Í bóli bjarnar - skolavefurinn.is...1.0 Orð af orði Þegar við lesum bókina Í bóli bjarnar...

43
Í bóli bjarnar eftir Guðjón Ragnar Jónasson Vinnubók

Transcript of Í bóli bjarnar - skolavefurinn.is...1.0 Orð af orði Þegar við lesum bókina Í bóli bjarnar...

  • Í bóli bjarnareftir

    Guðjón Ragnar Jónasson

    Vinnubók

  • Í bóli bjarnar - Vinnubók © 2009 Skólavefurinn

    Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2009

    Skólavefurinn ehf. Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson.

    Þessi bók er unnin í samstarfi við Guðmund Engilbertsson, sérfræðing hjá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri

    2

  • Efnisyfirlit:

    1 Orð af orði • Orðhlutar og samsett orð• Stofn orða• Verkefni

    bls. 4

    2 Eiginleikar talmáls og orðaforði• Munur á talmáli og ritmáli• Hugtökin sendandi og viðtakandi• Verkefni

    bls. 15

    3 Eiginleikar ritmáls og orðaforði• Ritmálið• Fleygrúnir• Upphaf ritmáls á Íslandi• Verkefni

    bls. 32

    3

  • 1.0 Orð af orði

    Þegar við lesum bókina Í bóli bjarnar notum við tungumálið okkar. Allir Íslendingar læra íslensku um leið og þeir læra að tala. Sú var ekki raunin með hann Tómas okkar. Hann er fæddur og uppalinn í Póllandi og pólska er hans móðurmál. Við tíu ára aldur flyst hann til Íslands eins og fram kemur í upphafi bókarinnar.

    Til eru mörg tungumál í heiminum sem eingöngu eru töluð og aldrei rituð. Önnur mál hafa sérstakt ritmál auk talmáls en í raun er ritmálið birtingarmynd málsins sem við tölum. U.þ.b. 6000 tungumál eru töluð í heiminum. Af þeim eru 20 mjög stór og töluð af helmingi jarðarbúa. Þar af leiðandi eru flest þessara mála töluð af mjög fáum og því er hætt við að mörg tungumál deyi út á næstu árum. Eitt þekktasta mál heimsins er latína en hún er nú til dags hvergi í heiminum töluð sem þjóðtunga og er þess vegna hvergi heimilismál. Algengasta dánarorsök tungumála er þegar eitt mál leysir annað af hólmi en slíkt ferli gerist hægt.

    Orðhlutar og samsett orð

    Í íslensku vinnum við með margs konar sögur á svipaðan hátt og við gerum nú í tengslum við bókina Í bóli bjarnar. Samhliða lestrinum ætlum við með hjálp þessarar vinnubókar að skoða orðin í bókinni og rýna í orðaforða hennar. Við brjótum hann til mergjar með málfræðihugtökum á borð við orðhluta og samsett orð. Í bland notum við þó gamalkunnug hugtök á borð við nafnorð, sagnorð og lýsingarorð.

    4

  • Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra hvað hugtökin samsett orð og orðhluti merkja.

    A) Samsett orð:

    Orð sem gerð eru úr tveimur eða fleiri orðum eru sögð samsett. Sem dæmi má nefna orðið tímamót. Það er myndað úr tveimur orðum sem eru tími og mót.

    B) Orðhluti:

    Með orðhluta er átt við einhvern hluta orðs sem hefur visst hlutverk eða merkingu. Ef við skoðum orðið tímamót sem nefnt var hér að ofan er það myndað úr þremur orðhlutum. Hér fyrir neðan má sjá orðhlutana aðgreinda með bandstrikum. tím-a-mótHér er orðhlutinn tím stofninn í orðinu tími. A er beygingarending sem orðið fær í þolfalli eintölu (tíma). Mót er sérstakt orð og til samans mynda þessi tvö orð auk beygingarendingar orðið tímamót.

    Stofn orða

    Við töluðum um hugtakið stofn orða hér fyrir ofan. Til að finna hann eru notaðar ólíkar aðferðir eftir því hvaða orðflokk er um að ræða.

    A) Stofn nafnorða:

    Stofn nafnorða finnst á misjafnan hátt eftir því hvort um er að ræða veikt eða sterkt nafnorð.

    1. Veik nafnorð enda á sérhljóða í öllum föllum. Sá hluti orðsins sem alltaf er eins í beygingu er þá stofn.

    5

  • Ef við fallbeygjum orðið tími sést að tím er eins í öllum föllum.

    Nf: Tím-i Þgf: Tím-a

    Nf: Tím-i Þgf: Tím-a

    2) Sterk nafnorð enda ýmist á sérhljóðum eða samhljóðum í fallbeygingu. Stofn þeirra finnst í þolfalli eintölu.

    Ef við fallbeygjum orðið hús finnst stofn þess í þolfalli eintölu.Nf: HúsÞf: HúsÞgf: Hús-iEf: Hús-s

    B) Stofn lýsingarorða:

    Stofn lýsingarorða finnst í kvenkyni, nefnifalli og eintölu.

    Nf: Hér er góð konaÞf: Um góða konuÞgf: Frá góðri konuEf: Til góðrar konu

    Í næstu fjórum verkefnum hér fyrir neðan er unnið með skipulegum hætti með orðaforðann úr fyrsta kafla bókarinnar Í bóli bjarnar.

    C) Stofn sagnorða:

    Stofn sagnorða finnst í nafnhætti mínus síðasti stafurinn sem jafnan er –a.Sagnorðið kaupa er í nafnhætti að kaupa. Stofninn er þá samkvæmt því sem fram kemur að ofan kaup.Sagnorðið langa er í nafnhætti að langa. Stofninn er þá samkvæmt því sem fram kemur að ofan lang.

    6

  • Verkefni

    Stofn orða

    Finna á stofn feitletruðu orðanna. Textinn hér fyrir neðan er upphaf bókarinnar Í bóli bjarnar.

    Að mér sækir hálfgerður hrollur _____________ og loftið sem ég anda að mér

    er svo miklu ferskara _____________ en ég á að venjast. Ég dreg

    _____________ djúpt_____________að mér andann enda búinn að vera

    innilokaður í flugvél og flugstöðvum í heilan sólarhring_________________. Ég

    finn samt greinilega að það er frekar kalt úti og þess vegna hnipra ég mig ofan í

    sætið strax og inn í flugrútuna er komið. Vorin eru ekki svona köld í

    Póllandi_________________.

    7

  • Sögugerð

    Skrifaðu stutta sögu þar sem eftirfarandi orð úr bókinni, Í bóli bjarnar,koma fyrir. Orðin eru hálfgerður, innilokaður, landslag, skyndilega,umhverfi, útsýni, tímamót og tilhlökkun.

    _________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    8

  • Rýnt í orðin

    Fyrir neðan eru nokkur áhugaverð orð sem öll má finna í fyrsta kafla bókarinnar Í bóli bjarnar auk þess sem þau eru öll samsett. Þið eigið að útskýra merkingu þeirra. Þau eru að vísu skýrð í bókinni, en þið þurfið ekki að nota sömu útskýringu og þar. Reynið að nota ykkar eigin orð til að útskýra merkingu þeirra. Skoðið vel samsetningu orðanna og hlutana sem þau eru gerð úr. Einnig skuluð þið skoða vel aftasta dálkinn þar sem hljóðbreytingar eru tilteknar sem og skyld orð. Áður en byrjað er á verkefni tvö er rétt að útskýra hvað hugtakið hljóðbreyting felur í sér. Það er nokkuð flókið en við munum aðeins skoða einn hluta þess í þessari bók. Þær hljóðbreytingar sem við skoðum eru ertu eftirfarandi:

    Þegar samhljóð eða sérhljóð breytast í önnur hljóð. Sem dæmi um það má nefna hús-hýsi, fara verður fór í þátíð. Einnig má nefna að í söggunni Í bóli bjarnar eru orðin björn og bjarndýr notuð nokkuð jöfnum höndum.

    Orð Samsetning orða Orð-hlut-ar Áhugaverðar hljóðbreytingarSkyld orð

    Hálfgerður Hálfur + gerð Hálf-gerð-ur Gerð, gjörð

    Skýring:

    ______________________________________________________________________________________________________________

    9

  • Orð Samsetning orða Orð-hlut-ar Áhugaverðar hljóðbreytingarSkyld orð

    Umhverfi Um + hverfi Um-hverf-i

    Skýring:

    ______________________________________________________________________________________________________________

    Orð Samsetning orða Orð-hlut-ar Áhugaverðar hljóðbreytingarSkyld orð

    Útsýnið Út + sýn/sjón Út-sýn-ið Skyldleiki er milli út og utar. Einnig milli sýn og sjón.

    Skýring:

    ______________________________________________________________________________________________________________

    Orð Samsetning orða Orð-hlut-ar Áhugaverðar hljóðbreytingarSkyld orð

    Tilhlökkun Til + hlökkun Til-hlökk-un Skyldleiki er milli hlökk og hlakka

    Skýring:

    ______________________________________________________________________________________________________________

    10

  • Orð Samsetning orða Orð-hlut-ar Áhugaverðar hljóðbreytingarSkyld orð

    Tímamót Tími + mót Tím-a-mót Skyldleiki er milli hlökk og hlakka

    Skýring:

    ______________________________________________________________________________________________________________

    Orð Samsetning orða Orð-hlut-ar Áhugaverðar hljóðbreytingarSkyld orð

    Skyndilega Skyndi + lega/lag Skyndi-leg-aSkyldleiki milli skyndi

    og skunda. Einnig milli lag og lega.

    Skýring:

    ______________________________________________________________________________________________________________

    Orðapúsl

    Búið til 20 orð úr bútunum hér fyrir neðan og skrifið þau á línurnar. Orðbútarnir hér fyrir neðan eru þeir hinir sömu og í verkefninu hér að ofan,Hálf + gerð + ur + inn + i + lok + að + ur + um + hverf + i + land +s + lag + skyndi + leg + a + út + sýn + ið + til + hlökk + un + tím + a + mót.

    11

  • Til viðbótar fáið þið eftirfarandi orðbúta til að vinna með:Legur + laus + boð + fyr + ir + heit + lif + andi + ör + lög + in

    Gott er að skrifa hvern orðhlut upp á spjöld og raða saman tveimur til þremur spjöldum og búa til ný orð. Nú eigið þið að púsla nýjum orðhlutunum saman og búa til ný orð sem skrifa skal hér fyrir neðan.

    ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    OrðaflokkunVið flokkum orð yfirleitt niður í nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Nú skuluð þið flokka orðin í einhverja allt aðra flokka. Til dæmis getið þið flokkað orðin eftir lengd þeirra. Einnig gætuð þið sett orð sem lýsa tilfinningum í einn flokk og þau sem lýsa persónum í annan. Þriðji flokkurinn gæti innihaldið orðin sem ekki falla undir áðurnefnda flokka. Ræðið málin við kennarann og heyrið hvort hann sé með tillögur að annarri skiptingu orðanna.

    Orðaskjóður

    12

  • Orðamynstur / Peysumynstur

    Í upphafi töluðum við almennt um tungumálið okkar. Til að lýsa því er gott að nota nafnorðið texti. Orðið er mjög gamalt og náskylt latneska nafnorðinu textus sem merkir vefnaður. Orðið texti er einnig náskylt latneska sagnorðinu textere sem þýðir að fella saman eða vefa. Eins og þið sjáið er orðið texti náskylt íslenska orðinu textílmennt enda er margt líkt með málfræði og vefnaði. Sérhvert mál er sett saman úr orðum sem raðað er upp eftir reglum en þó getur sá sem talar eða skrifar ráðið því hvernig hann raðar orðum í setningum sínum. Í rituðu máli myndast því texti sem er nokkurs konar orðavefur. Við tengjum saman mismunandi orð sem tilheyra mörgum orðflokkum. Allir hafa eflaust heyrt um nafnorð, lýsingarorð, sagnorð og ýmis smáorð. Þessi orð mynda nokkurs konar orðavef sem loðir saman.Oft er uppröðun orða í texta líkt við peysumynstur enda kannski ekki skrýtið þar sem orðin texti og vefnaður eru náskyld. Þegar við prjónum peysur notum við uppskriftir og búum til falleg mynstur í þær. Hér á eftir eigið þið að greina öll nafnorð, sagnorð og lýsingarorð í textanum inni í lopapeysunni. Í stað þess að skrifa orðin upp líkt og þið eruð vön þegar greint er í orðflokka eigið þið að lita. Þið eigið nefnilega að merkja orðflokkana með mismunandi litum. Öll nafnorð á að lita blá, sagnorð gul, lýsingarorð rauð og önnur orð eiga að vera ólituð

    13

  • 14

  • Greining á textamynstri

    Þegar þið hafið lokið við að lita orðflokkana sjáið þið að út kemur mynstur. Kannski ekki reglulegt peysumynstur en samt mynstur sem sýnir vel tíðni nafnorða, sagnorða og lýsingarorða í textanum. Textinn sem er hér fyrir neðan inni í lopapeysunni er úr fjórða kafla bókarinnar Í bóli bjarnar. Hann má finna á blaðsíðu 25 og þið verðið að vera búin að lesa kaflann vel áður en þið vinnið þetta verkefni.

    Textinn í lopapeysunni inniheldur 74 orð. Nú ætlum við að gera dálitla rannsókn og blanda stærðfræði inn í málfræðivinnuna, enda er oft sagt að skyldleiki sé með málfræði og stærðfræði. Að minnsta kosti byggjast báðar greinarnar á reglum sem við þurfum að læra. Við ætlum hér fyrir neðan að reikna hlutfall hvers orðflokks í heildartextanum.

    Nafnorð: Fjöldi nafnorða/heildarfjölda orða í texta = ______ / 74 = ____%

    Sagnorð: Fjöldi sagnorða/heildarfjölda orða í texta = ______ / 74 = ____%

    Lýsingarorð: Fjöldi lýsingarorða/heildarfjölda orða í texta= ______ / 74 = ____%

    Önnur orð: Fjöldi annarra orða/heildarfjölda orða í texta= ______ / 74 = ____%

    15

  • 2.0 Eiginleikar talmáls og orðaforði sögunnar

    Þegar við lesum bókina Í bóli bjarnar segir Tómas söguna. Hann er sögumaðurinn og það sem haft er eftir honum fylgir lögmálum ritmáls. Hins vegar eru mörg samtöl í bókinni og þau fylgja að stærstum hluta lögmálum talmáls. Lesendur eiga að geta lifað sig inn í samtölin við lesturinn þannig að á eftir teljum við okkur þekkja sögupersónurnar.

    Hér á eftir verður farið yfir þann mun sem er á talmáli og ritmáli. Það er skoðun margra að nú á tímum geri ekki allir skýran greinamun á talmáli og ritmáli. Til dæmis eru margar bloggsíður í dag á Netinu sem eru mjög talmálslegar og geta því ekki talist fullkomið ritmál. Þegar maður skrifar texta er nauðsynlegt að kunna góð skil á talmáli og ritmáli. Sem dæmi má nefna að mikilvægt er að vanda vel til verka þegar maður skrifar atvinnuumsókn. Meira mark er tekið á vel skrifuðum textum þar sem hefðbundið ritmál er notað. Hér á eftir munum við skoða gaumgæfilega mun talmáls og ritmáls.

    Munur á talmáli og ritmáli

    Talmál og ritmál eru náskyldar málgerðir sem innihalda alla helstu orðflokka líkt og nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að orðaforði talmáls og ritmáls er ólíkur og stór hluti þeirra orða sem notuð eru í talmáli koma mjög sjaldan fyrir í ritmáli.

    Oft er orðaforða íslensku skipt upp í inntaksorð og kerfisorð.

    1. Inntaksorð: Þau gefa textanum merkingu, oft eru þetta sagnorð, nafnorð og lýsingarorð. Í ritmáli er venjulega meira af inntaksorðum en hér fyrir neðan má finna góð dæmi sem sýna vel þennan mun.

    2. Kerfisorð: Í talmáli er meira af ýmiss konar smáorðum eins og sko, bara og já, en hlutverk þessara orða er mismunandi eftir því hver staða þeirra er innan texta. Oft eru þessi smáorð einhvers konar hikorð og endurtekningar en stundum

    16

  • eru þau upphaf einhverrar ófullkominnar setningar. Þessi smáorð eru á fræðimáli kölluð kerfisorð. Sem dæmi má nefna að orðið sko getur þýtt mjög margt og ekki er til ein merking á því orði. Hér fyrir neðan má sjá tvö dæmi, það fyrra er úr ritmáli en það seinna úr talmáli. Kerfisorðin eru skáletruð en inntaksorðin eru rituð á hefðbundinn hátt.

    Dæmi 1:Ritmál

    Niðurstöður kannana hafa sýnt að notkun bílbelta hefur fækkað alvarlegum umferðarslysum.

    Í þessu dæmi sem inniheldur 11 orð er aðeins eitt kerfisorð en það er auðgreint með undirstrikun hér að ofan. Inntaksorðin eru aftur á móti tíu og bera uppi merkingu textans.

    Dæmi 2:Talmál

    Það hefur komið í ljós í könnunum að með því að nota bílbelti eru minni líkur á því að maður lendi í alvarlegum umferðarslysum.

    Í þessu dæmi sem inniheldur 24 orð eru þrettán inntaksorð á móti ellefu kerfisorðum. Þetta passar við það sem sagt var hér að ofan að í talmáli sé meira um kerfisorð en í ritmáli.

    Til umræðu í bekknum:

    Hver teljið þið að sé merking orðsins sko? Hvað getið þið búið til margar setningar sem innihalda orðið sko?Hefur orðið alltaf sömu merkingu?Munið þið eftir fleiri orðum sem eru svipuð orðinu sko?Hvað með orðið bara?

    17

  • Textamynstur – Greining á samtali

    Hér á eftir eigið þið að greina öll nafnorð, sagnorð og lýsingarorð í textanum inni í lopapeysunni á sams konar hátt og í áþekku verkefni í kafla eitt hér að framan. Í stað þess að skrifa orðin upp líkt og þið eruð vön þegar greint er í orðflokka eigið þið að merkja orðflokkana með mismunandi litum. Þó er rétt strax í upphafi að nefna að þessir textar eru ólíkir að því leyti að textinn hér fyrir neðan inniheldur samtal.

    Öll nafnorð á að lita blá.

    Öll sagnorð á að lita gul.

    Öll lýsingarorð á að lita rauð.

    Öll önnur orð eiga að vera ólituð

    Önnur orð í textanum eiga að vera hvít. Textinn sem er inni í lopapeysunni er úr sjötta kafla bókarinnar Í bóli bjarnar. Hann má finna á blaðsíðu 36 og 37 og þið verðið að vera búin að lesa kaflann vel áður en þið vinnið þetta verkefni. Athugið að textinn hér fyrir neðan er ólíkur þeim sem unnið var í fyrra verkefni, því hér er að stórum hluta um samtal að ræða.

    18

  • 19

  • Textinn í lopapeysunni inniheldur 51 orð. Nú ætlum við líkt og í fyrsta kafla að vinna dálitla rannsókn og blanda á ný stærðfræði inn í málfræðivinnuna. Við ætlum hér fyrir neðan að reikna hlutfall hvers orðflokks í heildartextanum.

    Nafnorð: Fjöldi nafnorða/heildarfjölda orða í texta = ______ / 51 = ____%

    Sagnorð: Fjöldi sagnorða/heildarfjölda orða í texta = ______ / 51 = ____%

    Lýsingarorð: Fjöldi lýsingarorða/heildarfjölda orða í texta= ______ / 51 = ____%

    Önnur orð: Fjöldi annarra orða/heildarfjölda orða í texta= ______ / 51 = ____%

    Til umræðu í bekknum:

    Sjáið þið einhvern mun á þessu verkefninu í kafla eitt hér að framan þegar tíðni hvers orðflokks er skoðuð?

    Gæti verið að munurinn sé á einhvern hátt tilkominn vegna þess að í þessu verkefni er um samtal að ræða?

    20

  • Hugtökin sendandi og viðtakandi

    Í hvert sinn sem við tölum eða skrifum þurfum við að huga að því við hverja við erum að tala. Þegar við lesum texta eða hlustum á aðra tala þurfum við á sama hátt að gera okkur grein fyrir því hver það er sem talar við okkur eða skrifar textann. Til að átta sig á þessu er gott að nota hugtökin sendandi og viðtakandi.

    Sendandi

    Sendandi er sá sem talar eða ritar í hvert sinn. Stundum er ekki ljóst hver hann er, en það er augljóst hver sendandi er þegar tveir menn eru að tala saman. Við vitum ekki alltaf hvaða rödd er á bak við hvern texta. Til dæmis eru greinar í dagblöðum oft á tíðum nafnlausar. Við vitum að það er einhver blaðamaður á dagblaðinu sem skrifaði greinina en það er ekki vitað hver þeirra skrifaði umræddan texta. Þá má líka spyrja sig hvort sendandinn sé ekki ritstjórinn sem stýrir blaðinu eða jafnvel þeir sem eiga blaðið.

    Viðtakandi

    Viðtakandi er sá sem les texta eða sá sem hlustar. Stundum eru viðtakendur margir samanber það þegar blaðamaður í líki sendanda skrifar grein sem er ætluð mörgum viðtakendum. Með öðrum orðum, lesendurnir eru margir en þeir eru einmitt viðtakendurnir.

    Eins og fram kom hér að framan er ekki alltaf ljóst hverjir eru sendendur og viðtakendur. Þegar tveir menn eru að tala saman skiptast þeir á hlutverkum sendanda og viðtakanda. Sumir spyrja hvers vegna við þurfum að velta þessum hugtökum fyrir okkur. Því er til að svara að mjög mikilvægt er að átta sig á því hver talar og ritar í hvert sinn, en einnig er mikilvægt að átta sig á við hvern er verið að tala í hvert sinn. Hugtökin sendandi og viðtakandi hjálpa fólki við að átta sig á málaðstæðum hverju sinni.

    21

  • Verkefni

    Hér fyrir neðan má sjá dæmi um vegskilti sem gaman er að velta fyrir sér út frá samskiptum sendanda og viðtakenda.

    Skilti eins og þetta má víða sjá þar sem vegaframkvæmdir standa yfir. Þetta skilti er úr Fjallabyggð en henni tilheyra þorpin Ólafsfjörður og Siglufjöður. Þessi staðir eru í námunda við Grímsey og þegar horft er frá þeim yfir Grímseyjarsundið sjást mjög vel söguslóðirnar í eyjunni okkar norður undir heimskautsbaug. Ef við snúum okkur aftur að skiltinu er tilgangur þess að fá vegfarendur til að keyra hægar enda vinnuvélar út um allt. Þetta skilti er líka til upplýsingar fyrir vegfarendur enda bíða þeir í ofvæni eftir nýjum göngum sem bæta samgöngur mikið. Sá sem útbjó skiltið setti sig í spor viðtakenda og spyr eins og þeir hljóta að gera hvað sé hér í gangi. Næsta spurning vegfarenda gæti verið hver sé ábyrgur fyrir þessum framkvæmdum og skiltið hér að ofan veitir greinargóð svör við því. Sá sem sér um framkvæmdirnar er erlenda verktakafyrirtækið Metrostav í samvinnu við íslenska verktakafyrirtækið Háfell. Eitt vekur eftirtekt en það er erlent nafn eftirlitsaðilans, GeoTek. Skammstöfunin ehf. í nafni fyrirtækisins gefur til kynna að hér sé um íslenskt einkahlutafélag að ræða. Næsta spurning sem viðtakandi spyr sig er hvenær framkvæmdum muni ljúka. Svarið kemur glöggt fram á skiltinu en verklok eru áætluð í desember 2009.

    Sá sem skrifar þetta skilti er dæmi um góðan sendanda. Hann spyr eins og viðtakendur eru líklegir til að gera og svarar spurningum þeirra á skiltinu eftir því sem rýmið leyfir. Þetta skilti gerir sitt gagn. Það svarar flestum spurningum þeirra sem aka framhjá. Það er einmitt merki um góðan sendanda að hann hagar máli sínu þannig að fólk skilur það. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að þið, nemendur góðir, eigið að læra hvað felst í hugtökunum sendandi og viðtakandi. Þau hjálpa ykkur við að skilja betur tungumálið ykkar og um leið verðið þið betri málnotendur.

    22

    Vegur 4 km og göng 10,6 kmVerklok: Desember 2009Verktaki: Metrostav a.s

    og Háfell ehf.Eftirlit: GeoTek ehf.

  • Heimaverkefni – skiltin í umhverfi okkar

    Takið eftir skiltum og öðrum orðsendingum í umhverfi ykkar. Það eru ritaðir textar út um allt. Finnið eitt dæmi þar sem einhver sendandi er að segja okkur eitthvað. Þetta geta verið skilti innan skólans eða í umhverfi okkar. Þið getið líka skrifað upp hluta af samtali milli ykkar og einhvers í fjölskyldu ykkar. Sá sem talar í hvert sinn er þá sendandi en sá sem hlustar í hvert sinn er í hlutverki viðtakanda.

    Til umræðu í bekknum:

    Hvað finnst ykkur um það þegar íslensk fyrirtæki bera erlend nöfn?

    Þið sáuð á skiltinu frá Héðinsfjarðargöngunum að eftirlitsfyrirtækið ber erlent nafn. Haldið þið að meira sé um að fyrirtæki í Reykjavík beri erlend nöfn en til dæmis í Grímsey sem er okkur þessa dagana nokkuð nærtækt dæmi? Erlend heiti geta valdið misskilningi og til dæmis vita vegfarendur ekki að þetta fyrirtæki er íslenskt nema þeir viti að ehf. merkir íslenskt einkahlutafélag. Fólki dettur síður í hug að hringja í fyrirtæki með erlent nafn því að það heldur kannski að það sé ekki í símaskránni. Í framhaldinu er kannski ekki úr vegi að þið ræðið ykkar á milli í bekknum hvort eðlilegt sé að íslensk fyrirtæki beri erlend nöfn.

    23

  • Rýnt í orðin

    Hér fyrir neðan í töflu þrjú eru níu samsett orð úr bókinni Í bóli bjarnar. Þau má finna í köflum tvö til tíu og er eitt orð úr hverjum kafla. Fyrir aftan hvert orð eru tvær tölur. Sú fyrri er kaflanúmerið en hin seinni er blaðsíðutalið þar sem orðið er að finna. Þið eigið að útskýra merkingu orðsins með ykkar eigin orðum. Ef þið vitið ekki hvað orðið merkir skuluð þið í samráði við kennara ykkar fletta upp í orðabók.

    Þið eigið að sýna samsetningu orðanna og orðhlutanna í dálkum þrjú og fjögur á svipaðan hátt og sýnt var í verkefni tvö hér að framan. Í aftasta dálki eigið þið að finna áhugaverðar hljóðbreytingar og skyld orð í tengslum við orðið sem er til skoðunar og rita það.

    Tafla 2:

      

    Merking skýrð stuttlega  Samsetning orða  Orð-hlut-ar 

    Áhugaverðar hljóðbreytingar

    Skyld orðFélagslyndur

    (2,16)        Biðstofu (3,20)        

    Hlýlegri (4,26)        

    Umframaflanum (5,29)        

    Fiskverkun (6,36)        

    Draumalandið (7,43)        

    Kvöldbíltúrum (8,48)        

    Útstæð (9,53)        Sjóveiki (10,63)        

    24

  • Orðapúsl

    Verkefni þetta hentar prýðilega til að vinna í hópum. Þið eigið að skrifa á línurnar hér fyrir neðan orðhlutana úr verkefninu hér að ofan eins og gert var í sams konar verkefni í kafla eitt.___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    Hvern orðhluta eigið þið að skrifa upp á spjöld og raða saman tveimur eða fleirum á spjöld og búa til ný orð. Við höldum því áfram að púsla orðhlutum saman og búa til ný orð. Til viðbótar eru hér fyrir neðan fimm orðhlutar sem þið eigið líka að skrifa upp á spjöld og nota í orðapúslið. Sund + un + um + skáld + leg

    Þið skuluð reyna að koma hlutum þannig fyrir að enginn orðhluti verði afgangs. Ef það gerist megið þið nota sama orðhlutann í tvígang.

    __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    Í lokin eigið þið að nota sömu flokka og í sams konar verkefni í kafla eitt hér að fram þegar kemur að því að flokka orðin. Munið eftir myndinni af orðaskjóðunum hér fyrir ofan. Þær eru skemmtileg leið til að flokka orð eftir einkennum þeirra.

    25

  • Orðaskjóður

    26

  • Samtal úr Í bóli bjarnar

    Hér á eftir má sjá samtal úr bókinni sem þið eruð nú að lesa. Lesið þetta samtal vel og vandlega yfir en við ætlum að nota það nánar í verkefnavinnu á eftir. Þetta samtal er að finna á blaðsíðum 28 og 29 í bókinni. Þar segir frá tilhugalífi mömmunnar og káta sjómannsins úr Grímsey. Þegar hér er komið sögu í bókinni er verið að undirbúa skemmtisiglingu um Faxaflóann.

    Þegar ástin grípur mömmuna

    Ég hélt í einfeldni minni að þessi sjóferð hefði verið ætluð okkur Madek eingöngu. Daginn áður en við lögðum upp í ferðina tilkynnti mamma mér hins vegar að hún ætlaði að koma með.

    --- Tómas minn, ég held að það sé betra að ég komi með í sjóferðina á morgun enda er ég mjög hrædd um þig í námunda við hafið eftir að þú dast í höfnina. Ég vil ekki að þú lendir í kaldri haföldunni, það er alveg nóg að hafa misst hann pabba þinn í hafið, sagði mamma mjúkmál.

    --- Mér sýnist þú nú vera komin með annan sjómann, sagði ég og greinilegt var á öllu að mömmu brá við þetta svar mitt.

    --- Nú hvað meinar þú?--- Ég held að þú sért skotin í Palla, sagði ég og brosti stríðnislega.--- Æi, ekki vera svona vondur við mig. Kannski er ég aðeins hrifin, en við

    Palli þekkjumst nú ekki mikið enn, sagði mamma hálfskömmustulega.--- Mér finnst hann líka rosa fínn og þú mátt mín vegna alveg koma með

    okkur á sjóinn. --- Ohhh, þú ert svo mikið yndi. Ég veit ekkert hvernig samband okkar

    Palla þróast en fyrst þú ert búinn að opna þessa umræðu verð ég að viðurkenna að ég er pínu skotin. Ég ætlaði mér alltaf að ræða þetta við þig en hef bara ekki fengið mig til þess. Ég er hálffeimin þegar kemur að því að ræða svona hluti, sagði mamma og brosti.

    27

  • Hér fyrir neðan eigið þið að búa til nýtt samtal eða breyta þessu þannig að ykkur líki vel. Samtalið þarf ekki að passa inn í söguna og má því vera um eitthvað allt annað. Nýja samtalið má vera lengra en það sem fyrir er, en miðað er við að það sé ekki styttra en samtalið hér að ofan. Þið getið notað sögupersónurnar í þessu samtali til hliðsjónar. Það er ágætt að hafa bókina til hliðsjónar þegar þið skrifið ykkar samtal, og ef þið skrifið samtal sem passa á inn í söguna er nauðsynlegt að lesa níunda kafla vel yfir áður. Þið getið unnið þetta verkefni einslega eða tvö og tvö. Hafið gott samráð við kennara um það hvernig best er að vinna þetta verkefni og munið að samtal er ekki það sama og hefðbundinn texti sem lesa má í bók.

    ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    28

  • Bloggtextar

    Við sjáum hér fyrir neðan texta sem er nokkuð dæmigerður bloggtexti þar sem ekki er gerður skýr greinarmunur á talmáli og ritmáli.

    Þetta var frábær dagur og ég fór og hitti sko alla vini mína og fór líka á æfingu eftir hádegi með Sigga frænda.

    Og svo fórum við heim til Jóa og horfðum á sjónvarpið og ég fór heim til að fá mér að borða og ég fékk mér pítsu og kók hjá mömmu og þar kom bróðir minn og kærastan hans hún Gunna og það var sko ofsa gaman að hitta þau enda hafði ég ekki séð þau ofsa lengi

    Svo fór ég út og hitti vini mína og hékk með þeim fyrir utan skólann og það var mjög gaman. Og meira gerði ég ekki þennan daginn en bara að fara að sofa.

    Kannski finnst ykkur þessi texti skrýtinn. Hann er ekki raunverulegur en fyrirmyndin að honum eru nokkrir bloggtextar sem höfundur þessarar bókar las. Hér er því um að ræða tilbúið dæmi sem á sér stoð í raunveruleikanum. Hér að ofan hafið þið fengið stutta kynningu á samtölum og þið sjáið að þessi texti er mjög talmálslegur. Nú verður það ykkar verkefni að laga þennan texta þannig að hann verði hefðbundnari ritmálstexti.Þið megið líka velja einhvern annan bloggtexta í samráði við kennara ykkar og laga hann að lögmálum ritmálsins. Skoðið sérstaklega hvernig orðin sko og og eru notuð. Notið þið þessi orð á sama hátt þegar þið eruð að skrifa ritgerðir? Finnst ykkur þessi texti vera dæmigerður bloggtexti? Ef ekki, í hverju liggur þá munurinn?

    ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    29

  • _________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    30

  • 3.0 Eiginleikar ritmáls og orðaforði sögunnar

    Eins og kom fram hér að framan er það Tómas sem er sögumaður bókarinnar Í bóli bjarnar. Það er hann sem segir söguna og það sem haft er eftir honum fylgir lögmálum ritmáls. Hins vegar er eru stundum samtöl í bókinni sem að vanda fylgja lögmálum talmáls. Hér að framan var stuttlega gerð grein fyrir eiginleikum talmáls en nú er komið að ritmáli.

    Ritmálið

    Það er óralangt síðan menn fóru að nota ritmál. Súmerar voru fyrstir manna til að skrifa svo vitað sé. Þeir bjuggu fyrir langa löngu í Mesópótamíu en það land er löngu horfið úr sögunni. Við vitum þó hvar það lá, í Vestur-Asíu á milli fljótanna Efrat og Tígris, á þeim slóðum sem við köllum núna fyrir botni Miðjarðarhafs.

    31

  • Súmerar hófu að skrifa niður alls konar fróðleik fyrir um 5000 árum. Í upphafi rituðu þeir myndletur en síðar hófu þeir að rita fleygletur. Það var gert með því að þrýsta tréfleygum á rakar leirtöflur. Þessir tréfleygar voru tákn vissra hljóða og það var upphafið að ritun með bókstöfum. Fyrst skrifuðu Súmerar skýrslur um margs konar söluvarning enda var mikilvægt að vita hver átti hvað. Seinna skrifuðu þeir sögur af guðum sem þeir trúðu á og ýmiss konar fornar goðsögur. Hér fyrir neðan má sjá mynd af fleygrúnum Súmera.

    Fleygrúnir

    Sumir fræðimenn segja að með Súmerum hafi mannkynssagan byrjað. Það er mikið til í þessu enda þarf að vera til ritmál svo að hægt sé að skrá sögu þjóða. Skrifaður texti segir okkur svo margt um söguna. Við vitum heilmargt um sögu Súmera en það má þakka því að myndletur og leirtöflur þeirra varðveittust.

    Til umræðu í bekknum:

    Hvernig haldið þið að bækur sem gefnar eru út á okkar dögum muni varðveitast?

    Ætli þær verði læsilegar eftir fimm þúsund ár líkt og það sem Súmerar skrifuðu?

    32

  • Upphaf ritlistar á Íslandi

    Íslendingar hafa löngum talist rík þjóð því að þeir eiga bókmenntir frá þeim tíma þegar landið var að byggjast. Það er talið að Ísland hafi byggst árið 874. Á þeim tíma var kveðskaparöld á Íslandi og frá henni er einungis varðveittur kveðskapur sem skrifaður var niður um 1200. Landnámsmenn og afkomendur þeirra þekktu því ekki til hefðbundinna bóka. Þeir ristu rúnir í tré eða hjuggu þær í stein. Rúnir eru forn stafagerð, þó nokkuð frábrugðin þeirri stafagerð sem notuð er í hinu vestræna samfélagi nútímans. Rúnastafrófið er kallað Fúþark eftir fyrstu sex stöfum stöfunum.

    Hér fyrir neðan má sjá mynd af rúnastafrófinu forna.

    Rúnastafrófið:

    Verkefni

    Rúnaritun

    Nú eigið þið að skrifa nöfn Tómasar og Madeks úr bókinni Í bóli bjarnar með rúnaletri. Þið hafið rúnastafrófið hér fyrir ofan. Skrifið tvö nöfn til viðbótar með rúnaletrinu. Athugið að inn í stafrófið vantar stafi og þegar svo er notið þið skylda stafi. Til dæmis er ekkert g í rúnastafrófinu en í staðinn skal nota k.

    ____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    33

  • Rétt eftir árið 1100 skrifuðu Íslendingar sínar fyrstu bækur. Í upphafi voru aðallega skrifuð upp lög, ættfræði, þýðingar guðsorðarita og hin spaklegu fræði Ara fróða Þorgilssonar. Það var mjög mikilvægt að skrifa upp lögin í landinu til að fólk gæti lært þau. Ættfræði var mikilvægt að skrá því að fólk var metið eftir því af hvaða ætt það var og mikilvægt var fyrir þjóð sem hafði hundrað árum áður tekið kristni að eiga gott safn af bókum um kristna trú. Þekktasta verk Ara fróða er Íslendingabók. Hún er jafnframt ein elsta íslenska bókin og var skrifuð á árunum 1122-1123. Hún segir sögu Íslands allt frá landnámi þar til hún er rituð. Það fyrsta sem vitað er með vissu að skrifað sé á íslensku eru lög sem rituð voru veturinn 1117–1118 í Húnavatnssýslu. Sennilega hafa menn skrifað eitthvað áður en venjulega er talið að ritöld á Íslandi hafi hafist um árið 1100.Stafrófið sem Ari fróði notaði var hið sama og menn notuðu til að skrá latínu, en hún var á þeim tíma alþjóðlegt ritmál menntaðra manna. Latneska stafrófið þurfti að laga að íslenskum hljóðum því að ekki voru til í latínu öll þau hljóð sem til eru í íslensku. Þetta átti sérstaklega við um sérhljóð og sést vel í hljóðum eins og ö og æ. Latína á ekki til þessi hljóð og því þurfti að laga latínustafrófið að íslenskum framburði. Eitt það fyrsta sem skrifað var á íslenska tungu var Fyrsta málfræðiritgerðin. Markmiðið með henni var að koma reglu á íslenskt ritmál með því að búa til nýtt stafróf.

    Til umræðu í bekknum:

    Líkt og fram kom hér að ofan byrjuðu Íslendingar snemma að skrifa sögu sína, samanber hin spaklegu fræði Ara fróða.

    Hvaða áhrif teljið þið að þetta hafi haft á líf Íslendinga á liðnum árum? Hvaða áhrif teljið þið að hin mikla vitneskja um lífið á Íslandi í upphafi byggðar hafi haft á seinni tíma menningu okkar Íslendinga?

    Einnig er gaman að velta því fyrir sér hvers vegna Ari fróði skrifaði á íslensku. Hefði ekki verið miklu nær fyrir hann að skrifa á latínu líkt og gert var í öðrum löndum?

    34

  • Haldið þið að þjóðsagan sem höfð er til hliðsjónar af draumi Tómasar hefði varðveist ef Íslendingar hefðu ekki byrjað að skrifa svona snemma? Gildir kannski eitthvað allt annað um þjóðsögurnar enda byggjast þær á munnlegri geymd og eru alþjóðlegar flökkusögur líkt og kom fram í bókinni Í bóli bjarnar?

    Valin orð úr Í bóli bjarnar

    Hér að framan hefur verið rætt um eiginleika ritmáls. Það er ekki úr vegi að tengja umfjöllun okkar aðeins betur við bókina sem við lesum nú. Nú áttu að velja þér nokkur orð til að vinna nánar með til þess að sjá hversu fjölbreytilegt og margslungið ritmál okkar er.

    1. Veldu þrjú orð sem finna má í köflum 11 til 21 í bókinni Í bóli bjarnar. Þau mega vera nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, skrýtin orð, algeng orð, sjaldgæf orð, gömul eða ný orð. Skilyrði eru þó að orðin þurfa að geta komið fyrir í margs konar merkingu.

    2. Útskýrðu merkingu orðanna og lýstu því hvers konar orð þetta séu. Þar skal koma fram hvaða orðflokki þau tilheyra og hvað hægt sé að gera við þau. Einnig skaltu nefna ef þú þekkir einhver skyld orð.

    3. Skrifaðu samfellda frásögn upp á 50 til 100 orð þar sem orðin þín þrjú koma fyrir í mismunandi myndum. Hafðu hugfast að ritsmíðar skiptast í inngang, meginmál, lokaorð. Ekki gleyma að greinaskil eiga ætíð vera í ritun.

    ________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    35

  • __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    36

  • Ævintýrin í sveitinni

    Í bóli bjarnar segir frá ævintýrum Tómasar þegar hann flytur til Íslands frá Póllandi og flutningi fjölskyldu hans norður undir heimskautsbaug, til Grímseyjar. Nú ætlum við að vinna með mismunandi texta og skoða hvaða áhrif ólíkir viðtakendur hafa á það hvernig texti er skrifaður. Þið munið eftir því að í síðasta kafla ræddum við um hugtökin sendandi og viðtakandi. Þið eigið að velja ykkur eitt af eftirfarandi verkefnum og skrifa dálítinn textabút og hafa í huga hverjum hann er ætlaður. Þegar því er lokið er góð hugmynd að lesa textann upp fyrir bekkjarfélaga ykkar.

    1) Tómas er með bloggsíðu sem hann er mjög duglegur að skrifa inn á. Eftir svaðilför sína aftur til miðalda þar sem hann lendir í klóm bjarndýrs skrifar hann færslu. Hvernig gæti hún litið út? Skrifið færsluna fyrir Tómas. Ekki gleyma broskörlunum! Hver gæti slóð in inn á síðuna verið? grimsey.blogspot.com? Notið ímyndunaraflið!

    2) Guðmundur pabbi Palla er mjög reiður yfir því að menn vilji friða ísbirni. Hann vill ekki að fjölskylda sín lendi í bjarndýrskjafti. Hann telur mun nærtækara að fóðra hvítabirni með umhverfissinnum að sunnan. Hann ákveður að skrifa yfirvöldum þar sem hann krefst þess að öryggi íbúa Grímseyjar verði tryggt komi til þess að ísbjörn reyni landgöngu í eyjunni. Þið skrifið bréfið í nafni Guðmundar og leitið að upplýsingum um það hvernig formleg bréf eru sett upp.

    3) Fréttamaður frá æsifréttatímaritinu Horft og heyrt fréttir af svaðilför Tómasar á ísbjarnaslóðir og ákveður að skrifa frétt um atburðinn. Fréttin lendir á forsíðu! Hver gæti fyrirsögnin verið? Skrifið fréttina. (Hér er ekki nauðsynlegt að fara rétt með alla atburði).

    37

  • _________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    38

  • Til umræðu í bekknum:

    Í bókinni Í bóli bjarnar eru orðskýringar. Hvað finnst ykkur um það? Eru þær óþarfi eða ættu þær að vera í fleiri bókum?

    Haldið þið að mörg orð séu að hverfa úr íslensku máli? Eru einhver orð í bókinni sem þið skiljið ekki?

    Tölvupósturinn

    Þegar við skrifum beitum við ritmáli. En skrifum við alltaf á sama hátt, notum við alltaf sömu orð þegar við erum að skrifa? Hugsið ykkur að þið séuð stödd í Grímsey í heimsókn í eina viku hjá Tómasi og fjölskyldu. Þið ætlið að senda tölvupóst og segja frá því sem þið hafið verið að gera. Farið í huganum í Grímsey og reynið að ímynda ykkur hvernig sé umhorfs í eyjunni.

    Þið ætlið að senda ömmu ykkar eitt bréf, besta vini ykkar annað og litla systir ykkar á að fá eitt. Mynduð þið segja það sama í öllum þremur bréfunum? Mynduð þið nota einfaldara orðalag á kortinu sem litla systir ykkar ætti að fá? Hver tölvupóstur á að vera á bilinu 50–100 orð. Hafið hugtökin sendandi og viðtakandi í huga þegar þið vinnið þetta verkefni.

    _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    39

  • _________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    40

  • Rýnt í orðin

    Núna eigið þið að velja fimm orð úr úr köflum 11 til 15 og gott er að miða við að úr hverjum kafla komi eitt orð. Þið eigið að vinna með orðin á sama hátt og í fyrri verkefnum hér að framan, útskýra merkingu orðanna, gera grein fyrir samsetningu orða sem og sýna orðhlutana. Ef þið finnið áhugaverðar hljóðbreytingar og skyld orð skuluð þið skrá þær í aftasta dálkinn.

    Tafla 3:

    Orð Merking skýrð stuttlega Samsetning orða Orð-hlut-arÁhugaverðar

    hljóðbreytingarSkyld orð

    Enn og aftur púslað með orðhluta

    Í þessu verkefni eigið þið að vinna með orðhlutana hér að ofan á sama hátt og í fyrri verkefnum. Við erum í raun að púsla orðhlutunum saman á nýjan leik og búa til ný orð. Skrifið upp orðhlutana hér að ofan.

    ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    41

  • Gott er að skrifa orðhlutana upp á spjöld og raða saman tveimur eða fleirum á spjöld og búa til ný orð. Hér fyrir neðan eru tíu orðhlutar til viðbótar sem þið getið notað í orðapúslið. and – blóm – botn – er – gróð – inn – land – mynd – ól - ur

    Athugið að nota má sama orðhlutann tvisvar ef púslið gengur ekki upp. Skrifið orðin sem þið bjugguð til hér fyrir neðan.__________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

    Í lokin eigið þið að flokka orðin í þrjá flokka á svipaðan hátt og lagt var til verkefnunum hér að framan sem byggðu á orðapúsli. Þeir flokkar sem þar voru tilteknir voru þrír.

    A) Orð sem lýsa tilfinningum.B) Orð sem innifela persónulýsingar.C) Öll önnur orð sem ekki falla í flokkana tvo hér fyrir ofan.

    Þið megið búa til einhverja allt aðra þrjá flokka en hér eru tilteknir. Við flokkunina er skemmtilegt að notast við sams konar orðaskjóður og áður.

    42

  • Orðaskjóður

    43