kerrum. Bílagerði ehf. Sími 899-2794 eða 451-2934.

Til sölu Toyota Rav4, árg. 2000, ekinn 206 þ. km, 4x4, beinsk. Sumar- og vetrardekk, dráttarkúla. Mikið endur-nýjaður og vel farinn. Verð kr. 450 þús. Sími 863-9674.

Til afgreiðslu strax: Luck Now tveggja snigla snjóblásarar 229-259 cm. PTO 540, 1000 og 1000 L, 80-150 hö. Vökvatúða og túðuspjald. Einnig 265 cm snjótennur, skekkjanlegar. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Er með Pajero, árg. 2000, 2,8 D, ssk., 33", ekinn 154 þús. km. Ekkert ryð í grind, nýtt hedd og nýir spíssar. Ásett verð kr. 890 þús. Magnús, sími 660-2584.

��������� ������������������� ��������������������

Blomberg þvottavélar frá 79.990 Allt að 20% afsláttur

Mikið úrval af kæliskápum frá Blomberg, Candy og Severin

með allt að 33% afslætti

Ofnar, helluborð og háfar með allt að 60% afslætti

Saeco alsjálfvirkar kaffivélar frá 49.990

Borgartúni 28 • Sími 520 7900 • www.ef.is

ÚTSALAAllt að 60% afsláttur

www.isfell.is

Tóg

30 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Til afgreiðslu strax: Reck mykju-hrærur með 50-55-60-65 cm turbo skrúfuspaða fyrir 60-200 hö. traktor pto, 540-1000. Lágmarkar eldneyt-iseyðslu í hræringu. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu fjórhjól: Can-Am Outlander 800 XT, árg. 10/2007. Ekið 3.368 km. Töskur, spil og orginal dekk á álfelgum fylgja. Hjólið er á nýjum 26,5“ Pit Bull dekkjum. Götuskráð, skoðað 2013. Verð kr.1.400 þús. án vsk. Uppl. í síma 892-8822.

New Holland TL 80 A, árg. 2005, vinnust. 3610, 98 hö. með túrbínu. Quickie 35 Alö tæki. Góð og þokka-lega vel útlítandi vél, dekk ca. 80 - 85%. Mótorhitari og hraðtengi á tækjum, 3ja hraða aflúrtak. Verð kr. 5,2 millj. án vsk. Sigþór, sími 893-1080 / [email protected]

Til sölu Cummings vararafstöð, 45kW, 50Hz, 3 x 380V, keyrð 550 klst. Með sjálfræsibúnaði fyrir rafstöð og lands-net. 700 lítra olíutankur fylgir með. Verð kr. 1,4 millj. Uppl. í síma 778-2271.

Hef til sölu 83 kW Wilson rafstöð, árg. 2007. Lítið notuð með tölvubún-aði þannig að hægt er að nota hana sem varaaflstöð. Er í hljóðeinangr-uðum kassa. Verð kr. 3 millj. auk vsk. Uppl. í símum 483-1200 eða 869-4024, Magnús eða Stefán.

Til sölu Hyundai Atos, árg. ´98. Plássmikill 5 dyra smábíll. Ekinn 156.000 km. Bíll í toppstandi. Algjör sparibaukur, sk. ́ 14. Verð kr. 280.000. Uppl. í síma 891-6647 eða 551-0447.

Til sölu 4 tonna sturtuvagn. Verð kr. 600.000. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma 896-2331.

Til sölu Scania 113 með krana, árg. 1995, ek. 600 þús. km. Hiab 140 krani. Bíllinn er í góðu standi, nýleg dekk, nýsprautaður og nýskoðaður. Verð aðeins kr. 3,9 millj. án vsk. Uppl. í síma 615-0857.

Til sölu Nissan double cap, árg. 1996. Ekinn 225 þús. km. Verð kr. 400.000. Uppl. í síma 690-5461.

Til sölu Scania T-113 með krana, árgerð 1990, ekin 127.000 km. Krani Hiab 140. Bíll í góðu lagi! Verð aðeins kr. 2,9 millj. án vsk. Uppl. í síma 615-0857.

Til sölu Toyota Rav, árg. 1998, ekinn 185.000 km. Tveir góðir dekkjagang-ar. Vel viðhaldinn bíll. Uppl. í síma 861-5555.

Til sölu Nissan Terrano, árg.´99. Vel útlítandi, nýlegt hedd og túrbína. Ekinn 300.000 km. Verð kr. 450.000 Uppl. í síma 865-8886.

Til sölu Renault Megane Scenic. Nýskr. 4/2005, ekinn 134 þ. km, bens-ín, 5 gírar. Krókur, álfelgur, ný tíma-reim. Verð kr.1.190.000. Tilboðsverð kr. 930.000 kr. Rnr.111705. www.iBíll.is. Sími 578-8181, netfang: [email protected].

Til sölu Suzuki Grand Vitara, árg. 2000. Ekinn 147.000 km. Sjálfskiptur, 4x4, með dráttarbeisli. Mjög vel með farinn. Verð kr. 600 þús. Uppl. í síma 615-1023.

Bændablaðið óskar eftir að kaupa gamla mjólkurbrúsa. Verða notaðir sem blaðastandar í verslanir fyrir málgagn bænda. Vinsamlegast hafið samband við Tjörva Bjarnason hjá Bændablaðinu í netfangið [email protected] eða í síma 563-0332.

Eigum fyrirliggjandi gott úrval fylgi-hluta fyrir MultiOne fjölnotavélar. Uppl. í síma 534-3435 www.orkuver.is

Til sölu notuð skekkjanleg snjótönn. Breidd 160 cm. Verð kr. 350.000 án vsk. Uppl. í síma 534-3435, www.orkuver.is

Eigum til afgreiðslu strax margar stærðir af SnowEx salt göngudreif-urum. Uppl. í síma 534- 3435, www.orkuver.is

Til sölu bakkó. Lítið notað, passar á MultiOne, Avant og hægt að mixa aftan á dráttarvél. Vinnsludýpt 2,8 m. 40 cm skófla. Verð kr. 450.000 án vsk. Uppl. í síma 534-3435, www.orkuver.is

Til sölu Honda TRX 680 fjórhjól, árg. 2008. Frábært hjól. Verð. kr. 1.200.000 án vsk. Uppl. í síma 534-3435, www.orkuver.is

Til sölu Polaris sexhjól , Sportsman 6x6, árg. 2007. Sem nýtt að sjá með spili. Ekið 1.300 km, sími 849-2401.

Eigum til afgreiðslu strax margar stærðir af SnowEx sand- og salt-dreifurum. Hentugir á pallbíla eða á sjálfstæða vagna. Uppl. í síma 534-3435, www.orkuver.is

Bjóðum margar gerðir og stærðir af Goldoni dráttarvélum. Leitið tilboða hjá sölumönnum. Uppl. í síma 534-3435, www.orkuver.is

Bjóðum fjölbreytt úrval MultiOne fjölnotavéla ásamt miklu úrvali fylgi-hluta. Leitið upplýsinga hjá sölu-mönnum. Uppl. í síma 534-3435, www.orkuver.is

Snjóblásari 6,5hö með ljósi. Hentar vel fyrir stíga og innkeyrslur. www.jotunn.is. Sími 480-0402.

Áburðar- og saltdreifari, tekur 36 kg. Auðvelt að stilla magn sem dreift er. www.jotunn.is. Sími 480-0402.

Áburðar- og saltdreifari, tekur 80 kg. Hengjanlegur aftan í fjórhjól. www.jotunn.is. Sími 480-0402.

Skóskrúfur! Ekki renna í hálkunni. Eigum skrúfur í mjúka og harða skó-sóla. www.jotunn.is. Sími 480-0402.

Ísnaglar. Láttu ekki hálkuna koma þér á óvart. Eigum til skrúfaða ísnagla, í nokkrum lengdum, fyrir dráttavéla- og vinnuvéladekk. Einnig nagla til að skrúfa undir skó. Sími 480-0402.

Ljós og perur. Ljós í myrkri. Vinnuvélaljós, kerruljós, perur og ljósagler. Sími 480-0402.

Rafgeymar. Rafgeymar í margar gerðir ökutækja og vinnuvéla. Einnig rafgeymar í fjórhjól. Sími 480-0402.

Málning. Eigum til gott úrval máln-ingar, í original litum, á margar gerðir dráttavéla. Sími 480-0402.

Valtra A93, árg. 2012 notuð 300 tíma. Jötunn vélar. Sími: 480-0402 (sölumenn notaðra véla).

Massey Ferguson 4245, árg. 1998, notuð 4.150 tíma. Jötunn vélar. Sími 480-0402.

31Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013

Case 4240, árg. 1996. Jötunn Vélar. Sími 480-0402.

Case 4230, árg. 1997, notuð 6.500 tíma. Jötunn vélar. Sími 480-0402.

Grenivíkur snjóblásari, 2,5m. Jotunn.is Sölumenn véla, sími 480-0402.

JCB vinnuvélar. Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur í flestar gerðir JCB vinnuvéla.

Fíat 80-90 árg 91 til sölu, Verð kr. 1,400,000. Uppl í síma 868-7910.

Til sölu Toyota Hilux Extra Cap 2.4 turpo disel. Verð 800þús staðgreitt , eingin skipti. Nýskoðaður, nýendur-ryðvarinn. Rörastuðari. Er á árs-gömlum negldum vetrardekkjum, léleg sumardekk á felgum fylgja með. Smurbók. Upplýsingar gefur Atli í Síma 698-3172

Til sölu.11 eikar-innihurðir með öllu. 2 stk. 60 cm, 7 stk. 70 cm og 2 stk. 80 cm. Upp. í síma 860-6901.

Til sölu

Bændur og búalið athugið. „Fjárhúsgólf“ úr gegnheilu plast-prófílefni komin í hús. Stærð 3 cm x 6 cm x 280 cm. Frábær reynsla á Íslandi. Athugið, getum einnig útveg-að margar stærðir og gerðir ásamt nótuðum plastborðum, básamottum, drenmottum og fleiru. Jóhann Helgi og Co. Sími 565-1048 og 820-8096.

Plastrimlagólf! Eigum á lager plast-prófíl í vinsælu sauðfjárplastrimla-gólfin. Allar nánari upplýsingar í síma 571-3300 og 4800-400 – Jón bóndi og Jötunn vélar.

Til sölu Khun taðdreifari 8118, 9,9 m3, árg. ́ 07. Lítur vel út, lítið notaður. Verð kr. 2.950 þ. Rúml. milljón krónum ódýrari en nýr. Uppl. í síma 865-4695 eða [email protected]

Tvöföld rúllugreip til sölu aftan á traktor. Verð kr.120 þús. Er líka með einfalda rúllugreip á kr. 30 þús. Sími 899-2906, Einar.

Til sölu 65 ha landspilda miðsvæðis í uppsveitum Árnessýslu. Hentar m.a. vel til skógræktar. Nánari upplýsingar: [email protected]

Til sölu Nissan Terrano, árg. 2005, dísel, ekinn 165 þús. Grár, beinskiptur 5 gíra, dráttarkúla. Uppl. í síma 8977-655.

Til sölu mjög góð 2ja hesta kerra. Nýlega yfirfarin og nýskoðuð. Verð kr. 400.000. Get sent myndir. Allar nánari uppl. í síma 864-2405.

Til sölu 50 heyrúllur í Borgarfirði. Hey af túni sem búfénaður hefur ekki gengið á sl. 13 ár. Afh. við hlöðuvegg. Verð kr. 6.000 m. vsk. pr. stk. Uppl. í síma 893-6545

Til sölu: Nissan Navara, 2,5 dísel, árg. 2006, ekinn 42.000 km. Ódýr þurrkublaðagúmmí fyrir flestar gerðir ökutækja. Uppl. í síma 892-0016.

Til sölu ripper af Cat B-4-E, árg. ´82. Gírkassi úr Man ZFS-90. VW Transporter, árg. ́ 97, pallbíll, syncro, dísel, í varahluti. Beinn frambiti undan Man Aveling og Barrford veghefill Super 600 í varahluti. Uppl. í síma 893-4364 eða 893-6764.

Til sölu Border Collie hvolpar bland-aðir, 1/4 íslenskir. Geta farið fjótlega að heiman. Verðhugmynd kr. 10.000 kr. Sími 661-2372.

Til sölu þessi ljúfi jepplingur Benz ML. 270 dísel, módel 2000, keyrður 209 þ. km. Ssk, hálfleður, álfelgur, lágt drif, dráttarkrókur o.fl. Verðhugmynd kr.1.990.000. Alltaf fengið topp við-hald. Frekari uppl. í síma 858-8210.

Til sölu Volvo F616, árgerð ́ 82, ekinn 541 þús. Það er á honum vírheysi. Góður bíll sem allt virkar í. Er ekki á skrá. Enginn pallur með. Sími 866-5156.

Til sölu Toyota Landcruiser, árg. 2000, ek. 242 þ. Dísel, sjálfskiptur, dráttarkúla, 4 vetrar- og sumardekk á felgum. Tilbúinn í veturinn, í góðu standi. Staðs. í Reykjavík, sími 860-3116.

Rafstöðvar - Varaafl. Eigum 30 kW rafstöðvar á lager, hentug stærð fyrir bændur og fl. Góð 8 ára reynsla. www.holt1.is Sími 435-6662 og 895-6662.

Til sölu hvít Nova brick utanhúss-klæðning. Um 13 bretti eða 125 fermetrar. Uppl. í síma 895-1056.

Til sölu Toyota Hilux, árg. 2005, 38“ dekk, ekinn 77.000 km. Upplýsingar gefur Eiríkur í síma 468-1233 á kvöldin.

Til sölu PKS rúllutætari ásamt aðfærslubandi fyrir tvær rúllur. 3ja fasa. Staðsettur á Vesturlandi. Uppl. í síma 868-0357.

Til sölu Krone diskasláttuvél 2,8 m, árg. 2002, Tulip áburðardreifari 1.500 kg, árg 2007 og Tanutti rakstrarvél 9 hjóla, árg. 1999. Óska jafnframt eftir Toyota Hiace eða Hyundai Starex (4x4, 6-9manna) í skiptum fyrir Toyota Hilux 2,5, árg. 2006. Uppl. í síma 862-3501.

Til sölu. Heyrúllur í útigang. Verð kr. 4.000 án vsk. Staðsetning: Borgarfjörður. Upplýsingar í síma 864-2484.

Til sölu varahlutir í Kia Sportage, árg. ́ 99. Einnig sem ný heilsársdekk 30x15. Uppl. í síma 892-9610.

Til sölu Springmaster múgavél, 9 hjóla. Sturtuvagn. Dráttarvélakeðjur. Léttkeðjur 275/55-18. 4. stk. 17“ álfelgur og 8 v. rauðskjóttur hestur. Á sama stað óskast rússajeppi Gas 69. Uppl. í síma 846-3552.

Helluskeifur auglýsa. Ódýrustu skeifurnar á markaðnum? Verð á Helluskeifum er 2.560 kr. með sköfl-um og vsk. Það gerist ekki betra enda orti skáldið: Helluskeifur henta vel / hafðu það í huga / ódýrastar þær ég tel / og best þær munu duga. Síminn er 893-7050.

Til sölu sambyggð trésmíðavél Stenberg, minni gerð. Sög, hefill, þykktarhefill, fræsari og hulsubor. Vélin er þriggja fasa, lítið notuð, gott útlit. Verð kr. 100.000 krónur. Uppl. í síma 897-0552.

Fiat 80-90, árg ´91, til sölu. Verð kr. 1.400.000. Uppl. í síma 868-7910.

Dokaplötur til sölu. 42 Kaufmann K1 dokaplötur, notaðar aðeins einu sinni. Fást á hálfvirði miðað við nýjar, eða um 190,000 kr. fyrir allar. Uppl. í síma 893-7967.

Polaris sexhjól, árg. 2005, til sölu. Ekið 700 mílur. Gott hjól, alltaf geymt inni. Verð kr.1.200.000 krónur. Uppl. í síma 861-5555.

Til sölu ónotuð dekk 37x12,5 x16,5 grófmunstruð. Verð kr. 250 þús. Uppl. í síma 893-8027.

Til sölu JCB-3 traktorsgrafa sem þarfnast lagfæringa. Uppl. í síma 772-5600.

Huurre frystiklefi til sölu ásamt frysti-búnti og pressu. Stærð: Lengd: 5,52 m. Hæð: 2,55 m. Breidd: 2,75m. Einnig reykofn teg. Reich ásamt rekka. Stærð: Lengd: 0,90 m. Hæð: 2,40 m. Breidd: 1,05 m. Nánari uppl. í símum 892-2146 og 849-7188.

Hef til sölu Bobcat 873 vinnuvél, árg. 2001. Hörkugóð mokstursvél! Einungis 1.100 vinnustundir, eigin-þyngd 3.200 kg, lyftigeta 2.000 kg. Ný dekk og felgur, ný framhurð, gafflar og skófla fylgja. Verð kr. 1.900.000 án vsk. Uppl. í síma 865-7696 eða [email protected]

Bobcat 873. Til sölu rótortilt á gröfu. Árg. 2005, eigin þyngd 500 kg. Hentar fyrir 15-18 tonna vélar. Verð kr. 1.300.000 án vsk. Uppl. 865-7696 eða [email protected]

Til sölu gúmmíbelti á gröfu. Stærð 400 x 72,5w x 72. Verð 100.000 án vsk. Uppl. 865-7696 eða [email protected]

Til sölu hreinræktaðir Border Collie hvolpar, fæddir 6. desember. Hvolparnir eru undan skapgóðum og vinnusömum foreldrum, Töru frá Eyrabakka og Nóa frá Skriðu. Hvolparnir eru skemmtilegir á litinn, þrílitir og freknóttir. Allar uppl. gefur Hugrún í síma 848-4358 eða með tölvupósti á [email protected]

Til sölu Zetor 7045 til niðurrifs. Nýir vinnudrifsdiskar í vélinni, gott framdrif, er gangfær. Uppl. í síma 616-8040.

Til sölu 2 stk. Continental traktors-dekk 600/65 R 38, ca. 75-80% slitin, óska eftir tilboði. Draggluggar frá Vélaval, ónotaðir, 8 stk. Stærð 2 – 0,55 m. 2 stk. handvindur til að draga gluggana upp og niður, ásamt vírum, blökkum o.fl. Verð kr. 200 þús. án vsk. Land-Rover árg. 1980, langur, díselvél biluð, verð kr.150 þús. án vsk. Kyllingstad tvískera plógur, ca. árg. ́ 85. Verð kr.120 þús. án vsk. Upplýsingar gefur Sigþór í síma 893-1080 eða netfangið [email protected]

Til sölu dekk. Ýmsar stærðir. Varahlutir í Hino og Wagoner árg. ´77. 10 feta gámur. Rafmagnsmótor 3. fasa 2,2 k. Segulnagli og járn beyjur 1x1m. Uppl. í síma 861-9959.

Óska eftir

Safnari óskar eftir og vill kaupa útrunnin hlutabréf og víxla, sögulega pappíra og plaköt, ísl. kórónumynt, seðla og gamla erlenda mynt - helst danska. Póstkort, orður og minn-ispeninga, gömul barmmerki, veggp-latta 1928, 29 og 30 tileinkað Ísl. frá Bing og Gröndal, sveitasíma m. bjöllu og sveif. Og fjölmarga aðra gamla muni. Að sjálfssögðu allt staðgreitt. Vinsamlega geymið netfang og síma-númer: [email protected] eða 893-0878. Með þakkl. Ólafur Ásgeir.

Óska eftir að kaupa Kuhn diskasláttu-vél í varahluti. Uppl. í síma 893-6662, Ari.

Óska eftir að kaupa notaða hjólakvísl. Uppl. í síma 861-7493, Guðjón.

Óska eftir jörð til langtímaleigu gegn vægu verði. Staðsetning skiptir engu en þarf bara að vera íbúðarhæft og þannig lagað. Má þess vegna vera jörð í rekstri. Uppl. hjá Óskari Jakob í síma 773-7188.

Óska eftir hansahillum. Mig vantar fjórar 60 cm hansahillur með járnum. Uppistöður mega fylgja en eru ekki nauðsynlegar. Uppl. í síma 694-9967, Freyr.

Pontan hans afa föl? Tók afi í nefið- eða batt hann inn bækur? Safnari óskar eftir tóbakspontum. Staðgreiðslu og góðu verði heitið fyrir fallegar pontur. Einnig óskað eftir bók-bandstækjum. Uppl. í síma 695-3112.

Óska eftir innréttingu í nautahús (fjós). Milligrindur, átgrindur,brynn-ingarskálar bæði fyrir naut og hesta einnig ljós og annar rafbúnaður í úti-hús. Á sama stað er til sölu Nissan Patrol LE, árg. 2009, 7 manna, ekinn 75.000 km. Verð kr. 5,9 millj. Uppl. í síma 472-9805 á kvöldin og [email protected]

Óska eftir að kaupa 5 gíra gírkassa úr Ford F eða E 250-350, 4x4, eða bíl til niðurrifs. Uppl. í síma 893-8027.

Atvinna

Par óskar eftir að komast i sveita-vinnu. Er búsett i Danmörku. 19 og 22ja ára. Hann er með 3ja ára reynslu með mjaltaþjóna og 9 ára reynslu af sveitavinnu. Hafið samband í síma 00-354-533- 86113.

Óska eftir starfi við umönnun hesta á Akureyri eða næsta nágrenni frá og með 1. mars nk. Er 23 ára kona og búfræðingur frá Tékklandi með Bs. háskólagráðu í hrossaræktun, búsett á Akureyri ásamt maka mínum frá Íslandi. Tala tékknesku, ensku og er að læra íslensku. Hef mikla reynslu af umönnun húsdýra, aðallega hesta. Vinsaml. hafið samband í netfangið [email protected]

Sumarvinna. Íslenskur bóndi í Noregi óskar eftir að ráða í sumarvinnu stúlku til aðstoðar við öll almenn störf á kúabúi í sumar. Reyklaust heimili. Húsnæði í boði og fæði á staðnum. Uppl. í síma 00-47-993-76702 eða 00-47-993-376702.

Ítalinn Thomas Allocca óskar eftir starfi í íslenskri sveit, við bústörf eða smíðar. Áhugamaður um forna byggingarhefð. Upp. Í síma 00-393-395-368672 eða netfangið [email protected]

Gisting

Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Sér aðstaða. Uppl. gefur Sigurlína í síma 861-6262.

Fyrir þá sem vantar gistingu í borg-inni. Hef til leigu 60 fermetra íbúð í Kópavogi.Sími 567-2602 og 896-6596.

Bændur! Þið eigið skilið að fara í frí frá búverkunum endrum og eins. Er með 67 fm íbúð til skammtímaleigu á Seltjarnarnesi. Bíll getur fylgt með. Verðið kemur á óvart. Uppl. í net-fangið [email protected] eða í síma 899-2190.

Íbúðarskipti

Íbúðarskipti. Hefur einhver áhuga á að skipta á góðu sumarhúsi í fallegri sveit á N-Austurlandi í viku tíma eða þ.u.b. og á sambærilegri íbúð/húsi t.d. á S-Austurlandi. Allar nánari uppl. í síma 863-1625.

Jarðir

Jörð óskast. Óskum eftir jörð til ábúðar, án kvóta. Skoðum allt með opnum huga. Uppl. í s. 849-1995 eða [email protected]

Skemmtanir

Áríðandi tilkynning. Aðalfundur M.C S.K.Á.L verður haldinn laugardaginn 12. janúar í félagsheimili skálar-manna. Einungis félagsmenn boðaðir. Allsherjar húllumhæ svo um kvöldið fyrir rétta fólkið. Skál fyrir S.K.Á.L

Skipti

Er einhver tilbúinn að skipta á Bens 280, 4 matic, árg. 2006, (bíll í topp-lagi) og á dráttarvél 4x4 með tækjum? Verð að kr. 3.500.000. Uppl. í síma 860-2088.

Þjónusta

Fósturtalningar í sauðfé. Munið að panta sem fyrst. Heiða, sími 487-1362 og 866 0790, Elín, sími 848 1510 og netfangið [email protected]

Varahlutir

Varahlutir. Er með til sölu vél úr Toyota Hilux 2LT, 2,4 turbo, árg. ‚95, í heilu lagi eða í einstökum hlutum. Líklega brotnaði stimpill í vélinni sem var keyrð töluvert, en annars var hún að virka vel áður og búið að gera margt fyrir hana. Túrbínan er nýuppgerð og nær ónotuð, í góðu lagi með alterna-tor og startara, ný tímareim sem skipt var um í haust og olíuverkið var yfir-farið á árinu. Sími 699-0717.

Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager

Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 [email protected]

Varahlutir - Viðgerðir

sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case

VélavitOftast ódýrastir!

JCB

BændablaðiðSmáauglýsingar.

5630300

Næsta Bændablað kemur út 24. janúar

1. tölublað 2013 Fimmtudagur 10. janúar

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út

24. janúar

xxxx:

xxxx– xxxx

Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 110 Reykjavík Simi 575 6000 www.ss.is

SS kynnir nýtt kjarnfóður frá DLG: SS-16 og SS-20 Lystugt og sterkjuríkt kjarnfóður framleitt fyrir íslenskar aðstæður

Inniheldur að lágmarki 22% maís Maís er sterkjuríkur og hægmeltur kolvetnisgjafi sem skapar jafnvægi í vambarstarfsemi kýrinnar sérstaklega með mikilli gjöf hraðmeltra kolvetna eins og byggi

Inniheldur ekki bygg Stór hluti bænda ræktar bygg og kjarnfóðrið er byggt upp með þær forsendur í huga

Inniheldur repjumjöl sem aðalpróteingjafa

Repja er próteinrík afurð og inniheldur að auki talsvert af kolvetnum og er því hentugt fóður fyrir mjólkurkýr

Inniheldur stein- og snefilefna í góðu jafnvægi Ríkar af kalsíum, fosfór og magnesíum

Inniheldur ekki erfðabreytt hráefni